1
HVAÐ ER AÐ SKE
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 20.5-27.5
#12
SKE.IS
„FLESTIR SEM HAFA EINHVERJA ÁSTRÍÐU OG EITTHVAÐ AÐ SEGJA EIGA MÖGULEIKA Á AÐ GETA ORÐIÐ DANSARAR.“
VIÐTAL VIÐ ERNU ÓMARSDÓTTUR
2
HVAÐ ER AÐ SKE
KIASMOS Á HÚRRA 15. MAÍ
Nú fyrr í dag mætti ég manni á göngu með tvo hunda af pugkyni, fremur ófríðar litlar skepnur en á einhvern hátt ferleg rassgöt og að því er mér virtist fremur geðugar. Mér varð þá hugsað til fréttar sem ég sá - ég man ekki nákvæmlega hvenær, kannski dreymdi mig hana bara - af geit einhversstaðar á meginlandi Evrópu sem er óð í bárujárnsrokk. Þá hugsaði ég enn lengra, um það hversu gott við mannskepnurnar eigum nú, þrátt fyrir allt, að hafa félagsskap dýra vísan. Vissulega er hann tilkominn af því að við höfum hneppt þau í þrældóm án þess að spyrja þau nokkurn tímann álits á ráðahagnum. Mér flýgur það stundum í hug þegar ég klóra kettinum mínum, Kālī, á hökunni. Á sínum tíma hefði hún mátt gera svo vel að veiða mýs í vígamóð bara svo ég léti það vera að sparka í hana þegar leiðir okkar lægju saman (almennt talað, í sögulegu tilliti,auðvitað; vitanlega myndi ég dýrka hana og dá hvar sem er í mannkyns- eða kattasögunni). Nú er Snorrabúð stekkur. Og hún lætur sér það vel líka. Það sem ég vildi sagt hafa er bara þetta, verum ávallt góð við dýr, njótum þungarokks og fuck the system.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Nanna Ósk Jónsdóttir Viðmælandi: Erna Ómarsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Kiasmos & Lóu: The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE
SKE12.5.indd 1
19.5.2015 09:31:58
4
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
BENNI B-RUFF Á PRIKINU
Markús Moonshine Hjaltason (DJ Moonshine) og Örn Tönsberg (7berg) halda sitt fastakvöld, Ís í brauðformi, á Prikinu. Kvöldin eru rappkvöld þar sem helstu rapparar Íslands koma og fara með nokkur erindi. Kvöldin eru alltaf mjög fjölsótt og því æskilegt að mæta snemma. Rapphundur Íslands, Bent, mun banka í strætið af sinni alkunnugu snilld einnig munu Class B, Herra Hnetusmjör og Joe Frazier hræra í ísvélinni og undirbúa ferskan sumarsorbet handa þyrstum ísunnendum.
Benedikt Freyr Jónsson, eða B-Ruff eins og hann er betur þekktur sem, verður með eitt af sínum goðsagnakenndu settum á Prikinu þetta laugardagskvöld. Benni er tvímælalaust einn besti hip hop plötusnúður landsins en nokkrir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast þannig að það verður gaman að heyra tóna frá kjeppz.
Hvar: Prikið Hvenær: 21. maí kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Prikið Hvenær: 23. maí kl. 00:00 Miðaverð: Frítt
MAÍS Í BRAUÐFORMI SEYÐISFJÖRÐ FESTIVAL Eftir tíu daga vinnudvöl á Seyðisfirði og þátttöku í hinni nýstofnuðu hátíð ,,Seydisfjord festival” mun hópur alþjóðlegra myndlistar- og tónlistarmanna snúa athygli sinni að Reykjavík með tónleikaröð í Mengi hvar afrakstur vinnustofudvalar þeirra verður í fyrirrúmi. Þátttakendur tengjast allir í gegnum tónlistarkonuna Berglindi Ágústsdóttur en hún hefur verið listrænn stjórnandi ,,Seydisfjord festival” í samvinnu við Elvar Má Kjartansson Auxpan raftónlistarmann. Þátttakendur eru: Simon Schäfer / der Warst er framsækinn hljóðlistamaður frá Berlín sem smíðar sín eigin hljóðfæri. Iris Dankemeyer er menntuð í klassískri tónlist, heimspeki, félagsfræði og kennir menningarheimspeki í Hamburg. Benjamin Altermatt er myndlistar- og tónlistarmaður frá Chile sem vinnur með draum kennda rafmúsik Liina Nilsson aka Nyx er sænskur gjörninga- og vídeólistamaður og ljóðskáld. Ernst Gerdenicher er vídeólistamaður og tónlistamaður sem er að hanna experimental video softwear G Lucas Crane er hljóðlistamaður frá Brooklyn sem vinnur med kassettur lúpur. hann er ein af stofnendum Silent Barn Angela Moore aka PAM FINCH aka Hawkseeyer er myndlistar- og tónlistarmaður frá Brooklyn meðlimur í hljómsveitini Void Moon ásamt eiginmanni sínum Lucas Crane Kenny Lump er breskur tilraunatónlistamaður sem vinnur með syntha og sömpl. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 20.-21. maí kl. 20:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
HILMAR JENSSON, JIM BLACK & JO BERGER MYHRE Bandaríski trommuleikarinn Jim Black er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann sótt okkur heim fjölmörgum sinnum undanfarin 20 ár. Hann hefur leikið um allan heim m.a. með Tim Berne, Dave Douglas, Laurie Anderson, Nels Cline, Uri Caine, Dave Liebman, Human Feel og hljómsveit sinni AlasNoAxis. Hann er einn merkasti og áhrifamesti jazz og spuna-trommuleikari sinnar kynslóðar og hefur heillað hlustendur um allan heim með leikgleði sinni og mögnuðum trommuleik. Hilmar Jensson hefur leikið með Jim í um 20 ár, m.a. í hljómsveitunum AlasNoAxis og TYFT. Hann hefur leikið víða um heim með þeim sveitum en einnig Tim Berne, Trevor Dunn, Arve Henriksen,
Peter Evans, Audun Kleive, Ches Smith og fleirum. Norski bassaleikarinn Jo Berger Myhre hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem einn fremsti jazzbassaleikari Noregs. Hann hefur leikið víða um heim með Nils Petter Molvær, Solveig Slettehjell, Susanna Wallumrod, Mariam the Beliver og Splashgirl. Dagskráin samanstendur af nýjum og eldri tónsmíðum fléttuðum saman með spuna. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 24. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
MARYSE & THE MESSMERIZERS SIN FANG & VAGINABOYS Hljómsveitirnar Sin Fang og Vaginaboys halda tónleika á Húrra næsta þriðjudag. Sin Fang hefur verið undanfarnar vikur í Los Angeles að taka upp efni og sækja sér innblástur til frekari verka. Hljómsveitin Vaginaboys hefur verið að fá verðskuldaða athygli upp á síðkastið fyrir lag sitt ,,Elskan af því bara” sem er allavega árs gamalt. Segja má að mikil spenna ríki meðal tónlistarunnenda fyrir þessum tónleikum. Hvar: Húrra Hvenær: 26. maí kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr.
Soul kvöld í Stúdentakjallaranum þetta fimmtudagskvöld! Funk og soul andar munu svífa um sali menntastofnunarinnar þegar hljómsveitin Maryse & The Messmerizers stígur á stokk. Í bandinu eru: Andri Guðmundsson - Bassi Daníel Helgason - Gítar Tumi Haraldsson - Hljómborð Þorvaldur Ingveldarson - Trommur Helgi R. Heiðarsson - Saxófónn Eiríkur Rafn Stefánsson - Trompet Kristofer Rodriguez Svonuson - Percussion Maryse Krainert Egtved - Vókall Hvar: Stúdentakjallarinn, Háskóli Íslands Hvenær: 21. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
5
HVAÐ ER AÐ SKE
Ekki sætta Þig við eitthvað beisikk
E N N E M M / S Í A / N M 6 74 7 0
Komdu frekar á Slippbarinn
Spyrðu hvern sem er – það kemst enginn með tærnar þar sem Slippbarinn hefur hælana þegar kemur að kokteilum. En matseðillinn gæti ennþá átt eftir að koma þér á óvart. Ferskir og ljúffengir réttir úr bestu hráefnum með ævintýralegu ívafi á sanngjörnu verði. Þú veist hvað listamennirnir á barnum geta gert, sjáðu hverju listamennirnir í eldhúsinu luma á.
Bókaðu borð í síma 560 8080 eða á slippbarinn@icehotels.is Icelandair hótel Reykjavík Marina Mýrargata 2 101 Reykjavík Sími 560 8080 www.icelandairhotels.is
6
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
RADIO ICELAND KYNNIR: TÓNLIST FYRIR NEPAL Yfir 8.000 manns létust í jarðskjálftanum hræðilega í Nepal á dögunum. 16.000 eru slasaðir og hundruð þúsunda eru heimilislausir. Þetta er sorgleg áminning um að mannlegur máttur má sín lítils gagnvart náttúruöflunum sem engu eira og að slíkar hamfarir geta orðið hvar og hvenær sem er. Jafnvel hjá okkur, því við búum á stóru eldfjalli. Svo vel vill til að dásamleg samtök, skipuð góðhjörtuðu fólki, sem kallast Ísland-Nepal starfrækja munaðarleysingjaheimili í Kathmandu. Af því tilefni hefur verið safnað saman í góðgerðartónleika.
PETER GRIMES Á LISTAHÁTÍÐ Óperan Peter Grimes eftir enska tónskáldið Benjamin Britten verður frumflutt á Íslandi þann 22. maí næstkomandi á Listahátíð í Reykjavík. Um er ræða umfangsmikla tónleikauppfærslu í Eldborg sem er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Tvær erlendar stórstjörnur úr heimi óperunnar syngja aðalhlutverkin, Stuart Skelton í titilhlutverkinu og Susan Gritton í hlutverki Ellen Orford. Peter Grimes er talin til helstu verka óperubókmenntanna og er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa heims. Óperan var samin árið 1945 og er byggð á samnefndu harmljóði Georgs Crabbe frá upphafi 19. aldar, þar sem segir frá ógæfu skipstjórans Peter Grimes. Ungir piltar sem Grimes ræður sér til aðstoðar týna lífinu hver á eftir öðrum og er honum í kjölfarið afneitað af bæjarbúum, með átakanlegum afleiðingum. Tónlistin er lagræn og aðgengileg, ýmist gamansöm eða hádramatísk eins og efnið býður upp á. Benjamin Britten: Peter Grimes Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Einsöngvarar eru Stuart Skelton, Susan Gritton og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Kór Íslensku óperunnar. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 22 maí kl. 19:30 - 22:30 Miðaverð: 3.700 - 8.700 kr. Nánar: harpa.is og tix.is
Fram koma: 17:00 – 17:30 - Meistarar dauðans 17:50 – 18:10 - Daníel Hjálmtýsson 18:20 – 19:00 - DJ Smutty Smiff 19:00 – 20:00 - Art Show/Auction 20:00 – 20:30 Greyhound 20:45 – 21:15 - The 59’s 21:30 – 22:00 - Q4U 22:15 – 22:45 - Dikta 23:00 – 24:00 - Kontinuum 00:15 – 00:45 - Esja 1:00 - LOKUN
Smutty Smiff mun líka stjórna uppboði þar sem hann selur úr ljósmyndasafni sínu sumar af frægustu myndunum af fremsta tónlistarfólki heims. Þá má ekki gleyma að minnast á rokkabillýgrillið! Miðar verða fáanlegir á www.midi.is fyrir þá sem komast ekki, en vilja leggja málefninu lið. Hinir geta greitt við dyrnar. Aðgangseyrir er frjáls framlög, gefið eins mikið og þið viljið eða getið. Allt hjálpar og hver króna telur! Hvar: Gamli Gaukurinn Hvenær: 23. maí kl. 17 Miðaverð: 1.000 eða meira Nánar: midi.is
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR WORLD NARCOSIS ÁSAMT KÆLUNNI MIKLU, GODCHILLA OG SEINT Fyrsta breiðskífa World Narcosis, World Coda, er væntanleg í byrjun maímánaðar og að því tilefni blæs sveitin til nokkurra tónleika í mánuðinum, hápunktur hverra verða útgáfutónleikar á tónleikastaðnum Húrra. World Narcosis leika óreiðukennt þungapönk sem blandar saman áhrifum hvaðanæva að úr þungarokki. Kælan Mikla ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem hefur fylgst með tónlistarlífi Reykjavíkur undanfarin ár, en þær spila bassadrifið ljóðapönk með sterka áherslu á ljóðræna textagerð, innblásna af næturlífi Reykjavíkurborgar. Godchilla spila sörf-skotið dómsdagsrokk sem svíkur engan. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu, Cosmatos, síðasta haust. Drunur, drungi, suddalegt hausaskak og gítarsóló.
Seint er sólóverkefni Joseph Cosmo, sem hefur verið virkur í jaðartónlistarsenu Reykjavíkur í áraraðir, einna helst sem gítarleikari í hljómsveitum á borð við Celestine og I Adapt. Hvar: Húrra Hvenær: 21. maí kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr.
ÓSÓMALJÓÐ Í FLUTNINGI MEGASAR OG SKÚLA SVERRISSONAR
BORG & BLOKK KYNNA: LOCAL TALK (SE)
DJ Yamaho verður fyrir framan spilarana og spegilinn á Kaffibarnum nú á sunnudaginn. Opið er frameftir nóttu því það er frídagur daginn eftir! Ritz-kexritz-kex-ritz-kex-ritz-kex....
Það er með stolti og auðmýkt sem strákarnir í Blokk og Borg kynna komu stjórnenda plötuútgáfunnar Local Talk frá Svíþjóð. Félagarnir Mad Mats og Tooli hafa haft mikil áhrif á hússenuna undanfarið og vilja Blokkmenn meina að þessi áhrif hafi skilað einni gæðalegustu hústónlist sem mannskepnan þekkir. Þeir sem koma fram eru: Local Talk (Mad Mats & Tooli) BORG (Housekell, Ómar E, Reginbald) BLOKK (IntroBeats, Viktor Birgiss, Jónbjörn)
Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 24. maí kl. 23:30 Miðaverð: Frítt
Hvar: Dolly Hvenær: 24. maí kl. 22 Miðaverð: Frítt
DJ YAMAHO
Megas og Skúli Sverrisson, ásamt hljómsveit, frumflytja Ósómaljóð Þorvalds Þorsteinssonar í heild sinni á 29. Listahátíð í Reykjavík. Flestir þekkja Þorvald sem leikskáld, rithöfund og myndlistarmann en færri vita að í honum bjó einnig tónskáld. Nú gefst einstakt tækifæri til að hlýða á tvo af ástsælustu og virtustu tónlistarmönnum þjóðarinnar flytja lögin hans. Einhvern tíma undir lok níunda áratugarins, þegar Þorvaldur var við framhaldsnám í Hollandi, fór hann í hljóðver ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum og tók upp átta lög sem hann hafði samið. Sjálfur söng hann textana. Þessar upptökur lágu ónýttar þar til fyrir nokkrum árum að Þorvaldur leyfði Megasi að heyra þær. Þeir höfðu verið skólafélagar í Myndlistaog handíðaskólanum og unnið saman þegar Megast samdi tónlist við texta Þorvaldar í leikriti hans Lífið – notkunarreglur. Fimm af þeim lögum komu út á plötunni (Hugboð um) vandræði árið 2011. Undirtektir Megasar voru svo góðar að Þorvaldur fór að vinna með lögin aftur og notaði hljómborð sem Helena kona hans gaf honum í jólagjöf en aðeins fáum vikur síðar varð hann bráðkvaddur á heimili þeirra í Antwerpen í Belgíu.
Í ljóðunum tala ímyndaðar persónur sem þusast út í lífið og samfélagið. Þau eru eins og litlir leikþættir og í þeim má greina kjarnann að mörgu sem Þorvaldur átti seinna eftir að láta frá sér fara. Þar má einnig heyra hvernig Þorvaldur hafði strax fundið sinn beitta stíl meðan hann var enn í námi og þau eru mikilvæg viðbót við höfundarverk hans sem spannar tugi bóka og leikrita, auk allra myndlistarsýninganna. Hvar: Gamla Bíó Hvenær: 26. maí kl. 20:00 Miðaverð: 4.900 kr. Nánar: midi.is
7
HVAÐ ER AÐ SKE
MIÐASALA Á MIDI.IS
HLJÓMSVEITIN SAMARIS HITAR UPP
8
HVAÐ ER AÐ SKE
„HANN ER VESTFIRÐINGUR, FRÁ ÍSAFIRÐI. ÞAR ERU GALDRAMENN. ÞAÐ ER LÍKA VESTFJARÐABLÓÐ Í ÆTTINNI MINNI. GALDRAKONUR OG –MENN KOMA FRÁ VESTFJÖRÐUM.“
Ernu Ómarsdóttur Kópavogsmær þarf vart að kynna en hún er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga, hefur unnið með nokkrum fremstu dansog sviðlistahópum Evrópu og starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Erna var önnum kafin við undirbúning á sýningunni BLÆÐI: OBSIDIAN PIECES, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík, þegar blaðamaður SKE náði af henni tali. Sýningin samanstendur af brotum úr vel þekktum dansverkum eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en seinni hlutinn, Black Marrow, er verk eftir hana sjálfa og Jalet sem státar af frumsaminni tónlist eftir Ben Frost. SKE leikur forvitni á að vita hvers vegna Erna gerðist dansari og hvað fjölskyldu hennar hafi fundist um þá ákvörðun „Ég vissi að ég vildi verða skapandi dansari og mögulega danshöfundur þegar ég sá sýninguna May B eftir Magy Marin, sem sýnd var á Listahátíð Reykjavíkur í kringum 1986,“ segir Erna. „Verk þetta varð síðar sögufrægt og er enn sýnt í dag. Í minningunni var það með gömlu fólki af öllum stærðum og gerðum og fjallaði alls ekki um þessa stöðluðu fegurðarímynd í dansinum sem fólk var vant að sjá. Þar sá ég að dansinn gat fjallað um meira en að sparka fótleggjum upp í loftið, gera margfaldar pírúettur eða vera liðugur og sexý. Dansinn þyrfti ekki að vera á yfirborðinu, heldur gæti hann túlkað margt annað - fegurðina í ljótleikanum og eitthvað dýpra. Ég held ég hafi verið mjög heppin með það hvernig ég ólst upp í Kópavoginum. Ég eignaðist fljótt dásamlegar vinkonur sem ég á enn í dag og á foreldra sem eru með fæturnar á jörðinni, mjög réttsýnt og yndislegt fólk. Ég veit að þau voru smá hrædd um mig þegar ég fór á vit ævintýranna að elta dansdrauminn,“ segir Erna kankvís. „Þau hljóta að hafa hugsað: Hún er ekkert að fara að lifa á þessu, og svo er þetta stórhættulegt að fara svona ung alein til útlanda. En ég er þrjósk og gef mig ekki auðveldlega ef ég er búin að bíta eitthvað í
Viðtal: Nanna Ósk Jónsdóttir Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
mig.“ Erna segir þó að foreldrarnir hafi hægt og rólega fengið trú á að hún gæti aflað sér lífsviðurværis í dansheiminum. „Í dag eru þau alveg búin að samþykkja þetta. Mamma er listakona, þannig að hún skilur þetta alveg, en þetta var aðeins erfiðara fyrir pabba. Ég held þó að hann sé alveg nokkuð sáttur við þetta í dag.“ Erna flutti nýverið heim eftir 20 ár erlendis, þá ólétt af öðru barni sínu, og hóf störf sem listrænn ráðgjafi hjá Íslenska dansflokknum. „Ég hafði áður starfað fyrir dansflokkinn sem danshöfundur og þekkti því ágætlega til. Fyrir mörgum dönsurum er dansflokkurinn fjarlægur, og þannig var hann fyrir mér. En mér finnst það ekki þurfa að vera þannig. Það eru margir frábærir dansarar á landinu og gaman væri að geta gefið fleirum tækifæri til að vinna með flokknum á einn eða annan hátt. Hópurinn sem er núna að dansa í Blæði er til dæmis samansettur af einstaklingum sem hafa mjög ólíkan bakgrunn en allir hafa mjög góða kosti. Það er til dæmis ekki nauðsynlegt að allir séu með góðan bakgrunn í klassískum ballett, þó það sé samt ekki verra. Einn dansarinn, Sergi Paréz, hefur sem dæmi aldrei farið í ballett á ævinni og er þjálfaður í sirkustækni. Það er algjör endemis vitleysa að halda að þú getir aldrei orðið dansari bara útaf einhverjum smáatriðum eins og að þú hafir ekki útsnúning, sért með lélegar ristar, óheppilegan vöxt eða stirður. Flestir sem hafa einhverja ástríðu og eitthvað að segja eiga möguleika á að geta orðið dansarar. Ég fékk einhvern tímann svona glataða gagnrýni í dansskólum í Rotterdam, þar sem margir voru frekar ferkantaðir. Sem nemandi getur það verið hættulegt að fá svona dauðadóm, en það getur líka verið hvatning til að sanna sig. Þú þarf þó að hafa ansi harða skel í þessum bransa og gefast ekki upp þótt móti blási. Það eru bara svo margar leiðir til í dansinum: Ef þú færð NEI á einhverjum stað getur það bara þýtt JÁ á einhverjum öðrum stað. Það er svo mikið af ólíkum formum til í dansi.“
Maki Ernu Ómarsdóttur er Valdimar Jóhannsson, en þau vinna einnig náið saman. Hvers vegna varð Valdi fyrir valinu? „Hann var bara heppinn!“ Segir Erna hlæjandi með blik í auga. „Það var liðið svona ár eftir að fyrra sambandi lauk eftir 7 nokkuð stormasöm ár. Ég var brennd eftir það samband þannig að ástin kviknaði hægt og rólega. Eftir fyrra samband lagðist ég bara í vinnu og bjó til dansverk. Það voru nokkur dansverk sem urðu til á þeim tíma. Valdi sá mig víst fyrst þegar ég var að öskra úr mér lungun í Klink og bank á sýningu með Poni, sem var listamannacollective frá Brussel sem ég var meðlimur í og var stofnandi að ásamt fyrrverandi kærasta mínum. Við töluðum svo fyrst saman þegar ég var að vinna fyrir Björk í tónlistarmyndbandinu „Where is the line“ þar sem ég var í gervi slímugs drýsils sem fæddist út úr Björk. Ég var öll hvít og þakin í hveitidrullu og matarlími, með hvítar linsur og var frekar ógeðsleg en ég held að Valda hafi fundist ég sæt svona, hann sá einhverja fegurð í ljótleikanum og elskaði öskrin mín í Poni sýningunni. Valdi var að hjálpa til við leikmyndina í tónlistarmyndbandinu. Síðan var ég að gera mitt annað verk með Jóhanni Jóhannssyni tónskáldi , en það verk hét akkúrat Mysteries Of Love. Þá vantaði okkur gítarleikara fyrir loka atriðið og Jói fékk Valda með. Ég var aðallega með hugann við að gera þetta show og að það þyrfti að takast vel. Svo var hann bara dásamlega skemmtilegur drengur, frekar myndarlegur og með skemmtilegan svartan húmor. Hann varð alltaf myndarlegri með hverjum deginum og kom mér á óvart. Þú kynnist manneskju og finnur að það er eitthvað gott þarna á bakvið hana. Hann er Vestfirðingur, frá Ísafirði. Þar eru galdramenn. Það er líka Vestfjarðablóð í ættinni minni. Galdrakonur og -menn komu frá Vestfjörðum. Mér finnst gaman að segja frá því. Í Íslandssögunni eru mikið af galdramönnum fyrir vestan sem voru sumir brenndir á báli. Það er mjög sérstakt að kynnast Vestfirðingum. Þeir geta verið ansi orðljótir en með skemmtilegan húmor, margir hverjir.“
9
HVAÐ ER AÐ SKE
10
HVAÐ ER AÐ SKE
Í dag er óhætt að segja að vinnan, ástarog fjölskyldulífið renni allt saman hjá Ernu og Valda. „Til dæmis settum við koss inn í eitt verkið. Við höfðum varla haft tíma til að fara í sleik upp á síðkastið, þannig við settum það bara inn í verkið. Hann er svona þúsundþjalasmiður hann kann allt og getur allt. Hann er galdramaður en aðallega tónlistarmaður. Nú er hann meira að segja farinn að dansa í verkunum og gerir það betur en ég. Við eigum mjög erfitt með að vera án hvors annars lengi. Ég vil helst hafa hann með í öllu, sko. Hann er líka miklu skemmtilegri en ég. Gott að hafa hann með, ég er rosalega leiðinleg” segir Erna með kitlandi hlátri og tekur sig greinilega ekki hátíðlega.
Erna hefur verið kölluð Björk dansheimsins í erlendum blöðum og því hefur SKE gaman af að forvitnast nánar út í samstarf Ernu og Bjarkar.
upp sem myndbandsinnsetning í MoMa. Lagið fjallar um ástarsorg og það sem fylgir því að skilja við einhvern sem þú hefur elskað.
