1
HVAÐ ER AÐ SKE
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 1.7-7.7
#18
SKE.IS
„INNBLÁSTURINN KEMUR AÐ INNAN OG ENDAR SVO SEM ÚTBLÁSTUR“ VIÐTAL VIÐ BARÐA JÓHANNSSON, BANG GANG
2
HVAÐ ER AÐ SKE
FÓTBOLTAGOLF OPNUN FÓTBOLTAGOLFVALLAR -SKEMMTIGARDUR.IS-
Ný plata frá Bang Gang. Það er aldeilis gleðiefni. Veðrið er sumsstaðar gott. Það er sumum gleðiefni. Grikkland vegur salt á barmi hyldýpis. Það er sem gefur að skilja hreint ekkert gleðiefni. Frá Krít berast þau skilaboð að óþarfi sé að æðrast, lausafjártakmarkanir þar í landi nái aðeins til innfæddra. Það er skrítið. Landið á vissulega mikið undir ferðamennsku komið en samt finnst mér einkennilegt til þess að hugsa að ég getið vaðið í næsta hraðbanka og tekið út bleðlana sem Sofia í kjörbúðinni mátti ekki sækja sér. Ég skil litla hagfræði. Enn minna skil ég í landamærum. Með dálítilli tölvukunnáttu mætti má þau allmörg út. Benjamin frá Súdan gæti keypt sér flugmiða frá Kartúm til Íslands, ef til vill með viðkomu í Kaupmannahöfn. Hraðbankinn myndi brosa eins við Sofiu og Þorláki frá Raufarhöfn. Þetta er auðvitað óttaleg einföldun. En ég er líka einfaldur maður. Engin landamæri (broskall).
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Barði Jóhannsson Myndir - forsíða og viðtal: Saga Sig og Xi Sinsong Myndir frá tónleikum á Húrra : The Show Shutter Myndir frá fótboltagolfi: The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE
ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 74360 06/15
Náðu í Vegabréf N1 á næstu N1 stöð og byrjaðu strax að safna stimplum. Við hvern stimpil færðu skemmtilega stimpilgjöf. Þegar Vegabréfið er fullstimplað skilarðu því inn á næstu N1 stöð og getur átt von á glæsilegum vinningum.
Það rignir stimpilgjöfum á N1 í sumar! Hluti af ferðasumrinu
4
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI Árlega er haldin tónlistarhátíð á Siglufirði sem hefur það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi. Þjóðlagahátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí ár hvert. Auk tónleika er boðið upp á fjölmörg námskeið, bæði í tónlist og handverki, gömlu og nýju. Þá er börnum þátttakenda yngri en 16 ára boðið upp á ókeypis námskeið. Í Þjóðlagaakademíunni verða kennd íslensk þjóðlög,
þ.á.m. rímnalög, tvísöngslög, sálmalög og druslur. Þá verða dansaðir miðaldadansar og kennt að leika á langspil og íslenska fiðlu. Einnig verða haldin erindi um erlenda þjóðlagatónlist. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi hefur verið Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður. Hvar: Norðurgata 1, Siglufjörður Hvenær: 1. - 2. júlí kl. 13:00 Miðaverð: 5.000 - 21.500 kr.
ATP ICELAND 2015 All Tomorrow’s Parties tónlistarhátíðin verður nú haldin að Ásbrú í Reykjanesbæ í þriðja sinn. Dagskráin er þétt þetta árið en meðal kanóna sem koma fram eru Iggy Pop, Belle and Sebastian, Public Enemy, Run The Jewels, Godspeed You! Black Emperor, Swans, HAM, Ghostigital og Mudhoney. Hátíðin er haldin yfir dagana 2. til 4. júlí og hægt er að kaupa bæði dagpassa og passa fyrir alla hátíðina. Hvar: Ásbrú, Reykjanesbæ Hvenær: 2. - 4. júlí kl. 17:00 Miðaverð: Helgarpassi 18.750 kr. / Dagpassar 7.000 kr.
LJÓTU HÁLFVITARNIR Sumarið er tíminn þegar kvenfólk springur út segir einhvers staðar en það er líka tíminn sem karlmenn spila fótbolta. Og reyndar ekki bara stórir og loðnir karlmenn heldur líka litlir karlmenn eða svokallaðir pollar. Á Akureyri er heil helgi í byrjun júlí lögð undir mót þar sem þessir pollar halda sérstakt mót til að spila téðann fótbolta og það er einmitt um þessa helgi sem Ljótu hálfvitarnir ætla að mæta í bæinn og leggja undir sig Græna hattinn. Og þá dugar auðvitað ekkert minna en heil 3 kvöld, fimmtudaginn 2., föstudaginn 3. og laugardaginn 4. júlí. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 2., 3. og 4. júlí kl. 21/22 Miðaverð: 3.500 kr.
SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON
BIG BAND Samúel Jón Samúelsson Big Band (SJSBB) leikur frumlega frumsamda funktónlist sem er undir áhrifum frá Nígerísku Afróbíti, Eþíópískum jazzi, brasilískum samba töktum, bandarísku funki og stórsveitarjazzi blandað við íslenska eyjaskeggja þrjósku sem hefur vakið athygli víða um heim. SJSBB hefur gefið út 4 hljómplötur: Legoland (2000), Fnykur (2007) og Helvítis Fokking Funk (2010) og 4 Hliðar (2012)
EYÞÓR INGI Í HOFI Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngur íslenskar og erlendar rokkperlur. Kappinn er heldur betur orðinn þekktur fyrir sterka sviðsframkomu og brjálað raddsvið. Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is
Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 3. júlí kl. 14:00 Miðaverð: 2.900 kr.
SJSBB hefur frá árinu 2008 farið árlega í tónleikaferðir til Evrópu og leikið á tónlistarhátíðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Jazzbaltica, Nattjazz og á virtum jazzklúbbum eins og Mojo Club, Moods, Borgy & Bess auk auk kröftugrar spilamennsku hér heima á Jazzhátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves ofl Fjöldi gestaleikara hefur komið fram með sveitinni eins og Tony Allen (Nígería), Jimi Tenor (Finnland) og Nils Landgren (Svíþjóð) SJSBB er tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2015 Hvar: Gamla Bíó Hvenær: 2. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 / 3.900 kr.
