Ske - Tbl #13

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 27.5-3.6

#13

SKE.IS

„MÉR FINNST KAROLINAFUND OG HÓPFJÁRMAGNANIR FRÁBÆR LEIÐ TIL ÞESS AÐ TENGJAST FÓLKI.“

VIÐTAL VIÐ LÁRU RÚNARSDÓTTUR


NM68968

2

HVAÐ ER AÐ SKE

SUMARIÐ

HEFUR ALDREI

HLJÓMAÐ EINS VEL! NÚ STREYMIR ÞÚ TÓNLISTINNI FYRIR 0 KR. MEÐ SPOTIFY PREMIUM Á FARSÍMANETI SÍMANS


3

HVAÐ ER AÐ SKE

SPOTIFY PREMIUM ÁSKRIFT

6

ENDALAUST

SNJALLPÖKKUM

SÍMANS Siminn.is/spotify


4

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR Í AMSTRI DAGSINS -STREETSOFREYKJAVIK.COM-

Kona nokkur mætti í bankaútibú, skvetti þar blálituðu eplaediki úr bekkani og þuldi bölbænir yfir öllum reikningunum. Hún var færð í járn, miskunnsamlega dæmd lögbrjáluð og látin í frí en þó ströffuð frá bönkum og opinberum stofnunum. Maður berháttaði sig í stórverslun og innti flúorljósin í loftinu eftir því hvers tófur landsins og vargar yfirleitt ættu eiginlega að gjalda. Hann var tæklaður af aðstoðarverslunarstjóranum, læstur inni á starfsmannaklósetti og loks sóttur á bryndreka sem flutti hann fullhraustan á lokað hvíldarhæli í firði fyrir norðan. Settleg hjón uppgötvuðu það sér til skelfingar yfir gini og tónik eitt síðdegi að þau hötuðust ekki heldur misskildu bara heiftarlega á víxl. Bæði tóku sér sálfræðinga sem engin mein fundu en kunnu hvorugur við að nefna það. Hjúskapurinn hélt, skrykkjóttur. Brjálæði er stórlega ofmetið, en skringilegheit og fúsleiki til að tjá sterkar skoðanir vanmetin. Látum í okkur heyra og hlustum á.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Lára Rúnarsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Kiasmos & Lóu: The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf


5

Fyrir líkammaa líka

l á s g o fyrir alla fjölsky lduna

í þí n u hv erf i

Laugarnar í Reykjavík

ng

r sey

ir

r. * k 0 ir 65Fullorðn kr. 0 14 Börn

a Aðg

Fr á m or gn i t il kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is

* Verð í maí 2015

HVAÐ ER AÐ SKE


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

MIRI, HLJÓMSVEITIN EVA & LOJI Tónleikastaðurinn Húrra skartar þremur fögrum böndum þetta fimmtudagskvöldið þegar MIRI, Hljómsveitin Eva og Loji taka yfir staðinn með þéttu prógrammi út kvöldið.

DISCO OWES ME MONEY #4 Steindór Jónsson spilar diskó, ítaló, fönk, búggí, sól og skylda takta af vínyl- og geislaplötum á Húrra beint á eftir Boogie Trouble ballinu. Þetta er gegnheilt prógramm! Hvar: Húrra Hvenær: 29. maí kl. 23:30 Miðaverð: Frítt

Hvar: Húrra Hvenær: 28. maí kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr.

MÚM

MENSCHEN AM SONNTAG IMPROVISATION / WORK IN PROGRESS #3 Dúettinn múm mun leika raftóna af fingrum fram við þýsku kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930. Tónleikarnir eru þeir þriðju í mánaðarlegri seríu þeirra Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes þar sem þeir snara fram ferskum raftónum við áðurnefnda kvikmynd með það að leiðarljósi að vera að lokum búnir að skapa nýja tónlist við myndina og sérstakan hljóðheim. Tónleikaserían verður því eins konar verk í vinnslu. Hljómsveitin múm er þekkt fyrir nýjungagirni í nálgun sinni og flutningi á tónlist og hefur hún komið víða við. Samstarf hennar við listamenn úr mismunandi listakreðsum ber þess glöggt vitni, en til dæmis vann sveitin að lagi með áströlsku poppstjörnunni Kylie Minouge fyrir kvikmyndina Jack & Diane og í augnablikinu vinnur múm að nýjum verkum sem leikin verða af Sinfóníuhljómsveit MDR í Leipzig. Á síðasta ári var nýjasta breiðskífa sveitarinnar Smilewound tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna.

BOOGIE TROUBLE BALL Diskóhnettirnir í Boogie Trouble hafa vakið býsna mikla lukku hvar sem þeir hafa komið við síðustu ár með dansvænni, fjörugri og ferskri popptónlist í diskódressi. Sveitin var stofnuð síðla árs 2011 og hefur síðan þá unnið sér prýðilegan orðstír og víðast hvar heillað tónleikagesti sína upp úr sætum og yfir á dansgólfið þó stundum þurfi bjórlíki og sjúss af svartadauða til. Hvar: Húrra Hvenær: 29. maí kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

CHOPIN OG NIELSEN

múm mun fá leynigest til liðs við sig. Hvar: Mengi Hvenær: 27. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

ÍSLANDS OG TRPCESKI Notes From The Underground er fjórða plata Helga Vals og kemur út 13. maí en að því tilefni verða haldnir veglegir útgáfutónleikar. Tónleikarnir fara fram á Húrra og hljómsveitina skipa einvala lið tónlistarfólks: Gítar og söngur: Helgi Valur Trommur: Ási Þórðarson Bassi: Bergur Thomas Anderson Rafgítar: Úlfur Alexander Einarsson Sveimgítar: Kári Einarsson Harpa: Katie Buckley Hljómborð: Jón Elísson Saxafónn: Kristinn Roach Selló: Hallgrímur Jónas Jensson auk sérstakra gesta.

Makedóníski píanósnillingurinn Simon Trpceski hefur verið í hópi fremstu píanóleikara Evrópu síðasta áratuginn en sækir nú Ísland heim í fyrsta sinn. Hann hefur leikið einleik með flestum helstu hljómsveitum heims og hlotið fjölda verðlauna fyrir hljómdiska sína sem hann hljóðritaði fyrir EMI. Hér leikur Trpceski fyrri píanókonsert Chopins, sem tónskáldið samdi aðeins tvítugur að aldri. Tónlistin er sérlega fögur og ljóðræn, en í lokaþættinum bregður fyrir fjörugum pólskum þjóðdansi. Árið 2015 verða liðin 150 ár frá fæðingu Carls Nielsen. Sinfóníur þessa þjóðartónskálds Dana eru á efnisskrám hljómsveita um allan heim enda eru þær vitnisburður um frjóan og frumlegan stíl höfundarins. Sú fimmta er vinsælust þeirra allra og hljómar hér í túlkun finnska stjórnandans Pietari Inkinen, sem hefur margsinnis stjórnað SÍ við mjög góðar undirtektir áheyrenda.

Hvar: Húrra Hvenær: 27. maí kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: midi.is

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 28. maí kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr. Nánar: tix.is og harpa.is

HELGI VALUR - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR


7

HVAÐ ER AÐ SKE

allt Skoðið áv um gar leiðbeinin fsins notkun ly

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 3 0 0 2

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langvarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Mars 2015.


8

HVAÐ ER AÐ SKE

„MÉR FINNST ÉG VERÐA LJÓÐRÆNNI Í ÍSLENSKUM TEXTUM“

Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir er flestum Íslendingum að góðu kunn enda hefur hún verið áberandi í tónlistarlífi landsins um hríð. Hún gaf út fyrstu plötu sína fyrir tólf árum síðan og nú er að koma út hennar sjötta, sem nefnist Þel. Lára hefur verið óhrædd við nýjungar á ferli sínum og er enn. Tvennt má kannski nefna helst sem sker Þel frá fyrri verkum hennar; annars vegar það að textar plötunnar eru á íslensku, en fyrr hefur Lára einkum samið á ensku; hins vegar það að hún hefur hópfjármagnað útgáfu plötunnar á Karolinafund. SKE setti sig í samband við Láru og spurði hana út í nýju plötuna, ferilinn og hvað væri næst á döfinni. - Þú hefur fjármagnað væntanlega plötu þína, Þel, með hópfjármögnun á Karolinafund, hvað réði því að þú ákvaðst að fara þá leið? Landslag tónlistariðnaðarins hefur breyst mikið undanfarin ár með miklu minni þörf tónlistarmanna að gefa út hjá útgáfufyrirtæki. Eina fyrirtækið sem ég gat hugsað mér að vinna með, eftir að hafa upplifað misjafnt og ýmislegt, var Record Records en það gekk ekki upp. Þess vegna var ekkert annað í stöðunni en að gera þetta sjálf. Mér finnst Karolinafund og hópfjármagnanir frábær leið til þess að tengjast fólki. Þetta er í raun bara forsala, þar sem fólk getur tryggt sér ýmist góðgæti og í leiðinni hjálpað verkefnum og listamönnum að klára verkefni. Ég hef sjálf styrkt verkefni inni á hópfjármögnun og fundist ég þannig eiga einhvern lítinn part í verkefninu sjálfu. Síðan er bara svo gaman að sjá hversu margir eru tilbúnir að taka þátt og styðja við bakið á manni. Maður verður hálf meyr bara. - Nú er þetta fimmta plata þín á tólf árum og á hinum fjórum fyrri hefurðu leitað í ýmsar áttir við sköpun hljóðheima, geturðu lýst heimi Þels dálítið? Þel er draumkennd og ævintýraleg. Hún er björt og tær en líka dökk og alvarleg. Hljóðheimurinn einkennist af reverbi og synthum en samt er allt mjög náttúrulegt.

Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

Stefán Örn Gunnlaugsson pródúser fékk í raun það verkefni að breyta rólegum kassagítarslögunum mínum í raf- og reverbdrifið melankólískt popp og gerði það listavel. - Hvernig kom samstarf Gunnlaugsson, Íkorna, til?

þitt

við

Stefán

Örn

Ég var búin að hlusta yfir mig á plötuna hans Íkorna og fannst hún eitt af því fallegasta sem ég hafði heyrt. Eftir að hafa kynnst honum lítillega fannst mér alveg upplagt að heyra í honum og athuga hvort hann hefði áhuga og tíma til þess að vinna með mér þessa plötu. Ég hafði ekki hugsað mér að gefa út þessi lög þar sem mér fannst þau svo frábrugðin því sem ég var búin að vera að gera en það hefði verið synd að gefa þeim ekki þetta fallega líf sem samstarf okkar Stefáns færði þeim. - Fram til þessa hefurðu einkum samið á ensku, hvað réði því að nýja platan er á íslensku? Eftir að hafa siglt hringinn í kringum Ísland á eikarbáti ásamt vinum mínum og spilað í höfnum landsins fyrir fólk fann ég hversu miklu meiri tengingu og dýpt íslensk lög færðu okkur og fólkinu. Ég vildi prófa þetta og gerði. Þó að lögin hafi öll verið samin á ensku þar sem ég samdi þau í lagahöfundaleik með lagahöfundum á norðurlöndunum og í Ameríku þá var bara virkilega gaman að færa þeim íslenskt mál og mér finnst það koma mjög vel út. - Þýða skiptin yfir á íslensku einhverjar breytingar á því hvernig þú nálgast textagerðina? Já, mér finnst ég verða ljóðrænni í íslenskum textum en ég held að það sé bara vegna þess að ég er búin að lesa ljóð síðan ég var lítil stelpa. En mér finnst skemmtilegra flæði í íslenskunni, ég þekki tungumálið betur og finnst auðveldara að leika mér með orðin og merkingu þeirra. Upphafleg merking og tilfinning laganna eins og þau voru samin á ensku fengu þó að halda sér.


9

HVAÐ ER AÐ SKE


10

HVAÐ ER AÐ SKE

- Er mikið spilerí á döfinni hjá þér í sumar, til að fylgja eftir plötunni? Útgáfutónleikarnir verða í Fríkirkjunni 4. júní og síðan á Græna Hattinum 5. júní og Mývatni 6. júní. Síðan verð ég á Gærunni og Bræðslunni og mun ferðast um landið í lok júní og í júlí. Ég ætla að heimsækja sem flesta staði á Íslandi á árinu. Elska að spila á Íslandi. - Ætlarðu að sækja eitthvað útfyrir landsteinana með hana? Ef tækifæri til þess bjóðast en ég efast um að ég muni sækjast sérstaklega eftir því. Hugmyndin var þó alltaf að gefa hana út líka á ensku en við sjáum til. - Hvað er svo næst? Að kynna plötuna en einnig að vinna rannsókn sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna þar sem ég skoða feminísk rými í tónlistariðnaðinum á Íslandi. Síðan er KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, á blússandi siglingu en við stöndum að tímamótaviðburði í Hörpu þann 19.júní, á 100 ára kosningarafmæli kvenna. Síðan er markmiðið að halda áfram í feminísku starfi og vinna kröftuglega að jafnara landslagi í tónlist á Íslandi. Draumurinn er síðan að fara erlendis í doktorsnám ef ég næ að draga fjölskylduna með mér.


11

HVAÐ ER AÐ SKE

SKE12.5.indd 1

26.5.2015 16:51:25


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

MÁNI ORRASON ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Máni Orrason gaf út sína fyrstu plötu þann 10. apríl síðastliðin og að því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar í Austurbæ á föstudag. Máni skaust fram á sjónarsviðið síðasta haust þegar hann gaf út lagið „Fed All My Days“ sem fór í fyrsta sæti á vinsældarlista Rásar 2 og naut gríðarlegra vinsælda í útvarpi. Hann var í kjölfarið tilnefndur sem Bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum og nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Myndbandið við lagið var einnig tilnefnt sem myndband ársins á Hlustendaverðlaununum. Í byrjun árs kom svo lagið „Miricle Due“ út sem einnig fékk góða spilun í útvarpi. Máni Orrason er aðeins 17 ára gamall og er búsettur á Spáni ásamt fjölskyldu sinni. Þetta verða fyrstu stóru tónleikar hans á Íslandi. Hann mun svo í framhaldinu koma fram á Secret Solstice hátíðinni ásamt fleiri tónlistarhátíðum hér á landi. Í haust mun Máni og hljómsveit hans halda í tónleikaferð um Evrópu og mun hann meðal annars koma fram á fjórum stórum tónlistarhátíðum í Þýskalandi á þessu ári. Máni kemur fram ásamt hljómsveit og leika þeir lög af plötunni „Repeating Patterns“ ásamt nýju efni. Það er Axel Flóvent sem hitar upp. Axel hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið en EP plata hans, „Forest Fires“, kom út fyrr í þessari viku. Hvar: Austurbær, Snorrabraut 37 Hvenær: 29. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: midi.is

ALT-J EIN HEITASTA OG VINSÆLASTA HLJÓMSVEIT VERALDAR, ALT-J, HELDUR STÓRTÓNLEIKA Í VODAFONEHÖLLINNI 2. JÚNÍ. Alt-J hefur verið að túra um heiminn að undanförnu til að fylgja eftir hinni frábæru plötu „This is All Yours“, sem var útnefnd til Grammyverðlauna, og hafa þeir fyllt hverja tónleikahöllina af fætur annari. Á mörgum stöðum hefur eftirspurnin verið svo gríðarleg að skipt hefur verið um tónleikastað og mun stærri höll komið í staðinn.

alt-J eru t.d. Breezeblocks, Matilda og Tesselate frá fyrstu plötu þeirra. Nýja platan þeirra, „This Is All Yours“ kom út í september á síðasta ári og fékk ekki síðri dóma en fyrirrennarinn.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2007 og fyrsta plata þeirra, „An Awesome Wave“, kom út árið 2012. Hún fékk hin virtu Mercury verðlaun og var valin plata ársins á fjölmörgum stöðum í heiminum, þar á meðal Íslandi. Með þekktra laga strákanna í

Hvar: Vodafonehöllin Hvenær: 2. júní kl. 20:00 Miðaverð: 10.500 kr. Nánar: midi.is

Það er því með mikilli gleði að geta boðið upp á þessa frábæru hljómsveit núna í byrjun sumar.

DJ KÁRI & KGB Vinirnir og yndisaukarnir DJ Kári og KGB deila Paloma þetta föstudagskvöld. Formaðurinn fyllti fertugt nú á dögunum og er á toppi ferilsins þessa stundina. Enn á eftir að koma í ljós hvor þeirra verður í kjallaranum og hvor verður á efri hæðinni. Gæði á öllum hæðum í það minnsta. Hvar: Paloma Hvenær: 29. maí kl. 23:30 Miðaverð: Frítt


13

HVAÐ ER AÐ SKE

Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI

HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði

Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsleiðir sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum landsins en þær eru sjávarútvegsfræði, fjölmiðlafræði, líftækni, iðjuþjálfunarfræði, nútímafræði og félagsvísindi. Heilbrigðisvísindasvið

Hug- og félagsvísindasvið

Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði

Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leik- og grunnskólastig) Lögfræði Nútímafræði Sálfræði

Viðskipta- og raunvísindasvið Líftækni Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði

HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði

unak.is


14

TÓNLIST

HVAÐ ER AÐ SKE

MAYA DUNIETZ Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Annað árið í röð munu Listahátíð í Reykjavík og menningarhúsið Mengi hafa samstarf um tónleika á Listahátíð. Mengi hefur undanfarið ár haldið uppi fjölbreyttri dagskrá og lífgað upp á menningarlíf Reykjavíkur með ýmsum viðburðum s.s. tónleikum, tónlistargjörninum og fleira og hefur bæði verið tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Í ár verða fernir tónleikar haldnir í Mengi á Listahátíð. Fjóra laugardaga í röð stíga á stokk konur í tónlist, ýmist á hátindi ferilsins eða að stíga sín fyrstu skref innan tónlistarheimsins.

áR

SUMAR KAFFI

tár ffi ka

ÁN KRÓKALEIÐA

kaf fit

NARIÑOSÓL Kólumbíukaffi

veitir gleði og yl

Bjart eins og sólin. Mjúkt eins og mosi. Kröftugt eins og úfið hraun.

www.kaffitar.is

Hvar: Mengi Hvenær: 30. maí kl. 21:00 Miðaverð: 3.000 kr. Nánar: midi.is og mengi.net

BÍTLAKRÁS FYRIR GRENSÁS – WITH A LITTLE HELP FROM MY FRIENDS! Nú hafa Hollvinir Grensásdeilar og fjöldi listamanna tekið höndum saman um að styrkja deildina með tónleikum á laugardaginn í Háskólabíói. Þeir gefa allir vinnu sína og rennur ágóði óskiptur til Hollvina Grensásdeildar sem um árabil hafa aflað fjár fyrir deildina, með Eddu Heiðrúnu Backman fremsta í flokki. Dagskráin, sem byggir á tónlist Bítlanna Lennon og McCartney, verður fjölbreytt og skemmtileg. Margir listamenn koma fram og í anddyri verður sögusýning. Kynnar verða Helgi Pétursson og Bogi Ágústsson, en meðal þeirra sem koma fram eru Björn Thoroddsen, Ari Jónsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson & Lovísa Fjeldsted, Sönghópur úr Domus vox, Á bak við eyrað, Hljómsveitin, Ólafía Hrönn, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, og Örn Gauti Jóhannsson. Undir leika Óskar Þormarsson (trommur), Ingvar Alfreðsson (hljómborð), Ingi Björn Ingason (bassi) og Gospelkór Jóns Vídalíns sér um raddir. Hljómsveitarstjóri verður Davíð Sigurgeirsson. Skemmtum okkur saman um leið og við leggjum góðu málefni lið!

