ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 02.09—08.09
#25
SKE.IS
„AUÐVITAÐ HJÁLPAR ÞETTA EKKI ÞANNIG. TÓNLISTIN GRÆÐIR EKKI SÁR.“ – SKE SPJALLAR VIÐ AGENT FRESCO
2
Hefjum leikinn Tryggðu þér sæti á betra verði Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is
Áskriftarkort
Leikhúskort
Ungmennakort
Frumsýningarkort
Fjórar eða fimm sýningar á Stóra sviðinu
Þrjár sýningar að eigin vali
Þrjár sýningar að eigin vali
Fjórar eða fimm frumsýningar á Stóra sviðinu
14.500 kr. 4 sýningar 17.000 kr. 5 sýningar
11.500 kr.
9.500 kr.
23.000 kr. 4 sýningar 27.000 kr. 5 sýningar
Sýningar í boði fyrir frumsýn.kort og áskriftarkort: Í hjarta Hróa hattar, Heimkoman, Sporvagninn Girnd, Hleyptu þeim rétta inn og Djöflaeyjan.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
65
1950 - 2015
HVAÐ ER AÐ SKE
LEIKSTJÓRN
BJÖRN HLYNUR HARALDSSON
DAVID FARR
HARÐINDIN LEIKSTJÓRN
GÍSLI ÖRN GARÐARSSON OG SELMA BJÖRNSDÓTTIR
LEIKSTJÓRN
STEFÁN BALDURSSON
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KYNNIR Í SAMSTARFI VIÐ
BALTASAR KORMÁK
LEIKSTJÓRN
SELMA BJÖRNSDÓTTIR
HAROLD PINTER
LEIKSTJÓRN
ATLI RAFN SIGURÐARSON
EFTIR EINAR KÁRASON
BYGGT Á SÖGU
JULES VERNE
LEIKGERÐ
SIGURÐUR SIGURJÓNSSON OG KARL ÁGÚST ÚLFSSON LEIKSTJÓRN
ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR LEIKSTJÓRN
UNA ÞORLEIFSDÓTTIR
4
HVAÐ ER AÐ SKE
REGGÍHÁTÍÐ Í GAMLA BÍÓ
Á morgun skipti ég um starfsvettvang. Á morgun kveð ég geymslubransann fyrir fullt og allt – á mjög svo tímabæran og endanlegan hátt (Geeeeeyyymmsssluuur). Á morgun tileinka ég mér einvörðungu skriftir. Á morgun gerist ég atvinnupenni, tæknilega. Í viðbúningi hef ég undirbúið sjálfan mig andlega. Ég hef hert sjálfan mig gegn þeirri óumflýjanlegu fátækt, volæði og vinaleysi sem fylgir því að vera rithöfundur, og ég hef búið mig undir að mæta endalausri sjávarbylgju af vonbrigðum og höfnunum. Ég hef kvatt í hljóði þær ónauðsynjar og þann munað sem enginn einlægur listamaður getur gert sér vonir um. Þetta hefur ‚basically‘ verið svona: Í fyrsta lagi, þá hef ég kvatt bílinn minn. Ég er stöðugt að draga græna kortið úr vasanum á hraðan og öruggan máta – til æfingar. Ég er eins og smeykur kúreki með þráhyggju. Í öðru lagi, þá hef ég kvatt sjálfsvirðinguna. Sjálfsvirðingin er ávallt í hlutfalli við stærð launaseðils. Í nútímaheimi beinþýðist frasinn, fátæklegur launaseðill‘ sem ‚lítil sjálfsvirðing‘. Í þriðja lagi, þá hef ég kvatt vini mína. Þegar leiðir okkar skilja í partíum, matarboðum eða á næturklúbbum hef ég komið þeim að óvörum með langvarandi handaböndum (Pís out hómí). Þetta er symbólísk kveðja. Nú tekur einsemdin við. Í fjórða lagi, þá hef ég kvatt konuna mína. Ég hef stolist frá hlið hennar á næturnar og reynt að venjast freðmýri sófans. Í fimmta lagi, þá hef ég staðið fyrir framan spegilinn og brett upp á eyrun á mér. Ég hef reynt að venjast þessu klassíska Van Gogh lúkki. Ég sker þau af fyrir rest. Að lokum, hef ég beðið lifrina mína fyrirfram afsökunar á því að ég kem til með að drekkja henni í viskí eins og Christopher Hitchens, Hemingway og Fitzgerald. Biðjið fyrir mér.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Agent Fresco Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Reggí í Gamla bíó: Brynjar Snær Sigurðsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Hlynur Ingólfsson / Lifandi Verkefni ehf
6
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
MOSES HIGHTOWER Í kjölfar útgáfu plötunnar Búum til börn, sumarið 2010, festu drengirnir í Moses Hightower sig í sessi sem dugmikla og metnaðarfulla flytjendur, ekki síður en framleiðendur, seigfljótandi og sálarskotinnar tónlistar. Sumarið 2012 kom út Önnur Mósebók, sem var m.a. valin plata ársins hjá Fréttablaðinu, en hljómsveitin fékk Menningarverðlaun DV það árið og hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð. Árið 2013 kom út hin rómaða remixplata Mixtúrur úr Mósebók, en nú vinnur hljómsveitin af sínu yfirvegaða kappi að sinni þriðju breiðskífu, sem kemur út á næsta ári. Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 3. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
DUO SVANNI Duo Svanni leikur á langspil og syngur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum. Dúettinn skipa þær Júlía Traustadóttir Kondrup og Hildur Wågsjö Heimisdóttir. Langspil er nokkuð sjaldgæf sjón í íslensku tónlistarlífi, en það er íslenskt þjóðlagahljóðfæri sem leikið er á með boga, slegið með hamri eða plokkað. Hildur og Júlía kynntust á unglingsaldri árið 2004 þegar þær stunduðu klassískt tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Hildur sem sellóleikari og Júlía sem fiðluleikari og söngkona. Árið 2012 hófu þær samstarf sitt á nýjum grundvelli og stofnuðu Langspilsfjelag Íslenzka Lýðveldisins, sem nú heitir Duo Svanni. Síðan 2012 hafa þær víða komið við. Þær hafa haldið tónleika víða um land og hlutu styrk frá Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, til að halda tónleika í Hörpu árið 2013. Einnig hafa þær farið með langspilið til Danmerkur, þar sem þær héldu fyrirlestra og tónleika við tónlistarháskólana í Árósum og Esbjerg. Árið 2015 kom út fyrsti diskur Duo Svanna, sem inniheldur íslensk þjóðlög.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 4. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
BLONDE REDHEAD Indie rokkarana í Blonde Redhead þarf vart að kynna. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 af söngkonunni og gítarleikaranum Kazu Makino, gítarleikaranum Amedeo Pace og trommaranum Simone Pace, en einstakur hljómur þeirra á enn erindi við samtímann nú 22 árum síðar. Hljómsveitin ferðast um og spilar á tónleikum og tónleikahátíðum víðs vegar um heiminn. Meðal nýlegra hátíða sem þau hafa tekið þátt í má nefna tónleika í Japan, Coachella í Indio, í Kaliforníu, Zanne Festival í Cataníu, á Ítalíu og Dour Festival í Dour, Belgíu. Blonde Redhead halda áfram að toppa sig með útgáfu níundu breiðskífu sinnar Barragán, sem hefur farið sigurför um heiminn og leitt af sér vinsæl lög eins og ,,Dripping” og ,,Lady M.” Í vetur frumflutti hljómsveitin stórkostlega endurblöndu af síðara laginu með Grizzly Bear, Chris Bear, en það er fyrsta lagið af væntanlegri útgáfu með endurunnum klippum af nýju plötunni. Framundan hjá þessari hugmyndaríku hljómsveit eru tónlistarmyndbönd, ný tónleikaferðalög, sérstakir viðburðir og spennandi tísku samstarfsverkefni frá andliti hljómsveitarinnar, hinni stórkostlegu grafísku listakonu, Kazu Makino.
Hvar: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 2. september kl. 20:00 Miðaverð: 5.000 kr.
