1
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 26.08—01.09
#24
SKE.IS
„VIÐ ERUM EIGINLEGA SÖMU JAÐARFÚSKARARNIR.“ VIÐTAL VIÐ MARGRÉTI BJARNADÓTTUR OG FRIÐGEIR EINARSSON, ÞÁTTTAKENDUR Í REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL
2
HVAÐ ER AÐ SKE
Meirihluti sýrlensku þjóðarinnar er nú á vergangi vegna vargaldarinnar þar í landi (stríðsins, viðbjóðsins eða hvað svo sem ástandið skal nefnast). Um það bil tólf milljónir hafa hrakist af heimilum sínum, átta milljónir ekki. Af milljónunum tólf eru átta á hrakhólum innan Sýrlands. Fjórar hafa hrakist yfir landamæri og eru á flótta utan Sýrlands, langflestir í nágrannaríkjunum Líbanon, Jórdaníu og Tyrklandi. Svo ferlegt er ástandið að skandinavískum sumarleyfisgestum á og við strönd Tyrklands verður um og ó af því að sjá vesældina, gaddavírsgirðingar sem virðast hvað á hverju ætla að springa utan af glæpalýð og ömurleika sem eyðileggur bestu baknudd. Lýðurinn – flóttafólkið – reynir að komast inn í Evrópu. Komist það til Evrópuríkis getur það sótt um hæli. Það er jú að flýja stríðsátök! En Evrópa vill fólkið ekki, vill ekki allt þetta flóttafólk, vill ekki að það komi og sæki um hæli sem það hefur rétt á vegna stríðsins. Til Evrópu hafa komist innan við tvö prósent þeirra Sýrlendinga sem eru á flótta vegna stríðsins í heimalandinu. Stríðs þar sem báðar fylkingar fremja hryllilega stríðsglæpi, ekki í undantekningartilfellum heldur að staðaldri. Við viljum ekki sjá neyð fólksins þegar við liggjum í sólbaði suður við Miðjarðarhaf. Og við viljum ekki sjá hana þegar við verslum í matinn hér heima fyrir eða sækjum börnin okkar á íþróttaæfingar. Við viljum helst ekkert af henni vita. En við vitum öll af henni, og við vitum líka að fólkið sem um ræðir er fólk rétt eins og við – ég, þú og þau þarna í næsta húsi – sem vill fá að lifa, vera, elska börnin sín og maka. Nákvæmlega eins og við. Það á heimtingu á tækifærum til þess. Tækifærum sem til dæmist gætu gefist á Íslandi.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari & forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Margrét Bjarnadóttir og Friðgeir Einarsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Menningarnótt: Brynjar Snær Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Greta Þorkelsdóttir Hönnun: Hlynur Ingólfsson/ Lifandi Verkefni ehf
GÖTUR REYKJAVÍKUR í amstri dagsins streetsofreykjavik.com
ERU liðirnir STIRÐiR? PRÓFAÐU AÐ BÆTA LEGUM U R Ú T T Á N VIÐ LAUSNUM LÍF ÞITT!
Hefur þú leitað í lausnir náttúrunnar? Það eru ótal leiðir mögulegar í átt að betri líðan. Komdu í Heilsuhúsið. Við ráðleggjum.
4
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
A&E SOUNDS útgáfutónleikar
RETRO STEFSON Í TÚNINU HEIMA 2015 Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, fer fram dagana 28.-30. ágúst. Fjölbreyttir menningarviðburðir í boði um allan bæ, tónleikar, myndlistarsýningar, útimarkaðir og íþróttaviðburðir svo fátt eitt sé nefnt. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöld þegar stórtónleikar fara fram á miðbæjartorgi og stíga ávallt landsþekktar hljómsveitir, ásamt heimamönnum, á svið. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Mosfellsbæjar og facebook.
Hljómsveitin Retro Stefson heldur ókeypis tónleika á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Sveitin er þekkt fyrir dansvæna tónlist og mun keyra hart á hana eins og þeim er venjan. Retro Stefson hefur verið að skemmta sjálfum sér og öðrum með sköpunargleði sinni síðan í grunnskóla en hljómsveitin var stofnuð í Austurbæjarskóla sem verkefni innan veggja hans. Hún er nú orðin ein þéttasta og skemmtilegasta hljómsveit eyjarinnar. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 29. ágúst kl. 21-23 Miðaverð: Frítt
Microgroove Session verður haldið í sjötta sinn nú á föstudaginn. A & E Sounds gerðu plötu sem er nú að koma út á vínyl og er útgáfu þess nú fagnað með tónleikum og almennu partýstandi. Mr. Sævar Markús þeytir svo skífum eftir tónleikana. Hvar: Boston Reykjavík, Laugavegur 28b Hvenær: 28. ágúst kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Mosfellsbær Hvenær: 28.-30. ágúst Miðaverð: Frítt
MELODICA REYKJAVÍK FESTIVAL 2015 Tónlistarhátíðin Melodica Reykjavík heldur í heiðri samfélagi innlendra og erlendra tónskálda. Þetta árið mun hátíðin vera á Loft Hostel í Bankastræti og Café Rosenberg á Klapparstíg helgina 28. - 30. ágúst. Um 20 innlend og erlend tónlistaratriði verða á hátíðinni.
Dagskráin:
LILMAN Lilman er fiðluleikari, söngvari og tónskáld frá Treaty 7 Territory (Calgary, Alberta, Canada). Tónlist hennar má flokka sem Free eða Wyrd Folk, þar sem hún tvinnar saman sterkum þjóðlagahefðum og óhljóðalist, framúrstefnu og frjálsum spuna. Þegar hún vinnur með strengi í útsetningum og tónsmíðum sínum, tengir hún þær við efnisleika hljóðfæranna sjálfra. Hún notast við framúrstefnulega tækni, sem býður áheyrendum í hljóðheim viðarins, hrosshára fiðlubogans og stáls strengjanna, og leggur þannig grundvöll fyrir tilfinningaleg átök ljóðanna í hverju verki fyrir sig.
Sem ljóðskáld er Lilman hrifin af hinum sveitarrómantísku mýtum óbyggða og auðna, og hvernig fortíðin og nútíðin tengjast í gegnum þær. Í textum sínum vinnur hún einnig með kortafræði og örnefni og útsetur á mínímalískan hátt. Í Mengi mun Lilman spila sólómúsík fyrir rödd og fiðlu, frumsamið efni auk þess sem hún spinnur finan tónvef á mörkum akústík og raftónlistar. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 27. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
Föstudagur: Cafe Rosenberg 21.00 Svavar Knútur 21.30 Torben Stock (DE) 22.10 Bram Van Langen (NL) Laugadagur: Loft Hostel 16.00 Eggert Einer Nielson 16.40 Rebekka Sif 17.20 Sveinn Guðmundsson 18.00 Mantra 18.40 Helgi Valur 19.20 Torben Stock (DE) 20.00 Hello Piedpiper (DE) 20.40 Poems for Jamiro (DE) Sunnudagur: Loft hostel 16.00 Friday Night Idols 16.40 Anna Helga 17.20 Simon Vestarr 18.00 One Bad Day 18.40 Owls of the Swamp (AU) 19.20 Næmi
23.00 Hello Piedpiper (DE) 23.50 Poems for Jamiro (DE) 00.40 Spaceships are Cool (UK)
Cafe Rosenberg 21.30 Lori Kelley (US) 22.10 Meadows Ever Bleeding (SE) 23.00 Ava (NO) 23.50 Charlie Rauh (US) 00.30 Hemúllinn
20.00 20.40 21.20 22.00
Insol Hinemoa Meadows Ever Bleeding (SE) Myrra Ros
Miðaverð: Frjáls framlög
www.fabrikkan.is
borðapantanir á www.fabrikkan.is og í síma 575 7575
Sækið kortið og þið fáið
FAbRIKKUBoRgARA Á 1500 KALl, MoRtHEnS Á 1700 KALl ÖlL HÁDEgI & 10 BoRgARANn FrÍTt!
www.facebook.com/fabrikkan
www.youtube.com/fabrikkan.
www.instagram.com/fabrikkan
6
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
RAE SREMMURD
JUST ANOTHER SNAKE CULT & WESEN Hin íslenska Just Another Snake Cult og nýliðarnir í tónlistarsenu Íslands, WESEN koma fram á Kexinu þetta kvöld. Um gott sambland af elektrónískri og síkadelískri popptónlist verður að ræða. WESEN er skipuð þeim Júlíu Hermannsdóttur úr Oyama og Loga Höskuldssyni úr Sudden Weather Change.