– leggur heiminn að vörum þér

Verkið var samið fyrir Palais de Tokyo árið 2014.

ÁN K RÓ KA

ÁN KRÓ KAL EIÐ A

IÐA RÓKALE ÁN K

kaffitár

tár kaffi

kaff itár

N

A LEIÐ ÓKA KR

IÐA LE

Á

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / 1 5 - 1 0 6 0

Á laugardaginn mun Maya Dunietz flytja verkið Boom fyrir píanó, rödd, vídeó og rafhljóðfæri. Tónskáldið, píanóleikarinn og hljóðinnsetningarlistamaðurinn Maya Dunietz er fædd árið 1981 í Ísrael. Hún hefur samið verk fyrir tónlistarhópa og kóra, komið fram sem píanóleikari og söngvari, flutt gjörninga og hljóðinnsetningar og smíðað rafhljóðfæri. Hún er stofnandi tilraunasönghópsins Givol og er í ísraelsku hljómsveitinni Habiluim.

Í nýju einleiksverki sínu, Boom, kannar Maya Dunietz rýmið með bylgjum sem fara um loftið. Með röddinni, píanóinu og einstakri vörpunartækni leikur hún sér að lagskiptingu hljóðs, myndefnis og vitundar. Verkið kannar spírala og lykkjur og fæst við efnisgervingu hljóðsins. Úr hugmyndinni um tónlist, sem hreyfingu lofts innan rýmis, skapar hún upplifun fyrir mörg skilningarvit. Fyrir þetta nýja verk hefur hún þróað einstaka tækni, m.a. lítinn þráðlausan hátalara sem hægt er að hafa í munninum, vörpun líkama á líkama, afturverkun hljóðs og margvítt lag af raf-akústísku hljóði.

Hvar: Háskólabíó Hvenær: 30. maí kl. 18:00 Miðaverð: 4.700 kr. Nánar: midi.is

RICHARD ANDERSON KVEÐJUTÓNLEIKAR Danski bassaleikarinn, Richard Andersson, hefur búið í Reykjavík í tæp tvö ár og unnið með fjölda tónlistarmanna úr djassheiminum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann álitinn einn af mest spennandi karakterum innan dönsku djasssenunnar í dag. Nú er komið að kveðjustund. Á síðustu tónleikum sínum hér (í bili) mun hann koma fram einn síns liðs í allra fyrsta sinn. Að þessu tilefni vill hann gleðja áheyrendur og gefa þeim ókeypis niðurhal af óútgefinni plötu sinni sem hann tók upp í desember 2012, nánar tiltekið í Boston á heimili trommugúrúsins, Ra-Kalam Bob Moses. Fram koma á plötunni: Saxófónn: George Garzone Saxófónn: Jerry Bergonzi Trommur: Ra-Kalam Bob Moses Bassi: Richard Andersson Hvar: Mengi Hvenær: 28. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net


15

HVAÐ ER AÐ SKE

H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

BICALUTAMIDE

HVIRFILL Einhver sparkar í stein sem kastast í annan stein gefur honum kraft til að kastast áfram, hæfa þriðja steininn og þá er það búið? Leikur með prik og gjörð þar sem gjörðin lemur prikið. Í rennunni sogast myndirnar sífellt nær hvirflinum og stífla að lokum niðurfallið. Þá er sett stíflulosandi efni í vaskinn sem kallast herra almennilegur. Kari Ósk Grétudóttir Ege fæddist í Reykjavík 1981. Hún útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands 2007. Frá útskrift hefur hún tekið þátt í samsýningum, sinnt ritstörfum, numið listfræði og kennt myndlist. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar 2015 Hvar: Týsgallerí, Týsgötu 3 Hvenær: Sýning stendur til 7. júní. Opnunartími: Fim.-lau. frá kl. 13:00-17:00

STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Kunstschlager hefur komist á snoðir um splunkuný verk Steingríms Eyfjörð eða öllu heldur gömul verk sem öðlast hafa nýtt líf. Líkt og í fyrri verkum sínum færir Steingrímur sér í nyt persónulega reynslu og til verða verk sem eru nátengd aðstæðum og hugarástandi listamannsins hverju sinni. Hið huglæga starfssvið listamannsins er hér undirliggjandi þar sem hinir ýmsu tímapunktar í lífi listamannsins mætast – fortíð, nútíð og framtíð; hér flæða saman undirmeðvitundin, goðsagan, kvenleikinn og sjálfur dauðinn. Hvað Bicalutamide er og hvernig það tengist verkinu Grýla er hvers og eins að túlka en öðru fremur að skynja – líkamlegu ofskynjunina – „blinda blettinn”, sem skynsemin getur með engu móti gert sér grein fyrir. 25% af sölu verkanna rennur til Krabbameinsfélagsins. Hvar: D- sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur Hvenær: Sýningin stendur til 4. júní.

GUERILLA GIRLS

FYRIRLESTUR Í BÍÓ PARADÍS Árum saman hafa Guerrilla Girls hrist upp í áheyrendum með fyrirlestrum sínum, í fullum frumskógarskrúða. Þær hafa komið fram í skólum, söfnum og hvers kyns stofnunum í flestum ríkjum Bandaríkjanna og mörgum heimsálfum. Fyrirlesturinn stendur í um það bil eina og hálfa klukkustund og fylgja honum spurningar og umræður. Guerrilla Girls leiða áheyrendur í gegnum hugmyndavinnu á bak við veggspjöld þeirra, bækur (The Guerrilla Girls Bedside Companion to the History of Western Art, Bitches, Bimbos and Ballbreakers: The Guerrilla Girls’ Guide to Female Stereotypes, The Guerrilla Girls’ Hysterical Herstory of Hysteria and How It Was Cured, From Ancient Times Until Now ) og frekari aðgerðir gegn mismunun í listum, kvikmyndum og stjórnmálum. Hvar: Bíó Paradís Hvenær: 4. júní kl. 17:00 Miðaverð: 3.500 kr.

