5 minute read

Starfsmöguleikar góðir eftir útskrift

Anna Borg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Iceland seafood og hefur unnið þar í fastri vinnu síðustu tvö ár.

Anna Borg Friðjónsdóttir var að vinna í HB Granda á menntaskólaárunum. Hún hafði heyrt að þar væri mikla vinnu að fá og launin væru góð. Hún fékk alls ekki nóg af fiskinum að loknu stúdentsprófi því þá lá leið hennar í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Nú er hún orðin sölustjóri hjá Iceland seafood og hefur unnið þar í fastri vinnu síðustu tvö ár.

Ég fór að vinna í HB Granda vegna þess að ég heyrði að þar væri hægt að fá mikla vinnu og góð laun. Ég vann oft 12 tíma á dag þegar mest var að gera svo ég gerði lítið annað á sumrin en að vinna, borða og sofa. Ég komst svo fljótlega að því hversu fjölbreytt þessi starfsgrein er og hversu viðamikill sjávarútvegurinn er í heild sinni. Þarna horfði ég á fjöldann allan af fisktegundum sem fór í gegnum vinnsluna og var svo komin jafnvel erlendis næsta dag. Þetta var mjög lærdómsríkt fyrir unga stelpu eins og mig sem hafði aldrei komið inn í fiskvinnslu áður. Ég vann þarna í fjögur sumur á meðan ég var í Versló.“

Námið fór fram úr öllum væntingum

Anna Borg ákvað að taka sér hlé á námi í eitt ár og ákvað svo að sækja um sjávarútvegsfræðina á Akureyri. „Ég er algjört borgarbarn og þekkti

„Ég fer reglulega í heimsóknir til viðskiptavina og á sýningar en í fyrra fór ég ásamt fleirum í heimsókn til stærsta kaupanda Iceland Seafood á ferskum afurðum og fannst mér mikilvægt fá að fylgjast með og sjá með eigin augum hvað verður um fiskinn eftir að hann fer úr landi.“

engan á Akureyri þannig að þetta var lærdómsríkt fyrir mig. Ég fékk íbúð á stúdentagörðunum en hún var staðsett stutt frá háskólanum og svo var miðbærinn ekki langt frá. Staðurinn og námið fór fram úr öllum væntingum. Ekki spillti fyrir hversu mikill snjór er á Akureyri og stutt í brekkurnar, ég er mikið fyrir að fara á bretti. Þetta var stórt stökk fyrir mig að yfirgefa bæði fjölskyldu og vini en svo var lítið mál að skutlast í bæinn með flugvél þegar eitthvað var um að vera sem mig langaði að taka þátt í fyrir sunnan. Svo var alveg frábært að fá vinkonur sínar í heimsókn,” segir Anna Borg. Um 50 nemendur byrjuðu með henni bæði í fjarnámi og staðnámi. Hún segir námið sniðugt að því leyti að það sé þverfaglegt, þannig að nemendur læra margar greinar eins og náttúrufræði, eðlis,-og efnafræði, viðskiptafræðifög og svo námskeið tengd sjávarútveginum eins og fiskur sem matvæli og ýmislegt sem tengist matvælaiðnaðinum. Árgangurinn hennar Önnu Borgar var sá fjölmennasti sem hafði byrjaði í sjávarútvegsfræðinni en það var árið 2015 og kynjahlutföllin í náminu voru nokkuð jöfn en aðeins fleiri strákar. Eftir fyrsta árið hennar í skólanum fékk hún sumarstarf hjá Iceland seafood við sölu og útflutning á fiski og fékk svo fastráðningu eftir að hún útskrifaðist.

Starfsmöguleikar góðir eftir útskrift

Þegar Anna Borg var í náminu þá tók hún þátt í að kynna það í framhaldsskólum landsins og fór hún út um allt land til þess. „Mér fannst mjög gaman að tala við ungt fólk um sjávarútvegsfræðina og sýndu þau náminu mikinn áhuga og spurðu mikið. Þetta var líka góð æfing fyrir mig að koma fram. Það hefur verið aukning í námið síðustu ár sem frábært.” Hún segir starfsmöguleika góða eftir útskrift og flestir sem hún hafi útskrifast með hafi fengið góðar stöður í tengslum við sjávarútveginn. Hún segir margt spennandi sé að gerast á þessu sviði eins og miklar tækninýjungar í vélum og fleiri og betri lausnir til nýtingar afurða.” „Ég vinn hjá Iceland Seafood International sem á rætur að rekja aftur til ársins 1932. Fyrirtækið selur, framleiðir og markaðssetur ferskar, frosnar og saltaðar sjávarafurðir um allan heim. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjavík, fiskvinnslur á Spáni og í Bretlandi og starfsemi í fleiri löndum. Iceland Seafood International er einn stærsti útflytjandi fiskafurða frá Íslandi. Ég vinn sem sölustjóri ferskra afurða hjá ISI og felst starf mitt aðallega í kaup og sölu á ferskum sjávarafurðum. Starfið er mjög fjölbreytt og er ég m.a. í samskiptum við framleiðendur, viðskiptavini og flutningsaðila. Þegar ferskur fiskur á í hlut helst framleiðsla, sala og flutningur í hendur svo varan haldi sínum bestu gæðum alla leið á neytandans. Starfið er þannig að ég kynnist mikið af fólki, bæði hér heima og erlendis. Ég fer reglulega í heimsóknir til viðskiptavina og á sýningar en í fyrra fór ég ásamt fleirum í heimsókn til stærsta kaupanda Iceland Seafood á ferskum afurðum og fannst mér mikilvægt fá að fylgjast með og sjá með eigin augum hvað verður um fiskinn eftir að hann fer úr landi.“

„Ég komst svo fljótlega að því hversu fjölbreytt þessi starfsgrein er og hversu viðamikill sjávarútvegurinn er í heild sinni.“

Fiskur að sjálfssögðu í uppáhaldi

Anna Borg rifjar það upp að þegar hún var að vinna í fiski að oft hafi verið fiskur í hádeginu á vinnustaðnum og það fannst henni ekki freistandi og hún hafði heldur ekki lyst á fisk mömmu hennar þegar hann var í matinn þegar hún kom heim eftir langann vinnudag. „En núna elska ég fisk og kærastinn minn líka og við höfum fisk oft í viku í matinn,” segir Anna Borg og hlær. Henni finnst bleikjan standa upp úr en núna er hún með æði fyrir lúðu-ceviche, „það er alveg ótrúlega gott. Ég sker lúðuna í litla bita og læt liggja í límónusafa, salti og pipar og bæti síðan söxuðu kóríander, avókadó, papriku og gúrku saman við eða það sem til er í ísskápnum. Ég hef verið að nota þetta sem forrétt undanfarið þegar við höfum verið að fá fólk í mat og slær alltaf í gegn. Mér finnst mjög gaman að dunda mér í eldhúsinu, mér finnst það róandi. Ný ýsa er víst líka góð í þennan rétt en mér finnst hún líka alltaf góð soðin upp á gamla mátann en fiskur er líka dásamlegur á grillið. Hún kynntist kærastanum sínum í náminu og hann vinnur hjá Arnarlax. Þau eignuðust sitt fyrsta barn núna í mars á þessu ári svo að nóg er að gera hjá litlu fjölskyldunni. „Það snýst allt svolítið í kringum litlu stelpuna okkar núna en annars höfum við mjög gaman af að bjóða vinum og fjölskyldu í mat og eiga notalegar stundir með þeim. Við förum mikið á snjóbretti á veturna og svo er alltaf gaman að ferðast. Við fórum aðeins um Ísland í sumar eins og á Snæfellsnesið, Ísafjörð og Skagafjörðinn og skruppum líka í Grímsnesið í bústað. Ég nýt þess að vera í fæðingarorlofi núna en byrja svo aftur að vinna strax eftir áramót,”segir Anna Borg að lokum.

Anna Borg segir starfsmöguleika góða eftir útskrift og flestir sem hún hafi útskrifast með hafi fengið góðar stöður í tengslum við sjávarútveginn. Hún segir margt spennandi sé að gerast á þessu sviði eins og miklar tækninýjungar í vélum og fleiri og betri lausnir til nýtingar afurða.

This article is from: