3 minute read

Mun Covid-19 breyta veitingageiranum í Bandaríkjunum til framtíðar?

Dan Murphy, markaðsstjóri Sea Watch International.

Nú á dögunum stóð Íslandstofa í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York fyrir vefkynningu þar sem fjallaði var um þær breytingar sem bandaríski veitingamarkaðurinn hefur gengið í gegnum síðustu vikur og mánuði. Kynninguna hélt Dan Murphy sem hefur áratuga reynslu á sölu og dreifingu sjávarafurða á bandaríska markaðnum. Í erindi sínu, sem bar heitið „From dining out to dining in“, fór Dan yfir stöðuna í Bandaríkjunum og velti m.a. fyrir sér hvaða áhrif COVID-19 muni hafa á veitingamarkaðinn í þessu stærsta hagkerfi heimsins til lengri tíma.

Dan starfar hjá Sea Watch International, sem sérhæfir sig meðal annars í dósasúpum. COVID-19 hefur haft mikil áhrif á hóp þeirra helstu viðskiptavina því skyndilega var bandaríska ríkið orðinn stærsti viðskiptavinur þeirra vegna matardreifinga og sala á sjávarafurðum í dósum jókst um og yfir 100%.

Fyrir COVID fór neysla sjávarafurða í Bandaríkjunum að langmestu leyti fram utan heimilis en í dag er öldin önnur. Veitingahús hafa þurft að loka og mörg munu alls ekkert opna aftur. Dæmi eru um að stórar veitingahúsakeðjur muni draga verulega saman seglin eins og t.d. Red Lobster þar sem samdrátturinn er 50% eða úr 600 veitingastöðum niður í að hámarki 300. Veitingastöðum hefur ekki aðeins verið að fækka heldur hafa margir veitingastaðir fækkað valkostum á sínum matseðli. Áður var algengt að veitingastaðir væru með 5-6 fiskrétti en í dag eru dæmigert að þeir séu tveir, þá líklega rækjur og lax.

Það er mjög misjafnt eftir tegund veitingastaða hversu mikil áhrif COVID eru. Veitingahús/keðjur með skyndibita og hraða afgreiðslu fá fleiri viðskiptavini, sem og staðir þar sem borðað er utanhúss. Fínni og dýrari staðir með hærra þjónustustig sjá fram á erfiða tíma. Fram kom hjá Dan Murphy að fyrir COVID-19 hafi verið u.þ.b. 900.000 veitingastaðir í Bandaríkjunum og gera spár ráð fyrir að 30% þeirra muni ekki opna aftur og National Restaurant Association í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir 225 billjón dollara tapi ári 2020.

Hann tók þannig dæmi af veitingahúsakeðju í Seattle (Tom Douglas) sem lokaði 16 betri veitingastöðum og eigandinn telur ólíklegt að hann nái að opna helming þeirra aftur, en ljósið í myrkrinu er að Stór hluti innfluttra sjávarafurða til BNA hefur komið frá Kína en í mars dróst innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna saman um 67% og það getur mögulega skapað tækifæri fyrir íslenskan fisk. Neytendur eru núna mun meðvitaðri um uppruna vörunnar sem þeir neyta og leggja meiri áherslu á gæði. Það mun vinna með íslenskum vörum og getur skapað samkeppnisforskot.

Þá nefndi Dan að Walmart hefði lokað öllum ferskfiskborðum í verslunum sínum sem voru samtals 6.000. Í staðinn voru settir upp kælar þar sem hægt er að kaupa ferskan forpakkaðan fisk sem er að seljast mjög vel. Í þessu geta einnig falist tækifæri fyrir íslenskan fisk.

Langmest af þeim íslenska fiski sem er seldur til Bandaríkjanna hefur verið seldur inn á veitingamarkaðinn (veitingahús, hótel, mötuneyti, skólar o.s.frv.), einkum inn á fínni veitingastaði. En á þessu hefur orðið mikil breyting eftir COVID. Þegar sá markaður lokaðist leituðu útflytjendur/dreifingaraðilar leiða til að færast yfir í smásöluna en þar hafa sterkar keðjur eins og Costco og Whole Foods aukið framboð af ferskum íslenskum fiski, aðallega þorski, bæði ferskum og ferskum frystum.

Staðan eftir COVID á mörgum mörkuðum er gjörbreytt og það mun án efa hafa áhrif á sölu á íslenskum fiski. Fólk heldur áfram að borða sjávarfang en neyslan hefur færst inn meira á heimilin. Við þessu þurfa íslenskir útflytjendur að bregðast.

Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um allt land til hamingju með sjómannadaginn

Grundarstíg 5 • Bolungarvík

Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn

REYKJANESBÆR

This article is from: