Sjávarafl 3.tbl 10.árg 2023

Page 1

SJÁVARAFL Október 2023 3. tölublað 10. árgangur

Sjávarútvegsráðstefnan – Kristínn Hjálmarsson • BAADER á Íslandi – Karl Ásgeirsson • Reiknistofa fiskmarkaða – Bjarni R. Heimisson Vísir hf – Margrét K. Pétursdóttir • Landsmennt – Kristín Njálsdóttir • Thorverk – María Maack • Vinnslustöðin – Lilja Björg Arngrímsdóttir iTUB – Bragi Smith • Íslandsstofa – Björgvin Þór Björgvinsson • FROST – Guðmundur H. Hannesson og Sigurður J. Bergsson TM tryggingar – Methúsalem Hilmarsson • Konur í sjávarútvegi (KIS) – Margrét K. Pétursdóttir • Matís – Jónas R. Viðarsson


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

4 Sjálfbær sjávarútvegur og samfélagsleg ábyrgð 8 Raunfærnimat í sjávarútvegsgreinum – tækifæri til endur-og símenntunar! 12 Snjallsiglingakerfi eykur öryggi farþega og sjófarenda 14 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í sjávarútvegi 16 Frost kynnir byltingarkennda breytingu í frystingu sjávarafurða 20 Markaðssetning á ímynd sjávarafurða 24 Þörungaverksmiðjan á Reykhólum 26 Suðrænir kokkanemar kynna saltfisk 28 Fyrsta íslenska Baader flökunarvélin tekin í notkun 30 „Aldrei fór ég hlutastarfið“ 34 Í átt að hringrásarhagkerfi 36 Skólaskip Slysavarnarskólans í 25 ár 37 Noti kolefnislaust eldsneyti 38 Sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi 40 Farsæll áratugur hjá Konum í sjávarútvegi 42 Nýr björgunarbátur vígður

Að miðla þekkingu og vera sýnilegur

S

amskiptavettvangur til að hittast og styrkja sambönd eru mikilvæg fyrir fyritæki. Sjávarútvegurinn reiðir sig stanslaust á síauknar rannsóknir og vöruþróun til að að vernda okkar auðlind, sem yrði annars lítils virði ef við nýtum hana ekki rétt. Reynslan hefur sýnt að aukin verðmætasköpun í greininni byggir á hugviti sem við megum vera stolt af. Einnig getur það verið fyrirtækjum ómetanlegt að miðla þekkingu sinni og mynda góð tengsl til að hjálpast að ná samkeppnisforskoti á kröfuhörðum markaði. Íslendingar hafa gott bakland og hafa góða menntun í sjávarútvegsfræðum en þeir eins og aðrir þurfa að byggja upp gott tengslanet. Það sem gerir tengslanetið svo magnað er að engin veit í raun hvað kemur út úr því. Sjávarútvegsgeirinn hefur breyst mikið undanfarin ár. Því má segja að samskiptavettvangur þeirra aðila sem koma að sjávarútvegi á Íslandi sé mikilvægur að því leitinu að stuðlað er að kynningu á vörum og þjónustu í sjávarútvegi ásamt því að kynnast sem og að styrkja samönd svo að þekking okkar verði meiri auður og innsýn inn í frekari nýsköpun til framtíðar. Mikilvægi þess að afla okkur þekkingar í sjávarútvegi er grunnur fyrir því að geta nýtt sér þann lærdóm og hæfni sem við búum yfir. Að miðla bæði þekkingu og því sem vitað er um rannsóknir og fræðslu, eigum við meiri möguleika á að þróa með okkur samkeppnisforskot í sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðstefnan í Hörpu á hverju ári er gott dæmi um hvata fyrir áframhaldandi nýsköpun og frekari markaðssetningu á okkar einstöku afurðum.

Elín Bragadóttir ritstjóri

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður

Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður

Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður

Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Ljósmyndari: Óskar Ólafsson oskar@sjavarafl.is Forsíðumynd: Óskar Ólafsson Prentun: Prentmet Oddi ehf

2

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Óskar Ólafsson, ljósmyndari

Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður

Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður


,T XङLSNS

5WT ….snýr aftur, endurbætt og nútímavædd!

;JWN ऑ XFRGFSIN [N 0FQQF K^WNW KWJPFWN ZUUQञXNSLFW '&&)*7 ࣶXQFSI JMK 0FWQ ࣪XLJNWXXTS ;N XPNUYFXYOखWN अ ࣶXQFSIXRFWPF N 3JYKFSL 0FWQ%GFFIJW NX 8ऑRN


Sjávarútvegsráðstefnan haldin í tólfta sinn

Sjálfbær sjávarútvegur og samfélagsleg ábyrgð Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin dagana 2.-3. nóvember n.k í Hörpu og er búist við miklum fjölda líkt og undanfarin ár. Verður þetta í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin. Erindi og málstofur verða afar fjölbreytt og munu endurspegla alla hlekki virðiskeðjunnar. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur allra sem starfa í sjávarútvegi. Framtíðarhorfur í sjávarútvegi

Ráðstefnan hefst með opinni málstofu þar sem Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, samtaka um sjálfbærni, ræðir um framtíðarhorfur og hlutverk hafsins í sjálfbæru samfélagi. Þá talar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um stefnumótun í sjávarútvegi. Á eftir ráðherra mun Heiðrún Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka í sjávarútvegi ræða um mikilvægi þess að líta ekki á sjálfbærni sem skraut og að því loknu tekur við Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri, með erindi um fjármálastöðugleika og sjálfbæran sjávarútveg.

Íslensk ráðstefna að öllu leyti

Sigrún Erna Geirsdóttir

Árlega hafa milli 650 og 750 manns sótt ráðstefnuna sem setur hana í flokk stærstu viðburða sem haldnir eru hérlendis. Hefur hún verið vettvangur greinarinnar til þess að koma saman og ræða virðiskeðjuna í heild. Yfirskriftin að þessu sinni er Samfélagsleg ábyrgð í sjávarútvegi og munu bæði málstofur og erindi taka mið af því. ,,Við bjóðum t.d upp á röð af stuttum erindum, kynningarmyndbönd sem taka 3-5 mínútur hvert, þar sem kunnáttufólk á sviði sjálfbærni fjallar um hana frá ýmsum sjónarhornum,” segir Kristinn Hjálmarsson, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023. Flest erindi og málstofur verða á íslensku eins og verið hefur og segir Kristinn það vera af fenginni reynslu,,Við höfum prófað að hafa málstofur á ensku en þar hefur verið minni þátttaka svo við hættum því. Í bili að minnsta kosti en svo eru nokkrir mælendur á málstofum sem tala ekki íslensku og þá fara erindin náttúrulega fram á ensku. Þetta verður líka nánara fyrst ráðstefnan fer fyrst og fremst fram á íslensku, þarna er fólk af öllum stigum sem kemur saman, nýliðar í greininni og fólk sem hefur unnið saman í mörg ár. Nýliðarnir sjá hversu áhugavert þetta er og hvað þetta er góður vettvangur til þess að hittast og spjalla saman.”

Sjálfbærni, sjálfbærninnar vegna

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð mynda rauðan þráð í öllu efni ráðstefnunnar og segir Kristinn að þau hafi talið brýnt að fjalla vel um þessi málefni. ,,Í dag er staðan sú að helstu markaðir fyrir íslenskar sjávarafurðir krefjast vottunar um að fiskveiðarnar séu sjálfbærar, að stofnar séu í góðu lagi og það sé staðfest með vísindum. Þeir vilja staðfestingu á því að veiðarnar hafi ekki skaðleg áhrif á umhverfið, að milliríkjasamningar og stjórn fiskveiða séu bæði virkar og skilvirkar.

4

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Kristinn Hjálmarsson, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023.

Okkar helstu innkaupsaðilar í Bretlandi sem lengi hefur verið okkar mikilvægasti markaður hafa t.d skrifað undir Code of conduct um að kaupa ekki sjávarafurðir nema þær komi frá sjálfbærum stofnum og veiddar með ákveðnum veiðarfærum.” Þýskaland, Norðurlönd og Frakkland fari fram á sömu hluti og þetta sé vaxandi um allan heim. ,,Stórar keðjur eins og Ikea sem rekur veitingastaði út um allan heim kaupa núorðið bara frá aðilum með vottaða sjálfbærni og Hilton líka. Það er alls staðar sterk og vaxandi vitund um hringrás náttúrunnar í þessum auðlindum.”

Ýmsar áskoranir framundan

Kristinn segir að skipuleggjendur ráðstefnunnar vilji að hún sé staður til þess að hittast, hugsa upphátt, rökræða og pæla svolítið. ,,Við viljum að það sé verið að taka eitthvað fyrir sem ýtir við manni og er jafnvel pínu óþægilegt því stundum þarf að taka lokið af. Umræða þarf að eiga sér stað um ýmis málefni og það er ekki alltaf þægilegt. Þarna verða ræddar nýjungar, tækifæri og álitamál. Við horfum á ýmsar áskoranir: Orkuskiptin, innviðauppbyggingu, sjálfbærni atvinnulífsins, aukna verðmætasköpun, fjölmenningu á vinnustað, umbúðalausnir, hringrásarhagkerfið, fullnýting fisks, samkeppni um launþega í öllum greinum, verndun hafsvæða 30 fyrir 30 o.fl. Í sjávarútvegi hafa verið teknar margar, til skemmri tíma, sársaukafullar ákvarðanir vegna sjálfbærni og við munum þurfa að taka fleiri. Greinin sjálf og stjórnvöld hafa hins vegar verið framarlega í sjálfbærri hugsun, löngu áður en hugtakið sjálfbærni var skilgreint, og það kemur sér vel núna þegar kröfurnar um sjálfbærnivottanir eru komnar fram á alþjóðamörkuðum.”


Frá Opnunarmálstofunni 2022

Frá afhendingu Hvatningarverðlaunanna 2022.

Boðið upp á nýjungar

mundir. ,,Það verða því tímamót og áhugavert að sjá hverjir ætla að halda Sjávarútvegsráðstefnuna framvegis. Þetta hefur verið mjög vel skipulagt hjá Valdimari en með nýju fólki koma nýjar hugmyndir og tækifæri sem verður spennandi að sjá.”

Spurður að því hvort eitthvað verður með öðru fyrirkomulagi í ár svarar Kristinn því að engu verði kollvarpað en það verði ýmsar nýjungar. ,,Við ætlum t.d að bjóða upp á panel í opnunarmálstofunni í fyrsta sinn þar sem nokkrir fyrirlesarar, aðalræðumenn og mögulega aðrir sitja fyrir svörum. Fundarstjóri mun leiða spurningarnar sem tengjast þá erindum aðalræðumanna og kannski tökum við líka við spurningum úr sal. Mögulega verður boðið upp á að fjalla svona um önnur erindi líka.” Það sé sömuleiðis breyting núna hvað varðar aðalstyrktaraðila ráðstefnunnar en venjan hafi verið að fjármálafyrirtækin skipti því milli sín og bjóði í mat og drykk í móttöku í lok fyrri dagsins. ,,Það er Marel sem tekur þetta að sér í þetta sinn, þau bjóða til veislu af tilefni 40 ára afmæli Marel. Þau sjá líka um að opna málstofu og hafa opnunarerindi þar sem okkur er boðið að skyggnast í þeirra 40 ára sögu á 10 mínútum. Þetta byrjaði víst allt með einni vigt.”

Málið er að mæta

Sumum hefur fundist erfitt að boðið er upp á málstofur á sama tíma og verið er að bjóða á annað áhugavert á öðrum stað og ráðstefnan sé hvorki tekin upp né send út. ,,Það getur verið vandasamt að velja á hvora málstofuna maður vill fara og við erum oft spurð af hverju við tökum hana ekki upp. Við lítum hins vegar svolítið á ráðstefnuna eins og leiksýningu, þær eru ekki teknar upp. Þetta er tækifærið. Svona fyrirkomulag hvetur fólk til þess að koma og taka þátt. Glærurnar eru hins vegar í boði á eftir og það er smá sárabót.”

Undirbúningur með nýju fyrirkomulagi

Sjávarútvegsráðstefnan er haldin árlega og venjulega sækja hana milli 650 og 750 manns. Undirbúningur er þess vegna gríðarmikið verkefni þar sem allt verður að ganga upp og því mikilvægt að vera með öflugan hóp. Nýr hópur vann að undirbúningi ráðstefnunnar þetta árið og segir Kristinn að samstarfið hafi gengið mjög vel. ,,Við erum líka að vinna þetta á annan hátt en við höfum gert til þessa. Allir sem komu að undirbúningi höfðu meiri ábyrgð á sínum herðum og stærra hlutverk. Stjórnin sér ekki lengur um að skipuleggja allt sjálf heldur koma faghópar að verkinu. Við höfum verið mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. Það eru auðvitað kostir og gallar við svona verklag, það eru kostir að dreifa verkefnum og fleiri taka virkan þátt en auðvitað eru gallar í því fólgnir líka að hafa að hafa ekki eins mikið að segja með framvinduna. Á heildina litið eru kostirnir meiri en gallarnir. Hlutir taka kannski aðeins lengri tíma en svona verður fjölbreytnin meiri.” Faghóparnir sjái til þess að fullvíst sé að öll virðiskeðjan sé dekkuð þannig að allir ráðstefnugestir geti fundið efni sem þeir hafa áhuga á.

Ráðstefnunni lýkur með aðalfundi ráðstefnustjórnar þar sem farið er yfir ársreikning og afkoman gerð upp. Í þetta sinn verður líka farið inn á að Valdimar Ingi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjávarútvegsráðstefnunnar til tólf ára, er að draga sig í hlé. Kristinn segir að verið sé að fara yfir tilboð ráðstefnufyrirtækja um þessar

Lifandi tónlist í móttöku að loknum fyrri degi ráðstefnunnar 2022.

Sidewind - Vinningshafi Hvatningarverðlaunanna 2022. SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

5


Spurningar og svör að loknum erindum á málstofunni um Menntun í sjávarútvegi 2022.

Frá aftasta bekk á Opunarmálstofunni 2022.

Mikilvægt hlutverk faghópa

þróa sjávarútveginn enn frekar. ,,Fólk hefur verið að spá í einhverju eða eitthvað var leyst og það vill nýta vettvanginn til þess að miðla þekkingu og reynslu. Það eru jú alltaf breytingar og margir í svipaðri aðstöðu. Kannski hafa aðrir verið að velta fyrir sér sömu hlutum og komið jafnvel með aðrar lausnir. Öll erindin fjalla um breytingar af einhverju tagi. Greinin er þannig, þetta snýst jú um lifandi auðlind þar sem ekki er hægt að ganga að neinu sem vísu eða gefnu,” segir Kristinn.

Kristinn segir að gaman sé að fara yfir virðiskeðjuna og velta því fyrir sér hvað sé áhugavert að fjalla um í hverjum hluta hennar. ,,Hvaða nýjungar, vandræði, tækifæri eða breytingar ættum við að skoða? Það er af mörgu að taka enda eru alltaf breytingar í keðjunni, hvort sem það eru ytri breytingar eða af okkar völdum, vegna laga eða reglugerða. Það er líka alltaf þróun í gangi, bæði vöruþróun og markaðsþróun, og smekkur neytenda breytist sömuleiðis. Það þarf því að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. Fólkið í faghópunum er með puttann á púlsinum og veit hvað er að gerast á ýmsum sviðum sjávarútvegs og hefur eitthvað til málanna að leggja. Það er svo persónubundið hvað fólki finnst áhugaverður hluti keðjunnar og þess vegna höfum við fjölbreytta hópa. Við viljum hafa jafna áherslu á hvern hlekk.” Faghóparnir koma með hugmyndir að erindum, raða þeim og búa til áhugaverða dagskrá. Stjórnin fer að lokum yfir erindin og hefur yfirsýnina. Hún skoðar hvort það sé rauður þráður í ráðstefnunni, sem núna verður sjálfbær sjávarútvegur með fókus á stjórnunarhætti og samfélagslega ábyrgð.

Miðlun þekkingar og reynslu

Það hefur verið reynslan að fólk sé almennt fúst til þess að koma og deila þekkingu sinni og margir vilji leggja sitt af mörkum til þess að

6

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Starfsmenntasjóðir taka þátt í kostnaði

Kristinn bendir á að stjórnendur geti sótt um styrki fyrir starfsfólk sem vilji fara á ráðstefnuna og því ætti kostnaður ekki að standa í vegi fyrir þátttöku. Þetta sé gott endurmenntunartækifæri og því ættu stjórnendur og mannauðsstjórar endilega að hvetja sitt fólk til þess að koma og fá svo endurgreitt. Fyrirtæki geta líka keypt styrktarlínur og hægt er að velja milli gulls, silfurs og brons og fá þau mismarga aðgangsmiða á ráðstefnuna eftir því. Bæði styrktarlínur og miðasala fara fram gegnum vef ráðstefnunnar: sjavarutvegsradstefnan.is. Í fréttabréfum og tölvupóstum frá ráðstefnunni að finna leiðbeiningar um hvernig nýta má starfsmenntasjóði. Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna fyrirfram.


Þantroll

Þankraftur

Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri straumhraði = Minni þrýstingur

Streymi undir kaðal fer styttri leið. Minni straumhraði = Meiri þrýstingur

FLOTTROLL

ÞANTROLL

.Opnast fljótt við kast .Meiri opnun í togi .Heldur lögun vel í beygjum .Hljóðbylgjur beinast innávið

Helix þantæknin er einkaleyfisvarin


Kristín Njálsdóttir

framkvæmdastjóri Landsmenntar og Sjómenntar

Raunfærnimat í sjávarútvegsgreinum – tækifæri til endur-og símenntunar! Fræðslusjóðir verkafólks og sjómanna

Mikilvægt er að veita starfsfólki tækifæri til að sækja menntun og fræðslu af ýmsu tagi – það gagnast bæði fyrirtækjunum og starfsfólkinu. Markviss fræðsla getur skilað hæfara og ánægðara starfsfólki sem leiðir til betri starfsanda og jákvæðari fyrirtækjamenningar. Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélög sjóðsins eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög (16 af 19) innan Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Þar fyrir utan heldur Landsmennt utan um þrjá aðra sjóði, Ríkismennt, Sveitamennt (gagnvart ríkisstofnunum og sveitarfélögum) og Sjómennt. Allir sjóðirnir styrkja bæði fyrirtæki/stofnanir og einstaklinga til náms og námskeiðahalds. Fræðslusjóðirnir Sjómennt og Landmennt snúa báðir að fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og á höfuðborgarsvæðinu starfar Starfsafl (3 af 19 aðildarfélögum SGS) sem er systursjóður Landsmenntar. Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og er markmið sjóðsins að treysta stöðu félagsmanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands á vinnumarkaði með því að gefa þeim kost á að efla og endurnýja þekkingu sína og gera þá hæfari til að takast á við ný og breytt verkefni hjá þeim útgerðarfyrirtækjum sem þeir starfa hjá. Þeir sem geta sótt um styrk í Sjómennt eru hásetar og bátsmenn á íslenskum fiskiskipum. Landsmennt og Starfsafl eru stærstir þessara fræðslusjóða og snúa að almennum starfsmönnum og verkafólki í landi innan aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Þeir starfa skv. sömu markmiðum og getið er hér að ofan gagnvart Sjómennt. Fyrir utan það að styrkja einstaklinga beint þá geta útgerðir og önnur fyrirtæki sótt um styrki vegna námskeiða eða fræðslu fyrir þennan hóp starfsmanna sinna. Umbjóðendur Landsmenntar eru að hluta til fiskvinnslufyrirtæki og svo auðvitað útgerðarfyrirtækin hjá Sjómennt. Markmið sjóðanna gagnvart menntun og þróun framboðs á menntun og fræðslu fara saman þegar þjónustan snýr að sjávarútvegsfyrirtækjum. Aðildarfélagi getur sótt um styrk til að sækja starfstengt nám, almennt nám til eininga, ásamt að sækja fjölbreytt námskeið sem nýtast í lífi og starfi. Innan þessa rúmast nánast flest það sem hugurinn girnist. Fyrirtækin geta sótt um styrki til að standa fyrir vinnustaðatengdu eða starfstengdu námi. Þetta geta verið námskeið sem t.d. snúa að öryggi um borð í skipum eða í landvinnslu, skyndihjálp, gæðastjórnunarnámskeið sem tengjast meðhöndlun matvæla, lyftaranámskeið og svo mætti lengi telja. Þá er ekki óalgengt að fyrirtæki sendi lykilstarfsfólk sitt til að sækja nám til að mynda hjá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík eða Tækniskólanum og fleiri skólum og geta þau sótt um styrk fyrir allt að 80% af kostnaði náms.

8

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Framhaldsfræðslukerfið, sem er utan hins formlega menntakerfis, hefur þróast og dafnað síðan lög um framhaldsfræðslu tóku fyrst gildi árið 2010. Mikilvægt var að koma á markvissu námi og ráðgjöf fyrir þann hóp fólks á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi. Fræðslusjóðir atvinnulífsins eru allir mikilvægir samstarfsaðilar innan framhaldsfræðslukerfisins en nánustu samstarfsaðilar eru t.d. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fræðslu-og símenntunarmiðstöðvar víðs vegar um landið og svo að sjálfstögðu félags-og vinnumarkaðsráðuneytið sem fer með málefni framhaldsfræðslunnar. Einnig er samstarf við framhaldsskólana og þá aðallega í tengslum við raunfærnimat á móti námi. Framhaldsfræðslukerfið er að mestu fjármagnað af opinberu fé á fjárlögum en fræðslusjóðirnir koma allir


lokin og að staðfesta færnina með útgáfu fagbréfs atvinnulífsins fyrir viðkomandi atvinnugrein. Til þess að geta unnið raunfærnimat á móti viðmiðum starfa þarf að vinna ákveðna hæfnigreiningu fyrir viðkomandi starf og útbúa svokallaða starfaprófíla. Á grunni viðkomandi starfaprófíla eru útbúnir matslistar sem notaðir eru við mat á raunfærni. Óhætt er að segja að vel hafi gengið með að framfylgja niðurstöðum og nýta þau verkfæri sem urðu til í tilraunaverkefninu á sínum tíma og vinnan hefur haldið óslitið áfram.

Frá hæfnigreiningu til raunfærnimats

einnig að ákveðinni fjármögnun verkefna framhaldsfræðslukerfisins til viðbótar með styrkveitingum gagnvart þátttökugjöldum einstaklinga, náms-og starfsráðgjöf og raunfærnimati bæði gagnvart námi og viðmiðum atvinnulífsins. Þannig eru fræðslusjóðirnir hluti af framhaldsfræðslukerfinu í raun.

Framhaldsfræðslan; Raunfærnimatið og fagbréf atvinnulífsins

Markhópur framhaldsfræðslunnar er fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi. Hópurinn er því einnig að stærstum hluta markhópur umræddra fræðslusjóða. Í miðjum veruleika 4. iðnbyltingarinnar má gera ráð fyrir að stór hluti markhópsins vinni störf sem muni taka miklum breytingum og sum störfin hverfa jafnvel alveg. Þá er mikilvægt að bæta við verkfærum til að styðja við einstaklinga og fyrirtæki svo bæta megi samkeppnisstöðu þeirra og samfélagsins í heild. Nám, raunfærnimat og ráðgjöf standa þessum einstaklingum til boða hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum vítt og breytt um landið. Raunfærni er samanlögð færni sem þú hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Markmið raunfærnimats er að gera þessa þekkingu og færni sýnilega með því að meta hana t.d. á móti námsskrám og framhaldsnámi. Raunfærnimatið hefur hingað til fyrst og fremst verið hugsað til styttingar á formlegu námi og hafa margir þátttakendur stytt þannig leiðina að ákveðnum námslokum og eða starfsréttindum. Fyrir bráðum þremur árum síðan vann Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að tilraunaverkefni sem fól í sér að þróa raunfærnimat á móti viðmiðum starfa í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Markmiðið var að byggja grunn að varanlegu kerfi fyrir raunfærnimat í atvinnulífinu. Í stuttu máli má segja að tilraunaverkefnið hafi tekist mjög vel, byggt var á hefðbundu raunfærnimatsferli og það lagað að umhverfi mismunandi starfa. Mikil áhersla var lögð á að tryggja gildi niðurstaðna á vinnumarkaði, varanlega fjármögnun og þjálfun á vinnustað að loknu raunfærnimati. Þátttaka og aðkoma fyrirtækja í verkefninu var lykilatriði og stór þáttur í að tryggja útkomuna í

Á vegum framhaldsfræðslunnar í landinu hefur verið unnið öflugt starf á sviði raunfærnimats og hæfnigreininga starfa. Það hefur verið samdóma álit aðila framhaldsfræðslunnar og vinnumarkaðarins að raunfærnimat á móti hæfniviðmiðum starfa (Fagbréf atvinnulífsins) sé ein árangursríkasta og vænlegasta leiðin til að gera hæfni á vinnumarkaði sýnilega, óháð hvar og hvenær hennar var aflað. Þá taka fræðslusjóðirnir þátt í að kosta ferlið að hluta og fyrirtækin leggja fram tíma starfsfólks, matsaðila og starfsþjálfa.

Fagbréf atvinnulífsins og sjávarútvegurinn

Hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafa verið gerðar margar hæfnigreiningar síðustu ár og nú þegar eru aðgengilegir matslistar fyrir hæfnigreiningar fjölda starfa og einnig búið að útbúa starfaprófíla fyrir þessi störf. Sjávarútvegurinn er ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins og óhætt að segja að fjölþættar áskoranir blasi við þar sem störf breytast, ný verða til og önnur hverfa eins og hjá öðrum atvinnugreinum. Nú þegar er komin á tenging við sjávarútveginn í þessari vinnu þar sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur boðið fram krafta sína til þess að taka samtalið við sjávarútveginn með að koma af stað verkefni við að greina þarfir hans. Til eru matslistar fyrir raunfærnimat á móti fjölda námsleiða sem tengjast sjávarútvegnum. Hér má nefna raunfærnimat í sjómennsku og fiskeldi, raunfærnimat í skipsstjórn, raunfærnimat í starfsnámi eins og matartækni og matsvein, raunfærnimat í vélstjórn, netagerð og vélvirkjun og svo að sjálfsögðu raunfærnimat í almennum bóklegum greinum. Þetta er allt hægt að nýta í vinnunni sem fælist í því að útbúa hæfniviðmið hinna ýmsu starfa innan sjávarútvegsins og útbúa raunfærnimat á móti viðmiðum þessara starfa. Í svona vinnu sem þessari þarf gott samstarf að vera á milli fyrirtækjanna og framkvæmdaraðila og mikilvægt að fá valin fyrirtæki í sjávarútvegi til að taka þátt í þróunarverkefni, koma að starfinu og vera með í að stýra vinnunni. Markmiðið með vinnunni er m.a. að gera þarfir og hæfni sýnilega í heildstæðu kerfi, byggja upp raunfærnimat á móti hæfniviðmiðum starfa innan sjávarútvegsins og skilgreina þá þjálfun og fræðslu sem þarf til að uppfylla hæfniviðmiðin sem á vantar að loknu mati. Þegar

Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is

Sjómennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík Sími 599 1450 sjomennt@sjomennt.is

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

9


þetta er unnið er hægt að gefa út Fagbréf atvinnulífsins fyrir viðkomandi starf. Markmiðið með svona verkefni getur einnig verið að fá almenna yfirsýn yfir störf í sjávarútvegi og skilgreina þau út frá sjálfstæði og ábyrgð. Einnig að fá fram viðhorf til skipulags á námi fyrir sjávarútvegsgreinar og greina áherslur á formlegt nám sem tengist sjávarútveginum. Þá þurfum við að vera vakandi yfir því að tengja áherslur þessarar vinnu við hæfniramma um íslenska menntun sem unnið er eftir í framhaldsfræðslukerfinu og almennt innan formlega menntakerfisins á Íslandi. En hver er ávinningurinn, hvað getur einstaklingurinn fengið út úr svona verkefni og fyrirtækið sem hann starfar hjá. Einstakingur: • Færni verður sýnileg og staðfest með áreiðanlegum hætti • Ljóst er hvaða færni og þekkingu þarf að efla með fræðslu og þjálfun • Raunfærnimat og fagbréf getur aukið möguleika á vinnumarkaði • Staðfest færni getur haft áhrif á starfsþróun og kjör • Hæfnikröfur eru sýnilegar vegna starfsþróunar • Markviss þjálfun sem leiðir til árangurs og eflir starfsmanninn • Auknir möguleikar til náms • Getur einnig aukið virðingu einstaklingsins fyrir eigin starfi og aukið starfsöryggi. Ávinningur fyrirtækja í sjávarútvegi • Sýnilegar færnikröfur og markvissari ráðningar í störf • Eykur yfirsýn stjórnenda yfir hæfni í hópi starfsfólksins sem hægt er að nýta t.d. í þjálfun annara og gæti verið til nýliðunar í ábyrgðarstöður (starfsþróunarmöguleiki)

10 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

• • • • • • • •

Hægt að vinna að markvissari þróun á þekkingu, hæfni og færni Minnka þjálfunarkostnað, starfsmaður heldur áfram í starfi en með aðgang að leiðsögn. Auka þróun og hugmyndaauðgi meðal starfsfólks um verkferla Auka áhuga starfsfólks á þjálfun á vinnustað Auka gæði í framleiðslu og þjónustu – lágmarka galla, bæta hráefnisnýtingu, fækka kvörtunum o.s. frv. Bæta eða auka starfsánægju og draga úr starfsmannaveltu Gera starfsþróunarmöguleika innan fyrirtækisins sýnilega Bæta viðbragð fyrirtækja varðandi þjálfun vegna breyttra krafna og tæknivæðingar á vinnumarkaði.

Þar sem nú þegar er komin ákveðin og góð reynsla á raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins innan nokkurra starfsgreina er ekkert að vanbúnaði að drífa í gang vinnuna innan sjávarútvegsins með markvissum hætti. Stjórnendur þeirra fyrirtækja sem sjá strax hag sinn af því að taka þátt í starfinu og byggja upp vinnuna fyrir önnur fyrirtæki innan sjávarútvegsins, bendi ég á að hafa samband og tilkynna áhuga sinn. Framkvæmd raunfærnimats er alltaf í höndum viðurkenndra fræðsluaðila líkt og kveður á um í 13.gr. reglugerðar nr.1163/2011 um framhaldsfræðslu. Þeir fræðsluaðilar hafa þekkingu og reynslu af hefðbundnu raunfærnimati og eru gæði framkvæmdar vottuð. Varðandi raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins er að auki þjálfaðir matsaðilar og verkefnisstjórar innan fyrirtækjanna sjálfra sem hafa bestu þekkinguna á því starfi sem á að meta. Til að kynna sér betur almennt raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins og Fagbréf atvinnulífsins er hægt að afla sér upplýsinga inn á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is og einnig hægt að hafa beint samband við Fræðslumiðsöðina eða undirritaða sem fúslega veitir frekari upplýsingar. Þá má geta þess að á Sjávarútvegsráðstefnunni 2023, sem haldin er í Hörpunni 2.-3. nóvember nk. verður sérstakt erindi frá sérfræðingi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um Fagbréf atvinnulífsins og raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins. Erindið verður flutt innan málstofunnar „Hvernig löðum við til okkar fólk.“



Methúsalem Hilmarsson

sérfræðingur í forvörnum hjá fyrirtækjaþjónustu TM

Methúsalem Hilmarsson sérfræðingur í forvörnum hjá TM, Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring Marine og Reynar Ottósson framkvæmdastjóri Whale Safari. Ljósmynd/Aðsend

Snjallsiglingakerfi eykur öryggi farþega og sjófarenda TM og Hefring hafa unnið saman að því að stórauka öryggi farþega í farþegabátum hér við land. Samstarfið felur í sér notkun á snjallsiglingakerfinu IMAS (Intelligent Marine Assistance System), hug- og vélbúnaðarlausn sem Hefring hefur þróað. Kerfið safnar rauntímagögnum um öldulag og hreyfingar báts auk upplýsinga frá vélum og öðrum búnaði um borð á meðan siglingu stendur, reiknar svo og birtir leiðbeinandi siglingarhraða fyrir skipstjóra með tilliti til öryggis. IMAS-kerfið hjálpar þar með til við að draga úr hættu á slysum um borð eða skemmdum á báti og búnaði. Öllum gögnum sem safnað er úr siglingum er streymt í IMAS Console-skýið. Þar er hægt að fylgjast með siglingum í rauntíma og greina allar ferðir og gögn til að bæta yfirsýn yfir reksturinn og auðvelda ákvörðunartöku. Síðustu misseri hefur gervigreind sem stýrir snjallsiglingakerfinu leitt af sér enn frekari þróun en með greiningu á gögnum sem kerfið hefur safnað er, með því að aðlaga hraða og stefnu, unnt að draga úr eldsneytiseyðslu og kolefnislosun um allt að 20%.

12 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

TM hefur fylgst vel með þróun á Hefring Marine-snjallsiglingakerfinu frá því að hugmyndin kom upp og stutt þróun þess ásamt því að veita fyrirtækinu ráðgjöf á rannsóknarstigum. Þá hefur TM einnig haft milligöngu um að koma kerfinu til notenda. TM telur snjallsiglingakerfið frá Hefring einstakt á heimsvísu.

Samstarf TM, Hefring og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Björgunarskóli Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefur notað Hefringkerfi við kennslu og æfingar á sjó sem og Landhelgisgæslan og er það ákveðinn gæðastimpill að þessir aðilar noti búnaðinn. Við hverja siglingu verða sjálfkrafa til skýrslur sem skrá siglingasögu bátsins og skipstjóra og nýtast í þeirra tilviki til kennslu. Í nýjasta björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Þór frá Vestmannaeyjum, er Hefring Marine-snjallsiglingakerfi sem TM gaf Slysavarnarfélaginu Landsbjörg til að auka öryggi björgunaraðila. Nýja skipið er með hámarkshraða


Mælar Hefring. Tekin af heimasíðu Hefringmarine.com

upp á 25 hnúta sem telst háhraðasigling en hámarkshraði gömlu björgunarskipa Landsbjargar er 16–18 hnútar. Það er því sérstaklega mikilvægt að eiga upplýsingar um áhættu sem fylgir háhraðasiglingu en kerfi Hefring Marine veitir þessar upplýsingar í rauntíma. Kerfið kemur að gagni við þjálfun nýliða og við að tryggja öryggi þeirra og annarra áhafnarmeðlima á sama tíma og það hjálpar til við að gæta þess að nýja björgunarskipið fái rétta meðhöndlun. Aðrar björgunarsveitir eru tilbúnar að taka í notkun snjallsiglingakerfi Hefring til gagnasöfnunar og prófana bæði innanlands og utan- og má nefna að nokkur björgunarfélög erlendis eru þegar byrjuð að nota búnaðinn. Hefring hefur einnig unnið með útgerðarfélögum í fiskveiðum og slíkt samstarf er enn ein nýsköpunin í fiskveiðum. Búnaðurinn hentar vel í minni báta og skip og nú stendur yfir þróun með það að markmiði að hann henti einnig í stærri skip og geti verið eins og nokkurs konar „svartur kassi“ líkt og í flugvélum þar sem öll hegðun sjófarins eru skráð. Auðveldara yrði þó að nálgast gögnin þar sem þau eru skráð í hið svokallaða ský.

Samstarf við Garmin

Í nýrri útfærslu kerfisins verður það innbyggt í siglingakerfi sjófaranna og í því sambandi hefur verið tekið upp samstarf við Garmin sem er einn stærsti framleiðandi GPS-tækja í heiminum. Fyrirtækið hefur lýst yfir áhuga á því að setja Hefring Marine inn í siglingatæki sem það framleiðir. Næsta kynslóð af kerfinu sem Hefring vinnur að verður með talsvert öflugri vél- og hugbúnaði.

Næstu skref

Hefring Marine ætlar að kynna þrjár nýjar vörur á þessu ári. Fyrsta varan er sjóveður- og siglingakort sem hannað er fyrir siglingar og leiðarval. Með leiðarvalinu verður hægt að velja AIS skipa og fá kerfið til að útbúa örugga og hagkvæma siglingaleið sem tekur mið af veðri og aðstæðum. Vörurnar sem koma svo þar á eftir verða nýjar útfærslur af búnaði Hefring, fyrst uppfærsla á vélbúnaði og svo hugbúnaði og úrvinnslu. Hægt verður að tengja búnaðinn og kortið saman svo hægt verði að fá rauntímagögn úr bátnum til að bæta leiðbeiningar um leið, hraða og stefnu. Eins og hefur komið hér fram hefur TM unnið með Hefring Marine frá upphafi þróunar búnaðarins. Við hjá TM horfum á þetta kerfi sem skyldukerfi í öll sjóför því það eykur öryggi allra um borð í sjóförum og af þeim prófunum sem gerðar voru á hraðskreiðum bátum sást mikill munur á hegðun skipstjóra varðandi hraða og stjórnun bátsins. Öll viljum við að sjófarendur komi heilir heim og er snjallsiglingabúnaður Hefring Marine góð viðbót til að veita aukið öryggi.

Með Landsbjörgu um borð í varðskipinu Þór. SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

13


Margrét Kristín Pétursdóttir

forstöðumaður gæðamála hjá Vísi í Grindavík

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í sjávarútvegi Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er mikil í sjávarútvegi. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst í því að fyrirtæki markar sér stefnu þar sem viðskiptahættir þess taka tillit til félagslegra, umhverfislegra, rekstarlegar- og siðferðislegra þátta samfélagsins. Sjávarútvegsfyrirtækin eru meðvituð um sína samfélagsábyrgð, m.a. að ganga vel um auðlindina, gera sitt besta í umhverfismálum, styrkja mannauðinn og taka þátt í samfélaginu. Fyrirtækin þurfa einnig að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglum til rekstrar félagsins, með skýrum ferlum, gæða- og eftirlitskerfum. Vottanir hafa verið mikilvægar til þess að sannreyna að verkferlar séu réttir og að fyrirtæki séu raunverulega að gera það sem þau segjast vera að gera. Þá hafa fyrirtækin fengið vottanir á borð við jafnlaunavottun, IRF og MSC sjálfbærnisvottanir. 14 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


Fyrirtækin sýna samfélagslega ábyrgð sína í verki með ýmsum hætti allt frá því að vinna að umhverfis- og loftslagsstjórnun, vinna að bættum starfsmanna aðsæðum og vinnuumhverfi, velja sér birgja í nærsamfélaginu, taka þátt í nýsköpunarverkefnum með háskólasamfélaginu og vera samstarfsaðilar tæknifyrirtækja í þróun á nýjum tækjum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur samstarf fyrirtækjanna í greininni, m.a. hvernig þau útfæra samfélagsstefnu SFS, styrkt fyrirtækin í vegferðinni og gefið þeim byr undir báða vængi. Grunngildi í samfélagsstefnu sjávarútvegsins eru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 14 (Líf í hafi) og númer 9 (Nýsköpun og uppbygging), í stefnunni er líka fjallað um önnur undirmarkmið sem eru ekki síður mikilvæg. Í samfélagsstefnunni hafa fyrirtækin einnig sett sér það markmið að gefa úr svokallaða samfélagsskýrslu með það að markmiði að auka gagnsæi á þessa þætti. Fyrirtækin leggja sig fram við að stunda sjálfbærar veiðar og ganga eins vel um auðlindina og kostur er. Til að tryggja það að allir séu að vinna að settu marki í umhverfismálum skiptir máli að auka umhverfisvitund starfsmanna sinna. Þar er fræðsla mikilvægur þáttur. Það er okkur öllum mikilvægt að ástand fiskstofna sé gott og upplýsingar um veiðar og umgengni við vistkerfi hafsins séu traustar, rekjanlegar og gagnsæjar. Við Íslendingar reiðum okkur á lífið í hafi og leggjum okkur fram við að lágmarka umhverfisáhrif og höfum náð miklum framförum bæði í að lágmarka olíunotkun skipaflotans, að nýta betur hvert veitt tonn og erum t.a.m. nú farin að tala um 100% nýtingu á þorski í stað 50% hér áður fyrr. Fyrirtækin fara ýmsar leiðir til að mæla sótsporið. Þegar að fyrirtækin hafa náð yfir umfangi umhverfisáhrifa starfseminnar þarf að finna lausnir til að lágmarka sótsporið. Þá er nýsköpun og uppbygging lykillinn. Fyrirtækin hafa verið dugleg að vinna með tæknifyrirtækjum. Vísir hefur verið í fararbroddi hér á landi við að þróa áfram tækni við

veiðar og vinnslu og hefur það skilað sér í verðmætari gæðavöru úr fersku hráefni sem aflað er úr hafinu við Ísland. Ég trúi því að leiðin að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja sé að sem flestir vinni saman, deili hugmyndum og nýti sér skapandi hugsun, horfi á heildarmyndina og finna lausnir út frá mismunandi nálgunum. Vísir hefur einnig markvisst unnið verkefni með háskólasamfélaginu, því við trúum að þannig höldum við áfram að þróa okkur og opnum þessa spennandi grein fyrir starfskröftum framtíðarinnar. Til þess að vinna með markmið SÞ þarf einnig að mæla árangur í öryggismálum og líðan starfsfólks. Í þessum tilgangi er Vísir að vinna að 3 ára verkefni með Gísla Nils hjá Öryggisstjórnun ehf. sem miðar að því að ná raunverulegum mælanlegum ávinningi í öryggismálum. Fyrirtækin leggja sig fram við að búa til öruggt og hvetjandi starfsumhverfi og stuðla að ánægju og vellíðan starfsfólks. Fyrirtæki hafa boðið upp á heilsufarsmælingar, fræðslu um heilsutengd málefni og boðið uppá líkamsræktarstyrki. Vísir hefur fundist mjög árangursríkt að gera reglulegar starfsmannakannanir um líðan þeirra og áherslur. Svo má ekki gleyma því að hafa gaman í vinnunni. Þannig bæði drögum við að okkur starfsfólk og höldum lengur í starfsfólk. Starfsfólk þarf að upplifa að það skipti máli og taki þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Góður starfsandi er gríðarlega mikilvægur og leggur fyrirtækið áherslu á að gera eitthvað skemmtilegt með starfsfólkinu sínu utan vinnu reglulega til að þétta hópinn saman. Við vitum að þegar að starfsfólki líður vel verður afkastagetan meiri. Þegar að fyrirtæki leggja áherslu á samfélgaslega ábyrgð getur það nýst til að styrkja orðspor fyrirtækisins og Íslendinga sem eru í alþjóðlegri samkeppni um sölu sjávarafurða. Það skiptir máli fyrir okkur öll að gera okkar besta og leyfa okkur að vera stolt af þeirri vinnu sem við höfum farið í.

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR

Aflamark 165.812.918 kg Veiddur afli: 7,5%

UFSI

Aflamark 66.689.639 kg Veiddur afli: 2,7%

KARFI

Aflamark 35.284.607 kg Veiddur afli: 6,8%

ÝSA

Aflamark 59.841.561 kg Veiddur afli: 8,1%

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

15


Þessi mynd var tekin á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022. Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Frosts, sýnir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra samanburð á uppþíddum fiskbitum sem annars vegar voru frystir með hefðbundinni blástursfrystingu og hins vegar með hljóðbylgjufrystingu.

Óskar Þór Halldórsson

Frost kynnir byltingarkennda breytingu í frystingu sjávarafurða „Ég vil halda því fram að þessi frystiaðferð, sem kallast á ensku „Acoustic Extra Freezing“ eða segul- og hljóðbylgjufrysting, sé byltingarkennd breyting sem muni verða til þess að frosin vara öðlist nýtt líf,“ segir Sigurður J. Bergsson, tæknistjóri Kælismiðjunnar Frosts. Á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu 2. nóvember nk. verður Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Frosts, umsjónarmaður málstofu sem ber yfirskriftina Þróun í frystitækni. Þar fara frummælendur yfir þróun og stöðu frystiog kæliiðnaðarins í dag en fyrst og fremst verður þó horft til framtíðar í kælingu og frystingu matvæla. Á ráðstefnunni verða tveir fyrirlesarar frá Frosti, Sigurður J. Bergsson fjallar um segul- og hljóðbylgjufrystinguna og Kristján Arnór Grétarsson verkefnisstjóri ræðir um frystingu með stýrðu hita- og rakastigi. 16 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts.

Sigurður J. Bergsson tæknistjóra Frosts.

Mikil reynsla af því að leita lausna með sjávarútveginum

í veg fyrir að frumuveggirnir springi og vökvinn fari úr fiskholdinu. Þar með helst ferskleikinn í vörunni.

Guðmundur H. Hannesson segir að Frost hafi lengi starfað með fyrirtækjum í sjávarútvegi við þróun á búnaði til kælingar og frystingar sjávarfangs, m.a. í ofurkælingu ferskfisks um borð í fiskiskipum. Hann segir Frost ætíð hafa lagt mikla áherslu á að leita lausna með sjávarútveginum í því skyni að auka gæði og líftíma sjávarafurða „Fyrir nokkrum árum komumst við í samband við fyrirtækið AEF í Finnlandi og höfum fylgst vel með þeirri tækni sem það hefur verið að þróa. Finnarnir smíðuðu síðan fyrir okkur frystiskáp sem byggir á frystingu með segul- og hljóðbylgjum og hann var í básnum okkar á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Fífunni í Kópavogi á síðasta ári og vakti mikla athygli. Þessa tækni kynnum við nánar á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu enda tel ég að hún geti orðið til þess að auka gæði frosinna matvæla og færa þau nær ferskum afurðum. Til lengri tíma litið tel ég alla möguleika á því að þessi frystitækni auki verðmæti sjávarafurða og auki sveigjanleika í birgðahaldi,“ segir Guðmundur.

AEF-frystitæknin

Til þess að átta sig betur á hvað AEF-frystitæknin stendur fyrir minnir Sigurður tæknistjóri Frosts á að frosinn fiskur úr frystiborðum matvöruverslana sé jafnan ekki sama gæðavaran og nýr og ferskur fiskur úr fiskbúðinni. „Ein helsta ástæða þess að frosinn fiskur er almennt talinn vera lakari vara en ferskur er sú að við frystinguna springa frumuveggirnir í fiskholdinu og frumuvökvinn á þannig greiða leið út. Þegar síðan fiskflakið er þítt upp lekur þessi vökvi út og við það minnka gæði fisksins umtalsvert. Við þessu er lítið að gera í hefðbundinni frystingu og geymslu á fiski en með segul- og hljóðbylgjufrystingunni er komið

Þessari frystiaðferð má lýsa sem grænni tækni með háa orkunýtingu þar sem hljóðbylgjum er beitt til þess að stjórna og minnka umtalsvert uppbyggingu kristallanna í fisk- og kjötholdi. Þessi aðferð hefur tilhneigingu til þess að bæta frystiferlið og flýta því, hún skilar einsleitari og smærri ískristöllum, það hægir á oxunarbreytingum sem leiðir til verulega minni skemmda á matvælunum. Segul- og hljóðbylgjufrystingin hefur verið prófuð á ýmsum vörutegundum og frumniðurstöður sýna að vara sem fryst er með þessari aðferð bragðast nánast eins og fersk. Í raun hefur í sumum tilvikum reynst afar erfitt að greina á milli frosinnar uppþíddrar vöru og ferskrar sem mörgum þykir ótrúlegt. Það er hægt að nota þessa frystiaðferð á nánast alla matvöru. Þekkt er að ef t.d. jarðarber eða vínber eru sett í frystinn og tekin síðan út og afþídd verða þau eins og svampur. Með þessari frystitækni hefur komið í ljós að berin eru eftir afþíðingu eins og þau hafi verið tínd beint af plöntunni. Ég sé fyrir mér að litlir frystiskápar eins og tilraunaskápur Frosts henti vel á t.d. veitingastöðum en hins vegar viljum við fyrst og fremst horfa til þess að útfæra þessa tækni á stóra frysta fyrir sjávarútvegsfyrirtækin. Af því yrði að mínu mati gríðarlegur ávinningur fyrir íslenskan sjávarútveg og samfélagið allt,“ segir Sigurður.

Horft til umhverfisþátta

Á liðnum árum hefur orðið mikill vöxtur í útflutningi á fersku íslensku sjávarfangi með flugvélum og skipum. Kóvid faraldurinn setti þó strik í reikninginn og vakti menn til umhugsunar um hvort mögulega væri unnt að bjóða sömu gæði í fiskinum hvort sem hann væri ferskur eða frosinn. SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

17


bylting á þeim tíma. Áður var fiskurinn mest kældur niður í hálfa eða eina gráðu en með ofurkælingunni fór kjarnahitastig fisksins niður í mínus hálfa eða eina gráðu. Núna viljum við horfa til segul- og hljóðbylgjufrystingarinnar. Hún hefur verið í þróun í nokkur ár erlendis og er á tilraunastigi í dag. Fyrir um fimm árum kynntumst við fyrst þessari tækni og fengum finnska fyrirtækið AEF til þess að smíða fyrir okkur tilraunafrysti og á síðasta ári gerðum við óformlega tilraun með frystingu á hvítfiski í ÚA á Akureyri. Aflvaki okkar að fara út í þetta var aukin krafa markaðarins um ferska frosna vöru. Við sáum þetta sem áhugaverðan kost fyrir sjávarútveginn, að hann ætti auðveldara með að bjóða upp á ferskar sjávarafurðir um allan heim með mun lengri líftíma en mögulegt er í dag. En ég geri mér alveg grein fyrir því að það sama á við um þessa nýju tækni og hraðkælinguna á sínum tíma að það mun taka einhvern tíma fyrir markaðinn að trúa því að hún virki vel enda enn sem komið er lítt þekkt í Evrópu en hefur verið prófuð með góðum árangri í Asíu,“ segir Guðmundur. Samstarfsverkefni með Matís og Odda um frystingu á laxaflökum Nú eru hafin umfangsmikil rannsókn sem að standa Kælismiðjan Frost, Matís og sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði þar sem gerðar eru tilraunir með frystingu á laxi með segul- og hljóðbylgjufrystingu. Gert er ráð fyrir að tilraunin standi í sex mánuði og má ætla að niðurstöður liggi fyrir um mitt næsta ár. Vonast er til þess að fá skýra mynd á hvernig hljóðbylgjufryst laxaflök bregðast við samanborið við hefðbundna blástursfrystingu og er þá ekki síst horft til áhrifa af slíkri frystingu á vöruna til lengri tíma. „Í þeim samanburði sem við höfum nú þegar gert á hefðbundinni blástursfrystingu og þessari nýju tækni er ótrúlegt að sjá hversu mun meiri vökvi verður eftir í fiskinum með þessari nýju frystiaðferð. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað þessi laxarannsókn með Odda og Matís leiðir í ljós. Verði niðurstöður hennar þær sömu og óformlegar tilraunir okkar hafa leitt í ljós leyfi ég mér að fullyrða að þá kunni að verða ákveðin tímamót í frystingu matvæla. Finnska fyrirtækið AEF hefur þróað hljóðbylgjufrystingu og smíðaði tilraunafrysti fyrir Kælismiðjuna Frost sem fyrirtækið kynnti fyrst á Íslensku sjávarútvegssýningunni í júní 2022

„Í þessu ljósi höfum við vakið máls á Acoustic frystitækninni. Það má leiða líkur að því að auknar kröfur um lægra sótspor í flutningum ýti undir frekari sjóflutninga á kostnað flutnings ferskra sjávarafurða með flugi. Með öðrum orðum þurfa menn að hafa augun opin fyrir nýrri tækni með það að markmiði að geta boðið frosna vöru með svipuð gæði og fersk vara. Það má óhikað segja að þetta sé stór áskorun fyrir okkur Íslendinga þar sem útflutningur sjávarafurða er svo ríkur þáttur í okkar efnahagslífi,“ segir Guðmundur.

Tilraunafrystir frá AEF í Finnlandi

„Þegar við fórum fyrir rúmlega áratug að ræða um hrað- eða ofurkælingu á fiski voru margar efasemdaraddir enda var hún ákveðin

18 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Í þessu rannsóknaverkefni munum við eftir hljóðbylgjufrystingu geyma laxinn í annars vegar hefðbundnum frystiklefa í vinnslunni hjá Odda og hins vegar í rannsóknafrystiklefa hjá Matís sem hefur stöðugt hitastig. Þannig fæst góður samanburður á geymslu hljóðbylgjufrystrar vöru í ólíkum frystigeymslum. Það liggur síðan fyrir að í framhaldinu stefnum við á að fara í sambærilega tilraun með hvítfisk,“ segir Guðmundur H. Hannesson. „Gefi rannsóknaverkefnið með Matís og Odda á Patreksfirði jákvæðar niðurstöður og við verðum þar með enn sannfærðari um að við viljum þróa þessa tækni áfram er ég þess fullviss að sjávarútvegsfyrirtækin verða fljót að taka við sér. Við höfum lengi unnið með sjávarútveginum og Matís að ýmsum lausnum í bæði hvítfiski og uppsjávarfiski og því er til staðar mikil reynsla og traust. Það sem rekur okkur áfram í þessu er að gera enn betur fyrir okkar stærstu viðskiptavini sem eru sjávarútvegsfyrirtækin í landinu,“ segir Sigurður J. Bergsson.


Þau fiska sem þróa Aukið virði sjávarafurða í krafti rannsókna og nýsköpunar


Bjarni Rúnar Heimisson

framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða

Markaðssetning á ímynd sjávarafurða Ímynd er einn lykilþátta markaðssetningar og á það við um sjávarafurðir sem og annað. Mikilvægi góðrar ímyndar sjávarafurða hefur aukist undanfarið í hinum síbreytilega heimi þar sem upplýsingar um heilsu, umhverfisáhrif og fleira eru aðgengileg hverjum sem er, á augabragði. Það hvernig neytendur skynja og upplifa vöru eða þjónustu, hefur úrslitaáhrif á kaupvilja þeirra. Það er því mikilvægt að fyrirtæki innan greinarinnar tryggi jákvæða ímynd sjávarafurða og miðli því á einfaldan hátt til neytenda.

Íslandsstofa og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa til dæmis staðið fyrir verkefninu „Seafood from Iceland“ – sem var hrint af stað í lok árs 2020 og vakti mikla athygli. Tækifæri eru til að hlúa betur að þessum verkefnum með frekari samstarfi fyrirtækja innan greinarinnar til að skerpa á ímynd og kynna framleiðslulandið Ísland fyrir umheiminum enn betur. Á Íslandi eru einnig nokkur sölufélög, sem sum hver eru í eigu fiskvinnsla eða útgerða og önnur sjálfstæð/óháð sölufélög sem sjá mörg hver um sína markaðsetningu sjálf og hefur reynst ágætlega.

Liggja vannýtt tækifæri í markaðssetningu á ímynd sjávarafurða?

Það er margt vel gert á Íslandi. Líffræðileg sjálfbærni er mikil þar sem óháður aðili rannsakar fiskistofna og veitir ráðgjöf um hvað má veiða, hvar og hvernig. Fiskveiðistjórnunarkerfið okkar er einstakt á heimsvísu ásamt því utanumhaldi um rekjanleika og skráningar sem Fiskistofa hefur viðhaldið. Fiskistofnar og miðin eru svo með alþjóðlegar vottanir eins og MSC líkt og flest allar fiskvinnslur hér á landi. Virðiskeðjan í Íslenskum sjávarútvegi hefur svo margt gott uppá að bjóða miðað við aðrar fiskveiðiþjóðir og aðra framleiðsluhætti á prótínríkri fæðu. Sér í lagi þegar það kemur að umhverfismálum, sjálfbærni og nýtingu afurða. Hver er sérstaða okkar? Hvað gerum við betur en aðrir? Hvað mun aukin neysla á fiski skila þér og heilsu þinni? Er það betra fyrir

Markaðsetning hefur nýst vel til að kynna sérstöðu og ímynd fyrir neytendum og er niðurstaða góðrar markaðsetningar oftast nær meiri sala og/eða hærra vöruverð. Ýmislegt hefur verið reynt þegar kemur að markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Á undanförnum árum hafa mörg fyrirtæki farið sýnar eigin leiðir í markaðssetningu til að tryggja jákvæða ímynd á eigin sjávarafurðum. Í stað þess að fyrirtækin væru hvert og eitt í sinni eigin markaðssetningu, hefur komið upp hugmynd um sameiginlega markaðssetningu fyrirtækja innan sjávarútvegsins, verkefni sem aðilar í greininni og stjórnvöld þyrftu að taka höndum saman í til að gera að veruleika.

20 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


umhverfið að þú borðir fisk frekar heldur en kjöt? Öll þessi skilaboð og fleiri þurfa að komast frá okkur til neytenda á sem einfaldastan máta og sem oftast.

Hvað þarf til?

Þegar farið er af stað í markaðsátak er miklvægt að undirbúa og skipuleggja ferlið vel. Það tekur tíma og reynir á þolinmæði. Það er nauðsynlegt fyrir íslenskan sjávarútveg að fylgja nýjum straumum í markaðssetningu og vera með á öllum vígstöðum. Rannsóknir undanfarin ár hafa sýnt hvernig markaðsetning á sjávarfangi getur verið mismunandi eftir staðsetningum og búsetu neytenda. Til dæmis er meiri áhugi í Asíu á matvælum sem er með gæði og áreiðanleika. Í Evrópu og Bandaríkjunum er sífellt farið að færast í aukanna að vita um sjálfbærni og umhverfisspor framleiðslunnar en þar er gæði og áreiðanleiki orðið meira sjálfsagður frekar en annarsstaðar. Þetta á einnig við um hvernig hægt er að ná til mismunandi aldurshópa og svo framvegis. Ekkert eitt form af auglýsingum ná til margra hópa. Því getur þetta verið flókið verkefni en verðlaunin eru til staðar ef rétt er staðið að hlutunum. Markaðssetning hefur breyst mikið undanfarin ár. Sjónvarps- og útvarpsauglýsingar til dæmis ná ekki til stærsta markhópsins eins og áður og eru þær einnig kostnaðarsamar. Nýjar aðferðir eins og samfélagsmiðlar og stutt myndbönd eru oft mun árángursríkari og þá sérstaklega ef er tekið tillit til kostnaðar þar sem það auglýsingaform er oft mun ódýrara en til dæmis sjónvarpsauglýsingar. Hins vegar er það verkefni að kynna ímynd íslensks sjávarútvegs mjög stórt og mun alltaf verða kostnaðarsamt. Það mun einnig taka langan tíma að sjá beina virðisaukningu eða söluaukningu vegna þessa. Þetta snýst einnig líka um að vera ekki eftir á frekar heldur en að bæta í. Nýjir tímar og aukin tækni kalla á nýjar aðferðir og á endanum þurfa allir að nýta sér þessi nýju verkfæri til að lifa af.

Ísland bezt í heimi í hliðarafurðum?

Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð þegar kemur að nýtingu hliðarafurða í hvítfiski og það hlýtur að vera stefnan að sama verði upp

á teningnum með íslenska eldislaxinn þegar framleiðsla á honum mun ná meiri fótfestu hér á landi á næstu árum. Roð, lifur, lýsi, og sundmagi svo eitthvað sé nefnt er dæmi um hliðarafurðir sem nýttar eru í gerð fæðubótarefna, lækningarvara og við gerð sjávargersema sem notaðar eru víðsvegar um heiminn. Íslendingar hafa verið fremstir í þróun á fæðubótarefnum úr fiski og hliðarafurðum undanfarin ár. Íslenski sjávarklasinn hefur farið mikin undanfarin ár með slagorðið „100% fish“ og er það sannarlega vegferð sem Íslenskur sjávarútvegur hefur verið á undanfarin ár. Alltaf hefur verið leitast við að nýta meira og skapa meiri vermæti úr núverandi auðlindum. Fyrst í kringum 1987 þegar fiskmarkaðir voru settir fyrst á laggirnar en þeir gáfu sjómönnum verðmæti í fisktegundum sem áður hafði verið hent og sköpuðu þeim sess í neyslu bæði á Íslandi og víðsvegar um heim. Undanfarin 10-15 ár hefur svo verið að auka þær hliðarafurðir sem fiskar hafa fyrir utan hávirðisafurðir til að skapa aukin verðmæti og Íslendingar hafa verið frumkvöðlar á því sviði.

Hvers vegna er ímynd mikilvæg?

Að leggja áherslu á markaðssetningu á ímynd er klárlega eitthvað sem greinin gæti tekið höndum saman um þar sem á íslandi erum við í fremstu röð þegar það kemur að fiskveiðistjórnum, sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum, auk þess sem að hugvit og þekking sem skapast hefur í greininni hefur aukið verðmæti hennar umtalsvert undanfarin misseri. Ímynd greinarinnar er góð en það hefur oft á tíðum vantað að segja meira frá henni. Í síaukinum mæli eru neytendur að taka mjög meðvitaðar ákvarðanir áður en þeir neyta matar. Neytendur vilja vita meira um matinn sinn og vilja vita að framleiðslan sé sjálfbær og góð fyrir jörðina okkar til lengri tíma litið. Allt þetta passar vel við sjávarútveginn á Íslandi en það er ekki fyrir neytendur að leita sér að þessum upplýsingum. Við þurfum að vera fyrri til að segja þeim frá því. Við munum ræða þessi mál og ýmislegt fleira í málstofu um Markaðsetningu á ímynd sjávarafurða sem verður á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu þann 3.nóvember næstkomandi og hefst hún klukkan 13:30. Hlakka til að sjá þig þar.

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

21


Öflugur sjávarútvegur

Snæfellsbær

22 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


eykur þjóðarhag

LEX logo form C M Y K 100 80 6 30

Pantone 288 C

Black = 75%

Pantone uncoated 295

Black = 75%

Black = 100%

FJARÐABYGGÐ

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

23


María Maack

ráðgjafi / consultant for Thorverk

Fjörur þaktar þangi við Reykhóla (mynd María Maack)

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum Þörungaþurrkun hefur verið starfrækt á Reykhólum frá 1976. Það var Sigurður Hallsson og bændur í sveitinni sem voru frumkvöðlar að stofnun Þörungavinnslunnar hf, fyrirrennara Þörungaverksmiðjunnar. Fyrirmynd verksmiðjunnar fékkst frá Skotlandi og Kanada, en Þörungaverksmiðjan er nú í eigu erlenda fyrirtækisins IFF (72%) og Byggðastofnunar (27%) auk smærri hluthafa í heimabyggð.

Starfsemin nýtur einstakrar staðsetningar með tilliti til jarðvarma, staðkunnugs fólks og aðgengi að klóþangsbreiðum sem vaxa í fjörum við eyjar og vogskorið land. Fram fóru áralangar tilraunir til að afla þekkingar og reynslu við að slá og þurrka þang áður en verksmiðjan var reist með fjármagni frá ríkinu. Klóþang (Ascophyllum nodosum)

Þangpokar í lest og trossu, samtal milli sláttumanna og heimflutningaskipverja. (Mynd: María Maack)

Þörungaverksmiðjan stendur við norðanverðan Breiðafjörð. Klóþangsbreiðurnar þekja strendur. (Mynd: María Maack)

24 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


verksmiðjan þátt í tilraun til að nýta þörunga til að búa til himnu um grænmeti sem gæti komið í staðinn fyrir plastpoka. Ætlunin að verja t.d. gúrkur gegn uppgufun og rotnun. Ef himna úr þörungum getur komið í stað plasts og væri æt að auki væri til mikils unnið. Niðurstaða þessara tilrauna er að vænta að ári. Þörungaverksmiðjan hefur stutt stofnun tveggja nýrra fyrirtækja á Reykhólum. Þörunga-klaustur ehf. sinnir gagnaöflun fyrir lífræna vottun og stjórnkerfi eigendanna sem byggir á sjálfbærni, þekkingu og öryggi. Kröfur um réttar aðferðir við uppskeru, öryggi í vinnu og samfélagslega ábyrgð krefst sönnunargagna úr innanhússrannsóknum. Taka þarf viðtöl og afla skjala frá hinu opinbera. Starfsmenn sækja námskeið til að fá réttindi og skírteini, og leyfi og skil á skýrslum fara vaxandi hér eins og í öðrum greinum. Þannig ná nútímalegir stjórnunarhættir og umhverfisvernd inn í verksmiðju en verða um leið undirstaða fyrir alþjóðlega vottun um lífræna framleiðslu og sjálfbæra uppskeru. Fréttir birtast á thorverk.is. Tveir afkomendur Reykhólabúa við löndun (mynd: María Maack)

vex í fjörum við Ísland að meðaltali á 6 m dýpi og flýtur upp í átt að sólarbirtunnar. Hrossaþari (Laminaria digitata) er líka nýttur en hann vex dýpra og á miklu afmarkaðri svæðum. Hrossaþari er um ¼ árlegrar uppskeru. Í sumum löndum er þang handslegið með sigð og er þá reynt að fá sem mest af hverri plöntu. Ef festa þangsins er tekin er það lengi að sá sér aftur og ná nýrri fótfestu. Á Reykhólum var snemma afráðið að slá einungis efsta hluta þangsins og mælingar sýna að sláttur tekur um 1/3- ½ af hverjum stilk (eða þali, ef notað er heitið um þörungaplöntur). Talið er að hver planta geti lifað í áratugi. Allt frá upphafi hefur einungis verið slegið á 4-6 ára fresti á hverjum stað og ætíð í samræmi við landeigendur, enda eiga sjávarjarðir tilkall til auðlinda á ströndinni. Auðlindagjald er greitt til ríkis fyrir þara og til landeigenda fyrir þang.

Útgerð og landbúnaður

Rekstur Þörungaverksmiðjunnar er flókinn og líkist bæði útgerð og landbúnaði. Þar sem Reykhólahreppur er strjálbýll og tækniþjónusta sjaldan í nágrenninu þá rekur verksmiðjan eigið skip, krana og tæki sem og eigið verkstæði þar sem sláttuprammar hafa verið aðlagaðir starfseminni. Einnig er netaverkstæði, þurrkunarsamstæða og lager. Ársverkin eru um 20 og eru margir starfsmenn með iðnnám, vélvirkjun, skipstjórn og vélstjórn að baki. Verksmiðjan hefur tekið nema á samning til að ljúka verklegum hluta iðnnáms. Höfnin á Reykhólum hefur munað fífil sinn fegurri og frá árinu 2022 hefur verið unnið að tímabærum viðgerðum og endurbótum. Um þriðji hluti þörungamjölsins er geymdur í sílóum og er það selt árlega í „bulk“ . Afurðirnar, þurrkað þang- og þaramjöl fara út um allan heim, USA, Evrópu, Asíu og Norðurlanda. Mest af því er unnið áfram erlendis og fer það í hleypiefni, bindiefni fyrir matvæli, húðvörur og lyf. Jafnframt er hluti þess notaður í heilsu- og snyrtivörur, lífrænan áburð og fóður. Hvorug tegundanna sem mest er tekin í Breiðafirði er ætileg, en hér vaxa líka söl, Maríusvunta og purpurahimna, sem auðvelt er að nýta beint á matborðið og væri hægt að rækta. Breiðafjörður er mjög fjölbreytt vistkerfi og hefur fólk nýtt þar æðardún, egg, sel, fugl, hörpudisk, krækling og fisk um aldaraðar. Athygli heimsins er farin að beinast að þörungum til matar, en í Asíu eru ræktaðir annars konar þörungar en vaxa hér og eru mikið nýttir með núðlum og fiski.

Þörungaklaustur ehf sinnir einnig vöruþróun á afurðum úr þangi og þara sem koma á land á Reykhólum. Er þar einkum litið til virkra efna í lífmassanum. Rannsóknarverkefnin hafa verið unnin með MATÍS og Háskóla Íslands. Má þar nefna doktorsverkefni um klóþang, og notkun þara við að bæta góðgerlum í þarmaflóru laxfiska. Hitt fyrirtækið, Þörungamiðstöð Íslands, býður aðstöðu til rannsókna og tilrauna í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla. Gert er ráð fyrir að þar geti nýsköpunarfyrirtæki og rannsóknahópar haft aðstöðu til verkefna og leigt helsta búnað sem þarf til athugana á strandlífi og innihaldi og vinnsluaðferðum. Einkum er horft til stórþörunga, bæði ræktaðra og þeirra sem aflað er í Breiðafirði, en vöruþróun út frá vistkerfum stranda er öll undir. Nú er verið að festa Þörungamiðstöðinni húsnæði og tæki.

Ljómandi góð framtíðarsýn

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í Þörungaverksmiðjunni og er það ánægjuefni að starfsemin hefur verið slyslaus mörg undanfarin ár, enda mikið kapp lagt á öryggismál. Þörungaverksmiðjan stendur og fellur með því að uppskera í Breiðafirði sé stunduð með sjálfbærum hætti og er því gífurlega mikilvægt að rannsóknum á lífríki Breiðafjarðar sé öflug. Vorið 2023 fóru fram rannsóknir á vegum Hafrannsóknastofu um sláttusvæði þara og studdi verksmiðjan þessar rannsóknir með framlögum og aðstöðu. Nýlegar rannsóknir um klóþang í Breiðafirði (2016-2018) benda til að lífmassi þess hafi fremur aukist frá því starfsemin Þörungaverksmiðjunnar hófst fyrir um 50 árum. Rannsóknir og vöktun er því vel þegin því veiðiráðgjöf verður að byggja á þekkingu, áratuga reynslu og kunnáttu þeirra sem hafa nýtt auðlindina með þessum hætti í hálfa öld.

Rannsóknir og þróun

Mikið fjör hefur færst í rannsóknir á þörungum á undanförnum árum, bæði á Íslandi og erlendis og benda niðurstöður til að vinna megi lífvirk efni úr þangi og þara. Um þessar mundir er hugað að frekari vöruþróun til að nýta þang og þara Þörungaverksmiðjunnar í virðisaukandi vörur. Árin 2023-24 tekur

Reykhólahöfn er lítil en er notuð nær daglega til að skipa upp þangi og þara. Hér sjást tæki fyrir dýpkun innan um báta Þörungaverksmiðjunnar. Mynd: María Maack SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

25


Gestirnir frá Suður Evrópu voru himinlifandi með heimsókn sína til Vestmannaeyja.

Suðrænir kokkanemar kynna saltfisk Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar suðrænir matreiðslunemendur kynntu rétti úr íslenskum saltfisk í Hótel og Veitingaskólanum í MK. Kynningin var samstarf MK og Bacalao de Islandia, kynningarverkefni íslensks þorsks á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Undanfarin ár hefur aðal áherslan í verkefninu verið á samstarf með matreiðsluskólum, þar sem kokkar framtíðarinnar stíga fram á sviðið. Hluti af því samstarfi er CECBI, matreiðslukeppni á landsvísu, þar sem íslenskur saltfiskur er aðal hráefnið. Þetta er í þriðja skiptið sem keppnin fer fram og er hún búin að festa sig í sessi á meðal þarlendra kokkanema. 26 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Frá vinstri: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir var veislustjóri og Francesco Orsi vinningshafi frá Ítalíu


Í Suður Evrópu er íslenski saltfiskurinn þekktur fyrir gæði sín og er uppistaðan í fjölmörgum þjóðaruppskriftum, jafnvel sem jólamatur. “Það er okkur mikil ánægja að heimsækja ykkar fallega land og að kynnast uppruna fisksins, sem við þekkjum svo vel. Vonandi getum við miðlað og skilið eftir eitthvað af okkar matreiðsluhefðum í leiðinni.” sagði Francisco Orsi, einn nemanna, frá Bologna á Ítalíu. Auk Franciscos voru sigurvegarar þeir Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal og Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni. Íslandsferðina hlutu þau í sigurlaun og komu til landsins ásamt kennara sínum. Þau endursköpuðu vinningsréttina sína, kynntu fyrir gestum og gáfu að smakka. Þar að auki reiddu nemar í Hótel og veitingaskólanum fram saltfiskkræsingar á sinn hátt. Veislustjóri var Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari, eigandi veitingastaðanna Hnoss og Hjá Jóni. Daginn eftir móttökuna í MK hélt hópurinn til Vestmannaeyja þar sem þau fóru m.a. í saltfiskvinnslu VSV og um borð í fiskiskip, auk þess að upplifa dýrindis fiskmeti á veitingastöðum í Eyjum. Það má því segja að þau hafi fengið að kynnast upprunanum alla leið, allt frá veiðum og vinnslu og að eldhúsinu.

Það voru fjölmargir saltfiskréttir sem boðsgestir fengu að smakka í móttökunni í MK.

Frá vinstri: Francesco Orsi, Diego Antonio Chavero Rosa og Gonçalo Pereira Gaspar SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

27


Karl Ásgeirsson

viðskiptastjóri Baader á Íslandi

Karl Ásgeirsson viðskiptastjóri Baader á Íslandi. Ljósmynd. Skaginn3X

Fyrsta íslenska Baader flökunarvélin tekin í notkun Á dögunum var tekin í notkun hjá G.Run í Grundarfirði fyrsta flökunarvélin af gerðinni Baader 189Pro. Þrátt fyrir hundrað ára samfylgd Baader og íslensks sjávarútvegs er hér um að ræða talsverð tímamót. Undirstrikar tilfærslu á þróun og framleiðslu frá Þýskalandi til Íslands. Baader 189Pro er í raun arftaki Baader 189 sem vélvæddi flökun í fiskiðnaði á Íslandi. Með hönnun Baader 189 var ekki tjaldað til einnar nætur því þær vélar eru ennþá burðarásar í fiskiðnaði þrátt fyrir að um þrjátíu ár séu liðin frá því að framleiðslu þeirra var hætt. Fyrir nokkrum misserum ákvað Baader að flytja þróun og smíði véla fyrir hvítfisk til Íslands og hafa starfsmenn fyrirtækja Baader á Íslandi unnið að hönnun og smíði vélarinnar. Nýja vélin er öll úr ryðfríu stál. Flökunarhnífar og fráskurðarhnífar eru allir hreyfðir með tölvustýrðum mótorum sem einfaldar mjög umgengni og stillingar. Með slíkri stýringu komast hnífarnir nær beinunum og hægt er að stilla stærðarsvið mun þrengra sem tryggir ennþá betri nýtingu en ella. Allar staðsetningar og hreyfingar hnífa ásamt breytingum á milli fiskstærða og tegunda fer nú fram á tölvuskjá sem um leið auðveldar og breytir miklu í starfi hins nafntogaða Baader-manns. Öll ytri hönnun miðar að hámarksöryggi með snyrtilegum hlífum sem um leið tryggja auðveldari þrif og viðhald.

28 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Karl Ásgeirsson viðskiptastjóri Baader á Íslandi segir flutning Baader á þróun og framleiðslu á vélum í hvítfiski hafa verið mikla traustsyfirlýsingu við íslenskt hugvit og reynslu. „Baader fyrirtækið er samofið vélvæðingu og um leið stórstígum framförum í íslenskum sjávarútvegi og því kom það í sjálfu sér ekki á óvart að þessi þáttur starfsemi fyrirtækisins flyttist til Íslands. Við erum ánægð með traustið og ég tel okkur hafa staðið undir því“. Fyrsta vélin af gerðinni 189Pro var tekin í notkun hjá G.Run hf. í Grundarfirði og síðar önnur í fiskvinnslu á Írlandi. Báðar hafa þær reynst mjög vel. „Það hefur verið aðalsmerki Baader frá upphafi að starfa og þróa sínar lausnir í nánu samstarfi við viðskiptavini sína og það var einnig gert við þróun hinnar nýju vélar, sem fór að stórum hluta fram í nánu samstarfi við okkar ágætu viðskiptavini. Fyrstu viðbrögð viðskiptavina eru mjög góð og þegar hafa tekist samningar um sölu nokkurra véla sem afhentar verða á næstu mánuðum“ segir Karl. Eins og áður sagði er hinni nýju flökunarvél ætlað að leysa Baader 189 af hólmi sem um áratuga skeið hefur verið goðsögn í fiskiðnaði. Karl segir þá vél segja allt um góða og framsýna hönnun. „Við teljum að nú sé loks komin vél sem taki henni fram á öllum sviðum hvor sem horft er til nýtingu, afkasta eða öryggis. Jafnframt að viðskiptavinir okkar séu hér eftir sem hingað til að fjárfesta til langrar framtíðar með kaupum á Baader189Pro.



Guðrún Erlingsdóttir

„Aldrei fór ég í hlutastarfið“

Lilja Björg Arngrímsdóttir er lögfræðingur og yfirmaður starfsmannamála Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, VSV. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en bjó í tíu ár ásamt eiginmanni sínum Gísla Geir Tómassyni í Reykjavík, þar sem þau menntuðu sig og eignuðust einn son. Eftir tíu ára veru í Reykjavík, gerði heimþráin vart við sig og fjölskyldan flutti aftur heim og þar bættust við tvö börn. Eiginmaðurinn fékk vinnu sem vélvirki hjá VSV og stuttu síðar fékk Lilja Björg símtal frá framkvæmdastjóra VSV sem bauð henni hlutastarf sem lögfæðingur. 30 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Lilja Björg Arngrímsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður starfsmannamála hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.


„Vinnuumhverfi er krefjandi í dag og margar áskoranir m.a. vegna fjölmenningar á vinnustað, tíðrar fjarveru, veikinda og áhrif af vaktavinnu á svefn og heilsu starfsfólks.“ „Á þeim tíma voru miklar deilur innan hluthafahóps Vinnslustöðvarinnar og deilur um lagasetningu vegna veiðigjalda og fleira. Það var nóg að gera svo aldrei fór ég í hlutastarfið. Ég er enn í Vinnslustöðinni 11 árum seinna og hlutirnir hafi þróast þannig að starfsmannamálin hafa færst á mínar hendur,“ segir Lilja Björg og bætir við að allt hafi verið nýtt fyrir henni. Það hefði ekki bætt úr skák að hún hefði aldrei unnið í fiskvinnslu.

Lilja Björg kennir þessum vélstjórnar-og stýrimannanemun sjórétt við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum

Aldrei unnið í fiski

„Ég hálf skammast mín að segja frá því, fædd og uppalin í sjávarplássi að ég hafi aldrei unnið í fiski. Á sumrin valdi frekar að vinna í bakaríi og endaði eins og svo margir í vinnu í sjoppunum. Ég reyndi samt einu sinni að loknu stúdentsprófi og var komin með loforð um vinnu á loðnuvertíðinni, en þá kom loðnubrestur. Mér var ekki ætlað að vinna í þessum hluta fiskvinnslunnar,“ segir Lilja Björg hlæjandi. Lilja Björg segir starf sitt fjölbreytt og ekki hafi skort nýjar áskoranir á þeim ellefu árum sem hún hafi unnið hjá VSV. Hún vinni með hópi af frábæru fólki sem margt hefur unnið mjög lengi og sé með gríðarlega mikla reynslu. Þegar Lilja Björg bjó í Reykjavík starfaði hún í banka. Hún segir muninn á því að starfa í banka eða sjávarútvegi sé mikill. Mesti munurinn á starfinu í bankanum og sem yfirmaður starfsmanna sé að þekkja þá sem hún vinni með persónulega.

Uppgangur í Vinnslustöðinni

Að sögn Lilju Bjargar hefur Vinnslustöðin stækkað gríðarlega og dótturfélögum fjölgað með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin snúi ekki eingöngu að veiðum og vinnslu heldur taki VSV þátt í ótal verkefnum og hafi áherslan verið lögð á að fullvinna sjávarafurðir eins og kostur er og nýta allt hráefni. Í dag sé VSV með uppsjávarvinnslu, botnfiskvinnslu og mjölvinnslu. VSV hafi einnig stóru hlutverki að

gegna í samfélaginu þar sem mörg afleidd störf fylgi sjávarútveginum. Fastur kjarni starfsmanna VSV sé 300 manns en með dótturfyrirtækjum telji hann um 370 og á vertíðum geti starfsmannafjöldi verið 450. Dótturfélög VSV séu m.a. Leo Seafood, Marhólmar, Hólmasker, Idunn Seafood, fiskvinnsla í Portúgal og Hafnareyri.

Skilningur í nærsamfélaginu skiptir máli

„Það skiptir máli að það sé skilningur á sjávarútvegi í nærsamfélaginu. Við leggjum því mikið upp úr því að kynna VSV fyrir bæjarbúum og m.a. koma nemendur úr. 5. bekk Grunnskólans í Eyjum í heimsókn reglulega. Við tökum þátt í starfakynningum með Visku fræðslu-og símenntunarmiðstöð í Vestmannaeyjum og Framhaldsskólanum. Við höfum líka verið dugleg að styrkja nemendur til náms í sjávarútvegsfræðum, vélstjórnarnámi og stýrimannanámi. Við erum vel meðvituð um að enginn er eilífur í starfi og einhver þarf að hafa þekkingu til þess að taka við,“ segir Lilja Björg sem er þakklát fyrir hversu lítil starfsmannaveltan er. Hjá VSV búi mikil reynsla sem færist frá eldri starfsmönnum til þeirra yngri. Þeir sem hafi stundað veiðar komi jafnvel til starfa í landvinnslunni að lokinni sjómennskunni og þrátt fyrir að miðað sé við að starfsmenn starfi ekki lengur en til sjötugs þá fái þeir að hætta á eigin forsendum.

„Við höfum líka verið dugleg að styrkja nemendur til náms í sjávarútvegsfræðum, vélstjórnarnámi og stýrimannanámi. Við erum vel meðvituð um að enginn er eilífur í starfi og einhver þarf að hafa þekkingu til þess að taka við.“ Lilja Björg með fjölskyldu sinni í páskafríi við Gullfoss SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

31


Dyggur stuðningsmaður ÍBV á leið á bikarleik með yngri syninum.

Lilja ásamt eiginmanni sínum Gísla Geir, grilla hamborgara fyrir starfsfólk VSV í landi.

„Við hugsum hlýtt til þeirra sem hætta störfum og köllum hópinn saman einu sinni á ári ýmist í saltfiskveislu eða á þorrablót. Við leggjum mikla áherslu á jákvæða vinnustaðamenningu. Við afhendum starfsmönnum afmælisgjafir á stór afmælum og er það gert einu sinni á ári, í jólakaffinu þar sem boðið er upp á kökuhlaðborð af gamla skólanum eins og fermingarhlaðborðin voru hér áður fyrr. Þar að auki er haldin vegleg árshátíð, segir Lilja Björg sem ítrekar nauðsyn þess að geta boðið öllum starfsmönnum að hittast á einum stað. Þar sem starfsstöðvar séu á skipum og á nokkrum stöðum í landi.

Ekki vera fjarverandi

„Ég veit að ef ég hefði flutt erlendis þá hefði ég þurft aðstoð við ýmsa praktíska hluti. Það skiptir okkur miklu máli að halda starfsmönnum sem lengst og þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér,“ Nauðsynlegt að styðja við erlent starfsfólk

Lilja Björg segir að með tímanum hafi starfsmannamálin tekið yfir lögfræðistörfin. Hún hafi frá upphafi lagt áherslu á að starfsmenn VSV hefðu góðan aðgang að henni. Skrifstofa hennar sé alltaf opin og allir velkomnir, hvort sem það snúi að vinnutengdum- eða persónulegum málum. „Við erum með mikið af erlendu starfsfólki í fiskvinnslunni og það getur tekið á að búa og starfa í öðru landi. Sérstaklega var það erfitt á meðan að Covid 19 faraldurinn gekk yfir. Ég veit að ef ég hefði flutt erlendis þá hefði ég þurft aðstoð við ýmsa praktíska hluti. Það skiptir okkur miklu máli að halda starfsmönnum sem lengst og þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér,“ segir Lilja Björg sem telur ekki eftir sér að aðstoða samstarfsfólk sitt meira en henni ber að gera. Lilja Björg segir að þegar það sé vöntun á starfsfólki í fiskvinnslu og iðnaðarmönnum þá komi sér vel að fá starfsfólk af erlendum uppruna, en þeim verði líka að sinna svo þeim líði vel á ókunnum slóðum. Hún segir einnig að skipin séu enn sem komið er að mestu mönnuð af sjómönnum sem fæddir eru og uppaldir á Íslandi en það sé að breytast eins og annað.

Konfektklúbburinn

VSV hefur lagt mikla áherslu á að gera vel við starfsmenn sína og það sé til svokallaður Konfektklúbbur. Að sögn Lilju Bjargar fara þeir sem hafa hætt vegna aldurs eða heilsubrests í Konfektklúbbinn.

32 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldinn í tíunda skipti 2. til 3. nóvember n.k. í Hörpu. Lilja Björg kemur að ráðstefnunni sem umsjónarmaður með málstofunni „Ekki vera fjarverandi“. Lilja Björg segir sjávarútvegsráðstefnuna metnaðarfullt verkefni sem haldin sé með styrk frá sjávarútvegs- og þjónustufyrirtækjum. Málstofan verður í Kaldalóni á föstudagsmorguninn 2. nóvember. „Við ætlum að skoða hvernig fyrirtæki geti stuðlað að heilsueflandi vinnustöðum. Vinnuumhverfi er krefjandi í dag og margar áskoranir m.a. vegna fjölmenningar á vinnustað, tíðrar fjarveru, veikinda og áhrif af vaktavinnu á svefn og heilsu starfsfólks. Við höfum fengið til liðs við okkur fjölda góðra gesta. Málstofustjóri verður Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs ASÍ. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður Svefnseturs HR, dósent við verkfræði- og tölvunarfræðideildir HR, flytur erindi um Svefn í vaktavinnu og spyr hvort að hægt sé að bæta frammistöðu og líðan,“ segir Lilja Björg og bætir við að starfsfólk í vinnslunni hjá VSV mæti aldrei seinna en 06.50 til vinnu og þau verði vör við að yngri starfsmenn mæti til vinnu án nægilegs svefns. Á vertíðum er unnið á sólahringsvöktum í tólf klukkustundir í senn sem getur verið gríðarlegt álag. Vertíðar geta staðið yfir í rúma þrjá mánuði og ef ekki sé passað upp á starfsfólkið sé hætta á að það veikist að vertíð lokinni. „Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur, MLM og verkefnastjóri hjá Heilsuvernd flytur fyrirlestur um Fjarverustjórnun og Bradfordkvarðann sem var þróaður í þeim tilgangi að draga fram áhrif skammtímaveikinda á rekstur,“ segir Lilja Björg og bendir á að skammtímaveikindi hafi verri áhrif á vinnustað en langtímaveikindi. Það sé erfiðara að skipuleggja afleysingar í skammtímaveikindum og þau bitni meira á þeim sem fyrir eru í vinnu. Þriðja og síðasta erindið flytur Inga Berg Gísladóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi vinnustaða hjá Embætti landlæknis. Hún mun fjalla um verkfæri sem gerir vinnustöðum kleift að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að vellíðan og heilsu fyrir starfsfólk. En sýnt hafi verið fram á að heilsueflandi vinnustaðir laði til sín gott og öflugt starfsfólk. Lilja Björg segir að hún hlakki til Sjávarútvegsráðstefnunnar þar sem hún fái ný verkfæri til þess að gera góðan vinnustað sem VSV sé enn betri.


TM ogTM íslenskur og íslenskur sjávarútvegur sjávarútvegur — samferða í tugi ára í tugi ára — samferða Allt frá stofnun hefur TMAllt tekið þátt í straumum frá virkan stofnun hefur TM tekið virkan þátt í straumum og stefnum sjávarútvegsog ogstefnum gætt aðsjávarútvegs öryggi starfsmanna og gætt að öryggi starfsmanna og fyrirtækja. og fyrirtækja. Hjá TM starfar teymi sérfræðinga með teymi yfirburða þekkingumeð yfirburða þekkingu Hjá TM starfar sérfræðinga á sjávarútvegi og sérstökum þörfum hans á sviði trygginga. á sjávarútvegi og sérstökum þörfum hans á sviði trygginga. Kynntu þér málið á tm.is/sjavarutvegur Kynntu þér málið á tm.is/sjavarutvegur

Hugsum í framtíð Hugsum í framtíð


Bragi Smith

viðskipta- og þróunarstjóri hjá iTUB

iTUB ker tilbúin til notkunar í deilihagkerfinu

Í átt að hringrásarhagkerfi Mikil áhersla er lögð á að styrkja og þróa hringrásarhagkerfið um allan heim. Circular Economy, sem mælir þróun hringrásarhagkerfisins um allan heim, áætlar að 9% af veltu fyrirtækja á heimsvísu byggi á hringrásar viðskiptamódelinu fyrir árið 2020. Nýleg rannsókn, sem framkvæmd var af Guðmundi Steingrímssyni, sýnir að 8,5% af efnisnotkun íslenska hagkerfisins er í hringrás. Þetta þýðir að íslenska hagkerfið er að mestu línulegt þar sem rúm 90% af auðlindunum fer ekki aftur í hringrás. 34 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


Viðhald lengir líftíma keranna

sem leigja fiskiker, eru að halda sem lengst orkunni sem fer í að vinna kerin inn í kerfinu.

Mikilvægt að endurvinna ónothæf fiskiker

Frá stofnun iTUB árið 2010 hefur fyrirtækið unnið í átt að hringrásarhagkerfi. Ferlið hófst með því að velja eingöngu ker sem er hægt að endurvinna að fullu. Þessi ker eru gríðarlega sterk og endingargóð enda líftími þeirra á bilinu 12-15 ár. Þegar fyrstu kerin komu á markað, fyrir nokkrum áratugum, þá voru PUR (polyurethane) kerin algengari. Í PUR kerunum eru veggir keranna úr PE (polyethylene) en einangrunin úr PUR (polyurethane). Ókosturinn við PUR ker er að það er erfitt og kostnaðarsamt að endurvinna þau. PE ker, þar sem veggir og einangrun er framleidd úr sama efni, eru umhverfisvænni og að fullu endurvinnanleg.

Árið 2020 voru tímamót í íslenskum sjávarútvegi þegar geirinn undirritaði stefnu sem nefnist „Ábyrgur sjávarútvegur í sátt við umhverfi og samfélag“ Stefnan, sem er undir forystu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Með undirrituninni skuldbinda fyrirtækin sig til að vinna samkvæmt stefnunni sem skipt er í þrjá megin hluta: bæta hringrásina, lágmarka sótsporið og efla orkunýtingu. Með því að „bæta hringrásina“ er sjávarútvegurinn hvattur til þess að endurvinna og halda í hringrás eins miklu og mögulegt er.

Hringrás með margnota og endurvinnanlegum fiskikerum

Í dag eru veiðarfæri endurunnin samkvæmt samningi sem SFS hafa gert við Úrvinnslusjóð, sorp er flokkað og endurunnið samkvæmt MARPOL samningi Alþjóðasiglingamálastofnunar, og sjávarútvegsfyrirtæki leigja margnota fiskiker sem dregur úr efnisnotkun. Þetta eru allt þættir sem draga úr kolefnislosun og styður við stefnu stjórnvalda um að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Í dag kemur rúmlega 80% af öllum afla sem er landaður á Íslandi í gegnum leigukerfi á fiskikerum. Með því að deila kerunum í hringrásarhagkerfi fæst betri nýting sem dregur úr notkun auðlinda og stuðlar að aukinni sjálfbærni. Þetta þýðir að sjávarútvegsfyrirtækin,

Æ fleiri fyrirtæki hafa tekið ákvörðun um að hætta að nota PUR ker, og núna síðasta tilkynnti Royal Greenland að fyrirtækið ætli að hætta að nota PUR ker og færa sig alfarið yfir í umhverfisvæn PE ker. Ef PUR ker gatast eða skemmast er algengt að vatn safnist fyrir í einangrun keranna. Við þetta þyngjast kerin og þau missa styrk. Í nýlegri mastersrannsókn, sem gerð var við Háskóla Íslands, kom í ljós að hátt hlutfall örvera getur myndast í veggjum PUR kera þar sem vatn hefur safnast fyrir. Sama rannsókn sýnir að vatn safnast ekki innan veggja PE kera þar sem einangrunin losar ekki frá veggjum keranna.

Viðgerðir lengja líftíma og draga úr sóun

Mikilvægur þáttur í hringrásinni er að það sé mögulegt að gera við vöruna. Hjá iTUB er gert við öll ker sem lengir líftíma þeirra og heldur hráefninu lengur í notkun. Í dag er fyrirtækið með um 55,000 fiskiker í notkun í Evrópu. Til að halda styrk þeirra og endingu þá er gert við um 20% af kerunum árlega. Þetta er einnig mikilvægur þáttur í gæðaferlinu því kerin flytja verðmætar sjávarafurðir sem þurfa að komast á markað í sem mestum gæðum.

Kolefnishlutleysi

Það er yfirlýst stefna íslenskra stjórnvalda að Ísland verði kolefnishlutlaust á næstu tveimur áratugum. Fram að þeim tíma er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og komi ferlum sínum í hringrás. Hjá iTUB eigum við reglulegt samtal við birgja þar sem farið er yfir viðeigandi ferla til að tryggja að þeir finni SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

35


Til að vega upp á móti kolefnislosun hefur iTUB fjárfest í kolefniseiningum hjá Nicaforest sem er Gold Standard vottað. Fram að þessu hafa verið keyptar einingar fyrir umfang 1 og 2 og hluta af umfangi 3.

Í upphafi skyldi (hringrásar)endinn skoða

leiðir til að draga úr kolefnislosun og að ferlar fyrirtækjanna séu í takt við hringrásarhagkerfið. Markmið iTUB er að velja birgja sem hafa virka og mælanlega sjálfbærnistefnu. Sem dæmi þá hefur Sæplast, sem er framleiðandi keranna, náð að lækka kolefnisspor keranna umtalsvert með því að nota hverfisteypuofn sem knúin er með rafmagni í stað jarðefnaeldsneytis. Nú í haust hóf Sæplast að skipta út framleiðsluofni sem hefur verið að nýta olíu sem orkugjafa og breyta yfir í ofn sem notar eingöngu rafmagn. Þetta er mikilvægt skref því nýi ofninn verður afkastameiri en eldri ofninn en á sama tíma umhverfisvænni. Með þessu verður Sæplast á Dalvík fyrsta hverfisteypuverksmiðjan í heiminum sem getur státað af slíku. Þegar kerin eru orðin lúin, sem er eftir 12-15 ára notkun, eru þau send í endurvinnslu þar sem þau eru kurluð niður og endurunnin í ný ker. Með þessu verður engin úrgangur og ekkert fer til spillist. Þetta er hagkvæmasta leiðin til að þróa lokaða auðlindahringrás sem færir iTUB nær kolefnishlutleysi.

Til að koma á hringrás þarf varan að vera hönnuð á réttan hátt. Þetta er mikilvægasti þátturinn því varan verður að vera sterk, endingargóð og endurvinnanleg að loknum líftíma. Það hefur sýnt sig að vara sem er framleidd úr mismunandi efnum hentar ekki vel í endurvinnslu. Þess vegna eru kerin hjá iTUB aðeins framleidd úr einni gerð af PE plasti. Í hönnunarferlinu þarf að gera ráð fyrir endurvinnslu. Í dag er ekki ásættanlegt að framleiða vöru sem er ekki gerð fyrir endurvinnslu. Í hringrásarmódelinu eru vörur endurunnar í lok líftíma. Í sumum tilfellum eru vörur brenndar fyrir orku en urðun stríðir gegn hringrásarmódelinu. Á næstu árum og áratugum mun sjávarútvegurinn þurfa að losa sig við ker sem er ekki hægt að endurvinna. Með því að velja réttu kerin í leigukerfið kemst iTUB hjá því að urða ker í framtíðinni. Hjá iTUB eru öll ker endurunnin þegar líftíma þeirra er lokið. Plast sem endar í umhverfinu veldur umhverfisvá. Á það ekki síst við um vistkerfi hafsins sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er á ábyrgð framleiðenda og notenda að sameinast um framleiðslu og notkun á umhverfisvænum umbúðum sem er hægt að endurvinna að fullu með sem minnstum tilkostnaði. Íslenskur sjávarútvegur gerir miklar kröfur um gæði og lækkun kolefnisspors. Mörg fyrirtæki hafa tekið stór kref í þessa átt. Við hjá iTUB erum stolt að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum sterk og umhverfisvæn fiskiker sem standast gæðakröfur þeirra til lengri tíma.

Skólaskip Slysavarnarskólans í 25 ár Árið 1985 var Slysavarnaskóli sjómanna stofnaður og á þessu ári er aldarfjórðungur liðinn frá því að íslenska ríkið gaf Slysavarnafélaginu Landsbjörgu ferjuna Akraborg til að nýta sem skólaskip Slysavarnarskóla sjómanna. Ári síðar festi íslenska ríkið kaup á varðskipinu Þór til að nota við fræðslu sjómanna og var starfsemi skólans færð um borð. Gerðar voru nauðsynlegar breytingar til að hægt væri að kenna bæði bókleg fræði og verkleg. Hlutverk skólans hefur verið að bæta öryggi sjómanna og auka þekkingu á öryggis- og björgunarmálum. Eftir þetta gaf ríkisstjórn Íslands skólanum ferjuna Akraborg og var það sama ár og Hvalfjarðargöngin voru opnuð. Þar með lauk sögu skipsins að sigla á milli Reykjavíkur og Akraness. Skipið var afhent 12. júlí 1998 á Akranesi og gefið nafnið Sæbjörg. Eftir breytingar á skipinu fyrir starfsemi skólans hófust námskeið til að bæta öryggi sjómanna með því að auka þekkingu á öryggis- og björgunarmálum. Skólaskipið Sæbjörg. Ljósmynd/Slysavarnaskóli sjómanna

36 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


Noti kolefnislaust eldsneyti Samherji er með verkefni sem felast í því að hanna lausn ísfisktofara og hefur Orkusjóður ákveðið að styrkja þá í að hanna lausn og breyta ískfisktogara þannig að skipið geti nýtt grænt rafeldsneyti. Mun Orkusjóður styrkja félagið um 100 miðjónir króna en áætlaður kostnaður er hátt í tveir mdiljarðar króna. Styrkur Orkusjóðs er einn liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum, þá er lögð áherla á vistvæna orkunýtingu sem og að styðja við orkuskipti um land allt. Þá kemur fram á heimasíðu Samherja að „Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur útgerðar hjá Samherja segir að mikil þekking sé innan félagsins á þessu sviði, auk þess standi viðræður við ýmsa samstarfsaðila.“ Einnig segir Þorsteinn Mæar Baldvinsson forstjóri Samherja: „Við höfum alla burði til að vera í forystu æa heimsvísu vegna framlags til umhverfismála. Íslenskur sjávarútvegur er í fararbroddi á mörgum sviðum

Systurskipin Björg EA 7, Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312. Ljósmynd af vef Samherja

og við hjá Samherja erum vel í stakk búin til að hefja fyrir alvöru undirbúning að því að keyra skipin á kolefnisfríu eldsneyti.

Þessi styrkur Orkusjóðs er ánægjuleg staðfesting á því að við erum á réttri braut. (birt: 13. september 2023 af vef Samherja)

SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

37


Jónas R. Viðarsson

sviðsstjóra verðmætasköpunar hjá Matís

Sjálfbærni og orkuskipti í sjávarútvegi Matvæli með takmarkaðra umhverfisálag en sjávarafurðir eru vandfundin í þessum heimi, og þá sér í lagi þegar um er að ræða afurðir sem eiga uppruna sinn úr sjálfbært nýttum fiskistofnum eða fiskeldi. Þetta er hins vegar alls ekki sú ímynd sem almennir neytendur hafa af sjávarfangi, þar sem á þeim dynja stanslausar upplýsingar um fiskistofna í útrýmingarhættu, togveiðarfæri sem eyðileggja sjávarbotninn, drauganet, og kolefnislosun sem jafnvel slær við losun frá öllu flugi hér á jörð. Þann 13. September sl. var haldin ráðstefna á vegum vinnuhóps Norrænu Ráðherranefndarinnar um samstarf í sjávarútvegi og fiskeldi í Hörpu, þar sem yfirskriftin var sjálfbærni og orkuskipti í Norrænum sjávarútvegi. Á ráðstefnunni komu fram áhugaverðar upplýsingar sem sýna fram á að full þörf er á að fræða almenna neytendur um umhverfisálag Norrænna sjávarafurða. Þar kom einnig fram að Norrænn sjávarútvegur stendur á krossgötum þegar kemur að orkuskiptum, en greinin hefur nú tækifæri til að varða veginn í orkuskiptum á sjó og verða þannig fremstir í flokki til að bjóða upp á kolefnishlutlausar sjávarafurðir. Í þessari grein verður stiklað á stóru á sumu því sem fram kom á ráðstefnunni. Eru allir fiskistofnar í útrýmingarhættu?

Hafa sjávarafurðir mikið kolefnisspor?

Mynd 1: Hlutfall fiskistofna sem nýttir voru á sjálfbæran hátt á árunum 1974 – 2019

Mynd 2: Kolefnisspor sjávarafurða er að jafnaði lágt í samanburði við aðra próteingjafa

Fyrir 17 árum síðan kom út grein í tímaritinu Sciense (Worm o.fl., 2006) þar sem því var haldið fram að allir fiskistofnar jarðar yrðu útdauðir áið 2048. Greinin hlaut gríðarlega athygli og margir litu svo á að hér væri um hin endanlega sannleika að ræða, enda fékkst greinin birt í einu virtasta vísindatímariti heims. Staðan í dag er hins vegar sú að 65% þerra fiskistofna þar sem fyrir liggur stofnstærðarmat eru sjálfbært nýttir, eða vannýttir (FAO, 2022). Vissulega eru þá 35% stofna sem eru ofveiddir og má ekki gera lítið úr því, en að sama skapi er rétt að hafa það í huga að 82.5% af heimsaflanum kemur úr sjálfbært nýttum stofnum. Þar að auki eru engin hafsvæði í heiminum með eins góð vísindaleg gögn um stofnstærðir og Norður-Atlantshafið, auk þess sem þau gögn eru nýtt til að stjórna veiðum (Ramlegacy, 2023). Fiskistofnar heimsins eru því almennt ekki í útrýmingarhættu, og þá sérstaklega ekki stofnarnir í N-Atlantshafi.

38 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

Halda mætti út frá almannaróm að kolefnisspor sjávarafurða væri mjög hátt, enda ekki óalgengt að sjá í fjölmiðlum risatogara sem þurfa mikla olíu. Raunin er hins vegar sú að kolefnisspor sjávarafurða mælt á gramm próteins er að meðaltali lægra en spor kjúklingaafurða og umtalsvert lægra en svínaafurða, og margfalt lægra en lamba og nautakjöts (Oceana, 2021). Árið 2014 gaf Matís út skýrslu þar sem sýnt var fram á að kolefnisspor íslenskra þorskhnakka væri að jafnaði innan við 1 kg CO2e/kg hnakka að vinnslu lokinni (án flutninga), en að sambærilegar tölur fyrir kjúklingakjöt væri 4 kg, svínakjöt 5 kg, lambakjöt 12 kg og nautakjöt 16 kg (Smárason o.fl., 2014). Þar að auki þarf um 5 þúsund fermetra ræktarlands til að framleiða eitt kg af nautakjöti og 8.5 tonn af vatni (Oceanfa,2021). Sambærilegar tölur fyrir kjúklingakjöt eru 60 fermetrar ræktarlands og 2 tonn af vatni. Þar að auki er rétt að halda því á lofti að olíunotkun hefur verið að minnka jafnt og þétt í íslenskum sjávarútvegi síðustu 30 ár, en á tímabilinu hefur olíunotkunin dregist saman um 40% (Kristófersson o.fl.,


Mynd 3: Togslóðir í landhelgi Íslands

2021). Það er því óhætt að fullyrða að sjávarafurðir, sérstaklega íslenskar sjávarafurðir, hafi mjög takmarkað kolefnisspor í samanburði við flesta aðra próteingjafa.

Erum við að eyðileggja sjávarbotninn með togveiðarfærum?

