SJÁVARAFL Júní 2020 2. tölublað 7. árgangur
Til hamingju með daginn sjómenn!
Afla vel og koma heil heim
Kjaramál
Samstaða mikil
Kórónuveiran
Slógum aldrei af
Vonin IS 94
Erfiðir tímar
Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA
4 Afla vel og koma heil heim 6 Sjómannadagurinn 2020 og kjaramál 8 Samstaða mikil meðal starfsfólks Síldarvinnslunnar 12 Met slegin í saltfiskframleiðslu á erfiðum tímum 16 Hver eru áhrif geymslu í frosti á gæði karfaafurða? 18 Mikið álag skapaðist í fyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf í Bolungavík vegna Covid-19 22 Við slógum aldrei af 24 Þriðji báturinn og fjórði ættleggurinn 28 Aldrei fleiri frumkvöðlafyrirtæki í matvælum 30 Hólmadrangur tekur þátt í frumkvöðlaverkefni á Vestfjörðum 32 Snýr vörn í sókn 38 Lyfsala á sjó og landi 40
Nýtt landslag í þjónustu við fiskvinnsluiðnaðinn
44
Mun Covid-19 breyta veitingageiranum í Bandaríkjunum til framtíðar?
49
Til sjávar og sveita
Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is Vefsíða: www.sjavarafl.is Blaðamenn: Alda Áskelsdóttir Ásgerður Jóhannsdóttir Bergþóra Jónsdóttir Kristín List Malmberg Ingibjörg Stefánsdóttir Sigrún Erna Geirsdóttir Snorri Rafn Hallsson Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Þórður Bragason Prentun: Prentsmiðjan Oddi
2
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Dagurinn sem sameinar sjómannafjölskyldur
F
yrsti sjómannadagurinn var haldin sumarið 1938 þá fyrst í Reykjavík og á Ísafirði. Hefur þessi dagur ætíð sett sterkan svip á bæjarlífið um land allt, enda hafa sjómenn unnið þýðingamikil og erfið störf í þágu þjóðfélagsins frá örófi aldar og er sjómannadagurinn sameiningartákn sjómannastéttarinnar. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur Sjómannadagsráð gefið út tilkynningu um að allri skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík verði aflýst og er það í fyrsta sinn í 83 ára sögu Sjómannadagsráðs. Þá fellur einnig niður dagskrá Sjóarans Síkáta sem haldin er ár hvert í Grindavík en hafa þeir haldið þessa dagskrá í 24 ár og þúsundir gesta heimsótt Grindavík þessa helgi. Má segja að þetta sé ákaflega sorglegt en skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Í gegnum tíðina hefur markmið sjómannadagsins verið nokkuð margvísleg, sem dæmi er verið að heiðra minningu látinna sjómanna ásamt því að heiðra minningu þeirra sem sem slasast hafa í starfi og huga að öryggismálum til sjós og lands, ásamt slysavörnum. Einnig er sjómannadagurinn baráttudegur sjómanna. Mikil gleði er á höfnum allra bæja þar sem hinar ýmsu uppákomur eru viðhafðar til að gleðja hjartað í börnum sem og fullorðnum. Í hugum landsmanna er þessi lögbundni frídagur mikill gleðigjafi og þrátt fyrir að í ár verði ekki opinber hátíðarhöld, sem standa frá morgni og langt fram á nótt með ýmsu móti, þá er dagurinn gleðidagur sem sameinar sjómannsfjölskyldur og aðstandendur þeirra um land allt. Sjómenn og ykkar aðstandendur, innilegar hamingjuóskir með daginn ykkar. Megi farsæld og fengsæld fylgja ykkur.
Elín Bragadóttir ritstjóri
TIL HAMINGJU
MEÐ DAGINN SJÓMENN
Við þökkum samstarf liðinna ára og sendum sjómönnum og landsmönnum öllum heillaóskir í tilefni dagsins.
marel.is
Afla vel og koma heil heim
Þ
egar ég fór ungur maður til sjós á togara heima á Dalvík var umhverfi sjómannsins allt annað en það er í dag. Maður ólst upp við það að sjómennskan væri hættulegt starf sem á stundum gæfi vel í aðra hönd, stéttin væri hörð í horn að taka en stæði þétt saman þegar á reyndi.
Mannlífið á Dalvík, líkt og í flestum sjávarplássum landsins, rís og hnígur í takt við sjólagið í sjávarútvegi landsmanna. Í uppvextinum ólst ég upp við leik og starf í fjörunni, á bryggjunum, á síldarplönum svo ég tali nú ekki um Netagerð Dalvíkur hf. Og svo fór maður fyrst á sjóinn á sumrin í skólafríum, á togara og datt þá inn í þetta samfélag ,,jaxlanna“ sem svo var oft kallað, sérstaklega af þeim sem ekki þekktu til. Þarna kynntist maður margvíslegum manngerðum, allt frá óhörðnuðum unglingum til saltstorkinna sögufrægra einstaklinga sem voru komnir nokkuð við aldur. Í þá daga var stálskrokkur skipsins lokuð veröld, án mikilla tenginga í land nema í gegnum gömlu „Gufuna”. Einstaka símtal gat þó komið til, ef mikið lá við, í gegnum radíóin sem allir gátu hlýtt á ef vilji manna stóð til þess. Við þekkjum öll sögurnar af ungu mönnunum sem fengu símtal eða skeyti um borð um fæðingu barns. Fram kom lítið annað en kyn barnsins og kannski einhver orð um að „barni og móður heilsast vel“. Tóku þó allir þátt í gleðinni yfir þessum tímamótum með hinum nýbakaða föður. Þetta er allt annað í dag; fjarskipti greiðari, upplýsingar og tenging við mannlíf með betri hætti og aðbúnaður. Sumum þykir jafnvel nóg um allar síma og fjarskiptatengingarnar. Sjálfum þykir mér gott að leggja farsímann frá mér og verður mér stundum hugsað til daganna þegar ég var til sjós og sá ekki annað fyrir mér en að það yrði lífsstarf mitt. Mikilvægustu framfarirnar fyrir störf sjómanna eru sá árangur sem hefur náðst í slysavörnum til sjós. Enginn sjómaður fórst á síðasta ári við strendur landsins sem er sjötta árið sem slíkt gerist og þriðja árið í röð. Þessi gleðitíðindi koma fram í ársskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa og ber að þakka af heilum hug. Þegar haft er í huga að sá vetur sem nú er að baki hefur reynst sjómönnum afar erfiður, miklar brælur og sjólag oft með versta móti þá er maður enn þakklátari öllum þeim sem lagt hafa því liðsinni sitt að forða slysum til sjós. Skip og búnaður batna ár frá ári, þekkingu og færni sjómanna fleygir fram en glíma þeirra við náttúruöflin lýtur ætíð sömu lögmálum. Aðbúnaður, hugarfar og slysavarnir hafa gert okkur kleift að ná þeim árangri sem raun ber vitni og fyrir það ber að þakka. Markmiðið áhafnar er alltaf það sama þegar lagt er úr höfn, afla vel og koma heil heim. Eins og var í sjóferðabænum langfeðra okkar, þar sem heitið var á almættið fyrir huldum öflum lofts og lagar svo skipið verði leitt farsællega á djúpið. Ég óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs sjómannadags. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
4
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. www.matis.is
Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands
Sjómannadagurinn 2020 og kjaramál S
jómannadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní ár hvert, nema þegar þann dag ber upp á Hvítasunnudag, þá er sjómannadagurinn næsta sunnudag þar á eftir. Sjómannadagurinn er hátíðisdagur sjómanna og víðast hvar hefur hefðin verið sú að halda veglega upp á daginn með ýmis konar samkomum og uppákomum um sjómannadagshelgina. Færst hefur í vöxt síðustu ár að bæjarhátíðir hafi verið tengdar sjómannadeginum og því ýmislegt um að vera í flestum bæjarfélögum landsins um þá helgi. Í ár verða hátíðarhöld sem tengjast deginum í lágmarki vegna COVID-19 heimsfaraldursins og samkomubanns. Það breytir því þó ekki að fiskiskipaflotinn liggur í höfn á þessum degi og sjómenn eiga frí. Menn fagna því deginum þó á annan hátt sé en venjulega. Þó hin síðari ár hafi verið litið á sjómannadaginn sem hátíðisdag sjómanna frekar en baráttudag fyrir bættum kjörum er ekki úr vegi að minnast aðeins á stöðu kjaramálanna í aðdraganda sjómannadagsins.
Kjarasamningar sjómanna Þegar samið var síðast þann 18. febrúar 2017 eftir hörð verkfallsátök sem stóðu í samtals 10 vikur höfðu kjarasamningar sjómanna verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í rúm 6 ár. Kjarasamningurinn sem var undirritaður þann 18. febrúar 2017 gilti til 1. desember 2019. Þessum samningi fylgdu bókanir sem vinna átti að á samningstímanum, en markmiðið var að undirrita nýjan kjarasamning fljótlega eftir að samningurinn rynni út. Vissulega var unnið í bókununum á samningstímanum þó betur hefði mátt gera í því efni. Fljótlega varð ljóst að ekki tækist að ljúka vinnunni við bókanirnar til að hægt væri að undirrita nýjan samning í desember 2019 eins og hið metnaðarfulla markmiðið var þegar samningurinn var gerður árið 2017. Staðan er sú að mikil vinna er enn eftir í bókununum. Sú vinna er hins vegar grundvöllur þess að hægt verði að ganga frá nýjum kjarasamningi. Þeirri vinnu þarf því að ljúka áður en gengið verður frá nýjum kjarasamningi. Eins og lög gera ráð fyrir var gengið frá viðræðuáætlun milli aðila áður en samningurinn rann út þar sem viðræðurnar í komandi kjarasamningsgerð voru skipulagðar. Aðilar skiptust á kröfum og voru viðræður rétt að hefjast þegar heimsfaraldurinn sem nefndur er hér að framam setti strik í reikninginn eins og væntanlega hefur ekki farið fram hjá nokkrum Íslendingi. Viðræðum milli aðila var því sjálf hætt í bili og er ekki líklegt að viðræður um nýjan kjarasamning hefjist aftur fyrr en með haustinu.
Reynslan af síðustu kjarasamningum sjómanna Varðandi rekstur kjarasamningsins frá því hann var undirritaður til dagsins í dag ber aðeins skugga á og vil ég nefna þrennt sem veldur áhyggjum. Í fyrsta lagi var hart tekist á um verðlagningu á fiski í síðustu kjarasamningum, en það verð sem greitt er fyrir fiskinn er grunnurinn að launum sjómanna þar sem þeir eru á hlutaskiptum, þ.e. laun þeirra ráðast af aflaverðmæti skipsins. Þokkalega hefur gengið
6
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
með verðlagningu á botnfiskinum þó nokkurs pirrings hafi stundum gætt hjá sjómönnum þegar þeim hefur fundist að verðhækkanir á fiskmörkuðunum hafi skilað sér seint inn í fiskverðið hjá þeim sem eru á skipi þar sem útgerðarmaðurinn er jafnfram kaupandi aflans. Sama verður ekki sagt um verðlagninguna á uppsjávarfiskinum. Þó reynt hafi verið að bæta ýmislegt varðandi verðlagningu á uppsjávarfiskinum í síðusta kjarasamningi verður að játa að því miður tókst ekki að koma þeim málum í ásættanlegt horf. Er það því m.a. verkefni næstu samninga að finna leiðir til að sæmileg sátt geti verið um verðlagninguna á uppsjávarfiskinum.