SKÖPUN BERNSKUNNAR SAMSÝNING SKÓLABARNA OG STARFANDI LISTAMANNA Sköpun bernskunnar er sjálfstætt framhald sýningar sem sett var upp fyrir þremur árum í sal Myndlistarfélagsins. Þátttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og tíu starfandi myndlistarmenn. Þemað er börn og sköpun barna en auk þess er hverjum skóla frjálst að velja sitt eigið tengda þema, t.d. leiki og leikföng. Hugmyndin er að blanda saman list starfandi myndlistarmanna sem fást við bernskuna í víðum skilningi, verkum eftir börn og leikföngum barna. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum ár hvert. Listamenn: Ólafur Sveinsson, Rósa Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson, Bergþór Morthens, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve, Samúel Jóhannsson, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hjördís Frímann, Hrönn Einarsdóttir. Hvar: Listasafnið á Akureyri, Ketilhús Hvenær: Sýning stendur til 14. júní

FORMIÐ ENDURHEIMT Á sýningunni er teflt saman verkum þriggja listamanna, þeirra Alexöndru Navratil, Erin Shirreff og Löru Viana. Verk þeirra eiga það sameiginlegt að byggja á uppbroti og endurbyggingu arkíva og minninga. Þau fela í sér könnun á endurgerðum og áhrifum miðla frá ólíkum sjónarhornum og eru ýmist sprottin af persónulegum eða samfélagslegum rótum. Tíma og hlutfalli er hnikað til í umbreytingaferli sem tekur á sig margbrotna mynd í skyggnum, málverkum, ljómyndum og vídeói. Hvar: i8 Gallery Hvenær: Sýning stendur til 30.maí. Opnunartími: Þri.-fös. kl.11:00 - 17:00, lau. kl. 13:00 - 17:00

SAMSPIL Sýningin varpar nýju ljósi á tengsl danska arkitektsins Finn Juhl (1912-1989) og Sigurjóns Ólafssonar á árunum 1940 til 1945. Þeir voru báðir brautryðjendur, hvor á sínu sviði, og fóru ótroðnar slóðir í tilraunum sínum með form og efni.

Juhl valdi í samleik við húsgögn sín. Á síðari árum hafa verk Finns Juhl notið mikilla vinsælda um víða veröld. Danska fyrirtækið Onecollection hefur einkaleyfi á að framleiða húsgögn hönnuð af Finn Juhl, en það styrkir sýninguna.

Á sýningunni er meðal annars að finna húsgögn sem Finn Juhl sýndi á Snedkerlaugets Møbeludstilling í Kaupmannahöfn 1940 og 1941, stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten, ásamt skúlptúrum eftir Sigurjón sem Finn

Sýningarstjórar: Æsa Sigurjónsdóttir og Birgitta Spur.

100 KÁPUR Á FRAKKASTÍG Kosningaþátttaka kvenna í 100 ár, hvar erum við stödd? Í portinu á Frakkastíg 9, á húsveggjum og í garðinum skapa listamenn verk í rýmið, ákall til umræðunnar um jafnrétti kynjanna. Listamennirnir Hallgrímur Helgason, Helga Þórsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hlynur Hallsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru ekki óvön því að vinna á pólitískum nótum í verkum sínum. Hér vinna þau útisýningu þar sem kosningaþátttaka kvenna í 100 ár er þema sýningarinnar. Undirtónninn er nokkuð dimmur, ekki allir á einu máli um það hvar við stöndum í dag. Liðin hafa hundrað ár, heil öld, standa kynin jafnfætis í dag þegar kemur að stjórnun og ákvarðanatöku í samfélagslegu samhengi? Eða er þetta baráttan endalausa? Sýningarstjóri er Rakel Steinarsdóttir

Hvar: Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Hvenær: Sýning stendur til ágústloka

Hvar: Frakkastígur 9, port og garður Listamannaspjall: Pólitískir listamenn 30.maí og 6. júní kl 14:00 Opnunartími: Alla daga kl.10:00 - 18:00


17

HVAÐ ER AÐ SKE

16GB | WIFI

32GB | 4G

79.995

ANDROID 5.0 LOLLIPOP

TEGRA K1 ÖRGJÖRVI

Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.

Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.

FULLKOMIN SKJÁGÆÐI

9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING

Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

99.995

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN AÐGENGI BARNA AÐ LISTUM OG LISTKENNSLU RÉTTUR EÐA FORRÉTTINDI? Á laugardaginn fer fram áhugavert málþing á vegum Rannsóknarstofu í Listkennslufræðum. Dagskrá málþingsins er eftirfarandi: Ávarp: Hera Hilmarsdóttir, leikkona (kl. 10:00 – 10:20) Erindi: Photographs - Footprints of our mind. Darja Štirn, educator and art project manager in the kindergarten. (10:20 – 10:45).

HÍ Á HÚRRA #5 Uppistandskvöldin á Húrra halda áfram og verður þetta fimmta skiptið sem uppistandsrostungarnir okkar skella í fyndni. Að þessu sinni koma fram: Andri Ívars Þórdís Nadia Salómon Smári Snjólaug Lúðvíks Ragnar Hansson Hugleikur Dagsson Hvar: Húrra Hvenær: 30. maí kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

GABRIEL IGLESIAS Gabriel Iglesias er ekki feitur, hann er ,,fluffy” - að sögn móður sinnar. Grínistinn íturvaxni er einn af vinsælustu uppistöndurum Bandaríkjanna og selst jafnan upp á sýningarnar hans með hraði út um allan heim. Honum er jafnan lýst sem hnyttnum, rafmögnuðum og hæfileikaríkum skemmtikrafti og uppistandið hans stútfullt af sögum, paródíum, eftirhemum og hljóðum sem glæða persónulegan reynsluheim hans sprenghlægilegum húmor og lífi.