Það er erfitt að andmæla því að togveiðar hafi áhrif á sjávarbotninn og það dýralíf sem þar býr, og er það mat OSPAR að sjá megi áhrif togveiðarfæra í 53% hafsvæða sem það hefur metið (OSPAR, 2023). Hvort þessi áhrif séu varanleg eða ekki er hins vegar rökrætt fram og til baka af vísindamönnum, og hafa verið gefnar út fjöldi vísindagreina sem komast að mjög misvísandi niðurstöðum hvað það varðar. En í ljósi varúðarnálgunar sem beita á við stjórn fiskveiða ætti ekki að horfa fram hjá þessum áhrifum. Það er þó rétt að halda því til haga að togveiðar eru aðeins stundaðar í hluta landhelgi Íslands, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd (Hafrannsóknastofnun, 2023). Nýr vinkill á áhrif togveiðarfæra á sjávarbotninn kom í umræðuna fyrir um 2 árum síðar þegar grein birtist í vísindatímaritinu Nature, þar sem fjallað var um að hvernig það rót sem veiðarfærin valda á botninum losi um kolefni sem þar er bundið (Sala o.fl., 2021). Í greininni var því haldið fram að þetta rót losaði um álíka mikið af kolefni og allur flugiðnaðurinn í heiminum. Það hafa hins vegar verið birtar hliðstæðar greinar fyrir og eftir að grein Sala kom út, sem eru mun varfærnari í sínu mati. Ole Ritzau Eigaard frá DTU Aqua í Danmörku rakti þessi mál á ráðstefnunni og bar saman niðurstöður þriggja vísindagreina, sem komast að mjög misvísandi niðurstöðum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd (Ole Ritzau Eigaard, 2023). Það er því full djúpt í árinni tekið að við séum að eyðileggja sjávarbotninn

með togveiðarfærum, en fullt tilefni til að reyna að draga úr þeim áhrifum, meðal annar með því að stækka verndarsvæði í hafi og þróa veiðarfæri sem ekki hafa eins mikil áhrif á sjávarbotninn. Á ráðstefnunni sýndu Hampiðjan, Optitog og Pólar toghlerar hvað þau eru að gera til að takmarka botnsnertingu togveiðarfæra.

Eru orkuskipti í sjávarútvegi á næsta leiti

Nýir orkugjafar eru í stöðugri þróun og því tækifæri fyrir Norrænan sjávarútveg að taka leiðtogahlutverk í innleiðingu slíkra lausna. Það er hins vegar enn langur vegur fyrir hendi áður en nýir orkugjafar verða farnir að knýja stóran hluta fiskiskipa landsins. Ein ástæða þess er að það er enn ekki útséð með hvaða orkugjafi verður ofaná, og því mikil áhætta í að fjárfesta í lausn sem svo á endanum lendir undir. Sem dæmi má nefna að Útgerðarfélag Reykjavíkur er nú að fjárfesta í metanóli, á meðan Samherji er að veðja á ammóníak, þá eru enn aðrir að horfa til vetnis og rafmagns. Á ráðstefnunni greindu fulltrúar Nordic Energy Research, vélaframleiðandans Wärtsilä, skipahönnunarfyrirtækisins Knud E. Hansen, og sjávarútvegsfyrirtækjanna Royal Greenland og Brim frá því hvað fyrirtækin væru að gera á sviði orkuskipta. Flestir virðast vera að horfa til einhverskonar tvinn-lausna, frekar en að leggja allt undir nýju orkugjafanna. Sagði Kim Nørby Christensen hjá Knud E. Hansen til dæmis að einungis 2% af skipunum sem þeir hafa hannað að undanförnu séu alfarið knúin af nýjum orkugjöfum, og þau skip séu ekki fiskiskip. Þegar fjárfest er í nýju skipi er verið að hugsa til langframa, auk þess sem hönnunar- og smíðaferlið getur tekið nokkuð langan tíma. Það er því ljóst að orkuskipti í sjávarútvegi er langhlaup, en ekki spretthlaup. Upptökur frá ráðstefunni má finna á heimasíðu Matís

Mynd 4: Vísindamenn eru ekki sammála um losun kolefnis af hafsbotni sem skapast af róti frá togveiðarfærum SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

39


Farsæll áratugur hjá Konum í sjávarútvegi Nú eru liðin tíu ár frá stofnun Félags kvenna í sjávarútvegi. Félagið var stofnað af hóp kröftugra kvenna til þess að auka sýnileika kvenna í sjávarútvegi og var stofnfundur félagsins haldinn í Íslandsbanka á vormánuðum 2013. Á stofnfundinn mættu um 100 konur og hefur félagið stækkað jafnt og þétt í gegnum árin, en nú eru félagskonur komnar yfir 300. Konur í sjávarútvegi koma úr ýmsum áttum, t.a.m. úr háskólasamfélaginu, sjávarútvegsfyrirtækjum, hátæknifyrirtækjum, sprotafyrirtækjum, fjármálastofnunum, tryggingageiranum og ýmsum þjónustugreinum við sjávarútveginnsjávarútveginn. Þessi fjölbreytta flóra kvenna sem tengjast á ólíkan hátt inn í sjávarútveginn sýnir sérstöðu greinarinnar og veitir góða innsýn í þann fjölda starfa sem tengjast inn í íslenskan sjávarútveg. Markmið félagsins er að tengja, efla og auka samstarf kvenna í sjávarútvegi og tengdum geirum. Félagið leggur áherslu á að draga fleiri konur að greininni og sýna hversu fjölbreyttur og skemmtilegur sjávarútvegurinn er. Félagið hefur markvisst unnið að því að auka sýnileika kvenna í gegnum árin. Á þessum tíu árum hafa fyrirtæki tekið vel á móti konum í sjávarútvegi og þannig tekið þátt í að efla þær í geiranum. Fyrir það erum Konur í sjávarútvegi fyrirtækjunum þakklátar. Það er ómetanlegt að hafa sterka bakhjarla og þakkar félagið Íslandsbanka og Háskólanum á Akureyri kærlega fyrir þeirra framlag til Kvenna í sjávarútvegi en þau hafa stutt félagið alveg frá upphafi.

heimsótt. Leiðin lá svo til Akureyrar þar sem aðalfundur félagsins var haldinn í Háskólanum á Akureyri og svo fór hópurinn saman að borða á veitingastaðnum Rub og styrktu tengslanet sitt. Í nóvember fóru félagskonur í heimsókn til Hampiðjunnar og fengu að kíkja inn á veiðafæraverkstæði þeirra og fengu síðan góða fræðslu um starfsemi Hampiðjunnar um allan heim. Þá var KIS í fyrsta sinn með bás á Sjávarútvegsráðstefnunni, en ráðstefnan var þá tileinkuð konum og bar yfirskriftina „Konur eru líka í sjávarútvegi”. Félagið var vel sýnilegt og áttu gott spjall við gesti ráðstefnunnar.

Starfsemi KIS

Starfsár Kvenna í sjávarútvegi (KIS) er frá september til maí og stendur félagið fyrir mánaðarlegum viðburðum á borð við fræðsluerindi og fyrirtækjaheimsóknir. Hápunktur starfsársins er síðan árleg vorferð þar sem farið er í lengri ferðir til þess að kynnast sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land. Félagskonur eru frá öllum landshlutum og hefur félagið sett aukna áhersla á stafræna viðburði sem gefur fleirum tækifæri á því að mæta á fræðslufundi félagsins. Afmælisárið var viðburðaríkt og byrjaði starfsárið með skemmtilegri ferð til norður á land þar sem nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík var

Frá heimsókn KIS til Samherja á Dalvík.

40 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

KIS var í fyrsta skipti með bás á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember 2022.


Frá fundi KIS í Grósku í mars.

Arnarlax heimsóttur í apríl.

KIS bauð félagskonum í jólaglögg í byrjun desember og fengu þar til sín leikarahjónin Nínu Dögg Filippusdóttir og Gísla Örn Garðarsson til að tala um gerð Verðbúðarinnar. Viðburðurinn sló í gegn og skemmtu konur sér vel. Sýnileiki, eins og áður hefur verið sagt, er mikilvægur félaginu og hvetjum við félagskonur að vera sýnilegar í miðlum og á ráðstefnum hér á landi sem og erlendis. Þess vegna var fyrsti viðburður ársins fræðsla um framkomu frá Eddu Hermannsdóttur. Þar voru konur í sjávarútvegi hvattar til að vera duglegar að minna á sig og vera óhræddar við að veita viðtöl. Við eigum gríðarlega öflugar félagskonur innan okkar raða og nýttum við okkur það þegar að félagið hittist í Grósku í mars og spjölluðu um nýsköpun og tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. Þar fengum við þrjár félagskonur til að halda kynningar á sínum fyrirtækjum: Erlu Ósk Pétursdóttur framkvæmdarstjóra Marine Collagen, Önnu Björk Theodórsdóttur stofnanda Ocean of Data og Kristrúnu Auði Viðarsdóttur fjárfestingarstjóra hjá Íslandssjóðum. Viðburðurinn var sérlega áhugaverður og mynduðust líflegar umræður um framtíð sjávarútvegs. KIS konur fengu boð um að heimsækja Brim í lok mars og fjölmenntu þær sem aldrei fyrr og fengu höfðinglegar móttökur. Þeim bauðst að kíkja á vinnsluna, fá kynningu á fyrirtækinu og smakka alls kyns sjávarrétti sem starfsfólk Brim sá um að töfra fram. Í apríl heimsótti félagið Advania og fékk góða kynningu þeim fjölda tæknilausna sem fyrirtækið bíður uppá auk þess sem félagskonur gátu styrkt tengslanet sitt. Konur í sjávarútvegi fjölmenntu á bás Íslandsstofu á sjávarútvegs-

ráðstefnunni í Barcelona í maí og skáluðu fyrir 10 ára starfsafmæli félagsins. Básinn vakti athygli gesta og gangandi enda fór ekki lítið fyrir 40 öflugum íslenskum konum með brennandi áhuga á sjávarútvegi. Vestfirðirnir voru heimsóttir í vorferðinni og var þema ferðarinnar laxeldisfyrirtæki, enda mikill uppvöxtur þar. Fengu konur í sjávarútvegi að sjá nýju vinnslu Artic Fish á Bolungarvík sem var á lokametrunum í framkvæmd og heimsóttum seiðaeldisstöð fyrirtækisins á Tálknafirði. Auk þess heimsóttum við Odda á Patreksfirði og kynntumst sjókvíeldi Arnarlax á Bíldudal. Ferðin var frábær í alla staði og komu félagskonur í skýjunum heim.

Frá heimsókn KIS til Brims í lok mars.

Rannsóknir á stöðu kvenna í sjávarútvegi

Félagið hefur staðið fyrir rannsóknum um stöðu kvenna í sjávarútvegi og opnað á umræðuna um þann halla sem er á kynjahlutföllum þar. Fyrri rannsóknin var gerð 2016 og sú síðari 2021 og unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Þar var tölulegum upplýsingum um konur í sjávarútvegi safnað og viðhorf þeirra kannað innan greinarinnar. Rannsóknin var send á æðstu stjórnendur um 500 fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum. Niðurstöðurnar voru nýttar til þess að sjá hvort einhverjar breytingar hafi orðið á þessu 5 ára tímabili. Helstu niðurstöður þessara rannsókna sýna að í heildina litið eru konum í fullu starfi að fjölga og þeim vinnustöðum fækkar verulega sem hafa enga konu í fyrirtækinu. Hlutfall kvenkyns framkvæmdarstjóra hækkaði frá 16% í 24%. Konum hefur einnig fjölgað í tækni og sérmenntuðum störfum þar sem mikil þróun hefur verið í tækjabúnaði í greininni og skv. könnuninni er ekki talið að sjálfvirknivæðing hafi meiri áhrif á störf kvenna. Þegar kannað var viðhorf, hefur þeim fækkað verulega þeir sem telja að þörf sé á fleiri konum á vinnustaðnum 75% töldu að það ættu að vera fleiri konur á vinnustað 2016 en aðeins 40% árið 2021. Karlar voru fremur á þeirri skoðun en konur að fjölga þurfi konum á vinnustaðnum. Þrátt fyrir að framfarir séu hægar og þá á þó einhver þróun sér stað og mun félagið halda áfram að minna sjávarútveginn á þá vannýttu auðlind sem konur eru í greininni. Félagið hefur verið með ýmis önnur verkefni, t.a.m lærimeistarprógram í samstarfi við Háskólann á Akureyri þar sem markmiðið er að ná til ungra kvenna í sjávarútvegstengdu námi sem eru að taka sín fyrstu skref í geiranum. Félagið er hvergi nærri hætt og telur stjórn félagsins mikilvægt að styrkja stöðu kvenna í sjávarútvegi enn frekar, efla starfsemina og halda á lofti umræðu um stöðu kvenna í sjávarútvegi. Félagið hefur metnað fyrir því að halda áfram góðri vinnu og mun halda áfram að rannsaka stöðu kvenna í sjávarútvegi. Félagskonur héldu upp á 10 ára afmælið á Grand Hótel þann 28. september að loknum aðalfundi félagsins, skáluðu fyrir góðri vinnu og áframhaldandi tækifærum hjá konum í sjávarútvegi til framtíðar. SJÁVARAFL OKTÓBER 2023

41


Verið að vígja björgunarbátinn.

Nýr björgunarbátur vígður Þann 30. september var nýr björgunarbátur vígður á Flateyri. Mun báturinn eiga eftir að gegna miklu öryggishlutverki, ásamt því að tryggja aðgengi að bænum. Á vef mbl.is kemur fram að báturinn hafi verið keyptur í samræmi við ráðleggingar svokallaðrar Flateyrarnefndar en nefndin var skipuð eftir að snjóflóð féll á bæinn árið 2020 og lokaði meðal annars öllum leiðum

þangað. Þegar snjóflóðið féll, var engin flóttaleið í þrjá daga. Einnig kemur fram að björgunarbáturinn eigi eftir að nýtast björgunarsveitinni vel. Mikill fögnuður var við komu bátsins, kvenfélagið bakaði kökur og einnig var haldið fjáröflunarkvöld. Malín Brand fylgdist með vígslu björgunarbátsins og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

TF GNA þyrla frá Landhelgisgsælunni var einnig stödd á Flateyri ásamt varðskipinu Þór.

42 SJÁVARAFL OKTÓBER 2023


ÞEKKING, REYNSLA OG GÓÐ ÞJÓNUSTA Frost bíður upp á allar gerðir af iðnaðarhurðum fyrir vinnsluhús, vinnslurými , kæli og frystiklefa: Hraðhurðir, Rennihurðir, Gönguhurðir, Vænghurðir, Brunahurðir, Brunalúgur, Reyklúgur.

Þurkkerfi fyrir: Vinnslurými, forrými slúsur, lausfrysta, plötufrysta, frystiklefa.

Kælismiðjan Frost ehf. | Fjölnisgata 4b - 603 Akureyri | Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | Háheiði 9 - 800 Selfossi | Kolding - Danmörku


Hafið hefur kennt okkur

Hafið hefur kennt okkur auðmýkt gagnvart náttúruöflunum og ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríkinu. Hafið hefur kennt okkur að hagnýta tæknina af virðingu fyrir fiskum og mönnum.

Visirhf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.