Ein heitasta hljómsveit heims er væntanleg til Íslands 27. ágúst og heldur stórtónleika í Höllinni. Hljómsveitina skipa bræðurnir Swae Lee og Slim Jimmy sem eiga nokkuð langan feril að baki þrátt fyrir ungan aldur. Bræðurnir, sem eru rétt um tvítugt, ólust upp í Tupelo sem er eitt versta fátækrahverfið í Missisippi. Árum saman bjuggu
þeir á götunni og neyddust til að leita skjóls í yfirgefnum húsum, en unnu hörðum höndum að tónlistinni þrátt fyrir kröpp kjör. Árið 2013 snerist gæfan þeim í vil þegar þeir hófu að gefa út tónlistina sína á Youtube. Lögin "No Type" og "No Flex Zone" slógu í gegn og þeir skutust upp á stjörnuhimininn á mettíma. Það fyrrnefnda er komið með
Dagkráin er eftirfarandi: 19.00 Húsið opnar 19.30 Hermigervill DJ 20.00 Hr Hnetusmjör + Frikki Dór 20.20 Retro Stefson
20.40 21.00 21.30 22.30
Gísli Pálmi Pell RAE SREMMURD Áætluð lok
Hvar: Laugardalshöll Hvenær: 27. ágúst kl. 19:30 Miðaverð: 7.990 kr. Nánar: midi.is
Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 26. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
MILKY WHALE Milkywhale er glænýtt tónlistarverkefni danshöfundarins Melkorku Sigríðar Magnúsardótttur og Árna Rúnars Hlöðverssonar. Saman hafa þau skapað röð popplaga sem virka á mann sem sjónrænt ferðalag inn í hljóðheima og dansflutning. Þessir tónleikar innihalda meðal annars ástina, trampólinæfingar, hvali og hvít dýr. Hvar: Tjarnabíó Hvenær: 26. og 27. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr. Nánar: midi.is
tæplega 252 milljónir spilana á Youtube. Vinsældir hljómsveitarinnar eru á örskömmum tíma orðnar slíkar að nýjasta lag þeirra "Thro Sum Mo", sem skartar stórstjörnunni Nicki Minaj þaut strax á topp 10 lista hér um bil allra útvarpsstöðva í Bandaríkjunum.
CONTAINER Á PALOMA Þriðjudaginn 1. september næstkomandi mun FALK hópurinn blása til tekknó veislu í kjallara Paloma. Aðal númer kvöldsins er CONTAINER sem er upprennandi tekknó stjarna frá Bandaríkjunum. Þetta verða fyrstu tónleikarnir hans á átta vikna tónleikaferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötuna ,,LP”. Um upphitun sjá The Hidden People og ULTRAORTHODOX. Container er hliðarsjálf Ren Schofield frá Providence, Rhode Island í Bandaríkjunum. Hann leikur taktdrifna en minimalíska raftónlist með miklum noise áhrifum. Hljóðheimurinn einkennist af mikið hljóðbreyttum trommusömplum, feedback loopum sem eru í senn krefjandi hljóðverk en samt dansvænir tekknó slagarar. Þessi tenging
hans við noise tónlist er þó ekki úr lausu lofti gripin því Ren hóf tónlistarferil sinn undir nafninu God Willing. Það var svo árið 2009 sem hann uppgötvaði allt í einu minimal techno tónlist frá tíunda áratugnum og ákvað að leika sér með þetta tónlistarform. Síðan þá hefur hann gefið út 3 plötur í fullri lengd (sem allar heita LP) og tvær EP plötur hjá útgáfufélögum á borð við Spectrum Spools, Morphine, og Liberation Technologies. Það má líka, til gamans, segja frá remixi sem hann gerði af Four Tet smellinum Kool FM sem kom út á Spectrum Spools í júní síðastliðnum. Það er því ekki hægt að segja annað en að hér er um að ræða spennandi nýja tónlistarstefnu sem Container
er í framvarðasveit fyrir. Þessi samblanda af techno og noise tónlist er umtöluð sem eitt af því nýjasta sem er að gerast í raftónlistarheimum í dag. Upphitun kvöldsins er svo ekki af verri endanum. Þar ber fyrst að nefna ULTRAORTHODOX eða Arnar Má Ólafsson sem nýverið hefur vakið athygli fyrir frumraun sína, Vital Organs, sem FALK gaf út í júní. Hún fékk meðal annars frábæra dóma í vefritinu The Quietus sem kallaði útgáfuna ,,incredible debut”. Hitt upphitunaratriðið er svo í höndum Kára Guðmundssonar og Sigga Jack undir nafningu The Hidden People. Þeir hafa báðir verið viðloðandi danssenuna undir ýmsum nöfnum en vinna nú saman að framleiðslu harðra techno takta.
Tónleikarnir eru skipulagðir af FALK hópnum (Fuck Art Let’s Kill), sem hafa síðan 2008 unnið ötult starf fyrir áhugafólk um tilraunakennda tónlist. ,,Við erum súperspenntir að fá þennan listamann hingað upp”, segir Baldur Björnsson FALKlimur og KRAKKKBOT. ,,Ren er að verða þekktur fyrir að byggja upp brjálaða stemmingu á dansgólfinu og er nýjasta afurð hans ein af útgáfum ársins. Það verður rennandi sveittur stemmari á Paloma þetta kvöld. Algjört dúndur”. Hvar: Paloma Bar, kjallari Hvenær: 1. september kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr. www.falkworld.bandcamp.com
152800 •
SÍA •
PIPAR\TBWA
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
152800
Bakarí og kaffihús Bakarameistarans taka vel á móti þér. Bakarí og kaffihús Bakarameistarans taka vel á móti þér.
Nýbakað brauð, kökur og smurt brauð allan daginn – alla daga.
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
Nýbakað brauð, kökur og smurt brauð allan daginn – alla daga.
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
„VIÐ ERUM EIGINLEGA SÖMU JAÐARFÚSKARARNIR.“
,,[Þ]AÐ ER ENGINN FORINGI EÐA YFIRMAÐUR”
Dagana 25. til 30. ágúst fer danshátíðin Reykjavík Dance Festival fram í Reykjavík í samstarfi við alþjóðlegu sviðslistahátíðina Lókal, með pompi, prakt og glæsilegri dagskrá. Í tilefni af því tók SKE tvo þátttakendur í hátíðinni tali, þau Margréti Bjarnadóttur danshöfund og Friðgeir Einarsson sviðslistamann. Réttara væri eflaust að kalla þau bæði fjöllistamenn eða sleppa einfaldlega forskeytum og tala um listamenn en þau hafa bæði fengist við ýmsar greinar og unnið á mörkum þeirra og máð þau út. Við fórum um víðan völl og á meðal þess sem við drápum á eru RDF og Lókal, löngu tímabær dauði íróníunnar og draumar um hljóðfæraleik.
Margrét: Ég vinn í dansi og myndlist. Er búin að vera í svona hvíld frá dansi í dálítinn tíma og hef meira einbeitt mér að myndlist og skrifum. En Reykjavík Dance Festival fékk mig til að sjá um opnunaratriði hátíðarinnar. Ég er í raun ekki að semja alveg sjálfstætt verk heldur bara sérstaklega að sjá um þetta tilefni, eins og til að setja festivalið. Ég lít meira á þetta sem setningarathöfn sem sérstaklega er búin til fyrir þessa stund og stað.
höfum við gert þrjár sýningar og fundið okkur einhvers konar tón eða form og erum eiginlega komnir að þeim tímamótum þegar okkur langar að gera eitthvað nýtt og erum í hálfgerðri krísu vegna þess. Verkið sem við ætlum að flytja á hátíðinni núna heitir Krísufundur eða Crisis Meeting upp á ensku. Það fjallar um þrá okkar eftir því að þroskast og þróast bæði sem persónur í raunveruleikanum og á leiksviðinu og við bjóðum áhorfendum að fylgjast með því ferli.
Ske: Svona svipað og á leikvöngunum á Ólympíuleikum?
Ske: Þetta hafa verið leikverk sem þið setjið upp, eða hvað?
Margrét: Já, einmitt. Svona blanda af því og presti, sem flytur hugvekju. Þetta er bara eins manns show (sjóv). En það er allavega enn mjög opið hvað ég mun gera.
Friðgeir: Já, við höfum stundum kallað þetta fyrirlestraleikverk. Jafnvel fyrirlestraleikrit. Þetta eru fyrirlestrar um málefni sem eru okkur hugleikin en með söguþræði og persónurnar þurfa að kljást við eigin djöfla til að koma viðfangsefninu til skila. Persónurnar í verkunum bera sömu nöfn og við leikendurnir en þrífast eiginlega í hliðstæðum veruleika þar sem þeirra samskipti og samskiptamynstur eru dálítið óheilbrigðari og ýktari en okkar. Og þar af leiðandi áhugaverðari. Þeir eiga að líkindum áhugaverðari tilvist en við en eru að sama skapi óhamingjusamari. Nú höfum við unnið með þessar persónur í þrjú ár og þær eru líka orðnar leiðar á stöðnuninni.
Ske: Þú ert semsagt enn að semja? Margrét: Já, ég er svona að reyna að skynja stemninguna og bregðast einhvern veginn við henni. Ske: Ég tók eftir því að þú ert með trommukjuða meðferðis. Tengjast þeir eitthvað þessari opnun? Margrét: Já, ég byrjaði að læra á trommur í vetur. Byrjaði að fara í trommutíma. Það er svona eiginlega næsta listformið sem ég á eftir, sem ég á eftir að fá innsýn í. Tónlistin á ég við. Ég spila ekki á neitt hljóðfæri. Það er eldgamall draumur að læra á trommur. Friðgeir: En ætlarðu sem sagt að spila á trommur við setninguna? Margrét: Já, ég hugsa það. Ég ætla að telja inn í hátíðina. Ske: Einmitt. Ég sá líka höfð eftir þér dálítið áhugaverð orð, sem þú skrifaðir víst einhvern tímann fyrir löngu, á þá leið að ef þú væri hljóðfæri þá værirðu selló sem vildi vera trommusett. Margrét: Já, það er nú bara eitthvað sem ég skrifaði í dagbókina mína sem unglingur eða um tvítugt og lýsti mér mjög vel á þeim tímapunkti. En það hefur svona aðeins breyst, það eru meiri trommur í mér núna. Og kannski er það þess vegna sem ég gat stigið þetta skref, að fara að læra að spila á trommur. Ske: Frábært. Friðgeir: Á ég að segja frá mér núna? Margrét: Reyndu að trompa þetta! Friðgeir: Þá get ég eins bara farið. Ég get ekki trompað þetta. Neinei, ég semsagt hef starfað við leiklist – ásamt reyndar skriftum og nokkrum öðrum listum – síðustu ár og einkum verið í sjálfstæðu senunni. Síðustu ár hef ég starfað með leikhópnum Kriðpleiri. Kjarninn í honum erum ég, Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson og Bjarni Jónsson. Saman
Margrét: Og eru þær að breytast Friðgeir: Þær vilja breytast, jú og eru að breytast. Ske: Er það liðin tíð að dans sé nokkurn veginn það að hreyfa sig í takt við tónlist? Margrét: Nei, alls ekki. Ég held meira að segja að það sé verk á hátíðinni sem fjallar beinlínis um þetta. Um afturhvarf til þess að dansa við tónlist. Þar er dansað við heila teknóplötu, eins og hún leggur sig, við alla taktana og hvert einasta hljóð á plötunni. Friðgeir: Er þetta ekki dálítið að koma aftur? Margrét: Mér finnst það. Nú er búinn að vera svo mikill texti í dansverkum en nú virðist vera svona afturhvarf í grunninn. Nú þykir aftur fínt að dansa bara og segja ekki orð. Friðgeir: Er kannski verið að hafna íróníunni að einhverju leyti? Margrét: Jaa, jú, ég veit það ekki. Mér finnst reyndar hvort tveggja geta verið írónískt – og ekki írónískt. Friðgeir: Þegar við kynntumst og vorum fyrst að vinna saman þá var dálítið trend að færa allskonar fyrirbæri inn á sviðið. Svona eins og mig og hesta og allskonar rugl sem tengist dansi ekki á neinn augljósan hátt. Margrét: Dansinn þurfti svo mjög á því að halda. En núna er eins og hann sé
10
HVAÐ ER AÐ SKE
meira og meira að losa sig við allan svona óþarfa, berstrípa sig. Þetta var orðið svo ruglingslegt fyrir fólk, hvað dans væri. Neinei, ég segi svona. Það má allt. En ég er búin að kynna mér dagskrána og hún er ofboðslega flott og erlendu gestirnir líka margir mjög spennandi. Ske: En lítur þú á þig sem dansara, Friðgeir? Friðgeir: Nei, ég geri það ekki. Á tímabili, fyrir nokkrum árum, vann ég mikið með sjálfstæðum hópum og meira með dönsurum en ég geri í dag. Þá tók ég þátt í verkum þar sem bæði voru leikarar og dansarar, t.d. Húmanimal, sem Magga tók líka þátt í. Þá var mér oft ruglað saman við dansara. Fólk fór að brydda upp á danstengdum umræðuefnum í kokteilboðum. Margrét: Í nokkur ár héldu margir að þú værir dansari. Svo þú hættir að umgangast mig. Friðgeir: Já, ég hætti alveg að vinna með Möggu og Sögu Sigurðar [dansara, innsk. blm.]. Ég sakna þessa fólks mikið en þetta var óhjákvæmilegt. Neinei, mér fannst þetta dálítið fyndið til að byrja með en svo fór mér að finnast þetta ósanngjarnt gagnvart raunverulegum dönsurum, fólki sem hefur hæfileika, reynslu og menntun til að kalla sig það. Margrét: Ég segi það nákvæmlega sama og Friðgeir. Ég kalla mig ekki dansara og mér fyndist ég vera að sýna fólki sem hefur meiri hæfileika og getu sem dansarar og starfa sem slíkir vanvirðingu með því að kalla mig það sjálf. Jafnvel þó að ég sé menntaður danshöfundur þá ætlaði ég mér aldrei að verða og er ekki dansari. Ég geri skýran greinarmun þar á. Þó ég dansi alveg, bara svona eins og Friðgeir í verkum. Eða hreyfi líkamann einhvern veginn. Friðgeir: Þó þú hafir fengið virt listaverðlaun sem dansari ársins. Margrét: Já, þó ég hafi fengið það grafið í gullstyttu þá er ég ekki dansari. Og þó ég hafi lært ballett í þrettán ár þá er ég ekki dansari. Ég hef val. Ske: Þið virðist bæði vera fljótandi í ykkar listsköpun, snertið á öllum mögulegum listgreinum. Margrét: Ætli við séum ekki svipuð að því leyti að við þurfum fleiri en einn miðil til að koma hlutum frá okkur. Friðgeir: Já, einmitt. Margrét: Að öðru leyti erum við ekki vitund lík. Friðgeir: Til að byrja með leit ég á skriftir sem köllun mína. Svo leiddist ég einhvern veginn út í leiklist, af því að mér fannst það skemmtilegra en að skrifa. Svo ég fór í nám sem nefndist fræði og framkvæmd en heitir núna Sviðshöfundanám, í LHÍ. Þar lærir maður í raun ekkert ákveðið, það er að segja maður lærir ekki að verða leikari, leikstjóri eða höfundur, þannig að það átti einhvern veginn fyrir mér að liggja að verða nokkurs konar listrænn bastarður. Eða fúskari. Jaðarfúskari. Margrét: Nú fer þetta að verða dálítið vandræðalegt því allt sem þú segir get ég endurtekið. Skrifin voru líka alltaf mín fyrsta köllun. Svo, af því að það var á einhvern hátt ekki nóg, var að einhverju leyti takmarkandi að einblína á það, þá fór ég í danshöfundanám. Til þess eiginlega að geta notað bæði skrifin og myndlistina þar. Við erum eiginlega sömu
jaðarfúskararnir. Friðgeir: Er það nógu lýsandi orð? Margrét: Nei, það er eiginlega vonlaust orð. Mjög vont. Friðgeir: Það er náttúrulega ákveðin uppgerðarhógværð, að kalla þetta jaðarfúsk. Það gæti misskilist. Hvað myndi unga óíroníska fólkið kalla þetta? Jaðarstjarna? Margrét: Regnbogastjarna? Friðgeir: Já. Margrét: Nú hafa líka Reykjavík Dance Festival og sviðslistahátíðin Lókal sameinast með sitt prógramm sem er afskaplega rökrétt. Þær fóru fram á sama tíma og þar var oft mikið samstarf. Og verkin sem sýnd voru á annarri hátíðinni áttu oft alveg eins heima á hinni. Friðgeir: Báðar tvær ótrúlega áhugaverðar hátíðir sem óþarft er að séu í einhverri keppni sín á milli. Á Lókal voru oft sýnd ívið tilraunakenndari leikverk en í stóru húsunum. Þar mátti oft sjá það sem efst var á baugi í samtímasviðslistum í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Ske: Það virðist vera ofboðslega mikið fútt í þessum tilraunageira, framúrstefnu eða hvað maður kallar það, alveg heljarinnar stuð. Margrét: Já, eðli málsins samkvæmt hafa mestu formtilraunirnar átt sér stað þar – nú er ég að tala um dansinn – og þar hefur orðið mesta breytingin. Friðgeir: Þegar ég var að koma mér af stað í sviðslistunum og kynna mér það sem var efst á baugi erlendis þá upplifði ég það svo að mesta gróskan, það sem mest var spennandi, væri í dansinum. Margrét: Já. Húmanimal var kannski tilraun í þá átt. Nú gleymdi ég uppgerðarhógværðinni. Ske: Þið voruð bæði í Humanimal, er það ekki? Margrét: Jú, og við höfum unnið nokkur verk saman. Við vorum í hópi sem nefndist Ég og vinir mínir. Humanimal var fyrsta sýningin, svo kom Verði þér að góðu. Friðgeir: Svo gerðum við Ókyrrð með Ragnari Ísleifi vini okkar. Margrét: Og svo The Island. Friðgeir: Já, við vorum alltaf að vinna saman. Nú erum við hætt að umgangast. Margrét: Af því að Friðgeir vill ekki vera bendlaður við dans. En ég er ekki lengur dansari svo við getum aftur farið að umgangast hvort annað. Á þeim fallegu nótum látum við þetta gott heita enda viðtalið, þegar hér er komið við sögu, löngu komið úr okkar höndum, orðið samtal og hafið upp á hærra tilvistarþrep. Ske þakkar Margréti og Friðgeiri hjartanlega fyrir spjallið og óskar þeim, og öðrum sem koma að hátíðinni, gleðilegs leiks, dans og yfirleitt alls.
Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml
Engin aukaefni
Aldrei unnið úr þykkni
Enginn viðbættur sykur
Kælivara
Barnasmoothie 180 ml
Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti
Smoothie 250 ml
12
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
RYTHMATIK OG CASIO FATSO Rythmatik þekkja margir enda ríkjandi sigurvegarar Músíktilrauna og alla jafna fínir gaurar. Lagið þeirra Sleepyhead er í bullandi spilun og strákarnir á fullu að spila út um allt. Casio Fatso gaf nýverið út plötuna Controlling the World from my Bed sem hefur fengið glimrandi viðtökur og umfjöllun. Þeir munu nú hefja stórsókn á tónleikastaði bæjarins með því markmiði að vera áberandi út árið 2015 Hvar: Dillon, Laugavegur 30 Hvenær: 29. ágúst kl. 22:00 Miðaverð: 500 kr. Nánar: casiofatso.com
REGGÍHÁTÍÐ Í GAMLA BÍÓ Reggí tónlistarmaðurinn Rocky Dawuni kemur fram ásamt hljómsveit á tónleikum í Gamla Bíó á sunnudaginn og verður þar í góðum félagsskap AmabAdamA sem munu hita upp. Rocky Dawuni er mikils virtur tónlistamaður víða um heim en hann notar tónlistina til þess að berjast fyrir mannréttindum, koma skilaboðum sínum á framfæri ásamt því að tengja fólk af ólíkum menningarheimum. Hann er aktivisti sem berst fyrir friðaruppbyggingu og mannréttindamálum í Afríku, en sjálfur er hann frá Ghana. Hann er meðal
annars sendiherra Sameinuðu Þjóðanna og talsmaður fleiri hjálparsamtaka. Tónlist hans er undir áhrifum listamanna á borð við Fela Kuti, Bob Marley, Michael Franti, K'naan og Matisyahu og hefur Rocky gefið út 6 plötur, sú síðasta í mars á þessu ári sem ber titilinn Branches of the Same Tree. Rocky Dawuni var á lista CNN yfir topp 10 tónlistarmenn frá Afríku og hefur hann deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz Janelle Monae og John Legend. Þá hefur tónlist
hans meðal annars hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA. Fyrr um daginn verður fjölskylduhátíð þar sem AmabAdamA spila. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 30. ágúst kl. 15:00 og 21:00 Miðaverð: 3.500 kr. (Rocky Dawuni) / 1.000 kr. á fyrri tónleika (frítt fyrir 10 ára og yngri) Nánar: midi.is
JÓNAS SEN ÁKI ÁSGEIRSSON Áki Ásgeirsson er frá Garði á Rosmhvalanesi. Hann hefur samið tónlist til lifandi flutnings, raftónlist, gagnvirkar innsetningar og vídeó. Á efnisskránni verður raftónlist af ýmsum toga: 290° fyrir rafstýrðar flug vélabremsuskálar 241° raftónlist gerð með ljósmyndum frá Fönfirði við Scoresbysund 313° fyrir tvær túbur, steina, rödd og sínusgjafa (endurútsetning 2015)
264° 240° 296°
fyrir rödd, reykvél og MIDI stýranlegt orgel fyrir rödd og tölvu fyrir reiðhjól og rafhljóð
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 29. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
Jónas Sen er með meistaragráðu í tónlistarfræðum frá tónlistardeild City University í London. Hann er einnig með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hann er auk þess með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam líka píanóleik hjá Monique Deschaussées í París. Jónas hefur verið tónlistargagnrýnandi við Fréttablaðið síðan árið 2010. Hann hefur skrifað fjölda greina um tónlist fyrir ýmis önnur dagblöð og tímarit – Pressuna, Eintak, Morgunpóstinn, Alþýðublaðið, DV, Morgunblaðið, Mannlíf og Tímarit Máls og menningar. Jónas hefur starfað mikið með Björk Guðmundsdóttur. Hann var hljómborðsleikarinn á tónleikaferðalagi Bjarkar um heiminn á árunum 2007 og 2008. Hann var einnig
hljóðfæraleikari á hluta af nýafstöðnu tónleikaferðalagi Bjarkar sem hún efndi til í kjölfar síðustu plötu sinnar, Biophiliu. Jónas hefur, í samstarfi við Björk, útsett og umritað fjölda laga hennar fyrir hljómborðshljóðfæri. Þar á meðal eru útsetningar hans og Bjarkar á lögunum á Biophiliu sem er að finna á iPad og iPhone útgáfu plötunnar. Jónas hefur samið tónlist fyrir leikhús. Hann samdi tónlist við leikverk Gabrielu Friðriksdóttur, The Black Spider, sem sýnt var í Zurich 2008. Enn fremur samdi hann tónlist ásamt Valdimar Jóhannssyni fyrir H, an Incident, sem var frumsýnt í Brussel 2013. Jónas og Valdimar sömdu tónlist fyrir sýningu Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Svartar fjaðrir, sem var opnunarsviðsverk Listahátíðar í
Þjóðleikhúsinu í maí 2015. Þeir voru tilnefndir til Grímuverðlaunanna fyrir tónlistina. Þrjár sjónvarpsþáttaraðir sem Jónas hefur stjórnað fyrir RúV hafa allar hlotið tilnefningu til Edduverðlaunanna. Þetta eru Tíu fingur, Átta raddir og Tónspor. Hann vinnur nú að fjórðu þáttaröð sinni fyrir RúV. Hún verður sýnd í sjónvarpinu haustið 2015. Jónas semur mikið raftónlist og hefur áður leikið hana á Extreme Chill hátíðinni og á Airwaves. Hann mun koma fram á báðum hátíðunum í ár. Jónas er kennari í píanóleik við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 28. ágúst kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
SNJÖLLU SJÓNVÖRPIN
SJÓNVARPSTILBOÐ LG 49UF695V / 55UF695V • 3D Smart IPS LED sjónvarp • Ultra HD 4K 3840 x 2160p upplausn • Tru ULTRA HD Engine - 4K uppskölun • Triple XD Engine / Ultra Clarity Index • Micro Pixel Control • Real Cinema 24p • Quad-Core örgjörvi • NetCast nettenging með opnum vafra • Þráðlaus Wi-Fi móttakari
• LG Cloud, Miracast, Wi-Fi Direct • 4K HEVC þjöppun (4K 30P, 2K 60P) • Stafrænn DVB-T/C/T2/S/S2 móttakari • Gervihnattamóttakari • 2 x USB 2.0 / USB 3.0 tengi • 3 x HDMI, Scart, Component tengi • USB upptökumöguleiki • Ethernet, Optical út & CI rauf • Magic Remote og síma- / spjaldtölvu app fylgir
700Hz PMI
1200Hz PMI
TILBOÐ
TILBOÐ
199.990
249.990
FULLT VERÐ 229.990
FULLT VERÐ 299.990
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
14
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
SJÓLAG Finnbogi Pétursson Listamaðurinn Finnbogi Pétursson opnar sýningu sína Sjólag í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17. Finnbogi Pétursson (f.1959) er Íslendingum að góðu kunnur fyrir hugmyndalist sína, þar sem hann vinnur á mörkum ólíkra listforma og fléttar saman skúlptúr, hljóði og arkitektúr svo úr verða margvíðar innsetningar. Á sýningunni í Gallerí Gróttu kveður við annan tón en þar sýnir Finnbogi tvívíð verk undir heitinu Sjólag, sem eru eins konar stillimyndir af sjávarlandslagi. Með aðstoð tölvustýrðs rita og lögmálum hnitakerfisins dregur Finnbogi upp mynd af yfirborði sjávar suður af Eskifirði þar sem munnmælasögur og gömul rit lýstu staðsetningu fengsælla miða. Í íslenskri atvinnusögu voru fá leyndarmál betur varðveitt en staðsetning fiskimiða, en hvert verk býr yfir sögu um slíka leiðarlýsingu.Teikningarnar sjálfar taka svo mið af fyrirframgefinni sjóveðurspá, vindstefnu og ölduhæð. Finnbogi lærði við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Hann hefur sýnt víða um heim og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001. Hvar: Gallerí Grótta, Eiðistorg, 170 Reykjavík Hvenær: 27. ágúst kl 17:00 Opið: Opið mán.–fim. 10-19, fös 10–17, lau 29. ágúst og sun 30. ágúst kl. 13–17
ATLAS Ana Borralho & Joao Galante (Lissabon), RDF, Lókal Þetta verður eitthvað! 100 Reykvíkingar, fulltrúar hinna ýmsu starfsstétta borgarinnar, stíga á stóra svið Borgarleikhússins í sýningunni „Atlas“ eftir portúgölsku listamennina Borralho & Galante. Verkið dregur nafn sitt af gríska guðinum Atlas sem var dæmdur til þess að bera heiminn á herðum sér og er innblásin af hugmyndum listamannsins Joseph Beuys sem hélt því fram að innst inni væru allir listamenn. Einstæður viðburður sem enginn má missa af! Hvar: Borgarleikhúsið, Listabraut 3 Hvenær: Fimmtudaginn 27. ágúst kl: 19:00 Miðasala: tix.is Verð: 2900.-
EKKISENS KYNNIR: HÚSTAKA II Bergstaðastræti 25, Reykjavík. Hópur listamanna sýnir verk á hústökusýningu Ekkisens í tveggja hæða 100 ára gömlu einbýlishúsi á Bergstaðastræti 25. Sýningin er önnur í röð hústökusýninga á vegum Ekkisens, sýninga- og viðburðarýmis, en fyrr í sumar var opnuð hústökusýning í niðurníddu einbýlishúsi á Stöðvarfirði. Í kringum tuttugu listamenn úr öllum áttum hafa boðað þátttöku sína í hústökusýningunni á Bergstaðastræti og viðburðurinn opnar laugardag-
inn 29. ágúst kl. 17:00. Markmiðið með hústökusýningunum er að viðhalda sjálfbærni í sýningarstarfsemi myndlistarmanna og virkja sköpunarkraftinn. Saga hússins Húsið á Bergstaðastræti 25 var byggt fyrir rúmlega 100 árum sem lítið kot. Var það skipstjóri sem reist hafði sér einbýlishús í bakhúsinu á 25B, sem lét smíða kotið undir systur sína, en hún var einstæð og hafði eignast barn í lausaleik. Í dag er húsið partur af
eignasafni Hildu, dótturfélag eignasafns Seðlabankans, en í því eru eignir sem komust í eigu Seðlabankans þegar samið var um yfirtöku hans á eignum og skuldum Dróma árið 2013. Nú stefnir Seðlabankinn að sölu á öllu eignarsagninu í heilu lagi. Sýningin verður opin fram að útburði. Léttar veigar á opnun, verið velkomin. Hvar: Bergstaðastræti 25, Reykjavík. Hvenær: Laugardaginn 29. ágúst kl. 17:00.