SFS virðir ekki samningsákvæði Í öðru lagi er rétt að hafa í huga að það var stefna Sjómannasambands Íslands í síðustu kjaraviðræðum að stilla samningstímann saman við almenna vinnumarkaðinn. Því var það krafa sjómanna að samningstíminn yrði til ársloka 2018. Niðurstaðan varð þó að semja til 1. desember 2019.
Á móti lengri samningstíma var sett inn ákvæði í kjarasamninginn um að kauptrygging og aðrir kaupliðir hjá sjómönnum tækju sömu breytingum og um kynni að semjast á almenna vinnumarkaðnum árið 2019. Þetta ákvæði stóðu útgerðarmenn ekki við þegar á reyndi og neituðu að hækka kauptygginguna í samræmi við þá hækkun á launum sem almenni vinnumarkaðurinn samdi um í apríl 2019. Úr þessum ágreiningi milli aðila þarf því að leysa fyrir Félagsdómi og verður málflutningur í þessu ágreiningsmáli strax eftir sjómannadag.
SFS tilkynnir einhliða afnám ákvæðis í kjarasamningnum Þriðja tilvikið kom upp nú í byrjun maí 2020. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja sig geta sagt upp hluta af samningnum og fellt út ákvæði að eigin geðþótta. Staðreyndin er hins vegar sú að síðast gildandi kjarasamningur gildir þar til nýr er gerður. Í tengslum við viðmiðun við heimsmarkaðsverðið á olíunni var samið um að þegar útgerð selur aflann til skyldra aðila (kaupir sinn eigin afla sjálf ) skuli skiptaverð í þeim tilvikum vera 0,5 %-stigum hærra en þegar aflinn er seldur óskyldum aðila. í kjarasamningnum segir að þetta skuli gilda meðan unnið er að heildarendurskoðun kjarasamningsins á gildistíma hans. Heildarendurskoðun kjarasamningsins er samkvæmt bókun sem fylgdi samningnum sem gerður var 18. febrúar 2017 og var miðað við að þessari endurskoðun yrði lokið 1. júlí 2019. Það tókst hins vegar ekki að ljúka þessari endurskoðun fyrir þá dagsetningu og er henni því enn ólokið. Samkvæmt þeirri viðræðuáætlun sem gildir vegna yfirstandandi kjaraviðræðna segir m.a.: „Í byrjun janúar 2020 kynni aðilar óskir um breytingar á ákvæðum kjarasamninga. Viðræður verði skipulagðar um einstaka þætti kjarasamninga, m.a. vinnu sem þegar er hafin á grundvelli bókana við síðustu kjarasamninga.“
Nú heldur SFS því fram að ákvæðið hafi verið tímabundið og því geti þeir sagt því upp óháð því hvort nýr kjarasamningur hafi komist á eða ekki. Að mati SSÍ er þetta rangt hjá SFS. Ákvæðið var ekki tímabundið á annan hátt en kjarasamningurinn sjálfur. Þó svo að stefnt hafi verið að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins fyrir ákveðna dagsetningu er staðreyndin sú að þeirri vinnu er ekki lokið enda væri þá kominn á nýr samningur milli aðila sem er því miður ekki raunin. Því gildir reglan um að síðast gildandi samningur gildir þar til nýr hefur verið gerður. Ágreiningur um þetta þarf því einnig að fara fyrir Félagsdóm til að fá niðurstöðu í málið.
Alvarleg staða vegna umboðsleysis SFS SFS heldur því jafnframt fram að sá starfshópur sem vann að heildarendurskoðun kjarasamningsins á samningstímanum hafi hvorki hlutverk né umboð við frekari vinnu við heildarendurskoðunina. Eitthvað virðist því hafa farið fram hjá SFS varðandi efni viðræðuáætlunarinnar sem vitnað er til hér að framan og báðir aðilar undirrituðu. Það alvarlega í þessu er að samtök eins og SFS sem hafa m.a. það hlutverk að gera kjarasamninga við samtök sjómanna fyrir sína félagsmenn skuli ekki hafa umboð til að ræða úrlausnir á kjarasviðinu við sína viðsemjendur. Slíkt hlýtur að vera afar óvenjulegt fyrir samtök sem vilja láta taka mark á sér. Í lok síðustu átaka ræddu menn um nauðsyn þess að auka traust milli samtaka sjómanna annars vegar og samtaka útgerðarmanna hins vegar til að koma í veg fyrir hörð verkfallsátök í framtíðinni, en traust milli aðila er forsenda þess að hægt sé að leysa mál á farsælan hátt. Því miður er það sem að framan er rakið um framgöngu SFS ekki til þess fallið að auka traustið milli aðila. Spurningin í framhaldinu hlýtur jafnframt að vera hvaða aðili sjái um kjaraviðræður við samtök sjómanna á næstu mánuðum fyrst SFS hefur ekki umboð til að ræða þau mál að eigin sögn.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN ! Vinnslustöðin hf
hafnargata 2
900 Vestmannaeyjar
vsv@vsv.is
www.vsv.is SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
7
Samstaða mikil meðal starfsfólks Síldarvinnslunnar Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir að fyrirtækið hafi haldið vinnslu yfir Covid-19 tímabilið en að hægt hafi á sölu afurða. Skip voru á sjó þegar Covid-19 stóð sem hæst og vinnslan í gangi í landi, en sem betur fer kom þetta ástand uppá tímabili þar sem uppsjávarvinnslan liggur niðri. Allir sneru bökum saman í fyrirtækinu vegna þeirra ráðstafana sem þurfti að grípa til vegna veirunnar og ekki kom til uppsagna.
Börkur MK á uppsjávarveiðum.
8
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Bergþóra Jónsdóttir Ljósmyndir: úr eigu Síldarvinnslunar.
,,Útflutningur á ferskum fiski hefur dregist saman. Fiskur hefur hlaðist upp í geymslum og verð hafa lækkað. Við aðlöguðum veiðina að markaðsaðstæðum. hægt var á bolfiskskipunum og veiðimynstri breytt. Ákveðnar tegundir eru þyngri en aðrar t.d. frosinn ufsi sem fer mikið inn á veitingahúsin í suður Evrópu, hann hefur verið þungur í sölu ásamt fleiri tegundum. Það er alveg ljóst að víða hafa samkomutakmarknir og lokanir á mötuneytum og veitingahúsum komið þungt niður á fiskneyslunni. Við vonum að heimurinn jafni sig fljótt á þessu áfalli en það á eftir að koma í ljós, hversu langan tíma það tekur að snúa heiminn í gang eftir þetta”segir Gunnþór.
Fólk samhent í fyrirtækinu Ekki hefur komið til uppsagna eða skerðinga á starfshlutföllum hjá starfsmönnum fyrirtækisins. Að sögn Gunnþórs hafa starfsmenn staðið saman í að fylgja leiðbeiningum og fara eftir settum reglum. Sett var upp skipulag í vinnslunum og hluti þess er enn í gildi. ,,Þetta eru auðvitað skrítnir tímar en starfsfólkið samhent og meðvitað um nýjar reglur sem þurfti að innleiða. Það er búið að vera mikið álag á öllum í kringum þetta. Á öllum vinnustöðvum var handþvottur aukinn og notkun sótthreinsivökva og lögð áhersla á að fara eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar voru út. Snertifletir voru sótthreinsaðir reglulega og óviðkomandi heimsóknir á vinnustaði voru bannaðar. var starfsmönnum óheimilt að fara á milli starfsstöðva. Allir fundir fóru fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað. Allar upplýsingar um aðgerðir á starfsstöðvunum voru birtar á íslensku, ensku og pólsku. Sem dæmi þá var fólkinu í vinnslusal frystihússins á Seyðisfirði skipt upp í fimm hópa og enginn samgangur þeirra á milli. Mikið var lagt upp úr tveggja metra reglunni sem enn er farið eftir og því er einungis unnið á öðru hverju borði í vinnslusalnum og eins er reglan virt á kaffistofunni. Sambærilegar ráðstafanir voru gerðar í vélasal, verkstæði og í móttöku,”segir Gunnþór.
Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
,,Útflutningur á ferskum fiski hefur snarminnkað. Fiskurinn hefur bara hlaðist upp í geymslum og verð hefur verið að lækka og orðið samdráttur í tekjum, það er það sem hefur gerst.”
Starfsmenn verktakafyrirtækja þurftu að fara eftir ákveðnum reglum og þeim var ekki heimilt að nýta starfsmannarými. Á öðrum vinnslustöðum var svipað fyrirkomulag á þessu, skipt var uppí hópa, kaffitímar brotnir upp og svo framvegis, allar þessar aðgerðir miða af því að koma í veg fyrir að vernda starfsmenn og starfsemina.
Við vonum að markaðurinn fari af stað aftur en það gerist mjög rólega eins og er. Það eru að opnast glufur en það tekur samt tíma fyrir markaðinn að jafna sig. Hertar reglur um borð í skipunum Áhafnir skipanna hafa einnig þurft að fara eftir ákveðnum reglum og ætlast var til að þeir héldu sig eins mikið og mögulegt var út af fyrir sig eins. Þeim var skipt upp í hópa í matsal og áhöld, stólar og fleira sótthreinsað eftir hvern hóp. Áður en kolmunnaskipin héldu til veiða suður af Færeyjum snemma í aprílmánuði voru allir í áhöfnum þeirra skimaðir fyrir veirunni og var ekki lagt úr höfn fyrr en niðurstöður skimunarinnar lágu fyrir. Sjómenn jafnt og aðrir starfsmenn fyrirtækisins
Makrill unnin í Fiskiðjuverinu í Neskaupsstað. SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
9
Norsk-íslensk sild í veiðarfæri.
tóku sjálfir málið föstum tökum og voru sumir nánast í sjálfskipaðri sóttkví fyrir úthald Starfsfólki á skrifstofum var líka skipt upp í hópa, t.d. var starfsfólki skrifstofu fyrirtækisins í Neskaupstað skipt upp í þrjá hópa og voru fjórir að hámarki í hverjum hópi. Fólk hittist ekki utan hópanna, hvorki á vinnustað né utan vinnu. Fyrirkomulaginu var síðan breytt frá 27. apríl og þá urðu hóparnir tveir.
Starfsfólkið á hrós skilið Að sögn Gunnþórs á starfsfólkið hrós skilið, því allir sýndu mikinn skilning á stöðunni. ,,Allt starfsfólk Síldarvinnslunar á skilið hrós fyrir viðbrögð sín við þeim ráðstöfunum sem gerðar voru á vinnustöðunum vegna Covid-19. Ráðstafanirnar höfðu í för með sér ýmis óþægindi en allir tóku þeim af miklum skilningi og kvörtuðu ekki. Öllum er létt með eftir að tilslakanir tóku gildi, og að hlutirnir horfi til
10
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
,,Allt starfsfólk Síldarvinnslunar á skilið hrós fyrir viðbrögð sín sín við þeim ráðstöfunum sem gerðar voru á vinnustöðunum vegna Covid-19. Ráðstafanirnar höfðu í för með sér ýmis óþægindi en allir tóku þeim af miklum skilningi og kvörtuðu ekki.”
