7 minute read

Tækifærin liggja í tækninni

Kristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur hjá Marel. Í baksýn er horft yfir framleiðslusalinn. Ljósmynd: Úr eigu Marels.

Kristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur hjá Marel segir sjávarútveginn fullan af tækifærum fyrir verkfræðinga sem hafa áhuga á sjálfvirknivæðingunni sem fylgir fjórðu iðnbyltingunni.

Kristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur starfar sem layout hönnuður á fiskvinnslusviði Marel. Hún hefur alltaf haft áhuga á því hvernig kerfi virka og hvernig hlutirnir tengjast. Ef einhver í fjölskyldunni þarf að setja saman Ikea innréttingu þá er auðvelt að hóa í Kristínu og hún myndi helst vilja gefa öllum krökkum Legó í afmælisgjafir. Í dag starfar hún við að teikna upp vélar og einingar í þrívídd sem notaðar eru til að púsla saman þrívíddarlíkani af fyrirkomulagi land- og sjóvinnslu á fiski.

Amma sá þetta fyrir

Hún ætlaði ekki að leggja verkfræði fyrir sig, en það var þó mest vegna þess að frá unga aldri hafði hún verið kölluð litli verkfræðingurinn af ömmu sinni en hjá henni dundaði hún sér við að stafla steinum, setja hluti saman og skoða hvernig þeir virkuðu. „Það var af þrjóskunni einni saman sem ég sagðist aldrei ætla að verða verkfræðingur,“ segir

„Það var af þrjóskunni einni saman sem ég sagðist aldrei ætla að verða verkfræðingur,“ segir Kristín og brosir „En Amma hafði rétt fyrir sér og ég endaði auðvitað í verkfræðinni.“

Kristín og brosir. „En Amma hafði rétt fyrir sér og ég endaði auðvitað í verkfræðinni.“

Kristín í Innra Hvannagili.

Kristín við laxveiði í Iðu.

Kristín í brúðkaupi á Indlandi.

hélt hún til Hollands, þaðan sem hún lauk meistaraprófi í vélaverkfræði árið 2018. Í lokaverkefni sínu vann Kristín rannsókn á tveggja fasa þjöppun með tveggja skrúfu pressu. Þar vann hún frumgerð af þjöppu sem gat tekið inn ammóníu- og vatnsblöndu í tvífasa, bæði gas og vatn á sama tíma, og var hluti af stærri varmaskiptum. Kristín hannaði hermunarmódel til að líkja eftir hegðun þjöppunar og lagði mikið upp úr því að fá raungögn til að vinna með.

Tæknivæddur iðnaður og ný tækifæri

Kristín telur að sjávarútvegurinn á Íslandi sé sérstaklega áhugavert svið fyrir vélaverkfræðinga þar sem tækifærin til nýsköpunar og vinnu við þróun á hátæknibúnaði séu fjölmörg. „Ég kynntist Marel í gegnum námið mitt í HÍ og hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinga sem ég sá um árið 2015-16. Það sem heillaði mig við Marel og sjávarútveginn var hversu tæknivæddur iðnaðurinn er.“

Frá áli í stál

Leiðin lá þó ekki strax til Marel. „Ég byrjaði nú á gólfinu hjá Norðurál og vann í verksmiðjunni hjá þeim sumarið 2014. Árið eftir var ég svo í verkfræðideildinni hjá þeim og eftir B.Sc. námið vann ég svo hjá Verkís, á orku- og iðnaðarsviði. Orkugeirinn var mjög áhugaverður en eftir útskrift frá Hollandi 2018 lá leiðin til Marel.“

Lausnarmiðuð útsjónarsemi

Í starfi sínu leggur Kristín áherslu á að einfalda það flókna ferli sem hönnun og fyrirkomulag á heilum kerfum til fiskvinnslu er. Kristín er bæði lausnarmiðuð og nákvæm. „Við nálgumst þetta á mjög skilvirkan hátt,“ segir hún. “Með því að eiga nákvæmar þrívíddarteikningar af hverju einasta stykki sem við framleiðum, frá heilum vélum og niður í einstaka skrúfu, náum við að spara bæði tíma og fyrirhöfn fyrir okkar kúnna.“

Fiskvinnslukerfið í þrívídd

„Fiskvinnslusviðið hjá Marel gerir allt í þrívídd núna,“ segir Kristín. „Stærri verksmiðjurnar hafa líka verið settar í sýndarveruleikaforrit til að hjálpa viðskiptavininum að sjá enn betur hvernig ný vinnslukerfi eiga á eftir að líta út og virka. Þetta er allt annað en að horfa á kerfin í tvívíðum teikningum og geta ekki alveg séð fyllilega fyrir hvert einasta atriði.“

„Með því að eiga nákvæmar þrívíddarteikningar af hverju einasta stykki sem við framleiðum, frá heilum vélum og niður í einstaka skrúfu, náum við að spara bæði tíma og fyrirhöfn fyrir okkar kúnna.“

Kristín í Ásbyrgi.

Einingakerfi í raunstærð

„Við búum okkur til bókasafn í raunstærð af öllum vörum sem við seljum. Þannig er hægt að púsla saman mismunandi vörum og skoða frá öllum hliðum. Þessar þrívíddareiningar sem ég vinn með eru allar gagnvirkar þannig að það er mjög auðvelt að tengja allar vélar, færibönd og tæki í verksmiðjunni saman á þann hátt sem viðskiptavinurinn þarf. Þetta hraðar allri vinnu við hönnun á seldum kerfum og gerir það miklu auðveldara fyrir viðskiptavininn að sjá nákvæmlega það sem hann fær,“ útskýrir Kristín.

Frá skrifborði í skip

Til þess að skilja betur þann heim sem hún er að hanna inn í hefur Kristín heimsótt frystihús og skoðað vinnslur um borð í skipum. „Það er í raun alveg magnað að sjá þessi háþróuðu vinnslukerfi um borð í fiskiskipum þar sem plássið er mjög takmarkað og allt verður að passa upp á millimeter,“ segir Kristín. „Fyrst þegar ég kom um borð var ég bara hissa á því hvernig þetta kæmist fyrir. Þar skiptir nákvæmi og góð hönnun gríðarlega miklu máli og að geta séð fyrirkomulagið í raunstærð eins og hjá okkur.“

Auðveldar aðlaganir og prófanir

Viðskiptavinur Marel fær þá nákvæma þrívíddarteikningu af sínu kerfi. „Þannig getum við hannað allt miklu nákvæmar og verið búin að sníða vankanta af og sjá fyrir hluti sem ekki var endilega svo auðvelt áður,“ segir Kristín. “Það sem er líka skemmtilegt er að með þessu getur viðskiptavinurinn fylgst með ferlinu og séð kerfin frá ýmsum sjónarhornum. Það er auðvelt að sníða kerfin til og prófa hvernig þau koma út í því rými sem þau verða sett upp í.“

Jákvæð þróun

Sem vélaverkfræðingur hefur Kristín alveg orðið vör við það að hún sé stundum eina konan á svæðinu en hjá Marel er staðan jafnari. „Ég sé alltaf fleiri og fleiri konur koma til starfa í sjávarútveginum og í mörgum mismunandi hlutverkum. Það eru konur í flestum hlutverkum sem karlmenn gegna á þessu sviði matvælaiðnaðarins

„Það eru konur í flestum hlutverkum sem karlmenn gegna á þessu sviði matvælaiðnaðarins og það er mjög jákvæð þróun.“

Kristín við sörubakstur.

og það er mjög jákvæð þróun.“ Kristín telur fjölbreytni til hins betra og að það sé sjaldan þannig lengur að verkefni séu unnin af einsleitum hóp.

Enn tími fyrir gæludýr og ferðalög

Fyrir konu sem hefur sérlega gaman að því að setja hluti saman er ekki slæmt að starfa við að búa til einingar og tengja þær saman í heildstætt kerfi. Vinnan á þó ekki alveg hug hennar allan. Kærastinn og kettirnir hennar Kristínar eiga sinn stað í lífi hennar. Hún nýtur þess að slaka á með þeim í lok dags og leyfir kisunum iðulega að taka eins mikið pláss og þær vilja á sófanum.

Hringferð í Covid

Í sumar notaði hún tækifærið eins og fleiri Íslendingar og fór hringinn í kringum landið með sambýlismanni sínum Rúnari Kristjánssyni forritara hjá Landsvirkjun. „Ég hafði ekki farið allan hringinn áður og fannst það alveg frábært. Ég hafði ferðast til Indlands eftir meistaranámið, sem var mjög áhugaverð upplifun. Það var magnað að fá sjá hvað lífið er fjölbreytt og kynnast annarri menningu,“ segir Kristín. „En það var síðan upplagt að nota tækifærið og sjá meira af eigin landi þegar Covid kom í veg fyrir ferðalög erlendis.“

Tækifæri í sjálfvirknivæðingu

Sjávarútvegurinn er fullur af tækifærum fyrir konur í verk- og tæknigreinum. Með tilkomu fjórðu iðnabyltingarinnar þar sem gervigreind, vélmenni og sjálfvirknivæðing eru í fyrirrúmi hefur starfsumhverfið breyst og ný tækifæri skapast. Kristínu finnst mikilvægt að konur skoði þennan geira og finni sinn stað í honum. Hún hefur sérstakan áhuga á sjálfvirknivæðingu í iðnaðnum og þar sér hún framtíðartækifærin liggja. „Í því sem ég er að gera sé ég gríðarleg mikla möguleika þar,“ útskýrir hún. „Mannshöndin þarf auðvitað alltaf að koma til en marga þætti í ferlinu frá teikningu að framleiðslu mætti forrita meira og gera sjálfvirka. Þarna liggja tækifærin og þarna er svigrúm fyrir nýjar lausnir“

Að sjá verðmæti…

þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. www.matis.is

This article is from: