Ske - Tbl #14

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 3.6-10.6

#14

SKE.IS

„ÞAÐ ER AUÐVITAÐ GLEÐIEFNI AÐ FÓLK VIÐURKENNI FLÚR SEM LIST“

VIÐTAL VIÐ ÖSSUR HAFÞÓRSSON


2

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR Í AMSTRI DAGSINS -STREETSOFREYKJAVIK.COM-

Allt er steindautt. Ekkert títt. Ekkert að ske. Ískalt enn. Eða hinkrið aðeins við. GP með útgáfutónleika í óperunni þann fjórða og Gro Harlem Brundtland ku vera búin að kaupa sér VIP-passa og bjóða allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna eins og hún leggur sig í fordrykk á Austur og Doris Lessing, Nonni á Nonnabita og Sesar A sáust hamstra tónik og Sprø Mix í Bónus við Hallveigarstíg. Svitinn á eftir að flóa út á Ingólfsstræti, niður Hverfisgötu og fram að Hörpu. Nei, hvernig læt ég. Djöfulsins vitleysisgangur. En hitt er alveg víst, þetta verður eitthvað (eins og únglíngarnir segja). Annars bara nei, ekkert að frétta.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Gueilla Girls viðtal: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Össur Hafþórsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Myndir frá LG veislu: The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf


3

HVAÐ ER AÐ SKE

Bogið eða beint Þín upplifun

4K UltraHD sjónvarp

4K UltraHD sjónvarp

Samsung JU6515 · Örgjörvi: Quad Core · UHD Up-Scaling · micro Dimming Pro

Samsung JU6415

48” verð: 279.900,55” verð: 349.900,-

· Örgjörvi: Quad Core · UHD Up-Scaling · micro Dimming Pro

48” verð: 249.900,55” verð: 299.900,-

Samsung JS9505 / JS9005 / JS8505

Byltingarkenndu SUHD tækin hafa fengið umsagnir eins og að aðrar eins framfarir í myndgæðum hafa ekki sést í nokkur ár. Komdu við í verslun okkar og sjáðu með eigin augum. “The biggest leap forward in picture quality we’ve seen in years.” - Trusted Reviews (UK) FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON TÆKNIBORG OMNIS ORMSSON ORMSSON GEISLI AKRANESI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 471 2038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

ONSEN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR NEÐANSJÁVARTÓNLEIKAR MEÐ DJ. FLUGVÉL OG GEIMSKIP Á miðvikudaginn verða útgáfutónleikar með dj. flugvél og geimskip í Mengi. Þar kennir ýmissa grasa, en búast má við miklu skrauti, EINSTÖKUM veitingum, fjöri og elektrónískri furðutónlist af allra bestu gerð.

Lady Boy Records kynnir með stolti útgáfuteiti og tónleika Onsen. 50 kassettur í takmörkuðu upplagi verða gefnar út af þessu tilefni. Hinn bandaríski listamaður Trevor Welch gerir tilraunakennda elektróníska tónlist undir nafninu Onsen. Hann gaf út plötuna Kanaya Base sem veltir fyrir sér menningu elektrónískrar danstónlistar (EDM) og kannar einmanaleika, útlendingahatur, frí og fjarlægð. Tónleikar hans blanda saman myndböndum og tónlist til að ná fram hughrifum sem eru ,,jafn mikið gerð til að hunsa og þau eru áhugaverð.”

Óvænt uppákoma mun koma gestum skemmtilega á óvart. Þemað á nýju plötunni, sem og tónleikunum, eru hafdjúpin og eru gestir beðnir um að hafa það í huga. Það væri gaman að sjá sem flesta taka þátt í þessu þema með einhverjum hætti til að stemningin og upplifunin verði sem mögnuðust.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 5. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

Stikkorð fyrir klæðnað og hugarfar: -myrkur, sægrænn og djúpblár, kolkrabbar og marglyttur, glans og glimmer, sandur, sæsnákar, sjálflýsandi furðufiskar, Atlantis og portal í aðra heima. HIP-HOP Hundson hitar upp með nokkrum gömum slögurum.

LÁRA RÚNARS

Skífuþeytirinn Tim Martello kemur beint frá New York til að spila á Prikinu nú á laugardaginn. Hann er einn af færustu plötusnúðum Stóra Eplisins þessa stundina og sérhæfir sig í hip hop partý-fíling og ætti því að ná að rífa þakið af Prikinu. Martello nær að sameina mix við skrats og lúppur á hrikalega spennandi hátt. Þar sem plötusnúður sem sérhæfir sig í hip hop partýum frá New York, fæðingarstaðar þessarar tónlistarstefnu, nýtur vinsælda ætti að vera verðugt tækifæri tónlistarunnendur að berja manninn augum og dansa af sér bossann. Árni Kocoon byrjar partýið og hitar upp eins og honum einum er lagið. Hvar: Prikið Hvenær: 6. júní kl. 23:30 Miðaverð: Frítt

Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Á laugardag flytur Gyða Valtýsdóttir verkið Galagalactic sem er óður til eilífðarinnar. Það snýst í áttu, allar áttir samtímis. Hvert korn af sandi séð með auga smásjárinnar birtir liti og form svo sem sérhvert örhljóð hefur sinn stakleika, áferð og yfirtóna. Galagalactic er leikur að þessari litadýrð kosmískra agna og einda. Gyða Valtýsdóttir, vædd boga og sellói, mun spinna óð áttunnar úr augnablikinu og bjóða áheyrendum að æða um áttavillt í eilífðinni. Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Hún leikur reglulega með Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og múm og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Damien Rice, Ragnari Kjartanssyni, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni o.fl. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 6. júní kl. 21:00 Miðaverð: 3.000 kr. Nánar: mengi.net

Hvar: Mengi, Óðinsgöta 2 Hvenær: 3. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

TIM MARTELLO & DJ KOCOON

GYÐA VALTÝSDÓTTIR

FYRIR NORÐAN OG SUNNAN Útgáfutónleikar Láru Rúnars, verða haldnir í Fríkirkjunni á fimmtudag og á Græna hattinum á föstudag. Lára var að gefa frá sér plötuna Þel sem hún vann í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson. Þrjú laganna af plötunni hafa þegar komið út og ratað ofarlega á vinsældarlistum landsins. Hljómsveit Láru Rúnars skipa, auk Láru: Arnar Þór Gíslason: Trommur Birkir Rafn Gíslason: Gítar Guðni Finnsson: Bassi Þorbjörn Sigurðsson: Hljómborð Rósa Guðrún Sveinsdóttir: Blástur og söngur Auk þess verður brasstríó og lítill kvennakór. Hvar: Fríkirkjan / Græni hatturinn Hvenær: 4. júní kl. 21:00 / 5. júní kl. 22:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: midi.is