,,Loðnubresturinn er mesta áhyggjuefnið þessa stundina. Það eru brekkur í þessu og núna er það loðnan. Við höldum aftur í móti í vonina með makrílvertíðina sem er að bresta á um þessar mundir.”
betri vegar. Unnt verður að slaka á kröfum, en við höfum líka lært af þessu ástandi og innleitt regluverk sem ég tel að hluti af því sé komið til að vera. Þar á ég t.d. við aukið hreinlæti, sprittun og óþarfa flakk á milli deilda, ferðalög munu minnka með tilkomu fjarfundabúnaðar, þannig er mikilvægt að taka það jákvæða með okkur út úr þessu. Það var hægt á öllu og sjómenn okkar hafa ekki farið varhluta af því. Við höfum þurft að hægja á bolfiskveiðum og breyta róðraplönum því hægt hefur á sölu og birgðasöfnun átt sér stað á frosnum fiski. Enn sem komið er lítur þó ágætlega út með mjöl- og lýsismarkaði. Þetta er heimsástand sem við áttum okkur ekki enn á hvernig mun leika okkar helstu markaði. Það er hins vegar bót í máli að á því tímabili sem Covid-19 herjaði sem mest er oftast minnst um að vera hjá fyrirtæki eins og Síldarvinnslunni. Aðaltímabilið hjá okkur byrjar með makrílvertíð í júlí og bindum við miklar vonir við góða makrílveiði,”segir Gunnþór.
Loðnubresturinn stórt högg Að sögn Gunnþórs eru menn bjartsýnir á að afurðasala færist á ný í eðlilegt horf. ,,Við vonum að markaðurinn fari af stað aftur en það gerist mjög rólega eins og við er að búast. Það eru að opnast glufur en það mun taka langann tíma fyrir markaðina að jafna sig. Stærsta höggið aftur á móti fyrir uppsjávarfyrirtæki eins og okkar um þessar mundir er loðnubresturinn annað árið í röð. ,,Loðnubresturinn er mesta áhyggjuefnið og stærsta höggið á okkur. Það muna alltaf koma brekkur í íslenskan sjávarútveg, þær geta bæði legið uppá við og niður á við, nú er brekkan uppávið í augnablikinu. Við bindum vonir við komandi makrílvertíð sem fer að bresta á. Það er alltaf ákveðin spenna í lofti í byrjun vertíðar því það er alltaf óvissa, t.d. hvar fiskurinn gengur inn í lögsöguna, hversu stór hann er og hversu mikið er af honum, hvernig verða viðbrögðin i markaðnum og svo framvegis., en öll él styttir upp um síðir og sólin fer að skína”segir Gunnþór. SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
11
Met slegin í saltfiskframleiðslu á erfiðum tímum S
tarfsfólk Vinnslustöðvarinnar hefur á fyrstu þremur mánuðum ársins framleitt meira af saltfiski en á öllu árinu 2018. Ef svo fer sem horfir verður framleiðslan um miðjan aprílmánuð orðin meiri en á öllu árinu 2019. Í lok mars var pakkað 46 tonnum af saltfiski á einum degi. Fróðir menn telja það vera metafköst á sama sólarhringnum í fyrirtækinu. Þannig er unnið af krafti við að veiða og salta vertíðarþorsk hjá Vinnslustöðinni. Netabátarnir Kap II og Brynjólfur afla vel og sömu sögu er að segja af Drangavík. Þá hefur fyrirtækið sömuleiðis keypt fisk af viðskiptabátum sínum.
Jólamatur framleiddur á vetrarvertíð Með því að eignast saltfiskvinnslufyrirtækið Grupeixe í Portúgal varð Vinnslustöðin beinn þátttakandi í vinnslu og sölu á þessum mikilvæga markaði og ræður yfir öllum þáttum framleiðslunnar, allt frá veiðum og vinnslu hér heima til vinnslu, sölu- og markaðsstarfs þar ytra. Vertíðarfiskurinn við suðurströnd Íslands er jólamatur í Portúgal og um hátíðar borða Portúgalar um 5.000 tonn af þurrkuðum saltfiski á aðfangadagskvöld jóla. Það svarar til 12.000 tonna af fiski upp úr sjó! Nú um stundir miðast starfsemin við að safna birgðum til jóla en saltfiskur hefur líka selst vel undanfarnar vikur eftir að veirufaraldurinn
12
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Covid 19 náði til Portúgals. Saltfiskur geymist enda vel og er í hávegum hafður við margvísleg önnur hátíðleg tækifæri en á jólum, til að mynda á veisluborðum páskahátíðarinnar. • Tekið skal fram að meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á árinu 2019.
Veiran setur alls staðar strik í reikninginn Vinnslustöðin fylgir ströngum starfs- og öryggisreglum til lands og sjávar vegna veirufaraldursins. Höfðað er til starfsfólks um að fylgja tilmælum um hreinlæti og að hafa fulla aðgát yfirleitt í samskiptum á vinnustað og utan vinnu. Veiran leikur samfélagið í Eyjum grátt, líkt og fjallað hefur verið um í fréttum fjölmiðla. Áður en faraldurinn barst til landsins höfðu verið skipulagðar tilteknar sóttvarnaráðstafanir hjá Vinnslustöðinni og eftir þeim var farið frá upphafi í góðu samstarfi allra í fyrirtækinu. Smit- og sjúkdómstilvik hafa því verið færri í fyrirtækinu en hefði mátt ætla en allir eru þess meðvitaðir að faraldurinn hefur enn ekki náð hámarki á Íslandi og óvissa ríkir um afleiðingarnar. Sama á auðvitað við um Portúgal, markaðssvæði saltfisksins sem nú verið er að framleiða í Eyjum. Enginn sér fyrir efnahagslegar afleiðingar faraldursins þar frekar en annars staðar. Þá er ekki annað að gera en að veiða, vinna, salta og vona hið besta. Og hlýða Víði. (Efni er fengið af vef Vinnslustöðvarinnar hf 30.mars 2020)
Starfsfólk í vinnslu. Ljósmyndir úr eigu Vinnslustöðvarinnar.
GLORÍAN sem bylti flottrollsveiðum
Gloríu flottroll Hampiðjunnar voru þróuð í nánu samstarfi við íslenskar útgerðir, skipstjórnarmenn og sjómenn. Á síðustu 30 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.
– veiðarfæri eru okkar fag
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og
14
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
15
Hver eru áhrif geymslu í frosti á gæði karfaafurða? Nýlega lauk AVS verkefninu „Hámörkun gæða frosinna karfaafurða“ sem var samstarfsverkefni HB Granda/ Brim, Matís og Háskóla Íslands. Í verkefninu voru könnuð áhrif frystigeymslu á gæði kafraafurða, sem og hver áhrif aldurs hráefnis og árstíða hefur á gæðin. Markmið verkefnisins var tvíþætt. Í fyrsta lagi að rannsaka áhrif tíma og hitastigs við geymslu í frosti, á myndun niðurbrotsefna í karfa. Það var gert með því að bera saman áhrif hitastigsbreytinga og meðhöndlunar í frostgeymslu við flutninga og áhrif á eðlis- og efnaeiginleika ásamt stöðugleika fitu í karfa. Í öðru lagi, að rannsaka áhrif aldurs hráefnis á gæði og stöðugleika í geymslu þ.s. kannaður var munurinn á karfaafurðum sem unnar voru fjórum- og níu dögum frá veiðum; sem og hvort munur væri á því á hvaða árstíma karfinn var veiddur. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að geymsluhitastig og tími hafa áhrif á eðlis- og efnaeiginleika karfa, þ.e. á fríar fitusýrur, TBARS og TVB-N. Árstíðamunur hafði einnig áhrif á næringargildi og stöðugleika karfa. Ljósi vöðvinn í karfa sem var veiddur í nóvember innihélt hærra magn af EPA og DHA, en karfi veiddur í júní. Karfi veiddur í nóvember var ekki eins stöðugur í frostgeymslu, þar sem hann innihélt hærra hlutfall af ómettuðum fitusýrum. Ljósi vöðvinn innihélt hærra næringargildi en dökki vöðvinn, sem leiðir til betri uppsprettu næringar fyrir neyslu almennings. Dökki vöðvinn var hins vegar viðkvæmur fyrir oxun fitu, sem gæti haft neikvæð áhrif fyrir ljósa vöðvann. Þá er jafnvel þörf að aðskilja dökka og ljósa vöðvann. „Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að geymsluhitastig og tími hafa áhrif á eðlis- og efnaeiginleika karfa.“
16
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Lokaskýrslu verkefnisins má nálgast a vefsíðu Matís (www.matis.is).
Sjómenn! Til hamingju með daginn ykkar
Starfsfólk Sjávarafls óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með sjómannadaginn, njótið vel.
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
17
Togarinn Sirrý ÍS fór aftur á veiðar þann 23. apríl. Skipið hafði verið bundið við bryggju síðan 29. mars vegna kórónaveirunnar sem kom upp meðal skipverja.
Mikið álag skapaðist í fyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf í Bolungavík vegna Covid-19 Bergþóra Jónsdóttir
Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík segir mestu orkuna fara í að auka viðskipti við verslanir og reynir fyrirtækið að stækka hlutdeild sína á matvörumarkaðinum um þessar mundir. Fyrir covid-19 tímann náði fyrirtækið rétt svo að anna eftirspurn, en nú er annað upp á teningnum. Mikið álag var í fyrirtækinu vegna smita sem upp komu meðal starfsmanna. 18
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
,,Við höfum átt viðskipti beint við veitingarhúsin en nú hafa þau verið lokuð, þannig að við sjáum meiri tækifæri á matvörumarkaðinum núna.” ,,Við erum aðallega að selja létt saltaðan þorsk og ufsa til Suður-Evrópu, Spánar og Ítalíu. Við höfum átt viðskipti beint við veitingarhúsin en nú hafa þau verið lokuð, þannig að við sjáum meiri tækifæri á matvörumarkaðinum núna.”segir Jakob Valgeir.
Engin áform eru um að breyta vinnsluaðferðum eða auka fjölbreytni í afurðum og vinnslu, heldur segir Jakob Valgeir skipta máli að þrauka þennan tíma. Reksturinn er einhæfur að sögn Jakobs og ekkert í farvatninu um breytingar á vöruframleiðslunni. Hann segir fyrirtækið í svipaðri stöðu og aðrir í þessum geira. ,,Núna er lítil sala hjá okkur eins og hjá öðrum og bindum við vonir við að veitingastaðir fari að opna aftur sem ætti að gerast að einhverju leyti í júní og þá fer þetta af stað aftur svo bindum við vonir við að salan verði komin á fullt skrið í haust aftur. Við höfum getað selt hluta afurðanna en annað er geymt í frysti, annað hvort hér eða úti,” segir Jakob. Unnið er úr um 7000 tonnum af fiski árlega og er hann skorin í bita og pakkkaður í tveggja kílóa pakkingar sem er algengasta stærðin. Engin áform eru um að breyta vinnsluaðferðum eða auka fjölbreytni í afurðum og vinnslu, heldur segir Jakob skipta máli að þrauka þennan tíma. Sem betur fer er verið að fást við matvæli og við þurfum víst öll að borða.
Mikið álag þegar upp kom smit Mikið álag var í Bolungarvík á meðan að covid-19 stóð sem hæst því þar greindust yfir 60 manns með veiruna. Hluti af þeim var á togaranum Sirrý sem er í eigu Jakobs Valgeirs ehf. Um 10 starfsmenn um borð veiktust og þar á meðal sonur Jakobs. Mikið álag var í vinnslunni þegar á þessu stóð og smit fóru að greinast um borð í Sirrý. ,,Það fór allt á hliðina þegar upp komst um smit um borð. Vinnslan var strax hólfuð niður í 5 svæði, fólkið notaði andlitsgrímur og sloppa og settar upp nokkrar kaffistofur. Mjög mikil hræðsla braust út í vinnslunni og allir voru mjög stressaðir og erfitt reyndist að klára að vinna fiskinn sem var í húsinu. Þetta reyndi mikið á gæðastjóra fyrirtækjarins og framleiðslustjórann. Við buðum upp á að fólk gæti verið heima sem margir nýttu sér,”segir Jakob. Stór hluti starfsfólksins eru Pólverjar og Tælendingar og margir þeirra kunna litla íslensku, þess vegna braust út mikil geðshræring á vinnustaðnum. Það er alltaf hægt að gera betur að sögn Jakobs og hefði upplýsingaflæðið til fólksins kannski getað verið betra. Þegar íslenskukunnátta er lítil er meiri hætta á að fólk miskilji það sem sagt er. Guðbjartur Flosason framleiðslustjóri fyrirtækjarins tekur í sama streng og segir að starfsfólkið hafi verið skelkað. ,,Það var mikil hræðsla í fólki strax og fór að berast smit til landins og versnaði það svo til muna þegar smit barst hingað vestur. Samskiptaörðugleikar og misvísandi skilaboð var það helsta sem var að, t.d. töldu einhverjir að setja ætti starfsfólk í sóttkví sem fór ekki í sóttkví og skapaðist þá mikil óánægja og hræðsla á hjá sumum og svo framvegis. Við vorum alltaf að slökkva elda og leiðrétta alskonar sögusagnir sem fóru á reik. Fólkið var jafnvel að hlusta meira á fréttir frá sínu heimalandi en héðan vegna tungumálaörðugleika og fékk því stundum ranga mynd af ástandinu. Við fundum að best væri að tala sem mest við starfsfólkið og útskýra vel hlutina og einnig komum við upp fésbókarsíðu sem allar upplýsingar voru inn á,” segir Guðbjartur.
,,Jákvæðasta bæjarfélagið” Fyrirtækið var í góðu sambandi við sóttvarnarlækni á Ísafirði sem leiðbeindi því vel varðandi sóttkví og upplýsingarflæði til starfsfólksins.
,,Allt fór á hliðina þegar starfsmenn smituðust af Covid-19,” segir Jakob Valgeir.
Eins og margir vita lék Covid-19 Bolvíkinga grátt og segir Guðbjartur þessa tíma vissulega hafa verið krefjandi. ,,Þetta reyndist mjög erfitt fyrir hjúkrunarheimilin og fjölskyldur þeirra. En sem betur fer er þetta yfirstaðið og allt að komast í eðlilegt horf aftur. Við vorum með um 6% smit hér í þessu bæjarfélagi það mesta yfir landið og grínast fólk með að við séum jákvæðasta bæjarfélagið,” segir Guðbjartur og hlær. Í lok mars var reksturinn stöðvaður í 3 vikur og boðið var upp á hlutabótaleiðina í apríl og margir nýttu sér hana. Eftir páska þá breyttist þetta mikið og fólk var ekki eins óttaslegið. ,,Í dag er allt að færast í eðlilegt horf og allt annað andrúmsloft. Allt komið í venjulegt horf núna hérna í Bolungarvík og fólk orðið miklu hressara. Togarinn Sirrý ÍS fór aftur á veiðar þann 23. apríl. Skipið hafði verið bundið við bryggju síðan 29. mars vegna kórónaveirunnar sem kom upp meðal skipverja.
,,Það var mikil hræðsla í fólki strax og fór að berast smit til landins og versnaði það svo til muna þegar smit barst hingað vestur.” Við það að hafa skipt fyrirtækinu svona upp þá varð minni framleiðsla en ella. En svo kemur það á móti að nú er lítil sala og því skiptir það minna máli að framleiðslan hafi verið minni þennan tíma. Nýtt vinnslukerfi var tekið í gagnið árið 2016, svokölluð Flexicut vatnsskurðarvél sem sker beinagarð úr ferskum fiski. Hún hlutar hann niður í bita eftir fyrirfram ákveðnum skurðarmynstrum með mikilli nákvæmni með eða án roðs allt eftir óskum viðskiptavina. Ástæðan fyrir kaupunum var að auka framleiðsluna verulega og bæta nýtingu með einsleitum skurði. Auk þess varð vinnslulínan einfaldari og meðferð hráefnis betri, sem skilar sér í auknum gæðum í loka afurðinni. Einnig mun kerfið auðvelda starfsfólki störfin þar sem vélin ræður vel við að skera í gegnum fiskroð. Gengur mjög vel með þessa vél og hún sker beinagarðinn. ,,Við erum vel tækjum búin og öll starfssemi komin á fullt skrið þannig að nú þarf bara vera þolinmóð og bíða átektar. Við hægum á í sumar og vonumst svo til að salan fari af stað í haust,”segir Jakob að lokum. SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
19
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og
starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
REY K J A N E SB Æ R
Við slógum aldrei af Neyslan breyttist í kjölfar veirunnar Ingibjörg Stefánsdóttir
Farsóttin sem ekki þarf að nefna hefur sett samfélag okkar á annan endann. Hún hefur haft áhrif ferðaþjónustu, skóla og Elín áBragadóttir ritstjóriSumt hefur legið niðri á veitingastaði og flesta aðra starfsemi. meðan annað hefur fengið leyfi til að starfa – að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra sem fengu undanþágu til að halda áfram starfsemi er sjávarútvegsfyrirtækið G.Run í Grundarfirði. En hvernig gekk að gerbreyta vinnslu og starfsemi fyrirtækisins og hverju þurfti að breyta? Sjávarafl ræddi við Guðmund Smára Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Eins og mörg önnur sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi er G.Run fjölskyldufyrirtæki. ,,Pabbi hóf útgerðina 1947, í grunninn er þetta sama fyrirtækið. Við erum átta systkinin, þar af erum við sjö sem eigum þetta fyrirtæki og vinnum í því.“ G. Run er meðal stærstu fyrirtækja á staðnum. Það er með 90 manns í vinnu, eða 10% allra íbúa í Grundarfirði, þar sem búa nú 900 manns. Fyrirtækið býr að því að vera vel staðsett, það er á norðurhluta Snæfellsness, ,,þar sem stutt er á öll okkar helstu mið,“ segir Guðmundur Smári framkvæmdastjóri. Hann tekur á móti útsendara Sjávarafls við innganginn og afsakar óreiðu, vegna bráðabirgðakaffistofu, sem er ein nokkurra sem þurfti að koma upp vegna covid-19. ,, Við vorum eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem fengum undanþágu, höfðum reyndar fylgst mjög vel með lengi og sett ákveðnar reglur, áður en hið opinbera gerði það. Það hjálpaði mjög að vera komin með þetta nýja hús og auðveldaði okkur að uppfylla skilyrði eins og að passa að ekki væri of margt fólk saman í hóp. Við erum búin að setja fjóra innganga inn í húsið, setja fleira kaffistofur en áður og að skipta hópnum upp með skilrúmum á milli vinnustöðvanna. Þetta hefur allt gengið ótrúlega vel; auðvitað hundleiðinlegt að vinna í einhverju skermuðu umhverfi, en við sættum okkur við það á meðan við erum í þessu stríði. Starfsfólkið hefur tekið þessu vel, um leið og það áttaði sig á því að þetta var dauðans alvara, þá fóru allir með í leikinn. Við pössuðum okkur á að það fólk sem talar ekki íslensku fengi þessi skilaboð á sínum tungumálum og allt gekk þetta mjög vel upp. Við þurftum auðvitað að kaupa aukinn búnað, hlífðarfatnað og endalaust af sápu og spritti. Í fiskvinnslunni erum við stöðugt að þrífa og sótthreinsa, svo að það var ekkert nýtt fyrir okkur. Þetta vorum við allt með allt og gekk mjög vel hjá okkur.
22
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Við erum mjög vel búnir tækjum í þessu húsi og gátum því brugðist skarpt við. Meginþorri okkar vöru var ferskur fiskur sem fór í flug eða í skip ófrosinn; sá markaður bara hvarf á einni nóttu fyrstu vikurnar eftir að þetta skall á allt saman, en þá gátum við fryst vöruna.“ Aðspurður sagði Guðmundur Smári að ekkert hráefni hefði tapast og það hefði bara gengið ágætlega að selja nýja vöru. ,,Við gátum fyrirvaralítið aðlagað okkar vinnslu. Við slógum aldrei af. Okkur hefur tekist þetta vel, hingað til. Við sjáum ekki neitt bakslag í því en erum samt mjög vel vakandi um það hvað við erum að framleiða og hvert við erum að selja.“ Ekki hafi þurft að leita nýrra markaða þar sem fyrirtækið hafði þegar verið að sinna þeim mörkuðum að nokkru leyti. Hins vegar hafi verslunin breyst erlendis. ,,Neyslan breyttist. Fólk fer ekki á veitingastaði, það fer ekki og velur sér vöru úr fiskborði, heldur grípur bara frysta vöru til að elda heima. Okkar vara fór því í endurpökkun; í neytendavænni pakkningar. Nú hafa mötuneyti verið meira og minna verið lokuð og Fish&Chips iðnaðurinn í Bretlandi hefur verið lokaður í fleiri vikur. Þar hafa tapast markaðir fyrir tugi þúsunda tonna af íslenskum þorski. Fjöldamörg fyrirtæki á Íslandi hafa lent í vandræðum.“ Guðmundur Smári bætir við að þó nokkur birgðasöfnun hafi orðið í ákveðnum fisktegundum, sem ekki hafi verið hægt að selja. Enn sé þó ekki ljóst hvernig markaðir muni þróast næstu vikurnar og mánuðina. G.Run. stendur þó vel að vígi enda: ,,nær alltaf búin að selja vöruna áður en við framleiðum hana. Það hefur verið þannig, að langstærstu leyti; fyrir utan vöru sem fer í blokkir, hugum ekkert að því að selja fyrr en kominn er gámur. Þetta er vara sem alltaf selst.“ En hvað er það sem gerði fyrirtækinu kleift að umbreyta framleiðslu sinni
og vinnulagi með svo skömmum fyrirvara? Líklega er ekkert eitt svar til við því, en verið getur að tæknivæðing og stöðug umbótavinna hafi hér mikið að segja. Í vinnslusalnum eru tvær Flexicut flæðilínur frá Marel. Auðvelt er að stýra þeim og breyta eftir því hvernig vinnsla fer fram í húsinu. Aukin tæknivæðing varð ekki til þess að fækka starfsfólki hjá fyrirtækinu – þvert á móti þá fjölgaði starfsfólki. ,,Við jukum framleiðsluna og gátum því fjölgað starfsfólki í kjölfar nýrrar tækni,“ segir Guðmundur Smári. Hann er mjög meðvitaður um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum sjávarútvegi og segir miklar framfarir hafi orðið á síðustu árum. ,,Við buðum frumkvöðlunum inn í fyrirtækin og þetta hefur unnið mjög vel saman. Þeir hafa svo þróað vörur sem hafa nýst okkur mjög vel og fleytt okkur áfram. Þetta hefur orðið til þess að íslenskur sjávarútvegur er arðsamur og nýtir vel og gengur vel um auðlindina.
