Sjávarafl september 2020 3.tbl 7.árg

Page 1

SJÁVARAFL September 2020 3. tölublað 7. árgangur

Konur í sjávarútvegi

Fékk hvatningu til náms sem nýttist í starfi – Jóna Rúna Erlingsdóttir


Efnisyfirlit BLAÐSÍÐA

2 Jöfn tækifæri kynjanna 4 „Við getum sett markið hátt” 6 „Vil sjá fleiri konur í ábyrgðarstöðum í sjávarútvegi” 10 Tækifærin liggja í tækninni 14 Meira en veiðar og vinnsla 18 „Skemmtilegast að vinna á rannsóknarstofunni” 22 „Mig langaði til að efla mig í starfi” 28 Kolféll strax fyrir matvælafræði 30 Nýr meðeigandi og björt framtíð 32 Skemmtilegast að sjá fólk blómstra 36 Með fólkinu í blíðu og stríðu 38 Finnst það skylda sín að taka þátt í umhverfisvernd 44 „Að vinn‘á lyftara? Ekkert mál“ 48 Starfsmöguleikar góðir eftir útskrift 50 Hin hliðin – Heiðveig María Einarsdóttir 54 Starfsemi í Safnahúsinu á Húsavík

Jöfn tækifæri kynjanna

F

lest okkar þekkjum konur sem hafa unnið við fiskvinnslu frá því að þær voru ungar. Þessar konur fóru jafnvel í verbúðir í leit að ævintýrum og festu svo sínar rætur á þeim stöðum sem þær ætluðu að koma stutt við. Á þeim tíma var sjávarútvegsgeirinn heimur karla og því voru ekki margar konurnar sem gengdu stjórnunarstöðum eða áttu möguleika á að geta unnið sig upp í þær stöður. Í dag er öldin önnur og konur sem betur fer sífellt að verða sýnilegri í stjórnunarstöðum. Báðum kynjum er það mikils virði að fá að njóta sömu réttinda og tækifæra. Það ætti því að vera hvatning fyrir öll fyrirtæki að fá sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna til að læra af aðferðum hvors annars og skapa þannig jafnvægi sem hentar fyrirtækinu hvað best. Með því móti næst betri árangur í rekstri fyrirtækja í heimi þar sem hörð samkeppni ríkir. Mikilvægt er að minna stanslaust á að jafréttisstefna sé samofin mannauðsstefnu fyrirtækja ef viðhalda skal jöfnum tækifærum kynjanna og stuðla þannig að jafna stöðu kynja á öllum starfssviðum. Þessi útgáfa er tileinkuð þeim konum sem starfa í sjávarútvegsgeiranum á öllum stigum Elín Bragadóttir ritstjóri þjóðfélagsins.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir elin@sjavarafl.is

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður

Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Ásgerður Jóhannsdóttir, blaðamaður

Bergþóra Jónsdóttir, blaðamaður

Ingibjörg Stefánsdóttir, blaðamaður

Kristín List Malmberg, blaðamaður

Sigrún Erna Geirsdóttir, blaðamaður

Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður

Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Úr eigu Vísis hf. Prentun: Prentmet Oddi

2

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


Við flytjum saman Viðþetta flytjum

þetta saman

Skórnir þínir. Kaffið í bollanum. Pappírinn í blaðinu sem þú ert að lesa….Ef þú hefur notað það, þá höfum við líklega flutt það til landsins. Og ef þú ert að hugsa um að flytja eitthvað milli landa eða landshluta ættirðu að hafa Samskip í huga. Við erum með skip, bíla, gáma, lestar og vöruhús – en umfram allt fólkið sem hugsar út fyrir gáminn með þér – til að finna bestu leiðina hverju sinni fyrir þig og umhverfið.

Saman náum við árangri

Saman náum við árangri


Skoðun

„Við getum sett markið hátt” Þ

egar horft er um öxl, nú þegar enn einu frábæru starfsári Félags kvenna í sjávarútvegi er að ljúka, verður vart haldið áfram án þess að minnast á hve skrítnir undanfarnir mánuðir hafa verið. Frá miðjum vetri hefur heimsfaraldur verið allt umlykjandi með tilheyrandi áskorunum, bæði í leik og starfi. Sé horft frá sjónarhóli formanns félags kvenna í sjávarútvegi, verð ég að segja að þrátt fyrir allt, mun ég hugsa til þessa sem lifandi, skemmtilegs og umfram annað, skapandi starfsárs sem einkenndist af metnaði, elju og aðlögunarhæfni kvenna í sjávarútvegi. Þetta sýnir sig best í að á þessum fordæmalausu tímum höfum við sannarlega ekki setið með hendur í skauti heldur haldið ótrauðar áfram. Breyttar aðstæður kalla á breyttar hefðir og mynstur og slíkt felur í sér tækifæri. Það eru forréttindi að fá að takast á við svona áskoranir með jafn öflugum hópi kvenna og raun ber vitni. Við gáfum ekkert eftir heldur leituðum nýrra leiða til að byggja okkur upp, viða að okkur þekkingu og fræðslu, og umfram annað, stækka og viðhalda tengslanetinu. Við fórum í okkar fyrstu dagsferð að hausti, þann 17. október, sem heppnaðist með eindæmum vel. Skráning í ferðina fór fram úr okkar björtustu vonum og fóru alls fjörutíu konur saman í rútu á Snæfellsnesið. Þar gafst okkur kostur á að skoða hafnarstarfsemi Grundarfjarðar og var einkar gaman að sjá hve frábært samstarf þar er á milli aðila sem veita hafnartengda þjónustu. Í framhaldinu lá leiðin í dýrindis fiskisúpu til Mjallar hjá Soffaníussi Cecilssyni hf., en þar eru framleiddar saltaðar afurðir fyrir markaði í Suður Evrópu. Einnig urðum við þeirrar lukku aðnjótandi að fá að skoða nýja og fullkomna vinnslu G.Run, sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Að lokum áttum við góða stund á veitingastaðnum Bjargsteini og við gæddum okkur á afbragðs góðum karfa fyrir heimför. Dagarnir 6.-8. nóvember einkenndust af Sjávarútvegsráðstefnunni með einum eða öðrum hætti. Ráðstefnan sjálf byrjaði að morgni fimmtudagsins 7. nóvember en félagskonur tóku forskot á sæluna og heimsóttu Niceland seafood og Sjávarklasann á miðvikudeginum. Það var hreint út sagt frábært. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvædastjóri Niceland, fræddi félagskonur um markaðssókn fyrirtækisins í Bandaríkjunum og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða til ungra kaupenda þar í landi. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, fór svo yfir sögu og starfsemi klasans. Einnig fræddi Kristinn Hjálmarssson hjá ISF félagskonur um MSC vottun á íslenskum fiskveiðum en þar erum við á meðal fremstu þjóða í sjálfbærum veiðum. Eftir þetta flotta þjófstart tók við tveggja daga veisla, pakkfull af fræðslu á Sjávarútvegsráðstefnuninni sem haldin var í Hörpu. Þar voru konur í sjávarútvegi mun meira áberandi en áður í erindum ráðstefnunnar og þær eru sannarlega komnar til að vera enda engin ástæða til annars. Þann 13. desember fjölmenntu félagskonur í höfuðstöðvar Íslandsbanka í Smáralind þar sem boðið var til morgunfundar. Fundurinn var hinn glæsilegasti og má með sanni segja að jólaandinn hafi verið allsráðandi, með heitu kakói og tilheyrandi kósýheitum. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningu bankans fóru yfir það sem bar hæst í þjóðhagsspá greinarinnar. Rósa Júlía stjórnarkona KIS og Runólfur Geir, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Íslandsbanka, kynntu nýútgefna sjávarútvegsskýrslu bankans.

4

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Agnes Guðmundsdóttir, formaður Kvenna í sjávarútvegi. Ljósmynd: Jón Guðmundsson.

Þann 23. janúar heimsóttum við Fiskistofu og tóku Soffía Árnadóttir stjórnarkona í KIS og Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri þjónustu og upplýsingarsviðs vel á móti okkur. Þar var farið yfir fiskveiðistjórnunarkerfið, vef fiskistofu, eftirlit, aðferðir og framþróun á sviði upplýsingatækni. Móttökurnar voru frábærar og greinilegt að þar er gríðarlega mikil þekking innanhúss og margt að gerast á sviði upplýsingatækninnar sem og í rafrænum skráningum. Fiskistofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hlutverk hennar er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafs og vatna. Konum í sjávarútvegi var boðið að sækja um aðild að Hagnýtu viðmælendanámskeiði sem Félag kvenna í atvinnulífi (FKA) hélt í samstarfið við RÚV þann 8. febrúar. Námskeiði er þriggja ára verkefni sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Markmið námskeiðsins er að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu, sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir eða fréttatengda þætti. FKA gerði áhugaverða könnun meðal fjölmiðlafólks um í hvaða grein væri erfiðast að fá konur sem viðmælendur. Niðurstaða könnunarinnar var sú að erfiðast væri að fá konur úr sjávarútvegi og í tæknigeiranum. Það var því ánægjulegt að Erla Ósk Pétursdóttir, félagskona KIS, var ein þeirra kvenna sem valin var úr fjölmennum hópi kvenna sem sótti um að komast á námskeiðið. Marel bauð KIS til morgunfundar þann 27. febrúar, þar sem Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, ásamt Benedikt Bergmann Arasyni og Huldu Bjarnardóttur tóku á móti félagskonum. Þau fóru yfir starfsemi Marel, sjálfbærni, jafnrétti og fjórðu iðnbyltinguna. Þetta var einstaklega áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur sem víkkaði sjónarhorn félagskvenna á starfsemi fyrirtækisins hér á landi sem og erlendis. Þess ber að geta að stjórnin var virkilega ánægð með mætinguna þar sem töluverð ófærð og slæmt veður ríkti í höfuðborginni þennan dag. Þann 28. apríl, þegar heimsfaraldurinn var verulega farinn að hafa áhrif hérlendis, fengum við Rúnu Magnúsdóttur, þaulreyndan fyrirlesara sem hefur getið sér gott orð bæði innan og utan landsteinanna, til að halda fyrir okkur fyrirlestur. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Hvernig getum við orðið betri, bættari, brattari og bjartari á tímum Covid 19?” og vakti heilmikla lukku meðal félagskvenna en Rúna er fyrsta íslenska konan til að hljóta alþjóðlega vottun sem markþjálfi og vinnur með fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, braut svo blað í sögu KIS þann 10. júní, þegar hún var fyrst til að halda erindi á vegum félagsins sem streymt var á Facebook. Erindið var „Framtíð fiskveiðistjórnunarkerfisins” og þótti takast vel til og fjölmargar félagskonur nýttu sér þessa nýju útfærslu. Það er til marks um þá


Vel heppnuð Haustferð KIS til Grundarfjarðar. Ljósmynd: Úr eigu KIS.

aðlögunarhæfni kvenna í sjávarútveginum sem minnst var á hér í upphafi. Því hefur verið ákveðið að allir viðburðir á vegum félagsins verði aðgengilegir með þessum hætti í framtíðinni. Og talandi um framtíðina - þá horfum við spenntar fram á veginn og hlökkum mikið til komandi starfsárs. Við ætlum í sameiningu að setja í brennidepil að virkja og efla ungu kynslóðina í vetur. Við getum allar sammælst um að höfuðmáli skiptir að efla konur í sjávarútvegi og haftengdum greinum, fá enn fleiri konur til að velja þessa atvinnugrein og til þess þurfum við að byrja snemma að kynna konur þær fyrir öllu

því áhugaverða sem greinin hefur upp á að bjóða. Félagið okkar er vel í stakk búið til að taka á móti næstu kynslóð, miðla reynslu og þekkingu, og opna fyrir starfsmöguleika og tækifæri. Þar hafa karlar einmitt oft haft yfirburði fram yfir konur - en við höfum tækifæri til að breyta því, saman. Með því að efla enn frekar fræðslutengda viðburði á vegum KIS, leita nýrra leiða til að efla okkar konur, hvort sem það heitir að hittast á Zoom eða í raunheimum, tengjast og styrkjast. Við leitum stanslaust að nýjum leiðum til að þróast og aðlagast breyttum tímum, þörfum okkar félagskvenna og höldum ótrauðar áfram.

Fiskmarkaður Suðurnesja hf Aðalskrifstofa:

422-2400

Vaktsímar

Grindavík:

422-2420

824-2403

Sandgerði:

422-2410

824-2401

Hafnarfjörður:

422-2460

824-2406

Patreksfjörður:

422-2470

895-8931

Ísafjörður:

422-2430

824-2404

Siglufjörður:

422-2440

899-7807

Höfn:

422-2450

824-2407

Til þjónustu reiðubúnir www.fms.is

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

5


Gerður Sigríður, Eiríkur, Stefán Þorvaldur og Gunnar Tómasarbörn. Myndin er tekin á 100 ára afmæli Tómasar Þorvaldssonar 2019.

„Vil sjá fleiri konur í ábyrgðarstöðum í sjávarútvegi”

Bergþóra Jónsdóttir

Gerður Sigríður Tómasdóttir einn af eigendum fjölskyldufyrirtækisins Þorbjörns hf í Grindavík þekkir vel sjávarútveginn en hún hefur lifað og starfað innan hans alla tíð.

É

g fór að vinna 11 ára gömul í saltfiski sem þótti sjálfsagt í þá daga. Ég fæddist inn í þetta og einhvern veginn hefur verið erfitt að slíta sig frá þessu,“ segir Gerður. Hún elst upp á þeim „ tímum þegar karlar voru nánast einvaldir í sjávarútveginum. Gerður var farin að vinna í bókhaldi fyrirtækisins þegar elsta barnið var einungis 5 mánaða gamalt, þá nýorðin 21 árs en pabba hennar þótti tími til komin fyrir hana að fara að vinna. „Ekkert var gefið eftir á þessum tíma, amma mannsins míns passaði barnið en mér leist nú ekkert á þann

6

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

ráðahag í fyrstu. Ég gat bara ekki ímyndað mér að gamla konan gæti þetta en svo reyndist hún okkur svo vel eftir allt saman og myndaðist alveg einstakt samband á milli barnanna okkar og hennar.“ Hún nefnir annað dæmi um það hversu mikla áherslu pabbi þeirra lagði á að krakkarnir legðu sitt af mörkum í vinnslunni. „Þegar ég var í Lýðháskóla í Noregi þá langaði mig heim um páskana, það var nú í lagi sagði pabbi en þá skyldi ég fara beint í aðgerð þegar heim kæmi og ég var varla lent þegar ég var mætt niður í verkun.“

„Ég fór að vinna 11 ára gömul í saltfiski sem þótti sjálfsagt í þá daga. Ég fæddist inn í þetta og einhvern veginn hefur verið erfitt að slíta sig frá þessu.“


„Ég byrjaði að vinna í fyrirtækinu árið 1972 þá á tólfta ári og vann til fjögur á daginn, svona var þetta bara hér áður fyrr. Það er skrítið að hugsa til þess núna að hafa verið svona ung. Við fermingu gerði ég smá uppsteyt og vildi fara að vinna í frystihúsi austur í hverfi eins og það var kallað með vinkonum mínum. Pabba fannst það nú bara frábært, Ég vann þar tvö sumur. Ég er alveg að ná því að hafa unnið í fyrirtækinu í 39 ár, byrjaði í bókhaldinu 1. mars 1982. Stundum langaði mig að gera eitthvað annað en einhvern veginn þá togaði fyrirtækið alltaf í mann.”

„Ég og maðurinn minn höfum þekkst alveg frá því við vorum lítil börn. Við vorum saman í bekk allan grunnskólann, alltaf í sama vinahóp, en byrjuðum ekki sem par fyrr en á nítjánda ári og því búin að vera saman í 41 ár.“ Fór til Englands í miðju þorskastríði Gerður var mikil ævintýrastelpa á yngri árum og vildi prófa ýmsa hluti. Eftir grunnskólann árið 1976 fór hún sumarlangt til Englands en þá stóð þorskastríðið sem hæst. „Pabba fannst mikilvægt að við hleyptum heimdraganum eins og það var orðað og þess vegna alveg sáttur með ævintýraþrána í mér. Þótti mörgum það algjört glapræði af foreldrum mínum að senda unga stelpuna eina til Englands á þessum óöruggu tímum. Fólk upplifði þetta svo sterkt hér heima en ég vildi fara, svo þegar ég var komin út fann ég ekkert fyrir þessu. Ég var í stúlknaskóla í bænum Margate í Kent, langt frá fiskveiðibæjum Bretlands. Enginn var að hugsa um þetta í kringum mig og vissu ekkert af neinu þorskastríði,” segir Gerður og hlær. Gerður Sigríður Tómasdóttir ásamt manninum sínum Jóni Emil Halldórssyni í Selva.

„Það getur verið vandasamt verk þegar fjölskylda rekur saman fyrirtæki. Við tökumst auðvitað á, annað væri nú óeðlilegt en okkur semur mjög vel og þekkjumst mjög vel sem er mikill kostur.“ Gerður gekk í Verslunarskólann og kláraði verslunarprófið sem tók tvö ár en þá vildi hún fara að skoða heiminn. „Mikil útþrá var í mér á þessum tíma. Mig langaði að fara í lýðháskóla eins og margar vinkonur mínar voru að gera. Það varð úr að ég færi í Lýðháskóla í Drammen í Noregi í eitt ár eftir útskrift, mjög svo þroskandi og gefandi. Ég var ekki tilbúin til að sleppa Noregi alveg og árið eftir fór ég til Óslóar og vann í banka en var heldur styttra þar en ég ætlaði því þá var ég byrjuð með manninum mínum Jóni Emil.“

Vandasamt verk að reka fjölskyldufyrirtæki

Salka Dóra, Jóhanna Gerður og Ívar, barnabörn Gerðar.

Faðir Gerðar Sigríðar, Tómas Þorvaldsson útgerðarmaður stofnaði fyrirtækið Þorbjörn hf árið 1953 ásamt þremur öðrum. Árið 1975 kaupir hann alla út úr fyrirtækinu og rekur það einn ásamt bræðum Gerðar, hún kemur svo inn svo seinna. „Það var mikil og stór ákvörðun að kaupa hina út en pabbi var skipulagður og með mikilli vinnu og elju gekk þetta vel. Við erum fjögur systkinin, ég er yngst og eina stelpan. Þrjú okkar rekum fyrirtækið saman í dag. Samanlagt eigum við 10 syni, það getur verið SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

7


Gerður Sigríður Tómasdóttir á góðri stundu með vinkonum sínum þeim Helgu Kristjánsdóttur, Petrínu Baldursdótturog Hrönn Jónsdóttur.

Tómas Þorvaldsson GK 10. Ljósmyndari: Birt með leyfi Jóns Steinars Sæmundssonar

vandasamt verk þegar fjölskylda rekur saman fyrirtæki. Við tökumst auðvitað á, annað væri nú óeðlilegt en okkur semur mjög vel og þekkjumst mjög vel sem er mikill kostur. Við höfum alltaf gert mikið saman t.d. var farið í útilegur um helgar þegar börnin voru lítil þó að allir hafi verið að vinna saman alla vikuna. Við viljum hafa fyrirtækið innan fjölskyldunnar og vonum að það gangi upp í framtíðinni, svo þetta getur alveg verið flókið,” segir Gerður.

Happasælt nafn Nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 hefur lengi fylgt fyrirtækinu. Sigurður Magnússon einn þeirra sem stofnaði fyrirtækið með föður Gerðar hafði keypt skip sem bar þetta nafn. Fyrrum skipstjóri skipsins hét Bjarni Ólafsson og hafði hann það til siðs að fara til kirkju á sunnudögum á Skagann og fór hann á léttabáti í land. Eitt sinn þegar hann var að fara til baka gerði ofsaveður og léttabátnum hvolfdi og hann ferst. Þegar svo Sigurður kaupir skipið fylgdi ósk frá ekkju Bjarna skipstjóra að þeir skiptu ekki um nafn á bátnum. Þeir verða við beiðni hennar og farnaðist skipinu vel allan þann tíma sem það var gert út. Svo hefur verið hefð í fyrirtækinu að alltaf skuli eitt skip bera þetta nafn. Upphaflega skipið var skírt í höfuðið á Hrafni Sveinbjarnarsyni lækni á Hrafnseyri. Skipafloti fyrirtækisins er aðeins að taka breytingum. Línuskipunum hefur fækkað úr fjórum í tvö, svo á fyrirtækið þrjá frystitogara en er að leggja einum og nýlega festi það kaup á ísfisktogara. Með þessu breytum er aðeins breyting á munstrinu í fyrirtækinu. „Við erum með verkun en stöndum í hagræðingum og erum að sameina allt í eitt hús, salfisksverkunina, frystinguna og ferska fiskinn, meðan á því stendur landar ísfisktogarinn á markað en línubátarnir eru ekki enn farnir af stað. Við lögðum þeim og lokuðum verkununum í Covid. Það styttist í að allt fari í fyrra horf. Frystitogararnir hafa haldið sínu striki. Fyrirtækið hefur svo nýlega stofnað sölufyrirtæki á Spáni þangað sem allur saltfiskurinn þeirra fer. Einn úr fjölskyldunni er fluttur þangað og sér um það,“segir Gerður.

Gengur á fjöll og prjónar Gerður segist fá mikið út úr því að ganga og þá helst á fjöll. Einnig fer hún á skíði með fjölskyldunni og hefur gaman af handavinnu. „Ég og maðurinn minn höfum þekkst alveg frá því við vorum lítil börn. Við vorum saman í bekk allan grunnskólann, alltaf í sama vinahóp, en byrjuðum ekki sem par fyrr en á nítjánda ári og því búin að vera saman í 41 ár. Við förum töluvert á skíði saman og vorum t.d. í Selva á Ítalíu núna þegar covid skall á í fyrra skiptið, öll fjölskyldan saman en engin okkar smitaðist sem betur fer.

8

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

„Það er oft ákveðin mýkt sem fylgir sjónarhorni kvenna sem gott er að blanda saman við þau karlægu. Kynslóðirnar sem koma á eftir mér eru allt öðruvísi og gaman að sjá hvað konum er að fjölga í ábyrgðarstöðum í greininni.”

Ég hef gengið mikið á fjöll með vinkonum mínum og farið í göngur í Alpana og til Spánar. Árið 2007 fórum við Jón Emil í fyrstu alvöru gönguna okkar í Ölpunum alveg hrikalega gaman, óðum snjó í 3400 metra hæð og gistum í fjallaskálum. Við gengum frá Sviss til Ítalíu og aftur til baka. Monte Rosa hringinn. Svo tókum ég og vinkona mín þátt í verkefninu 52 fjöll hjá FÍ árið 2012 sem var mjög gaman. Ég hef einnig gaman af handavinnu og er núna að prjóna á yngsta barnabarnið,” segir Gerður og sýnir blaðamanni handprjónaðan fíngerðan prjónakjól sem hún var að enda við að klára.

Vil sjá fleiri konur í ábyrgðarstöðum í sjávarútvegi. Að sögn Gerðar var henni ekkert hlíft eða gerðar minni kröfur til hennar vegna þess að hún var stelpa en að sjálfsögðu var tíðarandinn annar en hann er núna. Hún segir frá því að móðir hennar hafi séð um öll þrif á verbúðunum tvisvar í viku og stundum hafi hún hjálpað henni. Karlmenn voru við stjórnvölinn í sjávarútveginum á þessum tíma. „Á L.Í.Ú fundum var Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum eina konan innan um alla karlana, ég byrja að sitja aðalfundina 1999 þá var þetta svona, en upp úr því fóru fleiri konur að sitja aðalfundina. Bræður mínir reka fyrirtækið, en ég hef lengi unnið í því bæði sem gjaldkeri og bókari og tek að sjálfsögðu margar ákvarðanir með þeim. Það er því miður engin stelpa í barnahópi okkar systkina sem eigum Þorbjörn í dag,en næsta kynslóð, sú fjórða, kemur sterk inn með kvenskörunga. Núna eru tvær konur starfandi sem verkstjórar hjá okkur en að sjálfsögðu hefur karlaveldið loðað við sjávarútveginn í gegnum tíðina hjá okkur eins og annars staðar en núna er það að breytast finnst mér,” segir Gerður. Að hennar mati er heilbrigðara samfélag þar sem bæði sjónarmið kynjanna fá að njóta sín og á það við sjávarútveginn eins og annars staðar í þjóðfélaginu. „Það er oft ákveðin mýkt sem fylgir sjónarhorni kvenna sem gott er að blanda saman við þau karlægu. Kynslóðirnar sem koma á eftir mér eru allt öðruvísi og gaman að sjá hvað konum er að fjölga í ábyrgðarstöðum í greininni.”


STÖÐUG VÖRUÞRÓUN er kjarninn sem við byggjum á.

Veiðarfæri eru okkar fag


Kristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur hjá Marel. Í baksýn er horft yfir framleiðslusalinn. Ljósmynd: Úr eigu Marels.

Tækifærin liggja í tækninni

Ásgerður Ágústa Jóhannsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur hjá Marel segir sjávarútveginn fullan af tækifærum fyrir verkfræðinga sem hafa áhuga á sjálfvirknivæðingunni sem fylgir fjórðu iðnbyltingunni.

K

ristín Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur starfar sem layout hönnuður á fiskvinnslusviði Marel. Hún hefur alltaf haft áhuga á því hvernig kerfi virka og hvernig hlutirnir tengjast. Ef einhver í fjölskyldunni þarf að setja saman Ikea innréttingu þá er auðvelt að hóa í Kristínu og hún myndi helst vilja gefa öllum krökkum Legó í afmælisgjafir. Í dag starfar hún við að teikna upp vélar og einingar í þrívídd sem notaðar eru til að púsla saman þrívíddarlíkani af fyrirkomulagi land- og sjóvinnslu á fiski.

„Það var af þrjóskunni einni saman sem ég sagðist aldrei ætla að verða verkfræðingur,“ segir Kristín og brosir „En Amma hafði rétt fyrir sér og ég endaði auðvitað í verkfræðinni.“

Amma sá þetta fyrir Hún ætlaði ekki að leggja verkfræði fyrir sig, en það var þó mest vegna þess að frá unga aldri hafði hún verið kölluð litli verkfræðingurinn af ömmu sinni en hjá henni dundaði hún sér við að stafla steinum, setja hluti saman og skoða hvernig þeir virkuðu. „Það var af þrjóskunni einni saman sem ég sagðist aldrei ætla að verða verkfræðingur,“ segir

10

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Kristín og brosir. „En Amma hafði rétt fyrir sér og ég endaði auðvitað í verkfræðinni.“ Stærðfærði var Kristínu alltaf hugleikin og hún hafði sérstakan áhuga á að takast á við flókna hluti og leysa málin. Eftir B.Sc. próf í vélaverkfræði


Kristín í Innra Hvannagili.

Kristín við laxveiði í Iðu.

hélt hún til Hollands, þaðan sem hún lauk meistaraprófi í vélaverkfræði árið 2018. Í lokaverkefni sínu vann Kristín rannsókn á tveggja fasa þjöppun með tveggja skrúfu pressu. Þar vann hún frumgerð af þjöppu sem gat tekið inn ammóníu- og vatnsblöndu í tvífasa, bæði gas og vatn á sama tíma, og var hluti af stærri varmaskiptum. Kristín hannaði hermunarmódel til að líkja eftir hegðun þjöppunar og lagði mikið upp úr því að fá raungögn til að vinna með.

Tæknivæddur iðnaður og ný tækifæri Kristín telur að sjávarútvegurinn á Íslandi sé sérstaklega áhugavert svið fyrir vélaverkfræðinga þar sem tækifærin til nýsköpunar og vinnu við þróun á hátæknibúnaði séu fjölmörg. „Ég kynntist Marel í gegnum námið mitt í HÍ og hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinga sem ég sá um árið 2015-16. Það sem heillaði mig við Marel og sjávarútveginn var hversu tæknivæddur iðnaðurinn er.“

Kristín í brúðkaupi á Indlandi.

einstaka skrúfu, náum við að spara bæði tíma og fyrirhöfn fyrir okkar kúnna.“

Fiskvinnslukerfið í þrívídd „Fiskvinnslusviðið hjá Marel gerir allt í þrívídd núna,“ segir Kristín. „Stærri verksmiðjurnar hafa líka verið settar í sýndarveruleikaforrit til að hjálpa viðskiptavininum að sjá enn betur hvernig ný vinnslukerfi eiga á eftir að líta út og virka. Þetta er allt annað en að horfa á kerfin í tvívíðum teikningum og geta ekki alveg séð fyllilega fyrir hvert einasta atriði.“

Frá áli í stál Leiðin lá þó ekki strax til Marel. „Ég byrjaði nú á gólfinu hjá Norðurál og vann í verksmiðjunni hjá þeim sumarið 2014. Árið eftir var ég svo í verkfræðideildinni hjá þeim og eftir B.Sc. námið vann ég svo hjá Verkís, á orku- og iðnaðarsviði. Orkugeirinn var mjög áhugaverður en eftir útskrift frá Hollandi 2018 lá leiðin til Marel.“

Lausnarmiðuð útsjónarsemi Í starfi sínu leggur Kristín áherslu á að einfalda það flókna ferli sem hönnun og fyrirkomulag á heilum kerfum til fiskvinnslu er. Kristín er bæði lausnarmiðuð og nákvæm. „Við nálgumst þetta á mjög skilvirkan hátt,“ segir hún. “Með því að eiga nákvæmar þrívíddarteikningar af hverju einasta stykki sem við framleiðum, frá heilum vélum og niður í

„Með því að eiga nákvæmar þrívíddarteikningar af hverju einasta stykki sem við framleiðum, frá heilum vélum og niður í einstaka skrúfu, náum við að spara bæði tíma og fyrirhöfn fyrir okkar kúnna.“ Kristín ásamt sambýlismanni sínum Rúnari Kristjánssyni í Tyrklandi. SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

11


Kristín í Ásbyrgi.

Einingakerfi í raunstærð „Við búum okkur til bókasafn í raunstærð af öllum vörum sem við seljum. Þannig er hægt að púsla saman mismunandi vörum og skoða frá öllum hliðum. Þessar þrívíddareiningar sem ég vinn með eru allar gagnvirkar þannig að það er mjög auðvelt að tengja allar vélar, færibönd og tæki í verksmiðjunni saman á þann hátt sem viðskiptavinurinn þarf. Þetta hraðar allri vinnu við hönnun á seldum kerfum og gerir það miklu auðveldara fyrir viðskiptavininn að sjá nákvæmlega það sem hann fær,“ útskýrir Kristín.

Kristín við sörubakstur.

Frá skrifborði í skip Til þess að skilja betur þann heim sem hún er að hanna inn í hefur Kristín heimsótt frystihús og skoðað vinnslur um borð í skipum. „Það er í raun alveg magnað að sjá þessi háþróuðu vinnslukerfi um borð í fiskiskipum þar sem plássið er mjög takmarkað og allt verður að passa upp á millimeter,“ segir Kristín. „Fyrst þegar ég kom um borð var ég bara hissa á því hvernig þetta kæmist fyrir. Þar skiptir nákvæmi og góð hönnun gríðarlega miklu máli og að geta séð fyrirkomulagið í raunstærð eins og hjá okkur.“

Auðveldar aðlaganir og prófanir Viðskiptavinur Marel fær þá nákvæma þrívíddarteikningu af sínu kerfi. „Þannig getum við hannað allt miklu nákvæmar og verið búin að sníða vankanta af og sjá fyrir hluti sem ekki var endilega svo auðvelt áður,“ segir Kristín. “Það sem er líka skemmtilegt er að með þessu getur viðskiptavinurinn fylgst með ferlinu og séð kerfin frá ýmsum sjónarhornum. Það er auðvelt að sníða kerfin til og prófa hvernig þau koma út í því rými sem þau verða sett upp í.“

Jákvæð þróun Sem vélaverkfræðingur hefur Kristín alveg orðið vör við það að hún sé stundum eina konan á svæðinu en hjá Marel er staðan jafnari. „Ég sé alltaf fleiri og fleiri konur koma til starfa í sjávarútveginum og í mörgum mismunandi hlutverkum. Það eru konur í flestum hlutverkum sem karlmenn gegna á þessu sviði matvælaiðnaðarins

„Það eru konur í flestum hlutverkum sem karlmenn gegna á þessu sviði matvælaiðnaðarins og það er mjög jákvæð þróun.“ 12

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

og það er mjög jákvæð þróun.“ Kristín telur fjölbreytni til hins betra og að það sé sjaldan þannig lengur að verkefni séu unnin af einsleitum hóp.

Enn tími fyrir gæludýr og ferðalög Fyrir konu sem hefur sérlega gaman að því að setja hluti saman er ekki slæmt að starfa við að búa til einingar og tengja þær saman í heildstætt kerfi. Vinnan á þó ekki alveg hug hennar allan. Kærastinn og kettirnir hennar Kristínar eiga sinn stað í lífi hennar. Hún nýtur þess að slaka á með þeim í lok dags og leyfir kisunum iðulega að taka eins mikið pláss og þær vilja á sófanum.

Hringferð í Covid Í sumar notaði hún tækifærið eins og fleiri Íslendingar og fór hringinn í kringum landið með sambýlismanni sínum Rúnari Kristjánssyni forritara hjá Landsvirkjun. „Ég hafði ekki farið allan hringinn áður og fannst það alveg frábært. Ég hafði ferðast til Indlands eftir meistaranámið, sem var mjög áhugaverð upplifun. Það var magnað að fá sjá hvað lífið er fjölbreytt og kynnast annarri menningu,“ segir Kristín. „En það var síðan upplagt að nota tækifærið og sjá meira af eigin landi þegar Covid kom í veg fyrir ferðalög erlendis.“

Tækifæri í sjálfvirknivæðingu Sjávarútvegurinn er fullur af tækifærum fyrir konur í verk- og tæknigreinum. Með tilkomu fjórðu iðnabyltingarinnar þar sem gervigreind, vélmenni og sjálfvirknivæðing eru í fyrirrúmi hefur starfsumhverfið breyst og ný tækifæri skapast. Kristínu finnst mikilvægt að konur skoði þennan geira og finni sinn stað í honum. Hún hefur sérstakan áhuga á sjálfvirknivæðingu í iðnaðnum og þar sér hún framtíðartækifærin liggja. „Í því sem ég er að gera sé ég gríðarleg mikla möguleika þar,“ útskýrir hún. „Mannshöndin þarf auðvitað alltaf að koma til en marga þætti í ferlinu frá teikningu að framleiðslu mætti forrita meira og gera sjálfvirka. Þarna liggja tækifærin og þarna er svigrúm fyrir nýjar lausnir“


Að sjá verðmæti… þar sem aðrir sjá þau ekki er einn dýrmætasti hæfileiki sem fólk býr yfir. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem hafa þennan hæfileika að þroska og framkvæma hugmyndir sínar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. www.matis.is


Meira en veiðar og vinnsla Sjávarútvegurinn þarf fjölbreytta þjónustu á fleiri sviðum en veiðum og vinnslu. Þórdís Úlfarsdóttir stýrir rótgrónu útibúi Íslandsbanka í Vestmannaeyjum sem hefur sinnt útgerðinni í yfir 100 ár.

Þórdís Úlfarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum.

S

Ásgerður Ágústa Jóhannsdóttir

íðustu sex ár hefur Þórdís Úlfarsdóttir starfað sem útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmanneyjum en bankinn er stærsti þjónustuaðili sjávarútvegsins á svæðinu þegar kemur að fjármálum. Hún hafði áður starfað í bankageiranum í yfir 30 ár meðal annars sem útibússtjóri Kaupþings í Mosfellsbæ og á Selfossi ásamt því að stýra eignaumsýslufélagi Arion banka í nokkur ár. Þórdís er Reykvíkingur í húð og hár en eiginmaðurinn Guðni Ingvar Guðnason er Eyjamaður, sem starfar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. „Ég sá starfið sem útibússtjóri sem kjörið tækifæri til að nýta mína starfsreynslu og setjast að í Eyjum,“ segir Þórdís. „Ég kem inn í rótgróið umhverfi en útibúið varð 100 ára í fyrra. Hér var fyrir úrvalsfólk með mikla reynslu sem tók vel á móti mér. Það var því ánægjulegt fyrir mig að geta komið á æskuslóðir eiginmannsins og tekið að mér þetta spennandi starf.“

Sterkt samfélag Þórdís er fyrsta konan sem gegnir stöðu útibússtjóra Íslandsbanka í Vestmanneyjum. Hún hefur ekki fundið neitt nema velvilja og góða

14

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

samvinnu við alla í bænum. Góð tengsl skipta miklu máli. Henni þótti sérlega vænt um það að gömlu fastagestirnir, margir hverjir gamlir sjómenn og útgerðarmenn, héldu áfram að koma við í útibúinu til þess fá sér kaffi og spjalla. „Hann Beddi heitinn á Glófaxa - Bergvin Oddsson, skipstjóri og útgerðarmaður - heimsótti mig oft og við áttum alltaf gott spjall,“ segir hún. „Ég hafði auðvitað smá forskot í því að vera tengd inn í samfélagið áður en ég byrjaði þannig að þeir vissu nú hvert mitt fólk hér var. Kosturinn er að hér eru boðleiðirnar stuttar og samskiptin persónuleg og gefandi.“

„Hann Beddi heitinn á Glófaxa – Bergvin Oddsson, skipstjóri og útgerðarmaður – heimsótti mig oft og við áttum alltaf gott spjall.“


Fjölskyldan á góðri stund 2019 (börn, tengdabörn og barnabörn) á myndina vantar sjötta barnabarnið sem er nýfætt.

Persónuleg þjónusta í nærumhverfinu „Sjávarútvegurinn og Íslandsbanki sem arftaki Útvegsbankans hafa haft mjög sterk tengsl í gegnum tíðina og öll stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í Eyjum eru í viðskiptum við okkur,“ segir Þórdís. „Við erum að þjónusta þau á alla lund og það skiptir máli að vera með þessa þjónustu í nærumhverfinu þó að margt sé breytt í dag og stærstu ákvarðanirnar séu teknar annarstaðar. En þó að útibúin séu ekki lengur þessar stofnanir sem þau voru í bæjarfélögunum þá skiptir persónuleg nálgun heima í héraði enn miklu.“

Aflakló með Árdísunum Þórdís hefur sjálf gaman að því að veiða þó að hún stundi ekki stórútgerð frá Vestmannaeyjum. Hún lætur sér nægja veiðiklúbbinn Árdísi sem í eru yfir sextíu konur. Klúbburinn heitir fullu nafni Útgerðarfélagið Árdís og heldur úti öflugu félagsstarfi. „Ég byrjaði í veiðiklúbbnum árið 2004 og hef farið í skemmtilegar veiðiferðir með þeim,“ segir hún. „Þar á ég margar veiðisystur en ég komst því miður ekkert með þeim í sumar en það er alltaf eitthvað spennandi að gerast sem ég get látið mig hlakka til.“

Á siglingu við Vestmannaeyjar

„Sem betur fer var þessi stafræna vegferð hafin og fólk orðið vant því að geta sinnt þessum hefðbundum bankaerindum í gegnum netið og á sínum eigin forsendum.“ hverfa heldur breytast í það að fólk hafi aðgang að sértækri ráðgjöf í stærri málum eins og lánamálum eða fasteignamálum svo dæmi séu tekin.

„Ég byrjaði í veiðiklúbbnum Árdís árið 2004 og hef farið í skemmtilegar veiðiferðir með þeim.“ Breytt bankastarfsemi Sjálfvirknivæðingin í bankageirinn hefur breytt ásýnd bankaþjónustunnar og hlutverki útibúanna. Viðskiptavinir Þórdísar hafa nýtt sér tæknina í eigin þágu í aukni mæli eftir að aðstæður í samfélaginu breyttust vegna Covid faraldursins. Stafræn þjónusta jókst, netsamskipti urðu sjálfsagðari og netfundir algengari. „Sem betur fer var þessi stafræna vegferð hafin og fólk orðið vant því að geta sinnt þessum hefðbundum bankaerindum í gegnum netið og á sínum eigin forsendum,“ segir Þórdís. „Þetta er orðið svolítið einfaldara í dag en þegar að sjómenn þurftu að vera í sambandi í gegnum radío eins og í denn. Allir hafa auðveldari aðgang að sínum banka í dag í gegnum netið. Sjómenn geta framkvæmt sín bankaviðskipti úti á sjó og þannig afgreitt flest sín mál sjálfir.“ Hún sér þessa þróun halda áfram og að ráðgjöf mun koma meira inn fyrir flóknari verkefni á meðan að einstaklingar haldi áfram að afgreiða sig sjálfir í einföldustu málum. Hún sér þó persónulega þjónustu ekki

Frá Evrópuferð með eiginmanninum á mótorhjólinu SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

15


„Sjávarútvegurinn er meira en bara veiðar og vinnsla. Það er gríðarlega stórt svið tækni og þjónustu sem tengist sjávarútveginum. Það eru tækifæri fyrir konur á öllum þessum sviðum.“ Úr veiðiferð með Árdísum í Vatnsdalsá.

Uppbygging í Eyjum

Úr hringiðu fjármála í kyrrðina á Sri Lanka

Í kjölfar rafrænnar afgreiðslu hafa margir bankar lokað útibúum sínum víðsvegar um landið en staðan er önnur í Eyjum. Landsbankinn er með útibú á staðnum, Íslandbanki er með góða markaðsstöðu og mun bráðlega flytja í nýtt húsnæði við höfnina. Útibúið verður staðsett á svokölluðum Ísfélagsreit að Strandvegi 26 en þar standa yfir framkvæmdir á nýju íbúða- og þjónustuhúsnæði sem reist er á grunni eldri bygginga sem tilheyrðu Ísfélagi Vestmanneyja. „Við erum spennt að flytja okkur um set og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu,“ segir Þórdís. „Okkar markmið er að veita framúrskarandi bankaþjónustu og við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum í nýju húsnæðinu sem verður sérsniðið að okkar starfsemi.“

Þórdís reynir að sinna sjálfri sér vel og hefur farið í endurnærandi jógaferðir til Sri Lanka sem er allt önnur upplifun en að þeysast um á mótorhjóli um þjóðvegi Evrópu. „Það var mjög áhugavert að koma til Sri Lanka,“ segir Þórdís. „Guðrún Jóhanna veiðifélagi minn úr Árdísunum hafði verið að fara þangað og einn daginn gekk hún að mér og sagði bara; „Tóta þú ert að fara að koma með mér þangað.‘ Þetta var alveg óvænt. Ég sló til og sé ekki eftir því. Við fórum saman sjö konur á heilsusetur við Rekawa Beach fyrra árið og svo vorum við fjórtán árið eftir. Þarna áttum við dásamlega daga í slökun, Ayurveda meðferðum, jóga og heilsusamlegu umhverfi.“

Sóknarfæri fyrir konur í sjávarútvegi Sjávarútvegurinn er mikilvægasta atvinnugreinin í Vestmannaeyjum og Þórdís hefur mikinn áhuga á því að styrkja konur í greininni. „Sjávarútvegurinn er meira en bara veiðar og vinnsla. Það er gríðarlega stórt svið tækni og þjónustu sem tengist sjávarútveginum,“ segir Þórdís. „Það eru tækifæri fyrir konur á öllum þessum sviðum eins og í fjármögnun, fjármálaumsýsla, hugbúnaði, inn- og útflutningi, og markaðs- og sölustarfsemi svo ekki sé talað um tækni og nýsköpun í allri virðiskeðjunni.“

Það er ljóst að Þórdís er kraftmikil kona sem stýrir sterku bankaútibúi sem sinnir útgerðinni í Vestmannaeyjum af einurð. Sem félagsvera og fyrirmynd nær hún að blanda saman ólíkum þáttum í lífi sínu þannig að það er jafnvægi milli vinnu, áhugamála og sjálfsræktar.

Hún telur mikilvægt að þétta tengslanet kvenna í greininni þannig að þær geti nýtt hæfileika sína og menntun sem best. „Ég gekk í félag kvenna í sjávarútvegi KIS og var í stjórn þar í tvö ár,“ útskýrir Þórdís. „Þetta er kraftmikill félagskapur sem styrkir konur í þessum geira. Svona félagskapur gerir okkur kleift að miðla reynslu okkar á milli og styðja hvor aðra.“ Íslandsbanki er bakhjarl félagsins og er það hluti af samfélagslegri ábyrgð bankans að styðja við jafnréttismál í ólíkum atvinnugreinum og í leiðinni stuðla að jákvæðri samfélagsþróun.

Á mótorhjóli um Evrópu Fyrir utan að veiða hefur Þórdís unun af því að ferðast, bæði innanlands og utan, og hefur t.d. ferðast um Evrópu á mótorhjóli með manni sínum. „Við höfum farið á hjólinu um Evrópu og er það sérstaklega skemmtilegur ferðamáti, þar sem maður sér landið og upplifir það allt öðru vísi en í hefðbundnari ferðum,“ segir Þórdís. „Ég er samt ekki enn komin með mótorhjólapróf, læt mér nægja að sitja aftan á og horfa á landslagið þjóta hjá. Þetta er hressandi tilbreyting frá daglega lífinu og gefur okkur tækifæri til að upplifa nýja hluti saman.“

16

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Frá Sri Lanka.


Fræði til framtíðar

Sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði – tvöföld gráða

• Hefur þú áhuga á markaðsmálum? • Hefur þú áhuga á fjármálum? • Viltu læra um fullnýtingu afurða? • Hefur þú áhuga á stjórnun?

• Langar þig í alþjóðleg viðskipti eða kannski á þing? • Vilt þú geta valið um störf hvar sem er í heiminum? • Hefur þú áhuga á íslenskum fiskistofnum?

Þá er nám í sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði rétta námið fyrir þig! Þú lærir að búa til viðskipta-, markaðs- og kynningaráætlanir. Jafnframt aflar þú þér þekkingar á helstu veiði- og vinnsluaðferðum, um íslenskan sjávarútveg og alþjóðlegar fiskveiðar. Þú vinnur einstaklings- og hópverkefni í nánu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir og lærir gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.

„Að geta bætt við sig einu ári og útskrifast sem sjávarútvegsog viðskiptafræðingur er magnað! Það opnar ekki bara fleiri möguleika í áframhaldandi nám heldur er það einnig góður undirbúningur fyrir það sem koma skal í atvinnulífinu.“ ÞÓRHILDUR SIGURÐARDÓTTIR fjármálasvið Samherja

Kynntu þér námið á www.unak.is


Á rannsóknastofunni hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað við ljósmælinn.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Þúsundþjalasmiður hjá Síldarvinnslunni

„Skemmtilegast að vinna á rannsóknarstofunni” 18

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


„Það hefur aldrei togað í mig að flytja. Ég er fædd og uppalin á Raufarhöfn önnur í röðinni af átta systkynum og hér hefur mér alltaf liðið vel. Mér er eiginlega illa við að vera milli fjalla,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, þúsundþjalasmiður og starfsmaður á rannsóknastofu hjá Síldarvinnslunni sem segir starfið á rannsóknarstofunni aldrei leiðinlegt.

Eyrún Guðmundsdóttir, starfsmaður á rannsóknastofu hjá Síldarvinnslunni.

Sex ára í síld Það er óhætt að segja að Eyrún sem er fædd 1961 hafi snemma kynnst sjávarútvegi því hennar fyrstu kynni af vinnu voru þegar hún var sex eða sjö ára skott. „Þá fékk ég stundum að fara með móðurömmu minni að salta síld. Ég fékk þá að raða meðan amma skar síldina. Eldri systir mín var með langömmu og ég var alltaf á hlaupum að tékka hvort þær væru komnar með fleiri tunnur en við amma. Mér er minnisstæðast að ég fékk alltaf eitt merki í stígvélið áður en ég fór heim. Það þótti mér æðislegt.Svo sáu mamma og pabbi um grásleppuhrognavinnslu á vorin og þá fengum við krakkarnir að bronsa tunnugjarðirnar. Við vorum tólf ára þegar við fengum vinnu við að pakka smáfiski í frystihúsinu á Raufarhöfn og eftir það fór maður alltaf að vinna í fiski á sumrin í frystihúsinu enda var okkur aldrei bannað að vinna.” Fimmtán ára fór hún að fara með bakka upp á flökunarloft og gekk samstarfið við konurnar á vélunum svo vel að þær biðu óþreyjufullar eftir því að stúlkan yrði sextán svo hún gæti verið með þeim á vélunum. „Ég var því aldrei í því að pakka eða skera, ég var alltaf á vélunum!” Ákveðin kaflaskil urðu sumarið sem Eyrún var átján ára en þá vann hún ásamt tveimur öðrum við að skrapa og mála í fiskimjölsverksmiðjunni á staðnum. Í framhaldi fengu þær vinnu í haustbræðslunni og var Eyrún sett á þrærnar að passa að það væri alltaf nóg hráefni inn í bræðsluna meðan hinar tvær voru á mjölpallinum að sekkja mjölið. Árið eftir var svo farið á vetrarvertíð til Vestmannaeyja og var Eyrún bæði í vinnslunni og eins í loðnufrystingunni hjá Ísfélaginu. Hún sneri síðan til baka og fór í fiskinn á heimaslóðum. „Ég hef komið nokkuð víða við, vann í búð eitt sumar, var í sjoppu og líka í eldhúsi á Hótel Norðurljós. Einhvern veginn endaði ég samt alltaf í fiskinum.”

„Við vorum tólf ára þegar við fengum að vinna við að pakka smáfiski í frystihúsinu á Raufarhöfn og eftir það fór maður alltaf að vinna í fiski á sumrin í frystihúsinu enda var okkur aldrei bannað að vinna.” nokkrum sinnum þangað í afleysingar. Ég þáði það þar sem ég hafði ekkert annað að fara í en frystihúsið. Þar var ég á rannsóknastofunni og svo í almennum störfum ásamt því að sjá um eldhúsið og versla inn, svo fór ég annað slagið á Seyðisfjörð á vaktir, ég var þar á skilvindunum og síðar á rannsóknastofunni. Vinnufélagarnir í Helguvík voru og eru alveg einstaklega skemmtilegir þannig að mér leiddist aldrei í

Stökk milli fjarða Þrátt fyrir að Eyrún búi á Raufarhöfn vinnur hún ekki í bænum. „Það var 1996 sem ég byrjaði á rannsóknastofunni hjá SR-mjöl á Raufarhöfn. Um aldamótin keypti Síldarvinnslan SR-mjöl en síðan var verksmiðjunni lokað í júlí 2005. Þetta var síðasta verksmiðjan á landinu sem eldþurrkaði mjöl og hún var orðin gömul og úr sér gengin. Þegar ég ætlaði að skila lyklunum þá var ég beðin um að bíða aðeins og hitta verksmiðjustjórann eftir c.a. klukkutíma, þegar ég kom aftur þá bauðst mér að fara til Helguvíkur og vinna þar í verksmiðjunni en ég hafði farið

Það er óhætt að segja að Eyrún sem er fædd 1961 hafi snemma kynnst sjávarútvegi því hennar fyrstu kynni af vinnu voru þegar hún var sex eða sjö ára skott. Mæðgurnar Eyrún og Elva. SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

19


Eyrún að mæla fitu í mjöli hjá SR-mjöli á Raufarhöfn. Ljósmyndari: Helgi Ólafsson

vinnunni.” Eyrún vann í Helguvík þar til að starfseminni var hætt þar í febrúar 2019. Síðan þá hefur hún unnið fyrir SVN, aðallega á Seyðisfirði en sömuleiðis í afleysingum á Norðfirði. Eyrún er oft vikum sama í burtu frá Raufarhöfn meðan hún vinnur á vertíð. „Ég hef góða aðstöðu á báðum stöðum og nú eru krakkarnir líka orðnir fullorðnir og komnir með eigin börn. Þetta samrýmist vel einkalífinu, í dag búa allir í fjölskyldunni á Raufarhöfn og þegar ég er heima á ég góðar stundir með börnum og barnabörnum.”

prufu fyrir sig. Hér áður fyrr var þetta miklu meiri handavinna og mikið notað af alls kyns efnum til að finna gildin en í dag eru nánast engin efni notuð til þess.”

Fjölbreytt verkefni

Eyrún vinnur ein á rannsóknarstofunni en segir starfið þó ekki vera einmanalegt. „Ef mér fer að leiðast rölti ég bara niður í stjórnstöð, hér er alls staðar fólk. Svo elda ég eða fer að kaupa inn á kaffistofuna. Ég hleyp í alls kyns verkefni!” Af upprunalegum vinnufélögum Eyrúnar Fylgir vertíðartaktinum í Helguvík er einn eftir sem vinnur með henni en hún segir Eyrún segir að vinnan á rannsóknarstofunni fylgi hópinn í heild vera mjög góðan. „Það eru hressir karlar í vertíðartaktinum og á Seyðisfirði sé það t.d bræðslunni og núna er þarna ein kona líka, fyrir utan kolmunninn. Þar fylgist hún með ferskleika mig. Bræðslustörfin eru annars mjög karllæg.” Eyrún segir að hráefnisins, fitu, salti, súrnun í lýsi og fleiru. Þessa dagana er engin vertíð og þá eru þau sex Hún segir að miklar framfarir hafi orðið á miklar framfarir hafi á staðnum að vinna að ýmsum verkefnum. gæðum hráefnisins sem snýst aðallega um Síðan eru sex starfsmenn frá Seyðisfirði að orðið á gæðum hráefnisins kælingu þess, en þar standi Síldarvinnslan vinna í makrílfrystingu í Neskaupstað. Næsta sig mjög vel. „Það munar öllu að fá hráefni vertíð byrjar ekki fyrr en seinnipartinn í sem snýst aðallega um sem er að meðaltali 2 - 3 gráður við löndun mars eða um miðjan apríl. „Áður fyrr kom kælingu þess, en þar en ekki 10°. Áður fyrr voru bræðslurnar hingað loðna líka en það gerir hún ekki iðulega kallaðar Gúanó þar sem að stórum lengur. Makríllinn og síldin fara orðið að standi Síldarvinnslan sig hluta var brætt skemmt hráefni en það er alls mestu leiti í manneldi en ekki í mjöl og lýsi mjög vel. ekki svo í dag, það er mikið lagt í að afurðirnar og sú vinnsla fer fram í Neskaupstað. Síðan fer verði sem bestar. Þá fylgist hún með vinnslunni að koma að innri úttekt, ég vinn að henni ásamt og fiskimjölinu líka. „Mér finnst þetta skemmtilegt tveimur öðrum .” Tengslin milli rannsóknarstofunnar starf enda er ég forvitin að eðlisfari. Það kvikna hjá mér og innri úttektar eru ekki augljós og spurð út í þetta spurningar eins og: Af hverju er súrinn svona hár? Af hverju er fitan segir Eyrún að þetta sé nú kanski tilkomið þar sem hún hafi verið í mjölinu svona há? Mig langar að vita af hverju þetta stafar. Mér leiðist viðstödd árlegar heimsóknir frá U.S.T og Mast þar sem farið var oft því aldrei.” Starfið hafi líka breyst talsvert í gegnum tíðina. „Þegar ég er mjög ítarlega í gegnum gæðahandbókina Hún hafi líka verið önn við á Norðfirði set ég mjölið t.d bara í skál og sting henni undir ljósmæli Verkmenntaskólann á Akureyri og lært á excel, word og fleiri forrit. Það sem mælir og gefur mér allar upplýsingar á einu bretti; fitu, prótín, hafi oft komið sér vel. „Það má segja að ég sé þúsund þjala smiður, ég salt, rotamín og fleira. Á Seyðisfirði er þetta öðruvísi og ég geri hverja er í öllu!”

