Ske - Tbl #15

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 10.6-17.6

#15

SKE.IS

„ÉG BYRJAÐI NÚ BARA ÓVART AÐ SYNGJA“

SÓLEY NÝTUR MIKILLA VINSÆLDA ERLENDIS


2

HVAÐ ER AÐ SKE

TATTOO RÁÐSTEFNA Í REYKJAVÍK 5. - 7. JÚNÍ

Stundum á ég óskaplega bágt með ,,af því bara.“ Sem ég skrifa þetta sit ég við hliðina á forláta Peugeot-reiðhjóli, ljósbláu með hrútastýri og þvengmjóum hjólbörðum. Það er afskaplega rennilegt. Alveg hreint gullfallegt. En það er fyrir konur. Sláin er aflíðandi niður frá stýrinu. Þannig eru kvenhjól. Af því að einu sinni hjóluðu konur í síðum pilsum. Held ég. Og sjálfsagt gera margar það enn. Áreiðanlega fullt af körlum líka. Það er enda ekki sláin aflíðandi sem fer í taugarnar á mér. Heldur hitt að enn séu mörg hjól með beinni slá. Karlhjól. Af því bara. Þannig eru þau í Tour de France, eða eitthvað. Ef menn detta þar missa þeir líka útlimi eða fara allir í flækju eða fá ægileg brunasár eða hrynja fram af þverhníptum björgum og finnast aldrei. Eða svona. Aflíðandi slár myndu kannski engu breyta um það. En þær myndu auðvelda mér að stíga upp á hjól eftir að hafa borðað falafel, franskar og sjeik. Og öllum körlunum í kjólunum og kuflunum og pilsunum. Samt erum við á karlhjólum, með beinum slám. Af því bara (þó vonandi og áreiðanlega ekki allir, ótrúlegt nokk eru þau til sem taka heilbrigða skynsemi fram yfir fúnar grillur um kynhlutverk). Smáatriðin. Fuck hjól með beinni slá og heimskuleg smáatriði sem við tökum sem gefnum.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Sóley Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Tattoo ráðstefnu & Útgáfutónleikum Gísla Pálma: The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf


3

HVAÐ ER AÐ SKE

Heslihnetufrappó Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi

ColdBrew

Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið

Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa

Oreofrappó

Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa

Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi

Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa

SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI

Oolong- og engifersmoothie

Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp

Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar

Matchafrappó

Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna

Íslatte

Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali

og grænt íste

Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar

Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp

Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

VEÐURSKIPIÐ LÍMA OG ICELAND AIRWAVES Á FERÐ UM LANDIÐ Iceland Airwaves blæs til tónleika hringinn í kringum landið í júní. Ferðin ber yfirskriftina ,,Veðurskipið Líma” og með í för verða Emmsjé Gauti, Agent Fresco og dj flugvél og geimskip. Auk þess munu sigurvegararnir úr Músíktilraunum, Rythmatik, koma fram sem sérstakir gestir í Bolungarvík. Miðar á Iceland Airwaves verða gefnir heppnum tónleikagestum á hverjum stað, en tónleikarnir eru í samstarfi við Rás 2, Egils Appelsín og Hertz. 10. júní Bolungarvík – Félagsheimilið 11. júní Grenivík – Grenivíkurskóli 12. júní Raufarhöfn – Félagsheimilið Hnitbjörg 13. júní Breiðdalsvík – Frystihúsið 14. júní Reykjanesbær – Hljómahöllin Hvar: Ísland Hvenær: 10. - 14. júní kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

ENSÍMI ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Fimmta breiðskífa Ensími verður gefin út í júní og hefur hún hlotið nafnið Herðubreið. Í tilefni af útgáfunni blæs Ensími til útgáfutónleika á laugardaginn. Ekkert verður sparað til við framkvæmd tónleikanna sem verða sitjandi tónleikar. Ensími mun flytja lög af Herðubreið ásamt vel völdum slögurum úr sarpi sveitarinnar. Hljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996 til að svala þorsta liðsmanna í tónlistarsköpun. Í upphafi var ekki stefnan að gera eiginlega hljómsveit en eftir eðlilegan meðgöngutíma hljóðrituðu liðsmenn prufuupptökur af nokkrum lögum. Þær upptökur rötuðu í hendurnar á útgefendum sem vildu ólmir gefa efniviðinn út. Frumburður sveitarinnar „Kafbátamúsík” leit dagsins ljós árið 1998 og hlaut einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda þrátt fyrir að sveitin hefði aldrei komið fram opinberlega og væri því ekkert þekkt. Hljómsveitin var valin bjartasta vonin og lagið ,,Atari” var valið besta lagið á Íslensku tónlistarverðlaununum það árið. Haustið 1999 hófust upptökur á annari plötu Ensími. Var hún að stórum hluta unnin af upptöku stjóranum

Steve Albini, sem þekktastur er fyrir starf sitt með sveitum eins og Nirvana og Pixies. Fyrir vikið hafði ,,BMX” yfir sér hrárri hljóm að hluta heldur en frumburðurinn. Þriðja plata sveitarinnar var unnin af liðsmönnum Ensími og kom út árið 2002 og var samnefnd sveitinni. Fjórða platan „Gæludýr” kom svo út árið 2010. Ensími er rómuð fyrir öflugan lifandi flutning enda liðsmenn fagmenn sem koma reglulega fram með helstu tónlistarmönnum samtímans. Hún er sparsöm á tónleikahald og því sjaldgefið tækifæri að bera hana augum og eyrum þegar hún fer á stjá. Ensími eru: Hrafn Thoroddsen – Söngur / Gítar Franz Gunnarsson – Gítar / Bakrödd Guðni Finnsson – Bassi / Bakrödd Arnar Gíslason – Trommur Þorbjörn Sigurðsson – Hljómborð / Bakrödd Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 13. júní kl. 20:00 Miðaverð: 3.990 kr. Nánar: tix.is

ÁSGEIR Í ELDBORG Ásgeir hefur verið á löngum og nánast stanslausum tónleikaferðum um allan heim síðastliðin tvö ár en hann og hljómsveit hans héldu yfir 100 tónleika árið 2014. Hápunkturinn var án vafa tvennir uppseldir tónleikar í Óperuhúsinu í Sydney í janúar á þessu ári. Í febrúarmánuði hitaði Ásgeir svo upp fyrir írska tónlistarmanninn Hozier í Bandaríkjunum og í maí heldur hann á ný til Ástralíu sem sérstakur gestur á tónleikaferð Alt-J þar í landi. Ásgeir verður því í fantaformi þegar hann stígur á stokk í Eldborg í Hörpu á þriðjudaginn, sínum stærstu tónleikum á Íslandi til þessa, ásamt

hljómsveit og blásara- og strengjasveit og verður allt kapp lagt í tónleikana. Þetta verða allra síðustu tónleikar Ásgeirs á Íslandi til að fylgja eftir Dýrð í dauðaþögn því hann hefur nú þegar hafist handa við að semja lög fyrir næstu plötu og í sumar taka við upptökur ásamt stöku tónleikum á erlendum tónlistarhátíðum. Áætlað er að næsta plata Ásgeirs komi út í mars á næsta ári. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 16. júní kl. 20:00 og 23:00 Miðaverð: 4.990 - 7.990 kr. Nánar: harpa.is og tix.is


5

HVAÐ ER AÐ SKE

POPP OG COKE Sígild tvenna sem er alltaf jafn góð

299

PIPAR \ TBWA

SÍA

152304

COCA COLA 1 L + STJÖRNUPOPP 90 G

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

kr.

Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast.

T R Æ B FRÁ NUTVEN OÐ TILB


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST MARTEINN

Þriðja kvöldið í tónleikaröð sem Mengi býður upp á með reglulegu millibili yfir árið, þar sem stórir hópar hljóðfæraleikara leika saman.

Hinn ungi og bráðsnjalli taktameistari, Marteinn, spilar lög eftir sig í bland við aðra á Prikinu á þessum fimmtudegi. Rapparinn Trinidad James fékk einmitt lag frá Marteini á síðasta ári, lagið ,,Allau” þar sem OG Maco var gestarappari. Greinilegt að Marteinn stefnir hátt í taktsmíðunum enda mikið efni.

Á fimmtudag verður spilað á slagverk en Magnús T. Eliassen leiðir hópinn að þessu sinni. Ásamt honum spila meðal annars Matthías Hemstock og Kristófer Rodriguez Svönuson.

Hvar: Prikið Hvenær: 11. júní kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

ÞRIÐJA STUNDIN: TÓNLIST FYRIR SLAGVERK

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 11. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

ÓLAFUR BJÖRN ÓLAFSSON & JO BERGER MYHRE

MR. SILLA & HYPERPOTAMUS (ES)

Eftir að hafa hist fyrir tilviljun á æfingu knattspyrnuáhugamanna, ákváðu Ólafur Björn Ólafsson (Óbó), tónsmiður, og hinn norski tónsmiður, Jo Berger Myhre að skapa saman tónlist í hljóðveri Ólafs í Gufunesi. Með bakgrunn sinn í kvikmyndatónlist og spuna, hafa Ólafur og Jo mæst á sameiginlegum grundvelli. Slagverks- og hljómborðsmynstur Ólafs parast saman við napran og myrkan bassahljóm Jo Berger og skapar tónlistarupplifun sem veltir upp spurningum um hvort tónlistarmaðurinn sé að elta tónlistina eða öfugt. Útkoman er alvöruþrunginn hljómur með snertu af persneskri klassískri tónlist, ambient, spuna og sundruðum stefjum. Tónleikarnir í Mengi verða fyrstu tónleikar kappanna saman.

Mr. Silla heldur tónleika á Húrra ásamt Hyperpotamus frá Spáni. Hvar: Húrra Hvenær: 16. júní kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr.

STUÐMENN Í HOFI

Ólafur hefur verið viðloðandi íslensku tónlistarsenuna í langan tíma og hefur meðal annars spilað með Sigur Rós, Jónsa, múm og Nix Noltes og gefið út sína fyrstu sólóplötu ,,Innhverfi” á Morr Music útgáfunni árið 2014. Jo Berger Myhre er norskur bassaleikari sem býr tímabundið í Reykjavík. Hans helsta verkefni er djass hljómsveitin Splashgirl sem mun bráðlega gefa út sína fimmtu plötu.

Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, kemur nú fram í fyrsta sinn í Hofi á Akureyri á stórtónleikum í tilefni af 40 ára útgáfuafmæli tímamótaverksins Sumars á Sýrlandi. Skrautlegir og stórskemmtilegir tónleikar er skarta fjölda frábærra gesta á borð við Dúdda, Ágústu Evu, Sýrlensku söngsveitina og Lúðraverk sveitalýðsins.

Hvar: Mengi Hvenær: 12. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 13. júní kl. 20:00 Miðaverð: 5.400 kr. Nánar: midi.is og menningarhus.is

KONTINUUM OG MUCK Hljómsveitirnar Kontinuum og Muck halda tónleikar á Gamla Gauknum í Tryggvagötu. Vagg og velta í hæsta gæðaflokki! Hvar: Gaukurinn Hvenær: 12. júní kl. 22:00 Miðaverð: 1.000 kr. Nánar: tix.is

TINA DROTTNING ROKKSINS Þakið ætlaði hreinlega að rifna af Eldborg þegar TINA - Drottning Rokksins var frumsýnd fyrir troðfullri Eldborg þann 2. maí síðastliðinn. Vegna fjölda áskoranna verður lagt í aukasýningu. Það er íslenskt stórskotalið tónlistarmanna sem stígur á sviðið og flytur öll bestu lögin frá ferli Tinu. Söngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn og Regína Ósk eru fremstar í flokki ásamt dönsurum, hljómsveit Rigg Viðburða og óvæntra gesta. Sérstakir gestir eru leikarinn Jóhannes Haukur og gítarhetjan og söngvarinn Vignir Snær. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 13. júní kl. 20:00 Miðaverð: 6.900 - 9.900 kr. Nánar: tix.is og harpa.is

ARNLJÓTUR, PORTAL 2 XTACY & HEKLA Hinn bráðsnjalli og fjölhæfi tónlistarmaður og plötusnúður Arnljótur heldur tónleika á Húrra ásamt portal 2 xtacy og Heklu. Tónleikarnir ættu engan að svíkja þar sem þessir tónlistarmenn eru bullandi og kraumandi sköpunarskrímsli tónlistar. Hvar: Húrra Hvenær: 11. júní kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.


7

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖFUÐTÓNSKÁLD OG FRUMKVÖÐLAR

ATLANTIC PIANO DUO

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS

Atlantic Piano Duo, sem skipað er píanóleikurunum Kristínu Jónínu Taylor og Bryan Stanley, heldur nú í sína fyrstu tónleikaferð, en þar verður í forgrunni fjórhent píanótónlist og tónlist fyrir tvö píanó. Á tónleikunum í Hörpu leikur dúóið tvö hljómsveitarverk eftir bresk tónskáld, auk þess sem flutt verður nýtt verk eftir Bryan Stanley.

Stór hljómsveitarverk eftirtektarverðra tónskálda, baráttukvenna og brautryðjenda, verða í brennidepli þegar aldarafmælis kosningaréttar íslenskra kvenna verður minnst á sögulegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Four Sea Interludes eftir Benjamin Britten, útsett fyrir píanódúó, fannst í óperu tónskáldsins, Peter Grimes, en þar vekur tónlistin upp hinar ýmsu sjávarmyndir. Hin vinsæla og magnaða hljómsveitarsvíta Holsts, Pláneturnar, var upprunalega skrifuð fyrir tvö píanó, ef frá er talinn Neptúnus. Pianoforte Suite–soggetto cavato dalle vocali e consonanti di KJT er nýtt verk eftir Dr. Stanley, en verkið tileinkar hann unnustu sinni og félaga í Atlantic Piano Duo.

Jórunn Viðar, eitt af höfuðtónskáldum 20. aldarinnar á Íslandi, Ethel Smyth sem var betur þekkt sem pólitískur aðgerðasinni og kvenréttindakona, þrátt fyrir ótvíræða tónlistarhæfileika, og Amy Beach sem var fyrsta bandaríska kventónskáldið sem átti miklum vinsældum að fagna heima fyrir og í Evrópu; þessar listakonur ruddu brautina fyrir komandi kynslóðir tónsmiða.

