Ske - #21

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 05.08-11.08

#21

SKE.IS

,,ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA SVONA KREISÍ Í TÍU ÁR.” VIÐTAL VIÐ PÁL ÓSKAR


2

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR Í AMSTRI DAGSINS -STREETSOFREYKJAVIK.COM-

Kenni mannkynssagan okkur yfirleitt nokkuð er það áreiðanlega sú lexía að óvarlegt er að draga af sögunni nokkurn afgerandi lærdóm. Þó er ekki síður varasamt að hundsa hana og um leið þróun samfélagsins algerlega. Við skyldum ætíð vera meðvituð um að samfélagið er kynjavera og sem slík stöðugum breytingum undirorpið. Og þær breytingar sem á því verða eru undir okkur sjálfum komnar. Nú standa fyrir dyrum Hinsegindagar með gleðigöngu og allrahanda húllumhæi. Mikið er það vel. Alltaf reglulega heyrist þó eitthvað í þá veru að nóg sé komið, hinseginfólk njóti hér á landi betri stöðu en víðast hvar og nú megi láta af baráttunni, hafa sig hæga og svo framvegis og mjemjemje. Að þær afturhaldsraddir sem pískra úr skúmaskotum séu dreggjar sem ekki skuli gefa frekari gaum. Það er því miður fráleitt. Sagan er ekki markmiðuð, skríður ekki eftir beinni línu fram á við í átt að hærra stigi eða fullkomnun. Siðmenning er ekki óskeikul, hugarfar hvikult. Það sér hver sem lítur á mannkynssöguna, þó ekki sé nema útundan sér, að jákvæðu breytingar - eitthvað sem á tyllidögum nefna mætti framfarir - ganga fullt eins hæglega til baka og þær náðust fram. Oftar en ekki með mun meiri hægð. Öll barátta fyrir því sem við teljum gott og rétt þarf að vera viðverandi ástand. Og réttindi fólks til þess að vera það sjálft eru sjálfsögð. Þess vegna mætum við áfram í gleðigöngu og fögnum því að staðan sé betri í dag en í gær og til þess að hún verði enn betri á morgun. Gleðilega Hinsegindaga.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari & Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Páll Óskar Myndir forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Innipúkanum: The Show Shutter Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson/ Lifandi Verkefni ehf


3

HVAÐ ER AÐ SKE

SPARIDAGAR Tilboð • Afslættir • Verðlækkun

43” Samsung sjónvarp með þráðlausu interneti. UE43J5505AK kr. 106.000.-

48” eða 55” UltraHD Samsung sjónvörp með þráðlausu interneti UE48JU6415 kr.199.900.UE55JU6415 kr. 269.900.-

48” eða 55” UltraHD bogin Samsung sjónvörp með þráðlausu interneti. UE48JU6675 kr. 199.900.UE55JU6675 kr. 269.900.-

SKELLTU ÞÉR SPARIFÖTIN - AFSLÁTTUR ALLAN HRINGINN SoUNdbAR - bEINIR

HLjómFLUTNINGSTæKI

30%

ÞVoTTAVÉLAR oG ÞURRKARAR

30%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Áttu 48” SAMSUNG sjónvarp? Soundbar HW-H751 silfur 310W m. með bassaboxi.

Fullkomnaðu SAMSUNG sjónvarpið þitt. Heimabíó HT-ES6600, silfur með 2.1. kerfi

SoUNdbAR - boGNIR

myNdAVÉLAR SAMSUNG NX1000

Þurrkari með varmadælu DV70F5E0HGW 106.000.-

Þvottavél 7kg. WF70F5E3P 84.900.-

TÖLVUSKjÁIR oG PRENTARAR SAMSUNG NX210

30%

AFSLÁTTUR

30%

20%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

20.3 milljón pixlar / 3” (7.62cm) LCD Skjár 640 x 480, 614k / APS-CMOS Sensor / 8 rammar á sec / Hægt að skipta um linsur / Direct Wi-fi / I-Function linsa / Hljóðupptaka með mynd / Smart Auto / Panorama, 3D View

Áttu 55” SAMSUNG sjónvarp? Soundbar HW-H7500 svart 310W m. bassaboxi.

Kr. 49.900,-

Kr. 69.900,-

Allar helstu gerðir af prenturum og gott úrval af hágæða tölvuskjám frá SAMSUNG.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON OMNIS TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI AKRANESI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR APESHEDDER EP: GUNNAR JÓNSSON COLLIDER, FUTUREGRAPHER, DAVEETH & FU KAISHA

JAMES WALLACE & TEITUR MAGNÚSSON Í gegnum árin hefur Teitur Magnússon troðið upp með ýmsum t.a.m: Ojba Rasta, Bob Justman og Fallegum mönnum. Þann 6. ágúst mun Teitur hins vegar leika lög af sólóplötu sinni, 27, sem kom út síðasta desember og hlaut jákvæðar viðtökur. Í bland við þann prísaða bálk laga munu gestir Mengis heyra nýsamin lög sem og gljáfægðar gamlar perlur. James Wallace mun eiga eins konar pílagrímsför í innviði rafræns hluta sólóefnis síns með heitfengið gítarplokk að vopni. James notast einnig við stöku Rhodes rafmagnspíanó, furðuhljóðavélar, símabjaganir og trommuheila. Söngrödd hans nýtur sín í þessum útsetningum og útvíkkar hljóðheiminn. Í þeirri víðáttu vill hann gleyma sér, sá geimelskandi maður sem hann er, og hvers vegna ætti hann annars ekki að hætta sér einn inn í víðáttuna?

Gunnar Jónsson er tónlistamaður frá Reykjavík. Hann hefur gefið út tónlist undir nafninu Gunnar Jónsson Collider síðan árið 2013 þar sem hann blandar saman raftónlist, sveimtónlist og poppi meðal annars. Hann hefur gefið út þrjár EP plötur, Disillusion Demos og Binary Babies árið 2013 og í ár kom síðan út Apeshedder EP sem hefur vakið mikla lukku hjá raftónlistarunnendum, en hún var gefin út hjá útgáfufyrirtækinu Möller Records.

DAVEETH er listamannsnafn Davíðs Hólm Júlíussonar. Hann gaf nýlega út plötuna Mono Lisa hjá Möller Records við góðan orðstír. Davíð fílar að skeita. Fu Kaisha er Dagbjartur Elís Ingvarsson en hann hefur gert músík sem Fu Kaisha um árabil. Hann lenti nýlega á lista Soundcloud.com yfir “The best Soundclouders out there”. Hann hefur einnig fundið upp nýja tónlistarstefnu: ömmuacid.

Einnig koma fram: Hvar: Húrra Hvenær: 5. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Futuregrapher. Árni Grétar a.k.a. Futuregrapher er elektrónískur brjálæðingur. Hann mætir með tölvuna (með Reason og Live), MC-505, TR-606 og Volcurnar sínar. Hann rekur íslenska raftónlistar útgáfufyrirtækið Möller Records með Bistro Boy og Steve Sampling. Hann hefur dálæti á fisk.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 6. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: www.mengi.net

MY BROTHER IS PALE FIELDS / I FORGOT ,,Fields / I Forgot” er fyrsta smáskífa hljómsveitarinnar My Brother is Pale af fyrstu plötu hennar í fullri lengd, Battery Low. Smáskífan kom út þann 30. júlí síðastliðinn ásamt myndbandi. Mánuði síðar, eða hinn fyrsta september, mun platan líta dagsins ljós. Ásamt upprunalega laginu fylgir endurhljóðblöndun af því sem hinn hæfileikaríki Tonik sá um að búa til. Telst sú endurhljóðblöndun henta einstaklega vel fyrir þá dansþyrstari. Platan kemur eingöngu út stafrænt og verður aðgengileg á helstu tónlistarveitum og sölusíðum veraldarvefsins.

ÚSLAND V Úsland útgáfa er útgáfu merki í eign hljómsveitarinnar The Heavy Experience. Útgáfan hefur síðan í október 2012 staðið fyrir mánaðarlegri útgáfu spuna tónverka og hafa nú yfir þrír tugir listamanna frá fimm löndum komið fram á sjö hljómplötum útgáfunnar. Engar æfingar eiga sér stað. Ekkert er fyrirfram ákveðið. Engar leiðbeiningar. Ekki neitt. Hljóðfæraleikurum er smalað í hljóðver og grænt ljós gefið. Afrakstrinum er svo komið fyrir ósnertum á hljómplötu. Hljóðfæraleikarar eru tvístraðir víðsvegar um spektrúmið. Þaulreyndir sem óreyndir. Útlærðir sem ólærðir. Samstíga feta þeir þó spor spunans og

tengja saman umfrymin svo upp vellur hljóðlistin. Í rúman klukkutíma leikur hópurinn saman í fyrsta sinn. Hópur fimmtu útgáfu Úslands kemur hér saman til að spila af fingrum fram en þeir eru eftirfarandi tónlistarmenn: Albert Finnbogason Ási Þórðarson Höskuldur Eiríksson Pétur Ben Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 8. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.


5

HVAÐ ER AÐ SKE


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

MOSI MUSIK, VAGINABOYS & LOGI PEDRO

LÁRA RÚNARS Fimmta plata Láru kom út á vormánuðum en sú ber titilinn Þel og er hún bæði draumkennd og ævintýranleg ásamt því að vera fyrsta plata Láru sem öll er sungin á íslensku. Þrjú lög af plötunni Þel hafa nú þegar ratað hátt á vinsældarlista Rásar 2.

Það verður allt bókstaflega logandi af tónlist, pjöllum og plötusnúningi á laugardaginn á Prikinu. Mosi Musik halda tónleika fyrr um kvöldið og hita upp fyrir Vaginaboys. Dulúðugu strákarnir í Vaginaboys verða með plötuþeytingar og hita þar með upp fyrir sjálfan Loga Pedro Pilatus sem heldur stuðinu áfram út nóttina. Hvar: Prikið Hvenær: 8. ágúst kl. 21:00 - 04:30 Miðaverð: Frítt

RVK SOUNDSYSTEM #56 Hinn mánaðarlegi reggae, dub og dancehall viðburður RVK Soundsystem er nú haldinn í 56. skiptið. Hvar: Paloma, Naustin Hvenær: 8. ágúst kl. 23:55 Miðaverð: Frítt

Lára hefur ekki spilað í Reykjavík síðan hún hélt útgáfutónleika sína í Fríkirkjunni í lok maí og þvi einstakt tækifæri til að koma og sjá hana ásamt hljómsveit og heyra þessi nýútkomnu lög í bland við áður útgefið efni af eldri plötum hennar. Hljómsveitina skipa auk Láru: Arnar Þór Gíslason á trommur Birkir Rafn Gíslason á gítar Guðni Finnsson á bassa Þorbjörn Sigurðsson á hljómborð Rósa Guðrún Sveinsdóttir á blástur og söng Valdimar Guðmunds söngur og básúna Ingibjörg Rúnars á trompet Hvar: Húrra Hvenær: 11. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: www.lararunars.com

KIKI PRIDE PARTY Pride Partý Kiki verður eins og undanfarin ár; tóm gleði! DJ Víðir & Dýrið mæta trylltir og sjá til þess að öll heimsins gleði geti líkamnast í djörfum dansi. Hvar: Kiki - queer bar Hvenær: 8. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

LOW ROAR Strákarnir í hljómsveitinni Low Roar hafa verið að gera góða tóna undanfarið og munu leggja Húrra undir sig á þessum laugardegi. Hvar: Húrra Hvenær: 8. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.

SINGIMAR

PIKKNIKK TÓNLEIKAR Um er að ræða nýlegt samstarfsverkefni þeirra Inga Bjarna Skúlasonar píanóleikara og Sigmars Þórs Matthíassonar kontrabassaleikara. Um árabil hafa þeir leikið tónlist saman í hinum ýmsu hljómsveitum/ verkefnum, þar má helst nefna jazzþjóðlagasveitina Silfurberg og dægurlagahljómsveitina Dægurflugurnar. Sumarið 2013 komu þeir þó í fyrsta skipti fram sem Dúettinn Singimar. Þar kanna þeir ótroðnar slóðir dúó formsins með tilheyrandi frjálsleika og fagurheitum. Engin tónlist er Singimari óviðkomin, Singimar spilar allt frá sænskri þjóðlagatónlist til hins argasta jazz og allt þar á milli. Megináherslan er þó alltaf á spunann þar sem leikið er af fingrum fram í hinu opna og óútreiknanlega umhverfi dúó formsins. Þeir félagar búa yfir gríðarlega stórum lagabunka – íslensk, erlend, popp, rokk eða jazz. Þar sem Sigmar og Ingi eru búsettir sitthvoru megin Atlantshafsins yfir vetrartímann er augljóslega ekki mikið um tónleikahald. Því vilja þeir nýta tímann sem best á Íslandi yfir sumarið og spila eins mikið og þeir geta. Sérstakur gestur á Pikknikk tónleikunum í Norræna húsinu verður söngkonan Jóhanna Elísa Skúladóttir, systir Inga Bjarna. Hvar: Norræna húsið, Gróðurhúsið Hvenær: 9. ágúst kl. 15:00 Miðaverð: Frítt

TONIK ENSEMBLE & ASONAT

ÚLFUR HANSSON Undanfarinn áratug hefur Úlfur Hansson skapað sín eigin hljóð og fléttað þeim saman í tvær sólóplötur, Sweaty Psalms frá 2008 og White Mountain frá 2013. Hann útskrifaðist úr raftónlistardeild Mills College í vor og spilar nýtt efni í Mengi. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 7. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: www.mengi.net

Tonik Ensemble fagnar útgáfu breiðskífunnar Snapshots sem kom út fyrr á árinu á hollenska útgáfufyrirtækinu Atomnation. Einnig kemur fram hljómsveitin Asonat, sem er skipuð þeim Jónasi Þór Guðmundssyni, Fannari Ásgeirssyni og Olenu Simon. Þau hafa sent frá sér tvær breiðskífur á bandaríska útgáfufyrirtækinu n5md, Love in Times of Repetition (2012) og Connection (2014) ásamt því hafa þau komið fram víðs vegar í Evrópu. Hvar: Húrra Hvenær: 6. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr.


7

HÁDEGISMATSEÐILL

HVAÐ ER AÐ SKE

mánudaga-föstudaga frá 11.30-14.00

SAMSETTUR MATSEÐILL

AÐALRÉTTIR

Forréttir Spurðu þjóninn eða

160gr sérvalið nautakjöt, hamborgarabrauð Örvars, brasað uxabrjóst, tómatrelish, salatlaukur, andafitukartöflur, mæjó

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

BRASSERAÐ UXABRJÓST

SÚPA DAGSINS RISOTTO

Aðalréttir

BRASSERAÐ UXABRJÓST

Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ og mascarpone eða

REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc

Eftirréttir

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís eða

EPLATART

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

BÖRGERINN

2.290

Kartöflumús, grænkál, sinnepsfræ, mascarpone

LÉTTIR RÉTTIR JARÐSKOKKAR

Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir 1.790

ANDARSALAT

Andalæri, appelsínur, pak-choi, cashew hnetur, gulrætur

RÉTTIR DAGSINS

EFTIRRÉTTIR

SÚPA DAGSINS

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

Spurðu þjóninn

1.390

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís

FISKUR DAGSINS

1.190

2.190

HEIMALAGAÐUR ÍS Þrjár tegundir af ís sérvaldar fyrir þig

1.790 / 2.490

1.090

RISOTTO

2.490

EPLATART

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

KOLAGRILLUÐ KJÚKLINGALÆRI FRÁ LITLU GULU HÆNUNNI

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

1.790 / 2.490

1.190

SJÁVARRÉTTASÚPA

Brasað bankabygg, gulrætur, cumin, earl grey-rúsínur, kjúklingasoð

Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar

2.490

1.790 / 2.490

REYKTUR ÞORSKUR LINGUEE

Pocherað egg, kartöflusmælki, blaðlaukur, Beurre Blanc 2.490

TVEGGJA RÉTTA 2.790 ÞRIGGJA RÉTTA 3.490

KVÖLDMATSEÐILL

FORRÉTTIR

alla daga frá 17.30

ÁVEXTIR HAFSINS

Humar, risarækjur, ceviche, sashimi, bláskel, kúfskel, hrogn, sítrónugrassmajó, grillað paprikumajó, Tabasco

FINGER FOOD Frábært í forrétt og til að deila, eða fá sér nokkra og sleppa restinni!

NAUTA TATAKI

Nautalund, chili, kóríander

2.990 á mann

Laukur, hnúðkál og dillmajónes

TÚNA

Kolaður túnfiskur, bonito-gljái, beikon, sítrónugrassmajó 1.890

2.290

PORK ME

RISOTTO

Djúpsteikt grísasíða, epli, beikon

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

1.890

2.190

GRILLAÐ LAMBA SIRLOIN

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan

~ ~ ~ KOLAÐUR LAX

Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque eða

NAUTATVENNA

Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái

~ ~ ~ OSTAKAKA

Seljurótar-hrásalat, Kol leynisósan

2.190

1.890

BLÁSKEL Í SOÐI

GRAFIN BLEIKJA

Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó

Vestfirsk hveitikaka, rauðrófupestó, estragonmajónes

2.190

1.890

ANDASALAT

FJÓRAR TEGUNDIR AÐ HÆTTI ELDHÚSSINS

2.290

Þriggja rétta matseðill

GRÍSARIF

JARÐSKOKKAR

Reyktir og pikklaðir jarðskokkar, heslihnetur, ostur, kryddjurtir

Andalæri, appelsínur, pak choi, cashewhnetur, gulrætur

AÐALRÉTTIR ÚR KOLAOFNINUM

1.790

Einungis fyrir 2 eða fleiri

EPLAVIÐARREYKTUR ÁLL

SAMSETTIR MATSEÐLAR

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís 6.890

Óvissumatseðill

Sex rétta samsettur matseðill Einungis fyrir allt borðið

3.990

Rófur, geitaostur, pólenta, hvítlaukur, soðsósa

CONFIT DE CANARD

4.490

Crispy andarlæra „confit“, perlu-cous cous, gulrætur, appelsínur, cashewhnetur og soðsósa

RIBEYE 250g

Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise

3.990

NÆTURSALTAÐUR ÞORSKHNAKKI

5.290

Grillað hvítkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc

NAUTALUND 200g

Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise

3.890

KOLAÐUR LAX

5.790

Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque

NAUTATVENNA

3.990

Nautalund, uxabrjóst, hvítkál, kartöflumauk, nautasoðgljái

HNETUSTEIK

Kartöflusmælki, gljáð gulrót, gulrótarmauk

4.890

3.890

8.490 á mann

RISOTTO

Villisveppir, hægeldað naut, parmesan 3.490

4.890

BLÁSKEL Í SOÐI

Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó

Epla- og rabarbara-relish, Pain Perdu

3.790

2.990

SÆTINDI

SJÁVARRÉTTASÚPA Mascarpone, hörpuskel, bláskel, brauðteningar 2.190

HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA

PÖNNUKAKA HELGU SIGURÐAR

1.790

1.790

EPLATART

Tart Tatin, vanilluís, Créme Anglaise

Heslihneturjómaís, karamella, pera

CHEVICHÉ

Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís

2.090

HEIMALAGAÐUR ÍS

SÚKKULAÐI-SOUFFLÉ

Úrval eftirrétta að hætti eldhúss

1.590

1.790

1.900 á mann

Lax, hörpuskel, grilluð paprika, sítrusávextir

S KÓ L AV Ö R Ð U S T Í G U R 4 0

UXABRJÓST

Kartöflumauk, sinnepsfræ, jarðskokkar

Valið úr forréttum og finger food, létt máltíð fyrir einn eða skemmtilegur forréttur fyrir tvo

HUMAR OG FOIE GRAS

AÐALRÉTTIR

·

1 0 1 R E Y K J AV Í K

Þrjár tegundir sérvaldar fyrir þig!

·

SÍMI 517 7474

·

1.790

BLAND AF ÞVÍ BESTA

Dökkt súkkulað, kókosís

INFO@KOLRESTAURANT.IS

Einungis fyrir 2 eða fleiri

·

KOLRESTAURANT.IS


8

HVAÐ ER AÐ SKE

„ÞETTA VERÐA ÖRUGGLEGA PÍKULEGUSTU VÍKINGAR SEM ÞÚ HEFUR NOKKURN TÍMANN SÉÐ!“

Það er tæpast á nokkurn hallað þegar sagt er að Páll Óskar Hjálmtýsson sé einhver allra skærasta poppstjarna Íslands um þessar mundir - og hafi verið um alllanga hríð. Lög hans svífa jafnharðan og þau koma út upp vinsældalista og hann spilar trekk í trekk fyrir fullum húsum, torgum, skrúðgörðum, bæjum, borgum, fjörðum, dölum og hvaðeina. Fyrir skemmstu gaf Páll Óskar út lagið Líttu upp í ljós, og hefur þann háttinn á að gefa það frítt til niðurhals. Í vor sem leið fór hann líkt að með lagið Ást sem endist sem notið hefur mikilla vinsælda. Páll er þekktur fyrir dugnað og ekki hvað síst í byrjun ágúst sem má segja að sé nokkurs konar hápunktur starfsárs hans, með verslunarmannahelgi og Hinsegindaga í beit með tilheyrandi önnum. Ske setti sig í samband við Palla og þótt hann væri á svo að segja stöðugum þönum um landið þvert og endilangt og með ónýtan síma í ofanálag gaf hann sér tíma til að ræða við okkur um annirnar, internetið, Hinsegindaga og fleira. Þú virðist hafa aldeilis nóg að gera, er þetta alltaf svona? Þetta er búið að vera svona kreisí í tíu ár. Ég tek fyrstu tvær vikurnar í ágúst með trukki, þá eru versló og Hinsegindagar. Þetta er mesti álagstíminn hjá mér. Um Verslunarmannahelgina er ég að spila nokkurn veginn samfleytt í fjóra sólarhringa, frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Svo fer ég í að undirbúa trukkinn fyrir gleðigönguna og vikan fram að göngu fer öll í það. Nú límir maður sólarhringana einhvern veginn saman. Ég næ þessu ef ég bara fæ átta tíma svefn á nóttu og gott að borða. Eftir tíu ár af þessu er eins og líkaminn viti hvað er að fara í gang og setji sig í stellingar, svipað og með langhlaupara eða eitthvað slíkt. Og versló er alls ekki bara dansiböll á kvöldin, ég er líka með barnaskemmtanir yfir daginn og svo eru oft kvöldvökur á torgum eða í brekkum og viðlíka. Þú kemur oftar en ekki fram einn ásamt dönsurum en varla stendurðu einn í þessu brjálæði? Nei, alls ekki! Ég er með teymi af frábæru fólki. Með mér eru yfirleitt ljósamaður, hljóðmaður, tveir dansarar og svo þarf ég að hafa manneskju í miðasölu ef svo ber undir. Þetta er maskína og gengur upp af því að öll tannhjól vita nákvæmlega hvert þeirra hlutverk er. Oft þarf að bregðast hratt við aðstæðum og húkkaraballið á fimmtudag í Eyjum er mjög eftirminnilegt. Í gamla

Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

daga var það haldið innandyra og þá voru oft kannski tvöhundruð manns inni á balli en þúsund manns fyrir utan á trúnó og ég þekki það vel. Þess vegna spurði ég mig af hverju við færum ekki bara út með græjur og ljós og spiluðum þar fyrir fólkið og í fyrra var slegið aðsóknarmet. Svo núna á miðvikudag var allt að verða klárt en þá kom þessi hræðilega veðurspá, rok og rigning og fólki yrði ekki stætt. Þá tókum við þá skyndiákvörðun að færa ballið inn í höllina í Vestmannaeyjum og gerðum það, roguðumst með allt kerfið inn. Klukkan hálf ellefu stóð ég svo á sviðinu inni og það átti að opna klukkan ellefu en veðurspáin bara rættist ekki baun. Það var alveg bongóblíða, himininn appelsínugulur. Ég hugsaði þá með mér að ballið yrði flopp, enginn með réttu ráði kæmi inn í hús í þessu veðri. Klukkan ellefu ruddust svo fyrstu gestirnir inn, beint af Herjólfi. Ég held að þetta hafi verið krakkar úr Reykjavík. Kortér yfir ellefu var dansgólfið fullt og á miðnætti var uppselt! Þetta blessaðist allt. Svo sló ég líka eigið aðgangsmet á Akureyri, síðan 2007 og hélt yndislegt gigg í Eyjum á sunnudagsnótt. Það gekk allt upp. En ég var líka alveg á síðustu bensíndropunum á sunnudagskvöldið. Ég gaf allt sem ég átti. En þér gefst ekki langur tími til hvíldar, nú standa Hinsegindagar fyrir dyrum. Nei, eftir Þjóðhátíð fór ég heim að jafna mig og svo er ég byrjaður að smíða bleikt víkingaskip fyrir GayPride. Eða öllu heldur fyrir Hinsegindaga. Hinsegin-orðið er svo gott regnhlífarhugtak fyrir allt fólk sem ekki er straight. Bi, trans, pan og fleira sem ekki fellur undir gay, passar fullkomlega undir hugtakinu hinsegin. Hugmyndin að víkingaskipinu, sem ég ætla að láta fljóta eftir göngunni, fæddist á þessum tíma fyrir ári. Þá fór ég á gríðarlega áhugaverðan fyrirlestur hjá Særúnu Lísu Birgisdóttur þjóðfræðingi. Hún varði einhverjum fimm eða sex árum í að lesa íslensk handrit, alveg frá landnámi, með hinsegin-gleraugum. Og niðurstaðan úr rannsóknum hennar er sú að þetta fólk var þagað í hel. Í handritunum finnst lítið annað en uppnefni og fúkyrði, einhverjar stórskrýtnar lýsingar á skegglausum körlum og skeggjuðum konum. En auðvitað var þetta fólk til og því voru fundin hlutverk, það voru galdrakarlar, álfar og huldufólk. Við erum ósýnilega fólkið, huldufólkið. Og nú er ég einfaldlega að fara að smíða bleikt víkingaskip til að gefa þessu fólki pláss, öllum víkingadrottningunum sem voru þagaðar í hel. Segl skipsins er svo regnbogafáninn. Við skoðuðum myndir

af ótal víkingaskipum og þau áttu það sameiginlegt að seglin voru gerð úr sex renningum. Það hæfði vel fyrir okkur, hver renningur er einn litur fánans. Á þessu skipi munu víkingadrottningarnar sigla um mannhafið, alveg brjálaðar yfir því að hafa verið þagaðar í hel. Þið eruð semsagt að veita þeim uppreisn æru sem engann stað hafa átt í sögunni. Hér var ekkert skrifað um hinseginfólk fyrr en í síðari heimsstyrjöld. Þá komu hérna Bretar og Kanar í glæsilegum einkennisbúningum og heilla alla upp úr skónum. Að mörgu leyti vöknuðu íslenskir hommar þá til lífsins, það voru síður en svo bara stelpurnar. Skipið okkar er óður til þess fólks sem var ósýnilegt, til fortíðarinnar. Þarna verða landnámsdrottningar, ein fjallkona, ungfrú Ísland.is í fánalitum, ein Brunhilde, írsk ambátt og fjórar víkingadrottningar. Þær verða allar í bleiku frá toppi til táar. Þetta verða örugglega píkulegustu víkingar sem þú hefur nokkurn tímann séð! Þetta verður sjón að sjá og lesendur geta látið sig hlakka til. En mig langar líka aðeins að spyrja þig út í tónlistina þína. Nú varstu að senda frá þér nýtt lag á föstudaginn var, Líttu upp í ljós, og það einsog síðustu smáskífu, Ást sem endist, gefurðu út frítt á netinu. Geturðu sagt mér aðeins frá því hver hugmyndin er að baki því? Já. Ég er svo heppinn að hafa fengið að vinna við tónlist og gefa út plötur frá árinu 1993 og fékk þannig að fylgjast með því hvernig plötusala á Íslandi þróaðist frá fasta forminu og yfir á netið, sem er ofboðslega áhugavert. Nú er ég að vinna að plötu og er með mörg demó, góð popplög sem hljóma flott og ákvað að prufa að fara nýja leið. Í stað þess að byrja á því að gefa út plötu á föstu formi og senda svo frá mér smáskífur byrja ég á því að gefa út smáskífurnar og ætla að gera það í um það bil ár, fram í júní 2016. Þetta byrjaði í apríl þegar ég frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent. Fimm mínútum síðar var lagið komið á netið, á wav. og mp3 á síðuna mína palloskar.is, á Youtube, Spotify og víðar. Hjá mér er facebook sterkasti dreifingarmiðillinn, þar komu fram viðbrögð strax fyrsta sólarhringinn. Þarna ertu bara með smekkfulla dreifingu, víðtækari en á föstu formi. Viðbrögðin við nýja laginu hafa verið ótrúleg.


9

HVAÐ ER AÐ SKE


10

HVAÐ ER AÐ SKE

Netið er ekki að ganga af tónlistinni dauðri? Ég er viss um að internetið er meiri blessun en bölvun hvað tónlist varðar. Ég held að mannkynið allt hafi aldrei hlustað jafnmikið á tónlist og það gerir í dag, mikið til út af netinu. Þú ert með tónlistarmenn sem hefðu kannski aldrei annars komist upp á yfirborðið. Á sínum tíma stýrðu plötufyrirtækin því bara hvað var spilað í útvarpinu. Þau gera það kannski líka enn en inni á netinu hefur fæðst nýr heimur, þar sem þú leitar sjálfur uppi tónlist og útbreiðslan gerist mikið til þannig að einn vinur segir öðrum frá og svo framvegis. Þar sannast bara hið fornkveðna að ef efnið er gott mun það heyrast, ef það er kjöt á beinunum. Gott stöff er gott stöff. En í mínu tilviki er þetta náttúrulega tilraun sem gengur ekki endalaust. Í júní á næsta ári geri ég ráð fyrir að hafa sent frá mér fjórar til fimm

smáskífur, sem vonandi hafa allar orðið hittarar, og þá kemur að því að ég spyr kúnnann: Ég er búinn að senda frá mér fimm lög og það eru tíu lög eftir, viltu plötu? Þá bendi ég honum á Karolinafund eða viðlíka síðu. Þar getur hann svo valið hvaða form hann vill, hvort hann vill geisladisk, vínylplötu, minnislykil eða kassettu. En þar verður alltaf þrjátíu blaðsíðna bæklingur með öllu. Ég skal kyssa hvert eintak, sleikja hvert frímerki og dreifa plötunum sjálfur, í samstarfi við Íslandspóst! Á öllum mínum ferli hef ég varla grætt krónu á neinni plötu. Maður hefur verið ánægður með að koma út á núlli. Allar mínar tekjur frá ‘93 hafa komið úr ballspilamennsku. Þetta er veruleiki þeirra íslensku tónlistarmanna sem ekki stefna út. Núna er restin af heiminum að vakna upp við íslenska drauminn – eða martröðina! DJ Páll Óskar hefur greitt húsaleiguna og símreikningana fyrir mig. Á sama tíma og fólk er hætt

að kaupa plötur á föstu formi þá held ég að við eyðum meiri pening í tónlist núna en áður fyrr. Íslendingar eru enn duglegri en áður fyrr að borga sig inn á tónleika en áður. Íslendingar lærðu eiginlega ekki að borga sig inn á tónleika fyrr en Nasa opnaði, eða opnaði á ný eftir þrjátíu ára hlé, árið 2001. Þar var kominn almennilegur tónleikastaður í miðborginni. Þá lærði kynslóð að mæta á tónleika. Fólk stóð kyrrt inni á Nasa og hlustaði á Mugison eða Anthony & The Johnsons. Á sama tíma er Iceland Airwaves að fæðast og bara alveg ný sena. Og við erum mjög langt komin. Mér finnst yndislegt hversu vel er haldið utan um nýtt hæfileikafólk, hugsað um það og það aðstoðað á stökkpall, loftbrú, að stærri markaði. Það tek ég undir með Páli Óskari Hjálmtýssyni og þakka honum hjartanlega fyrir spjallið.


11

HVAÐ ER AÐ SKE

SHURE SRH940 SRH940 heyrnartólin voru hönnuð sérstaklega fyrir stúdíó hljóðblöndun og upptökur með það að leiðarljósi að gera öllu tónsviðinu góð skil. Heyrnartólin eru létt og þægileg. Einnig er hægt að brjóta þau saman.

“These Shures take no prisoners, but they sound simply brilliant - audition a pair now.”

QQQQQ www.whathifi.com


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

EXTREME CHILL FESTIVAL 2015 - UNDIR JÖKLI Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival - Undir jökli, verður haldin helgina 7. - 9. ágúst næstkomandi á Hellissandi, við rætur Snæfellsjökuls. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldin í Berlín síðastliðið sumar við ótrúlegar undirtektir. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við: Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj Flugvél og Geimskip, Jónas Sen, Tonik

Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson, o.fl. munu koma fram á hátíðinni. Takmarkaðir miðar verða í boði í ár og kostar passinn á hátíðina aðeins 7900 kr. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér passa tímanlega en síðustu ár hefur selst upp og komust færri að en vildu. Mjög gott tjaldsvæði er á Hellissandi, en það opnaði sumarið 2011 og er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er

þjónustuhús með salerni, sturtum og vaskarými. Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið.

STEED LORD & DUO RAW Á REYKJAVÍK PRIDE DANCE 2015 Hin goðsagnakennda hljómsveit Steed Lord kemur fram á Reykjavík Pride Dansleiknum í Iðnó ásamt hinum sænku Duo-Raw. Mikið verður um dýrðir dagana upp að hátíðinni sjálfri sem hámarkast síðan á laugardeginum með göngu og gleði. Miðasala fer fram á hinsegindagar.is. Hvar: Iðnó, Vonarstræti 3 Hvenær: 8. ágúst kl. 23:00 - 03:30 Miðaverð: 2.500 kr. (3.500 við hurð)

“Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafrænt landslag” Hvar: Hellissandur, Snæfellsnes Hvenær: 7. - 9. ágúst Miðaverð: 7.900 kr. (dagpassi 4.200 kr.)

MARKÚS AND THE DIVERSION SESSION Hljómsveitin Markús and The Diversion Session skellir í tónleika á Loft Hosteli nú á fimmtudegi. Aldrei að vita nema fleiri svalir gestir sameinist bandinu á þessum tónleikum en hinn kyngimagnaði og hæfileikaríki Marteinn Sindri Jónsson mun sjá um upphitun. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 6. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning

TÓNLISTARHÁTÍÐ UNGA FÓLKSINS Hljómleikar Tónlistarhátíðar unga fólksins fara fram aðallega í Salnum í Kópavogi dagana 6. - 12. ágúst. Mikil dagskrá bæði tónleika og námskeiða verður í boði og um að gera að kynna sér dagskrána betur á musicfest.is. Nú á fimmtudeginum verða opnunartónleikar en dagana þar á eftir verða meðal annars tónleikar með Trio Pro Arte, Vlad Dimulescu, Madalina Pasol og Razvan Dragnea.

www.cafeparis.is

Hvar: Salurinn í Kópavogi Hvenær: 6. - 12. ágúst 20:00 Miðaverð: Hátíðarpassi 9.000 kr. Nánar: www.musicfest.is www.midi.is


ÚTSALAN HVAÐ ER AÐ SKE

ER HAFIN

15-60%

AFSLÁTTUR

Sendum frítt

lindesign.is

Lín Design Laugavegi 176

. Glerártorgi Akureyri . Sími 533 2220 . www.lindesign.is

13


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

LISTAMANNASPJALL // HAFNARBORG CLAUDIA HAUSFELD OG PÉTUR THOMSEN Sunnudaginn 9. ágúst kl. 15 munu Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen ræða við safngesti um verk sín á sýningunni Enginn staður – íslenskt landslag sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar. Á sýningunni eru verk átta ljósmyndara sem allir eru búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Ásamt Claudiu og Pétri eiga Björn Árnason, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvari Högna Ragnarson, Katrín Elvarsdóttir og Stuart Richardsson verk á sýningunni. Verkin eru öll unnin á árunum 2008 – 2015. Sýningarstjórar eru Áslaug Íris Friðjónsdóttir ogUnnur Mjöll S. Leifsdóttir. Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: 9. ágúst 2015 kl. 15

LJÓSIÐ MYNDLISTASÝNING LITKU Á sýningu eru fjölbreytt myndverk eftir þrjátíu og þrjá listamenn. Í tilefni af alþjóðlegu ári ljóssins 2015 er þema sýningarinnar ljósið. Túlkun félagsmanna er margbreytileg enda er viðfangsefnið óþrjótandi uppspretta myndefnis svo sem birtingarmyndir ljóssins í náttúrunni og landslaginu og samspili ljóss og skugga. Flest verkin eru unnin í olíu eða akrýl á striga en einnig vatnsliti og með blandaðri tækni. Þátttakendur í sýningunni hafa ólíkan bakgrunn og eru á öllum aldri, sumir hafa málað frá unga aldri á meðan aðrir byrjuðu seint að mála. Einhverjir mála sér til ánægju í frístundum á meðan aðrir starfa sem listmálarar. Samsetning sýnenda gerir sýningar LITKU einkar áhugaverðar en sýningarstjóri að þessu sinni er Daníel Björnsson.

CYCLE LISTAHÁTÍÐ Cycle listahátíð er nú að hefjast í fyrsta skipti í sumar, dagana 13. til 16. ágúst 2015, í Kópavogi. Hátíðin leiðir saman bæði stórstjörnur úr listaheiminum eins og Ólaf Elíasson, Gjörningaklúbbinn og Simon Steen-Andersen og rísandi stjörnur eins og Eyvind Gulbrandsen, strengjasveitina Skark og slagverkstríóið Pinquins. Á hátíðinni verður boðið upp á tækifæri til að kanna samruna og samskeyti listformanna, þar sem verkefnin á hátíðinni teygja anga sína út fyrir hið hefðbundna form. Alþjóðlegt listafólk sem allt getur talist frumkvöðlar á sviði nýrrar tónlistar, gjörningalistar, myndlistar, hljóðlistar og arkitektúrs kemur fram á hátíðinni og vinnur saman að listsköpun sem hverfist þó alltaf um tónlist. Hvar: Kópavogi Hvenær: 13.-16.ágúst 2015 Nánar: www.cycle.is miðasala: tix.is

Litka myndlistarfélag var stofnað árið 2009 og eru félagar þess yfir hundrað og fimmtíu. Sýningin er opin kl. 8-18 virka daga í sumar. Hvar: Menningarmiðstöðin Gerðuberg, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík Hvenær: 25. júní - 27. september 2015 Nánar borgarbokasafn.is

MIRROR’S TUNNEL CYCLE LISTAHÁTÍÐ 2015

NEW RELEASE MYNDLISTARSÝNING Í GERÐARSAFNI

Ólafur Elíasson Páll Ragnar Pálsson Strengjasveitin Skark

POP ART 2015 LISTAHÁTIÐ Í HAFNARFIRÐI

Á myndlistarsýningunni NEW REALEASE í Gerðarsafni verður reynt á þolmörk sniðmengis tónlistar og myndlistar með mismunandi nálgunum myndlistar- og tónlistarmanna. Fyrir sýninguna ræktar meðal annars Náttúrufræðistofa Kópavogs þörunga er lýsa í myrkri fyrir listaverk þýska myndlistarmannsins Andreas Greiner, sem í verki sínu Multitudes tengir saman myndlist, samtímatónlist, tækni og lífeðlisfræði.

Strandgatan verður að einu stóru sviði þar sem allir helstu listamenn Hafnarfjarðar leiða saman hesta sína.

Sýningarstjóri Dr. Nadim Samman

Eitthvað sem enginn má missa af.

Hvar: Gerðarsafn, Hamraborg 4 Hvenær: 13.ágúst - 28. september 2015

13-15 ÁGÚST

Hvar: Miðbær Hafnarfjarðar220 Hafnarfjörður Hvenær: 13.-15. ágúst 2015

Þverfaglegi tónlistargjörningurinn Mirror´s Tunnel er samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar, tónskáldsins Páls Ragnars Pálssonar og Strengjasveitarinnar Skark, sem byggir á skúlptúr Ólafs Mirror’s Tunnel. Skúlptúrinn samanstendur af þremur frístandandi speglum sem mynda speglagöng en verkið er útgangspunktur tónsmíðar Páls Ragnars Pálssonar. Tónlistin líkir eftir eiginleikum verksins, þar sem tónbútar speglast og hreyfast á milli hljóðfæraleikaranna í rýminu. Áhorfendum er frjálst að hreyfa sig á meðan á flutningi stendur, sem gerir þeim kleift að heyra, sjá og upplifa verkið á mismunandi hátt eftir staðsetningu í rýminu. Hvar: Gerðarsafn Hvenær: 14. ágúst kl. 20:00 Miðasala: www.cycle.is


15

Heslihnetufrappó

HVAÐ ER AÐ SKE

Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi

ColdBrew

Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið

Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa

Oreofrappó

Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa

Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi

Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa

SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI

Oolong- og engifersmoothie

Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp

Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar

Matchafrappó

Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna

Íslatte

Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali

og grænt íste

Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar

Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp

Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi


16

HVAÐ ER AÐ SKE

INNIPÚKINN VERZLUNARMANNAHELGIN HÚRRA & GAUKURINN


17

HVAÐ ER AÐ SKE

Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður


18

HVAÐ ER AÐ SKE

WAR IS OVER! IF YOU WANT IT

Happy Christmas from John & Yoko (and The Laundromat Cafe)

MATUR

CAFÉ FLÓRA

GRASAGARÐINUM LAUGARDAL Það er sama á hvaða árstíma farið er á Café Flóru í Grasagarðinum – það er alltaf ævintýri líkast. Við fórum í þetta skiptið um hásumarið og endalausar blómategundir taka á móti manni í öllum litum heimsins. Í miðju þessa blómahafs stendur yndislegt hús sem er Café Flóra. Umhverfið þar inni er alveg einstakt, gullfiskatjörn með brú yfir á miðju staðarins, vínberjatré í loftinu og listasýningar á veggjum. Þetta þætti alveg nægileg upplifun til þess að fara alsæll aftur út. En öll gersemin er eftir. Við erum að tala um stórkostlegan matseðil með

hráefni sem er ræktað á staðnum og hreinlega eins og listaverk á disknum fyrir framan mann Við vorum í hádeginu á fallegum degi og fengum rauðsprettu með eggjasósu og fenniku – gullostur með hunangi, rósmarín og kasjúhnetum – graflaxtartar með heimagerðu dillmajonesi og radísum-þvílík veisla. Þessir réttir voru allir frábærlega vel eldaðir og samsetningin á hverjum rétti ómótstæðileg. Eftir að hafa farið á Café Flóru hefur maður alltaf eitthvað til að hlakka til að gera sem allra fyrst aftur.

YES, IT IS TRUE! KJÚKLINGASTAÐURINN SUÐURVERI Skelltum okkur á Kjúklingastaðinn Suðurveri. Ákváðum að smakka á þeirra fræga kjúklingaborgara. Byrjuðum á sitthvorum kjúklingabitanum í forrétt, fengum okkur kjúklingasósu til hliðar sem var svo bragðgóð að hægt var að drekka hana. Fórum

síðan í kjúklingaborgarann, mælum með að fá sér hrásalat með, borgarinn góður og bitinn góður. Heildarupplifun mjög góð, flott þjónusta og löbbuðum við södd og sátt út.

SALATBARINN Við skelltum okkur í hádeginu á Salatbarinn í Faxafeni. þeir eru hvað þekktastir fyrir sín girnilegu hlaðborð. Boðið var uppá grænmeti, heita rétti, heimalagaðar súpur og brauð. Heitu réttirnir eru breytilegir, við fórum í kjúkling og sænskar kjötbollur í brúnni

sósu, og allt það grænmeti sem okkur datt í hug með. síðan var það sveppasúpa og brauð í eftirrétt. heimilislegur og virkilega góður matur sem við klárlega mælum með. www.salatbarinn.is


19

HVAÐ ER AÐ SKE

N N A L Ó K S Í R U V L Ö FART

EIN BESTU KAUPIN ! TOS-C50B17T

Frábær kostur fyrir þá sem vilja 15,6" fartölvu með Intel örgjörva og miklu gagnaplássi fyrir bíómyndirnar, þættina og tónlistina. Sterkbyggð og traust. INTEL

ÖRGJÖRVI

4GB

VINNSLUMINNI

1TB

DISKUR

SKJÁR

3 ÁRA

BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á

5 9 9 . 79

15,6”

ÁBYRGÐ

FYRIR AÐEINS 4.995,-

3 ÁRA

BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á

ÁBYRGÐ

FYRIR AÐEINS 4.995,-

PENTIUM OG 1 TB

5 9 9 . 9 8

TOS-L50B2DW

Hentar þeim sem vilja góða vinnslu og stóran harðan disk í senn fyrir gögn og myndefni. Allt að 7 tíma rafhlöðuending og Onkyo hátalarar með DTS hljóm. Fáanleg í hvítu og svörtu.

ÓTRÚLEGT VERÐ !

INTEL i3 OG STÓR DISKUR

69.995

HRAÐVIRK MEÐ SSD

99.995

94.995

TOS-C50B133

TOS-C50B17U

TOS-L50B25R

Frábær kostur í skólann. Sprækur Intel Pentium örgjörvi og 15,6" skjár. Hátalarar með DTS hljóm, Intel HD Graphics skjákort, 4GB vinnsluminni og 500GB harður diskur.

