Ske - #19

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 22.7-28.7

#19

SKE.IS

,,TILRAUN Í ÞVÍ AÐ LEYFA TÓNLISTINNI AÐ BLÆÐA SAMAN.” VIÐTAL VIÐ KATRÍNU MOGENSEN ÚR MAMMÚT


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SNOOPADELIC 16. JÚLÍ

Hugmyndir eru hugmyndir eru hugmyndir. Sumar vondar, aðrar góðar. Sumar eru vondar í vissum kringumstæðum en góðar í öðrum, þó þær séu það að öðru leyti en af því er virðist að ytri aðstæður séu ólíkar þó nákvæmlega eins. Það að ryðja líflegum og blómstrandi tónleikastöðum burt til að reisa minjagripaverslanir og upplýsingamiðstöðvar er í öllu falli, öllum mögulegum kringumstæðum, víddum, veruleikum og fjölheimum, hræðileg hugmynd og beinlínis niðurdrepandi að það komi í raun og veru til greina. Verra en vond hugmynd er vond hugmynd sem verður að veruleika. Ég fíla að ferðast. Það er æði. Og ég fíla ferðamenn. Oft er ég ferðamaður sjálfur. En ég ferðast aldrei til að sjá og upplifa bara aðra ferðamenn. Gerir það einhver? Reykjavík er ágæt, þótt margt megi bæta. Lokun enn annars tónleikastaðar er ekki betrun. Það er skref í átt til þess að gera Ísland að alþjóðlegri vegasjoppu, sem sett er niður í dálítið laglegu landslagi. Vegasjoppur eru ágætar, til að pissa, kaupa sér harðfisk og svo framvegis. En enginn (alltént ekki margir) gerir sér sérstaka ferð til að upplifa vegasjoppur. Kommon, kapítalistar, ekki vera algjörir fávitar. Gerum ekki vonda hugmynd, algjöra dellu, að veruleika. Lifi Húrra.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Katrín Mogensen Myndir - forsíða og viðtal: Joseph Hall Myndir frá Snoopadelic : The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf


Sumargræjur

3

HVAÐ ER AÐ SKE

í bílinn, bústaðinn, ferðalagið, ævintýrin, eyrun og fyrir augað Nýtt toPPmerki í sjónaukum - hagstætt verð

Bíltæki FM/LW, Geislaspilari, USB og Aux. Fáanlegir með Bluetooth, litabreytingum í skjám og öðrum möguleikjum. Nintendo Wii U Premium Pack Fáanleg í tveimur pökkum. Mario Kart 8 og The Legend of Zelda: The Windwaker

Hágæða sjónaukar með lífstíðarábyrgð. Allar gerðir í gluggakistuna, bílinn, bokpakann, ferðalagið, gönguferðina, fjallgönguna og veiðina. Vatnsheldir og niturfylltir frá 14.900,- kr.

Verð frá 17.900,-

Verð: 69.900,-

Verð frá: 3.990,-

Sportmyndavélar

TILBOÐ

Verð: 46.900,-

NPNG útgáfa - 1080@60fps og 720p@120fps - Innbyggð WiFi tenging - Snjallforrit fyrir Android og Apple iOS 16MP ljósmyndir - LCD Skjár og losanleg 1500mAh rafhlaða - Vatnshelt hylki á 100m fylgir - Festingar og 8GB kort fylgja - Kemur í með flottri tösku.

Heimabíómagnarar. Kraftmiklir og ómótstæðilegir.

MJ532 heyrnartól. Samanbrjótanleg. Fáanleg í 4 litum. Verð frá: 55.900,-

Verð: 8.690,-

XW-LF1-K/W 2x40mm full range hátalarar m. Dynamic Range Control. GoGroove FlexSmart X3 Bluetooth FM Sendir. Hágæða hljómburður í gegnum Bluetooth. Tengist í 12v tengi. Langur hreyfanlegur háls. USB tengi til að hlaða önnur tæki Aux-in tengi. Virkar vel með Spotify.

Lego Jurassic World Wii U – 12.490,-kr. Lego Jurassic World 3DS – 9.990,- kr.

Verð: 13.900,-

Verð: 29.900,-

Verbatim V3 USB3.0 Minnislyklar 8GB - 256GB JAMO S628 eru einfaldlega með því allra besta þegar kemur að alvöru hátölurum.

WR-15 Borðútvarp. Hágæða hljómburður m. bassatækni. Sterkt loftnet með góðri móttöku. Innbyggð Bluetooth tenging við snjalltæki m. NFC. Falleg „Retro“ hönnun. Aux-in og heyrnartólatengi. Fáanlegt í 5 litum.

Verð frá: 1.990,-

Verð 35.900,-

X-SMC01BT

Verð: 135.900,-

Vegghengjanleg stæða - FM útvarp með stöðvaminni - Innbyggt Bluetooth Geislaspilari- USB - Heyrnartól - Aux-in - Fjarstýring fylgir - Fáanleg í svörtu, silfur og hvítu. Verð 35.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK -EGILSSTÖÐUM SÍMI 4712038

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

ORMSSON OMNIS TÆKNIBORG ORMSSON GEISLI AKRANESI PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

Á VIT - JOURNEY Á vit… er framandi ferðalag skilningarvitanna um heim dans, tónlistar og myndmáls þar sem sameinaðir eru kraftar ólíkra listforma. Að verkinu standa GusGus og Reykjavík Dance Production. Verkið var frumflutt í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 2012 og hefur verkið verið sýnt á Lollandi í Danmörku, Norilsk og Moskvu í Rússlandi við góðar undirtektir. Nú gefst íslenskum áhorfendum einstakt tækifæri að að sjá verkið á ný.

ÚLFUR ÚLFUR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

Hvar: Norðurljós, Harpa Hvenær: 22. júlí kl. 20:00 Miðaverð: 5.900 kr. Nánar: tix.is

Hljómsveitin Úlfur Úlfur fagnar útgáfu plötunnar sinnar, Tvær Plánetur, í Gamla Bíó nú á fimmtudaginn. Platan verður spiluð í heild sinni og er þetta í fyrsta og mögulega seinasta skipti sem það verður gert. Mikill fjöldi listamanna kom að gerð plötunnar og verður hópnum smalað saman til að gera útsetninguna sem magnaðasta.

OLDSCHOOL THROWDOWN Á GAUKNUM Radio Iceland og Artivist Events kynna með stolti spennandi blöndu íslenskra rappara sem verða með tónleika á Gauknum nú á föstudaginn. Fram koma: HOLY HRAFN & BINNI BÓ ÁTRÚNAÐARGOÐIN ÞRIÐJA HÆÐIN ALEXANDER JARL ALVIA ISLANDIA VALBY BRÆÐUR SHADES OF REYKJAVÍK Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 24. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.

Rapparinn og hæfileikabúntið, GKR, hitar upp fyrir strákana en miða má nálgast á midi.is. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 23. júlí kl. 20:00 Miðaverð: 2.500 kr.

GRÍSALAPPALÍSA Hljómsveit allra landsmanna, Grísalappalísa tekur slaginn á 123 ára afmæli Haile Selassie og leggur leið sína niður í Grófina þar sem hljómsveitin hyggst leika sígilda slagara jafnt fyrir unga sem aldna, lög á borð við ,,Tík”, ,,Leggð’inn á mig” og ,,Skrítin Birta” í bland við fleiri góð lög eftir aðra þjóðþekkta einstaklinga. Hvar: Húrra Hvenær: 23. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.

STJÖRNUTRÍÓ SIGURÐAR FLOSASONAR Í MÚLANUM Tríóið skipa, auk Sigurðar sem leikur á saxófón, Kjeld Lauritsen, þekktasti Hammond-orgelleikari Dana og sögufrægasti trommari íslensku þjóðarinnar og Pétur Östlund, en hann er búsettur í Svíþjóð. Þeir munu leika vel valin sígræn jazzlög í eigin útsetningum, m.a af diskum Sigurðar og Kjeld; Nightfall og Daybreak.

6PMYLT - AFTER SILENCE After Silence er kvöldstund sem dúóið Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson halda. Þeir hafa unnið saman í meira en áratug og gefið út tvær plötur, ,,The Box Tree” og ,,After Silence”. Þriðja platan er í vinnslu. Kvöldið verður hluti af 6PM YOUR LOCAL TIME (6PMYLT) sem er viðburður haldinn á mismunandi staðsetningum víða um Evrópu en stjórnað og skrásett á vefnum af einum meginviðburði. Hægt er að vera hluti af viðburðinum með því að nota Twitter og Instagram og myllumerkja tíst og myndir #6pmeu sem birtast síðan á aðalsíðu viðburðarins á 6pmyourlocaltime.com. Allar uppfærslur verða síðan birtar í rauntíma á sýningu í Bresciakastalanum í Ítalíu. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 22. júlí kl. 18:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: www.mengi.net

FUTUREGRAPHER Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher heldur tónleika á Loft Hostel nú á miðvikudegi. Kvöldið er í boði Möller Records en einnig koma fram BistroBoy og DJ Dorrit. Hvar: Bankastræti 7 Hvenær: 22. júlí kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Sumartónleikadagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram út júlí næstu miðvikudagskvöld. Múlinn er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Hvar: Múlinn Jazz Club, Harpa Hvenær: 22. júlí kl. 21-22 Miðaverð: 2.000 kr. / 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara Nánar: harpa.is og tix.is


5 NM68968

HVAÐ ER AÐ SKE

SUMARIÐ

HEFUR ALDREI

HLJÓMAÐ EINS VEL! NÚ STREYMIR ÞÚ TÓNLISTINNI FYRIR 0 KR. MEÐ SPOTIFY PREMIUM Á FARSÍMANETI SÍMANS

*Gildir fyrir Spotify Premium áskrift hjá Símanum

Siminn.is/spotify


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

SÖLVI KOLBEINSSON OG MAGNÚS TRYGVASON ELIASSEN

JAM SESSION Á GAUKNUM ARNLJÓTUR SIGURÐSSON Arnljótur er tónlistarmaður fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann hefur numið tónlist og myndlist frá unga aldri en er einnig mikill áhugamaður um skák og vísindi. Milli þess að syngja og spila með hljómsveitinni Ojba Rasta tekur hann þátt í ýmsum verkefnum tengdum spuna og nýsköpun. Hann hefur gefið út plöturnar Listauki (2008), Línur (2014) og Til einskis (2015). Á þessum tónleikum ætlar Arnljótur að spila nýja taktdrifna raftónlist í bland við eldra efni.

Gaukurinn býður öllum sem vilja stíga upp á svið með Náttmarðar Kvartettinum að koma með hljóðfæri eða raddbönd og djamma. Á staðnum verða gítar, trommusett og að sjálfsögðu hljóðnemar fyrir raddir auk þess sem hægt er að koma með eigin hljóðfæri. Engin sérstök tónlistarstefna er ákveðin fyrirfram á þessum kvöldum heldur er það látið ráðast hverju sinni.

Magnús Trygvason Eliassen (trommur og slagverk) og Sölvi Kolbeinsson (saxófónn) leiða saman hross sín í Mengi 23. júlí næstkomandi. Þeir félagar hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár en þó aldrei spilað saman og fannst þeim því tími til kominn að halda sína fyrstu tónleika. Á efnisskrá verða ýmsir jazz standardar í nýjum búningum. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 23. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: www.mengi.net

Hvar: Tryggvagata 22 Hvenær: 23. júlí kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 24. júlí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: www.mengi.net www.soundcloud.com/arnljotur

STYRKTARTÓNLEIKAR KONUKOTS OG FRÚ RAGNHEIÐAR VOL. 2 Rauði krossinn í Reykjavík stendur fyrir styrktartónleikum á fimmtudaginn í porti Kex Hostel. Þetta er í annað sinn sem tónleikarnir eru haldnir og eru til styrktar tveggja umfangsmikilla skaðaminnkunarverkefna, Konukots og Frú Ragnheiðar.

PIKKNIKK TÓNLEIKAR ANDRI ÍVARSSON Andri Ívarsson er uppistandari sem fléttar tónlist inn í atriðið sitt. Það má segja að hann sé nokkurs konar grín trúbador þar sem hann syngur kómísk lög um lífið og tilveruna í bland við hefðbundið uppistand. Andri hóf ferilinn á „open mic“ uppistandskvöldum en fór fljótlega að fá beiðnir um að koma fram í afmælisveislum, starfsmannapartíum, framhaldskólaskemmtunum, sem og á lágstemdum tónleikum. Hann hefur uppá síðkastið verið að koma fram með Hugleiki Dagssyni og Sögu Garðarsdóttur svo einhverjir séu nefndir. Tónleikarnir eru hluti af Pikknikk tónleikaröðinni og fara fram í gróðurhúsinu. Hvar: Norræna húsið, Sturlugata 5 Hvenær: 26. júlí kl. 15:00 Miðaverð: Frítt

REYKHOLTSHÁTÍÐ 2015 Frá föstudegi til sunnudags verður haldin tónlistarhátíð í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Á föstudeginum mun Karlakórinn Heimir frá Skagafirði opna hátíðina ásamt góðum gestum. Á laugardeginum verða tónleikar sem nefnast ,,Svipmynd frá upphafi tónleikahefðar á Íslandi” þar sem Þóra Einarsdóttir, sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, leiða saman hesta sína. Að þeim loknum verða svo kammertónleikar með sérstökum gesti frá Finnlandi, lágfiðluleikaranum Atte Kilpeläinen. Á sunnudeginum verður hátíðinni lokað með sérstökum lokatónleikum Reykholtshátíðar. Miða má nálgast á midi.is. Hvar: Reykholtskirkja, Borgarfjörður Hvenær: 24. - 26. júlí Miðaverð: Hátíðarpassi 9.000 kr. / Stakir viðburðir 3.500 kr.

Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á skaðaminnkun og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, t.d. útigangsfólks, heimilislausra og annarra sem glíma við fíknivanda, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Markmið verkefnisins er að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, t.d. sýkingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda þeim aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Dagskráin er ekki af verri endanum og verður auglýst betur síðar en staðfestir eru Sturla Atlas, Aron Hannes, Vio, Teitur Magnússon ofl. Hvar: port Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 23. júlí kl. 18 - 23 Miðaverð: 1.500 kr.


