Ske - #22

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 12.08—18.08

#22

SKE.IS

,,[Þ]AÐ ER ENGINN FORINGI EÐA YFIRMAÐUR” VIÐTAL VIÐ GJÖRNINGAKLÚBBINN


2

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR í amstri dagsins -streetsofreykjavik.com-

Þverfaglegur hópur vísindamanna við Konunglega tækniháskólann í Utrecht í Hollandi hefur með smíði flókins reiknilíkans og söfnun upplýsinga hvaðanæva að úr heiminum komist að þeirri niðurstöðu að ef öllum þeim púslbitum sem glötuðust á tuttugustu öldinni væri safnað saman fengist út abstrakt púsl á stærð við furstadæmið Lichtenstein eða Como-vatn á Ítalíu. Nei, það er vitanlega helber lygi. En leit um sinn allsannfærandi út, eða hvað? Með framsetningu má búa flesta dellu upp sem heilagan sannleika. Og það þarf ekki einu sinni að vísa í tilteknar rannsóknir, stundum er feykinóg að klæða leikara upp í hvíta sloppa til að selja sápur og uppþvottalög, heilsusafa og hlaupagalla. Tæpast færu vísindamenn í hvítum slop­ pum að ljúga? Það sést hverjir drekka … ég meina eru vísindamenn. Nei, það sést ekki neitt. Hver sem er getur sveipað sig hvítum sloppi rétt eins og hver sem er getur farið í jólasveinabúning. Við lifum í flóknum heimi og þurfum að taka honum sem slíkum. Það er af sem áður var þegar tilteknar stofnanir eða embætti, kirkjan, kóngurinn, konferensráðið eða hvað sem er, lögðu einfalda línu um hvað satt væri og rétt. Upplýsingarnar berast allsstaðar að og þær þarf að meta. Ýmislegt fáum við túlkað og enn getum við treyst mörgu sem okkur er sagt. Skárra væri það nú. En við þurfum að vera gagnrýnin. Annars erum við hálfvitar.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari & Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Gjörningaklúbb­ urinn Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Extreme Chill: Extreme Chill Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Greta Þorkelsdóttir Hönnun: Hlynur Ingólfsson/ Lifandi Verkefni ehf


3

HVAÐ ER AÐ SKE

SPARIDAGAR standa nú sem hæst 20%

AFSLÁTTUR

48” eða 55” UltraHD Samsung sjónvörp með þráðlausu interneti

48” eða 55” UltraHD bogin Samsung sjónvörp með þráðlausu interneti.

55” Samsung sjónvarp með þráðlausu interneti. UE55H6475 kr. 199.900.Verð áður: 249.900,- og þú sparar 50.000,-

48” Verð áður kr: 239.900,- kr.199.900.55” Verð áður kr: 319.900,- kr. 249.900.-

48” Verð áður kr: 239.900,- kr.199.900.55” Verð áður kr: 319.900,- kr. 269.900.-

ódýRiR SAmSUng vALkoSTiR:

Samsung H5005 40“ Sparidagaverð kr. 89.900.48“ Sparidagaverð kr. 126.900.-

Samsung J5105

Samsung H5505

32“ Sparidagaverð kr. 64.900.40“ Sparidagaverð kr. 92.900.-

32” Sparidagaverð kr. 69.900,40” Sparidagaverð kr. 93.900,48“ Sparidagaverð kr. 129.900.-

X-CM32BT-K/R X-SMC01BT Vegghengjanleg stæða - FM útvarp með stöðvaminni - Innbyggt Bluetooth - Geislaspilari- USB Heyrnartól - Aux-in - Fjarstýring fylgir - Fáanleg í svörtu, silfur og hvítu.

JAMO S628 eru einfaldlega með því allra besta þegar kemur að alvöru hátölurum.

Rétt verð: 135.900,-

Rétt verð: 35.900,-

Sparidagaverð: 108.900,-

Sparidagaverð: 28.700,DEH-X5700BT

20%

AFSLÁTTUR

Pioneer bílgeislaspilari m. USB, Bluetooth og Multi-Color skjá.

Ný og öflugri leikjatölva sem farið hefur sigurför í leikjaheimum.

Rétt verð: 39.900,-

Rétt verð: 31.900,-

Sparidagaverð: 33.900,-

Sparidagaverð kr. 22.500,heyRnARTóL

*

20%

AF ÖLLUM

LEIKJUM

AFSLÁTTUR

30W (15W + 15W RMS) (8Ω) / Class D Magnari / 2-Way Bass-Reflex Hátalarar / MP3, WMA / AM/FM Útvarp m. 45 stöðva minni / Innbyggt Blueooth

*

Rétt verð: 39.900,Sparidagaverð: 29.900,-

*

bLUeTooTh hÁTALARi XW-LF1-K/W 2x40mm full range hátalarar m. Dynamic Range Control.

Rétt verð: 29.500,-

Sparidagaverð: 24.900,-

Gæða sjónaukar verð frá 3.990,-

25%

AFSLÁTTUR

30%

AFSLÁTTUR

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði Lántökugjald 3,5%

Opið virka daga kl. 10 - 18 og laugardaga 11 -15

*

LED perur sem endast

*

25%

AFSLÁTTUR

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

NÝTT Í AUGLÝSINGU

ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK -EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON TÆKNIBORG OMNIS ORMSSON GEISLI AKRANESI PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

ONE WEEK WONDER & HUGAR Hljómsveitin One Week Wonder, ásamt þrumubandinu Hugum, ætla að blása til tónleika á Húrra á þriðjudegi. Sveitin mun leika splunkuný lög af væntanlegri smáskífu sinni sem mun vera frum­ burður sveitarinnar. Platan var hljóðrituð nú í vor í Berlín og eru liðsmenn fáranlega sáttir með afraksturinn og illa spenntir að spila efnið á tónleikum. Bandið leikur létt proggað seventís popp og eru nokk strangtrúaðir þeim vinnubröðgum. Meðlimir eru eftirfarandi: Magnús Benedikt Sigurðsson (söngur, rafpíanó og orgel), Árni Guðjónsson (synthar, rafbassi, gítar, bakrad­ dir), Helgi Kristjánsson (trommur, gítar) Hvar: Húrra Hvenær: 18. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.

FM BELFAST

JOACHIM BADENHORST

Tjarnarbarinn opnaði af­ tur þriðjudaginn 4. ágúst síðastliðinn og verður opinn 17:00-23:00 öll kvöld. Hann er enn sami hlýlegi, listræni og skrýtni leikhúsbarinn og hann hefur verið, en með nýjum rekst­ raraðilum og nýjum áherslum. Til að opna nýtt leikár með pompi og prakt heldur partíbandið FM Belfast tónleika þann 15. ágúst. Þau eru nýkomin heim eftir tónleikaferðalag um Þýskaland og eru því vel æfð og í fantaformi.

Belgíski blásturshljóðfæraleikarinn, Joachim Badenhorst, gerir tónlist af margvíslegum toga. Hann hefur haldið sólóspunatónleika, unnið samvinnuverkefni með John Butcher og Paul Lytton, yfir í að skrifa verk fyrir sextettinn sinn, Carate Urio Orchestra, auk þess sem hann er í hljómsveitinni Mógil sem starfað hefur hérlendis. Joachim vinnur víðsvegar um heiminn, flakkandi frá Belgíu um meginlandið og yfir haf til Bandaríkjanna. Þessa stundina einbeitir Joachim sér að þróun náins hljóðheims, og vinnur staðbundið fyrir áhorfendur á hverjum tónleikum fyrir sig. Fyrir þremur árum stofnaði hann plötuútgáfuna, KLEIN, sem hann notar sem vettvang fyrir sjónrænar hugmyndir og eigin útgáfur. Joachim hefur gefið út plöturnar ,,The Jungle He Told Me” (Smeraldina Rima LP, 2012), ,,Forest//Mori” (KLEIN, cd 2014) og vin­ nur þessar stundirnar við útgáfu á kassettu fyrir útgáfufyrirtækið French Santé Loisirs. Joachim hefur m.a. komið fram á Molde Jazz Festival (Noregi), Taktlos Festival (Sviss), Brussels Jazz Festival (Belgíu), Orleans Jazz Festival (Frakklandi), Bimhuis (Hollandi), Brand! Festival (Belgíu), og spilað í New York og Chicago. Hann túraði líka einn til Kína og Japans í fyrra. Þetta verða fyrstu einleiks tónleikar Joachim Baden­ horst á Íslandi.