Samstarf Ernu og Bjarkar kom til í gegnum Gabríelu Friðriksdóttur, sem þær höfðu báðar unnið með. „Gabríela fékk mig til að taka þátt sem dansari í einu tónlistarmyndbandi Bjarkar, eins og ég minntist á áðan. Þar kynntumst við og höfum haldið sambandi síðan,“ segir Erna og segir hún Björk hafa verið fyrirmynd sína að mörgu leyti, bæði sem listakona og manneskja. „Björk bað mig svo um að hjálpa sér með hreyfingar í „The Black Lake“ af nýju plötunni Vulnicura, sem er nokkuð langt lag. Myndbandið var sett
Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki sem eru ekki þjálfaðir dansarar og geri það stundum í sýningum mínum. Fólk sem er með svona persónulegan, náttúrulegan og ómengaðan hreyfistíl eða líkamstungumál. Björk kom með sitt inn í hreyfingarnar og hún er með þetta náttúrulega hreyfiafla,“ segir Erna og bætir við að það hafi verið ákaflega gefandi að vinna með henni.
Að viðtali loknu leyfir SKE Ernu að halda áfram í sköpunarferli sínu og undirbúningi fyrir væntanlega frumsýningu. Forvitnir dansáhugamenn og aðrir listunnendur geta mögulega nælt sér í miða á BLÆÐI, það er að segja ef það verður ekki uppselt þegar SKE kemur út, en aðeins tvær aðrar sýningar verða í boði auk frumsýningarinnar, þann 25. og 28. maí.
11
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
141245
HVAÐ ER AÐ SKE
VELKOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
„Háskóli Íslands er í samstarfi við ótal frábæra háskóla víðs vegar um heiminn. Skiptinám gefur einstakt færi á að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast annarri menningu og fólki.“ Hjörtur Eyþórsson, lífeindafræði
YFIR 400 SPENNANDI NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Í HÁSKÓLA Í FREMSTU RÖÐ Fjölbreytt félagslíf, sveigjanlegt nám og góð þjónusta. Fyrsta flokks kennsla í alþjóðlegum háskóla og einstakir möguleikar í skiptinámi. Öflug tengsl við atvinnulíf og víðtæk áhersla á þátttöku nemenda í rannsóknum. Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní.
www.hi.is
12
HVAÐ ER AÐ SKE
LÓA
- GAMLA BÍÓ 16. MAÍ
HVAÐ ER AÐ SKE
6
13
júní 2015
miðasala á midi.is
Taktu þátt í litríkasta og skemmtilegasta hlaupi sumarsins THE COLOR RUN BY ALVOGEN STYÐUR VIÐ RÉTTINDI OG
VELFERÐ BARNA MEÐ 5.000.000 KR. STYrKJUM TIL UNICEF,
RAUÐA KROSSINS OG ÍÞRÓTTASAMBANDS FATLAÐRA.
www.thecolorrun.is
14
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR CODHEAD // RAFRÆN BÓK KRÍA // KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS ÚSKRIFTARSÝNING BJARGAR ÓLAFAR ÞRÁINSDÓTTUR KRÍA er útskriftarverkefni Bjargar Ólafar Þráinsdóttur úr Kvikmyndaskóla Ísland. Verkinu leikstýrðu þær Björg Ólöf og Rebekka Ragnars Atladóttir og myndatökumaður var Magga Vala. KRÍA er gjörningur í formi dansverks sem er opið til túlkunar hverjum þeim sem er tilbúinn til að upplifa. Björg Ólöf er fædd árið 1987. Hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2009 og er að ljúka námi af leiklistarbraut við Kvikmyndaskóla Íslands. Áherslur Bjargar í listsköpun sinni er að kanna hvernig hún getur túlkað ástand, hugsun og tilfinningar án orða. Gjörningarlist hefur fangað huga hennar og hjarta að undanförnu og stefna hennar þessa stundina flætt inná það tjáningarform Alls verða 9 stuttmyndir, útskriftarverkefni nemenda Kvikmyndaskólans, sýndar þetta kvöld svo af nógu verður að taka. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata Hvenær: 22. maí kl: 20:00
SKE hefur frétt af lítilli rafrænni bók sem hefur litið dagsins ljós í hinum rafræna heimi. Haraldur Ingi Haraldsson byrjaði að vinna að hugmyndinna að Codhead árið 2000 er hann flutti frá Reykjavík til Hríseyjar. Codhead er rafræn bók um það helsta í myndlist hans frá árunum 20022014. Codhead er heimur þar sem jakkafataklætt fólk með bindi og þorskhaus sinnir margvíslegum störfum í umhverfi sem skilgreinir heiminn. Godhead er samstofna orðinu Godhead og á einhvern hátt nánast sama orðið. Þorskdómur er Guðdómur, segir í formála bókarinnar. Hér er um að ræða pólitíska list um hina djúpu spillingu, klíku og kunningjaræðis sem einkennir íslenska lýðveldið. Haraldur Ingi (12.11.55) nam myndlist við Myndlistaog handíðaskóla Íslands og las sagnfræði við Háskóla Íslands. Þar á eftir hélt hann til Hollands til framhaldsnáms í listum í þrjú ár. Haraldur Ingi hefur haldið fjölda myndlistasýninga og unnið að listum á fjölbreyttan máta svo sem með bóka og blaðaútgáfu og rekstri sýningarsala. Hann var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins á Aureyri og starfar nú sem verkefnastjóri við Listasafnið á Akureyri. Hvar: codhead.net Hvenær: Núna!
FRENJUR OG FÓRNARLÖMB
HANDAN
ÚTSKRIFTARVERK - ÞORVALDUR SIGURBJÖRN HELGASON Okkur hjá SKE hefur borist orðrómur um spennandi sýningu á vegum nemanda við Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands en vikuna 22. til 29. maí sýna útskriftarnemendur frá sviðslistadeild Listaháskólans lokaverkefni sín víðsvegar um borgina. Það er ekki á hverjum degi sem sýnt er á spítala og hvað þá heldur undir yfirskriftinni „Að handan“. Í textanum um sýninguna segir m.a. að áhorfanda sé boðið í ferðalag: „Í raun hefurðu alltaf verið á því. Jafnvel áður en hinn eiginlegi þú varðst til. Ferðalagið mun leiða þig um margar slóðir, gegnum óteljandi augnablik. Þú munt ganga í gegnum stöðugar breytingar; glata eiginleikum af sjálfum þér en jafnframt öðlast nýja í staðinn. Ferðalagið verður langt og ekki er víst hvenær, hvernig eða jafnvel hvort því muni ljúka. Farðu varlega, því eini fasti punkturinn í ferðalaginu ert þú. Góða ferð“. Aðstandendur: Höfundur og leikstjóri: Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Leikmynda- og búningahönnuður: Hallveig Kristín Eiríksdóttir Tónlist: Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson Aðstoðarleikstjóri: Adolf Smári Unnarsson Dansarar: Árný Rún Árnadóttir, Brynja Bjarnadóttir og Sara Margrét Ragnarsdóttir Raddir hljóðverks: Máni Arnarson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Leiðbeinendur: Una Þorleifsdóttir og Bjarni Jónsson Þakkir: Ásdís Ingþórsdóttir, Eyþór Þrastarson, Fossvogskirkja, Kristín Gunnarsdóttir, Landspítalinn, Líffræðifélag Íslands, Útfararstofa Kirkjugarðanna, Útfararstofa Íslands Hvar: Hefst á Landspítalanum, Landakoti Hvenær: 22.-29. maí kl.16:00-20:00 Miðaverð: Ókeypis, en panta þarf miða á midisvidslist@lhi.is Áhorfendum verða úthlutaðar tímasetningar við miðapöntun.
Sýningin Frenjur og fórnarlömb er haldin í tilefni þess, að árið 2015 verða hundrað ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Þetta er sýning þar sem konur fjalla um konur, draga fram ýmsar birtingarmyndir kveneðlisins og fjalla um stöðu kvenna í fortíð og samtíma. Hér leiða saman hesta sína ellefu fulltrúar íslenskra listakvenna sem hver um sig hefur skapað sér sérstöðu og í listsköpun sinni tekist á við erfiðar spurningar sem varða konur og kyn. Þessar konur tilheyra þremur kynslóðum listakvenna og tjá sig með ólíkum miðlum og aðferðum, en auk þess skrifa þær Anna Hallin, Eirún Jónsdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Lóa Hjálmtýs, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Rakel MacMahon og Valgerður Guðlaugsdóttir stutta texta í sýningarskrá þar sem þær velta fyrir sér þema sýningarinnar. Leitað er í eldri viðtöl við Elínu Pjet. Bjarnason, Rósku og Sigrid Valtingojer sem eru látnar en þar má finna má ummæli sem tengjast sýningarefninu. Viðfangsefnin geta stundum verið dapurleg en húmorinn er aldrei langt undan og þó reynsla, efnistök og efniviður listamannanna sé mismunandi er umfjöllunarefnið það sama; frenjan og fórnarlambið sem iðulega búa báðar í sömu konunni. Svalar konur, konur í uppreisn, yfirgefnar konur, brjálaðar konur, heilagar konur og mæður hafa yfirtekið safnið. Steinunn G. Helgadóttir og Kristín G. Guðnadóttir eru sýningarstjórar Hvar: Listasafn ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu Hvenær: 14. maí - 28. júní Opnunartími: 13:00-17:00, alla daga nema mánudaga
Ljósmynd: Verk eftir Önnu Líndal, ljósmyndina tók Helgi Braga
PRÝÐI / ADORN PRÝÐI, á ensku ADORN, er önnur sýningin í sýningaröðinni Konur í Nýló þar sem að stjórn safnsins hefur lagt áherslu á hlut kvenna í listasögunni. Listakonur sem eiga verk á sýningunni eru Anna Líndal, Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Svala Sigurleifsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. ,,Þegar við prýðum í hefðbundnum skilningi orðsins, skreytum við einstakling eða hlut til fegrunar og áhersluauka. Verkin hér á sýningunni eiga það sameiginlegt að hverfast um orðið prýði. En ekki þannig að líta ætti á þau sem skraut eða að tilgangur þeirra sé að vera einhvers konar glingur. Í hverju verki á sýningunni má finna eiginleika prýðis sem tekur á spurningum um fegurð í samhengi hversdagsleikans. Listamennirnir á sýningunni, sem allar eru konur, hafa unnið með hversdaginn á þann hátt að við, áhorfendurnir, getum ekki annað en litið í eigin barm og velt fyrir okkur eigin hugmyndum um kvenhlutverkið og fegurð, en einnig til sögunnar og ímynd konunnar innan heimilisins. Verkin á sýningunni færa okkur því aftur í tímann en minna okkur jafnframt á að enn eimir af því sem áður var.” Becky Forsythe, sýningarstjóri, býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BFA í myndlist frá York Háskólanum í Torontó, lauk meistaranámi í efnismenningu frá háskólanum í Manitoba og hefur Diplómaskírteini frá Georgian College í safnafræði með áherslu á samtímamyndlist. Becky hóf störf í Nýlistasafninu í janúar 2015 og situr í varastjórn safnsins. Hún er einn af stofnendum listamannaog sýningastjórahópsins publicarchives, sem er samstarf milli Íslands og Kanada. Í verkefnum sínum rannsakar Becky þróun merkingar og þekkingar gegnum mismunandi áherslur á hugtökum og aðferðum innan safnafræði og heimildarsafna. Hvar: Safneignarrými Nýló að Völvufelli 13-21, Breiðholti. Hvenær: 14. maí – ágústloka
ÚTSKRIFTARNEMENDUR MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI Það dylst engum sem skoðar verk þeirra myndlistarmanna og hönnuða sem brautskráðir eru að loknu þriggja ára námi í sérnámsdeildum Myndlistaskólans á Akureyri að þar eru á ferð sterkir einstaklingar sem taka fag sitt alvarlega og hagnýta sér til fulls þá reynslu sem þeir hafa öðlast. Sjálfsskoðun er mikilvæg og gerir þá kröfu til nemandans að hann nái að yfirstíga nánd sína og birta viðfangsefni sitt á þann hátt að veki áhuga áhorfandans. Það getur verið snúið, en styrkleiki nemandans felst í hnitmiðaðri, myndrænni framsetningu verkanna og kunnáttu til að miðla henni á sem sterkastan hátt til áhorfandans. Myndræn framsetning verkanna er partur af hugmyndinni og gegnir lykilhlutverki í að miðla áhrifunum til áhorfandans. Hvar: Listasafnið á Akureyri Hvenær: 16. maí - 7. júní
15
HVAÐ ER AÐ SKE
16
HVAÐ ER AÐ SKE
ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.
FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.
TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.
9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.
HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.
16GB | WIFI
79.995
REYKJAVÍK
AKUREYRI
16GB | 4G
99.995 HÚSAVÍK
EGILSSTAÐIR
KEFLAVÍK
SELFOSS
AKRANES
17
HVAÐ ER AÐ SKE
www.tl.is
18
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
EUROTASTIC Á HÚRRA! Styrmir Wurst, Ovi Baldvin og Margrét Rouvas bjóða til Eurovisionveislu!
HITS & TITS Syngjó- og gleðikvöld Hits & Tits verður haldið nú á miðvikudaginn. Fögnuðurinn á sér stað milli undankeppna Eurovision sem mun líklega lita lagaval gesta þetta kvöld. Fyrstur kemur, fyrstur fær að syngja Euphoria. Byrjað verður að taka við miðunum klukkan níu og svo verður rúllað í gang um hálf tíu. Hits&Tits nota youtube svo það er best að athuga sjálf(ur) hvort að lagið sé til í karaokeútgáfu þar. Það komast alltaf MUN færri að en vilja og því eru allir hvattir til þess að mæta snemma. NÝTT: Hugmyndabækur verða víðs vegar um salinn fyrir þá sem eru með valkvíða eða eru enn ekki búnir að finna sitt lag.
Búningar: Frjálsir, en með júróþema, hvort sem þið viljið klæða ykkur í fánaliti, þjóðbúninga eða herma eftir eftirminnilegum (já eða ekki) búning úr keppninni. Búningalausir verða litnir hornauga. Drykkjuleikur: Hækkun, búningaskipti, vindvél (og svona 100 aðrir hlutir): SKÁL! Það verður „happy hour“ á meðan keppninni stendur, en að henni lokinni leikur Styrmir Dansson fyrir dansi. Hvar: Húrra Hvenær: 23. maí kl. 19:00 Miðaverð: Frítt
HÁDEGISFYRIRLESTUR LANDVERNDAR: ÁLAG FERÐAMENNSKU Á NÁTTÚRUNA Hin ofurviðkvæma náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. Álag á viðkvæma staði og ferðaleiðir er víða of mikið og afleiðingin er tímabil stórfelldra skemmda á viðkvæmri náttúru landsins. Það bíða fjölmörg og áríðandi verkefni ef tryggja á framtíð þessarar mikilvægu atvinnugreinar og efla fagmennsku við slíkar úrbætur. Hve vel eru stjórnvöld, stofnanir og hinir ýmsu hagsmunaaðilar í stakk búin í að vernda gullgæs ferðaþjónustunnar, náttúru Íslands? Hve vel hugum við að þeirri auðlegð sem felst í víðernum og fegurð landsins. Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar sem ferðamál en ekki umhverfismál? Fyrirlesari dagsins er Andrés Arnalds sem er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Hann er menntaður í landbúnaðarfræðum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og sérfræðingur í vistfræði beitilanda og landgræðslu frá ríkisháskólunum í Washington og Colorado í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um útivist og hefur ferðast víða bæði innan lands og utan.
Hvar: Húrra Hvenær: 20. maí kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Þjóðminjasafnið Hvenær: 20. maí kl. 12:00 Miðaverð: Frítt
REYKJAVÍK BIKE FASHION SHOW
FRÆÐSLUKVÖLD ÚTÓN HVAR ERU PENINGARNIR MÍNIR?
Kynnt verða til leiks falleg föt og falleg hjól. Glæsileg vörumerki sem henta frábærlega til hjólreiða innanbæjar. Farmers Market, Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Levi’s á Íslandi, ásamt Reiðhjólaverzluninni Berlín mæta til leiks og sýna hvernig hægt er að vera vel til hafður á reiðhjólinu. Hvar: Kex Hostel Hvenær: 20. maí kl. 20:30 Miðaverð: Frítt
Annan í hvítasunnu heldur ÚTÓN fræðslukvöld um fjármögnun þar sem farið verður yfir þrjár helstu leiðir sem tónlistarmenn fara til þess að fjármagna verkefni sín, hvort sem það er plötuútgáfa, markaðsherferð eða tónleikaferðalag.
Evrópustofa og Bíó Paradís hafa efnt á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15. maí – 26. maí.
Dagskráin er eftirfarandi: 17:00 – Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar, Reykjavík Loftbrú og aðrir sjóðir 17:20 – Hópfjármögnun – Ingi Rafn Sigurdsson, Karolina Fund 17:40 – Kaffipása, spjall og sýningarferð um Tónklasann
UPPISTAND Á SKÚLA
Ef þú hefur áhuga á að mæta þá þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á imx@icelandmusic.is.
Grínistarnir Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Bylgja Babýlons og Andri Ívars mæta á Skúlann á öðrum uppistandsviðburði ársins og það mitt í Founders vikunni þeirra. Síðast komust færri að en vildu, svo það verður gríðargott partí þetta kvöldið með stórkostlegum bjór og drepfyndnum húmor.
Hvar: Frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar, Laugavegur 105 Hvenær: 25. maí kl. 17 Miðaverð: Frítt
Hvar: Skúli - Craft Bar Hvenær: 20. maí kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
17:50 – Fyrirframgreiðslur frá útgáfum og tónlistarforleggjurum (e. publisher). Samningsgerð og venjur
EVRÓPSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ ALLAN HRINGINN - SELFOSS
Sjötti og jafnframt síðasti áfangastaður hátíðarinnar er Selfoss. Sýningarnar fara fram í Selfossbíói þann 26. maí en frítt er inn á allar sýningar. Dagskrá: 16:00 Antboy: Rauða Refsinornin - Talsett á íslensku 18:00 For Those In Peril 20:00 Calvary Hvar: Selfossbíó Hvenær: 26. maí kl. 16 - 22 Miðaverð: Frítt Nánar: bioparadis.is og evropustofa.is
19
HVAÐ ER AÐ SKE
20
HVAÐ ER AÐ SKE
TÍSKA
HILDUR RAGNARSDÓTTIR EINVERA
SUMARTÍSKAN
Gallajakki - væntanlegur í Einveru Gallaefni kemur sterkt inn í sumar. Hvort sem er það eru gallabuxur, gallajakkar, -skyrtur eða -kjólar. Gallajakkinn virðist fá sérstakt „comeback“ svo hinn klassíski svarti leðurjakki fær kannski smá hvíld.
Peysa - GK Reykjavík (9.900 kr.) Það er alltaf klassískt að vera í röndóttu á sumrin. Þessi peysa er með v-baki sem er skemmtilegt tvist.
Heklaður toppur (15.990 kr.) fæst í Maia Reykjavík. Eitt stærsta trend sumarsins virðist vera áttundi áratugurinn. Útvíðar og „palazzo“ buxur, kögur á öllu, rúskinn, blómamynstur og heklaðar flíkur.
Taska - Furla / 38 Þrep. Töskur í lit og bakpokar eru eitt af trendum sumarsins þegar kemur að fylgihlutum. Íslendingar eiga það til að vera alltof mikið í svörtu en þá er taska í lit skemmtileg leið til að poppa upp á dressið.
Gallabuxur - Væntanlegar í Einveru Víðar „boyfriend“ buxur eru bæði þægilegar og sumarlegar. Gallajakki, hvít skyrta, gallabuxur og sneakers er hið fullkomna sumardress!
Nike Air Internationalist eru til í dömustærðum í Húrra Reykjavík (19.900 kr.) Ferskt par af nýjum strigaskóm er oft það sem þarf til að fullkomna sumardressið.
HVÍTIR SNEAKERS & SHADES SINDRI JENSSON HÚRRA REYKJAVÍK
Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um íslenska sumarið enda landsmenn löngu orðnir vanir vonbrigðum hvað það varðar. Þó koma alltaf frábærir dagar inn á milli og löngunin til að klæðast færri lögum og léttari fatnaði vaknar. Eitt mjög einfalt ráð fyrir bæði kynin til að gera nánast öll „outfit“ ferskari eru hvítir strigaskór og flott sólgleraugu. Úrvalið af strigaskóm á Íslandi er sífellt að verða betra og menningin er að færast á hærra
plan. Það sýnir sig þannig að hinn almenni neytandi kýs strigaskó frá rótgrónum vörumerkjum og leitar uppi sjaldgæfar týpur sem erfitt er að eignast. Þá er gaman að sjá fólk hirða betur um skóna sína og þrífa þá reglulega. Lengi vel þótti það ekki við hæfi að fara út að skemmta sér í strigaskóm en þar hefur orðið breyting á og fólk dregur nú fram sína flottustu sneakers fyrir bæinn, því fagna ég.
21
Suðurlandsbraut 32 HVAÐ ER AÐ SKE
TRI VERSLUN býður viðskiptavinum sínum að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði í samstarfi við BORGUN
THE BLUE LAGOON CHALLENGE
CUBE þýsk gæði á góðu verði!
WWW.TRI.IS - Opnunartími @ TRI VERSLUN Alla virka daga kl. 10:00 til 18:00 Laugardaga kl. 10:00 til 16:00
22
HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
EVE ONLINE LEIKJAKASSI EVE leikjaspilarar geta nú eignast sérmerktan EVE Corsair Carbide 330R leikjaturn í takmarkaðri útgáfu. Grafískir hönnuðir CCP sköpuðu útlitið sérstaklega fyrir kassann sem kemur merktur á hliðum, að ofan og framan. Fyrir utan flott útlit þá er Carbide 330R sérhannaður til að vera sérstaklega hljóðlátur auk þess em hann kemur með ál framhlið og þriggja hraða viftustýringu. Passar fyrir ATX, micro ATX, mini ITX og E-ATX móðurborð og hefur pláss fyrir fjögur 3,5“ og þrjú 5,25“ drif.
ALESIS – VORTEX USB/ MIDI CONTROLLER.
Keytar er skyldueign allra tónlistarmanna, hérna er nýr controller sem þú getur tengt midi/usb. Einfaldur í uppsetningu og hentar vel fyrir Pc eða Mac. Með þessari græju geturu sleppt því að standa á bakvið hljóðborðsstandinn og frekar tekið sólóið við hlið gítarleikarans.
DENON PLÖTUSPILARI DEN-DP200USB Þú getur á einfaldan hátt fært allar uppáhalds plöturnar þínar yfir á stafrænt MP3 form með Denon 33/45 snúninga plötuspilaranum. Spilarinn er útbúinn með innbyggðum formagnara og USB tengi sem gerir þér kleift að hlusta á plötuna á sama tíma og þú umbreytir lögunum yfir á MP3 á auðveldan hátt. PC hugbúnaðurinn sem fylgir með spilaranum býr yfir Audio Waveform Recognition sem skannar fyrstu 15 sekúndurnar af hverju lagi og leitar að því í gagnagrunni og skráir helstu upplýsingar eins og laga heiti og listamann.
Tónastöðin Tölvulistinn
Heimilistæki
PHANTOM 2
Dji Phantom 2 V2.0 + Zenmuse H3-3D fyrir Gopro kemur tilbúinn til flugs og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Hann hefur Zenmuse H3-3D stöðugleikakerfi með 3 ásum, fyrir Gopro hero 3, 3+ og 4 og er stýrt með „skroll“ takka á fjarstýringunni. GPS stöðugleikakerfi tryggir síðan stöðugt flug. Dróninn býr yfir sjálfvirku lendingarkerfi sem snýr aftur að upphafsstað, en þetta er einnig varnagli ef samband við fjarstýringu rofnar, þ.e.a.s. dróninn snýr aftur til eigandans. FÆST HJÁ WWW.DRONEFLY.IS
23
HVAÐ ER AÐ SKE
Liberate hátalari Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu. 19.950 kr.
Legend heyrnatól - Virk hljóðeinangrun ANC - Samanbrjótanleg - Fjarstýring og hljóðnemi í snúru - 40mm hátalar með þéttum bassa - Frábær hljómgæði 39.900 kr.
Smile Jamaica heyrnartól Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur. 3.950 kr.
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR 101 HÓTEL Nýverið var hannaður nýr matseðill á veitingastað 101 hótels. Hótelið liggur á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Fulltrúar SKE voru svo heppnir að fá að kíkja þangað nýverið og kanna þennan matseðil. Í lounge-inu tók góð föstudags stemmning á móti okkur, plötusnúður sem spilaði fyrir gesti og hágæða léttvín. Matseðilinn býður upp á mikið úrval af glæsilegum smáréttum (e. bar snacks) sem henta einstaklega vel með vínglasi. Aðalréttirnir eru ekki í slappari kantinum en þar er frábært úrval af hágæða kjöt- og fiskréttum. Við fórum alla leið og fengum okkur risa disk af humri sem kom með hvítlaukssmjöri, sítrónu og heimalögðu pítubrauði. Í aðalrétt fengum við okkur nautalund, borna fram með salati en svo var annaðhvort kartöflur eða franskar til hliðar, og bernaise- eða rauðvíns sósa einnig til hliðar. Við fengum okkur báðar sósurnar og voru þær vægast sagt brjálaðar. Franskarnar hentuðu að okkar mati betur með nautinu. Allt í allt fær maturinn hæstu einkunn en líkt og innréttingarnar og andrúmsloftið voru réttirnir stílhreinir og leyfðu hráefnunum alveg að tala fyrir sig.
SMURBRAUÐS-VEISLA SCANDINAVIAN Við hjá SKE gerðum vel við okkur og fórum á Scandinavian í hádeginu en þeir eru þekktir fyrir sín frábæru dönsku smurbrauð. Við völdum okkur þrjár mismunandi tegundir. Fyrsta brauðið var reyktur lax – franskbrauð með smjöri, reyktum lax ,eggjahræru, dilli, sítrónu, rækju og ferskri laukdressingu. Næst var það Roastbeef smurbrauðið, rúgbrauð með roast beef, tómötum, eggjabátum, heimasteiktum lauk og remúlaði. Þriðja smurbrauðslokan, og að okkar mati sú besta, var heit lifrakæfa með stökku beikoni, sveppum, salati og tittuberjasultu, borin fram á rúgbrauði. Ekta dönsk stemmning, góð þjónusta og maturinn í heild var meget godt!
Í 10-11, Austurstræti, er að finna útibú af holla skyndibitastaðnum Ginger. Fyrir valinu var kjúklinga jalapeno vefja sem innihélt grillaðan kjúkling, salatblöndu, salsasósu, jógúrtsósu, jalapeno, grillaða papriku, rauðlauk, sólþurrkaða tómata og chilipipar. Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu bragðgóðvefjan var og ekki skemmdi fyrir að hún er meinholl. Ef þið hafið ekki smakkað hana nú þegar þá mælum við með að þið gerið það fljótlega.
www.scandinavian.is
www.ginger.is
KJÚKLINGA JALAPENO VEFJA GINGER
ÍSLENSKASIA.IS MSA 71742 03/15
101hotel.is
KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt
25
HVAÐ ER AÐ SKE
VEGAMÓT KITCHEN - BAR - CAFÉ
Í HÁDEGINU VIRKA DAGA Réttir dagsins á 1890 og súpa fylgir með
HEILSURÉTTIR
BRUNCH
Laugardaga & Sunnudaga | 11-16 Vegan hnetusteik
Með hnetusósu, Marakkó salati með appelsínu, ólífum og kryddjurtum.
2690
Hægeldaður þorskhnakki
2590 Með ávaxta chutney, bankabyggi, brokkolí, kryddjurta sesam vinegrette og jurtum.
HUMARPIZZA Steinliggur með hvítvíni
Grænmetisborgari í speltbrauði
2290
Með sólþurkuðum tómötum og cashew hnetum, borinn fram með sætkartöflusalati með tómötum og lauk.
Lúxus brunch
2490 Hrærð egg, beikon, pastramiskinka, camembert, goudaostur, kartöflur, ný bakað brauð, ferskir ávextir, tómat confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og pönnukaka með hlynsírópi.
Sá breski
2390
Klassískur Vegamótabrunch
2390
Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og pönnukaka með hlynsýrópi.
Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur, tómat confetti, grískt jógúrt og pönnukaka með hlynsírópi.
Léttur heilsubrunch
2090 Ristað speltbrauð, pastramiskinka, ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og grískt jógúrt. Barna Brunch Pylsur, steikt egg, beikon, grískt jógúrt, brauð og pönnukaka.
990
BABY BACK RIBS + ÍSKALDUR BJÓR Gott saman alla daga
Eldhúsið er opið sun-mið 11-22:00 fim 11-23:00 fös-lau 11-23:30
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
26
HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
STUÐLAR HÖNNUN: FRIÐGERÐUR
KÚLA
GUÐMUNDSDÓTTIR
HÖNNUN: BRYNDÍS BOLLADÓTTIR Bryndísi tekst með snilldarbrag að búa til listaverk og hljóðdempun í einum og sama hlutnum. Ótal útfærslur er hægt að finna á heimasíðu Bryndísar sjón er sögu ríkari. bryndisbolladottir.com
Möguleikarnir eru endalausir þegar maður hefur Stuðlana hennar Friðgerðar til að leika sér með. Frábær hönnun sem sækir innblástur sinn úr íslenskri náttúru. Hvað meira getur maður beðið um ? Stuðlar fást í Epal.
ALLIGATOR GRÆNMETISSKERINN Alligator er einstök sænsk uppfinning sem er þekkt um allan heim sem frábær heimilishjálp. Alligator er stórsniðugur grænmetisskeri sem sker grænmeti og ávexti með einum skurði án þess að valda tilheyrandi sóðaskap sem vill oft fylgja. Hann er mjög einfaldur í notkun og það er auðvelt að þrífa hann bæði í höndunum eða setja hann í uppþvottavél. Alligator saxar á örfáum sekúndum með einni hreyfingu og hann er mjög öruggur í notkun en engin hætta er á að skera sig ef hann er notaður á réttann hátt. Kunigund.is
Hönnunin byrjar í Glóey Sjáðu alla möguleikana í gerð lampa og ljósa. Ótrúlegt úrval af silkisnúrum, flottum perum og íhlutum til ljósagerðar. Fagmenn á staðnum. Frábært efni á góðu verði.
– gerir lífið bjartara Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is
27
HÁDEGISMATSEÐILL
HVAÐ ER AÐ SKE
mánudaga-föstudaga frá 11.30-14.00
SAMSETTUR MATSEÐILL
AÐALRÉTTIR
Forréttir Spurðu þjóninn eða
160gr sérvalið nautakjöt, hamborgarabrauð Örvars, brasað uxabrjóst, tómatrelish, salatlaukur, andafitukartöflur, mæjó
Villisveppir, hægeldað naut, parmesan
BRASSERAÐ UXABRJÓST
SÚPA DAGSINS RISOTTO
Aðalréttir
BRASSERAÐ UXABRJÓST
Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ og mascarpone eða
REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc
Eftirréttir
HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA
Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís eða
EPLATART
Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise
BÖRGERINN
2.290
Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ, mascarpone
LÉTTIR RÉTTIR JARÐSKOKKAR
Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir 1.790
ANDARSALAT
Andalæri, appelsínur, pak-choi, cashew hnetur, gulrætur
RÉTTIR DAGSINS Spurðu þjóninn
HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA
SÚPA DAGSINS 1.390
Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís
FISKUR DAGSINS
1.190
2.190
HEIMALAGAÐUR ÍS Þrjár tegundir af ís sérvaldar fyrir þig
1.790 / 2.490
1.090
RISOTTO
2.490
EPLATART
Villisveppir, hægeldað naut, parmesan
KOLAGRILLUÐ KJÚKLINGALÆRI FRÁ LITLU GULU HÆNUNNI
Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise
1.790 / 2.490
1.190
SJÁVARRÉTTASÚPA
Brasað bankabygg, gulrætur, cumin, earl grey-rúsínur, kjúklingasoð
EFTIRRÉTTIR
Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar
2.490
1.790 / 2.490
REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE
Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc 2.490
TVEGGJA RÉTTA 2.790 ÞRIGGJA RÉTTA 3.490
KVÖLDMATSEÐILL
FORRÉTTIR
alla daga frá 17.30
ÁVEXTIR HAFSINS
Humar, risarækjur, ceviche, sashimi, bláskel, kúfskel, hrogn, sítrónugrassmajó, grillað paprikumajó, Tabasco
FINGER FOOD Frábært í forrétt og til að deila, eða fá sér nokkra og sleppa restinni!
NAUTA TATAKI
Nautalund, chili, kóríander
2.990 á mann
EPLAVIÐARREYKTUR ÁLL Laukur, hnúðkál og dillmajónes
TÚNA
Kolaður túnfiskur, bonito-gljái, beikon, sítrónugrassmajó 1.890
2.290
PORK ME
RISOTTO
Villisveppir, hægeldað naut, parmesan
Djúpsteikt grísasíða, epli, beikon
2.190
1.890
JARÐSKOKKAR
GRÍSARIF
2.190
1.890
BLÁSKEL Í SOÐI
GRAFIN BLEIKJA
Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó
Vestfirsk hveitikaka, rauðrófupestó, estragonmajónes
2.190
1.890
ANDASALAT
FJÓRAR TEGUNDIR AÐ HÆTTI ELDHÚSSINS
2.290
Þriggja rétta matseðill
GRILLAÐ LAMBA SIRLOIN
Kartöflumauk, sinnepsfræ, jarðskokkar
4.490
CONFIT DE CANARD
RISOTTO
Villisveppir, hægeldað naut, parmesan
~ ~ ~ KOLAÐUR LAX
Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque eða
NAUTATVENNA
Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái
~ ~ ~ OSTAKAKA
Seljurótar-hrásalat, Kol leynisósan
Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir
Andalæri, appelsínur, pak choi, cashewhnetur, gulrætur
AÐALRÉTTIR ÚR KOLAOFNINUM
1.790
Einungis fyrir 2 eða fleiri
Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís 6.890
Óvissumatseðill
Sex rétta samsettur matseðill Einungis fyrir allt borðið
Crispy andarlæra „confit“, perlu-cous cous, gulrætur, appelsínur, cashewhnetur og soðsósa
RIBEYE 250g
Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise
3.990
NÆTURSALTAÐUR ÞORSKHNAKKI
5.290
Grillað hvítkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc
NAUTALUND 200g
Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise
3.890
KOLAÐUR LAX
5.790
Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque
NAUTATVENNA
3.990
Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái
HNETUSTEIK
Kartöflusmælki, gljáð gulrót, gulrótarmauk
4.890
3.890
8.490 á mann
RISOTTO
Villisveppir, hægeldað naut, parmesan 3.490
4.890
BLÁSKEL Í SOÐI
Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó
Epla- og rabarbara-relish, Pain Perdu
3.790
2.990
SÆTINDI
SJÁVARRÉTTASÚPA Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar 2.190
HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA
PÖNNUKAKA HELGU SIGURÐAR
1.790
1.790
EPLATART
Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise
Heslihneturjómaís, karamella, pera
CHEVICHÉ
Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís
2.090
HEIMALAGAÐUR ÍS
SÚKKULAÐI-SOUFFLÉ
Úrval eftirrétta að hætti eldhúss
1.590
1.790
1.900 á mann
Lax, hörpuskel, grilluð paprika, sítrusávextir
S KÓ L AV Ö R Ð U S T Í G U R 4 0
UXABRJÓST 3.990
Rófur, geitaostur, pólenta, hvítlaukur, soðsósa
Valið úr forréttum og finger food, létt máltíð fyrir einn eða skemmtilegur forréttur fyrir tvo
HUMAR OG FOIE GRAS
AÐALRÉTTIR
SAMSETTIR MATSEÐLAR
·
1 0 1 R E Y K J AV Í K
Þrjár tegundir sérvaldar fyrir þig!
·
SÍMI 517 7474
·
1.790
BLAND AF ÞVÍ BESTA
Dökkt súkkulað, kókosís
INFO@KOLRESTAURANT.IS
Einungis fyrir 2 eða fleiri
·
KOLRESTAURANT.IS
28
EUROVISION
HVAÐ ER AÐ SKE
SIGURVEGARAR SÍÐASTLIÐIN ÁR
Ell/Nikki frá Aserbaídsjan voru stórkostleg á sviðinu saman þega þau sigruðu árið 2011
Loreen frá Svíþjóð dansaði eins og krabbi og söng eins og engill er hún sigraði árið 2012
Danska snótin Emmelie De Forest, bar sigur úr býtum árið 2013 en hún kom fram berfætt rétt eins og hún María okkar mun að öllum líkindum gera.
Hin skeggjaða Conchita Wurst sigraði keppnina í fyrra með sinni einstaklega fallegu söngrödd sem hreinlega bræddi hjörtu evrópubúa.
ÁSTRALÍA Í EUROVISION Mynd þessi er af Guy Sebastian en hann er fulltrúi Ástralíu í keppninni í ár. Lesendur SKE gætu verið að velta því fyrir sér hvernig á því stendur að Ástralía er að taka þátt. Ástralía er jú ekki staðsett á meginlandi Evrópu en þannig er mál með vexti að Ástralir eru trylltir júróvisjón aðdáendur og fengu sérstakt boð um þátttöku í tilefni þess að keppnin er 60 ára nú í ár. Til hamingju Júróvisjón og Ástralía. HVAÐ EF ÁSTRALÍA VINNUR? Ástralía fékk farseðil beint í úrslitakeppnina í ár og þarf því ekki að fara í gegnum taugatrekkjandi forkeppnina. En hvað verður um keppnina á næsta ári ef Ástralir bera sigur úr býtum? Ekki telst líklegt að þjóðir Evrópu þurfi að dröslast alla leiðina hinum megin á hnöttinn. Líklegast væri að Áströlum yrði boðið að taka þátt aftur þó ekkert sé staðfest í þeim efnum.
HIÐ ÍSLENSKA EUROVISIONKVÖLD LAND 1. LITHÁEN 2. ÍRLAND 3. SAN MARÍNO 4. SVARTFJALLALAND 5. MALTA 6. NOREGUR 7. PORTÚGAL 8. TÉKKLAND 9. ÍSRAEL 10. LETTLAND 11. ASERBAÍDSJAN 12. ÍSLAND 13. SVÍÞJÓÐ 14. SVISS 15. KÝPUR 16. SLÓVENÍA 17. PÓLLAND
FLYTJANDI MONIKA LINKYTE & VAIDAS BAUMILA MOLLY STERLING ANITA SIMONCINI & MICHELE PERNIOLA KNEZ AMBER MØRLAND & DEBRAH SCARLETT LEONOR ANDRADE MARTA JANDOVÁ & VÁCLAV NOID BÁRTA NADAV GUEDJ AMINATA ELNUR HUSEYNOV MARÍA ÓLAFSDÓTTIR MÅNS ZELMERLÖW MÉLANIE RENÉ JOHN KARAYIANNIS MARAAYA MONIKA KUSZYNSKA
LAG THIS TIME PLAYING WITH NUMBERS CHAIN OF LIGHTS ADIO WARRIOR A MONSTER LIKE ME HÁ UM MAR QUE NOS SEPARA HOPE NEVER DIES GOLDEN BOY LOVE INJECTED HOUR OF THE WOLF UNBROKEN HEROES TIME TO SHINE ONE THING I SHOULD HAVE DONE HERE FOR YOU IN THE NAME OF LOVE
29
HVAÐ ER AÐ SKE
Í M U N U K U A L Ð G A VILTU BJÓÐA BR
SWEET & FIRE-borgari, 3 Hot Wings, franskar, gos og Florida-stykki.
1.079 KR
1.849 KR
GOTT
151359
Glóðheitur Zinger-borgari með káli, sjóðheitri 2HOT4U-sósu og krassandi sinnepssósu.
•
SVOOO
SÍA
SWEET & FIRE
•
SWEET & FIRE
PIPAR \ TBWA
? U L VEIS
30
HVAÐ ER AÐ SKE
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
MAD MAX: FURY ROAD
FÚSI
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
HÁSKÓLABÍÓ | BÍÓ PARADÍS BORGARBÍÓ AKUREYRI
8,8
HOT PURSUIT
CHILD 44
FAST & FURIOUS 7
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
ÁLFABAKKI
SMÁRABÍÓ
4,7
7,7
6,4
23%
7,7
82%
6%
98%
THE WATER DIVINER PITCH PERFECT 2 SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK BORGARBÍÓ AKUREYRI
ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL
7,3
61%
AVENGERS: AGE OF ULTRON ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
8,0 7,3
PAUL BLART: MALL COP 2 SMÁRABÍÓ
6,4
SAMBA HÁSKÓLABÍÓ
63%
6,7 23%
74%
68%
WILD TALES BÍÓ PARADÍS
CITIZENFOUR
A SECOND CHANCE THE AGE OF ADALINE
HÁSKÓLABÍÓ
BAKK SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI
7,1
BÍÓ PARADÍS
45%
HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI
8,0
74%
8,2
98%
8,2
95%
31
VORÚTSALA HVAÐ ER AÐ SKE
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR EPSON SKJÁVARPAR MEÐ ALLT AÐ 60.000 KR. AFSL.
LG SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 300.000 KR. AFSL.
48“ LED SJÓNVARP
55“ 4K UHD SJÓNVARP
FULLT VERÐ 119.990
FULLT VERÐ 299.990
TILBOÐ 99.990
TILBOÐ 229.990
AFSL. 20.000
AFSL. 70.000
42“ LED SNJALLSJÓNVARP
48“ 4K UHD SJÓNVARP
FULLT VERÐ 119.990
FULLT VERÐ 274.990
TILBOÐ 94.990
TILBOÐ 169.990
AFSL. 25.000
AFSL. 105.000
BLUETOOTH HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI TDK – JBL – YAMAHA – HARMAN KARDON
OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16
SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS
MINNISKORT STOFNAÐ 1971
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
ALLAR GERÐIR
32
HVAÐ ER AÐ SKE