Ske - #27

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 16.09—22.09

#27

SKE.IS

„LEIKARINN ER ÍÞRÓTTAMAÐUR SÁLARINNAR.“ – SKE SPJALLAR VIÐ ÞORVALD DAVÍÐ KRISTJÁNSSON OG VÖLU KRISTÍNU EIRÍKSDÓTTUR


Tryggðu þér ÁSKRIFT!

15.900 kr.

FJÓRAR SÝNINGAR AÐ EIGIN VALI

2.000 króna viðbótargjald ef valdir eru 2 söngleikir

E N N E M M / S Í A / N M 70375

SÖGURNAR SEM EKKI MÁTTI SYNGJA

ÞORV ALDU R DAVÍ Ð KRIS TJÁN SSON VALA KRIS TÍN EIRÍ KSDÓ TTIR

VALU R FREY R EINA RSSO N EYST EINN SIGU RÐAR SON


ÉKHO TON TSJ EFTIR AN

V

Miðasala Borgarleikhússins

568 8000

www.borgarleikhus.is Viðskipta 2.000 kr. a vinir Íslandsbank a fá fslátt í septemb af áskriftarkort um e r e f g reit greiðsluk orti frá Ís t er með landsban ka.

BORGARLEIKHÚSIÐ 2015 - 2016


4

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR í amstri dagsins -streetsofreykjavik.com-

Ég er 29 ára gamall. Ég er forn. Ég er byrjaður að síga niður í gröfina. Það eina sem stendur eftir er að verða þrítugur og að loka líkkistunni endanlega. Að liggja á bakinu í myrkrinu og leyfa möðkunum að gera kommúnu úr lifrinni á mér; að sökkva dýpra og dýpra og dýpra þangað til, að lokum, ég verð fertugur – og þá verð ég ekki lengur til. En ég hef ákveðið að fara ekki hljóðlega. Ég verð ekki jarðsettur í kyrrþey. Ég ætla ekki að vera grafinn í kaldri líkkistu ellinnar án þess að grípa dauðahaldi í illgresið, blómin og skordýrin og toga þau ofan í myrkrið með mér. Svo lengi sem ég hef fingur, skulu þeir hrifsa, hrifsa, hrifsa – hrifsa í átt að ævarandi æsku. Ég er nokkuð viss um að maðurinn byrji að eldast þegar að hann hættir að berjast gegn sínum eigin tíma; gegn sinni eigin stöðnun; gegn niðurför sinni í átt að íhaldsseminni. Um leið og maðurinn gefst upp á sínum hugsjónum; segir skilið við ímyndunaraflið og lætur hina stórfenglegu Útópísku sýn úr greipum sér ganga – þá fyrst er hann dauður. Svo, í ár, til þess að etja kappi við ellina, þá ætla ég að fara á alla tónleikana, allar hátíðarnar, allar myndlistarsýningarnar, allar ljósmyndasýningarnar, á alla veitingastaðina og barina, drekka úr sprungnu staupglasi lífsins með nýjum þrótti. Ég skal vera drukkinn af víni, kynlífi, mat, ást og lífi – eins og motherfuckin’ Baudelaire. Þú heldur kannski að þú hafir séð lífsdrukkinn mann. En þú hefur ekki séð hann. Þér hefur skjátlast. Héðan í frá skalt þú hugsa aftur til þess manns sem nálgaðist nágrennið einungis ‚tipsy‘. HAHAHAHA ég skal verða líflegasta kvikindi allra tíma! #vampíruswagg#ætíðungur

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari og forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælendur: Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Vala Kristín Eiríksdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf


VERTU NÆS Rauði krossinn hvetur einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og samtök að taka áskorun Vertu næs

Farðu inn á vertunæs.is - Taktu þátt og skoraðu á aðra að gera það sama Við hvetjum þig til að koma fram við aðra af virðingu. Uppruni, litaraft og trúarbrögð eiga ekki að skipta máli. ALLIR EIGA AÐ NJÓTA MANNRÉTTINDA

Þú getur haft áhrif á samfélagið okkar. Margt smátt gerir eitt stórt og saman getum við haft veruleg áhrif.


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

HÖGNI RAGGA GRÖNDAL OG GUÐMUNDUR PÉTURSSON Tónlistarhjónin Guðmundur Pétursson og Ragnheiður Gröndal spila saman á tónleikum í Mengi. Síðastliðið vor héldu þau dásamlega tónleika þar sem þau fluttu efnisskrá sem tileinkuð var einveru og einsemd. Þau halda sig á þeim slóðum á tónleikum kvöldsins með eigin tónlist í bland við klassíska standarda úr smiðju Duke Ellington og Scott Walker svo einhverjir séu nefndir.

Högna Egilsson þarf vart að kynna fyrir bæjarbúum. Hann hefur verið ótrúlega vinsæll undanfarin ár í hinum ýmsu verkefnum og hljómsveitum. Má þar nefna Hjaltalín, Gus Gus og fjölbreyttar tónsmíðar fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Högni hefur einnig verið iðinn við að semja tónlist fyrir sólóverkefnið sitt, HE, og verður dagskráin samansett úr helstu ferilsafrekum hans í bland við nýtt efni úr ýmsum óvæntum áttum. Miðasala á Midi.is

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 17. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Bæjarbíó, Hafnarfirði Hvenær: 19. september kl. 22:00 Miðaverð: 2.000 kr.

1. KJÚKLINGABORGARI Kjúklingaborgari, franskar, sósa salat og 0.5L coke. Djúpsteikt bringa, iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og sinnepssósa 1750 kr.2. KJÚKLINGAPITA kjúklingapita franskar sósa og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pitusósa 1990 kr.3. KJÚKLINGASAMLOKA Kjúklingasamloka franskar sósa og salat og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur iceberg tómatur, gúrka laukur paprika og sinnepssósa 1990 kr.4. OSTBORGARI Ostborgari, franskar, sósa og salat og coke. Iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og hamborgarasósa 1750 kr.5. PÍTA MEÐ BUFFI Píta m.buffi, franskar, sósa og 0.5L coke. buff, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pítusósa 1990 kr.6. 2 BITAR 2 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke 1590 kr.7. 3 BITAR 3 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke. 1890 kr.8. 1/4 KJÚKLINGUR 1/4 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke. 1990 kr.9. 1/2 KJÚKLINGUR MEÐ FRÖNSKUM 1/2 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke 2200 kr.10 BK Borgarinn Tvöfaldur Hamborgari Með beikoni eggi, sveppum, iceberg, gúrku, tómat, papriku, lauk, frönskum, kokteilsósu hrásalati og 0.5L coke 2400 kr.-

BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is

BENNI HEMM HEMM & NICOLA ATKINSON Postulínsskálar í alls kyns litum og af ólíkri stærð og gerð verða í aðalhlutverki á þessum spennandi spunatónleikum sem er afrakstur af samstarfi tónlistarmannsins Benna Hemm Hemm og skosku myndlistarkonunnar Nicolu Atkinson. Í Mengi munu tíu listamenn úr ýmsum áttum koma saman og spinna saman hljóðverk á postulínsskálar Atkinson. NO MANNERS er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Benedikts H. Hermannssonar og skoska myndlistarmannsins Nicolu Atkinson sem er listrænn stjórnandi hinnar virtu listamiðstöðvar NADFLY í Glasgow. Þar kynntust Nicola og Benedikt þegar sá síðarnefndi var búsettur í Skotlandi. Bæði höfðu áhuga á að rannsaka hljómræna eiginleika postulínsskálanna sem Nicola hefur gert; á tónleikum í Mengi gefst í fyrsta sinn færi á að verða vitni að spunaverki þar sem leikið er á skálarnar opinberlega en fyrirhugað er að halda slíka tónleika um víðan völl í framtíðinni. Hvar: Mengi Hvenær: 19. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

STÖNDUM SAMAN stórtónleikar UNICEF og Kexland UNICEF á Íslandi og KEXLand standa fyrir stórtónleikum til stuðnings baráttunni fyrir börn á flótta. Tónleikarnir standa frá klukkan 15:30 og verða í portinu á KEX Hostel. Fram koma:

DJ Flugvél og geimskip Sin Fang Júníus Meyvant Vagina Boys Mammút Agent Fresco FM Belfast Kanilsnældur þeyta skífum á milli atriða. Allir tónlistarmenn gefa vinnuna sína og KEX útvegar aðstöðu og annað sem til þarf. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. Þeir sem ekki komast geta sýnt samstöðu með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 (1.900 kr).

Hvar: Port Kex Hostels, Skúlagata 28 Hvenær: 19. september kl. 15:30 Miðaverð: 2.500 kr. (frítt fyrir 12 ára og yngri)



8

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST SKÁLMÖLD PÁLL ÓSKAR OG MONIKA DJ YAMAHO, EXOS & BERVIT

Þeir sem hafa farið á tónleika með Palla og Moniku, vita að maður kemur út betri maður á eftir. Þau hafa haldið þessa árvissu tónleika í Café Flóru, Grasagarðinum í Laugardal síðan 2001. Um ferna tónleika er að ræða, tvenna þann 16. september og tvenna þann 17. september. Á efnisskránni eru ýmis lög sem Palli og Monika hafa spilað mikið undanfarin áratug, auk þekktustu laga Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpu. Miðasala á Midi.is.

Hvar: Café Flóran, Laugardal Hvenær: 16. og 17. september kl. 19:30 og 21:30 Miðaverð: 2.900 kr.

KING’S SINGERS Hinn heimsfrægi breski sönghópur, The King’s Singers, mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 16. september næstkomandi. King’s Singers eru margverðlaunaðir og hafa t.d. unnið til Grammy verðlauna í tvígang, árið 2009 fyrir plötuna Simple Gifts og árið 2012 fyrir plötuna Light and Gold. The King’s Singers var stofnaður árið 1968 og heldur vel yfir hundrað tónleika á ári, víðs vegar um heiminn. Upptökur á geisladiskum skipa stóran sess hjá hópnum. Efnisval King’s Singers er gríðarlega fjölbreytt og á 50 ára ferli hefur hann gefið út yfir 150 diska með yfir 200 lögum. Fjölmiðlar hafa ítrekað farið fögrum orðum um sönghópinn og The Times í London kallar hann „Söngsextett í hæsta gæðaflokki“. Sextettinn óskaði eftir því að syngja tvenna tónleika á Íslandsferð sinni og tóku fagnandi boði um að syngja í Skálholtskirkju, auk tónleika í Hörpu. Þeir koma fram í Skálholti þann 17. september kl. 18. Miðasala er á Midi.is. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 16. september kl. 20:00 Miðaverð: 5.900 - 14.900 kr.

Plötusnúðarnir og pródúserarnir DJ Yamaho, Exos og Bervit leggja saman í partýpúkk á Paloma nú á laugardaginn. Hvar: Paloma Hvenær: 19. september kl. 23:00 Miðaverð: Frítt fyrir kl. 01 / 1.000 kr. eftir kl. 01

MC BJÓR & BLAND frumsýningarpartý Hljómsveitin MC Bjór & Bland frumsýna nýtt myndband á Loft Hosteli. Ásamt Mc Bjór og Bland koma fram Alexander Jarl, Morgunroði, Powaqa, Bróðir BIG og Gráni. Einhverjar veigar verða fyrir þá fyrstu er koma. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 16. september kl. 20:30 Miðaverð: Frítt

NÝDÖNSK AMY WINEHOUSE TRIBUTE Í VALASKJÁLF 3/4 Jazztríó fær til liðs við sig söngkonuna Önnu Sóley til að flytja lög eftir Amy Winehouse ásamt nokkrum vel völdum jazzstandördum sem Amy söng. Amy Winehouse ættu flestir að þekkja en á sinni stuttu ævi gaf hún út lög sem eiga eftir að hljóma áfram um ókomna tíð. Hún gaf út tvær stúdíóplötur; Frank og Back to Black.

Hvar: Bjórgarðurinn, Þórunnartún 1 Hvenær: 18. september kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Hljómsveitin Nýdönsk heldur áfram uppteknum hætti og blæs til árlegra hausttónleika og hefur nú, ný og endurbætt ,Valaskjálf á Egilsstöðum bæst við sem tónleikastaður. Hvar: Valaskjálf, Egilsstöðum Hvenær: 18. september kl. 21:00 Miðaverð: 6.990 kr.

Skálmöld heldur tvenna tónleika laugardaginn 19. september næstkomandi á Gauknum. Meðlimum Skálmaldar þykir ákaflega vænt um Gaukinn, þar spiluðu þeir sína fyrstu tónleika og allir þeir sem hafa sótt Skálmaldartónleika á Gauknum vita vel að þar myndast stemning sem er hvergi annars staðar að finna. Fyrri tónleikar dagsins hefjast klukkan 16 og eru hugsaðir öllum aldurshópum. Miðaverði er stillt í hóf svo að öll fjölskyldan geti mætt og svalað þungarokksþörfinni í sameiningu. Frítt er fyrir 6 ára og yngri. Seinni tónleikarnir verða svo kl. 22. Útlit er fyrir að þetta verði síðustu tónleikar Skálmaldar á höfuðborgarsvæðinu þetta árið svo ekki láta þetta framhjá ykkur fara. Miðasala á Tix.is. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 19. september kl. 16 og 22 Miðaverð: 1.500 kr. (fyrri) / 3.000 kr. (seinni)

BORKO & MARKÚS AND THE DIVERSION SESSIONS Borko flutti nýverið til Reykjavíkur eftir þriggja ára útlegð á Drangsnesi á Ströndum og treður upp ásamt hljómsveit á Húrra miðvikudagskvöldið 16. september. Þetta eru fyrstu tónleikar Borko í höfuðborginni síðan í lok árs 2013 og má því búast við mikilli flugeldasýningu. Ný lög verða flutt í bland við sígilda smelli af plötunum Celebrating Life og Born To Be Free. Markús and the Diversion Sessions spila á undan en sú sveit hefur líka legið í dvala í nokkurn tíma enda liðsmenn verið búsettir víða um heim. Hvar: Húrra Hvenær: 16. september kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr.

DIKTA á Græna hattinum Dikta, ein vinsælasta hljómsveit landsins, blæs til útgáfutónleika á Græna hattinum laugardaginn 19.september. Hljómsveitin mun spila lögin af nýju plötunni sinni Easy Street ásamt eldri smellum. Platan er núna fáanleg í öllum helstu verslunum landsins og inniheldur lögin ‘Sink or Swim’ og ‘We’ll Meet Again’ sem hafa fengið gríðargóðar viðtökur á öldum ljósvakans. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 19. september kl. 22:00 Miðaverð: 3.000 kr.


Fullkomin snyrting á þínu verði

Braun rakvél 195-1 Kr. 12.900,-

Braun rakvél Sport 197-1 Kr. 12.900,-

Braun bartskeri bt7050 Kr. 14.900,-

Braun hárskeri hc3050 Kr. 7.990,-

Braun skeggsnyrtir cruz-6 Kr. 13.900,-

vatnsheld

vatnsheld

Braun rakvél 5050cc Kr. 39.900,-

BRAUN Háreyðingartæki Silk-épil5 Legs&Body Kr. 16.900,-

Braun rakvél 320-4 Kr. 19.900,-

vatnsheld

Braun rakvél 380 Kr. 26.900,-

Braun rakvél cooltec ct2s Kr. 29.900,-

rafmagnstannburstar í góðu úrvali

Braun hárblásari hd550 Kr. 7.990,-

Braun hárblásari hd710 Kr. 9.990,-

Braun - OralB Disney rafmagnstannbursti db4.510 Kr. 2.290,-

Braun - OralB rafmagnstannbursti db4.010 Kr. 1.990,-

Braun - OralB rafmagnstannbursti db4.010 Kr. 5.790,-

Braun - OralB tannburstahausar 4 stk í pakka Verð frá 1.990,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK -EGILSSTÖÐUM SÍMI 4712038

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

ORMSSON OMNIS TÆKNIBORG ORMSSON GEISLI AKRANESI PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333


Ég gæti aldrei verið leikari. Ég gæti aldrei verið leikari vegna þess að mér geðjast ekki að því þegar stór hópur mannvera starir á mig þögullega. Þegar stór hópur mannvera starir á mig þögullega byrja ég að efast um samsvörun og háttalag eigin útlima. Ég velti því fyrir mér hvort að ég standi asnalega, hvort að eyrun á mér séu sérkennilega útstæð eða hvort að höndum mínum sé best varið í eða úr vasa ... vasi ... ekki vasi ... vasi ... ekki vasi. Ég glata sjálfum mér í þessum hugleiðingum og get engan veginn munað hvað ég ætlaði mér að segja. Ég stend bara og þegi og fitla eitthvað í vösunum. Ég er á allan hátt eins og vandræðalegur smástrákur sem er í þann mund að míga í buxurnar. Já, herra minn: Þegar það kemur að stórum hópum mannvera þá dreg ég línuna staðfastlega á tölunni tíu. Ég neita að tjá mig fyrir framan fleiri en tíu manns. Um leið og ég sé að tíu mannverur eru saman komnar til þess að hlýða á það sem ég hef að segja þá dreg ég mig snarlega til hlés og segist nauðsynlega þurfa að tala við mann varðandi hund (I gotta see a man about a dog). Í gær spjallaði ég hins vegar við tvo leikara sem glíma ekki við þetta vandamál, við þennan svokallaða hópkvíða. Þau Þorvaldur Davið Kristjánsson og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem leika aðalhlutverkin í leiksýningunni At (sem verður frumsýnd á föstudaginn), eru vön því að koma fram fyrir framan fullan sal af fólki. Fyrir þeim er þetta eins einfalt og að drekka sítrónuvatn í eyðimörkinni. Ég geng inn í Borgarleikhúsið og heilsa Steinunni í afgreiðslunni. Ég er mættur alltof snemma. Steinunn spyr hvort að ég vilji ekki tylla mér á sófann. Ég geri það. Ég sit. Ég bíð. Ég skrifa eitthvað í stílabókina mína. Tíu mínútur yfir fjögur þá geng ég inn í kaffistofu starfsmanna Borgarleikhússins. Þar stendur Þorvaldur að máli við einhvern gaur. Ég bíð þangað til að þeir klára samtalið. Ég kynni mig. Hann segist ætla sækja Völu. Þau hitta mig svo í sófanum frammi. Við vindum okkur strax í viðtalið. ‚Straight to business.‘

Þorvaldur: En maður getur sagt að þetta eðli mannsins sé ríkjandi víða.

sjá það. Það er hlutverk okkar í leikhúsinu að sýna hið mannlega eðli.

Vala Kristín: Flestir eru hæfir um þessa hegðun.

SKE: Þetta hlýtur einnig að vera ágætis útrás. Eins og þú segir, Þorvaldur, leiklistin er tækifæri til þess að lifa sig inn í alla þessa tilfinningaheima án afleiðinga.

Þorvaldur: Farðu inn á leikskóla: ‚heyrðu, þetta er mitt dót!‘ Svo er bara slegist um dótið. Þetta hjarðeðli fólks og þetta dýrslega eðli er víða. Kannski sjá þeir, sem koma á sýninguna, þetta í sjálfum sér. Vala Kristín: Einmitt vegna þess að þetta er ekki það skýrt. Það er ekki alltaf skýrt hver er fórnalambið og hver er árásarmaðurinn. Eins og leikskólakrakkinn sem lemur frá sér og segir: ‚þetta er dótið mitt!‘ Hann upplifir sig sem fórnalamb en á sama tíma er hann ofbeldismaður. Svo kemur fóstran og viðkomandi er allt í einu orðinn saklaus. Þorvaldur: Stundum er ofbeldi augljóst, stundum ekki.

SKE: Hvað getið þið sagt mér um verkið sjálft, At? Vala Kristín: Þetta er verk sem gerist í rosalega samkeppnismiðuðum heimi. At gerist á toppi viðskiptaheimsins þar sem fólk svífst einskis til þess að komast áfram. Þetta er svipað og the Apprentice nema vel skrifað og vel leikið. Persónurnar í leikritinu eru að reyna að halda starfinu og stöðunni sem að þau hafa komist í. Þeim er alveg sama um náungann. Þetta er fólk sem er gjörsamlega drifið áfram af metnaði, ytra byrði og útliti. Þorvaldur: Þetta er einnig frábærlega vel skrifað verk, eftir unga Breska skáldið Mike Bartlett. Það sem heillar mig sérstaklega við verkið er það að bretinn hefur svo mikla tilfinningu fyrir tungumálinu; þetta eru skylmingar með orð. Leikritið er ekki nema klukkustund að lengd – þannig að fólk ætti ekki að sofna. Það er nóg að gerast. Mikið ofbeldi. Vonandi einhver húmor. Verkið heitir ‚Bull‘ á ensku. Ég segist hafa átt í erfiðleikum við að finna enska heitið á verkinu. Vala Kristín: Það er erfitt að þýða þetta. ‚Bull‘ vísar í nautaatið. Snið verksins svipar til þess. Það eru allir komnir til þess að horfa á nautið. Áhorfendur vita hvers bíður þeirra, en elska samt að horfa á baráttu nautabanans við nautið, vitandi að þeir eru líka sjálfir í hættu. Það er enginn öruggur. Markmiðið er samt að bana nautinu. Þorvaldur: Einnig að fylgjast með nautinu. Sjá hversu sterkt það er. Hversu lengi það lifir. Vala Kristín: Þetta er grunntakturinn í verkinu. En svo yfirfærir höfundurinn skrifstofumenninguna ofan á þetta allt saman. Þorvaldur: Hann sviðsetur þetta í viðskiptalífinu. Þar sem við notum orð í staðinn fyrir sverð. SKE: Svipar þetta til leiklistarheimsins? Var þetta svona í áheyrnarprófinu? Vala Kristín: Ekki hjá mér. Ég var ekki að hjóla í aðra til þess að hefja mig upp. En auðvitað var maður í ákveðni samkeppni.

„Það er hlutverk okkar í leikhúsinu að sýna hið mannlega eðli.“ – Þorvaldur Davíð

SKE: Eysteinn er frændi minn. Þau hlæja: ‚já, okey!‘ Vala Kristín: Hann er rosalega góður vinur minn og ég veit að hann er einnig að hafa gaman af slaginum.

SKE: Það hlýtur samt að vera erfitt að níðast á Eysteini; hann er svo fínn gaur. Þorvaldur: Það er eitt af stærsta vandamáli mínu.

SKE: Einmitt eins og þú segir með leikskólabörnin. Þar er oft þetta mannlega eðli í sinni tærustu mynd. Svo vitna ég, hégómlega, og undir rós, í sjálfan mig ...

Þorvaldur hlær. Vala Kristín: Ég fór einu sinni að gráta á æfingu því að ég fékk svo mikla samkennd með Eysteini: ‚Elsku Eysteinn.‘ Við hlæjum.

SKE: Við erum öll börn Guðs, nema börnin – þau eru náskyldari djöflinum.

SKE: Hvernig hefur undirbúningurinn gengið? Þorvaldur: Mjög vel. Fyrir mig, persónulega, þá er ég mjög þakklátur fyrir að geta leikið einhvern annan en þennan hefðbundna ‚góða gæja‘ og farið út í hlutverk sem er meira brútal. Ég hef ekki gert það í langan tíma. Svo er líka ánægjulegt að vinna með fólki sem er nýútskrifað frá leiklistarskóla; það er svo uppfullt af orku og til í allt.

Vala Kristín: Eins og Eysteinn í mínu tilfelli (Eysteinn Sigurðsson er einn af aðalleikurum sýningarinnar). Ég er mjög oft andstyggileg við Eystein, sem er einnig bekkjabróðir minn til þriggja ára.

Vala Kristín: Satt. Þarna ertu með ákveðinn sandkassaleik en svo bætir þú ofan á það fágun og gáfum. Þetta fólk er svo miklu hæfara að leyna því sem þau eru að gera á meðan börn eru svo bókstafleg. SKE: En í leiksýningunni þá eru menn kannski meira að fela sig á bakvið orð og hugtök? Þorvaldur: Það sem gerir þetta svona skemmtilegt er að maður hefur séð svona aðstæður áður. Manni finnst þær vera ógeðslegar. Þetta er líka kosturinn við það að vera leikari. Maður fær að upplifa alla mannlega ‚impulse-a‘. Án allra veggja. Maður getur leyft sjálfum sér að fara inn í eitthvað ofboðslega fallegt eða ógeðslegt. Því í raunveruleikanum er maður stöðugt að sía sjálfan sig. Ekki það að maður sé líkur þessu fólki – alls ekki. En þetta eru mannlegar hvatir sem menn upplifa en reyna svo að bægja frá vegna þess að reglur samfélagsins segja ‚nei‘.

„Þetta er kosturinn við það að vera leikari. Maður fær að upplifa alla mannlega ‚impulse-a.“

„Ég fór einu sinni að gráta á æfingu því að ég fékk svo mikla samkennd með Eysteini.“

SKE: Svo er verkið frumsýnt á föstudaginn. Eruð þið ekki stressuð?

Vala Kristín: Ég er mjög spennt. Þetta er líka svo gaman því að þetta er svo mikil ábyrgð. Ég tala nú ekki um eins og fyrir mig og Eystein. Við erum helmingur af sýningu þar sem við getum ekki stutt – Vala Kristín okkur við leikmuni eða neitt slíkt. Þetta er rosalega viðkvæm sýning og það er svo spennandi. Við höfum æft okkur vel en við þurfum samt sem áður að vera á tánum svo að þetta falli réttu megin við línuna. Þorvaldur: Við erum svo berskjölduð á sviðinu. Þetta er ekki stór mekanismi. Það sem heldur þessu saman er hlustunin. Það þurfa allir að vera samstilltir í svona viðkvæmu verki. Í grunninn þá er sviðið hálfgerður boxhringur – á miðju sviðinu. Áhorfendum er plantað alveg í kring. Vala Kristín: Þau eru mjög nálægt okkur. Það er aldrei dregið fyrir sviðstjaldið og ný sena; þetta er bara ein löng sena. Við höfum ekki mikla leikmynd og nánast ekkert ‚props‘. Við höfum bara orðin og hvert annað. SKE: En samt eruð þið ekkert stressuð?

Vala Kristín: Kristín (Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri verksins) hefur oft sagt við mig í ferlinu: ‚njóttu‘. Vala hlær.

– Þorvaldur Davíð

Vala Kristín: Ég reyni kannski að bæta einhverri manngæsku í hlutverkið og einhverju sem er nær því sem ég mundi gera. En þá segir hún mér að fara fjær sjálfri mér og að kafa dýpra inn í þessa persónu: ‚Leyfðu þér að vera tík þegar hún er tík.‘ Þorvaldur: Þetta hefur einmitt verið mesta áskorunin fyrir mig. Maður segir oft við sjálfan sig: ‚þetta er ljótt. Það gerir enginn svona. Hvernig getur einhver verið svona vondur?‘ En sumt fólk er svona. Áhorfendur verða að

Vala Kristín: Nei. Þetta er það sem maður hefur lært að gera. Það sem maður vill gera. Þetta er bara snilld. Það er engin kvíði, bara eftirvænting. SKE: Vala, þú varst í LHÍ og Þorvaldur þú varst í Julliard. Nálgist þið hlutverkin ykkar á mismunandi hátt? Þorvaldur: Kosturinn við leiklistina er sá að það er engin ein aðferðarfræði. Eins og góður kennari sagði einhvern tímann við mig í náminu þá er engin ein leið að sama markmiði. Þorvaldur teygir sig í átt að kaffibolla á borðinu. Hann sýnir mér og Kristínu að það eru mismunandi leiðir til þess að sækja kaffibollann. Þorvaldur er eins og einhverskonar Mr. Miyagi leiklistarinnar – og ég er Ralph Macchio. Vala Kristín: Það eru allir með sína leið að hlutunum. Námið sem ég fór í gegnum í LHÍ er ekki sama nám og sá sem útskrifaðist í fyrra fór í gegnum. Stundataflan breytist stöðugt. Leiklistarskólinn er einfaldlega vettvangur þar sem þú færð að prófa mismunandi hluti. Þú hefur reynslumikið fólk sem kynnir þig fyrir


„ÞETTA ER SVIPAÐ OG THE APPRENTICE NEMA VEL SKRIFAÐ OG VEL LEIKIÐ.“ – VALA KRISTÍN


12

HVAÐ ER AÐ SKE

mismunandi aðferðum. Þorvaldi var kennt eitthvað og mér var kennt eitthvað annað. Í grunninn eru þetta bara mismunandi leiðir að sama markmiði. Það sem mér finnst merkilegast, og gefur mér tilfinningu fyrir því að okkar nám hafi verið sambærilegt, er að við getum talað saman um vinnuna og við skiljum hvort annað.

Kristín leikstjóri gengur inn í samtalið og tilkynnir Þorvaldi og Völu að Sirrý sé að koma frá Hringbraut. Sirrý er líka í viðtalsgjörðum (Sirrý á samt ekkert í mig). Kristín kveður. Ég bið Þorvald að halda áfram; það er eitthvað svo heillandi við þessa pælingu varðandi íþróttamann sálarinnar. Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti að titla mig þetta í símaskránni.

SKE: Þið hafið í rauninni ekki tileinkað ykkur neina eina aðferð?

Þorvaldur: Það sem gerir leiklistina ólíka öðrum fögum er að við erum að þjálfa verkfæri. Það er eins og með aðra íþróttamenn: Þú verður að þjálfa skrokkinn áður en þú tekur sprettinn. Við reynum rosalega mikið á líkamann. Þú þarft að læra ákveðna ‚anatómíu‘. Þú þarft að þekkja sjálfan þig, þú þarft að hafa rödd, þú þarft að hafa skrokk sem getur hreyft sig á ólíkan hátt, og það tengist þessari íþróttapælingu. Þetta lærir þú í náminu.

„Leiklistarskólinn er einfaldlega vettvangur þar sem þú færð að prófa mismunandi hluti.“

Vala Kristín: Við erum yfirleitt á sömu blaðsíðu varðandi sýninguna. Við finnum þegar það er gott og við finnum það þegar það er slæmt.

Þorvaldur biður mig um að gleyma því – Vala Kristín sem hann sagði um bollann. Honum finnst Völu hafa komist ágætlega að orði. Þau hlæja. Þorvaldur: Mig langar samt að bæta við og segja að í grunninn er þetta alltaf mjög einfalt. Þetta er alveg eins og í flestum öðrum fögum: Einfaldleikinn ræður að lokum. Þetta snýst um hlustun, að vera á staðnum, að vera skýrmæltur og að vita hvað þú ert að segja, hvert þú ert að fara, að þekkja heim verksins – og að hafa gaman að þessu. Eins og vinur minn sagði; og ég ætla að reyna að fara ekki út í móa með þetta …

SKE: Ertu þá tengdari eigin líkama eftir leiklistarnámið? Eruð þið meðvitaðri um eigið sjálf? Ég fer að tala um lyftingar. Segist tengjast eigin líkama betur eftir margra ára puð í ræktinni. Ég er samt ekkert massaður. Þorvaldur: Ég held það, já. Vala Kristín: Hundrað prósent. Án þess að fara út í einhverja væmni. Samhliða skólanum þá þurfti ég að taka sjálfa mig í gegn. Ég hef alltaf verið dugleg að sinna sjálfri mér líkamlega. En í náminu varð ég meira meðvituð um hið andlega. SKE: Þetta er örugglega frábær sjálfskoðun? Þorvaldur: Maður þarf að þekkja sjálfan sig. Þú ert að horfa á sjálfan þig gera alla þessa hluti. Þú ert leikbrúða þíns eigins sjálfs. Þú þarft að vera þokkalega skýr í kollinum til þess að geta þetta – til þess að skapa einhvern sem er ekki þú.

Vala hlær. Þorvaldur: Nám er í rauninni bara 20% forskot á aðra sem eru í einhverju fagi. Áttatíu prósent er bara reynsla og það sem gerist. Námið flýtir fyrir. Það hjálpar þér að komast að réttri niðurstöðu. Nám gerir voða lítið annað. SKE: Ég er alveg fullkomlega sammála þér. Þorvaldur: Þannig er bara lífið. Þú þarft ekkert endilega að mennta þig í einhverju. Þú þarft bara að spyrja réttu spurninganna; þetta snýst um forvitni. SKE: Það var einhver sem orðaði þetta svo vel: ‚Í skólanum kynnist þú því sem þú þarft að læra seinna meir.‘ Vala Kristín: Það ætti engin að halda að hann sé búinn með námið þegar hann útskrifast. Þetta er rétt að byrja þá. Allan ljósmyndari hringir í Völu. Ég átta mig á því að síminn minn er á ‚silent‘. Þorvaldur: Artaud talaði um að leikarinn væri íþróttamaður sálarinnar. Ég held að það sé tenging milli þess að vera íþróttamaður og leikari á margan hátt. Það sem gerir leiklist öðruvísi en önnur fög er að hún er ekki einungis vitsmunaleg, hún er líka svo mikið ...

Vala segir að leikarinn verði að vinna markvisst gegn egó-inu sínu. Þorvaldur: Þó að sjálfskoðun sé nauðsynleg í æfingarferlinu, þá þarf maður að læra að hunsa þessa rödd í hausnum á sér þegar maður er á sviði. Þessi rödd sem segir þér að þú sért asnalegur: ‚af hverju er þessi að sofna á fyrsta bekk? Mér líður illa. Ég heyrði ekki hvað hann sagði. Ohhh ég missti af augnablikinu‘. SKE: Þetta er ástæðan fyrir því að ég gæti ekki orðið leikari. Þessi rödd er of sterk.

“Þú ert leikbrúða þíns eigins sjálfs. Þú þarft að vera þokkalega skýr í kollinum til þess að geta þetta – til þess að skapa einhvern sem er ekki þú.” – Þorvaldur Davíð

Þorvaldur: Þetta er þessi ritskoðun. En maður þarf að hafa sterka sjálfsmynd en samt sem áður þarf maður að geta hreinsað hugann. SKE: Það er oft þannig að þegar maður kafar mjög djúpt í eitthvað ákveðið verk, eins og þið eruð að gera með þetta leikrit, þá er oft einhver sannleikur sem maður dregur upp úr verkinu. Hvað hafið þið lært af þessu ferli?

Vala Kristín: Maður sér sig í verkinu. Þó maður hafi ekki komist með tærnar þar sem þetta lið hefur hælana, þá eru manneskjur í mínu lífi, frá því ég var tíu ára, sem mig hefur langað til að hringja í og biðjast afsökunar. Ég mun örugglega gera það. Því að þá hefur maður beint eða óbeint tekið þátt í ... ég vona að fólk hati mig ekki þegar það les þetta ... en ég held að flestir hafi tekið þátt í samskiptum þar sem maður veit að einhverjum hefur liðið illa og þú hefur látið kyrrt liggja. Þú hefur ekki beðist afsökunar vegna þess að þér langar ekki til þess að falla í ónáð hjá einhverjum sem þér þykir töff eða eitthvað álíka. Mig langar til þess að ... SKE: Hringja nokkur símtöl? Þorvaldur: Það hafa eflaust allir lent í þessum aðstæðum. Annað hvort sem fórnarlömb eða gerendur eða áhorfendur. Er áhorfandinn ekki gerandi á sama hátt ef hann grípur ekki inn í? Ég held að allir sem stíga inn í þetta rými taki eitthvað með sér og verða að þátttakendum að einhverju leyti.

“Þó maður hafi ekki komist með tærnar þar sem þetta lið hefur hælana, þá eru manneskjur í mínu lífi, frá því ég var tíu ára, sem mig hefur langað til að hringja í og biðjast afsökunar.”

SKE: Þorvaldur, þú varst í lögfræðinni og Vala, þú ætlaðir í læknisfræðina, á sínum tíma ...

– Vala Kristín

Þau hlæja.

Vala hrósar mér fyrir að hafa unnið undirbúningsvinnuna mína (hver er þessi Sirrý?) SKE: Sjáið þið ekki eftir þessu í dag?

Vala Kristín: Nei, alls ekki. Ég á svona framhjáhaldslíf í sálinni við læknisfræðina; bestu vinkonur mínar eru í læknisfræði og pabbi minn er læknir. Svo var ég í sambandi með læknanema í þrjú ár. Ég elska læknisfræðina en mér líður mjög vel í því sem ég er að gera. Þorvaldur: Ég er alltaf að efast í lífinu; ég held að það sé hollt. Mér líður rosa vel í þessu. Ég gæti ekki séð mig vera gera eitthvað annað. SKE: Þannig að þið eruð á réttri hillu? Vala Kristín: Já já. Þó svo að maður mundi hætta skyndilega, þá nýtist þetta manni allt saman. Þorvaldur: Nathan Myhrvold, sem var áður CTO hjá Microsoft, sagði við mig og son sinn að mikilvægasti hlutur í lífi mannsins er sá að eyða eins miklum tíma í eitt tiltekið viðfangsefni. Viðfangsefni sem lætur þig spyrja eins margra spurninga og mögulega er hægt að spyrja svo að þú getir náð þér í ákveðinn þankagang. Þennan þankagang, sem þú hefur komist yfir, getur þú yfirfært á hvað sem er. Ég er þakklátur fyrir það; maður getur alltaf tekið þetta með sér. Mér finnst eins og ég geti gert hvað sem er. Enn og aftur er ég innilega sammála Þorvaldi. Ég þakka þeim fyrir gott spjall. SKE hvetur alla til þess að tryggja sér miða á leiksýninguna At.


Eru þe a þín skilaboð? Einelti rænir mörg börn og unglinga gleðinni sem þau ættu að njóta. Á allra vörum styrkir Erindi og uppbyggingu samskiptaseturs fyrir ungmenni sem glíma við einelti.

Með því að hringja í söfnunarsímanúmerin eða kaupa Á allra vörum varasettið leggur þú þessu brýna málefni lið. Varasettið fæst á yfir 150 sölustöðum um land allt. Nánar um sölustaði, átakið og starfsemi Erindis á aallravorum.is, erindi.is og facebook.com/aallravorum.is

#eineltieroged 1.000 kr.

3.000 kr.

5.000 kr.

8.000 kr.

PIPAR \ TBWA • SÍA

901 7001 | 901 7003 | 901 7005 | 901 7008


14

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

ÍBBAGOGGUR MOZART OG BEETHOVEN Vínarmeistararnir Mozart og Beethoven deila þessari efnisskrá þar sem hljóma nokkur af þeirra dáðustu verkum. Píanókonsertinn í A-dúr er einn þeirra sem Mozart samdi þegar hann stóð á hátindi ferils síns um 1785, og er ljóðrænt og geislandi verk sem ekki hefur heyrst á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands um langt árabil. Áttunda sinfónía Beethovens er ekki eins stór í sniðum en sum önnur verk hans í sömu grein, en býr þó yfir bæði krafti og gáska. Forleikirnir að leikritinu Egmont og óperunni Don Giovanni eru báðir dramatískir með eindæmum, hlaðnir spennu og krafti. Robert Levin er einn helsti sérfræðingur samtímans í tónlist Mozarts og Beethovens. Hann hefur gegnt prófessorsstöðum við Harvard og Juilliard, hljóðritað konserta Beethovens ásamt John Eliot Gardiner og lokið við allnokkur verk sem Mozart lét eftir sig ófullgerð. Það er ekki síst óvenjulegt við flutning hans að hann spinnur „kadensur“ píanókonsertanna af fingrum fram rétt eins og tíðkaðist á tímum Mozarts. Levin hefur tvisvar áður leikið á Íslandi við frábærar undirtektir en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram í Hörpu.

Föstudaginn 18. september mun listamaðurinn Íbbagoggur (Héðinn Finnsson) halda upp á útgáfu geisladisks og sjötommu plötu með kvikmyndasýningu í listamannarýminu Mengi, Óðinsgötu. Sýnd verða myndbandsverkin Stutt stutt stutt langt langt langt stutt stutt stutt og Þrjár hvítar línur. Fyrra verkið var unnið sem verkefni í Listaháskóla Íslands hvaðan Íbbagoggur útskrifaðist árið 2013. Seinna verkið hefur aldrei verið sýnt í opinberu rými áður.

HOLY HRAFN, MARLON POLLOCK & ÁTRÚNAÐARGOÐIN Rappararnir og sprellararnir Holy Hrafn, Marlon Pollock og Átrúnaðargoðin koma fram á Boston nú á fimmtudaginn. Lifandi rabb frameftir kvöldi. Hvar: Boston, Laugavegur 28b Hvenær: 17. september kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

Íbbagoggur vinnur öllu jafna með penna á pappír. Hann hefur gefið út nokkrar myndasögur og haldið sýningar á teikningum sínum. Einsog áður sagði ætlar listamaðurinn einnig að fagna útgáfu á geisladisk með þremur tónverkum, sjötommu og prentverk sem fæst keypt á atburðinum. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 18. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Breski hljómsveitarstjórinn Matthew Halls hóf feril sinn sem semballeikari og hefur afburða skilning á tónlist klassíska skeiðsins, eins og hann hefur meðal annars sýnt með starfi sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands

HAUSTFAGNAÐUR ADIDAS

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 17. september kl. 19:30 Miðaverð: 6.900 kr.

Adidas á Íslandi fagnar haustlínu vörumerkisins með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur nú á fimmtudaginn. Fram koma Jón Jónsson, Úlfur Úlfur, Amabadama, Logi Pedro og Dans Brynju Péturs ásamt Flowon sýna haustlínu Adidas. Hvar: Listasafn Reykjavíkur Hvenær: 17. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.

MAGGI EIRÍKS 70 ára afmælistónleikar

RAKARINN FRÁ SEVILLA Í samvinnu við Íslensku óperuna verða haldin óperukvöld með léttum málsverði og tónlist í Hannesarholti en 17. september frumsýnir Íslenska óperan Rakarann frá Sevilla eftir Rossini. Einstakur viðburður þar sem gestir fá að kynnast óperu Rossinis sem og nokkrum af söngvurum sýningarinnar. Oddur Arnþór Jónsson sem Rakarinn, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir sem Rosina og Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi flytja aríur og samsöngsatriði úr óperunni auk þess sem þau sitja fyrir svörum um það hvernig söngvari undirbýr hlutverk sitt. Antonia Hevesi leikur með á píanó. Búningahönnuður sýningarinnar María Th. Ólafsdóttir sýnir búningateikningar sínar og segir frá hugmyndavinnunni. Hvar: Hannesarholt, Grundarstígur 10 Hvenær: 19. september kl. 17:00 Miðaverð: 3.500 kr.

Magnús Eiríksson fagnar sjötíu ára afmæli sínu, með stórtónleikum í Eldborg, þann 19. september. Dregnir verða fram gimsteinar, konfektmolar og blúsaðar perlur úr óviðjafnanlegu lagasafni Magnúsar sem fyrir löngu er samofið þjóðarsál Íslendinga. Reyndu aftur, Drauma-prinsinn, Gleðibankinn, Ó þú, Kóngur einn dag og öll hin. Gamlir, góðir vinir stíga að sjálfsögðu á sviðið með Magnúsi, þau Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, KK, Valdimar Guðmundsson og Ragnheiður Gröndal. Miðasala á Tix.is. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 19. september kl. 17 og 21 Miðaverð: 5.990 - 11.990 kr.

24 PRELÚDÍUR „24 Prelúdíur“ er nýtt verk eftir Nathan Hall í samvinnu við píanóleikarann Rose Lachman. Verkið samanstendur af 24 stuttum þáttum, 12 fyrir mánuði ársins frá miðaldabókum um klukkustundir og bænir og 12 þætti úr stjörnumerkjunum. Verkið byrjar á verki þess mánaðar sem það er flutt, og rekur árið frá þeim tíma. Einnig verða flutt píanóverkin „The Well Tempered Clavier“ eftir Bach og Prelúdíur Scriabins, auk frumsaminna verka eftir Nathan Hall. Hvar: Hannesarholt, Grundarstígur 10 Hvenær: 17. september kl. 20:00 Miðaverð: 1.800 kr.


EINN HRINGUR + MIÐSTÆRÐ AF KAFFI

Brandenburg

579 KR.

DunkinDonutsISL

Laugavegur 3

Opið alla daga frá 7-22


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

RAGNHEIÐUR BJÖRK ÞÓRSDÓTTIR Rýmisþræðir Þræðir tengja Ragnheiði Björk Þórsdóttur við lífið, upprunann og uppsprettuna. Þeir eru í senn efniviðurinn og viðfangsefnið í listsköpun hennar og mynda uppistöðu, ívaf og þannig verkin sjálf. Þráðurinn er eins og blýantur og vefnaður eins og teikning úr þráðum. Það er einhver galdur í vefnaðinum, hann er svo óendanlega tengdur lífinu, örlögum og sögu mannsins á jörðinni. Vefnaður er í senn erfiður andstæðingur og góður vinur sem felur bæði í sér einfaldleika og fjölbreytileika og reynir þannig bæði á líkama og sál. Hvar: Listasafnið á Akureyri, Ketilhús Hvenær: 12. september - 25. október 2015

TWEET KYNSLÓÐIN

GUNNAR RÚNAR ÓLAFSSON

‚Smá skrýtið að vondu kallarnir í Daredevil eru bara basic reykvískir verktakar sem vilja rífa gömul hús til að byggja hótel og lúxusíbúðir.‘ @borkoborko

Yfirlitssýning Laugardaginn 26. september kl. 15 verður opnuð ný yfirlitssýning á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar í aðalsal Ljósmyndasafnsins í Reykjavík. Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur er varðveitt safn Gunnars Rúnars Ólafssonar ljósmyndara (1917-1965). Gunnar Rúnar var auglýsingaog iðnaðarljósmyndari en hann dó langt um aldur fram árið 1965. Í safni Gunnars Rúnars eru margar frábærar myndir sem m.a. sýna Höfuðborgarsvæðið í uppbyggingu, mannlíf, myndir frá ýmsum íslenskum fyrirtækjum svo eitthvað sé nefnd. Gunnar Rúnar ferðaðist einnig um landið og tók myndir af fólki heima á sveitabæjum. Í þessum ferðum var Þórdís Bjarnadóttir (1925-2012) kona Gunnars Rúnars oft með í för ásamt börnum þeirra. Ósjaldan sat Þórdís fyrir á myndum Gunnars Rúnars og einng börn þeirra. Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhús, Tryggvagata 15, 6 hæð Hvenær: 26. september kl. 15:00

‚Life hack: Ef þú gerir mistök og sérð eftir því. Gerðu þá önnur stærri mistök. Þá verða fyrri mistökin bara smávægileg.‘ @SoliHolm

‚Ég vil ekki vera listamaður. Ég vil bara vera hot.‘ @harmsaga

‚Lítill hvolpur myndi gera ógeðslega mikið fyrir mig ákkúrat núna.‘ @RexBannon

STEINUNN ÖNNUDÓTTIR SÍM Föstudaginn 11.september opnaði Steinunn Önnudóttir sína fyrstu einkasýningu í SÍM salnum, Hafnarstræti 16. Allir þurfa sinn samastað, samsettan af hlutum úr ýmsum áttum, haganlega komið fyrir í kassa, litlum eða stórum, niðurhólfuðum eða holum. Hvaðan koma þessir hlutir. Sumir voru vandlega valdir, suma hlotnaðist, aðra áskotnaðist og enn aðra sat, ábúandinn, uppi með. Það er líka val að geyma. Sumir segja sögu, standa sem heimild um liðna tíð, stakan atburð eða tímabil. Sumir eru þeir nytsamlegir og þá ýmist haganlega gerðir eður ei. En hinir tjá eitthvað annað. Einhverja hugmynd um annan tíma, eða veruleika. Annað sjálf, aðra sögu. Þeir eru ítarlegri skilgreining á búandanum. Stiklur sem skírskota út fyrir kassann. Þannig á búandinn sér heim sem takmarkast ekki við endimörk kassans. Hvað ræður því hverjir og hvernig þessir hlutir eru. Tíðarandinn hefur sitt að segja, en hann er ekki einráður. Æskuheimili og fyrri íverustaðir. Ferðalög og framandi menningarheimar. Ævintýraheimar. Kvikmyndaheimar. Afmörkuð tímabil í sögunni. Öll reynsla leggur sitt af mörkum til að móta efnisheim einstaklingsins. En er hægt að yfirgefa sinn efnisheim. Má heimsækja efnisheim annarra. Ef svo, hvaða hlut kæmirðu með tilbaka. Steinunn Önnudóttir úrskrifaðist með BA í myndlist (Audiovisual) frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, árið 2011. Hún lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Steinunn býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarýmið Harbinger. Samastaður er hennar fyrsta einkasýning. Hvar: Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík Hvenær: September 2015

‚Er að meta byrja rappa aftur og kalla mig Reyktur Lax-nes.‘ @DNADORI

HUGSAÐ HEIM Gallerí Fold Hugsað heim, sýning Elínborgar Ostermann á vatnslitaverkum var opnuð í Gallerí Fold við Rauðarárstíg laugardaginn 12. september. Þetta er fyrsta einkasýning Elínborgar á Íslandi en hún hefur frá árinu 1995 margoft sýnt myndlist sína í Austurríki, þar sem hún er búsett, bæði á einkasýningum og samsýningum. Elínborg málar mikið á ferðalögum og þau veita henni innblástur. Árið 2012 gekk hún Laugaveginn svokallaða á milli Landmannalauga og Þórsmerkur og sú ferð hefur reynst henni drjúgur efniviður allar götur síðan. Bæði skissaði hún mikið í ferðinni og málaði í Þórsmörk en svo tók hún einnig mikið af ljósmyndum sem hún hefur verið að vinna úr síðan. Hún er heilluð af litunum í íslensku fjöllunum og náttúrunni, litadýrðinni á hverasvæðum og birtunni á Íslandi. Landmannalaugar hafa reyndar verið viðfangsefni hennar mun lengur og hún bendir mér á sína fyrstu glímu við það svæðið sem er mynd frá 1995. Hvar: Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12-14, 105 Reykjavík Hvenær: 12. - 27. september 2015

‚Varúð!! Var að byrja á blæðingum! Mun í rauninni ekki breytast neitt í fasi en fæ líklegast bakverki seinna í dag. Passið ykkur #túrvæðingin‘ @steiney_skula


John Wayne er á Burgernum! Hann er 200 gr. jusý burger. Sjá nánar á heimasíðu okkar.

Allir framhaldsskólanemar fá 10% afslátt af öllum vörum. Líka tilboðum! ath - framvísa þarf skólaskírteini

TILBOÐ - TILBOÐ Tvær 12” pizzur með 2 áleggjum 2.990 kr. (Sótt eða borðað á staðnum)

Flatahraun 5a Hafnarfirði · sími 555 7030 · Opið alla daga frá kl. 11-22 · www.burgerinn.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

NÁTTÚRULÝSING Gallerí Fold Fjórir færeyskir listamenn opnuðu sýninguna Náttúrulýsing í Gallerí Fold laugardaginn 12. september síðastliðinn.Málararnir Birgit Kirke, Eyðun av Reyni, Finleif Mortensen og Øssur Mohr sýna ný málverk þar sem einstakt landslag Færeyja er í forgrunni.

Birkit Kirke Birkit Kirke er færeyskur listamaður sem býr og starfar í Danmörku. Einstakt landslag Færeyja er rík uppspretta myndefnis í verkum hennar. Verk hennar eru abstrakt expressjónísk lýsing á eðli landsins þar sem einblínt er á þröngt sjónarhorn. Ógnarkraftar náttúrunnar spila ákveðið hlutverk í málverkum Birkit þar sem sterkar svartar línur eru burðarásar í myndbyggingu verka hennar.

Eyðun av Reyni Aðalþemað í málverkum Eyðun av Reyni er þorp við sjóinn undir stórum kletti, sjórinn og skýin. Málverkin einkennast af skærum litum og stórum pensilstrokum. Eyðun færði sig frá fígúratívu myndmáli á níunda áratugnum yfir í abstrakt þar sem taktur er undirliggjandi þáttur. Eyðun av Reyni fær innblástur frá litlum samfélögum eyjarinnar og háum fjöllum sem einangra allt hljóð nema nið Atlantshafsins. Málarinn lítur niður í dali og gil eyjanna og málverkin eru hans sýn á landið frekar en harður raunveruleikinn.

Finleif Mortensen Færeyski listamaðurinn Finleif Mortensen ólst upp í þorpinu Argir rétt utan við Þórshöfn. Frumraun hans á myndlistarsviðinu var árið 1985 á Olavsøkusýningunni þar sem valdir listamenn sýna í Færeyjum. Síðan þá hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar í galleríum og listasöfnum í Færeyjum, Danmörku og á Íslandi.

VERKSUMMERKI: SÍÐASTA SÝNINGARHELGI Ljósmyndasafn Reykjavíkur Verksummerki fjallar um það huglæga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndun okkar daga. Á sýningunni eru tvinnuð saman verk sex ljósmyndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Verkin á sýningunni eru eftir Agnieszku Sosnowska, Báru Kristinsdóttur, Daniel Reuter, Hallgerði Hallgrímsdóttur, Kristinu Petrošiutė og Skútu. Bára Kristinsdóttir mun ræða myndaröð sína Ummerki (2010) sem birtir hennar nánustu og vísa í minningar og söknuð. Myndaröðin samanstendur af tvennum sem teknar voru á heimili tengdaforeldra Báru með tíu ára millibili og sýna þau verksummerki sem líf þeirra og fjarvera skilur eftir sig. Kristina Petrošiutė mun segja frá myndaröðum sínum Patrimony (2014-) og Biography (2012-). Patrimony samanstendur af fundnum myndum eftir föður Kristinu sem sýna lögreglustörf hans í fyrrum Sovétríkjunum, fjölskyldulíf og persónuleg sambönd. Biography er ljósmyndadagbók sem fangar daglegt líf Kristinu og persónulegt myndmál tjáir tilfinningar og upplifanir hennar. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir! Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhús, Tryggvagata 15, 6 hæð Hvenær: Sýningin stendur til sunnudagsins 20. september.

Øssur Mohr Øssur Mohr tilheyrir yngri kynslóð færeyskra málara. Á síðustu árum hefur hann sýnt málverk í galleríum og söfnum víða um heim. Í list sinni leitast Øssur við að endurskapa forgengileika augnabliksins. Þegar hann byrjaði að mála var myndefni hans aðallega hús og fólk, en fólkið hvarf fljótt og eftir stóðu húsin í stórbrotnu landslagi Færeyja. Hvar: Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12-14, 105 Reykjavík Hvenær: 12. - 27. september 2015

CODHEAD XI Myndlistarsýning Haraldar Inga Haraldssonar Laugardaginn 19. september kl. 14 opnar Harldur Ingi Haraldsson vinnustofusýningu í Sýningasal Myndlistafélagsins í Listagilinu á Akureyri undir nafninu Codhead Xl. Sýningin stendur til 27. september.

GEORG GUÐNI Höfuðstöðvar Arionbanka Laugardaginn 12. september var opnuð sýning á verkum Georgs Guðna í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Georg Guðni (1961-2011) er einn áhrifamesti listamaður þjóðarinnar en með málverkum sínum af íslenskri náttúru er hann talinn hafa endurvakið landslagið í íslenskri myndlist. Í þeim birtist ekki eingöngu sú fagra ásýnd íslenskrar náttúru sem okkur er orðið tamt að sjá, heldur birtast okkur þar bæði óminnis ásar og sögulaus auðn, jafnt ókunnir dalir sem nafnlaus fjöll. Sem áhorfendur upplifum við okkur eiginlega alls staðar og hvergi, áttavillt í nýsköpuðu en jafnframt kunnuglegu landslagi. Hér birtist okkur náttúran með sama hætti og hún birtist í huga málarans, á svæði hugsunar þar sem ímyndun og veruleiki renna saman. Á sýningunni verður að finna valin verk frá 1985-2009, þar á meðal verk sem hafa ekki verið sýnd áður á Íslandi. Sýningin stendur til 11. desember nk. Hvar: Höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Hvenær: 12. september - 11. desember 2015

Á sýningunni má sjá málverk unnin með blandaðri tækni á pappír frá 2014 - 2015. Codhed er heimur þar sem jakkafataklætt fólk með bindi og þorskhaus sinnir margvíslegum viðfangsefnum í umhverfi sem skilgreinir heiminn. Codhead er samstofna orðinu Godhead og á einhvern hátt nánast sama orðið. Þorskdómur og guðdómur. Um sýninguna segir Haraldur Ingi: „ Ég hef fengist við Codhead síðan 2000 og þetta er pólitísk list og fjallar að hluta til um heimspeki rándýrsins: Græðgi, eigingirni og miskunnarleysi sem er kjarni nýfrjálshyggjustjórnhátta vesturlanda. Á Íslandi afhjúpaði hrunið 2008 inngróna spillingu íslensks samfélags og meðvirkni á ævintýralega háu stigi. Allt þetta dregur kraft úr samfélögum og ógnar framtíð almennings. Þetta er mér ofarlega í huga. En svo er ég einnig mjög upptekinn af hefðbundnum úrlausnum framsetningar myndlistar á sviði litameðferðar, myndbyggingar og annarrar framsetningartækni. Ég er mjög meðvitaður um að myndlist er að miklum hluta sjónræn og tilfinningaleg upplifun sem gefur ekki rými til predikunar eða framsetningu algildra sanninda. Meðan á sýningunni stendur mun ég vinna að ýmsum verkum sem eru í farvatninu og opnunartíminn ræðst af þeirri vinnu frá um það bil átta á morgnanna og fram á kvöld. Þegar skiltið er úti og ljós í glugga þá er opið.“ Hvar: Sýningasal Myndlistafélagsins í Listagilinu á Akureyri Hvenær: 19. - 27. september 2015 Heimasíða bókar: codhead.net.


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


20

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

RIFF EINNAR MÍNÚTU MYNDAKEPPNI Í tilefni Reykjavík International Film Festival (RIFF) sem fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi er efnt til einnar mínútu myndakeppni. BARÁTTA er útgangspunktur keppninnar með áherslu áumhverfismál og kvenréttindi. Fyrir hverju ertu að berjast? Hverju viltu breyta? Segðu það á einni mínútu með einum sterkasta miðli samtímans, kvikmyndamiðlinum. Sigurvegari keppninnar verður tilkynntur við skemmtilega athöfn á Loft Hostel laugardaginn 26. september kl. 16. Þá verður sería með völdum myndum úr keppninni frumsýnd, hljómsveit spilar og fljótandi veitingar verða í boði. Þú sendir inn link af mynd (vimeo eða youtube) sem fangar þemað á einni mínútu á einminuta@riff.is ásamt nafni og aldri á þátttakanda. RIFF tekur við myndum til og með 19. september. Hvar: einminuta@riff.is Hvenær: 19. september kl. 23:59 Miðaverð: Frítt Nánar: http://www.riff.is

NAZANIN „Ég fæddist fyrir 27 árum. Það eru liðin 35 ár síðan Íran varð íslamskt ríki. Það eru 35 ár síðan konum var gert að ganga um með slæður, ritskoðun var komið á og frelsi borgaranna var skert. Fyrir 35 árum breyttist allt.“

ÞROSKASTRÍÐIÐ Uppistand Hugleiks Dagssonar Hugleikur Dagsson mætir aftur á Rosenberg Klapparstíg með uppstands-uppskeru ársins. Hér reynir hann að vinna gegn eigin vanþroska með því að ræða mikilvæg málefni eins og rasisma, Tinder og að sjálfsögðu glútenóþol. Snjólaug Lúðvíksdóttir sér um upphitun á þessu kvöldi.

Í kjölfar forsetakosninganna 2009 hraktist Nazanin frá Íran vegna pólitískra skoðana sinna. Hún endaði á Íslandi. Og nú stígur hún á svið til þess að segja sögu sína.

Hvar: Rosenberg, Klapparstígur 25-27 Hvenær: 17. september kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Miðar fást á midi.is Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 18. og 19. september kl. 20:30 Miðaverð: 2.900 kr.

FRAMI ,,Enginn meinar neitt, af því enginn þorir því og ef einhver vildi meina eitthvað þá myndi enginn skilja það því allir héldu að hann væri að grínast.” Nýtt sviðsverk eftir Björn Leó Brynjarsson sem fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímanum og baráttu hans við eigin fantasíur og þráhyggjur. TAKATAKA er samstarfshópur listamanna sem leitast eftir því að veita áhorfendum heildræna upplifun þar sem leikur með texta og frásögn blandast tilraunum með klassískan leik, nærveru líkamans og hreyfingu. Miðasala er á Midi.is Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 17. og 20. september kl. 20:30 Miðaverð: 2.900 kr.

SPILAVINIR Margir koma í Spilavini í leit að „vinsælasta“ spilinu hverju sinni. Eitthvað sem er ekki of flókið og inniheldur einfaldar reglur sem allir geta verið með í. Þá bendir starfsfólk Spilavina mjög oft á teningaspilið Las Vegas. Heppni, smá útsjónarsemi og fjör sem öll fjölskyldan hefur gaman að, vinahópurinn heimtar að fá að spila og hægt er að kenna fólki á innan við mínútu. Allir fá glás af teningum og reyna að koma þeim inn á spilavítin sem eru í boði og græða sem mest. Við hvert spilavíti eru peningaseðlar af handahófi. Sá sem á flesta teninga á hverjum stað gengur best og fær stærsta peningaseðilinn en ef einhver jafnar þig þá fær enginn neitt. Einfalt en samt spennandi. Þetta spil hittir nær alltaf beint í mark. Starfsfólk Spilavina er ávallt tilbúið til að setjast niður með gestum og kenna þeim spilin. Þú getur komið í búðina, sest niður og fengið þér kaffi á meðan þú prófar spilið og lærir reglurnar um leið. Hvar: Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum) Nánar: spilavinir.is

UPPISTANDSKVÖLD Í BÆJARBÍÓ Þórdís Nadia, Snjólaug Lúðvíks og Bylgja Babýlons hafa verið virkar í uppistandssenunni undanfarin misseri og túrað um landið við frábærar undirtektir. Þær grínast með fágaða hluti eins og prump og Tinder en tala einnig um bjánalegri viðfangsefni eins og Bjarna Ben og Guð... Þær vinkonur munu koma fram í Bæjarbíó föstudagskvöldið 18. september og er miðaverð afar hagstætt eða aðeins 1000kr. Hvar: Bæjarbíó Hafnarfirði Hvenær: 18. september kl. 22:00 Miðaverð: 1.000 kr.



22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

LENNY - HABITAT Habitat og Elipson eru hérna í samstarfi með þennan fallega hannaða og skilvirka hátalara. Hann er þráðlaus og virkar með öllum gerðum af tölvum og símum með bluetooth. Auðflytjanlegur og veðurvarinn með batteríi sem endist í allt að 8 klst. Mjög góður hljómur sem fyllir rýmið auðveldlega af fallegum tónum. Flottur fyrir heimilið, skrifstofuna, pallinn eða útileiguna næsta sumar!

LOMO’INSTANT CAMERA Lomo er búin að gefa út skemmtilegar „instant“ myndavélar. Flott að fá myndirnar beint úr vélinni og gefa frá sér eða setja beint á vegginn. Vélinni fylgja líka þægilegar leiðbeiningar sem sýna hvernig hægt er að ná ýmsum myndgæðum. Einnig fæst hún með einni eða nokkrum linsum sem gerir hana enn betri. Að auki fylgja filterar til að auka möguleikana. Sjá nánar shop.lomography.com

SMARTPHONE PROJECTOR Skemmtilegur myndvarpi fyrir síma. Hægt að skella á vegg hvar sem er og horfa á í gegnum símann. Hægt að nota í partýinu eða matarboðinu til að sýna fyndin myndbönd eða til að horfa á bíómynd í kúri upp í rúmi. Hentar iOS og Android snjallsímum. Sjá nánar https://www.luckies.co.uk/gift/smartphone-projector.html

Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

B&O - PLAY H6 Khaled Dj Khaled hefur lengi verið bestur. Hann hefur gert plötur eins og „We the Best“, „Victory“ og „We the Best Forever“ og plötufyrirtækið hans ber nafnið „We the Best Music Group.“ Eitt af hans vinsælustu lögum heitir einmitt “All i do is Win”. Það er því alveg greinilegt að hann er bestur, vinnur aðeins með þeim bestu og er alltaf með gull eða í fyrsta sæti. Það kæmi okkur því verulega á óvart ef að Bang & Olufsen heyrnartólin væru ekki best. Hér eru á ferðinni öflug heyrnartól með útlitið alveg á hreinu, sjón er sögu ríkari. Ormsson.is


ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 24.09.2015–04.10.2015

MIÐASALA HAFIN! UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

FJÖRUGARÐURINN Það er skringileg tilfinning að ganga inn í Fjörugarðinn. Þarna stendur maður í ‚skinny‘ gallabuxum, Timberland strigaskóm, fiktandi í gömlum Samsúng Galaxý, þegar forneskjulegur trúbador gengur í hægðum sínum um gólfin. Þetta er ekki alveg eins og að ferðast aftur í tímann, en þetta er nánast eins. Þetta er svolítið eins og bíómyndin Black Knight með Martin Lawrence, nema í stað riddara þá er maður umkringdur víkingum. Svo er maður líka hundrað prósent hvítari en Martin gamli Lawrence. Í síðustu viku heimsótti ég Fjörugarðinn. Ungur herramaður í kyrtli kom og fylgdi mér til borðs. Ég settist niður. Hann skrapp aðeins og kom aftur með einhverskonar dagblað. Dagblaðið var matseðillinn. Sniðugt. Hann kom einnig með flösku af vatni og skenkti hressilega í glasið mitt. „Takk, vinur.“ Er hann þurrkaði af borðinu leit ég í kringum mig. Röð viðarborða, leður diskamottur, uppstoppaðir hrafnar, illa farnir víkingaskyldir, hjartarhorn hér og þar. Stuttu síðar kom ungi herramaðurinn í kyrtlinum og spurði hvort að ég væri tilbúinn að panta. Já. Ég, verandi þessi ófrumlegi barbari sem ég er, pantaði nautasteikina með piparsósunni. Er ég beið eftir matnum þá byrjaði forneskjulegi trúbadorinn að serenaða þýskt ferðamannapar. Hann gelti tilviljunarkenndum geltum. Trúbbinn var bilaður; ferðamannaparinu var vel skemmt. Svo kom maturinn. Kjötið var gott. ‚Medium rare.‘ Steikinni fylgdi líka bökuð kartafla og grillað grænmeti. Ég ‚stöffaði‘ mig. Ég gekk út eins hvítur Martin Lawrence sem hafði skyndilega þyngst um hálft kíló. Fjörugarðurinn, takk fyrir mig.

Við hjá SKE kíktum við í ísbúðina Paradís. Ísbúðin var stofnuð árið 2014 og hefur strax stimplað sig inn sem ein af bestu ísbúðum landsins. Þeir bjóða uppá ekta ítalskan ís sem er handunninn á staðnum. Í uppskriftunum þeirra er ávallt gert ráð fyrir tímanum sem það tekur fyrir ísinn að þroskast, svo hvert bragð nái sínu hámarki. Engin litarefni eða gervibrögð er að finna í ísnum. Þeir bjóða uppá 16 síbreytileg ítölsk ísbrögð og okkur langaði að smakka þá alla! Það sem stóð uppúr hjá okkur var ostakökuísinn og súkkulaðiísinn. Ísinn var hreint út sagt frábær og mælum við klárlega með Paradís í hvaða veðri sem er.

www.fjorukrain.is

www.isparadis.is

PARADÍS


SÚPUKJÖTSTILBOÐ! JA G N RE MUR P S Ð VER TUR KEFÆR S FYR RSTUR FY

699

kr. kg.

Esja Gæðafæði súpukjöt 1. flokkur

N N O 4 T OÐI ÍB

Borgaðu með símanum á einfaldan og öruggan máta með Netgíró.

Við sendum þér reikning í netbankann og þú færð allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest.

Skráðu þig á www.netgiro.is

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast.

Í haustlægðunum er fátt betra en að sitja inni og njóta dýrindis kjötsúpu. Þú færð allt í súpuna á ótrúlegu verði í Iceland.