Hvar: Tjarnarbarinn, Tjarnarbíó Hvenær: 15. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. / 2.500 kr. við hurð

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 13. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

JÚNÍUS MEYVANT & AXEL FLÓVENT Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmanneyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar. Sem ungur maður var Unnar mjög frjálslegur í anda og komst aðeins tvennt að í hans lífi, þ.e. myndlist og hjóla­ bretti. Annað slagið fann hann fyrir því að tónlistargyðjan togaði í hann og velti hann því oft fyrir sér hvort hann ætti ekki að demba sér í það að læra á hljóðfæri. Á yngri árum var hann orkubolti mikill og óstýrilátur og fljótlega var honum meinaður aðgangur að tón­ listarskólanum og þurfti tímabundið að leggja drauma sína, um að verða hljóðfæraleikari, á hilluna. Fljótlega eftir að Unnar komst á þrítugsaldurinn færðist ró yfir dýrið sem bjó innra með honum og tók hann í hendur munaðarlaus­ an gítargarm í húsi foreldra sinna og fyrr en varði var hann farinn að semja lög. Svo mikil var sköpunargleðin að Unnar upplifði margar andvökunætur í öngum sínum yfir öllum lagahugmyndum sínum og lögin hrönnuðust upp. Laglínurnar leituðu til hans nótt sem nýtan dag og úr varð að Unnar tók upp listamannsnafnið Júníus Meyvant. Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum. Árið 2014 var árið sem Júníus hljómaði fyrst fyrir eyrum lands­ manna af einhverju viti og gerðist það þegar hann sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, „Color Decay”. Lagið vakti mikla lukku og fékk töluverða spilun í útvarpi á Íslandi og sat m.a. í nokkrar vikur í efsta sæti Vinsældarlista Rásar 2. Lagið vakti líka mikla lukku hjá út­ varpsstöðinni KEXP í Seattle og valdi Kevin Cole dagskrárstjóri það sem besta lagið á árinu 2014. Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og fór frá athöfninni með tvenn verðlaun. Annars vegar sem Bjar­ tasta vonin og hinsvegar verðlaun fyrir besta lag ársins. Hvar: Húrra Hvenær: 13. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 2.000 kr.

SOFFÍA BJÖRG BAND & ANDRI ÍVARS Soffía Björg er nýlega búin að taka upp sína fyrstu sóló plötu sem mun líta dagsins ljós í september 2015. Hljómsveitarmeðlimir eru Ingibjörg Elsa Turchi, Tómas Jónsson, Pétur Hallgrímsson og Þorvaldur Ingveldarson. Sóttur er innblástur til mismunandi tónlistar­ stíla eins og t.d. spagettí vestra, alternative rokks, grunge og Americana/sveitatónlistar. Hljómsveitin ætlar að halda uppá útgáfu komandi plötu og þrítugsafmælis Soffíu. Andri Ívars er tónrænn uppistandari sem mun byrja kvöldið og breikka munnvik tónleikagesta en flutningur hans hefur vakið athygli og mikla ánægju áhorfenda á undanförnum misserum.

Hvar: Húrra Hvenær: 12. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

THE TOTAL MOUNTAIN - JENNIFER WALSHE ,,The Total Mountain” er lifandi flutningur hinnar þekktu og einstöku, írsku raddlistakonu Jennifer Walshe á samnefndu verki fyrir rödd, rafhljóð, hljóðfæri og kvikmynd. Verkið var pantað af SWR á síðasta ári og hefur ferðast víða um lönd og verið flutt á þekktustu samtímatónlistarhátíðum heims. Hvar: Salurinn Tónlistarhús, Kópavogur Hvenær: 13. ágúst kl. 22:00 Miðaverð: 2.000 kr.


5

HVAÐ ER AÐ SKE


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

FINNBOGI PÉTURSSON & STEFÁN FINNBOGASON KINGS OF LEON Hljómsveitin hefur verið aðalnúmerið á stærstu tónleikahátíðum heims síðustu ár, meðal annars á Hróarskeldu, Coachella, Glaston­ bury, Rock Werchter og Lollapalooza. Auk þess hafa þeir haldið fjöldann allan af eigin risatónleikum víða um heim sem jafnan eru pakkuppseldir, enda sveitin orðin þekkt fyrir kraftmikla sviðsfram­ komu og ógleymanlega tónleika. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Grammy og BRIT verðlaun. Lög á borð við Use Somebody, Sex on Fire, Closer, Supersoaker, Wait for Me og Radioactive hafa umsvifalaust orðið að samtímaklassík sem flestir þekkja og geta sungið með. Lagalistar síðustu tónleika Kings of Leon hafa geymt vinsælustu lögin af öllum sex plötum hljómsveitarinnar. Íslenska súpergrúppan Kaleo hitar upp fyrir Kings of Leon.

THE QUEEN EXTRAVAGANZA

Finnbogi Pétursson nam sín fræði við Listaháskóla Íslands og Jan van Eyck Akademie. Hann er þek­ ktur fyrir verk sem steypa saman hljóði, skúlptúr, arkitektúr, teikningum og hreyfilist. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga frá því snemma á níunda áratugnum, þar með talið 4th International Istanbul Biennial, 14th Marrakech Biennale og 2001 Venice Biennale. Hann hefur einnig hlotið hin virtu Carnegie Art verðlaun.

Hljómsveitin Queen Extravaganza er hugsuð og sköpuð sérstaklega til að koma frábærum lögum hljómsveitarinnar The Queen til nýrra og gamalla aðdáenda alls staðar í heiminum- sérvalin af Roger Taylor trommuleikara Queen og Brian May gítarleikara Queen. Roger Taylor tók sjálfur að sér það hlutverk að framleiða þessa hljómleikasýningu ásamt Spike Edney, hljómborðsleikara Queen til margra ára. Saman hafa Taylor og Edney skapað nánast hina fullkomnu tónleikaupplifun og Queen aðdáendur ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Hljómsveitina skipa tónlistamenn sem Roger Taylor valdi í sérstakri hæfileikakeppni á netinu en söngvarinn Mark M syngur nánast eins og Freddy Mercury. „Hljómsveitin er svo hrikalega góð að ég myndi ekki vilja fara á svið á eftir þeim“ segir Taylor.

Hvar: Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Hvenær: 15. ágúst kl. 18:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Harpa Hvenær: 16. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 6.990 - 9.990 kr.

Hvar: Nýja Laugardalshöllin Hvenær: 13. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 14.990 - 19.990 kr.

KRISTÍN LÁRUSDÓTTIR

NEÐAN­SJÁVAR­TÓN­LEIKAR MEÐ DJ. FLUGVÉL OG GEIMSKIP

Kristín Lárusdóttir er klassískt menntaður sellóleikari. Hún hefur að auki menntað sig í barokk tónlist, gömbuleik og djassi. Kristín hefur spilað með íslensku óperunni, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, er meðlimur Fimm í Tangó og Reykjavík Barokk. Í apríl 2012 frumflutti Kristín á Íslandi, ásamt Kammerkór Suðurlands, hið stórkostlega verk Svyati eftir John Tavener fyrir einleiksselló og blandaðan kór. Kristín hlaut mikið lof fyrir flutning sinn á Tavener. Sellókennsla hefur verið eitt af aðal starfi Kristínar síðastliðin 19 ár ásamt því að spila. Kristín lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og hlaut toppeinkunn fyrir lokatónleikana. Kristín gaf út sína fyrstu sólóplötu Hefring haustið 2013 með eigin tónsmíðum, útsetningum og sell­ óleik. Hún sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun.