JESSICA ASZODI Ástralska söngkonan, Jessica Aszodi, kemur fram í Mengi á þriðjudag ásamt Berglindi Maríu Tómasdóttur, sem mun flytja nýtt efni, og Morton Feldman. Jessica sérhæfir sig í djörfum tónverkum og hefur ástríðufulla skuldbindingu gagnvart hvers lags tónsmíðum sem gefa merkingu, hvort sem það er í gegnum flutning, kennslu, útsetningu eða rannsóknir. Sem óperusöngvari hefur hún komið víða við og túlkað ýmis hlutverk. Sem einsöngvari hefur hún meðal annars komið fram með Sinfóníuhljómsveit Melbourne, Victorian Opera, ICE (international contemporary ensemble), hinni konunglegu fílharmoníuhljómsveit Melbourne, Eighth Blackbird, og fleirum. Jessica hefur verið tilnefnd til fjölmargra verðlauna fyrir óperusöng sinn. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 9. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net


5

HVAÐ ER AÐ SKE

Gísli Pálmi 4.JÚNÍ.2015 18 ÁRA ALDUSTAKMARK

EGILL TINY & SÖLVI BLÖNDAL ÚR

Quarashi

ÁSAMT / STURLA ATLAS, GERVISYKUR & VAGINABOYS

-M I Ð A S A L A-

T I X.I S SMEKKLEYSA


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

JAN LUNDGREN TRIO - SÆNSKUR DJASS Á LISTAHÁTÍÐ ICELANDIC TATTOO CONVENTION

TÓNLEIKAR

Jan Lundgren er heimsþekktur sænskur jazzpíanisti og tónskáld sem gefið hefur út hátt í 50 hljómdiska, en síðasti diskur hans, Flowers of Sendai, vann á síðasta ári verðlaun Jazz Journal, sem besti jazzdiskur ársins. Tónlistin er hljómfagur skandinavískur jazz, sem sver sig í ætt annarra heimsfrægra, sænskra jazzpíanista eins og Jan Johansson, Anders Widmark og Esbjörn Svensson. Með Jan koma fram

Bar 11 býður upp á þriggja daga tónleikaröð samhliða hinni árlegu Icelandic Tatto Convention en frítt er inn á alla tónleikana. Dagskráin er sem hér segir: Fimmtudagur: Johnny And The Rest Dorian Gray Hefst kl. 23:00 Föstudagur: Guns´N´Roses Heiðurssveit Black Desert Sun Hefst kl. 23:00

Matthias Svensson á kontrabassa og Zoltan Csörsz Jr á trommur en þeir hafa leikið saman síðan 1997, þegar hin margverðlaunaða plata, Swedish Standards, kom fyrst út. Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær: 4. júní kl. 20:00 Miðaverð: 3.900 kr. Nánar: harpa.is og tix.is

MARKÚS BJARNASON & KATE VARGAS

Laugardagur: Ottoman Casio Fatso Hefst kl. 23:00

Markús Bjarnason, úr MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS og Kate Vargas verða með ókeypis tónleika á Kex Hostel nú á fimmtudaginn.

Hvar: Bar 11, Hverfisgöta 18 Hvenær: 4.-6. júní kl. 23:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Skúlagöta 54 Hvenær: 4. júní kl. 21:00-23:00 Miðaverð: Frítt

TOM JONES Á ÍSLANDI

MARC ROMBOY

HJÁLPUM NEPAL

Sunnudagsklúbburinn í samstarfi við PartyZone, kynna 10 ára afmælisveislu Systematic Recordings útgáfunnar á Paloma nú á laugardaginn. Marc Romboy er nokkuð þekkt nafn innan hússenunnar en hann býr í Þýskalandi og stofnaði Systematic Recordings. Hann hefur verið starfandi í neðanjarðar techno og house senunni í yfir 20 ár og gefið út hjá ekki ómerkari útgáfum en Planet E og 20/20 Vision o.fl. í gegnum tíðina. Ásamt Romboy munu Namito, sem einnig gefur út hjá útgáfunni, Dj Frímann og BenSol sjá um tónlistina en í kjallaranum munu IntroBeats og DJ Kári dæla út tjúns.

Grammyverðlaunahafinn og goðsögn í lifanda lífi Sir Tom Jones heldur sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöll á mánudaginn. Hann hefur selt yfir 100 milljónir platna á ferli sínum og átt 36 lög á vinsældarlistum í Bretlandi og 19 lög í Bandaríkjunum með smellum eins og Its Not Unusual, Delilah, Green Green Grass of Home, She´s a Lady, Kiss og Sex Bomb. Auk þess að taka alla sína helstu smelli flytur hann lög af nýjustu plötum sínum, Praise & Blame og Spirit In The Room. Það verður því kátt í höllinni í sumar þegar þessi eðalsöngvari stígur á svið og syngur mörg sín bestu lög.

Styktartónleikarnir eru í boði lyfjafyrirtækisins Alvogen þar sem fram koma hljómsveitirnar Amaba Dama, Bubbi og Dimma, Retro Stefson og Ylja. Alvogen greiðir allan kostnað vegna tónleikanna svo aðgangseyrir renni óskertur til hjálparstarfs UNICEF og Rauða krossins í Nepal.

Hvar: Paloma Hvenær: 6. júní kl. 23:30 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: tix.is

Hvar: Laugardalshöll Hvenær: 8. júní kl. 20:00 Miðaverð: 7.990 - 16.990 kr. Nánar: midi.is

Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær: 6. júní kl. 21:00 Miðaverð: 4.500 kr. Nánar: tix.is

STYRKTARTÓNLEIKAR


7

HVAÐ ER AÐ SKE

SJÖUR MAURAR GRAND PRIX TILBOÐSVERÐ

KR.40.000.{SÉRVALDIR LITIR)

Lokahelgin!

FRITZ HANSEN, ROSENDAHL, STELTON, ERIK JORGENSEN, MARIMEKKO, KNOLL, ARTIFORT, OG ALLIR HINIR

Harpa / Skeifan 6 / Kringlan/ 5687733 / www.epal.is

Opnunartímar: fim-fös: 10.00 - 18.00 laugardag: 11.00 - 16.00


8

HVAÐ ER AÐ SKE

„ÞJÓÐFÉLAGIÐ ER MUN OPNARA FYRIR HÚÐFLÚRUM Í DAG EN ÁÐUR“

Dagana fimmta til sjöunda júní næstkomandi fer alþjóðlega húðflúrsstefnan Icelandic Tattoo Convention fram í Reykjavík í tíunda sinn. Fjöldi erlendra húðflúrslistamanna hefur boðað komu sína á ráðstefnuna, sem haldin er í Gamla bíói, og óhætt er að líkindum að segja að ráðstefnan sé mikil hátíð fyrir allt áhugafólk um hina háæruverðugu húðskreytilist. Ske er áhugasamt um allt sem er vænt og setti sig því samband við einn af frumhreyflum ráðstefnunnar, Össur Hafþórsson hjá Reykjavík Ink, og forvitnaðist lítillega um hana og kúnstina. Til að byrja með spyr ég bara eins og kjáni, hví að halda ráðstefnu sem þessa í Reykjavík? Er það t.a.m. mikilvægt fyrir framgang fagsins, eða er þetta fyrst og fremst skemmtun? Þegar við byrjuðum með ráðstefnuna fyrir tíu árum var lítil sem engin tattúmenning í Reykjavík og bara einhverjar tvær eða þrjár litlar stofur starfandi. Okkur fannst því vanta meiri fjölbreytni í þessa litlu senu sem þá var í gangi. Ráðstefnan og Reykjavík Ink hafa aukið áhuga almennnings á listinni svo mikið að fordómar gangvart húðflúrum hafa minnkað til muna. Áður fyrr þurfti fólk að fara erlendis til að fara í flúr í ákveðnum stíl, öðrum en þeim sem var í boði í Reykjavík á þeim tíma. The Icelandic Tattoo Convention opnaði áhugafólki um húðflúr alveg nýjan heim og kynnti um leið stíla sem höfðu ekki sést áður hér á Íslandi. Hvað ber helst að nefna af því sem fram fer á ráðstefnunni? Á ráðstefnunni getur fólk séð mismunandi stefnur, stíla og strauma. Þetta er í raunininni risastór tattústofa og fólk hefur aðgang að tuttuguogsjö artistum sem koma allstaðar að úr tattúheiminum. Allir eiga að geta fundið eitthvað fyrir sitt hæfi. Fólk getur komið með litlar sem

Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

stórar hugmyndir og munu listamennirnir sjá um að teikna og útfæra þær hugmyndir sem fólk kemur með, allt er hægt. Eins og fram kom að ofan hefur fjöldi erlendra listamanna boðað komu sína, eru þar einhverjir tilteknir sem eru sérstakur happafengur? Við erum að fá til landsins listamenn sem koma víðsvegar að úr heiminum og eru allir miklir fagmenn á sínu sviði. Við lítum svo á að allir flúrarnir séu mikill happafengur fyrir okkur. En til dæmis má nefna Scott Ellis, Jason June og Erik Axel Brunt sem sérhæfa sig í japönskum flúrum. Holly Ellis, Austin Maples og Simone Capex eru svo í old school. Svona mætti lengi telja en þetta er rosa flott blanda af konum og körlum sem gera flúr á heimsmælikvarða. Listamennirnir koma víða að svo sem frá Þýskaland, Ítalíu, Portúgal og Bandaríkjunum. Og fyrst við minnumst á húðflúr hérlendis - manni virðist sem húðflúr hafi verið í feykilegri sókn á síðustu árum og jafnvel sperrtustu broddborgarar skarta orðið miklum listaverkum, hverju heldurðu að þetta eigi að sæta? Jákvæð og opin umræða um húðflúr undanfarin ár og svo eru frægir íþróttamenn og stórstjörnur, bæði tónlistarmenn og leikarar, sem skarta húðflúrum. Allt hefur þetta áhrif. Afstaða fjöldans til húðflúra hefur talsvert breyst, ekki satt? Jú, þjóðfélagið er mun opnara fyrir húðflúrum í dag en áður. Það er enginn stéttarskipting þegar kemur að flúrum. Allir fá sér flúr óháð kyni, aldri, þjóðerni, vinnu og öðru. Ef þig langar í flúr þá færðu þér flúr.


9

HVAÐ ER AÐ SKE


10

HVAÐ ER AÐ SKE

Hvað finnst innmúruðum um þessa þróun (burtséð frá viðskiptalegu hliðinni, sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir fagfólk)?

og tískustraumum, geturðu nefnt mér eitthvað sem er sérstaklega vinsælt þessa dagana?

Það er auðvitað gleðiefni að fólk viðurkenni flúr sem list, þetta er ekki bara að setjast niður og teikna mynd. Það er gífurleg vinna á bakvið flúrin og ekki má gleyma því að flest allir flúrara mála og teikna sína eigin myndir. Þetta eru listamenn rétt eins og rithöfundar, listmálarar, grafískir hönnuðir og aðrir listamenn.

Já, stór húðflúr eru mjög vinsæl í dag, mandöluflúr sem og nöfn á börnum, foreldrum og mökum og portrettmyndir eru líka alltaf vinsælar.

Sögulega, á síðustu áratugum, hefur húðflúr haft sérstök tengsl við rokk & ról, er það liðin tíð?

Segðu mér nú í fullkominni hreinskilni, eru húðflúr fyrir alla?

Nei, alls ekki. En tattú tengist mun stærri og breiðari hópi í dag. Ég geri ráð fyrir því að húðflúr sé eins og flest annað undirorpið tíðaranda

Er tími ankera á framhandleggjum liðinn? Nei, það er enn inn og hefur aldrei farið neitt.

Nei, alls ekki, ekki frekar en það að fara í ljós, fá sér gervineglur, lita á sér hárið, vera með ákveðin fatastíl er heldur ekki fyrir alla. Við erum að ,,fegra” okkur á hverjum degi bara á mismunandi hátt. Hver og einn hefur sinn eigin stíl.


11

HVAÐ ER AÐ SKE

Kominn til Nova! Myndarlegur, skarpur og bjartsýnn

Ókeypis heimsending! nova.is

1.000 kr. notkun eða 500 MB á mán. í 12 mán. fylgir.

LG G4 32GB

119.990 kr. stgr. 7.190 kr. /18 mán.

Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Nánari upplýsingar á Nova.is.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

JÚNÍUS MEYVANT Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.

Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og fór frá athöfninni með tvenn verðlaun. Annars vegar sem Bjartasta vonin og hinsvegar verðlaun fyrir besta lag ársins.

plata Teits hefur fengið frábæra dóma. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 4. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: midi.is

Teitur Magnússon sem nýverið gaf út sína fyrstu sólóplötu, ,,27” hitar upp fyrir J. Meyvant, en

GÍSLI PÁLMI ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Gísli Pálmi fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar með útgáfutónleikum á fimmtudaginn. Platan, sem kom út þann 16. apríl síðastliðinn, ber nafnið Gísli Pálmi, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda ásamt því að vera ein mest selda rapp plata síðustu ára. Gísli Pálmi hefur fengið þá Sölva Blöndal, Egil Tiny og Steinar Orra Fjeldsted til að taka nokkur lög Quarashi áður en að hann stígur sjálfur á svið. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 4. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 / 3.900 kr. (með disk) Nánar: tix.is

UPPTAKTUR - ROOPE GRÖNDAHL Hádegistónleikar Roope Gröndahl á mánudag eru upptaktur að tónlistarhátið Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu sem lýkur með Hátíðartónleikum 17. júní.

Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning

Roope Gröndahl er einn af ungum einleikurum (Young Artist) á Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í ár, en hinn ungi finnski píanóleikari hefur getið sér góðan orðstír heima fyrir og unnið til alþjóðlegra verðlauna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið einleik með fjölmörgum hljómsveitum, m.a. finnsku útvarpshljómsveitinni, þjóðarhljómsveit Belgíu, og hljómsveitunum í Tampere og Lahti. Árið 2013 komst hann í lokaumferð Queen Elizabeth píanókeppninnar. Hann keppti einnig fyrir hönd Finnlands í Eurovision Young Musicians árið 2008 og lenti í öðru sæti. Hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Pekka Kuusisto, Ilya Gringolts og Steven Isserlis. Á hádegistónleikunum í Hörpu mun Roope Gröndahl leika verk eftir Sibelius, Brahms, Debussy og Scriabin. Auk þess að koma fram á tónleikum tekur Gröndahl þátt í námskeiði á hátíðinni þar sem hann mun miðla af reynslu sinni og vera öðrum þátttakendum hvatning til dáða.

www.cafeparis.is

Hvar: Norðurljós, Harpa Hvenær: 8. júní kl. 12:10 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: tix.is


13

HVAÐ ER AÐ SKE

Þér er í lófa lagið að taka upp Nýjasta upptökukækið frá Zoom H6 á eftir að gjörbylta því hvernig þú hugsar um hljóðupptökur. Hvað sem þú ert að taka upp; lifandi tónlist, kvikmyndir eða hljóð fyrir útsendingar. H6 fer létt með það. Kynntu þér málið.

Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

FURÐUVERÖLD LÍSU Á Listahátíð í Reykjavík 2015 verður efnt til dagskrár í Listasafni Einars Jónssonar sem byggir á nýrri óperu, Furðuveröld Lísu – Ævintýraópera, eftir tónskáldið John A. Speight og rithöfundinn Böðvar Guðmundsson.

MAGNÚS SIGURÐARSON: ATHÖFN OG YFIRSKIN Athöfn og yfirskin er fyrsta einkasýning Magnúsar Sigurðarsonar (f. 1966) hér á landi um langt skeið en hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum um árabil. Á sýningunni er m.a. myndbands-og hljóðinnsetning sem listamaðurinn vann nýlega í Hallgrímskirkju og landslagsteikningar. Magnús beinir sjónum sínum að nokkrum fastapunktum tilverunnar sem er að finna bæði í náttúru og menningu. Ýmis sköpunar- og listaverk hafa öðlast gildi í leit mannsins að hinu háleita. Þau sameina að því er virðist andstæða eiginleika, eru annars vegar ægifögur og yfirgnæfandi og hins vegar látlaus og einföld. Magnús gerir tilraun til að brjóta þessi haldreipi upp í frumeindir í leit að einhvers konar kjarna og spyr í leiðinni um innri og ytri veruleika manneskjunnar og afstöðu hennar gagnvart æðri mætti. Magnús er þekktastur fyrir ljósmyndaseríur, myndbandsverk og innsetningar þar sem hann skírskotar til kunnuglegra þátta úr dægurmenningu, fjölmiðlum og almennrar vitneskju. Á sýningunni í Hafnarhúsinu tekst hann á við sammannlega þrá eftir hinu háleita en hún kann að leynast við hvert fótmál. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.

Furðuveröld Lísu - Ævintýraópera hefur fengið styrki frá Barnavinafélaginu Sumargjöf, Tónlistarsjóði, STEF og Barnamenningarsjóði. Verkefnastjóri er Sverrir Guðjónsson Hvar: Listasafni Einars Jónssonar Hvenær: Sýning stendur til 7. júní Opnunartími: Alla daga nema mánudaga, kl. 13:00-17:00

FÖGNUÐUR Á FARDÖGUM Fögnuður á fardögum er nú haldið í þriðja sinn og er óður til fardagakálsins sem er betur þekkt sem njóli. Fardagakálið er falleg jurt sem hefur fengið slæmt orð á sig vegna þess hvessu harðgerð og öflug hún er og hversu vel hún höndlar íslenskar aðstæður. Jurtin er bæði bragðgóð og einstaklega næringarrík og var flutt inn til átu á 18. öld til að sporna gegn skyrbjúg sem háði Íslendingum mjög þegar þeir komu undan vetri. Fólkið hjá Góðgresi er einstaklega hrifið af þessari jurt og langar að fá sem flesta til að bæta henni inn í mataræði sitt. Góðgresi ætlar því bjóða fólki að koma og njóta jurtarinnar með sér á ýmsan hátt. Á Fögnuðinum verður fríður flokkur af listamönnum sem mun heiðra jurtina, hver á sinn hátt. Þarna mun fara fram sannkallaður fögnuður. Góðgresi var stofnað árið 2013. Kjörorð þess eru að „éta það sem úti frýs og lepja dauðann úr skelinni“. Það er því ekkert til sem heitir illgresi og sýna þau hjá góðgresi fram á þá staðreynd með því að bjóða fólki upp á hágæða hráefni úr matarkistu hinnar íslensku náttúru: „Orðið góðgresi er andstæða orðsins illgresi. Með því að nota nafnið Góðgresi yfir margar bragðgóðar og magnaðar plöntur sem vaxa frjálst allt í kringum okkur viljum við sýna fram á að mörg þessi „illgresi“ eru í raun hjálpsamar fólki. Við einbeitum okkur að því að tína og nota þessar villtu plöntur og með því vonumst við til þess að gera fólk áhugasamt um þær og gera tilraunir með þær plöntur sem finnast í þeirra nánasta umhverfi.“

Gjörningur listamannsins og útgáfuhóf, 23. júlí kl. 20:00. Hvar: Hafnarhús Hvenær: Sýning stendur til 18. okt.

Hvar: Laugarnestangi 65 Hvenær: 6. júní kl. 14:00

SÝNING Á VERKUM EFTIR ÞORVALD ÞORSTEINSSON Hverfisgallerí býður til sýningar á völdum verkum eftir Þorvald Þorsteinsson. Blaðamaður SKE getur fullyrt að hér er um mikilvæga sýningu að ræða sem vert er að upplifa. Sérstaklega er gaman að skoða texta sem listamaðurinn skrifaði á sama tíma og verkin voru unnin og dýpka skilning áhorfanda mikið.

VORSÝNING LJÓSMYNDASKÓLANS Á laugardaginn opnaði árleg vorsýning Ljósmyndaskólans þar sem fyrsta árs nemar sýna lokaverkefni sín ásamt afrakstri vetrarins. Í ár sýna fjórtán nemendur verk sín og eru þau jafn fjölbreytt og þau eru mörg, unnin bæði á filmu og með stafrænni tækni. Þar eru m.a. tekin fyrir sjálfsportrett, videoverk, nekt, eineggja tvíburar, íslenskar náttúruvættir, mannskepnan, eldri borgarar og tarot spil með íslensku ívafi. Hvar: Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6 Hvenær: Sýning stendur til 7. júní Opnunartími: Virkir dagar frá kl.14:00-19:00, helgar kl.10:00-18:00

Þorvaldur Þorsteinsson (1960–2013) lærði myndlist og verk hans hafa verið sýnd á söfnum víða um heim. Hann er þó ekki síður þekktur fyrir ritstörf sín, skáldsögur, barnabækur og leikrit sem líka hafa farið víða í þýðingum á erlendar tungur. Sköpunarorka hans virtist stundum ótæmandi og þótt hann hafi látist langt fyrir aldur fram hafði hann þegar afkastað meiru en flestum tekst á langri ævi.

Sýning Arnars Birgis opnar á fimmtudag í Gallery Orange. Allir eru velkomnir, léttar veitingar verða í boði og Dj Ghozt spilar ljúfa tóna.

Á sama tíma stendur sýning Ásdísar Sif Gunnarsdóttur, Misty Rain en hún samanstendur af þrírása vídeó verki sem er á mörkum kvikmyndar og video innsetningar. Vídeóið sýnir fjögur sjónarhorn af manneskju í viðtali. Manneskjan er að koma úr umbreytingarferli; hún er breytt eftir áhrifamikla lífsreynslu. Sýning Ásdísar stendur til 26. júní.