Íslensk fiskvinnsla er mjög framarlega Þetta hefur verið meginmarkmið okkar að geta gengið að þessari auðlind okkar, sem fiskurinn í hafinu er, um aldur og ævi. Að ganga aldrei svo nærri, að hann sé ekki jafngóður á morgun eins og hann var í dag. Að mínir afkomendur geti gengið að þessu alveg eins góðu og ég fer frá því. Ég kom ekkert að þessu mjög góðu. Þetta var allt í helvítis rassgati fyrir 40-50 árum, þá vorum við að ofnýta stofnana, eyddum of mikilli olíu, fórum með mikið af veiðarfærum, gerðum þetta með allt of miklum kröftum. Það var aldrei króna afgangs til að gera eitt eða neitt og endalaust tap á útgerðinni. Eldri kynslóðir muna þetta en nú hefur þetta snúist við. Útgerðir eru flestar með þokkalega góða afkomu og þetta er eini útvegurinn í heiminum sem stöðugt bætir sig og gerir betur. Íslensk fiskvinnsla er mjög framarlega. Það kemst enginn nálægt okkur bæði hvað varðar aðbúnað starfsfólks og hvernig við gætum að hreinlæti og hollustu vörunnar. Sem betur fer eru íslenskir framleiðendur með það á hreinu að það er hollusta og hreinleiki vörunnar sem við erum að selja. Okkar tekjur koma af því og engu öðru. Við höfum náð ævintýralegum árangri í að nýta fiskistofnana, veiðisvæðin okkar og botninn og höfum verið að fara eins vel með þetta og hugsast getur, með lágmarksolíunotkun og lágmarksveiðarfærasliti og lágmarkssliti á mannskap ef orða má það svo. Áður gátu menn stundað sjómennsku á meðan þeir voru ungir og hraustir, en voru orðnir slitnir karlar langt fyrir aldur fram. Nú vinna margir sjómenn alla starfsævina á sjó og þurfa ekkert að fara í aðra vinnu. Ráða mjög vel við vinnuna líkamlega og eru
auðvitað mjög hæfir sjómenn með mikla reynslu. Þetta var bara varla hægt hér áður fyrr.“
Allt gengur þetta upp Guðmundur Smári lýsir vinnuskipulaginu hjá þeim; ,,Við megum kannski veiða 5000 tonn af fiski á ári og skiptum því niður á þessi tvö skip sem við eigum. Skipstjórarnir vinna svo með framleiðslustjóranum. Annað skipið landar á mánudegi og hitt á miðvikudegi. Þannig gengur þetta bara eins og hver annar háþróaður iðnaður. Þó að við séum að stunda veiðar á villtum stofnum þá höfum við náð að aðlaga þetta svona. Á föstudegi klukkan fjögur er síðasti fiskurinn í húsi unninn og klukkan sjö á mánudagsmorgni kemur fyrsti fiskurinn inn í hús. Svona gengur þetta bara upp - alveg 99%. G.Run er ekki aðeins með fiskveiðar og fiskvinnslu, heldur framleiðir einnig veiðarfæri. ,,Við neyddumst til að byrja á þessu í kringum 1975, þegar aðföng voru miklu flóknari og tímafrekari. Þá urðum við að ráða netagerðarmann. Síðan hefur þessi netagerðarmaður þróað veiðarfærin með skipstjórnarmönnunum. Við erum alltaf að prófa og velta fyrir okkur nýjum hlutum og höfum mikinn hag af því að reka eigið netaverkstæði. Allar hugmyndir sem skipstjóri fær og komast í gegnum nálarauga netagerðarmannanna eða öfugt; þær eru prófaðar. Það eru mikil verðmæti í því að hafa netagerðarmeistarann við hlið skipstjórans. Þannig getum við unnið stöðugt að því að auka veiðigetu skipanna, draga úr kostnaði, minnka slit á veiðarfærum og álag á mannskapinn. Í gamla daga þegar ég var á sjó, þá var netagerðarvinnan alveg ævintýralega erfið. Það versta sem ég komst í var netagerð í frosti og byl. Þetta var hryllingur. Á síðustu 10 – 12 árum hefur verið mjög mikil þróun og nú eru veiðarfærin það góð að það er undantekning að net rifni úti á sjó. Það kemur fyrir en það var reglan.“ Þessar breytingar byggja á tækniþróun. Guðmundur Smári heldur áfram: ,,Þegar við áttuðum okkur á því hvað voru ofboðsleg verðmæti í tækniþróuninni, hvað hún gat gefið miklar tekjur og dregið ævintýralega úr kostnaði, að hægt væri að þróa veiðarfærin, þróa vinnsluna, vera með betri og öflugri skip, þá höfðum við fundið þennan stóra sannleika: Það er alltaf hægt að gera betur og betur. Friðuðum fiskistofnana sem leiddi til þess að þeir náðu að vaxa svo að ódýrara varð að sækja á miðin, það leiddi til mikils ábata – getum greitt hóflegt veiðigjald. Svona hafa fiskveiðar og fiskvinnsla á Íslandi, náð að þróast síðustu árin.
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
23
Þriðji báturinn og fjórði ættleggurinn Elín Bragadóttir
S
ú menning sem fylgir sjómennskunni hefur heillað margan manninn þrátt fyrir kulda og vosbúð og glímu við ægi. Þórður Bragason var að festa kaup áElín 7 tonna bát sem heitir Vonin IS 94 Bragadóttir og er þetta fjórði ættleggurinn sem á bát með sama nafni og ritstjóri einkennisstaf. Í tilefni af þessu var rætt við Þórð og faðir hans Braga Ólafsson.
Fjögurra hestafla Alpavél Árið 1906 kom fyrsta Vonin IS 94 til Suðureyrar við Súgandafjörð. Um var að ræða nýsmíði frá Ísafirði sem var rúmlega þriggja tonna hálfopinn vélbátur með fjögurra hestafla Alpavél. Eigandi bátsins var Friðbert Guðmundsson en hann var skipstjóri, útgerðarmaður og hreppstjóri um áratugi. Hann var þekktur maður um alla Vestfirði og víðar, þá fyrir atorku og dugnað, en hann var framúrskarandi útgerðarmaður og í miklu áliti hjá samferðamönnum sínum. Var Vonin fyrsti vélbáturinn sem Friðbert eignaðist.
árin. Eftir það keypti hann 10 tonna bát sem hét Mímir og tók hann við skipstjórn á Mími og við tók Björn Guðbjartsson skipstjóri á Voninni eftir það. Friðbert átti Vonina áfram í fjölda ára eða þar til hún var afskráð vegna aldurs. „Þetta var mikið happafley, afi mokfiskaði alla tíð á bátnum og eftir fyrsta árið keypti hann hlut Magnúsar Örnólfssonar og átti þá bátinn einn eftir það“ segir Bragi. Í minningargrein eftir að Friðbert lést kom fram hjá samferðamanni hans að þeir bátar sem hann hélt mest uppá voru Vonin og Freyjan en hana keypti hann árið 1930.
Sömu tekjur og hjá síldarbátunum Árið 1960 í maí var sjósettur 6 tonna bátur á Ísafirði sem var smíðaður af Marselíusi Bernharðssyni skipasmið og fékk báturinn nafnið Vonin IS 94. Báturinn var í eigu feðgana Ólafs Friðbertssonar sem var sonur Friðberts Guðmundssonar og syni hans Braga, ásamt Sigmundi Guðmundssyni. Skipstjóri og útgerðarmaður á nýju Voninni var Ólafur. Vonin sem var nýsmiði frá Ísafirði var með 46 hestafla Bólunder Lister vél. Annar tækjabúnaður var kompás og einfaldur dýptarmælir. Það aflaðist framúrskarandi vel á báða þessa báta og færðu eigendum góðan arð, þá bætir Bragi við að „hans hlutur hafi verið svipaður og hæstu síldarbátarnir fengu þetta sumar og var hann ágætur“.
Ný von með nýju Vonina Í fyrstu var Magnús Örnólfsson skipstjóri frá Ísafirði meðeigandi en Friðbert var skipstjóri og átti eftir að vera skipstjóri á Vonini næstu sjö
Það þarf ekki að fjölyrða að nafnið hefur verið fengsælt í þessari fjölsyldu og kemur því kannski ekki á óvart með nafnagift. Nú er Vonin IS 94
Vonin IS 94, smíðuð á Ísafirði árið 1960. Maðurinn á myndinn er Gunnþór Pétursson. ljósmynd tekin 1963. Þarna eru veiðar á handfærum. Ljósmynd: Úr eigu Ellerts Ólafssonar
24
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Friðbert Guðmundsson, skipstjóri, útgerðarmaður og hreppsstjóri. Ljósmynd: Úr eigu Braga Ólafssonar
Ólafur Friðbertsson, skipstjóri og útgerðarmaður. Ljósmynd: Úr eigu Braga Ólafssonar
Bragi Ólafsson, fyrrum skipstjóri. Ljósmynd: Eydís Björk Guðmundsdóttir
komin aftur til Suðureyrar sem er þriðji báturinn með þessu nafni og einkennisstöfum. Báturinn sem er 7 tonna bátur, hefur borið nafnið Ásmundur, er línubátur í krókaflamarkskerfinu og var smíðaður á Stokkseyri árið 1993. Eigandi nýja bátsins er Þórður Bragasson og er þá fjórði ættleggurinn komin með Vonina IS 94. Báturinn verður gerður út frá Suðureyri líkt og fyrri bátar
Þórður Bragason, skipstjóri. Ljósmynd: Úr eigu Sjávarafls
ættarinnar með þessu nafni. Rætt var við Þórð eftir fyrstu dagana á sjó og kvaðst hann ánægður með bátinn. Við hjá Sjávarafli óskum Þórði farsæld og fengsæld.
Nýja Vonin IS 94. Ljósmynd: Bragi Ólafsson Ljósmynd: Þórður Bragason.SJÁVARAFL Horft er áJÚNÍ Göltinn 2020 frá 25sjó.
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og
Vestmannaeyjabær
26
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
Súðavík
Snæfellsbær SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
27
Fréttatilkynning
Ljósmyndir: Matarauður Íslands
Aldrei fleiri frumkvöðlafyrirtæki í matvælum
Á
tímum heimsfaraldurs af völdum COVID-19 hefur berlega komið í ljós mikilvægi fæðuöryggis fyrir þjóð eins og Íslendinga. Um leið og sjónum er beint að innlendri matvælaframleiðslu sést sú mikla gróska sem er í þessari atvinnugrein.
Aldrei áður hafa jafn mörg ný fyrirtæki á sviði matvæla- og heilsuefnaframleiðslu litið dagsins ljós hérlendis eins og undanfarin ár. Fjöldi nýsköpunarfyrirtækja á þessu sviði er vísbending um að mikil tækifæri eru til vaxtar fyrir íslenskt atvinnulíf um allt land í matvælaframleiðslu. Hvernig hefur nýsköpunarfyrirtækjum á þessu sviði vegnað og hvað þarf að gera til að styrkja stöðu þeirra enn frekar? Í nýútkominni skýrslu sem ber heitið „Lærum af reynslunni” er leitað svara við þessum spurningum og birtar tillögur um mögulegar útbætur sem eflt geta enn frekar nýsköpunarumhverfið. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem rætt var við telja að íslenskt umhverfi sé að mörgu leyti ákjósanlegt fyrir frumkvöðlastarfsemi í matvælaframleiðslu. Innlendar verslanir, neytendur og fjölmiðlar sýni nýjum vörum og nýjum fyrirtækjum mikinn áhuga og skilning. Flækjustigið lá mun meira í framleiðslunni sjálfri, háum
28
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
kostnaði og síðar meira í dýru og flóknu ferli við að hefja útflutning. Í skýrslunni er einnig bent á að samstarf á milli nýsköpunarfyrirtækja hefur verið lítið og það má efla.