Hvar: Kaldalón, Harpa Hvenær: 14. júní kl. 19:30 Miðaverð: 2.600 kr. Nánar: tix.is og harpa.is

SUMARMÖLIN Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi fer fram í þriðja sinn á laugardaginn næstkomandi. Hátíðin er rómuð fyrir einstaka stemningu þar sem fólk á öllum aldri kemur saman og nýtur frábærrar tónlistar í einstöku umhverfi. Fyrir Sumarmölina í ár var rjóminn fleyttur ofan af íslensku tónlistarlífi og sett saman ómótstæðileg dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Anna Þorvaldsdóttir er í fremstu röð yngri tónskálda en hún hlaut meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt Dreymi. Þá var hún

útnefnd Kravis Emerging Composer hjá New York Philharmonic í síðustu viku. Einleikari á tónleikunum er Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og stjórnandi er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar í Rio de Janeiro, Ligia Amadio, sem hefur stjórnað þekktum hljómsveitum í Ameríku, Asíu og Evrópu og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá sem haldin er í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 11. júní kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr. Nánar: tix.is og harpa.is

Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning

Á hátíðinni koma fram: Retro Stefson - Sóley - Tilbury - Kveld-Úlfur - Borko - Ylja - Berndsen Að tónleikum loknum munu FM Belfast DJar taka völdin á Malarkaffi og leika fyrir dansi fram á nótt. Hvar: Drangsnes Hvenær: 13. júní kl. 19:00 Miðaverð: 4.500 kr./ frítt fyrir 12 ára og yngri Nánar: tix.is

www.cafeparis.is


8

HVAÐ ER AÐ SKE

„ÉG SÆKI ÁHRIF Í LÍF MITT OG HUGSANIR AÐ MIKLU LEYTI“ Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson


9

HVAÐ ER AÐ SKE

Söngvaskáldið Sóley stökk hálfmótað út úr höfðinu á Sóleyju Stefánsdóttur fyrir nokkrum árum og hefur látið illa síðan. Sóley, sem áður var meðlimur í hljómsveitinni Seabear, hefur á tiltölulega stuttum tíma vakið verðskuldaða athygli fyrir lagasmíðar sínar og ekki síður fyrir útsetningar. Nýjasta plata Sóleyjar, Ask the Deep kom út hjá Morr Music fyrr á þessu ári og SKE hafði samband til að forvitnast dálítið um plötuna og fleira. Hví byrjaðirðu svo seint að syngja sjálf, í öllu falli opinberlega? Ég byrjaði nú bara óvart að syngja. Ég var bara að semja lög og svo gerðist fullt á stuttum tíma og ég gaf út smáskífuna Theater Island hjá þýska plötufyrirtækinu Morr Music og svo var ég allt í einu komin uppá svið, syngjandi... og mjög stressuð! Hljóðheimur þinn er fremur dökkur, dálítið drungalegur; hvert sækirðu áhrif eða hvaðan færðu þau að þér forspurðri? Ég sæki áhrif í líf mitt og hugsanir að miklu leyti. Til dæmis allt sem ég hræðist finnst mér gaman að skrifa um og svo finnst mér bara svona frekar dimm og drungaleg músík áhugaverð! Ljóðheimurinn er kannski ekki síður dimmur, hvað um áhrif þar á? Það er svolítið það sama, bæði hugsanir mínar og svo les ég oft ljóð til að koma mér í skrif-gírinn. Ég held mikið upp á Davíð Stefánsson og Stein Steinarr. Hver er djöfullinn sem þú syngur stundum um? Djöfullinn mun vera hugur minn - í þessu tilviki.


10

HVAÐ ER AÐ SKE

Þú gafst út [frábæra] plötu fyrr á árinu, Ask the Deep, að hvaða leyti er hún frábrugðin fyrri verkum þínum? Mér finnst hún hafa meiri heildarsvip og ég vissi aðeins meira hvað ég var að gera þegar ég samdi/tók hana upp. Hún er meira drifin áfram af orgelum og synthum frekar en píanói sem var alltaf aðal hjá mér. Ég var líka með svona eitt heildarþema í textum á plötunni en ég skrifaði svolítið um djúpið og hversu djúpt hugurinn getur farið með mann, langt frá rökhugsun. Hefurðu fylgt henni eftir með miklu spileríi? Já, ég er nú búin að fara til Japan, Ástralíu og Evrópu það sem liðið er af árinu. Í haust eru svo fleiri tónleikaferðir bókaðar og fram á næsta ár.

Hvað er helst á döfinni í sumar? Ég verð með útgáfutónleika fimmtudaginn 11. júní í Fríkirkjunni. Ferðinni er svo heitið á Drangsnes þar sem ég mun spila á Sumarmölinni 13. júní. Svo ætla ég að reyna að taka mér smá frí og vera með eins árs dóttur minni og reyna að rækta aðeins sambandið þar. Það tekur á að vera svona mikið í burtu frá henni. Er tregi fallegri en gleði, heldurðu? Jah, hann er fallegur en ég held að gleðin þurfi nú að hanga með líka. Lífið snýst allt um jafnvægi! Og á þeim sumpart jóbimsku nótum látum við staðar numið að sinnu. SKE óskar Sóley að sjálfsögðu kærlega fyrir spjallið og vonar að henni gangi sem best í framtíðinni, hvað svo sem hún tekur sér fyrir hendur.


11

HVAÐ ER AÐ SKE

Kominn til Nova! Myndarlegur, skarpur og bjartsýnn

Ókeypis heimsending! nova.is

1.000 kr. notkun eða 500 MB á mán. í 12 mán. fylgir.

LG G4 32GB

119.990 kr. stgr. 7.190 kr. /18 mán.

Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Nánari upplýsingar á Nova.is.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

KÓTELETTAN MUSIC FESTIVAL 2015 Kótelettan Music Festival verður haldin í 6. sinn dagana 12. til 13. júní á Selfossi. Stefnt verður á að gera tónlistarfestivalið enn stærra en áður og hafa atriðin aldrei verið glæsilegri. Síðustu ár hefur hátíðin einkennst af góðum grill ilm sem leggst yfir bæinn þegar bæjarbúar tendruðu grillin.

SÓLEY

Margir af þekktustu tónlistarmönnum Íslands munu stíga á svið og skemmta gestum hátíðarinnar. Fram koma: Sálin Hans Jóns Míns AmabAdamA Páll Óskar SSSól Skítamórall Dúndurfréttir ásamt Magna Ásgeirs Dj Muscle Boy

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar Helgi Björns og Reiðmenn Vindanna Karma Stuðlabandið Love Guru ofl. Hvar: Selfoss Hvenær: 12. - 13. júní kl. 22:00 Miðaverð: 6.900 kr. Nánar: kotelettan.is og midi.is

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Sóley fagnar útkomu plötunnar ,,Ask the Deep” með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. ,,Ask the Deep” er dimm og djúp brottför frá lágstemmdum píanótónum Krómantíkur og mjúk rödd Sóleyjar leiðir hlustendur dýpra inn í dökka ævintýraheima sem hún hefur áður vísað í á fyrri plötum. Á ,,Ask the Deep” opnar Sóley box Pandóru með fyrstu nótunum sem lokast síðan aftur við síðustu tóna plötunnar. Á henni fer Sóley með

áheyrendur í ferðalag á ímyndaðar slóðir og er hún bæði margbrotnari og fjölbreyttari í hvernig platan er samin og útsett, og skáldskapurinn er margslungnari. Hvar: Fríkirkjan í Reykjavík Hvenær: 11. júní kl. 20:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: midi.is

Borðapantanir

551 9555

Eftirminnileg upplifun

– steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is

FOCUS

Hollenska prog-rock hljómsveitin Focus heiðrar norðlendinga með tónleikum í Bæjarbíó á föstudag og á Græna Hattinum á laugardag. Focus er þekktasta hljómsveit Hollands fyrr og síðar og nýtur mikillar virðingar meðal tónlistaráhugamanna. Hljómsveitin var stofnuð 1969 og starfaði til 1978 en var endurlífguð 2002 og hefur túrað mikið síðan. Sveitin gaf út sína tíundu stúdíóplötu í fyrra. Hvar: Bæjarbíó og Græni hatturinn Hvenær: 12. júní (Bæjarbíó) og 13. júní (Græni hatturinn) kl. 22:00 Miðaverð: 8.900 kr. Nánar: midi.is


13

HVAÐ ER AÐ SKE


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR SJÓKONUR Nú er Listahátíð Reykjavíkur afstaðin og segja má að listasenan á Íslandi sé líkt og straumur mikilfenglegrar jökulár um íslenskt landslag. Sýningar og viðburðir hátíðarinnar voru vandaðar, áhrifaríkar og skildu eftir sig tilfinningu fyrir því landslagi sem við búum við í nútímasamfélagi. Staða konunnar var mikið í umræðunni og mikið vatn runnið til sjávar í jafnréttisbaráttunni, sem er varla hægt að tala um sem baráttu lengur, umbreytingin hefur átt sér stað og jafnvægið er að komast á. Fjöldinn er orðinn sammála um mikilvægi jafnréttisins og sýnir þema listahátíðar styrk fortíðarinnar og þá vinnu sem hefur áunnist í þessum málum. Íslenski dansflokkurinn fékk hvorki meira né minna en 11 tilnefningar til Grímunnar 2015. Þetta eru svo sannarlega margar rósir í hnappagat Ernu Ómarsdóttur sem klárar nú ár sitt sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Dansflokkurinn sló rækileg í gegn með sýningunni BLÆÐI: obsidian pieces á Listahátíð og fékk einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda. Velgengni sýningarinnar endurspeglast í tilnefningunum þar sem dansverk hennar hlutu 9 af 11 tilnefningum dansflokksins. Þar ber hæst að nefna tilnefningu dansverksins Black Marrow sem Sýningu ársins en þetta er í fyrsta skiptið sem dansverk er tilnefnt í þeim flokki og því mikill heiður fyrir Íslenska dansflokkinn. Ben Frost er tilnefndur fyrir tónlist sína í Black Marrow og Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet sem Danshöfundar ársins fyrir sama verk. Jalet er einnig tilnefndur sem Danshöfundur ársins fyrir Les Médusées og Sin, en fyrir síðarnefnda verkið deilir hann tilnefningunni með Sidi Larbi Cherkaoui. Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur hlýtur að lokum tilnefningu sem Danshöfundur ársins fyrir verkið Stjörnustríð 2 sem dansarar Íd og nemendur Klettaskóla sýndu á opnun Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Dansarar Íd einoka flokkinn Dansari ársins en þar féllu tilnefningarnar í skaut Einars Aas Nikkerud fyrir Sin, Hjördísar Lilju Örnólfsdóttur fyrir Les Médusées, Þyri Huldar Árnadóttur fyrir Sin og Höllu Þórðardóttur fyrir bæði Les Médusées og Meadow.

DOMINIK SMIALOWSKI BROTLENDING Sýningin Brotlending eftir ljósmyndarann Dominik Smialowski byggir á vísindaskáldsögulegum söguþræði. Um er að ræða sviðsettar senur með flugmanni í aðalhlutverki, týndum og örvingluðum eftir að hafa brotlent á ókunnum slóðum. Þó hann viti að staða hans sé vonlaus leitar hann leiða til að komast aftur til baka. Myndirnar búa yfir sterku myndmáli þar sem söguþráðurinn er skýr án þess að texti komi við sögu. Áhorfandinn er leiddur inn í uppspunninn heim sem spilar sterkt inn á tilfinningaskalann. Sterkust eru vísindaskáldssögulegu áhrifin í söguhetjunni og sérstökum búningi hans. Þar er margt sem minnir á kvikmyndir á borð við 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og Moon eftir Duncan Jones þar sem einni persónu er fylgt út í gegnum myndina. Verkið ber með sér einmanaleika með því að kynna aðeins eina persónu til leiks á því er virðist ókunnum slóðum. Dominik Smialowski er fæddur 1981 í Varsjá, Póllandi. Afskipti hans af ljósmyndun hófust fyrir alvöru er hann fékk námsstyrk við Kvikmyndaskólann í Varsjá. Hann hefur hlotið verðlaun í mörgum ljósmyndasamkeppnum og vinnur sem ljósmyndari fyrir fjölmörg ólík fyrirtæki. Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu Hvenær: Opið til 11. ágúst Miðaverð: Frítt Opnunartími: Mán.-fim. kl. 12:00-19:00 (18:00 á fös.), um helgar frá kl. 13:00-17:00. Nánar á ljosmyndasafnreykjavikur.is

SJÓSÓKN ÍSLENSKRA KVENNA Í FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Un síðustu helgi opnaði ný og merkileg sýning í Sjóminjasafninu í Reykjavík sem rekur sögu íslenskra kvenna sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Dr. Margaret E. Willson mannfræðings við háskólann í Washington í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upphafi byggðar til vorra daga. Sýningin byggir á áður óbirtum rannsóknum Dr. Willson en þær kollvarpa þeim hugmyndum sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið. Í Alþingissamþykkt frá 13. júní 1720 um lausamenn, vinnuhjú og lausgangara segir: „Ef kona gjörir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.“ Þetta ákvæði sýnir að jafnræði kynja var meira til sjós en almennt í íslensku samfélagi. Dr. Willson ólst upp í fiskveiðisamfélagi í Oregon í Bandaríkjunum en sjálf stundaði hún sjómennsku á sínum yngri árum, meðal annars við strendur Ástralíu. Áhugi hennar á sjósókn íslenskra kvenna kviknaði fyrst fyrir um þrettán árum þegar hún dvaldi á Íslandi um nokkurra vikna skeið. Meðan á dvölinni stóð skoðaði hún Þuríðarbúð og varð gagntekin af sögu Þuríðar formanns, og má segja að þar með hafi vegurinn að frekari rannsókn verið lagður. Sýningin er ein af 100 viðburðum sem borgin stendur fyrir í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Hvar: Sjóminjasafninu í Reykjavík

ENDURVARP MIREYA SAMPER

SKÖPUN BERNSKUNNAR BARNANÁMSKEIÐ Á AKUREYRI Listasafnið á Akureyri mun halda barnanámskeið í tengslum við sýninguna Sköpun bernskunnar dagana 9. til 12. júní undir yfirskriftinni Skynjun, hreyfing, teikning. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum sex til tólf ára. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru myndlistarmennirnir Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve. Um er að ræða skemmtilegt og skapandi fjögurra daga námskeið þar sem áhersla er lögð á hvern einstakling og frjálsa tjáningu með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Farið verður m.a. í liti regnbogans; hvernig þeir skína hver fyrir sig en saman mynda þeir heild. Unnið verður með allan líkamann í skynjun, hreyfingu og teikningu. Námskeiðið fer að mestu fram í Ketilhúsinu sem staðsett er í Listagilinu en þriðji dagur námskeiðsins fer fram utandyra, ef veður leyfir. Fyrirhugað er að sýna úrval af verkum barnanna, unnin á þessu námskeiði, á sýningunni Sköpun bernskunnar á næsta ári. Hvar: Listasafn Akureyrar, Kaupvangsstræti Hvenær: 9. - 12. júní Nánar á listak.is – skráning á palina@listak.is

VÍXLVERKUN ÞÓR VIGFÚSSON Þór Vigfússon opnaði einkasýninguna Víxlverkun undir lok maí. Undanfarið hefur Þór safnað saman ólíkum hlutum úr stáli sem fela í sér misljósa notkun og virkni. Úr varð höggmynd sem Þór teflir á móti litaformfræðilegum flötum sem líta má á sem endurspeglun strúktúrsins en á sama tíma endurspeglar strúktúrinn fletina. Víxlverkunin á sér þannig stað á bókstaflegan jafnt sem og á huglægan hátt. Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar á Djúpavogi. Hann hefur haldið fjöldan allan af sýningum um allan heim og til gamans má geta að hann hefur verið meðlimur í Myndhöggvarafélaginu allt frá stofnárum þess. Verkefnastjóri sýningarinnar er Sindri Leifsson. Hvar: Höggmyndagarður Mynhöggvarafélagsins, Nýlendugöta 17a Hvenær: Opið til 30. september