Þjóðleikhús með stórum staf. Vigdís Jakobsdóttir, leikstjóri og aðjúnkt við listkennsludeild LHÍ (10:45 – 11:10). Formlegt tónlistarnám og félagslegt réttlæti. Helga Rut Guðmundsdóttir dósent í tónlistarkennslu við Menntavísindasvið HÍ (11:10 – 11:35). 11:35 - 12:15 Hressing Innlegg frá nemendum listkennsludeildar aðgengi ungs fólk að listum og listkennslu.

um

Hvert stefnir í málefnum menningar barna og ungmenna. Horft til framtíðar. Elfa Lilja Gísladóttir, tónlistarkennari og verkefnastjóri (12:15 – 12:40).

Hann hefur selt milljónir DVD diska, komið fram í öllum helstu spjallþáttum heims og er nú við tökur kvikmyndinni á XXL Magic Mike með þeim Matthew McConaughey og Channing Tatum.

Að horfa með höndunum. Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður og kennari við barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík (12:40 – 13:05).

Gabriel Iglesias verður aftur á landinu þann 25. október og verður hægt að kaupa miða á þann viðburð frá og með 28. maí.

Ratleikur um útilistaverk í Breiðholti - viðbrögð og virkni. Ásdís Spanó myndlistarkona og listgreinakennari og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og listgreinakennari (13:05 – 13:30).

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 27. maí kl. 20:00 Miðaverð: 6.990 - 11.990 kr. Nánar: tix.is og harpa.is

Hvar: Listasafn Reykjavíkur Hvenær: 30. maí kl. 10:00 – 14:00 Miðaverð: Frítt

THE SEARCHERS BENEATH THE NORDIC SKY SKE frétti af samstarfsverkefni fjölbreytts hóps barna, unglinga og fullorðinna frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi um sýningu sem sýnd verður bæði á Íslandi og erlendis. Að sýningunni vinna um 60 þátttakendur á öllum aldri, nemendur, kennarar og fagfólk sem vinnur með tungumál, leiklist, myndlist, hrynlist, tónlist, söng, dans og sirkus. Leiðin að sýningunni og það hvernig samvinna og mæting fer fram, er stór hluti verkefnisins. Útkoma þessa áhugaverða samstarfs er leiksýning sem miðlar hinni norrænu goðafræði, hugmyndaheimi hennar og hugsunum um lífið og sterk tengsl mannsins við náttúruna. Í sýningunni koma fram sérkenni og tungumál ólíkra norrænna þjóða í skapandi samvinnu. Getur maðurinn í dag fundið sinn veg í lífinu gegnum frásagnir og goðsagnir norrænnar goðafræði? Sýningunni er beint til bæði ungs fólks og fullorðinna.

Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 28. og 30. maí kl. 20:00 Miðaverð: 4.000 kr / 1.800 kr. fyrir grunnskólabörn Miðapantanir á leitendur.midi.stadf@gmail.com Nánar: densokandemanniskan.se

ERU TIL KARLA- OG KVENNASTÖRF? MORGUNFUNDUR OG HVATNINGARVERÐLAUN Festa, samfélagsábyrgð fyrirtækja, efnir til áhugaverðs morgunfundar þar sem stjórnendur þriggja tæknifyrirtækja segja frá því hvernig unnið er að jafnrétti í þeirra fyrirtækjum. Í lok fundar verða síðan Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í annað sinn. Fundurinn er ætlaður stjórnendum og öðrum sem áhuga hafa á auknu jafnrétti í íslenksu viðskiptalífi. Fyrirlesarar verða Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, Birna Bragadóttir, starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarog viðskiptaráðherra.

Markmið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Að verðlaununum standa Atvinnuvegaráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök Atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Hvar: Nauthóll Café Hvenær: 28. maí kl. 8:00 – 10:00 Miðaverð: 1.200 kr.


19

HVAÐ ER AÐ SKE


20

HVAÐ ER AÐ SKE

TÍSKA SINDRI JENSSON

HILDUR RAGNARSDÓTTIR

HÚRRA REYKJAVÍK

EINVERA

VELDU ÞÉR BUXUR EFTIR VAXTARLAGI BUXNA VÍSINDI OF ÞRÖNGAR BUXUR < LISTIN AÐ KAUPA RÉTT BUXNASNIÐ Það hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgjast eitthvað með tísku að þröngar buxur hafa verið vinsælar fyrir karlmenn undanfarin ár. Sumir kalla þetta gulrótarbuxur, aðrir tala um skinny jeans eða niðurþröngar buxur. Nú er hins vegar undiralda í tískuheiminum og margir af fremri hönnuðum og fatamerkjum heims farnir að snúa þessu við. Buxurnar eru að verða víðari aftur, þá er ég ekki að tala um útvítt fyrir karlmenn heldur beinni skálmar og hærri ísetu. Ég hef þó alltaf predikað fyrir því að menn kaupi sér buxur sem henti sínu vaxtarlagi. Ég hef oft brotið þetta niður í ferns konar snið; Skinny, Slim, Regular & Loose. Það fer mörgum mjög vel að vera í „skinny“ buxum en undanfarið finnst mér ég vera að sjá menn í alltof þröngum buxum sem einfaldlega klæða þá ekki vel. Það er gott að mæla buxur

að neðan og finna út hvað hentar manni, ég hef undanfarið verið að mæla með að buxnaskálmin að neðanverðu (e.leg opening) einhvers staðar á milli 17-19 cm. Ef maður finnur snið sem hentar vel og situr þægilega er alltaf hægt að fara með buxurnar til klæðskera og láta þrengja þær að neðan eftir smekk. Tískan er auðvitað hverful og síbreytileg en þegar ég hef farið erlendis nýlega og fylgist með þeim vörumerkjum sem standa hvað fremst í þessum efnum þá eru skálmarnar hjá þeim beinar og klassískar. Þegar öllu er á botninn hvolft er mikilvægast að finna buxnasnið sem hentar manni vel og kaupa buxur frá virtum framleiðendum sem eru þekktir fyrir gæði. Oftar en ekki eru ódýrustu buxurnar sem maður kaupir dýrar buxur því þær endast lengi og þola mikla notkun.

Í SVÖRTUM FÖTUM Við Íslendingar eigum það svolítið til að vera alltof mikið í svörtu fötum. Undirrituð fellur svo sannarlega í þann hóp. Svartur er svo öruggur litur og við vitum að hann gengur við allt og öll tækifæri. Þegar sumarið verður bjartara og léttara yfir öllum þá kviknar þó gjarnan á litagleðinni. Ég held við ættum að prófa að stíga út fyrir þægindaramman og þora að vera í lit.