Laugardaginn 15. ágúst verða útgáfutónleikar með dj. flugvél og geimskip haldnir á skemmtistaðnum og tónleikastaðnum Húrra. Þar kennir ýmissa grasa, en búast má við miklu skrauti, EINSTÖKUM veitingum, fjöri og elektrónískri furðutónlist af allra bestu gerð. Óvænt uppákoma mun koma gestum skemmtilega á óvart. Þemað á nýju plötunni sem og tónleikunum eru hafdjúpin og eru gestir beðnir um að hafa það í huga. Það væri gaman að sjá sem flesta taka þátt í þessu þema með einhverjum hætti til að stemningin og upplifunin verði sem mögnuðust í Mengi þetta kvöld. Stikkorð fyrir klæðnað og hugarfar: -myrkur, sægrænn og djúpblár, kolkrabbar og marglyttur, glans og glimmer, sandur, sæsnákar, sjálflýsandi furðufiskar, Atlantis og portal í aðra heima. HIP-HOP Hundson hitar upp með nokkrum gömum slögurum og RATTOFER spilar danstónlist út nót­ tina. Miðar til sölu á tix.is.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 14. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Húrra Hvenær: 15. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.


Þú gætir eignast glæsilegt Thule Motion ferðabox ef þú drífur bílinn í skoðun! öRugg biFReiðaskoðun um allT land

kreativ

FRÍTT w LUKKULEIKUR

Þeir sem koma með bíl eða vagn í skoðun hjá Frumherja geta skráð sig í happaleik og þannig öðlast möguleika á því að eignast glæsilegt Thule Motion ferðabox frá Stillingu sem verður dregið út 3. september 2015.

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

I-fI, LjúffEn gT gæðaKaffI og LITabæKU R fyRIR böRnIn á MEðan Þú bíðUR.


Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

,,[Þ]AÐ ER ENGINN FORINGI EÐA YFIRMAÐUR”


Cycle listahátíðin fer fram í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst með fjölbreyttri dagskrá. Meðal þátttakenda á hátíðinni þetta árið er Gjörningaklúbburinn, eða Icelandic Love Corporation, sem hefur allt frá stofnun árið 1996 verið í fremstu röð íslenskrar myndlistar. Meðlimir klúbbsins eru þrír, þær Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Ske setti sig í samband við þá síðastnefndu og ræddi við hana um eitt og annað, einkum þó annað.

trúum að hafi góð áhrif á samstarfið. Það er enginn foringi eða yfirmaður og við tökum heldur ekki fram hver gerir hvað. Einnig er það regla að ef að hug­ mynd kviknar innan samstarfsins þá telst hún tilheyra samstarfinu. En það mega líka allir gera allt sem þeir vilja. Við eigum okkur allar sóló feril og erum í sam­ starfi við annað fólk utan Klúbbsins.

Hvernig varð Gjörningaklúbburinn til? Hafði hann frá upphafi einhverskonar markmið eða stefnu?

Það er mismunandi. Stundum koma hugmyndir sem allar tengja við og auðvelt er að hrinda þeim í fram­ kvæmd. Stundum þurfum við að ræða hlutina fram og tilbaka til þess að komast að niðurstöðu. Stundum er einhver ein okkar með sterka og skýra sýn og þá fylgja hinar henni eftir. Þetta er allskonar. Við lítum á þetta samstarf sem ákveðið verkefni. Og það gerist mjög oft eitthvað sem við vitum að við sem einstak­ lingar hefðum ekki gert. Það er oftast mjög skemmti­ legt að takast á við þetta verkefni. En það getur líka verið erfitt. En það er verkefni okkar allra sem erum manneskjur að reyna að láta okkur lynda og finna lausnir á hlutunum.

Gjörningaklúbburinn varð til þegar við vorum saman í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Okkur fannst spennandi að vinna saman og fundum að það hafði ákveðna kosti í för með sér. Hugmyndir þróuðust oft hratt og verkleg vinna varð auðveldari þegar fleiri lögðu hönd á plóg. Stefna hópsins hefur frá upphafi verið að búa til myndlist með fjölbreyttum hætti og hafa gaman af því um leið. Frá því að við byrjuðum að vinna saman höfum við unnið að mjög fjölbreyt­ tum verkefnum við ýmsar aðstæður. Við höfum unnið stór útilistaverk og gjörninga þar sem tugir annarra gjörningalistamanna koma að verkinu með okkur, en líka gert mjög einföld og viðkvæm verk. Við vinnum ekki eingöngu með gjörninga, heldur nýtum okkur hvaða tækni sem hentar hverju sinni. En við teljum þó að flest verkin okkar eigi rætur að rekja til gjörninga. Nú hafið þið unnið gríðarlegan fjölda verka á nærri tuttugu ára ferli klúbbsins. Hvernig fara þrír framsæknir listamenn (með tímabundinni aðkomu annarra) að því að starfa svo lengi saman? Er það aldrei stríð? (Fæstar popphljómsveitir lifa svo lengi.) Já þetta er með ólíkindum. Ef einhver hefði sagt okkur árið 1996 að við værum enn að starfa saman 2015 þá hefðum við sennilega orðið skelkaðar og hissa. Við segjum stundum að það sem að við höfum búið til í sameiningu sé fjórði líkaminn. Klúbburinn hefur á einhvern hátt tekið á sig mynd persónu og við þurfum að hlúa að þessum aðila og passa hann. Við erum líka með nokkrar einfaldar reglur sem við

Hafið þið mjög líka listræna sýn eða ef þörf fyrir miklar málamiðlanir til að koma verkum til lífs?

Nú stendur fyrir dyrum Cycles-listahátíðin í Kópavogi, þar sem þið eruð meðal þátttakenda. Hvaða verk hyggist þið sýna þar? Já þetta ætlar að verða stórskemmtileg og met­ naðarfull hátíð og við erum spenntar að taka þátt í henni. Við ætlum að endurgera gjörningalistaverk frá árinu 2002 sem heitir Ceremony - Harmony, verk þar sem tvö ólík öfl þenja sig úr sitthvorri áttinni í því sem virðist í fyrstu vera vonlaus bardagi, þar sem á endanum sá stærri hefur sigur. Það er hins vegar oft þannig að það leynist ótrúleg orka og afl í þeim sem í fyrstu virðast vera minni máttar. Og á endanum er kannski best að vera ekkert að þenja sig of mikið og gera hlutina bara saman, leiða saman öflin í friði og deila saman sviðinu, sleppa fordómum og hætta að flokka okkur eftir stærðum, gerðum og öðrum þát­ tum sem mismuna og eru notaðir til þess að staðsetja okkur í píramída þar sem sá sem hefur mesta valdið situr á toppnum. Við eigum að geta lagt okkur meira


10

HVAÐ ER AÐ SKE

fram við að breyta þessu í okkar hversdagslega lífi og samveru, til að öðlast meiri samhljóm sem man­ neskjur. Hvernig er að vera gjörningalistamaður með bækistöð á Íslandi? Er íslenskt samfélag gjörningahneigt - eða gjörningavænt? Við látum vel að því að búa á Íslandi hvernig svo sem litið er á það. Fyrir utan kannski veðrið og pólitíkina. Það er bara gott að vera gjörningalistamaður á Íslandi. Hér er margt að gerast og mikil gróska í gjörningalistinni, stórar hátíðir eins og Sequences gjörningalistahátíðin og nú Cycle í Kópavogi. Frekar gott miðað við stærð og möguleika. Íslenskir lista­ menn eru frekar gjörningahneigðir og það eru margir að gera góða hluti. Samfélagið er nokkuð móttæki­ legt fyrir gjörningum, að minnsta kosti er fólk duglegt að koma og sjá það sem er að gerast, og er spennt fyrir því óvænta sem er oft það sem einkennir góða gjörninga. En við ákváðum það þegar að við vorum að byrja að vinna að allur heimurinn væri okkar vettvangur. Þess vegna tókum við upp hið alþjóðlega nafn The Icelandic Love Corporation. Enda hefur það komið á daginn að við höfum unnið jöfnum höndum hér heima og erlendis. Hvaða verk eða óverk er svo næst á döfinni hjá Gjörningaklúbbnum/Icelandic Love Corporation? Við erum að fara að taka þátt í listahátíð í Basel í Sviss í haust og einnig að vinna með skandinavískum leikhúshópi að nýju sviðsverki. Síðan erum við einnig að undirbúa nýja og áhugaverða starfsemi sem mun fara fram á netinu. Það er í samstarfi við netfólk sem er að þróa fjölbreyttari leiðir fyrir listamenn að koma verkum sínum á framfæri og að auðvelda fólki jafnframt að greiða fyrir listina. Það má einmitt kannski segja að þetta sé óverk því að það á sér stað í hinum stafræna heimi. Það er áhugavert hversu mikil samsvörun er með gjörningum og því sem á sér stað í netheimum. Í báðum tilfellum er eitthvað mikið að eiga sér stað sem á sér samt ekki að öllu leyti stað í efnisheiminum. Þetta er auðvelt fyrir ungu kynslóði­ na að meðtaka en kannski erfiðara fyrir hina eldri sem eru vanir því að höndla með hluti í föstu formi.


