Ske #23

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 19.08—25.08

#23

SKE.IS

„ÞÚ KYNNIST ÍSLENDINGUM HVERGI BETUR EN Í HEITU POTTUNUM.“ SKE SPJALLAR VIÐ BORGARSTJÓRANN


2

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR í amstri dagsins -streetsofreykjavik.com-

Þegar ég var unglingur á Akureyri dreymdi um tíma um að eignast lítinn, gulan sendiferðabíl sem lengi stóð á bílasölu við fjölfarna um­ ferðargötu í bænum. Ég hafði vitanlega ekkert með sendiferðabíl að gera og raunar hafði ég ekki bílpróf á umræddum tíma. Mér fannst litli bíllinn bara laglegur. Hann hafði verið handmálaður gulur, kanns­ ki til að fela ryð, kannski vegna þess að fyrri eiganda fannst gulur vera fallegur litur. Ég veit svosem ekkert um það, bara það að mig langaði í bílinn. Stundum langar mann í eitthvað án þess að fyrir því sé nokkur skynsamleg ástæða. Það er allt í lagi. Suma langar sífellt í eitthvað án þess að hafa hugmynd um það hví þá langar í það. Því er stöðugt haldið að okkur að við þurfum nauðsynlega á allskonar drasli að halda. Auglýsingar dynja á okkur eins og beljandi. Það er eitt höfuðeinkenni þeirrar menningar sem við lifum og hrærumst í. Hún er stundum kölluð neyslumenning. Réttara væri mögulega sölumenning. Eggið og hænan, salan og neyslan. Gott og vel,mér ferst tæpast að predika gegn neysluhyggju (ég kaupi tónlist á vínyl­ plötum). En við ættum að vera meðvituð um það hvað við kaupum, hvaðan það er og hvernig það er framleitt. Við getum kallað það að vera ábyrgir neytendur (neyslumenning muniði). Kaupum ekki drasl úr þræladyngjum eða það sem yfirleitt er framleitt á kostnað fólks og náttúru. Það er ógeð.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hall­gríms­ son Viðmælandi: Dagur B. Eggertsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Kings of Leon: Birta Rán Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Greta Þorkelsdóttir Hönnun: Hlynur Ingólfsson/ Lifandi Verkefni ehf



4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

KARNIVAL Á KLAPPARSTÍG SINCE WHEN? & VAGINABOYS Bandaríski rapparinn Since When? kemur frá Nashville í Tennessee og rappar rapp. Strákurinn er hæfileikaríkur og aktívur en hann ætlar að troða upp ásamt Vaginaboys í Lucky Records nú á laugardaginn.

DJ Margeir og Ofur hljóð/ljós hnykla dansvöðvana og standa fyrir allsherjar dansmaraþoni á Menningar­ nótt. Fram koma: Lunch Beat Reykjavík Högni Egilsson Uni Stefson Yoga Moves Logi Pedro Reykjavík Dance Festival

Saga Sig. Sturla Atlas President Bongo Ásdís María Benni B-Ruff Good Moon Deer

Exos Hunk Of A Man Tríó Margeirs Ingólfssonar Árni E. Pop-Up Yoga Reykjavík DJ Margeir

.. og ýmsar aðrar óvæntar uppákomur. Hvar: Gatnamót Klapparstígs og Hverfisgötu Hvenær: 22. ágúst kl. 12-23 Miðaverð: Frítt

Hvar: Lucky Records, Rauðarárstígur 10 Hvenær: 22. ágúst kl. 19:00 Miðaverð: Frítt

Framúrskarandi þjónusta: Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan á viðgerð stendur.

Stúdentar fá afslátt gegn framvísun skólaskírteinis

Mac skólabækurnar fást í Kringlunni MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa

Frá 264.990 kr.

Macbook Air 13"

Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Frá 199.999 kr.

Sérverslun með Apple vörur

iStore Kringlunni

TÓNAFLÓÐ 2015 Einn af hápunktum Menningarnætur í ár eins og undanfarin ár verður án efa TÓNAFLÓÐ 2015 — Stórtónleikar Rásar 2 sem haldnir eru í samstarfi við Vodafone, Ölgerðina og Hljóð-X. Að vanda verður boðið upp á fjölbreyttan kokteil nokkurra af athyglisverðustu og vinsælustu hljómsveitum landsins. Þeir sem fram koma á Tónaflóði 2015 eru rapparinn ískaldi Gísli Pálmi, Rokksveitin grjótharða Dimma, reggí-sveitin sjóðheita Amab­ AdamA og síðast en ekki síst, hljómsveit allra landsmanna, hinir einu sönnu Stuðmenn. Tónleikarnir í ár verða, líkt og undanfarin ár, haldnir í hjarta borgarinnar við Arnarhól og verður sviðið nánast á sama stað og undanfarin fjögur ár. Plássið verður nægt fyrir fólk á öllum aldri til að safnast saman eftir ánægjulegan dag í borginni. Reykjavíkurborg og aðrir aðstandendur tónleikanna leggja áherslu á þá ósk sína að fjölskyldan njóti kvöldsins saman, enda er dagskráin fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar að auki er það vitað mál að tónlistin brúar kynslóðabil og sameinar fólk. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.00 og standa til kl. 23.00, eða fram að flugeldasýningu Menningarnætur sem er að venju í boði Vodafone. Kjörorð Rásar 2 hefur lengi verið „fyrst og fremst í íslenskri tónlist“ og Rás 2 er stolt af því að hafa sameinað Íslendinga á öllum aldri með lifandi tónlist á Menningarnótt síðan 2003. Rásin hefur alltaf reynt að bjóða upp á ferska og skemmtilega blöndu af tónlistarmön­ num og hljómsveitum og árið í ár er engin undantekning frá þeirri reglu. Dagskrá: 20.00 GÍSLI PÁLMI 20.30 DIMMA

21.15 AMABADAMA 22.00 STUÐMENN

Tónaflóði 2015 verður útvarpað beint á Rás 2. Einnig verður bein sjónvarpsútsending frá tónleikunum á RÚV og RÚV HD! Hvar: Arnarhóll Hvenær: 22. ágúst kl. 20-23 Miðaverð: Frítt



6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

FESTISVALL FÜNF Festisvall hófst sem myndlistar- og tónlistarhátíð í Hjartagarðinum á Menningarnótt í Reykjavík árið 2010. Síðan þá hefur hátíðin þróast yfir í fjölbreytt tengslanet listamanna með áherslu á samstarf milli Íslands og Þýskalands. Hátíðin fagnar nú sínu fimmta starfsári með heljarinnar tónlistar- og myndlistarveislu, sem haldin er í fjórum borgum Evrópu; Reykjavík, Leipzig, Berlín og Amsterdam. Festisvall Fünf hefur hátíðarhöldin í Reykjavík með útitónlei­ kum í portinu við Kex Hostel föstudaginn 21. ágúst. Á tónleikunum koma fram Berndsen, Hermigervill, Good Moon Deer og East Of My Youth og lofa aðstandendur hátíðarinnar fyrirmyndar stemningu og góðum sumarfíling.

EXOS & OCULUS Techno goðsagnirnar Addi Exos og Friðfinnur Oculus leiða saman hesta sína núna á laugardagskvöldið. Má búast við harðri keyrslu langt fram á morgun. Hvar: Paloma Hvenær: 22. ágúst kl. 23:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Kex Hostel Hvenær: 21. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: 1.800 kr.

LÚÐRAÞYTUR Á ÞAKI GAMLA BÍÓ Peter Petersen, bíóstjórinn sem stóð fyrir byggingu Gamla bíó árið 1926, lét einnig innrétta fyrir sig íbúð á efstu hæð hússins þar sem hann bjó. Sú íbúð var á tímum óperunnar notuð fyrir saumastofur og æfingaherbergi en hefur nú verið breytt í kaffihús og bar með stærðarinnar útisvæði þar sem hægt er gleyma sér í útsýni yfir Vesturbæ Reykjavíkur. Fram koma: Lúðrasveit Þorlákshafnar kl. 14.00 Þessi fjöruga lúðrasveit, sem he­ fur starfað í 31 ár og m.a. gefið út plötu með tónlistarmanninum Jónasi Sigurðssyni, er nýkomin frá Lettlandi þar sem hún lenti í öðru sæti í alþjóðlegri lúðrasvei­ tarkeppni.