5
HVAÐ ER AÐ SKE
SUMAR LEiKUR FJAr-dARKAUPA
TAKTU ÞÁTT Í SKEMMTILEGUM LEIK og þú átt möguleika á
GLÆSILEGUM VINNINGUM! Þátttaka er einföld. Þú verslar í Fjarðarkaupum, fyllir út miða og setur hann í sérmerktan kassa í versluninni og ert þar með komin/n í pottinn. VINNINGAR Borgarferð fyrir 2 til Sevilla með Heimsferðum 2 fullorðins reiðhjól frá Ellingsen iPhone og iPad frá Epli Gjafakort frá ÓB Gjafakort frá Fjarðarkaupum
Opið til 19:00 í dag Fjarðarkaup er lokað á morgun, 17. júní. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs þjóðhátíðardags.
6
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
BRUMES & JUST ANOTHER SNAKE CULT
ALGERA FIESTA FLOW Grasrótin í myndlist og tónlist á Íslandi kemur saman og fagnar sumrinu, listinni og lífinu. Slegið verður til heljarinnar veislu, myndlistarsýningar og tónleika í iðnaðarhverfi Árbæjar. Viðburðurinn er sjálfsprottinn menningarlegur viðburður listamanna, þar sem listamenn standa saman til þess eins að skapa: ,,art for art’s sake”. Ölgerðin verður með kynningardrykki og Tuborg fyrir þyrsta auk þess sem Grillbíll Priksins verður á staðnum.
Hljómsveitirnar Brumes og Just Another Snake Cult munu bera á borð afurðir sínar fyrir áheyrendur þetta laugardagskvöld. Brumes kemur frá Portland, Oregon. Sveitin hefur þróast frá því að vera sólóverkefni yfir í tríó. Dalton Long og Desireè Rousseau enda sumarið sitt með túr í Reykjavík ásamt Þóri Bogasyni sem verður þeim til halds og trausts á hljómborði. Just Another Snake Cult er sambræðingur af lo-fi,
Algera Studio var stofnað vorið 2013 sem vinnustofa listamanna, verkstæði og sýningarrými. Í Algera Studio vinnur fjölbreytt flóra listamanna úr ólíkum áttum, eins og kvikmyndagerð, tónlist, myndlist, grafík og götulist. Hugmyndin er að samnýta vinnuaðstöðu og verkstæði, þekkingu og kunnáttu. Með því takmarkast rýmið ekki við einn listmiðil og lögð er áhersla á listrænt frelsi og fjölbreytni þar sem þverskurður listrænna tjáninga og miðla kemur saman. Algera Studio er einnig recidencia sem hefur milligöngu um sýningaraðstöðu og vinnuaðstöðu fyrir erlenda listamenn. Á hátíðinni verða m.a. eftirtaldir listamenn:
WOODPIGEON
Myndlistarmenn: Kristín Þorláksdóttir Auður Ómarsdóttir Sunneva Ása Weisshappel Anni Ólafsdóttir Nanna María Björk Snorradóttir Unnar Ari
Woodpigeon heldur tónleika í Mengi á fimmtudagskvöld. Aðalsmaður Woodpigeon er Mark Andrew Hamilton og mun hann leiða gesti í gegnum sköpunarverk sín. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 2. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
Tónlistarmenn: Árni Skeng DJ Flugvél og Geimskip Alvia Islanda Herra Hnetusmjör GKR 7berg Gísli Pálmi Shades of Reykjavik La Fontaine
sækadelísku poppi. Þórir Bogason er aðalsmaður sveitarinnar en verkefnið þróaðist eftir flutning hans frá Kaliforníu til Reykjavíkur. Fyrsta platan fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna og sú seinni vann verðlaun frá Kraum. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 4. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
DUO HARPVERK Duo Harpverk samanstendur af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink. Frá því að samstarf þeirra hófst árið 2007 hafa þau undir merki Duo Harpverk flutt yfir 80 verk ýmissa tónskálda, innlendra sem erlendra. Duo Harpverk leggur áherslu á að flytja verk eftir ung tónskáld þó þau hafi einnig flutt verk eftir eldri og reyndari tónskáld í gegnum tíðina. Þau hafa komið víða fram og má í því samhengi nefna Listahátíð Reykjavíkur, Myrka músíkdaga, Iceland Airwaves, Kirkjulistahátíð sem og tónleikaferðalög um Danmörk, Holland og Færeyjar auk þess sem þau komu þau fram á Nordic Cool Festival í Kennedy Center í Washington D.C. í Bandaríkjunum í mars 2013.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 3. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
Hvar: Algera Studio, Fossháls 9 Hvenær: 4. júlí kl. 16:00 Miðaverð: Frítt
SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara, • • • •
Ólafsvíkurkirkja föstudaginn 3. júlí kl. 20. Ísafjarðarkirkja sunnudaginn 5. júlí kl 17 og 20 Patreksfjarðarkirkja þriðjudaginn 7. júlí kl. 20 Borgarneskirkja föstudaginn 10. júlí kl. 20
DALÍ
Félagarnir og klórararnir B-Ruff og Kocoon mæta á Dolly nú á laugardagskvöldið með fullt byssubelti af kanónum og tifandi takta uppí ermunum. Verðugt kvöld í sögubækurnar.
Alltaf stutt í glens og gaman hjá þessum Sætabrauðsdrengjum. Þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Í þetta skiptið verða þeir á léttum nótum dægurlaga úr ýmsum áttum og frá ýmsumm tímabilum, sem allir kannast við. Allt frá ljúflingslögum Fúsa Halldórs yfir í Stína ó Stína og Hæ Mambó
Hljómsveitin DALÍ spilar á Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins í gróðurhúsinu.
Hvar: Dolly Hvenær: 4. júlí kl. 23:45 Miðaverð: Frítt
Hvar: Ísland Hvenær: 3. - 10. júlí kl. 20:00 Miðaverð: 4.900 kr.