NORÐURLÖNDIN SAMEINAST: NORDIC UNITY Launch partý 4. september Martin Ferretti, einn afkastamesti viðburðahaldari í Evrópu og maðurinn bakvið Street Star hátíðina, sem er önnur stærsta street dans hátíð í Evrópu, ásamt Marie Kaae frá Danmörku eru aðalsprautur verkefnisins. Það er mikill heiður að poppa upp á radar hjá manni eins og Martin sem hefur unnið að svo stórum og eftirtektarverðum verkefnum eins og Street Star og Juste Debout t.d. Markmið þeirra var að sameina alla toppana í street dansi á Norðurlöndunum og efla danssenuna til frambúðar. Skólanum, Dans Brynju Péturs, hefur nú verið flogið út á tvær ráðstefnur, sú fyrri í Stokkhólmi í mars og sú seinni í júní í Osló. Öll aðkoma var til fyrirmyndar og skipst var á hugmyndum með fólki sem eru mörg að gera það sama og þau hjá Brynju. „Við höfum öll ferðast mikið til að dansa, keppa og sýna en mörg þeirra þekki ég frá
ferðalögum mínum til New York, Parísar, London og Norðurlandanna. Flest erum við að reka street dansskóla eða stúdíó og erum öll jafn stórhuga og létt klikkuð. Þarna eru samankomnir dansarar með ólíkan bakgrunn sem öll vilja koma dansnáminu á betri grundvöll með því að skýra línurnar og búa þannig um hlutina að street dansstílarnir þynnist ekki út og hverfi heldur styrkist með komandi kynslóðum,“ segir Brynja sjálf. Einnig verður áhersla á því að styrkja vægi street dansara í sviðslistum en stílarnir koma allir upp í frjálsu umhverfi á dansgólfinu á meðan aðrir stílar hafa verið sniðnir fyrir sviðsframkomu. Hóparnir munu vinna saman að ýmsum viðburðum sem tengjast innbyrðis eða ferðast á milli landa. Vonin er að það takist svo vel til að dansarar frá öllum norðurlöndunum fái greið tækifæri til að ferðast,
læra og keppa erlendis í street dansstílunum. Sú tenging myndi styrkja senuna og gefa dönsurum stærri tækifæri. Íslenska umhverfið kjörið fyrir nýtt dansafl Þeim finnst umhverfi Brynju Péturs sérstaklega áhugavert þar sem hún rekur eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi og áður en þau komu til sögunnar þá var á Íslandi engin street danssena. Nú er hér markvisst dansnám, danskeppnir, stórar nemendasýningar, frábærir styrktaraðilar, ýmsir árlegir viðburðir og eiga þau sína eigin sérstöðu hér á Íslandi. Brynju dreymdi um svona dansskóla þegar hún var yngri og nú eru þau með heilan helling af dönsurum sem eru hiphop, dancehall, waacking, break, popping, house eða top rock dansarar og þeim finnst ekkert eðlilegra en að kynna sig sem street dan-
sara, svo að draumur Brynju hefur ræst. Launch partý 4. september 2015 Það verður haldið risa partý til að tilkynna Norðurlanda samstarfið þann 4. september kl. 16 - 18 í ÍR Heimilinu og öllum er boðið! Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Grænland halda partýið á sama tíma og það verður 'live feed' frá öllum stöðunum í einu. Send verða út video og myndir undir hashtaginu #nordicunity og ætlunin er að segja frá risasamstarfsverkefni sem þau í Nordic Unity ráðast í saman snemma á næsta ári. Það er margt skemmtilegt á döfinni. Hvar: ÍR heimilið, Skógarseli 12, 109 Reykjavík Hvenær: 4. september kl. 16-18:00 brynjapeturs.is
SHURE SRH940 SRH940 heyrnartólin voru hönnuð sérstaklega fyrir stúdíó hljóðblöndun og upptökur með það að leiðarljósi að gera öllu tónsviðinu góð skil. Heyrnartólin eru létt og þægileg. Einnig er hægt að brjóta þau saman.
“These Shures take no prisoners, but they sound simply brilliant - audition a pair now.”
QQQQQ www.whathifi.com
R I R Y F R U V L Ö FART ASU-F554LAXO736H
Ótrúlegt verð fyrir 15,6" fartölvu með Intel i5 Haswell örgjörva og Intel HD 4400 skjákorti, 4GB vinnsluminni og 500GB hörðum diski.
HAGKVÆMASTA
INTEL i5
4GB
INTEL i5
500GB
15,6”
DISKUR
SKJÁR
VINNSLUMINNI
ÖRGJÖRVI
99.995 54.995 SVÖRT OG HVÍT
47.995 FYRSTU 50 STK. Á 54.995 !
ÓTRÚLEGT SKÓLAVERÐ !
ASU-F551MAVBINGSX426
Þessi fer hratt og er ein vinsælasta skólatölvan okkar. Traust og flott hönnuð tölva fyrir alla hefðbundna tölvuvinnslu.
ASU-X453MABINGWX225B & ASU-X453MABINGWX283B
14" fartölva sem hentar í alla hefðbundna tölvuvinnslu með Intel örgjörva, Intel HD skjákorti og 500GB hörðum diski. 12.000 króna skólaafsláttur frá 59.995. Fáanleg svört og hvít.
INTEL
ÖRGJÖRVI
3 ÁRGAÐ R ÁBY
500GB DISKUR
INTEL HD SKJÁKORT
INTEL
ÖRGJÖRVI
14"
4GB
VINNSLUMINNI
500GB DISKUR
15,6” SKJÁR
SKJÁR
BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á
FYRIR AÐEINS 4.995,-
94.995 104.995 QUAD CORE MEÐ R5 TOS-L50DB117
Glæsilega gyllt 15,6" fartölva með A4 örgjörva, 8GB vinnsluminni og 750GB hörðum diski. Mjög öflugt 2GB AMD Radeon R5 skjákort fyrir leikina og betri grafík í myndböndum.
Quad Core A4 ÖRGJÖRVI
8GB
VINNSLUMINNI
750GB DISKUR
2GB AMD Radeon R5
SSD OG INTEL i3 TOS-L50B212
SSD diskurinn gerir gæfumun í hraða í samvinnu við kröftugan Intel i3 Haswell örgjörva. Glæsileg hönnun og Skullcandy vottaðir hátalarar með DTS.
INTEL i3
M230 SKJÁKORT
ÖRGJÖRVI
0%
VEXTIR Í ALLT AÐ
12
4GB
VINNSLUMINNI
15,6” SKJÁR
MÁNUÐI
128GB
SSD DISKUR
U
M
! I Ð R E V A R G Æ L Á N N A L Ó K S TOS-L50B2FT
Nýjasti og hraðasti Intel i7 örgjörvinn á markaðnum. Öflugt Radeon R7 M260 skjákort sem hentar sérstaklega í grafíska vinnu og leikjaspilun. Intel i7
5. KYNSLÓÐ
DTS
HLJÓMUR
1TB
Radeon R7
DISKUR
M260 SKJÁKORT
169.995 INTEL i7
5. KYNSLÓÐ
3 ÁRGAÐ R
BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á
ÁBY
FYRIR AÐEINS 4.995,-
SVÖRT OG HVÍT
79.995
EIN BESTU KAUPIN !
V3 Á DÚNDURVERÐI !
TOS-C50B17T
Frábær kostur fyrir þá sem vilja 15,6" fartölvu með Intel örgjörva og miklu gagnaplássi fyrir bíómyndirnar, þættina og tónlistina. Sterkbyggð og traust.
INTEL
ÖRGJÖRVI
4GB
VINNSLUMINNI
ACE-NXMPJED005 & ACE-NXMPHED011
Ótrúlega mikið fyrir peninginn. Intel Pentium örgjörvi, 8GB vinnsluminni og 120GB SSD diskur sem gerir hana hraðvirkari. Allt að 7 tíma rafhlöðuending.. Kemur í svörtu og hvítu.
15,6”
1TB
SKJÁR
DISKUR
INTEL Pentium
3 ÁRGAÐ R ÁBY
89.995
8GB
VINNSLUMINNI
13,3”
120GB
SKJÁR
SSDDISKUR
INTEL i5
BÆTTU VIÐ ÁRS ÁBYRGÐ Á
256GB S S OG A6 D
FYRIR AÐEINS 4.995,-
5. KYNSLÓÐ
109.99 5 256GB SSD OG QUAD CORE A6
5. KYNSLÓÐ INTEL i5
TOS-L50DB198
ASU-F302LAFN073H
Samspil fjögurra kjarna A6 örgörva, 256GB SSD disks og 6GB vinnsluminnis. Radeon R4 skjákjarni fyrir þá sem gera kröfu um öfluga grafíska vinnslu.