Sumarlitirnir í ár eru einna helst mildir og fallegir tónar. Fölbleikur, ljós-fjólublár (e. lilac), mokka-brúnn, ljós-blár (e. powder blue) og ljós-blágrænn (e. aquamarine). Við þurfum ekkert að taka allan fataskápinn í gegn og breyta öllu þótt það sé komið sumar. Einn kjóll, samfestingur, klútur eða taska í lit geta gert kraftaverk á björtu sumarkvöldi.


21

HVAÐ ER AÐ SKE


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

KORG – MICROKORG

JS WATCH CO. REYKJAVIK JS Úrin eru íslensk frá grunni, hönnuð á teikniborði JS hér heima og allir íhlutir sérframleiddir í sérhæfðum verksmiðjum í Þýskalandi og Sviss. Þá eru úrin sett saman hér á landi undir ströngu gæðaeftirliti Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmiðameistara sem nýtir áralanga þekkingu og reynslu sína af úrsmíði til að tryggja að hvert og eitt úr standist ströngustu kröfur. Frá upphafi framleiðslunnar hefur verið leitast við að sameina, glæsilega hönnun, gæði, fyrsta flokks úrverk og falleg armbönd. Meðal þekktra einstaklinga sem hafa eignast slíkan kosta grip má til gamans nefna Quentin Tarantino, Jude, Law, Viggo Mortensen, Elvis Costello, Constantine Grikklandskonung, Yoko Ono, Sean Lennon, Dalai Lama og Tom Cruise.

Korg er öflugur lítill synthesizer/vocoder fyrir framkomu eða framleiðslu og hentar fyrir byrjendur sem og lengra komna. Hágæða hljóð og gott verð. MicroKORG er litli bróðir Korg MS 2000 sem er mun stærri og ekki eins ferðavænn. MicroKORG kom á markaðinn 2002 og hefur verið í stöðugri þróun. Þessi snilldargripur hefur verið vel nýttur af tónlistarfólki innan hiphop-, elektró- og technógeirans, svo eitthvað sé nefnt.

SE REFLIXON FILTER X PORTABLE VOCAL BOOTH Portable Vocal Booth er öflugt míkrafón skýli. Það er afar nytsamlegt hvort sem er í minni eða stærri hljóðver – og einnig ef þú vilt einfaldlega taka upp heima hjá þér án þess að hljóðið skili sér illa eða endurkastist. Það er einfalt í bæði notkun og uppsetningu.

PHANTOM 2 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

STEAK CHAMP Steak Champ er hágæða kjöthitamælir sem hjálpar þér að elda steikina þína nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana. Mælirinn er settur inn í hliðina á steikinni, sem þarf að vera að minnsta kosti 4 cm þykk, og hún er elduð þangað til að ljósið á endanum fer að blikka. Grænt ljós táknar að steikin sé medium rare, gult er medium og rautt er medium well. Þegar ljósið fer að blikka í þeim lit sem þú vilt hafa, þá tekurðu kjötið af hitanum, hvílir það í 10 mínútur og tekur svo mælinn út. Þá er steikin tilbúin, nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana. Heimilistæki


23

HVAÐ ER AÐ SKE

Liberate hátalari Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu. 19.950 kr.

Legend heyrnatól - Virk hljóðeinangrun ANC - Samanbrjótanleg - Fjarstýring og hljóðnemi í snúru - 40mm hátalar með þéttum bassa - Frábær hljómgæði 39.900 kr.

Smile Jamaica heyrnartól Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur. 3.950 kr.


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

F YRI R

54

Public House Gastropub opnaði fyrr í þessum mánuði á Laugarvegi 24 (þar sem Lemon var áður til húsa). Matseðillinn er forvitnilegt samsafn af smáréttum með japönsku tvisti sem henta vel með drykkjum en boðið er upp á tíu bjóra á krana og sake-bragðbætta kokteila. Starfsfólk SKE smakkaði þónokkra smárétti og voru þeir allir bæði bragðgóðir og frumlegir. Sem dæmi má nefna skondinn rétt sem heitir „I’m trapped“: Hægeldaður lambaskanki inni í ástarpungi. Sá reyndist afar bragðgóður. Þá var

einnig bragðað á steiktum kjúkling að japanskri vísu, marenaður í jógúrti og djúpsteiktur og borinn fram með gráðostasósu. Þá reyndist japanska pizzan með geitaosti, rauðbeðum, fíkjusultu, trufflu ponzu og chilli ekki síðri réttur. Að öðrum réttum ólöstuðum verður þó að segjast að „Black Slider“ – nautahamborgari í svörtu brauði – stóð upp úr. Heildarupplifunin var virkilega góð, töff stemming og maturinn og þjónustan til fyrirmyndar. publichouse.is

PIPAR \ TBWA

SÍA

151835

Þú færð alltaf fimm pizzur á verði fjögurra í Iceland

PUBLIC HOUSE GASTROPUP

HANINN Kjúklingaborgarinn á Hananum er í uppáhaldi hjá mörgum. Hann er borinn fram með BBQ sósu, káli og tómati á mjúku og bragðgóðu brauði. Haninn býður upp á Lemon & Herb sósu sem gjörsamlega

fullkomnar borgarann. Þá er einnig hægt að skipta frönskum kartöflum út fyrir hrísgrjón. Útkoman er próteinrík og góð máltíð sem SKE mælir með fyrir alla, konur og karla.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND ENGIHJALLA,VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

KRUA THAI Veitingastaðurinn Krua Thai á Tryggvagötu er ekta tælenskur staður sem er löngu búinn að stimpla sig inn sem einn besti sinnar tegundar á Íslandi. SKE leit við um daginn og fékk sér eggjanúðlur með kjúklingi, grænmeti og hrísgrjónum. Mikil ánægja

var með matinn sem og ríflega skammtastærð og fór enginn svangur út af staðnum þetta kvöldið. kruathai.is


25

HVAÐ ER AÐ SKE

Gott er góðs að njóta

þú átt skilið það besta á Argentínu steikhúsi. Þegar njóta skal lífsins, fagna áfanga eða sigri, minnast eða hylla eða einfaldlega gera sér dagamun er mikilvægt að geta treyst gæðum í mat, drykk og þjónustu. Argentína steikhús hefur sýnt það í meira en tvo áratugi að staðnum er treystandi fyrir lífsins stærstu stundum.

Ef þú vilt njóta lífsins til hins ýtrasta og bjóða jafnframt bragðlaukunum í ævintýraferð ættir þú að panta borð sem fyrst - því þú átt aðeins skilið það besta!

Skráðu þig í netklúbb Argentínu á argentina.is. Heppnir meðlimir eru dregnir úr mánaðarlega. Vinningar eru m.a. gjafabréf á Argentínu.

Barónsstíg 11a • 101 Reykjavík Sími 551 9555 • www.argentina.is


26

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

SJÓBÖÐ Á HÚSAVÍK Í VINNSLU

VÆNGURINN HÖNNUÐUR VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Tilhugsunin um Sjóböð á Húsavík er góð en hönnun aðstöðunnar er engu síðri. Basalt arkitektar hafa teiknað byggingu sem tekur undir með landslaginu, bæði hvað form og efnivið varðar. Áhersla er lögð

á stórkostlegt útsýnið af Húsavíkurhöfða og að viðhalda rólegu andrúmsloftinu sem ríkir á svæðinu með einföldum en fallegum arkitektúr.

Vængurinn er gullfallegur trefill sem skapaður var árið 2013 af snillingunum sem standa að baki Vík Prjónsdóttur. Trefillinn er framleiddur á Íslandi í verksmiðjum Glófa og er að sjálfsögðu úr hlýrri, íslenskri ull.

TINDAR - SKESSUHORN Tindar eru grafískt unnar ljósmyndir af íslenskum fjöllum en þær koma aðeins í 15 eintaka upplagi. Allar myndir eru prentaðar á hágæða 180 g ljósmyndapappír. Myndirnar eru afhentar í fallegum hvítum pappahólk og hvert eintak er sémerkt.

CALENDAR 2015 KRISTINA-KROGH Dagatal fyrir 2015 ( Grátt, svart & gull) 50 x 70. Vandað dagatal frá Danmörku, kemur á 175 gsm hágæða pappír. Dagatalið er vandlega pakkað og sent frá Danmörku í hörðum pappa til að passa að það skemmist ekki á leiðinni.

Einstakar brúðargjafir Úrval brúðargjafa á tilboðsverði Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Yfir 40 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa

Íslensk hönnun

Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220


27

VORÚTSALA HVAÐ ER AÐ SKE

ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR EPSON SKJÁVARPAR MEÐ ALLT AÐ 60.000 KR. AFSL.

LOKADA

LG SJÓNVÖRP MEÐ ALLT AÐ 300.000 KR. AFSL.

G AR - L55“ 48“ LED SJÓNVARP 4K UHD SJÓNVARP OKADAG AR FULLT VERÐ 119.990 FULLT VERÐ 299.990 TILBOÐ 99.990

TILBOÐ 229.990

AFSL. 20.000

AFSL. 70.000

42“ LED SNJALLSJÓNVARP

48“ 4K UHD SJÓNVARP

FULLT VERÐ 119.990

FULLT VERÐ 274.990

TILBOÐ 94.990

TILBOÐ 169.990

AFSL. 25.000

LOKADA

AFSL. 105.000

GAR - LO

BLUETOOTH HÁTALARAR MEÐ ALLT AÐ 50% AFSLÆTTI TDK – JBL – YAMAHA – HARMAN KARDON

OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 11-16

KADAGA

R

SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS

MINNISKORT STOFNAÐ 1971

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is

ALLAR GERÐIR


28

HVAÐ ER AÐ SKE

SAGA FESTIVAL STOKKSEYRI 23. - 24. MAÍ -SAGAFEST.IS-


29

HVAÐ ER AÐ SKE

Suðurlandsbraut 32 TRI VERSLUN býður viðskiptavinum sínum að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði í samstarfi við BORGUN

HYBRID & FERÐAHJÓL

CUBE þýsk gæði á góðu verði!

WWW.TRI.IS - Opnunartími @ TRI VERSLUN Alla virka daga kl. 10:00 til 18:00 Laugardaga kl. 10:00 til 16:00


30

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

MAD MAX: FURY ROAD

FÚSI

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

HÁSKÓLABÍÓ | BÍÓ PARADÍS BORGARBÍÓ AKUREYRI

HOT PURSUIT

CHILD 44

FAST & FURIOUS 7

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

ÁLFABAKKI

SMÁRABÍÓ

4,7

7,7

6,4

23%

82%

7,7

6%

98%

8,8

GOOD KILL THE WATER DIVINER PITCH PERFECT 2 SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK BORGARBÍÓ AKUREYRI

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL

61%

7,3

AVENGERS: AGE OF ULTRON ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

8,0

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

6,3

74%

PAUL BLART: MALL COP 2 SMÁRABÍÓ

23%

6,4

74%

68%

7,3

A SECOND CHANCE THE AGE OF ADALINE

HÁSKÓLABÍÓ

BAKK SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI

7,1

45%

HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI

8,0

74%

SPOOKS: THE GREATER GOOD SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI

6,8

59%

CITIZENFOUR BÍÓ PARADÍS

8,2

98%


31

HVAÐ&ERMISSION: AÐ SKE FROM THE DIRECTOR OF THE INCREDIBLES IMPOSSIBLE - GHOST PROTOCOL

Village Voice

The Hollywood Reporter

Empire

The Guardian

GEORGE CLOONEY

KOMIN Í BÍÓ KRINGLAN

KEFLAVÍK

AKUREYRI

ÁLFABAKKI


32

HVAÐ ER AÐ SKE

G! FESTIVAL Í FÆREYJUM AÐEINS KLUKKUSTUND Í HLÝJAN FAÐM

FLUGFELAG.IS

FR Á BÆ R T

TILBOÐSVERÐ Á FLUGI

Verð frá 22.840 kr. aðra leið júlí 2015

islenska/sia.is FLU 74716 05/15

Gildistími 14.–21.

FLJÚGÐU Á G! FESTIVAL Í FÆREYJUM, 16.–18. JÚLÍ 2015. G! Festival er fersk og fjörug útihátíð þar sem músíkantar frá öllum heimshornum fallast í faðma og fagna. Komdu í fjörið með frændum okkar. Fáðu glænýja tónlist af öllu tagi beint í æð. Allar upplýsingar um G! Festival má finna á GFESTIVAL.COM Bókaðu núna á FLUGFELAG.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.