Samúel Jón Samúelsson Big Band kl. 16.00 SJS Big Band hefur gefið út 4 hljómplötur, haldið ótal tónleika um víða veröld og er tónlist­ arhópur Reykjavíkurborgar 2015. “There´s nobody out there making music like this at the moment” - DustyGroove.com Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 22. ágúst kl. 14-17 Miðaverð: Frítt

KOLBEINN HUGI Menningar­stundin Gestur MENNINGARSTUNDARINNAR á Menningarnótt verður listamaðurinn Kolbeinn Hugi. Hann ætlar að leggja Mengi undir sig með frumflutningi á nýjum gjörning sem hefst kl. 18 og stendur yfir í allt að fjórar klukkustundir. Kolbeinn lærði nýlega hjá Edgar Cayce í hinum óformlegu aðstæðum draumtransa. Þar hellti hann sér út í notkun skarpskyggnis á tíma og rúmi, líkt og finna má í draug­ skúlptúrum Edgar Cayce í Stjarnskála hans. Annars eru verk Kolbeins skýr og engar útskýringar nauðsynlegar. Þau tala til hjartans, en ekki heilans. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 22. ágúst kl. 18-22 Miðaverð: Frítt

REYKJA­ VÍKUR­DÆTUR Reykjavíkurdætur spila á tvennum tón­ leikum á Menningarnótt. Annars vegar í Portinu á Ellefunni kl. 15:30, en einnig koma fram Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Fufanu og fleiri. Hins vegar spila þær síðar um kvöldið, öllu heldur aðfar­ anótt sunnudags kl. 01:00 á Gauknum. Tónleik­arnir á Gauknum verða partur af KvennaKrafti en það er viðburður sem haldinn er af konum úr hinum ýmsum áttum lista. Meðal þeirra sem koma fram með tónlistaratriði yfir daginn og um kvöldið verða Bella Quinn, Bergljót Arnalds, Bríet Ísis Elfar, Tinna Katrín Jónsdóttir og Hljómsveitin Eva. Hvar: Ellefan og Gaukurinn Hvenær: 22. ágúst kl. 15:30 og 01:00 Miðaverð: Frítt

OF MONSTERS AND MEN Hljómsveitin Of Monsters and Men mun koma fram í Hörpu í ágúst. Sveitin sendir frá sér sína aðra breiðskífu í sumar og leggur sveitin af stað í tónleikaferðalag víða um heim í maímánuði. Hin nýja plata sveitarinnar mun bera titilinn Beneath the Skin og verður gefin út hér á landi á vegum Record Records. Sveitin hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og komið fram á hátíðum á borð við Lollapalooza, Bonnaroo, Coachella, Glastonbury. Fyrsta stopp sveitarinnar á tónlei­ kaferðalaginu í ár verður í Toronto í Kanada þann 4. maí. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 19. og 20. ágúst Miðaverð: 4.000 - 6.000 kr. Miðar fást á tix.is



„MÉR FINNST MENNINGARNÓTT ALLTAF VERÐA SKEMMTILEGRI OG SKEMMTILEGRI.”

Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

,,[Þ]AÐ ER ENGINN FORINGI EÐA YFIRMAÐUR”


Ég er ástfanginn af Reykjavíkurborg. Ég hef ekki alltaf verið ástfanginn af Reykjavíkurborg – en upp á síðkastið hefur leynileg rómantík kraumað á milli okkar #Seal#TyraBanks. Ég ráfa um strætin og um göturnar og reyti krónublöð af áðurblómstrandi Freyjubrá, og reyni að ákveða, með þessari forn frönsku hjátrú, hvort að Reykjavíkurborg elski mig – eða elski mig ekki; ég tala ástúðlega um hana við vini mína; ég brýst út í sagnfræðilegum einræðum um hin eða þessi kennileiti borgarinnar; og ég yrki ímynduð ástarbréf til hennar í huganum, þar sem ég lofsyng þögullega hennar náttúrulegu fegurð og hennar bráðlynda, ástríðufulla karakter (svo er alltaf Happy Hour á Loft Hostel). Ég er hinn ástsjúki Rómeó og hún – mín borgaralega Júlía. En þó er ég efins. Þó er ég óviss. Þó er ég einhvers konar Reykjavíkur Pyrrhon. Reykjavíkurborg elskar bankastjórana og viðskiptafræðingana og hún stundar stundum einnar nætur gaman með ríkmannlegum aðkomumönnum (lesist túristar = Airbnb = geðveiki), en ég er fullkomnlega óviss hvort að hún beri einhverjar tilfinningar gagnvart mér: mér, hinum (tiltölulega) unga, upprennandi (niðurrennandi) listamanni (vistmanni) sem var svikinn öllu viðskiptaviti af Skaparanum Mikla – og sem býr, eins og stendur, í Hafnarfirði (TeamHöddiMagg). Í gær spjallaði ég við borgarstjóra Reykjavíkur, Dag B. Eggertsson. Ég sagði eitthvað við manninn í afgreiðslunni og fór upp með lyftunni. Ég gekk í átt að skrifstofu borgarstjórans og stráði krónublöðum á gólf ráðhússins. Mig langaði að spyrja Dag hvort að Reykjavíkurborg elskaði mig. Ef einhver veit það, þá veit Dagur það. En ég var of feiminn. Ég og Dagur ræddum aðra hluti, góða hluti eins og Menningarnótt, Jón Gnarr, HipHop og fleira. SKE: Það hefur verið nóg að SKE í Reykjavíkurborg í sumar. Hvað hefur staðið upp úr að þínu mati? Dagur B. Eggertsson: Mér finnst hafa verið góður andi yfir borginni. Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt sumar. Laugave­ gurinn og miðborgin hafa blómstrað, en líka útivistarsvæðin. Mér finnst vera líf alls staðar. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem eru að nota alla borgina til að hreyfa sig; hlau­ pa eða hjóla. Þetta hefur verið yndislegt sumar. Kannski líka vegna þess að síðustu tvö sumur hafa verið frekar hryssingsleg og maður var ekki með neinar væntingar. Maður gladdist einh­ vern veginn yfir hverjum sólargeisla.

„Maður gleðst ein­hvern veginn yfir hverjum sólargeisla.“

Það er einmitt svo mikið að gerast í Reykjavík ef maður hefur augun opin. Ég fór um daginn í bæinn, eftir að hafa starfað sem blaðamaður hjá SKE í einhverjar vikur, og maður var þá orðinn meðvitaður um allt það sem er í gangi. Ég fór á sýninguna hans Ragga Kjartans í i8, þaðan á Ljósmyndasafnið, staldraði við á KRÁS matarmarkaðinum, næst á Bernhöfts Bazaar ... Já, mjög skemmtilegt. KRÁS og Bernhöfts Bazaar er hluti af verkefni sem gengur út á það að endurlífga vannýtt torg og svæði í borginni. Við fengum hugmyndaríkt fólk til þess að meta hvað væri hægt að gera á þes­ sum stöðum. Bæði Fógetagarðurinn, þar sem KRÁS var, og Bernhöftstorfan hafa nánast ekkert verið notuð. Þangað til núna. Þetta er svo skemmtilegt. Ég sé þetta líka fyrir utan Óðinstorg, þar sem ég bý, hvernig það svæði hefur verið að vaxa og dafna í kringum svona verkefni. Nú er Menningarnótt handan við hornið. Það er skemmtileg og fjölbreytt dagskrá fram­undan. Hvert er þitt innlegg í Menningarnótt. Það er Höfuðborgarstofa sem skipuleggur þetta, ekki satt? Borgin heldur utan um þetta, en þetta gen­ gur í rauninni út á frumkvæði einstaklinga og

fyrirtækja. Fólk tilkynnir sín atriði. Þetta he­ fur farið úr því að vera kannski 50 samstar­ fsaðilar og 15,000 manns sem mættu, yfir í það að vera mörg hundruð samstarfsaðilar og yfir 100,000 manns. Þannig að í rauninni, í öðrum hverjum garði, húsi og húsasundi, er eitthvað að gerast. Það er engin leið til að fá yfirlit yfir þetta allt saman. Mér finnst Menningarnótt alltaf verða skemmtilegri og skemmtilegri. Þetta er eitt stærsta kvöld ársins? Jú, langstærsta. Ótrúlegt að sjá hvað fólki dettur í hug. DJ Margeir var til dæmis þrí­ tugur í fyrra og breytti Hverfisgötu í klúbb. Hann ætlar að gera það aftur í ár. Það kom alveg ævintýralega vel út. Ertu með eitthvað sérstakt planað yfir daginn? Nei. Dagurinn er undirlagður af því að við erum alltaf með vöfflukaffi heima. Á milli tvö og fjögur. Þá getur hver sem er komið og fólk gerir það. Það mæta iðulega yfir þúsund manns. Við erum að keyra svona átta til tíu vöfflujárn. Svo er bara stöðugur straumur af fólki. Þetta er alveg gríðarlega skemmti­ legt. Líka svolítið sérstakt. Þetta er tveggja tíma törn. Það eru sjálfboðaliðar sem hjálpa okkur, oftast úr fjölskyldunni, og við eldum yfirleitt fyrir mannskapinn í kjölfarið. Þessi veisla hefur litað Menningarnótt á mínu hei­ mili undanfarin ár. Einhvers staðar heyrði ég að þjóðlagatríóið Barkinn myndi halda “reunion” á Menningarnótt (Dagur var einu sinni söngvari). Er eitthvað til í því?

„Ég held að við áttum okkur ekki alveg á því að það sem er ‘mainstream’ í tónlist hér myndi flokkast sem ‘alternative’ annars staðar.“

myndi flokkast sem “alternative” annars staðar. Í mínum huga er það vegna þess að tónlistarfólkið hérna heima er meira og minna á mjög litlum markaði og er bara með risastórt hjarta í því sem það er að gera. Það kemur í ljós að fólk kann að meta það. Þannig að það sem myndi teljast vera á jaðrinum annars staðar verður svo miklu stærra hérna heima. Íslensk tónlist er orðin ákveðinn gæðastimpill.