7

HVAÐ ER AÐ SKE

Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland


8

HVAÐ ER AÐ SKE

Þann 9. júlí héldu hljómsveitirnar Mammút og Samaris magnaða tónleika í Gamla bíó. Báðar sveitirnar eru í framvarðasveit íslenskrar tónlistar en kunna við fyrstu sýn að virðast nokkuð ólíkar, Mammút með sitt melódíska síðpönk og Samaris angurværa raftónlist. Úr varð áhugaverð mixtúra. Ske lék forvitni á að vita meira og setti sig því í samband við Katrínu Mogensen og spurði hana út í konsertinn, listina, framhaldið og sitthvað fleira. Hvernig kom það til að þið ákváðuð að halda þessa tónleika með Samaris? Var sérstakt tilefni? Samaris er gjörsamlega klikkað band, okkur langaði að búa til tækifæri með þeim. Við erum að leika okkur að hugmyndinni um tónleika á okkar eigin forsendum. Svo var það líka löngunin til að láta þessa tvo hljóðheima mætast, Samaris og Mammút. Þið lékuð ykkur dálítið með samslátt, geturðu sagt mér eitthvað um þann samruna? Þetta var tilraun í því að leyfa tónlistinni að blæða saman, erótískum rafheimi Samaris og örvæntingafullum rokkheimi Mammút. Einnig hafði mig lengi langað til

Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

að syngja með Jófríði þar sem mér þykir hún besta söngkona í Skandinavíu og ef víðar væri leitað. Þannig að við skiptum okkur af efni hvors annars, við tókum yfir þeirra og og öfugt. Fjári er það magnað. Að auki var nokkuð um spennandi, óvæntar uppákomur á tónleikunum. Auk þess að fást við tónlist ertu myndlistamaður og hefur á því sviði fengist mikið við gjörningalist, skarast þessi tvö svið mikið hjá þér? Þetta er í raun sami hluturinn, það er sama orkan sem þú eyðir í þetta og sama orkan sem þú færð til baka. Fyrir mér hefur öll tónlist mjög sterkan myndheim og ég hef mikla þörf fyrir að tjá hann þegar það kemur að Mammút. Togar annað þeirra sterkara í þig, eða er samlífið þægilegt? Myndlistin tekur stundum yfir tónlistina og tónlistin myndlistina. Þetta kemur oft í öfgafullum bylgjum. Þar ríkir ekki mikið jafnvægi, en ég kæri mig ekki mikið um þægilegt jafnvægi þegar kemur að listum. Hinn gullni meðalvegur hefur aldrei heillað mig.


9

HVAÐ ER AÐ SKE

„SVO VAR ÞAÐ LÍKA LÖNGUNIN TIL AÐ LÁTA ÞESSA TVO HLJÓÐHEIMA MÆTAST “


10

HVAÐ ER AÐ SKE

Síðasta plata, Komdu til mín svarta systir, kom út árið 2013 eftir fimm ár frá síðustu plötu þar á undan og hlaut feykilega góðar viðtökur, vann m.a. til fjölda verðlauna og var mikið spiluð í útvarpi. Eruð þið byrjuð að vinna að nýrri plötu? Við erum að vinna efni fyrir plötu sem kemur út næsta vor. Tónleikarnir í Gamla Bíó voru einu tónleikarnir okkar hér á landi í sumar vegna einangrunar inni í æfingarhúsnæði.

Textarnir við lög Mammút eru myrkir, oft nærri gotneskir, og ljóðrænir. Hvaðan spretta þeir? Hvaðan? Þeir spretta upp úr mér, en það er tónlistin sem dregur þá fram. Ég leik mér að því að fegra ljótar hugsanir og búa til bjarta, rómantíska heima úr vonleysi. Þið hafið sem von er vakið athygli víðar en hér heima, hafið þið einhverjar heimsvaldaambisjónir, einhverja útþrá?

Í haust fengum við samning hjá breska plötufyrirtækinu Bella Union, það opnaði dyr til útlanda. Við erum með mikla útþrá og höfum verið með lengi. Við verðum mikið úti í haust og förum meðal annars á tónleikaferðalag með Of Monsters and Men þar sem við munum hita upp fyrir þau. Það var og, allur heimurinn er undir. Það segir sig svosem sjálft að próper mammútar eira ekki lengi við á litlum eyjum. Ske þakkar Katrínu kærlega fyrir spjallið og hlakkar til að heyra meira frá Mammút, og Samaris, í framtíðinni.


11

HVAÐ ER AÐ SKE

MEGATILBOÐ FYRIR

54

299

Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast. Í tilboðinu 5 fyrir 4 er ódýrasta pizzan frí.

Ótrúlega flott úrval af pizzum á frábæru verði

kr. pk.

Verð áður 399 kr.

CHICAGO TOWN PIZZUR

AF ÖLLUM PIZZUM

399

kr. pk.

THIN & CRISPY OG DEEP PAN PIZZUR Í MIKLU ÚRVAL

99

kr. stk.

APPELSÍN, PEPSI OG PEPSI MAX 500 ML DÓS

Borgaðu með símanum á einfaldan og öruggan máta með Netgíró.

Við sendum þér reikning í netbankann og þú færð allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest.

Skráðu þig á www.netgiro.is

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

BÁRUJÁRN OG SINDRI ELDON Á BAR 11 Bárujárn er sörfhljómsveit úr Höfnum sem hefur verið að æfa sig undanfarið og semja ný lög. Sindri Eldon mun síðan halda uppi stuði af sinni auðmjúku einlægni.

BRÆÐSLAN 2015 Tónlistarveislan Bræðslan fagnar tíunda ári sínu í sumar með nokkrum af vinsælustu böndum klakans.

Hvar: Hverfisgata 18 Hvenær: 24. júlí kl. 22:30 Miðaverð: Frítt

Þeir sem koma fram í ár eru: Prins Polo - Lára Rúnars - Ensími - Valdimar - Bubbi Mortens - Dimma Tónleikarnir, sem eru haldnir í gamalli síldarbræðslu, hafa fest sig rækilega í sessi hjá tónlistarþyrstum landsmönnum jafnt og náttúruunnendum en Borgarfjörður eystra er rómaður fyrir náttúrufegurð. Hvar: Borgarfjörður eystri Hvenær: 25. júlí kl. 19:00 Miðaverð: 8.500 kr. Nánar: www.braedslan.com tix.is

ÓREGLA Óregla treður upp á Ellefunni alræmdu þann 25. júlí. Hljómsveitin ætlar að gera heiðarlega tilraun til að spila þrjú ný lög og er hún búin að æfa eins og strumpar síðustu vikur. En fyrst mætir Arnljótur Sigurðsson með spunavélarnar sínar og tryllir lýðinn með seiðandi rafsegulbylgjum. Hvar: Bar 11, Hverfisgata 18 Hvenær: 25. júlí kl. 21:30 Miðaverð: Frítt

Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning

www.cafeparis.is

MAFAMA - DOG Hljómsveitin Mafama gaf út sína fyrstu plötu, DOG, nú fyrir skemmstu ásamt því að halda veglega útgáfutónleika á Húrra þann 8. júlí við góðan róm. Bandið var stofnað á Akureyri haustið 2013 en í hljómsveitinni eru Árni Þór Theodórsson (gítar), Victor Ocares (gítar og söngur), Þórgnýr Inguson (gítar, hljóðgervill og bassi) og Toggi Nolem (slagverk, hljóðgervill og söngur). Til að fjármagna útgáfu sinnar fyrstu plötu leituðu piltarnir til Karolina Fund með fjáröflun sem síðar endaði með því að þeir stofnuðu sína eigin útgáfu sem heitir Shaka. Á plötunni gætir ýmissa áhrifa, allt frá síkadelíu til diskós, metals og alls þar á milli. Sveitin hefur nú þegar markað spor í íslenskri tónlistarsenu enda spiluðu þeir á Iceland Airwaves 2014 og Secret Solstice 2014.


13

HVAÐ ER AÐ SKE

*

Go Ahead Létt í bragði

Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála. *Aðeins 57 kcal per kex


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

LISTERÍA

NOT NORÐLENSK VÖRUHÖNNUN Laugardaginn 25. júlí kl. 15, verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi sýningin NOT – norðlensk vöruhönnun. Um er að ræða samsýningu fimm hönnuða sem búsettir eru á Norðurlandi. Forsaga verkefnisins er sú að á sýningu í Epal á Hönnunarmars 2014 voru 5 af 30 sýnendum frá Akureyri og þótti það eftirtektarvert. Í kjölfarið vaknaði áhugi hjá Listasafninu á Akureyri að sýna norðlenska vöruhönnun í heimabyggð.

LISTERÍA er samsýning fimm íslenskra listamanna sem haldin er í ókláraða safnhúsinu á Nesi. Byggingin á þó nokkuð í land með að vera fullbúin, en hráir innviðir hennar og ómenguð náttúrusýnin bjóða upp á einstaka umgjörð fyrir samtímalist af ólíkum toga. Safnhúsið var upphaflega hannað og reist til að sýna og varðveita muni sem tengjast sögu lækninga á Íslandi, en í kjölfar fjármálahrunsins urðu þau áform að engu og enn er óráðið hver örlög byggingarinnar verða. Nafn sýningarinnar kann að þykja nokkuð gróteskt, en Listería er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda, en hún getur verið sjúkdómsvaldandi og banvæn, finnist hún í mönnum. Sýningin Listería er ferli þar sem listabakterían ræður ríkjum. Hún ræðst inn í viðkvæmt rýmið og lifir þar sjálfstæðu lífi út ágústmánuð. Eftir þann tíma veit enginn hvort byggingin leggst aftur í dvala, verður lífguð við að nýju eða mætir örlögum sínum með öðrum hætti.

Til sýnis nú eru verkin sem sýnd voru í Epal auk nýrra verka eftir hönnuðina, en þau voru hönnuð sérstaklega fyrir sýninguna í Ketilhúsinu. Í hönnunarferlinu var unnið út frá orðinu hús-gagn með vísun til nytjahluta sem gagnast á heimilum. Að auki setti hópurinn sér það markmið að nýta þekkingu og tækjakost norðlenskra fyrirtækja til framleiðslu á vörunum. Afraksturinn eru alíslenskar vörur, hannaðar og framleiddar að mestu leyti á heimaslóðum. Að sýningunni standa Björg í bú - vöruhönnun, Herdís Björk Þórðardóttir, María Rut Dýrfjörð, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. Fyrirtæki sem koma að gerð frumgerða eru meðal annars Hrísiðn, Valsmíði, Ölur og fleiri. Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands til vinnslu á frumgerðum auk áframhaldandi vöru-þróunar og sýningar á Hönnunarmars 2016. Sýningarstjóri er Helga Björg Jónasardóttir.

Sýnendur eru Ragnar Axelsson, Ívar Valgarðsson, Svava Björnsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson og Finnbogi Pétursson.

Sýningin er opin þriðjudag til sunnudaga kl. 10-17 Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12.15 Aðgangur er ókeypis.

Sýningarstjórar eru Margrét Áskelsdóttir og Klara Stephensen.

Hvar: Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, Kaupvangsstræti 12 Hvenær: 25. júlí - 30. ágíst 2015

Á sýningartímanum verður listamönnum úr ólíkum greinum boðið að koma og dreifa lista-bakteríunni um húsið með skyndiuppákomum, sem verða auglýstar með stuttum fyrirvara. Listerían er því nokkuð ófyrirsjáanlegt flæði þar sem allt getur gerst.

Opnunartími er frá 13 -17 alla virka daga og eftir samkomulagi út ágústmánuð.

Hvar: Ókláraða safnhúsið á Nesi hliðina á Nesstofu, Læknamynjasafnið út á Seltjarnanesi, Grótta Hvenær: Opnun 17. júlí stendur út ágústmánuð

GULLKISTAN: 20 ÁR Ný sýning var opnuð í Listasafni Árnesinga, sunnudaginn 19. júlí á verkum 24 listamanna frá átta löndum og það er sýn gestsins sem er leiðandi. Fyrir tuttugu árum efndu myndlistarmennirnir Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir, til listahátíðar á Laugarvatni þar sem þær voru þá búsettar. Yfir 130 listamenn tóku þátt í þeirri hátíð og þegar þær efndu aftur til hátíðar tíu árum síðar voru listamennirnir að minnsta kosti 145. Út frá þessum hátíðum kviknaði hugmyndin að dvalarstað fyrir skapandi fólk. Þeirri hugmynd hrundu þær líka í framkvæmd og til varð Gullkistan – miðstöð sköpunar, sem í dag hefur sitt aðal aðsetur í gömlu tjaldmiðstöðinni, en starfsemin hefur náð til ýmissa staða á Laugarvatni. Í tilefni þessara tímamóta er nú sett upp sýning í Listasafni Árnesinga á nýlegum verkum 24 listamanna sem tengst hafa Gullkistunni, ýmist sem þátttakendur í listahátíðunum eða dvalið í miðstöðinni. Verkin valdi Ben Valentine sem ráðinn var sem sýningarstjóri sýningarinnar og nálgunin er auga gestsins. Ben Valentine er sjálfstætt starfandi rithöfundur og sýningarstjóri sem kom hingað frá NY, en er nú að flytjast búferlum til Kambódíu þar sem hann mun stýra spennandi listamiðstöð. Á sýninguna hefur hann valið nýleg verk eftir fimmtán erlenda listamenn frá sjö löndum, þar sem sjá má áhrif frá Íslandsdvöl þeirra og einnig verk eftir níu íslenska listamenn. Til hliðar við sýninguna verða aðgengilegar ýmsar heimildir um hátíðirnar tvær, miðstöðina og einnig er skapandi aðstaða fyrir gesti. Sýningin, sem er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Gullkistunnar, er styrkt af uppbyggingarsjóði Suðurlands og mun standa til og með 20. september. Safnið er opið alla daga kl. 12 – 18 og aðgangur er ókeypis. Hvar: Listasafni Árnesinga Hvenær: 19. júlí - 20. september 2015

HÓRASAREIÐURINN: GARÐAHREPPUR GEGENÜBER Daníel Magnússon, Jón Óskar og Ómar Stefánsson sýna ný verk í nýjum sýningarsal, gegnt garði Einars Jónssonar, Gallerí Gegenüber / The Opposite Gallery / Andspænis sýningarsalur. Eina óveðurshelgina í mars hittust fjórir miðaldra menn í einbýlishúsi á sjávarlóð í Arnarnesi og rifjuðu upp æskuárin í Garðahreppi. Þeir úðuðu í sig rúnnstykkjum og deildu um hvort það ylli skalla að þvo sér um hárið með uppþvottalegi.

Innan skamms voru menn upprifnir og vildu gjalda skuld sína við náttúruna, frelsi æskuáranna og kynlega kvisti Garðahrepps. Bera fram sín bestu verk á þessum hvítu veggjum við sjóinn. Snúum heim! sögðu myndlistarmennirnir þrír og heilsuðu ímynduðum föður með sverðseggjar á lofti eins og Hórasarbræður þegar þeir sóru Róm hollustu til dauðans á málverki Davíðs. Parablan um týnda soninn barst í tal. Bæjarstjórinn kemur með alikálfinn og faðmar okkur! sagði

einn. Sýningin verður vel auglýst í Garðapóstinum! sagði annar. Og ráðsett hjón á gönguferð með hundinn stinga inn nefinu! sagði sá þriðji. Eftir nokkur samskipti við Menningarog safnanefnd Garðabæjar var ákveðið að halda sýninguna ekki í Garðabæ. En Hórasareiðurinn er svarinn. Hvar: Anspænis sýningarsalur,Freyjugata 32 Hvenær: Opnar 18. júlí kl: 16:05


15

Heslihnetufrappó

HVAÐ ER AÐ SKE

Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi

ColdBrew

Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið

Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa

Oreofrappó

Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa

Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi

Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa

SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI

Oolong- og engifersmoothie

Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp

Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar

Matchafrappó

Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna

Íslatte

Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali

og grænt íste

Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar

Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp

Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

VERKSUMMERKI HUGLÆG OG PERSÓNULEG SAMTÍMALJÓSMYNDUN Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu. Kjarni sýningarinnar er ljósmyndarinn sjálfur sem myndasmiður og sjálft viðfangsefni myn-danna. Ljósmyndararnir eiga það sammerkt að fjalla um eigið líf með tilvísunum í reynslu, minningar og tilfinningar eða sem skrásetjarar síns nánasta umhverfis og daglegs lífs. Verkin á sýningunni eru vitnisburður um hversdaginn og verksummerki um líf ljósmyndaranna.

MENNINGARGÖNGUR Í HAFNARFIRÐI VÍÐISTAÐATÚN HÖGGMYNDAOG ALMENNINGSGARÐUR Í sumar er boðið uppá kvöldgöngur í Hafnarfirði með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Miðað er við að þær taki um klukkustund og séu við allra hæfi. Þátttaka er ókeypis. Fimmtudagskvöldið 23. júlí kl. 20 verður gengið um Víðistaðatún í fylgd Þráins Haukssonar landslagsartkitekts. Hugað verður bæði að sögu, skipulagi og listaverkunum á túninu. Sumargöngurnar eru samstarf Hafnarborgar, Byggðarsafns, Bókasafns og skrifstofu menningarmála í Hafnarfirði. Göngurnar njóta stuðnings frá Hafnarfjarðarhöfn.

Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir. Sýningin er styrkt af Menningar- og ferðamálaráði.

Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhús, Tryggvagata 15, 6. hæð Hvenær: 16. maí - 13. september 2015

CYCLE LISTAHÁTÍÐ Cycle listahátíð verður haldin í fyrsta skipti í sumar, dagana 13. til 16. ágúst 2015, í Kópavogi. Hátíðin einsetur sér að bjóða upp á þverfagleg listaverk eftir alþjóðlegt listafólk, en margir listamannanna eru frumkvöðlar á sínu sviði. Verk þessi eru á svæði samtímatónlistar, gjörningalistar, myndlistar, hljóðlistar og arkítektúr, en þó hverfist listin alltaf um tónlist. Hátíðin er meðal þeirra fyrstu er ber á borð þá blómstrandi þverfaglegu senu tónlistar með öðrum listgreinum. Listamenn, fræðimenn og áheyrendur taka þátt í samtalinu gegnum tónleika, uppákomur, vinnustofur og málþing og virkja þar með alþjóðlegt samstarf og efla þátttöku almennings í samtímalistasenunni. Listaverkin sem hátíðin býður upp á stuðla að hugmyndinni um endurvinnslu með því að kynna fyrirliggjandi hugmyndir, hljóð, efnivið og búsvæði okkar í nýju samhengi og útvíkka þannig sýn okkar á umhverfið. Fyrir utan hefðbundin rými listahátíða eins og tónleikasalinn og listasafnið, munu viðburðir og innsetningar eiga sér stað í almenningsrýmum og völdum, fundnum rýmum með það að leiðarljósi að breyta skynjun áheyrendahópsins á umhverfinu.

VEFLISTAVERK JÚLÍÖNU SVEINSDÓTTUR OG ANNI ALBERS: LÓÐRÉTT / LÁRÉTT Samhliða starfi sínu sem málari átti Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966) farsælan og mjög athyglisverðan feril sem listvefari og fjallar sýningin um þann hluta ferils hennar. Hér eru veflistaverk Júlíönu sýnd ásamt verkum þýska Bauhausvefarans og myndlistarmannsins Anni Albers (1899–1994) sem var einn áhrifamesti veflistamaður síðustu aldar. Bæði Júlíana og Anni byrjuðu fyrir tilviljun að vefa og í stað þess að nota hefðbundna tækni fóru þær eigin leiðir og voru óhræddar við að gera tilraunir í óhefðbundin efni. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir, meðsýningarstjóri er Sigríður Guðjónsdóttir. Sýningin er haldin í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Föstudaginn 24. júlí 2015 kl: 13:00: Leiðsögn á ensku

Hvar: Gengið verður frá Skátaheimilinu við Hjallabraut, Hafnarfirði Hvenær: Fimmtudagur 23. júlí kl. 20

KERAMIK ÚR SAFNEIGN Safneign Hafnarborgar er fjölbreytt og fer sífellt vaxandi. Hún telur nú rúmlega 1400 listaverk en stór hluti hennar eru málverk og höggmyndir frá síðari hluta 20. aldar. Stofnendur Hafnarborgar, þau Sverrir Magnússon lyfsali og kona hans Ingibjörg Sigurjónsdóttir lögðu grunn að safninu með listaverkagjöf sinni árið 1983. Hafnarborg á verk eftir innlenda og erlenda listamenn unnin í ýmsa miðla, má þar meðal annars nefna nokkurn fjölda leirlistaverka. Í Sverrissal Hafnarborgar stendur nú yfir sýning með íslenskum leirlistaverkum eftir 14 lis-tamenn. Þetta eru allt verk úr safneign Hafnarborgar og eru gerð á árunum 1984 – 2006. Sýningin stendur frá 24. júní til 23. ágúst.

Hvar: Kjarvalsstaðir, Flókagata 24 Hvenær: 19.júní 2015 - 30. ágúst 2015

LISTASUMAR Á AKUREYRI Enn er allt að gerast í listum á Akureyri. Dagskráin er þéttskipuð áhugaverðum viðburðum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara á ferð sinni norður. Hér er hluti af dagskrá vikunnar en hana má í heild sinni á vefnum: http://www.listasumar.is 21., 22., 23., 24. og 25. júlí. Hof, Menningarfélag Akureyrar. Gamanleikur um sögu Íslands. þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 14, föstudag og laugardag 20. 23. júlí. Græni Hatturinn. Ensími. Tónleikar kl. 21. 24. júlí. Hof, Menningarfélag Akureyrar. Gott í eyra, klassísk sellóverk meðal annars eftir Jórunni Viðar og fleiri íslenskar konur. Ásdís Arnardóttir selló og Jón Sigurðsson píanó. kl. 14. 25. og 26. júlí. Hof, Menningarfélag Akureyrar. Sigurður Flosason og Blue Shadows, djass og blús „crossover“ band. Laugardag kl. 14 og sunnudag kl. 14 og 20. 24. - 26. júlí. Kaktus. Karólína Baldvinsdóttir. Myndlistasýning.

Cycle Music and Art Festival var sköpuð á grunni Tónlistarhátíðar unga fólksins. Hátíðarnar fara samhliða fram og eru hvatning fyrir ungt tónlistarfólk sem hlýtur klassíska menntun að taka þátt í samtímalist, nýrri tónlist, þverfaglegu samstarfi og sjálfbærni og mynda þar með hringrás.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Áslaug Höskuldsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Bryndís Jónsdóttir, Edda Jónsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðný Magnúsdóttir, Jóna Guðvarðardóttir, Jónína Guðnadóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Kristín Ísleifsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir og Sóley Eiríksdóttir.

Hvar: Kópavogi Hvenær: 13. til 16. ágúst 2015

Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: 24. júní - 23. ágúst 2015

Hvar: Akureyri Hvenær: 21. júlí - 31. júlí 2015

28. júlí. Græni Hatturinn. 23/8 Jazztribute to Björk. Tónleikar kl. 21. 31. júlí. Gallerí Ískápur. Heiðdis Hólm. Opnun kl. 14. Staðsetning auglýst síðar.


17

HVAÐ ER AÐ SKE

Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður


18

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

NAFNLAUSI PIZZASTAÐURINN Kíktum við á Nafnlausa pizzastaðinn sem staddur er á Hverfisgötu 12. Skemmtilega örðuvísi matseðill. Okkur langaði satt að segja að prufa allt. Við völdum forrétt sem var bráðinn Ísbúa ostur með pikkluðu grænmeti og þurrkuðu piparbrauði. Ekki þessi venjulegi forréttur en samt frábær. Völdum síðan sitthvora pizzuna, það var erftt að velja því við vorum forvitin að smakka þær allar. Eftir smá tíma vorum við loksins komin með niðurstöðu. Fyrri pizzan var með ólífuolíu, ólífum, osti, fersku salati, toppuð með parmesan osti.

Seinni pizzan var með pizzasósu, nautahakki frá Dodda og hvítlauk. Nautahakkið var sterkt og virkilega bragðgott. Pizzurnar eru eldbakaðar og áttum við erfitt með að ákveða hvor pizzan var betri, en vorum sammála um að báðar pizzurnar voru frábærar. Að lokum enduðum við á eftirrétt sem var samsettur úr omnom súkkulaði og vanillu ís. Virkilega kosý staður og góð þjónusta. Hlökkum til að koma atfur www.hverfisgata12.is

ÁN K RÓ KA

áR

SUMAR KAFFI

ÁN KRÓ KAL EIÐ A

IÐA RÓKALE ÁN K

kaffitár

tár kaffi

kaff itár

ÐA ALEI RÓK K N

IÐA LE

Á

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / 1 5 - 1 0 6 0

VEFJUVAGNINN Lárus Guðmundsson eða Lalli, eins og við hjá SKE köllum hann, opnaði matarvagn á Geirsgötu við höfnina í Reykjavík þann 17. júní síðastliðinn. Vagninn ber heitið Vefjuvagninn og á matseðlinum eru Lambakarrý vefjur og Chilli con Carne vefjur. Með opnun og rekstur vagnsins stefnir Lalli á að láta draum sinn rætast, að hefja nám við einn virtasta kokkaskóla heims í Frakklandi, Institut Paul Bocuse. Með ágóða starfseminnar mun hann geta framfleytt sér í náminu og greitt skólagjöldin. Paul Bocuse er orðinn háaldraður og því þarf Lalli að hafa hraðar hendur ef hann ætlar að ná

síðustu viskudropunum úr kappanum. Við fengum að smakka bæði lambakarrýið og chilli con carne í vefjum. Skammturinn var mjög passlegur. Vefjurnar sjálfar voru stórar miðað við skammtastærðina en ekkert til að vera fúll yfir, bragðið skilaði sér. Ljóst er að Lalli hefur mikla ástríðu fyrir því sem hann gerir því brögðin voru djúp og hreinskilin. Broddkúmenið kom skýrt fram, lambið var lungamjúkt og chilli-ið gaf góðan hita. Við báðum að sjálfsögðu um extraspicy og urðum ekki sviknir með það. Vefjuvagninum má því vel fagna inn í vefjumenningu okkar Íslendinga. www.facebook.com/vefjuvagninn

tár ffi ka

ÁN KRÓKALEIÐA

kaf fit

NARIÑOSÓL Kólumbíukaffi

veitir gleði og yl

Bjart eins og sólin. Mjúkt eins og mosi. Kröftugt eins og úfið hraun.

– leggur heiminn að vörum þér www.kaffitar.is

SJÁVARGRILLIÐ Sjávargrillið er skemmtilegur staður staðsettur á besta stað á Skólavörðustígnum. Staðurinn er mjög vinsæll og var þétt setinn á meðan við borðuðum. Þarna ríkir skemmtileg og kósí stemming og þjónustan er til fyrirmyndar. Við leyfðum kokkunum að ráða ferðinni og sendu þeir okkur hvern dásemdarréttinn á fætur öðrum. Nautabrjóst og leturhumar var fullkomin tvenna sem startaði veislunni. Þar á eftir fylgdi sashimi diskur með djúpsteiktri hörpuskel og chili. Að okkar mati var þessi diskur sigurvegari kvöldsins. Grafinn lundi og reyktur skarfi var skemmtilegur réttur sem var gaman að smakka.

Svo var komið að aðalréttinum sem samanstóð af grilluðu lambainnralæri og lambaskanka með smælki,sellerírót og blöðrukáli. Þetta bráðnaði í munni og var eins og allt hitt,frábærlega gott. Veislan var svo toppuð með desert sem samanstóð af smakki af öllum eftirréttum af seðlinum. Créme brúlée,rabbabarakaka með marengs og rjómaosti,hrært skyr og epli,ís og krapís,allt saman ein dásemd. Við vorum í skýjunum með þessa kvöldstund og sjávargrillið fær toppeinkunn frá okkur. http://www.sjavargrillid.com/


19

HVAÐ ER AÐ SKE

KOMDU Á DEIT MEÐ JOE Óviðjafnanlegir djúsar, einstakir hristingar, ljúffengar samlokur og kaffi sem rífur þig í gang. Kíktu á JOE & THE JUICE.

joeandthejuice.is

#joeandthejuiceis

LEIFSSTÖÐ | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM


20

HVAÐ ER AÐ SKE

ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.

FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.

TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.

9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.

HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.

16GB | WIFI

79.995

REYKJAVÍK

AKUREYRI

16GB | 4G

99.995 HÚSAVÍK

EGILSSTAÐIR

KEFLAVÍK

SELFOSS

AKRANES


21

HVAÐ ER AÐ SKE

www.tl.is


22

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

BERNHÖFTS BAZAAR LISTAMARKAÐUR Tískuteikningar, málverk, skúlptúrar og fleiri listaverk verða til sölu og sýnis á seinasta Bazaar sumarsins. Bazarinn verður kvaddur að sinni með því að halda heljarinnar listaveislu með ljúfum tónum og sól í hjarta. Að vanda mun veitingarstaðurinn Torfan selja svalandi drykki, humarsúpu og bakkelsi.

DRUSLUGANGA 2015

Hvar: Bernhöftstorfan, Bankastræti 2 Hvenær: 25. júlí kl. 13-17 Miðaverð: Frítt

KRÍA WMN 100 RIDE Þúsundir kvenna um heim allan ætla að hjóla 100 kílómetra. Vertu með sunnudaginn 26. júlí þegar hjólabúðin Kría Cycles safnar saman kvenmönnum á Íslandi til að fara í langan hjólatúr saman í frábærum félagsskap. Skráning fer fram hér: http://pages.rapha.cc/ womens100 Nánari upplýsinga er að vænta á facebook síðu viðburðarins og búðarinnar en þó má taka fram að leiðin verður á malbiki.

Stöndum saman gegn kynferðisofbeldi! #womens100 Druslugangan verður haldin í fimmta sinn þann 25. júlí næstkomandi klukkan 14:00. Færum skömmina þangað sem hún á heima og fjölmennum öll í Druslugöngu! Druslugangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur með þolendum - gegn gerendum. Druslugangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Það er alltof oft þannig að einblínt er á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Það er ekki til nein afsökun. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Tökum #þöggun #freethenipple #konurtala #Drusluganga #6dagsleikinn á næsta level og búum til stærstu Druslugönguna hingað til. Hvar: Hallgrímskirkja og Ingólfstorg Hvenær: 25. júlí kl. 14:00

Hvar: Kría Cycles, Grandagarður 7 Hvenær: 26. júlí kl. 09:00 Miðaverð: Frítt

LOKAHÁTÍÐ SKAPANDI SUMARSTARFA Í KÓPAVOGI Lokasýning á verkefnum sextán hópa og einstaklinga sem hafa starfað hjá Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi þetta árið mun fara fram fimmtudaginn 23 júlí næstkomandi. Þátttakendur hafa unnið hörðum höndum að metnaðarfullum verkefnum sínum og verður afraksturinn loksins til sýnis almenningi í og við Molann Ungmennahús sem staðsett er við Hábraut 2 í Kópavogi. Formleg dagskrá hefst kl 18:00 og mun gestum og gangandi fyrst vera boðið uppá að hlýða á tónlistarupplifun inni í Tónlistarsafni Íslands. Því næst gefst kostur á að ganga um svæði Molans og bera augum margvísleg og spennandi verkefni í formi listgjörninga, myndlistasýninga, ljóðlistarinnsetninga, tónlistarmyndbanda, ljósmyndunar, forritunar og fatahönnunar. Botninn verður síðan sleginn í hátíðina með veglegri kvikmyndasýningu en í ár verða frumsýndar hvorki meira né minna en fjórar stuttmyndir.

Boðið verður upp á ókeypis kennslu í matreiðslu Wonton á Loft Hostel á fimmtudaginn. Upprunalegt nafn Wonton er Huntun á kínversku. Munurinn á Wonton og Dumpling er meðal annars lögunin á deiginu. Wonton er ferhyrnt en Dumpling er kringlótt. Dumpling er yfirleitt borðað með sósum eins og ediki en Wonton er yfirleitt borðað með súpu. Wonton er upprunið frá Suður-Kína en Dumpling er upprunið frá Norður-Kína. Eitt er þeim sameiginlegt, bæði smakkast ótrúlega vel þegar vel heppnast. Mættu því snemma og lærðu tökin!

Undanfarin tíu sumur hefur Kópavogsbær staðið á bak við ungt skapandi fólk á aldrinum 18-25 ára með því að gefa þeim tækifæri á að vinna að sköpun sinni á átta vikna tímabili yfir sumartímann. Vinsældir Skapandi Sumarstarfa hafa vaxið með hverju sumri og verkefnin sem komust að í ár eru fjölbreytt og teygja anga sína um víðan völl á sviði sköpunar en þess má geta að það komust færri að en vildu. Þessi gróska á sviði lista og nýsköpunar hefur skilað sér í gríðarlega metnaðarfullum verkefnum sem hafa vakið athygli bæði hérlendis og erlendis en margir fyrrum þátttakendur hafa tekið sumarstarfið hjá Skapandi Sumarstörfum og notað það sem stökkpall út í hinn stóra heim. Því eru allir bæjarbúar og nærsveitungar hvattir til að mæta og bera augum þessa glæsilegu sýningu hjá væntanlegum stjórstjörnum íslenskrar menningar.

Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 23. júlí kl. 19-20:30 Miðaverð: Frítt

Hvar: Molinn, Hábraut 2 Hvenær: 23. júlí kl. 18-21 Miðaverð: Frítt

MATREIDDU WONTON Á 15 MÍNÚTUM!

TILRAUNAUPPISTAND Í COMEDY KLÚBBNUM Tilraunauppistöndin eru uppistönd þar sem nýir grínistar fá tækifæri til að spreyta sig og þjálfast auk þess sem reyndari grínistar koma fram, prófa nýtt efni og halda sér í formi. Tilraunauppistönd eru einnig opin fyrir töframenn, spunaleikara, fyndin tónlistaratriði og allar tegundir sviðsgríns. Skráð eru: Perla Sif, Atli Sigurjóns, Darren Foreman, Gísli Jóhann, Jón Þormar, Andri Gunnar Hauksson og Ólafur Freyr en fleiri eiga eftir að bætast við. Hvar: Bar 11, Hverfisgata 18 Hvenær: 23. júlí kl. 21:30 Miðaverð: Frítt


23

HVAÐ ER AÐ SKE


24

HVAÐ ER AÐ SKE

TÍSKA SINDRI JENSSON

HILDUR RAGNARSDÓTTIR

HÚRRA REYKJAVÍK

EINVERA

STUTTERMASKYRTAN ER KOMIN TIL AÐ VERA Undanfarin ár hafa stuttermaskyrtur verið að ryðja sér til rúms hjá karlpeningnum. Margir hafa rekið upp stór augu enda þóttu slíkar skyrtur eingöngu tilheyra einkennisbúningum hjá strætóbílstjórum eða lögreglumönnum. Sá tími er löngu liðinn og öll helstu merki heims dæla frá sér hverri stuttermaskyrtunni á fætur annarri. Ég hef persónulega verið að predika um ágæti stutterma, nú nokkur sumur í röð, með góðum árangri. Þessar skyrtur eru oftar en ekki munstraðar sem er allt gott og blessað en það sem mér þykir langflottast um þessar mundir eru vel sniðnar einlitar oxford stuttermaskyrtur. Það þarf ekki

að opna margar vefsíður sem fjalla um herratísku til að sjá að þetta “trend” er löngu komið til að vera. Það mikilvægasta til að hafa í huga við kaup á slíkri skyrtu er að hún sé vel sniðin, alls ekki of víð og ekki með einhverju grín munstri. Ef þú ætlar að tækla blómamunstrið veldu þér þá eitthvað sem er fágað og eins minimalískt og hægt er, engar Hawaii skyrtur takk, þær eru best geymdar á Hawaii. Oftar en ekki á hin gamla klisja “less is more” við, en stundum þegar maður er í miklu stuði og með sjálfstraustið í botni getur “more is more” líka svínvirkað.

KALI KLOTHING Kali Klothing er hugarfóstur söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur í Steed Lord. Línan er skemmtilegt sambland af basic “wardrobe staple” flíkum eins og langerma maxi kjól, svörtum samfesting og bodysuit. Svo á móti koma litríkar flíkur, mynstraðir

silki bomberjakkar, stuttbuxur og harem buxur í stíl. Einkunnarorð línunnar eru “ Kali is for the unique girl that loves to stand out in the crowd” og eiga þau orð vel við. Línan fæst á Asos Market Place og á vefverslunni Lasta Shop.


25

HVAÐ ER AÐ SKE

Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


26

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

AWOX STRIIMLIGHT TAPE FRÁ RELOOP Þessi upptökugræja frá Reloop passar vel í vasa og hentar frábærlega fyrir þá sem til dæmis vilja kíkja í heimsókn til vinar og taka upp mix án þess að nota hljóðkort og stór upptökuforrit. Græjan er með USB-tengi sem hægt er að taka mixið beint í gegnum. Þeir sem nota Traktor eða Serato dj-forritin geta auðvitað tekið mixin beint upp í gegnum forritin en fyrir þá sem eru að nota svalari mátann, vínyl, er þetta gríðarlega einföld og góð leið. Hægt er að taka upp eitt og eitt lag af vínyl á þennan einfalda hátt í góðum gæðum. Tape tengist

Fyrir þá sem búa í litlu rými og vilja nýta hvern fermeter og hafa sem minnst drasl í kringum sig er þessi pera/hátalari algjörlega málið. Þessi eina græja nýtist sumsé sem lýsing og tónlistarafspilari á sama tíma. Græjan inniheldur Bluetooth hátalara sem öll snjalltæki ættu að geta tengst. Peran er orkusparandi LED pera sem skrúfast í öll venjuleg perustæði sem heimilið er útbúið með (E26 eða E27). Perunni fylgir síðan fjarstýring sem gerir þér kleift að stjórna bæði lýsingu og hljóði á sama tíma.

beint í mixerinn eða plötuspilarann með RCA-tengi. Helsti sjáanlegi ókosturinn við þessa upptökugræju er að upptökusniðið er ekki mögulegt á WAV eða FLAC sniði, heldur eru gæðin í annað hvort 320 kbps eða 192 kbps (kílóbæt á sekúndu). En á móti kemur að rökin fyrir lægri gæðum skýrast með því hversu smá og meðfærileg græjan er og er hún hugsuð sem vandræðalaus kostur á móti hljóðkortum og stórum upptökuforritum. Úr verður eitt skjal á USBlyklinum eða tölvunni.

AUGUST SMART LOCK FRÁ APPLE Hurðarlásinn frá Apple sem nefnist August Smart Lock, er tengdur við iPhone snjallsíma gegnum Bluetooth. Þessi græja hentar vel fyrir þá sem búa einir og eiga það til að gleyma að læsa á eftir sér þegar þeir yfirgefa heimilið eða eru alltaf að týna lyklunum. Lásinn virkar á þann hátt að þegar heimilið er yfirgefið og síminn kominn í ákveðna fjarlægð frá því, læsist hurðin. Þegar síminn kemst svo aftur í tengingu við lásinn þegar heim er komið, opnast hurðin sjálfvirkt. Þá er bara að passa sig að verða ekki batteríslaus!

PHANTOM 2 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

MOTA HRINGURINN Ef þú vilt stjórna símanum þínum eða fá tilkynningar frá, til dæmis tölvupósti, Facebook eða Twitter, á ennþá minni skala en í gegnum símann, þá gæti þessi hringur verið málið fyrir þig. Hringurinn kemur bæði í svörtu eða perluhvítu. Aðal sölupunkturinn með þessari græju er að hægt er að stjórna tæknitruflunum dagsins í gegnum þennan hring en á sama tíma er hægt að hafa slökkt á símanum eða hafa hann á öðrum stað en þú ert á þá stundina. Einfaldlega með því að snúa hringnum á puttanum, flettir maður niður í gegnum skilaboð og statusa á sem laumulegastan hátt. Fullkomið fyrir leiðinlega fundi og vandræðaleg stefnumót.


27

HVAÐ ER AÐ SKE


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

CRYSTAL HEAD VODKA FLASKAN

MATT WHITE GOLD HNÍFAPÖR Falleg, stílhrein, klassísk en jafnframt fáguð hnífapör. Minimalísk hnífapör sem gera matarupplifunina enn meira spennandi. Handföngin eru úr trjákvoðu

Kanadíski gamanleikarinn Dan Akroyd og vinur hans John Alexander, framleiða vodka í mjög svo nýstárlegum umbúðum. Flaskan er gróf eftirlíking af gapandi mannshöfuðkúpu, kristalglær með korktappa sem stendur upp úr kúpunni milli heilahvelanna. John Alexander hannaði flöskuna en hinn ítalski glerframleiðandi Bruni Glass tók tæp tvö ár í að ná hinni fullkomnu lögun fyrir fjöldaframleiðslu. Einhverjar áhyggjur upphófust hjá birgjum um allan heim hvort flaskan myndi særa blygðunarkennd neytandans en svo reyndist ekki og er hún nú eftirsóknarverð vara um allan heim, sérstaklega vegna hönnunar flöskunnar.

sem gefur létta vigt en falla vel í hendi. Portugölsk hönnun í sínu fágaðasta formi.

BERG BORÐ Borðin Berg frá vöruhönnunarstofunni Færid eru staflanleg borð sem hægt er að draga í sundur og nota sem tvö borð, hvort sem er utandyra eða innandyra. Hönnunin er íslensk og sterkbyggð, tilvalin fyrir íslenska náttúru og veðráttu. Járn, steypa og ál eru uppistaðan í borðunum og þau þola vel að setið sé á þeim.

þú færð Nike í AIR smáralind

PINORAMA HILLA það er alltaf einhver skemmtilegur með snapchattið okkar airsmaralind!

Þessi litla hillueining er hönnuð til að geyma alla hlutina sem þú veist ekki hvar eiga að vera. Á bakvið járngrindina er korktafla svo hægt er að hengja upp kvittanir, myndir, kort og fleira. Lítill glaslaga sílender hangir á hliðinni fyrir skærin, penslana eða tannburstana og lítill spegill hangir í miðjunni. Afskaplega nett og falleg hönnun fyrir skrifstofuna, baðherbergið, forstofuna eða svefnherbergið.


GasGrill HVAÐ ER AÐ SKE

Nýtt NÝTT Í SÖLU HJÁ BYGGT OG BÚIÐ

Meistarakokkurinn Jamie Oliver hefur nú ásamt grill teyminu sínu hannað frábæra línu af gas grillum sem eru tilvalin fyrir öll tilefni. Þessi glæsilega 2015 lína er byggð til að endast og hönnuð til að gera eldamennskuna fljótlega, auðvelda og gómsæta.

Fæst í 3 litum!

Jamie Oliver G1040XX • 2 brennarar • Grillgrindur úr pottjárni • Orka 24500 BTU-7.2 Kw • Grillflötur 52x44,5 sm • Þrýstijafnari fylgir ekki

VERÐ 57.995

Jamie Oliver G1140XX • 3 brennarar • Grillgrindur úr pottjárni • Orka 36900 BTU – 10.8 Kw • Grillflötur 63,6x44,5 sm • Þrýstijafnari fylgir ekki

VERÐ 74.995

Jamie Oliver G1340XX 4 brennarar Grillgrindur úr pottjárni Orka 57700 BTU – 16.9 Kw Grillflötur 84,8x44,5 sm Þrýstijafnari fylgir ekki

• • • • •

VERÐ 94.995

Jamie Oliver G1540XX 4 brennarar Grillgrindur úr pottjárni Orka 57700 BTU – 16.9 Kw Grillflötur 84,8x44,5 sm Þrýstijafnari fylgir ekki

• • • • •

VERÐ 149.995

KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS

29


30

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

MAD MAX: FURY ROAD

MAGIC MIKE XXL

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

8,8

98%

6,3

64%

JURASSIC WORLD

HUMAN CAPITAL

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ ÁLFABAKKI | SAMBÍOIN EGILSHÖLL

BÍÓ PARADÍS

7,4

81%

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

6,2

70%

8,6

SHE’S FUNNY THAT WAY

36%

ENTOURAGE

1001 GRAMS

SPY

WHAT WE DO IN THE SHADOWS

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

BÍÓ PARADÍS

6,6

7,6

7,0

26%

95%

TOMORROWLAND

50%

ÁLFABAKKI SAMBÍÓIN, AKUREYRI

TED 2

ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ

6,6

6,8

96%

SAN ANDREAS ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

30%

95%

87%

TERMINATOR GENISYS

GIRLHOOD BÍÓ PARADÍS

7,4

BÍÓ PARADÍS

7,6

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI |

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ AKUREYRI

7,1

INSIDE OUT

48%

6,7

50%

8,9

98%


Apótekið þitt HVAÐ ER AÐ SKE

í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is

31


32

HVAÐ ER AÐ SKE


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.