Á laugardaginn kl. 15 opnar Mireya Samper sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri. Sýningin endurspeglar ferli og áhrif sem Mireya hefur unnið með og upplifað, bæði á Íslandi og í Japan, undanfarin misseri. Fjallað er um innri og ytri kosmós, óendanleikann, eilífðina, endurtekninguna og hringrásina – innri og ytri hringrás. Á sýningunni er að finna innsetningu, tví- og þrívíð verk eftir Mireyu ásamt verkum eftir japönsku gestalistamennina Tomoo Nagaii sem samdi hljóðverk með innsetningunni, og vídeó verk eftir Higuma Haruo unnið uppúr samvinnu hans og Mireyu með sömu innsetningu. Innsetningin er einskonar „íhugunarrými“ en gestum sýningarinnar býðst að fara inn í rýmið, setjast eða leggjast og gefst þar tækifæri til íhugunar. Þá tekur japanska gjörningalistakonan Kana Nakamura einnig þátt í sýningunni. Sýningarskrá kemur út í tilefni sýningarinnar. Mitsuko Shino, sendiherra Japans á Íslandi mun opna sýninguna á laugardag og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri flytur ávarp. Hvar: Listasafnið á Akureyri Hvenær: 13. júní - 16. ágúst 2015 Opnunartími: Þri.-sun. kl. 10:00-17:00 Miðaverð: Frítt


15

HÁDEGISMATSEÐILL

HVAÐ ER AÐ SKE

mánudaga-föstudaga frá 11.30-14.00

SAMSETTUR MATSEÐILL

AÐALRÉTTIR

Forréttir Spurðu þjóninn eða

160gr sérvalið nautakjöt, hamborgarabrauð Örvars, brasað uxabrjóst, tómatrelish, salatlaukur, andafitukartöflur, mæjó

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

BRASSERAÐ UXABRJÓST

SÚPA DAGSINS RISOTTO

Aðalréttir

BRASSERAÐ UXABRJÓST

Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ og mascarpone eða

REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc

Eftirréttir

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís eða

EPLATART

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

BÖRGERINN

2.290

Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ, mascarpone

LÉTTIR RÉTTIR JARÐSKOKKAR

Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir 1.790

ANDARSALAT

Andalæri, appelsínur, pak-choi, cashew hnetur, gulrætur

RÉTTIR DAGSINS

EFTIRRÉTTIR

SÚPA DAGSINS

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

Spurðu þjóninn

1.390

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís

FISKUR DAGSINS

1.190

2.190

HEIMALAGAÐUR ÍS Þrjár tegundir af ís sérvaldar fyrir þig

1.790 / 2.490

1.090

RISOTTO

2.490

EPLATART

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

KOLAGRILLUÐ KJÚKLINGALÆRI FRÁ LITLU GULU HÆNUNNI

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

1.790 / 2.490

1.190

SJÁVARRÉTTASÚPA

Brasað bankabygg, gulrætur, cumin, earl grey-rúsínur, kjúklingasoð

Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar

2.490

1.790 / 2.490

REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE

Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc 2.490

TVEGGJA RÉTTA 2.790 ÞRIGGJA RÉTTA 3.490

KVÖLDMATSEÐILL

FORRÉTTIR

alla daga frá 17.30

ÁVEXTIR HAFSINS

Humar, risarækjur, ceviche, sashimi, bláskel, kúfskel, hrogn, sítrónugrassmajó, grillað paprikumajó, Tabasco

FINGER FOOD Frábært í forrétt og til að deila, eða fá sér nokkra og sleppa restinni!

NAUTA TATAKI

Nautalund, chili, kóríander

2.990 á mann

EPLAVIÐARREYKTUR ÁLL Laukur, hnúðkál og dillmajónes

TÚNA

Kolaður túnfiskur, bonito-gljái, beikon, sítrónugrassmajó 1.890

2.290

PORK ME

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

Djúpsteikt grísasíða, epli, beikon

2.190

1.890

JARÐSKOKKAR

GRÍSARIF

2.190

1.890

BLÁSKEL Í SOÐI

GRAFIN BLEIKJA

Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó

Vestfirsk hveitikaka, rauðrófupestó, estragonmajónes

2.190

1.890

ANDASALAT

FJÓRAR TEGUNDIR AÐ HÆTTI ELDHÚSSINS

2.290

Þriggja rétta matseðill

GRILLAÐ LAMBA SIRLOIN

Kartöflumauk, sinnepsfræ, jarðskokkar

4.490

CONFIT DE CANARD

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

~ ~ ~ KOLAÐUR LAX

Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque eða

NAUTATVENNA

Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái

~ ~ ~ OSTAKAKA

Seljurótar-hrásalat, Kol leynisósan

Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir

Andalæri, appelsínur, pak choi, cashewhnetur, gulrætur

AÐALRÉTTIR ÚR KOLAOFNINUM

1.790

Einungis fyrir 2 eða fleiri

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís 6.890

Óvissumatseðill

Sex rétta samsettur matseðill Einungis fyrir allt borðið

Crispy andarlæra „confit“, perlu-cous cous, gulrætur, appelsínur, cashewhnetur og soðsósa

RIBEYE 250g

Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise

3.990

NÆTURSALTAÐUR ÞORSKHNAKKI

5.290

Grillað hvítkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc

NAUTALUND 200g

Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise

3.890

KOLAÐUR LAX

5.790

Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque

NAUTATVENNA

3.990

Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái

HNETUSTEIK

Kartöflusmælki, gljáð gulrót, gulrótarmauk

4.890

3.890

8.490 á mann

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan 3.490

4.890

BLÁSKEL Í SOÐI

Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó

Epla- og rabarbara-relish, Pain Perdu

3.790

2.990

SÆTINDI

SJÁVARRÉTTASÚPA Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar 2.190

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

PÖNNUKAKA HELGU SIGURÐAR

1.790

1.790

EPLATART

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

Heslihneturjómaís, karamella, pera

CHEVICHÉ

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís

2.090

HEIMALAGAÐUR ÍS

SÚKKULAÐI-SOUFFLÉ

Úrval eftirrétta að hætti eldhúss

1.590

1.790

1.900 á mann

Lax, hörpuskel, grilluð paprika, sítrusávextir

S KÓ L AV Ö R Ð U S T Í G U R 4 0

UXABRJÓST 3.990

Rófur, geitaostur, pólenta, hvítlaukur, soðsósa

Valið úr forréttum og finger food, létt máltíð fyrir einn eða skemmtilegur forréttur fyrir tvo

HUMAR OG FOIE GRAS

AÐALRÉTTIR

SAMSETTIR MATSEÐLAR

·

1 0 1 R E Y K J AV Í K

Þrjár tegundir sérvaldar fyrir þig!

·

SÍMI 517 7474

·

1.790

BLAND AF ÞVÍ BESTA

Dökkt súkkulað, kókosís

INFO@KOLRESTAURANT.IS

Einungis fyrir 2 eða fleiri

·

KOLRESTAURANT.IS


16

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

SÝRLENSKUR MATUR FYRIR BÖRN Á FLÓTTA Í tengslum við málþing um stríðið í Sýrlandi verður boðið upp á sýrlenskan mat, eldaðan af Jamil Kouwatli, flóttamanni frá Sýrlandi. Viðburðurinn er hluti af Fundi fólksins sem fram fer dagana 11.-13. júní, og sem lesa má nánar um hér að neðan.

ÚLFUR ÚLFUR ÚTGÁFU- OG FRUMSÝNINGARPARTÝ Á fimmtudag gefur Úlfur Úlfur út aðra breiðskífuna sína, Tvær plánetur. Í tilefni þess er þér og þínum boðið í partý á Loft Hostel miðvikudagskvöldið 10. júní. Platan verður til sölu á staðnum en jafnframt ætlar hljómsveitin að frumsýna splunkunýtt tónlistarmyndband við lagið Brennum allt. Platan kostar 2.500 kr. og verður posi á staðnum. Þetta er fyrsta formlega útgáfa Úlfs Úlfs en árið 2011 gaf hljómsveitin út frumraun sína, Föstudaginn langa, frítt á netinu. Brennum allt er unnið í samstarfi við rapparann Kött Grá Pje. Magnús Leifsson leikstýrði myndbandinu en hann ber jafnframt ábyrgð á myndbandinu við lagið Tarantúlur sem kom út síðasta sumar. Þess ber að geta að það var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum 2014 og er þér því frjálst að vera með mjög háar væntingar fyrir þessu. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 10. júní kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

SNORRI ÁSMUNDSSON Í MENGI Snorri Ásmundsson er listamaður sem reynir að hafa áhrif á samfélagið með opinberum viðburðum. Hann hefur hrist upp í samfélaginu undanfarin ár með gjörningum þar sem hann tekur á tabúum nútímans eins og stjórnmálum og trúmálum. Hann fylgist síðan með viðbrögðum samfélagsins þegar viðteknum gildum er snúið á hvolf, til dæmis þegar valdalaus einstaklingur tekur til sín völd sem venjulega eru úthlutuð eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Hans helsta markmið er að storka félagsfræðilegum og trúarlegum gildum. Snorri leitast eftir sterkum viðbrögðum frá fólki í kringum sig og ekki síst frá sjálfum sér. Hvar: Mengi Hvenær: 13. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

Viðburðurinn fer fram í tjaldi á lóð Norræna hússins þar sem seldur verður sambærilegur matur og daglega er borðaður í Sýrlandi. Hver keypt máltíð borgar fyrir eina ,,auka“ máltíð fyrir börn á flótta. Allur ágóði af matarsölunni rennur til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn í Sýrlandi og í nágrannaríkjunum. Milljónir barna eru á flótta innanlands vegna stríðsátakanna eða hafa leitað skjóls í nágrannaríkjunum. Jamil Kouwatli er flóttamaður frá Sýrlandi en hann mun sjá um matseldina ásamt Sveini Kjartanssyni, kokki á Aalto Bistro í Norræna húsinu. UNICEF leggur áherslu að dreifa hreinu vatni og hreinlætisgögnum, veita heilsugæslu, sinna barnavernd, veita sálrænan stuðning og sjá til þess börn á flótta detti ekki út úr námi. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 11. júní kl. 16:00 - 18:00

FUNDUR FÓLKSINS

KVENNAHLAUP ÍSÍ

SNEAKERBALL RVK Sneakerball var haldið í Hörpu í fyrsta sinn síðasta sumar við gríðarlega góðar undirtektir. Allir sem mættu drógu fram uppáhalds Nike parið sitt enda er það eina reglan fyrir þennan viðburð. Í ár verður viðburðurinn haldinn í hinu tignarlega Gamla Bíó. Listamenn sem koma fram eru ekki af verri endanum því Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, B-Ruff & Friends og Jay-O munu spila fyrir pöpulinn. Ekki nóg með að dagskráin verði þétt þá verða flæðandi kokteilar og bjór í boði undir glitrandi diskókúlum. Eingöngu boðsmiðar verða á viðburðinn og því góð skemmtun í uppsiglingu fyrir þá sem næla sér í miða. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 12. júní kl. 21:00

Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Kvennahlaupið fer fram 13. júní. Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Garðabæ og Mosfellsbæ ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Þátttökugjald er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. Hvar: Út um víðan völl Hvenær: 13. júní kl. 15:00 Miðaverð: 1.500 (13 ára og eldri) / 1.000 (12 ára og yngri) Nánar: kvennahlaup.is

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess frá fimmtudegi til laugardags. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Hátíðin er vettvangur fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra. Dagskráin samanstendur af atriðum meðal annars frá: • Öllum stjórnmálaflokkunum sem sæti eiga á Alþingi • Stjórnarskrárfélaginu • Rannsóknarmiðstöð ferðamála • Samtökum atvinnulífsins • Almannaheill • UNICEF • Landvernd • ASÍ - Starfsgreinasambandinu Hvar: Norræna húsið Hvenær: 11. - 13. júní kl. 12:00 – 18:00 Miðaverð: Frítt


17

HVAÐ ER AÐ SKE

FATAMARKAÐUR MARÍU & ELLA María Birta og Elli Egilsson verða með súper fatamarkað á laugardag í Gym&Tonic salnum á KEX! Þar sem hjónin eru að undirbúa brottför vestur um haf þá ætla þau að selja af sér spjarirnar á mega góðum prís! Fatnaður, skart, skór, aukahlutir og margt margt fleira. Markaðurinn hefst kl. 12:00 og stendur til kl. 20:00, fyrstir koma fyrstir fá!

Grillhátíðin Kótelettan helst í hendur við tónlistarhátíðina Kótelettuna á Selfossi. Grillaðar verða kjötlufsur um allan bæ, ýmist í raspi, í barbeque-sósu eða léttkryddaðar. Hvar: Selfoss Hvenær: 13. júní kl. 13:00 Miðaverð: Frítt Nánar: kotelettan.is

Gaukurinn ætlar að bjóða öllum sem vilja að stíga upp á svið, leika sér með hljóðfærin sín og skapa tónlist saman. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram heldur einfaldlega mætir þú á svæðið og hoppar upp á svið þegar tækifæri gefst. Á staðnum verður gítar, trommusett og að sjálfsögðu hljóðnemar. Annars er mælt með að koma með sín eigin hljóðfæri. Engin sérstök tónlistarstefna er ákveðin fyrirfram heldur tekur kvöldið sína eigin stefnu. Hvar: Gaukurinn Hvenær: 11. júní kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

ÍSLENSKASIA.IS MSA 71742 03/15

Hvar: Kex Hostel Hvenær: 13. júní kl. 12:00-20:00

KÓTELETTAN BBQ FESTIVAL 2015

JAM SESSION Á GAUKNUM

KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt


18

HVAÐ ER AÐ SKE

TÍSKA SINDRI JENSSON

HILDUR RAGNARSDÓTTIR

HÚRRA REYKJAVÍK

EINVERA

EINFALDLEIKI SKANDINAVÍSKRAR HÖNNUNAR Skandinavísk hönnun er sífellt að verða fyrirferðarmeiri í tískuheiminum. Danmörk og Svíþjóð fara þar fremst í flokki og vörumerki þaðan mörg hver orðin heimsþekkt og vörur þeirra eftirsóttar. Það væri hægt að gera langan lista yfir vörumerki sem hafa náð frábærum árangri en þau helstu í mínum bókum eru; Norse Projects , Han Kjobenhavn, Wood Wood og Libertine-Libertine öll frá Danmörku. Acne, Tiger of Sweden, Nudie Jeans og Our Legacy koma svo frá Svíþjóð. En hvað er það sem gerir fatnað frá Norðurlöndunum svo sérstakan og eftirsóknarverðan? Svarið er í raun einfalt: Einfaldleiki í hönnun, mikil gæði og notkunargildi. Fatnaður frá þessum merkjum myndi flokkast sem götufatnaður en er þó stílhreinn og vandaður sem hentar einnig vel til vinnu og partýstands. Þar liggur fegurðin í einfalda skandinavíska stílnum sem er minimalískur og praktískur, fólk vill koma vel fyrir og vera snyrtilegt hvort sem það er í vinnu eða daglegu amstri. Það má að mörgu leiti rekja