Fyrir ekki svo löngu tókum við þátt í steggjun og partur af þeirri hátíð, sem þessi steggjun var, var æfingarútína með Ingvari E. á þaki Sundhallarinnar. Það kom ákveðinn glampi í augu borgarstjórans þegar hann leit yfir borgina og sá alla þessa byggingakrana … Dagur hlær. Er Reykjavíkurborg í sókn? Já, það var enginn hluti atvinnulífsins sem fór jafn illa út úr hruninu eins og byggin­ gariðnaðurinn, nema þá bankarnir sjálfir. Þannig að það var alfrost á byggingar­ markaðinum mjög lengi. Það hefur safnast upp þörf fyrir íbúðarbyg­ gingar. Þess vegna hef ég lagt áherslu á það að auka þessa fjárfestingu og fjölga íbúðum, sérstaklega litlum og meðal­ stórum íbúðum. En ég hef líka verið ánægður með það að uppbyggingin sé komin í gang. Það skipti sérstaklega miklu máli á meðan að hérna var ennþá meira atvinnuleysi. Reykjavík dró svolítið vagninn út úr kreppunni. Við gley­ mum því oft hvað Reykjavík skiptir miklu máli í þessu hagkerfi.

„Við gleymum því oft hvað Reykja­­vík skiptir miklu máli í þessu Dagur hlær. hagkerfi.“ Þetta er með betri sögum sem ég hef heyrt. Ég er ekki viss um það. Þetta er fræg hljómsveit í minni sögu vegna þess að þetta er eina hljómsveitin sem ég hef sungið með og hún hélt áfram sem instrúmental hljómsveit án mín.

Hún starfaði svo undir nafninu Skárren ekkert, seinna meir, ekki satt? Og bara til að niðurlægja mig. Þú varst í Hip-Hop og Pólitík um daginn. Venjan í þeim þætti er að viðmælendur velji lag, en þú varst svikinn um það. Logi Pedro fékk að velja en ekki þú. Sem voru ákveðinn vonbrigði. Hvaða Hip-Hop lag hefðirðu spilað? Sú plata sem hefur verið sumarplatan hjá okkur er nýja platan með Úlfi Úlfi.

„Þetta er fræg hljómsveit í minni sögu vegna þess að þetta er eina hljóm­ sveitin sem ég hef sungið með og hún hélt áfram sem instrú­ mental hljómsveit án mín.”

Þú nefndir það einmitt á Twitter. Það hefði þá verið eit­ thvað af þeirri plötu. Ég hef aldrei hlustað mikið á rapp tónlist, en það er einhver mikil gróska í gangi hjá hljómsveitum sem eru að koma fram á sjónarsviðið í dag í borginni. Mér finnst það frábært. Við höfum alltaf reynt að fylgjast með. Þú hefur einmitt talað um það, sérstaklega í erlendum fjölmiðlum, að styrkleiki borgarinnar sé, að einhverju leyti, tónlistarsenan. Já, nákvæmlega. Ég held að við áttum ok­ kur ekki alveg á því að það sem er “main­ stream” í tónlist hér

Hvað er þér efst í huga varðandi Reykjavíkurborg þessa dagana? Er það eitthvað sérstakt sem brennur á þér? Húsnæðismálin brenna á mér. Líka það að ýta undir fjölbreytni. Við eigum ekki að trúa á eina stóra lausn, heldur á breidd og þess vegna erum við að vinna mikið með Háskóla­ num og með fólki í kvikmyndabransanum að skoða hvernig hægt er að búa undir skapandi greinar í borginni. Svo erum við auðvitað að vinna mikið með ferðaþjónustunni sem vex svo hratt að við þurfum að hafa ok­ kur öll við að reyna stýra þeirri þróun. Því fylgir mjög margt gott, eins og verslanir og veitingastaðir, en við þurfum að passa upp á það. Mér finnst til dæmis hafa tekist vel til á hafnarsvæðinu. Við höfum endurnýjað kynnin við hafnarsvæðið. Mér finnst sú þróun skemmtileg: að þróa borgina svolítið lífrænt. Grandinn er örugglega skemmtilegasta hverfið í Reykjavík í dag. Algjörlega. Í stað þess að ryðja öllu í burtu og byggja nýtt þá er hægt að prjóna við það sem fyrir er. Og það er hægt að gera eitthvað skemmtilegt. Það er í mörg horn að líta. Fyrirrennari þinn hann Jón Gnarr var mikill The Wire maður og tók fyrir það í gríni að vinna með mönnum sem hefðu ekki séð The Wire. Ef þú yrðir að gera svipaða kröfu, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? Dr. House? Dagur hlær.


10

HVAÐ ER AÐ SKE

„Í stað þess að ryðja öllu í burtu og byggja nýtt þá er hægt að prjóna við það sem fyrir er.“

E.R. … Nei. ... Ég veit það ekki. Ég er ekki mikið fyrir að setja þannig kröfur.

Þú hefur talað um það að þú hafir lært mikið af Jóni Gnarr. Getur þú farið nánar út í það? Já, Jón breytti kannski meira í pólitík heldur en fólk almennt áttar sig á. Það var mjög mikil tortryggni, og er ennþá. En hann náði trúnaðar­ sambandi við fólk eftir mjög erfiðan tíma í borginni. Hann gerði það með ákveðnu hispursleysi. Ég held að það hafi verið eitthvað sem mér fannst ég læra mikið af. Það þýðir ekki fyrir mig að þykjast eða segja að ég fari í fötin hans að þessu leyti, en ég held að þessi tónn, þessi sanni tónn, skiptir miklu máli. Ef ég lít í eigin barm þá stóð ég sjálfan mig að því að vera kominn með ákveðna rútínu sem maður romsaði upp úr sér. Það opnar einhver hurðina að skrifstofunni og tilkynnir okkur að Allan ljósmyndari sé mættur. Þetta snerist bæði um að læra og aflæra einhverja óvana sem maður var búinn að tileinka sér. Þú hefur talað um það að í kosningabarráttuni árið 2010 hafir þú verið svolítið alvörugefinn og kannski að einhverju leiti aðeins öðruvísi útgáfa af sjálfum þér ... Það var náttúrulega mjög sérstök reynsla. Það var einsog að ganga í mjög þykkri leðju. Maður komst eigin­ lega ekki neitt. Fólk sagði kannski við mig, “ég heyri alveg hvað þú ert að segja og ég er sammála þér en ég get eiginlega ekki kosið neinn af þes­ sum flokkum.” Það var mjög sérstök lífsreynsla. Ég minnist aðeins á heimildirmyndina Gnarr sem fjallar um kosningabaráttu Jóns Gnarr 2010 og lýsi yfir aðdáun minni á myndinni. Þú hefur talað um það að það sé mikilvægt að vera aðgengilegur sem borgarstjóri og ég hef tekið eftir því að það er mikið um að menn séu að “tag-a” þig í FB póstum, og þetta eru svona misskemmtileg “tögg”. Hver er stefnan þín gagnvart samskiptamiðlum?

„Það var náttúru­ lega mjög sérstök reynsla. Það var einsog að ganga í mjög þykkri leðju. Maður komst eiginlega ekki neitt.”

Ég reyni að svara einsog ég kemst yfir. Ég reyni ekki að velja eftir því hverjir eru yndislegir og hverjir ekki, heldur finnst mér mikilvægt að bregðast við og reyna svara. Auðvitað kemur það fyrir að eitth­

vað er fyrir neðan allar hellur eða þannig, sem svarar sér oftast sjálft. Svo koma kaflar einsog núna. Við erum í miklum framkvæmdum heima og þá er maður ekki mikið á Facebook á meðan. Uppáhalds byggingin mín í borginni er án efa Listasafn Einars Jónssonar. Mér finnst þetta vera stórkostlegur staður. Áttu þér einhverja uppáhalds byggingu eða stað í borginni? Ekki kannski byggingu. Ég er alinn upp í Árbænum þannig að Elliðaárdalurinn hefur einhvern veginn staðið nærri hjartanu. Þetta er fallegur staður. Þarna stóð maður hinum megin við girðinguna þegar Fylkir var að spila á malarvellinum og maður var að vona að boltinn færi út í ánna því að þá fékk maður kók og prins ef maður sótti hann. Ég hlæ. Ég gæti nefnt marga staði en Elliðaárda­ lurinn kemur fyrst upp í hugann. Central Park Reykjavík. Það eru ekki margar borgir sem státa af spriklandi, fjörugri laxveiðiá.

„Þú kynnist Íslendingum hvergi betur en í heitu pott­unum.“

Nei, það er rétt. Sem Danirnir áttu í 300 ár. Ef þú ættir að ráðleggja túristum í Reykjavík: hvað eiga menn að gera í Reykjavík?

Þú kynnist Íslend­ ingum hvergi betur en í heitu pottunum. Ég mæli með því að fara í almenning­ slaugarnar. Það eru alls ekki allir sem vita af Nauthólsvíkinni sem er mjög sérstök reynsla. Þar er mei­ ra segja frítt á sumrin. Menn geta farið í pottinn og farið í sjósund. Síðan mæli ég með því í Reykjavík, og þegar maður ferðast í borgum almennt, að leigja hjól og kynnast borginni þannig. Maður kemst víðara um og það er svolítið öðruvísi. Ég er sammáli Degi í þessu og segi honum frá afar ánægjulegri dvöl í Berlín fyrir nokkrum árum síðan þar sem ég og hjólið vorum eitt. Þetta er það sem kemur fyrst í hugann og síðan er það að fara á tónleika. Þeir þurfa ekki að vera stórir og geta meira að segja verið því mun betri eftir því sem þeir eru minni. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Sem læknanemi ritaðir þú ævisögu Steingríms Hermannssonar. Sérðu fyrir þér að rita fleiri bækur? Ég veit það ekki. Já, kannski. En það er svo sem ekkert sem ég er að vinna að. Þetta var góð reynsla. Gríðarlega mikil vinna. Þrjú bindi, ekki satt? Jú, ég gat ekki einu sinni lyft ævisögu í nokkur ár eftir þetta. Við hlæum. Þú hefur verið alveg búinn með kvótann. Já, í bili. Hver er leiðinlegasti hlutinn af starfinu?