Hvar: Norræna húsið Hvenær: 5. júlí kl. 15:00 Miðaverð: Frítt
BENNI B-RUFF & ÁRNI KOCOON
PIKKNIKK TÓNLEIKAR 2015
7
Heslihnetufrappó
HVAÐ ER AÐ SKE
Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi
ColdBrew
Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið
Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa
Oreofrappó
Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa
Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi
Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa
SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI
Oolong- og engifersmoothie
Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp
Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar
Matchafrappó
Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna
Íslatte
Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali
og grænt íste
Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar
Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp
Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi
8
HVAÐ ER AÐ SKE
„FYRIR MIG ER EKKI NÓG AÐ FÓLK SÉ BARA HÆFILEIKARÍKT HELDUR VERÐUR ÞAÐ LÍKA AÐ VERA SKEMMTILEGT“
Fyrir skemmstu kom út fjórða hljóðversplata Bang Gang, sólóverkefnis Barða Jóhannssonar og nefnist hún The Wolves are Whispering. Voru þá liðin sjö ár frá útkomu síðustu breiðskífu Bang Gang svo margir voru orðnir langeygir eftir nýrri plötu. Barði hefur þó fjarri setið auðum höndum á tímabilinu, hann hefur samið klassísk tónverk, tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp og unnið að samstarfsverkefnum með öðrum listamönnum svo fátt eitt sé nefnt. Á nýju plötunni lítur Barði að vissu leyti aftur og þar ber við rafrænan hljóm, sem segja má að kallist á við fyrstu skref Barða undir nafni Bang Gang. Ske er yfir sig hrifið af nýju plötunni og setti sig í samband við Barða og ræddi við hann nýju plötuna, fortíðina, framtíðina og hátt leiguverð í Hörpu, meðal annars. Síðasta plata, Ghosts From the Past, kom út fyrir sjö árum, hví leið svo langur tími á milli platna? Þegar Ghosts from the Past kom út þá fylgdi í kjölfarið tónleikaferð. Stuttu síðar héldum við Keren Ann tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kór þar sem við spiluðum lög með Bang Gang, Keren Ann og Lady & Bird. Þessir tónleikar voru teknir upp og gefnir út af EMI/MUTE undir merkjum Lady & Bird. Þá lékum við tónleika í París með sama fyrirkomulagi. Svo tók við kvikmyndatónlist, semja óperu með Keren Ann, klassísk verkefni, auglýsingatónlist, Best of Bang Gang-útgáfa, meiri kvikmyndatónlist, upptökustjórn og hljóðblöndun
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Saga Sig og Xi Sinsong
fyrir aðra, útgáfa á nýju verkefni hjá mér og JB Dunckel (Air, Darkel, Tomorrows World) auk nefndarstarfa. Með þessu hafði ég svo alltaf verið að vinna smám saman í nýju plötunni. Það var svo á síðasta ári sem ég tók tíma í að klára plötuna. Eins hef ég verið að vinna í klassísku verkefni samnhliða. Nýja platan, The Wolves are Whispering, er elektrónískari en sú síðasta sem var svotil alfarið akústísk, þú snýrð þér að nokkru aftur að raftónum, geturðu sagt okkur nokkuð um hví? Síðasta plata á undan Wolves endaði reyndar á tveimur elektrónískum lögum sem ég gerði með Anthony Gonzales (M83). Ég leit á það sem yfirlýsingu um það sem koma skyldi. The Wolves are Whispering er mjög blönduð, það eru lög sem eru níutíu prósent akústísk og svo önnur sem eru áttatíu prósent elektrónísk og allt þar á milli. Samt er elektróníkin yfirleitt spiluð af gítar eða á hljómborð sem hafa verið tekin í gegnum magnara. Er efni plötunnar samið yfir þetta langa tímabil sem liðið er frá útgáfu síðustu Bang Gang-plötu eða er það nýlega orðið til? Elsta lagið var samið í lok upptakanna á Ghosts From the Past og það nýjasta í fyrra og allt þar á milli. Þetta eru lögin sem hafa enst hvað best. Ég opnaði lögin á
nokkurra mánaða fresti og prófaði eitthvað nýtt þannig að hljómurinn verður tímalausari fyrir vikið. Í frábæru fyrsta lagi plötunnar, “The Sin is Near,” nýturðu liðsinnis Bloodgroup. Geturðu sagt mér nokkuð um hvernig það kom til og kannski líka samstarfið við Jófríði Ákadóttur úr Samaris? Í stuttu máli þá finnst mér Bloodgroup frábær hljómsveit og Jófríður frábær listamaður. Ofan á það vill svo skemmtilega til að það er gaman að vinna með þeim, þau hafa frábærar hugmyndir og lögin hljóma mjög mikið eins og samstarf sem hefur heppnast vel. Fyrir mig er ekki nóg að fólk sé bara hæfileikaríkt heldur verður það líka að vera skemmtilegt. Svo var í báðum tilfellum. Við sömdum lögin alveg saman þannig að þetta var hundrað prósent samvinna. Textar plötunnar eru fremur myrkir, nærri mystískir, hvaðan færðu innblástur til textagerðar? Innblásturinn kemur að innan og endar svo sem útblástur. Þegar ég bý til tónlist þá sé ég fyrir mér aðstæður eða senu í huganum og bý til tónlist við þá senu. Textarnir og tónarnir eru svo lýsing á þessum aðstæðum og umhverfi. Yfirleitt eru þetta staðir sem ég hef komið á, séð eða samsett úr ýmsu. Eins með þær upplifanir sem lýst er í textunum.
9
HVAÐ ER AÐ SKE
10
HVAÐ ER AÐ SKE
Hyggstu koma mikið fram á tónleikum í kjölfar útgáfunnar og geta Íslendingar átt von á því að sjá þig spila fljótlega?
samstarfsverkefni að einhverju leyti á frábrugðinn máta því sem þú gerir fyrir Bang Gang?
um hvort einhver slík verkefni eru í pípunum? Eða ef til vill kvikmyndatónlist?
Ég ætla að halda útgáfutónleika í Gamla Bíó í byrjun september. Það er fullkominn staður. Popptónlist er alþýðutónlist og eins og Harpan verðsetur leigu á tónleikasölum þá er ómögulegt að halda tónleika þar nema hafa miðaverðið mjög hátt. Það hátt að láglaunaður almenningur hefur ekki efni á að koma. Ég vil geta spilað fyrir alla.
Ég nálgast þessi verkefni allt öðruvísi. Þegar ég er í samstarfi eða samvinnu með einhverjum, þá er ekkert notað sem bara annar aðilinn er sáttur við. Í mínu sólóverkefni hef ég bara sjálfan mig til að taka listrænar ákvarðanir. En með Lady & Bird og Starwalker er hundrað prósent lýðræði. Báðir aðilar verða að vera sáttir. Það hefur aldrei komið upp alvarlegur ágreiningur í þessum verkefnum. Bara gleði og allir ánægðir.
Ég er að gera klassíska plötu núna sem er mjög ambient. Svo er Starwalker að gefa út stóra LP plötu á árinu. Svo er mig farið að langa að gera eitt score eftir alla popptónlistina og er að skoða nokkur verkefni núna.
Þú hefur unnið allnáið með öðrum listamönnum, m.a. Keren Ann að verkefninu Lady & Bird og JeanBenoit Dunckel í Air að Starwalker. Nálgastu þessi
Það er gott að heyra, verður að segjast. Auk þess að gera eigin tónlist hefurðu fengist talsvert við að pródúsera fyrir aðra listamenn, geturðu sagt nokkuð
Það er semsé nóg í vændum hjá monsieur Jóhannssyni, þegar einu verki lýkur tekur hið næsta við. Ske þakkar Barða kærlega fyrir samtalið, óskar honum til hamingju með útkomu nýju plötunnar og hlakkar til þess sem koma skal.