þennan einfalda hönnunarstíl aftur til hönnuða á borð við Poul Henningsen & Børge Mogensen sem hönnuðu húsgögn. En markmiðið og sýnin var sú sama, að skapa einfalda stílhreina og vandaða vöru sem endist. Verð er svo mjög huglægur hlutur og sitt sýnist hverjum um verðlag á fatnaði. Engu að síður telst skandinavísk hönnunarvara ekki dýr og myndi flokkast sem „miðlungsdýr“. Þá hafa margir skandinavískir hönnuðir stigið fram og útskýrt að markmið þeirra sé að hanna vönduð föt fyrir alla hvort sem um sé að ræða verkafólk eða stjórnendur í fyrirtækjum. Útbreiðsla þessarar einföldu tísku sem byggir að miklu leiti á skörpum línum, vel sniðnum flíkum og sterkum litum sést svo bersýnilega hjá enn ódýrari vörumerkjum á borð við H&M, & Other Stories og Cos. Það er því mikill meðbyr með skandinavískri tísku þessa dagana og útbreiðslan á enn eftir að ná hæstu hæðum.

AUKAHLUTIR FFallegir og vel heppnaðir fylgihlutir eru oft það sem geta gert dressið fullkomið. Margs konar eyrnalokkar eru áberandi í sumar, en eins og flestir fylgihlutir eru þeir undir áhrifum frá helstu trendum sumarsins. Þar má helst nefna 70s tískuna þar sem langir, marglitaðir og áberandi retro eyrnalokkar eru áberandi. Til að mynda einkenndust sumarlínur tískuhúsanna Roberto Cavalli og Louis Vuitton af slíkum lokkum. Öryggisnælan virðist vera að koma með „comeback“ aftur og vísar í gamla góða

pönk-tímabilið. Armani sýndi sína útgáfu af öryggisnælu eyrnalokkum í sumarlínu sinni en flest tískuhús hafa verið undir áhrifum af minimal stílnum og bjóða því uppá minni og fíngerðara útgáfu. „Mix and match“ er líka vinsælt trend þegar kemur að eyrnarlokkum. Þar er mörgum stílum á eyrnarlokkum blandað saman, hvort sem það er gull, silfur eða rósargull. Eða síðir einfaldir lokkar í bland við litla hringi. Allt er leyfilegt. „Earcuffið“ er líka vinsæl viðbót við þetta trend, þar sem ekki allir leggja í að láta gata eyrað á sér.


19

HVAÐ ER AÐ SKE

Vesturlandsvegi, vid hlidina a Skeljungi


20

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

ZOOM H1 CRUISER SÓLGLERAUGU FRÁ TENS Sólgleraugu eru okkur nauðsynleg græja í hversdagsleikanum. Bæði vernda þau hornhimnuna með því að filtera út skaðsemi sólargeislanna og helst eiga þau að skítlúkka. Cruiser sólgleraugun frá Tens sameina þessa þætti gríðarlega vel enda lúkka þau á hverjum þeim sem hafa nef og eitt til tvö augu. Linsurnar í sólgleraugunum virka þannig að þau glæða umhverfið meiri lit, pínu eins og maður lifi í filterríkum instagramreikningi. Cruiser eru hönnuð í Skotlandi og fást í svörtu, gulbrúnu og himinbláu.

Eins og öll upptökutæki frá Zoom, þá eru H1 hljóð-nemarnir stilltir eftir svokölluðu X/Y mynstri fyrir áhrifamikla myndfærslu. Þar sem báðir hljóðnemarnir á tækinu eru stilltir í sömu áttina, eru þeir jafnlangt frá uppruna hljóðsins og ná því fullkominni staðsetningu þess uppruna og hafa enga tilfærslu á fasa. Útkoman er frábær stereóupptaka með náttúrulegri dýpt og nákvæmri myndfærslu.

PHANTOM 3

HANDY TRAX PLÖTUSPILARI FRÁ VESTAX Handy Trax plötuspilarinn er hágæða ferðaplötuspilari, þróaður af teymi plötusafnara og plötusnúða. Vegna þessarar hönnunarvinnu er græjan mjög einföld í notkun, furðu harðgerð og með mörgum skynsömum smáatriðum. Plötuspilarinn er með hágæða stereó heyrnatóla innstungu og innbyggðum hátölurum. Hljóðið í heyrnartólunum er eins og það gerist best og nær að skila hljóðinu eins og heimplötuspilari gerir. Þetta er mikilvægur þáttur í hönnun græjunnar vegna þess að þegar plötusafnarar fara á stúfana með plötuspilarann þá vilja þeir heyra lögin í réttum tónum en ekki þurfa að giska á hvernig lögin hljóma í alvöru plötuspilara. Einnig er rca-tengi fyrir heimanotkun, hraðastillir og tónstillir (fyrir háu og lágu tónana). Hægt er að spila úr innbyggðu hátölurunum, til að mynda af símanum sínum, í gegnum 3.5mm jack-tengi sem er á hlið spilarans. Ef þú ert á ferðalagi er möguleiki á að setja sex ,,D” batterí í spilarann og halda partýinu gangandi. Að lokum má nefna USB innstungu á spilaranum sem gerir manni kleift að taka upp vínylinn beint inn á tölvuna.

FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

APC20 FRÁ ABLETON & AKAI

DRONEFLY S:566-6666 UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI

PHANTOM 3 PRO, AUKA RAFHLAÐA & BAKPOKI 351.880.-

Ableton Live hugbúnaðurinn er kraftmikið og sveigjanlegt umhverfi fyrir sköpun, flutning og framleiðslu tónlistar. Svo einstakur hugbúnaður krefst vitaskuld jafn einstaks stjórnborðs. Akai Professional og Ableton kynna með stolti APC20 sem er samþjappað stjórnborð fyrir flutning með Ableton Live. APC20 breytir Ableton Live upplifuninni úr því að vera eingöngu tónsmíðastöð í tölvunni yfir í að hleypa sköpunarkraftinum á skeið samhliða lifandi flutningi. Græjan virkar sem tenging milli tölvu og manns sem setur rökvísi hugbúnaðarins í fullkomið jafnvægi við sköpunartjáninguna. Hvort sem maður er raftónlistarmaður eða plötusnúður sem notar Ableton Live við tónsmíðar, til að hljóðblanda eða endurhljóðblanda lög, eða hefðbundinn tónlistarmaður sem notar Live á sviði eða í stúdíóinu, þá mun APC20 nýtast vel í að tengja innblásturinn við Ableton Live.


21

HVAÐ ER AÐ SKE

KOMINN Í ELKO!

13.995 G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – V E F V E R S L U N PANTAÐU Í SÍMA 575-8115 SKIPTIBORÐ ELKO 544-4000 WWW.ELKO.IS


22

HVAÐ ER AÐ SKE

ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.

FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.

TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.

9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.

HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.