ÓSKAR GUÐJÓNSSON & IFE TOLENTINO Brazilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino kemur nú til Íslands 13. árið í röð til að leika með Óskar Gujónssyni saxofónleikara í Mengi. Leiðir þeirra lágu saman í London er Óskar var búsettur þar. Eitt af markmiðum Óskars var að kynnast brazilískum gítarleikara og söngvara til að nema þessa fögru list sem þetta einstaklega hjartahlýja fólk hefur gefið umheiminum. Bossa Nova og Samba eru þekktustu stílar þessa margslungna tónlistarstíls sem Ife og Óskar munu leika. Það má segja að þetta hafi verið ást við fyrsta tón. Vinátta Ife og Óskars hefur gefið af sér geisladiskinn VOCÊ PASSOU AQUI. Ætti silkimjúkur söngur og innlifun Ife ásamt einstökum saxafónhljóm Óskars að láta engan ósnortinn. Með orðum Ife: “Í raun hófst þetta verkefni fyrir 13 árum án okkar vitundar þegar ég hitti Óskar í fyrsta skipti í London. Það var eins og við hefðum spilað saman í mörg ár og að hann vissi allt um grúvið og sálina í brasilískri tónlist en þó þannig að hann bætti einhverju mjög sérstöku við hana. Tveim árum síðar var ég á Íslandi að spila með Óskari og fleiri íslenskum tónlistarmönnum. Tilfinningin varð ennþá sterkari. Ég hafði fundið nýja leið til að spila tónlistina sem ég elska.”
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 5. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
www.fabrikkan.is
borðapantanir á www.fabrikkan.is og í síma 575 7575
Sækið kortið og þið fáið
FAbRIKKUBoRgARA Á 1500 KALl, MoRtHEnS Á 1700 KALl ÖlL HÁDEgI & 10 BoRgARANn FrÍTt!
www.facebook.com/fabrikkan
www.youtube.com/fabrikkan.
www.instagram.com/fabrikkan
8
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON SJÖTUGUR A THOUSAND ANCESTORS - EIVIND OPSVIK & MICHELLE ARCILA Tónlistarmaðurinn Eivind Opsvik og listakonan Michelle Arcila sameina tóna og vídjóverk í Mengi nú á fimmtudaginn. Flutningurinn er útkoma langrar samvinnu þeirra en Eivind kemur frá Noregi og Michelle frá Costa Rica. Þau leitast við að varpa ljósi á menningarheima landanna og kanna fjölskyldusögu og hvernig áhrif sagna frá forfeðrum hefur á núverandi kynslóðir. Á tónleikunum mun Eivind spila á bassa undir vídjóverki Michelle. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 3. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
JÚNÍUS MEIVANT Vestmannaeyingurinn Júníus Meivant heldur tónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði nú á fimmtudaginn. Tónlist Júníusar er mynduglegt og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Júníus er ekki hefðbundið söngvaskáld því víða glittir í allskyns stíla, t.a.m. gospel og sálartónlist eins og hún var rétt eftir miðbik síðustu aldar. Hjartnæmar lagaútsetningar hans láta manni á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi, við arineld, í kofa, hátt uppi í fjöllum með dagdrauma um funheita sandströnd á fjarlægum slóðum. Hvar: Bæjarbíó, Hafnarfjörður Hvenær: 3. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.
RAPPKONUKVÖLD Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkonukvöldi á föstudeginum á Húrra. Hægt er að skrá sig til leiks í gegnum viðburðarsíðu kvöldsins á Facebook. Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 4. september kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
Vegna fjölda áskoranna verða tónleikar með öllum bestu lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar endurteknir í Eldborg. Gestir voru á einu máli um glæsileika tónleikanna sem voru frumsýndir á fæðingardegi Vilhjálms 11. apríl 2015. Friðrik Ómar syngur lög Vilhjálms í útsetningum Karls Olgeirssonar ásamt stórhljómsveit Rigg Viðburða. Allt frá því að samstarf Friðriks Ómars og Guðrúnar Gunnarsdóttur hófst árið 2003 hefur Friðrik sungið lög Vilhjálms víða um land við góðan orðstír. Björt og fögur söngröddin minnir óneitanlega á áferð raddar Vilhjálms og ekki síður skýrmælgin sem einkenndi söng Vilhjálms. Á þessum glæsilegu tónleikum flytur Friðrik fjölda laga sem Vilhjálmur söng á sínum ferli ásamt færustu hljóðfæraleikurum íslensku þjóðarinnar og gestasöngvurum. Útsetningar eru í höndum snillingsins Karls Olgeirssonar. Sannarlega tónleikar sem enginn unnandi laga Vilhjálms Vilhjálmssonar ætti að láta framhjá sér fara. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 5. september kl. 20:00 Miðaverð: 5.900 - 9.900 kr.
,,NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI” TEITUR MAGNÚSSON Tónlistarmaðurinn knái, Teitur Magnússon, spilar yndisfríða og ylhýra tóna fyrir gesti Flórunnar á fimmtudagskvöldinu. Frábært tækifæri til að nýta síðustu dropa sumarsins innan um gróður og tónaflóru.
Hvar: Flóran Café / Bistro, Laugadal Hvenær: 3. september kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
- Todd Sines (US) - Mike Hunt (IS) - HiFiWiFi (IS) Það verður tekknóveisla á Paloma nú á fimmtudaginn. Hin bandaríska goðsögn, Todd Sines, verður með lifandi flutning á verkum sínum. Kappinn hefur komið víða við, gefið út hjá mörgum þekktum neðanjarðarútgáfum (t.d. Planet E, 7th City og Peacefrog) auk þess sem hann hefur spilað á öllum helstu klúbbum (t.d. Fabric, Berghain og Tresor) og tónlistarhátíðum sem til eru. Honum til halds og trausts þetta kvöld verða hinir íslensku tekknóhausar, Mike Hunt (Árni Vector) og HiFiWiFi (Frank Honest). Báðir eru þeir miklir smekkmenn og velrúnaðir tæknilegir plötusnúðar með langan feril að baki. Hvar: Paloma Hvenær: 3. september kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
„ÞAÐ SEM HEFUR KOMIÐ MÉR MEST Á ÓVART ER AÐ FÓLK ER ,,[Þ]AÐ ER ENGINN AÐ GEFA SÉR TÍMA TIL ÞESS FORINGI AÐ HLUSTAEÐA Á ALLA PLÖTUNA – SÉRSTAKLEGA Í DAGYFIRMAÐUR” ÞAR SEM ATHYGLISGÁFAN FER DVÍNANDI.“ – ARNÓR DAN
Það eru viðtöl og svo eru það viðtöl. Viðtölin eru ekki öll eins. Sum viðtöl eru þannig að viðmælandinn tautar einhverju upp úr sér, hálfsofandi, og maður gerir sitt besta til þess að dotta ekki sjálfur. Maður kinkar bara kurteisum kolli og reynir að fylgja þræðinum – þræðinum sem er spotti neðan úr blöðru sem tókst á loft og óðfluga nálgast sólina #Lost#SayWhatNow#JáEinmitt ... Samtalinu lýkur. Maður keyrir heim, sest niður fyrir framan tölvuna og skrifar þetta leiðindasuð niður á nokkrum mínútum. Sendir þetta svo frá sér og kennir í brjósti um lesandann ... En svo eru það viðtöl sem líkjast helst samræðum – samræðum við gamla vini. Maður setur diktafóninn í gang og ætlar sér aðeins að rabba í tuttugu mínútur. Fimmtíu mínútum seinna rankar maður við sér og bölvar eigin kæruleysi; maður verður allan daginn að skrifa þetta niður og það verður erfitt að skera niður. Viðtalið í gær var þannig viðtal. SKE spjallaði við Arnór Dan Arnarson og Hrafnkel Örn Guðjónsson úr hljómsveitinni Agent Fresco. Útsendari Fresco gaf nýverið út plötuna Destrier. Við ræddum plötuna, suss, Whiplash, andlega heilsu og Ashley Madison. Ég geng inn í íbúð Arnórs í miðbæ Reykjavíkur. Hann bíður mér Sprite. Hann er ekki mikill kaffimaður. Við byrjum á því að ræða orðið „Destrier“ (heiti plötunnar) og Arnór segir mér að ég sé fyrsti blaðamaðurinn sem hefur kafað ofan í rætur orðsins, en „Destrier“ merkir „stríðshestur“ og kemur af latneska orðinu „dexter“ sem þýðir „hægri hönd.“ Svo byrja ég að ræða hlaðvörp. Ég og Arnór ræðum þáttinn Serial. Keli kinkar kolli og virkar áhugasamur. Áður en viðtalið byrjar koma menn sér fyrir og ég byrja á því að óska þeim til hamingju með nýju plötuna.