Erfitt er að bera saman þau fyrirtæki sem rætt var við þar sem þau eru komin mislangt á veg? Þó má segja að nokkur atriði veki athygli í samanburðinum. Ef byrjað er að skoða þau fyrirtæki sem hafa vaxið hratt þá hafa þau innanborðs fólk með töluverða reynslu af rekstri og fyrirtækin hafa haft fjárfesta með frá því snemma í þróunarferlinu. Árleg meðal veltuaukning sem hlutfall af fyrsta árs veltu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fjárfesta með sér í liði er rúmlega tvöfalt meiri en hjá þeim sem hafa ekki fengið fjármagn frá fjárfestum. Ef horft er til fyrirtækjanna sem eru að vaxa hægar, eru það almennt fyrirtæki sem hafa lagt megin áherslu á sölu innanlands, annað hvort til innanlandsneyslu eða til ferðamanna. Þau hafa þar með fundið umtalsvert fyrir samdrætti í ferðaþjónustu. Þau eru einnig að glíma við háan framleiðslukostnað innanlands, flutningskostnað og skort á stöðugleika í umhverfi. Í skýrslunni er birtur listi yfir 10 aðgerðir sem eflt geta nýsköpunarfyrirtæki í matvælum og heilsuefnum: Skoða þarf hvort auka megi undanþágur nýsköpunarfyrirtækja til að greiða opinber gjöld um einhvern tíma og þá ekki síst gjöld tengd starfsfólki. Borið hefur á þekkingarleysi í tollafgreiðslu ESB ríkja í sambandi við stöðu EES ríkja sem leitt hefur til kostnaðar og tafa. Utanríkisráðuneytið þarf að auka upplýsingagjöf til ESB um þessi mál. Auka þarf styrki til að vinna að markaðs- og sölumálum erlendis. Skoða ber hvort hvetja megi til samstarfs fyrirtækja í útflutningi með slíkum styrkjum. Áfengislöggjöfin þarfnast endurskoðunar. Horfa þarf sérstaklega til minni framleiðenda í lögunum og hvernig megi bæta stöðu þeirra m.a. í tengslum við matarferðaþjónustu. Eftirlitsiðnaðurinn er mikilvægur en það skortir gegnsæi, samstarf má auka á milli iðnaðar og eftirlitsstofana og setja skýrari vinnureglur. Skoða ber hvernig efla megi útflutning með sameiginlegu vörumerki, ráðgjafaneti um útflutning og nánari samvinnu fyrirtækja. Flutningskostnaður innanlands og á milli Íslands og annarra landa er íþyngjandi og skoða ber hvernig megi lækka hann fyrir frumkvöðlafyrirtæki.
Nánari upplýsingar veitir Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum í síma 6186200 og Brynja Laxdal hjá Matarauði Íslands í síma 8601969. Sjá skýrsluna í heild á www.sjavarklasinn.is
Stuðningur við matarfrumkvöðla hjá Matís hefur reynst vel en huga þarf að því að koma upp öflugra atvinnueldhúsi og annarri aðstöðu fyrir matarfrumkvöðla sem verði samnýtt af fyrirtækjum. Skoða ber hvernig hægt er að einfalda stofnun matvælafyrirtækja hérlendis en svo virðist sem það sé umtalsvert flóknara en í mörgum samkeppnislöndum. Vekja þarf áhuga fjárfesta á þátttöku í matvælafyrirtækjum og skoða hvort hægt er að beita einhverjum skattalegum aðgerðum til þess. „Lærum af reynslunni” er samstarfsverkefni Íslenska sjávarklasans og Matarauðs Íslands í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu. Skýrsluna í heild má finna á vef svæðum Matarauðs Íslands og Sjávarklasans.
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
29
Skoðun
Hólmadrangur tekur þátt í frumkvöðlaverkefni á Vestfjörðum
R
ækjuvinnslan Hólmadrangur ehf., dótturfélag Samherja, er þátttakandi í nýsköpunarsamkeppninni „Hafsjór af hugmyndum“ á vegum Sjávarklasa Vestfjarða og Vestfjarðastofu.
Um er að ræða keppni í nýsköpun á sviði sjávarútvegs en markmið keppninnar er að hvetja starfandi fyrirtæki, frumkvöðla og nemendur til nýsköpunar, skapa ný störf í sjávarútvegi á Vestfjörðum, auka verðmætasköpun í ólíkum greinum sjávarútvegs og bæta nýtingu hráefnis. Rækjuiðnaðurinn er hátækniiðnaður og Hólmadrangur er tæknilega fullkomin rækjuvinnsla á Hólmavík. Hún hefur verið rekin á sama stað í áratugi og flestir starfsmanna hafa langan starfsaldur. Hólmadrangur er einn af stærstu atvinnurekendunum á Ströndum og gegnir því mikilvægu hlutverki í samfélaginu þar.
Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Hólmadrangs
Stjórnendur Hólmadrangs telja að frumkvöðlastarf sé lykillinn að aukinni verðmætasköpun í rækjuvinnslu, rétt eins og öðrum greinum sjávarútvegs. Þeir líta á verkefnið sem ákveðið stefnumót við framtíðina og binda vonir við að það leysi úr læðingi sköpunarkraft sem muni ýta undir nýja verðmætasköpun á sviði rækjuvinnslu. „Frumkvöðlastarf er mjög mikilvægt þegar það miðar að því að efla nýja atvinnuhætti, auka hagkvæmni og finna leiðir til betri orkunýtingar, svo eitthvað sé nefnt. Við erum að búa í haginn með frumkvöðlastarfi,“ segir Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, rekstrarstjóri Hólmadrangs. Á vefsíðu Hafsjóar af hugmyndum á vef Vestfjarðarstofu og á Facebooksíðu Vestfjarðarstofu má nálgast frekari upplýsingar um keppnina. (Efni er fengið af vef Samherja 26.mars 2020)
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR Aflamark: 224.004.157 kg Veitt hlutfall: 76,6%
KARFI Aflamark: 40.273.129 kg Veitt hlutfall:73,5%
UFSI Aflamark: 70.680.568 kg Veitt hlutfall: 44,2%
ÝSA Aflamark: 36.942.379 kg Veitt hlutfall: 82,8%
Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg
30
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Til hamingju með daginn! Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og öðrum landsmönnum heillaóskir á sjómannadaginn.
Ljósmynd Ágúst Bjarnason
Snýr vörn í sókn Elín Bragadóttir
Í
kjölfar kórónuveirufaraldursins hafa margir þurft að leita annara leiða til að halda áfram starfsemi sinni svo að rekstur Elín Bragadóttir fyrirtækjanna stöðvist ekki og þar er útgerðarfélagið Bergurritstjóri Huginn engin undantekning. Hjá fyrirtækinu starfa sem dæmi tveir netagerðamenn og hafa þeir skipst á að vinna í fyrirtækinu annan hvern dag, til að forðast að þeir verði báðir veikir samtímis ef til þess kemur. Annar þessara netagerðamanna er Guðni Hjörleifsson og hefur hann nú breytt bílskúrnum hjá sér í netaverkstæði svo að hann geti unnið alla daga en ekki annan hvern dag. Þegar Sjávarafl hafði tal af Guðna var hann að starfa heima. „Það er rétt að ég hef breytt bílskúrnum í netaverkstæði“ sagði Guðni „ og kom það til vegna þess að konan mín Rósa Sveinsdóttir þurfti að fara í
32
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Guðni Hjörleifsson að störfum í bílskúrnum hjá sér. Ljósmynd: Rósa Sveinsdóttir.
sýnatöku vegna þess að vinnufélagi hennar greindist með veiruna“. Þótti þá rétt að Guðni færi líka í sýnatöku og voru þau hjónin beðin um að fara í þriggja daga sótthví eða þar til niðurstaða úr sýnatöku kæmi. Voru þau bæði lánsöm að greinast neikvæð. Þegar staðan var orðin þannig að ég sá fyrir mér að ég hefði ekkert að gera, þá dreif ég mig í að útbúa bílskúrinn sem netaverkstæði, sagði Guðni „Ég bara nenni ekki að sitja og gera ekki neitt, mér myndi leiðast svo hræðilega, en núna vinn ég í bílskúrnum og leiðist ekkert. Ég er að setja upp belg fyrir Bergey VE og er núbúin að klára poka fyrir Vestmannaey VE“. Að lokum sagði Guðni að hann væri hæstánægður með breytinguna og það væri gaman að geta unnið fjarvinnu, þrátt fyrir að vera ekki á skrifstofu.
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
33
Gefum út Sjávarafl og Fishing the News Lau TÍMARIT SAM TAKA SYKURS JÚKA
FL SJÁVARA Septem
ber 201
8 2. tölu
árgang blað 5.
I
1.TBL. 41.ÁR GANGUR
I
f fé la
NÓVEMBER 20 18
g fl oga
veik
ra
I
1. t ölu
blað
I
28.
tion d innova
árg
ang
ur
I
201
legde an s, know you new m Iceland fro Bringing
ur
Konur í
tvegi
sjávarú
nnið Hefur u slu í n in v við fisk rjátíu ár rúm þ lda Ástvaldsdóttir – Hu
smiðja
gur
Skipuleg
na æði kven
sýningar
Hugmynda
rða
smælikva
á heim
Alltaf haft
gaman
af því að
vinna
Brussels Expo
Sjórinn
heillar
tekin Stefnan
Kári S Viðtal við
lu
í fiskvinns
3rd EDITION APRIL 2018
tefán
sson
Kára um samsp il erfð „Ég re aþátta ikna þega r fólk að við með því að fær flo a gaveiki sem nú að okkur m innan næstu . ikilli þe er ta fimm ára ná í kjölfa lað um sem kkingu á um við þeirri rið fyl floga gi svo flogaveiki veiki án sk enn be ýrin tri lyf en nú gar og eru til .“ >8
Lífsg
Önnumst útgáfu fyrir aðra Getum bætt við okkur verkefnum, hafið samband og leitið tilboða
Tímaritið Sjávarafl elin@sjavarafl.is sími 6622 600 834
JÚNÍ 2020 2018 SJÁVARAFL SEPTEMBER
8
Sjómenn Félag kvenna í sjávarútvegi KIS óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn
Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað árið 2013 af hópi kvenna sem fann fyrir þörf á aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna í greininni. Það er markmið félagsins að gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan hans og að fá fleiri konur til liðs við okkur í sjávarútveginum.
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og
36
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
37
Lyfsala á sjó og landi Snorri Rafn Hallsson
Elín Bragadóttir Apótek Vesturlands og Reykjavíkur Apótek ritstjóri hafa um árabil séð um lyfjakistur skipa og báta fyrir ýmsar útgerðir. Við hittum lyfsalann og lyfjafræðinginn Ólaf Adolfsson og ræddum apótek framtíðarinnar.
Þann 1. febrúar síðastliðinn opnaði Reykjavíkur Apótek nýtt útibú í Skeifunni 11b en fyrirtækið hefur frá árinu 2009 starfrækt lyfsölu í gamla Héðinshúsinu á Seljavegi 2. Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur er einn stofnanda þess og eigandi, en hann hefur um árabil sinnt þjónustu við lyfjakistur skipa og báta, bæði í Reykjavík og á Akranesi, en þar rekur hann einnig Apótek Vesturlands sem var stofnað árið 2007. Ólafur hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að sinna þjónustu við skip og útgerðir og verið áhugasamur um aðbúnað sjómanna þegar kemur að lyfjum og sjúkragögnum. Má þar nefna margítrekaðar áskoranir hans til samgönguyfirvalda um uppfærslu og endurbætur á reglugerð um lyfjakistur skipa.
38
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Ólafur hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina, spilaði m.a. með hinu sigursæla knattspyrnuliði ÍA frá 1991 til 1997, á yfir 20 leiki með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu og er nú kominn í pólitíkina. Ólafur er orðinn Skagamaður í húð og hár þrátt fyrir að vera fæddur í Reykjavík og uppalinn í Ólafsvík, en samhliða lyfsölunni er hann nú bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Við mæltum okkur mót á skrifstofu Faxaflóahafna, en Ólafur er áheyrnarfulltrúi í stjórn Faxaflóahafna fyrir hönd Akraneskaupstaðar.
Eldskírn og áskoranir Apótek Vesturlands stofnaði Ólafur eins og fyrr segir árið 2007 og þó fyrirtækið hafi fengið mjög góðar viðtökur var á brattan að sækja í upphafi. „Við fengum svo sannarlega eldskírn á sínum tíma þegar við hófum starfsemi. Samkeppnisaðili okkar kom ekki vel fram og vildi bola okkur út af markaðnum svo maður segi það bara hreinlega. Þeir reyndu ýmislegt misjafnt í þeirri baráttu en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu“, segir Ólafur. Skömmu síðar áttu aðstæður í þjóðfélaginu eftir að breyttast hratt með hruninu en þjónusta apóteka er jafnan nokkuð stöðug hvað sem öðru líður. Ólafur segir að sala á lyfjum eigi eftir að vaxa í framtíðinni. „Íslenska þjóðin er að eldast og okkur er að fjölga. Sjúkdómar og krankleiki hefur fylgt mannkyninu frá örófi og mun gera það áfram þannig að þetta er nokkuð tryggur bransi“. Ólafur hefur nýtt sér margt af því sem hann lærði þegar hann lék með ÍA á gullaldarskeiðinu 1991-1996, þegar liðið náði þeim einstaka árangri að verða Íslandsmeistari 5 ár í röð. „Maður lærði ýmislegt í fótboltanum, það er náttúrulega ákveðinn agi og vinnusemi sem þarf til að ná árangri en það er ekki síður samvinnan, seiglan og traustið á foringjanum og liðsfélögunum sem skiptir máli. Að búa til heildsteypt lið sem stefnir
á góða og persónulega þjónustu, það er aðalsmerki okkar apóteka að bjóða góða og persónulega þjónustu“. Tilkoma tæknilausna hefur áhrif á hlutverk lyfjafræðingsins, þar sem stærri hluti lyfsölu kemur til með að fara fram í gegnum netið. Ólafur sér því fyrir sér að í framtíðinni muni apótek fara með stærra hlutverk í heilsufarseftirliti og verða virkari þátttakendur í meðferð sjúklinga en er í dag.
Þjónusta við skip og báta Bæði Apótek Vesturlands og Reykjavíkur Apótek eru nálægt höfn og hefur Ólafur frá upphafi lagt sig eftir því að sinna þjónustu við lyfjakistur skipa og við útgerðir. „Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa umsjón með lyfjakistum skipa og báta“, segir Ólafur og bætir við, „það skiptir máli að sjómenn hafi aðgang að lyfjum og sjúkragögnum sem tryggja öryggi þeirra. Þú ert oft mjög langt frá aðstoð og þá getur skipt máli, upp á líf og dauða jafnvel, hvort að sá búnaður sem er um borð sé í lagi eða ekki“. Á stærri skipum þarf lyfjafræðingur að fara um borð og taka út aðstöðuna, fara yfir lyfjakistuna, fylla á það sem vantar, endurnýja það sem þarf að skipta út og votta að allt sé í lagi og samkvæmt reglum. Hjá smærri bátum er yfirleitt komið með kistuna í apótek og hún yfirfarin þar. Þetta er því að mörgu leyti frábrugðið venjulegri lyfsölu, og þarfnast sérstakrar aðstöðu og regluverks. „Það sem gerir okkur erfitt fyrir er að við erum að vinna eftir meira en 20 ára gamalli reglugerð. Lyfja- og hjúkrunarvörulistar hafa ekki verið uppfærðir í mjög langan tíma“, segir Ólafur. Reglugerðin, sem er að stofninum til frá árinu 1998, gildir um öll skoðunarskyld skip á Íslandi. „Ég hef í langan tíma kallað eftir breytingum á reglugerðinni, og þá sérstaklega lyfjalistunum vegna þess að það er ekki endilega verið að veita bestu meðferðir sem fáanlegar eru í dag. Úr þessu þarf að bæta“. Borið hefur á því að athugasemdir hafi verið gerðar við lyfjakistur íslenskra skipa sem sigla til annarra landa. „Við heyrum reglulega af athugasemdum erlendra eftirlitsaðila vegna skipa sem við þjónustum, um að lyfjabirgðir séu naumar og takmarkaðar“.
Berst fyrir breytingum
Ólafur Adolfsson, lyfsali.
allt að einu marki, það lærir þú svo sannarlega í fótbolta“, segir Ólafur og velgengnina í lyfsölunni þakkar hann meðal annars góðu starfsfólki. „Við erum reyndur og samhentur hópur sem erum búin að starfa lengi saman og eigum mjög vel saman. Við vitum hvað þarf að gera og það er ekkert hálfkák“.
Síðastliðin 6 ár hefur Ólafur setið í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar og meðal annars lagt áherslu á það að bæjarfélagið verði sjálfbært varðandi atvinnutækifæri. En hvað fær fótboltakappa og lyfjafræðing til að fara í framboð? „Ég hef alltaf haft áhuga á pólítík og það er auðvitað þannig að þú getur staðið á hliðarlínunni og nöldrað um að hlutirnir eigi frekar að vera gerðir svona eða hinsegin en það skilar yfirleitt engu. Þá er ágætis leið, að reyna að ná áhrifum með því að bjóða sig fram og benda á það sem þú hefur fram að færa og vilt berjast fyrir“. Þannig hefur Ólafur einnig beitt sér fyrir breytingu á reglugerð um lyfjakistur skipa en segir að það hafi tekið ótrúlega langan tíma og málaflokkurinn sé hornreka hjá samgönguyfirvöldum. „Maður sér ósköp lítinn afrakstur, en ég er þrjóskur“, segir Ólafur og bætir við að „yfirvöld eru aðeins að vakna til meðvitundar um þetta, svo ég sé fram á að þetta muni breytast áður en langt um líður“.
Apótek framtíðarinnar Þjónusta apóteka hefur breyst mikið undanfarin ár og á eftir að þróast enn frekar í framtíðinni. Þar spilar margt inn í, svo sem tæknibreytingar, breytingar á greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og verðlagning lyfja í smásölu. Fólk er almennt upplýstara og meðvitaðra um lyf og sjúkdómsmeðferðir en áður og fyrr. Eftir að lyfsala var gefin frjáls var mikil áhersla á verðlag lyfja en það hefur breyst mikið með breyttu greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. „Það er mín tilfinning að í dag velji viðskiptvinir apótek fremur út frá staðsetningu og þjónustu en verði. Því skiptir persónuleg þjónusta og traust á lyfjafræðingum og starfsfólki apóteka miklu máli,“ segir Ólafur. „Við höfum alltaf lagt áherslu SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
39
Hátækni gerir vinnslubúnað snjallan til að mæta óskum og pöntunum viðskiptavina fljótt og nákvæmlega og um leið fullnýta verðmætt hráefni.
Nýtt landslag í þjónustu við fiskvinnsluiðnaðinn Til að mæta þörfum fiskiðnaðarins á meðan lokunum stendur vegna Covid-19 hefur Marel aukið verulega áherslu á stafrænar lausnir og samskiptaleiðir til þess að geta áfram unnið náið með viðskiptavinum við að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu. Með lausnum á borð við gagnvirka viðburði í beinni útsendingu og sýndarveruleikalausnir munu aðstæðurnar sem upp eru komnar bylta rekstrarumhverfi matvælaiðnaðar á komandi árum. Staðsetningar Marel um heim allan hafa gert fyrirtækinu kleift að veita viðskiptavinum sínum úrvalsþjónustu þrátt fyrir lokun landamæra. Staðbundin þekking og náin tengsl við fiskvinnsluiðnaðinn hafa reynst dýrmætt veganesti er fyrirtækið lagar sig hratt og vel að þörfum viðskiptavina. Þar sem fiskvinnsla hefur ávallt verið undir stífu eftirliti með ríka áherslu á hreinlæti var Marel feti framar þegar bregðast þurfti við Covid-19. Dæmi um það eru sótthreinsun handa, aðskilnaður svæða til að sporna við krossmengun og reglulegur þvottur búnaðar.
40
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
En jafnvel þegar háþróaðar og að miklu leyti sjálfvirkar verksmiðjur eru annars vegar er fólk ávallt í lykilhlutverki. Auk þeirra sem vinna sjálf störfin er það fólk sem sér um viðhald, hittir sölufólk til að ræða væntanlegar tækniuppfærslur og nýjar vörur, sækir fagsýningar til að fylgjast með nýjustu tækni, og taka á móti þjónustuaðilum frá birgjum véla og hugbúnaðar. Í þessu eru fólgin mikil mannleg samskipti og ferðalög. Viðskiptavinir Marel höfðu átt kost á fjarþjónustu og innleiðingu hugbúnaðar, sýndarskýringum á búnaði og samskiptum gegnum netið. Allt frá
tilkomu Covid-19 hefur fyrirtækið boðið slíka þjónustu í mun ríkari mæli.
FAGSÝNINGAR Í SÓFANUM HEIMA Sjávarafurðasýningin í Brussel er stærsta fagsýning ársins innan fiskvinnsluiðnaðarins. Þegar hætt var við viðburðinn í ár vegna Covid-19 ákvað Marel að glæða sýningarstandinn sinn lífi á nýstárlegu formi – gegnum veraldarvefinn. Þó svo að flug hefði verið fellt niður iðaði hann af lífi og starfsfólk Marel átti gott samtal við viðskiptavini víðsvegar um heim. Marel bauð upp á sinn eigin viðburð í beinni útsendingu undir heitinu Marel Live Brussels og þar komu saman sérfræðingar Marel í vinnslu lax og hvítfisks – hér á Íslandi og einnig á Danmörku og Spáni – til að kynna framleiðslulausnir, ræða nýjustu strauma og stefnur í iðnaðinum og svara spurningum þátttakenda víðsvegar um heiminn. Marel hannaði gagnvirkan sýndarbás sérstaklega fyrir viðburðinn. Þar gátu þátttakendur gátu rölt um og kynnt sér búnað og lausnir. Í básnum gaf að líta hermibúnað sem sýndi hráefnisvinnslu, og þar mátti nálgast hlekki á myndbönd og fleira.
SÝNIKENNSLA
Stafræn tækni á borð við sýndar- og aukinn veruleika fær aukið vægi á stjórnunarlega og strategíska ákvarðanatöku í matvinnsluiðnaðnum með hverjum degi, og Marel byggir síðan á þeirri tækniframþróun til að gera matvælaframleiðendum kleift að mæta áskorunum framundan. „Það er okkur mikilvægt að skilja sem best stöðuna – og jafnframt deila þekkingu okkar til að vera sem best í stakk búin að mæta skammtíma- jafnt sem langtímaáhrifum ástandsins,” tjáði Magnus Fossheim, forstöðumaður Marel á sviði laxvinnslu, þátttakendum Marel Live Brussels. Marel hefur í auknum mæli kynnt viðskiptavinum vöruframboð sitt með aðstoð sýndarveruleika. Það hefur gert þeim kleift að raða saman vélbúnaði eftir þörfum og hámarka þannig framleiðsluflæðið. Að sjá heildarútfærsluna með hjálp sýndarveruleika gefur viðskiptavinum betri innsýn inn í stórar uppsetningar löngu áður en búnaðurinn er sendur á staðinn. Jafnframt má byggja á þess háttar lausnum til að undirbúa komu og uppsetningu búnaðarins á sem bestan hátt. Eftirspurn eftir slíkum lausnum hefur aukist hratt á undanförnum mánuðum, og er búist við að ekki verði lát á því þegar samskiptafjarlægð af völdum Covid-19 verður aflétt.
ÞJÓNUSTA OG ÞJÁLFUN
Þetta var í fyrsta skiptið sem Marel útbjó sýndarveruleikabás á þessum stærðarskala. Hins vegar hafa hermar og aukinn veruleiki (XR) fyrir löngu markað sér fastan sess hjá Marel, einkum og sér í lagi á sviði nýsköpunar, sölu, þjálfunar og markaðssóknar.
Meðal helstu kosta sýndarveruleika, ekki síst fyrir flóknar og umfangsmiklar uppsetningar, er að þjálfun getur farið fram áður en búnaðurinn kemur. Þannig getur starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja öðlast haldbæra þekkingu á kerfinu og hafist handa umsvifalaust þegar það er komið í gagnið.
Nú, árið 2020, er XR-teymi Marel orðið órjúfanlegur þáttur í þróun lausna og nýrra leiða við matvælavinnslu og þjónustu við viðskiptavini í iðnaðinum, og hefur Covid-19 faraldurinn aðeins ýtt undir það.
Starfsfólk Marel getur síðan annast fínstillingar og uppraðanir með músarsmelli, sem þýðir að komist verður hjá kostnaðarsamri og tímafrekri endurbyggingu.
Marel Live Brussels í beinni útsendingu þar sem sérfræðingar Marel kynntu framleiðslulausnir og ræddu nýjustu strauma og stefnur í iðnaðinum. SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
41
Stafræn tækni á borð við sýndar- og aukinn veruleika hefur markað sér fastan sess hjá Marel, einkum og sér í lagi á sviði nýsköpunar, sölu, þjálfunar og markaðssóknar.
Reyndar notast Marel í síauknum mæli við verkfræðilausnir á sviði sýndarveruleika við framleiðsluna löngu áður en söluferlið hefst, með það að markmiði að hraða nýsköpunarferlinu og draga úr kostnaði viðskiptavina við uppsetningu. Sjálfbærni hefur verið meginstefið í starfssemi Marel allt frá upphafi og sýndarveruleiki stuðlar að enn meiri sjálfbærni í starfssemi Marel og matvælaframleiðenda. Til dæmis má spara hráefni, orku og vatn með prófunum í sýndarveruleika fyrir gangsetningu nýrrar verkmiðju í stað þess að prófa tæki og lausnir með raunverulegu hráefni.
ALÞJÓÐLEG VIÐVERA – BEIN TENGING Burtséð frá þessum tækninýjungum er það engu að síður fólk sem mestu máli skiptir. Fyrri helmingur þessa árs hefur undirstrikað mikilvægi þess að hafa sterka samstarfsaðila sýnilega og aðgengilega á alþjóðavísu.
Þegar talað er um tengsl innan fiskvinnsluiðnaðar er vísað til kostanna við fágaðan og háþróaðan hugbúnað og samtengdan búnað. Sterk tengsl auka hugvitssemi lausna á sviði matvælaframleiðslu og gera framleiðendum það auðveldara að mæta þörfum viðskiptavina hratt og nákvæmlega, tryggja fullan rekjanleika og hámarka nýtingu dýrmæts hráefnis. Sem alþjóðlegur leiðtogi á sviði háþróaðar matvælaframleiðslu býður Marel allt þetta. En það sem er ekki síður mikilvægt: fólk á vegum Marel tengir við fólk innan fiskvinnsluiðnaðarins. Þau tengsl eru fyrirtækinu afar dýrmæt. Eins og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri fiskiðnaðar Marel kemst að orði: „Við finnum stöðugt upp á nýjum og enn betri leiðum til að nýta okkur tæknina, en fólk verður alltaf í lykilhlutverki þó störfin verði annars eðlis.”
Gagnvirkur sýndarbás Marel með hermibúnaði sem sýnir hráefnavinnslu, hlekki á myndbönd og fleira.
42
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Umfjöllun
Dan Murphy, markaðsstjóri Sea Watch International.
Mun COVID-19 breyta veitingageiranum í Bandaríkjunum til framtíðar? Nú á dögunum stóð Íslandstofa í samstarfi við aðalræðisskrifstofu Íslands í New York fyrir vefkynningu þar sem fjallaði var um þær breytingar sem bandaríski veitingamarkaðurinn hefur gengið í gegnum síðustu vikur og mánuði. Kynninguna hélt Dan Murphy sem hefur áratuga reynslu á sölu og dreifingu sjávarafurða á bandaríska markaðnum. Í erindi sínu, sem bar heitið „From dining out to dining in“, fór Dan yfir stöðuna í Bandaríkjunum og velti m.a. fyrir sér hvaða áhrif COVID-19 muni hafa á veitingamarkaðinn í þessu stærsta hagkerfi heimsins til lengri tíma. 44
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Dan starfar hjá Sea Watch International, sem sérhæfir sig meðal annars í dósasúpum. COVID-19 hefur haft mikil áhrif á hóp þeirra helstu viðskiptavina því skyndilega var bandaríska ríkið orðinn stærsti viðskiptavinur þeirra vegna matardreifinga og sala á sjávarafurðum í dósum jókst um og yfir 100%. Fyrir COVID fór neysla sjávarafurða í Bandaríkjunum að langmestu leyti fram utan heimilis en í dag er öldin önnur. Veitingahús hafa þurft að loka og mörg munu alls ekkert opna aftur. Dæmi eru um að stórar veitingahúsakeðjur muni draga verulega saman seglin eins og t.d. Red Lobster þar sem samdrátturinn er 50% eða úr 600 veitingastöðum niður í að hámarki 300. Veitingastöðum hefur ekki aðeins verið að fækka heldur hafa margir veitingastaðir fækkað valkostum á sínum matseðli. Áður var algengt að veitingastaðir væru með 5-6 fiskrétti en í dag eru dæmigert að þeir séu tveir, þá líklega rækjur og lax. Það er mjög misjafnt eftir tegund veitingastaða hversu mikil áhrif COVID eru. Veitingahús/keðjur með skyndibita og hraða afgreiðslu fá fleiri viðskiptavini, sem og staðir þar sem borðað er utanhúss. Fínni og dýrari staðir með hærra þjónustustig sjá fram á erfiða tíma. Fram kom hjá Dan Murphy að fyrir COVID-19 hafi verið u.þ.b. 900.000 veitingastaðir í Bandaríkjunum og gera spár ráð fyrir að 30% þeirra muni ekki opna aftur og National Restaurant Association í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir 225 billjón dollara tapi ári 2020. Hann tók þannig dæmi af veitingahúsakeðju í Seattle (Tom Douglas) sem lokaði 16 betri veitingastöðum og eigandinn telur ólíklegt að hann nái að opna helming þeirra aftur, en ljósið í myrkrinu er að
þau eru að opna pizza stað sem er kannski lýsandi fyrir ástandið í veitingageiranum. Stór hluti innfluttra sjávarafurða til BNA hefur komið frá Kína en í mars dróst innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna saman um 67% og það getur mögulega skapað tækifæri fyrir íslenskan fisk. Neytendur eru núna mun meðvitaðri um uppruna vörunnar sem þeir neyta og leggja meiri áherslu á gæði. Það mun vinna með íslenskum vörum og getur skapað samkeppnisforskot. Þá nefndi Dan að Walmart hefði lokað öllum ferskfiskborðum í verslunum sínum sem voru samtals 6.000. Í staðinn voru settir upp kælar þar sem hægt er að kaupa ferskan forpakkaðan fisk sem er að seljast mjög vel. Í þessu geta einnig falist tækifæri fyrir íslenskan fisk. Langmest af þeim íslenska fiski sem er seldur til Bandaríkjanna hefur verið seldur inn á veitingamarkaðinn (veitingahús, hótel, mötuneyti, skólar o.s.frv.), einkum inn á fínni veitingastaði. En á þessu hefur orðið mikil breyting eftir COVID. Þegar sá markaður lokaðist leituðu útflytjendur/dreifingaraðilar leiða til að færast yfir í smásöluna en þar hafa sterkar keðjur eins og Costco og Whole Foods aukið framboð af ferskum íslenskum fiski, aðallega þorski, bæði ferskum og ferskum frystum. Staðan eftir COVID á mörgum mörkuðum er gjörbreytt og það mun án efa hafa áhrif á sölu á íslenskum fiski. Fólk heldur áfram að borða sjávarfang en neyslan hefur færst inn meira á heimilin. Við þessu þurfa íslenskir útflytjendur að bregðast.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra um allt land til hamingju með sjómannadaginn Grundarstíg 5 • Bolungarvík
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
45
Við óskum sjómönnum, smábátaeigendum og
46
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
starfsfólki í sjávarútvegi til hamingju með daginn
REY K J A N E SB Æ R
Súðavík SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
47
48
SJÁVARAFL JÚNÍ 2020
Til sjávar og sveita V
iðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætlaðar verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutning o.þ.h. sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina. Hraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað. Árlega eru allt að tíu fyrirtæki valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðal. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið. Umsóknarfrestur fyrir haustið rennur út þann 15. júní n.k. Til Sjávar og sveita er uppspretta nýrra lausna og varpar ljósi á tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu auðlinda. Verkefnið er í umsjón Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska sjávarklasann og Matís. Bakhjarlar verkefnisins eru Matarauður Íslands, Nettó, Landbúnaðarklasinn og Atvinnuvegaráðuneytið.
JÚNÍ 2020Reykjavíkur 49 Ljósmynd: Úr SJÁVARAFL Ljósmyndasafni
Lorem ipsum
Við óskum sjómönnum innilega til hamingju með daginn! Wise lausnir ehf. » wise@wise.is » wisefsh.com
WiseFish nĂŚr til allrar virĂ°iskeĂ°ju sjĂĄvarĂştvegsins frĂĄ veiĂ°um til sĂślu og dreifingar. WiseFish er sĂŠrsniĂ°in hugbĂşnaĂ°arlausn sem er hĂśnnuĂ° til aĂ° sinna ÞÜrfum sjĂĄvarĂştvegsfyrirtĂŚkja. WiseFish bĂ˝r yfir fjĂślbreyttum eiginleikum og tekur tillit til allra hluta virĂ°iskeĂ°ju sjĂĄvarfangsins, allt frĂĄ veiĂ°um og framleiĂ°slu til sĂślu og dreifingar. SĂŠrfrĂŚĂ°ingar WiseFish eru ĂĄvallt tilbĂşnir aĂ° miĂ°la af vĂĂ°tĂŚkri Ăžekkingu og reynslu af ĂžjĂłnustu og hugbĂşnaĂ°arĂžrĂłun fyrir sjĂĄvarĂştveginn.
„Lykillinn aĂ° góðum ĂĄrangri er hugbĂşnaĂ°ur sem gefur okkur lykilupplĂ˝singar Ă rauntĂma. ViĂ° notum sem tryggir aĂ° staĂ°a, ĂĄrangur og framlegĂ° er alltaf ljĂłs Ă lok dags.“
GuĂ°mundur SmĂĄri GuĂ°mundsson,
Það þarf enginn að vera svangur á ferðalagi um Ísland í sumar!