Kröftug vinnsla með Intel i3 Haswell örgjörva, öflugt Intel HD 4400 skjákort og stór 750GB harður diskur fyrir gögnin. Allt að 6 tíma rafhlöðuending.

Mjög spræk vinnsla með nýja Intel Pentium N3540 örgjörvanum og hröðum 128GB SSD diski. 8 GB vinnsluminni og allt að 7 klukkutíma rafhlöðuending.

INTEL Pentium

4GB

VINNSLUMINNI

500GB DISKUR

15,6”

INTEL i3

SKJÁR

ÖRGJÖRVI

4GB

VINNSLUMINNI

15,6” SKJÁR

750GB DISKUR

INTEL PENTIUM ÖRGJÖRVI

anum og greiddu Veldu skólavélina í Tölvulist ingi Netgíró! kn rei 1. október með Skóla

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333

8GB

VINNSLUMINNI

15,6” SKJÁR

128GB

SSD DISKUR


BÍLM BÍLHÁ ÚTVÖ RP TAL AGN ARA ARAR R

20

HVAÐ ER AÐ SKE

MEIR

A EN

VÖRU ALL TEGU TA NDIR Ð ÞVO 7 TTA 5 % VÉL AR

UPP

2000

ÞVO

TTA VÉL

AR HRÆ ELD RIV AVÉ ÖRB ÉLA FRY LAR YLG R H STIK JUO ÁFA BLA I S TUR FNA R S NDA AM RA R OFN

AR

ÞUR R V LOK ÖFF RKA UGR LUJ ILL RAR ÁRN

NOKKUR VERÐDÆMI Útlitsgallaðar vörur og síðustu eintök með miklum afslætti 1400sn þvottavélar frá 49.995 Whirlpool uppþvottavélar með allt að 40% afslætti Whirlpool varmadæluþurrkarar frá 79.995 Frystiskápar með allt að 40% afslætti Philips og Panasonic sjónvörp með miklum afslætti

TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær!


SJÓ DVD B N Í L V T S Ö ÆKI P R MP3 ILAR P FE R S A Ð P A R ÞRÁ I T L ÆKI M A A Ð R GNA AR HÁT LAUS R ALA H IR S AR L JÓM RAR ÍMA B R H MYN O RÐ E YRN DAV É A HVAÐ ER AÐ SKE

LAR

R ME

Ð ÓT

RÚLE

AFS

ÍSSK

ÁPA

GUM

LÁT

AUJ

ÉLA

R

ÆTTI

TUR

Heimabíókerfi með allt að 40% afslætti Whirlpool ofnar og helluborð á frábæru verði Hurom safapressur með allt að 33% afslætti Philips heyrnartól með allt að 63% afslætti Lítil heimilistæki í miklu úrvali Nikon myndavélar með allt að 58% afslætti

AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK

NIV

AFSL

R K AFF ÁRN RYK IVÉL RAK SUG AR VÉL UR AR

STR

REIK

RTÓ L

HEL

LUB

ORÐ

Sjá allt úrvalið á ht.is

7 VERSLANIR UM ALLT LAND - SÍMI 5691500

21


22

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

KYNVILLT KLAMBRATÚN HÝRIR HÚSLESTRAR Bókmenntaviðburður Hinsegin daga verður haldinn í annað sinn í ár föstudaginn 7. ágúst í Iðnó. Viðburðurinn sló rækilega í gegn í fyrra og er von á frábæru kvöldi í þetta skiptið, en dagskrána skipa frábærir listamenn. Fluttir verða fjölbreyttir textar, sögur jafnt sem ljóð og nýtt efni í bland við eldra og barinn verður að sjálfssögðu opinn.

Íþróttafélagið Styrmir efnir til útiskemmtunar og Zumba á Klambratúni. Suður -Amerísk sveifla með hinsegin blæ og aldrei að vita nema eitt og eitt Eurovision lag fái að læðast með. Útiskemmtun með pokahlaupi, blaki og boltum. Blóðbankabíllinn verður einnig á staðnum til að taka á móti heilbrigðu gæðablóði. Líkt og í fyrra er vakin athygli á því að samkynhneigðum og tvíkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð og fólk er því hvatt til að mæta og gefa blóð í nafni vinar sem ekki má gerast blóðgjafi. Þetta er frábært tækifæri fyrir fólk til að láta gott af sér leiða með blóðgjöf og vekja um leið athygli á málefninu. Blóðgjafar fá afhent viðurkenningarskjal með nafni

þess vinar sem blóðgjöfin er tileinkuð – skjal sem tilvalið er að ramma inn og vera stolt af. Til að halda öllum mettum, blóðkornum og öðrum, bjóða fulltrúar Styrmis upp á grillað góðgæti á Klambratúni og einnig má eiga von á óvæntum gestum! Allir eru velkomnir, hvort sem er til að taka þátt í Zumba, gefa blóð, mega ekki gefa blóð, styðja við iðkendur eða borða gómsætan grillmat. Hvar: Klambratún Hvenær: 5. ágúst kl. 17:00 - 18:30 Miðaverð: Frítt

Skáldin sem fram koma í ár eru: Kristín Svava Tómasdóttir Elísabet Jökulsdóttir Júlía Margrét Einarsdóttir Kristín Ómarsdóttir Halldór Armand Ásgeirsson Kristín Eiríksdóttir Jón Örn Loðmfjörð Kynnir kvöldsins er leikkonan: Salóme R Gunnarsdóttir Hvar: Iðnó veitingar, Vonarstræti 3 Hvenær: 7. ágúst kl. 17:00 Miðaverð: Frítt

DRAGGKEPPNI ÍSLANDS 2015

RJÚFUM ÞÖGNINA: MÁLSTOFA UM KYNFERÐISOFBELDI Hinsegin dagar standa fyrir málstofu um kynferðisofbeldi í hinsegin samhengi í samstarfi við Stígamót. Undanfarin misseri hefur umræða um kynferðisofbeldi aukist á Íslandi. Þar hefur ítrekað komið fram hversu mikilvægt það er að draga þessa umræðu fram í dagsljósið og skapa umhverfi þar sem líklegra er að brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar. Markmið þessarar málstofu er að skoða kynferðisofbeldi út frá reynslu hinsegin einstaklinga, bæði þegar það beinist gegn okkur og þegar um er að ræða aðila innan okkar samfélags, ásamt því að skapa umræðu um þessi mál í hinsegin samfélaginu á Íslandi. Í málstofunni verða fluttir fyrirlestrar frá starfsfólki Stígamóta og sagðar reynslusögur og í lokin fara fram pallborðsumræður. Hvar: Iðnó, Vonarstræti 3 Hvenær: 6. ágúst kl. 12:00 Miðaverð: Frítt

OPNUNARHÁTÍÐ HINSEGIN DAGA

Hin árlega Draggkeppni Íslands er haldin í Gamla Bíó nú á miðvikudegi. Þema keppninnar er ,,Back to Basics”. Þetta er 18. keppnin sem haldin er á 19. starfsári og er keppnin aftur komin heim í draumahúsið. Keppendur eru níu talsins í ár og verður spennandi að sjá hver hreppir tiltilinn Draggkóngur Íslands og Draggdrottning Íslands 2015. Einnig eru fullt af öðru stórkostlegu fólki sem kemur fram. Kynnir kvöldsins er Bjarni Töframaður.

,,Hefðir á haus!” Opnunarhátíð Hinsegin daga hefur lengi verið eitt stórt hinsegin ættarmót þar sem gamlir vinir hittast og ný vinabönd verða til. Líkt og undanfarin ár er opnunarhátíðin haldin í glæsilegum salarkynnum Silfurbergs í Hörpu og fordrykkur er borinn fram í anddyri salarins, Eyri. Á svið munu stíga landsþekktir listamenn og skemmtikraftar til að trylla lýðinn. Óhætt er að lofa frábærri skemmtun sem mun hita upp fyrir hátíðahöldin um helgina.

Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 5. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 3.400 kr.

Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær: 6. ágúst kl. 20:30 Miðaverð: 3.000 kr. / Pride passi gildir

JÁRNMAÐURINN FYRSTA HÁLFS-JÁRNMANNS KEPPNIN Á ÍSLANDI Fyrsta íslenska keppnin um hálfan járnmann verður haldin í Kjósinni í Hvalfirði. Um er að ræða bæði liðakeppni og tvíþraut, sund-hjól eða hjól-hlaup. Syntir verða 1.900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar og 21,1 kílómetrar hlaupnir. Ef þú heitir Árni hefur þú enga afsökun til að mæta ekki til leiks. Hvar: Kjós, Hvalfjörður Hvenær: 8. ágúst kl. Miðaverð: 9.500 kr. / 7.000 kr. f. tvíþraut Nánar: www.jarnmadurinn.is


23

HVAÐ ER AÐ SKE

HARÐSNÚINN •

blandari •

Nýr öflugur 1000 vatta blandari frá Dualit sem hentar vel fyrir heimili sem og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS tryggir að ekkert botnfall myndast og árangurinn verður silkimjúkir drykkir og súpur.

2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin

Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg

Má fara í uppþvottavél

FASTUS_F_30.06.15

Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulningsstillingu sem mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti á 10 sekúndum.

Verð kr. 41.722,- m.vsk.

Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is


24

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

TÍSKA

& SÍTA VALRÚN Listakona & stílisti

VIVIENNE WESTWOOD, GOLD LABEL- UNISEX

VIVIENNE WESTWOOD, GOLD LABEL- UNISEX

HARI NEF, MODEL

VIVIENNE WESTWOOD, GOLD LABEL- UNISEX

UNISEX AW 15 /16 Vivienne Westwood heitir Gold label - Unisex. Á sýningunni í vor voru modelin í korselettum, Húla kögur pilsum, oversized jakkafötum og fjárhirða kápum. Öll módelin, semsagt af öllum kyjnum, voru í eins sniðuðum klæðnaði í þessari áhugaverðu sýningu. Androgyn áhugi í tísku er ekki nýtt en það er meiri athygli á því í dag en áður og það sama á við unisex og transgender.

Sú staðlaða imynd um hlutverk kynja sem allment hefur verið ráðandi er hérum bil gleymd. Bæ að eilifu. Allavega í heimi Westwood. Í dag eru líka fleiri transgender model að verða bókuð og skrifa undir hjá stórum umboðsskrifstofum. Góðir hlutir að gerast í fjölbreytni og innblástur fyrir hvern og einn að endurhugsa hvernig við hólfum fólk í kringum okkur og hvernig við hólfum okkur sjálf.


25

HVAÐ ER AÐ SKE

Láttu drauminn rætast.

Landsins mesta úrval af gíturum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is


26

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

HERSCHEL SUPPLY CO Skólarnir eru á næsta leiti og því gott að endurnýja töskuna sína. Herchel taskan er vönduð vara og flott hönnun. 15” tölva kemst fyrir og sér hólf fyrir hleðslutæki. Fáanleg í mörgum mismunandi litum og fjöldinn allur af týpum. Gallerí 17

NIKE AIR MAX Hinir sívinsælu Nike Air Max 90. Einstaklega þægilegir skór hannaðir með sýnilegum loftpúða í hæl sem gerir skóna létta og veita góða dempun.

Yfirbygging á Air Max skónum er samansett úr leðri og efni til að auka stuðning og þægindi. Nikeverslun.is og Húrra Reykjavík

KAKKOII WOW BLUETOOTH WIRELESS PORTABLE SPEAKER Bluetooth hátalarar eru að yfirtaka markaðinn með mismunandi útfærslum. Skemmtileg hönnun sem hefur vakið athygli fyrir góð hljómgæði. Kemur í mörgum mismunandi litum. Turntablelab.com

Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

JASON MARKK HREINSIPAKKI Hefur varla farið framhjá neinum sem vill halda skónnum sínum hreinum að þessi vara svínvirkar. Hægt að þrífa og endurnýja flestar tegundir af skóm. Hægt að sjá fyrir og eftir myndir hjá Húrra Reykjavík drengjum, en þeir hafa verið duglegir að sýna hversu vel varan virkar. Tilvalið að næla sér í Jason Markk „kit” ef þú heldur að uppáhaldsskórnir séu ónýtir eftir góða helgi. Húrra Reykjavík


27

HVAÐ ER AÐ SKE

H E I LSUMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

HERMAN CPH Herman Cph er ungt danskt hönnunarfyrirtæki staðsett í Kaupmannahöfn. Hönnuðirnir á bak við merkið eru hjónin Helle & Jonas Herman. Skemmtilegt fatahengi frá Herman Cph í gráum lit. Hægt að nota t.d. inn í svefnherberginu fyrir föt, inn á baðherbergi til þess að hengja upp þvottinn eða í forstofunni sem fatahengi. Stærð: Hæð 135cm x Breidd 31cm Snuran.is

HERÐUBREIÐ Herðubreiðarpúðinn er innblásinn af fjallinu sjálfu, er til í 3 stærðum og þremur litum. Hver púði kemur með silkiprentuðum bómullarpoka og gjafamerkimiða.

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Kaupstadur.is

OYOY LIVING DESIGN OYOY living design er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2012 af henni Lotte Fynboe sem er jafnframt aðal hönnuður fyrirtækisins. OYOY hannar hágæðavörur innblásnar af klassískum Skandinavískum stíl en einnig frá áhrifum af japanskri hönnun og með ástríðu fyrir því að sameina liti og efni. Flottir pottaleppar undir heitt, úr korki. Koma tveir saman í pakka með neon röndum á hliðunum. Litur: Natural einn með mintu brún og einn með neon bleikri Stærð: w27 x h19 x d1,2 cm Efni: 100% korkur Snuran.is

AKKERI HÁLSMEN FRÁ ORRI FINN DESIGN. Hálsmen með litlu akkeri. Silfur keðja, silfur lás og kopar hlekkir. Akkeri 1,5 cm og keðja 45 cm Hálsmenið fæst einnig með stóru akkeri. Kaupstadur.is


29

HVAÐ ER AÐ SKE

Liberate hátalari Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu. 19.950 kr.

Positive Vibrations heyrnatól 50mm hátalarar með þéttum bassa. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring 12.950 kr.

Smile Jamaica heyrnartól Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur. 3.950 kr.


30

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

ANT-MAN

MAGIC MIKE XXL

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

79%

7,9

6,3

JURASSIC WORLD

HUMAN CAPITAL

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI

BÍÓ PARADÍS

7,3

71%

81%

7,4

SHE’S FUNNY THAT WAY SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

36%

6,2

64%

ENTOURAGE PIXELS 1001 GRAMS

SPY SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ AKUREYRI

BÍÓ PARADÍS

7,6 6,6

5,3

7,0

26%

32%

6,8

95%

TOMORROWLAND

50%

ÁLFABAKKI SAMBÍÓIN, AKUREYRI

TED 2

ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ

6,6

7,4

18%

SAN ANDREAS ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

BÍÓ PARADÍS

95%

87%

TERMINATOR GENISYS

GIRLHOOD

ÁLFABAKKI

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ AKUREYRI

7,1

INSIDE OUT

48%

6,7

50%

8,9

98%


31

HVAÐ ER AÐ SKE


32

HVAÐ ER AÐ SKE

Gildir á meðan birgðir endast.

Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland

Buxur, Nú

2595,-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.