Svo var „basic“ artwork-i varpað á skjáinn, nema í þeim tilvikum þar sem við vorum búnir að taka upp myndband. Venjulega eru hlustunarpartí þannig að það er bara; „hey, bjór!“ og svo rennur platan í gegn í bakgrunninum, en enginn er að hlusta.
SKE: Nú loks er Destrier komin út, fimm árum eftir að A Long Time Listening leit dagsins ljós. Hvernig er tilfinningin, er þetta léttir?
Arnór Dan: Svo var besta augnablikið þegar við áttuðum okkur á því að þetta hljóð kom úr röð okkar, fjölskyldu- og vina röðinni, jább: Frændi hans Vignis.
Keli: Yfirleitt eru menn meira að fagna því að platan sé komin út, en ekki að hlusta. SKE: Var ekki einu sinni klappað á milli laga? Arnór Dan: Nei. Bara þögn. Keli: Maður heyrði í rauninni ekki í neinum nema frænda hans Vignis. Þeir hlæja. SKE: Var hann með læti? Keli: Hann var alltaf í popp-pokanum sínum. Arnór Dan: Ég hugsaði, „hvaða krakki er þetta!?“ Þetta var einmitt í einhverju rólegu lagi og ég var bara; „gat hann ekki beðið eftir einhverju rokki eða látum?“ En þá bara nei nei: hann ákveður að þetta sé besti tíminn til þess að búa til bolta úr pokanum og fleygja honum í ruslið. Menn hlæja dátt.
Arnór Dan: Jú, þetta var skítaferli maður, en nauðsynlegt. SKE: Sussaði enginn á hann? Keli: Mikill léttir. Arnór Dan: Svo er það líka þetta klassíska að þegar maður er búinn að leggja svo mikla orku í eitthvað á hverjum einasta degi, þá er þetta léttir en aftur á móti er maður svo tómur líka. Eitthvað sem maður hefur tileinkað lífi sínu síðustu ár er bara búið. En það hefur verið sturlað að sjá viðbrögðin og einnig að fólk sé að gefa sér tíma til þess að hlusta á alla plötuna. Við erum vanir því að sjá dóma þar sem menn hafa augljóslega rennt yfir plötuna einu sinni: „Já, þetta er fínt.“ En það sem hefur komið mér mest á óvart er það að fólk er að gefa sér tíma til þess að hlusta á alla plötuna, sérstaklega í dag þar sem athyglisgáfan fer dvínandi.
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
Keli: Sjálfur nennir maður eiginlega aldrei að setjast niður og hlusta á heila plötu í gegn. Þess vegna er það svo skrýtið og frábært að fólk hafi gert það með Destrier. SKE: Hvernig var hlustunarpartíið í Bíó Paradís? Arnór Dan: Það var geðveikt. Það var hlustunar- og svo partí! SKE: Partí í Paradís? Arnór Dan: Já, fólk settist inn í sal og við kynntum aðeins plötuna.
Arnór Dan: Ég reyndi að ná einhverju augnsambandi við Vignir til þess að benda honum á þetta. En nei nei, það gekk ekki: „Snillingur.“ Keli: Mikill snillingur.
„Maður heyrði í rauninni ekki í neinum nema frænda hans Vignis.“ Keli um (nánast) ríkjandi þögn í hlustunarpartí Fresco í Bíó Paradís
SKE: Ég er einmitt þekktur fyrir það að sussa grimmt á menn í bíó. Konan mín sekkur yfirleitt í sætið og skammast sín. Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það þegar menn tala í bíó. Arnór Dan: Það er nauðsynlegt að sussa. Það er glatað þegar maður er settur í þessi spor. Af hverju á mér að líða illa yfir því að fá einhvern til þess að fokkings þegja þegar ég er búinn að borga mig inn og er mættur til þess að njóta myndarinnar?
„Það er nauðsynlegt að sussa“. Arnór Dan SKE: Einmitt. Maður er að reyna lifa sig inn í einhvern heim og svo er manni snarlega kippt út úr þeim heimi. Keli: Ég upplifði svipað þegar ég fór á Straight Outta Compton. Sama símhringingin vældi aftur og aftur. Tvisvar í röð. Maður datt alveg út. Svo í þriðja skiptið þá heyrðist í salnum, „nennirðu að slökkva á fokkings símanum!“ Það var gott. SKE: A Long Time Listening kom út 2010 og fjallaði um andlát föður þíns. Destrier á hins vegar rætur sínar að rekja til tilefnislausrar árásar sem þú varðst fyrir árið 2012. Eftirköst þessarar árásar voru reiði, kvíði og angist. Hefur tónlistin hjálpað þér að vinna úr þessu? Arnór Dan: Þetta er mega góð spurning. Ég fékk þessa spurningu eftir að A Long Time Listening kom út. Hún kom svo á óvart því að enginn hafði spurt mig að þessu áður. En allt í einu kom þessi spurning: „hjálpaði þetta eitthvað?“ Og ég bara „ha?!“ Arnór hlær. Arnór Dan: Auðvitað hjálpar þetta ekki þannig. Tónlistin græðir ekki sár. Tónlistin hefur alltaf verið mjög persónuleg á mjög skrýtinn hátt fyrir mér. Þegar ég var yngri þá var ég ekki að deila þeirri tónlist sem ég var að hlusta á. Ég fór mjög oft einn á tónleika til Danmerkur. Strax 12, 13 ára. Það er þess vegna svo náttúrulegt fyrir mig að yfirfæra þessa
persónulegu nálgun á það sem ég er að semja. Kröfurnar eru mjög háar. Þetta verður að vera tilfinningaríkt og ég verð að hætta mér inn á svæði sem eru óþægileg. Ég held að það sé mikilvægt svo að maður þroskist sem manneskja. Ég tala ekki mjög beint út um hlutina en mér finnst sjálfsagt að reyna útskýra þessa hluti. Ég er alltaf að búa til sögur út frá minni persónulegu reynslu og er að vitna í ljóðskap eða goðafræði. Ég skemmti mér mjög vel.
sér og kemur aftur inn á Destrier.
Arnór hlær.
Keli: Jú, akkúrat.
Arnór Dan: Ég áttaði mig á því mjög snemma að lögin væru nánast tilgangslaus ef þau væru bara ég að búa til einhverja texta eða flott ljóð. Það er svo margt sem liggur mér á hjarta. Tónlistin er áhugaverð leið til þess að vinna úr tilfinningum. Á Destrier er ég ekki að takast á við sorg heldur kvíða og reiði. Ég gat ekki skrifað um annað en það. Ég varð að skoða þetta. Þess vegna fannst mér orðið „Destrier“ svo viðeigandi.
SKE: Hvað gerðirðu á meðan?
SKE: Hvaðan kemur orðið?
Keli: Það er líka hægt að horfa á þetta öfugt: Kannski þurftum við allir að prufa eitthvað nýtt.