A6
ÖRGJÖRVI
6GB
VINNSLUMINNI
UPPFÆRSLUTILBOÐ!
MEÐ INNIFALINNI VINNU VIÐ ÍSETNINGU.
256GB
SSD DISKUR
139.995
Hágæða 13,3“ fartölva með nýjustu og hröðustu gerð af Intel i5 örgjörvanum auk nýja Intel HD 5500 skjákortinu. Hröð vinnsla með 128GB SSD og 8GB vinnsluminnis.
Radeon R4
Intel i5
SKJÁKJARNI
ÖRGJÖRVI
8GB
VINNSLUMINNI
128GB
SSD DISKUR 240GB OG
X2
4 GB í 8GB kr. 7.995
X4
2 GB í 8GB kr. 12.995
UPPFÆRÐU Í SSD !
Intel HD 5500 SKJÁKORT
29.995
GERÐU TÖLVUNA ÞÍNA OFURHRAÐVIRKA MEÐ CORSAIR SSD DISKUM.
ÍSETNING
120GB OG
19.995
ÍSETNING
18
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
HEIMURINN ÁN OKKAR „Sólin og tunglið eru heimurinn okkar, þú og ég erum ekki lengur til, aðeins eilífðin og leið okkar til stjarnanna”. Johannes Molzahn. Das Manifest des absoluten Expressionismus Der Stum. 1919
ÓDAUÐLEG VERK Áhugaleikhús atvinnumanna (Reykjavík), RDF, Lókal Áhugaleikhús atvinnumanna var stofnað í maí 2005. Hópurinn samanstendur af sviðslistafólki sem hefur áhuga á því að skapa óháða leiklist. Markmiðið með starfi leikhússins er að skapa framsækin og áleitin verk sem eru í eðli sínu samtal við áhorfendur en ekki neysluvara. Öll umgerð sýninganna er einföld og miðar að því að gera hlutina með sem minnstum tilkostnaði. Leikhúsið hefur fram til þessa ekki tekið aðgangseyri á sýningar sínar og er því óháð markaðsöflunum. Yfirlit sýninga hópsins – undir yfirskriftinni „Ódauðleg verk“ – verður í Borgarleikhúsinu, Tunglinu í Austurstræti og Hafnarhúsinu. Ódauðlegt verk um ást og ásleysi er eitt verkanna og er nýjasta verkefni Áhugaleikhúss atvinnumanna í röð ódauðlegra verka og fjallar um ástina. Sýningin er eins konar athöfn þar sem sannleikurinn er hafinn upp á stall, blekkingin verður að víkja og leikhúsið lifnar við í huga áhorfandans. Verkið er byggt á innsendum bréfum sem fjalla um ástina í lífinu, væntingar, vonbrigði, hita og kulda, upphaf og endi.
Alheimurinn og hinar ýmsu víddir hans, sýnilegar jafnt sem ósýnilegar, hafa verið viðfangsefni listamanna á ólíkum tímum. Uppgötvanir og framfarir í geimvísindum og tækni samhliða hugmyndum mannsins um tilvist sína gefa ímyndunaraflinu lausan taum. Hugmyndir um fjórðu víddina leiða okkur út fyrir takmörk hins sýnilega og gefa tilefni til vangaveltna um tíma og rúm. Fjarlægðir, línur, ljósgeislar, margflötungar, horn og teningar verða birtingarmyndir skynjanlegs rúmtaks þar sem massi og kraftur koma saman. Mynd okkar af heiminum er afstæð og persónuleg og markast bæði af vísindalegri
þekkingu um hann, almennum hugmyndum og skynjanlegum fyrirbærum. Þannig búum við til okkar eigin sýn á heiminn, ýmist sem afmarkað svæði eða heild, meðvituð um takmörk okkar til þess að sjá og skynja heildarmyndina. Með því að rannsaka og velta upp málum frá ólíkum hliðum má líta á heimspekina sem tilraun til að skilja veruleikann og með sömum rökum er myndlistin tæki til að myndgera hann. Á sýningunni Heimurinn án okkar eru leiddir saman listamennirnir Björg Þorsteinsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Finnur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Marta María Jónsdóttir, Ragnar Már Nikulásson,
Steina og Vilhjálmur Þorberg Bergsson. Listamennirnir eru af ólíkum kynslóðum en eiga það sameiginlegt að vinna með þessar hugmyndir í verkunum á sýningunni en nálgast þær á ólíkan hátt í mismunandi miðla. Í verkum þeirra er varpað ljósi á ákveðna þætti alheimsins hvort sem um er að ræða nærumhverfi eða víðara samhengi, micro eða macro. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar. Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34, Hafnarfjörður Hvenær: 28. ágúst25. október 2015
„FYRSTU VERK“
Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: Fimmtudag 27. ágúst kl. 19–19:45 & 30. ágúst kl. 19–19:45 Miðaverð: Frítt reykjavikdancefestival.com
Reykjavík Dance Festival/Lókal „FYRSTU VERK“ er röð verka eftir upprennandi sviðlistafólk. Verkin verða öll sýnd í Smiðjunni við Sölvhólsgötu, húsnæði Listaháskóla Íslands og á öðrum stöðum sem eru áuglýstir á heimasíðu Reykjavik Dance festival.
A! GJÖRNINGAHÁTÍÐ A! Gjörningahátíð verður haldin í fyrsta sinn dagana 3.-6. september 2015. Stefnt er að því að hún verði að árlegum viðburði. Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi frá Myndlistarsjóði. Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviðslistafólks verða á A! og meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Snorri Ásmundsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Marta Nordal, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriðpleir. A! fer fram víðsvegar um Akureyri og teygir anga sína til Hjalteyrar. Meðal annars verða settir upp gjörningar í kirkjutröppunum, uppskipunarskemmu á Oddeyri, Verksmiðjunni á Hjalteyri og nokkrir gjörningar verða Menningarhúsinu Hofi og í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Auk þess verður „off venue” dagskrá í Listagilinu og víðar og á sama tíma fer fram vídeólistahátíðin Heim. Dagskrá A! verður gefin út í lok ágúst og mun marka lokin á Listasumri sem staðið hefur frá byrjun júní. Ókeypis verður á öll verkin á A! Hvar: Akureyri, víðsvegar Hvenær: 3.-6. september 2015
Bríet
Frami TakaTaka (Reykjavík)
Anna Kolfinna Kuran
The Drop Dead Diet Gígja Jónsdóttir & Guðrún Selma (Reykjavík) Dreymir þig um sléttan maga og stinnan rass? Viltu sjá kílóin fjúka? Ertu orðin/n þreytt/ ur á öllum þessum kúrum sem skila engum árangri? „The Drop Dead Diet“ er nýtt dansverk eftir þær Gígju Jónsdóttur og Guðrúnu Selmu Sigurjónsdóttur sem – ásamt Loja Höskuldssyni – kynna til sögunnar glænýjan megrunarkúr! Drop Dead Diet er lausnin fyrir þig! Hvar: Smiðjunni við Sölvhólsgötu, húsnæði Listaháskóla Íslands Hvenær: 27. ágúst kl: 17 Miðasala: midi.is Verð: 2.200.-
Danshöfundurinn Anna Kolfinna Kuran hefur – ásamt hópi listamanna – samið verk sem er tileinkað kvennréttindakonunni Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Bríet háði hetjulega baráttu fyrir réttindum kvenna á Íslandi fyrir hundrað árum og ævisaga hennar er lögð til grundvallar í verkinu, en einnig afrek hennar í kvenréttindabaráttunni. Textar, hreyfingar, tónlist og söngur mynda spennandi heild og vekja áhorfandann til umhugsunar um möguleika mannsins til þess að hafa afgerandi áhrif á sitt nánast umhverfi.
"Enginn meinar neitt af því enginn þorir því og ef einhver vildi meina eitthvað þá myndi enginn skilja það því allir héldu að hann væri að grínast." Frami er nýtt sviðsverk eftir Björn Leó Brynjarsson sem fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímasamfélagi og baráttu hans við sjálfan sig. TAKATAKA – hópurinn sem stendur að baki sviðsetningu verksins – leitast við að draga áhorfendur með sér í alltumlykjandi upplifun þar sem leikur með texta og frásögn blandast tilraunum með klassískan leik, líkamlega nærveru og hreyfingu.
Hvar: Smiðjunni við Sölvhólsgötu, húsnæði Listaháskóla Íslands Hvenær: 28. ágúst kl: 17:00 Miðasala: midi.is Verð: 2.200.-
Hvar: Smiðjunni við Sölvhólsgötu, húsnæði Listaháskóla Íslands Hvenær: 29. ágúst kl: 17:00 Miðasala: midi.is Verð: 2.200.-
Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður
20
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
NUNTIUS
THEY LIVE
músík og mynd eftir Jimi Tenor &
Hefnendabíó
Jori Hulkkonen
Hefnendabíó Hugleiks Dagssonar og Jóhanns Ævars Grímssonar hefur göngu sína aftur eftir sumarið. Til að heiðra minningu ,,Rowdy" Roddy Piper, sem lést fyrir ekki svo löngu, ætla Hefnendurnir að sýna meistaraverkið They Live eftir John Carpenter. Tyggigúmmí mun klárast, slagsmál verða epískari og heimsmyndin mun breytast á þessu fyrsta hefnendabíói haustsins! Hvar: Húrra Hvenær: 1. september kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
Kvikmyndin Nuntius er einstök blanda kvikmyndagerðar og lifandi tónlistar. Verkið er framleitt og flutt af hinum fjölhæfu tónlistarmönnum Jimi Tenor og Jori Hulkkonen. Einstök kvöldstund með þeim félögum en einnig mun Atli Kanill koma fram með tónlist. Þessi viðburður er partur af Northern Marginal Festival sem verður í gangi dagana 21. ágúst til 26. ágúst. Hvar: Húrra Hvenær: 26. september kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
MATARHÁTÍÐ BÚRSINS HVALFJARÐAR Í HÖRPU DAGAR 2015 Hvalfjarðardagar verða haldnir í Hvalfjarðarsveit helgina 28. - 30. ágúst. Fjölbreytt dagskrá verður um alla sveit en meðal þess sem boðið verður upp á verður ljósmyndakeppni, framsaga frá Safnahúsi Bjorgarfjarðar, sveitagrill í Fannhlíð, Hvalfjarðarhlaup (skráning á hlaup.is), frítt í sund á Hlöðum, heimsókn á sveitabæ, sveitamarkaður á Þórisstöðum, tónleikar, ljóðalestur, jóga, gönguferðir, kökuhlaðborð og margt fleira. Hvar: Hvalfjörður Hvenær: 28.-30. ágúst Miðaverð: Frítt
Matarmarkaður Búrsins verður að Matarhátíð Búrsins þar sem saman koma sjómenn, bændur og smáframleiðendur víðsvegar af landinu með fjölbreytt úrval gómgleðjandi matvæla. Slow food samtökin á Íslandi bjóða gestum Diskósúpu sem er skemmtileg leið til að vekja athygli á matarsóun. Einnig verða matgæðingar, atvinnu- og áhugamenn, með bragðgóð erindi um mat. Matur og menning er manns gaman. Hvar: Harpa Hvenær: 29. ágúst kl. 11-17 Miðaverð: 1.000 kr. (frítt fyrir yngri en 16 ára)
JENS ANDERSEN á höfundakvöldi í Norræna húsinu Norræna húsið stendur fyrir höfundakvöldum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á komandi vetri. Fyrsti viðburðurinn í seríunni er með danska höfundinum Jens Andersen sem flytur fyrirlestur um Astrid Lindgren og bókina Denne dag, et liv... Bókin byggir á yfirgripsmiklu efni sem hingað til hefur ekki verið aðgengilegt s.s. óútgefnum bréfum, dagbókum og myndum. Jens Andersen tók einnig viðtöl við dóttur Astridar, Karin Nyman, sem hafði fylgt móður sinni í gegnum súrt og sætt. Þess má geta að sænskir heimildarþættir voru gerðir eftir bók Andersen og sýndir á RúV síðastliðinn vetur. Þættina má nálgast á bókasafni Norræna hússins. Jens Andersen, fæddur 1955, er danskur rithöfundur og hefur áður starfað sem bókmenntagagnrýnandi á Berlinske Tidene. Hann hefur skrifað nokkrar ævisögur áður svo sem um Thit Jensen, Tom Kristensen, Tove Ditlevsen og svo um H.C. Andersen. Viðburðurinn er hluti af Höfundakvöldaseríu Norræna hússins veturinn 2015-16. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 1. september Miðaverð: Frítt
BEETHOVEN 101 Ludwig van Beethoven er tvímælalaust eitt mesta tónskáld allra tíma og eru sinfónísk tónverk hans meginstoðir í starfi hverrar hljómsveitar. Á komandi starfsári flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands þrjár sinfóníur Beethovens, fiðlukonsert og tvo hljómsveitarforleiki. Til að hita upp fyrir átökin heldur Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar, erindi í Kaldalóni mánudagskvöldið 31. ágúst kl. 20 þar sem hann stiklar á stóru í ævi og tónlist meistarans í tali og tónum. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér Beethoven betur, sem og klassíska tónlist yfirleitt. Hvar: Kaldalóni, Hörpu Hvenær: 31. ágúst kl. 20 Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Heslihnetufrappó Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi
ColdBrew
Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið
Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa
Oreofrappó
Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa
Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi
Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa
SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI
Oolong- og engifersmoothie
Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp
Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar
Matchafrappó
Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna
Íslatte
Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali
og grænt íste
Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar
Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp
Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi
22
HVAÐ ER AÐ SKE
UNA VALRÚN
Fatahönnunarnemi
TÍSKA
& SÍTA VALRÚN
Listakona & stílisti
Sif Baldursdóttir er stofnandi og hönnuður Kyrju. Hún stofnaði Kyrju 2012
KYRJA Á CAPSULE Íslenska fatamerkið Kyrja hefur skapað sér sess í íslenskri fatahönnun á skömmum tíma og eru einkenni þess skandinaviskur fágaður minimalismi, áhugaverð smáatriði í hönnun og djúpt ástarsamband við hinn svarta lit. Það má líka nefna það að efnisval Kyrju er aðlaðandi og vandað; náttúruleg efni svo sem mohair, silkiflauel og bambus. Í byrjun október fer sölusýningin Capsule fram í París. Capsule er ein virtasta sölusýning heims um þessar mundir og fer hún einnig fram í New York og Las Vegas. Markmið þátttökunar er að mynda viðskiptatengsl við innkaupendur verslana og vöruhúsa og þannig koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum. Kyrja er eina íslenska merkið sem tekur þátt í sýningunni og er einn af hundrað umsækjendum sem var boðið að taka þátt að þessu sinni.
MYND 1 : Sif Baldursdóttir er stofnandi og hönnuður Kyrju. Hún stofnaði Kyrju 2012.
Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning
www.cafeparis.is
Þér er í lófa lagið að taka upp Nýjasta upptökukækið frá Zoom H6 á eftir að gjörbylta því hvernig þú hugsar um hljóðupptökur. Hvað sem þú ert að taka upp; lifandi tónlist, kvikmyndir eða hljóð fyrir útsendingar. H6 fer létt með það. Kynntu þér málið.
Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
73 RESTAURANT Við kíktum við á 73 Restaurant; Huggulegur fjölskyldurekinn veitingastaður á miðjum Laugaveginum. Við fórum í Hamborgara að nafni Sveppic. Við erum að tala um 300gr hamborgara sem var vægast sagt svakalegur, kjötið virkilega
bragðgott og úr fyrsta flokks hráefni. Við getum með sannindum sagt að hann er einn sá besti í bænum. Á 73 Restaurant er einnig mjög flottur matseðill og við hlökkum til að koma aftur.
LE BISTRO Á Laugarveginum er dásamleg frönsk perla sem ber nafnið Le bistro. Það er ekki hægt annað en að láta hugann reika til Frakklands um leið og maður gengur þarna inn. Maturinn, stemningin og tónlistin er frönsk í gegn. Við fengum okkur snigla og hörpuskel í forrétt og vorum ekki svikin þar. Í aðalrétt fengum við smakk af fjórum pottréttum og andalæri með gratíneruðum kartöflum. Allt var þetta dásamlegt en sigurvegari kvöldsins var, að
okkar mati, " Coq au vin " pottrétturinn. Þess má til gamans geta að það er einmitt sami réttur og Daníel Ólafsson óðalsbóndi matreiddi hér um árið í hinni óborganlegu kvikmynd Dalalíf með miklum tilþrifum. Að lokum er, að sjálfsögðu, alltaf pláss fyrir smá eftirrétt en hann samanstóð af Créme brúlée, Tiramisú og súkkulaðimús. Við vorum í skýjunum eftir þessa upplifun og förum klárlega aftur á Le bistro.
GLÓ Ef það er einhver staður sem er í uppáhaldi hjá okkur á SKE þá er það GLÓ Þar er á boðstólnum allt frá réttum úr hráfæði yfir í gómsæta kjúklingarétti en grænmetisréttir dagsins sem eru breytilegir eru alltaf girnilegir, hollir og gómsætir. Um daginn þegar við heimsóttum GLÓ fengum við Cannelloni sem á svipstundu varð uppáhaldsrétturinn okkar. Cannelloni rétturinn er fylltur með tómötum, spínati og par-
mesan sem kemur dásamlega út. En það stendur sennilega stutt yfir því að eftir næstu heimsókn á GLÓ verður örugglega kominn annar jafngóður réttur í uppáhald. Í eftirrétt fengum við okkur snickersköku og franskasúkkulaðiköku og það er óhætt að segja að kökurnar á GLÓ eru frá öðrum heimi – við erum að tala um þvílíka sælkeraveislu en samt ekkert hveiti, sykur eða óhollusta.
MAR Veitingastaðurinn Mar er staðsettur við gömlu höfnina í Reykjavík. Hann opnaði árið 2012 og hefur einsett sér að elda ferskasta hráefnið sem völ er á úr sjó og af landi. Við byrjuðum upplifun okkar á sitthvorum kokteilnum, einum Frozen Whiskey Sour og einum Pisco Flower á meðan við spjölluðum og hlustuðum á gömul íslensk sjóaralög. Við tók fimm rétta máltíð sem gekk snurðulaust fyrir sig. Tveir forréttir komu fyrst; kræklingasúpa sem var létt en bragðmikil og villisvepparisotto með þurrkaðri hráskinku og humri sem bragðaðist afar vel, milt og gott bragð en seltan skilaði sér í hráskinkunni. Gríðarlega passlegir skammtar og við spennt að ganga í aðalréttina. Saltfiskur með kúrbít og plómusósu kom fyrst. Framsetningin á matnum er gamaldags en hreinskilin. Plómusósan féll afskaplega vel við fallega eldaðan saltfiskinn. Því næst fengum við pestó og kryddjurtahjúpaðar lambakórónur með
rauðvínssósu og grilluðum aspas. Að lokum var borin fram heit súkkulaðikaka með heimalöguðum vanilluís, skreytt með vínberjum, muldu Lu kexi og ástaraldini. Með þessu drukkum við rauðvín frá Bordeaux, Barton & Guestier 2013, létt og gott með matnum. Yfirleitt þegar lagt er í fimm til sex rétta máltíðir endar það með ofkeyrslu á magamálið, vanlíðan og þrautseygju. Í þetta sinn leið okkur báðum mjög þægilega, ekki of södd en gríðarlega sátt og spennt fyrir hverjum nýjum rétti. Nú í vor opnaði staðurinn Bar þar sem áður var Mýrin í sama húsi. Staðurinn er með einstaklega góða bjóra á dælu, flesta Ölvisholtsbjórana, Stellu og Krombacher og allir eru þeir á 2 fyrir 1 tilboði milli kl. 18 og 21 ásamt kokteilum og léttvíni.
TRUFLAÐ TILBOÐ!
Verð áður 399 kr.
CHICAGO TOWN PIZZUR
54 FYRIR
299
kr. pk.
899
AF ÖLLUM
PIZZUM
499
kr. pk.
kr. pk.
CHICAGO TOWN TAKE AWAY PEPP. 645G & FOUR CHEESE 645G & BBQ SIZZLER 655G
R STÓ0ml 75
1299
kr. pk.
BEN & JERRY´S CHOC BROWN 750 ML BEN & JERRY´S COOKIE 750 ML
MAGNUM PINK OG BLACK 3PK MAGNUM WHITE OG CLASSIC 4PK
FYLGIR MEÐ! Þeir sem versla fyrir 5.000 kr. eða meira og borga með vNetgíró fá gjafabréf upp á 6 Dunkin' Donuts kleinuhringi að verðmæti 1.500 kr. á meðan birgðir endast. Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast. Í tilboðinu 5 fyrir 4 er ódýrasta pizzan frí.
Tilboðin í Iceland fá þig til að brosa. Verslaðu fyrir 5.000 kr. eða meira með Netgíró og fáðu gjafabréf frá Dunkin’ Donuts.
26
MENNINGAR– NÓTT
HVAÐ ER AÐ SKE
28
HVAÐ ER AÐ SKE
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
THE GIFT
MINIONS
HITMAN: AGENT 47
MAGIC MIKE XXL
ANT-MAN
LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | SAMBÍÓIN AKUREYRI
ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | ÁLFABAKKI | BORGARBÍÓ
SMÁRABÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | HÁSKÓLABÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLU BÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
IMDB: 8,6 ROTTENTOMATOES: 54%
IMDB: 6,2 ROTTENTOMATOES: 6%
IMDB: 6,3 ROTTENTOMATOES: 64%
IMDB: 7,9 ROTTENTOMATOES: 79%
SOUTHPAW
TRAINWRECK
PAPER TOWNS
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ
IMDB: 7,8 ROTTENTOMATOES: 59%
IMDB: 6,8 ROTTENTOMATOES: 85%
IMDB: 6,9 ROTTENTOMATOES: 56%
INSIDE OUT
THE GALLOWS
AMY
IMDB: 7,6 ROTTENTOMATOES: 95%
NÁÐU Í NÝJA SAMBÍÓ APPIÐ HEPPNIR VINNINGSHAFAR Á HVERJUM DEGI
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
ÁLFABAKKI
HÁSKÓLABÍÓ
IMDB: 8,9 ROTTENTOMATOES: 98%
IMDB: 4,4 ROTTENTOMATOES: 16%
IMDB: 8,0 ROTTENTOMATOES: 97%
Í appinu er hægt að nálgast alla sýningartíma í Sambíóunum, hvað er væntanlegt, myndbrot úr myndum, kaupa bíómiða, tilboð í bíó/ sjoppu, boð um forsýningar/frumsýningar o.s.frv. Einnig er hægt að spila margvíslega bíóleiki þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum. Fólk getur annarsvegar reynt fyrir sér í spurningaleikjum tengdum kvikmyndum og eða snúið lukkuhjólinu. Hægt er að snúa lukkuhjólinu einu sinni á dag en ákveðið hlutfall vinnur bíótengdan varning og/eða bíómiða á hverjum degi. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska kvikmyndaáhugamenn sem geta unnið margvíslega vinninga með því einu að snúa lukkuhjóli og/eða kanna kvikmyndaþekkingu sína en appið er hægt að nálgast í App Store og/eða Google Play neytendum algerlega að kostnaðarlausu.
30
HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
JÓN Í LIT Almar Alfreðsson Fallegir og litríkir veggplattar af Jóni forseta (Jóni Sigurðsyni) eftir vöruhönnuðinn Almar Alfreðsson. Almar rakst á gamlan koparplatta með lágmynd af Jóni frá árinu 1944. Hann gerir afsteypur af lágmyndinni í gips og sprautar þær í 20 mismunandi litum. Þessir plattar eru mikil veggprýði og getur verið skemmtilegt að safna sínum uppáhalds litum og setja saman. Hægt er að fá liti sem seldir eru í takmörkuðu upplagi. Fást í Líf og list, Mýrinni og á almar.is
DOWN TO THE WOODS Herðatré Falleg vírherðatré. Flott að hengja uppá halds flík barnanna á vegginn. Fást í mörgum skemmtilegum litum á peatea.co.nz
LITRÍKIR SNAGAR Anne Black, Epal Skemmtilegir snagar frá Anne Black, keramíkhönnuði. Hún er eftirsótt í Danmörku fyrir glæsilega og tímalausa hönnun sem ætluð er til að fegra hversdagsleikann. Hver hlutur eftir hana er handgerður úr gæða postulíni, gerður af athygli og alúð frá byrjun til enda. Snagarnir fást í Epal ásamt fallegum blómavösum, krukkum, bollum ofl.
BALLROOM LOFTLJÓS Design By Us – Snúran Ballroom loftljósin frá danska hönnunarteyminu Design By US. Svört snúra, handblásið gler og handmálað í mörgum fallegum litum; bleikt, grátt og fjólublátt. Hægt er að panta fleiri liti. Verkunin á ljósinu veldur því að litlar loftkúlur myndast í glerinu sem gefur hverju ljósi einstakan og skemmtilegan svip. Flott eitt og sér eða hægt að setja nokkur saman. Tvær stæðir; small 19 cm og extra large 33 cm. Fást í Snúrunni, Síðumúla 21.
PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS
DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI
DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3
GRÆN ORKA Í GLASI HOLLIR ÞEYTINGAR MEÐ ÍSLENSKU GRÆNMETI SPRÆKUR
SIGGI FRÆNDI
// 1 Grand salat // 1 rauð paprika // 2 cm engifer // 2 lúkur frosinn mangó (eða ferskur) // safi úr ½ sítrónu // 4 dl kalt vatn Allt sett í blandara og blandað vel
// 1 knippi pottasalat, t.d. Grand-, Endive- eða íssalat // 2 stilkar sellerí // 1 avókadó // 2 gulrætur // 2 epli (helst lífræn) // 4 dl kalt vatn // handfylli af klökum Allt sett í blandara og blandað vel
// 75 g fjallaspínat // ½ rófa (um 70 g) // 1 avókadó // 4 dl Engifersafi // handfylli af klökum Allt sett í blandara og blandað vel
SUMARKVEÐJA
YNDI
SÓLSTAFIR
// ½ rófa (um 120 g) eða hnúðkál // 2 lúkur kínakál // 3 meðalstórar gulrætur // 2 lúkur frosinn ananas // 1 handfylli af frosnum/ferskum hindberjum eða blönduðum berjum // 4 dl kalt vatn Allt sett í blandara og blandað vel
// 3 stór grænkálsblöð (eða 2 lúkur af dökkgrænu salati) // 2 lúkur hvítkál (án kjarna) // 2,5 cm engifer // 2 lúkur frosinn ananas // 5 dl kalt vatn Allt sett í blandara og blandað vel
// 3 meðalstórar gulrætur // 1 paprika, rauð eða gul // 2 afhýddar appelsínur // 3 cm engifer // 5 dl kalt vatn // handfylli af klökum Allt sett í blandara og blandað vel
www.islenskt.is
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 67466 04/14
Sjáðu fleiri uppskriftir að gómsætum grænmetisþeytingum á heimasíðunni okkar.
– HÖFUNDUR UPPSKRIFTA MARGRÉT LEIFSDÓTTIR LJÓSMYNDIR HARI –
LAUFLÉTTUR
Kynntu þér Ford Ka
Lægsta verðið á Íslandi Ford Ka frá 1.695.000 kr.
Kynntu þér þennan ferska, flinka, flotta og ferlega skynsama smábíl. Þú færð ekki nýjan bíl á lægra verði. Veldu sparneytinn borgarbíl og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. Ford Ka er líka þekktur fyrir afburða aksturseiginleika, gott notagildi og litríkan persónuleika.
Komdu og prófaðu
20
æli ára afm rg Ford hjá Brimbo
ford.is Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.
Ford Ka Trend Plus 3 dyra 1,2i bensín, 69 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 115 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Ford_Ka_lægstaverð_5x38_20150723_END.indd 1
23.7.2015 14:17:06