Anna Borg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Iceland seafood og hefur unnið þar í fastri vinnu síðustu tvö ár.
Bergþóra Jónsdóttir
Starfsmöguleikar góðir eftir útskrift Anna Borg Friðjónsdóttir var að vinna í HB Granda á menntaskólaárunum. Hún hafði heyrt að þar væri mikla vinnu að fá og launin væru góð. Hún fékk alls ekki nóg af fiskinum að loknu stúdentsprófi því þá lá leið hennar í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Nú er hún orðin sölustjóri hjá Iceland seafood og hefur unnið þar í fastri vinnu síðustu tvö ár. 48
SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020
É
g fór að vinna í HB Granda vegna þess að ég heyrði að þar væri hægt að fá mikla vinnu og góð laun. Ég vann oft 12 tíma á dag þegar mest var að gera svo ég gerði lítið annað á sumrin en að vinna, borða og sofa. Ég komst svo fljótlega að því hversu fjölbreytt þessi starfsgrein er og hversu viðamikill sjávarútvegurinn er í heild sinni. Þarna horfði ég á fjöldann allan af fisktegundum sem fór í gegnum vinnsluna og var svo komin jafnvel erlendis næsta dag. Þetta var mjög lærdómsríkt fyrir unga stelpu eins og mig sem hafði aldrei komið inn í fiskvinnslu áður. Ég vann þarna í fjögur sumur á meðan ég var í Versló.“
Námið fór fram úr öllum væntingum Anna Borg ákvað að taka sér hlé á námi í eitt ár og ákvað svo að sækja um sjávarútvegsfræðina á Akureyri. „Ég er algjört borgarbarn og þekkti