Arnór Dan: Ég man það ekki. Ég var byrjaður að punkta niður orð sem mér fannst falleg. „Mono No Aware“, til dæmis. Það var ein pæling. Þetta er japanskur frasi sem merkir það að vera meðvitaður um að ekkert er eilíft. Þetta er notað sérstaklega í sambandi við japönsku kirsuberjatrén. Þau blómstra í stuttan tíma. Mér fannst það fallegt. Það rímaði við pælingarnar hans Tóta. En svo var „Destrier“ niðurstaðan. Það var svo fagurt, en samt var eitthvað svo karlmannlegt og „brutal“ við það. Arnór vitnar í Neverending Story og daðrar aðeins við „bestiality“. Hlær svo að sjálfum
Arnór Dan: Lagið Destrier fjallar um ferðalag og hvernig reiðin er frumstæð og einföld. Hversu auðvelt það er að sökkva djúpt ofan í reiðina. Þetta passaði svo vel við það sem Tóti var að gera. Þetta segir margt um þessa andstæður sem eru ríkjandi á milli okkar. Tónlistin hans Tóta snerist um að skapa líf, en á sama tíma var ég að vinna með eyðileggingu. Okkur fannst þetta áhugavert. Þessi plata er tilfinningaleg fyrir mig, en það þarf ekki endilega að eiga við næsta mann. Næsti maður segir kannski: „hey, cool riff!“ En við erum alltaf að búa til andstæður. Það er ákveðið þema líka. Platan er frábrugðin A Long Time Listening að þessu leyti. Þetta er meiri heild. SKE: Keli, þú varst búinn með allt þitt 2013?
Keli: Ég var bara að hangsa (hlær) … Nei, þá byrjaði ég að spila með Gauta, Úlf Úlf og Young Karin. En þetta ferli var samt alltaf í gangi. Þó svo að ég hafi klárað allt mitt 2013. Arnór Dan: Ég kláraði fyrst sönginn í desember 2014. Strákarnir vissu að ég var ekki tilbúinn með mitt og þá bara hægðist á öllu einhvern veginn. Sem betur fer þá var nóg að gera hjá okkur öllum. Ég hafði sjálfur verið að vinna með Ólafi Arnalds. Það var hollt fyrir okkur alla að prufa eitthvað nýtt og koma svo aftur ferskir inn. Keli var að spila með Emmsjé Gauta, Young Karin og Úlf Úlf. Tóti var í Listaháskólanum og Vignir var að kenna og spila á fullu. Við nýttum tímann ágætlega.
Arnór Dan: Um að gera að hugsa þetta jákvætt. Læra af þessu. Jú, vissulega var þetta skítaferli og mér leið ekki vel. Ég var að reyna vinna í sjálfum mér. En svona er lífið. Maður er ekki að fara væla yfir ... (Arnór hugsar sig um) ... en jú, einmitt, maður má væla! Það er nauðsynlegt að horfast á við tilfinngarnar sínar og vinna í þeim. Það er gallinn við samfélagið í dag að það er ekki talað nógu opinskátt um andlega heilsu og þetta verður „taboo“ - sérstaklega á meðal karlmanna. Við færum okkur yfir í annað. SKE: Þið hafið spilað á Hróaskeldu og Euroblast, ekki satt? Arnór Dan: Við tókum tvo Evróputúra eftir að A Long Time Listening kom út. Núna erum við að fara detta inn í frekar þétta túra til þess að kynna Destrier. SKE: Svo eru túrar í nóvember og desember í Evrópu? Keli: Já, svo byrjar það.
12
HVAÐ ER AÐ SKE
SKE: Og Bandaríkin?
gleymi þessu þá var þetta bara ekki nógu gott.
Arnór Dan: Já, en ekkert staðfest og ekkert bókað. Við erum bara búnir að semja við þetta fyrirtæki (Infinity Concerts) og þeir láta okkur vita þegar við erum komnir inn á svokallað „roster“.
Keli: Við dönsum á línunni. Það er hægt að gera tónlist bara til þess að hafa hana nógu flókna
SKE: Eitthvað í kringum forsetakosningarnar kannski?
Keli: En við erum svo miklir nördar að okkur þykir þetta skemmtilegt.
Arnór Dan: Já.
Svo tölum við aðeins um áhrifavalda Fresco. Þeir nefna Meshuggah og the Blood Brothers. Arnór segir að honum finnist tónlist Agent Fresco hvorki vera skrýtin né flókin. Síminn minn hringir og ég biðst afsökunar. Svo talar Arnór aðeins meira um Whiplash. Hann segist eiga vin í Danmörku sem er rosalega hæfileikaríkur klassískur píanóleikari. Þessi vinur hans fór yfirum. Arnór nefnir það að það séu of margar reglur í klassískri tónlist. Hann gæti ekki unnið innan þess ramma. Ég byrja að tala um David Foster Wallace. David Foster Wallace framdi sjálfsmorð 2008.
SKE: Troðið upp hjá Trump? Arnór Dan: Fuck my life. Það er joke, samt ekki einu sinni fyndið. Ég, verandi þessi ófrumlegi örviti sem ég er, byrjaði að hugsa um Whiplash þegar ég leit á Kela. SKE: Hafið þið séð Whiplash? Arnór Dan: YESSSS!!! Þeir hlæja báðir.
en það er bara leiðinlegt. Arnór Dan: Það er vel, fokking, leiðinlegt.
SKE: Það er erfitt að lifa sem listamaður á Íslandi. Hvað gerið þið til að drýgja tekjurnar?
Arnór Dan: Þetta er svo fyndið. Ég sá hana nýlega. Ég hef verið tilbúinn að horfa á þessa mynd síðan að hún kom út og kærasta mín ætlaði að horfa á hana með mér. Það tók mig svona ár að sannfæra hana um að þetta væri góð mynd. Hljómaði aldrei neitt sérstaklega vel: „Trommumynd.“
Arnór Dan: Ég var heppinn að fá að vinna með Óla (Ólafi Arnalds. Arnór og Ólafur Arnalds áttu lag í myndinni Taken 3). Það var gaman að prufa eitthvað nýtt. Ég hefði aldrei gert þetta hefði þetta verið eitthvað í líkingu við Agent Fresco. Það var í fyrsta skiptið, síðustu tvö eða þrjú ár, sem ég hef getað lifað á þessu.
Keli: Bíddu, hljómar það ekki vel?
Arnór Dan: Ef þetta væri bara Fresco þá væri ekki hægt að lifa á þessu. Ekki séns. Allir þeir peningar sem við græðum á giggum fara beint inn í fyrirtækið Agent Fresco. Svo að við getum spilað á tónleikaferðalögum og gefið út plötur.
Arnór hlær. Arnór Dan: En svo horfðum við á hana um daginn og ég mætti á æfingu og bara: „Getum við rætt Whiplash!?“ En enginn var til í að ræða þetta. Allir löngu búnir að sjá hana. Keli: Hún var mögnuð. Við tölum aðeins um myndina. Arnór segir að Whiplash hafi minnt hann á fyrrverandi dönskukennarann sinn. Ég segist hafa fengið ákveðinn innblástur fyrir skrifum. Keli talar um djass. Keli: Þetta er svo góð pæling af því að þetta er djass mynd. Mér finnst djass oft vera á mörkum þess að vera íþrótt og að vera listform. Djassinn dansar á þeirri línu.
Keli: Við höfum allir verið að kenna.
Keli: Það er ekki hægt að vera í svona „project-i“ og borga sér laun. Ekki eins og staðan er í dag. En þetta dugir til þess að taka upp plötu eða túra. Arnór Dan: Til þess þyrftum við líka að vera elta eitthvað „sound.“ Eitthvað „mainstream sound.“ Það er ekki eitthvað sem við höfum áhuga á. Okkur finnst gaman að ögra okkur sjálfum og hlustendum. Vitandi líka að við erum að gera plötufyrirtækjum erfitt fyrir að selja okkur. En mér finnst það bara glatað þegar það er sífellt verið að hólfa hljómsveitir niður í einhverja flokka. Hvað í fokkanum er rokk í dag? Eða popp? Mér finnst svo leiðinlegt þegar gagnrýnendur eru að reyna skilgreina okkur. Það er örugglega búið að flokka okkur í 80 mismunandi „genres“ bara fyrir þessa plötu.
SKE: Verður platan tekin í heild sinni?
Keli: Tóti var með IceHot2.
Arnór Dan: Öll fjórtán lögin.
Við hlæjum.
Keli: Eitthvað af endurútsetningum líka.
Arnór Dan: Ég yrði TheBaldAndTheBeautiful. Ég hafði alltaf hugsað mér það sem DJ nafn en ég held að þetta yrði fínt fyrir Ashley Madison.
Keli: Reggí, djass, prógressive ... SKE: Það var einhver að bera saman box og djass um daginn og sagði að það væri jafn leiðinlegt að horfa á tvo góða boxara berjast og að hlusta á frábæran djassara; þetta gerir einhvern veginn ekkert fyrir áhorfandann eða hlustandann. Þetta er svo mikil tækni. Arnór Dan: Þetta er akkúrat það sem við sækjumst eftir í Agent Fresco. Okkur líður eins og við séum komnir með gott jafnvægi á milli þess að vera að ögra og að tileinka okkur ákveðinn einfaldleika. Ég er búinn að móta mér mjög náttúrulega nálgun gagnvart laglínum. Þær þurfa að vera eitthvað sem mér dettur í hug og sem festast, annars er ég að fara gleyma þessu og ef ég
Við hlæjum. Keli: Fólk verður alltaf að hafa eitthvað til að grípa í. Það má bara ekki vera nákvæmlega það sem það er. SKE: Hvað er svo framundan? Arnór Dan: Októberfest er næst. Núna í næstu viku. Það er alltaf gaman.
Arnór Dan: Það verða örugglega svona fimm lög sem við tökum aldrei aftur. SKE: Þetta verður einstakur viðburður? Arnór Dan: Það er alltaf mikil spenna í kringum útgáfutónleika og allir eru mjög einbeittir. Við viljum gera þetta eins vel og hægt er. Við erum ekkert að spara neitt, því miður.
SKE: Svo útgáfutónleikarnir?
“Ég yrði TheBaldAndTheBeautiful. Ég hafði alltaf hugsað mér það sem DJ nafn en ég held að þetta yrði fínt fyrir Ashley Madison.” – Arnór Dan Keli: Ég myndi kalla mig Curly Boy, eitthvað ... eða Hot Boy ... eða Drumstud.
Þeir hlæja. Arnór Dan: Já, fókusinn er þar. Þetta verður allt annar pakki. Þetta verða stórtónleikar. Við fáum fullt af gestum til liðs við okkur. Keli: Við flytjum lög sem við munum ekki koma til með að flytja aftur. Þetta verður ekki þetta hefðbundna prógram.
Arnór Dan: Þetta er mjög dýrt. SKE: Að lokum: Ef þið yrðuð að stofna Ashley Madison „account“ – hvert yrði notendanafnið ykkar?
Arnór Dan: Drumstud! Já, Drumztud með zetu! Og svo 69 – Drumzstud69! Með þessum fleygu orðum bindum við enda á samtalið. SKE hvetur alla til þess að tryggja sér miða á útgáfutónleika Agent Fresco í Hörpunni í byrjun október. Miðasalan fer fram á harpa.is og tix.is
14
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
RADDSVEITIN FACE ÁSAMT GRETU SALÓME
LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ
Face er bandarísk raddsveit (söngraddir eru einu hljóðfærin) í sínum fyrsta Evróputúr. Sveitin hefur fimmtán ára reynslu af því að skemmta áhorfendum í Bandaríkjunum, en hún kemur frá Boulder í Colorado. Með aðeins fimm röddum og taktkjafti (beat boxer) skapar sveitin kraftmikla rokkupplifun sem verður að heyra til að trúa. Meðlimir sveitarinnar kynntust Gretu Salóme Stefánsdóttur á tónleikum í Denver og buðu henni að koma fram á tónleikum þeirra á Íslandi. Hún mun því syngja lag á tónleikunum og hver veit nema hún spili eitthvað á fiðluna líka. Hljómsveitin tók þátt í keppninni The Sing-Off á NBCsjónvarpsstöðinni og í America’s Got Talent, ásamt því sem hún hlaut verðlaunin “Best Local Band” hjá Denver A-List Awards. Nýlega gaf sveitin út sína fimmtu plötu, This Is The Season. Face hefur spilað hjá Jay Leno og hitað upp fyrir Bon Jovi, Boy George, Robin Thicke, Rick Springfield og Clint Eastwood. Hún hefur spilað fyrir George Bush og Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforseta og verið hrósað af áhorfendum á borð við Henry Kissinger, Jimmy Buffet, David Rockefeller og Merv Griffin.
Nú er komið að hinni árlegu Ljósanótt sem haldin er í Reykjanesbæ. Landsmenn flykkjast suður með sjó til að upplifa alla þá viðburði sem boðið er uppá en úr nógu er að velja. Tónlistin verður í hávegum höfð eins og fyrri ár en hún nær hápunkti á Ljósanæturballi í Stapanum. Um er að ræða glæsilegasta ball ársins á Suðurnesjum þar sem Sálin, FM95BLÖ, Steindi Jr, Bent og Sverrir Bergmann stíga á stokk. Miðar á ballið fást á midi.is. Á miðvikudeginum munu Lög unga fólksins hljóma eins og venja er. Söngvarar sýningarinnar eru stuðmaðurinn Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Stefanía Svavarsdóttir. Á fimmtudeginum mun hljómsveitin Vök spila á skemmtistaðnum Paddy’s og konukvöld verður haldið á Ránni þar sem Eyjólfur Kristjánsson spilar og syngur. Frítt er inn á þá tónleika fyrir konur en 1.000 kr. fyrir karlpeninginn. Föstudagseftirmiðdaginn kl. 15 spilar Axel Flóvent í Landsbankanum og kl. 19:30 verður Bryggjusöngur þar sem Ingó leiðir lýðinn í söng. Síðar um kvöldið verða Hjálmar með tónleika á Center. Mikið verður um dýrðir á laugardagskvöldinu ásamt Ljósanæturballinu í Stapanum, en þá verða meðal annars haldnir stórtónleikar á útisviði þar sem hljómsveitirnar Pakkið, Sígull, Kolrassa krókríðandi og heiðurstónleikar um Rúnar Júlíusson verða haldnir. Þar munu Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól láta perlur Rúnars ljóma. Stórtónleikunum lýkur svo með Jónasi Sig og ritvélum framtíðarinnar. Á lokadegi hátíðarinnar verða tónleikar í Kirkjuvogskirkju. Bjartmar Guðlaugsson, Elíza Newman (Kolrassa krókríðandi) og Gísli Kristjánsson halda þessa tónleika en þeir eru partur af Hátíð í Höfnum dagskránni á Ljósanótt. Frítt er á þá tónleika.
Miðar fást á midi.is. Hvar: Tjarnabíó Hvenær: 5. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.
Nánari upplýsingar á ljosanott.is. Hvar: Reykjanesbær Hvenær: 2. - 6. september Miðaverð: Breytilegt eftir viðburðum Nánar: http://ljosanott.is
GERVISYKUR & MARTEINN Ungstirnin og taktsmiðirnir í Gervisykri og Marteinn halda uppi fjörinu á Prikinu nú á laugardaginn. Vænta má að þeir muni spila tónlist úr sinni eigin smiðju í bland við gúmmilaði úr heimi rappsins.
HJÁLMAR Hljómsveitin Hjálmar fagnaði 10 ára afmæli í fyrra með stórtónleikum í Hörpu en hefur annars látið lítið fara fyrir sér undanfarið. Nú er hins vegar komið að fyrstu tónleikum Hjálma á Húrra - ekta sveittu grúvandi giggi með brassi og öllu eins og þeim er einum lagið. Miðasala á Tix.is.
Hvar: Prikið Hvenær: 5. september kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 5. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.
16
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
ÉG VIL VERA SKRÍTIN // I WAN TO BE WEIRD FRUMSÝND Í BÍÓ PARADÍS Heimildamyndin Ég vil vera skrítin (e. I want to be Weird) verður frumsýnd í Bíó Paradís kl. 20 fimmtudaginn 3. september næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er Brynja Dögg Friðriksdóttir og þetta er hennar fyrsta mynd í fullri lengd. Ég vil vera skrítin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Kitty fær hóp kvenna með sér í hvern þátt en markmið verkanna er meðal annars að styrkja sjálfstraust og líkamsímynd kvenna og hvetja þær til að sleppa fram af sér beislinu. Heimildamyndin fylgir eftir Kitty í daglegu lífi og við vinnu á verkum sínum. Konurnar eru margar í lífi Kittyar, þær veita henni innblástur og verk hennar efla þær og styrkja á ólíkan máta. Útkoman er einstök. Myndin var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í september, en myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin.
AKKÚRAT HÆ FÆV! // DAVÍÐ ÖRN HALLDÓRSSON Laugardaginn 29. ágúst kl. 16:00 opnaði sýning Davíðs Arnar Halldórssonar, Akkúrat hæ fæv!, í Hverfisgallerí. Verk Davíðs Arnars eru jafnan mjög litrík og notar hann myndmál sem vísar í veggjakrot, teiknimyndir og listasögu. Hann vinnur að mestu með lakk og sprey og notar ósjaldan fundinn við líkt og skápahurðir og borðplötur sem undirlag. Með þessu móti er hann að gefa efni sem hefði allt eins geta verið talinn afgangur eða rusl nýjan og fagurfræðilegan tilgang. Sýningin samanstendur af litríkri innsetningu þar sem efni nokkurra verkanna teygir sig út fyrir fleti verkanna sjálfra. Við upphaf sköpunarinnar byrjar hann gjarnan á línu sem hann svarar svo með annarri línu og í kjölfarið tekur við eltingaleikur við þessa upphaflegu línu. Bakgrunnur Davíðs í grafík er vel sjáanlegur í verkum hans sem efnislegur grunnur sem hann byggir list sína á. Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) býr og starfar í Reykjavík. Davíð hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Árið 2014 hlaut hann hin virta Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna. Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgata 4, 101 Reykjavík Hvenær: 29. ágúst - 3. október 2015 Vefur: hverfisgalleri.is
Ég vil vera skrítin verður sýnd í Bíó Paradís eftirfarandi daga; 3. sept. - Frumsýning og opnun sýningar Kitty Von-Sometime @20:00. Allir velkomnir. 4. sept. - 2. sýning - @ 20:00 5. sept. - 3. sýning - @ 18:00 9. sept. - 4. sýning - @ 20:00 16. sept. - 5. sýning - @ 18:00 23. sept. - lokasýning - @ 20:00 Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík Hvenær: 3. - 23. september 2015 Miðasala: Bíó Paradís og www.tix.is
KITTY VON-SOMETIME Í Bíó Paradís opnar sýning á búningum, ljósmyndum og þáttum úr seríum Weird girls project eftir Kitty Von-Sometime. Tilefnið er sýningin á heimildarmyndinni Ég vil vera krýtin sem fer fram á sama tíma í Bíó Paradís. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík Hvenær: 3. - 23. september 2015
ANDLIT BÆJARINS LJÓSANÆTURSÝNING Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar er að þessu sinni unnin í samstarfi við Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum. Upphaflega varð verkefnið til eftir áramót 2015 þegar Ljósop ákvað að setja upp litla sýningu fyrir Safnahelgi á Suðurnesjum sem haldin var í mars síðastliðnum. Þeir byrjuðu að prufumynda og þróa stílinn strax í janúar og á Safnahelgi voru þeir komnir með ca. 20 myndir sem voru til sýnis. “Við byrjuðum á því að mynda vini og vandamenn en fórum fljótlega að hafa upp á fólki/karakterum sem gaman væri að mynda. Suma fundum við í kirkjunni, aðra í Sporthúsinu og úti á götu. Auk þess mynduðum við gesti sem komu til okkar á Safnahelginni. Bæjarbúar hafa tekið verkefninu mjög vel og aðsóknin í myndatöku verið vonum framar! Verkefnið hefur svo spurst út smám saman og eftir að óskað var eftir þátttöku fólks á Facebook hefur það aldeilis undið upp á sig. Verkefnið hefur mikið og skemmtilegt sögulegt gildi, þá sérstaklega fyrir komandi kynslóðir.” Það hefur verið stefna Listasafnsins að á Ljósanætursýningunni sé heimafólk í fyrirrúmi og hafa listamennirnir hverju sinni tengst Reykjanesbæ með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni eru hvoru tveggja viðfangsefnin og ljósmyndararnir heimafólk og því öruggt að sýningin á eftir að vekja mikla athygli. Ljósop er einn af menningarhópum Reykjanesbæjar og hefur ávallt staðið fyrir skemmtilegum sýningum á Ljósanótt og þannig lagt sitt af mörkum til öflugs menningarlífs bæjarins og nú í sýningarsal Listasafnsins í Duus safnahúsum.
3/9 Fimmtudagur 18:00 - 20:00 4/9 Föstudagur 12:00 - 18:00 5/9 Laugardagur 12:00 - 18:00 6/9 Sunnudagur 12:00 - 17:00
Hvar: Listasafn Reykjanesbæjar, Duusgata 2-8, 230 Keflavík Hvenær: 3. - 6. september 2015 Vefur: http://www.andlitbaejarins.is/
John Wayne er á Burgernum! Hann er 200 gr. jusý burger. Sjá nánar á heimasíðu okkar.
TILBOÐ - TILBOÐ Tvær 12” pizzur með 2 áleggjum 2.990 kr. (Sótt eða borðað á staðnum)
Flatahraun 5a Hafnarfirði · sími 555 7030 · Opið alla daga frá kl. 11-22 · www.burgerinn.is
FJÖLSKYLDUTILBOÐ
Verð 4.250 kr.
Bílaborgarinn vinsæli
m/frönskum, sósa og 1/2 l. Coke á 1.790 kr.
20
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
KRISTJÁN GUDMUNDSSON I8 i8 er nú að opna sýningu á verkum Kristjáns Guðmundssonar sem spanna árin 1971 - 1989. Sýningin opnar fimmtudaginn 3. september kl. 17 - 19. Kristján Guðmundsson staðsetur verk sín „innra með spennunni sem lifir milli einskis og einhvers,“ og hefur eytt síðustu 40 árum í að kanna þetta ríki með fagurfræðilegri athugun teikninga og málverks, og sýnileika tíma og víddar, orsaka og afleiðinga. Í seríu teikninga, rannsókn á kjarna teikningarinnar, hefur Kristján snúið við flestum grunnhugmyndum okkar um meginreglur teikninga og efna með sviðsetningu grafíts og pappírs í hinum ýmsu tveggja og þriggja víddar formum. Teikningarnar nýta lagskiptan pappa, borða ívilnanir, stórar rúllur af dagblaðapappír, grafít blokkir í föstu formi og vélrænan blýant með niðurstöðum sem liggja við mörk skúlptúrs. Ljósmynd: Kristján Guðmundsson: 6 x 7 jafntímalínur, 1974. Blek á þerripappír, þrisvar sinnum 30 x 30 cm. Birt með leyfi listamanns og i8 gallerís. Hvar: i8 Gallery, Tryggvagata 16, 101 Reykjavik Hvenær: 3. september - 24. október 2015
HAUST Samsýning 30 norðlenskra myndlistarmanna
BJÖRK GUÐNADÓTTIR // STÖPULLINN #hæll #augnhár #sjálfstýring Þann 5. september kl.15:00 verður myndverk Bjarkar Guðnadóttur, #hæll #augnhár #sjálfstýring, afhjúpað á Gunnfríðarstöpli fyrir framan Listasafn ASÍ við Freyjugötu 41. Verk Bjarkar er það sjötta í röð listaverka sem sett verða á stöpulinn en hann var tekinn í notkun í október 2013. Val á listamönnum á þessum sýningarvettvangi fer þannig fram að þeir velja sjálfir eftirmann sinn á stöplinum. Stöpullinn er styrktur af Reyjavíkurborg.
Á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst var sýningin Haust opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar leiða 30 norðlenskir listamenn saman hesta sína og sýna verk sem ætlað er að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Sýningin verður tvíæringur og afar fjölbreytt, bæði hvað varðar aðferðir og miðla. Til sýnis verða málverk, innsetningar, videóverk, leirverk, skúlptúrar, ljósmyndir, skjáverk, textílverk, teikningar og bókverk. Í mars síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í haustsýningu safnsins og var forsenda umsóknar að listamenn búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. Alls bárust hátt í 90 umsóknir og sérstaklega skipuð dómnefnd valdi 30 listamenn og verk á sýninguna. Dómnefndina skipuðu Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona, Alice Liu myndlistarkona og rekstraraðili gestavinnustofanna Listhúss á Ólafsfirði, Arndís Bergsdóttir hönnuður og doktorsnemi í safnafræði, Ólöf Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Hlynur Hallsson myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Haustsýningar voru lengi fastur liður í sýningarhaldi hér á landi og erlendis lifa þær víða góðu lífi enn. Haust endurvekur því þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Listamennirnir sem sýna á sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Arnar Ómarsson, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Björg Eiríksdóttir, Eiríkur Arnar Magnússon, Freyja Reynisdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðrún Þórisdóttir, Gunnhildur Helgadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Heiðdís Hólm, Hekla Björt Helgadóttir, Joris Rademaker, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Klængur Gunnarsson, Marina Rees, Ragnheiður Þórsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Rósa Júlíusdóttir, Sam Rees, Stefán Boulter, Unnur Óttarsdóttir, Victor Ocares, Þórarinn Blöndal, Þórgunnur Oddsdóttir, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Haust stendur til 18. október og er opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45.
Hvar: Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, s.: 511 5353 Hvenær: 5. september kl: 15
Hvar: Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti 12, Akureyri Hvenær: 21. ágúst - 18. október 2015
Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland
22
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
ICELANDIC TATTOO EXPO 2015 LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ
Húðflúrshátíðin Icelandic Tattoo Expo verður haldið með pompi og prakt nú um helgina. Þar munu 55 alþjóðlegir listamenn sem unnið hafa til verðlauna sýna verk sín og fá gestir að panta tíma hjá þeim á staðnum. Gríðarlega flott tækifæri til að fá heimsþekkta flúrara til að gera verk á líkamann þinn. Götunarkeppni, húðflúrkeppni, lifandi tónlist og margt fleira. Miðar seldir á staðnum.
Margt verður um dýrðir á Ljósanótt dagana 2. - 6. september. Heill urmull viðburða verður í gangi alla dagana, frá morgni til kvölds. Allar upplýsingar má nálgast á mjög einfaldan hátt á ljosanott.is en þar er frábært skipulag í tímaröð allra viðburða. Meðal þess sem helst ber að nefna er sýning Páls Óskars á einkasafni sínu í Rokksafninu þar sem hann sýnir sérhannaða búninga og fatnað, dagbækur, teikningar, gull- og platínuplötur og margt fleira. Einnig verður púttmót í boði Toyota, nytjamarkaður Hjálpræðishersins, línudans á Nesvöllum, Sirkus Íslands í Krossmóa, boxkvöld í Keflavík, Ávaxtakarfan á Bókasafninu, Brúðubíllinn fyrir aftan Duus safnahús, Sterkasti maður Suðurnesja, Leikhópurinn Lotta og fornbílasýning, svo fátt eitt sé nefnt.
Hvar: Bíó Paradís Hvenær: 3. - 6. september Miðaverð: Frítt
Hvar: Reykjanes Hvenær: 2. - 6. september Miðaverð: Frítt Nánar: http://ljosanott.is/
JAPANSKIR KVIKMYNDADAGAR Bíó Paradís og sendiráð Japans á Íslandi kynna, japanska kvikmyndadaga. Heillandi heimur japanskra kvikmynda, japönsk töfrahelgi fyrir börn og ungmenni, úrval teiknimynda fyrir börn á öllum aldri og japanskir leikir og spil í boði Nexus. Frítt er inn á alla dagskrá. Myndirnar verða sýndar á japönsku með enskum texta. Hvar: Bíó Paradís Hvenær: 3. - 6. september Miðaverð: Frítt
Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning
HÍ Á HÚRRA Hí á Húrra snýr aftur með sex af ferskustu grínistum landsins. Bland í poka. Eitthvað fyrir alla. Allt fyrir alla! Fram koma: Andri Ívars, Bylgja Babýlóns, Hugleikur Dagsson,Ragnar Hansson, Snjólaug Lúðvíks og Þórdís Nadia. Sjáumst og hlæjumst!
www.cafeparis.is
Hvar: Húrra Hvenær: 2. september kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr.
A V L Ö T A L Ó K S G U L F Ö
INTEL i5
99.995
ASU-F554LAXO736H
ÓTRÚLEGT VERÐ FYRIR INTEL i5 Ekkert skiptir meira máli við val á fartölvu en örgjörvinn. Með öflugum örgjörva þarf minna að bíða eftir tölvunni í ræsingu, þegar hún opnar forrit eða margir gluggar eru opnir. Þessi kemur með 2.7GHz Turbo Intel core i5 örgjörva sem er mjög hraðvirkur og vinnur vel með Intel HD 4400 grafíkkjarna tölvunnar.
EIN VINSÆLASTA SKÓLATÖLVAN Í ÁR ! INTEL i5 ÖRGJÖRVI
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
4GB
VINNSLUMINNI
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
HD4400
GRAFÍKKJARNI
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
15,6” SKJÁR
AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
24
HVAÐ ER AÐ SKE
UNA VALRÚN
Fatahönnunarnemi
TÍSKA
& SÍTA VALRÚN Listakona & stílisti
ALLIR ERU SEXÝ Í JAKKAFÖTUM
BUXUR OG JAKKI Í STÍL ERU KLASSÍSKT OG SÍGILT. OG BARA ÓTRÚLEGA FLOTT.
152800 •
SÍA •
PIPAR\TBWA
Bakarí og kaffihús Bakarameistarans taka vel á móti þér. Nýbakað brauð, kökur og smurt brauð allan daginn – alla daga.
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
26
HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
BURTON - KETTLE BACKPACK Grape Crush Diamond Ripstop
SENSU BRUSH Nú er aldeilis hægt að fá útrás fyrir sköpunarþörfna og loksins hægt að mála almennilega í spjaldtölvunni eða símanum. Algjör óþarfi að setja málingu í fötin eða húsgögnin. Þér líður eins og sönnum listamanni með þessum
Burton hefur lengi verið kennt við gæði þegar kemur að snjóbrettum og snjóbrettafatnaði. Einnig hafa þeir verið öflugir í allskyns fylgihlutum eins og brettapokum og bakpokum. Þessi er tilvalinn til að taka með sér á brettið eða í skólann. Sterkur og endingargóður úr góðu efni. Tölvuhólf og einnig geymslupláss fyrir snúrur. Turntablelab.com
skemmtilega pensli frá sensu brush. Mælum með öppum eins og Tayasui Sketches eða Artflow til að hefjast handa og vekja upp sköpunarkraftinn innra með þér. Hægt að nálgast á http://sensubrush.com
SUSHI ROLLER FRÁ LEIFHEIT Þessi snilldar græja auðveldar okkur að gera hið fullkomna sushi. Nú er hægt að hafa sushi á hverjum degi án mikillar fyrirhafnar. Uppskriftarbók fylgir með sem auðveldar skrefin að hinu fullkomna heimagerða sushi-i. Einnig er hægt að nota græjuna fyrir annan mat sem þarfnast rúllunar. Bara að nota ímyndunaraflið! Hægt að nálgast á http://thegadgetflow.com
Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
SATECHI 10 PORT USB 3.0 PREMIUM ALUMINUM HUB Sjö auka USB tengi fyrir tölvuna og þrjár viðbótar hleðslur til að hlaða í leiðinni. Tilvalið fyrir þá sem vinna með mörg tæki í einu til að hafa betri yfirsýn. Brilljant að geta notað myndavélina, símann, harða diskinn og prentarann á sama tíma án þess að þurfa að taka í og úr sambandi.
Hægt að nálgast á http://thegadgetflow.com
TRUFLAÐ TILBOÐ!
Verð áður 399 kr.
CHICAGO TOWN PIZZUR
54 FYRIR
299
kr. pk.
899
AF ÖLLUM
PIZZUM
499
kr. pk.
kr. pk.
CHICAGO TOWN TAKE AWAY PEPP. 645G & FOUR CHEESE 645G & BBQ SIZZLER 655G
R STÓ0ml 75
1299
kr. pk.
BEN & JERRY´S CHOC BROWN 750 ML BEN & JERRY´S COOKIE 750 ML
MAGNUM PINK OG BLACK 3PK MAGNUM WHITE OG CLASSIC 4PK
FYLGIR MEÐ! Þeir sem versla fyrir 5.000 kr. eða meira og borga með vNetgíró fá gjafabréf upp á 6 Dunkin' Donuts kleinuhringi að verðmæti 1.500 kr. á meðan birgðir endast. Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast. Í tilboðinu 5 fyrir 4 er ódýrasta pizzan frí.
Tilboðin í Iceland fá þig til að brosa. Verslaðu fyrir 5.000 kr. eða meira með Netgíró og fáðu gjafabréf frá Dunkin’ Donuts.
28
HVAÐ ER AÐ SKE
Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
ORKUSTÖÐVARNAR Yogahúsið býður uppá námskeið um orkustöðvarnar og áhrif þeirra á andlega og líkamlega líðan. Á átta kvöldum verður farið yfir kenningar um orkustöðvar (e. Chakra) líkamans og verða kynntar og kenndar aðferðir um það hvernig hægt er að halda orkustöðvunum í jafnvægi, t.d. með kundalini jóga æfingum og kriyum, öndunaræfingum, möntrum, jákvæðu hugarfari, ilmkjarnaolíum og heilnæmu mataræði. Í hverjum tíma verður ein orkustöð tekin fyrir, þar sem fjallað er um staðsetningu, eiginleika og hlutverk. Kenndar verða aðferðir úr kundalini jóga og austrænum fræðum sem er ætlað, á áhrifaríkan hátt, að koma jafnvægi á orkustöðina. Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20.00 – 22.00 í fjórar vikur. Aðgangur fylgir í alla opna tíma Yoga Hússins meðan á námskeiði stendur.
SVEPPIR OG SVEPPATÍNSLA
HJÓLAÐ UM BLÁSKÓGABYGGÐ
Fróðlegt námskeið fyrir þá sem vilja fræðast um sveppi, hvaða sveppir henta í matargerð og hverjir ekki. Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og höfundur Sveppahandbókarinnar kennir námskeiðið sem skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er í formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika. Mælt er með að mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.
Ferðafélagið Útivist stendur fyrir 50 km hjólaferð um Bláskógabyggð næsta laugardag þar sem lagt verður af stað frá Laugavatni. Áætlaður hjólatími er 6-7 klst en hjólaður verður stór hringur sem hefst og endar á Laugarvatnsvegi. Leiðin er einstaklega falleg og hentar flestum í erfiðleikastigi. Á heimleið verður komið við í sumarbústað í Grímsnesinu þar sem hægt verður að komast í heitan pott og grilla. Áætlað er að hittast við Olís við Norðlingaholt þar sem sameinast verður í bíla.
Hvar: LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík Hvenær: 5. September kl. 11-70 Verð: 11.900 kr. Skráning: www.lbhi.is/namskeid
Hvar: Olís Norðlingaholti Hvenær: 5. September kl 9:00 Verð: Frítt Nánar: www.utivist.is
Kennari á námskeiðinu er Elfa Ýr Gylfadóttir. Hvar: Yoga húsið, Trönuhrauni 6 Hvenær: 8. September kl. 20 Verð: 18.500 kr. Skráning: yogahusið@gmail.com
GRUNNNÁMSKEIÐ Í JÓGA OG HUGLEIÐSLU
MINNKAÐU STREITU Að minnka streitu með vakandi huga (Mindfulness Based Stress Reduction) er 8 vikna núvitundarnámskeið kennt af sálfræðingnum Pálínu Ernu Ásgeirsdóttur. Námskeiðið samanstendur af vikulegum æfingum, fræðslu og heimavinnu. Kjarni þess eru núvitundarhugleiðslur, jóga eða meðvituð hreyfing og fræðsla um: hugleiðslur, streitu, streituvalda og áhrif þeirra á andlega og líkamlega heilsu.
Hvar: Suðurlandsbraut 32 Hvenær: 2. September Verð: 48.000 kr. Skráning: palina@skreffyrirskref.is
JÓGADANS Jógakennarinn María Hólm mun leiða Vinyasa jógatíma ásamt DJ MARGEIR næstkomandi föstudagskvöld. Tíminn hefst klukkan 18.00 og lýkur kl. 20.00 með djúpslökun. Mættu í þínu besta skapi og tilbúin/n í aðal heilsudjamm haustsins. Ekki missa af þessum viðburði það var uppselt síðast og æðisleg stemning!
Hvar: Sólir, Fiskislóð Hvenær: 4. September kl. 18-20 Verð: 2.200 kr. meðlimi og drop in´s Skráning: www.solir.is eða solir@solir.is
Skemmtilegt og markvisst grunnnámskeið í jóga og hugleiðslu. Þú lærir áhrifaríkar aðferðir til að efla meðvitund, styrkja öll grunnkerfi líkamans og hlúa að jákvæðum samskiptum í daglegu lífi af kennaranum Ástu Arnardóttur. Kenndar verða jógastöður, öndurnaræfingar, einbeiting, hugleiðsla og slökun og fylgir bæklingur um jóga með. Námskeiðið er 4 vikur en auk þess fylgir opið kort í tvær vikur eftir það í Yogavin. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45
Hvar: Yogavin, Grensásveg 16 Hvenær: 7. September Verð: 19.500 kr. Skráning: yoga@yogavin.is
HARÐSNÚINN •
blandari •
Nýr öflugur 1000 vatta blandari frá Dualit sem hentar vel fyrir heimili sem og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS tryggir að ekkert botnfall myndast og árangurinn verður silkimjúkir drykkir og súpur.
•
2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin
•
Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg
•
Má fara í uppþvottavél
FASTUS_F_30.06.15
Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulningsstillingu sem mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti á 10 sekúndum.
Verð kr. 41.722,- m.vsk.
Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
30
HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
DESIGN BY US – SNÚRAN Spegill með viðarramma og leðurböndum. Hægt er að stilla honum á nokkra vegu og leika sér þannig meira með formið og leyfa rýminu að njóta sín sem best. Stærð 65x 40 cm
VEGGSPJALD EFTIR PERNILLE FOLCARELLI Handgerðar myndir sem eru síðan settar á prent. Pernille, sem er danskur textílhönnuður, sækir innblástur helst í náttúruna enda innihalda flestar myndir hennar laufblöð af allskyns plöntum,
ásamt öðrum hlutum úr náttúrunni. Fallegar myndir fyrir haustið til að setja saman. Hægt að nálgast á http://ankerliving.dk/
Fæst í Snúrunni, Síðumúla 21 eða í vefverslun snuran.is
NUR – KERTASTJAKAR Nú er kominn tími fyrir kertaljós og kósýheit. Þessir tímalausu stjakar frá NUR bæta haustið og rómantíkina sem því fylgir. Fást í Hrím búðunum eða vefverslun hrim.is
MARMARA LJÓS FRÁ &TRADITION Hágæða ljós frá danska hönnunarfyrirtækinu &tradition. Hægt er að velja um loftljós eða borðlampa. Unnið úr náttúrulegum hráefnum sem
eru gerð til að endast. Tímalaus fegurð hér á ferð! Hægt að nálgast á http://www.andtradition.com/
BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is
7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum
www.kia.com
Brandenburg
Ævintýrin bíða þín í Rio
Einn sparneytnasti dísilbíll í heimi Kia Rio er kraftmikill og sparneytinn dísilbíll sem fer með þig á vit ævintýranna. Hann er ríkulega búinn spennandi staðalbúnaði og eyðir um 3,6 l/100 km í blönduðum akstri. CO2 í útblæstri er með því minnsta sem þekkist og þess vegna má leggja honum frítt í Reykjavík, 90 mínútur í senn. 7 ára ábyrgð fylgir nýjum Kia Rio. Kia Rio bíður þín í Öskju, Krókhálsi 11. Komdu og prófaðu, við tökum vel á móti þér. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Verð frá 2.550.777 kr. Útborgun aðeins 10% eða 255.077 kr.* Kia Rio LX 1,1 — dísil, beinskiptur. * M.v. óverðtryggt lán í 84 mánuði. Afborgun 38.777 kr. Vextir 9,4 %. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,14%.
Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland