Sjávarafl september 2020 3.tbl 7.árg

Page 10

Kristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur hjá Marel. Í baksýn er horft yfir framleiðslusalinn. Ljósmynd: Úr eigu Marels.

Tækifærin liggja í tækninni

Ásgerður Ágústa Jóhannsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur hjá Marel segir sjávarútveginn fullan af tækifærum fyrir verkfræðinga sem hafa áhuga á sjálfvirknivæðingunni sem fylgir fjórðu iðnbyltingunni.

K

ristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur starfar sem layout hönnuður á fiskvinnslusviði Marel. Hún hefur alltaf haft áhuga á því hvernig kerfi virka og hvernig hlutirnir tengjast. Ef einhver í fjölskyldunni þarf að setja saman Ikea innréttingu þá er auðvelt að hóa í Kristínu og hún myndi helst vilja gefa öllum krökkum Legó í afmælisgjafir. Í dag starfar hún við að teikna upp vélar og einingar í þrívídd sem notaðar eru til að púsla saman þrívíddarlíkani af fyrirkomulagi land- og sjóvinnslu á fiski.

„Það var af þrjóskunni einni saman sem ég sagðist aldrei ætla að verða verkfræðingur,“ segir Kristín og brosir „En Amma hafði rétt fyrir sér og ég endaði auðvitað í verkfræðinni.“

Amma sá þetta fyrir Hún ætlaði ekki að leggja verkfræði fyrir sig, en það var þó mest vegna þess að frá unga aldri hafði hún verið kölluð litli verkfræðingurinn af ömmu sinni en hjá henni dundaði hún sér við að stafla steinum, setja hluti saman og skoða hvernig þeir virkuðu. „Það var af þrjóskunni einni saman sem ég sagðist aldrei ætla að verða verkfræðingur,“ segir

10

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Kristín og brosir. „En Amma hafði rétt fyrir sér og ég endaði auðvitað í verkfræðinni.“ Stærðfærði var Kristínu alltaf hugleikin og hún hafði sérstakan áhuga á að takast á við flókna hluti og leysa málin. Eftir B.Sc. próf í vélaverkfræði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.