20

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


Á sjó og landi þarf að huga vel að öryggi og tryggingum. Frá stofnun höfum við tryggt sjávarútveginn og störfum enn í dag náið með sjómönnum.


Bergþóra Jónsdóttir

„Mig langaði til að efla mig í starfi” 22

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


Jóna Rúna Erlingsdóttir er verkstjóri í saltfiskvinnslu Vísis í Grindavík. Hún vann hefðbundin störf í vinnslunni í nokkur ár áður en hún ákvað að skella sér í gæðastjórnunarnám í Fisktækniskólanum. Eftir námið fékk hún stöðu sem gæðastjóri hjá fyrirtækinu og núna ný orðin verkstjóri. Stór hluti starfsfólksins er erlent vinnuafl sem hefur búið í Grindavík í lengri eða skemmri tíma. Hún er mikil íþróttakona og starfar í tveimur kórum. Því var hvíslað að blaðamanni af innfæddum Grindvíkingi að hún hefði einstaklega fallega söngrödd.

É

g byrjaði að vinna hjá Vísi árið 2008 og fer svo í fisktækniskólann árið 2015. Ég fékk mikla hvatningu frá fyrirtækinu til að fara í námið og er ég þakklát fyrir það. Ég var búin að vinna sjö ár á „ „gólfinu” og því komin tími til að gera eitthvað annað og fór ég að fá löngun til að ná mér í einhverja menntun og efla mig í starfi. Ég fór ekki í framhaldsskóla á sínum tíma þannig að ég var ekki með mikinn grunn. Ég vissi að þetta nám var að byrja hér og ekki var verra að skólinn er staðsettur hér í Grindavík. Ég var í fyrsta hópnum sem gat tekið gæðastjórnunarnámið í skólanum. Við vorum um tólf í mínum bekk og helmingurinn konur. Að námi loknu fékk ég stöðu sem gæðastjóri og núna er ég nýtekin við sem verkstjóri í saltfiskvinnslunni,”segir Jóna Rúna. Fisktækniskóli Íslands menntar fólk til starfa við fiskveiðar, fiskvinnslu og fiskeldi. Grunnnámið í fisktækni er tveggja ára námsbraut. Einnig

„Ég var búin að vinna sjö ár á „gólfinu” og því komin tími til að gera eitthvað annað og fór ég að fá löngun til að ná mér í einhverja menntun og efla mig í starfi.”

Jóna Rúna og Jón Björn í kórferðalagi með kirkjukórnum í Þýskalandi í bænum Garmisch-Partenkirchen.

Hér er Jóna Rúna með fjölskyldunni við fjallið Þorbjörn rétt fyrir utan Grindavík. Myndin var tekin í tilefni af fermingu Andra Daða í fyrra sem er lengst til vinstri á myndinni, næstur er Óðinn Lár svo Jón Björn maðurinn hennar og synirnir Jökull Orri og Ívar Örn.

„Þetta er allt mjög duglegt og vinnusamt fólk en stundum koma upp vandamál sem tengjast þá oftast tungumálaörðugleikum.”

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

23


stendur til boða að taka framhaldsnám í gæðastjórnun, fiskeldi og Marel-vinnutækni. Skólinn býður einnig upp á ýmis sérsniðin námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Ég átti mér draum á yngri árum að fara í myndlistarskólann en áhugi minn á sjávarútveginum jókst mikið eftir að hafa tekið gæðastjórnunarnámið og ef ég held áfram í námi mun ég fara í eitthvað nám sem nýtist mér á þeim vettvangi.”

Að námi loknu fékk ég stöðu sem gæðastjóri og núna er ég nýtekin við sem verkstjóri í saltfiskvinnslunni.”

Vinnusamt og duglegt fólk Starfsfólk vinnslunnar er flestir af erlendum uppruna og koma frá löndum eins og Tælandi, Serbíu, Póllandi og Afríku. Stór hluti þeirra kom til Grindavíkur árið 2014 þegar starfsstöðvar fyrirtækjarins lokuðu á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík. Jónu Rúna segir starfið sitt mjög gefandi og mjög skemmtilegt að kynnast fólki af ýmsum þjóðarbrotum. „Þetta er allt mjög duglegt og vinnusamt fólk en stundum koma upp vandamál sem tengjast þá oftast tungumálaörðugleikum. Það kemur fyrir að misskilningur verði milli starfsfólksins eða við verkstjórana en þau mál eru alltaf leyst þó það taki stundum smá tíma. „ Við notum stundum látbragð og handahreyfingar til útskýringar ef á þarf að halda. Gæðastjórinn okkar er pólsk og talar mjög góða íslensku og hér starfa margir Pólverjar þannig að það hjálpar okkur mikið ef eitthvað kemur upp á í samskiptum. Þeir sem hafa verið hér lengst geta talað ágæta íslensku og hjálpa okkur þá við að túlka.” Hún segir að flestir viti sitt hlutverk og hvers er ætlast til af þeim og yfirleitt gangi allt mjög vel fyrir sig en stundum koma upp smá knökrar vegna ólíkra sjónamiða og menningar og nefnir Jóna Rúna eitt slíkt dæmi. „Starfsfólkið ber yfirleitt mikla virðingu fyrir yfirmönnum og því verða stundum árekstrar þegar nýtt starfólk byrjar hjá okkur því þá biðjum

Jóna Rúna er mikil íþróttakona og æfir í Crossfitstöðinni í Grindavík.

við stundum vant starfsfólk að kenna þeim því við önnum því oft ekki sjálf en þetta fyrirkomulag fer stundum illa í suma því mörgum finnst að yfirmennirnir eigi að sjá um kennsluna því þeir stjórni og kunni hlutina betur.”

Ánægð með sveigjanlegan vinnutíma Saltfiskvinnsla Vísis hefur verið í sama húsinu í Grindavík síðan fyrirtækið var stofnað árið 1965. Miklar tæknibreytingar hafa átt sér stað síðan þá og búnaðurinn því tekið miklum breytingum frá þeim tíma. Mikið rannsóknar og þróunarstarf hefur verið unnið til þess að verkunin varðveiti gæði hráefnisins sem best. Framleiðslan er því mjög tæknivædd eins og í frystihúsunum. Afurðirnar eru seldar á markaði á Spáni, Grikklandi og Ítalíu. Núna vinna um fimmtíu og fimm manns í vinnslunni, tveir verkstjórar og einn gæðastjóri. Jóna Rúna er nýtekin við sem verkstjóri og er enn að aðlagast nýju starfi. Hún er stundum mikið ein með börnin og því gott að geta haft sveigjanlegan vinnutíma og er hún ánægð með hversu vel fyrirtækið kemur til móts við sig að því leyti. „Maðurinn minn er vélstjóri á bátnum Dúdda Gísla og er því oft töluvert í burtu frá heimilinu. Við eigum fjóra stráka og því er nóg að gera og því gott að geta stundum hætt fyrr á daginn og unnið þá aðra daga lengur.”

Vildi geta sinnt áhugamálunum betur Jónu Rúnu finnst finnst frábært að til sé félag kvenna í sjávarútvegi. Hún hefur ekki gefið sér mikin tíma til að sækja fundi en langar til að gera meira af því en hún fylgist vel með í gegnum netið. Félagið var stofnað árið 2013 og er það markmið félagsins að gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan og einnig að fá fleiri konur til liðs við sjávarútvegsfyrirtæki. Jóna Rúna á mörg áhugamál en segist ekki alveg geta sinnt þeim eins vel og hún vildi „ég væri til í að hafa aðeins fleiri tíma í sólahringnum,” segir hún og hlær. Jóna Rúna er mikil íþróttakona, á hennar yngri árum var hún í fimleikum og fótbolta og prófaði líka badminton í Keflavík þar sem hún ólst upp fram að unglingsárum en hún flutti svo til Grindavíkur þegar hún var 15 ára og hélt þá áfram í fótbolta í nokkur ár. Hún kynntist svo Crossfit fyrir um 1 ½ ári síðan sem hentar henni mjög vel. „Crossfitstöðin hér er mjög góð hér og fer ört stækkandi, ég reyni að fara eins oft og ég get. Svo er ég í tveim kórum, kirkjukórnum og kvennakór sem stofnaður var í janúar 2019. Við vorum nokkrar stelpur sem höfðum gaman af að syngja og við fengum söngkonuna Bertu Dröfn Ómarsdóttur með okkur í lið sem er kórstjóri hjá okkur. Það er alltaf að fjölga í kórnum sem er ánægjulegt. Svo hef ég mjög gaman af því að mála myndir en hef lítinn tíma fyrir þá iðju eins og er. Svo höfum við fjölskyldan verið mjög dugleg að ferðast innanlands með fellihýsið okkar en gerðum undantekningu á því þetta sumarið því við erum að taka húsið okkar í gegn og mikill tími farið í það,”segir Jóna Rúna að lokum.

24

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


FROZEN AT SEA Wild Caught North Atlantic Seafood


Öflugur sjávarútvegur eykur þjóðarhag

26

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

27


Skoðun

Kolféll strax fyrir matvælafræði Í

skóla hafði ég frá upphafi alltaf mestan áhuga á raungreinum en að loknu stúdentsprófi af eðlisfræðibraut MS þá vissi ég ekki hvaða nám ég vildi velja. Byrjaði í efnafræði því ég sá það sem góðan grunn. Fann mig aldrei alveg í því námi en ákveðin í að klára það sem ég hafði byrjað á. Á síðasta ári tók ég valáfanga innan matvælafræði og kolféll strax fyrir faginu. Matvælafræði er þverfaglegt nám þar sem við lærum matvælaefnafræði, -örverufræði og -verkfræði en einnig um matvælavinnslu, pökkun, vöruþróun svo eitthvað sé nefnt. Það sem heillaði mig strax mest var matvælaefnafræði – frá fyrsta degi fannst mér ótrúleg fegurð í efnafræðinni bak við majónes – og finnst enn.

Eini Íslendingurinn í mínum árgangi Að loknu námi við Háskóla Íslands (HÍ) 1996 hélt ég til Danmerkur og hóf masternám við Hinn konunglega Dýrlækna- og Landbúnaðarháskóla (KVL) á Friðriksbergi en sá skóli hefur nú verið sameinaður Kaupmannahafnarháskóla. Ég var eini Íslendingurinn í mínum árgangi og kynntist þar góðum hópi danskra vinkvenna sem ég held ennþá góðu sambandi við. Grunnurinn sem ég hafði frá matvælafræðinni í HÍ reyndist mér mjög vel og var ég vel undirbúin fyrir námið. Matvælafræðin við KVL var á þessu tíma kennd í samstarfi við Danska Tækniháskólann (DTU) og þar skrifaði ég lokaverkefnið mitt um stöðugleika fiskpróteina við frystingu. Þar með var teningunum kastað og ég byrjaði að vinna á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf ) 1. október 1998 rétt um mánuði eftir að ég útskrifaðist með MS gráðu í matvælafræði.

Nýting próteina niður í peptíð Hjá Rf vann ég í fyrstu við rannsóknir á áhrifum frystingar á fiskprótein en fljótt hóf ég að vinna við verkefni sem tengdust nýtingu próteina úr hliðarafurðum svo sem afskurði. Síðan þá hefur rauði þráðurinn í minni vinnu verið nýting próteina. Fyrst, þróun aðferða til að nota fiskprótein í afurðir eins og surimi en síðar að nýta ensím til að brjóta prótein niður í peptíð og kanna notkun þeirra t.d. í fæðubótarefni. Löng hefð er á Íslandi að nýta allt sem fellur til við vinnslu matvæla hvort sem nýting lifur til að framleiða lýsi, þurrkun hausa eða framleiðsla fiskimjöls. En á þessum tíma var ekki mikið um nýtingu hliðarafurða með líftækni. Þar höfðu þó til dæmis Dr. Jón Bragi og Dr. Ágústa, sem einmitt höfðu

28

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri MATÍS

bæði kennt mér við HÍ, hafið þá vegferð sem í dag er Zymetech, þar sem ensím eru einangruð úr þorski og nýtt í lækningavörur. Árið 2000 leiddi ég stórt norrænt verkefni um nýtingu próteina úr síld. Í því verkefni var sett af stað tilraunaverksmiðja sem síðar varð grunnurinn að líftæknisetri Matís sem var staðsett á Sauðárkróki. Þar voru settar upp aðferðir til að mæla lífvirkni lífefna svo sem peptíða unnin úr fiskpróteinum. Þar var einnig verksmiðja á tilraunaskala þar sem Matís sem og önnur fyrirtæki gátu framkvæmt tilraunir, meðal annars við ensímvinnslu próteina til að framleiða peptíð. Líftæknisetrinu hefur nú verið lokað. Í upphafi þessa starfs vorum við hjá Matís mikið að leita til fyrirtækja og biðja þau um að vera með okkur í rannsóknaverkefnum á sviði líftækni við próteinvinnslu. Nú hefur þetta að nokkru leyti snúist við, þ.e. að í dag hafa fyrirtækin sjálf samband við Matís með ósk um samstarf að rannsóknaverkefnum á sviði fullnýtingar próteina í verðmeiri vörur eða fá hjá okkur til að veita ráðgjöf á þessu sviði. Sem hluti af þessum aukna áhuga og samstarfi þá hefur skapast þörf hjá fyrirtækjum á þessu sviði að komast í tilraunaverksmiðju eins og þá sem var á Sauðárkróki en sambærileg aðstaða er ekki til staðar í dag. Óskastaðan væri að hafa færanlega tilraunaaðstöðu, til dæmis í gámi því ávallt er best að vinna hráefnið sem ferskast, þar sem hægt væri í samstarfi við fyrirtækin að þróa aðferðir og vörur. Ég tel að tækifærin séu mörg á þessu sviði og er mjög gaman að finna fyrir auknum áhuga á nýtingu alls þess sem fellur til við vinnsluna.

Framleiðsla úr hliðarafurðum fiskvinnslu Í dag er mikil eftirspurn eftir próteinum eins og sjá má í verslunum en þar eru það aðallega mysuprótein eða sojaprótein. Fyrir 70 árum voru mysuprótein, hliðarafurð frá ostaframleiðslu, einungis nýtt sem áburður eða fóður. Með mikilli rannsókna- og þróunarvinnu hafa þau hlotið þann sess sem þau hafa í dag, með tilheyrandi verðmætaaukningu. Ég tel að hægt sé að koma fiskpróteinum á sama stað en það mun á sama hátt og fyrir mysupróteinin kosta mikla vinnu og rannsóknir.


Enn þá eru mörg verkefni ókláruð þegar kemur að nýtingu fiskpróteina – sérstaklega þegar horft er til þess að nýta fiskprótein í matvæli þar sem erfitt getur verið að hemja neikvæða „fiskimjöls“ lykt. Einkum er það vegna þess hversu viðkvæmar fjölómettaðar fitusýrur eru. Í dag eru fiskpeptíð því aðallega nýtt í hylkjuð fæðubótarefni. Undantekningin er kollagen sem eins og dæmin sanna hefur ekki einkennandi fisklykt. Ég hef einmitt undanfarin ár unnið með einangrun á kollageni úr roði og er það mikið undraefni. Í dag eru mörg íslensk fyrirtæki, eins og Marine Kollagen, Iceprotein og Kerecis, sem framleiða vörur úr hliðarafurðum fiskvinnslu en ég hef unnið með öllum þessum fyrirtækjum í mismiklu mæli. Frábært er einnig að fylgjast með þeirri grósku sem hefur verið í kringum Sjávarklasann og alltaf mikill innblástur að koma þangað inn. Samstarf við fyrirtæki og aðra rannsóknaaðila innanlands sem utan hefur verið það sem ég tel ein helstu forréttindi í mínu starfi. Í gegnum evrópsk og norræn verkefni hef ég heimsótt allt frá Lapplandi og Tromsö í norðri til Spánar í suðri. Hefur þetta samstarf verið lífæð okkar hjá Matís í að byggja upp nýja þekkingu og afla samstarfs fyrir íslensk fyrirtæki í verkefnum. En ekki hefur verið síður skemmtilegt og gefandi að vinna með íslenskum fyrirtækjum að rannsóknar- og þróunarverkefnum. Án undantekninga hefur mér verið vel tekið hjá starfsfólki í fiskvinnslum um allt land hvort sem ég er að biðja um nokkra þorskhausa eða tugi kílóa af marningi. Einmitt þessi tenging Matís við sjávarútveginn veitir okkur sérstöðu í samstarfi. Við viljum vera brúin á milli háskóla og iðnaðarins og leggjum okkur fram við í gegnum okkar starf að hafa þekkingu og aðstöðu til að geta stutt við iðnaðinn þegar á þarf að halda. Samstarf við nemendur hefur einnig verið nokkuð. Ég hef komið að kennslu að ég held allra árganga í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna (nú GRÓ) frá 1998. Einnig kenndi ég í nokkur ár verklega matvælaefnagreiningu við HÍ og hef komið að því að aðstoða nemendur í BS, MS og doktors námi.

Áhugavert að kynnast starfi tengt konum í KIS Snemma á starfsferlinum hóf ég setu í stjórnum. Fyrst í starfsmannafélagi Rf og fljótlega í stéttarfélagi matvælafræðinga og sit nú í stjórn Félags Íslenskra Náttúrfræðinga (FÍN). Einnig sat ég í tvö ár í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar og kynntist þar mörgu frábæru fólki bæði í stjórn en líka við að skipuleggja málstofur á ráðstefnunni. Því miður verður ráðstefnan ekki haldin í ár en hún er einstakur vettvangur fyrir okkur sem störfum í sjávarútvegstengdum verkefnum til að fylgjast með hvað er að gerast í greininni og tengjast innbyrðis. Á sama hátt hefur verið áhugavert að kynnast starfi tengt Konum í sjávarútvegi (KIS) og er þar einstaklega skemmtilegur og fjölbreyttur hópur á ferð. Tengsl sem þar hafa myndast hafa nýst vel í vinnunni.

Margrét frá því hún starfaði hjá Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins.

Skilningur okkar eykst í COVID - 19 Ég tel að Ísland sé í grunninn matvælaframleiðsluland. Loðdýraeldi, bankar, stóriðjur og ferðamenn koma og fara. En alltaf er matvælaframleiðslan til staðar. Því hefur mér lengi þótt að matvælafræði ætti að vera gert hærra undir höfði. Matvælafræði er í dag staðsett við HÍ inn á Heilbrigðisvísindasviði en mér þætti hún passa betur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Matvælafræðin hefur alltaf verið kennd hjá HÍ í tengslum við opinberar stofnanir og fyrirtæki – nú Matís - og hafa allir haft ábata af því samstarfi. Þrátt fyrir það þætti mér betur fara á því að grundvallargrein fyrir íslenskt samfélag eins og ég tel matvælafræðina vera, ætti að hafa meira vægi innan HÍ en það á eflaust við um alla að vilja veg sinnar vísindagreinar sem mestan. Staða Matís er mér einnig hugleikin. Ein af hinum stóru áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir á tímum loftlagsbreytinga og fólksfjölgunar er að framleiða á sjálfbæran hátt nóg af hollum og öruggum matvælum. Að auki hefur skilningur okkar á nauðsyn þess að auka innlenda framleiðslu og vera sjálfbærari með aðföng aukist í ljósi COVID-19. Vegna þess hve hlutverk Matís á þessari vegferð innan íslensks samfélags er stórt þá er mikilvægt að tryggja öfluga starfsemi Matís. Hluti af því er að Matís hafi skýrt hlutverk og tryggja sterkan rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Með stofnun nýs Matvælasjóðs er verið að beina sjónum að innlendri matvælaframleiðslu og auka samkeppnishæfni íslenskra matvæla. Ég horfi spennt til þess hvernig nýr Matvælasjóður mun þróast.

Margrét að kynna sér hreindýraræktun í Lapplandi.

Lengi var mitt helsta áhugamál að syngja í kór. Undanfarin ár hef ég aðallega fengið útrás fyrir tónlistariðkun í tengslum við tónlistarnám barnanna. Þegar þau verða eldri og hægist um vonast ég til að geta hafið aftur þátttöku í kór, þó ekki væri nema á elliheimilinu. Ætli það sé ekki góður kór á Grund? SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

29


Nýr meðeigandi og björt framtíð

Laila Björk Hjaltadóttir.

MD Vélar ehf er rótgróið fyrirtæki sem stofnað var af Hjalta Erni Sigfússyni árið 1990. Frá upphafi hefur vélbúnaður og varahlutir frá Mitsubishi verið aðalsmerki fyrirtækisins þó að það sé með mörg önnur umboð, stórt birgjanet og mjög víðtæka varahluta og viðgerðarþjónustu.

Elín Bragadóttir

V

iðmælandi okkar, Laila Björk dóttir Hjalta, kom til starfa hjá Hjalta um mitt ár 2013 og hefur verið þar síðan. „Hjalti hafði verið eini eigandi MD Véla í langan tíma en það breyttist nú fyrir skömmu þegar nýr meðeigandi, Kári Jónsson, kom inn með 49% eignarhlutfall. Kári Jónsson er 33 ára og er vélvirki að mennt. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur vélum og er því á réttri hillu hér í fyrirtækinu“ segir Laila Björk. „Hann hefur starfað hjá okkur frá 2013, reyndar með smá stoppi en um tíma bjó hann á Akureyri með fjölskyldu sinni. Okkur tókst þó að ná honum aftur til okkar, sem er mikið lán fyrir fyrirtækið.“ „Sumum þætti liggja beinast við að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar með þeim hætti að ég kæmi inn sem meðeigandi, en ég að fyrirtækjarekstur krefst mikillar vinnu og fórna og hreint út sagt, þá er ég ekki tilbúin í það“ segir Laila. „Þegar ákveðið var að fá Kára inn sem meðeiganda, var okkar fyrsta hugsun að framkvæma þessar breytingar á þann hátt að sem minnst truflun yrði fyrir viðskiptavini okkar þannig að ný kennitala var stofnuð fyrir reksturinn og tók sú kennitala yfir nafn MD Véla. Út á við virðist þetta hafa gengið eins og í sögu en reyndin er sú að breyting sem þessi krefst mikillar vinnu sem að mestu leyti er á minni könnu, einfaldlega vegna míns hlutverks innan fyrirtækisins. En ég á góða að sem hafa aðstoðað mig með ráðum og dáðum þegar ég hef verið í vafa hvernig best er að gera hlutina.“

30

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

„Þetta eru skemmtilegir tímar. Við erum lítið fyrirtæki með einungis þrjá starfsmenn á launaskrá, vinnuandinn er góður og daglegir fundir fara fram við eldhúsborðið meðan við borðum okkar hefðbundna morgunmat sem eru egg og meðlæti“ Þetta er frábær byrjun á deginum og við náum að ræða hlutina, deila upp verkefnum, forgangsraða og svo framvegis. Þessir morgunverðarfundir hafa verið sérstaklega nauðsynlegir síðustu mánuði þar sem við höfum sjaldan eða aldrei verið jafn önnum kafin enda mörg verkefni í gangi á sama tíma en eins og áður sagði, þá erum við aðeins þrjú og þurfum þess vegna að fá verktaka í ákveðin verkefni en Kári er að mestu að vinna um borð í skipum út um land allt.“ „Við að fá Kára inn í fyrirtækið, opnast margir möguleikar. Við getum tekið að okkur fleiri verkefni í viðhaldi, möguleikar á breytingum á vinnuhögum þar sem vinnuálag og verkefni skiptast á fleiri“. Þá segir Laila að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á markaðsetningu og sölu og að hún fái þá tíma til að einbeita sér meira að ýmsum verkefnum sem hún hefur verið að vinna að í gegn um tíðina. „Til dæmis erum við með Evrópu umboð fyrir sértækar vörur fyrir eldvarnarkerfi og mun ég nú geta haldið áfram með það verkefni“. Þá segir Laila að þegar vinnan við þessar breytingar er yfirstaðin, þá sjái hún líka fram á að hafa meiri tíma til að sinna áhugamálum mínum og það verður auðveldara að komast frá í frí. „Þó að satt sé að vinnan er eitt af mínum áhugamálum, þá á ég þau fleiri! Mikilvægast í mínu lífi er fjölskyldan mín. Ég er svo rík að eiga fjóra yndislega syni og þrjú ömmubörn sem eiga hug minn allan. Ég elska að eiga samverustundin með fjölskyldunni og hreinlega nýt þess hlutverks að vera amma.“ „Ég hef einnig mikinn áhuga á ferðalögum og er ég orðin óþreyjufull eftir því að ástandið í heiminum lagist svo ég geti farið að ferðast aftur. Ég er þó ekki mikið fyrir týpíska ferðamannastaði heldur eru það framandi heimar sem heilla mig. Mér finnst afar spennandi að kynnast ólíkri menningu, smakka hina ýmsu rétti, kynnast fólki um allan heim, upplifa öðruvísi heima og njóta þess að vera til. Að sjá hvernig fólk lifir sínu daglega lífi er eitthvað ég hef mikinn áhuga á. Á þessum ferðum hef ég eignast marga vini til lífstíðar, þetta opnar hugann og veitir manni víðsýni og gerir mann að betri manneskju að mínu mati“ segir Laila.

Maidís barnabarn Lailu og Laila.


Góð þjónusta breytir öllu Rafræn skjöl Myntbreyta Stillingar

Dreifa greiðslu Sækja PIN Hækka heimild Yfirdráttur

Endurgreiðslutilboð Greiða reikninga Lán í appi Millifæra


Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeild Samskipa. Ljósmynd: Haraldur Jónasson/Hari.

Ingibjörg Stefánsdóttir

Skemmtilegast að sjá fólk blómstra Fyrir nokkrum árum sótti Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs og samskipta hjá Samskipum íþrótta- og tískusýningar í starfi sínu. Nú heimsækir hún sjávarútvegssýningar fyrir Samskip og talar af ástríðu um frystigeymslur, kolefnisspor, fljótapramma og strandflutninga. Hún er greinilega á réttri hillu. 32

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Á önnur mið eftir MBA Þórunn kemur úr sportvörugeiranum, var fimm ár framkvæmdastjóri íþróttasviðs hjá Altis, sem m.a. selur Under Armour fötin og þar á undan 13 ár vörumerkjastjóri hjá Nike (Icepharma) áður en hún kom til starfa hjá Samskipum fyrir einu og hálfu ári. Hún vill þó ekki gera of mikið úr muninum á þessum störfum: „Á endanum erum við alltaf að eiga viðskipti við fólk,“ segir hún og bætir því við að sjávarútvegurinn sé skemmtileg grein, þar sem sé mikil framþróun og nýsköpun. En hvernig kom það til að hún fór að vinna hjá Samskipum? „Ég skellti mér í MBA nám og að loknu námi fann ég mjög sterkt fyrir löngun til að róa á önnur mið. Mig langaði í eitthvað allt annað og hér er ég í dag, forstöðumaður markaðs og samskipta hjá Samskipum. „Þetta var algjörlega nýtt fyrir mig að koma í Samskip,“ segir hún og má


segja að þar hafi hún valið að stinga sér í djúpu laugina. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að „alast“ upp á vinnumarkaði með stórum alþjóðlegum vörumerkjum sem eru leiðandi á sínu sviði. Á sama tíma er ég líka þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að læra nýja hluti, nýta reynslu mína, þekkingu og nám á nýjum vígstöðum. Það er ótrúlega mikill lærdómur sem felst í því að fara í algjörlega nýjan geira.“

Náið samstarf við sjávarútveginn „Undir markaðs- og samskiptasvið Samskipa falla innri og ytri samskipti og markaðsmál, þjónustuvefur félagsins, þróun á honum, ásamt vefjum félagsins bæði innri og ytri. Samfélagsleg ábyrgð og umhverfismál hafa einnig verið á mínu borði en ég hef unnið þau mál mjög náið með framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá okkur og ýmsum hópum innan félagsins. Það er gaman að vinna hjá Samskipum. Fyrir tíma Covid gerðum við eitthvað skemmtilegt saman í hverjum mánuði til að efla andann meðal starfsmanna, fjallganga, happy hour, bingó, jólapeysugleði og svo mætti lengi telja. Það sem mér finnst líka mjög skemmtileg er að við vinnum verkefni þvert á félagið. Það gefur starfsmönnum tækifæri til að taka þátt í þróunar- og umbótaverkefnum og þá kynnist fólk betur. Við höfum einnig dregið viðskiptavini að borðinu í verkefnavinnu. Það sem gefur mér mest í starfi og mér finnst skemmtilegast, er að sjá hvernig fólk þróast og blómstrar við hin ýmsu verkefni og í réttum aðstæðum.“ „Hjá Samskipum vinnum við náið með sjávarútveginum og bjóðum til að mynda upp á bestu þjónustuna frá ströndinni til Bretlands og

meginlands Evrópu. Við leggjum mikla áherslu á umhverfisþáttinn,“ segir Þórunn. „Vissirðu til dæmis að það er miklu umhverfisvænna að flytja fisk í skipaflutningum heldur en með flugi?“ bætir hún við, tekst á loft og greinilegt að umhverfismálin eiga hug hennar allan. „Sjóflutningar eru án vafa umhverfisvænni kostur en fraktflutningar í flugi. Þumalputtareglan er að fyrir hvert flutt tonn af farmi séu gróðurhúsaáhrif flugsins um fimmtánfalt meiri en skipsins. Visthæfni leikur stórt hlutverk hjá Samskipum og félagið er mjög framarlega í umhverfisvænum lausnum fyrir viðskiptavini sína. Við nýtum umhverfisvæna kosti eins og lestir og fljótapramma til viðbótar við vörubílaflutninga á meginlandinu, veljum umhverfisvænasta flutningsmátann í hverjum legg fyrir sig og drögum þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda.“

Samfélagsleg ábyrgð í fyrirrúmi hjá Samskipum „Ég er stolt af Samskipum en meðvitund um samfélagslega ábyrgð hefur alla tíð verið leiðarstef í starfsemi félagsins. Þar má nefna aðgerðir í þágu sjálfbærni, nýsköpun og mótvægisaðgerðir við skaðleg umhverfisáhrif.“ Þórunn vinnur náið með öllum sviðum fyrirtækisins og á líka í töluverðum samskiptum við viðskiptavini, einkum þá sem eru framarlega í umhverfismálum. „Ég hef mikinn áhuga á umhverfismálum og þau hafa verið á mínu borði hér í fyrirtækinu. Samskip er til að mynda einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins en þar sit ég í stjórn. Eitt af okkar verkefnum er að auka vitneskju um og stuðning við endurheimt votlendis en það er ein öflugasta leiðin í baráttunni við

Fjölskylda og vinir á fjöllum. SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

33


Í dag eru um það bil 70% bókana að berast okkur í gegnum þjónustuvefinn okkar sem við erum stanslaust að þróa. Við viljum einfalda ferli viðskiptavina okkar, auka upplýsingagjöf og betrumbæta yfirsýn, þetta gerum við með starfrænni þjónustu á vefnum okkar. Þar að auki er mikill tímasparnaður og minni hætta á mistökum sem eru líka kostir þess að nýta þjónustuvefinn okkar. Samskip er með skrifstofur í 35 löndum í Evrópu, Ameríku, Asíu og Ástralíu og um 1.500 starfsmenn, en Covid-19 hefur gert það að verkum að markaðir eru erfiðir. „Við breyttum siglingakerfunum, sendum fólk í heimavinnu, lokuðum mötuneytinu og bjuggum til hólf sem fólk þurfti að vinna innan. Nú er fólk að koma til baka.“ Ástandið kallaði á krísustjórnun. „Fólk á skrifstofunum vann heima, það var skrítin tilfinning að mæta í næstum tómt hús.“ Þórunn segir fólk hafa verið mjög fljótt að tileinka sér nýja tækni enda margt sem mátti leysa með fjarvinnu ef viljinn var fyrir hendi. „En því er ekki að leyna að staðan er snúin og markaðir erfiðir. En þetta ástand mun ekki vara að eilífu.“

Lífið eftir vinnu

loftslagsvána. Samstarf við Votlendissjóðinn er góð leið fyrir fyrirtæki til að kolefnisjafna rekstur sinn að hluta til eða algjörlega. Við erum öll í þessari baráttu saman og það skiptir miklu að hjálpast að. Ég upplifi ekki að kyn skipti máli hjá Samskipum. Jafnréttisstefna félagsins er mjög skýr og komið er jafnt fram við alla hjá Samskipum, óháð kyni eða uppruna, en vissulega mættu vera fleiri konur hjá fyrirtækinu. Ég er búin að skrá mig í Félag kvenna í sjávarútvegi og hlakka til að taka þátt í þeirra starfi ég er einnig félagi í Félagi kvenna í atvinnurekstri (FKA). Ég hef fylgst með því öfluga starfi sem bæði þessi félög hafa unnið undanfarin ár og þeim ofurkrafti sem félögin búa yfir. En það sem skiptir mestu máli er að við getum búið til samfélag þar sem öll kyn hafa jöfn tækifæri. Jafnrétti kynjanna er mikilvægt mannréttindamál og jafnframt forsenda friðar, framfara og þróunar. Jafnrétti skiptir okkur öll máli á einn eða annan hátt.

