Umfjöllun
Dan Murphy, markaðsstjóri Sea Watch International.
Mun COVID-19 breyta veitingageiranum í Bandaríkjunum til framtíðar? Nú á dögunum stóð Íslandstofa í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York fyrir vefkynningu þar sem fjallaði var um þær breytingar sem bandaríski veitingamarkaðurinn hefur gengið í gegnum síðustu vikur og mánuði. Kynninguna hélt Dan Murphy sem hefur áratuga reynslu á sölu og dreifingu sjávarafurða á bandaríska markaðnum. Í erindi sínu, sem bar heitið „From dining out to dining in“, fór Dan yfir stöðuna í Bandaríkjunum og velti m.a. fyrir sér hvaða áhrif COVID-19 muni hafa á veitingamarkaðinn í þessu stærsta hagkerfi heimsins til lengri tíma. 44
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020