NM68968
11
HVAÐ ER AÐ SKE
Siminn.is/spotify
12
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
JAMIE LAVAL Jamie Laval er þjóðþekktur fiðluleikari í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, tónskáld, útsetjari og kennari og talinn meðal þeirra bestu í Skoskri þjóðlagatónlist.
SS SÓL & REIÐMENN VINDANNA
LÍM DRÍM TÍM Á HÚRRA
SS Sól og Reiðmenn vindanna halda alvöru sveitaball í Boganum á Akureyri, Ballið er partur af lokahófi Pollamótsins og eru allir yfir 20 ára velkomnir.
Syngjandi plötusnúðarnir, Steindór Grétar Jónsson og Alexander Briem, spila á Húrra á laugardaginn. Verðugur viðburður!
Hvar: Boginn, Akureyri Hvenær: 4. júlí kl. 23:00 Miðaverð: 2.500 kr.
Hvar: Húrra Hvenær: 4. júlí kl. 23:00 Miðaverð: Frítt
Persónuleg nálgun Jamie Laval á Keltneskri þjóðlagatónlist tvinnar saman einfaldleika hins forna listforms, afburða leikni og nútíma stíl, sem höfðar til allrar fjölskyldunnar, ungra sem aldraðra, jafnt áhugamanna um þjóðlagatónlist, jass og klassík. Þjóðsögur fá gjarnan að fljóta með til skemmtunar, með vísan í þjóðflutninga Kelta vestur um haf. Sjálfur ólst hann upp á Norðvesturströnd Bandaríkjanna og naut tónlistarmenntunar í tónlistarháskólanum í Victoria. Þar starfaði hann með sinfóníuhljómsveitinni, við tónlistarupptökur, sem spunafiðluleikari og kontradans fiðlari. Svo fór að ástríða hans fyrir seiðandi tónum Skoskrar sveitatónlistar yfirtók huga hans, og nú helgar hann sig eingöngu Keltneskri tónlist. Árið 2002 hlaut Jamie Laval Ameríkubikarinn í Skosku Fiðlukeppninni. Hann heldur yfir hundrað tónleika á ári um öll Bandaríkin og Skotland. Hvar: Hannesarholt, Grundarstígur 10 Hvenær: 7. júlí kl. 19:30 Miðaverð: 2.900 kr.
KEX KÖNTRÍ Kex Hostel heldur Kex Köntrí þemadaga sína nú í fjórða sinn dagana 2. - 4. júlí. Hátíðin heiðrar þjóðhátíðardag Bandaríkjanna með ýmis konar tónlistar- og matarviðburðum í anda bandarískrar menningar. Í ár munu tónlistarmenn á borð við Mr. Silla, KK, Lights on the Highway, Snorri Helgason, Elín Ey og fleiri koma fram. Veitingastaðurinn Sæmundur í sparifötunum verður svo með bandarískt þema í eldhúsinu.
Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff.
Hvar: Skúlagata 28 Hvenær: 2. - 4. júlí kl. 18:00 Miðaverð: Frítt (á tónlistarviðburði)
Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
LADY SINGS THE BLUES (AND JAZZ) Á þessum tónleikum munu söngdívan Andrea Gylfadóttir og gítarleikarinn Eðvald Lárusson flytja djass og blúsperlur. Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 4. og 5. júlí kl. 14:00 Miðaverð: 2.900 kr.
13
HVAÐ ER AÐ SKE
Láttu drauminn rætast.
Landsins mesta úrval af gíturum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
14
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
NOWHERE ELSE/HVERGI ANNARSSTAÐAR Hannes Lárusson, Guido van der Werve, Hekla Dögg Jónsdóttir, Mathias Kessler, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnar Már Nikulásarson, Sigurður Guðjónsson, Árni Einarsson og Sirra Sigrún Sigurðardóttir,
HÚSTAKA Ekkisens og félagar verða með hústöku á Stöðvarfirði 7. - 12. júlí, nánar tiltekið á Fjarðarbraut 46. Verið velkomin á opnun 11. júlí kl. 15:00. Anton Logi Ólafsson Freyja Eilíf Logadóttir Gylfi Freeland Sigurðsson Halla Birgisdóttir
Nína Óskarsdóttir Sara Björg Bjarnadóttir og fleiri.
Sýningin er partur af Pólar Festival 7. - 12. júlí. Hvar: Fjarðarbraut 46, Stöðvarfirði Hvenær: 7. - 12. júlí. Opnun 11. júlí kl 15:00
Um er að ræða sýningu og útgáfu í umsjá Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, en í sýningunni taka þátt átta alþjóðlegir listamenn og einn líffræðingur. Titill sýningarinnar er vísan til einnar áhrifamestu myndar mannkynssögunnar “The Pale blue dot”, Fölblár punktur sem var tekin fyrir 25 árum (1990) af geimkönnunarfarinu Voyager 1. Þegar könnunarfarið var um það bil að yfirgefa sólkerfi okkar var myndavélum Voyager snúið aftur í átt til jarðar og myndin tekin úr 6 billjón kílómetra fjarlægð. Jörðin birtist aðeins sem örsmátt rykkorn svífandi í sólargeisla umkringt myrkri útgeimsins. Í kjölfar myndbirtingarinnar skrifaði stjarnfræðingurinn Carl Sagan einn áhrifamesta texta síðustu aldar, þar sem hann nær á kristaltæran hátt að draga fram hrollkaldan sannleikann sem myndin birtir okkur. Það er enginn annar staður, hvergi annarsstaðar en á þessum litla punkti sem við getum lifað - þarna er öll tilvera mannkyns frá upphafi til enda. Listafólkið ávarpar með verkum sínum hugmyndina um okkur og mennskuna í óravíddum alheimsins
Laugardaginn 4. júlí kl. 15.00 verður sýningin Mynd // Hlutur opnuð í Listasafni Reykjavíkur, á sýningunni munu þær Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir sýna ný verk.
PÓLAR Pólar er matar- og menningarhátíð á Austurlandi. Það var svo gaman síðast að við ákváðum að slá til á nýjan leik og þér er boðið!
Sama dag opnar Victor Ocares á Korkinum í Kunsschlager Stofu og ný vídjódagskrá verður kynnt.
Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman. Markmiðið var að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði. Stöðvarfjörður er einn af hinum ómótstæðilegu Austfjörðum, sunnan við Fáskrúðsfjörð og norðan við Breiðdalsvík. Þar kúrir þorpið norðanmegin í firðinum og heldur utan um sína. Megináherslur hátíðarinnar eru sköpunarkraftur og matarmenning. Lögð er mikil áhersla á sjálfbærni og nærumhverfi. Í samstarfi við fjölbreyttan hóp af hæfileikaríku fólki verður boðið upp á litríka dagskrá, vinnustofur og sannkallaða hátíðarstemmningu dagana 7.-12. júlí næstkomandi.
