1
HVAÐ ER AÐ SKE
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 13.5-19.5
#11
SKE.IS
„ÞAÐ ERU ALLTAF FLEIRI OG FLEIRI STELPUR AÐ FÁ ÁHUGA OG BYRJA AÐ SPILA SEM ER EKKERT NEMA ÆÐISLEGT“
VIÐTAL VIÐ NATALIE
2
HVAÐ ER AÐ SKE
GÖTUR REYKJAVÍKUR Í AMSTRI DAGSINS - STREETSOFREYKJAVIK.COM -
María Antoinette spurði víst aldrei hví fátæklingar Parísar ætu ekki bara kökur. Samt er tuggið á því, eins og brauðinu sem fátæklingar Parísar þörfnuðust svo mjög. Sagan þykir góð. Og hví skyldi góð saga líða fyrir sannleikann? Hvað er enda sannleikur? Er ekki allt spurning um afstöðu? Varla. Margt vissulega, skoðanir sérstaklega, en tiltekin korn eru af eða á, gul eða rauð, eitt eða tvö. Vísindi eru ekki algalin. Orð eru sögð. Atburðir gerast (en deila má um orsakir, afleiðingar og yfirleitt fíling og stemningu). Mannúð er rétt. Samhygð er góð. Maður hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda. Tveir hryllilegir jarðskjálftar hafa skokið Nepal, lítið land sem átti lítið fyrir í efnislegum skilningi. Nepölum skal hjálpa. Söfnunarsímar Rauða krossins eru 904 1500, 904 2500 og 904 5500. Það er líka hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 5302692649. Hjálpum Nepölum, það er það eina rétta. Sama hvað manni finnst um allt og ekkert. Það kemur Maríu og kökunum ekki vitund við.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Natalie G. Gunnarsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Brynjar Snær Myndir frá Götum Reykjavíkur: Birta Rán Björgvinsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE
Velkomin í HR „Ég hafði mikinn áhuga á bæði lögfræði og viðskiptafræði og þegar ég sá að HR var að bjóða upp á þessa nýju braut þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um, þetta vildi ég læra. Brautin sameinar áhuga minn á þessum greinum og hún opnar marga möguleika bæði í námi og atvinnulífi. Ég get bætt við mig einu aukaári í viðskiptafræði eftir útskrift og lokið þá tveimur námsgráðum á fjórum árum. Mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu, hópverkefni og raunhæf verkefni sem ég tel að eigi eftir að nýtast mér að námi loknu.“
Júlíana Mujiatin Sigurgeirsdóttir Nemi í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein
Opið fyrir umsóknir til 5. júní hr.is
@haskolinn
@haskolinn #haskolinnrvk
4
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
PARALLAX & HAFDÍS BJARNADÓTTIR Í MENGI
HELGI VALUR Tónlistarmaðurinn Helgi Valur gefur út fjórðu plötu sína ,,Notes From The Underground” þann 13. maí. Titillag plötunnar er samið í Berlín og markar endalok erfiðs tímabils sem einkenndist af óreglu og geðsjúkdómum. Helgi Valur mun spila í Lucky Records á laugardaginn en platan mun fást í öllum helstu plötubúðum. Þá heldur Helgi Valur einnig útgáfutónleika á Húrra þann 27. maí þar sem ógrynni hæfileikaríkra tónlistarmanna koma fram með honum. Má þar nefna Ása Þórðarson úr Muck, Úlf Alexander úr Oyama, Berg Anderson úr Grísalappalísu og Katie Buckley úr Sinfó.
Norska sveitin Parallax (Stian Omenås (trompet og slagverk), Are Lothe Kolbeinsen (gítar og mbira) og Ulrik Ibsen Thorsrud (trommur, slagverk og sög)) og íslenska tónskáldið og rafgítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir munu leiða saman hesta sína þetta miðvikudagskvöld. Á efnisskránni er spunatónlist þar sem fjórmenningarnir tvinna saman hljóðfæraleik Norðmannanna á ýmis hefðbundin og óhefðbundin hljóðfæri og náttúruhljóð sem Hafdís hefur safnað um allt land á síðustu fimm árum. Frá stofnun sveitarinnar árið 2008 hefur Parallax þróað með sér einstakan stíl þar sem þeir blanda gjarnan saman hljóðum hljóðfæra sinna á þann hátt að það virkar sem eitt hljóðfæri. Tónlistin getur
verið taktföst, hávaðakennd eða jafnvel ljóðræn og meditatíf. Parallax hefur á síðustu árum ferðast og spilað um Noreg, Bretland, Frakkland, Spán, Þýskaland, Brasilíu, Ítalíu, Slóveníu, Singapúr og Kína. Auk þess hafa verið gefnar út þrjár plötur með sveitinni; ,,Live In The UK” (FMR), ,,Krutthuset” (PlingMusic) og ,,Den Tredje Dagen” (NorCD). Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 13. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
Hvar: Lucky Records Hvenær: 16. maí Miðaverð: Frítt Nánar: helgivalur.net
NINA KRAVIZ, BLAWAN, EXOS & BJARKI Nina Kraviz heldur viðburð á Paloma á vegum plötuútgáfu sinnar næsta föstudagskvöld. Auk hennar munu Blawan (UK), Exos og Bjarki koma fram. Exos og Bjarki eru íslenskir listamenn sem eru gefnir út hjá Ninu. Nú þegar hafa flestir miðar selst upp en þeir sem náð hafa miða munu án efa hafa sögur að segja frá kvöldinu. Hvar: Paloma Hvenær: 15. maí kl. 22:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: Lucky Records, Mohawks og residentadvisor.net
AMABA DAMA & RVK SOUNDSYSTEM Hljómsveitin Amaba Dama ætlar að fagna sumri og nýju lagi á Húrra á laugardagskvöld. Smáskífan ,,Óráð” er á leiðinni í útvarp ásamt því sem nýtt tónlistarmyndband við lagið verður frumsýnt fljótlega. Amaba Dama gaf út sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól og hafa þrjú lög nú þegar gert það gott í útvarpinu hér heima. RVK Soundsystem verður svo með DJ sett frameftir nóttu. Hvar: Húrra Hvenær: 16. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
GERVISYKUR Dísætu strákarnir í Gervisykri spila á Prikinu. Þeir hafa verið að gera góða hluti undanfarið og það er alltaf mikil eftirvænting þegar þeir spila fyrir pöpulinn. Hvar: Prikið Hvenær: 14. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
5
HVAÐ ER AÐ SKE Way of Life!
