Sjávarafl 2018 2.tbl 5.árg

Page 1

SJÁVARAFL September 2018 2. tölublað 5. árgangur

Konur í sjávarútvegi

Hefur unnið við fiskvinnslu í rúm þrjátíu ár – Hulda Ástvaldsdóttir

Lífsgæði kvenna

Skipuleggur sýningar

Hugmyndasmiðja á heimsmælikvarða

Alltaf haft gaman af því að vinna

Sjórinn heillar

Stefnan tekin í fiskvinnslu


Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans ÞORSKUR

Aflamark: 210.091.254 kg Veiddur afli: 1,7%

UFSI

Aflamark: 65.989.959 kg Veiddur afli: 1,2%

KARFI

Aflamark: 38.710.075 kg Veiddur afli: 1,3%

ÝSA

Aflamark: 47.343.417 kg Veiddur afli: 1,6%

Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg

Hindranir kvenna

S

ú sorglega staðreynd að enn í dag ríkir ekki jafnrétti á milli kynjanna í stjórnunarstöðum, sannar hversu karllæg menning ríkir hér á landi. Í sjávarútvegsgeiranum hér áður fyrr, var þetta heimur karla. Í dag eru konur sem gegna stjórnunarstöðum í sjávarútvegi stöðugt að verða meira og meira áberandi. Sem betur fer hefur mikið vatn runnið til sjávar og meðal annars er sýnileiki kvenna í sjávarútvegi alltaf að aukast. Þó höfum við átt merkar konur sem hafa látið til sín taka í sjávarútvegi, þá má nefna Guðbjörgu Magneu Matthíasdóttur, Guðrúnu Lárusdóttur og Rakel Olsen. Í skýrslu Hagstofunnar frá 2018 um atvinnuþátttaku kynjana kemur í ljós að þátttakan er í raun svipuð hjá konum og körlum en hjá konum eru það 79% og hjá körlum 86%. Rúmlega þriðjungur karlmanna eru háskólamenntaðir sem eru á aldrinum 25-64 ára en rúmur helmingur kvenna. Það er því til mikils að vinna enn í jafnréttismálum og ætti það að vera samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Einnig ætti það að vera hvatning fyrir öll fyrirtæki að fá sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna. Mikilvægt er að minna stanslaust á að jafréttisstefna sé samofin mannauðsstefnu fyrirtækja ef viðhalda skal jöfnum tækifærum kvenna og karla og stuðla að þannig að jafna stöðu kynja á öllum starfssviðum.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf. Sími: 6622-600 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Blaðamenn: Alda Áskelsdóttir Finnbogi Hermannsson Katrin Lilja Jónsdóttir Magnús Már Þorvaldsson Sigrún Erna Gerisdóttir Þórný Sigurjónsdóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com Forsíðumynd: Ísleifur A. Vignisson Prentun: Oddi prentun og umbúðir

2

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Báðum kynjum er það mikils virði að fá að njóta sömu réttinda og tækifæra. Með því móti eru óskir okkar og þarfir jafn mikils metnar. Það verður aldrei of oft kveðin sú vísa að jafna stöðu kynja á atvinnumarkaði og að bæði kynin fái sömu tækifærin. Þessi útgáfa er tileinkuð þeim konum sem starfa í sjávarútvegsgeiranum á öllum stigum þjóðfélagsins.

Elín Bragadóttir ritstjóri


Hafið hefur kennt okkur

Hafið hefur kennt okkur auðmýkt gagnvart náttúruöflunum og ábyrgðartilfinningu gagnvart lífríkinu. Hafið hefur kennt okkur að hagnýta tæknina af virðingu fyrir fiskum og mönnum.

Visirhf.is


Freyja Önundardóttir formaður Kvenna í sjávarútvegi

Konur í sjávarútvegi KIS starfsárið 2017-2018

N

ú er komið nýtt kvótaár og það þýðir nýtt starfsár hjá KIS, félagi Kvenna í sjávarútvegi. Félagið hefur nú starfað í fimm ævintýraleg ár og vex og dafnar vel. Hátt í þrjúhundruð konur eru í félaginu og starfa hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi og tengdum greinum. Stjórn síðasta starfsárs skipuðu: Freyja Önundar dóttir formaður. Auður Sveinsdóttir, Guðrún Arndís Jónsdóttir, Kristín Helgadóttiir, Marinella Haraldsdóttir, Snæfríður Einarsdóttir, Tinna Hrund Birgisdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir Fagráð hefur verið stjórninni til halds og trausts að þessu sinni skipa fágráðið: Birna Einarsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hrund Gunnsteinsdóttir og Jens Garðar Helgason. Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa öfluga og hvetjandi ráðgjafa sem þessa. Fyrir ári síðan stóð félag kvenna í sjávarútvegi á tímamótum. Niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu kvenna í sjávarútvegi var tilbúin til birtingar. Hvergi var betur við hæfi að birta niðurstöðurnar en á Sjávarútvegssýningunni þar sem fjöldi manns kom við á básnum okkar og kynnti sér niðurstöðurnar og starfsemina og enn fjölgaði konum í félaginu. Fjölmiðlar sýndu KIS mikinn áhuga og við, ásamt alþjóðlegum samtökum kvenna í sjávarútvegi WSI fengum jákvæða umfjöllun. Viðtöl við KIS konur voru í blöðum, sjónvarpi, útvarpi og á vefmiðlum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru um margt áhugaverðar og margar hverjar sláandi en í þeim eru jafnframt tækifæri til að læra af, bæta og breyta. Á heimasíðu félagsins kis.is má finna rannsóknina í heild sinni og á facebook síðu félagsins Konur í sjávarútvegi má sjá myndbönd þar sem framámenn í sjávarútvegi tjá sig um niðurstöðurnar og velta fyrir sér framtíðinni. Við nýtum þau tækifæri sem gefast til að kynna niðurstöðurnar og vekja athygli á félaginu. Á málþingi Faxaflóahafna og hjá Vitafélaginu flutti Guðrún Arndís Jónsdóttir stjórnarkona kynningu á félaginu, tilgangi og niðurstöðum rannsóknarinnar. Á Sjávarútvegsráðstefnu í Hörpu nóvember bauð Íslandsbanki, bakhjarl okkar frá upphafi, okkur að vekja athygli á rannsókninni, sýna kynningarmyndböndin og koma félaginu á framfæri. Félagskonur voru sérstaklega boðnar á lokahóf þar

4

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

sem við fjölmenntum og má segja að konur hafi verið sýnilegri en oft áður á þessum vettvangi. Formaður félagsins tók þátt í ráðstefnunni Auður Austurlands um mikilvægi framlags kvenna í atvinnu og verðmætasköpun. Halla Tómasdóttir, Rakel Sveinsdóttir formaður FKA og formaður KIS, ásamt austfirskum áhrifakonum ræddu um stöðu jafnréttis og tækifæri til breytinga. Málstofa sem þessi er frábær vettvangur til að styrkja tengslanet og hvetja konur og karla til jafnréttis. Með þátttöku í ráðstefnunni mynduðust tengsl við konur sem eru að gera góða hluti. Þau tengsl hafa nú þegar orðið félaginu okkar til framdráttar og eru tækifæri til meiri samvinnu í framtíðinni. Heimsóknir í fyrirtæki og fræðsla er stór hluti af starfi félagsins. Í vetur heimsóttum við Úthafsskip og kynntumst starfsemi þeirra. Brim bauð í heimsókn og við fórum um borð í frystitogarann Guðmund í Nesi. KPMG bauð til morgunverðarfundar og kynningar á Lean-Straumlínustjórnun. Akkerið sem er óformlegur hittingur KIS kvenna, að loknum vinnudegi einu sinni í mánuði var á sínum stað. Hápunktur hvers starfsárs er vorferðin, ómetanleg leið til að kynnast og treysta böndin. Full rúta af kátum konum sáu til sólar þegar þær lögðu af stað í enn eina snilldarferðina. Að þessu sinni héldum við á Reykjanesið með viðkomu í Marel. Fræddumst um fiska og fleira í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknarstofnunar, heimsóttum Vísi og Þorbjörninn í Grindavík og kynntumst mat og menningu á staðnum. Góð ferð en engin gisting að þessu sinni þar sem næsti dagur var ætlaður fyrir viðburði í Reykjavík. Snemma næsta dag vorum við mættar í heimsókn hjá Capacent þar sem Þórey Vilhjálmsdóttir kynnti fyrir okkur jafnréttisvísi sem er verkfæri fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja stuðla að vitundarvakningu um jafnréttismál og móta skýr markmið í framhaldinu. Þarna sagði Ragna Árnadóttir einnig sína reynslu af breytingum til jafnréttis. Næsti áfangastaður var Iðnó og Anna Steinsen með skemmtilegt hópefli. Afar vel heppnaðir dagar og endurnærðar KIS konur fullar af eldmóði héldu út í vorið. Félagið hefur í gegnum tíðina notið velvilja og fengið hvatningu og stuðning innan

sjávarútvegsins. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi SFS hafa sýnt það í verki með því að styrkja félagið fjárhagslega, veita hvatningarverðlaun og styðja starfið. Á ársfundi SFS í maí var málstofa fyrir félagsmenn þar sem útgangspunkturinn var hvort ávinningur væri í því að fjölga konum innan geirans. Formaðurinn var fulltrúi kvenna í sjávarútvegi í pallborðsumræðum þar sem færð voru rök fyrir mikilvægi þess að beita markvissum aðferðum til að laða konur og ungt fólk inn í geirann og ótvíræðan ávinning af því. Leiðir og tækifæri voru rædd og vilji og skilingur er fyrir hendi. Sjávarútvegurinn er framtakssamur og metnaðarfullur og þar láta menn sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Nú er tækifæri er til að stíga stórt skref, setja sér háleit markmið og standa við þau. Hugsum stórt, verum fyrirmyndir og frumkvöðar í jafnrétti og gerum sjávarútveginn aðlaðandi fyrir ungt fólk af báðum kynjum. Það er litið til Íslands þegar kemur að jafnrétti kynjanna og félagið okkar er fyrirmynd annarra þjóða, það finnum við vel. Fyrsta aljóðlega ráðstefnan um konur i sjávarútvegi er á vegum spænska sjávarútvegsráðuneytisins í Santiago de Compostela á Spáni í byrjun nóvember. Núverandi formanni var boðið að taka þátt og ætlar að nýta tækifærið til að kynna félagið, starfið og hverjar áherslur okkar eru til að bæta stöðu kvenna í sjávarútvegi. https://servicio.pesca. mapama.es/cimujerespesca/ Íslendingar eru framarlega á heimsvísu í jafnréttismálum en við eigum samt langt í land. Það væri frábært ef íslenskur sjávarútvegur yrði fremstur á þessu sviði eins og á svo mörgum öðrum sviðum. Nú er lag að setja sér háleit markmið og vinna markvisst að þeim. Hverjir vilja vera fyrstir til að stíga stóru skrefin í sjávarútvegi, vera frumkvöðlar og jákvæðar fyrirmyndir ? Konur í sjávarútvegi, styrkja hver aðra og hvetja til stórra verka. Við vitum að við erum færar í flestan sjó og tilbúnar að hafa meira vægi í ákvarðanatöku innan sjávarútvegsins. Við leggjum okkur fram um að styrkja sjávarútveginn, ávinningurinn er augljós og er hagur okkar allra.


Ferðast um heiminn og skipuleggur sýningar Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri hjá Íslandsstofu, er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja þátttöku íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum stórsýningum. Hún skipuleggur til að mynda og heldur utan um þátttöku íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum stórsýningum m.a. í Brussel, Boston og Kína. Berglind er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og man vel þá örlagaríku nótt 23. janúar þegar gos hófst í Heimaey og lífið varð aldrei samt á ný.

Alda Áskelsdóttir

B

erglind hefur fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað hjá sjávarútvegsfyrirtækjum um langt árabil. „Ég byrjaði að vinna hjá Útflutningsráði fyrir þrjátíu árum. Þá var ég ráðin í hálfa stöðu og sinnti almennum skrifstofustörfum, þaðan færði ég mig til Fjárfestingastofu sem var innan Útflutningsráðs. Þá bættist við verksvið mitt að koma að sýningarhaldi erlendis.” Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar. Útflutningsráð og allt sem því tilheyrði rann inn í Íslandsstofu sem er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina. „Nú starfa ég eingöngu við sýningarhald erlendis enda taka Íslendingar þátt í fjölmörgum sýningum á ýmsum sviðum.”