16GB | WIFI

79.995

REYKJAVÍK

AKUREYRI

16GB | 4G

99.995 HÚSAVÍK

EGILSSTAÐIR

KEFLAVÍK

SELFOSS

AKRANES


23

HVAÐ ER AÐ SKE

www.tl.is


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

F YRI R

54

PRIMO Ítalski staðurinn Primo, sem staðsettur er á Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, er flottur staður með mjög girnilegan matseðil. Eftir mikinn valkvíða fengum við okkur Bruschetta tvennu í forrétt með tómat-mozarella og hráskinku. Í aðalrétt var Frutti di mare sem samanstendur af

laganelle með humar, hörpuskel, bláskel, eldpipar, hvítlauk, sítrónu og hvítvíni. Fullkomlega eldað pasta, sjávarréttirnir frábærir og rétturinn var vægast sagt ógleymanlegur. Enduðum síðan á súkkulaði fondant vanilluís sem var ekki af verri endanum. Heildar upplifunin fær fullt hús stiga. Ef

þú ert fyrir alvöru ítalskan mat, rómantíska stemmningu og flotta þjónustu þá er Primo klárlega veitingahús sem þú ættir að kynna þér. www.primo.is

PIPAR \ TBWA

SÍA

151835

Þú færð alltaf fimm pizzur á verði fjögurra í Iceland

SJÁVARRÉTTAPASTA AF BESTU GERÐ

LÚXUSBRÖNS CAFÉ PARIS Café Paris við Austurvöll þekkja flestir. en við hjá SKE ákváðum að breyta örlítið út af vananum og fara í bröns. Við tókum þetta alla leið og fórum í rétt að nafni Lúxusbröns. Hann inniheldur hvorki meira né minna en spælt egg, beikon, ostasneiðar, spægipylsu, brauð, kartöflur,

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND ENGIHJALLA,VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

ferskt tómatsalat, smoothie, ávexti, sultu, smjör og pönnukökur með sírópi. Sjaldan höfum við séð jafn troðfullan disk af kræsingum og ekki skemmdi fyrir að þetta var virkilega bragðgott. Við bókstaflega rúlluðum út eftir matinn með bros á vör. Ef þú ert virkilega svangur/svöng þá

er Lúxusbrönsinn eitthvað fyrir þig, en gæta ber að hann er einungis í boði á milli kl. 11:0016:00 á daginn. Þá er Café Paris tilvalinn staður til að hitta vini og fjölskyldu og láta fara vel um sig. www.cafeparis.is

SUSHI SAMBA Flestir Íslendingar ættu að kannast við veitingastaðinn Sushi samba en hann hefur verið framarlega í sushimenningu á Íslandi frá opnun hans við Þingholtsstræti fyrir tæpum 4 árum. Sushi samba býður upp á einstaka blöndu af japanskri og suður-amerískri matargerð úr hágæða hráefnum. Einnig er

boðið upp á eldað sushi, sem gerir minni áhugaönnum um hráan fisk kleift að njóta matarins. SKE kíkti við í vikunni til að fá okkur hinar umtöluðu sushi rúllur. Við byrjuðum á Volcano sem er gerð úr aspas, ebi rækjum, vorlauk, masago og spicy mayo. Næst fórum við í sívinsælu rúlluna Surf’n’turf sem inniheldur

avókadó, humar tempura, nautacarpaccio, teriyaki, spicy mayo og chili crumble sem var vægast sagt sjúklega bragðgóð. Surf’n’turf hentar svo einstaklega vel með góðu hvítvínsglasi. Við mælum einnig með djúpsteiktu avókadó í forrétt. www.sushisamba.is


25

HVAÐ ER AÐ SKE


26

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

VOLUME GERÐUR STEINARSDÓTTIR

KAFFIKANNA

Volume er einstaklega falleg og vönduð bókahilla sem hægt er að nýta eina og sér sem stofudjásn en einnig er hægt að raða minni hlutum í hana. Volume er smíðuð úr 12mm krossvið og plexigleri.

INGIBJÖRG ÓSK ÞORVALDSDÓTTIR

MERANO Vandaður stóll frá Merano, smíðaður að mestu úr krossvið og er talinn mjög þægilegur. Hann er vinsæll hjá fyrirtækjum sem og í heimahúsum. Stóllinn kemur með mismunandi áklæðum, en einnig er hægt að velja að hafa hann einungis úr við. Epal.is

Format.is

Grunnhugmyndin að kaffikönnunni á sér upphaf í snúningi af öllu tagi, snúningi tvinnakeflis, leirrennibekks eða hringsnúningi vatnsbununnar þegar hellt er upp á kaffi. Hlutar könnunnar raðast saman í eina heild sem tekur lítið pláss. Þegar kaffikannan er ekki í notkun þá sómir hún sér vel sem augnayndi.

Láttu drauminn rætast.

ARIA – SKRIFBORÐ STURLA MÁR JÓNSSON Aria er glæsilegt borð fyrir heimili og fyrirtæki. Skrifborðið laut verðlaun frá Félagi húsgagna- og innanhúsarkitekta 2013.

Landsins mesta úrval af gíturum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

WMF ÞÝSKA STÁLIÐ WMF hefur á síðustu 150 árum gert eldamennskuna og matmálstíma að upplifun á heimilum og veitingastöðum um allan heim. Nýja pottalínan Quality One er með klassísku og glæsilegu útliti og býr yfir einstakri tækni frá WMF sem heitir Cool+ handle sem kemur í veg fyrir að hitinn dreifist yfir í handföngin á pottinum. Í pottunum er jöfn hitadreifing og þeir halda hita lengi og þeir henta fyrir allar gerðir af hellum. Línan býr yfir öllum þeim eiginleikum sem góður pottur býr yfir og hentar bæði til heimilisnota og á veitingastöðum. Þetta eru hágæða pottar sem eru framleiddir úr ryðfríu stáli og standast ströngustu gæðakröfur.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is

WMF fæst í verslunum Kúnígúnd og á kunigund.is.


27

HVAÐ ER AÐ SKE


28

HVAÐ ER AÐ SKE

WAR IS OVER! IF YOU WANT IT

Happy Christmas from John & Yoko (and The Laundromat Cafe)

YES, IT IS TRUE!

HVAÐ ER AÐ SKE

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR GÍSLA PÁLMA GAMLA BÍÓ 4. JÚNÍ


29

HVAÐ ER AÐ SKE

Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður


30

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

MAD MAX: FURY ROAD

FÚSI

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

HÁSKÓLABÍÓ | BÍÓ PARADÍS BORGARBÍÓ AKUREYRI

JURASSIC WORLD

CHILD 44

FAST & FURIOUS 7

FRUMSÝND 12. JÚNÍ

ÁLFABAKKI

SMÁRABÍÓ

6,4

23%

82%

7,7

8,6

7,7

98%

8,8

GOOD KILL THE WATER DIVINER PITCH PERFECT 2 SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK BORGARBÍÓ AKUREYRI

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL

61%

7,3

AVENGERS: AGE OF ULTRON ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

6,3

74%

PAUL BLART: MALL COP 2 SMÁRABÍÓ

23%

6,4

74%

8,0 68%

7,3

A SECOND CHANCE HOT PURSUIT

HÁSKÓLABÍÓ

BAKK SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI

7,1

KRINGLUBÍÓ

45% 4,8

7%

SPOOKS: THE GREATER GOOD SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI

6,8

59%

CITIZENFOUR BÍÓ PARADÍS

8,2

98%


31

HVAÐ ER AÐ SKE

Liberate hátalari Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu. 19.950 kr.

Positive Vibrations heyrnatól 50mm hátalarar með þéttum bassa. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring 12.950 kr.

Smile Jamaica heyrnartól Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur. 3.950 kr.


32

HVAÐ ER AÐ SKE

Brúðkaupsgjöfin sem mýkist ár eftir ár

Við virðum náttúruna Þess vegna notum við fjölnota innkaupapoka

Yfir 50 gerðir rúmfata til brúðargjafa Rúmföt 7.990 kr - 9.990 kr Lín Design

Laugavegi 176 Glerártorgi Sími 533 2220

lindesign.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.