Hvar: Listasafn Reykjavíkur ,Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 4. júlí kl. 15.00 - 19. júlí 2015
Hvar: Stöðvarfirði Hvenær: 7.-12. júlí 2015
Fagurfræði Áslaugar og Guðlaugar er ólík. Áslaug notast við dempaða liti, hrá efni eins og steypu, gifs og við og teflir þeim saman við teikningu og málverkið sem verða til sem svar við tilfallandi myndbyggingu verkanna. Guðlaug Mía notar sterka litir og afgerandi form í verkum sínum þar sem hún leikur sér að skynvillum áhorfandans og þenur þannig út víddir miðilsins. Báðar vinna þær Áslaug og Guðlaug með myndbyggingu og form í verkum sínum. Efnistökin eru myndin sjálf og skúlptúrinn sjálfur sem og efnin sem þær nota. Verkin vísa þannig innávið í sig sjálf.
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP¬games, Bústólpi og Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri, / 03.07 – 26.07.2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri verksmidjan.blogspot.com Opið alla daga nema mánudaga til og með 26 júlí, kl. 14:00 – 17:00. Sýningarstjóri : Sirra Sigrún Sigurðardóttir Hvar: Opnun 3. júlí kl. 17:00-21, Sýningin stendur 03.júlí – 26.júlí 2015 Hvenær: Verksmiðjunni á Hjalteyri.
HEILSUVIKA 2015 SÓLHEIMUM GRÍMSNESI
MYND // HLUTUR Þá er komið að þriðju sýningunni í sumarsýningarröð Kunstschlager í D sal Hafnarhússins:
jafnt í tíma og rúmi. Hér þjónar “Pale blue dot” ljósmyndin hlutverki einhverskonar upphafspunkts. Hún er kjarninn sem sendir frá sér geisla sem breytir hugmyndunum um okkur sjálf. Geisla sem varpa ljósi á ólíka en samtvinnaða fleti mannlegrar tilveru í samtímanum; umhverfis- og efnahagsmál, pólitík og samfélagsmál. Frá því persónulega til hins altæka. Eiginlegar og ímyndaðar langferðir sem oftar en ekki enda þó oft í garðinum heima.
Anthróposófískir meðferðaraðilar og listamenn bjóða upp á uppbyggjandi og nærandi Heilsuviku á Sólheimum í Grímsnesi sumarið 2015 frá 5. júlí - 11. júlí. Gestum verður boðið upp á einstaklingsmiðaðar meðferðir og hópavinnu byggða á antróposófískum lækningum. Í heildina verður lögð áhersla á heilsusamlegan dagshrynjandi, grænmetisfæði og listræna vinnu. Á kvöldin verður boðið upp á samtöl, fyrirlestra og heimsóknir í næsta nágrenni. Auðgandi upplifun á nærandi stað, undir hinni íslensku sumarsól. Boðið verður upp á fjögur mismunandi meðferðarform sem flest hafa verið viðurkennd af alþjóðasamtökum antróposófískra heilbrigðisstétta. Dvalargestir geta valið eitt af fjórum meðferðarformum og munu fá daglega handleiðslu meðferðaraðila í samráði við leiðandi fagaðila. Eurythmymeðferð, handaog tónmeðferð, listmeðferð, tónlistarmeðferð, rytmísk smurning, hlutaböð og fótaböð, bakstrar og vafningar og samtöl. Hvar: Sólheimum í Grímsnesi Hvenær: 5. júlí - 11. júlí 2015
15
HVAÐ ER AÐ SKE
16
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
WAR IS OVER! IF YOU WANT IT
Happy Christmas from John & Yoko (and The Laundromat Cafe)
KJALLARINN Við fórum á Kjallarann sem staddur er á Aðalstræti 2 101 Rekjavík. Það var tekið höfðinglega á móti okkur, við byrjuðum ferðina á G&T, höfum sjaldan eða aldrei séð eins margar gerðir af þessum frábæra drykk. Þetta var fullkomin byrjun á frábæru kvöldi. Ferðinni var síðan haldið í óvissuna. Byrjuðum á þeirra “siganture” disk sem heitir “Black´n blue” túnfiskur, kryddað tómat-marmelaði,wasabidressing og beikonpopp. Túnfiskurinn var virkilega bragð-góður og beikonpoppið frábært með. Síðan var það einn besti réttur sem við höfum hreinlega smakkað í langan tíma, sem við viljum kalla ‘2007 í krukku. Innihaldið var humar, andalifur chillisulta, blómkál og jarðsveppir. Við vorum bókstaflega orðlaus yfir
þessum rétti og passaði allt hráefnið fullkomlega saman. Í aðalrétt fengum við okkur kolagrillaða nautalund, algjörlega ein sú besta í bænum. Meðlæti gratínerað blómkál, Chimmichurri, jarðskokkarelish og hvítlaukskartöflumús. Til að loka þessu enduðum við ferðina á karamelluCréme brulé, fersk ber og passionsorbet sem setti punktinn yfir i-ið. Við fengum sérvalin vín með matnum sem dró fram það besta úr hverjum rétti fyrir sig. Eins og sést á skrifum hér að ofan vorum við hæstánægð og mælum hiklaust með Kjallaranum www.kjallarinn.is
YES, IT IS TRUE!
COOCOOS NEST Það var sunnudagur og við ákváðum að kíkja á Coocoo’s Nest í brunch. Coocoo’s Nest er einn vinsælasti brunch staður Reykjavíkur og höfum við tvisvar sinnum áður þurft frá að hverfa þar sem við fengum ekki borð. En í þetta skiptið vorum við aðeins seinna á ferðinni eða í kringum hálf þrjú leytið. Það virðist vera fínn tími til að fara á Coocoo’s í brunch. Okkur var vísað til borðs og um leið spurð hvort við vildum Mímósu í boði hússins en þessa helgina fengu allir matargestir fría Mímósu með brunchinum. Já takk ! Andrúmsloftið var afslappað og gott enda skein sólin hátt í Reykjavík og fólk eflaust að brjóta hugann um hvað ætti að gera við restina af þessum fallega sunnudegi.
