Samstaða mikil meðal starfsfólks Síldarvinnslunnar Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að fyrirtækið hafi haldið vinnslu yfir Covid-19 tímabilið en að hægt hafi á sölu afurða. Skip voru á sjó þegar Covid-19 stóð sem hæst og vinnslan í gangi í landi, en sem betur fer kom þetta ástand uppá tímabili þar sem uppsjávarvinnslan liggur niðri. Allir sneru bökum saman í fyrirtækinu vegna þeirra ráðstafana sem þurfti að grípa til vegna veirunnar og ekki kom til uppsagna.
Börkur MK á uppsjávarveiðum.
8
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020