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

OPNUNAR­TÓN­LEIKAR CYCLE MUSIC AND ART FESTIVAL KEFLAVÍKURNÆTUR 2015 Keflavíkurnætur standa fyrir sumar-tónlistarveislu í sjálfum bítlabænum 14. – 16. ágúst næstkomandi. Tónlistarsagan á sér djúpar rætur í Keflavík enda hefur verið opnað Rokkminjasafn til að varðveita þau djúpu spor tónlistarsögunnar sem hafa verið tekin í Keflavík í gegnum tíðina. Keflavíkurnætur mun standa fyrir dansleikjum og tónlistarviðburðum í miðbæ Keflavíkur þessa björtu sumarhelgi á Center, Ránni, Paddy’s og 230 Bar. Frægustu grúppur og tónlistarmenn landins munu koma þar fram og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Miðbærinn mun iða af lífi og mun tónlist­ arveislan fara fram á helstu skemmtistöðum bæjarins. Fram koma: Helgi Björns, Sigga Beinteins, Bó, Amabadama, Matti Matt, Muscleboy, FM95BLÖ, Steindi Jr, Bent, Agent Fresco, Friðrik Dór, Skítamórall, Ingó & Veðurguðirnir, Óli Geir, Love Guru, Von og fleiri.

Á opnunartónleikum Cycle listahátíðar verður frumflutt splunkunýtt verk Páls Ragnars Pálssonar, Spiegeltunnel sem er samið fyrir Strengjasveitina Skark undir áhrifum Speglaganga Ólafs Elíassonar. Áhorfendum er boðið upp á einstaka upplifun með nýrri nálgun. Tónlist og skúlptúr endurspeglast hvert í öðru og ekkert er sem það sýnist. Hvar: Tónlistarsafn Íslands, Hábraut 2, Kópavogur Hvenær: 13. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Keflavík Hvenær: 14. - 16. ágúst Miðaverð: 4.900 - 6.500 kr.

ENSEMBLE ADAPTER Hið íslensk-þýska Ensemble Adapter er einn reyndasti samtímatón­ listarhópur Íslands. Hann hefur aðsetur í Berlín og hefur margsan­ nað sig á alþjóðagrundvelli. Adapter hefur nú tekið höndum saman við Cycle listahátíð. Á efnisskrá þessarra tónleika má taka púlsinn á því ferskasta í nútímatónlistarheiminum í dag, m.a. verk eftir handhafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015, Simon SteenAndersen, sem er sérstakur gestur á hátíðinni í ár. Hvar: Salurinn Tónlistarhús, Kópavogur Hvenær: 15. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 2.000 kr.

GÆRAN 2015 Árið 1975 gaf Patti Smith út fyrstu plötuna sína Horses. Allar götur síðan hefur sú plata verið talin ein af betri plötum poppsögunnar og er meðal annars í 44. sæti yfir 500 bestu plötur sögunnar að mati Roll­ ing Stones tímaritsins. Samkvæmt tímaritinu Time er Horses meðal 100 bestu platna allra tíma. Það eru ófáir tónlistamennirnir sem segjast hafa orðið fyrir miklum áhrifum af þessu meistarastykki Patti Smith. Nú, 40 árum seinna, mun Patti heiðra þennan frumburð sinn með hljómleikum þar sem Horses er meginþemað. ,,It will be a true, proud celebration,” segir Patti um þá hugmynd að flytja Horses í heild sinni. Með í för verða tveir upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar, þeir Lenny Kaye og Jay Dee Daugh­ erty ástamt bassaleikaranum/hljómborðsleikaranum Tony Shanahan, sem hefur verið í hljómsveit Patti í 20 ár.

Gæran er tónlistarhátíð sem haldin er í litlu sjávarplássi á Norður­ landi Vestra. Hátíðin fer fram í einu sútunarverksmiðju landsins, Loðskin, en salurinn sem hátíðin fer fram í er geymsla undir Gærur 11 mánuði ársins og er allt tæmt út til að setja upp svið og gera allt klárt fyrir tónleika. Hátíðin er 6 ára árið 2015. Einstakt hæfileikafólk stígur á stokk, þekktir sem óþekktir flytjendur gera þessa hátíð að upplifun sem enginn vill missa af. Dagskrá Gærunnar teygir sig yfir 3 daga. Sólóistakvöld er haldið á skemmtistaðnum Mælifelli á fimmtudagskvöldinu. Síðan er aðald­ agskráin föstudags- og laugardagskvöld á stóra sviðinu í Loðskin. Meðal þeirra fjölmörgu sem koma fram á hátíðinni eru Teitur Magnússon, Páll Óskar, Axel Flóvent, DIMMA, Geirmundur Valtýsson, James Wallace, Stafrænn Hákon, Bjartmar Guðlaugsson, Amaba Dama og Vio.

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 17. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 6.990–9.990 kr.

Hvar: Sauðárkrókur Hvenær: 13. 15. ágúst Miðaverð: 6.900 kr.

PATTI SMITH


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR MENNINGAR­STUNDIN: KOLBEINN HUGI LAUMU­LISTA­­SAM­STEYPAN Laumulistasamsteypan Hámundarstöðum kynnir Leiðangur í Hrísey, Eyjafirði, dagana 15. og 16. ágúst 2015. Laumulistasamsteypan er hópur 15 listamanna sem vinna í viku í Hrísey, Hámundarstöðum, að listrænni uppákomu. Öllum er boðið að koma til Hríseyjar yfir helgina 15. og 16. ágúst. Þar ætlar Laumulistasamsteypan að leggja í leiðangur stútfullan af: MYNDLIST! | AFHJÚPUN! | ÓKEYPIS! | SVAÐILFJÖR! | SUND! | LEYNIGESTIR! | TÓNLIST! Það er nóg af tjaldsvæðum og það verður grill og partý eftir leiðangrana. KALDI og AKUREYRARSTOFA styrkja Laumulistasamsteypuna. Hvar: Hrísey Hvenær: 15. og 16. ágúst

Gestur okkar í MENNINGARSTUNDINNI á Menningarnótt verður listamaðurinn Kolbeinn Hugi. Hann ætlar að leggja Mengi undir sig með frumflutningi á nýjum gjörningi sem hefst kl. 18 og stendur yfir í allt að fjóra tima. Kolbeinn lærði nýlega hjá Edgar Cayce í hinum óformlegu aðstæðum draumtransa. Þar hellti hann sér út í notkun skarpskyggnis á tima og rúmi, líkt og finna má í draugskúlptúrum Edgar Cayceí Stjarnskála hans. Annars eru verk Kolbeins skýr og engar útskýringar nauðsynlegar. Þau tala til hjartans, en ekki heilans. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2, 101 Reykjavík Hvenær: 22. ágúst kl. 18-22 (Aðgangur ókeypis)

D- SALUR: HVORKI NÉ Sýningin Hvorki né // Neither nor verður opnuð í D-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur, laugardag­ inn 15. ágúst kl. 15:00. Sýningin er sú fimmta og næst síðasta í sumarsýningarröð Kunstschlager í D-sal Hafnarhússins þar sem hver meðlimur Kunstschlager fær með sér valda myndlistarmenn. Að þessu sinni hefur Sigmann Þórðarson fengið til liðs við sig þau Bjarna Þór Pétursson, Emmu Heiðarsdóttur, Klæng Gunnarsson og Unu Björgu Magnúsdóttur. Fimmmenningarnir takast á við hversdagsleikann á ævintýralegan hátt og velta upp spurningum um tilvist og tilgang, skilgreiningar og umbreytingar, verkkvíða og ómöguleika, allt og ekkert. Sýningin gerist því á óræðnum stað þar sem andstæður geta rekist á eða jafnvel runnið saman, þar sem ekkert er hægt og allt er mögulegt. Sýningin er hvorki né eða heldur betur, nema hvorutveggja sé.

ÖRVAR ÁRDAL ÁRNASON

Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagata 17 Hvenær: 15. ágúst kl. 15:00

Örvar Árdal Árnason opnar myndlistarsýningu sína á bókasafninu í Hveragerði nk. föstudag 14. ágúst kl 17:00. Lifandi tónlist og allir velkomnir. Gleðilega blómstrandi daga! Hvar: Bókasafnið í Hveragerði, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði Hvenær: 14. ágúst kl: 17

OPNUNAR­HÁTÍÐ CYCLE Cycle Music and Art Festival hefst nú í vikunni með opnunarhátíð 13. ágúst í Gerðarsafni. Framundan er fjölbreytt dagskrá og fjölmargir viðburðir sem haldnir verða í kjölfarið. Á opnunardaginn verður m.a. farið í rafgöngu með hljóðlistakonunnni Christinu Kubisch um holt Kópavogs og Sigtryggur Baldursson leikur á Parabólur undir beru lofti. 'Mirror's Tunnel', nýtt verk Ólafs Elíassonar og Páls Ragnars Pálssonar verður frumflutt af Skark ensemble í bílakjallara fyrir framan Gerðarsafn og að lokum flytur írska raddlistakonan Jennifer Walshe verk sitt 'The Total Mountain' í Salnum. Fulla dagskrá opnunarhátíðar Cycle Music and Art Festival má finna hér: (www.cycle.is/programme). Opnunarathöfn - Gerðarsafn 17:00 | Electrical Walks - Gerðar­ safn 18:00 | Parabólur - Gerðarsafn 18:30 | Under Ground - Salurinn 19:00 | Rafræn skrúðganga - Gerðarsafn 19:45 | Spiegeltunnel Hamraborg 20:00 | The Total Mountain - Salurinn 22:00 Hvar: Gerðarsafn og Salurinn, Kópavogi Hvenær: 13. ágúst kl. 17:00

LISTA­SUMAR AKUREYRI Á Akureyri er Listasumar enn í fullu fjöri og ávallt einhverja skemmti­ lega viðburði að finna á ferð sinni um Listagilið. Allir sem eiga ferð um Akureyri þessa vikuna ættu að staldra við og athuga dagskrána. Dagskrá þessa vikuna: 13. ágúst. Davíðshús við Bjarkarstíg 6. Gef mér ást til alls hins góða – Trúin í ljóðum Davíðs. kl.15. | 15. ágúst. Listagilið, Deiglan. Landshorn. Ljósmyndasýning Sverris Karlssonar. Opnun kl. 14. | 15. ágúst. Gallerí Ískápur. Brák Jónsdóttir. Opnun kl. 14. Staðsetning auglýst á vef listasumars. | 15.–16. ágúst. Kaktus. Margeir Dire, myndlistarsýning. Hvar: Akureyri, víðsvegar Hvenær: 13.–16. ágúst

HÄNDEL, HÁRKOLLUR OG HIMNESKT BAROKK KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2015 HEFST Í NÆSTU VIKU Í HALLGRÍMSKIRKJU Sést hefur til hárkolluklæddra karlmanna og krínólínubúinna kvenna í Hallgrímskirkju að undanförnu, en undirbúningur fyrir Kirkjulistahátíð 2015 er nú á lokasprettinum. Einnig ómar barokksöngur um alla kirkjuna og það í heilum átta röddum, en Mótettukór Hallgrímskirkju æfir af miklum móð hina stórfenglegu óratóríu Händels Salómon, sem aldrei hefur verið flutt á Íslandi fyrr og verður hún hápunktur Kirkjulistahátíðar að þessu sinni. Hið prúðbúna fólk eru barokk­dansarar sem stíga munu menúett á opnunarhátíðinni föstudaginn 14. ágúst næst­ komandi. Senn líður svo að því að barokkhljóðfæri sláist í hóp söngvaranna og dansaranna, en Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag er væntanleg til landsins til að leika á hátíðinni og tekur meðal annars þátt í flutningi Salómons. Óratórían Salómon skartar ekki aðeins færum barok­ khljóðfæraleikurum víðs vegar að úr heiminum og hinum verðlaunaða Mótettukór, heldur einnig einsöngvurum í fremstu röð. Fyrstan skal nefna breska kontratenórinn Robin Blaze, sem syngur titilhlutverkið, en þetta er í þriðja sinn sem þessi heimsþek­ kti söngvari kemur til Íslands og syngur í Hallgrímskirkju. Aðrir

einsöngvarar eru ekki af verri endanum en það eru Þóra Ein­ arsdóttir, Oddur Arnþór Björns­ son, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Aðrir tónleikar Kirkjulis­ tahátíðar eru ekki minna spen­ nandi en hingað til lands kemur og syngur, bæði við helgihald og á tónleikum, kórinn King’s Men frá King’s College í Cambridge ásamt stjórnanda sínum Stephen Cleobury. King’s Men er skip­ aður reyndum söngvurum úr hi­ num heimsþekkta King’s College Choir, sem meðal annars syngur í jóladagskrá breska ríkissjón­ varpsins á ári hverju. Þá kemur hingað til lands Olivier Latry, organisti við Notre Dame kirkjuna í París og heldur einleikstónleika. Einnig mun Latry leika Vorblót Stravinskys á hið risastóra orgel Hallgrím­ skirkju í magnaðri, fjórhentri og fjórfættri útgáfu með fulltingi Shin-Young Lee, eiginkonu sin­ nar, sem einnig er gríðarfær organisti. Hin metnaðarfulla og ferska kammersveit Nordic Affect mun einnig halda barokktónleika með kammerverkum eftir Händel ásamt skoska blokkflautulei­ karanum Ian Wilson, finnska fiðluleikaranum Tuomo Suni og einsöngvurunum Þóru, Benedikt og Oddi úr Salómon.

Raftónlistarmennirnir Her­ migervill, Kira Kira, Páll Ivan frá Eiðum og Bergrún Snæbjörns­ dóttir munu flytja spennandi verk samin með fulltingi nýs midi-búnaðar Klaisorgelsins í Hallgrímskirkju. Síðast en ekki síst heldur kam­ merkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, tvenna tónleika á hátíðinni, hádegistónleika þar sem meðal annars verður flutt Miserere eftir Allegri og glæsile­ ga lokatónleika þar sem frum­ flutt verður glænýtt verk eftir John A. Speight, Missa semplice fyrir kór, sópran og hörpu. Kirkjulistahátíð snýst ekki eingöngu um tónlist, því á hverri hátíð er einnig opnuð vegleg myndlistarsýning sem stendur yfir hátíðardagana. Að þessu sinni er Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður hátíðarinnar og mun hann sýna málverkaröð sína Fimm krossfestingar, ský og marmari í anddyri og kór Hallg­ rímskirkju. Einnig verður haldið í tengslum við hátíðina örþing um Salómon konung.

Hvar: Hallgrímskirkja, Reykjavík Hvenær: Opnun 14. ágúst kl. 17:00 Frekari upplýsingar: www.kirkjulistahatid.is


Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland


PRO 11:30 11:00

12:30 12:00

13:30 13:00

14:30 14:00

15:30 15:00

16:00

INTERNATIONAL ART COLL

Symposium in English

13.08.15 THURSDAY | FIMMTUDAGUR Tónlistarsafn Íslands Hamraborg 4

ART, SCIENCE AND SUST Symposium in English

14.08.15 FRIDAY | FÖSTUDAGUR

Gerðarsafn Hamraborg 4

CHRISTINA KUBISCH Electrical walks Gerðarsafn Hamraborg 4

15.08.15 SATURDAY | LAUGARDAGUR

CHRISTINA KUBISCH Electrical walks

THE INTERSECTION OF CONTEMPORARY MUSIC Symposium in English

CEREMONY HARMONY ICELANDIC LOVE CORPORATION Performance

Tónlistarsafn Íslands

Hamraborg Bridge

I MISS MY FRIENDS Berglind María Tómasdóttir Gamli Bærinn

Gerðarsafn Hamraborg 4

FOR A DENSER CONSENTRATION OF THE CITY Open Workshop

16.08.15 SUNDAY | SUNNUDAGUR

Kópavogshæli

CHRISTINA KUBISCH Electrical walks Gerðarsafn Hamraborg 4

I MISS MY FRIENDS Berglind María Tómasdóttir Gamli Bærinn

ARTKINO Artworks with video and sound Salurinn Hamraborg 2


OGRAMME 16:30

17:30 17:00

LABORATIONS

TAINABILITY

18:30 18:00

OPENING CEREMONY | OPNUNARATHÖFN

THE ICELANDIC CHAMBER MUSIC FESTIVAL

20:30

19:30 19:00

20:00

PARABÓLUR Perfor­ mance in a public space

EINAR TORFI EINARSSON

UNDER GROUND Ingibjörg Fridriksdóttir

Gerðarsafn Hamraborg 4

Salurinn Hamraborg 2

ELECTRICAL PROCESSION FROM GERÐARSAFN TO NEXT LOCATION

22:30 22:00

SURROUNDED BY STRANGERS Performance

WHAT THE BODY DOES REMEMBER Erik Dæhlin | Silje Aker Johnsen

KAJ DUNKAN DAVID

Gamli Bærinn

Gamli Bærinn

Gerðarsafn Gamli Hamraborg 4 Bærinn

FINNBOGI EINAR OG TORFI EINARSSTEFÁN Performance SON

Performance

Gerðarsafn Hamraborg 4

Gerðarsafn Gerðarsafn Hamraborg 4 Hamraborg 4

FESTIVAL OF FAILURE Curated by Thora Tomasdottir

Salurinn Hamraborg 2

DYPTICH Icelandic Flute Choir | Þráinn Hjál­ marsson | Sigurður Guðjónsson

UNKNOWN N.I.C.O. + SKARK QUARTET Performance

Kópavogshæli

Kópavogshæli

ENSEMBLE ADAPTER Simon Steen­ Andersen | Þórunn Gréta Sigurðardóttir Performance

PINQUINS Performance

Salurinn

Molinn

THE BEAR OPERA BY WILLIAM WALTON

Salurinn Hamraborg 2 EINAR TORFI EINARSSON

Performance

Gerðarsafn Hamraborg 4

23:00

THE TOTAL MOUNTAIN Jennifer Walshe Performance

I MISS MY FRIENDS Berglind María Tómasdóttir

Gerðarsafn Gerðarsafn Hamraborg 4 Hamraborg 4

23:30

Gerðarsafn Hamraborg 4

CHRISTINA KUBISCH Electrical walks

SIMON STEENANDERSEN - RUN TIME ERROR

21:00

SPIEGEL TUNNEL | MIRROR’S TUNNEL Skark ensemble Performance

Gerðarsafn Gerðarsafn Hamraborg 4 Hamraborg 4

Gerðarsafn Hamraborg 4

21:30

Players Kópavogi

24:00


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

REYKJAVÍK BACON FESTIVAL 2015

SPILA­KVÖLD Á GAUKNUM

Matar- og fjölskylduhátíðin Reykjavík Bacon Festival verður haldin 15. ágúst nú í ár. Sérvaldir veitingastaðir munu bjóða uppá fyrsta flokks beikoninnblásna rétti í bland við besta mögulega hráefni, meðal ananrs ferskan íslenskan fisk, svína-, lamba- og nautakjöt og íslenskt grænmeti. Það verða ýmsar uppákomur, hljómsveitir, kórar, lúðrasveitir og hoppukastalar. Lukkutröllið Ófeigur mætir að sjálf­ sögðu á Skólavörðustíginn. Hátíðin er til styrktar mjög góðu málefni sem verður gefið upp hvað verður þegar nær dregur. Árið 2013 gáfum við tvo hjartasírita til hjartadeildar Landspítalans og í fyrra studdum við veglega við bakið á Umhyggju og Hjólakrafti.

Á staðnum verða ýmiskonar borðspil, tölvuleikir og pílukast. Einnig verður skellt upp pókerborðum og ,,chips” lánaðir fyrir þá sem vilja demba sér í póker. Leyfilegt er að taka með sér sín eigin borðspil. Thule verður á 500 kall allt kvöldið fyrir spilaglaða. Hvar: Guakurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 12. ágúst kl. 19:00 Miðaverð: Frítt

KRÁS GÖTU­MATAR­ MARKAÐUR KRÁS Götumatarhátíð er hátíð sem verður í Fógeta­ garðinum á hverjum laugardegi frá 4. júlí til 29. ágúst. Þar leiða saman hesta sína margir af þekktustu kok­ kum af fínustu veitingahúsum og aðrir sem þekktir eru fyrir einfaldan götumat og búa til sína útgáfu af götu­ mat. Í Fógetagarðinum er tilvalið að setjast niður með rósavín eða freyðivínsflösku, ganga svo á milli bása og kokka, smakka það sem upp á er boðið, njóta og deila hver með öðrum. Hvar: Fógetagarðurinn, 101 Reykjavík Hvenær: 15. ágúst kl. 13-18 Miðaverð: Breytilegt eftir básum

Hvar: Skólavörðustígur Hvenær: 15. ágúst kl. 14–17 Miðaverð: Breytilegt eftir básum

GONGNÆRING Í JÓGASAL LJÓSHEIMA

PÉTUR JÓHANN Í BÆJARBÍÓI

Njóttu þess að sökkva í djúpa slökun! Árið 2015 mun þema allra gongnæringa vera óendanleikinn, sálin og stórfengleiki manneskjun­ nar þegar hún lifir í vissunni um að hún er ódauðleg sál. Byrjað verður á stuttri hugleiðslu þar sem orkuflæðið er opnað. Þá er leidd slökun og síðan verður spilað á þrjú gong á meðan þú svífur á vit himingeimsins. Þetta verður djúpt ferðalag sem varir í tæpar tvær klukkustundir. Jógínur í Ljósheimum spila á gongin í jógasal Ljóshei­ ma.

Hinn eini og sanni Pétur Jóhann Sigfússon ætlar að skella sér í heimabæinn sinn með sýninguna sína ,,Pétur Jóhann óheflaður” laugardagskvöldið 15. ágúst. Pétur er eins og alþjóð veit gríðarlega skemmti­ legur og eftirsóttur uppistandari. Þar að auki hefur hann unnið marga og stóra sigra í kvikmyndum og sjónvarpi. Sýningin ,,Pétur Jóhann óheflaður” er 2 klst. uppistandssýning samin af Pétri sjálfum. Síðustu mánuði hefur hann flakkað um Ísland með sýninguna og fyllt hvert húsið á fætur öðru. Forsala miða er í fullum gangi hér á tix.is en sýningin er hluti af Pop Art hátíðinni sem Menningar og listafélag Hafnafjarðar stendur fyrir.

Hvar: Ljósheimar, Borgartún 3, 4. hæð Hvenær: 13. ágúst kl. 20:00 - 21:45 Miðaverð: 3.000 kr.

Hvar: Bæjarbíó, Hafnarfjörður Hvenær. 15. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.


G O K R I V HRAÐ

A V L Ö T A L Ó K S L Æ S N I V

VERÐ ÁÐUR 129.995.

INTEL i5

20.000

5. KYNSLÓÐ

SKÓLAAFSLÁTT UR

109.995

TOS-L50B2E4

NÝR OG HRAÐARI INTEL i5 Þessi er vinsæl og fer hratt. Ótrúlegt verð fyrir glæsilega hannaða gyllta 15,6" fartölvu með nýjasta og hraðasta 5. kynslóðar i5 örgjörva frá Intel sem lengir rafhlöðuendinguna fyrir skólann. Intel HD Graphics 5500 skjákjarninn skilar stórbættri grafískri vinnslu. Kemur með AC þráðlausu korti sem skilar mun sterkara þráðlausu neti og Scullcandy vottuðum hátölurum með DTS hljóm.

3 ÁRA

ÁBYRGÐ

Ein bestu kaupin í skólaúrvalinu okkar í ár.

BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á

INTEL i5 5. KYNSLÓÐ

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

4GB

VINNSLUMINNI

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

HD5500

GRAFÍKKJARNI

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

15,6” SKJÁR

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333

FYRIR AÐEINS

4.995,-


20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

TÍSKA

& SÍTA VALRÚN Listakona & stílisti

UNDIR FÖT Einu sinni fyrir langa löngu gékk ég inn í búð á laugaveginum og það sem blasti við mér þar voru burlesque draumar í blúndum og silki, pin-up ljósbleikt, gegn­ sætt, svart, mjúkt, nipple skraut, ilmvötn og sokkabönd. Þar keypti ég mínar fyrstu nærbuxur úr svörtu silki. Una keypti dökk sægrænt silkisett með dimmb­ lárri blúndu. Hefði ég viljað segja að þá hefði ekki verið aftur snúið en heilmikið var keypt af pólyester blúndu í H&M eftir það. En það er eitthvað alveg sérstakt við það að vera í fallegum, góðum og skemmtilegum nærfötum. Hvort sem það er mjúk lífræn bómull, óhefðbundin hönnun eða blúndusett með sokkaböndum. Í Reykjavík er t.d. hægt að finna franska merkið Base range í Gloriu á Laugavegi og Lonely í JÖR. Eða versla næst þegar maður er komin af eyjunni í byggðir. Eða bara sauma eigin nærföt.


SNJÖLLU SJÓNVÖRPIN

SJÓNVARPSTILBOÐ LG 49UF695V / 55UF695V • 3D Smart IPS LED sjónvarp • Ultra HD 4K 3840 x 2160p upplausn • Tru ULTRA HD Engine - 4K uppskölun • Triple XD Engine / Ultra Clarity Index • Micro Pixel Control • Real Cinema 24p • Quad-Core örgjörvi • NetCast nettenging með opnum vafra • Þráðlaus Wi-Fi móttakari

• LG Cloud, Miracast, Wi-Fi Direct • 4K HEVC þjöppun (4K 30P, 2K 60P) • Stafrænn DVB-T/C/T2/S/S2 móttakari • Gervihnattamóttakari • 2 x USB 2.0 / USB 3.0 tengi • 3 x HDMI, Scart, Component tengi • USB upptökumöguleiki • Ethernet, Optical út & CI rauf • Magic Remote og síma- / spjaldtölvu app fylgir

700Hz PMI

1200Hz PMI

TILBOÐ

TILBOÐ

199.990

249.990

FULLT VERÐ 229.990

FULLT VERÐ 299.990

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

ANTARI F80/Z REYKVÉL Mjög, mjög, mjög mikið grundvallaratriði ef gjöra skal gott partý er að hafa reykvél sem gerir smá mistur á dansgólfinu. Áfengi ber mann aðeins hálfa leið í að deyfa skilningavitin en reikvélin nægir fullkomlega til að búa til gott atmó í mannfjöldanum (eða skort á mannfjölda). Antari reykvélin er mjög lítil og nett með 700W hitara. Þú einfaldlega fyllir vökva á tankinn og vélin sér um rest. Hentar best fyrir minni bari, einkasamkvæmi, hótel og dýflissur.

ADAM A7X MONITOR

Adam monitorarnir eru yfirleitt það sem hljóðnördar og fagidíótar myndu kalla sinn helsta blauta draum þegar kemur að hljóðvers monitorum. Gæðin eru hreint út sagt mögnuð. Forveri A7X, A7, hefur unnið til ótal verðlauna og oftast talinn sem viðmiðun þegar kemur að hágæða hljóðvershátölurum. A7X er því næsta stig í þróunarsögu monitoranna. Tíðnisvörunin í nýju hátölurunum hefur verið ýtt upp í 50kHz og bassakeilan stækkuð upp í 7”. A7X eins og A7 eru formagnaðir sem þýðir að það er innbyggður magnari í þeim og óþarfi að tengjast utanaðkomandi magnara. Munurinn á nýja og gamla magnaranum er sá að sá nýi er með helmingi öflugri magnara. Með þessum monitorum er í raun hvað næst komist að fjarlægja alla bjögun hljóðs.

SYNC BOX FRÁ ROLAND SBX-1 boxið frá Roland gerir tölvum og rafrænum hljóðfærum kleift að tengjast saman og samtillast á mjög einfaldan hátt. Boxið styður geysilega breiðan fjölda bæði analógískra og stafrænna tækja í geg­ num DIN SYNC, MIDI og USB tengi, en hvert og eitt þessara tengja getur virkað sem stjórnborð fyrir öll hin tækin sem tengd eru. Einnig er hægt að nota Sync Boxið sjálft sem stjórnborð fyrir tæki sem eru tengd í boxið. Auðveld og handheld stjórnun á tímasetningu og grúvi gerir SBX-1 boxið að þeim mun meiri græju en venjulegt sync box.

Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning

www.cafeparis.is

LOMO INSTANT MYNDAVÉL Þessi fallega og gamaldags myndavél er útbúin með þremur mis­ munandi og fjölhæfum linsum sem eru búnar bæði sjálfvirkum og handvirkum stillingum. Þannig að þegar þú vilt vera snöggur að ná augnablikum og sækist eftir að ná hinni fullkomnu óundirbúnu selflie mynd þá er sjálfvirka stillingin frábær. En ef þú vilt vera með vel útpælda og uppstillta mynd þá er handhæga stillingin málið. Þessi litla vél er með stillingu sem leyfir óendanlega tímalýsingu til að ná hreyfingum og ljóslínum eða til að búa til lagskiptar myndir þar sem margar myndir mynda eina mynd. Með innbyggðu flassi, víðlinsu, litaukandi fítusum og fleiru. Notar Fujifilm Instax Mini filmur.


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

SKÚLI CRAFT BAR Fórum á Skúla Craft Bar sem staddur er við Aðalstræti 9. Það var tekið vel á móti okkur, í byrjun fengum við flotta fræðslu um bjór. Þeir eru með um 150 tegundir af bjór og 14 á dælu, íslenska sem erlenda.Hægt er að sitja tímunum saman og sötra, spjalla og narta í smárétti á borð við osta og pulsur sem passa virkilega vel með bjórnum. Bjórarnir komu í flottum bökkum og vorum við ánægð með hvern einasta bjór allt frá 4% upp í 11%. Útkoman var framar vonum og áttum við frábært kvöld. Fjölbreytt úrval af eðal bjór víða að úr heiminum. Fyrir bjórunnanda er þetta staðurinn.

FORRÉTTABARINN Við litla götu rétt fyrir ofan gömlu höfnina í Reykjavik er staður sem við verðum að mæla með! Forréttabarinn er skemmtilega innréttaður, hrár og heimilslegur í senn. Eldhúsið er opið inn í veitingasalinn og getur maður fylgst með kokkunum galdra fram réttina. Matseðillinn samanstendur af svokölluðum “appetisers” eða forrét­ tum/smáréttum. Við mælum með að panta nokkra rétti saman og deila. Í þessari heimsókn fengum við okkur, meðal annars, nauta-carpaccio, ofboðslega góða og kraftmikla humarsúpu, reykta andabringu og saltfiskpiz­ zu. Allt bragðgóðir og mátulega stórir réttir. Þjónustan og stemningin góð. Allir á Forréttabarinn!

HORNIÐ Kíktum við á Veitingahúsið Hornið sem flestir íslend­ ingar þekkja. Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er hvað þekktast fyrir sínar frábæru pizzur, en við ákváðum að fara í pasta. Fyrir valinu var Penne con salame e funghi sem er samansett út ostagljáðu penne, pepperoni, sveppir, tómatur ,rjómi og chili. Pastað var virkilega bragðgott og fullkomlega eldað. Þjónustan mjög góð og staðurinn í heild frábær. Ef þú hefur ekki farið nú þegar þá mælum við með að þú kíkir sem fyrst.


Heslihnetufrappó Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi

ColdBrew

Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið

Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa

Oreofrappó

Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa

Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi

Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa

SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI

Oolong- og engifersmoothie

Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp

Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar

Matchafrappó

Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna

Íslatte

Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali

og grænt íste

Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar

Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp

Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi


26

HVAÐ ER AÐ SKE

EXTREME CHILL HELLISSANDI


Láttu drauminn rætast.

Landsins mesta úrval af gíturum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

ANT-MAN

MAGIC MIKE XXL

JURASSIC WORLD

HUMAN CAPITAL

SHE’S FUNNY THAT WAY

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI

BÍÓ PARADÍS

1001 GRAMS

SPY

PIXELS

ENTOURAGE

GIRLHOOD

BÍÓ PARADÍS

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ AKUREYRI

ÁLFABAKKI

BÍÓ PARADÍS

TERMINATOR GENISYS

SAN ANDREAS

TED 2

TOMORROWLAND

INSIDE OUT

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ AKUREYRI

ÁLFABAKKI SAMBÍÓIN, AKUREYRI

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ


SHURE SRH940 SRH940 heyrnartólin voru hönnuð sérstaklega fyrir stúdíó hljóðblöndun og upptökur með það að leiðarljósi að gera öllu tónsviðinu góð skil. Heyrnartólin eru létt og þægileg. Einnig er hægt að brjóta þau saman.

“These Shures take no prisoners, but they sound simply brilliant - audition a pair now.”

QQQQQ www.whathifi.com


30

HVAÐ ER AÐ SKE

HEILSA

PERKIER Perkier hafragrautur „on the go“. Hafragrauturinn kemur í fjórum mismunandi bragðtegundum og er glútenfrír. Það er einstaklega þægilegt að kippa honum með á ferðinni. Í ferðalagið, sem nesti í skólann eða vinnuna. Hafragrauturinn hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir frábært bragð, m.a. „Great taste“ verðlaunin 2014 og 2013, FreeFrom Food Awards 2013, Freefrom Innovation Awards 2014 og Natural & Organic Awards 2013. Einfaldur í notkun; hellið heitu vatni út á, hrærið og bíðið í tvær mínútur. Sölustaðir: Bensín­ stöðvum N1, Fjarðarkaup og Heimkaup.is

ADUNA Aduna framleiðir 100% náttúru­ leg næringarduft og hollustu orkustangir úr Baobab ávexti­ num „The feel good fruit“ og Moringa laufum „The miracle tree“ beint frá afríku. Aduna er samfélagslega ábyrgt fyrir­ tæki sem stundar sanngjörn viðskipti „fair trade“. Fyrirtækið framleiðir aðeins úr 100% náttúrulegum hráefnum eftir ítrustu gæðakröfum í samvinnu við framleiðendur frá afrískum þorpum. Þeir leggja mikið upp úr því að borga bændum og fram­ leiðendum í þriðja heim sanng­ jarnt verð fyrir afurði sína. Með því að kaupa organic Baobab eða Moringa frá Aduna getur þú hjálpað um 10 milljónum afrískra heimila. Þeir eru einnig með ýmsar spennandi nýungar sem munu koma í sölu með haustinu, svo sem te og lífrænt Kakó duft og orkustöng. Baobab kemur bæði í dufti og sem orkubar. Þessi náttúrulegu efni vinna saman að því að veita meiri orku og gleði, styrkja ónæmiskerfið, bæta meltinguna og hreinsa húðina.Aduna Boabab orkubar­ inn vann „Beauty shortlist AWARDS 2015“ í sínum flokki heilsusnakk og fæði. Enda eins­ taklega ríkt af C-vítamíni sem gegnir lykilhlutverki í myndun Collagens, endurýjun og verndar húðarinnar. Stútfullt af C-vítamí­ ni sem hjálpar til við orkulosun og gefur kraft. Styður við heil­ brigði húðar og ónæmiskerfið. 100% lífrænt hráfæði. Enginn viðbættur sykur, glúten frítt, án hveiti og mjólkurs. • Frábær uppspretta C

vítamíns, kalks, kalíums, þíamíns (B1 vítamíns) og B6 vítamíns. • Nánast 50% tre fjar • Einn auðugasti ávöxtur af andoxunarefnum. Moringa kemur bæði í dufti og sem orkustöng. Ofurhlaðinn ofurkraftur úr grænum laufum Moringa trésins. Moringa er ein af næringarríkustu ofurfæðu jarðar, og hefur löngum verið þekkt vegna lækningaráhrifa sinna. Moringa er 100% lífræn græn ofurfæða búin til úr nát­ túrulega þurrkuðum laufum moringa trésins. Moringa er fullkomlega hreint og ómengað ólíkt annarri grænni ofurfæðu, sem getur verið mikið unnin. Engin furða að það sé kallað „kraftaverkatréð“ Moringa inniheldur 13 vítamín og steinefni, Nær 25% plöntuprótein, kjörið fyrir grænmetisætur (þ.m.t. vegan) 6 sinnum meira af andoxunaref­ num en í goji berjum 100% lífrænt hráfæði, milt “grænt” spínat bragð. Enginn viðbættur sykur, glúten frítt, án hveiti og mjólkurs. • Moringa er einstaklega næringarík ofurfæða sem inni­ heldur 13 lífsnauðsynleg vitamin og steinefni • Nær 25% plöntuprótein • Nær 500% RDS járns í 100g • Meira magn andoxunarefnia en í grænu tei, bláberjum, acai og granateplum • Frábær náttúruleg uppspret­ ta af vítamínum fyrir húðina. A, E, níacin, ríboflavini og zínki Moringa og baobab duft dreifst á salat, bætist við súpur, notast

í bakstur og blandist í drykki og smoothie. Baobab orkustöng: Dagsskammtur af baobab dufti í hverri orkustöng (2 teskeiðar). Stútfullt af C-vítamíni sem hjál­ par við orkulosun og gefur kraft. 100% lífrænt hráfæði. Enginn viðbættur sykur og án glúteins, hveitis og mjólkur. Baobab orkustöngin vann til verðaluna sem besta heilsusnakkið 2015 'Best Healthy Snack' - 2015 Beauty Shortlist Awards. Baobab duft: Inniheldur mikið C-vítamín, kalíum & tíamín. Hátt í 50% trefjar og uppspretta B6 vítamíns. Tvöfalt meira af an­ doxunarefnum en í goji berjum. C-vítamín styður við: orkulosun, ónæmiskefi og heilbrigði húðar. Moringa orkustöng: moringa orkustangir úr grænum ofurlau­ fum. Ein full teskeið of Aduna moringa dufti í hverri orkustöng. Náttúruleg uppspretta plöntu­ próteina með mangó & cash­ ewhnetum. 100% lífrænt, enginn viðbættur sykur. Moringa duft: ofurhlaðinn, ofurkraftur, í dufti úr grænum ofurlaufum af kraftaverkatrénu. Nær 25% plöntuprótein, kjörið fyrir grænmetisætur (þ.m.t. vegan). 6 sinnum meira af andoxunarefnum en í goji dufti. 100% lífrænt hráfæði þægilegt “grænt” spínat bragð. Dreifst á salat, bætist við súpur og blandist í smoothie og græna drykkinn þinn. Sölustaðir: Heilsutorg Blómav­ als, Heilsuver, Heilsuhúsið, Lyfja, Fjarðarkaup, Lifandi Markaður, Heimkaup.is og Orkusetrið

SUND Langflestir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun á þessum árstíma að velja hvaða hreyfing hentar best. Úr nógu er að velja og allt gott á sinn hátt. Yoga, líkamsræktarstöðvar og alls kyns námskeið eru í boði. Sund er að öllum öðrum ólöstuðum, algjörlega frábær líkamsrækt. Það að hreyfa sig í vatni er stórkostleg tilfinning því þyngd líkamans verður allt önnur og mun auðveldara að hreyfa sig þegar líkaminn léttist. Fyrir þá sem eru með eymsl í liðum eða baki hentar sund frábærlega vel því verkirnir minnka verulega í vatninu. Ef þú ákveður að byrja að stunda sund skiptir verulegu máli að byrja rólega því ef maður ætlar sér of mikið til að byrja með er auðvelt að gefast upp. Bringusund er algengasta sundaðferðin. Í sundi verður vatnsmót­ staðan mikil og því þarf samhæfing handa og fóta að vera nokkuð góð. Sund er einnig frábær þjálfunaraðferð þar sem hún styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Það sem er líka svo gott við sundið er að iðkunin fer fram utan­ dyra og gott að anda að sér hreinu lofti meðan líkaminn er byggður upp.


allt Skoðið áv um gar leiðbeinin fsins notkun ly

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 3 0 0 2

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langvarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Mars 2015.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.