Ske - #26 tbl

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 09.09—15.09

#26

SKE.IS

„ÞAÐ SEM GERIR ÁSTARSORG SVONA ´ VARPAR LJÓSI KVALARFULLA ER AÐ HUN Á ÞITT RAUNVERULEGA SJÁLF.“ – JOHN GRANT


2

HVAÐ ER AÐ SKE

Ný della hefur heltekið Reykjavík. Hún hefur prílað yfir veikbyggða víggirðingu íslensku þjóðarsálarinnar og náð endanlegri festu þar á bæ. Ég fullyrði, herra minn eða frú, að hún er orðin okkar vinsælasta afþreying (fyrir utan sjálfsfróun). Della þessi er stunduð tvisvar á dag, snemma morguns og síðdegis, og iðkendur hennar hafa tamið sér nánast trúarlega stundvísi. Ef þú ert atvinnulaus, eða í dái, eða blindur einsetumaður í sveit – þá er ég að tala um Umferðarjóga. Umferðarjóga var fundið upp nokkrum áratugum eftir iðnbyltinguna. Það, eins og margar aðrar uppfinningar, orsakaðist af ófyrirsjáanlegum samruna nokkurra annarra nýjunga: Það er einhvers konar aukaafurð neysluhyggjunar; sprengihreyfilsins; og hömlulausrar atvinnu. Það má segja að það sé forfaðir ‘rope yoga’ – nema reipinu er skipt út fyrir vélknúið ökutæki. Þetta er einhvern veginn svona: 1. Maður byrjar á því að klæða sig í Umferðarjógabúninginn. (Eina skilyrðið sem búningurinn þarf að uppfylla er að geta nýst til þeirrar atvinnu sem maður stundar að æfingu lokinni – nema að maður sé geimfari. Það er nánast ómögulegt að vera í geimfarabúning.) 2. Maður smeygir sér inn í bílinn og kemur sér fyrir í rækjustellingunni. (Rækjustellingin er hefðbundin. Sumir sérfræðingar hafa útskrifast úr rækjustellingunni og náð tökum á rækjuhalanum – en sú stelling krefst nánast ómögulegrar hryggsveigju.) 3. Maður snýr lyklinum (eða ýtir á takkann). 4. Maður leyfir huganum að reika er maður hlustar á uppgerðan hressleika útvarpsmanna (það er ekki óeðlilegt fyrir hugann að ráfa til dauðans – sérstaklega ef þú hlýðir á óbærilega masið á FM95......) 5. Maður beygir inn á fjölfarna götu. 6. Maður bölvar, bölvar, bölvar. (Ólíkt öðrum tegundum jóga, þá snýst Umferðarjóga ekki um að humma. Í Umferðarjóga er humminu skipt út fyrir handahófskenndar svívirðingar #hálfviti#dickpickle#fokksjú. ‚Blótsyrði hreinsa hugann,‘ segir í Umferðarjógahandbókinni.) 7. Maður reynir að hæfa hljóðreiðamann (hljóðreiðamenn eru réttdræpir). 8. Það er í raun enginn tilgangur með Umferðarjóganu. Sumir fá eitthvað út úr því, aðrir ekki. Í raun er þetta er bara ógeðslega óþægilegt dæmi. Kveðja, Sri Sri Ravi Trafker

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: John Grant Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir af Blonde Redhead: Brynjar Snær Sigurðsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf

BLONDE REDHEAD


Hinn heimsþekkti breski sönghópur

The King’s Singers Tvöfaldir Grammy–verðlaunahafar

Eldborg

16. september kl. 20:00 www.harpa.is/tks

Brandenburg

Nánari upplýsingar í síma 528 5050, á harpa.is og tix.is


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

EVA INGOLF & DAVID MORNEAU Eva Ingolf er velþekktur fiðluleikari sem hefur meðal annars sérhæft sig í verkum J. S. Bach. Áhrifin í stíl Evu koma mikið frá hinum rússnesku og austur-evrópsku fiðluskólum en hún hefur haldið fjölmarga einleikstónleika vítt og breytt um landið. David Morneau er tónskáld sem hefur samið og gefið út frá 2009 hjá neðanjarðar-útgáfufyrirtæki í Nýju Jórvík sem ber nafnið Immigrant Breast Nest. Þar hefur hann meðal annars gefið út fjórar plötur. Þetta kvöld mun hann flytja verk sitt ,,Broken Memory” sem er í sex hlutum.

OKTÓBERFEST SHÍ 2015 Októberfest SHÍ er framundan með allri sinni gleði. Hátíðin verður haldin 10.- 12. september. Líkt og undanfarin ár verður Októberfest haldið á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Fjöldi hljómsveita er nær 20 og er því um sannkallaða tónlistarveislu að ræða. Fimmtudagurinn 10. september

Föstudaginn 11.september

Laugardagurinn 12. september

Soffía Björg Fufanu Júníus Meyvatn Moses Hightower Kiriyama Family Agent Fresco DJ Danni Deluxe

Hyde Your Kids Sturla Atlas Reykjavíkurdætur Fm95blö Emmsje Gauti Úlfur Úlfur Retro DJ Sunna BEN Sverrir Bergmann og Halldór

John Doe Ingó Veðurguð Jón Jónsson Dikta Amaba Dama Páll Óskar DJ Jónas Óli

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 10. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Háskóli Íslands, Vatnsmýri Hvenær: 10. - 12. september Miðaverð: 2.500/3.500/5.900 kr.

MILLJÓNAMÆRINGARNIR Fyrir alla þá sem hafa upplifað einstök böll með Milljónamæringunum í gegnum tíðina, allt frá Hreðavatnsskála og Marsbúa cha cha cha sumarið 1993 til sumardansleikjanna í Perlunni og á Hótel Íslandi með Negró Jose og ekki síður hin ógleymanlegu jólaböll á Hótel Sögu, með smellum eins og Sólóður og Flottur Jakki og fleiri og fleiri!

PÉTUR BEN Á föstudaginn verða fyrstu tónleikar Péturs Ben í langan tíma. Pétur vinnur nú hörðum höndum að þriðju breiðskífu sinni og mun hann leika af henni efni sem er í vinnslu í bland við eldra efni og nokkrar vel valdar ábreiður. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 11. september kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr.

Loks gefst einstakt tækifæri til að upplifa ekta Millaball í nýuppgerðu Gamla Bíó með glæsilegum ballsal og nýoppnaðri Petersen svítu, sem er glæsilegur bar uppi á þaki Gamla bíó, eða svokallað rooftop lounge. Söngvararnir sem fylgt hafa bandinu hvað lengst eru á sínum stað, bæði Bogomil Font, Bjarni Ara og síðast en ekki síst, heiðursmaðurinn Ragnar Bjarnason. Miðar fást á midi.is. Hvar: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2 Hvenær: 12. september kl. 23:59 Miðaverð: 2.000 kr.



6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

UNNUR SARA ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Unnur Sara gaf út sína fyrstu plötu í mars og nú er kominn tími til að fagna útgáfunni! Hin ótrúlega dj. flugvél og geimskip mun hefja kvöldið á töfrandi tónum. Unnur Sara er ung og upprennandi íslensk tónlistarkona sem nýverið gaf út sína fyrstu breiðskífu. Platan er persónuleg og innileg - tónlistin og textarnir bera keim þess að umfjöllunarefnin eru Unni Söru hjartfólgin. Platan ber því einfaldlega nafn tónlistarkonunnar sjálfrar - Unnur Sara. Þó Unnur fari sínar eigin leiðir gætir ýmissa áhrifa í tónlist hennar. Greina má áhrif Nashville kántrítónlistar í anda Dolly Parton í lögum eins og ,,Að gleyma sér” á meðan lágstemmdari lög eins og ,,Minningin” leiða hugann að lagasmíðum Joni Mitchell. Stöku hljóðgervlar og hammond orgel gefa tónlistinni tilraunakenndan blæ sem tónar vel við hefðbundið dægurlagaform laganna. Tónlistin er vel bundin inn, með eftirminnilegum viðlögum og laglínum sem sitja með hlustanda lengi eftir fyrstu hlustun.

ARVO PART 80 ÁRA Í tilefni af 80 ára afmæli hins heimsþekkta tónskálds, Íslandsvinarins Arvos Pärts, heldur Kammersveit Reykjavíkur tónleika á afmælisdegi hans. Þar flytur Kammersveitin verkið Fratres í fimm útgáfum tónskáldsins. Arvos Parts er mörgum innan listasenunnar kunnugur fyrir verkið sitt spiegel im spiegel, samið 1978 en það hefur verið notað í margar kvikmyndir, í sjónvarpi og í leikhúsi. Mikilvægt tónskáld okkar tíma og tónleikar sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hvar: Langholtskirkja, Sólheimar 13 Hvenær: 11. september kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.