HJÓLADAGUR SUZUKI Í SKEIFUNNI 17 LAUGARDAGINN 16. mAÍ FRÁ KL. 13-16
x
x
ALLt Að mILLjóN KR. AFSLáttUR á NýjUm SýNINGARhjóLUm x 70 % AFSLáttUR AF öLLUm motocRoSSFAtNAðI oG vöRUm x 15% AFSLáttUR AF öLLU Í búðINNI x StARFSFóLK AF vERKStæðI vEItIR RáðLEGGINGAR bÍLASýNINGARSALUR SUzUKI opINN KAFFI oG mEðLætI Í boðI
x
d yn amo reykj avík
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki umboðið ehf I Skeifunni 17 I Sími 565 1725
6
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
BEN FROST
Á KAFFIBARNUM Tónlistarmaðurinn Ben Frost verður með DJsett á Kaffibarnum þetta fimmtudagskvöldið. Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 14. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
DAMIEN RICE Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice mun halda tvenna tónleika á Íslandi í maímánuði. Fyrri tónleikarnir fara fram á stóra sviði Þjóðleikhússins þriðjudaginn 19. maí og þeir seinni í Gamla Bíó mánudaginn 25. maí. Damien er ekki alls ókunnugur landi og þjóð enda heimsótt okkur reglulega síðan 2004. Síðustu tónleikar hans hér á landi voru sumarið 2008 á Nasa og Bræðslunni á Borgarfirði Eystri. Damien gaf nýverið út sína þriðju plötu, ,,My Favourite Faded Fantasy”, sem var að miklum hluta tekin upp og hljóðblönduð á Íslandi með íslensku og erlendu samstarfsfólki. Upptökustjórn var í höndum Damiens og Rick Rubin. Hvar: Þjóðleikhúsið Hvenær: 19. maí kl. 19:30 Miðaverð: 7.900 / 9.900 kr. Nánar: midi.is
DIKTA OG RYTHMATIK Dikta mun spila lög af væntanlegri plötu ásamt eldri smellum. Um upphitun sér hljómsveitin og sigurvegari Músíktilrauna 2015, Rythmatik. Hvar: Húrra Hvenær: 13. maí kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: tix.is
LÓA Í GAMLA BÍÓ Öllu verður til tjaldað fyrir eitt stærsta plötusnúða- og klúbbakvöld sem haldið hefur verið hér á landi í langan tíma. Þrír plötusnúðahópar ásamt DJ Yamaho munu taka yfir þetta fallega tónleikahús og gera gourmet partý. Alls verða þetta 19 velþekktir plötusnúðar sem munu þeyta skífum bak í bak. Tónlistin sem mun hljóma þetta kvöld verður meðal annars hip hop, house, footwork, juke, hagglabyssuhouse og techno. Góð blanda sem farið verður með af fagmennsku og skynsemi. Húsið opnar kl. 21:30 en dagskráin er sem hér segir: 22:30 - 23:30 // Yamaho 23:30 - 00:30 // Plútó (dj-s Kocoon, Tandri, Skeng, Gunni Ewok, Julia Ruslanovna, Skurður, Maggi B, Hlýnun Jarðar, Ozy) 00:30 - 01:30 // Tetriz (dj-s B-Ruff & Fingaprint) 01:30 - 02:30 // Blokk (dj-s Housekell, Introbeats, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Jón Reginbald, Símon fknhndsm, Ómar E, Moff & Tarkin) Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2 Hvenær: 16. maí kl. 21:30 Miðaverð: 1.500/2.000 kr. við hurð
AISHA ORAZBAYEVA Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
Fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazbayeva heldur tónleika í Mengi á laugardag þar sem hún flytur verk eftir Iannis Xenakis, Simon Steen-Andersen, Helmut Lachenmann og Elvis Presley. Myndbandsverk hennar, RMER, verður einnig flutt við spuna einleiksfiðlu. Aisha, sem kemur frá Kasakstan, hefur komið víða fram sem einleikari s.s. á tónlistarhátíðunum Aldeburgh, Radio France et Montpellier, Klangspuren og Latitude og auk þess í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og La Maison de Radio France í París. Einleiksplötur hennar, Outside og The Hand Gallery hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Aisha hefur starfað með tónlistarhópum á borð við London Sinfonietta og Ensemble Modern og hefur komið fram í beinni útsendingu á BBC Radio 3 og 4, Resonance FM, France Musique og í ríkissjónvarpi Kasakstans. Hún er einn af stýrendum tónlistarhátíðarinnar London Contemporary Music Festival. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 16. maí kl. 21:00 Miðaverð: 3.000 kr. Nánar: mengi.net og midi.is
SEVERINO, FANNAR (MEAT) & SAMANTHA STRETCH Stærsta laumu útflutningsvara Íslands síðan Sykurmolarnir voru og hétu, Fannar (MEAT) sameinar krafta sína hæfileikabúntinu Severino og lífsstílsgúrúinu Samantha Stretch Hvar: Dolly, Hafnarstræti 4 Hvenær: 13. maí kl. 00:00 Miðaverð: Frítt
7
HVAÐ ER AÐ SKE
6
júní 2015
miðasala á midi.is
Taktu þátt í litríkasta og skemmtilegasta hlaupi sumarsins THE COLOR RUN BY ALVOGEN STYÐUR VIÐ RÉTTINDI OG
VELFERÐ BARNA MEÐ 5.000.000 KR. STYrKJUM TIL UNICEF,
RAUÐA KROSSINS OG ÍÞRÓTTASAMBANDS FATLAÐRA.
www.thecolorrun.is
8
HVAÐ ER AÐ SKE
„ÞAÐ ERU ALLTAF FLEIRI OG FLEIRI STELPUR AÐ FÁ ÁHUGA OG BYRJA AÐ SPILA SEM ER EKKERT NEMA ÆÐISLEGT“
Natalie G. Gunnarsdóttir – ef til vill betur þekkt sem DJ Yamaho – er einn eftirsóttasti plötusnúður landsins um þessar mundir. Hún hefur verið áberandi í tónlistarlífinu um hríð, spilað á öllum helstu stöðum landsins og tónlistarhátíðum, en auk þess að þeyta skífum þá hefur hún fengist við að búa til eigin tónlist, meðal annars í félagi við Introbeats. Saman gerðu þau og gáfu út fyrir skemmstu lagið Release Me sem notið hefur mikilla vinsælda. SKE lék forvitni á að vita meira um þessa ungu tónlistarkonu sem virðist eiga svo got með að tengjast dansfúsum mörlanda og setti sig í samband við hana til að spjalla lítillega um tónlist, næturlíf og Lóu – plötusnúðaveislu sem stendur fyrir dyrum. Við byrjum á byrjuninni og spyrjum Natalie hvernig það kom til í upphafi að hún byrjaði að dj-a? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist og það kom að því að ég fór að velta því fyrir mér hvernig sum lög myndu passa ef þeim yrði mixað saman. Í kjölfarið keypti ég mér svo tvo plötuspilara og mixer og fór að blanda saman lögum. Það var einfalt! En hvernig er að reyna að lifa af því að spila á litlum markaði eins og Íslandi? Er það yfirleitt einhver leið?
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Brynjar snær
Það er náttúrulega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. En það er óneitanlega mjög erfitt og maður þarf að spila mikið til að eiga í sig og á. Til að geta haft gott upp úr þessu þarf maður að róa á erlend mið, held ég. Búa til sína eigin tónlist, gefa hana út og spila. Hvernig er annars að spila fyrir Íslendinga úti á lífinu, frussandi fulla og trallandi? Það er bara fínt. Fólk er frekar feimið að dansa þangað til að það er búið að negla í sig nokkrum gráum. En það eru alltaf fleiri og fleiri sem eru opnari fyrir þvi að heyra eitthvað nýtt í staðinn fyrir að heyra alltaf bara gömlu slagarana. Það gerir starfið miklu skemmtilegra og á sama tíma líka meira krefjandi. Nú hefur plötusnúðasenan haft það orð á sér að vera fremur karllæg, hver er þín reynsla af því? Jú, hún er frekar karllæg og ekki veit ég af hverju. Kannski tengist það því að maður þarf að hafa áhuga á græjum og öllu sem tengist þessu. En það eru alltaf fleiri og fleiri stelpur að fá áhuga og byrja að spila sem er ekkert nema æðislegt.
9
HVAÐ ER AÐ SKE
10
HVAÐ ER AÐ SKE
Já, síðustu misseri virðist manni fleiri reykvískir kvenplötusnúðar hafa verið að vekja athygli en oftast áður, er einhver vakning í gangi eða eru tímarnir bara að breytast? Tímarnir eru sem betur fer að breytast að einhverju leyti. Og kannski af því að það eru miklu fleiri kvenfyrirmyndir í bransanum og ekki af verri endanum. Sem sýnir manni það að það eru að opnast fleiri og fleiri tækifæri fyrir kvenþjóðina. Þú hefur dálítið verið að syngja með Adda Intro og gerir það, leyfi ég mér að segja, frábærlega. Mega tónlistarunnendur eiga von á því að heyra þig gera meira af því í framtíðinni? Takk fyrir það, kærlega. Ja, við erum með lag í vinnslu sem við klárum vonandi fljótlega. Svo er ég sjálf með annað hliðarverkefni sem heitir Dark Features þar sem ég syng. En annars þá er mjög stutt síðan ég byrjaði að syngja og ég er í raun að feta mín fyrstu spor á því sviði. Það er alltaf gaman að ögra sér og
prófa eitthvað nýtt og ég held eiginlega að það sé nauðsynlegt. Hvað er annað á döfinni hjá þér, hvort sem er í tónlistinni eða almennt talað? Það sem er næst á dagskrá er magnað kvöld sem ég er að taka þátt í ásamt helstu plötusnúðum landsins. Það er næstkomandi laugardag í Gamla bíó og nefnist kvöldið Lóa. Ég held að aldrei hafi fleiri plötusnúðar komið saman á einu kvöldi til að gera allt vitlaust. Ég hlakka vægast sagt mikið til. Svo rakleiðis eftir það er næst á dagskrá að undirbúa live sett fyrir Secret solstice. Það er aldrei lognmolla á þessum bæ. Mig langar að lokum að segja að ég hlakka til að sjá sem flesta næstkomandi laugardag og svo óska ég bara öllum gleðilegs sumars! Þakka þér sömuleiðis! SKE þakkar Natalie kærlega fyrir spjallið og óskar henni alls hins besta í hverju því sem hún tekst á hendur – eða tekur höndum.
11
HVAÐ ER AÐ SKE
SKE12.5.indd 1
11.5.2015 17:14:18
12
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
NORDKLANG Á AKRANESI
PARTYZONE ‘95 PartyZone´95 kvöldin sem voru haldin árið 2009 á Jacobsen og á Dollý 2013 eru ennþá mörgum í fersku minni og, eftir ótal áskoranir, þá var ákveðið að endurtaka leikinn nú á laugardaginn. Þetta telst sömuleiðis vera fyrsta afmælispartý þáttarins, en PartyZone fagnar nú 25 ára afmæli sínu og er ætlunin að halda nokkra viðburði til að fagna þeim magnaða áfanga. Fram koma: DJ Grétar G DJ Frímann DJ Margeir og DJ Tommi White
RÓMEÓ OG JÚLÍA
Nordklang er hljómsveit skipuð fimm norrænum hljóðfæraleikurum og tónskáldum með breiðan bakgrunn í klassískri-, djass- og þjóðlagatónlist. Sveitin kannar og túlkar norræna arfleið með nútímalegu tónmáli. Tónsmíðarnar og tónlistin á rætur sínar í náttúru, menningu, sögu, fólki og ekki síst tónlist frá þeim svæðum sem heimsótt eru. Meðlimir Nordklang nota tónlistar- og tæknikunnáttu sína til að endurnýja hljóðheim hefðbundinnar- og nútímatónlistar.
Hvar: Dolly, Hafnarstræti 4 Hvenær: 16. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Bæjarbíó, Akranes Hvenær: 15. og 16. maí kl. 20:30 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: midi.is
Í FLUTNINGI SINFÓ Ástir og örlög eru í brennidepli á þessari óvenjulegu og spennandi efnisskrá. Tsjajkovskíj byggði eitt frægasta tónverk sitt á Rómeó og Júlíu Shakespeares, og hér víkur spennuþrungið andrúmsloftið á stundum fyrir ástleitnum stefjum elskendanna. Rico Saccani var aðalstjórnandi SÍ á árunum 1998–2002 og snýr nú aftur í fyrsta sinn um langt skeið. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 13. maí kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr. Nánar: tix.is og harpa.is
FORMAÐURINN OG SUNNUDAGSKLÚBBURINN KYNNA MEÐ STUÐI, STOLTI OG STEMMNINGU:
SPARIKLÚBBURINN#3
Positive Vibrations heyrnatól
Smile Jamaica heyrnartól
50mm hátalarar með þéttum bassa. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring
Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur.
12.950 kr.
3.950 kr.
Það er rétt börnin góð, Sunnudagklúbburinn villist enn á ný inn í miðja viku og dulbýr sig sem hinn síhressi, eini sanni SpariKlúbbur. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu herrans ári 2015 að Spariklúbburinn er haldin og hafa viðtökurnar verið vonum framar. Að þessu sinni er það gæðablóðið, snillikötturinn og hjólabrettagoðsögnin Ársæll Þór Ingvason, a.k.a. Tróarinn, a.k.a. INTROBEATS, sem verður bömpin á djúpu nótunum eins og enginn væri morgundagurinn. FORMAÐURINN, a.k.a. Fjári, a.k.a. Dj Kári, er eins og margir vita formaður Sunnudagsklúbbsins og stendur vaktina með stæl og prýði sem endranær. Að vanda er PartýStrúturinn sérlegur verndari og lukkudýr kvöldsins. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að vera snyrtilegir til fara, sýna af sér góðan þokka, hressleika og almennt góðan anda. Hvar: Paloma, Naustin 1-3 Hvenær: 13. maí kl. 23:00 Miðaverð: Frítt
13
HVAÐ ER AÐ SKE
Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI
HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði
Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsleiðir sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum landsins en þær eru sjávarútvegsfræði, fjölmiðlafræði, líftækni, iðjuþjálfunarfræði, nútímafræði og félagsvísindi. Heilbrigðisvísindasvið
Hug- og félagsvísindasvið
Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði
Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leik- og grunnskólastig) Lögfræði Nútímafræði Sálfræði
Viðskipta- og raunvísindasvið Líftækni Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði
HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði
unak.is
14
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
Ljósmynd: Hörður Ásbjörnsson
ÚTSKRIFTARSÝNING AF SAMTÍMADANSBRAUT LHÍ Útskriftarnemar af samtímadansbraut flytja tvö frábær dansverk í næstu viku en sýningarnar eru hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands.
GEYMAR // CONTAINERS SIRRA SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Sirra Sigrún Sigurðardóttir opnar sýninguna GEYMAR í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn. Á sýningunni er gestum boðið að ganga inn í myndheim Sirru sem sækir efniviðinn m.a. í tölulegar staðreyndir, vísindakenningar og rannsóknir. Hún hefur lengi velt fyrir sér stöðu listamannsins og listarinnar í samfélaginu. Hér vinnur hún líka með nærsamfélagið auk þess að vinna með verk úr safneign safnsins sem kalla fram endurminningar frá Selfossi þar sem hún ólst upp og safnið var fyrst staðsett. Sirra Sigrún Sigurðardóttir er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík þar sem hún hefur skipulagt fjölda sýninga og listviðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Í desember 2012 var Sirra á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir
Hvar: Listasafn Árnesinga Hvenær: 16.maí kl 14:00. Opnun 17.maí kl 15:00 Opnunartími: Alla daga frá 12:00 - 18:00 Nánar: listasafnarnesinga.is
Verkin sem sýnd verða eru:
A LIFE IN MUSCLE
GEIRFUGLAR GUÐLAUG DRÖFN GUNNARSDÓTTIR Á Geirfuglum sýnir Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir um 25 myndir unnar á plexíglerplötur en einnig verk máluð á striga og pappír. Á glæru plexíglerverkunum eru fuglar af ýmsu tagi. Allt eru það smáfuglar og þeir eru allir á flugi. Þetta eru íslensku fuglarnir, þessir helstu sem eru farfuglar margir hverjir, en einnig gæludýrafuglar; undúlantar, sebrafínkur og kólibrífuglar. Verkin sem unnin eru á striga eru hins vegar áhrifamikil portrett af einstökum dýrum sem horfa í augu áhorfandans. Pappírsverkin eru einnig af dýrum en þar er meiri fjarlægð og þau eru í sínum heimi.
DORÍON: DODDA MAGGÝ
Öll verkin einkennast af samspili ljóss og skugga þar sem Guðlaug vinnur með birtuna og andstæður.
ÁSAMT KVENNAKÓRNUM KÖTLU
Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sótti sér grunnmenntun í myndlist í Danmörku þar sem hún bjó og svo nam hún við listaháskólann í Nice í Frakklandi á árunum 2002-7 þar sem hún lauk bæði B.A.- og M.A. námi. Guðlaug hefur haldið einkasýningar bæði á Íslandi og í Frakklandi og tekið þátt í samsýningum í Þýskalandi, Austurríki, Danmörku, Frakklandi og Íslandi.
Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý er sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birtingar sem sett verður upp í Gerðarsafni á Listahátíð 2015. Tónverkið er flutt af Kvennakórnum Kötlu undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Uppbygging tónverksins tekur mið af formi og litum í steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975), arkitektúr kirkjunnar og bogadregnum línum sem einkenna kirkjuhvolfið. Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form í vídeóverki Doddu Maggýjar þar sem litapalletta tónskalans leggur undir sig rýmið í samtali við gluggainnsetningu Gerðar í kirkjunni. Dodda Maggý (f. 1981) lauk MFA námi frá Konunglegu listakademíunni í Kaupmannahöfn árið 2009. Á sama tíma og hún vann að MFA-gráðu sinni stundaði hún nám við Nordic Sound Art (tveggja ára MFA- nám sem er skipulagt af Det Kongelige Danske Kunstakademi, Konsthögskolan í Malmö, Kunsthøgskolen í Oslo og Kunstakademiet í Trondheim) þar sem hún lagði sérstaka áherslu á tengsl tónlistar og myndlistar. Hvar: Gerðarsafni - Listasafns Kópavogs, Hamraborg 4, 200 Kópavogur Hvenær: Föstudaginn 15. maí kl. 21:00 og laugardaginn 16. maí kl. 16:00 Nánar: gerdarsafn.is
Danshöfundur: Tony Vezich Tónlist: Smog, Daniel Menche Búningar: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Egill Ingibergsson Dansarar: Brynja Jónsdóttir, Díana Rut Kristinsdóttir, Erna Rut Fritzdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Heba Eir Jónasdóttir Kjeld, Magnea Ýr Gylfadóttir, Una Björg Guðnadóttir og Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir.
# PRIVATE PUSSY Samtímadansverk sem spyr spurninga um birtingarmynd konunnar og kvenlíkamans í nútímasamfélagi. Hvernig speglar nútímakonan sig í glitrandi gyðjum popp-menningarinnar? Hvar staðsetur manneskjan sig í stjörnuprýddu samfélagi þar sem öfgafull skilaboð berast okkur með brjóstum og berum bossum kynæsandi kvenna. Koma staðalímyndir í veg fyrir samstöðu um jafnrétti og að konan verði metin á eigin verðleikum en ekki sem kyntákn eða leikfang. Danshöfundar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Steinunn Ketilsdóttir Tónlist: Áskell Harðarson Búningar og útlit: Eva Signý Berger Ljósahönnun: Egill Ingibergsson
og
Dansarar: Brynja Jónsdóttir, Díana Rut Kristinsdóttir, Erna Rut Fritzdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Heba Eir Jónasdóttir Kjeld, Magnea Ýr Gylfadóttir, Una Björg Guðnadóttir og Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir.