Þetta er nú bara mjög skemmtilegt starf. Gríðarlega fjölbreytt. Ég finn ekki bein­ línis til leiða heldur stundum væri maður til í að hafa meira svigrúm til þess að kafa ennþá dýpra í afmarkaða þætti í því sem maður er að gera. Þetta er náttúrulega bara það stórt fyrirtæki, og það mikil starfsemi, og það fjölbreytt, að það er ekki mikið ráðrúm í það. Ég sakna þess stundum. Ég er svolítill nörd að því leyti. Ég get fengið mikið út úr því að kafa djúpt í einstök mál sem skipta máli.

Það er nauðsynlegt að vera mjög skipulagður.

Þú hefur einmitt talað um það að þú sérð fyrir daginn og vikuna en kannski ekkert lengra en það. Starfið er það fjölbreytt.

Já, ég gæti hugsað mér það. Það hefur þó nokkur tími liðið síðan að ég vann síðast sem læknir. Þetta togar alltaf í mig. Það var mjög skemmtilegt starf. En allt öðruvísi.

Maður verður að hafa sig allan við. Skipuleggja bæði, einsog ég er að gera núna, veturinn, en líka næstu sex ár eða tíu ár eða hvað það er, til þess að koma í veg fyrir það að dagurinn fyllist af áreiti einhvers staðar annars staðar frá. Maður verður að setja þau mál á dagskrá sem manni finnst skipta mestu máli.

Þú varst á bráðamóttökunni og á Ísafirði.

Ég hef frábært samstarfsfólk, bæði í pólitíkin­ ni en líka á meðal starfsfólksins, og það eru mjög margir sem er virkilega gaman að fá að vinna með. Ég er heppinn að fá þetta tækifæri. Að lokum: Hvað tekur svo við eftir að þessu lýkur? Sérðu fyrir þér að fara aftur í læknisfræðina?

Jú ég vann svolítið sem læknir áður en ég leiddist út í Pólítík. Dagur hlær og þar með bindum við enda á samtalið. Ég held að Reykjavíkurborg elski mig.


Skemmtum okkur saman á 20 ára afmæli Menningarnætur Upplýsingar:

Hátíðarkort

Þjónustusími 411-1111 er opinn frá kl. 9-23 Aðalstræti 2 kl.13-21

Akstur bannaður á hátíðarsvæði frá kl. 07– 01 Bílastæðahús á Höfðatorgi eru opin kl. 07-01

Bílastæði hreyfihamlaðra Möguleg bílastæði

AU T -N

EY

ÐA RB

AR G

RF ISG

N TÚ AR ÚN R Ð GU

T.

AT A

BORGARTÚN

EG UR

TT ISG AT A NJ ÁL SG AT A BE RG ÞÓ RU GA TA

BR HÖFÐATORG ÍET AR TÚ N

BA RÓ NS

ST ÍGU R

VIT AS T

Í EIR

A AT RG NA AF SJ

TA GA JU EY FR

A AT

TA GA KS

AG ÁR

UR EG SV NI . ÖL TR FJ AS AÐ ST V. RG ÁS BE UF LA

SM

A AT

S NS RÓ BA

UT

ÍGU R

LA UG AV

RA

UR TÍG

LAUGAVEGUR

HLEMMUR

SN OR RA BR AU T

ST.

A AT RG ÐA AR NJ

GR E

HV E

Nánari upplýsingar á menningarnott.is og á straeto.is

RAU ÐAR ÁRS TÍGU R

TÍG UR

ÍGU R TA GA

BR

AG AT A

LIN D

FR AK KA ST

TR Æ AS RG ST AÐ

ÓÐ IN

S UR

UG NN

AR

HÁ TEIG SVE

GU R

BSÍ

AU T VA TN SM ÝR AR VE G

UR

RA UÐ AR ÁR STÍG UR

GA ML AH RIN GB R

GU NN AR SB RA UT

T U A R B G IN R H

FLÓ KA GA TA

SN OR RA BR AU T

SV.

ATA LUG ATA

Útisvið

LD BA

URÐ

Á LAUF

FJÓ

ARG EYJ SÓL

A GAT GA

ÚL

VA TN SS

PPA

Útisvið

SG AT A

RST .

DA

Latabæjarhlaup

BR A

ÍGU R

TR ÆT I GU R

TI

TR ÆT I

MIÐ STR

SP ÍTA LA S T.

GR UN

GH OLT SS

ÞIN

ING ÓL FS S

NS ST .

UG AV E

SÆ SK

. ST ÐU ÖR R AV ÍGU ÓL ST SK TA KA GA LO RS ÞÓ

IRKJU VE GU R

LA

RF ISG AT A

A AT UG YJ

FRÍK

AS TR .

E FR

GUR

HV E

US T.

ÆT I

LÖ Ð

NK

SÖ LV HÓ LS GA TA LIN DA RG AT A

KLA

AM TM AN

BÓ KH

LAUFÁSVEGUR

SKOT HÚSVE

BA

BE

TI

Útisvið

RST

THÚ SST R.

RN AR GA TA

ST RÆ

STR ÆT I

TJ A

NA R

AU ST U RS TR .

PÓS

TR . GA RÐ AS T.

GA TA

RÐ SS

KIR K JU VO

SU ÐU R

Aðsetur lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og týndra barna KI RK JU á bakvið Alþingishúsið GA

TÚ NG ATA

KJ AR GA TA

DU GA TA

TÚNGATA

Strætó ekur að og frá Hlemmi, Hallgrímskirkju og Gömlu Hringbraut, gegnt BSÍ.

Flugeldasýning

GAR ÐAS TRÆ TI

ÆG ISG AT A ÖL

Akstur leyfður út af hátíðarsvæði

HARPA

GE IRS GA TA

A AT AG GV YG TR

VE ST UR GA TA RÁ NA RG AT A BÁ RU GA TA

Leggjum fjær og komumst nær! Boðið er upp á skutlur í miðbæinn frá stórum bílastæðum í Borgartúni og við Kirkjusand. Skutlurnar ganga fram og til baka frá kl. 12.00 til 01.00 eftir miðnætti. Einnig verður ókeypis í strætó sem keyrir samkvæmt hefðbundinni leiðartöflu til kl. 23. Þá tekur við sérstök leiðartafla sem miðar að því að koma fólki hratt og örugglega heim úr miðborginni. Dagskrá Menningarnætur lýkur eftir flugeldasýninguna um kl. 23.10. Skemmtum okkur saman á Menningarnótt!


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON Sigtryggur fæddist á Akureyri árið 1977. Hann lærði hljóðlist í Fachochschule Hannover 1998 - 2003 og er einn meðlima Stillupp­ steypu. Tónlistinni hans Sigtryggs hefur verið lýst sem hljóðrænum klippimyndum, rólyndislegum drónverkum, út í mínímalisma. Músíkin hans inniheldur breitt svið kyrra og íhugulla augnablika, sem kallast á við önnur ómstríðari. Í Mengi ætlar Sigtryggur Berg að flytja gjörninginn =das ist keine musik= auk þess sem hann fagnar útgáfu á nýju bókverki sínu í tak­ mörkuðu upplagi (28 stk.) sem ber nafnið ,,Óskýr sjón, lita raskanir, mjúkar og hraðar handahreyfingar”.

ÓBÓ Ólafur Björn Ólafsson eða Óbó leikur lög af hljómplötunni Innhverfi ásamt hljómsveit. Innhverfi kom út hjá þýska útgá­ furfyrirtækinu Morr Music á síðasta ári og hefur platan fengið góða dóma í erlen­ dum fjölmiðlum. Hún hlaut meðal annars Kraumsverðlaunin sem ein af bestu íslensku plötum ársins 2014. Ólafur hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum síðustu ár eins og Sigur Rós, Jónsa og Stórsveit Nix Noltes Hvar: Húrra Hvenær: 19. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

UPP RÍS ÚR RAFINU Tónlistarviðburðurinn “Upp rís úr rafinu” verður haldinn í þriðja skiptið í Mengi, en þessi tónleikaröð hóf göngu sína árið 2013. Áhersla er lögð á ung tónskáld sem vinna með mismunandi snertifleti raftónlistar, bæði í bland við akústísk hljóðfæri og án þeirra. Í ár er nokkur áhersla lögð á tilraunakennd rafhljóðfæri. Tónskáldin sem taka þátt í ár eru: James Black, Hlöðver Sigurðsson, Ingi Garðar Erlendsson og Þráinn Hjálmarsson, Sigrún Jónsdóttir og Bergrún Snæbjörns­ dóttir. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 21. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 20. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

GARЭPARTÝ BYLGJUNNAR Glæsileg skemmtidagskrá með stjörnum úr Ísland got talent, Zumba partý, glæsileg Grillveisla frá Ali með drykkjum frá Coke og stórtón­ leikar sem hefjast klukkan 18:30. Þar koma fram:

StopWaitGo og María Ólafs Alda Dis Friðrik Dór og Glowie Júníus Meyvant Mannakjöt

Millarnir (eða Milljóna­ mæringarnir), Bogomil Font og Bjarni Ara Dikta Páll Óskar Hvar: Hljómskálagarðurinn Hvenær: 22. ágúst kl. 16:00—22:30 Miðaverð: Frítt

KVÖL & ANTIMONY Einfalt mál. Hljómsveitirnar Kvöl og Antimo­ ny halda sameiginlega tónleika á Bar 11 nú á föstudagskvöldið. Hvar: Bar 11, Hverfisgata 18 Hvenær: 21. ágúst kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

CLOCK­WORKING ÚTGÁFU­GLEÐI Á dögunum kom út í Bandaríkjunum geisladiskurinn Clockworking með Nordic Affect. Platan hefur þegar fengið frábærar viðtökur í erlendum miðlum og m.a. verið spiluð á NPR og verið plata vikunnar á Q2 Music. Það er því tilefni til að gleðjast og því verður hóað í útgáfugleði í Mengi. Dagskráin er einföld: skálað verður fyrir Clockworking auk þess sem hægt verður að kaupa funheitt nýtt eintak … og hver veit nema lag verði spilað. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 19. ágúst kl. 17—19 Miðaverð: Frítt



14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL OG LÓKAL Það er óhætt að segja að nú iði borgin af listum, dansi og menningu í öllum sínum litbrigðum og krafti. Menningarnótt verður haldin í 20. sinn þann 22. ágúst frá hádegi til miðnættis. Dagskráin er þverskurður af menningar- og listaflóru borgarinnar. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir borgarbúar geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru frá hádegi til miðnættis. REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL og LÓKAL standa í sameiningu fyrir meiriháttar viðburði dagana 25.–30. ágúst sem fer fram undir yfirskriftinni: EVERY BODY’S SPECTACULAR og er hann tileinkaður nýjustu straumum og stefnum í leiklist og dansi. Í boði er að upplifa 17 sýningar á 6 mögnuðum dögum, þar á meðal fjölda glænýrra sýninga erlendis frá, auk frumsýninga á verkum eftir ýmsa af okkur helstu listamönnum á vettvangi samtímasviðslista. Ekki missa þessum einstæða viðburði í menningarlífinu.

KRÍSUFUNDUR Reykjavík Dance Festival og Lókal Þessa dagana er leikhópurinn Kriðpleir önnum kafinn við að setja saman viða­mikla umsókn til Leiklistarráðs. Umsóknarfresturinn er að renna út og hópurinn er undir nokkurri tímapressu. Kriðpleir er hins vegar í mun að halda góðu talsambandi við áhorfendur og meðlimir hópsins hafa því ákveðið að bjóða áhugasömum að fylgjast með æfingum sínum og fundarhöldum. Krísufundur Kriðpleirs er tækifæri til þess að öðlast innsýn í innra starf hópsins sem var tilnefndur til Grímunnar s.l. vor fyrir sýninguna: „Síðbúna rannsókn“! Hvar: Dansverkstæðið Hvenær: 27. ágúst kl. 15 & 21 og 30. ágúst kl. 14 reykjavikdancefestival.com

SPLENDOUR Reykjavík Dance Festival og Lókal Teknó. Hópur. Hljóðbylgjur ... hvað gerist þegar hljóðið skellur á manneskjunni? Í verkinu „Splendour“ vinnur danshöfundurinn Stine Nyberg með þau tilfinningalegu og líkamlegu viðbrögð sem maðurinn upplifir þegar hann nemur hljóð og tónlist. Úr verður blekkingarheimur þar sem áhorfandinn fær ekki betur séð en að dansararnir á sviðinu skapi sjálfan hljóðheiminn. En þrátt fyrir að hver og einn dansari bregðist við á afar persónulegan hátt, kýs hópurinn að dansa saman. Og sjálft verkið öðlast ekki merkingu fyrr en dansararnir og áhorfendur sameina ímyndunarafl sitt í leikhúsinu. Hvar: Gamla bíó Hvenær: 28. ágúst kl: 21 Midi.is

GRRRRRLS Reykjavík Dance Festival og Lókal Hér er um að ræða kraftmikið dansverk eftir Ásrúnu Magnúsdót­ tur, handhafa Menningarverðlauna DV 2014. Danshöfundur lætur hópi dansandi unglingsstúlkna eftir sviðið. Hvernig fara þær að því að tala einum rómi, hvernig geta þær sýnt samstöðu? Og hvað merkingu hefur það fyrir þær? „Við urðum þrettán ára og _allt breyttist. Við urðum unglingar, glímdum við vandamál, vorum elskaðar og elskaðar aftur af einh­ verjum öðrum. Við fengum að vita ýmislegt um ýmislegt sem að þú munt aldrei fá að vita, af því við erum unglingsstelpur og það erum bara við sem vitum hvað það merkir. Í raun erum við konur í dular­ gervi. Við skiljum ástina og jafnvel dauðann. Við eigum hver aðra að – og það er mikilvægt.“ Hvar: Gamla bíó, Ingólfsstræti 12 Hvenær: 29. ágúst kl. 15 og 19 Midi.is

SÖGUR Listamennirnir Gunnella og Lulu Yee opnuðu sýninguna “Sögur” í Gallerí Fold við Rauðarárstíg lau­ gardaginn 15. ágúst síðastliðinn. Á sýningunni eru ný málverk eftir Gunnellu ásamt keramikskúlptúrum Lulu. Listakonurnar hafa áður sýnt saman í Nordic Heritage Museum í Seattle. Sýningin fór fram í september á síðasta ári og bar nafnið Auga Óðins og var þema sýningarinnar Óðinn og goðafræðin. Þær halda nú samstarfi sínu áfram. Gunnella vinnur meðal annars með Auðhumlu en frá henni streymdu fjórar ár sem nærðu jötuninn Ými en í myndheimi Gunnellu geta þær allt eins verið prýðisgóðar sportveiðiár. Vestmannaeyjar hafa einnig veitt henni innblástur fyrir sýninguna en nokkrar myndanna eru þaðan. Nokkur verka Lulu eru einnig innblásin úr goðafræðinni en auk þess gefur að líta ýmsar furðuverur sem sprotnar eru úr hugarheimi hennar. Hvar: Gallerí Fold, Rauðarárstíg Hvenær: 15.–30. ágúst 2015


GRÆN ORKA Í GLASI HOLLIR ÞEYTINGAR MEÐ ÍSLENSKU GRÆNMETI SPRÆKUR

SIGGI FRÆNDI

// 1 Grand salat // 1 rauð paprika // 2 cm engifer // 2 lúkur frosinn mangó (eða ferskur) // safi úr ½ sítrónu // 4 dl kalt vatn Allt sett í blandara og blandað vel

// 1 knippi pottasalat, t.d. Grand-, Endive- eða íssalat // 2 stilkar sellerí // 1 avókadó // 2 gulrætur // 2 epli (helst lífræn) // 4 dl kalt vatn // handfylli af klökum Allt sett í blandara og blandað vel

// 75 g fjallaspínat // ½ rófa (um 70 g) // 1 avókadó // 4 dl Engifersafi // handfylli af klökum Allt sett í blandara og blandað vel

SUMARKVEÐJA

YNDI

SÓLSTAFIR

// ½ rófa (um 120 g) eða hnúðkál // 2 lúkur kínakál // 3 meðalstórar gulrætur // 2 lúkur frosinn ananas // 1 handfylli af frosnum/ferskum hindberjum eða blönduðum berjum // 4 dl kalt vatn Allt sett í blandara og blandað vel

// 3 stór grænkálsblöð (eða 2 lúkur af dökkgrænu salati) // 2 lúkur hvítkál (án kjarna) // 2,5 cm engifer // 2 lúkur frosinn ananas // 5 dl kalt vatn Allt sett í blandara og blandað vel

// 3 meðalstórar gulrætur // 1 paprika, rauð eða gul // 2 afhýddar appelsínur // 3 cm engifer // 5 dl kalt vatn // handfylli af klökum Allt sett í blandara og blandað vel

www.islenskt.is

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 67466 04/14

Sjáðu fleiri uppskriftir að gómsætum grænmetisþeytingum á heimasíðunni okkar.

– HÖFUNDUR UPPSKRIFTA MARGRÉT LEIFSDÓTTIR LJÓSMYNDIR HARI –

LAUFLÉTTUR


R I R Y F R U V L Ö FART ASU-F554LAXO736H

Ótrúlegt verð fyrir 15,6" fartölvu með Intel i5 Haswell örgjörva og Intel HD 4400 skjákorti, 4GB vinnsluminni og 500GB hörðum diski.

HAGKVÆMASTA

INTEL i5

4GB

INTEL i5

500GB

15,6”

DISKUR

SKJÁR

VINNSLUMINNI

ÖRGJÖRVI

99.995 54.995 SVÖRT OG HVÍT

47.995 FYRSTU 50 STK. Á 54.995 !

ÓTRÚLEGT SKÓLAVERÐ !

ASU-F551MAVBINGSX426

Þessi fer hratt og er ein vinsælasta skólatölvan okkar. Traust og flott hönnuð tölva fyrir alla hefðbundna tölvuvinnslu.

ASU-X453MABINGWX225B & ASU-X453MABINGWX283B

14" fartölva sem hentar í alla hefðbundna tölvuvinnslu með Intel örgjörva, Intel HD skjákorti og 500GB hörðum diski. 12.000 króna skólaafsláttur frá 59.995. Fáanleg svört og hvít.

INTEL

ÖRGJÖRVI

3 ÁRGAÐ R ÁBY

500GB DISKUR

INTEL HD SKJÁKORT

INTEL

ÖRGJÖRVI

14"

4GB

VINNSLUMINNI

500GB DISKUR

15,6” SKJÁR

SKJÁR

BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á

FYRIR AÐEINS 4.995,-

94.995 104.995 QUAD CORE MEÐ R5 TOS-L50DB117

Glæsilega gyllt 15,6" fartölva með A4 örgjörva, 8GB vinnsluminni og 750GB hörðum diski. Mjög öflugt 2GB AMD Radeon R5 skjákort fyrir leikina og betri grafík í myndböndum.

Quad Core A4 ÖRGJÖRVI

8GB

VINNSLUMINNI

750GB DISKUR

2GB AMD Radeon R5

SSD OG INTEL i3 TOS-L50B212

SSD diskurinn gerir gæfumun í hraða í samvinnu við kröftugan Intel i3 Haswell örgjörva. Glæsileg hönnun og Skullcandy vottaðir hátalarar með DTS.

INTEL i3

M230 SKJÁKORT

ÖRGJÖRVI

0%

VEXTIR Í ALLT AÐ

12

4GB

VINNSLUMINNI

15,6” SKJÁR

MÁNUÐI

128GB

SSD DISKUR

U

M


! I Ð R E V A R G SKÓLANN Á LÆ TOS-L50B2FT

Nýjasti og hraðasti Intel i7 örgjörvinn á markaðnum. Öflugt Radeon R7 M260 skjákort sem hentar sérstaklega í grafíska vinnu og leikjaspilun. Intel i7

5. KYNSLÓÐ

DTS

HLJÓMUR

1TB

Radeon R7

DISKUR

M260 SKJÁKORT

169.995 INTEL i7

5. KYNSLÓÐ

3 ÁRGAÐ R

BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á

ÁBY

FYRIR AÐEINS 4.995,-

SVÖRT OG HVÍT

79.995

EIN BESTU KAUPIN !

V3 Á DÚNDURVERÐI !

TOS-C50B17T

Frábær kostur fyrir þá sem vilja 15,6" fartölvu með Intel örgjörva og miklu gagnaplássi fyrir bíómyndirnar, þættina og tónlistina. Sterkbyggð og traust.

INTEL

ÖRGJÖRVI

4GB

VINNSLUMINNI

ACE-NXMPJED005 & ACE-NXMPHED011

Ótrúlega mikið fyrir peninginn. Intel Pentium örgjörvi, 8GB vinnsluminni og 120GB SSD diskur sem gerir hana hraðvirkari. Allt að 7 tíma rafhlöðuending.. Kemur í svörtu og hvítu.

15,6”

1TB

SKJÁR

DISKUR

INTEL Pentium

3 ÁRGAÐ R ÁBY

89.995

8GB

VINNSLUMINNI

13,3”

120GB

SKJÁR

SSDDISKUR

INTEL i5

BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á

256GB S S OG A6 D

FYRIR AÐEINS 4.995,-

5. KYNSLÓÐ

109.99 5 256GB SSD OG QUAD CORE A6

5. KYNSLÓÐ INTEL i5

TOS-L50DB198

ASU-F302LAFN073H

Samspil fjögurra kjarna A6 örgörva, 256GB SSD disks og 6GB vinnsluminnis. Radeon R4 skjákjarni fyrir þá sem gera kröfu um öfluga grafíska vinnslu.

A6

ÖRGJÖRVI

6GB

VINNSLUMINNI

UPPFÆRSLUTILBOÐ!

MEÐ INNIFALINNI VINNU VIÐ ÍSETNINGU.

256GB

SSD DISKUR

139.995

Hágæða 13,3“ fartölva með nýjustu og hröðustu gerð af Intel i5 örgjörvanum auk nýja Intel HD 5500 skjákortinu. Hröð vinnsla með 128GB SSD og 8GB vinnsluminnis.

Radeon R4

Intel i5

SKJÁKJARNI

ÖRGJÖRVI

8GB

VINNSLUMINNI

128GB

SSD DISKUR 240GB OG

X2

4 GB í 8GB kr. 7.995

X4

2 GB í 8GB kr. 12.995

UPPFÆRÐU Í SSD !

Intel HD 5500 SKJÁKORT

29.995

GERÐU TÖLVUNA ÞÍNA OFURHRAÐVIRKA MEÐ CORSAIR SSD DISKUM.

ÍSETNING

120GB OG

19.995

ÍSETNING


18

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

KYNLEIKAR SPUNAMARAÞON Improv Ísland á Menningarnótt Improv Ísland sýnir sextán spunasýningar í röð á átta klukkutímum í Þjóðleikhúskjallaranum á Menningarnótt. Á hálftíma-fresti verður ný sýning búin til og sú sýning verður aldrei aftur endurtekin. Á hverri sýningu verður endurraðað í leikhópinn og unnið með ólík lang-spunaform eins og Haraldinn, Söngleik spunnin á staðnum (við undirleik Karls Olgeirssonar ) og Martröð leikarans með sérstö­ kum gestum úr leikhúsum landsins. Leikhópurinn Improv Ísland stendur að viðburðinum og en­ durtekur leikinn frá því síðustu Menningarnótt þegar færri komust að en vildu og því er lengd spuna-maraþonsins tvöfölduð frá því í fyrra. Leikhópurinn á Menningarnótt samanstendur af í kringum 40 spunaleikurum sem hafa æft og sýnt langspuna síðustu misseri undir leiðsögn Dóru Jóhannsdóttur en hún hefur lært aðferðina síðustu ár hjá Upright Citizen´s Brigade (UCB) í New York. Hleypt inn/út á hálftíma fresti

Kynleikar er samsýning fimmtán listamanna sem er sett upp í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Listamennirnir fjalla í verkum sínum á ýmsan hátt um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið er kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samfélagi sem mótar stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, mynd­ bandsverkum, teikningum og málverkum. Á sýningaropnun verða framdir gjörningar, nánari upplýsingar um dagskrá kemur síðar. Sýningarstjórar: Heiðrún Gréta Viktorsdóttir og Sigríður Þóra Óðinsdóttir Þeir sem sýna eru: Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttirr Anton Logi Ólafsson Arnar Birgisson Bergrún Anna Hallsteinsdóttir Camilla Reuter Elísabet Birta Sveinsdóttir Freyja Eilíf Logadóttir Guðrún Heiður Ísaksdóttir

Halla Birgisdóttir Heiðrún Gréta Viktorsdóttir Hildur Ása Henrýsdóttir Nikulás Stefán Nikulásson Sólveig Eir Stewart Sunneva Ása Weisshappel Viktor Pétur Hannesson

Eftir opnun verður sýningin opin 23.–29.ágúst frá 16:00–18:00. Hvar: Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, RVK Hvenær: 22. ágúst kl. 17.00

Hvar: Þjóðleikhúskjallarinn, Hverfisgata 19, 101 Reykjavík Hvenær: 22. ágúst frá 14 - 22:00

PARALELL LINE UP Jenny Brockmann

BLINDIR SJÁ / ANNAÐ SJÓNARHORN Ljósmyndasýning blindra og sjónskertra Gætir þú tekið mynd blindandi? Hvernig liti myndin út? Hvernig væri líf þitt án sjónar? JCI á Íslandi í samvinnu við Blindrafélagið heldur ljósmyndasýningu af myndum sem blindir og sjónskertir tóku. Til sýnis verða þær tíu myndir sem dómnefnd valinkunnra ljósmyndara taldi skara fram úr. Við hvetjum alla til að koma og skoða myndir­ nar. Því næst er hægt að fara á netið og kjósa þá mynd sem þér líst best á. Ljósmyndari myndarinnar sem er hlutskörpust í netkos­ ningu hlýtur vegleg verðlaun þann 17. október á 100 ára afmæli JCI. Ljósmyndasýningin minnir áhorfandann á að hægt er að sigrast á áskorunum, finna styrkinn hjá sjálfum sér og láta gott af sér leiða.

Hvar: Skólavörðustígur 10, 101, Reykjavík Hvenær: 22.ágúst kl: 11:00–22. september 2015

Listamaðurinn Jenny Brockmann skoðar í list­ sköpun sinni umhverfið, virkni þess og gagnkvæm tengsl við manneskjuna. Í verki hennar ,,Parallel Line Up“ rannsakar hún eldfjallafræði og jarð­ fræði, en hvor fræðin um sig inniheldur tilurð nýs landslags eða eyðileggingu þess gamla. Þungamiðja verka Jenny er að kanna hvernig vísindalegum gögnum er safnað. Samhliða því skoðar hún bæði hvers konar áhrif söfnunin og sjónræn framsetning á þeim hefur á áhorfendur. Með þennan vinnuramma að leiðarljósi fór Jenny í rannsóknarferð til Napólí á Ítalí í ársbyrjun 2015. Þar safnaði hún gögnum um eldfjallið Vesuvius hjá Osservatorio Vesuviano, Jarðeðlis – og eldfjalla­ fræðistofnum Ítalíu (INGV). Dvöl Jenny á Íslandi leiddi hana til að heimsæk­ ja Austurland og til Breiðdalsvíkur þar sem henni bauðst að halda áfram að vinna að rannsóknum sínum í Breiðdalsetri. Setrið leggur meðal annars áherslu á að halda uppi heiðri jarðfræðingsins George P.L. Walker, sem gerði framúrskarandi uppgötvanir í rannsóknum sínum á eldfjallafræði. Gögn hans, þ.e. skýrslur, teikningar, bækur og kort, gefa innsýn inn í hvernig hann leysti leynd­ ardóminn um jarðfræði á Austurlandi. Í kjölfarið

vann Jenny að því að meta gögnin og kortleggja efnið, ásamt að tengja það við reynsluheim íbúana, þegar hún dvaldi tímabundið sem gestal­ istamaður í Skaftfelli – myndlistarmiðstöð Austur­ lands, Seyðisfirði. Frá 16. – 26. ágúst stendur sýning hennar yfir í Breiðdalssetri sem byggir á þessari nálgun. Til sýnis eru þrír skúlptúra ásamt teikningum, ljósmyndum og texta. Pappírsverkin eru unnin með bleki á gagnsæjan pappír og eru afrit af teikningum, kortum og texta frá George Walker sem listakonan fann í skjalasafni Breiðdalseturs. Á kortinu af Íslandi er búið að merkja inná alla jarðskjálftamælana sem er að finna um landið. Ljósmyndirnar eru af að mismunandi skynjurum sem Veðurstofan hefur sett upp víðsvegar um Ísland til að mæla jarðskjálftatíðni og veður. Þriðjudaginn 25. ágúst mun Jenny vera á svæðinu til að ræða um gagnasöfnun og staðbun­ din og hnattræn áhrif þess. Hvar: Breiðdalssetur, Gamla Kaupfélagið, 760 Breiðdalsvík Hvenær: 16.–26. ágúst, opið daglega frá 11–18


Heslihnetufrappó Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi

ColdBrew

Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið

Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa

Oreofrappó

Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa

Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi

Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa

SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI

Oolong- og engifersmoothie

Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp

Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar

Matchafrappó

Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna

Íslatte

Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali

og grænt íste

Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar

Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp

Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi


20

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

SINFÓNÍAN &ARI ELDJÁRN Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á barnatónleika með tónlistarævintýrinu um Tobba túbu þar sem sögumaður er trúðurinn Barbara og einleikari á túbu Nimrod Ron. Á síðari efnis­ skránni verður sankallað uppistand hjá Sinfóníunni þegar Ari Eldjárn stígur á svið með hljómsveitinni. Athyglinni er beint að glæsilegri klassískri hljómsveitartónlist sem hljómað hefur í mörgum af vin­ sælustu kvikmyndum sögunnar. Má þar nefna tónlistina úr 7. Sinfóníu Beethovens sem flutt var í The King's Speech, danstónlist eftir Offenbach úr Rauðu myllunni og ægifagran kafla úr Enigma-tilbrigðu­ num eftir Elgar sem hljómaði í Elizabeth: The Golden Age. Ari Eldjárn hefur um árabil kitlað hláturtaugar landans með leiftrandi framkomu og skörpum spegli á samtímann. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir.

ÞORSKA­STRÍÐIÐ Uppistand Hugleiks Dagssonar Hugleikur Dagsson mætir aftur á Rosenberg Klapparstíg með uppstands-uppskeru ársins. Hér reynir hann að vinna gegn eigin vanþroska með því að ræða mikilvæg málefni eins og rasisma, Tin­ der og að sjálfsögðu glútenóþol. Sýningin verður haldin fimm sinnum næstu mánuði, þ. 10. septem­ ber, 17. september, 24. september og 8. október.

Hvar: Harpa Hvenær: 22. ágúst kl. 17-18 Miðaverð: Frítt

Hvar: Klapparstígur 25-27 Hvenær: 20. ágúst kl. 21:00

REYKJAVÍKUR MARAÞON 2015 Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning

Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt í hlaupinu. Árið 2014 tóku 15.552 þátt í hlaupinu og hefur fjöldinn farið ört vaxandi undanfarin ár. Það ættu allir aldurshópar að finna vegalengd við hæfi í Reykja­ víkurmaraþoni Íslandsbanka 2015 því það eru sex mismunandi í boði: Maraþon 42,2 km fyrir 18 ára og eldri

10 km hlaup ekki mælt með að yngri en 12 ára taki þátt

Boðhlaup 42,2 km 2-4 hlaupa saman maraþon, fyrir 12 ára og eldri

3 km skemmtiskokk fyrir fólk á öllum aldri

Hálfmaraþon 21,1 km fyrir 15 ára og eldri

Latabæjarhlaup fyrir 8 ára og yngri

Forskráningu á marathon.is lýkur fimmtudaginn 20.ágúst kl.13:00. Allir eru hvattir til að skrá sig á marathon.is því þátttökugjaldið er hærra ef skráð er á skráningarhátíð í Laugardalshöll.

www.cafeparis.is

Hvar: Laugardalur Hvenær: 22. ágúst kl. 08:40 - 14:40 (fer eftir hlaupi) Miðaverð: 1.600 - 12.500 kr.



22

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

TÍSKA

& SÍTA VALRÚN Listakona & stílisti

PATTI SMITH

Í tilefni þess að Patti Smith er á landinu vildum við systur beina sviðsljósi á það hvað hún er endalaust flott og mikill töffari. Hún hélt tónleika á mánudaginn var (17. ágúst) til að fagna 40 ára afmæli fyrstu plötu sinnar, Horses. Fjörtíu ár eru langur tími, en Patti hefur náð allan þennan tíma að vera sannur stíl-icon margra. Okkur finnst hún líka vera það tímalaus að hún nær aftur og aftur til nýrra kynslóða með tónlist sinni og sínu áreynslulausa tískuviti. Hún klæðist oft ,,gender-neutral” afslöp­ puðum fötum, síðum frökkum, hvítum skyrtum, stuttermabolum, blazerum í

yfirstærðum, höttum, grófum stígvélum og rifnum gallabuxum. Hún segist sjálf nota fötin sín þangað til að þau detta af henni. Þarna ættum við öll að taka hana til fyrirmyndar, kaupa minna af fötum og nota þau meira. Í viðtölum hefur Patti Smith sagt að tíska skipti hana miklu máli, að fötin sem hún klæðist gefi henni mikla orku hvort sem það er á götunni eða uppá sviði. Sérstaklega á þetta við um föt frá hönnuðinum og vinkonu hennar Ann Demeulemeester. Patti Smith segist aldrei fara uppá svið án þess að vera í að minnsta kosti einni flík frá Ann.


NÝ EP PLATA KOMIN ÚT CD / LP / STAFRÆNT

www.recordrecords.com www.juniusmeyvant.com


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

OSUSHI SUSHI TRAIN TE & KAFFI Við áttum ferð í Kringluna og fannst okkur tilvalið að kíkja við í glæ­ silegu og endurbættu kaffihúsi Te & Kaffi á 3. hæð við Stjörnutorg. Kaffihúsið hefur heldur betur stækkað en þar eru sæti fyrir ríflega 50 manns. Kaffihúsið er virkilega hlýlegt og tilvalið að tilla sér niður og slappa af yfir góðum bolla með nýbakaðri múffu frá Muffin Bak­ ery. Kaffihúsið er einnig verslun þar sem hægt er að versla hágæða kaffi- og tevörur frá merkjum eins og Hario, Chemex, Keep Cup og Beehouse. Þeir sem hafa smakkað kaffið frá Te & Kaffi vita að það hreinlega getur ekki klikkað. Við mælum svo sannarlega með Te & Kaffi. Einnig skemmir ekki fyrir að glugga í SKE yfir rjúkandi kaffibollanum.

Hvort sem þú ert á hraðferð eða vilt eiga huggulega stund þá er Osushi frábær staður til að fara á. Umhverfið er einstaklega stílhreint og flott og virkilega gaman að setjast niður og láta girnilega rétti koma rúllandi til sín . Fátt er eins skemmtilegt og gott að borða eins og sushi. Á Osushi virðast vera endalausir möguleikar á samsetningu bita. Við fórum og lestin færði okkur frábæra diska, grænmetisdiskar með sætum kartöflum, avocado eða gúrkum, sashimi með lax eða túnfisk, gei­ taostabitar, djúpsteiktar súrsætar rækjur, ómóstæðile­ gur surf´n turf diskur. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi , kjúklingaspjót og súrsætar rækjur, wakame – salat og meira að segja ljúffengt hrosskjötssashimi. Osushi er staður sem maður fer á aftur og aftur og aftur og aftur. Staðirnir eru þrír: í Pósthússtræti, Borgartúni og Hafnarfirði.

KOPAR Í Verbúðinni við gömlu höfnina iðar allt af mannlífi og er þar komin skemmtileg flóra af veitingahúsum og verslunum. Einn af þessum veitingastöðum er Kopar. Staðurinn er eins­ taklega skemmtilega hannaður, stórir gluggar með útsýni yfir höfnina sem skapar frábæra stemningu. Maturinn var einstaklega góður, eins og svo oft þá fengum við sitt lítið af hverju enda svo gaman að fá að bragða á sem flestu. Humar, andarúllur, grjót krabbasúpa og djúsí nautarif, algjör veisla. Þetta var svo toppað með margra hæða eftirrétta disk með hinum ýmsu desertum. Eftir matinn er gaman að setjast með kaffibollann út á veröndina hjá þeim og horfa yfir sjóinn og mannlífið . Dásemd.


ELDSMIDJAN.IS 562 3838 BRAGAGATA 38 A LAUGAVEGUR 81 SUÐURLANDSBRAUT 12


26

HVAÐ ER AÐ SKE

KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN


Bætt heilsa og betri líðan með

Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni

!

T T Ý

MARINE

N

CARALLUMA

PHYTOPLANKTON

FIMBRIATA

auk Spirulina og Chlorella

• Ein hreinasta næring sem fyrirfinnst á jörðinni • Framleiðir meira en 50% af súrefni jarðar • Grunn uppspretta af Omega 3 (EPA og DHA) • Margfaldar orku líkamans • Jafnar pH gildi líkamans • DNA eldsneyti

• Fitubrennsla og þyngdartap • Breyting á fitufrumum í vöðvafrumur • Hungur og þorsti • Orka og úthald

Gimsteinn hafsins

Eyðimerkur brennsla

“Ein næringaríkasta ofurfæða á jörðinni samkvæmt David Wolfe heilsusérfræðingi”

Notað af veiðimönnum í eyðimörkinni fyrir meiri orku og til að seðja hungur.

Veikindabaninn

Hamingjuberin

Fegurðarberin

Græn brennsla

Hindberja brennsla

Heilbrigður svefn

Citrus brennsla

Gullkryddið

Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup

Býður betra val

Alltaf 100% náttúrulegt

www.balsam.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

JURASSIC WORLD

HUMAN CAPITAL

SPY

MAGIC MIKE XXL

ANT-MAN

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI

BÍÓ PARADÍS

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

IMDB: 7,3 ROTTENTOMATOES: 71%

IMDB: 7,4 ROTTENTOMATOES: 81%

IMDB: 7,6 ROTTENTOMATOES: 95%

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLU­ BÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

IMDB: 6,3 ROTTENTOMATOES: 64%

IMDB: 7,9 ROTTENTOMATOES: 79%

SHE’S FUNNY THAT WAY

1001 GRAMS

GIRLHOOD

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

BÍÓ PARADÍS

BÍÓ PARADÍS

IMDB: 6,2 ROTTENTOMATOES: 36%

IMDB: 6,6 ROTTENTOMATOES: 87%

IMDB: 6,8 ROTTENTOMATOES: 95%

INSIDE OUT

TOMORROWLAND

SAN ANDREAS

NÁÐU Í NÝJA SAMBÍÓ APPIÐ HEPPNIR VINNINGSHAFAR Á HVERJUM DEGI

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN AKUREYRI

ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ

IMDB: 8,9 ROTTENTOMATOES: 98%

IMDB: 6,7 ROTTENTOMATOES: 50%

IMDB: 6,6 ROTTENTOMATOES: 50%

Í appinu er hægt að nálgast alla sýningartíma í Sambíóunum, hvað er væntanlegt, myndbrot úr myndum, kaupa bíómiða, tilboð í bíó/ sjoppu, boð um forsýningar/frumsýningar o.s.frv. Einnig er hægt að spila margvíslega bíóleiki þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum. Fólk getur annarsvegar reynt fyrir sér í spurningaleikjum tengdum kvikmyndum og eða snúið lukkuhjólinu. Hægt er að snúa lukkuhjólinu einu sinni á dag en ákveðið hlutfall vinnur bíótengdan varning og/eða bíómiða á hverjum degi. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska kvikmyndaáhugamenn sem geta unnið margvíslega vinninga með því einu að snúa lukkuhjóli og/eða kanna kvikmyndaþekkingu sína en appið er hægt að nálgast í App Store og/eða Google Play neytendum algerlega að kostnaðarlausu.


SNJÖLLU SJÓNVÖRPIN

SJÓNVARPSTILBOÐ LG 49UF695V / 55UF695V • 3D Smart IPS LED sjónvarp • Ultra HD 4K 3840 x 2160p upplausn • Tru ULTRA HD Engine - 4K uppskölun • Triple XD Engine / Ultra Clarity Index • Micro Pixel Control • Real Cinema 24p • Quad-Core örgjörvi • NetCast nettenging með opnum vafra • Þráðlaus Wi-Fi móttakari

• LG Cloud, Miracast, Wi-Fi Direct • 4K HEVC þjöppun (4K 30P, 2K 60P) • Stafrænn DVB-T/C/T2/S/S2 móttakari • Gervihnattamóttakari • 2 x USB 2.0 / USB 3.0 tengi • 3 x HDMI, Scart, Component tengi • USB upptökumöguleiki • Ethernet, Optical út & CI rauf • Magic Remote og síma- / spjaldtölvu app fylgir

700Hz PMI

1200Hz PMI

TILBOÐ

TILBOÐ

199.990

249.990

FULLT VERÐ 229.990

FULLT VERÐ 299.990

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS


30

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

ALVAR AALTO MODEL NO. 41 Þessi stóll var hannaður af hinum heimsfræga finnska hönnuði, Alvar Aalto, um 1931–1932. Stól­ linn sýnir hinn gríðarlega sveigjanleika viðarins og er laus við rétt horn og skarpa rúmfræði. Stól­ linn var upphaflega hannaður af Aalto til þess að nota á heilsuhæli sem hann hannaði, Paimio heilsuhælið. Markmiðið var að skapa form sem

JALO HELSINKI REYKSKYNJARI

myndi bæði róa sjúklingana andlega jafnt sem líkamlega. Forvitni Aalto á efnivið beindist mikið til að viðnum á meðan samtímahönnuðir hans frá Evrópu voru meira að fókusa á stál og ál. Frá viðnum fannst honum stafa meiri hlýja og sner­ tanleiki. Í hönnun stólsins notaði hann krossvið og annan við úr hinum finnsku skógum.

Reykskynjarar eru ekki alltaf þeir flottustu og því er Jalo tekið fagnandi á þessum markaði. Um er að ræða Kupu hönnun eftir Harri Koskinen. Einföld hönnun sem kemur í mörgum mismunandi litum og er með fimm ára ábyrgð. Lumex.is

STRING POCKET HILLA Þessar stílhreinu hillur eru framleiddar af sænska fyrirtækinu String Furniture. Þær voru hannaðar af Nisse Strinning en String Pocket hillurnar koma í stöðluðum útgáfum sem samanstanda af tveimur

hliðarrömmum og þremur hilluplötum. Hægt er að setja fleiri en eina String Pocket hillu saman til að mynda stærri einingu.

HK LIVING BEKKUR HK living er hollenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2009. Þeirra viðhorf til hönnunar er klassísk hönnun með nútímalegu tvisti. Á stuttum tíma hafa þeir náð að dreifa sínu merki um allan heim. Núna selja þeir í yfir 34 löndum, eru orðnir ,,glóbal". Megin áherslan þetta árið er á liti og að gefa vörulínunni nútímalegt útlit. Fallegur bekkur úr endurunnu tekki.

EM PRESSUKANNA Hin klassíska kaffikanna eftir Erik Magnussen sem var hönnuð fyrir Stelton árið 1977 hefur unnið til margra hönnunarverðlauna í gegnum árin. Nú er búið að hanna, í anda hinnar klassísku könnu,

pressukönnu sem heldur jafnframt hita á kaffinu. Kannan heldur sjarma forvera síns og getur inni­ borið átta bolla af kaffi. Þessi útfærsla er hönnuð árið 2010.


Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland


Brandenburg

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

Í skólann á Kia Picanto

– vetrardekk og bensínkort fylgja með!

Senn byrjar skólinn og þess vegna bjóðum við nokkra Kia Picanto LX 1.0 á sérstöku skólatilboðsverði. Bílinn er sparneytinn og þægilegur í akstri. Hiti í framsætum, ABS bremsukerfi og iPod/USB tengi er aðeins brot af ríkulegum staðalbúnaði. Vetrardekk og 30.000 króna eldsneytiskort frá N1 fylgja með. Helsti staðalbúnaður: · 14” álfelgur · Loftkæling (A/C) · ABS bremsukerfi · ESP stöðugleikastýring · 6 öryggisloftpúðar

Útborgun: 193.777 kr. · Hiti í framsætum · Hiti í stýri · Handfrjáls búnaður (Bluetooth) · Rafmagnsrúður frammi og aftur í · Útvarp og geislaspilari

Afborgun á mánuði: 28.777 kr.* Kia Picanto EX 1,0 — bensín, beinskiptur Verð frá 1.930.777 kr. *M.v. 90% fjármögnun í 84 mánuði. 8,9% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 10,62%

Kia Picanto bíður þín í Öskju, Krókhálsi 11. Komdu og prófaðu, við tökum vel á móti þér. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.