Hljómsveitina skipa: Daníel Helgason, gítar Baldur Kristjánsson, bassi Halldór Eldjárn, trommur Kristján Eldjárn, synthar

ARNGUNNUR SPILAR MOZART Yndisfagur klarínettkonsert Mozarts var eitt hans síðasta verk, saminn fáeinum vikum áður en hann lést, langt fyrir aldur fram. Um nálgun Mozarts sagði tónlistarfræðingurinn Alfred Einstein - frændi Alberts - að hann hefði „samið fyrir klarínett eins og hann væri fyrstur til að uppgötva þokka hljóðfærisins, mýkt, sætleika og fimi.“ Hér hljómar konsertinn í flutningi Arngunnar Árnadóttur sem tók við stöðu leiðandi klarínettleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012. Arngunnur stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín og brautskráðist þaðan með hæstu einkunn. Arngunnur er einnig ljóðskáld og hefur hlotið mikla athygli fyrir störf sín á þeim vettvangi. Schumann samdi Vorsinfóníu sína í bráðainnblæstri árið 1841, á aðeins fjórum dögum – og jafnmörgum nóttum. Hún er eitt hans dáðasta verk enda lífleg með eindæmum. Eldur Jórunnar Viðar er tímamótaverk – fyrsta hljómsveitarverk íslensks kventónskálds. Þýski stjórnandinn Cornelius Meister er aðalstjórnandi Útvarpshljómsveitarinnar í Vínarborg og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir starf sitt þar. Hann hefur einnig stjórnað mörgum helstu hljómsveitum heims, til dæmis Concertgebouw-sveitinni í Amsterdam, og það er því mikið tilhlökkunarefni að fá hann í fyrsta sinn til Íslands með þessa spennandi efnisskrá í farteskinu. Miðar fást á Tix.is. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 10. september kl. 19:30 Miðaverð: 6.900 kr.

Miðar fást á Tix.is. Hvar: Húrra Hvenær: 10. september kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr. / 2.500 kr. (með CD)

ARI RUSSO & KIMONO Aðrir tónleikar hljómsveitarinnar Kimono þetta árið verða nú haldnir á Húrra og því mikil eftirvænting að berja bandið augum og eyrum. Ný tónlist í bland við eldri. Listamaðurinn Ari Russo kemur frá New York með dáleiðandi tónlist sem hann spilar í bland við vídjóverk sem hann smíðar á staðnum. Hann gaf út plötuna ,,Wild Metals” í fyrra á Valcrond Video útgáfunni en á þessu ári gaf hann út rafræna smáskífu sem ber titilinn ,,Pressure Palace” á New Ancestors útgáfunni í New York. Hann vann nýverið með Torn Hawk og hinum breska Psychemagick. Hvar: Húrra Hvenær: 9. september kl. 20:30 Miðaverð: 1.500 kr.

DJ FRÍMANN, BENSOL, PILSNER, CASANOVA, DJ KÁRI & KGB Þvílík veisla verður á Paloma nú á föstudaginn. Á efri hæð staðarins munu kumpánarnir fjórir, Frímann, Bensol, Pilsner og Casanova skemmta fyrir dansi með uppáhaldsbúmm-búmminu sínu. Í kjallaranum (Café Blakkát) munu svo góðvinirnir og goðsagnirnar DJ Kári og KGB sjá um þungavigtarsyrpu. Hvar: Paloma Hvenær: 11. september kl. 23 Miðaverð: Frítt

HOT ESKIMOS & NILS LANDGREN Jazztríóið Hot Eskimos er skipað þeim Jóni Rafnssyni bassaleikara, Karli Olgeirssyni píanóleikara og Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara. Tríóið hefur starfað frá árinu 2010 með hléum og gefið út plötuna „Songs from the top of the world“. Þeir hafa nú nýlokið upptökum á annari plötu sinni sem mun heita „We ride polar bears“. Núna á föstudaginn spilar tríóið í Kaldalóni og fær einn þekktasta jazztónlistarmann Svía, Nils Landgren, til liðs við sig, en hann er bæði básúnuleikari og söngvari. Tónleikarnir í Hörpu verða eins konar útgáfutónleikar því nýja platan kemur út í þessum lesnu orðum. Hvar: Kaldalón, Harpa Hvenær: 11. september kl. 20:00 Miðaverð: 3.900 kr.


www.fabrikkan.is

borðapantanir á www.fabrikkan.is og í síma 575 7575

Sækið kortið og þið fáið

FAbRIKKUBoRgARA Á 1500 KALl, MoRtHEnS Á 1700 KALl ÖlL HÁDEgI & 10 BoRgARANn FrÍTt!

www.facebook.com/fabrikkan

www.youtube.com/fabrikkan.

www.instagram.com/fabrikkan


„ÉG ÞROSKAÐIST EKKI FYRR EN ÉG VAR KOMINN VEL Á FIMMTUGSALDURINN.“


John Grant er á góðum stað í lífinu. Honum hefur tekist að þroskast; að koma sér fyrir; að lifa í nútíðinni. Hann er hættur að drekka; hefur sagt skilið við kókaínið; og síðastliðin tvö ár, verið í heilbrigðu langtímasambandi. Þar að auki er hann tilbúinn með nýja plötu og er að undirbúa sig fyrir útgáfu hennar. Á þessum tímapunkti í lífi Johns hittumst við. Hann gengur inn í Iðnó, með stóískt yfirbragð. Loðinn, pínu votur (það rignir) og heilsar mér innilega. Ég er hins vegar eins og víraður úlfur, ruglaður eftir langan dag á úlfaskrifstofunni. Ég er allur á iði. Andlega vogin, eins og vegasalt, sliguð af holdugum táningi (öðrumegin). Við spjöllum aðeins við konuna í afgreiðslunni og hún fylgir okkur inn í skemmtilega gamaldags setustofu. Setustofan er skreytt antíkhúsgögnum og gardínurnar eru allar að fölna. John fyllist aðdáun og byrjar að taka myndir. Ég dett næstum því um bólstraðan stólkoll #shoevitund. Við ræðum plötuna, AA, Lars Lagerbäck og Reyjkavík.

afneita, eigin veruleika; þetta eru allt hlutir sem tákna dauðann fyrir mér. Ef þú samþykkir ekki hlutina eins og þeir eru þá kemstu ekki lífs af. Ekki til lengri tíma litið. Þú neyðist til þess að flýja raunveruleikann. Þannig hefur þetta verið fyrir mig. Nú er ég bara að hugsa upphátt. En þannig horfir þetta við mér og þannig hefur þetta verið fyrir mig. Stundum fær það, að vera edrú og neyðast til þess að horfa á hlutina í réttu ljósi, mig til þess að langa drekka aftur. John hlær. Konan í afgreiðslunni kveður. ‚Æðislegt‘ segir John. Ég fæ mér kaffibolla. Svo átta ég mig á því, upphátt, að ég hafi ekki drukkið einn einasta bolla í dag. Það er ekki líkt mér. ‚Hvað er að þér!?‘ spyr John.

gegn lögmálum guðs, gegn því sem átti að heita ‚náttúrulegt.‘ SKE: Það er skondið þetta orð, ‚náttúrulegt.‘ John Grant: Það sem ég mátti og mátti ekki gera var svo innprentað í mig. Mér var sagt að ég gæti ekki átt í sambandi og að ég væri ekki velkominn. ‚Þú átt ekki heima í þessum heimi.‘ Það er engin ástæða fyrir þig að læra eitthvað í þessum heimi því að þú ert ekki velkominn. Ég lifði samkvæmt þessu. Ég hætti að þroskast. Ég fer og opna fyrir Allan, ljósmyndara. Það er eins og konan í afgreiðslunni hafi læst okkur inni. Hurðin í herberginu er læst. En svo er önnur hurð, í næsta herbergi, og ég kemst út.

SKE: Hvað hefurðu verið edrú lengi? John Grant: Ég elska gamla stóla, sérstaklega föla græna stóla. SKE: ‚Pale Green Ghosts,’ segi ég og vitna í aðra plötu Johns.

John Grant: 11 ár. SKE: Ferðu á fundi? John Grant: Já. Ég fór á fund í dag.

Við tölum aðeins um ferð Johns til Parísar. Hann var þar í tvo daga. Hann svaf illa og var mjög þreyttur allan daginn. Hann var í stanslausum viðtölum. Svo er ég, taugastrekkti lupus, að pína hann áfram. SKE: Hvenær komstu til landsins? John Grant: Laugardagsmorgun. SKE: Þannig að þér hefur gefist tími til að jafna þig? John Grant: Ó já, en sannleikurinn er sá að ég mun örugglega aldrei jafna mig á neinu.

Hann spyr hvort að ég sé edrú eða hvort að ég eigi við áfengisvanda að stríða. Ég segi ‚nei‘. Lupus-inn drekkur í hófi. John Grant: Þegar þú ert á fylliríi, þá áttar þú þig ekki á skaðanum sem þú ert að valda. Þetta snýst allt saman um þig sjálfan: ‚Ég er bara að vernda sjálfan mig. Ég er að reyna lifa af.‘ En svo fer þetta að hellast yfir á aðra. Þú eyðileggur svo margt útfrá þér. En þú sérð það ekki. SKE: Á hvaða tímapunkti áttaðir þú þig á því að þú hafðir gengið of langt – að þú yrðir að hætta að drekka?

John hlær.

„Sannleikurinn er sá að ég mun örugglega aldrei jafna mig á neinu.“

SKE: Það kemst enginn héðan á lífi. John Grant: Rétt. Við spjöllum aðeins um blaðið. Konan í afgreiðslunni færir okkur vatn.

John Grant: Takk kærlega fyrir (John segir á mjög góðri íslensku. John talar fimm tungumál). SKE: Nýasta platan þín ber titilinn ‚Grey Tickles, Black Pressure‘. Hvaðan kemur þessi titill? John Grant: ‚Grey Tickles‘ er beinþýtt úr íslensku: ‚Grái fiðringurinn’. ‚Black Pressure’ kemur frá tyrkneska orðinu ‚karabasan’ sem þýðir ‚martröð‘.

John Grant: Þegar ég varð edrú, þá fór ég á spítalann. Ég ætlaði í meðferð. Mig langaði ekki í AA heldur langaði mig í lyf sem myndu gera mig veikann ef ég drykki. Ég sat í móttökunni og beið eftir svari við meðferðarbeiðninni minni. Þann dag var verið að bjóða fólki upp á kynskjúkdómapróf, án endurgjalds. Ég hitti hjúkrunarkonu sem fór að forvitnast um útbrot á handleggnum á mér: ‚Hvað er þetta?‘ spurði hún. Ég sagðist ekki vita það. ‚Við þurfum að athuga hvort að þú sért með sárasótt (sýfilis),‘ sagði hún. Svo kom það á daginn – ég var með sárasótt. Einhverra hluta vegna spurði ég hana hvort hún trúði á guð. Ég var hálf viðkvæmur þennan dag, sjáðu til, af einhverjum ástæðum. Ég var búinn að vera fullur svo lengi, mér leið illa og nú var ég greindur með sárasótt. Hún sagði ‚jú, ég trúi á guð.‘ Þessi kona kom mér í 12 sporin. Ég byrjaði strax daginn eftir. Ég var edrú í tvo mánuði og svo fékk ég mér kókaín.

SKE: Þú nefndir það í viðtali að á einhverjum tímapunkti, þegar þú varst yngri, þá varstu laminn. Þú reyndir ekki að berjast á móti vegna þess að það var ekkert til þess að berjast fyrir. Þér fannst það ekki þess virði að standa upp fyrir sjálfum þér. John Grant: Ég kom í veg fyrir það að strákurinn barði mig. Ég var alltaf sterkur. En mér var sagt svo oft að ég væri veikburða. Þetta er eins og sagan af fílsunganum sem var bundinn við stjakann. Svo þegar hann eldist þá heldur hann sig við stjakann. Hann trúir því ennþá að hann sé fastur. Þetta var svona fyrir mig. Mér var alltaf sagt að ég væri veikburða og ég væri ekki karlmaður. Mér var sagt þetta heima í gegnum biblíuna og af heiminum. Ég átti mér engan samastað. Ég var mjög reiður. Þegar ég var laminn var ég þess fullviss að foreldrar mínir myndu kenna mér um. ‚Hvernig gastu látið þetta gerast?‘ Þetta myndi snúast um mig. Ég hélt höndunum hans og hann gat ekki slegið mig. Ég var sterkur. Þegar ég var yngri trúði ég því virkilega að ég gæti ekki lyft lóðum – það myndi ekki hafa sömu áhrif á mig. Ég var óæðri manneskja. Þetta risti svo djúpt. SKE: Þetta er verulega brenglað. John Grant: Já, það er það. Stundum verð ég þreyttur á því að velta mér upp úr þessu í viðtölum. Fólk hugsar örugglega ‚þessi er hress.‘ En í daglegu lífi þá er ég alltaf kátur. Ég og vinir mínir hlæjum stöðugt. Ég tel mig vera mjög hamingjusaman mann. Mér finnst bara flestir forðast það að tala um hlutina. John Grant talar um nýlega skotáras í Bandaríkjunum. Ungur samkynhneigður maður skaut tvo fréttamenn. Svo ræðum við Ísland.

John hlær. SKE: Hvaðan kom hugmyndin að setja þessi orð saman? John Grant: Þetta bara passaði. ‚Martröð‘ og ‚Grái fiðringurinn‘ fara líka svo vel saman. Svo er þetta ákveðinn húmor. Það eru allir að ganga í gegnum gráa fiðringinn sama hversu gamlir þeir eru. Nýa platan fjallar ekki um martaðarkenndan gráan fiðring, heldur um sjónarmið. Hún fjallar um samhengi í þínu eigin lífi. Þetta hefur verið sturlað ár. Það er eins og heimurinn sé að fara til helvítis en það þýðir ekki að maður eigi að gefast upp á sínu eigin lífi. Það þýðir ekki að þú eigir að hætta að lifa. Jafnvel þótt að heimurinn myndi farast eftir nokkra daga þá heldur maður áfram að lifa. John hugsar sig aðeins um. John Grant: Ég hef lifað mjög sjálfselsku lífi. Þegar móðir mín dó var ég einfaldlega ekki á staðnum. Ég var barn. Hún dó þegar ég var 26 ára. Ég hegðaði mér eins og 12 ára krakki. Ég þroskaðist mjög seint. Ég þroskaðist ekki fyrr en ég var kominn vel á fimmtugsaldurinn. SKE: Þú hefur talað um það að allt sem þú gerir snúist um það að sleppa tökunum – “to let go”. Hverju ertu að sleppa tökunum af á þessari plötu? John Grant: Reiði, hræðslu, stjórn. Maður verður fljótt örvinda á því að halda að maður hafi stjórn á öllu. Að reyna stjórna því hvernig fólk sér þig; að reyna stjórna þínu nánasta umhverfi; að reyna stjórna þeim sem þú elskar; að reyna stjórna sjálfum þér; að stjórna, og

John Grant: Eftir 60 daga. Ég þurfti að byrja aftur. Þetta var í ágúst 2004. Ég hef ekki smakkað síðan. SKE: Árið 2012 varstu greindur með HIV. Hvernig hefur líf þitt breyst eftir þessa greiningu?

„Þessi kona kom mér í 12 sporin. Ég byrjaði strax daginn eftir. Ég var edrú í tvo mánuði og svo fékk ég mér kókaín.“

John Grant: Það er skrýtið að segja það en mér finnst það hafa verið ágætis vakning fyrir mig. Ég átti í mjög óeðlilegu sambandi við kynlíf. Mig langaði ekki til þess að takast á við þennan vanda. Ég hætti að neyta áfengis og kókaíns og mér fannst það alveg nóg. En þegar þú ert í meðferð þá færðu ekki að velja og hafna. Þú verður að reyna gera betur á öllum vígstöðum lífsins. Ég er alltaf að reyna flýja raunveruleikann á hvaða máta sem býðst. Á hverju augnabliki, hvers dags, er líkaminn minn að reyna að flýja. Það er mjög sorglegt að ég ... hann hugsar sig um... hafi ekki áttað mig á því hvað var að gerast varðandi kynlíf. Mig langaði bara í venjulegt samband og venjulegt kynlíf. En ég var svo sannfærður af öllum í kringum mig, þegar ég var yngri, að ég væri veikur. Og að ég yrði aldrei hamingjusamur nema að ég yrði einhver annar. Að ég gæti ekki verið í sambandi með öðrum karlmanni þar sem að það færi

John Grant: Ef hópur ungmenna gengur á móti mér í Reykjavík þá verð ég smeykur. Ég herpist saman og undirbý mig fyrir árás. Ég bíð eftir því að vera kallaður ‚faggot‘. En þetta er ekki hluti af mínum raunveruleika lengur. Ekki þannig. Kannski hef ég lent í þessu og ekki skilið það sem var verið að segja við mig.

„Þetta er eins og sagan af fílsunganum sem var bundinn við stjakann. Svo þegar hann eldist þá heldur hann sig við stjakann. Hann trúir því ennþá að hann sé fastur.“

SKE: Þér finnst þú vera öruggur á Íslandi? John Grant: Mér finnst ég vera öruggur hér. Þó upplifi ég mig ekki öruggan eftir miðnætti niðrí bæ. SKE: Það eru örugglega fáir sem upplifa sig örugga eftir miðnætti niðrí bæ. John Grant: Ég hef verið edrú niðrí bæ þegar fullt fólk byrjar að atast í manni. Það er ekki góð tilfinning. Að slást


10

HVAÐ ER AÐ SKE

bara til þess að slást. Ofsinn sem lifir innra með mér er gjörsamlega ... hann hugsar sig um ... og allt það sem ég hef látið sjálfan mig ganga í gegnum og trúað um sjálfan mig, það verður að þessari hræðilegu reiði, af því að þú leyfir fólki að meiða þig. Svo segir fólk við þig ‚þú ert veikburða.‘ Svo les ég fyrirsagnirnar í dag ‚Takk, Lars.‘ Ég pæli í því hvernig það sé að vera fyrirmynd karlmennskunnar og að uppskera þakklæti heillar þjóðar á forsíðu morgunblaðanna. Að vera kjarni karlmennskunnar. Að vera maðurinn sem leiddi íþróttalið til sigurs. Ég horfi á þetta fólk með lotningu því að þetta er eins nálægt og við komumst að ofurhetjum.

Ferguson, innbyggða fordóma. Ég minnist á dvöl mína á Flórída og hvernig skilningur minn á Bandaríkjunum hafi breyst eftir þennan tíma. John talar aðeins um lögregluna og hvernig reiði og hræðsla hennar verður að mjög hættulegum kokkteil.

SKE: Eins og Gunnar Nelson.

SKE: Það hlýtur að vera erfitt.

John Grant: Já, hann líka. Ég hef æft í Mjölni. Ég hef séð það sem gengur á þar. Það er sturlað. Hann er tilkomumikið eintak, hann Gunnar. En þegar ég lendi í útistöðum þá tek ég ofsann með mér, og það er ógnvekjandi. Styrkur reiðinnar er ógnvekjandi. Ég hræðist það að lenda í slag við einhvern. Mér hefur ekki tekist að sleppa reiðinni. Sem betur fer geri ég mér grein fyrir þessu, því að ég myndi örugglega ganga of langt.

John Grant: Ég veit það ekki. Við tölum ekki mikið um þetta. En það væri verra ef það væri öfugt – ef að hann væri harður aðdáandi. Þetta hljómar eins og ég sé að mála aðdáendur í neikvæðu ljósi en það er ekki þannig. Þú vilt ekki endilega að makinn þinn sé aðdáandi. Ég vil að hann virði það sem ég geri. Ég held að maður gæti ekki verið með manneskju sem virðir ekki það sem maður gerir. Ég veit það ekki. Ekki nema að kynlífið væri svona frábært. En fyrir mér væri það merki um ójafnvægi í sambandinu.

John segist vera sannfærður um að það, sem kom fyrir þennan unga dreng sem banaði tveimur fréttamönnum er, að hann hafi gert sér upp sögu í huganum og að hann hafi misst sig. Hann hefur verið sannfærður um það að hann hafi gert hið rétta. SKE: Það eru allir hetjur í sínum eigin heimi. John Grant: Vissulega. En þetta er sorglegt. Dauði þeirra var tilgangslaus. Fólk segir að hann hafi verið mjög veikur. Ég þekki það ekki. Það er mun fínni lína, á milli andlegrar heilsu og vanheilsu, en við höldum. SKE: Tíðni skotárása í Bandaríkjunum er ótrúleg. John Grant: Og ofbeldið. Þegar þú ferð til Bandaríkjanna þá verður þú að vera tilbúinn í að fólki atist í þér (fu#% with you). Þannig er bara lífið þarna. Fólk fer bara og atast í öðru fólki. SKE: Og svo lögreglan að atast í borgurum á löglegan hátt. Svo tölum við aðeins um ástandið í Bandaríkjunum:

rétt. Það er eitthvað sem ég hef þurft að læra. SKE: Þetta hefur breyst með þessu sambandi? John Grant: Ekki með þessu sambandi heldur breyttist ég. Hann hugsar sig um ...

SKE: Hvernig finnst þér að vera í sambandi með tónlistarmanni? John Grant: Það er fínt. Við erum ekkert að blanda tónlistinni okkar saman. Við tölum ekki mikið um það. Stundum líður mér eins og tónlistin mín sé ekki endilega hans tebolli. Hann er gagnrýninn.

SKE: Það myndi sennilega ekki ganga til lengri tíma. Virðing er undirstaðan að góðu sambandi. John Grant: Hann virðir mig fullkomlega og ég ber óendanlega mikla virðingu fyrir honum. Ég dái það sem hann gerir og hann er óhræddur við gagnrýni. Hann tekur henni fagnandi. Það er ástæðan fyrir því að ég leyfi honum að gagnrýna mig. Svo segist John vera svo sjálfsgagnrýnin að hann þurfi eiginlega ekki meiri gagnrýni. Hann hlær. John Grant: En mér finnst ég vera heppinn. Ég hef kynnst yndislegri mannveru. Samband okkar er náttúrulegt og það ríkir mikil virðing á milli okkar. Ég ætlast til þess að hann þoli ýmislegt af því að hann elskar mig. Mér finnst það eðlilegt. En að halda að þú komist upp með að öskra á einhvern og lítillækka vegna þess að þið elskið hvorn annan er ekki

„En mér finnst ég vera heppinn. Ég hef kynnst yndislegri mannveru.“

„Það sem gerir ástarsorg svona kvalarfulla er að hún varpar ljósi á þitt raunverulega sjálf.“

John Grant: Ég held að ég hafi þurft að læra þetta áður en ég gat verið í sambandi. Ég hef þurft að læra svo mikið. Síðasta skiptið sem ég var í ástarsorg var erfitt. Það sem gerir ástarsorg svona kvalarfulla er að hún varpar ljósi á þitt raunverulega sjálf. Hvernig þú tekst á við þetta. Ég tók þessu ekki vel. Ég var reiður og hegðaði mér illa. Ég kenndi sjálfum mér um. Ég hugsaði, ‚þú hefur ekki lært neitt.‘ Þess vegna var ég svona djúpt sokkinn í örvæntingu, af því að ég var kominn á fimmtugsaldur: ‚hefurðu í alvörunni ekki lært neitt!?‘ ‚Hefurðu virkilega ekki lært hvernig á að koma fram við aðrar manneskjur!?‘ SKE: Sjálfsímyndin brotnaði? John Grant: Það fór allt til helvítis. Ég gat ekki snúið mér til áfengis eða fíkniefna. Þannig að ég leitaði til kynlífs. Þá smitaðist ég af HIV. Vegna þess að ég sneri baki við vandanum. Ég lærði aldrei að vera í nánum tengslum við aðra manneskju. Ég hugsaði bara ‚ef þú ert hrifinn af einhverjum þá verður kynlífið gott og þá ríkir virðing á milli ykkar og ég get sagt það sem ég vil,‘ en svo fékk ég viðbjóðslega vakningu. En þetta gerði mér gott. SKE: Það gleður mig að þú sért kominn á betri stað. John Grant: Mér finnst ég vera heppinn. Mér finnst ég geta sitið hér með þér og notið fegurðar þessa herbergis, notið samræðanna og notið þessa fallega rigningardags í Reykjavík. Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. Platan ‚Grey Tickles, Black Pressure‘ kemur út í byrjun október. Einnig spilar John með sinfóníuhljómsveit Íslands á Airwaves í vetur.


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


12

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

AIDA EFTIR VERDI Ein þekktasta ópera sögunnar gerist í Egyptalandi og hverfist um herforingjann Radames, sem elskar eþíópíska stúlku, Aidu, sem elskar hann á móti. Hún hefur verið tekin til fanga og er ambátt egypsku konungsdótturinnar Amneris. Hún er í raun prinsessa síns heimalands, þótt Egyptunum sé ekki kunnugt um það. Amneris er einnig ástfangin af Radamesi og ber upp á hann að hann elski einhverja aðra, þótt hún geri sér ekki grein fyrir því strax að það er Aida. Það er vart hægt að hugsa sér magnaðri staðsetningu fyrir sýningu, sem gerist á jafn stórbrotnum slóðum, en höfnina í Sydney. Undir tindrandi ljósum borgarinnar og með sjálft Óperuhúsið í baksýn, gegnt hnígandi sólu. Það er óhætt að lofa því að kvöldstundin komi til með að lifa með áhorfendum, löngu eftir að flugeldarnir hafa brunnið út á himnum og Amneris hefur sungið hljóðláta lokabæn sína. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 15. september kl. 18:45 Miðaverð: 2.500 kr.

NOTUS-TRÍÓ Í HANNESARHOLTI Notus-tríó hefur starfað saman undanfarin 6 ár og samanstendur af Pamelu De Sensi þverflautu, Martin Frewer víólu og Ingunni Hildi Hauksdóttur píanó. Helsta hugðarefni tríósins er ný íslensk tónlist. Síðast lék tríóið á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í mars 2014 við góðar undirtektir áheyrenda og gagnrýnenda. Í september fer tríóið í 10 daga tónleikaferð til Bretlands og Ítalíu þar sem flutt verður aðallega ný íslensk tónlist, sem sérstaklega er samin fyrir tríóið. Einnig munu meðlimir tríósins vera með kynningu á íslenskri tónlist og tónlistarsögu, fyrir nemendur og kennara The Accademia Nazionale di Santa Cecilia í Róm. Ferðin er styrkt af Reykjavík Loftbrú og ÚTÓN. Hvar: Hannesarholt, Grundarstígur 10 Hvenær: 13. september kl. 15:00 Miðaverð: 2.000 kr.

JESSIE J Jessie J kom fyrst á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni Who You Are en á þeirri plötu komust 6 lög á topp tíu í Bretlandi en lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsti kvenmaðurinn til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp 10. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Og með nýjasta smellinum sínum Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem súperstjörnu. Jessie J hefur af mörgum talin vera með eina albestu söngrödd í poppheimsins í dag. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaathöfn Ólympíuleikana í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari í bresku þáttunum The Voice. Hún semur stóran hluta af lögum sínum sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hefur hún m.a. samið fyrir Miley Cyrus. Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri. Hvar: Laugardalshöll Hvenær: 15. september kl. 20:00 Miðaverð: 8.990/12.990 kr.

DIKTA - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Sívinsæla hljómsveitin Dikta gaf út sína fimmtu breiðskífu þann 4. september s.l. og heitir gripurinn ‘Easy Street’. Af þessu tilefni mun Dikta halda útgáfutónleika í Norðurljósum Hörpu og fagna útgáfu plötunnar. Öllu verður til tjaldað hvað varðar ljós- og hljóðkerfi til að tónleikarnir verði sem glæsilegastir. ‘Easy Street’ var unnin á 2 ára tímabili í Þýskalandi og á Íslandi undir stjórn þýska upptökustjórans Sky van Hoff. Þegar hafa lögin ‘Sink or Swim’ og ‘We’ll Meet Again’ heyrst af plötunni og hafa þau fengið gríðargóðar viðtökur á öldum ljósvakans og ríkir því mikil eftirvænting hjá aðdáendum sveitarinnar. Dikta, sem hefur spilað vítt og breitt um Ísland, Evrópu og Bandaríkin síðustu árin hefur lítið komið fram sl. 2 ár á meðan nýja platan hefur verið í vinnslu. Í sumar hefur hljómsveitin þó komið fram víða um land og hefur sýnt og sannað að Dikta er ein besta tónleikasveit landsins. Miðar seldir á Tix.is. Hvar: Norðurljós, Harpa Hvenær:9. september kl. 21:00 Miðaverð: 3.900 kr.


REYKJAVÍK

ESCAPE

þú hefur 60 mínútur

til að komast út leikurinn sem hefur farið sigurför um heiminn

KRISTÍN MARÍA DÝRFJÖRÐ Markaðsstjóri Te&Kaffi

ótrúlega „Reykjavík Escape var sem kom skemmtileg afþreying verulega á óvart“

Reykjavík Escape er leikur hannaður fyrir 2-5 manna hópa. Þú og félagar þínir hafið 60 mínútur til að komast út úr herbergi fullu af vísbendingum, þrautum og gátum.

Sunnudaga, mánudaga og þriðjudaga 40% afsláttur í Reykjavik Escape gegn framvísun skólaskírteinis fyrir menntaskólanema og háskólanema.

Tryggvi Guðmundsson Knattspyrnuþjálfari

„Reykjavík Escape er afar skemmtilegt hópefli sem fær hópa til að vinna mjög vel saman. Ég mæli eindregið með því“

Bókaðu núna www.reykjavikescape.is Borgartúni 6, 105 Reykjavik sími 896-2840 info@reykjavikescape.is


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

KVENNATÍMI - HÉR OG NÚ ÞRJÁTÍU ÁRUM SÍÐAR KJARVALSSTAÐIR NÍNA TRYGGVADÓTTIR YFIRLITSSÝNING Á sýningunni verður merkum listferli eins helsta listamanns þjóðarinnar, Nínu Tryggvadóttur (1913-1968), gerð góð skil með fjölda listaverka hennar, heimildaefnis og útgáfu. Verk Nínu Tryggvadóttur í safneign Listasafns Íslands eru 80 talsins, frá árabilinu 1938-1967 en auk valdra verka úr safneign verða sýnd lánsverk víða að og verk í eigu Unu Dóru Copley, einkadóttur listamannsins, sem hafa ekki áður verið sýnd á Íslandi.

Hugmyndin á bakvið samsýninguna, Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar, er að kalla aftur saman á þriðja tug kvenna sem sýndu saman undir heitinu Hér og nú á Kjarvalsstöðum haustið 1985. Sýningin var jafnframt einn umfangsmesti viðburður Listahátíðar kvenna sem efnt var til vegna loka kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Tilefni nýju sýningarinnar er hátíð sem tengist konum en á þessu ári er haldið upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hér á landi. Líkt og á sýningunni 1985 er lögð áhersla á að sýna ný verk og var öllum konunum á Hér og nú boðin þátttaka en þær eru allar enn virkar í listsköpun og sýningarhaldi, utan tveggja sem eru látnar. Verkin á sýningunni spanna ýmsar aðferðir, miðla og hugmyndir. Listamenn á sýningunni: Arngunnur Ýr Gylfadóttir / Ásdís Sigurþórsdóttir / Ásta Ólafsdóttir / Björg Þorsteinsdóttir / Björg Örvar / Borghildur Óskarsdóttir / Brynhildur Þorgeirsdóttir / Elín Magnúsdóttir / Erla Þórarinsdóttir / Guðný Magnúsdóttir / Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir / Guðrún Kristjánsdóttir / Hansína Jensdóttir / Harpa Björnsdóttir / Hulda Hákon / Ína Salóme Hallgrímsdóttir / Íris Elfa Friðriksdóttir / Jóhanna Bogadóttir / Jóhanna Kristín Yngvadóttir / Ragna St. Ingadóttir / Rósa Gísladóttir / Sigrún Harðardóttir / Sóley Eiríksdóttir / Valdís Óskarsdóttir / Valgerður Hauksdóttir / Þorbjörg Höskuldsdóttir / Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

Hvar: Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Hvenær: 18.september - 31.desember 2015 Vefur: http://www.listasafn.is/

GUÐRÚN HRÖNN RAGNARSDÓTTIR INNSETNINGAR // ASÍ Laugardaginn 5. september kl. 15:00 var opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur í Arinstofu og Gryfju safnsins. Þetta eru innsetningar sem unnar eru út frá hversdagslegu umhverfi, minningarbrotum og stemningum frá ferðalögum. Á sýningunni eru myndir unnar með litum blóma, kvikmyndir sem teknar eru í bótanískum görðum ýmissa landa og hlutir sem hún hefur sánkað að sér á ferðum sínum. Guðrún Hrönn býr og starfar í Helsinki og Reykjavík. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis.

Hvar: Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, s. 511 5353, Hvenær: 5. - 27. september 2015

Hvar: Kjarvalsstaðir, Flókagata 24 Hvenær: 12.september - 29.nóvember 2015 Vefur: http://listasafnreykjavikur.is/syningar/framundan

NÁMSKEIÐ Í MYNDEFNISSKÖPUN FYRIR TÓNLISTARFÓLK Leiðbeinandi: ÁSDÍS SIF GUNNARSDÓTTIR Enn eru nokkur pláss laus á námskeið sem Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, mun halda í Mengi, dagana 14. og 15. september. Námskeiðið er sérstaklega ætlað tónlistar-fólki sem hefur áhuga á að læra að skapa sjónrænan heim i tengslum við tónlist sína, hvort sem er á tónleikum, með tónlistarmyndböndum eða öðru. Ásdís Sif Gunnarsdóttir er í fremstu röð vídeólistamanna á Íslandi og hefur sýnt víða, hérlendis og erlendis. Skemmst er að minnast frábærrar sýningar hennar í Hverfisgalleríi sem fram fór í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, fyrr í sumar. Tæki og tól: Snjallsími, Tölva, Myndavél Skráningarfjöldi er takmarkaður og aðeins 12 pláss í boði. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2. Hvenær: 14. september - kl.17:00 - 22:00 15. september - kl.17:00 - 22:00 Verð: 15.000 krónur Skráning: booking@mengi.net


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is


ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.

FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.

TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.

9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.

HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.

16GB | WIFI

79.995

REYKJAVÍK

AKUREYRI

16GB | 4G

99.995 HÚSAVÍK

EGILSSTAÐIR

KEFLAVÍK

SELFOSS

AKRANES


www.tl.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

YOGA MOVES Í HÖRPU Nú, þriðja árið í röð mun eitt af opnu rýmum Hörpunnar verða lagt undir eitt heljarinnar hugleiðslu-yoga-dans-partý með lifandi tónlist. Í ár mun Tómas Oddur Eiríksson, yogakennari og forsprakki Yoga Moves leiða stundina í Háloftum. Rýmið er á áttundu hæð með glæsilegu útsýni yfir miðbæinn, Faxaflóann og Esjuna.

RÚSSNESKIR KVIKMYNDADAGAR Dagana 10. – 13. september verða Rússneskir kvikmyndadagar haldnir í Bíó Paradís í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Menningarmálaráðuneyti Rússlands, Northern Traveling Film Festival og GAMMA. Það besta úr rússneskri kvikmyndagerð, fjölbreyttar verðlaunamyndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Hvenær: 10. - 13. september kl. 20:00 Miðaverð: 1.400 kr.

Draumkenndir hljómar East Forest munu umlykja yoga-iðkunina. Trevor Oswalt nefnist tónsmiðurinn og er frá Bandaríkjunum en þetta er hans fyrsta heimsókn til Íslands. Trevor leggur áherslu á að skapa friðsæla og andlega nærandi tónlist. Í kjölfarið tekur svo við eitt nýjasta og heitasta DJ gengið á Íslandi í dag, VIBES. Hópurinn samanstendur af fimm orkumiklum og kærleiksríkum plötusnúðum: KrBear, KES, Masi, Ezeo og Friðgeir. Drengirnir munu sjá til þess að við getum sleppt okkur í trylltum dansi og flogið á bassalínunum. Að því loknu mun svo gestakennari Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir bjóða upp á orkujöfnun í formi möntrusöngs og Gong-slökunnar. Um rúmlega tveggja tíma upplifun af lifandi tónlist, yoga, dansi, hugleiðslu og slökun. Opið öllum aldurshópum. Kennt verður bæði á íslensku og ensku. Best er að iðka í þæginlegum fötum sem þú getur hreyft þig í og vera á tánum. Komdu endilega með þína eigin mottu ef þú átt annars verða einhverjar á staðnum. Stundin mun hefjast á slaginu svo við biðjum þig um að koma stundvíslega. Hvar: Háaloft, Harpa Hvenær: 9. september kl. 19 Miðaverð: 3.000 kr. (100 miðar í boði)

PÍKUSÖGUR Píkan er líkamshlutinn sem við nefnum sjaldnast upphátt og helst ekki sínu rétta nafni. Hvers vegna ekki að byrja núna? Píkusögur, eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, hefur verið kallað mikilvægasta og pólitískasta leikverk síðari ára. Óhætt er að segja að það hafi hreyft við áhorfendum þegar það var frumsýnt árið 1996. Verkið samanstendur af einræðum kvenna sem allar hafa sögur að segja um píkur, ýmist sínar eigin eða annarra kvenna píkur. Sumar skoplegar og stundum drepfyndnar. Aðrar nístandi dramatískar og sorglegar Eftir velgengni leikverksins stofnaði höfundurinn Eve Ensler, ásamt fleirum, V-dags samtökin sem hafa það að markamiði að vinna gegn ofbeldi á konum. Allur ágóði af þessari uppsetningu af Píkusögum mun renna til Stígamóta en miða má nálgast á Tix.is. Leikstjórn: Guðrún Helga Sváfnisdóttir Leikarar: Vanessa Andrea Terrazas Jóhanna Lind Þrastardóttir Guðrún Bjarnadottir Sigríður Björk Sigurðardóttir Monika Ewa Orlowska Hvar: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 14. september kl. 20:00 Miðaverð: 3.000 kr.

HJÓLUM Í SKÓLANN framhaldsskólakeppni Keppnin fer fram í þriðja sinn dagana 9.-22. september 2015 í tengslum við evrópsku samgönguvikuna. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Bæði nemendur og starfsfólk skólanna geta tekið þátt en veglegir vinningar eru í boði fyrir toppsætin! Skráning fer fram á vefsíðunni hjolumiskolann.is.

Hvar: Framhaldsskólar landsins Hvenær: 9. - 22. september Miðaverð: Frítt Nánar: http://hjolumiskolann.is/


John Wayne er á Burgernum! Hann er 200 gr. jusý burger. Sjá nánar á heimasíðu okkar.

Allir framhaldsskólanemar fá 10% afslátt af öllum vörum. Líka tilboðum! ath - framvísa þarf skólaskírteini

TILBOÐ - TILBOÐ Tvær 12” pizzur með 2 áleggjum 2.990 kr. (Sótt eða borðað á staðnum)

Flatahraun 5a Hafnarfirði · sími 555 7030 · Opið alla daga frá kl. 11-22 · www.burgerinn.is


20

HVAÐ ER AÐ SKE

TÍSKA

UNA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

& SÍTA VALRÚN Listakona & stílisti

TRANSPARENT FASHION

Á OKKAR TÍMUM ER FATAFRAMLEIÐSLA ORÐIN MJÖG HRÖÐ. OFT Á TÍÐUM ER UM LÉLEG FRAMLEIÐSLUSKILYRÐI AÐ RÆÐA OG EFNIN ÞVÍ ILLA UNNIN FRÁ UPPHAFI TIL ENDA. ÞETTA ÞÝÐIR, Í SAMHENGINU, LÉLEGA SIÐFRÆÐI Á BAKVIÐ VÖRUNA OG FERLI SEM KEMUR ILLA VIÐ MARGA. VEGNA ÞESSA VILJA MARGIR, OG ÞÁ AÐALLEGA „MAINSTREAM“ HÖNNUÐIR, FELA UPPRUNA EFNANNA OG FRAMLEIÐSLUFERLIÐ SJÁLFT. MERKI SEM GERIR ÁKKÚRAT ÖFUGT VIÐ ÞETTA ER MERKIÐ HONEST EFTIR BRUNO PIETERS. ÞAÐ STENDUR FYRIR HREINSKILNI OG GAGNSÆI. MEÐ HVERRI FLÍK FYLGIR LISTI MEÐ FRAMLEIÐSLU UPPLÝSINGUM FRÁ A-Ö. HONEST ER FYRSTA FYRIRTÆKIÐ Í HEIMINUM SEM GERIR ALLT FRAMLEIÐSLUFERLIÐ GAGNSÆTT FYRIR VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM. HÖNNUNIN ER FLOTT, „TREND ON“ OG ER ÁREYNSLULAUS KLASSÍK.


Kringlunni, Garðabæ, Akureyri og Spöng

Kringlunni, Skeifunni, Spönginni, Garðabæ og Akureyri


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

ÖURA HRINGUR BEVY – GRÆJA SEM SKIPULEGGUR MYNDIRNAR FYRIR ÞIG Fyrir þá sem hafa misst tökin á upphleðslu og skipulagi myndanna sinna eða vilja bara gera annað við tímann. Græja sem er hönnuð fyrir alla aldurshópa, svo einföld er hún í notkun. Þarf bara að ná í appið, kveikja og tengja við sitt Wifi. Engar snúrur, græjan hleður frá símanum eða úr tölvunni. Bevy skipuleggur allar myndir eftir dagsetningu og staðsetningu svo að auðvelt er að búa til möppu.

Hringur sem mælir gæði svefnsins og hálpar okkur þ.a.l. að bæta lífið aðeins betur. Rispuvarinn, vatnsþolinn og ofnæmisfrír, svo hægt er að nota hann allan sólarhringinn. Hringurinn er fallega hannaður til að ganga við sem flest. Bara setja hann á sig og hlaða, engin þörf á að slökkva eða kveikja. Hringurinn nemur vöku, svefn, kyrrsetu og hreyfingu og hleður þeim gögnum sjálfvirkt í tölvuna. Hringurinn geymir gögn í allt að 3 vikur ef sími eða tölva eru ekki nálægt. Hægt að kaupa hann í gegnum Kickstarter herferð eða á ouraring.com

Hægt er að tagga og festa uppáhalds myndirnar til að renna yfir. Vinir og fjölskylda geta haft aðgang og deilt sín á milli. Einnig er hægt að kaupa frá þeim trausta varðveisluþjónustu fyrir allar dýrmætu myndirnar.

Frekari upplýsingar á bevy.us

POLAROID MYNDAVÉL Þær eru komnar aftur! Einn smellur og myndin er klár, ca. sjö sentimetrar með límkenndri bakhlið svo að hægt er að festa myndina strax hvar sem er. Einnig er hægt að setja myndina inn í tölvuna eða á vefinn. Einföld og falleg hönnun sem kemur í vasastærð svo auðvelt er að grípa hana með! http://www.polaroid.com/

Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

ROLLER LYKLABORÐ FRÁ LG Lyklaborð sem hægt er að leggja saman og koma auðveldlega fyrir hvar sem er. Mjög handhægt og hentar mjög vel þeim sem að vinna mikið á ferðinni. Þráðlaust og gengur fyrir batteríum sem eiga að duga í allt að þrjá mánuði. Skoða meira ‘’LG Rolly Keyboard’’


ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 24.09.2015–04.10.2015

MIÐASALA HAFIN! UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

ÍSLENSKI BARINN Við ákváðum að skella okkur í smakkið á Íslenska Barinn. Það kom okkur á óvart hversu fjölbreyttan matseðil þeir hafa að geyma. Við fórum í óvissuferð í boði kokksins og byrjað var á pylsubrauði fylltu með djúpsteiktum humri og öðrum kræsingum og lamba bernaise pylsubrauði með súrum gúrkum og stökkum lauk. Þetta var eitthvað sem við höfum ekki smakkað áður en munum svo sannarlega smakka helst einu sinni í viku, þetta var algjör snilld! Við tók fiskur dagsins sem var Langa og var hún virkilega vel elduð og bragðgóð. Þau eru þekkt fyrir hamborgarana sína og við skiljum það vel, því hann var frábær og fengum við okkur heimagerða sjoppusósu til hliðar, hún passaði fullkomlega með borgaranum. Þau hjá Íslenska barnum bjóða upp á fyrsta flokks hráefni, þau eru öll unnin frá grunni og mörg þeirra unnin úr bjór. Skemmtilegar íslenskar hefðir, frábær matur og þjónustan flott. Stemningin á staðnum var þannig að okkur langaði helst ekki heim. www.islenskibarinn.is

BERGSSON MATHÚS

Sykurlausar nýjungar frá Läkerol! Hefur þú smakkað?

Það er líf og það er fjör á Bergsson út á Granda. Að ganga inn í Bergsson á meðan hádegistraffíkin stendur yfir, er eins og gerast aukaleikari í rómantískri gamanmynd. Maður bíður í röðinni og leggur við hlustir. Samræðurnar einkennast af bjartsýni og hlátri. Einhvern veginn býst maður hálfpartinn við því að rekast á áhyggjulausan Will Smith #Hitch. Maður smitast af þessum hressleika. Hugsanlega skrifast þessi tilfinning á sigurgöngu íslenska landsliðsins í fótbolta. Eða kannski er þetta bara hið daglega andrúmsloft á Bergsson. Hver veit. Í síðustu viku heimsóttum við (SKE) Bergsson. Við byrjuðum á því að prófa sætukartöflusúpuna. Er við jusum súpunni í skálina, spjölluðum við aðeins við þjóninn. Hann var myndarlegur og geðþekkur á afar fyrirsjáanlegan hátt. Hann lék líka í þessari rómantísku gamanmynd. Hann var með í þessu. Við fengum okkur sæti á bekknum við vegginn og horfðum yfir matsalinn: Karíbabláar vatnsflöskur; bauju-lampar; þrjár raðir af viðarborðum; sefandi útsýni yfir höfnina; Johnny Cash að raula í bakgrunninum. Við kláruðum súpuna. Hún var góð. Brauðið líka. Svo var komið að aðalréttinum: Langa með reytingi af sveppum, salat, kartöflur og rauðkál. Langan var unaðsleg: fersk og bragðgóð. Okkur fannst eins og að hún hefði hoppað inn um eldhúsgluggann, skoppað af afgreiðsluborðinu og – í einhvers konar sjálfsfórnaræði – mætt dauðanum á pönnunni bara fyrir okkur. Í þágu bragðlaukanna. Við sleiktum diskinn. Skál. www.bergsson.is


1. KJÚKLINGABORGARI Kjúklingaborgari, franskar, sósa salat og 0.5L coke. Djúpsteikt bringa, iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og sinnepssósa 1750 kr.2. KJÚKLINGAPITA kjúklingapita franskar sósa og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pitusósa 1990 kr.3. KJÚKLINGASAMLOKA Kjúklingasamloka franskar sósa og salat og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur iceberg tómatur, gúrka laukur paprika og sinnepssósa 1990 kr.4. OSTBORGARI Ostborgari, franskar, sósa og salat og coke. Iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og hamborgarasósa 1750 kr.5. PÍTA MEÐ BUFFI Píta m.buffi, franskar, sósa og 0.5L coke. buff, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pítusósa 1990 kr.6. 2 BITAR 2 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke 1590 kr.7. 3 BITAR 3 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke. 1890 kr.8. 1/4 KJÚKLINGUR 1/4 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke. 1990 kr.9. 1/2 KJÚKLINGUR MEÐ FRÖNSKUM 1/2 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke 2200 kr.10 BK Borgarinn Tvöfaldur Hamborgari Með beikoni eggi, sveppum, iceberg, gúrku, tómat, papriku, lauk, frönskum, kokteilsósu hrásalati og 0.5L coke 2400 kr.-

BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

SAMSUÐA HUGLEIÐSLU OG TÓNLISTAR SAMFLOT Í SVEITINNI Systrasamlagið hefur í samstarfi við „Float“ staðið fyrir svokölluðu samfloti víðsvegar í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins í gegnum tíðina. Þessir viðburðir ganga einfaldlega útá það að fljóta saman með sérhannaðri flothettu, búnaði sem gerir öllum kleift að fljóta. Nú mun samflotið færa sig út fyrir borgarmörkin, nánar tiltekið í Gömlu laugina, sem er sannkölluð náttúruperla við Flúðir. Öllum er velkomið að taka þátt, njóta stundarinnar og skerpa á hugarflæðinu en athugið þó að takmarkaður fjöldi miða er í boði. Hver þátttakandi hlýtur aðgang að lauginni, flothettu og fótaflot og næringarríkan matarbita.

Hvar: Gamla laugin á Flúðum Hvenær: 12. September kl. 20.00-22.30 Verð: 6500 – 5000 fyrir Flothettueigendur Skráning: Fyrirfram skráning og greiðsla fer fram til 8 sept. í síma 551-6367 eða sendið skilaboð á facebook.com/systrasamlagid

HRÁSÚKKULAÐIGERÐ Lærðu allt um hrásúkkulaði, hjá engri annari en Kate Magic, einum helsta hráfæðifrömuði Breta. Þátttakendur munu læra um sögu kakó ávaxtarins, notagildi hans og næringareiginleika, og munu einnig fá að spreyta sig á hrásúkkulaðigerð og að sjálfsögðu bragða á öllu góðgætinu. Uppskriftir af m.a. hollu Nutella, „bonbons“ og trufflum verða teknar fyrir og að lokum verður gerð himnensk súkkulaðikaka. Kate notar mikið „ofurfæði“ í matseld sína og námskeiðið verður engin undantekning, enda er kakó flokkað sem slíkt. Það sem kemur kannski meira á óvart er hversu vel súkkulaði getur farið með öðrum hráefnum í matargerð og þá sérstaklega öðru ofurfæði. Fáir eru meiri sérfræðingar á þessu sviði en Kate, sem er listrænn stjórnandi hjá Raw Living og hefur sjálf þróað ýmsar súkkulaðivörur fyrir merkið. Áhugasamir um matreiðslu hráfæðis geta einnig skráð sig á námskeiðið Hráfæði gert einfalt sem hún verður með í samstarfi við Gló þann 14. september. Hvar: Gló Fákafeni Hvenær: 12. September kl. 14-17 Verð: 8900 Skráning: www.glo.is – námskeið og fyrirlestrar

Hugleiðsla, núvitund og tónlist renna saman í eitt í dagskrá Vitundarkvölds þar sem gestum er boðið að hlýða á gefandi orð og nærandi tóna. Tómas Oddur stendur fyrir viðburðinum og mun sjálfur vera með stutt innslag og hugleiðslustund. Einnig mun maður að nafni John Breitbart segja frá sinni andlegu vakningu sem er nátengd kynnum hans við Ísland. Þessi viðburður býður einnig uppá fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum. Teitur Magnússon mun flytja nokkur lög, bandaríski raftónlistarmaðurinn East Forest hyggst hljómdáleiða áheyrendur og DJ gengið VIBES spilar síðan eitthvað fram eftir. Sannarlega mikil vitundar veisla!