Eigum flotta og sterka liðsheild Innan fyrirtækisins er yfirgripsmikil sérfræðikunnátta sem tengist sjávarútvegi og útflutningi. „Við erum með mjög góða blöndu af sérmenntuðu fólki og fólki með áratuga reynslu af flutningum. Þetta er flott og þétt liðsheild en við setjum viðskiptavininn alltaf í fyrsta sæti. Við bjóðum upp á heildarþjónustu fyrir sjávarútveginn, allan hringinn. Í Ísheimum hérna úti,“ segir hún og bendir á stórt, hvítt hús við hafnarbakkann, „erum við með fullkomnar og tæknivæddar frystigeymslur fyrir frystar afurðir, bæði fyrir minni og stærri farma. Sérútbúin skoðunarherbergi eru til gæðaeftirlits í miðstöðinni og aðstaða fyrir ytra landamæraeftirlit með matvælum á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo er Svala, sem eins og nafnið gefur til kynna er kæligeymsla, 900 fermetrar að stærð. Einnig býður Samskip fiskútflytjendum aðgang að tveimur stórum saltfiskgeymslum. Svala var að stórum hluta hönnuð í samvinnu við viðskiptavini Samskipa. Í henni er fullbúið skoðunarherbergi þar sem viðskiptavinir okkar geta skoðað gæði vörunnar og ástand fisksins áður en hann er fluttur úr landi. Teymið okkar í útflutningsdeildinni er með áratuga reynslu í útflutning og aðstoð við viðskiptavini. Við siglum vikulega frá Reykjavík með vöru fyrir alla landsbyggðina. Það er góð leið og möguleiki sem margir viðskiptavinir okkar nýta sér og færa þannig vöruflutningana af vegum landsins yfir í strandsiglingar.“

34

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Þórunn hafði ekki mikil tengsl við sjávarútveg eða flutningsþjónustu áður en hún hóf störf hjá Samskipum. Aðspurð segist hún aldrei hafa verið í fiski en hafi hins vegar bæði veitt lax á stöng og þorsk úr Breiðafirðinum. Eignmaður hennar er líka ættaður úr Breiðafirði, þótt ekki hafi hann fengist á stöng. Þau eiga þrjú börn og eitt glænýtt barnabarn. Hún virðist full af orku enda á hún fjölmörg áhugamál flest tengjast hreyfingu og útivist. „Ég vinn mikið, hef aldrei verið hrædd við það, en utan vinnutíma eru það gæðastundir með fjölskyldunni sem eru númer eitt, tvö og þrjú. Við ferðumst mikið með börnin okkar bæði innanlands og utan. En uppáhaldsferðirnar eru skíðaferðir þar ná allir að vera saman og upplifa fjöllin, náttúruna og samveru með góðum vinum. Veiði, golf og hjólreiðar eru líka ofarlega á listanum yfir uppáhaldsáhugamál. Fjallgöngur eru líka skemmtilegar í góðum hóp. En það sem skiptir mestu máli að mínu mati er alltaf félagsskapurinn, áhugi minn á fólki er endalaus og ég nærist á því að gera eitthvað skemmtilegt með skemmtilegum hóp. Þegar ég var nýbyrjuð hjá Samskipum bauðst mér að taka þátt í Cyclothoninu með liði Samskipa, að hjóla hringinn í kringum landið. Það var ótrúlega skemmtilegt ævintýri og upp úr stendur liðsheildin og félagsskapurinn. Það var algjörlega geggjað að upplifa landið sitt á þennan hátt.“ Nýtt ár segir Þórunn kalla á nýjar áskoranir. „Næsta verkefnið hjá mér er Landvættirnir, en við erum búnar að skrá okkur nokkrar stelpur í Landvættina fyrir 2021. Ég hlakka mikið til að klára það verkefni með þeim flotta hópi. Í því felst bæði skíðaganga, hjólreiðar, fjallahlaup og sund. Við erum byrjaðar að æfa. Félagsskapurinn er aðalatriðið, enda snýst þetta um það að hafa það skemmtilegt og eiga góðar stundir með góðum hópi, ekki að slá met. Keppnisskapið er vissulega til staðar en ég er alveg raunsæ bæði á eigin getu og þann tíma sem ég ætla að setja í þetta,“ segir Þórunn að lokum. Keppnisskapið virðist þó vera til staðar, bæði í leik og starfi, þó alltaf sé áherslan á þróun, samfélagslega ábyrgð, góð samskipti og skemmtilegan félagsskap.

Cylothon lið Samskipa.


Snjallari vinnslur • Sjálfvirknivæðing ferla hámarkar framleiðni • Pökkunartækni lágmarkar yfirvigt og fer vel með hráefnið • Söfnun ganga tryggir rekjanleika, matvælaöryggi og stöðugar umbætur

marel.is


Með fólkinu í blíðu og stríðu Þegar snjófljóð féll á Flateyri síðast liðinn vetur, þá var það fyrsta sem útibússtjóri Sjóvá á Ísafirði gerði var að hringja í smábátasjómennina. Hún þekkti þá og þeir þekktu hana og vissu að henni var ekki sama. Hún heitir Þórunn Snorradóttir og hún er í sérfræðingateymi Sjóvá á sviði sjávarútvegs. Þórunn hittir blaðamann á skrifstofu Sjóvá í Reykjavík, brosandi, í kjól með hlébarðamunstri og háhælaskóm í stíl. Það er ekki víst að þetta sé hentugur klæðnaður niður á bryggju en þar er hún samt líka eins og heima hjá sér. Mánaðarlega fer hún Vestfjarðarhringinn og heimsækir þá bátakallana sína, eins og hún kallar þá, í sjávarútvegsplássunum.

Þórunn Snorradóttir sér ekki vandamál aðeins miserfið verkefni.

Ingibjörg Stefánsdóttir

,Ég hitti kallana á fiskmarkaðinum og hlakka alltaf til að fara. Strandveiðin er þannig að það er aldrei róið á föstudögum, þá eru karlarnir á fiskmarkaðinum og ekki stressaðir að fara á sjóinn eða landa.“ Þá kemur Þórunn í heimsókn, fer í kaffi, færir þeim jafnvel heimabakaðar kleinur, spyr um aflabrögð og ræðir horfur í bransanum. ,,Helstu kúnnarnir eru smábátasjómennirnir. Þeir eru svo margir. Það eru kannski 100 smábátakallar en 10 stórar útgerðir. Patreksfjörður og Bolungarvík eru aflahæstu smábátabryggjur landsins og því er mikilvægt að heimsækja þessa staði. Ég get ekki setið á Ísafirði, horft til Patreksfjarðar en aldrei mætt þangað. Ég sá það mjög fljótt að ég vildi sinna þessum viðskiptavinum af krafti og ákvað að prófa að mæta á staðinn. Þá heyrir maður fljótt hvað það brennur á fólki og er efst á baugi. ,, Sjómennirnir koma alveg SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Hofsós, Ísafjörður, Reykjavík, Ísafjörður Þórunn á auðvelt með það enda hefur hún tengsl við sjávarútveg. ,,Ég er fædd og uppalin á Hofsósi í Skagafirði og er yngst af sjö systkinum. Þarna var fiskvinnsla og frystihús og næg vinna í fiskinum. Ég var 13 ára þegar ég fór að sauma utan um skreiðarpokana. Framtíðin mín lá þó ekki í því að starfa í fiskvinnslunni. Mig langaði að gera eitthvað annað. Við fluttum vestur til Ísafjarðar þegar ég var 19 ára af því að maðurinn minn er sjómaður. Og þar náttúrulega snýst allt um útgerð og fiskvinnslu.

Þórunn og Jón Ágúst Björnsson, eiginmaður hennar

Kaffi og kleinur á fiskmarkaðnum

36

einstaklega vel fram við mig. Ég hef aldrei nokkurn tíma fundið: „Ertu kona?“ eða eitthvað slíkt, nema þá með aðdáun: ,,Já, er kona hjá Sjóvá sem sér um skipatryggingarnar? Það er nú aldeilis.“ Þeir eru svo ánægðir með það. Ég hef aldrei fundið nema stuðning, hvatningu og aðdáun, að ég skuli hafa áhuga á þessu. Ég segi þeim yfirleitt fljótt að sé gift sjómanni og þeir heyra fljótt að ég tala alveg þeirra tungumál. Þeim finnst frábært að ég komi og hafi áhuga á því sem þeir eru að gera. Svona kynnist maður fólkinu, kemst inn í samfélagið og það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Að maður skilji umhverfið, þekki markaðinn sem maður er að vinna á. Þú verður að mæta viðskiptavininum þar sem hann er, á hans forsendum.“

Byrjaði að spila golf fyrir þremur árum, spilar eftir vinnu og kemur endurnærð og ný manneskja heim

,,Ég hitti kallana á fiskmarkaðinum og hlakka alltaf til að fara. Strandveiðin er þannig að það er aldrei róið á föstudögum, þá eru karlarnir á fiskmarkaðinum og ekki stressaðir að fara á sjóinn eða landa.“


Á sviðinu á Aldrei fór ég suður; Þórunn segir tónlist hafa mótað sig og sitt uppeldi

Ég þekki þá orðið vel og því get ég látið þá vita að okkur er ekki sama, að það skipti okkur máli að heyra að það sé í lagi hjá þeim.“

Siglt með afla til Cuxhaven

Þar giftum við okkur og eignuðumst börnin okkar tvö. Þau eru bara Vestfirðingar; Ísfirðingar, fædd og uppalin. Fyrst starfaði ég hjá Gamla bakaríinu á Ísafirði. Svo fór ég að vinna í Útvegsbankanum og var þar þegar Íslandsbankinn varð til.“ Þórunn segir það hafa verið mjög góða reynslu, vel hafi verið að málum staðið, námskeið haldin og mikið unnið með starfsmönnum til þess að fólk úr ólíkum bönkum gæti unnið vel saman. Þessi reynsla hafi nýst henni vel í starfi hjá Sjóvá, en þar byrjaði hún árið 2000. ,,Árið 2005 kom ég hingað suður og fór svo aftur vestur 2017 þegar ég tók ég við útibúinu.

Þórunn segist finna fyrir miklum og góðum stuðningi frá Sjóvá. ,,Mér finnst mjög gott að vinna hjá Sjóvá og finn mig vel í þessu.Hér starfar, gott fólk og fyrirtækjamenningin er góð. Við erum með ánægðustu viðskiptavinina og starfsánægja er með því mesta sem mælist á landinu og við göngum eins langt og við getum til að þjónusta okkar viðskiptavini. Ég gæti alveg setið í útibúinu allan daginn án þess að hitta fólk. Mér finnst það bara ekki vera nein þjónusta þótt auðvitað sé það misjafnt hvernig þjónusta hentar fólki. Fyrir vikið höfum við hjá Sjóvá líka lagt mikla áherslu á að mæta þörfum þeirra sem vilja geta afgreitt sín mál rafrænt og erum stöðugt að þróa slíkar lausnir.

Ellý, Abba og BG og Ingibjörg

Þórunn er ekki aðeins virk og öflug í starfi heldur líka utan þessu. ,,Já, ég er mjög virk. Þegar ég flyt vestur 19 ára gömul, þá er auglýst eftir söngkonu í BG og Ingibjörgu, þannig að ég fór í söngprufu og fékk Þórunn segist finna mikinn mun hvað varðar öryggismál á þeim 20 starfið. Þar með hófst söngferill minn í hljómsveit og nú er ég búin að árum sem hún hefur unnið hjá Sjóvá, enda sýni opinberar tölur vel vera í hljómsveit í 34 ár. Ég syng; á böllum og árshátíðum hversu mikið hefur áunnist í þeim efnum. og afmælum og brúðkaupum og nefndu það. Ég kem af miklu tónlistarheimili. Við vorum öll ,,Heldur betur; maðurinn minn var lengi á ,,…nú er ég búin systkinin í kirkjukórnum. Tónlist mótaði mig og frystitogurum og ég man alveg sérstaklega eftir mitt uppeldi. Elsti bróðir minn Kristján Björn að vera í hljómsveit í 34 ár. einu skipi sem hann var á. Þeir fóru varla út á stofnaði Upplyftingu (sem seinna sjó nema koma í land með slasaðan sjómann. Ég syng; á böllum og árshátíðum Snorrason, varð fræg, m.a. fyrir lögin Traustur vinur og Það var hræðilegt. Maður hugsaði „ það og afmælum og brúðkaupum Rabarbara-Rúna). Hljómsveitin er stofnuð eru tvö skip að sigla, hlið við hlið, að veiða inni í stofu heima, tvær elstu systur mínar sömu tegund, í sama veðri; annað lendir og nefndu það. Ég kem af miklu voru á tímabili báðar í Upplyftingu ásamt meira í slysum heldur en hitt“ Hvers vegna tónlistarheimili. Við vorum öll Kristjáni , en, og pabbi keyrði rútu og hann ? Er það vinnulagið ? Því ef að hlutirnir túraði með hljómsveitina um allt landið. eru ekki á hreinu, þá veit það ekki á gott. systkinin í kirkjukórnum. Þetta var soldið fjölskyldufyrirtæki. Þórunn Og ef að áhöfnin er breytileg, óvanir menn, Tónlist mótaði mig og mitt hefur líka sungið á skemmtunum hjá Sjóvá: alltaf komnir einhverjir nýir, þá eru svo margir uppeldi.“ ,, Árið sem Magni var í Rockstar Super Nova, veikir hlekkir í keðjunni. Þegar maðurinn minn var stofnuðum við hljómsveit í Sjóvá sem fékk nafniðn sjómaður fyrir vestan á öðru skipi þá man ég varla Sjóvá Super Nova. Hef spilað á böllum hjá Sjóvá og á eftir að það hafi slasast þar sjómaður. Þetta voru líka alltaf skemmtunum fyrir fyrrverandi og núverandi starfsmenn. Þá hef sömu sjómennirnir. Þeir kunnu þetta og hugsuðu vel um hvorn ég sungið Ellý, en það gerði ég líka fyrir vestan. Þar höfum við sett upp annan. Þetta er fjölskylda. Það er enginn einn þarna í vinnunni heldur er sýningar með lögum með henni, með Abba, Janis Joplin og fleira.“ hann hluti af heildinni. Ég held að það skipti svo miklu máli.

Bylting í öryggismálum

,,Okkur er ekki sama“ Góð tengsl Þórunnar við sjómennina komu vel í ljós þegar snjóflóð féll á Flateyri sl. vetur. ,,Það var ekki góður dagur. Sem betur fer varð ekki mannskaði á Flateyri. Það voru náttúrulega tryggðir bátar sem fóru. En þegar þetta gerist hugsum við að sjálfsögðu strax um fólkið, hvort allir séu heilir á húfi og það skipti okkur máli að heyra í okkar fólki á svæðinu. Þið eruð með fólkinu í blíðu og stríðu? ,,Já. Og þarna kemur líka þessi nálægð, þar sem samfélagið er lítið og allir þekkja alla. Að maður þekki umhverfið og geti brugðist rétt við þegar eitthvað bjátar á. Það skipta allir máli. Ég hringdi þarna um morguninn í bátakallana til að heyra í þeim og spyrja: ,,Er í lagi með þig og þína?“ Þú getur ekki verið manneskjuleg ef þú veist ekkert við hvern þú ert að tala.

Þórunn lætur tónlistina ekki duga: ,,Þegar ég flutti vestur 2017, ákvað að fara að æfa golf og fór á námskeið hjá Golfklúbbi Sjóvá. Ég fer eftir vinnu, spila níu holur og er komin heim um sjö. Hreinsa hausinn, búin að hreyfa mig. og kem endurnærð og ný manneskja heim. Þetta er nánast fullkomið. Núna spila ég reglulega golf og er komin í stjórn Golfklúbbs Ísafjarðar.“ Eins og þetta sé ekki nóg, þá er Þórunn líka í háskólanám, en hún stundar nám í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Hún hóf nám þar árið 2015 og er nú að byrja á lokaritgerðinni. Hefur tekið sér hlé ef þannig stendur á í fjölskyldunni, segir hún: ,,Það er þriggja ára nám en ég er að klára þetta á fimm árum og klára BS í viðskiptalögfræði um áramótin. Ég held alltaf áfram“ segir þessi öfluga og jákvæða kona. SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

37


Guðbjörg Lára ásamt foreldrum sínum þeim Sigurði Magnússyni og Þóru Þórisdóttur og bræðrunum sínum þeim Kolbeini og Þangbrandi. Ljósmynd: Matarbúðin.

Bergþóra Jónsdóttir

Finnst það skylda sín að taka þátt í umhverfisvernd Guðbjörg Lára Sigurðardóttir rekur fyrirtækið Urta Islandica ásamt Matarbúðinni Nándinni með foreldrum sínum og bræðrum. Eftir að hafa búið erlendis og kynnst mismunandi menningarheimum uppgötvaði hún að á Íslandi var best að vera. Hafið, umhverfismál og sjálfbærni eru henni og fjölskyldu hennar hugleikin og eru þau að setja upp fyrstu plastlausu matarbúðina á Íslandi um þessar mundir. Þau eru að búa til hringrásarkerfi fyrir glerumbúðir, sem verða þvegnar og sótthreinsaðar í sérsmíðaðri glerþvottavél.

Á 38

sólríkum morgni í ágúst mætir blaðamaður í litla Matarbúðina Nándin sem staðsett er í gamla hluta Hafnarfjarðar umkringd fallegum gömlum húsum. Við honum blasti smekklega raðað grænmeti í kössum fyrir utan búðina, svona eins og í útlöndum. Ætlunin var að setja niður með Guðbjörgu Láru

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

og fá að vita meira um hana, fyrirtækið og öll verkefnin sem standa yfir og framundan eru. Sjórinn og saltið hefur verið mikið áhugamál hjá fjölskyldunni og hugmyndafræðin bak við vörurnar hefur alltaf verið að framleiða næringarrík, falleg og frumleg matvæli úr íslensku hráefni. Þá hafa þau verið að stúdera ýmsar lausnir í umbúðamálum til þess að geta sleppt því að nota plast í vörur Urta Islandica og vörur Matarbúðarinnnar. „Við höfum verið að búa til saltblöndur sem henta íslenskum fiski. Við blöndum t.d. þara, íslenskum berjum, íslenskum jurtum, saman við saltið. En saltið sjálft fáum við frá Norðursalti. Grunnhugmyndin með

„Grunnhugmyndin með saltblöndunum er að koma bragði af villtum íslenskum jurtum og sjávargróðri í saltið og steinefnum og vítamínum í matinn með saltinu.”


saltblöndunum er að koma bragði af villtum íslenskum jurtum og sjávargróðri í saltið og þannig steinefnum og vítamínum í matinn með saltinu. Við seljum t.d. þarahvítlaukssalt og þegar sú framleiðsla byrjaði var hugsunin að ná joðinu og steinefnunum úr þaranum og blanda saman við saltið. Við höfum notað íslenskt flögusalt í framleiðsluna okkar frá því byrjað var að framleiða það 2013, en fram að því fluttum við inn í salt frá Portúgal sem við notuðum í jurtasaltið okkar. Fyrirtækið Urta Islandica byrjaði hér í þessu rými, en við fluttum framleiðsluna til Keflavíkur 2017. Matarbúðina Nándina opnuðum við hérna á Austurgötunni 17 júní s.l. og bjóðum upp á úrval af plastlausum matvörum, t.a.m. seljum við mjólk á flöskum og kjöt og fisk í jarðgeranlegum umbúðum, segir Guðbjörg Lára.

Hreinn sjór í vörunum Fyrirtækið lét bora borholu á Reykjanesi þar sem sóttur er matvælavottaður hreinn sjór og hefur spennandi vara verið í þróun hjá þeim, sem er sjósódavatn, en þau nota einnig sjóinn í íslensku

Hafið er Guðbjörgu Láru og fjölskyldunni hugleikið og finnst þeim skylda sín að taka þátt í að vernda það og með því að hætta að nota plastumbúðir séu þau að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum.

Guðbjörg Lára

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

39


Mynd af fjölskyldunni með Umhverfis- og auðlindarráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni en Matarbúðin fékk þá virðulegu viðurkenningu á Bláskelinni 2020. Ljósmynd: Matarbúðin.

kaffisýrópin sem þau framleiða fyrir kaffihús Pennans og jurtasýróp sem hafa notið vinsælda. Að sögn Guðbjargar Láru magnar sjórinn upp jurtabragðið og býr til náttúrulega seltu í vörurnar. „Við þróum margt með sjóinn í huga og munum halda því áfram. Sjórinn er stútfullur af steinefnum sem við ætlum að vera duglegri að nýta. Við erum alltaf í einshverskonar hugmyndavinnu um það hvernig við getum nýtt sjóinn í matvæli.”

Bjó í nunnuklaustri í Portúgal „Draumurinn minn var alltaf að búa erlendis. Ég ferðaðist töluvert en svo komst ég að því eftir nokkra viðveru erlendis að mig langaði bara að vera heima nálægt mömmu og pabba. Ég kem inn í fyrirtækið tvítug eftir nokkurra viðveru erlendis. Þar vann ég í skóla fyrir erfiða unglinga og svo bjó ég í gömlu nunnuklaustri í Portúgal um tíma með 18 öðrum

Fyrirtækið lét bora borholu á Reykjanesi þar sem sóttur er matvælavottaður hreinn sjór og hefur spennandi vara verið í þróun hjá þeim, sem er sjósódavatn, en þau nota einnig sjóinn í íslensku kaffisýrópin sem þau framleiða fyrir kaffihús Pennans og jurtasýróp sem hafa notið vinsælda. Lára og sonur hennar Haukur Ísar Þrastarson.

40

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020



sjálfboðaliðum að vinna að ýmsum verkefnum með bæjarbúum. Ég er mikil fjölskyldumanneskja, en við erum 4 systkinin, bræður mínir tveir eru að starfa með okkur í þessu, Kolbeinn sér að mestu um vélakostinn okkar og Þangbrandur hefur verið í framleiðslunni. Svo á ég 2 ára gamlan son svo það er nóg að gera og mikið fjör” segir Guðbjörg Lára og brosir. Helsta áhugamál Guðbjargar Láru hefur verið að starfa í Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem hún gerir með pabba sínum Sigurði Magnússyni.

Guðbjörg gefur okkur uppskrift af fiskrétti sem fjölskylda hennar eldar oft.

„Mamma er heilinn á bak við þetta” Þóra Þórisdóttir, móðir Guðbjargar Láru, er heilinn á bak við fyrirtækið eins og hún orðar það sjálf. „Upp úr bankahruninu hellti mamma sér í rannsóknarvinnu á íslenskum jurtum og tók sér 2 ár í það áður en eiginleg framleiðsla hófst. Fyrsta hugmyndin hennar var að þurrka íslensk aðalbláber og setja í tepoka og útfæra í fallegar gjafapakkningar. Það var svo árið 2010 sem fyrirtækið var stofnað og framleiðsla á fyrstu vörunum hófust sem voru ýmis jurtate og jurtasýróp. Mamma hefur frá upphafi hugsað vörurnar út frá góðri næringu og vítamínum og var það hugsunin með aðalbláberjateinu í byrjun, sem er mjög næringarík fæða. Svo langaði mömmu að vinna með salt, þá var ég enn út í Portúgal og við fórum að flytja inn salt þaðan eða þangað til við fórum í samstarf við framleiðendur hér heima 2013. Í dag sé ég um alla hönnun en með glöggu auga mömmu, allar umbúðir og slíkt sé ég um. Pabbi kemur svo inn í þetta á fullu með okkur árið 2014 og er framleiðslustjórinn okkar og nú eru bræður mínir hér líka.“

Finnst það skylda að taka þátt í umhverfisvernd Það er enginn lognmolla yfir fyrirtækinu og mörg járn í eldinum, bæði í vöruúrvali og vöruþróun. Nú stendur yfir nýtt verkefni, það er að koma á laggirnar plastlausri matarbúð. Hafið er Guðbjörgu Láru og fjölskyldunni hugleikið og finnst þeim skylda sín að taka þátt í að vernda það og með því að hætta að nota plastumbúðir séu þau að leggja sitt af mörkum í umhverfismálum. Allir þeir aðilar sem fyrirtækið

Þorskur með birkisýrópi og bláberjasalti 800 g þorskur 60 g smjör 4 hvítlauksrif, pressuð 2 msk birkisýróp ½ dl steinselja, söxuð smátt svartur pipar bláberjasalt álpappír Hitið ofninn í 200°C. Bræðið smjörið, og svo er sírópi, steinselju og hvítlauki bætt út í smjörið, setjið til hliðar. Skerið þorskinn í fjóra jafnstóra bita, piprið örlítið og leggið hvern bita í álpappír. Dreifið smjörsósósunni yfir hvern bita. Pakkið fiskbitanum þétt inn í álpappírinn og bakið í ofninum í um 15 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Áður en fiskurinn er borinn fram er dálitlu bláberjasalti dreift yfir fiskinn. Borið fram með sýrðum rjóma með blómasírópi, límónusneiðum og sætum kartöflum.

er í samstarfi við skuldbinda sig til að taka þátt í því með þeim. Matarbúðin Nándin hefur hefur hlotið viðurkenningu sem heitir Bláskelin 2020, en Umhverfisstofnun hefur haldið utan um það verkefni. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. „Við létum sérsmíða glerþvottavél fyrir okkur, með henni getum við tekið við glerinu okkar og endurnýtt það og þannig búið til hringrásarkerfi fyrir gler. Alla tíð hefur umhverfið verið okkar leiðarljós í gegnum alla okkar framleiðslu. Við höfum leitar okkur fræðslu og þekkingar víða erlendis um jarðgerðanlegar umbúðir, en enn sem komið er hentar glerið okkur best. Þetta verkefni tengist líka svo vel sjónum og er þetta okkar skref í því að reyna að minnka plastið í honum. Raunin er sú að það er dýrt að endurnýta glerið, við erum ekki að spara neitt í þessari aðgerð heldur viljum við leggja okkar af mörkum í að minnka óþarfa plast og einnota plastumbúðum. Það er ekki hægt að segja annað um okkur en að við förum á fullum krafti inn í verkefnið: plastlaus september,” segir Guðbjörg Lára og hlær.

42

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020



,,Ég vann í saltfiski þegar ég var um tvítugt; maðurinn minn er sjómaður, pabbi minn, afi minn; það eru allir sjómenn“

„Að vinn‘á lyftara? Ekkert mál“ 44

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


Helga Valgerður Friðriksdóttir er alin upp í Nesjum, rétt utan við Höfn í Hornafirði. Eins og stór hluti íbúa þar, hefur hún unnið mikið í tengslum við fiskinn. Hún hefur verið á sjó, unnið í saltfiski, á höfninni og nú síðast, frá árinu 2018 á Fiskmarkaði Suðurnesja, starfsstöðinni á Höfn. Starfið er fjölbreytt, í því felst bæði löndun, pappírs- og tölvuvinna, að mæla ísprósentur í afla og samskipti við bæði sjómenn og fiskkaupendur.

H

karnúmer, kaupendur og að körin fari á rétta staði og í rétta bíla.“ Þau eru fjögur hjá Fiskmarkaðinum á Hornafirði; ,,Ég og stöðvarstjórinn erum í þessari tölvu- og pappírsvinnu og svo eru strákarnir tveir. Þeir eru alveg fríir frá öllu því veseni. Við stöðvarstjórinn förum alveg og löndum, sækjum fisk og mokum. Gerum allt sem þeir gera, en við berum líka ábyrgð á uppboðinu og því öllu. Ég er náttúrulega bara almennur starfsmaður en hef alltaf verið líka uppi á skrifstofu að hjálpa til. Það er oft mikill hamagangur fyrir hádegi, þegar allir eru að hringja og melda og landa og allt þarf að vera komið inn á slaginu tólf. Þegar stöðvarstjórinn fer í sumarfrí og svoleiðis þá er þetta mitt að sjá um. Ég er sem betur fer ekkert bara föst fyrir framan tölvuna. Ég vil geta unnið með höndunum, ekki bara við tölvu. Yfir vetrarmánuðina erum við með uppboð Vil hafa allt 120% pottþétt alla daga, nema laugardaga en á sumrin eru bara uppboð ,,Ég hafði ekkert mikla hugmynd um hvað starfið snerist ,,Ég virka daga. Við reynum að hafa það þannig að við áður en ég byrjaði. Ég held að margir haldi að við vann í séum í fríi aðra hvora helgi, þá er ég bara með einn sækjum bara fiskinn og setjum hann inn í hús“ saltfiski þegar lyftaramann með mér og svo er stöðvarstjórinn segir Helga Valgerður. Hún komst fljótt að því að með hinn, en þegar eru stórar landanir, þá þurfum þetta er flóknara en það og margt að læra. ,,Ég var ég var hálfstálpaður að vera öll. Það eru ansi mörg handtök við eina reyndar með vigtunarleyfi, hafði verið að leysa unglingur, maðurinn minn löndun. Í gær vorum við að fá einhver 400 kör í af á höfninni sumarið áður, en ég þurfti að fara á lyftaranámskeið. Ég hafði aldrei keyrt lyftara, var er sjómaður, pabbi minn, hús og seldum 124 tonn, þannig að það var langur og mjög mikið um að vera. Þegar fiskurinn búin að mikla þetta rosalega fyrir mér en þetta afi minn; það eru allir ferdagur beint í útflutning beint, þá biðja kaupendur okkur er ekkert mál. En það er hellingur að læra á kerfið sjómenn“ um að setja aukaís ofan á, við erum bara með skóflu og hjá Reiknistofu fiskmarkaðanna. Auðvitað vill maður kar fullt af ís, þannig að það tekur smá tíma að eiga við hafa allt 120% pottþétt og helst meira. Það getur orðið það. Við skiptumst á að moka svo við förum nú ekki öll alveg rosalegt stress þegar við erum að koma öllu inn. Hef oft úr axlarliðnum. Það þarf líka að sitja á lyftaranum og stafla og allt staðið mig að því í matmálstímanum að renna yfir uppboðslistann það, en maður getur verið ansi þreyttur þegar maður heim úr vinnunni. til þess að vita hvort ég hafi ekki örugglega gert allt rétt. Þetta er allt rafrænt,“ segir Helga Valgerður. Kaupendur eru ekki á staðnum og þurfa að treysta á réttar upplýsingar um hverja stæðu á uppboðinu ,,Afsakið hvað er vond lykt af mömmu minni“ Mér hefur alltaf fundist rosa gott að vinna með karlmönnum,“ segir ,,Þeir sjá hvað er í boði á öllum mörkuðunum innan kerfisins. Það er listi Helga Valgerður. ,,og það er góður starfsandi hér hjá okkur. Við tökum sem er að uppfærast og breytast fram á hádegi og svo byrjar uppboðið okkur ekkert of alvarlega. Allir ótrúlega liðlegir. Ég á náttúrulega tvo klukkan eitt. Það er allt frá handfærabátum upp í stóra trollbáta sem selja stráka, tíu og fimm ára og bý með sjómanni. Þetta er ekki auðveldasti hjá okkur. Það koma líka aðkomubátar, þeir fara náttúrulega bara þar sem vinnustaðurinn upp á það að gera. Ég fæ oft að skjótast kortér í fjögur fiskurinn er og svo erum við líka með línubáta, það eru snurvoðabátar og sækja á leikskólann. Svo kem ég bara stundum með þá í vinnuna. sem landa stundum hjá okkur og sæbjúgubátar. Suma daga erum við Læt þá sitja uppi á skrifstofu á meðan eða eitthvað. Svo á maður nú líka með upp í ellefu landanir, það koma dagar þar sem er er kannski bara góða að. Svo er þetta allt mikið auðveldara þegar maðurinn minn er ein stór löndun eða ein lítil, aðra daga hrúgast allir inn að tæma sig, en heima. Þá þarf ég ekkert að spá í þessu og bara sinni vinnunni. Viss léttir þegar strandveiðin stóð sem hæst voru yfir 30 landanir suma dagana. að þurfa ekki að vera að velta því fyrir sér hvort maður sé að gleyma Það er oft rosalega mikið um að vera Þegar strandveiðin er og við höfum foreldraviðtali. Það hefur alveg skeð. Ég sannfærði sjálfa mig um það að aldrei verið með eins marga strandveiðibáta og í sumar. ég sé ekki sú eina. Sá fimm ára hefur alveg spurt: ,,Af hverju geturðu ekki

Ingibjörg Stefánsdóttir

elga Valgerður hefur unnið rétt rúm tvö ár á Fiskmarkaðinum. ,,Ég kom fyrst inn sem aukamanneskja sumarið 2018, þá var ég að slá inn á uppboðið og taka á móti símtölum frá strandveiðisjómönnunum. Ég vann í saltfiski þegar ég var um tvítugt, maðurinn minn er sjómaður, pabbi minn, afi minn; það eru allir sjómenn,“ segir hún og hlær. ,,Ég reyndi að fara á sjó líka en það átti ekkert sérstaklega vel við mig, ég varð alltaf svo sjóveik. Svo hef ég gripið í fiskvinnslu gegnum tíðina. Það hefur alltaf átt best við mig að vera í smá hasar. Ég þrífst best þegar ég hef nóg að gera. Margir bræludagar í röð eru ekki uppáhaldið.“

Finnst best að geta unnið með höndunum Það eru mörg handtökin í kringum hvert uppboð: ,,Við tökum á móti fiski, seljum og komum áleiðis til kaupanda. Við sjáum um löndun, svo eru sumir bátar með afla til endurvigtunar; þá þarf að taka prósentu af ís úr afla. Þegar við erum búin að landa fiskinum, þá vigtar hafnarvörðurinn hann og svo göngum við frá honum inni í hús, ísum yfir, svo þarf að setja allar upplýsingar um aflann sem við erum að fara að selja inn hjá Reiknistofu fiskmarkaða; tegund, aldur, þyngd o.fl.. Eftir uppboðin þarf að líma rétta kaupendamiða á öll kör, passa upp á að allt sé rétt;

,,Það er oft mikill hamagangur fyrir hádegi, þegar allir eru að hringja og melda og landa og allt þarf að vera komið inn á slaginu tólf.“ SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

45


,,Að vinn’á lyftara? Ekkert mál.” eða Helga Valgerður komst fljótt að því að það væri ekkert mál að keyra lyftara.

bara unnið á leikskóla eins og venjulegu mömmurnar. Svo sagði hann einu sinni hátt og snjallt í stakkageymslunni í leikskólanum: ,,Afsakið hvað er vond lykt af mömmu minni. Hún er sko að koma úr vinnunni!““

Fiskmarkaðsrúnt í sumarfríinu? ,,Vinnufélagarnir sýna mér mikinn skilning, ég get ekkert alltaf verið til tíu á kvöldin. Stundum þarf ég bara að hætta snemma. Það er ótrúlega mikils virði að þeir taki svona vel í að ég þurfi að vera að skjótast og skreppa og skutla á æfingu. Ég reyni nú að halda því í hófi. Þetta er bara ótrúlega þægilegt. Góðir samstarfsmenn og þeir sem stjórna fyrirtækinu líka; ég hef bara átt ánægjuleg samskipti við þá. Við erum með fimm starfsstöðvar og ég þekki ekkert fólkið sem er á hinum stöðunum. Það væri auðvitað rosalega gaman að heimsækja þau, þetta er ekkert allt alveg eins sko. Það getur vel verið að maður skreppi eitthvað sumarfríið og taki svona fiskmarkaðsrúnt. Kíki í kaffi. Kaffi með köllunum. Það er oft gaman. Þetta er svona pínu félagsmiðstöð hjá

46

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

,,Svo sagði hann einu sinni hátt og snjallt í stakkageymslunni í leikskólanum: ,,Afsakið hvað er vond lykt af mömmu minni. Hún er sko að koma úr vinnunni!““ sjómönnum, hafnarvörðum og fleirum; svona þegar er ekki covid. Það eru fastir gestir sem kíkja til okkar í kaffi og spjalla þegar er lítið að gera. Sem er mjög gaman í ljósi þess að kaffið okkar er víst ekkert svakalega gott þannig að við hljótum bara að vera svona skemmtileg sem vinnum hérna. Það þekkja auðvitað allir alla, margir þeirra tengdu mig við foreldra mína þegar ég var að byrja og sögðu kannski: ,,Þú ert dóttir Frissa og Sigurbjargar.“ Þetta er skemmtilegt og ég er ótrúlega ánægð þarna.



Anna Borg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Iceland seafood og hefur unnið þar í fastri vinnu síðustu tvö ár.

Bergþóra Jónsdóttir

Starfsmöguleikar góðir eftir útskrift Anna Borg Friðjónsdóttir var að vinna í HB Granda á menntaskólaárunum. Hún hafði heyrt að þar væri mikla vinnu að fá og launin væru góð. Hún fékk alls ekki nóg af fiskinum að loknu stúdentsprófi því þá lá leið hennar í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Nú er hún orðin sölustjóri hjá Iceland seafood og hefur unnið þar í fastri vinnu síðustu tvö ár. 48

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

É

g fór að vinna í HB Granda vegna þess að ég heyrði að þar væri hægt að fá mikla vinnu og góð laun. Ég vann oft 12 tíma á dag þegar mest var að gera svo ég gerði lítið annað á sumrin en að vinna, borða og sofa. Ég komst svo fljótlega að því hversu fjölbreytt þessi starfsgrein er og hversu viðamikill sjávarútvegurinn er í heild sinni. Þarna horfði ég á fjöldann allan af fisktegundum sem fór í gegnum vinnsluna og var svo komin jafnvel erlendis næsta dag. Þetta var mjög lærdómsríkt fyrir unga stelpu eins og mig sem hafði aldrei komið inn í fiskvinnslu áður. Ég vann þarna í fjögur sumur á meðan ég var í Versló.“

Námið fór fram úr öllum væntingum Anna Borg ákvað að taka sér hlé á námi í eitt ár og ákvað svo að sækja um sjávarútvegsfræðina á Akureyri. „Ég er algjört borgarbarn og þekkti


„Ég fer reglulega í heimsóknir til viðskiptavina og á sýningar en í fyrra fór ég ásamt fleirum í heimsókn til stærsta kaupanda Iceland Seafood á ferskum afurðum og fannst mér mikilvægt fá að fylgjast með og sjá með eigin augum hvað verður um fiskinn eftir að hann fer úr landi.“ engan á Akureyri þannig að þetta var lærdómsríkt fyrir mig. Ég fékk íbúð á stúdentagörðunum en hún var staðsett stutt frá háskólanum og svo var miðbærinn ekki langt frá. Staðurinn og námið fór fram úr öllum væntingum. Ekki spillti fyrir hversu mikill snjór er á Akureyri og stutt í brekkurnar, ég er mikið fyrir að fara á bretti. Þetta var stórt stökk fyrir mig að yfirgefa bæði fjölskyldu og vini en svo var lítið mál að skutlast í bæinn með flugvél þegar eitthvað var um að vera sem mig langaði að taka þátt í fyrir sunnan. Svo var alveg frábært að fá vinkonur sínar í heimsókn,” segir Anna Borg. Um 50 nemendur byrjuðu með henni bæði í fjarnámi og staðnámi. Hún segir námið sniðugt að því leyti að það sé þverfaglegt, þannig að nemendur læra margar greinar eins og náttúrufræði, eðlis,-og efnafræði, viðskiptafræðifög og svo námskeið tengd sjávarútveginum eins og fiskur sem matvæli og ýmislegt sem tengist matvælaiðnaðinum. Árgangurinn hennar Önnu Borgar var sá fjölmennasti sem hafði byrjaði í sjávarútvegsfræðinni en það var árið 2015 og kynjahlutföllin í náminu voru nokkuð jöfn en aðeins fleiri strákar. Eftir fyrsta árið hennar í skólanum fékk hún sumarstarf hjá Iceland seafood við sölu og útflutning á fiski og fékk svo fastráðningu eftir að hún útskrifaðist.

Fiskur að sjálfssögðu í uppáhaldi Anna Borg rifjar það upp að þegar hún var að vinna í fiski að oft hafi verið fiskur í hádeginu á vinnustaðnum og það fannst henni ekki freistandi og hún hafði heldur ekki lyst á fisk mömmu hennar þegar hann var í matinn þegar hún kom heim eftir langann vinnudag. „En núna elska ég fisk og kærastinn minn líka og við höfum fisk oft í viku í matinn,” segir Anna Borg og hlær. Henni finnst bleikjan standa upp úr en núna er hún með æði fyrir lúðu-ceviche, „það er alveg ótrúlega gott. Ég sker lúðuna í litla bita og læt liggja í límónusafa, salti og pipar og bæti síðan söxuðu kóríander, avókadó, papriku og gúrku saman við eða það sem til er í ísskápnum. Ég hef verið að nota þetta sem forrétt undanfarið þegar við höfum verið að fá fólk í mat og slær alltaf í gegn. Mér finnst mjög gaman að dunda mér í eldhúsinu, mér finnst það róandi. Ný ýsa er víst líka góð í þennan rétt en mér finnst hún líka alltaf góð soðin upp á gamla mátann en fiskur er líka dásamlegur á grillið. Hún kynntist kærastanum sínum í náminu og hann vinnur hjá Arnarlax. Þau eignuðust sitt fyrsta barn núna í mars á þessu ári svo að nóg er að gera hjá litlu fjölskyldunni. „Það snýst allt svolítið í kringum litlu stelpuna okkar núna en annars höfum við mjög gaman af að bjóða vinum og fjölskyldu í mat og eiga notalegar stundir með þeim. Við förum mikið á snjóbretti á veturna og svo er alltaf gaman að ferðast. Við fórum aðeins um Ísland í sumar eins og á Snæfellsnesið, Ísafjörð og Skagafjörðinn og skruppum líka í Grímsnesið í bústað. Ég nýt þess að vera í fæðingarorlofi núna en byrja svo aftur að vinna strax eftir áramót,”segir Anna Borg að lokum.

Starfsmöguleikar góðir eftir útskrift Þegar Anna Borg var í náminu þá tók hún þátt í að kynna það í framhaldsskólum landsins og fór hún út um allt land til þess. „Mér fannst mjög gaman að tala við ungt fólk um sjávarútvegsfræðina og sýndu þau náminu mikinn áhuga og spurðu mikið. Þetta var líka góð æfing fyrir mig að koma fram. Það hefur verið aukning í námið síðustu ár sem frábært.” Hún segir starfsmöguleika góða eftir útskrift og flestir sem hún hafi útskrifast með hafi fengið góðar stöður í tengslum við sjávarútveginn. Hún segir margt spennandi sé að gerast á þessu sviði eins og miklar tækninýjungar í vélum og fleiri og betri lausnir til nýtingar afurða.” „Ég vinn hjá Iceland Seafood International sem á rætur að rekja aftur til ársins 1932. Fyrirtækið selur, framleiðir og markaðssetur ferskar, frosnar og saltaðar sjávarafurðir um allan heim. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjavík, fiskvinnslur á Spáni og í Bretlandi og starfsemi í fleiri löndum. Iceland Seafood International er einn stærsti útflytjandi fiskafurða frá Íslandi. Ég vinn sem sölustjóri ferskra afurða hjá ISI og felst starf mitt aðallega í kaup og sölu á ferskum sjávarafurðum. Starfið er mjög fjölbreytt og er ég m.a. í samskiptum við framleiðendur, viðskiptavini og flutningsaðila. Þegar ferskur fiskur á í hlut helst framleiðsla, sala og flutningur í hendur svo varan haldi sínum bestu gæðum alla leið á neytandans. Starfið er þannig að ég kynnist mikið af fólki, bæði hér heima og erlendis. Ég fer reglulega í heimsóknir til viðskiptavina og á sýningar en í fyrra fór ég ásamt fleirum í heimsókn til stærsta kaupanda Iceland Seafood á ferskum afurðum og fannst mér mikilvægt fá að fylgjast með og sjá með eigin augum hvað verður um fiskinn eftir að hann fer úr landi.“

„Ég komst svo fljótlega að því hversu fjölbreytt þessi starfsgrein er og hversu viðamikill sjávarútvegurinn er í heild sinni.“

Anna Borg segir starfsmöguleika góða eftir útskrift og flestir sem hún hafi útskrifast með hafi fengið góðar stöður í tengslum við sjávarútveginn. Hún segir margt spennandi sé að gerast á þessu sviði eins og miklar tækninýjungar í vélum og fleiri og betri lausnir til nýtingar afurða. SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

49


Hin hliðin

Heiðveig María Einarsdóttir Fullt nafn: Heiðveig María Einarsdóttir Fæðingardagur og staður: 8. september 1979, Patrekstfjörður, var búsett á Tálknafirði og alin upp þar fyrstu æviár mín. Hverra manna ertu: Móðir mín er Þórdís Ólafsdóttir, fædd 1959 í Reykjavík, hún starfaði lengst af sem heimavinnandi húsmóðir, ritari og matráður. Faðir minn er Einar Jörundur Jóhannsson, fæddur 1953 í Reykjavík en alin upp mest alla sína barnæsku í Holtakotum í Biskupstungum með viðkomu í Elliðaey í Breiðafirði um nokkurra ára skeið. Faðir minn starfaði lengst af á sjó þá sem stýrimaður og skipstjóri, bæði hjá eigin útgerð svo og hjá öðrum útgerðum. Fjölskylduhagir: Ég er móðir þriggja barna, 10 ára drengs, 11 ára stúlku og 16 ára stúlku. Ég er í sambúð með yndislegum manni og á hann einn 7 ára dreng. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Tálknafjörður tvímælalaust og í raun allir sunnanverðir Vestfirðir, fæ aldrei nóg af því að heimsækja það landssvæði og vildi óska þess að ég gæti gert meira af því. Starf: Í dag starfa ég sem Viðskiptalögfræðingur svo og sem afleysingar kokkur á ísfisktogaranum Helgu Maríu RE1 sem Brim hf. gerir út frá Reykjavík. Ég fer því á 3-4 vikna fresti á sjó í 1-2 vikur í senn.

50

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020

Hvað er það sem heillaði þig mest við sjóinn? Í raun það sem ég vissi ekki og varð að prufa til þess að sjá hvað það var sem allir sóttust í og þá sérstaklega pabbi minn og síðar mamma mín (hún fór nokkra túra að sumri til þegar ég var yngri). Það er í raun svo margt sem er heillandi, það er kannski fyrst og fremst fyrirsjáanleikinn; þú tekur að þér ákveðið hlutverk um borð og þú veist í langflestum tilvikum alltaf til hvers er ætlast af þér og líka hvenær. Kyrrðin og friðurinn frá öllu áreiti heillar líka og gefur amk mér alltaf heilan helling. Spennan við það hvað er að fiskast í hverju holi heillar líka. Svo skemmir líka ekki fyrir að gegnsæi í launum er algjört. Þú ert í ákveðnu starfi og fyrir það færð þú ákveðin hlut af aflaverðmæti sem er til skipta. Ég held að það sé engin önnur stétt sem getur státað sig af því að hafa algjört gegnsæi í launum og 100% jöfn laun kynjanna. Þó má bæta því við að laun okkar miðast við fiskverð sem ég hef lengi talið vera rangt á Íslandi með því fyrirkomulagi sem er í gangi í dag, þar er algjör skortur á gegnsæi. Eftirminnilegasti samstarfsmaðurinn á sjó og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: Þeir eru nú nokkrir, má kannski fyrst nefna Gunna heitinn skipstjóra frá Dalvík – við vorum saman á sjó á Sunnu SI á Flæmska Hattinum fyrir hartnær 20 árum síðan - þá fyrir það hversu afskaplega rólegur og óstressaður hann var alltaf í brúnni og þegar ég vann með honum fannst mér hann alltaf vera brosandi og


WWW.KIS.IS


mínum og að geta ekki stutt þau í einföldum daglegum athöfnum – og óttinn við að vera ekki til staðar ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir. Þá sérstaklega þegar við pabbi þeirra erum bæði á sjó í einu sem því miður kemur stundum fyrir en þau eru öll sterk og dugleg og sína störfum okkar skilning og vinna eins mikið með okkur og hægt er þegar þessar aðstæður koma upp. glaður. Svo auðvitað Svenni og Robbi sem ég var með á Engey, tveir algjörir meistarar og reynsluboltar sem voru einhvern veginn alltaf eins og klukka og það einhvern veginn beit ekkert á þá. Algjörir naglar í vinnu og skilyrðislaus hörkutól báðir tveir og svo auðvitað með sinn eigin húmor hver fyrir sig. Að lokum er ekki hægt að sleppa þessari upptalningu án þess að nefna Helga Guðna, hann er ein allra elsta sál sem ég hef kynnst og hefði átt að vera fæddur í kringum aldamótin 1900. Hann er harðduglegur, metnaðarfullur og klár drengur og í raun á undan (nú eða eftir, eftir því hvernig á það er litið) sinni samtíð. Það er enn þó nokkuð í að hann skríði í þrítugt en bæði sálin og taktarnir eru nokkrum tugum eldri. Hann reykir pípu og eða vafðar sígarettur og spilar oft fyrir okkur og sig sjálfan á harmonikku í stakkageymslunni. Hann var lengi vel sá eini sem maður gat treyst á að væri með saumdót með sér á sjó – það hafði hann alltaf meðferðis til þess að bæta sjófötin sín ef kæmi á þau gat, því allt skal nýta. Stundar þú einhverja líkamrækt á sjónum? Nei það geri ég ekki en ég hins vegar er að skila á bilinu 10-16 þúsund skrefum á dag þegar ég vinn sem kokkur, þá þrátt fyrir að vinnusvæðið mitt sé afar fáir fermetrar – ég snýst líklega aðeins of mikið í kringum sjálfa mig. Það er reyndar alltaf mikill hugur í mér áður en ég fer á sjó að æfa eitthvað í túrnum en það fellur alltaf um sjálft sig einhverra hluta vegna um leið og við erum farin úr höfn. Hins vegar stunda nokkrir skipsfélaga minna reglulega líkamsrækt á sjónum og ég dáist alltaf jafnmikið af þeim dugnaði í þeim, en ég hef ekki náð að hafa mig í það ennþá. Ég nota reyndar saununa sem er um borð mjög mikið og nánast eftir hverja einustu vakt. Þar er ég yfirleitt ein og næ að kúpla mig út úr deginum og svitna aðeins af mér eldhúsbrælunni áður en ég tek kvöldsturtuna fyrir svefninn. Ef þú myndir smíða þér skip eða bát hvert yrði þá nafnið á því/ honum: Katla. Hvað var draumastarfið þitt sem lítill stúlka: Lengi vel var það sálfræðingur en á síðari árum var það að verða Útgerðarstjóri, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á veiðum, vinnslu og útgerð almennt og finnst það stórkostlega heillandi grein. En ég er nú samt ekki bjartsýn að sá draumur verði að veruleika, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér !

Eftirminnilega atvikið á sjó: Þau eru svo mörg og þá í flestum tilvikum jákvæð, mér finnst alltaf skemmtilegt þegar að fiskast vel og allir um borð þurfa að taka höndum saman og vinna aflann og það sem til fellur óháð hlutverkum. Heilt yfir hafa þær áhafnir sem ég hef unnið með verið mjög samstíga og vinnusamar þá sérstaklega þessi sem ég vinn með núna. Blessunarlega hef ég enn sem komið er ekki lent í neinum teljandi háska eða hættulegum aðstæðum á sjó og það virðist ekki skipta máli þó að það sé brjálað veður og allt á hliðinni ég verð ekki hrædd við hafið eða veðrið. Það reyndar er mér mjög minnisstætt þegar ég fór í land til þess að taka á móti barni skádóttur minnar (aupair sem kom til okkar þegar börnin voru lítil og er mér sem dóttir í dag). Ég fór þennan túr á síðustu stundu vegna forfalla og ætlaði í raun ekki að fara hann. En þegar það var verið að klára heimþrifin á dóli rétt fyrir utan Reykjavík eldsnemma á sunnudagsmorgni í mars þá fékk ég símtal frá þessari stúlku um að hún hefði misst vatnið og barnið væri líklega á leiðinni. Korteri seinna var ég komin í flotgalla og búin að fá far með hafnarbátnum í land (sem átti akkúrat leið hjá) þar sem vinkona mín tók á móti mér og skutlaði mér á sjúkrahúsið. Heilbrigð stúlka var tekin með keisaraskurði u.m.þ.b 2 klst. síðar eða um það leiti sem skipið mitt var að leggja að bryggju – ég var viðstödd og hefði aldrei viljað missa af þessari mögnuðu upplifun en hefði líklega gert það hefði þetta gerst sólahring fyrr t.d. Þetta er í eina skiptið sem mér hefur fundist ég verulega föst úti á sjó. Hvaða lið verður Englandsmeistari í ár: LIVERPOOL að sjálfsögðu, þeir sleppa ekki hendinni af titlinum héðan af. Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með áhöfninni þinni, hvaða íþrótt yrði fyrir valinu: Líklega rugby. Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj: Bara bæði, fer eftir stað og stund. Siginn fiskur eða gellur: Allan daginn nætursaltaðar gellur. Ég hef aldrei náð að tengja við siginn fisk. Smúla eða spúla: Smúla.

Skemmtilegasti árstíminn á sjó: Vorið og sumarið finnst mér, reyndar eins og í landi – það einhvern veginn lifnar allt við og allir verða svo glaðir fyrir betri tíð. Þá er yfirleitt ágætis veður og birtan skilar mér helling þó að hún komi bara inn um kýraugað í mínu starfi.

Ef þú mættir breyta einhverju á Íslandi í dag, hverju myndir þú þá breyta: Æ það er svo margt en ég vildi óska þess að þeir sem stjórna landinu hverju sinni, sama hvaða flokk þeir tilheyra myndu láta af sérog eiginhagsmunagæslu og vinna að hagsmunum heildarinnar og ALLRA en ekki bara fárra.

Hvað finnst þér erfiðast við sjómennskuna? Að vera frá börnunum

Eitthvað að lokum: Nei held ekki, er þetta ekki bara orðið gott

52

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020



Starfsemi í Safnahúsinu á Húsavík Í Safnahúsinu á Húsavík fer fram fjölbreytt safna- og sýningastarf og meðal annars er glæsileg sjóminjasýning og þróun útgerðar í Þingeyjarsýslum. Þar fer fram fastasýning sjóminjasafnsins en hún var opnuð í apríl 2002. Sýningin er einkar glæsileg og gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar. Á sýningunni má sjá fjölda báta sem margir hverjir voru smíðaðir á Húsavík. Þar er einnig Hrafninn, teinæringur sem Norðmenn gáfu til

Húsavíkur 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Einnig eru til sýnis fjöldi veiðarfæra, tækja og tóla sem notuð voru við fiskveiðar svo og sel- og hákarlaveiði. Sýningin varpar einnig ljósi á mikilvægi hafsins fyrir þróun byggðar á svæðinu, ekki einungis vegna fiskveiða heldur einnig vegna selveiði, sjófuglanytja, rekanytja og annarra auðlinda tengt hafinu og ströndinni. Í sýningarsalnum er lítill kvikmyndasalur þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir sem fjalla um strandmenningu og sjómennsku.

Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR

KARFI

Aflamark 217.315.763 kg Veiddur afli: 4,3%

Aflamark 36.796.419 kg Veiddur afli: 3,8%

UFSI

ÝSA

Aflamark 75.795.356 kg Veiddur afli: 1,4%

Aflamark 37.758.944 kg Veiddur afli: 7,1%

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

54

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2020


Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics BC Wise er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg WiseFish er sérsniðin hugbúnaðarlausn sem er hönnuð til að sinna þörfum sjávarútvegsfyrirtækja. Hugbúnaðurinn býr yfir fjölbreyttum eiginleikum og tekur tillit til allra hluta virðiskeðju sjávarfangsins, allt frá veiðum og framleiðslu til sölu og dreifingar. Sérfræðingar WiseFish eru ávallt tilbúnir að miðla af víðtækri þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnaðarþróun fyrir sjávarútveginn.

„Lykillinn að góðum árangri er hugbúnaður sem gefur okkur lykilupplýsingar í rauntíma. Við notum WiseFish og WiseAnalyzer, sem tryggir að staða, árangur og framlegð er alltaf ljós í lok dags.“ Guðmundur Smári Guðmundsson, G.RUN Grundarfirði

Lausnir WiseFish spanna alla virðiskeðju sjávarfangsins, allt frá veiðum og framleiðslu til sölu og dreifingar.

Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is


Hafið hefur kennt okkur

Hafið hefur kennt okkur auðmýkt gagnvart náttúruöflunum og ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríkinu. Hafið hefur kennt okkur að hagnýta tæknina af virðingu fyrir fiskum og mönnum.

Visirhf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.