1
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 6.5-13.5
#10
SKE.IS
„MÍN FYRSTA BÓK VAR SKRIFUÐ ÞEGAR ÉG VAR FIMM EÐA SEX ÁRA EN HÚN FJALLAÐI UM HVAÐ ÉG ÞRÁÐI AÐ EIGNAST LÍTIÐ SYSTKINI OG ENDAÐI VEL“
VIÐTAL VIÐ ÞÓRU KARÍTAS
2
HVAÐ ER AÐ SKE?
OYAMA & AGENT FRESCO Á HÚRRA - 30. APRÍL -
Kjúklingabringur ku vera að klárast úr kjörbúðunum. Engum hænsum er slátrað vegna verkfalls dýralækna svo þau vaxa nú stjórnlaust á búunum. Úða í sig korni og vaxa og fitna og stækka og það svo hrikalega að í óefni stefnir. Senn verða þau nógu stór til að gogga í rúður og veggirnir láta undan og þá er ekki að sökum að spyrja - þau fara út. Og þegar hænsin einu sinni hafa komist út verður þeim ekki smalað inn aftur. Ekki séns. Risakjúklingar munu kjaga organdi um sveitir og éta hvað sem á vegi þeirra verður. Lokið hunda og börn inni og biðjið fyrir köttunum. Útgöngubann blasir við og loks þykist einhver hafa fundið not fyrir hríðskotarifflana norsku. En þeir duga skammt. Ykkur rennir tæpast í grun hversu mörgum kjúklingum er troðið í stíur búanna. Glás. Alræði kjúklinganna blasir við. Og þó fyrr hefði verið, munu sumir segja. Tilvist þeirra hefur ekki verið ljúf til þessa. Við eigum þetta skilið, munu einhverjir segja. Ég veit ekki um það. En ég veit að kjúklingarækt er óttalega óhuggulegur bransi. Okkur hefur staðið á sama um kjúklingana. Kannski var það misráðið. Kannski var það rangt. Nei, alveg örugglega. Við eigum enga miskunn skilda. Í kjörbúðunum er til gnótt kjúklingabauna. Þær eru stórgóðar. Í hummus og pottrétti eða steiktar og kryddaðar. Étum kjúklingabaunir. Lifi kjúklingarnir (bókstaflega)!
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Þóra Karítas Árnadóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá OYAMA & Agent Fresco: Birta Rán Björgvinsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE?
*
Go Ahead Létt í bragði
Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex
4
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST BOREALIS BAND
FRÆBBBLARNIR OG SJÚÐANN Hin goðsagnakennda og síunga hljómsveit Fræbbblarnir mun spila á Íslenska Rokkbarnum í Hafnarfirði nú á föstudaginn. Hljómsveitin Sjúðann mun vera þeim til halds og trausts. Íslenskt pönk í hæsta gæðaflokki. Hvar: Íslenski Rokkbarinn, Hafnarfirði Hvenær: 8. maí kl. 23:30 Miðaverð: Frítt
ALCHEMIA Á DILLON Hafnfirska þungarokksveitin Alchemia heldur tónleika á Dillon þetta laugardagskvöld. Hljómsveitin heldur tvenna tónleika í maímánuði en seinni tónleikarnir verða á Íslenska Rokkbarnum í heimabæ hljómsveitarinnar þ. 16. maí. Önnur plata þeirra kom út í fyrrasumar sem nefnist Insanity. Höfum hálskragann tilbúinn á sunnudeginum.
Borealis Band er umfangsmikið tónlistarverkefni, sem ætlað er að höfða til ungra íbúa vestnorrænu höfuðborganna. Að verkefninu standa norrænu húsin í Nuuk, Þórshöfn og Harpa í Reykjavík. Auk þeirra tekur Norðurbryggja, sem er miðstöð þessara vestnorrænu landa í Kaupmannahöfn, þátt í verkefninu. Tónlistarstjóri er Samúel Jón Samúelsson og hann hefur, ásamt húsunum, valið hóp ungra listamanna frá löndunum sem hafa vakið sérstaka athygli. Fulltrúar Íslands eru, auk Samúels, Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ingibjörg Elsa Turchi, en bæði hafa vakið mikla athygli fyrir tónlistarframgöngu sína. Tónlistin verður bæði ný og gömul, með nýjum takti, en ætlunin er að taka tónlistararf þjóðanna og flytja hann suður eftir Atlantshafinu með nýjum útsetningum og aðferðum. Einnig verður ný tónlist flutt af hópnum og sungið verður á öllum tungumálunum. Þáttakendur frá grænlensku tónlistarsenunni eru þau Thelma Lyberth (sem tók þátt í Ísland got talent), Pauline Christiansen og Jonas Nilsson (úr þekktustu rokkhljómsveit Grænlands, Small time giants) en frá Færeyjum koma þau Guðríð Hansdóttir (úr Byrtu), Matthias Kapnas og Ernst Remmel, en tveir þeir síðastnefndu hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar í Færeyjum.
Hvar: Dillon, Laugavegur 30 Hvenær: 9. maí kl. 22:30 Miðaverð: Frítt
Hvar: Norðurljós, Harpa Hvenær: 8. maí kl. 21:00 Miðaverð: 3.800 kr. Nánar: harpa.is og midi.is
TONERON & VIO Gísli Galdur aka Gilli Galli verður með þétt, nett djsett á Prikinu þetta miðvikudagskvöld! Drengurinn býr og nemur í Kaupinhafn þessa dagana með fjölskyldunni og er því kjörið tækifæri að berja manninn augum þegar hann kemur heim og skemmtir lýðnum.
Vio eru sigurvegarar Músiktilrauna 2014. Hljómsveitin er skipuð fjórum æskuvinum úr Mosfellsbænum en hljómsveitin varð til skömmu fyrir Músíktilraunir. Hún gaf nýlega út sína fyrstu plötu sem ber titilinn Dive in og hefur hlotið góðar viðtökur. Þrátt fyrir nokkuð hefðbundna hljóðfæraskipan hafa þeir skapað sinn eigin stíl sem blandar saman kraftmiklu rokki, grípandi melódíum í sveimandi hljóðheim. Ung hljómsveit með framtíðina fyrir sér. Toneron er alternative/electrónísk hljómsveit úr Kópavoginum. Stefna hljómsveitarinnar er mótuð af elektróníku sem blönduð er við saxófón, söng og kröftugar trommur. Hljómsveitin gaf út sinn fyrsta EP í enda mars á þessu ári og hefur fengið góðar viðtökur hérlendis sem og erlendis.
Hvar: Prikið Hvenær: 6. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 9. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
ÝR ÞRASTARDÓTTIR - AFFAIR Dolly heldur áfram sínum frábæru vikulegu fastakvöldum þar sem einir fremstu plötusnúðar landsins halda uppi þéttri stemmningu. Affair hópurinn hefur getið sér góðs orðs á síðustu misserum enda feminískur kraftur í fyrirrúmi. Tjúns og góður félagsskapur einkenna þessi kvöld og skilur engan eftir í vondu skapi. Ýr Þrastardóttir er ekki einungis einn okkar fremsti fatahönnuður heldur hefur hún verið að matreiða tónlist ofan í landsmenn í mörg ár. Hvar: Dolly Hvenær: 6. maí kl. 22:00
GÍSLI GALDUR Á PRIKINU
MÁNAÐARKORT AÐEINS
7.490 KR.
SUMARKORT
Sumarið lítur vel út í World Class því nú geturðu nælt þér í heilsuræktarkort á sérstöku sumartilboði. Sumarkortið gildir í öllum stöðvum okkar og kostar mánuðurinn aðeins 7.490 kr.
Nánari upplýsingar í síma 553 0000 og á worldclass.is
lóa
5
HVAÐ ER AÐ SKE?
16.5.2015
tetriz blokk plútó yamaho kl. 21:30–02:30 í gamlabíó miðasala á midi.is
6
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST GREMLINZ Á PRIKINU
VALDIMAR AVÓKA, PAR-ÐAR, MUNSTUR OG MSTRO Hljómsveitirnar Avóka, Par-Ðar, Munstur og MSTRO skella saman í allsherjar tónleika í tilefni útgáfu komandi plötu MSTRO, hans fyrstu plötu. Avóka er hjartayljandi og ævintýraleg en þó með sorglegu yfirbragði á köflum. Hljómsveitin Par-Ðar spilar sækadelíu á einstakan hátt. Munstur gaf út sína fyrstu stuttskífu seint á síðasta ári, Intro EP og hafa spilað víða síðan. MSTRO spilar á gítar og syngur undir elektrónísku undirspili. Hljóðin einkennast af effectuðum og óeffektuðum röddum, synthesizerum og bassa.
Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá þeim síðarnefnda. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og hefur nýjasta plata þeirra „Batnar útsýnið“ þegar fengið frábæra dóma og trónað í efstu sætum vinsældarlistanna. Þegar hafa 2 lög af plötunni, „Batnar útsýnið“ og „Ryðgaður dans“, náð toppsætinu á vinsældarlista Rásar 2. Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík, allt frá rólegum melódíum upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro-indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar. Hvar: Húrra, Naustin 1-3 Hvenær: 8. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.
Gremlinz kemur til landsins sjóðheitur eftir að hafa spilað í 20 ára afmælisveislu Renegade Hardware. Hann spilar á Prikinu ásamt Agga Agzilla. Það verður allt látið fjúka, downtempo til dnb. Allir velkomnir. Hvar: Prikið Hvenær: 7. maí kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
TEITUR MAGNÚSSON Á HÚRRA Reggíhrúturinn og söngfuglinn Teitur spilar á Húrra þetta þriðjudagskvöld. Hvar: Húrra, Naustin 1-3 Hvenær: 12. maí kl. 20:00
Hvar: Húrra Hvenær: 8 maí kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
ATLI VOLANTE
JAKOB BRO Jakob Bro er danskur gítarleikari og tónskáld. Hann heldur þrenna tónleika í Mengi á föstudaginn, kl. 13, kl. 20 og kl. 22. Þríleikur hans Balladeering-Time-December hlaut tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs vorið 2014. Við tilnefninguna fæddist hugmynd um að safna saman því úrvalsliði sem kom að verkinu, leggja land undir fót og halda þangað sem innblástur hans var upprunninn, á Norðurlöndum.
CHAPLIN & SINFÓ MODERN TIMES
Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að berja augum slíkar goðsagnir í alþjóðlega jazz heiminum hér í Reykjavík. Miðafjöldi er takmarkaður.
Kvikmynd Chaplins, Nútíminn, frá árinu 1936 er talin til hans helstu afreka og er vissulega eitt af vinsælustu verkum þessa mikla meistara þöglu myndanna. Chaplin hugðist upphaflega láta myndina verða sína fyrstu talmynd en hætti við það af ótta við að með því myndi geðþokki litla flækingsins bíða skaða. Myndin er samt ekki alveg þögul vegna þess að Chaplin syngur eitt lag á hrognamáli í einu af mörgum drepfyndnum atriðum myndarinnar. Í Modern Times segir af baráttu flækingsins við að fóta sig í nýrri iðnvæddri veröld en um leið er myndin sýn Chaplins á heimskreppuna og örvæntingarfullt ástand almúgans sem í hans augum var afleiðing vélvæðingarinnar. Tónlist Chaplins er óaðskiljanlegur hluti kvikmynda hans. Líkt og Wagner notar hann tónlistina sem leiðarstef í verkum sínum og er hin sígilda dægurperla Smile ástarstefið í Modern Times. Í því kristallast í raun inntak myndarinnar: brostu og horfðu bjartsýnn fram á veginn. Þýski hljómsveitarstjórinn Frank Strobel hefur margsinnis komið til Íslands með snilldarverk kvikmyndasögunnar í farteskinu. Þannig hefur íslenskum kvikmyndaunnendum boðist að upplifa meðal annars helstu meistaraverk Chaplins og stórvirki Sergeis Eisenstein.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 8. maí kl. 20:00 Miðaverð: 4.000 kr. Nánar: mengi.net og midi.is
Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 8. maí kl. 19:30 / 9. maí kl. 15:00 Miðaverð: 2.400 - 4.700 kr. Nánar: harpa.is og midi.is
Tónleikarnir á Íslandi eru fyrstu tónleikarnir af sex á Norðurlandaflakki þeirra en héðan fer hópurinn til Danmerkur, Færeyja, Noregs, Grænlands og enda svo í Kaupmannahöfn. Það er stjörnum prýddur hópur sem kemur fram með Jakob Bro eða þeir Lee Konitz, Bill Frisell og Thomas Morgan. Fyrir þá sem ekki þekkja til hefur Lee Konitz t.d. unnið með mönnum eins og Miles Davis og Stan Getz en Bill Frisell hlaut Grammy verðlaun árið 2005 og var einnig tilnefndur til þeirra árin 2003, 2008 og 2009.
Þriðjudagskvöld, sumarið opinberlega búið að stimpla sig inn og snjórinn vonandi hættur að falla í bili. Atli er mikill snillingur þegar kemur að því að kveða burt snjóinn með góðri tónlist og einstöku lagavali. Tilvalið tækifæri að kíkja út og fá sér snúning í miðri viku. Hvar: Prikið Hvenær: 12. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
RVK SOUNDSYSTEM #53 Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Sound verður haldinn á Paloma á laugardagskvöld. Þetta fastakvöld verður númer 53 hjá hópnum og hafa þau aldrei klikkað. Hvar: Paloma Hvenær: 9. maí kl. 23:30 Miðaverð: Frítt
7
HVAÐ ER AÐ SKE?
8
HVAÐ ER AÐ SKE?
„ÞAÐ KOM STERKT TIL MÍN AÐ EF ÉG ÞRAUKAÐI UPP Á TOPP Í SVONA LÉLEGU FORMI ÞÁ MYNDI MÉR LÍKA TAKAST AÐ KLÁRA BÓKINA“
Leikkonan, framleiðandinn og rithöfundurinn Þóra Karítas Árnadóttir hefur mörg járn í eldinum. Auk þess að leika í sjónvarpi og á sviði lætur hún til sín taka sem framleiðandi bakvið tjöldin, og fyrir skemmstu kom út fyrsta bók Þóru, Mörk. Bókin, sem hún byggir að miklu leyti á sögu móður sinnar hefur hlotið góðar viðtökur og mikið lof, er áhrifarík og falleg. SKE setti sig í samband við Þóru og ræddi við hana um Mörk, skriftir, leik og sitthvað fleira. Fram til þessa hefurðu einkum verið þekkt af leik, hefurðu fengist lengi við skriftir? Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að skrifa bækur í huganum og vinna úr upplifunum með því að ímynda mér að fólk í kringum mig væri persónur í bók sem ég væri að skrifa. Mín fyrsta bók var skrifuð þegar ég var fimm eða sex ára en hún fjallaði um hvað ég þráði að eignast lítið systkini og endaði vel. Ég lék mér með orð og setti saman vísur sem barn og unglingur og vann sem blaðamaður um tíma. Snemma lét ég mér detta í hug að ég yrði jafnvel rithöfundur þegar ég yrði stór en er ég komst að því að flestir væru yfir þrítugt þegar þeir gæfu út sína fyrstu bók fannst mér ég þyrfti að bíða í óratíma þar til ég næði þeim aldri og var því ekki viss um að ég hefði þolinmæði til að halda í hugmyndina um að gefa út bók. Þessi löngun blundaði þó enn í mér þegar ég fór í leiklistarnám fyrir um áratug síðan en ég vonaðist til að geta involverað skrifin inn í sköpunina að loknu námi og snerta á fleiri flötum en að leika. Einn kennarinn minn hvatti mig til að vera alltaf með stílabók á mér því hugurinn fór svo oft á flug að það truflaði stundum einbeitinguna í náminu að vera að skrifa bækur í huganum. Hvernig form listin tekur sér skiptir ekki endilega máli í mínum huga en ef maður hefur ríka tjáningar- eða sköpunarþörf þá skiptir það sköpum að finna rétt form og farveg fyrir það sem liggur manni á hjarta hverju sinni. Það er svo margt sem blundar innra með manni ef vel er að gáð og ég trúi að það sé gott að dreyma stórt og reyna að grípa og jarðbinda draumana með því að setja sér raunhæf, tímasett markmið og sjá fyrir sér að þannig geti draumarnir smám saman ræst.
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
Söguna byggirðu mikið til á sögu móður þinnar. Hvað varð til þess að þú afréðst að skrifa hana núna? Það sem réði úrslitum var að mamma var loks tilbúin til að segja sögu sína. Hún var það ekki fyrir rúmum áratug síðan þegar ég fór þess á leit við hana. Síðan liðu þrettán ár og ég var búin að afskrifa að sagan hennar kæmi út á bók. Svo þegar ég samdi smásögu um efnið, af því ég hafði þörf fyrir að tjá mig um að skilja betur reynslu hennar, varð úr að ég las hana upphátt fyrir hana á 61 árs afmælisdaginn og þá var hún allt í einu tilbúin til að tjá sig meira og við ákváðum að ráðast í verkefnið í sameiningu. Hún var sátt við að ég fengi að halda á pennanum og það réði úrslitum. Sáttin hennar og löngun til að saga hennar yrði sögð. Þessi saga hafði legið lengi í loftinu og var að mínu mati að bíða eftir að mega fæðast svo eftir á að hyggja var í raun lengi vel bara tímaspursmál hvenær hún kæmi út.
bók en mér var mjög umhugað um að vanda til verks til að heiðra mömmu og reyna að skrifa hana eins vel og ég teldi að hún hefði gert ef hún hefði skrifað bókina sjálf. Ég man ég fór í fjallgöngu þegar boltinn fór að rúlla af stað og var í skammarlega lélegu formi þegar ég lagði upp á fimmhundruð metra bratt fjall. Það kom sterkt til mín að ef ég þraukaði upp á topp í svona lélegu formi þá myndi mér líka takast að klára bókina. Þetta varð táknrænt fyrir mér. Ég vissi að það þyrfti andlegt þol kryddað þrjósku og þolinmæði til að þrauka ferðalagið og í raun voru skrifin svipað ferli. Ég þurfti stundum að taka mér pásu og anda en ég missti aldrei sjónar af því að komast upp á topp. Svo eins og í fjallgöngum grípur fögnuður mann þegar manni tekst að ljúka ætlunarverkinu en mitt í þessu ferli þegar ég var á fullu að skrifa bókina spurði fyrrum skólafélagi minn úr leiklistarskóla í London einmitt þessarar sömu spurningar og þú spyrð nú, hvort þetta væri ekki erfitt. Ég var úti að borða með honum og kærustunni hans og svaraði þeim að það kæmi mér á óvart hversu átakalaust ferlið væri. Tveimur tímum síðar var ég á vinnustofunni minni fyrir framan tölvuna að skrifa með krónísk tár streymandi niður kinnarnar af því að ég tók efnið svo nærri mér, þá fattaði ég að ég hefði í raun verið í ákveðinni afneitun um að þetta tæki á. En á meðan á ferlinu stóð og eftir á að hyggja er einfaldlega ofar í huga mínum hve hollt þetta ferli var og því missti ég ekki sjónar á því að halda áfram þótt tímabil hefðu komið þar sem ég hvíldi mig á efninu til að það væri ekki of yfirþyrmandi – uppskeran jú hefur því komið mjög ánægjulega á óvart og endorfínið flæðir um líkamann eins og að fjallgöngunni lokinni.
Eðli málsins samkvæmt hlýtur maður að spyrja hvort ritferlið hafi ekki tekið á, verið erfitt viðureignar? Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði verið lauflétt en að sama skapi fólst mikill léttir í því fyrir mig að mega loksins tjá mig almennilega um og draga fram í dagsljósið það sem hafði farið fram í leynum og var falið í skuggum fortíðarinnar. En þetta var margþætt ferli. Fyrir utan að efnið væri átakanlegt vissi ég til dæmis ekkert hvort mér tækist að skrifa
Ertu byrjuð á næsta verki? Ég bjóst ekki við að ég myndi ráðast aftur í að skrifa bók en ég finn að eitthvað er farið að ólga í undirvitundinni og mér finnst þetta krefjandi og spennandi vettvangur sem hentar mér vel því þar stjórna ég sjálf hvenær og hvort ég er að skapa ólíkt leiklistinni þar sem það er mestu leyti háð verkefnum og samstarfsfólki. Það eru tvær hugmyndir að slást um pláss innra með mér og ég veit bara að ég verð
Nýútkomin bók þín, Mörk, hefur þegar vakið mikla athygli og umtal. Hafa viðbrögðin í einhverju komið þér á óvart? Já, sólin byrjaði að skína í útgáfupartýinu og hefur ekki hætt að skína síðan, það kom skemmtilega á óvart. Einnig hve margir eru til í að lesa og tala fallega um bókina og hve örlátir lesendur eru við að hafa samband og deila hugleiðingum sínum um lesturinn og samgleðjast okkur mömmu með útgáfu bókarinnar. Mér þykir afar vænt um það og finnst ég bara heppin að hafa fengið að vera með og sjá þetta allt verða að veruleika. Að draumur minn um að gefa út bók hafi ræst í leiðinni er bónus.
9
HVAÐ ER AÐ SKE?
10
HVAÐ ER AÐ SKE?
að gefa því tíma til að koma í ljós hvort þær yfirgefa mig eða hvað ég veðja á næst. Það er langur tími og mikil orka og vinna sem fer í að skrifa bók og það er því eins gott að velja vel ef maður leggur aftur af stað í slíka óvissuferð. Þegar rétta viðfangsefnið mætir svo á svæðið fer það ekkert á milli mála. Það rúllar eitthvað af stað sem er stærra en maður sjálfur og mín reynsla er sú að ef hugmyndin ætlar sér í gegn þá finnur hún leið. Myndirðu íhuga að leita aftur fanga í nærumhverfi þínu þegar kemur að efnisvali? Ég horfi mikið á það sem er í kringum mig en mér er minnistætt að Þorvaldur Þorsteinsson hvatti þá sem hafa áhuga á að skrifa til að taka eftir því sem tekið er eftir. Það safnast einhvern veginn upp kaflar meðan ég lifi lífinu en stundum er ég ekki nógu hlýðin við að setjast niður þegar blaðsíðurnar birtast í kollinum á mér og úr því þarf ég að leyfa mér að bæta. Ég á mjög auðvelt með að sjá ævintýri í augum fólks og
langar oft að skrifa bækur um fólk sem á magnaðar sögur að segja. Ég fann ákveðna löngun til að teygja mig enn meir út í skáldskapinn í Mörk og leyfði mér það á köflum en það er ansi fínlegt og óljós mörk milli skáldskapar og veruleika en allt gert með þeim hætti að það er aldrei á kostnað þess sára sannleiks sem birtist í bókinni. Þar er ekkert ýkt eða neinu bætt við. Ef ég legðist aftur í að skrifa bók sem byggir á raunverulegu fólki myndi ég að öllum líkindum fara út fyrir fjölskylduna. Annars er líklega best að fullyrða ekki neitt því hver veit hvar næsta saga leynist. Hvað ertu að fást við um þessar mundir? Ég var að framleiða stuttmynd sem heitir Regnbogapartý og er eftir Evu Sigurðardóttur og taka upp ferðaþætti á Vesturlandi og um Vestmannaeyjar fyrir Icelandair og Saga film en ég sé um handritaskrif og þáttastjórn á efninu sem er ætlað ferðamönnum sem eru að heimsækja Ísland og þættirnir eru sýndir á Youtube og um borð í flugvélum Icelandair.
Megum við gera ráð fyrir að sjá þig á skjám eða sviði í nálægri framtíð? Ég mun birtast í nokkrar sekúndur á skjánum í nýrri seríu sem heitir Sense 8 í júní en hún er framleidd af Netflix og var að hluta til tekin hér á Íslandi. Leikstjórar seríunnar eru hin mögnuðu systkini Lana og Andy Wachowski sem leikstýrðu Matrix en það var mjög inspirerandi að hitta þessi heillandi, hlýju og samrýmdu systkini og sjá stiklu úr seríunni í lokahófi. Eftir að hafa séð brot af þættinum býð ég spennt eftir seríunni því ímyndunarafl Wachowskiteymisins takmarkast ekki við hefðbundinn tíma eða víddir og þau blanda saman ótrúlega mörgum menningarheimum og áhugaverðum persónum og stöðum í þáttunum. Ég þakka Þóru kærlega fyrir spjallið og óska henni hjartanlega til hamingju með bókina og velgengni í hverju því sem hún tekur næst höndum.
11
HVAÐ ER AÐ SKE?
smáralind - kringlan
12
HVAÐ ER AÐ SKE?
LISTVIÐBURÐIR
JARÐNESKT LJÓS HOLNING // PHYSIQUE TRYGGVI ÓLAFSSON BRYNDÍS HRÖNN RAGNARSDÓTTIR
NÁM Í NÁTTÚRU OG LIST Listasafn Reykjavíkur og Bandaríska sendiráðið bjóða upp á listsmiðjurnar Nám í náttúru og list í Viðey í sumar fyrir börn á aldrinum 8-13 ára. Listsmiðjurnar eru í tengslum við sýningu í Hafnarhúsi sem nefnist Áfangar og sem byggir á teikningum og grafískum verkum sem listamaðurinn Richard Serra gerði í tengslum við samnefnt umhverfislistaverk hans.
Tryggvi Ólafsson opnaði sýningu á nýrri grafík á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Tryggvi hefur notið hylli íslensku þjóðarinnar um árabil og hefur lengst af unnið að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og snéri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Eftir slys árið 2007 flutti Tryggvi til Íslands og hefur ekki getað málað síðan þá. Hann er þó ekki alveg að baki dottinn og því til sönnunar eru grafíkverkin sem hann sýnir nú en þau eru öll unnin hér á Íslandi á þessu ári og því síðasta. Málverkasafn Tryggva Ólafssonar er staðsett á Neskaupsstað er, en afar fágætt er að rekin séu sérsöfn með verkum eftir núlifandi höfunda. Hvar: Gallerí Fold, Rauðarárstíg Hvenær: Stendur til 17. maí
Listsmiðjurnar standa í viku í senn þar sem áhersla verður lögð á samband myndlistar við umhverfi sitt, hvort sem það er náttúra eða manngert. Þátttakendur fá tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru, teikna, mála, móta, skrá niður hugleiðingar sínar og tengja við aðra myndlistarmenn sem iðka ámóta aðferðir og vinnulag. Þeir heimsækja jafnframt sýninguna í Hafnarhúsinu og skoða Áfanga úti í Viðey. Listamennirnir og fjallaleiðsögumennirnir Margrét H. Blöndal og Ósk Vilhjálmsdóttir sjá um smiðjurnar.
Holning er titill á sýningu eftir Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur. Hluti verkanna eru unninn beint á veggi rýmisins með náttúrulegri vörpun, teikningu, taktfastri hreyfingu og hjúpun. Auk þess verða á sýningunni teikningar af feitu fólki og málmskúlptúrar sem faðma burðarveggi ókunnugra húsa. Saman mynda verkin heild sem hvílir í kjöltu Týsgallerís. Á brúnni runnu saman stálklæddir turnar, grár himinn og reykbólstrar. Turnarnir þrír voru ferningslaga eins og selenít kristallar, himininn var grár og kaldur eins og loftið næst mér og brúarhengið var fölgult. Brúin hallaði dálítð útavið og það var hált. Ég var hrædd um að renna út í ána eða á brúarhengið sem var úr pottjárni undir þykkri fölgulri málningunni, fá blæðandi gat á höfuðið. Listamannaspjall verður í tengslum við sýninguna þann 22.maí kl 17:00 Hvar: Týsgallerí, Týsgötu Hvenær: 14. maí kl: 14:00 - 7. júní 2015 Opnunartími: Mið.-sun. frá kl. 13:00-17:00
Listsmiðjurnar verða alls fjórar og fara fram frá kl.9-17 dagana 8.-12 júní, 22.-26. júní, 20.-24. júlí og 10.-14. ágúst. Skráning hefst í byrjun maí. Hvar: Viðey Hvenær: Í sumar Nánari upplýsingar og skráning: fristund.is og listasafnreykjavikur.is
FRELSIÐ INNRA // FREEDOM INSIDE LUKKA SIGURÐARDÓTTIR
ÁFANGAR 25 ÁRA Bandaríski listamaðurinn Richard Serra (f. 1939) er einn þekktasti listamaður samtímans en verk hans Áfangar var sett upp í Viðey árið 1990 en á þessu ári er aldarfjórðungur síðan verkið var sett upp. Verkið er einstaklega ljóðrænt og fallegt umhverfislistaverk sem leggur undir sig alla Vesturey Viðeyjar og setur sterkan svip á ásýnd hennar og umhverfi. Listaverkið sem er úr níu stuðlabergspörum vísar til jarðsögu eyjarinnar og undirstrikar um leið órjúfanleg tengsl þess við umhverfi sitt. Stuðlabergspörin eru heillandi áningarstaðir þar sem list og náttúra renna saman í eina heild.
LISTHNEIGÐ ÁSMUNDAR SVEINSSONAR
Lukka Sigurðardóttir (f.1980) vinnur í þessari innsetningu með hugmyndina um frelsið. Það sem býr innra með okkur, ósnertanlegt og enginn sér. Í sköpun sinni beinir Lukka yfirleitt spjótum sínum að hversdagslegum hlutum sem flestir kannast við en gleymast í daglegu amstri. Hún vinnur aðallega með tímatengda miðla, innsetningar og skúlptúra. Lukka útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hún er meðlimur Algera studio og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis sem og erlendis. Þetta er önnur einkasýning hennar. Lukka er listrænn stjórnandi Secret Solstice tónlistarhátíðarninnar 2015 og býr og starfar í Reykjavík.
Fyrsta sumarsýning Listasafns Reykjavíkur, Listhneigð Ásmundar Sveinssonar, verður opnuð í Ásmundarsafni á laugardaginn kl. 16:00. Á sýningunni er ferli Ásmundar (1893–1982) gerð skil með lykilverkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur.
Lukku til halds og trausts í þessari innsetningu er Alexander Kirchner (f.1986) fata- og búningahönnuður. Hann aðstoðaði hana við sníðagerð og uppsetningu. Alexander hefur komið víða við varðandi búningagerð sem og hönnun á sínum eigin fatnaði.
Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara Í safninu gefur að líta verk sem spanna feril listamannsins og sýna vel þróunina sem varð á sýn hans í gegnum tíðina.
Hvar: Betra Veður Gluggagallerí, Laugavegi Hvenær: Stendur til 29. maí kl: 18:00
Ásmundur Sveinsson var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og sótti innblástur fyrst og fremst í íslenska náttúru og bókmenntir, sem og til þjóðarinnar. Efnismikil, kröftug og stundum ógnandi verk hans eru lík þeim kynjamyndum sem oft má lesa úr íslenskri náttúru. Hann tileinkaði sér jafnframt meginstrauma alþjóðlegrar listsköpunar og gaf henni um leið íslenskt yfirbragð.
Hvar: Listasafn Reykjavíkur // Ásmundarsafn við Sigtún Hvenær: 9. maí kl. 16:00 - 4. október Opnunartími: Alla daga frá kl.10:00-17:00
PRÓ
Ð O B L I FAT
12 TOM M & R U T MU BÁ
AÍ M . 5 1 L I T R I D IS L I N I G E T Ð R O Í K S A TILB L Ó K S N U S Í V AM R F N G GE
9 9 9
Ferskleiki er okkar bragð.™
G F A Ð R IÐSTÆ
Gildir ekki með öðrum tilboðum. Með tilboðinu er aðeins átt við gos úr vél. Ef óskað er eftir því að fá gos í plasti þarf að greiða 100 kr. aukalega. Greiða þarf fyrir öll auka kjötálegg. © 2014 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki af Doctor’s Associates Inc.
13
HVAÐ ER AÐ SKE?
M U F Ó R P Í G I Þ M U J
Ð VIÐ ST Y S N I E Ð A OSI Á
14
VORÚT HVAÐ ER AÐ SKE?
ALLT AÐ 70% EPSON SKJÁVARPAR MEÐ ALLT AÐ 60.000 KR. AFSL.
48“ 3D SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 149.990
TILBOÐ 119.990 AFSL. 30.000
42“ LED SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 119.990
TILBOÐ 94.990
AFSL. 25.000 OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16 SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS
TSALA HVAÐ ER AÐ SKE?
% AFSLÁTTUR LG SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 300.000 KR. AFSL.
47“ LED SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 159.990
TILBOÐ 109.990 AFSL. 50.000
42“ LED SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 129.990
TILBOÐ 99.990
AFSL. 30.000 BLUETOOTH HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI TDK – JBL – YAMAHA – HARMAN KARDON
MINNISKORT STOFNAÐ 1971
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
ALLAR GERÐIR
15
16
HVAÐ ER AÐ SKE?
HÖNNUN
SÖNGFUGLINN POP EFTIR KAY BOJESEN
SJÖAN
FUSS PÚÐI
Sjöan, sem hönnuð var af Arne Jacobsen árið 1955, er í dag mest seldi stóll í heiminum og hefur selst í fleiri en 7 milljónum eintaka. Fritz Hansen fagnar í ár sextíu ára afmæli stólsins og fékk því til liðs við sig danska listamanninn Tal R til að velja 9 nýja liti á stólinn. Nýju litirnir fá þig til að sjá stólinn í nýju ljósi og munu þeir heilla nýjar kynslóðir. Tal R er ekki ókunnugur hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen, því þeir unnu áður saman í tengslum við fimmtíu ára afmæli Eggsins. Tal R hefur haldið listasýningar víðsvegar um heiminn og er í sérstöku uppáhaldi hjá dönsku konungsfjölskyldinni sem fékk hann til að útbúa listaverk fyrir vetrarheimili þeirra, Amalíuborg í Kaupmannahöfn.
Fuss púðinn er ekki bara fallegur heldur er hann einnig úr dýrindis merínó ull. Allar vörur frá danska fyrirtækinu Fuss eru prjónaðar úr ítölsku garni og framleiddar í Evrópu. Púðinn er 48x48 cm að stærð, en auk merinó ullarinnar er innri koddinn úr bómull og fyllingin er úr dún og fiðri.
Söngfuglinn Pop er úr línu danska hönnuðarins Kay Bojensen. Pop er nefndur eftir dönskum gos drykk sem heitir Soda Pop en sagan segir að það sé það eina sem Kay hafi drukkið. Pop er einn af nokkrum í fuglahönnun hans en þrátt fyrir að hafa verið hannaðir í kringum 1950 þá fóru þeir ekki í sölu fyrr en árið 2012 eftir að hafa verið endurgerðir eftir gömul myndum í fjölskyldualbúmi Kay. Kay Bojensen skapaði margar fígúrur úr við, en er líklegast best þekktur fyrir apann sinn sem hann hannaði árið 1951. Söngfuglinn Pop og fleiri dýr úr smiðju Kay Bojensen fást í verslunum Kúnígúnd. kunigund.is.
Epal.is
KOPARVASAR FRÁ SKJALM Skjalm P er 60 ára gamalt danskt fyrirtæki, staðsett í Kaupmannahöfn. Hönnun þeirra passar vel inn á flest heimili, eins og þessir fallegu koparvasar sýna glögglega. Þeir fást í Snúrunni í tveimur stærðum: Stærð: minni 12x12 cm. verð 3.300 kr. Stærri 14x14 cm. verð 4.900 kr. Snuran.is
þú færð Nike í AIR smáralind UP CUP
það er alltaf einhver skemmtilegur með snapchattið okkar airsmaralind!
Up Cup er nýjasta viðbótin í sífellt stækkandi vörulínu Design Letters. Design Letters er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vörur fyrir heimilið og skrifstofuna skreyttar leturgerð sem Arne Jacobsen teiknaði upphaflega árið 1937 fyrir ráðhúsið í Árósum. Stafabollar Design Letter hafa notið gífulegra vinsælda undanfarið og núna er hægt að hengja bollana upp á vegg með „Up cup“ bolla hankanum. Fleiri vörur hafa einnig bæst við vörulínu þeirra nýlega en þar má nefna blómapotta og viðarlok á stafabollana sem breyta þeim í smart ílát. Epal selur Design Letter vörur á Íslandi. Epal.is
17
HVAÐ ER AÐ SKE? 80 cm kr. 9.900
160 cm kr. 16.900 AMI STÓLL kr. 19.900
MINIMAL KLUKKUR kr. 9.980
GÓLFLAMPI kr. 43.700
DAPHNY STÓLL kr. 96.500
FLINGA TÍMARITAHILLUR
BUTTERFLY STÆKKUN
MONICA BORÐSTOFUBORÐ 90X180/270 kr.157.800
PORGY STÓLL kr. 17.700
MIA SKENKUR kr. 142.800
- HÚSGÖGN OG FYLGIHLUTIR FYRIR HEIMILIĐ 2 SAMAN Í SETTI
YUMI BORÐ kr. 28.400
GENA STÓLL kr. 19.700
GROOVE VASI kr. 6.900
SMILE SÓFI 217 CM kr. 184.900
ASTRID BORÐ kr. 79.800
BETINA EIKARSKENKUR 170 CM kr. 144.700
GYRO kr. 156.400
FRÁ kr. 4.900 FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚÐUM
BAMBOO BORÐ kr. 29.400
TRIANGLE SÓFABORÐ STÓRT kr. 35.700 / LÍTIÐ kr. 22.700
EDGE SÓFI 280X200 CM kr. 253.300
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16
18
HVAÐ ER AÐ SKE?
SKEMMTUN VATNSMÝRARHÁTIÐ 2015
FJÖLMENNINGARDAGUR REYKJAVÍKURBORGAR Þessi árlega hátíð hefst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju niður að Ráðhúsi. Borgarstjóri setur hátíðina stundvíslega kl.13:00. Í Ráðhúsinu verður fjölþjóðlegur markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun og matur frá fjölmörgum löndum, hægt verður að máta tyrkneska búninga og fylgjast með og prófa Ebru listformið sem er málun á vatn (water marbling). Í boði verður að prófa að sveipa sig arabískum klæðum og máta hijab slæðu, skoða ljósmyndasýninguna We the Peoples, fylgjast með trúðum sprella og gera blöðrudýr. Þá verða þrjár myndir sýndar: Kl. 14:30: Erum við að vannýta mannauð innflytjenda? og Ragnarrök: the end of the world eftir Juan Camilo Román Estrada. Kl. 15:30: Culture in Mexico eftir Rafael Cao Milan.
Vatnsmýrarhátíðin er vorhátíð Norræna hússins sem hefur verið haldin árlega síðan 2011. Á hátíðinni fer skipulögð dagskrá fram að mestu utanhúss með áherslu á umhverfi Norræna hússins. Dagskráin hefst með orienteringsløb eða rathlaupi. Farið verður í leiðsögn um friðlandið í Vatnsmýrinni með fuglafræðingi, boðið verður upp á sænska sögustund á barnabókasafninu, í gróðurhúsi Norræna hússins fara fram bragðtilraunir og hægt verður að grilla sér „snorbrød“. Dr.Bæk verður með ástandsskoðun á reiðhjólum og eru gestir hvattir til þess að koma á hjóli og nýta sér þetta tækifæri. Sýningin Allt og alls konar á vegum Listar án landamæra er í sýningarsölum Norræna hússins og verður hægt að taka þátt í gerð listaverks í innri sýningarsalnum. Tónlist skipar stóran sess í dagskránni og mun Tríó Nord bjóða upp á norrænan djass við gróðurhúsið og hljómsveitirnar Oj Barasta og Dj. Flugvél og geimskip koma fram í sal Norræna hússins. Dagskránni lýkur með líflegu atriði frá Sirkus Íslands en jafnframt verður hægt að prufa sirkuskúnstir.
GÖNGUM SAMAN Á MÆÐRADAGINN Á mæðradaginn verður gengið saman víða um land til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Fólk á höfuðborgarsvæðinu getur til að mynda hist á Háskólatorgi kl. 11:00 þar sem íslenskir vísindamenn, sem leita lækninga á brjóstakrabbameini, verða viðstaddir. Skemmtilegir varningar og hlutavelta verður í boði. Þá fer gangan meðal annars fram á Selfossi, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Hvar: Ísland Hvenær: 10. maí kl. 11:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Norræna húsið, Vatnsmýri Hvenær: 9. maí kl. 12:00 – 16:00 Miðaverð: Frítt Nánar: norraenahusid.is
Í Tjarnarbíó verður einnig lifandi skemmtidagskrá frá kl. 14:30 -17:00 þar sem meðal annars koma fram Friðrik Dór, alþjóðlegir dansar, leikrit og það helsta sem er að gerjast í listmenningu alþjóðlegra þegna þessa lands. Hvar: Ráðhúsið og Tjarnarbíó Hvenær: 9. maí kl. 13:00 Miðaverð: Frítt Nánar: reykjavik.is/fjolmenningardagur
MIÐ-ÍSLAND Í HOFI Mið-Ísland heldur norður á Akureyri á föstudagskvöld og verður sérstakur gestur þeirra á þessari sýningu leikarinn góðkunni Þorsteinn Guðmundsson. Síðasta sýning Mið-Íslands, Áfram Mið-Ísland, sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur og hlaut frábæra dóma. Hún var sýnd yfir 70 sinnum og voru áhorfendur um 15 þúsund talsins. Lokasýningin var svo kvikmynduð og sýnd á RÚV um áramótin. Sýningin er um tveggja klukkustunda löng með hléi og stíga fjórir uppistandarar á svið auk kynnis. Hvar: Hof Menningarhús, Akureyri Hvenær: 8. maí kl. 20:00 Miðaverð: 3.900 kr. Nánar: menningarhus.is
MIKKELLER RUNNING CLUB REYKJAVÍK Danski bjórframleiðandinn Mikkeller opnaði útibú á Hverfisgötu 12 í síðasta mánuði. Bjórinn er afar vinsæll hjá bjóráhugamönnum og þykir fengur að fá slíkan stað í samstarf við íslenska aðila. Aðstandendur staðarins hafa nú stofnað hlaupaklúbb þar sem hist er á fyrirframgefnum stað, hringur hlaupinn í góðum gír og síðan bragðað á ljúffengum öl eftir. Nánar á facebook grúppunni þeirra, /mikkellerrunningclubrvk. Hvar: Hverfisgata 12
PERAN 2015
FÉLAGSLEG NÝSKÖPUN OG UNGIR FRUMKVÖÐLAR Hitt Húsið stendur í maí fyrir smástefnunni Peran 2015 þar sem ungir frumkvöðlar fjalla um félagslega nýsköpun. Félagsleg frumkvöðlastarfsemi gengur út á að fundnar séu lausnir á áskorunum samfélagsins sem eru fjárhagslega sjálfbærar. Þar skiptir ungt fólk lykilmáli, bæði vegna þess að það er kraftmikið og frjótt og vegna þess að framtíð þeirra er í raun að veði. Erindin eru 20 mínútur hvert um sig og flutt af ungum frumkvöðlum á aldrinum 16-30 ára.
Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is
Hvar: Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 Hvenær: 9. maí kl. 14:00 – 17:00 Miðaverð: Frítt Nánar: facebook.com/hhhusid
19
HVAÐ ER AÐ SKE?
20
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÚTGÁFUR
ÍSLENSKAR ALÞÝÐUSÖGUR Á OKKAR TÍMUM EFTIR KONRAD MAURER
KATA
EFTIR STEINAR BRAGA Daginn sem Vala hvarf var heiðskírt. Ég fór heim úr vinnu síðdegis og líklega hefur allt gengið sinn vanagang á spítalanum, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinu sérstöku nema þessu: himinninn var svo ægilega blár og djúpur, eins og ég gæti tekist á loft og horfið í hann ef ég færi ekki varlega. Ef ég svo mikið sem hrasaði. En kannski hugsaði ég þetta ekki fyrr en seinna. Menntaskólastelpa fer á ball og hverfur sporlaust. Mamma hennar er fullviss um að hún sé á lífi en hefur ekkert í höndunum. Nema orðljót bréf með órekjanlegri undirskrift. Nema dúkkuhúsið. Þangað til nafnlaus maður hringir í lögregluna og tilkynnir um lík í gjótu utan við borgina. KATA er saga um glæp og eftirköst hans, um óskiljanlega grimmd, ærandi sorg og stríðið milli kynjanna þar sem einungis annað þeirra hefur verið gerandi – þangað til núna. Að venju nálgast Steinar Bragi viðfangsefni sitt af vægðarleysi og snertir lesendur djúpt.
Konrad Maurer ferðaðist um Ísland sumarið 1858, eins og kunnugt er, og safnaði meðal annars þjóðsögum, sem hann gaf út á þýsku árið 1860 undir titlinum Isländische Volksagen der Gegenwart. Áður höfðu íslenskar þjóðsögur aðeins komið út í lítilli bók sem þeir Magnús Grímsson og Jón Árnason höfðu safnað til. Maurer hafði sannarlega mikil áhrif á þjóðsagnasöfnun því m.a. gerðist hann hvatamaður þess, að þeir félagar, Jón Árnason og Magnús Grímsson, héldu áfram söfnun sinni og bauðst til að útvega útgefanda í Þýskalandi. Efnisflokkun hans á íslenskum þjóðsögum hefur einnig orðið fyrirmynd flestra útgefinna þjóðsagnasafna frá því safn hans kom út. Margir telja, að óathuguðu máli, að Jón Árnason hafi þýtt eða endursagt allar sögurnar úr safni Maurers, en því fer fjarri og í safni Maurers er að finna sagnir sem hafa ekki birst annars staðar. Það var því löngu orðið tímabært að þýða safn hans yfir á íslensku og það hefir Steinar Matthíasson nú tekið sér fyrir hendur. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ritstýrir bókinni og skrifar inngang
EFTIR JÓN ORM HALLDÓRSSON
EFTIR ÞÓRU KARÍTAS „Hann opnar hlerann og ég veit að ég þarf að stíga inn … geng varlega niður brattan stigann sem liggur ofan í kolakjallarann og fer með bænir í hljóði. Hér er niðamyrkur og köld saggalykt. Hleranum er skellt aftur og svo gerist það sem ég hef reynt hálfa ævina að gleyma. Vel falið leyndarmál fylgir Guðbjörgu Þórisdóttur alla tíð og vofa þess skýtur upp kollinum þegar síst skyldi, allt þar til hún á fullorðinsaldri ákveður að segja skilið við hana fyrir fullt og allt. Nú hefur dóttir hennar, Þóra Karítas Árnadóttir, skrifað sögu litlu stúlkunnar sem vissi ekki hve óeðlilegt var „að búa í tveimur aðskildum heimum, himnaríki og helvíti, í einu og sama húsinu “. Mörk er fyrsta bók höfundar sem dregur hér upp mynd af lífi móður sinnar sem elst upp í hlýjum faðmi stórrar fjölskyldu, en undir niðri kraumar sá hryllingur sem ekkert barn á að þurfa að þola.
EFTIR ÓLAF JÓHANN ÓLAFSSON Þeir lögðu af stað í bítið og höfðu jökulinn með í för. Vetur kominn, tunglið kyrrt, í tjörninni heima, en ljós á himni sem þeir könnuðust ekki við. Þeir sögðu: Hvar fáum við leynst, hvar finnum við nú myrkrið sem við þráum? Á leiðinni heyrðu þeir klukknahljóm ... ,,Almanakið er yfirtak fallegur og vel saminn ljóðaflokkur, áhrifamikill í látleysi sínu og innileik”. - Þorsteinn frá Hamri.
Háskólaútgáfan
BREYTTUR HEIMUR
MÖRK
ALMANAKIÐ
Samtími okkar einkennist af víðtækum og djúpstæðum breytingum í heiminum í pólitískum, efnahagslegum, lýðfræðilegum og menningarlegum skilningi. Um leið hefur heimsvæðingin séð til þess að það sem áður var fjarlægt er komið í návígi og mótar aðstæður fólks og möguleika. Ný stórveldi eflast, sum stórkostlega eins og Kína og brátt Indland, en önnur eru að missa mátt sinn til áhrifa. Sagan sýnir að breytingum á valdahlutföllum hafa jafnan fylgt sérstakar hættur og alvarleg átök. Við lifum því viðsjárverða tíma þegar miklu skiptir að skilja hagsmuni, styrk, veikleika og fyrirætlanir ríkja og stórvelda. Bókin Breyttur heimur varpar ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma og sýnir þær sem samhangandi og skiljanlega heild. Jón Ormur Halldórsson er einn helsti sérfræðingur okkar á sviði alþjóðastjórnmála. Hann hefur í áratugi unnið í ólíkum löndum Asíu og Evrópu, stundað kennslu og fengist við rannsóknir á margvíslegum þáttum alþjóðamála, ekki síst efnahagslegum og pólitískum uppgangi nokkurra af stærstu ríkjum Asíu, átökunum í Mið-Austurlöndum, þróun alþjóðakerfisins og áhrifum heimsvæðingarinnar á atvinnulíf, stjórnmál og menningu í heiminum.
SÆTMETI ÁN SYKURS EFTIR NÖNNU RÖGNVALDSDÓTTUR Fjöldi girnilegra uppskrifta frá Nönnu Rögnvaldar – án sykurs og sætuefna! Í þessari bók má finna uppskriftir að fjölbreyttu góðgæti þar sem hvorki er notaður unninn sykur, síróp, hunang eða annað slíkt né tilbúin sætuefni, heldur einungis ávextir. Í þeim er vissulega ávaxtasykur en einnig ýmis holl næringarefni og ljúffeng bragðefni. • morgunkorn, grautar og súkkulaðijógúrt • lummur og vöfflur • kanilsnúðar og kryddbrauð • rjóma- og súkkulaðitertur • brúnkur, smákökur og múffur • sætar sósur og ídýfur • búðingar, panna cotta og ís af ýmsu tagi • konfekt og alls konar girnilegt góðgæti Nanna Rögnvaldardóttir hefur borðað nægju sína af viðbættum sykri fyrir lífstíð og sjálfsagt stuðlað að aukinni sykurneyslu með freistandi og vinsælum uppskriftum að kökum og ábætisréttum í hinum fjölmörgu matreiðslubókum sínum. Nú hefur hún snúið við blaðinu, er hætt sykurneyslu og hefur hér tekið saman girnilegar uppskriftir að ýmsu sætmeti – ÁN SYKURS.
! G N I M Ý R U TÖLV HVAÐ ER AÐ SKE?
VUR L Ö T Ð R O B · R U V L ALDTÖ FARTÖLVUR · SPJ
LIN
AAAAA A G
RF
-20%
. R K 5 9 9 . 79 VBINGSX426
ASU-F551MA
FULLT VERÐ
ÁA DAGA
!
ÍÖ
VERÐ
99.995 KR.
-25% -28% -17% ASU-
104.9 95 KR . F555
119.995 KR.
17.995 KR.
WN1
CM-SGC1000K
C1B014A
ASU-ME70
FULLT VERÐ
FULL
T VER
. RÐ 139.995 KR
. 24.995 KR
LAXO
FULLT VE
330H
Ð 139
.995
KR.
Quad Core leikjatölva
7" Asus Intel Atom spjaldtölva
SÝNINGAREINTÖK Í TAKMÖRKUÐU MAGNI Á VERULEGUM AFSLÆTTI! 49.995 KR. 6
VBINGSX42
ASU-F551MA
FULLT VERÐ
-15%
59.995 KR.
ASU-F555LAD
109.995 KR. M835H
FULLT VERÐ 12
9.995 KR.
-17%
R. 169.995 K 18W
TOS-Z30A
-15%
995 KR.
Ð 199. FULLT VER
13,3" Pro með Intel i5 og SSD 15,6" FHD Intel i5
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
21
22
HVAÐ ER AÐ SKE?
GRÆJUR ZOOM - IQ5 NAD D3020 2X30W HYBRID MAGNARI
Þessa dagana nýtur það mikilla vinsælda að skipta út tveimur eða þremur skjám fyrir einn stóran 40“ 4K skjá. Vegna 3.840 x 2160 punkta upplausnarinnar er hægt að vinna samtímis í þremur A4 skjölum í raunstærð í einum fleti. Með aukinni upplausn kemur stærra vinnupláss í fullkomnum gæðum og hámarks skerpu. Skjárinn kemur líka með HDMI-MHL tengi svo hægt er að tengja hann við síma og spjaldtölvur með Mobile HD Link sem hleður snjalltækin í leiðinni.
Það eru ekki margar græjur sem eiga skilið að vera kallaðar goðsagnakenndar en NAD 3020 magnarinn er ein af þeim. Fyrir 35 árum kom NAD með ódýran magnara á markaðinn sem sló margfalt dýrari mögnurum við og setti NAD á stall sem lykil-framleiðanda á hágæða hljómtækjum. Nú hefur NAD sett nýjan, stafrænan margnara á markað sem byggir á gamla D320 magnaranum. Því er nú mögulegt að njóta alvöru hljómgæða þegar hlustað er á tónlist í gegnum tölvu, síma eða spjaldtölvu. Magnarinn er með innbyggt Bluetooth aptX sem tryggir hæstu mögulegu hljómgæði og hefur magnarinn verið lofaður af fjölda fagtímarita um allan heim.
Tölvulistinn.is
HT.is
PHILIPS 40“ 4K TÖLVUSKJÁR
Míkrafónn frá Zoom sem hægt er að setja á iphone. Zoom fyrirtækið er þekkt fyrir gæði og slakar ekkert á þegar kemur að snjallsímum. Á iq5 getur þú stillt á „auto gain, limit, 90, 120 og m-s” Græjan hefur fengið mjög flotta dóma og reynst áhugamönnum sem og atvinnumönnum vel í upptökum. Tilvalið fyrir upptökur á tónleikum ofl. Tónastöðin
APOGEE MÍKRAFÓNN Apogee hefur hannað fullkomin míkrafón sem hægt er að nota með snjalltækjum jafnt sem fullkomnum upptökubúnað. Hentar vel fyrir hlaðvarp, náttúruhljóð, lestur, söng eða hvað sem þér dettur í hug.
• • • • •
96 khz/24 bita HD upptaka iPhone, iPad, iPod touch og Mac USB kapall fylgir Auðvelt í uppsetningu Hannað fyrir GarageBand og Logic Pro Tónastöðin
PHANTOM 2
Dji Phantom 2 V2.0 + Zenmuse H3-3D fyrir Gopro kemur tilbúinn til flugs og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Hann hefur Zenmuse H3-3D stöðugleikakerfi með 3 ásum, fyrir Gopro hero 3, 3+ og 4 og er stýrt með „skroll“ takka á fjarstýringunni. GPS stöðugleikakerfi tryggir síðan stöðugt flug. Dróninn býr yfir sjálfvirku lendingarkerfi sem snýr aftur að upphafsstað, en þetta er einnig varnagli ef samband við fjarstýringu rofnar, þ.e.a.s. dróninn snýr aftur til eigandans. FÆST HJÁ WWW.DRONEFLY.IS
23
HVAÐ ER AÐ SKE?
Væntanlegur
heilsíða 14.4.2015.indd 1
5.5.2015 17:46:06
24
HVAÐ ER AÐ SKE?
MATUR
GRÍSASAMLOKA CHUCK NORRIS GRILL
SVARTA KAFFI Flestir þekkja Svarta kaffi sem er staðsett á Laugarvegi 54. SKE hafði heyrt góða hluti af súpunum þar svo við ákváðum að skella okkur á eina slíka. Svarta kaffi býður upp á tvær súpur á hverjum degi, og venjulega er önnur kjötsúpa og hin grænmetis. Við gátum því valið milli sveppasúpu eða ítalskrar kjötsúpu. Fulltrúar SKE elska allt ítalskt og völdu því kjötsúpuna. Við urðum alls ekki fyrir vonbrigðum, en súpan var bragðmikil með ljúfu bragði af timían, oreganó og basilíku. Þjónustan var auk þess flott og staðurinn kósý svo það fór vel um okkur.
FRÖNSK PYLSA PYLSUVAGNINN Í LAUGARADAL
SKEarar smelltu sér nýverið í Laugardalslaugina en eins og flestir vita þá er hálfgerð skylda að smella sér í Pylsuvagninn að spretti loknum. Við fengum okkur pylsu í ristuðu, frönsku brauði með franskri sinneps-dressingu. Ef þú ert pylsuáhugamaður eða –kona og hefur ekki smakkað hana franska, þá mælum við eindregið með að þú gerir slíkt hið snarasta og skolir henni niður með ískaldri kók. Pylsa og kók er kannski ekki það hollasta, en sundspretturinn er það svo þú ættir að koma nokkurn veginn út á sléttu!
ÍSLENSKASIA.IS MSA 71742 03/15
SKE leit við á Chuck Norris grill á Laugarvegi 30, en staðurinn fagnaði árs afmæli nú á dögunum. Við ákváðum að smella okkur á grísasamlokuna þeirra, sem inniheldur brasseraðan, tættan grís (e. pulled pork), steiktan lauk, rjómaost, ferskt salat og rauðkáls-hrásalat en herlegheitin eru síðan borin fram með frönskum kartöflum. Lokan var virkilega bragðgóð og við mælum með því að skola henni niður með einum köldum og að sjálfsögðu ekki gleyma að fá sér bernaiese með frönskunum.
SÚPA Í BRAUÐI
KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt
25
HVAÐ ER AÐ SKE?
Vesturlandsvegi, vid hlidina a Skeljungi
26
HVAÐ ER AÐ SKE?
LJÓSVAKAMIÐLAR
X-MEN: DAYS OF FUTURE PAST
Í þessari fimmtu og nýjustu mynd um X-Mennina er Wolverine sendur til fortíðar. Verkefni hans er að breyta atburðarás fortíðar til að koma í veg fyrir að illmennið Bolivar Task nái að skapa dimman hliðarheim sem mun ógna öllu mannkyninu. Eins og fyrri myndir er þessi stjörnum hlaðin og skartar ma. Hugh Jackman, Halle Berry, Patrick Stewart, Peter Dinklage og Jennifer Lawrence. Hvar: Stöð 2 Hvenær: Fös. Kl. 21:25
LÍFSSTÍLL Önnur þáttaröðin af þessum glæsilegu tísku og hönnunarþáttum þar sem Theodóra Mjöll fjallar um allt sem tengist tísku, hönnun og lífsstíl. Meðal viðmælenda er grafískir hönnuðir, fatahönnuðir, vöruhönnuðir, ljósmyndarar og stíllistar svo einhverjir séu taldir upp. Hárgreiðslumeistarinn Theodóra Mjöll hefur gefið út metsölubækurnar Hárið, Innblástur, Lokkar og Frozen hárgreiðslubókina selst eins og heitar lummur út um allan heim. Theodóra Mjöll heldur úti vinsælu tískubloggi á trendnet.is. Hvar: Stöð 2 Hvenær: Mán. kl. 20:25
BROOKLYN’S FINEST Spennumynd með Richard Gere, Don Cheadle, Ethan Hawke og Wesley Snipes í aðalhlutverkum. Sögusviðið er alræmt hverfi í Brooklyn þar sem glæpir eru tíðir og lögreglan hefur í nógu að snúast. Fylgst er með þremur lögreglumönnum sem tengjast ekkert en standa allir á krossgötum í þessu hættulega umhverfi. Leikstjóri er Antoine Fuqua. Myndin er frá 2009. Stranglega bönnuð börnum.
ÁHRIFIN AF AUSCHWITZ Ný heimildarmynd frá BBC. Sjónum er beint að sex manns sem komust lífs af úr Auschwitz fangabúðunum í Póllandi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Fólkið lýsir upplifun sinni og hvernig lífið hefur gengið fyrir sig á undanförnum áratugum. Leikstjórn: Laurence Rees. Hvar: RÚV Hvenær: Mið. kl. 22:20
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Lau. kl.21:50
22 JUMP STREET Áströlsk sjónvarpsþáttaröð byggð á sannsögulegum heimildum. Árið 1963 var eitt stærsta lestarrán sögunnar framið. Þættirnir segja sögu eiginkonu eins þekktasta ræningjans, Ronnie Biggs. Tilhugalífið, glæpurinn og afleiðingarnar sem hann hafði fyrir þau bæði. Aðalhlutverk: Sheridan Smith, Daniel Mays og Caroline Goodall. Aðalhlutverk: Sheridan Smith, Daniel Mays og Caroline Goodall.
Bráðskemmtileg þáttaröð um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar í New York. Carrie, Samantha, Charlotte og Miranda eru ólíkar en tengjast órjúfanlegum böndum. Karlmenn og kynlíf eru þeim ofarlega í huga í þessum frábæru þáttum.
Jenko og Schmidt eru mættir aftur til leiks. Channing Tatum og Jonah Hill leika þá félagana sem við fengum að kynntast í 21 Jump Street. Nú þarf lögreglustjórinn Hardy kalla þá aftur til starfa þó honum sé það þvert um geð. Verkefni þeirra er enn á ný að dulbúast sem nemendur í framhaldsskóla og fletta þar ofan af glæpasamtökum. Sér til halds og trausts fá þeir lögreglumanninn Dickson sem veit hvað félagarnir geta afrekað þrátt fyrir mikinn klaufaskap oft á tíðum.
Hvar: RÚV Hvenær: Fim. kl.20:50
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Þri. kl.22:30
Hvar: Stöð 2 Hvenær: Lau. kl.22:25
FRÚ BIGGS
SEX & THE CITY (12:12)
27
HVAÐ ER AÐ SKE?
islenska/sia.is VOD 73808 04/15
Úrval af uppáhaldsmyndum í Vodafone PLAY Vodafone á Íslandi kynnir Vodafone PLAY, áskriftarveitu í anda Netflix. Notendur Vodafone Sjónvarps fá þar aðgang að fjölbreyttu úrvali af íslenskum og erlendum kvikmyndum, barnaefni, tónleikum og sögum. Prófaðu Vodafone PLAY til 31. maí, án viðbótar endurgjalds, og fylgstu með úrvalinu vaxa.
Vodafone Við tengjum þig
Andri Rafn er svolítið líkur Tinna. Þeir sem til þekkja vita þó að hann er sláandi líkur föður sínum - sem er ekki Tinni. Ein af eftirlætismyndum Andra Rafns er Ævintýri Tinna með íslenskum texta sem er einmitt í stórum og stækkandi hópi uppáhaldsmynda í Vodafone PLAY. Hundurinn heitir Jökla.
28
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
WILD TALES 8,2
FAST & FURIOUS FORSALA HAFIN Á 7 OG , SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI
7,8
82%
INSURGENT
95%
SAMBA 6,7
50%
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
7,0
31%
CITIZENFOUR
8,2
AVENGERS
CHILD 44
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI
ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL
KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
THE SECOND BEST EXOTIC MARIGOLD HOTEL
6,8 8,2
75%
6,3
24%
89%
62%
29
HVAÐ ER AÐ SKE?
30
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
FÚSI 7,7
PAUL BLART: MALL COP 2
GET HARD
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
KINGSMAN: THE SECRET SERVICE
8,2
74%
SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ
4,0
SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
6,3
31%
THE LOVE PUNCH 7,8
RUN ALL NIGHT
SERIAL (BAD) WEDDINGS
ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL
HÁSKÓLABÍÓ
LOKSINS HEIM 6,8
7,0
63%
7,7
84%
79%
46%
31
HVAÐ ER AÐ SKE?
32
HVAÐ ER AÐ SKE? 565 6000 / somi.is
ÚT AÐ BORÐA?
PRÓFAÐU NÝJU INDVERSKU TORTILLUNA?
Við bjóðum spennandi matseðil Íslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna. Þitt er valið! Ferskt á hverjum degi