Hvar: Loft Hostel Hvenær: 10. September kl. 20-23 Verð: Frítt

HARMÓNÍSKIR HORMÓNAR Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti fjallar um þau áhrif sem mataræði, streita og nútímalífstíll geta haft á hormónaflæði líkamans. Þreyta, svefnleysi og þyngdaraukning eru algengir fylgikvillar hormónaójafnvægis og leiðir Þorbjörg þátttakendur í gegnum verkfæri sem bæta og kæta. Með réttu veganesti getur breytingaskeiðið markað þín bestu ár. Þorbjörg hefur rannsakað mataræði og nútímalífsstíl í yfir tvo áratugi og gefið út bækur sem notið hafa mikilla vinsælda. Hvar: Gló í Fákafeni Hvenær: 10. September kl. 18-21 Verð: 6800 kr. Skráning: www.glo.is – námskeið og fyrirlestrar



28

HVAÐ ER AÐ SKE

HEILSA

BAOBAB OG MORINGA FRÁ ADUNA spennandi heilsuvörur Baobab kemur bæði í dufti og sem orkubar. Frábær uppspretta C vítamíns, kalks, kalíums, þíamíns (B1 vítamíns) og B6 vítamíns. Nánast 50% trefjar og einn auðugasti ávöxtur af andoxunarefnum. Þessi náttúrulegu efni vinna saman að því að veita meiri orku og gleði, styrkja ónæmiskerfið, bæta meltinguna og hreinsa húðina.Aduna Boabab orkubarinn vann „Beauty shortlist AWARDS 2015“ í sínum flokki, heilsusnakk og fæði, enda einstaklega ríkt af C-vítamíni sem gegnir lykilhlutverki við myndun Collagens, endurýjun og verndun húðarinnar. Stútfullt af C-vítamíni sem hjálpar til við orkulosun og gefur kraft. 100% lífrænt hráfæði. Enginn viðbættur sykur, glútenfrítt, án hveiti og mjólkur!! Frábær uppspretta C vítamíns, kalks, kalíums, þíamíns (B1 vítamíns) og B6 vítamíns.

Moringa kemur bæði í dufti og sem orkustöng. Ofurhlaðinn ofurkraftur úr grænum laufum Moringa trésins. Moringa er ein af næringarríkustu ofurfæðu jarðar, og hefur löngum verið þekkt vegna lækningaráhrifa sinna. Moringa er 100% lífræn græn ofurfæða búin til úr náttúrulega þurrkuðum laufum moringa trésins. Moringa er fullkomlega hreint og ómengað ólíkt annarri grænni ofurfæðu, sem getur verið mikið unnin. Engin furða að það sé kallað „kraftaverkatréð“ Moringa inniheldur 13 vítamín og steinefni, Nær 25% plöntuprótein, kjörið fyrir grænmetisætur (þ.m.t. vegan) 6 sinnum meira af andoxunarefnum en í goji berjum 100% lífrænt hráfæði, milt “grænt” spínat bragð. Enginn viðbættur sykur, glúten frítt, án hveiti og mjólkurs! · Moringa er einstaklega næringarík ofurfæða sem inniheldur 13 lífsnauðsynleg vitamin og steinefni Nær 25% plöntuprótein Nær 500% RDS járns í 100g Meira magn andoxunarefnia en í grænu tei, bláberjum, acai og granateplum Frábær náttúruleg uppspretta af vítamínum fyrir húðina. A, E, níacin, ríboflavini og zínki

Nánast 50% trefjar Einn auðugasti ávöxtur af andoxunarefnum.

Moringa og Baobab duft er hægt að setja út á salat, bæta við súpur, nota í bakstur og blanda í drykki einsog smoothie.

Útsölustaðir: Heilsutorg Blómavals, Heilsuver, Heilsuhúsið, Lyfja, Fjarðarkaup, Lifandi Markaður, Heimkaup.is og Orkusetrið



30

HVAÐ ER AÐ SKE

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

STRAIGHT OUTTA COMPTON

AMY

HITMAN: AGENT 47

NO ESCAPE

ANT-MAN

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

HÁSKÓLABÍÓ

SMÁRABÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | HÁSKÓLABÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK | BORGARBÍÓ

HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLU­ BÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

IMDB 8.3/10 ROTTENTOMATOES 71%

IMDB 8,0 ROTTENTOMATOES 97%

IMDB 6,2 ROTTENTOMATOES: 6%

IMDB 7.0/10 ROTTENTOMATOES 42%

IMDB: 7,9 ROTTENTOMATOES: 79%

THE TRANSPORTER REFUELED

SELF/LESS

SOUTHPAW

SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | AKUREYRI | KEFLAVÍK | ÁLFABAKKA | KRINGLUNNI

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ

IMDB: 4,6 ROTTENTOMATOES: 18%

IMDB: 6,5 ROTTENTOMATOES: 20%

IMDB: 7,8 ROTTENTOMATOES: 59%

LOVE

RED ARMY

MINIONS

NÁÐU Í NÝJA SAMBÍÓ APPIÐ HEPPNIR VINNINGSHAFAR Á HVERJUM DEGI

BÍÓ PARADÍS

BÍÓ PARADÍS

ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | ÁLFABAKKI | BORGARBÍÓ

IMDB: 6,4 ROTTENTOMATOES: 60%

IMDB: 7,7 ROTTENTOMATOES: 96%

IMDB: 8,6 ROTTENTOMATOES: 54%

Í appinu er hægt að nálgast alla sýningartíma í Sambíóunum, hvað er væntanlegt, myndbrot úr myndum, kaupa bíómiða, tilboð í bíó/ sjoppu, boð um forsýningar/frumsýningar o.s.frv. Einnig er hægt að spila margvíslega bíóleiki þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum. Fólk getur annarsvegar reynt fyrir sér í spurningaleikjum tengdum kvikmyndum og/eða snúið lukkuhjólinu. Hægt er að snúa lukkuhjólinu einu sinni á dag en ákveðið hlutfall vinnur bíótengdan varning og/eða bíómiða á hverjum degi. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenska kvikmyndaáhugamenn sem geta unnið margvíslega vinninga með því einu að snúa lukkuhjóli og/eða kanna kvikmyndaþekkingu sína en appið er hægt að nálgast í App Store og/eða Google Play neytendum algerlega að kostnaðarlausu.


PEPSI OG MUFFIN Ljúffeng tvenna sem er alltaf góð

FRÁBÆRT TVENNUTILBOÐ

249 PEPSI EÐA PEPSI MAX OG MUFFIN

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA


Ford Fiesta er mest seldi smábíll Evrópu

Nýi besti vinur þinn? Ford Fiesta frá 2.390.000 kr.

ður aðalbúna t s r u g e il Glæs g prófaðu Komdu o ábíl Evrópu a sm mest seld

5 dyra • MyKey • Fáanlegur með vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð • Hiti í framsætum 3,5 tommu upplýsingaskjár • AUX og USB tengi • Fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur • Samlitaðir stuðarar Rafdrifnir og upphitanlegir hliðarspeglar • Tvískipt niðurfellanleg aftursæti 60/40 • Samlituð vindskeið • 6 hátalarar Einstaklega rúmt farangursrými (290 lítra) • Frábær í endursölu • Start Stop spartækni • Brekkuaðstoð Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna • Samlitaðir hliðarspeglar • EasyFuel ESP stöðugleikastýrikerfi með spólvörn • Ofnæmisprófuð efni í innréttingu • Fáanlegur sjálfskiptur á frábæru verði 5 stjörnu öryggi • Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns

20

æli ára afm rg Ford hjá Brimbo

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

ford.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.

Ford Fiesta, bensín 65 hö/EcoBoost 100 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Ford_Fiesta_bestivinur_gulur_5x38_20150723_END.indd 1

23.7.2015 14:20:47


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.