Matseðillinn er mjög girnilegur og ákváðum við að panta Egg Flórentín og Morgunvefjuna. Egg Flórentín er grillað súrdeigsbrauð með egg benedict ásamt elduðu spínatsalati og gráðaosta-sósu, Þetta er borið fram með hvítlauks kartöflubátum og salsa. Eggin fullkomlega elduð og sósan góð. Morgunverðarvefjan er fyllt burrito með hrærðum eggjum, cheddar osti og pinto baunum, borin fram með hvítlauks kartöflum, salsa og sýrðum rjóma. Ljúffengt! Við mælum svo sannarlega með því að taka brunch á Coocoo´s nest.
17
HVAÐ ER AÐ SKE
KOMDU Á DEIT MEÐ JOE Óviðjafnanlegir djúsar, einstakir hristingar, ljúffengar samlokur og kaffi sem rífur þig í gang. Kíktu á JOE & THE JUICE.
joeandthejuice.is
#joeandthejuiceis
LEIFSSTÖÐ | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM
18
HVAÐ ER AÐ SKE
ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.
FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.
TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.
9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.
HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.
16GB | WIFI
79.995
REYKJAVÍK
AKUREYRI
16GB | 4G
99.995 HÚSAVÍK
EGILSSTAÐIR
KEFLAVÍK
SELFOSS
AKRANES
19
HVAÐ ER AÐ SKE
www.tl.is
20
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
RUGBYFÉLAG REYKJAVÍKUR VS. FFSE Stórhelgi er framhundan í íslensku rugby. Franskt lið frá París mun heimsækja Reykjavík fyrstu helgina í júlí og etja kappi við íslensk rugbylið. Glæsileg dagskrá er í boði fimmtudag, laugardag og sunnudag. Allir eru velkomnir og verður boðið upp á byrjendakennslu í Rugby fyrir krakka, unglinga og fullorðna.
BERNHÖFTS BAZAAR
Hvar: Vodafone-völlurinn að Hlíðarenda Hvenær: 2. - 4. júlí kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
DIRTY BURGER MEISTARINN 2015 Dirty Burger & Ribs í samstarfi við FM957 heldur keppni á Austurvelli næsta laugardag. Keppnin gengur út á að borða eins marga hamborgara frá staðnum á 20 mínútum. Tíu manns verða valdir til þátttöku en skráning fer fram á heimasíðu FM957, fm957.visir.is. Vinningshafinn fær að launum flug fyrir tvo til London með WOW air og glæsilegan kvöldverð fyrir tvo á Michelinstjörnu staðnum Texture í London. Dagskrá verður í kringum viðburðinn nú á laugardaginn og því verðugt að horfa á. Hvar: Austurvöllur Hvenær: 4. júlí kl. 14:00 Miðaverð: Frítt Nánar: fm957.visir.is
HJÓLA- OG BRETTAMARKAÐUR Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur fjölþema útimarkaður sem haldinn verður á laugardögum frá 20 júní - 25 júlí á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis og Lækjargötu. Hjóla- og hjólabrettafólk mun selja og þjónusta gesti með allskyns varningi, fötum, derhúfum, brettum, aukahlutum, viðgerðum og ráðgjöf. Hægt verður að koma með hjólið sitt á þvottastöðina og láta pússa það upp gegn fínu gjaldi og fylgjast með listamanni myndskreyta hjólbrettaplötur sem verða svo til sölu. DJ þeytir skífum og fatamerkið MYNKA setur upp ramp og stöng fyrir ,,fix gear”, BMX og bretti. Stelpur og strákar eru hvött til að koma og skate-a á taflinu. Veitingarstaðurinn Torfan selur svo frægu humarsúpuna sína, bakkelsi, bjór, hvítt og gos. Hvar: Bernhöftstorfan, Bankastræti 2 Hvenær: 4. júlí kl. 13-18 Miðaverð: Frítt
LEIKHÓPURINN RATATAM Leikhópurinn RaTaTam, sem saman stendur af Guðrúnu Bjarnadóttur, Guðmundi Inga Þorleyfssyni, Halldóru Rut Baldursdóttur, Hildi Magnúsdóttur Laufeyju Elíasardóttur og Charlotte Bøving sem einnig leikstýrir hópnum, hófst handa í að vinna leiksýningu byggða á reynslusögum fólks sem eru aðstandendur, þolendur eða gerendur heimilisofbeldis í byrjun ársins. Sameiginlegur áhugi fólksins í hópnum um baráttu gegn heimilisofbeldi dró hann saman og vill hópurinn leggja sinn metnað, tíma og kunnáttu í þetta mikilvæga og þarfa verkefni til að rjúfa þá þrúgandi þögn sem ríkir yfir heimilisofbeldi. Hópurinn rannsakar líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn, konum, körlum og börnum, innan veggja heimilisins. Frásagnir gerenda, þolenda og aðstandenda verða þar í brennidepli en í byrjun árs óskuðu þau eftir fólki sem tilbúið væri að deila sögu sinni. Á stuttum tíma hefur fjöldinn allur af fólki haft samband, karlar og konur sem þolendur, gerendur og aðstandendur úr öllum stéttum, stöðum og af báðum kynjum.
Í gangi er söfnun fyrir sýningunni á Karolina Fund en söfnunin rennur út þann 12. júlí næstkomandi og því ærin ástæða til að flykkjast inná vefsíðuna karolinafund.com og láta gott af sér leiða. Áætlaðar sýningar á verkinu verða á leikárinu 2015-2016 og óska þau eftir stuðningi þínum til að halda áfram verkefninu fyrir baráttunni gegn heimilisofbeldi. Í staðinn færðu allavega miða á litla fjáröflunar tónleika sem haldnir verða í sumar og jafnvel miða á sýninguna sjálfa. Hvar: karolinafund.com Hvenær: Í gangi til 12. júlí Miðaverð: Frjáls fjárframlög Nánar: karolinafund.com
VOPNASKAK - FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ KRÁS GÖTUMATARMARKAÐUR Nú er komið að stundinni sem allir hafa beðið eftir. KRÁS Götumatarmarkaður opnar á ný eftir að hafa legið í vetrardvala (fyrir utan náttúrulega Jólakrásina sem var frábært). Á KRÁS finna allir eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir. Það verður matur frá 12 þekktum veitingahúsum í Reykjavík sem koma með kokkana og sínar matreiðsluhugmyndir út á götu og gera götumatarútgáfu af því sem þeir gera venjulega. Það verður hægt að fá sér vínglas eða bjór með matnum í góða veðrinu. Það verður lifandi tónlist og blússandi stemmning allan daginn. Hvar: Fógetagarðurinn Hvenær: 4. júlí kl. 13 - 18
Vopnaskak er bæjarhátíð Vopnafjarðar sem haldin er á hverju ári. Í ár verður öllu tjaldað til og endurvaktir verða viðburðir sem nutu gríðalegra vinsælda þegar hátíðin var sem stærst. Þar ber helst að nefna hagyrðingakvöld og Hofsball þar sem hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi. Frítt er inn á hátíðina en forsölumiðar á þrjá stærstu viðburðina eru til sölu á midi.is. Hagyrðingakvöld á Vopnafirði hafa alltaf verið minnisstæð og er hugmyndin á bakvið hagyrðingakvöld vopnfirsk. Mörg ár eru frá því hagyrðingakvöld var haldið síðast á Vopnafirði en nú hefur viðburðurinn verður endurvakinn. Davíð Þór Jónsson verður stjórnandi og hagyrðingar verða Hjálmar Jónsson, Friðrik Steingrímsson, Andrés Björnsson, Björn Ingólfsson og Hrönn Jónsdóttir.
Hofsball er ekta gamaldags sveitaball en löng saga er á bakvið hin fjöldamörgu Hofsböll sem haldin voru á Vopnafirði á árum áður. Margar kynslóðir eiga sér minningar af Hofsballi en langur tími er liðinn frá því að síðasta var haldið. Í ár mun hljómsveitin Buff leika fyrir dansi. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt en meðal dagskrárliða má nefna Einar Mikael töframann, listasýningar, kjötsúpukvöld, Bustarfellsdag, miðnætursund, golfmót og markaðstorg. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvar: Vopnafjörður Hvenær: 1. - 5. júlí MIðaverð: 2.500 - 7.000 kr.
21
HVAÐ ER AÐ SKE
H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
22
HVAÐ ER AÐ SKE
TÍSKA SINDRI JENSSON
HILDUR RAGNARSDÓTTIR
HÚRRA REYKJAVÍK
EINVERA
VANS X DISNEY COLLECTION 2015
KOMONO Þegar fólk hugsar um Belgíu kemur fyrst upp í hugann hjá flestum bjór og súkkulaði enda landið þekkt fyrir gæði sín á þeim sviðum. Undanfarin ár hefur þó “lítið” vörumerki með aukahluti verið að ryðja sér til rúms og skapa sér nafn í tískuheiminum. Komono er stofnað árið 2011 af þeim Raf Maes & Anton Janssen og sérhæfir sig í úrum og sólgleraugum. Vörurnar eru einstaklega fallegar og vandaðar ásamt því að koma í glæsilegum umbúðum. Því reka margir upp stór augu þegar þeir sjá verðmiðann sem er talsvert lægri en gengur og gerist fyrir sambærilega vöru. Þrátt fyrir frábært verð hafa vörurnar þó vakið mesta athygli fyrir blöndu af djarfri, klassískri og framtíðarlegri hönnun allt
í einni samsuðu. Á þessum 5 árum sem Komono hefur verið starfrækt hefur merkið náð eftirtektarverðum árangri og er nú selt í yfir 1400 verslunum um allan heim, m.a. virtum og þekktum verslunum á borð við Colette í París. Vöruúrvalið er einnig gríðarlegt en Komono býður upp á 236 mismunandi úr og 316 týpur af sólgleraugum. Verslunin Húrra Reykjavík hefur boðið Íslendingum vörur frá Komono undanfarið ár með góðum undirtektum. Verðin á úrunum eru frá 13.990-21.990 krónum og sólgleraugun kosta á milli 9.990-13.990 krónur. Það verður spennandi að sjá næstu skref hjá þessu belgíska merki sem hefur svo sannarlega stimplað sig rækilega inn.
Nýjasta samstarfið hjá Vans x Disney kom út núna í júní. Línan samanstendur af skóm, fylgihlutum og fatnaði. Bæði fyrir börn og fullorðna. Það sem er kannski skemmtilegast við línuna er að það er ekki bara Mikki Mús á skónum, heldur úrval af prinsessum og illmennum frá Disney. Ég var í þrotuðu molli í smábæ í Suður-Frakklandi þar sem eina búðin sem ég þekkti var
Jack&Jones. Fyrir tilviljun rambaði ég inn í pínulitlu íþróttaverslun og þá blasti þessi dýrð við mér. Disney prinsessur einkenndu stóran part af æsku minni, augljóslega varð ég að eignast þessa skó. Mér fannst það líka sérstaklega viðeigandi, verðandi 26 ára í næstu mánuði. Maður má nú ekki fullorðnast of fljótt?
23
HVAÐ ER AÐ SKE
Croissant þetta var bakað í Perlunni fyrr í dag ásamt fjöldanum öllum af úrvals brauðmeti og kökum. Gestum Perlunnar ætti því ekki að láta sér bregða yfir því hversu ferskar veitingar kaffiteríunnar eru. Hvað útsýnið varðar þá er það margbreytilegt til allra átta og kemur sífellt á óvart.
C
A
F
É
24
HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
OLYMPUS 12X50 SJÓNAUKI OLY12X50 EXPS
APC KEY 25 ADAM A5X
APC Key 25 hljómborðið er lítið, það er auðvelt að taka það með sér og tekur ekki mikið pláss á skrifborðinu, það er létt og virðist vera ágætlega smíðað. Nóturnar eru “Semi-weighted” það er góð tilfinning að spila á þær, takkarnir eru þéttir og gott að ýta á þá og það er ágætt viðnám í snúningstökkunum, græjan virðist vera mjög solid. Það vantar MIDI Out Port, en það virðist vera trendið í þessum litlu MIDI Controlerum í dag. Ef þú vilt vinna á nótur og hefur engan utanáliggjandi búnað sem þarf að synca við tölvuna er APC key góður kostur.
Eins og aðrar týpur úr AX seríunni þá eru þeir með X-Art tvíter. Prufanir á þessum tvíterum hafa sýnt að þeir séu einir sterkustu sem eru til á markaðnum. 5.5” miðja nær alveg niður í 2.5kHz. Þessir litlu dýnamísku hátalarar með innbyggðum magnara komu virkilega á óvart og eiga eftir að nýtast vel hvort sem það er verið að mixa, hlusta eða búa til tónlist.
Hljóðfærahúsið
Tónastöðin
ÖFLUGIR HÁTALARAR FRÁ ADAM.
Öflugur kíkir fyrir gönguferðirnar í sumar. Standard kíkir 12 X stækkun Sjónsvið 6,5° - 114m í 1000m fjarlægð. Birta 25 Minnsta fókusfjarlægð 6 metrar UV filter Fjölhúðaðar linsur gefa hámarks birtu og skerpu Hentugur fyrir nátturu og fuglaskoðun, Þróttaviðburði o.mfl. Stærð b-h-d í mm 191—178—63 Þyngd 855gr Ormsson
VELBON ÞRÍFÓTUR Fínn þrífótur á góðu verði, hentar vel fyrir sumarfríið. Mesta hæð: 152cm Lengd lagður saman: 61cm Þyngd: 1,5kg Sjónvarpsmiðstöðin
PHANTOM 2 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS
MARLEY LIBERATE XLBT Heyrnartólin koma með „bluetooth“ og útiloka umhverfishljóð (e. noise cancellation). Þá er gaman að segja frá því að allar vörur House of Marley eru unnar á vistvænan hátt. Leðrið og stálið eru úr endurunnum efnisvið og notast er við bambus fremur en tré því hann vex mun hraðar. Einnig fer ákveðið hlutfall af hverjum kaupum til styrktar góðra málefna. Öflug heyrnatól á góðu verði. Over Ear heyrnartólin fást í Eirberg og betri hljómtækjabúðum.
25
HVAÐ ER AÐ SKE
cttss roodduuc rre P a a C C CCaarr
ri a g e v Sigur í röð! ð 9. ári
Glansþvottalögur
Haltu bílnum hreinum í sumar með Faszination Autopflege mit SONAX bón- og hreinsivörum Markenprodukten von fráSONAX SONAX er margverðlaunað bílhreinsimerki Þýskalandi.
SONAX býður allt sem þarf: bón fyrir allar gerðir af lakki, Lassen Sie mehr Glanz in Ihr Leben! felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínylhreinsi, gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur.
26
HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
ALL ON A STRING
SWAN LJÓS
By Wirth er ungt danskt hönnunar fyrirtæki Signe Wirth Engelund er hönnuðurinn á bak við fyrirtækið, hennar metnaður er að hanna skapandi vörur með mikið notagildi. All on a string er skemmtilegt hengi með trékúlum sem hægt er að nota fyrir póstkort og myndir.
Finnsdottir er dansk hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2007 af þeim íslensk/dönsku Þóru Finnsdóttur og Anne Hoff. Þóra útskrifaðist úr DanmarksDesign og nýtir sína þekkingu á keramik en Anne Hoff kemur með grafíska og listamanns þekkingu inn í þetta. Merkið hefur vaxið og dafnað og nýtur gríðarlega mikilla vinsælda um heim allan. Fallegt Swan ljós úr keramik, er með mattri áferð. Kemur með perustæði og 3,5 metra snúru. Stærð: 16x12 cm.
Efni: leður og trékúlur Stærð: 165 cm lengd á bandinu og 8 trékúlur til þess að festa myndir/póstkort
PLUSMINUS
Það er alltaf hægt að geyma dót, flott á skrifstofunni eða heima í stofu. Stærð: 26 x 14,5 cm x 28 x 16 cm x 31 x 17,5 cm x 33 x 19 cm Litur: svart Epal
OPTIC
TILBOÐ 20-80% afsláttur af umgjörðum
KASSAR 4/PK SVARTIR
MAN 11 Þriggja sæta sófi er úr stál-ramma með sæti og baki úr striga. Sessurnar eru með fínni dúnfyllingu og bólstraðar með vönduðu leðri. Man-serían er innblásinn frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, í danskri húsgagnahönnun. Á því tímabili var Bauhaus í miklum metum, og einfaldleikinn í fyrirrúmi. Húsgögnin úr Man-seríunni eru tilvalin í opin rými en einnig inn á heimilið. Hægt er að fá áklæðið í seríunni í Vintage-leðri og Premium-leðri. Norr 11
DOMINO SERIES TEPPI Domino Series vörurnar eru búnar til úr hágæða ull, sem gera vörurnar mjúkar viðkomu. Mynstrið er klassíkt, en litirnir djarfir. model: 2374 SAM
www.plusminus.is
80% Ull, 20% Nælon Norr 11
GasGrill HVAÐ ER AÐ SKE
Nýtt NÝTT Í SÖLU HJÁ BYGGT OG BÚIÐ
Meistarakokkurinn Jamie Oliver hefur nú ásamt grill teyminu sínu hannað frábæra línu af gas grillum sem eru tilvalin fyrir öll tilefni. Þessi glæsilega 2015 lína er byggð til að endast og hönnuð til að gera eldamennskuna fljótlega, auðvelda og gómsæta.
Fæst í 3 litum!
Jamie Oliver G1040XX • 2 brennarar • Grillgrindur úr pottjárni • Orka 24500 BTU-7.2 Kw • Grillflötur 52x44,5 sm • Þrýstijafnari fylgir ekki
VERÐ 57.995
Jamie Oliver G1140XX • 3 brennarar • Grillgrindur úr pottjárni • Orka 36900 BTU – 10.8 Kw • Grillflötur 63,6x44,5 sm • Þrýstijafnari fylgir ekki
VERÐ 74.995
Jamie Oliver G1340XX 4 brennarar Grillgrindur úr pottjárni Orka 57700 BTU – 16.9 Kw Grillflötur 84,8x44,5 sm Þrýstijafnari fylgir ekki
• • • • •
VERÐ 94.995
Jamie Oliver G1540XX 4 brennarar Grillgrindur úr pottjárni Orka 57700 BTU – 16.9 Kw Grillflötur 84,8x44,5 sm Þrýstijafnari fylgir ekki
• • • • •
VERÐ 149.995
KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS
27
28
HVAÐ ER AÐ SKE
EAST OF MY YOUTH/HALLELUWA/FUTUREGRAPHER HÚRRA 26. JÚNÍ
29
HVAÐ ER AÐ SKE
Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður
30
HVAÐ ER AÐ SKE
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
MAD MAX: FURY ROAD
HRÚTAR
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI
JURASSIC WORLD
HUMAN CAPITAL
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ ÁLFABAKKI | SAMBÍOIN EGILSHÖLL
BÍÓ PARADÍS
8,6
8,2
7,4
81%
SHE’S FUNNY THAT WAY SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
36%
6,2
70%
98%
8,8
ENTOURAGE
1001 GRAMS BÍÓ PARADÍS
SPY
WHAT WE DO IN THE SHADOWS
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
BÍÓ PARADÍS
7,6
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI
30%
6,8
95%
96%
7,6
TOMORROWLAND
50%
ÁLFABAKKI SAMBÍÓIN, AKUREYRI
TED 2
ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ
6,6
BÍÓ PARADÍS
7,4
SAN ANDREAS BAKK
GIRLHOOD
95%
87%
6,6
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI |
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ AKUREYRI
7,1
INSIDE OUT
48%
6,7
50%
8,9
98%
31
HVAÐ ER AÐ SKE
FARÐU AFTUR TIL UPPHAFSINS
KYNNIR
F RU MSÝ N D 8 . JÚLÍ FORSALA Á
,
OG
32
HVAÐ ER AÐ SKE