Í senn krefjandi og gefandi starf Í íslenska þjóðarbásnum á alþjóðlegum sýningum sýna fjölmörg fyrirtæki undir merki Íslands. „Við hjá Íslandsstofu sjáum um alla skipulagningu og undirbúning þannig að þegar fyrirtækin mæta á svæðið er básinn þeirra tilbúinn að því leyti að það á einungis eftir að koma vörunum fyrir.” Þegar Berglind er búin að skipuleggja sýningarnar og koma þeim upp fer hún í jakkafötin og stendur á gólfinu þar sem hún tekur á móti fólki og svarar ýmisskonar fyrirspurnum. „Ég er ekki sérfræðingur í sjávarútvegi, hvorki í afurðum né tækjum og tækni en með mikilli reynslu hef ég sankað að mér þekkingu sem nýtist vel í starfi mínu,” segir Berglind og bætir við að starfið hennar sé í senn krefjandi og gefandi. „Það er gaman að verða vitni að hugmynd verða að veruleika. Kannski má líkja vinnunni minni við púsluspil. Ég byrja með eitt púsl og raða svo brotunum saman einu á eftir öðru. Smátt og smátt kemur myndin í ljós og á endanum er SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

5


hún tilbúin.” Berglind segir að það sé ekki síður ánægjulegt við starfið hvað hún kynnist mörgu góðu fólki. „Eftir langan feril hef ég átt mjög gefandi og ánægjuleg samskipti við fjölda fólks og séð íslensk fyrirtæki vaxa og dafna,” segir hún og bætir svo við kímin í bragði: „Það er líka gaman að ferðast og koma til nýrra landa þó svo oft og tíðum sjái ég lítið annað en hótelin, sýningarhallirnar og svo veitingastaði en stundum geri ég meira úr ferðunum, lengi þær og fæ manninn minn til að koma með mér.“

„Alþjóðlegar sýningar eru mjög mikilvægar í allri markaðssetningu og sölu, jafnvel þó að fyrirtækin hafi á að skipa öllum þeim samskiptamiðlum sem til eru í dag. Þar gefst fulltrúum fyrirtækjanna tækifæri til að hitta núverandi viðskiptavini, styrkja tengslin við þá og sýna þeim nýjungar ásamt því að afla nýrra viðskiptavina.”

Berglind segir að á þeim tíma sem hún hafi tekið þátt í sjávarútvegssýningum á erlendri grundu hafi landslagið breyst. „Þegar ég byrjaði voru nær eingöngu karlmenn sem sóttu sýningarnar og voru sýnendur. Á undanförnum árum hefur þetta hins vegar breyst. Konum hefur fjölgað bæði meðal sýnenda og gesta.” Berglind segir að þetta sé ánægjuleg þróun. „Ekki það að mér hafi þótt leiðinlegt eða erfitt að vinna mest

Nóttin sem breytti öllu Eins og svo margir Íslendingar sem eldri eru en tvævetur á Berglind sterk tengsl við sjóinn og sjávarútveginn enda er hún fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Faðir hennar starfaði við sjávarútveg lengi vel og sjálf vann hún í frystihúsinu þegar hún var unglingur eins og tíðkaðist í Eyjum á þeim tíma. „Flest öll börn í Vestmannaeyjum byrjuðu að vinna við fiskvinnslu eftir fermingu. Fyrst lá leiðin í humarinn þar sem þau stóðu við humarvélina, næsta sumar var það svo pökkun á humri og það þriðja var unnið við að snyrta fisk og pakka,” segir Berglind.

Þegar Berglind var 14 ára breyttist líf hennar eins og hendi væri veifað. „Aðfaranótt 23. janúar vaknaði ég upp við það að vinkona mín bankaði á gluggann hjá mér. Ég hélt að ég hefði sofið yfir mig og væri orðin of sein í prófið sem ég átti að fara í þennan morgun.” Raunin var hins vegar allt önnur. „Glugginn minn snéri í austur og þegar

Berglind og eiginmaður hennar njóta þess að ferðast um Ísland og njóta íslenskrar náttúru.

megnis með körlum, það var aldrei neitt vandamál. Það er betra að sýn og þekking beggja kynja fái að njóta sín í þessum geira sem og öðrum.”

Mikilvæg markaðssetning Alþjóðlegar sýningar eru mjög mikilvægar í allri markaðssetningu og sölu, jafnvel þó að fyrirtækin hafi á að skipa öllum þeim samskiptamiðlum sem til eru í dag. Berglind segir að á sínum tíma hafi hún haldið að tæknin leysti sýningar af hólmi. Reynslan hafi þó verið önnur og ljóst sé að ekkert komi í stað samskipta augliti til auglitis. „Á sýningum eins og þessum gefst fulltrúum fyrirtækjanna tækifæri til að hitta núverandi viðskiptavini, styrkja tengslin við þá og sýna þeim nýjungar. Það er ekki síður mikilvægt að halda í þá sem fyrir eru en að afla nýrra. Þarna er markhópurinn saman kominn.” Það er óhætt að segja að á stórum alþjóðlegum sjávarútvegssýningum séu flestir lykilmenn í sjávarútvegi í heiminum saman komnir. „Eðlilega verða einnig til ný viðskiptasambönd enda eitt af meginhlutverkum svona sýningar að stofna til nýrra kynna og viðskipta. Þá gefst sýnendum einnig tækifæri til að sjá hvað er almennt að gerast á þeirra sviði og ekki síst hvað samkeppnisaðilarnir hafa verið að fást við.”

6

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

ég leit út um hann sá ég að himinninn logaði á bak við hana. Hún var sem sagt komin til að vekja mig og segja mér að það væri byrjað að gjósa í Heimaey.” Berglind segir að það hafi þó ekkert óðagot orðið á heimilinu þrátt fyrir þessar fréttir. „Við systkinin fimm bjuggum með pabba okkar þar sem mamma lést árinu áður en gosið hófst. Hann var mikill rólyndismaður og ákvað fara og skoða aðstæður áður en hann tæki ákvörðun um hvað skyldi gera. Þegar hann kom til baka sagði hann okkur að það væri ekki annað í stöðunni en að flýja upp á land.” Berglind sem var nýfermd fór því inn í herbergi sitt til að pakka niður helstu nauðsynjum. „Ég man að það hvarflaði að mér að ég ætti ekki eftir að sjá nokkuð af eigum mínum aftur þegar ég leit yfir herbergið mitt. Ég var nýfermd og hafði fengið allt nýtt í herbergið mitt; sófa, hansahillur

„Aðfaranótt 23. janúar 1973 vaknaði ég upp við það að vinkona mín bankaði á gluggann hjá mér. Ég hélt að ég hefði sofið yfir mig og væri orðin of sein í prófið sem ég átti að fara í þennan morgun. Raunin var hins vegar allt önnur. Það var hafið eldgos í Heimaey.”


Ferðast með hjólhýsið og njóta íslenskrar náttúru

Berglind Steindórsdóttir, sýningarstjóri hjá Íslandsstofu, er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að skipuleggja þátttöku íslenskra fyrirtækja á alþjóðlegum stórsýningum.

og skatthol.” Hún gat hins vegar ekki tekið neitt af þessum hlutum með sér enda bara með eina ferðatösku.„Það fyrsta sem ég pakkaði niður var bankabókin mín enda nýfermd og hafði unnið í humrinum sumarið áður. Ég ákvað svo að pakka niður rúmfötum sem voru utan um sængina mína og koddann. Þetta sett hafði ég saumað sjálf og lagt mikla vinnu í það og mér fannst ég þurfa að hafa eitthvað með mér til minningar.”

Fjölskyldan saman á ný Áður en pabbi Berglindar ók þeim systkinum niður á bryggju fór hann með þau eins nálægt gosinu og óhætt var til að sýna þeim sprunguna sem gosið þeyttist upp úr. „Ég gleymi þessu sjónarspili aldrei,” segir Berglind og bætir við að síðan hafi leiðin legið niður á bryggju. „Pabbi ákvað að verða eftir þannig að ég og bróðir minn sem var tveimur árum eldri fórum um borð ásamt litlu systkinunum okkar, sjö ára tvíburastrákum og 6 ára systur.” Þegar þau systkini komu í land í Þorlákshöfn var þar margt um manninn en enginn til að taka á móti þeim. „Við húkkuðu okkur far á Selfoss þar sem bróðir pabba bjó og vorum þar til að byrja með.” Nokkrum dögum síðar var systkinunum skipt upp og komið fyrir hjá ættingjum. „Ég fór til bróður pabba sem bjó í Reykjavík. Þar fór ég í Laugalækjarskóla í sérdeild sem komið var á fót fyrir börn úr Vestmanneyjum og hélt því áfram að vera í bekk með vinum mínum úr Eyjum þrátt fyrir allt.”

Þegar Berglind hefur tíma til sinnir hún áhugamálum sínum. „Ég reyni að stunda líkamsrækt reglulega og les líka allskyns bækur, allt frá ævisögum til glæpasagna. Það má segja að ég sé alltaf með bók við höndina. Ég á tvær dætur og fimm barnabörn sem líka fá sinn tíma en ég er mikil fjölskyldumanneskja,” segir hún og bætir við: „Á sumrin ferðumst við hjónin mikið innanlands. Við tímum ekki að fara til útlanda yfir sumartímann. Þær ferðir geymum við frekar til vetrarins en þar sem ég ferðast mikið vegna vinnunnar hefur það dregið úr áhuga á miklum ferðalögum til útlanda.” Berglind segir að „Ég er ekki sérfræðingur þau hjón fari þess í stað með hjólhýsið út á land og njóti íslenskrar náttúru. í sjávarútvegi, hvorki í „Við höfum stundað þessi ferðalög afurðum né tækjum og í fjölda mörg ár. Það felst svo mikil tækni en með mikilli reynslu hvíld og afslöppun í því að fara burt úr skarkalanum. Við förum einnig hef ég sankað að mér í gönguferðir og þá oft upp á fjöll.” þekkingu sem nýtist Þegar Berglind er spurð hvort hún eigi vel í starfi mínu.” sér uppáhaldsstað á Íslandi segir hún að svo sé. „Vinahjón okkar eiga afdrep á jörð nærri Skjálfandafljóti. Þangað förum við á hverju sumri og erum allt upp í viku tíu daga ef veðrið er gott en þess utan eltum við bara góða veðrið.” Berglind segir að hún hafi ekki enn smitast af golfbakteríunni enn þótt maðurinn hennar hafi reynt að fá hana með. „Ég á allan búnað til að stunda golf en ég hef ekki enn fundið mig í því. Vonandi kemur að því einn daginn,” segir hún og hlær.

Um haustið sameinaðist fjölskyldan svo á ný. „Pabbi ákvað að við myndum ekki flytja aftur til Eyja. Hann seldi húsið okkar þar og keypti íbúð í Reykjavík. Ég var nú ekki allt of sátt við það til að byrja með en á móti kom að við vorum öll saman aftur.” Aðspurð um hvort hún hafi fengið húsgögnin sín aftur segir hún að svo hafi verið. „Þau skiluðu sér upp á land um vorið en ansi löskuð enda gafst enginn tími til að pakka þeim inn.”

Berglind og eiginmaður hennar eiga tvær dætur og fimm barnabörn sem líka fá sinn tíma enda er hún mikil fjölskyldumanneskja.

Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

7


Rannsókn á lífsgæðum kvenna í fiskiðnaði – Alexandra Yingst rannsakaði lífsgæði kvenna á Vestfjörðum

Katrín Lilja Jónsdóttir

Alexandra Yingst varði meistraritgerð sína í Haf- og strandsvæðastjórnun 19. júní síðastliðinn. Rannsókn hennar fjallar um þátttöku kvenna í sjávarútvegi á norðanverðum Vestfjörðum og heitir Women Involved with Fisheries in the Northern Westfjords of Iceland: Roles, Perceptions, and Hopes. Alexandra kemur frá Pennsylvaníu-fylki í Bandaríkjunum. Hún kom til Íslands á Fulbright styrk og dvaldi í eitt ár á Vestfjörðum þar sem hún stundaði nám í Haf- og strandfræðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og náði að ljúka meistaragráðunni sinni. Áður hefur Alexandra stundað nám í líffræði, félagsvísindum og alþjóðafræðum við Háskólann í Pittsburg. Sjálfbærar veiðar vöktu áhuga Alexandra viðurkennir að hún hafi ekki náð tökum á íslenskunni á því eina ári sem hún dvaldi á Vestfjörðum, en ekki vegna áhugaleysis. „Ég vona að ég nái að læra íslensku einn daginn,“ segir hún með vissu. Alexandra segir að hún hafi lengi haft áhuga á Íslandi, en ólíkt flestum ferðamönnum sem koma hingað til lands þá var það ekki endilega landslagið sem heillaði Alexöndru. Það voru mikið frekar hinar sjálfbæru fiskveiðar sem vöktu áhuga hennar sem og hve langt Ísland er komið í því að jafna hlut kynjanna. „Ég vildi koma til Íslands til að læra, af því Íslendingar hafa náð mjög langt í sjálfbærum fiskveiðum og kynjajafnrétti er komið lengra hérna en annars staðar í heiminum,“ segir Alexandra en bætir svo við að hún elski Ísland.

Störf sem litið er niður á Rannsókn Alexöndru byggir á tíu viðtölum við konur sem starfa í sjávarútvegi. Þá sendi hún einnig út níutíu og þrjá spurningalista til kvennanna, en nauðsynlegt var að þýða spurningalistann yfir á fjölmörg tungumál, þar sem konurnar eru af mörgum þjóðernum. „Spurningalistarnir gáfu mér enn betri mynd af lífsskilyrðum kvennanna. Ég vildi vera viss um að ég skyldi fullkomlega sýn þeirra á lífið sjálft og líf þeirra í vinnunni.“ Rannsóknin varpar ljósi á þátttöku kvenna í sjávarútvegi, þátttöku sem oft er litið fram hjá. Á Vestfjörðum starfa flestar

8

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

konur, sem á annað borð vinna í sjávarútvegi, í fiskvinnslunni. Flestir starfsmenn ef ekki allir sem starfa við snyrtingu og pökkun eru konur. Í rannsókninni eru borin saman hlutverk, skynjun og vonir íslenskra kvenna og kvenna frá öðrum löndum sem vinna þessi störf við sjávarútveginn. „Meiri hluti þeirra sem starfa í fiskvinnslu á Íslandi eru konur frá öðrum löndum eins og Filipseyjum og Póllandi. Þrátt fyrir að Ísland sé langt komið á veg þegar kemur að því að jafna hlut kynjanna þá eru konur af erlendum uppruna jaðarhópur sem á stundum erfitt uppdráttar. Þær vinna störf, eins og snyrtingu og pökkun á fiskinum, sem íslenskar konur og karlmenn vilja ekki vinna. Það er litið niður á þessi störf,“ segir Alexandra. Ekki sé nóg að litið sé niður á störfin heldur fylgja þeim langir vinnutímar og líkamlegt og andlegt álag.

Íslenskar konur búa við betri lífsgæði Niðurstöður úr rannsókninni sýna að erlendar konur sem vinna í fiskverkun eru mjög jaðar-

„Meiri hluti þeirra sem starfa í fiskvinnslu á Íslandi eru konur frá öðrum löndum eins og Filipseyjum og Póllandi.“

Alexandra kemur frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hún kom til Íslands á Fulbright-styrk og útskrifaðist með meistaragráðu í Haf- og strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða. Hér er hún á Ísafirði í peysu sem hún prjónaði sjálf á meðan á dvöl hennar á Íslandi stóð. Mynd: Tiare Boyes.

settar í samfélaginu, sérstaklega pólskar konur sem hvorki tala íslensku né ensku. „Filipeyskar konur giftast oft íslenskum karlmönnum og ná þannig að aðlagast samfélaginu. En þær pólsku sem hvorki tala ensku né íslensku fannst þær vera sérstaklega einangraðar þar sem þær eru á algjörlega nýjum stað, þær þekkja fáa og geta ekki átt samskipti vegna tungumálaörðugleika.“ Einnig kemur fram að íslenskar konur í fiskvinnslunni búa við mun betri lífsgæði en þær erlendu og þær pólsku búa við verst lífskjör. Niðurstöðurnar lýsa einnig hvers vegna konur frá öðrum löndum eru fremur viðriðnar störf í þessum geira fremur en íslenskar konur, ásamt því að lýsa hvað konum finnst um að starfa við fiskvinnslu.

Hyggur á frekara nám Upplýsingar úr rannsóknum sem þessari geta komið með nauðsynlega og mikilvæga staðbundna þekkingu um lífsgæði kvenna sem starfa við geirann svo hægt sé að taka félagslega ábyrgar ákvarðanir í sjávarútvegi. „Ég vona að rannsóknin mín eigi eftir að stuðla að því að líf kvenna hvar sem er eigi eftir batna, sérstaklega þeirra sem starfa í fiskvinnslu svo fiskvinnsla og veiði geti orðið umhverfislega og félagslega sjálfbær.“ Þótt Alexandra sé nú haldin frá Íslandi og Vestfjörðum heldur hún áfram tengslum við sjóinn. Hún starfar eins og er sem leiðsögumaður á litlum skemmtiferðaskipum um allan heim. Framtíðin liggur þó fyrir henni og hún hugar jafnvel að frekara námi. „Ég vonast til að komast í doktorsnám í framtíðinni, jafnvel á Íslandi,“ segir hún vongóð.


Lykill

að bættum veiðum:

Þantroll ...breiðari opnun - bætir veiðarnar ...minni mótstaða á stærri togfleti ...heldur lögun vel á litlum hraða ...auðveld í köstun og hífingu ...minni titringur og lægri hljóðbylgjur, lágmarka fiskfælni ...yfirfléttaður kaðall með núningshlíf í mismunandi litum fyrir hvert byrði

– Veiðarfæri eru okkar fag


Fann hamingjuna í fiskvinnslunni og Fisktækniskólanum – Þórunn Eydís Hraundal, nemandi í gæðastjórnun Fisktækniskólanum, hefur skýra framtíðarstefnu innan fiskiðnaðarins

Katrín Lilja Jónsdóttir

Þrátt fyrir að hafa aldrei komið nálægt fiski, fiskiðnaði eða sjávarútvegi er Þórunn Eydís Hraundal nú þegar farin að leysa af gæðastjóra HB Granda á Norðurgarði, eftir aðeins tvö ár í starfi innan fiskiðnaðarins og á tuttugasta og öðru aldursári. Hún er í gæðastjórnunarnámi við Fisktækniskólann og hefur lokið Marel vinnslutækni námi við sama skóla. „Ég hafði aldrei komið nálægt sjávarútvegi áður, nema ég var vön að fá ýsu og kartöflur í matinn,“ segir Þórunn þegar hún er spurð að því hvaðan áhuginn á fiski og fiskiðnaði kemur. Hún bætir þó við að það hafi verið altalað innan fjölskyldunnar að hún hafi verið æst í fisk á sínum yngri árum. Þórunn Eydís Hraundal ljósmyndari Klemenz Sæmundsson.

Stefnan tekin í fiskvinnslu Þegar grunnskóla lauk hjá Þórunni var hún nokkuð stefnulaus. Af rælni skráði hún sig í nuddnám. „En ég kláraði það aldrei,“ segir hún. Hún átti erfitt með að finna sinn rétta stall á atvinnumarkaðinum og það setti svo enn frekar strik í reikninginn þegar hún varð ólétt 19 ára gömul. „Í fæðingarorlofinu sé ég svo auglýsingu eftir starfsfólki í fiskvinnslu í Hafnarfirðinum,“ segir Þórunn sem alin er upp í Breiðholtinu í Reykjavík og hafði því fyrir það hvergi komið nálægt vinnu við sjávarútveg. „Ég sótti um og fór í viðtal og fékk vinnuna næstum á staðnum,“ segir hún með brosi. Það var árið 2016 sem Þórunn byrjaði að vinna í sjávarútveginum. „Mörgum fannst þetta skrýtin hugmynd og enn fleiri hugsuðu með sér að mér myndi þykja þetta grútleiðinleg vinna.“ Sú varð þó ekki raunin. „Strax fyrsta daginn vissi ég að þetta væri eitthvað fyrir mig.“ Hún segir að tæknin hafi heillað hana mjög og fjölbreytnin á vinnustaðnum hafi verið aðlaðandi. „Það er alltaf mikið að gera og svo eru svo mörg tækifæri þegar maður vinnur innan svona fyrirtækis.“ Hún var fljót að sjá að starf innan fiskiðnaðarins býður upp á mikla fjölbreytni. Henni finnst ímyndin af standandi fiskvinnslukonu vera úrelt. „Maður hefur val um að vera á svo mörgum stöðum, ekki bara standa og snyrta.“ Vinnufélagarnir hafi ekki verið af verra tagi heldur, en hún ber öllum sínum vinnufélögum góða söguna. „Það voru bara allir svo skemmtilegir.“

10

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Ég vissi ekki að það væri hægt að fara í skóla að læra svona. Ég hélt alltaf að þetta væri bara reynsla og námskeið hér og þar. Móttökur í Fisktækniskólanum framar vonum Þórunn fann strax hjá sér löngunina til að læra betur á vélarnar sem eru innan fiskvinnslunnar. „Eftir hálft ár í vinnu í Hafnarfirðinum ákvað ég að fara á HACCP-námskeið.“ Þá hafði hún þegar rekið augun í að fleiri á vinnustaðnum höfðu lagt svoleiðis nám fyrir sig. Eftir smá eftirgrennslan á internetinu rak hún svo augun í að hægt væri að skrá sig í skóla til að læra á fiskiðnaðinn. „Ég vissi ekki að það væri hægt að fara í skóla að læra svona. Ég hélt alltaf að þetta væri bara reynsla og námskeið hér og þar. En svo rakst ég á heimasíðu Fisktækniskólans, fiskt.is.“ Áður en langt um leið var Þórunn komin í nám við Fisktækniskólann og stóð sig vel. Hún var fljót að finna að hún var loksins komin á rétta hillu. „Ég var samt svolítið kvíðin fyrir að skrá mig í skólann. Ég var ekki búin að starfa innan fiskiðnaðarins nema í hálft ár og ég vissi ekki hvernig mér


Ég var þarna tuttugu ára og búin að skrá mig í þetta nám, en ég vissi samt að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera í framtíðinni svo þetta var engin spurning.

Talið frá vinstri : Jón Grétar Levi Jónsson, Þórunn Eydís Hraundal, Svanur Þór Sigurðsson kennari, Haukur Arnar Gunnarsson kennari, Gunnar Helgi Hannesson, Brynjar Örn Gunnarsson kennari, Hanna Kristín Gunnarsdóttir, Marsibil Sigurðardóttir, Ásdís V Pálsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Sigurjón Elíasson Marel, fyrir miðju er hann Mateusz Henryk Kozuch.

yrði tekið í skólanum svona reynslulaus.“ Hún hafði áhyggjur af því að vera eins og fiskur á þurru landi í skólanum, innan um aðra nemendur sem byggju yfir lengri reynslu og væri aldir upp í návígi við fiskiðnað. Áhyggjurnar voru þó alveg óþarfar þar sem móttökurnar í skólanum voru framar vonum. „Mér leið aldrei eins og ég væri útundan.“

Fjölbreyttar námsleiðir í boði „Ég var þarna tuttugu ára og búin að skrá mig í þetta nám, en ég vissi samt að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera í framtíðinni svo þetta

var engin spurning.“ Hún byrjaði skólaferil sinn innan Fisktækniskólans á því að læra Marel vinnslutækni, sem er nám í samstarfi við Marel þar sem nemendur kynnast öllum möguleikum Marel vinnsluvélanna í fiskvinnslu. Aðrar námsleiðir sem Fisktækniskólinn býður upp á er Fisktæknir, sem er hagnýtt tveggja ára nám á framhaldsskólastigi þar sem til skiptis er kennt í skólanum og svo á vinnustað. Einnig er boðið upp á nám í fiskeldi sem er eins árs nám og hentar fólki með starfsreynslu í greininni. Að lokum er það svo námið sem Þórunn valdi að leggja stund á eftir Marel vinnslutækni námið, gæðastjórnun. Þórunn er alsæl með námsval sitt og stefnuna sem líf hennar hefur tekið eftir að hún tók við sínu fyrsta starfi innan fiskiðnaðarins. „Ég vil meina að ég hafi fundið hamingjuna þegar ég byrjað að vinna í fiskvinnslunni og þegar ég fór í þetta nám.“ Námið hentar henni mjög vel þar sem hún getur stundað námið og unnið á sama tíma þar sem flestar námleiðir eru kenndar í staðarlotum og að auki getur hún hnykkt á námsefninu í vinnunni. „Maður er alltaf að læra meira í vinnunni. Til dæmis eftir námið í Marel vinnslutækni þá áttaði ég mig betur á því hvernig tækin virkuðu. Og ekki bara Marel-tækin, heldur öll tækin. Ég átti auðveldara með að átta mig á bilanagreininunni og auðveldara með að segja vélstjórunum frá því hvað sé að og ég skildi betur hvað vélstjórarnir voru að segja mér.“

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

11


Vill hafa fingurnar í öllum stigum fisksins

Talið frá vinstri Hanna Kristín Gunnarsdóttir , Mateusz Henryk Kozuch, Marsibil Sigurðardóttir, Ásdís V Pálsdóttir, Hallgrímur Jónsson ,Þórunn Eydís Hraundal, Gunnar Helgi Hannesson ljósmyndari Ólafur Jón Arnbjörnsson

Ég vil meina að ég hafi fundið hamingjuna þegar ég byrjað að vinna í fiskvinnslunni og þegar ég fór í þetta nám. Með skýra stefnu inn í framtíðina Kynjaskiptingu innan Fisktækniskólans segir Þórunn vera mjög jafna. Hún hafi ekki fundið fyrir því að öðru kyninu væri hampað fram yfir hitt. Aftur á móti segir hún að starf innan fiskvinnslu sé nokkuð kynjaskipt, þótt kynjahlutföllinn á vinnustaðnum séu jöfn. „Konurnar standa og snyrta og pakka og karlarnir lyfta og sjá um vélarnar.“ Hún bendir réttilega á að það sé alveg jafn erfitt að standa lengi og að lyfta þungum hlutum. Þórunn stefnir að því að verða stúdent frá Fisktækniskólanum í desember og hún ætlar ekki að ljúka sinni skólagöngu innan fiskiðnaðarins þar. „Ég stefni að því að fara í Sjávarútvegs- og viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri þegar ég er útskrifuð sem stúdent.“ Hún rak augun í þessa námsleið þegar hún lærði Marel vinnslutækni. „Mér fannst magnað að geta farið að læra þetta!“

„Ég hef alltaf verið róleg að eðlisfari og hafið róar mig svo mikið. Ég hef líka alltaf elskað sjávardýrin,“ segir Þórunn sem bætir svo við að þótt hún fari að læra viðskiptafræði í tengslum við fiskiðnaðinn þá vilji hún ekki missa tengslin við vinnslugólfið. „Það róar mig svo að vinna í fiskinum sjálfum, þetta er einhvers konar dund.“ Á einum tímapunkti vildi Þórunn stofna sitt eigið fiskvinnslufyrirtæki. „Mig langar svo að vinna í öllu og hugsaði með mér að það væri eina leiðin til þess að geta það. Ég gæti verið alls staðar ef ég ætti fyrirtækið sjálf. En ég er ekki svo viss lengur.“ Hana langar að bera ábyrgð í starfi „og hafa nóg að gera, það er svo gott að hafa nóg að gera“. Þórunn hefur aldrei farið um borð í útgerðarskip. „En ég bíð alltaf spennt eftir því að kynnast því. Það hefur alltaf verið draumurinn að prófa einn túr.“ Þórunn er mjög ánægð með námið í Fisktækniskólanum, henni finnst tækifærin ótal mörg með náminu og það hefur opnað dyr inn í háskólanám Þórunn Eydís Hraundal ljósmyndari Ólafur Jón Arnbjörnsson á næstu misserum fyrir hana. Fisktækniskólinn sinnir menntun fólks í sjávarútvegi að loknum grunnskóla sem og að endurmennta starfsfólk sem þegar starfar í sjávarútvegi. Með breiðu samstarfi við fjölda framhaldsskóla og fyrirtækja á landinu hefur Fisktækniskólinn menntað og endurmenntað fjölda nemenda um allt land. Fisktækniskólinn er valkostur fyrir ungt fólk jafnt sem eldra fólk þegar kemur að því að velja framtíðar starfsvettvang. Frekari upplýsingar um skólann er hægt að nálgast á fiskt.is. Þórunn sækir nám í staðarlotum í Fisktækniskólanum í Grindavík, þar sem skólinn er jafnframt með höfuðstöðvar. Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað og lært innan sjávarútvegsins í tvö ár er Þórunn sannfærð um að innan þessa geira liggi hennar framtíð. „Það er yndislegt að horfa á það hvað ég er búin að sjá margt og læra margt og upplifa margt á þessum stutta tíma, og ég á svo mikið eftir.“

Skemmtiferðaskipið Le Boreal Þann 7. ágúst boðaði skemmtiferðaskipið Le Boreal komu sína til Akraness. Skipið sem er 10.944 brúttótonn, 142 metrar að lengd og 18 metrar að breidd og með djúpristu upp á 4,8 metra. Á skipinu eru sex þilför fyrir gesti. Le Boreal er í eigu Ponant og getur tekið mest 242 farþega auk áhafnar.

12

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Le Boreal kom í fyrsta skipti til Akraness fyrir ári síðan og var það sögulegur viðburður fyrir bæjarfélagið fyrir bæjarfélagið. Í ár eru bókaðar alls fimmtán skipakomur til Akraness, þar af eru fjórtán skipakomur frá Panorama í eigu Variety Cruises og ein skipakoma kemur frá Le Boreals í eigu Ponant. (Birt: 7. ágúst 2018 af vef Faxaflóahafna)



Hefur stýrt eigin fyrirtæki í fimmtán ár

,,Það er alltaf best að þora að vera maður sjálfur” Sigrún Erna Geirsdóttir

Erla Björg Guðrúnardóttir er eigandi Marz sjávarafurða í Stykkishólmi sem sérhæfir sig í sölu hvers kyns sjávarafurða víða um heim. Eitt af því sem gerir fyrirtækið sérstakt er að það er eingöngu skipað konum. Stöðugur vöxtur hefur verið hjá fyrirtækinu síðan það var stofnað þrátt fyrir úfinn sjó í íslenskum sjávarútvegi og fagnar fyrirtækið 15 ára afmæli í ár. Alltaf verið markaðslega þenkjandi Líkt og margir aðrir kynntist Erla sjávarútvegi gegnum fjölskyldutengsl en hún er gift Sigurði Ágústssyni, framkvæmdastjóra Agustson ehf í Stykkishólmi. Ólíkt mörgum öðrum fór hún hins vegar þá leið að stofna eigið fyrirtæki í stað þess að fara inn í rekstur eiginmannsins. ,,Þegar ég klára nám í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003 gerði ég mér grein fyrir að í Stykkishólmi voru svo sem ekki mörg atvinnutækifæri,“ segir Erla. ,,Við settumst því niður eitt kvöldið, maðurinn minn og ég, og fórum yfir stöðuna. Hann sagðist geta boðið mér að kynna mig fyrir 1-2 aðilum ef ég hefði áhuga á að fara að selja fisk. Það verður til þess að ég stofna Marz sjávarafurðir 1.maí 2003.” Rekstur fyrirtækisins hefur gengið mjög vel og býður Marz upp á vörur frá fleiri löndum en Íslandi þótt uppistaða vöruúrvalsins komi héðan. Fyrirtækið selur allar Norður-Atlantshafstegundir og á viðskiptavini um allan heim, allt frá Evrópu til Asíu. Ólíkt flestum sölufyrirtækjum er Marz starfrækt í Stykkishólmi og segir Erla að hægt sé að kaupa og selja fisk alls staðar frá. Henni þyki yndislegt að búa í Stykkishólmi og það sé mikill kostur að geta stundað vinnu sína þar. Marz hefur að auki aðra sérstöðu meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem er að fyrirtækið er eingöngu starfrækt af konum. ,,Það var svo sem ekki meðvituð ákvörðun,“ segir Erla, hlutirnir hafi bara æxlast þannig. ,,Ég var ein í byrjun og svo réði ég til mín einn starfsmann og það var kona.” Þegar fleiri starfsmenn hafi svo bæst við gegnum tíðina hafi það allt verið konur.

14

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Erla Björg Guðrúnardóttir eigandi Marz.

Veiðigjöldin þungur baggi Stöðugur vöxtur hefur verið hjá fyrirtækinu og var hann t.d það sem af er ári 24%. ,,Það hefur orðið talsverð aukning í magni hjá okkur og allt á réttu róli. Við erum duglegar í því sem við gerum og viðskiptavinirnir haldast hjá okkur þar sem þeir eru ánægðir með okkar þjónustu.“ Sem sölufyrirtæki er Marz að sjálfsögðu háð breytingum á kvóta og ýsa og ufsi hafa sett svip á árið, hvor með sínum hætti. ,,Markaðurinn hefur verið erfiður með ufsa sem mikið framboð er af núna, hann er erfiður í sölu og því nokkuð offramboð á honum. Markaðsverðið féll því nokkuð hratt en ég held að botninum hafi verið náð og nú sé að komast á stöðugleiki.“ Erla segir að þótt hlutirnir hafi gengið Marz í haginn hafi hún miklar áhyggjur af greininni. Veiðigjöldin séu litlum og miðstórum fyrirtækjum þungur baggi. ,,Við í sjávarútvegi erum ein af undirstöðum íslensks efnahags en einhvern veginn borgum við aldrei nóg í ríkiskassann, sem er greininni erfitt. Ég spái því að mörg fyrirtæki mun hreinlega gefast upp í náinni framtíð.“


Starfsmenn Marz við ýmis tækifæri.

Erfitt fyrir lítil fyrirtæki Erla segir að vandinn sé sá að stjórnmálamenn þori ekki að beita sér í þágu greinarinnar, þeir þekki ekki iðnaðinn og geri ekki mun á lítilli vinnslu og stórfyrirtæki. Þeir telji líka að landsmenn séu almennt á móti sjávarútvegi og vilji ekki fara á móti almenningsáliti. Staðan sé hins vegar grafalvarleg fyrir mörg fyrirtæki og því þurfi fólk að átta sig á. ,,Það er eðlilegt að allir borgi skatta en það má ekki leggja þyngri byrðar á fyrirtækin en þau geta borið. Þau eru svo ólík; það má ekki leggja að jöfnu litlu vinnsluna sem vinnur smávegis af þorski og risafyrirtæki sem teygir anga sína til margra landa.“ Í dag sé verið að taka gjöld af fyrirtækjum hvort sem þau séu með hagnað eða ekki. ,,Fólk ætti að skoða ársreikningana hjá litlum fyrirtækjum, þar er allt í mínus. Ég spyr

hvort ekki sé hægt að tengja gjöldin betur við afkomu?“ Þau fyrirtæki sem geti svo lagt eitthvað til hliðar verði sömuleiðis að hafa möguleika á því svo fyrirtækið eigi nóg til þess að viðhalda búnaði og til að fjárfesta í nýjum. Nú sé ekkert tillit tekið til þess. Eignir og kvóti séu því veðsett upp í topp og eitthvað hljóti brátt að gefa eftir.

Hörð samkeppni við erlend fyrirtæki Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í harðri samkeppni við fyrirtæki frá Austur-Evrópu sem selja, líkt og Íslendingar, mikið af fiski veiddum á línu, handfæri og troll sem er fljótur að fara í búðir. Sá munur er þó á samkeppnisaðstöðu landanna að þar hafa launahækkanir ekki verið eins miklar og hérlendis. ,,Hérlendis nema launahækkanir um 35% á þremur

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

15


Frá vinstri: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, Agnete Mernild, Sigríður Elísabet Elisdóttir, Erla Björg Guðrúnardóttir, Sunna Þóra Högnadóttir og Snædís Sif Benediktsdóttir.

árum sem er sennilega átta sinnum meira en í þessum löndum,” segir Erla. Þetta skekki samkeppnisaðstöðuna verulega, ekki bara í sjávarútvegi heldur annars staðar líka, eins og t.d hjá sláturgeiranum. Hún segir að fyrirtækin séu sömuleiðis enn að bíta úr nálinni vegna sjómannaverkfallsins sl. ár sem hafi reynst afar dýrkeypt. ,,Í langan tíma gátum ekki flutt neitt út og viðskiptavinir fóru að prófa ódýrari fisk frá öðrum löndum í staðinn. Í kjölfar þess fóru sumir farið að spyrja sig af hverju þeir ættu endilega að kaupa dýrari fisk frá Íslandi þegar sá ódýrari hafi verið alveg eins góður. Stórir aðilar skiptu út heilu vörulínunum og hættu alveg með íslenskt. Ég veit um marga sem urðu þannig fyrir miklum skaða. Þetta mun taka mörg ár að laga en þetta ræðir enginn.” Svo það takist þurfi sameinað átak sjávarútvegsfyrirtækja og hins opinbera. Hún sé þó efins um að slíkt sé á döfinni. ,,Norðmenn eru með sendinefndir út um allan heim að kynna norskan fisk en það er ekki uppi á teningnum hér. Þvert á móti þá finnst mér oft eins og stjórnvöld vinni hreinlega á móti iðnaðinum og maður spyr sig af hverju það stafi. Á virkilega ekki að staldra við og reyna að bæta hlutina áður en það verður of seint?

Mismunun greina Gengi íslensku krónunnar hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum og bent á að óstöðugleiki og of hátt skráð gengi skaði íslenskan þjóðarhag. Erla er í þessum hópi og bendir á nýlegar tölur þess efnis að neysla í dag sé orðin meiri en hún var er mest lét, árið 2007. ,,Þetta háa gengi kemur sér kannski vel fyrir neyslu hins almenna borgara en fyrir útflutningsaðila og erlenda ferðamenn sem koma til landsins þá er verðlag allt of hátt. Iðnaðurinn þarf að geta lifað af og við eigum mikið undir í bæði sjávarútvegi og ferðamannaiðnaði. Krónan er ekki í jafnvægi en hið opinbera er ekki að bregðast við því,” telur Erla. Skilning vanti á stöðunni. Við þetta bætist að greinarnar sitji ekki við sama borð hvað gjöld varði. Hún spyrji sig t.d hvers vegna ekki sé búið að leggja auðlindagjald á ferðamannaiðnaðinn þegar hann nýti landið eins og sjávarútvegsfyrirtækin nýti sjóinn. Að auki sé mikið af svörtu hagkerfi í þeim iðnaði öfugt við sjávarútveginn þar sem allir borgi sína skatta og gjöld.

16

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Áhersla á hátt þjónustustig Í krefjandi rekstrarumhverfi reynir bæði á útsjónarsemi og styrk stjórnenda. Þá er sömuleiðis mikilvægt að fyrirtæki velji að leggja áherslu á ákveðna eiginleika og svið. Erla segir að strax í upphafi hafi hún ákveðið að leggja áherslu á hátt þjónustustig og síðan hafi vexti verið stýrt þannig að það myndi haldast eins. ,,Það var gott að byrja bara ein með síma eins og ég gerði. Ég þekkti ekkert til í bransanum og það var kostur í raun og veru. Vaxtarhraðinn var ekki eins mikill og ef ég hefði starfað annars staðar en í stað þess er ég með ótrúlega fimmtán ára vegferð.” Hún segir að lykillinn að farsælum rekstri sé að vera heiðarlegur í samskiptum og iðka gagnsæi. Að starfa af heilum hug og standa við orð sín. ,,Ég hef líka alltaf haft það markmið að tækla strax hluti sem koma upp. Í þessu starfi þarf maður reglulega að eiga við óþægilega hluti og það er ekki gott að sópa þeim undir teppið.”

Best að vera maður sjálfur Við spurðum Erlu að lokum hvaða ráðleggingar hún hefði til þeirra sem langaði að stofna eigið fyrirtæki. ,,Ég myndi segja að það skipti miklu hvernig reksturinn er settur upp í upphafi, að byrja ekki of stórt og vera nákvæmur. Vöxtur ætti líka að vera lífrænn og stöðugur en ekki í stökkum. Það er alltaf best að taka eitt skref í einu, það verður enginn heimsmeistari á einni nóttu.” Í sjávarútvegi sé líka mikið að læra og margar tegundir og aðferðir sem fólk þurfi að þekkja. ,,Maður þarf að vera forvitinn og langa til þess að læra, það hefur allavega verið stór þáttur í minni eigin vegferð. Ég kunni ekki einu sinni að flaka fisk í byrjun! Ég vildi hins vegar læra eins mikið og ég mögulega gæti og er kannski smá nörd þannig.” Framleiðendur sem hún hafi kynnst í gegnum tíðina hafi kennt henni ótalmargt. ,,Maður þarf að þora að spyrja heimskulegu spurninganna. Sumum finnst asnalegt að gera það en það kemur oft í bakið á þeim seinna. Það er styrkleikamerki að mínu mati að segja: Ég veit það ekki og afla sér síðan svara. Það er alltaf best að vera maður sjálfur, það er lykilatriði í lífinu.”


26. september 2018 ER VINNSLAN ÞÍN SNJÖLL? Marel býður fiskframleiðendum að kynna sér tækninýjungar og áhrif stafrænnar byltingar í fiskvinnslu, á einstökum viðburði í sýningarhúsnæði Marel í Kaupmannahöfn, þann 26. september 2018. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf í Grindavík og Dag Sletmo, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri DNB fjárfestingabankans í Noregi opna viðburðinn með fyrirlestrum um þá stafrænu byltingu sem nú á sér stað í fiskvinnslum. Samhliða fyrirlestrum og málstofum verða kynntar nýjustu tækni- og hugbúnaðarlausnir Marel í raunverulegu vinnsluumhverfi.

Ekki láta einstakan viðburð framhjá þér fara.

Skráning og nánari upplýsingar: marel.is/WFSH

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

17


Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Húsi Sjávarklasans

Klasastarf getur eflt nýsköpun Nýverið hlaut Íslenski sjávarklasinn viðurkenningu fyrir að bjóða upp á besta „coworking space“ á Íslandi en Nordic Startup Awards afhentu klasanum verðlaunin í byrjun september. Það var sérlega ánægjulegt að taka við þessum verðlaunum en ennþá meira gaman er að velta fyrir sér hvernig megi áfram byggja á reynslu Sjávarklasans til að efla nýsköpunarstarf á Íslandi og annars staðar.

O

ftast verða klasar til í kringum hátækniiðnað. Mörgum þykir sem sjávarútvegurinn sé deyjandi grein en í upphafi settu stofnendur Sjávarklasans sér það markmið að sjávarútvegur og tengdar greinar yrðu sérsvið Sjávarklasans. Ísland er í fararbroddi á mörgum sviðum sem tengjast sjávarútvegi. Engu að síður var viðhorf vel menntaðs fólks það að sjávarútvegurinn væri góð undirstöðugrein en hann kæmi ekki til með að skapa störf. Þeim myndi fækka og betra væri að snúa sér að einhverju allt öðru. Þessu vildi klasinn breyta.

Upphafið Í upphafi var róðurinn erfiður. Finna þurfti leiðtoga úr íslensku atvinnulífi sem vildu koma í samstarf við klasann og höfðu trú á háleitum hugmyndum hans um að gera Ísland að eins konar Sílíkondal sjávarútvegs í heiminum. Fljótlega komu fyrirtæki á borð við Brim, Icelandair Cargo, Samhenta, Íslandsbanka, Vísi hf, Bláa lónið, Skinney Þinganes, Faxaflóahafnir og Tryggingamiðstöðina um borð og þannig skapaðist grundvöllur til að vinna fyrstu úttektir um umfang alls sjávarútvegsins (að meðtöldum öllum stoðgreinum) og byrja að búa til samstarfsverkefni. Á þeim árum sem liðin eru hafa mörg skemmtileg verkefni litið dagsins ljós. En það verkefni sem hefur líklega skilað hvað mestu til samfélagsins er Hús sjávarklasans. Á árinu 2011 hófst Klasinn handa við að innrétta 800 fermetra að Grandagarði 16 fyrir ýmis fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi. Þetta varð upphafið að Húsi sjávarklasans. Fyrstu fyrirtækin sem nýttu sér húsnæðið voru 3X, Pólar, Sjávarútvegsþjónustan, Thorice og DIS svo einhver séu nefnd. Fljótlega kom

18

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

í ljós að Hús sjávarklasans virkaði eins og sjávarútvegssýning sem er opin allan ársins hring. En auk þess sást fljótt að fólk var spennt fyrir svona samfélagi, að efla samstarf við aðra og búa til eitthvað nýtt. Þarna voru kaffivélarnar mikilvægar en íbúar hússins spjölluðu mikið saman við þær, ræddu hugmyndir og komu síðan hlutum í verk. Þarna skipti gríðarlega miklu máli hversu gott samstarf varð til á milli Faxaflóahafna og klasans. Við hönnun á skrifstofurýminu hafa ákveðin grunngildi verið höfð að leiðarljósi sem hafa í grófum dráttum haldist í gegnum næstu uppbyggingar fasa. Húsið er bjart og eru ljósir litir áberandi. Skrifstofurými eru með glerveggjum og fremur opin. Í allri hönnun er reynt að viðhalda ákveðnum karaktereinkennum hússins og tengja saman starfsemina sem fer fram í húsinu og þá starfsemi sem tengist höfninni. Fyrirtæki sem leigja aðstöðu í húsinu hafa aðgang að góðri sameiginlegri aðstöðu, fundarherbergjum og kaffiaðstöðu. Sjávarklasinn er uppbyggður af fremur litlum skrifstofum sem virka nánast eins og kynningar - eða söluskrifstofur. Sum þessara fyrirtækja hafa sett upp framleiðslu í húsnæði í næsta nágrenni við Sjávarklasann. Gott dæmi um þetta er Thor - Ice, sem er með aðstöðu í næsta húsi við Sjávarklasann.

Hugmyndasmiðja á heimsmælikvarða Í kringum klasa myndast gjarnan þéttur hópur fyrirtækja og það finnum við á nærumhverfinu við Hús sjávarklasans. Það gerist gjarnan þegar fyrirtæki mynda klasa af þessu tagi að umhverfið allt í kring eflist. Eins og staðan er núna komast ekki fleiri fyrirtæki að í Íslenska sjávarklasanum og nokkur fyrirtæki eru á biðlista. Stækkunarmöguleikar eru ekki miklir. Við höfum sett fram hugmyndir um frekari stækkun á Granda sem mundi líka þýða að útvegað verði hraðvaxandi fyrirtækjum innan klasans húsnæði. Það er auðvitað erfitt í dag. Við viljum sjá tæknifyrirtækin okkar, hvort sem er í búnaði fyrir sjávarútveg eða fiskvinnslu, eða líftæknifyrirtæki, sem mörg hver vaxa hratt, geta vaxið hér á þessu svæði, svo við getum búið til umhverfi til stór og smá fyrirtæki sem sérhæfa sig í að nýta þekkingu til að þróa nýjar vörur og búnað sem tengist okkar grein. Við erum búin að viðra þessar hugmyndir við borgina og fjárfesta á svæðinu sem hafa áhuga á að starfa með okkur að þessari uppbyggingu. Það eru mikil tækifæri fyrir íslendinga að verða leiðandi í sjávarútvegi í okkar heimshluta og uppbygging Grandasvæðisins og áframhaldandi vinna klasans tel ég að geti stuðlað að því.

Lögð hefur verið áhersla á það í húsinu að þar sé að stærstum hluta athafnafólk sem þróar hugmyndir sínar í samvinnu við aðra. Í gegnum formleg og óformleg samskipti sem eiga sér stað vegna þess að fyrirtækin deila sameiginlegu rými flæða upplýsingar hraðar á milli aðila og hugmyndir þróast.

Næstu verkefni

Oft þróast þær reyndar í allt aðrar áttir en upphaflega var ætlað í gegnum samtöl og samvinnu ólíkra fyrirtækja sem koma oft að borðinu með mismunandi sýn og nálgun. Í nýlegri athugun Íslenska sjávarklasans á samstarfi fyrirtækja í Húsi sjávarklasans kemur í ljós að um 70% fyrirtækjanna í húsinu höfðu átt samstarf við annað fyrirtæki í húsinu á sl. tveim árum. Þetta hlutfall er töluvert hærra en fram kemur í niðurstöðum athugana á erlendum húsum sem bjóða svipaða þjónustu. Áætlað hefur verið að sprotafyrirtæki eða minni fyrirtæki í Húsi sjávarklasans hafi vaxið á ári um allt að fimmtán til tuttugu prósent að meðaltali.

Um leið og við horfum til annarra landa og eigum okkur draum um frekari uppbyggingu á Grandanum eru fjölmörg verkefni, sem unnið er að á vettvangi klasans, sem lúta að nýsköpun og vinnu við hugmyndir sem aukið gera verðmæti okkar samstarfsfyrirtækja. Við erum stögugt að leita leiða til að efla samstarf um nýsköpun. Ný verkefni á þeim sviðum eru m.a. í umhverfismálum, veiðarfæratækni, flutningum, samstarf í útflutningi nýsköpunarfyrirtækja, pælingar í sambandi við þörunga, nýsköpun í matvælum tengdum sjávarútvegi og landbúnaði svo eitthvað sé nefnt. Framtíðin er björt.

Starfsemi Íslenska sjávarklasans hefur spurst út til annarra landa og reglulega koma fyrirspurnir erlendis frá hvort hægt sé að gera svipaða hluti í öðrum höfnum. Íslenski sjávarklasinn hefur þegar opnað eins konar systurklasa á Nýja Englandi og annars staðar.


Vissir þú að… … fyrir hvert tré sem Oddi notar við framleiðslu sína eru gróðursett 2 í staðinn? Oddi hefur áratugum saman lagt áherslu á umhverfismál í sinni starfsemi, bæði í framleiðslunni sjálfri sem og í vali á hráefnum. Við fylgjumst vel með kolefnisspori framleiðsluvara okkar með það að markmiði að minnka losun og vinna í sátt við umhverfið. Við framleiðslu sína notar Oddi viðurkenndan FSC pappír en hann er uppruninn úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.

ÁRNASYNIR

Góður árangur í rekstri byggir á skynsamlegum ákvörðunum. Áratuga þekking okkar og reynsla tryggja þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoð við greiningu á þínum þörfum. Hafðu samband og leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna þá lausn sem hentar þínum rekstri best.

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar - s. 515-5000

www.oddi.is


„Ég vildi safna mér sjótímum svo ég fengi réttindin fullgild. Reglurnar eru þannig að maður þarf að vera ákveðinn tíma úti á sjó til að öðlast réttindi til að vera við stjórnvölinn. Núna er ég með bókleg réttindi til að stýra 45 metra skipi en sjótímarnir sem ég hef safnað mér veita mér réttindi til að stýra 12 metra skipi. Þegar þau réttindi voru í höfn fékk ég stöðu sem skipstjóri á bát sem notaður var við að fóðra fiskinn frá sjó.“

Þórdís ákvað að fara í Stýrimannaskólann og verða sér út um skipstjórnarréttindi svo hún gæti sjálf verið við stýrið.

Sjórinn heillar

öllum áttum. „Þó ég hafi alltaf laðast að sjónum var ég mjög sjóveik og hafði því lengi vel engan sérstakan áhuga á því að vinna á sjó.“ Stundum æxlast þó málin öðruvísi en ætlað er og örlögin grípa í taumana. „Ég fór í Ferðamálaskólann og eftir útskrift bauðst mér starf sem leiðsögumaður á hvalaskoðunarbáti í Reykjavík. Ég ákvað að taka þessu tilboði þrátt fyrir sjóveikina en hún sjóaðist fljótt af mér. Ég fór að njóta þess að vera úti á sjó, vera í svona miklu návígi við náttúruna og dýralífið.“ Leiðsögumannastarfið var mjög krefjandi enda þurfti Þórdís að viða að sér mikilli þekkingu á skömmum tíma en á sama tíma fannst henni mjög gefandi að fylgjast með ferðamönnunum þegar þeir sáu hvalina með eigin augum. „Gleðin var svo einlæg að það var ekki annað hægt en að hrífast með. Það kom þó fyrir að einn og einn hvíslaði að mér og spurði hvar væri hægt að smakka þá,“ segir Þórdís og hlær.

Skipstjórnarréttindi í höfn Fyrirtækið sem Þórdís vann hjá lagði upp laupana en það var ekki aftur snúið. Þórdís var komin með sjóarabakteríuna. „Ég ákvað að fara í Stýrimannaskólann og verða mér út um skipstjórnarréttindi svo ég gæti sjálf verið við stýrið.“ Árin tvö í skólanum voru fljót að líða enda námið áhugavert og félagsskapurinn skemmtilegur. „Við vorum tvær konur

„Ég fann fyrir meiri einangrun í fjölmenninu heldur Þórdís Þorvaldsdóttir hafði aldrei komið til Patreksfjarðar þegar en hér í fámenninu. hún ákvað að fara þangað til að vinna við laxeldi. „Ég ætlaði bara Hér er allt miklu að vera fyrir vestan í þrjá mánuði en er þar enn nú þremur árum persónulegra. Maður seinna,“ segir Þórdís. Áður en hún fór vestur hafði hún lokið skipstjórnarréttindum á 45 metra skip og var markmiðið með því þekkir öll andlitin í að fara vestur að safna sjótímum samhliða því að starfa við fiskeldi. sjón og hér fer fólk Nú starfar hún hins vegar í landi en hugurinn leitar út á sjó. enn í heimsókn án þess að gera boð á g er nátengd sjónum,“ segir Þórdís og bætir við: „Mér líður undan sér. Mér finnst hvergi betur en í nálægð við sjóinn og ég þarf að geta horft mannlífið hér bæði yfir sjóinn út um gluggann minn.“ Það ætti engan að undra „ að Þórdís laðist að sjónum og þurfi útsýni yfir hann enda er fallegt og gott.“ hún alin upp í Eyjum þar sem sjórinn umkringir eyjuna og blasir við úr Alda Áskelsdóttir

É

20

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Þórdísi líður hvergi betur en úti á sjó. Hún fékk bakteríuna þegar hún starfaði sem leiðsögumaður á hvalaskoðunarbát.


„Ég ákvað að láta bara á þetta reyna en get ekki neitað því að ég var með pínu hnút í maganum og hjartslátt þegar ég keyrði vestur. Ég vissi ekkert hvað ég var búin að koma mér út í en um leið og ég keyrði inn í bæinn fann ég að þarna ætti ég heima.“

Þórdís er stöðvarstjóri yfir fóðurdeildinni hjá Arnarlaxi á Bíldudal. Hún segir að laxeldi sé mjög spennandi starfsvettvangur enda er þróunin hröð og áskoranirnar margar.

í árganginum og við urðum strax góðar vinkonur. Við unnum verkefni saman en auðvitað oft með strákunum líka en það var lögð rík áhersla á samvinnu í náminu.“ Þórdís segir að karlpeningurinn hafi tekið þeim stöllum vel. „Það hefur aukist að konur sæki nám í Stýrimannaskólann en þær eru þó enn í algjörum minnihluta. Strákarnir tóku okkur mjög vel en voru í byrjun forvitnir og vildu vita hvers vegna við hefðum ákveðið að fara í þetta nám. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið í skólann. Námið var krefjandi en umfram allt skemmtilegt, kennararnir frábærir og félagslífð gott.“

Þórdís á kútmagakvöldi ásamt samstarfskonum sínum í boði Arnarlax.

„Hafði aldrei komið til Patreksfjarðar þegar ég flutti þangað“ Að námi loknu bauðst Þórdísi sumarstarf hjá Fjarðarlaxi á sjó þar sem hún vann m.a. við viðhald á kvíunum. „Ég vildi safna mér sjótímum svo ég fengi réttindin fullgild. Reglurnar eru þannig að maður þarf að vera ákveðinn tíma úti á sjó til að öðlast réttindi til að vera við stjórnvölinn. Núna er ég með bókleg réttindi til að stýra 45 metra skipi en sjótímarnir sem ég hef safnað mér veita mér réttindi til að stýra 12 metra skipi. Þegar þau réttindi voru í höfn fékk ég stöðu sem skipstjóri á bát sem notaður var við að fóðra fiskinn frá sjó.“ Þórdís hafði aldrei komið til Patreksfjarðar þegar hún réði sig til starfa við fiskeldið. „Ég ákvað að láta bara á þetta reyna en get ekki neitað því að ég var með pínu hnút í maganum og hjartslátt þegar ég keyrði vestur. Ég vissi ekkert hvað ég var

„Þegar ég byrjaði var bátur notaður til að fóðra fiskinn ásamt fóðrun frá landi. Þessu er hins vegar ekki þannig háttað í dag. Nú er allri fóðruninni stjórnað frá einum stað í gegnum tölvur sem eru í fóðurstöðinni á Bíldudal. Við erum með þrjá fóðurpramma úti á sjó og þaðan fer fóðrið sjálfkrafa í kvíarnar.“

BORÐUM

MEIRI

FISK!

Fljótlegir, einfaldir og gómsætir réttir og það eina sem þú þarf að gera er að elda fiskinn og hita upp meðlætið!

Fæst í Hagkaup

Fisherman ehf • 450 9000 • fisherman.is • #fishermaniceland

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

21


„Fiskeldið hefur haft mjög jákvæð áhrif á byggðaþróun á Suðurfjörðunum. Fjöldi fólks hefur atvinnu við fiskeldið sem hefur orðið til þess að fólk hefur flust vestur. Hús sem áður stóðu tóm hafa öðlast nýtt líf og mannlífið blómstrar.“

Allri fóðruninni er stjórnað frá einum stað í gegnum tölvur sem eru í fóðurstöðinni á Bíldudal. Þórdís er stöðvarstjóri yfir fóðurdeildinni og sýnir hér gestum hvernig tæknin virkar.

búin að koma mér út í en um leið og ég keyrði inn í bæinn fann ég að þarna ætti ég heima,“ segir Þórdís og bætir við: „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði á Patreksfirði en er hérna enn þremur árum seinna. Til að byrja með var ég bara ein á ferð þar sem synir mínir þrír voru hjá pabba sínum í Noregi en um haustið fluttu þeir til Patreksfjarðar og þar erum við öll enn nema sá elsti sem er farinn suður.“ Þórdís, sem hafði lengi búið í Reykjavík áður en hún flutti vestur, segir að það séu margir kostir við að búa í litlu þorpi úti á landi. „Ég fann fyrir meiri einangrun í fjölmenninu heldur en hér í fámenninu. Hér er allt miklu persónulegra. Maður þekkir öll andlitin í sjón og hér fer fólk enn í heimsókn án þess að gera boð á undan sér. Mér finnst mannlífið hér bæði fallegt og gott. Allir hafa tekið okkur mjög vel og reynst okkur vel. Ég er mjög ánægð á Patreksfirði og sé fyrir mér að ég verði hér enn um sinn enda er ég búin að kaupa mér gamalt hús.“

Fiskeldi ögrandi og skemmtilegt Það er þó ekki einungis búsetan á Patreksfirði sem gerir það að verkum að Þórdís unir hag sínum vel fyrir vestan. „Ég hef mjög gaman að vinnunni minni. Til að byrja með vann ég við viðhald og fóðrun en nú er ég orðin stöðvarstjóri yfir fóðurdeildinni hjá Arnarlaxi en Fjarðarlax, fyrirtækið sem ég vann upphaflega hjá, sameinaðist Arnarlaxi á Bíldudal árið 2016. Mér finnst laxeldi mjög spennandi starfsvettvangur enda er þróunin hröð og áskoranirnar margar.“ Á þeim stutta tíma sem Þórdís hefur unnið við fóðrun í laxeldi hafa breytingarnar orðið miklar og tækninni fleygt fram. „Þegar ég byrjaði var bátur notaður til að fóðra fiskinn ásamt fóðrun frá landi. Þessu er hins vegar ekki þannig háttað í dag. Nú er allri fóðruninni stjórnað frá einum stað í gegnum tölvur sem eru í fóðurstöðinni á Bíldudal. Við erum með þrjá fóðurpramma úti á sjó og þaðan fer fóðrið sjálfkrafa í kvíarnar.“ Þó að þetta hljómi allt ósköp einfalt er það ekki svo. Miklar rannsóknir og fræði liggja að baki. „Það er engin fóðrun eins enda förum við eftir ákveðnum stöðlum. Það fer allt eftir stærð fisksins hvernig fóðruninni er stjórnað og því þarf að huga að hverri kví með það í huga. Mest er fóðrunin yfir sumartímann en minnst á veturna enda étur fiskurinn í dagsbirtu.“ Eftirlitið með fóðruninni er mikið enda má lítið út af bregða. „Ég fylgist m.a. með myndavélum sem sýna dýpið og mæla hitastig sjávar og súrefnið. Ein myndvél er í hverri kví og er þeim stjórnað með fjarstýringu. Við getum fært hana til hliðar og allt frá yfirborði og niður á botn kvíanna sem er á 35 metra dýpi. Þessu til viðbótar erum við með yfirborðsmyndavélar á prömmunum þar sem við fylgjumst með fóðurpípunum og dreifurunum. Með þessu mikla eftirliti tryggjum við að allt sé eins og það á að vera.“

22

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Þó að Þórdís sé komin í land notar hún hvert tækifæri sem gefst til að fara út á sjó. „Þegar kaupendur koma í heimsókn sigli ég gjarnan með þá út að kvíunum til að sýna þeim fiskinn og prammana. Ég er ekki búin að gefa sjómennskuna upp á bátinn og stefni þangað aftur en eins og staðan er núna hentar mér vel að vera í landi og sinna þeirri vinnu sem ég hef með höndum.“

Jákvæð áhrif á byggðaþróun Arnarlax er með fiskeldiskvíar á Patreksfirði, Tálknafirði og í Arnarfirði. “Á Patreksfirði erum við með sjö kvíahringi. Á Tálknafirði er ein kví en hún er að fara í hvíld ef svo má að orði komast. Svæðin fá hvíld í að minsta kosti þrjá mánuði en í þessu tilfelli verður hvíldin mun lengri þar sem seiðin eru sett í kvíarnar í byrjun sumars. Í Arnarfirði eru svo kvíar á þremur stöðum: Við Haganes, Hringsdal og Steinanes. Á Steinanesi erum við með stærsta fóðurprammann okkar en hann tekur sex hundruð og fimmtíu tonn af fóðri.” Þórdís segir að þegar seiðin komi til þeirra vegi þau einungis hundrað grömm. „Til að byrja með er fóðrinu kastað í kvína til að fá þau til að taka við sér. Síðan tekur sjálfvirknin við og tveimur árum síðar eru seiðin orðin að fimm kílóa sláturfiski sem seldur er víða um lönd.” Fiskeldið hefur haft mjög jákvæð áhrif á byggðaþróun á Suðurfjörðunum. Fjöldi fólks hefur atvinnu við fiskeldið sem hefur orðið til þess að fólk hefur flust vestur. Hús sem áður stóðu tóm hafa öðlast nýtt líf og mannlífið blómstrar. Sumir hafa þó áhyggjur af umhverfisáhrifunum. „Ég verð ekki vör við annað en að fólk hér fyrir vestan sé almennt ánægt með fiskeldið og þau áhrif sem það hefur haft á mannlífið. Nú geta ungmenni hér til að mynda sótt nám á fjölbrautarstigi án þess að fara að heiman nema í staðlotur til Grundarfjarðar öðru hvoru. Hér er einnig farið að kenna fiskeldisfræði sem er mjög jákvætt og eykur möguleika heimamanna til muna.”

Arnarlax er framarlega á sínu sviði hér á landi og tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni.


627 Chene Polaire 147406

619 Chene Sardaigne 147400

450 Chene Nature 147422

Enn slitsterkara harðparket - 12 mm, hágæða franskt harðparket. - mjög einfalt að leggja - framúrskarandi ending - rispustuðull A6

621 Chene Canaries 147410

622 Chene Baleares 147404

518 Rafia 147408

620 Chene Corse 147402

Fáðu góð ráð hjá Óskari í gólfefnadeild Húsasmiðjunnar í Skútuvogi

Byggjum á betra verði

Kíktu á úrvalið

í vefverslun husa.is 525 3000

w w w. h u s a . i s


Sigríður Kristín Ólafsdóttir er verkstjóri í hátæknifrystihúsi Vísis í Grindavík.

„Alltaf haft gaman af því að vinna“ Alda Áskelsdóttir

„Ég hef unnið í fiski meira og minna frá 16 ára aldri,“ segir Sigríður Kristín Ólafsdóttir og bætir við að hún hafi alltaf kunnað vel við sig í þeim geira. Lengst af vann hún hjá fiskvinnslufyrirtækjum á Þingeyri en fyrir þremur árum rifu þau Sigríður og maður hennar, Hafþór, sig upp og settust að í Grindavík. Á löngum starfsferli hefur hún aflað sér mikillar þekkingar og reynslu og nú starfar hún sem verkstjóri í hátæknifrystihúsi Vísis í Grindavík.

Í

sland er svo skemmtilega lítið og sannaðist það enn og aftur þegar blaðamaður hafði samband við Sigríði. Fljótlega kom í ljós að Sigríður er borin og barnfædd í Dýrafirði og flutti 16 ára inn á Þingeyri þar sem hún hóf sambúð. Þegar blaðamaður spyr út í barneignir Sigríðar kemur í ljós að fyrir 26 árum þegar blaðamaður var að stíga sín fyrstu skref sem kennari var hann umsjónarkennari elsta sonar hennar. Þessi uppgötvun vakti mikla kátínu og þaðan í frá fór viðtalið oft langt út fyrir það sem lagt var upp með í upphafi... en aftur að Sigríði. Hún er,eins og hún kemst sjálf að orði, sveitastelpa frá Hjarðardal í Dýrafirði.

24

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

„Ég byrjaði að búa 16 ára gömul þannig að ég gekk ekki menntaveginn. Þess í stað stofnaði ég til fjölskyldu ásamt þáverandi eiginmanni mínum á Þingeyri. Við eignuðumst okkar fyrsta barn þegar ég var 18 ára. Á Þingeyri var ekki úr miklu að moða þegar kom að atvinnutækifærum og því lá beinast við að ég færi að vinna í fiski.“ Sigríður syrgir þá ákvörðun sína síður en svo. „Ég hef alltaf kunnað mjög vel við mig í fiskvinnslunni og haft gaman af vinnunni.“

Sláturhússtjóri á daginn og þrifkona á kvöldin Sigríður er mikill dugnaðarforkur en þegar það berst í tal vill hún sem minnst gera úr því. Hún getur þó ekki þrætt fyrir að hún hafi alltaf unnið mikið og oft og tíðum gegnt tveimur störfum. Kraftmiklir og duglegir starfsmenn eru vinsælir á meðal atvinnurekenda og því er ekki að undra þó að Sigríður hafi valist til ábyrgðastarfa í gegnum árin. „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna,“ segir Sigríður. Þó að hún hafi að mestu unnið við fiskvinnslu frá árinu 1981 hefur hún tekið hliðarspor. „Um tíma var ég sláturhússtjóri á Þingeyri. Á þeim tíma var ég hætt að vinna í fiski en tók þess í stað að mér að þrífa frystihúsið á kvöldin. Eldri synir mínir tveir voru ungir og ég vildi vera heima hjá þeim á daginn.“ Sigríður stóðst hins vegar ekki freistinguna þegar henni bauðst starf sláturhússtjóra og þáði það en hélt samt sem áður áfram að þrífa í frystihúsinu. „Starfið var


tímabundið yfir sláturtíðina þannig að ég var sláturhússtjóri á daginn en þreif á kvöldin,“ segir Sigríður og hlær þegar hún rifjar þennan tíma upp. „Það kom svo að því að ég þurfti að velja á milli starfa. Þá var komin upp sú staða að stofnuð var kjötvinnsla á Þingeyri og starfið mitt varð að heilsársstarfi. Sveitastelpan í mér gat ekki sleppt þessu tækifæri þannig að þar með hætti ég að vinna við fiskvinnslu um tíma.“

Hjónin saman allan sólarhringinn

Á Þingeyri var ekki úr miklu að moða þegar kom að atvinnutækifærum og því lá beinast við að Sigríður færi að vinna í fiski. Hún syrgir þá ákvörðun sína síður en svo. Enda hefur hún alltaf kunnað mjög vel við sig í fiskvinnslunni og haft gaman af vinnunni.

Árið 2006 var Sigríður fyrst ráðin sem verkstjóri. „Undanfari þess að ég varð verkstjóri var að ég lærði til matsmanns, þ.e. að meta saltfisk segir Sigríður hæversk og bætir við: „Ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti lært og unnið við það starf.“ Vinnuveitendur hennar höfðu hins vegar ofurtrú á Sigríði og veðjuðu svo sannarlega ekki á rangan hest í það skiptið. „Ég lét tilleiðast og starfaði í nokkur ár sem matsmaður í saltfiski. Svo kom að því að annar af tveimur verkstjórum lét af störfum og þá var ég beðin um að aðstoða þann sem eftir var. Upp úr því var ég fastráðin í það starf og kunni mjög vel við það. Seinna hætti svo sá sem var með mér og þá var maðurinn minn ráðinn með mér.“ Sigríður og Hafþór starfa nú bæði sem verkstjórar í hátæknifrystihúsi Vísis í Grindavík. „Upphafið af okkar samstarfi var að Hafþór kom í land eftir 12 ára veru á frystitogara. Hann vantaði vinnu og ákvað að taka að sér þrifin í frystihúsinu á kvöldin þegar það starf bauðst. Ég hjálpaði honum oft eftir að vinnudegi mínum sem verkstjóra lauk og samstarf okkar á milli gekk ljómandi vel. Hann leysti mig einnig af þegar ég starfaði sem hafnarvörður um árabil á Þingeyri og komst ekki til að taka á móti bátum

sem þurftu að landa á þeim tíma sem ég var bundin í vinnu í frystihúsinu.“ Undanfarin ár hefur samstarf þeirra verið mun meira og nánara enda hafa þau bæði verið verkstjórar í sömu frystihúsunum, á Þingeyri og nú í Grindavík. Blaðamaður gantast með það að það sé ekki furða að þeim gangi vel að vinna saman enda hafi þau þurft að vinna upp þær miklu fjarverur sem sköpuðust á þeim árum sem Hafþór var á sjó. „Sigríður hlær að þessu en þvertekur ekki fyrir að svo sé. „Við bætum hvort annað upp í störfum okkar. Það urðu miklar breytingar þegar við komum hingað til Grindavíkur þar sem við stjórnum vinnslunni í hátæknifrystihúsi. Við þurftum að læra margt nýtt og það hefur komið í ljós að við höfum styrkleika hvort á sínu sviði. Tæknin liggur mjög vel fyrir honum á meðan ég er sterkari á sviði skipulagningar og þess háttar.“ Sigríður segir að það sé þó ekki aðeins eðli starfsins sem hafi breyst við það að færa sig til Grindavíkur. „Á Þingeyri unnu enn íslenskar konur og karlar í fiskvinnslunni. Nú vinnum við næstum eingöngu með útlendingum og þá koma upp tungumálaerfiðleikar. Ég er þó farin að læra eitt og eitt orð í pólsku svo að samskiptin gangi betur fyrir sig,“ segir Sigríður og brosir.

Skin og skúrir hjá fiskvinnslunni á Þingeyri Á Þingeyri hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir í atvinnumálum. Á þeim tíma sem Sigríður hóf störf árið 1981 var fiskvinnslan í eigu útgerðarfélagsins Fáfnis. Um tíma lék allt í lyndi og uppgangur var í bænum. Fiskvinnslan var blómleg og nýr frystitogari bættist við skipaflotann árið

Sigríður og Hafþór, eiginmaður hennar, eru mjög samrýnd enda eyða þau dag og nótt saman. Þau starfa bæði sem verkstjórar í hátæknifrystihúsi Vísis í Grindavík. „Við bætum hvort annað upp í störfum okkar. Tæknin liggur mjög vel fyrir honum á meðan ég er sterkari á sviði skipulagningar og þess háttar.“ SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

25


Sigríður og Hafþór maður hennar starfa bæði sem verkstjórar hjá Vísi í Grindavík. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið þegar þau fluttu til Grindavíkur þar sem þau stjórna vinnslunni í hátæknifrystihúsi. Þau hafi þurft að læra margt nýtt og það hafi komið í ljós að þau hafi styrkleika hvort á sínu sviði. Tæknin liggur mjög vel fyrir honum á meðan hún er sterkari á sviði skipulagningar og þess háttar. Sigríður er mikil fjölskyldukona og veit fátt betra en að eyða frítíma sínum með fjölskyldunni.

1992. Nokkrum árum síðar var ástandið breytt. Fiskvinnslan var farin á hausinn og margir í þorpinu því án atvinnu. „Þetta voru mjög erfiðir tímar. Það er ekkert grín þegar vinnan er tekin frá fólki enda er lífsviðurværi þess undir atvinnunni komið,“ segir Sigríður alvarleg í bragði. En öll él birtir upp um síðir og útgerðarfélagið Rauðsíða var stofnað á Þingeyri. Þegar það fyrirtæki lagði upp laupana nokkrum árum síðar tók stöndugt fyrirtæki, Vísir, við rekstri fiskvinnslunnar. „Það voru blómlegir tímar og allt gekk vel. Við hjónin störfuðum bæði hjá Vísi sem verkstjórar og vorum alsæl með okkar hlut enda gott að vinna fyrir Vísi. Sá orðrómur var þó stöðugt á kreiki að, að því myndi koma að Vísir flytti alla starfssemi sína til Grindavíkur en á þessum árum var Vísir með fiskvinnslu á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi. Það kom hins vegar að því fyrir tæpum fjórum árum að orðrómurinn varð að veruleika,“ segir Sigríður og bætir við: „Okkur var boðið að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur og starfa áfram sem verkstjórar þar. Á þessum tíma gátum við ekki hugsað okkur að slíta okkur upp enda bæði alin upp í Dýrafirði og höfðum búið þar alla okkar tíð, auk þess sem synir okkar bjuggu einnig fyrir vestan. Við erum mikið fjölskyldufólk og það skiptir okkur miklu máli að halda góðum og nánum tengslum við syni okkar og barnabörn. Það var stór þáttur í lífi okkar að skutlast í Hnífsdalinn á laugardagsmorgni í morgunmat til sonar okkar og barnabarna. Við ákváðum því að verða um kyrrt og þiggja starf hjá nýju fiskvinnslufyrirtæki á Þingeyri, Íslensku sjávarfangi.“

Ömmu prinsarnir eru í miklu uppáhaldi hjá Sigríði.

26

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

„Okkur líður mjög vel í Grindavík og við gætum ekki verið ánægðari með vinnuna okkar eða vinnuveitendur en auðvitað söknum við fjölskyldunnar, sonanna, barnabarnanna og svo var ekki síður erfitt að segja skilið við aldraða foreldra mína á Þingeyri. Við ákváðu hins vegar að taka jákvæða pólinn í hæðina og vera bara dugleg að fara vestur til að heimsækja okkar fólk. Þær eru því ófáar helgarferðirnar sem við höfum farið vestur á undanförnum árum.“ Erfitt að rífa sig upp með rótum Samstarfið við nýja vinnuveitandann gekk ekki eins og vonir stóðu til og það kom að því að leiðir skildu. „Við vorum þó ekki lengi atvinnulaus því morguninn eftir að við létum af störfum stóð okkur hjónum til boða nokkur störf.“ Sigríði og Hafþóri var að vonum létt. „Þeir hjá Vísi voru einir af þeim sem höfðu samband og buðu okkur að koma til Grindavíkur og taka við verkstjórn í hátæknifrystihúsinu sem fyrirtækið rekur þar.“ Sigríður og Hafþór ákváðu að taka starfinu hjá Vísi. „Okkur þótti mjög gott að vinna fyrir Vísi og vissum að hverju við gengjum hjá þeim.“ Það var því ekkert annað að gera en að rífa sig upp og flytja sig um set. „Okkur líður mjög vel í Grindavík og við gætum ekki verið ánægðari með vinnuna okkar eða vinnuveitendur en auðvitað söknum við fjölskyldunnar, sonanna, barnabarnanna og svo var ekki síður erfitt að segja skilið við aldraða foreldra mína á Þingeyri.“ Sigríður og Hafþór ákváðu hins vegar að taka jákvæða pólinn í hæðina. „Við ákváðum að við yrðum bara dugleg að fara vestur til að heimsækja okkar fólk. Þær eru ófáar helgarferðirnar sem við höfum farið vestur. Skellt okkur upp í bílinn á föstudögum eftir vinnu og brunað svo til baka á sunnudegi. Ég verð þó að viðurkenna að það hefur aðeins lengst á milli ferða eftir því sem tíminn líður. Nú er yngsti strákurinn okkar kominn suður og hinir tveir eru líka duglegir að koma suður í heimsókn til okkar.“


Möguleikarnir eru endalausir

„Tækifærin liggja í sjávarútveginum. Grunnnámið opnar mér fjölmargar spennandi dyr.” - Kristín Rós Pétursdóttir, útskrifuð sem fisktæknir árið 2015 og gæðastjóri 2016.

Fisktækniskóli Íslands býður uppá fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Skráning fyrir vorönn er hafin á www.fiskt.is

FISKTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Icelandic College of Fisheries


Hulda hefur unnið við fiskvinnslu í rúm þrjátíu ár. Hún segir að á þeim tíma hafi margt breyst, tæknin hafi tekið yfir og vinnufélagarnir séu aðrir.

„Með tækninni hverfur mennskan“ Alda Áskelsdóttir

Hulda hefur unnið við fiskvinnslu allt frá því að hún var 16 ára. Til að byrja með fór hún á verbúð í Hnífsdal, þaðan lá leiðin til Grindavíkur og endaði í Vestmannaeyjum þar sem hún hefur unað hag sínum vel í rúma þrjá áratugi. Hún segir að á þeim tíma sem hún hefur unnið við fiskvinnslu hafi margt breyst,bæði vinnufélagarnir og umhverfið. „Nú ræður tæknin ríkjum og vinnufélagarnir eru aðallega útlendingar.“

H

ulda hefur unnið hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í 33 ár. Þar er hún verkakona og sækist hún ekki eftir öðru. „Ég vil hafa þetta svona. Mér finnst gott að koma í vinnuna, vinna mína vinnu og fara svo heim áhyggjulaus að vinnudegi loknum. Mér finnst nóg að bera ábyrgð á því sem ég geri,“ segir Hulda ákveðin. Um nokkurra ára skeið vann hún þó við gæðaeftirlit. „Ég vann þá á vöktum en hafði ekki áhuga á því eftir að sonur minn fæddist árið 2000. Ég ákvað því að hætta í eftirlitinu og fara aftur í hefðbundin fiskvinnslustörf, að snyrta fisk og vinna humar. Nú vinn ég frá 8 til 15 mánudaga til fimmtudaga og til hádegis á föstudögum. Þegar vinna býðst á laugardögum mæti ég oft enda hífir yfirvinnan upp launin. Ég er einnig sveigjanleg þegar mikið liggur við. Þá mæti ég fyrr á morgnana og vinn jafnvel lengur.“

28

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Hulda segir að hún hafi ekki mikið hugsað til þess í gegnum árin að skipta um starfsvettvang. „Það hefur þó komið fyrir. En mér finnst ég búa við nokkuð frjálsræði varðandi frí og hef fengið þau þegar ég hef þurft á að halda. Svo er það þannig að hér er ekki hægt að velja úr mörgum störfum nema þá í vaktavinnu og slíkur vinnutími heillar mig ekki.“

„Það var skemmtilegra hér áður fyrr“ Nýir eigendur tóku við Vinnslustöðinni rétt fyrir aldamótin og þá breyttist ýmislegt. „Mér fannst mjög gott að vinna hjá fyrri eigendum en líkar einnig vel hjá þeim sem tóku við. Mér fannst ég samt einhvern veginn frjálsari í vinnunni áður fyrr.“ En eignarhaldið er ekki það eina sem hefur breyst á undanförnum árum. „Núna eru nær eingöngu útlendingar sem vinna við fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni. Það má næstum telja Íslendingana á fingrum annarrar handar sem enn vinna í vinnslusalnum. Þegar ég byrjaði var frystihúsið hins vegar fullt af Íslendingum. Ég hef

„Tæknin er orðin miklu meiri en áður og henni fylgir ómanneskjulegra umhverfi ef við getum sagt sem svo,“ segir Hulda og bætir við: „Mér fannst gamla umhverfið miklu skemmtilegra. Það var gaman hjá okkur konunum á borðunum hér áður fyrr. Allt var miklu persónulegra. Nú liggur við að maður hafi bara samskipti við tölvur. Flæðilínurnar ráða ríkjum.


ekkert á móti útlendingum en það er allt annað andrúmsloft í vinnunni núna. Á árum áður var miklu meira fjör í vinnunni en nú. Það var alltaf gaman, félagsskapurinn var skemmtilegur og það var gaman í kaffitímum og í pásum. Nú finnst mér eins og andrúmsloftið sé þyngra. Þegar töluð eru mörg ólík tungumál í vinnunni og fólk skilur ekki hvert annað verða samskiptin oft lítið önnur en þau allra nauðsynlegustu. Það má eiginlega segja að við séum bara þrjár eftir sem höfum unnið saman í öll þessi ár hjá Vinnslustöðinni en við höldum okkar striki og sitjum alltaf saman við borðið okkar í kaffitímum.“

„Nú liggur við að maður hafi bara samskipti við tölvur“ En það er ekki bara félagslega umhverfið sem hefur breyst á þessum áratugum sem Hulda hefur unnið hjá Vinnslustöðinni. „Tæknin er orðin miklu meiri en áður og henni fylgir ómanneskjulegra umhverfi ef við getum sagt sem svo,“ segir Hulda og bætir við: „Mér fannst gamla umhverfið mikið skemmtilegra. Það var gaman hjá okkur konunum á borðunum hér áður fyrr. Allt var miklu persónulegra. Nú liggur við að

„Þegar töluð eru mörg ólík tungumál í vinnunni og fólk skilur ekki hvert annað verða samskiptin oft lítið önnur en þau allra nauðsynlegustu. Það má eiginlega segja að við séum bara þrjár eftir sem höfum unnið saman í öll þessi ár hjá Vinnslustöðinni en við höldum okkar striki og sitjum alltaf saman við borðið okkar í kaffitímum.“

Hulda og fjölskylda eru mikið Þjóðhátíðarfólk og leggja mikinn metnað í hvíta tjaldið. Hulda hefur einungis einu sinni misst af Þjóðhátíð síðastliðin 33 ár og þá var hún á fæðingardeildinni.

maður hafi bara samskipti við tölvur. Flæðilínurnar ráða ríkjum. Á hverri línu eru tuttugu stæði og hver og einn situr á sínu stæði og snyrtir. Fyrir framan þig er svo lítil tölva sem segir til um ef það finnast gallar í fiskinum sem þú sendir frá þér. Áður var það þannig að það var manneskja í þessu starfi sem kom til manns og talaði við mann og lét vita. Mér finnst líka galli falinn í því að þessar tuttugu manneskjur sem eru saman á flæðilínu eru allar undir sama hatti. Fimmtán þeirra skila kannski góðu verki en fimm ekki. Samt sem áður fá allir kvartanir. Þetta finnst mér mjög þreytandi fyrirkomulag.“

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

29


„Ég elska Þjóðhátíð og allt í kringum hana eins og svo margir hér í Eyjum. Ég hef mætt á allar Þjóðhátíðir fyrir utan eina frá því að ég kom til Eyja en þá var ég löglega afsökuð enda á fæðingardeildinni.“

Hulda ásamt eiginmanni sínum og einkasyni. Þau hafa yndi af því að ferðast um heiminn.

Hulda segir að enn séu greiddir einstaklingsbónusar þegar verið er að vinna við fisk á borð við þorsk, ufsa o.s.frv. en flæðilínurnar hafi gert það að verkum að ekki sé lengur greiddur bónus fyrir humarvinnslu. „Einstaklingsbónusarnir í humrinum voru mjög góðir en þeir hafa horfið þar sem ekki er hægt að reikna út vinnu hvers og eins við flæðilínuna að því að sagt er. Það var mikill missir af þeim.“

Í leit að ævintýrum Hulda sem er alin upp í Keflavík segir að eftir að grunnskóla lauk hafi hana langað til að prufa eitthvað nýtt. Hún og vinkona hennar settu því undir sig betri fótinn og héldu út á land í leit að ævintýrum. „Við ákváðum að ráða okkur í fiskvinnslu í Hnífsdal og búa á verbúð. Við vorum bara í leit að tilbreytingu.“ Þær áttu enga tengingu vestur og þekktu því fáa. Það breyttist hins vegar fljótt. „Það fólst auðvitað mikið fjör í því að búa á verbúð. Við stunduðum vinnuna af kappi en um helgar var farið á böllin. Þetta var lífið þá og við skemmtum okkur mjög vel, segir Hulda og hlær þegar hún rifjar þennan tíma upp. Hulda var fyrir vestan í þrjú ár. „Til að byrja með var ég á Hnífsdal en þegar fiskvinnslunni þar var lokað flutti ég ásamt vinkonu minni inn á Ísafjörð þar sem við leigðum okkur íbúð og unnum á hótelinu.“ Frá Ísafirði lá leiðin svo til Grindavíkur. „Ég vann þar í tæpt ár og þá var stutt að fara í bæinn. Við vinkonurnar fórum til Reykjavíkur um helgar og sóttum Klúbbinn. Það var sko nóg um að vera í félagslífinu á þeim tíma. Pabbi sagði að ég hefði oftar komið heim til Keflavíkur í heimsókn frá Ísafirði en þegar ég var í Grindavík,“ segir Hulda og hlær við tilhugsunina.

Fann ástina í Eyjum Æskuvinkona Huldu, Ruth Reginalds, söngkona, bjó í Eyjum um tíma. Hún hafði lent í hremmingum og Hulda ákvað því að fara til Eyja til að vera vinkonu sinni til halds og trausts. „Ruth flutti til Eyja með barnsföður

„Ég kynntist manninum mínum tíu dögum eftir að ég kom til Eyja og það hefur aldrei hvarflað að mér að fara til baka. Mér finnst gott að búa í Eyjum þó samgöngurnar mættu kannski vera betri. Ég hef hins vegar alltaf komist upp á land þegar ég hef ætlað að komast þangað.“ 30

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

sínum. Hann var sjómaður og báturinn sem hann var á fórst en það varð mannbjörg og allir komust af. Henni leið þó ekkert allt of vel á þessum tíma og var ekki alveg á beinu brautinni. Ég ákvað því að fara til hennar og reyna að létta undir með henni.“ Nokkru síðar flutti Ruth hins vegar upp á land en Hulda er enn í Eyjum og unir hag sínum vel. „Ég kynntist manninum mínum tíu dögum eftir að ég kom til Eyja og það hefur aldrei hvarflað að mér að fara til baka. Mér finnst gott að búa í Eyjum þó samgöngurnar mættu kannski vera betri. Ég hef hins vegar alltaf komist upp á land þegar ég hef ætlað að komast þangað.“

Sprengjuhótun í Vinnslustöðinni Huldu er í fersku minni dagurinn sem hún hóf störf í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum enda hafði orðið uppi fótur og fit daginn áður. „Þann 12. mars árið 1985 var hringt og sagt að það væri búið að koma fyrir sprengju í Vinnslustöðinni. Það fór auðvitað allt á annan endann. Ég átti að byrja í vinnunni daginn eftir og sagði við Ruth að ég væri nú ekki viss um að ég þyrði að fara í vinnuna,“ segir Hulda og hlær. „Sagan segir að nokkrir peyjar um tvítugt sem höfðu fengið sér of mikið neðan í því hefðu staðið fyrir þessari uppákomu. Þeir ætluðu að næla sér í öskjur fullar af hrognum til að nota í skiptum fyrir áfengi sem þeir gátu fengið hjá áhöfn í bát sem lá við bryggjuna.“

Missti af einni Þjóðhátíð – var á fæðingardeildinni Tímatalið í Vestmannaeyjum er annað en uppi á landi. Þar er talað um fyrir og eftir Þjóðhátíð en ekki fyrir og eftir jól. „Ég elska Þjóðhátíð og allt í kringum hana eins og svo margir hér í Eyjum. Ég hef mætt á allar Þjóðhátíðir fyrir utan eina frá því að ég kom til Eyja en þá var ég löglega afsökuð enda á fæðingardeildinni,“ segir Hulda og það má heyra glettni í röddinni þegar hún bætir við: „Einu sinni var ég svo á sjúkrahúsi en var útskrifuð á sunnudeginum og fór beint inn í dal.“ Þegar Hulda er spurð út í hvað það sé sem er svona skemmtilegt við Þjóðhátíð stendur ekki á svarinu: „Bara allt, undirbúningurinn og skipulagningin dagana á undan. Við erum með tvöfalt hvítt tjald ásamt systkinum mannsins míns og það er því nóg að gera. Það þarf að útbúa nesti og græja tjaldið. Þjóðhátíðin sjálf er svo auðvitað frábær. Það er mikill gestagangur í tjaldinu okkar og mikið fjör þannig að það er aldrei dauð stund.“ Hulda á sér þó fleiri áhugamál en Þjóðhátíð því eitt aðal áhugamál hennar er að ferðast. „Ég fer á hverju ári í sólina, þar sem við njótum þess að slaka á og þess á milli förum við í borgarferðir. Þær eru með öðru sniði því þá skoðum við okkur mikið um og njótum þess sem borgirnar hafa upp á að bjóða.“


Ný jar vö r u r ÖN ÍS L E N S K H

NUN

SENDUM FRÍTT Á NÆSTA PÓSTHÚS SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS


Bolungarvíkurbryggja. Sjávarafl/ Elín Bragadóttir

STRANDVEIÐUM LOKIÐ Þann 30. ágúst lauk strandveiðum sumarsins. Í sumar hafa 547 bátar landað afla og er það 47 bátum færra en í fyrra. Heimilt var að veiða 10.200 tonn og róa mátti tólf daga í mánuði frá mánudagi til fimmtudags. Í hverri veiðiferð mátti draga 650 kóló, í þorskígildum, af kvótabundnum tegundum að ufsa undanskildum.

Flestir bátar hafa róið á svæði A frá Arnarstapa í Súðavík. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda kemur fram að á yfirstandandi tímabili hafi tíðarfarið verið afar erfitt. Einnig segir þar að meðalverð á mörkuðum hafi verið um 16% hærra í ár en það var í fyrra.

Sætt kartöflukonfekt Hrönn segisst vera sjúk í sætar kartöflur og telur að það þurfi oft lítið með þeim þar sem þær eru svo góðar. Þessi uppskrift er fljótleg og góð. Skerið sætu kartöflurnar í frekar smáa teninga og setjið á ofnplötu með ólífuolíu, setjið salt og pipar á kartöflunar og bakið í 180° í 45 mínútur.

Hrönn Hjálmarsdóttir er heilsumarkþjálfi sem alla tíð hefur haft mikinn áhuga á mat og matargerð. Hún heldur úti vefsíðunni Af lífi og sál þar sem hægt er að finna margvíslegar spennandi uppskriftir. https://hronnhjalmars. wordpress.com/

32

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018

Sósan 4 msk. Ólífuolía 2 msk. Gott fljótandi hunang 1 msk. Balsamik edik 1 msk. Sítrónusafi 2 msk. Appelsínusafi 2 sm. Butur af engifer, fínt rifið ½ tsk. Kanill Pínu salt Pekanhnetur Kóríander Blandið þessu vel saman, öllu nema hnetunum og hellið yfir kartöflurnar þegar þær eru teknar úr ofninum. Myljið hneturnar yfir kartöflurnar og bætið við meira af kóríander.


Öflugur sjávarútvegur eykur þjóðarhag

Súðavíkurhreppur

Húnaþing vestra

Valeska löndunarþjónusta

Hólmavíkurhöfn 570806-410 r. 0316-26-153

S: 451-3440 Vaktsími hafnar 865-4806

Fax: 451-3440 netfang: hofn@strandabhyggd.is


HIN HLIÐIN

Rakel Sævarsdóttir Fullt nafn: Rakel Sævarsdóttir Fæðingardagur og staður: 26.febrúar á Ísafirði Hverra manna ertu: Ég er fædd og uppalin á Vestfjörðum og fjölskyldan að mestu þaðan. Fjölskylduhagir: Á tvo snillinga í Vesturbæjarskóla og kærasta í Svíþjóð Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Hnífsdalur og sænski skerjagarðurinn. Starf: Markaðsstjóri Skipasýn ehf. og framkvæmdastjóri Dagsson.com Hvað er það sem heillaði þig mest við starfið þitt?: Fjölbreytileg og krefjandi verkefni, karllægt starfsumhverfi. Eftirminnilegasti samstarfsmaðurinn og hvað er það sem gerir hann eftirminnilegri en aðra: Stanislav Dudin, hann mætir á hverjum morgni á skrifstofuna eins og Kramer mætti til Seinfeld. Stundar þú einhverja líkamrækt? 40 armbeygjur fyrir sturtu og Yoga

Ef þú ættir að velja eina íþrótt til þess að keppa með fyrirtækinu þínu, hvaða íþrótt yrði fyrir valinu: Labba á höndum eða snjóbretti

Hvað var draumastarfið þitt sem lítil stelpa: Danskennari

Stolt siglir fleygið mitt með Gylfa Ægis eða Ship-o-hoj: Stolt siglir fleygið mitt.

Skemmtilegasti árstíminn: Sumar og sól svo eru jólin alltaf best!

Siginn fiskur eða gellur: Hvorugt

Hvað finnst þér erfiðast við starfið? Tæknilegu atriðin við nýsmíðina.

Uppáhalds matur: Sushi, góð steik og Boeuf bourguignon à la Rutgerson

Eftirminnilega atvikið í vinnunni: Þegar við fögnuðum komu Breka og Páls Pálssonar fyrr á árinu.

Ef þú mættir breyta einhverju á Íslandi í dag, hverju myndir þú þá breyta: Veðráttunni

I C E L A N D I C

34

SJÁVARAFL SEPTEMBER 2018


Fullbúin sjávarútvegslausn í áskrift Microsoft Dynamics NAV Wise hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg með WiseFish í fararbroddi sem er vottað af Microsoft. Þú færð sjávarútvegslausnir í áskrift á navaskrift.is

kr.

24.900

pr. mán. án vsk.

Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.

Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is


KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni og 45 ára reynslu, tryggir úrsmíðameistarinn gæði íslensku úranna. Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar.

JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra.

Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.