Hvar: Gallerí Fold Hvenær: Stendur til 24. maí 2015
Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti Hvenær: 14. og 15. maí kl. 17:00 og 20:00 Aðgangur er ókeypis en panta þarf miða á midisvidslist@lhi.is
LINDUR - VOCAL VII GJÖRNINGUR RÚRÍ Á LISTAHÁTÍÐ Viðburður sem enginn listunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Rúrí, einn okkar fremsti myndlistarmaður, frumflytur nýjan og umfangsmikinn gjörning þann 16.maí í Norðurljósasal Hörpu og verður hann aðeins fluttur í þetta eina skipti. Gjörningurinn Lindur - Vocal VII er saminn sérstaklega til flutnings í Norðurljósasal í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík. Titill verksins vísar til uppsprettu og undirstöðu lífs á jörðu og til líðandi stundar, en jafnframt um leið til tjáningar lifandi vera og fyrirbæra. Í stuttu máli, með orðum Rúrí „gjörningurinn fjallar um samband manns og náttúru.“ Rúrí hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Hún hlaut fyrstu verðlaun í keppni um skúlptúr við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem flestir þekkja vel og einnig fyrir skúlptúr sinn í Grasagarðinum Laugardal. Árið 2003 var Rúrí fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum og sýndi þar verk sitt Archiveendangerded waters sem er gagnvirk fjöltækni-innsetning, óður til náttúru og hugleiðing um gildi hennar í nútímanum. Hvar: Harpan, Norðurljós Hvenær: 16. maí 2015 kl. 18:00 Miðaverð: 2.900 kr. Nánar: midi.is
15
HVAÐ ER AÐ SKE
DAGUR ALLA NÓTTINA #SECRETSOLSTICE
LAUGARDALUR
REYKJAVÍK
19.- 21. JÚNÍ SECRETSOLSTICE.IS
ERTU MEÐ BÓKAÐ FRÍ Á MÁNUDEGINUM?
MIÐASALA Á WWW.TIX.IS, Í LUCKY RECORDS OG MOHAWKS
16
SECRET HVAÐ ERSOLSTICE AÐ SKE
NIGHTMARES ON WAX
FKA TWIGS
GUS GUS
FOREIGN BEGGARS
Í 25 ár hefur Nightmares On Wax verið viðriðinn við enska raftónlistarheiminn. Í tilefni þess er hann að gefa út stóra safnplötu 16. júní, N.O.W Is The Time, sem mun inni halda samstarfsverkefni og remix frá listamönnum eins og LFO, Loco Dice og De La Soul.
Söngkonan fjölhæfa FKA Twigs fangaði athygli gagn-rýnenda í Bretlandi með eigin framtaki en hún gaf út tónlist sína og myndbönd með henni alfarið sjálf. Síðan þá hefur hún verið tilnefnd til Sound of 2014 verðlaunanna hjá BBC og ratað á topplista bæði hjá Spotify og Billboard
Hljómsveitin Gus Gus gaf út plötuna „Mexico“ fyrir réttu ári síðan og naut hún gríðarlegra vinsælda um heim allan. Sveitin hefur verið á tónleikaferðalagi víðsvegar um heim til að fylgja plötunni eftir og hefur því haft lítinn tíma til að spila á heimavelli. Því skal enginn missa af Gus Gus á Secret Solstice í sumar.
Enska hip hop og dubstep grúppan stígur á stokk á Secret Solstice í sumar. Þeir hafa gefið út heil ósköp af frábærri bassatónlist síðustu ár og verið í slagtogi með ýmsum risanöfnum eins og Noisia, Skrillex, Knife Party og Flux Pavillion ásamt því að hafa gefið út hjá Sony, MOS og Mau5trap.
CHARLES BRADLEY
Tvíeykið nær að draga saman áhrif nýja skólans og gamla skólans af svo mikilli snilld að fyrir þá sem þekkja ekki til þeirra gæti tónlistin þeirra verið hvort heldur frá 1995 eða 2015. Vegna þess er tónlist þeirra alls staðar viðeigandi. Frá Berghain til Fabric og alla leið á Secret Solstice
FLIGHT FACILITIES
SKREAM
Furðufuglarnir í Flight Facilities hafa komið víða við þrátt fyrir stuttan feril og hafa unnið með stjörnum eins og Reggie Watts og Kylie Minouge. Þeir hafa gefið út hvert snilldar remixið á fætur öðru fyrr listamenn eins og Holy Ghost!, Foals og The Lowbrows.
Oliver Jones, betur þekktur sem Skream, skaust upp á stjörnuhiminninn sem tónlistarfrömuður í ensku Dubstepsenunni. Tónlist hans hefur vakið hrifningu á víðum velli og hafa menn eins og Wiley og Ricardo Villalobos lýst yfir aðdáun sinni á verkum hans.
Þessi afbragðsgóði soul söngvari byrjaði feril sinn á götunni þar sem hann reyndi fyrir sér í tónlist sem James Brown eftirherma en þar var uppgötvaður af Gabe Roth frá Daptone Records. Stöðug risa hans upp á stjörnuhiminninn hefur hlotið verðskuldaða athygli enda er saga hans sem persónu og sem tónlistarmanns undraverð með meiru.
DETROIT SWINDLE
THE WAILERS
MØ
ROUTE 94
Þarf að segja meira? The Wailers er hljómsveitin sem var stofnuð í kjölfar láts hins goðsagnakennda Bob Marley. Hljómsveitin flytur gömlu lög Marley ásamt því að spila nýtt efni sveitarinnar
MØ Braut sér leið inn í tónlistarheiminn með látum árið 2013 og hefur hún statt og stöðugt færst nær og nær toppnum. Hún byrjaði að vinna með Diplo sem varð til þess að hún gerði smáskífuna „Lean On“ með Major Lazer sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Hún er partýljón á sviði og mun trylla alla í tætlur á Secret Solstice.
Rowan Jones er ungur að árum en hefur þegar vakið mikla athygli fyrir tónlist sína og var meðal annars tilnefndur til tveggja verðlauna Brit Awards hátíðarinnar fyrir lag sitt „My Love“ sem hefur farið sigurför um heiminn.
SAMARIS Velgengni hljómsveitarinnar Samaris er ævintýraleg. Frá því að þau sigruðu Músíktilraunir árið 2011 hafa þau haslað sér völl á erlendri grundu og spilað meðal annars á Sónar Barcelona, Electric Picnic og Berlin Music Week.
GÍSLI PÁLMI
MISS KITTIN
Gísli Pálmi er án efa umtalaðasta nafnið í íslenska tónlistarheiminum í dag en kappinn gaf út plötu á dögunum sem vakti mikið umtal og rauk út úr öllum verslunum. Gísli Pálmi hefur verið þekktur fyrir kröftuga sviðsframkomu og ættu tónleikar hans á Secret Solstice ekki að vera nein undantekning frá þeirri reglu.
Rafdívan Miss Kittin mun þjóna þeim allra dansþyrstu á Secret Solstice. Hún hefur verið að spila og semja raftónlist í um 20 ár og hefur víða komið niður á sínum ferli, þar á meðal unnið með húskónginum Felix Da Housecat sem kom fram á Secret Solstice í fyrra undir nafninu Aphrohead við mikinn fögnuð viðstaddra.
MOODYMANN Það er draumur í dós fyrir unnendur housetónlistar á Secret Solstice hátíðinni að hinn eini sanni Moodymann ætli að heiðra okkur með nærveru sinn. Hann er einn af áhrifamestu tónlistarmönnum sem koma úr hinni alræmdu raftónlistarsenu í Detroit.
RETRO STEFSON
SUBMOTION ORCHESTRA
Ein kröftugasta og fjörugusta hljómsveit Íslands, Retro Stefson, kemur fram í allri sinni dýrð á Secret Solstice í sumar. Það þýðir bara eitt: Að allir tónleikagestir verði hoppandi af gleði áður en tónleikum þeirra lýkur.
Tilraunakennda rafstórsveitin Submotion Orchestra hefur verið tíður gestur á hátíðum um alla Evrópu eins og Outlook, Bestival, Latitude og The Big Chill. Nú er komið að Secret Solstice.
HERMIGERVILL
HAM
Hermigervill hefur fyrir löngu síðan markað sér spor í íslenska tónlistarheiminum og unnið með frábærum tónlistarmönnum eins og Retro Stefson og Berndsen. Ólíkt mörgum raftónlistaratriðum þá er sviðsframkoma hans lifandi og margbrotin.
Hljómsveitina HAM þarf ekki að kynna fyrir rosknum, íslenskum rokkurum. Hljómsveitin er lifandi goðsögn í íslenskri rokksögu og fer enginn ósveittur heim eftir að hafa sveiflað hárinu í takt við Partýbæ.
HJÁLMAR Hin upprunanlega íslenska reggae sveit, Hjálmar, fagnaði tíu ára starfsafmæli í fyrra með eftirminnilegum tónleikum í Hörpu. Sveitin hefur ekki komið fram síðan og búast má við sannkallaðri reggaeveislu sem mun hljóma allt til Keflavíkur og Kingston.
17
SECRET HVAÐ ERSOLSTICE AÐ SKE
SECRET SOLSTICE 2014 SECRETSOLSTICE.IS
18
HVAÐ ER AÐ SKE
Skál fyrir Elsu og Gabríel. Þau komu á Secret Solstice í fyrra og ætla heldur ekki að láta sig vanta í ár. Elsa og Gabríel - skál fyrir ykkur.
Léttöl
19
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
TED REYKJAVÍK X
TEDxReykjavík verður haldinn í fimmta skipti nú á laugardag í Tjarnarbíó. Viðburðurinn færir áhorfendum bestu fyrirlesara sem Ísland hefur upp á að bjóða, ásamt nokkrum að utan. Allir mælendurnir eiga það sameiginlegt að vilja deila ástríðu sinni og sýn með áhorfendum. Í ár var ákveðið að setja fókusinn á ýmis atriði sem við sem samfélag kjósum oft að hunsa. Markmiðið er að lýsa upp skuggana og finna hugmyndir sem eru þess virði að deila með hvert öðru. Ólíkar hugmyndir verða skoðaðar og meðal vangaveltna verða: Hvernig getur eitthvað sem flestum þykir ógeðfellt mögulega verið okkar bjartasta von um næringu í framtíðinni? Hvað getum við lært af utangarðsmönnum samfélagsins? Hvernig eigum við að tala saman um erfið málefni? Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 16. maí kl. 10:00 Miðaverð: 6.000 kr. Nánar: midi.is og tedxreykjavik.is
UPPBOÐ LISTAR Á LANDAMÆRA List án landamæra er árleg listahátíð sem fagnar fjölbreytileikanum. Þetta árið verður uppboð á vegum hátíðarinnar haldið í Gamla Bíói á þriðjudag þar sem listafólk úr ólíkum áttum kemur saman. Húsið opnar klukkan 17:00 og fram til klukkan 18:30 verður þögult uppboð þar sem hægt verður að bjóða í meiri hlutann af verkum með því að skrá upphæð á blöð sem hanga við hvert og eitt verk sem verða á uppboðinu. Klukkan 18:30 verða skemmtiatriði og því næst verða þau verk sem eftir eru boðin upp á hefðbundinn hátt. Allur ágóðinn af uppboðinu rennur til hátíðarinnar sem mun halda áfram að vinna í þágu jafnréttis í menningalífinu með því að styðja við listafólk með fötlun og gefa þeim byr undir báða vængi. Þannig koma þau list sinni á framfæri og öðlast aukið sjálfstraust og sjálfstæði. Á heimasíðu uppboðsins er hægt að skoða verk þeirra listamanna sem taka þátt í ár. Hvar: Gamla Bíó Hvenær: 19. maí kl. 17:00 Miðaverð: Frítt Nánar: midi.is og uppbod.tumblr.com
TÆKNISKÓLINN FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ
DRINK & DRAW VOL. 3
Tækniskólinn býður upp á gríðarlega fjölbreytt úrval námskeiða fyrir alla sem hafa áhuga á annað hvort að sinna áhugamálum eða þurfa að dusta rykið af gömlum fróðleik og bæta nýjum í safnið. Meðal námskeiða sem boðið er upp á eru bókagerð, bólstrun, bæklingagerð í InDesign, fatabreytingar, gítarsmíði, höggva í stein, HTML5 & CSS3, húsgagnaviðgerðir, Illustrator, app fyrir Android, járnrennismíði, Lightroom myndvinnsla, ljósmyndanámskeið, mósaíknámskeið, olíumálun, rafeindatækni fyrir byrjendur, reiðhjólaviðgerðir, skrautskrift, tískuteikning og margt fleira. Sum námskeið byrja nú í vor en önnur í haust.
Prikið heldur mánaðarlega teiknikvöld þar sem fólk kemur saman, fær pappír og karton til að teikna á og fær ódýran bjór fyrir hverja mynd. Teikningunum er svo safnað saman í lok hvers kvölds til að sýna á næsta Drink & Draw kvöldi. Þetta er þriðja kvöldið sem haldið er í þessari törn og um að gera að mæta, skoða myndir frá síðustu tveimur kvöldum og krassa og krota!
Hvar: Tækniskólinn Nánar: tskoli.is
Hvar: Prikið Hvenær: 18. maí kl. 22:00
SAMSTAÐA MEÐ PALESTÍNUMÖNNUM: HVAÐ GET ÉG GERT? Á fimmtudaginn heldur félagið Ísland Palestína opinn fund um sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Til umræðu verður hvað samstaða með Palestínumönnum felur í raun og veru í sér og hvað við getum gert bæði hér heima og í Palestínu. Á síðastliðnum árum og áratugum hefur starf alþjóðaliða í Palestínu orðið mikilvægur þáttur í réttindabaráttu Palestínumanna meðal annars með því að bera sögur heim. Frá árinu 2002 hefur félagið Ísland Palestína sent Íslendinga á sínum vegum á Vesturbakkann og Gaza til að sinna ótal verkefnum. Helstu hlutverk þeirra eru meðal annars að vera til frásagnar, sýna samstöðu með Palestínumönnum og veita vernd með nærveru sinni. Á fundinum verður hugtakið samstaða í brennidepli og farið yfir hvert hlutverk sjálfboðaliða í Palestínu er. Nokkur af þeim samtökum sem Íslendingar hafa starfað með verða kynnt og sagðar reynslusögur frá ferðum til Palestínu. Hvar: Stúdentakjallarinn, HÍ Hvenær: 14. maí kl. 20:30 Miðaverð: Frítt Nánar: facebook.com/islandpalestina
KARNIVAL OPINN DAGUR Á ÁSBRÚ Allir eru velkomnir á Karnival í Atlantic Studios á Ásbrú í Reykjanesbæ. Mikið verður um að vera fyrir unga jafnt sem aldna, þar á meðal verður Gói með gott grín, draugahús, hoppukastalar, bollakökukeppni og sneisafull dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hvar: Ásbrú, Reykjanesbæ Hvenær: 14. maí kl. 13 - 16 Miðaverð: Frítt
20
VORÚT HVAÐ ER AÐ SKE
ALLT AÐ 70% EPSON SKJÁVARPAR MEÐ ALLT AÐ 60.000 KR. AFSL.
48“ 3D SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 149.990
TILBOÐ 119.990 AFSL. 30.000
42“ LED SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 119.990
TILBOÐ 94.990
AFSL. 25.000 OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16 SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS
TSALA HVAÐ ER AÐ SKE
% AFSLÁTTUR LG SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 300.000 KR. AFSL.
47“ LED SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 159.990
TILBOÐ 109.990 AFSL. 50.000
42“ LED SNJALLSJÓNVARP
FULLT VERÐ 129.990
TILBOÐ 99.990
AFSL. 30.000 BLUETOOTH HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI TDK – JBL – YAMAHA – HARMAN KARDON
MINNISKORT STOFNAÐ 1971
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
ALLAR GERÐIR
21
22
HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
HONDA 750 FOUR AKAI LPK 25 V2 MIDI CONTROLLER.
Nú þegar sumarið er komið þá draga menn fram fákana sína. Það er gaman að taka fram að Honda 750 four er í raun ekki ein vara heldur hannar þú þitt eigið hjól út frá Hondu-grunni. Grunnurinn er semsagt Honda 750, sem er helst að fá í gegnum Ebay.com. Margir panta sér hjól sem þarf að gera upp en Hondan er yfirleitt keypt upprunarleg og breytt í café racer. Þessi tegund af hjóli hefur verið vinælust fyrir breytingar og er
hægt að fá gífurlegt úrval af allskonar varahlutum sem gera hjólið enn fallegra. Hönnunin á 750 four er að okkar mati tímalaus og mjög klassísk. Stundum eru minni breytingar betri en meiri. Við látum hér fylgja myndir af upprunalegu hjóli sem og hjóli sem búið er að uppfæra. Ebay.com
LPK25 er lítil og hentug „midi” græja fyrir tónlistarmanninn og -konuna, hvort sem það er til að kippa með í bakpokann eða hafa í hljóðverinu. Græjan hentar vel með bæði Mac og PC og þarf ekki sérstakan hugbúnað. Hljóðfærahúsið
JBL HÁTALARAKERFI MEÐ INNBYGGÐUM MAGNARA EON515 er nýtt og öflugt hátalarakerfi með innbyggðum magnara. EON500 línan frá JBL stendur fyrir næstu kynslóð byltingakenndra hátalara og hefur þar með hækkað staðalinn í flokki léttra hátalara á öllum sviðum, allt frá útliti til hljómgæða. Hvort sem EON515 er hafður á gólfi eða á standi þá er hægt að treysta á framúrskarandi og áreiðanlegan hljómflutning. Auk magnaðra hljómgæða þá er hátalarinn léttur og meðfærilegur með þremur
ZOOM Q8
handföngum og því mjög auðvelt að færa hann til eftir hentugleika. • • • • •
450 watta magnari 2 x 15” bassar Tíðnisvið 30 Hz – 20 kHz Mál í cm (HxBxD) : 68,5 x 43,8 x 36,6 cm Þyngd: 14.8 kg. Sjónvarpsmiðstöðin
Zoom Q8 myndbandsupptökuvélin er hönnuð fyrir bæði tónlistar- og myndatökufólk og býður upp á góða blöndu af HD upptöku á myndefni sem og hágæða hljóðupptöku. Vélin kemur með 160 gráðu víðlinsu sem er tilvalin fyrir tónleikaupptökur. Hægt er að skipta á milli míkrafóna eftir hentugleika en vélin kemur með „crossover” míkrafón. Q8 er einnig með Xlr/Trs tengingu svo þú getir tekið beint útúr mixer. Hér eru nokkrir tæknipunktar. • • • • • •
Minniskort sem tekur allt að 128GB 5 mismunandi stafræn „zoom“ Innbyggður hljóð mixer „Stereo link mixer” Lágtíðnisfilter (80 Hz, 120 Hz, 160 Hz) „Limiter, Compressor, Leveler” Tónastöðin
NEXUS 9
SMART WIFI DYRABJALLA Svaraðu dyrjabjöllunni þinni hvar sem er og hvenær sem er! Þegar þú ert að heiman getur þú fylgst með hverjir dingla heima hjá þér og missir þar af leiðandi hvorki af trúboðum né tengdaforeldrum. Nýjasta vatnshelda og þráðlausa wifi dyrabjalla frá Nimo styður rauntíma vídeó- og hljóðsamskipti. Dyrabjallan sér í myrkri og inniheldur háhraða tengingu.
SPJALDTÖLVA FRÁ GOOGLE OG HTC Nexus er nýjasta spjaldtölvan frá Google í samstarfi við HTC. Hún er tveimur tommum stærri en hin margverðlaunaða og vinsæla Nexus 7 og kemur með nýja Android 5.0 Lollipop stýrikerfinu og alls kyns skemmtilegum nýjungum. Nexus 9 er mjög hraðvirk í öllum aðgerðum enda búin nýja 64 bita NVIDIA Tegra K1 örgjörvanum og 192-core Kepler
grafíkkjarna. Skjárinn er með IPS panel fyrir skýrari liti, 8MP myndavél að framan og skartar langri rafhlöðuendingu. Kemur í 16GB og 32GB. Hágæða 9“ spjaldtölva með öllu því nýjasta. Tölvulistinn
23
Suðurlandsbraut 32 HVAÐ ER AÐ SKE
TRI VERSLUN býður viðskiptavinum sínum að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði í samstarfi við BORGUN
THE BLUE LAGOON CHALLENGE
CUBE þýsk gæði á góðu verði!
WWW.TRI.IS - Opnunartími @ TRI VERSLUN Alla virka daga kl. 10:00 til 18:00 Laugardaga kl. 10:00 til 16:00
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
INDVERSK HOLLUSTA SÓMI Blaðburður getur verið heljarinnar verk og þegar við vorum í mijðum klíðum að dreifa SKE í síðustu viku þá voru garnirnar farnar að gaula all verulega. Nýja tortillan frá Sóma varð fyrir valinu og kom skemmtilega á óvart. Vefjan er hlaðin krydduðum kjúklingabaunum, granatepli, gúrku og spínati. Ekki er nóg að vefjan sé bragðgóð heldur er hún einnig meinholl. Somi.is
UNGFRÚ REYKJAVÍK HAMBORGARAFABRIKKAN Fulltrúar SKE kíktu við á Fabrikkunni í Kringlunni, gerðu vel við sig og pöntuðu sér bæði forrétt og aðalrétt. Í forrétt urðu cheddarostbelgir með jalapenjó pipar fyrir valinu, bornir fram með salsasósu og Bó sósu. Ungfrú Reykjavík varð síðan fyrir valinu þegar kom að aðalrétti: Grilluð kjúklingabringa í Fabrikku-speltbrauði, pensluðu með mesquite-sósu. Að auki er hún prýdd sólþurrkuðu tómatmauki, osti, káli, tómötum, rauðlauk og mangójógúrtsósu. Góð þjónusta, frábær kjúklingaborgari og heitur forréttur. Ekki skemmir heldur fyrir að Fabrikkan er sannkallað sósu-himnaríki, því hægt er að velja um nánast hvaða sósu sem er.
ÚRVAL SMÁRÉTTA UNO Veitingastaðurinn UNO ætti að vera mörgum kunnugur en hann hefur staðið tryggur við Ingólfstorg í mörg ár. UNO býður upp á fjölbreytta blöndu af mat frá Miðjarðarhafinu og fannst okkur því tilvalið að prófa úrval gómsætra smárétta. Heimalöguðu Risotto bollurnar, fylltar með tómat, mozzarella og parmesan osti, stóðu klárlega uppúr, bornar fram með heimalagaðri sultu. Þá var bruchettan himnesk! SKE-liðum fannst reynslan líkust tapas veislu, en þeir pikkuðu af öllum diskum, blönduðu saman og borðuðu af bestu list. Slík veisla á að sjálfsögðu heima með góðu léttvínsglasi.
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM
Hvað er SONOS? Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Spilaðu það sem þú vilt hvar sem er á heimilinu í gegnum Sonos kerfið sem er mjög einfallt í uppsetningu.
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
25
HVAÐ ER AÐ SKE
26
HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
COBRA PORCELAIN FRÁ GEORG JENSEN
Mr. Tree lampinn er frábærlega skemmtilegur í barnaherbergið og ekki er verra ef fleirri vinir úr Tulipop heimi hönnuðanna Signýjar og Helgu leynast nærri.
Turks Head púðinn er úr Notknot línunni og fæst hann í nokkrum litum. Ragnheiður sækir innblástur sinn úr skátahnútunum og er niðurstaðan frumleg og falleg lína sem sómir sér á hverju heimili.
Cobra Porcelain er ný viðbót við Cobra vörulínuna frá Georg Jensen sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Línan er úr postulíni eins og nafnið gefur til kynna og fetar Georg Jensen þar inn á nýjar brautir og býður upp á glæsilega hannað matarstell í hæsta gæðaflokki Cobra vörurnar frá Georg Jensen hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin enda hönnunin falleg og einstök. Fleiri nýjar vörur eru að koma í Cobra línunni og má þar einnig nefna glæsilegan lampa sem mun koma í tveim stærðum og eru í stíl við Cobra kertastjakanna sem margir kannast við.
www.tulipop.is
umemi.com
Kúnígúnd og á kunigund.is
TURKS HEAD
MR. TREE
FRÁ UMEMI HÖNNUN: RAGNHEIÐUR ÖSP SIGURÐARDÓTTIR
HÖNNUN: TULIPOP
Hönnunin byrjar í Glóey Sjáðu alla möguleikana í gerð lampa og ljósa. Ótrúlegt úrval af silkisnúrum, flottum perum og íhlutum til ljósagerðar. Fagmenn á staðnum. Frábært efni á góðu verði.
– gerir lífið bjartara Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is
27
HVAÐ ER AÐ SKE 80 cm kr. 9.900
160 cm kr. 16.900 AMI STÓLL kr. 19.900
MINIMAL KLUKKUR kr. 9.980
GÓLFLAMPI kr. 43.700
DAPHNY STÓLL kr. 96.500
FLINGA TÍMARITAHILLUR
BUTTERFLY STÆKKUN
MONICA BORÐSTOFUBORÐ 90X180/270 kr.157.800
PORGY STÓLL kr. 17.700
MIA SKENKUR kr. 142.800
- HÚSGÖGN OG FYLGIHLUTIR FYRIR HEIMILIĐ 2 SAMAN Í SETTI
YUMI BORÐ kr. 28.400
GENA STÓLL kr. 19.700
GROOVE VASI kr. 6.900
SMILE SÓFI 217 CM kr. 184.900
ASTRID BORÐ kr. 79.800
BETINA EIKARSKENKUR 170 CM kr. 144.700
GYRO kr. 156.400
FRÁ kr. 4.900 FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚÐUM
BAMBOO BORÐ kr. 29.400
TRIANGLE SÓFABORÐ STÓRT kr. 35.700 / LÍTIÐ kr. 22.700
EDGE SÓFI 280X200 CM kr. 253.300
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARD. 11 - 16
28
HVAÐ ER AÐ SKE
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
WILD TALES 95%
8,2
FAST & FURIOUS 7 SAMBÍÓIN ÁLFABAKKA | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL
7,3
61%
HOT PURSUIT
SAMBA 6,7
50%
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
4,6
6%
CITIZENFOUR
8,2
89%
AVENGERS SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
BAKK SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
8,2
75%
BORGARBÍÓ AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
FAST & FURIOUS 7 FORSALA HAFIN Á ,
7,8
OG
82%
29
HVAÐ ER AÐ SKE
30
HVAÐ ER AÐ SKE
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
RUN ALL NIGHT 6,9
CHILD 44
FÚSI HÁSKÓLABÍÓ | BÍÓ PARADÍS
GET HARD
63%
6,4
23%
BORGARBÍÓ AKUREYRI
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ
7,7
SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
6,3
31% GOODBYE TO LANGUAGE 6,0
RUN ALL NIGHT
A SECOND CHANCE
ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL
HÁSKÓLABÍÓ
LOKSINS HEIM 6,8
7,0
63%
7,1
45%
86%
46%
lóa
31
HVAÐ ER AÐ SKE
16.5.2015
tetriz blokk plútó yamaho kl. 21:30–02:30 í gamlabíó miðasala á midi.is
32
HVAÐ ER AÐ SKE
Ný árgerð - nýjar áherslur
Nýju JU6675 tækin komin. 4K skjár með 1300 PQI. Stærðir eru 40” 48” og 55”
Samsung JS9505 / JS9005 / JS8505
Byltingarkenndu SUHD tækin hafa fengið umsagnir eins og að aðrar eins framfarir í myndgæðum hafa ekki sést í nokkur ár. Komdu við í verslun okkar og sjáðu með eigin augum. “The biggest leap forward in picture quality we’ve seen in years.” - Trusted Reviews (UK)
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON OMNIS TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI AKRANESI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333