Arnar Birgis er 26 ára Breiðhyltingur með hjartað í miðbænum. Hann tekur sér það fyrir hendur að tjá sína innri orku með litum, hreyfingu og það hvernig hann gengur gangvart striganum, hvort sem hann er úr lérefti eða öðru, en það fer alltaf eftir dagsformi og ástandi seinustu daga. Ástand hans hefur verið nokkuð stöðugt síðustu misseri.

Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgata 4, Hvenær: Sýning stendur til 16. júní

Hvar: Orangeproject, Ármúla 6 Hvenær: Opnun 4. júní kl. 17:00-20:00

ARNAR BIRGIS – NAFNLAUS


15

HVAÐ ER AÐ SKE

Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


16

HVAÐ ER AÐ SKE

WAR IS OVER! IF YOU WANT IT

Happy Christmas from John & Yoko (and The Laundromat Cafe)

MATUR

EINSTAKT ANDRÚMSLOFT OG LJÚFFENGUR MATUR. Við Barónsstíg 11 er að finna algera perlu af veitingahúsi, Argentínu steikhús. Argentína hefur lengi verið í uppáhaldi fjölmargra sælkera en við hjá SKE fórum þangað nýverið og, vegna sögu staðarins, með talsverðar væntingar. Í forrétt var humarinn fyrir valinu. Fullkomlega eldaður og gómsætur. Það er erfitt að klikka á íslenskum humri en það getur þó verið snúið að elda hann fullkomlega. Sú varð raunin, einn besti humar sem við höfum smakkað. Nauta-carpaccio með klettasalati, heslihnetum, truffluolíu og wasabi aioli fylgdi í beinu framhaldi

og kom skemmtilega á óvart. Bragðmikið, ferskt og frumlegt. Aðalrétturinn á steikhúsi verður að vera stjarna sýningarinnar: Pipruð nautalund. Þarf að segja meira? Silkimjúkt kjötið bókstaflega bráðnaði í munni. Piparsósa, djúpsteiktar sætar kartöflur og hvítlauksristaðir sveppir ásamt bakaðri kartöflu fylgdu með. Meðlæti er nánast óþarft þegar nautalund er eins og nautalund á að vera, en skemmir þó ekki fyrir. Frábær þjónusta og ljúf kvöldstund. Ekki oft sem farið er svo langt fram úr okkar væntingum.

YES, IT IS TRUE! HEFÐBUNDIN ÍTÖLSK VEISLA ÚT ÚR ÞESSUM HEIMI Þegar kuldinn er of mikill miðað við árstíma kemur upp í hugann löngun til að vera komin til veðursælli landa – og þá er Ítalía gjarnan ofarlega í huga. Þetta hádegið náðum við að komast eins nálægt því að upplifa ítalska stemmingu og mögulegt er, verandi stödd í Reykjavík city, þegar ákvörðunin um að heimsækja Delí í Bankastrætinu var tekin. Hvítlaukskryddaður ilmurinn af ljúffengu ítölsku

lasagna, panini, pizzum og pasta tekur á móti manni á þessu og þú hreinlega veist ekki hvað þú átt að velja. Lasagna og panini með eggaldin og mozzarella urðu fyrir valinu og þvílík og önnur eins bragðlaukaveisla... mmmm, það gerist ekki betra! Deli.is

PIZZA 67 Veitingastaðurinn Pizza 67 var opnaður á ný á höfuðborgarsvæðinu fyrr á þessu ári. Fyrsti staðurinn var opnaður hér á landi fyrir 22 árum en í dag er einn Pizza 67 staður í Vestmannaeyjum og einn í Færeyjum. Staðurinn er til húsa í Langarima 21 í Grafarvogi en fljótlega opnar einnig staður á Grensásvegi. Við fengum okkur pizzu

að nafni Pepperoni 67 sem inniheldur tvöfaldan skammt af pepperoni, er með aukaosti og krydduð með chilli. Það var ánægjulegt að smakka pizzurnar frá þeim aftur og hafa þeir engu gleymt. Pizzan var mjög braðgóð og hráefnið fyrsta flokks. Eins og þeir orða þetta skemmtilega, „make pizza, not war“.


17

HVAÐ ER AÐ SKE


18

HVAÐ ER AÐ SKE

GUERILLA GIRLS Upphaf Guerilla Girls má rekja aftur til umdeildrar sýningar sem haldin var í Museum of Modern Art (MoMA) í New York árið 1984 og bar yfirskriftina An International Survey of Recent Painting and Sculpture. Var henni ætlað að veita yfirlit yfir fremstu listamenn samtímans. Af hundraðsextíuogníu listamönnum sem áttu verk á sýningunni voru aðeins þrettán konur. Hafa miklar framfarir orðið síðan þá? Á sínum tíma héldu sýningarstjórar, eigendur gallería og jafnvel karlkyns listamenn því fullum fetum fram á opinberum vettvangi að konur og þeldökkir listamenn hefðu listaheiminum ekkert umtalsvert fram að færa. Núorðið dytti ekki nokkrum manni í hug að halda slíku fram, nema ef vera skyldi Georg Baselitz. Núna er þetta borðleggjandi: menningarsaga verður að innihalda hinar mörgu ólíku raddir umræddrar menningar til að standa undir nafni sem raunveruleg saga en ekki bara saga valdaafla. Mismunun í bandarískum listaheimi er núorðið duldari en fyrr, ekki hvað síst vegna þess að í list felast fjárfestingartækifæri fyrir hina ofurríku. Málamyndaaðgerðir (e. tokenism), sú hugmynd að þú leysir vandamál varðandi margbreytileika með því að sýna verk einnar eða tveggja kvenna eða þeldökkra listamanna er dæmi dulið form mismununar. Annað er glerþakið sem kvenlistamenn eða þeldökkir fá sjaldnast að rísa upp fyrir. Loks er það böl heimsins, misskipting auðs. Hvítir karlar sitja nær einir að stóru fúlgunum og tækifærunum. Konur og þeldökkir listamenn fá 7 til 10 prósent af því sem karlar fá fyrir verk sín. Sjáðu bara uppboðin! Svona gengur þetta með blessun listaverkamarkaðarins sem stýrir bandaríska safnakerfinu og er stýrt af stjórnum skipuðum listaverkasöfnurum og –fjárfestum. Þú getur rétt ímyndað þér innherjaviðskiptin og hagsmunaárekstrana sem þessu fylgja! Öll þau mein sem hrjá hagkerfi heimsins herja fullt eins mikið á hagkerfi listaheimsins. Í tilefni af þrjátíu ára afmæli hópsins endurhönnuðum við tvö af fyrstu veggspjöldunum okkar. Annað ber saman fjölda þeirra kvenna sem fengu að setja upp einkasýningar í söfnum í New York annars vegar árið 1984 og hins vegar árið 2014. Eigum við að sætta okkur við fjölgun um eina sýningu á ári í hverju safni?

Við bárum líka saman þau gallerí sem sýndu örfáar konur árið 1985 og þau sem gera það sama í dag. Úr því að engar konur fái verk sýnd og upp að því að þær séu um tíu prósent þeirra sem fá verk sýnd og í það að að þær séu á bilinu núll til tuttuguprósent þeirra sem fá verk sýnd, og nokkur galleríanna eru á báðum listum! Á opnunarsýningu The New Whitney Museum eru um þrjátíu prósent verkanna eftir konur. Eigum við að sætta okkur við það? Hefur okkur að einhverju leyti farið aftur hvað varðar stöðu kynjanna? Sjá svar að ofan! Aðgerðir Guerilla girls eru ekki takmarkaðar við listaheiminn, heldur snúa þær líka að stjórnmálum og kvikmyndabransanum. Hvaða skoðun hafið þið á að því er virðist endalausum dauðsföllum svartra Bandaríkjamanna fyrir hendi lögreglu (Á Íslandi hefur aðeins eitt dauðsfall orðið fyrir hendi lögreglu svo það er erfitt fyrir okkur að gera okkur almennilega grein fyrir ástandinu þar vestra.)? Kynþáttamisrétti og misskipting auðs í Bandaríkjunum er ólíðandi. Ótti og skotvopn hafa svo gert það að verkum að ástandið er banvænt. Lögreglan er í raun orðin að hernámsliði í stað þess að vera fólki til verndar. Við þurfum gagngerar endurbætur í löggæslu. Þið hafið átt það til að framkvæma svokallaðar tippatalningar á listasöfnum, þar sem þið farið og safnið upplýsingum um kyn listamanna og viðfangs þeirra. Ætlið þið að framkvæma eina slíka á Íslandi? Ef við hefðum það í hyggju myndum við ekki láta fjölmiðla vita af því fyrr en eftir á! Þann þrettánda maí var á vegum Listahátíðar í Reykjavík afhjúpað risastórt veggspjald í miðborg Reykjavíkur þar sem Guerilla Girls benda á hversu mjög hefur hallað á konur í úthlutunum úr Kvikmyndasjóði. Samkvæmt mínum heimildum höfðuð þið aðgang að tölfræðigögnum um fjölmargt í íslensku samfélagi. Voru tölurnar frá Kvikmyndamiðstöðinni þær sem mest stungu í augun? Tengiliðir okkar á Íslandi létu okkur vita af þessu. Það er athyglisvert að sjá hversu áberandi karllægur kvikmyndabransinn er enn á þessu litla landi þar sem öflug femínistahreyfing hefur opnað dyr kvenna að stjórn landsins. Er okkur að takast að koma af stað samræðu? Einn uppáhalds rithöfundurinn minn, Mark Twain, var þekktur fyrir að nota húmor til að flytja alvarlegan boðskap og ég held að einmitt það sé ástæðan fyrir því að hann lifir enn góðu lífi í bókmenntaheiminum. Húmor hefur líka verið fyrirferðarmikill í verkum ykkar, hvers vegna er það?

Ljósmynd: ©Rafael Pinho

Við bendum ekki bara á tiltekið atriði og segjum ,,Þetta er vont!” Við reynum alltaf að finna nýjar leiðir til að nálgast viðfangsefnin og þar með fá fólk til að sjá þau í nýju ljósi. Við komumst fljótt að því að með því að fá andmælendur okkar til að hlæja erum við að ná dálítilli fótfestu í höfðinu á þeim. Og þar með eru meiri líkur á því að okkur takist að fá viðkomandi til

Ljósmynd: ©Rafael Pinho að skipta um skoðun. Staðreyndir, húmor og gervipelsar hafa verið möntrurnar okkar. Mér skilst að þið hafið fest sjónar á nýju skotmarki, að þið hyggist beina spjótum ykkar að ofurríkum listaverkasöfnurum sem ráða listaverkamarkaðnum og sitja oftar en ekki í stjórnum safna og stjórna því þar með hvaða list er keypt og sýnd á söfnunum. Getið þið sagt mér nokkuð um þetta og það hvernig þið hyggist berjast gegn þessum ójöfnu valdahlutföllum? Eins og við höfum áður sagt, það er ömurleg leið til að skrifa menningarsögu að lofa hinum ofurríku að stjórna listasöfnum. Fyrir skemmstu vörpuðum við um nóttu upp mynd á hlið Whitney Museum í samstarfi við Illuminator Collective. Það var persónulegt bréf til listaverkasafnara heimsins. Við prentuðum skilaboðin líka á límmiða í samstarfi við fleiri aðila og límdum upp um alla New York. Í apríl 1994 var farandsýning eftir Guerilla Girls sett upp í Reykjavík þar sem tekin var saman tölfræði um íslenskan listaheim. Tölurnar voru birtar opinberlega og þar mátti sjá að af sextíu útilistaverkum í Reykjavík voru aðeins sjö eftir konur. Þar var ennfremur vakin athygli á því að engin kona hafði verið send sem fulltrúi Íslands á Feneyja tvíæringinn. Þetta varð til þess að íslensk yfirvöl hétu því að senda konu næst. Í kjölfarið fór Steina Vasulka sem fulltrúi Íslands á Tvíæringinn árið 1997. Hafið þið önnur dæmi um svo eindreginn árangur af aðgerðum ykkar og list? Vá, þetta er frábær saga! En Steina komst á Tvíæringinn fyrir eigin rammleik. Árið 2007 unnum við verk fyrir Washington Post um ríkisstyrktu listasöfnin í miðborg Washington D.C. Þegar blaðið hafði samband við The National Gallery of Art til að fara yfir staðreyndir verksins og staðfesta það að í reynd var ekki eitt verk eftir þeldökkan Bandaríkjamann þar til sýnis stukku þeir til og settu í snarhasti upp verk eftir svartan höggmyndalistamann. Og hann komst líka þangað fyrir eigin rammleik. Þekkið þið til einhverra íslenskra listamanna og ef svo, eru einhverjir sérstakir í uppáhaldi? Við elskum heim listamanna og NEITUM AÐ GERA UPP Á MILLI. Hvers geta Íslendingar vænst af fyrirlestrinum sem þið hyggist flytja í Bíó Paradís þann fjórða júní? Meiru af því sem við erum búnar að vera að segja þér með fullt af sögum inn á milli. AÐ AUKI ætlum við að syngja um Herstory of Hysteria, vera með lista-kviss og loks þusa um það hvernig best er að breyta niðurnjörvuðu kerfi og hafa gaman af því. Að lokum: af hverju á ferlinum eru Guerilla Girls stoltastar? Næsta verki!


19

HVAÐ ER AÐ SKE

Armband á alla viðburði fæst á Shell Vesturlandsvegi, Shell Hörgárbraut Akureyri og hjá Bílaklúbbi Akureyrar Verð 7.500 kr. Nánari upplýsingar á www.ba.is


20

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

GUERRILLA GIRLS FYRIRLESTUR Árum saman hafa Guerrilla Girls hrist upp í áheyrendum með fyrirlestrum sínum, í fullum frumskógarskrúða. Þær hafa komið fram í skólum, söfnum og hvers kyns stofnunum í flestum ríkjum Bandaríkjanna og mörgum heimsálfum.

SKEMMTISTAÐURINN HÚRRA 1 ÁRS Húrra er búinn að vera til í 1 ár! Það er stuð! Því ber að fagna! Húrra fyrir því! Aðstandendur Húrra grilla borgara á laugardaginn og Babies Flokkurinn spilar um kvöldið. Ekki leiðilegt geim það! Sei, sei, nei!

Fyrirlesturinn stendur í um það bil eina og hálfa klukkustund og fylgja honum spurningar og umræður. Guerrilla Girls leiða áheyrendur í gegnum hugmyndavinnu á bak við veggspjöld þeirra, bækur (The Guerrilla Girls Bedside Companion to the History of Western Art, Bitches, Bimbos and Ballbreakers: The Guerrilla Girls’ Guide to Female Stereotypes, The Guerrilla Girls’ Hysterical Herstory of Hysteria and How It Was Cured, From Ancient Times Until Now) og frekari aðgerðir gegn mismunun í listum, kvikmyndum og stjórnmálum.

Hvar: Húrra Hvenær: 6. júní kl. 17:00 Miðaverð: Frítt

BAR ANANAS FATAMARKAÐUR Bar Ananas ætlar að halda heljarinnar fatamarkað á laugardaginn! Það verða nokkur sölupláss í boði og allir geta sótt um sem vilja selja föt eða bara hvað sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að senda þeim skilaboð á fésbókinni og borga litlar 300 kr. Happy Hour er í gangi út allan viðburðinn! Hvar: Bar Ananas, Klapparstíg 38 Hvenær: 6. júní kl. 16:00-19:00 Miðaverð: 300 kr. fyrir sölupláss

Hvar: Bíó Paradís Hvenær. 4. - 6. júní kl. 17:00-19:00 Miðaverð: 3.500 kr. Nánar: midi.is og bioparadis.is

THE COLOR RUN ÍSLAND THE ICELANDIC TATTOO CONVENTION 2015. The Icelandic Tattoo Convention, eða hin íslenska húðflúrsráðstefna, verður haldin nú um helgina í tíunda sinn. Hátíðin er alþjóðleg en hana sækja 28 flúrarar frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Portúgal, ítalíu, Íslandi, Spáni og fleiri stöðum. Það verður mikið um dýrðir og er þetta viðburður sem hvaða flúr- eða listunnandi ætti ekki að láta framhjá sér fara enda verður Gamla bíó stærsta húðflúrsstofa landsins þessa helgi.Tímapantanir fara fram á hátíðinni sjálfri. Hátíðin opnar á föstudag og er mælst til að fólk mæti snemma þann dag til að bóka tíma og hitta listamennina. Opnunartími hátíðinnar er: Föstudagur: 14:00-23:00 Laugardagur: 12:00-23:00 Sunnudagur: 12:00-20:00 Hvar: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 5.-7. júní Miðaverð: Dagpassi 800 kr./helgarpassi 2000 kr. / frítt fyrir yngri en 13 ára. Nánar: midi.is

The Color Run (is: litahlaupið), hamingjusömustu 5 km á jörðinni, var fyrst haldið árið 2012 í Phoenix í Arizona og var það Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman sér til gamans. Á síðustu þremur árum hefur hlaupið farið sigurför um heiminn en um er að ræða einstakan fjölskylduviðburð sem haldinn hefur verið í meira en 40 löndum og tvær milljónir manna hafa tekið þátt. Í Bandaríkjunum er þetta stærsta viðburðaröð landsins. Árið 2015 verða hátt í 300 hlaup í meira en 40 löndum og er The Color Run orðið tröllvaxinn heimsviðburður. The Color Run snýst ekkert um keppni eða tímatöku heldur um að njóta lífsins! Þúsundir þátttakenda,

RÝMINGARSALA HJÁ BÓNUS SKÓM Rýmingarsala í verður haldin í Bónus skóm helgina. Rýmt verður til að opna þar nýtt kaffihús í júlí sem mun bera nafnið Vínil. Aðeins fjögur verð á skónum: 1.000 kr. 2.000 kr. 3.000 kr. 5.000 kr. Hvar: Bónus skór, Hverfisgata 76 Hvenær: 5. - 7. júní kl. 12-18

eða ,,litahlauparar”, eru litaðir frá toppi til táar í mismunandi litum á kílómeters fresti. Eftir hlaupið heldur gleðin áfram með ógleymanlegu partýi sem samanstendur af tónlist, dansi og litakasti. Þetta verður litríkasta partý sem þú hefur séð! Alvogen er bakhjarl hlaupsins á Íslandi og með stuðningi fyrirtækisins og þátttöku hlaupara er stefnt að því að 5 milljónir króna muni renna til góðgerðarmála sem tengjast réttindum barna. Hvar: Reykjavík Hvenær: 6. júní kl. 09:00 Miðaverð: 3.499 kr. (börn) / 6.499 kr. (fullorðnir) Nánar: midi.is og thecolorrun.is


21

HVAÐ ER AÐ SKE


22

HVAÐ ER AÐ SKE

TÍSKA SINDRI JENSSON

HILDUR RAGNARSDÓTTIR

HÚRRA REYKJAVÍK

EINVERA

WHITE SNEAKERS

TOPP 5 Ég fæ aldrei nóg af hvítum strigaskóm og ég þreytist seint á að fjalla um þá. Það er einfaldlega þannig að ferskt par af hvítum skóm getur gert kraftaverk fyrir mann. Sumir hafa gengið svo langt að segja að fólk í hvítum strigaskóm sé hamingjusamara, ég ætla þó ekki að fullyrða neitt um það. Í mínum huga eru fjögur vörumerki sem standa framar en önnur í strigaskó leiknum þessa stundina; Nike, Adidas, New Balance og Vans. Að sjálfsögðu eru önnur vörumerki einnig

að gera frábæra hluti og má þar nefna Asics & Saucony. Í meira premium og dýrari flokki má svo nefna Filling Pieces og Common Projects en skórnir þeirra eru gullfallegir og gerðir úr hágæða leðri. Svo er alveg nauðsynlegt þegar maður á hvíta strigaskó að halda þeim hreinum. Til þess mæli ég með hreinsiefninu frá Jason Markk sem gerir gæfumuninn þegar maður hefur stolist í hvítum skóm á djammið. Ég tók saman lista yfir topp 5 hvítu strigaskóna fyrir sumarið 2015.

TENS SÓLGLERAUGU Tens sólgleraugnamerkið var stofnað af fjórum skoskum vinum. Hugmyndin að því kom upp í ferð um sveitir Skotlands, þar sem veðrið var svipað og við könnust við hérna á Íslandi - skýjað og grátt. Eftir miklar rannsóknir og prufur þá urðu Tens til. Það sem er gerir Tens sólgleraugun ólík öðrum sólgleraugum er að þau eru með „filter“ linsu líkt og við þekkjum

1. NIKE AIR HUARACHE

2. ADIDAS STAN SMITH

3. VANS SK8-HI

4. ADIDAS SUPERSTAR 80´S DELUXE

5. NEW BALANCE CT 300

flest frá Instagram. Þannig að það skiptir í rauninni ekki málið hverning veðrið er úti því það er allt sumarlegt og fallegt með Tens sólgleraugunum. Þau eru eins og að vera með „a real life photo filter“. Hvað er fullkomnara fyrir íslenska sumarið, sem getur stundum verið óútreiknanlegt? Tens fást meðal annars hjá Eirberg, í Öxney, og í Sturlu á Laugavegi.


23

HVAÐ ER AÐ SKE

Blússa,

2995,-

Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland


24

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

TDK FLEX VEÐURVARINN BLUETOOTH HÁTALARI Það er fátt þakklátara en að geta ferðast og hlustað á tónlistina sína hvar sem er í góðum hljómgæðum. TDK Flex er Bluetooth hátalari sem þolir íslenskt sumar og allt sem því fylgir. Hann er sérstaklega veðurþolinn með IP65 vatns- og rykvörn. Það er því hægt að vera með hann utanhúss hvort sem er til að spila grilltónlistina við útigrillið, fyrir krakkana við heita pottinn eða til að halda partý í guðsgrænni náttúrunni. Flex kemur með 8 klukkutíma rafhlöðu og með IK07 höggvörn. 360 gráðu hljómur og góður bassi. Góður ferðafélagi í sumarfríið.

98“ RISINN FRÁ LG STÆRSTA SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM FLUTT HEFUR VERIÐ INN TIL LANDSINS FYRIR ALMENNA SÖLU. Tækið er með risavaxinn 98” skjá sem gæddur er sérstakri IPS 4K tækni LG. Myndin lifnar við með Ultra HD 4K upplausn sem er fjórum sinnum öflugri en Full HD og gefur af sér góð dýpt og tæra mynd. Á græjunni er 5.2 fjölrása hátalarakerfi sem hannað af Harman Kardon og Ultra Surround sound og því er hljómurinn kraftmikill og eykur upplifun áhorfandans til muna. Tækið er einfalt í notkun og því fylgir töfrafjarstýring (e. Magic Remote) sem gerir þér kleift að eyða

minni tíma í að leita og meiri tíma í að njóta. Þú getur einnig stjórnað sjónvarpinu með LG appinu úr snjallsíma. • • • • •

Ultra HD 4K 3840 x 2160 upplausn TRU-ULTRA HD ENGINE PRO – 4K uppskölun Smart TV – Nettenging með opnum netvafra Skype myndavél innbyggð Mál með standi (BxHxD): 230,2 x 160,3 x 46,62 cm

PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI

DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3


25

HVAÐ ER AÐ SKE

PIPARMYNTU BRAGÐ


26

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

FINNSDÓTTIR BIGFOOT LAMPI Finnsdottir er dansk hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2007 af þeim íslensk/dönsku Þóru Finnsdóttur og Anne Hoff. Þóra útskrifaðist úr Danmarks Designskole og nýtir sína þekkingu á keramik en Anne Hoff kemur úr grafískri átt. Merkið hefur vaxið og dafnað og nýtur gríðarlega mikill vinsælda um heim allan. Dásamlegur Bigfoot lampi úr keramik, áferðin er mött. Kemur með snúru, perustæði og skerm.

OYOY DISKAMOTTA OYOY living design er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2012 af henni Lotte Fynboe sem er jafnframt aðalhönnuður fyrirtækisins. OYOY hannar hágæðavörur, innblásnar af klassískum skandinavískum stíl en einnig undir áhrifum af japanskri hönnun og með ástríðu fyrir því að sameina liti og efni. Fallegar diskamottur úr sílikoni sem eru mjög þægilegar í notkun og auðvelt að þrífa.

Stærð: 45 x 19 cm

Stærð: 39 cm í þvermál

NAGELSTAGER REPRO Nagelstager repro er endurframleiðsla á þessum heimsfrægu kertastjökum. Hingað til hafa þeir bara fundist í antikbúðunum, en nú hefur danskt fyrirtæki hafið endurframleiðslu á þeim. Ótrúlega fallegir og sniðugir stjakar sem hægt er að stafla saman. Hver stjaki tekur 3 kerti. Hægt að kaupa hvít kerti, 12 stk. saman í pakka frá Kunstindustrien. Stærð: 10x10x7,5 cm.

FUSS B11 COLORBLOCK PÚÐI Flottur colorblock nude/grár og dökkgrár púði frá danska fyrirtækinu Fuss. Allar þeirra vörur eru prjónaðar úr ítölsku garni og framleiddar í Evrópu. Stærð: 60x40 cm. Efni: Merínóull og akrýl í púðaverinu, 100% bómull í koddanum og fyllingin er úr dúni og fiðri.

HK LIVING LJÓS Mjög flott grátt og matt ljós frá HK living. Það er bæði hægt að fá með rofa og einnig sem loftljós. Á ljósinu með rofanum er 3 metra löng snúra og er hún með kló. Loftljósið er með 2 metra langri snúru. Hægt að nota ljósið bæði sem lampa og hægt að hengja það í loftið. Stærð: 13x13x17 cm.

Einstakar brúðargjafir Úrval brúðargjafa á tilboðsverði Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Yfir 40 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjafa

Íslensk hönnun

Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220


27

HVAÐ ER AÐ SKE

Heslihnetufrappó Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi

ColdBrew

Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið

Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa

Oreofrappó

Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa

Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi

Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa

SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI

Oolong- og engifersmoothie

Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp

Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar

Matchafrappó

Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna

Íslatte

Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali

og grænt íste

Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar

Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp

Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi


28

HVAÐ ER AÐ SKE

LG G4 PARTY KJARVALSSTAÐIR 29. MAÍ


29

HVAÐ ER AÐ SKE

Vesturlandsvegi, vid hlidina a Skeljungi


30

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

MAD MAX: FURY ROAD

FÚSI

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

HÁSKÓLABÍÓ | BÍÓ PARADÍS BORGARBÍÓ AKUREYRI

TOMORROWLAND

CHILD 44

FAST & FURIOUS 7

ÁLFABAKKI | LAUGARÁSBÍÓ KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

ÁLFABAKKI

SMÁRABÍÓ

6,8

7,7

6,4

23%

82%

7,7

49%

98%

8,8

GOOD KILL THE WATER DIVINER PITCH PERFECT 2 SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK BORGARBÍÓ AKUREYRI

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL

61%

7,3

AVENGERS: AGE OF ULTRON ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

8,0

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

6,3

74%

PAUL BLART: MALL COP 2 SMÁRABÍÓ

6,4

23%

74%

68%

7,3

A SECOND CHANCE THE AGE OF ADALINE

HÁSKÓLABÍÓ

BAKK SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI

7,1

45%

HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI

8,0

74%

SPOOKS: THE GREATER GOOD

HOT PURSUIT ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI

6,8

59%

4,7

6%


31

HVAÐ ER AÐ SKE

F RUMSÝ N D 10. JÚNÍ FORSALA HAFIN Á

,

OG


32

www.peugeot.is

HVAÐ ER AÐ SKE

NÝR PEUGEOT 208

IS BACK

1.6 TURBÓ - 200HESTÖFL HRÖÐUN 0 - 100KM/KLST

6,8

SEKÚNDUR

PEUGEOT 208 GTI

FRÁ KR.

4.390.000

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri 5,9L/100km og CO2 útblástur (g/km) 139.

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Þú finnur okkur á facebook.com/PeugeotIceland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.