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

ASHTANGA skref fyrir skref Þetta námskeið er upplagt fyrir þá sem vilja fara dýpra í jógastöðurnar og fá frekari fræðslu. Á þessu námskeiði verður farið í saumana á ákveðnum jógastöðum og lögð verður áhersla á fókus og öndun. Farið verður í sólarhyllingarnar skref fyrir skref og inngang að jógaspekinni. Einnig verður farið í standandi stöður, snúnar stöður og hryggvindur skoðaðar sérstaklega. Loks verður farið í lokastöður og höfuðstöðuna. Kennari er María Dalberg. Hvar: Sólir jógastúdíó, Fiskislóð 53-55 Hvenær: 18. September kl. 19.00 – 20.00 Skráning: mariadalberg@gmail.com

GONG-NÆRING Einu sinni í mánuði standa Ljósheimar fyrir tveggja tíma göngslökun og verður næsta núna 17. september. Dekraðu við þig og njóttu þess að sökkva í djúpa slökun! Byrjað er á stuttri hugleiðslu þar sem opnað verður fyrir orkuflæðið. Þá er leidd slökun og síðan verður spilað á þrjú gong á meðan þú svífur á vit himingeimsins. Hljóðin sem gongið framkallar eru þau sömu og heyrast í útgeimi, þau eru hljóð sköpunar. Þau hjálpa þér að hreinsa undirvitundina og styrkja taugakerfið og leiða þig í djúpa og nærandi slökun. Komdu í þægilegum fötum, með vatnsbrúsa, jógadýnu ef þú átt og kodda ef þú þarft. Næstu Gong næringar eru: 22. október, 19. nóvember og 17. desember. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hvar: jógasal Ljósheima, Borgartúni 3, 4. hæð. Hvenær: 17. September kl. 20.00 – 21.45 Verð: 3000 kr. Skráning: solbjort@ljosheimar.is

BEISLAÐU HUGANN Ertu þreytt/ur á endalausu skvaldri hugans? Langar þig að koma meiru í verk? Langar þig í hugarró? Ef svo er þá getur þetta fjögurra vikna hugleiðslunámskeið, þar sem þú lærir einfaldar en áhrifaríkar hugleiðslur sem nýtast í daglegu lífi, hjálpað til. Þú lærir að róa hugann og taugakerfið, efla innsæið og finna innri ró. Í hverjum tíma er farið í hugleiðslu og öndunaræfingar sem nemendur síðan æfa sig í á milli tíma. Hver tími er ein klukkustund og er þetta námskeið hentugt fyrir byrjendur í hugleiðslu og einnig fyrir þá sem vilja kynnast nýrri nálgun. Kennari er Sólbjört Guðmundsdóttir Hvar: Ljósheimar, Borgartúni 3, 3. hæð Hvenær: 21 sept. – 12 okt. Kl. 19.30 – 20.30 Verð: 13.000 kr. Skráning: solbjort@ljosheimar.is

MENGUN uppsprettur og áhrif Í Landbúnaðarháskóla Íslands er að fara af stað 56 kennslustunda nám þar sem kennd verða undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs, bæði erlendis og á Íslandi. Það verður fjallað um samspil líffræðilegs umhverfis og mengunar og farið yfir gildandi lög og reglugerðir sem varða varnir gegn vatnsmengun. Markmiðið er að veita nemandanum almennt og breitt yfirlit og kynningu á því í hverju meðhöndlun úrgangs felst og að nemandinn öðlist þekkingu á helstu viðfangsefnum og vinnuaðferðum er tengjast meðhöndlun úrgangs. Leitast er við að nemandinn fái innsýn í samspil allra þeirra aðila sem koma að meðhöndlun úrgangs, gildandi lög og reglugerðir, skipulag og umhverfis- sem og samfélagsáhrif. Kennt er í húsnæði LbhÍ á Hvanneyri en jafnframt boðið uppá áfangann í fjarnámi með frjálsri mætinu í kennslustundir. Hvar: Hvanneyri, Borgarnesi Hvenær: 21. September Verð: 49.000 kr. Skráning: www.lbhi.is/namskeid

HEILSUHELGI MEÐ MÖRTHU ERNST Martha Ernst er þekktust fyrir hlaupaafrek en færri vita að hún er einnig sjúkraþjálfari, hómapati, jógakennari og einstaklega góður kokkur! Það er því hrein unun og allsherjar endurnæring að fara í þriggja sólahringa heilsuhelgi undir hennar handleiðslu. Hún heldur reglulega slíkar helgar og er sú næsta haldin í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Þar verður boðið uppá jóga, slökun, hugleiðslu, útiveru, fótabað, næringarríkan mat og fræðslu, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að sjá nánari upplýsingar á Facebook síðunni Heilsuhelgi með Mörthu Ernst. Hvar: Gamli Héraðsskólinn Laugarvatni Hvenær: 24 – 27. September. Skráning: marthae64@gmail.com


... Móðir náttúra fyrir þig

...

Matur úr jurtaríkinu er með því næringarríkasta sem náttúran hefur uppá að bjóða og það er aldrei of snemmt eða of seint að byrja ævilangt ástarsamband við heilnæma fæðu eins og baunir, grænmeti, heilt korn og ávexti. Í þessari fæðu finnur þú góð prótein, fitusýrur, flókin kolvetni, snefilefni, andoxunarefni, vítamín og trefjar. Móðir Náttúra leggur þér þér lið í að styrkja líkamann með því að framleiða matvæli úr þessu gæða hráefni úr jurtaríkinu. Pottréttir, Grænmetisbuff, Hnetusteik, Indverskar pönnukökur, Tortillur , Grænmetislasagne og Dheli Koftas bíða þín í næstu verslun. Tilbúnir heilsuréttir sem þarf aðeins að hita.

Sam og Nic Pixiwoo systurnar hannað fjóra Chapman hafa nú auðvelda gerð einstaka bursta sem , sem rammar iner eyel á fallegum tunum kemur augun inn. Með burs velt auð glæsileg budda sem ds áhal upp er að geyma er fáanlegt burstana í. Settið . lagi upp ðu örku í takm

4.979 kr.

Ð

Í LYFJ U OG

AR

GA

R

GA

EYELINER SET IQUES - REAL TECHN

O TILB

TIL

O

OG NÝJ UN

sem Einstakt C-vítamín la. er langtíma forðataf r eðliC-vítamín viðheldu misónæ i fsem star i legr þreytu kerfisins, dregur úr verja og lúa ásamt því að fyrir ans líkam ur frum oxunarálagi.

Ð! FRÁBÆRT VER

AR NG

O

Ð

Í LYFJU

LIFEPLAN C-VÍTAMÍN E TIMED RELEAS

2.735 kr.

OG NÝJU N

Ð OG NÝJU BO

TILB

! NÝTT

R

r i r y f t l l A ! ð i t s u a h Ð

Ð OG NÝJ O B

GAR UN

TILB

9.-2O.

SEPTEMB ER

TIL

Ð OG NÝJU BO

AR NG

TIL

www.modirnattura.is

NÝJ UN

G

Kynntu þér frábær tilboð og nýjungar í Lyfju!

9.-2O. september

! NÝTT

3JA

MÁNAÐA

SKAMMTUR

2O%

AFSLÁTTUR

2O%

AFSLÁTTUR MICROLIFE

HITAMÆLIR

Engin sner ting. skima Sniðug lausn til að 3 sek. eftir hita á aðeins „umhver fi“ Hægt er að stilla á á t.d. og mæla hitastig föngum. baðvatni og drykkjar

7.192 kr. kr. ÁÐUR 8.99O

SENSODYNE TANNKREM

ur. Fyrir viðkvæmar tenn sodyne Allar tegundir Sen ðið og brag á ar fersk eru og vinna gegn tannkuli tannskemmdum.

2.66O kr.

PARANIX SPR

EY

drepur bæði meðferð. Paranix Lúsin burt í einni þurr t hár, látið 15 mín. Spreyjað í bt. höfuðlús og nit á n þvegið úr og kem bíða í 15 mín. og síða

pantað vöruna birgðir endast. þig. Einnig getur þú fást svo lengi sem er hún pöntuð fyrir að panta tímanlega. um prentvillur. Vörur Ef varan er ekki til í þinni heimabyggð 533 2300. Athugaðu birt með fyrirvara allt. Lyfju Lágmúla í síma Verð í blaðinu eru num Lyfju um land í síma 530 5800 eða u fást afhentar í verslu a í Lyfju Smáralind hringj Allar vörur í blaðin að því með heim til þín artimar/ og fengið hana senda n: Ísafold .lyfja.is/um-lyfju/opnun o Reykjavík Prentu opnunartímar: www Verslanir Lyfju og rsdóttir Umbrot: Dynam Ritstjórn: Íris Gunna ðarmaður: Lyfja hf. Útgefandi og ábyrg

751 kr.

ÁÐUR 939 kr.

Í verslunum Lyfju finnur þú nú ýmis frábær tilboð og nýjungar fyrir haustið! Ný heimasíða Lyfju - lyfja.is - er komin í loftið. Þar getur þú nálgast ýmsar upplýsingar um vörur okkar og þjónustu, auk fjölbreytts fræðsluefnis. Með því að skrá þig á póstlistann, lyfja.is/vildarklubbur, átt þú möguleika á glaðningi. Við bregðum reglulega á leik og drögum út heppinn þátttakanda sem hlýtur glaðning frá Lyfju! Fylgdu okkur á facebook.


28

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT OG SVARAÐ RAGNA KJARTANSDÓTTIR AKA CELL 7 Söngkona, rappari og hljóðkona (audio engineer)

Nafn?

fræðandi og upplýsandi: Titillinn segir allt sem segja þarf. Smá viðvörun fyrir tónlistarunnendur: þið eigið eftir að upplifa sterka hvöt til þess að kaupa allar þær plötur sem koma fyrir í bókinni.

Ragna Kjartansdóttir aka Cell7.

Aldur?

Mikilvægasta lexían sem þú hefur lært í lífinu?

Fer eftir aðstæðum.

Starfstitill?

Gengur hægt en gengur þó.

Wow! Þetta er alvöru spurning! Ég mundi segja að mikilvægasta og erfiðasta lexían sem ég hef lært í lífinu (og þetta er eitthvað sem ég er ennþá að vinna í) er það að maður á einungis að beina athyglinni að því sem maður hefur stjórn á. Maður fær ekkert út úr því að velta sér upp úr því sem maður getur ekki breytt. Fólk gerir það sem það vill, hvenær sem það vill. Ég get bara stjórnað sjálfri mér, mínu CELLF-I, og hvernig ég bregst við því sem ég hef enga stjórn á.

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana?

Uppáhalds Bíómynd?

Ég eyði flestum dögum í að hlusta á stórhríðir, rigningu og vind. Upp á síðkastið hef ég verið að hlusta á vonskuveður, almennt. Ekki einungis vegna skemmtunargildi þess, heldur aðallega út af því að þetta er vinnan mín.

Kill Bill Volume 1&2

Hljóðkona og rappari (hlutastarf).

Hvað er þér efst í huga nú til dags? Airwaves kemur fyrst upp í hugann ásamt nýju plötunni sem ég er að vinna í.

Hvernig gengur nýja platan?

Uppáhalds bók – og af hverju? Mo’ Meta Blues: The World According to Questlove. Þessi bók er fáránlega skemmtileg. Hún er persónuleg,

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR

Hvað er best í lífinu? Samkvæmt villimanninum Conan er það að ‘tortíma óvinum sínum, horfa á þá knésetta fyrir framan sig er maður hlýðir á harmakvein kvenmanna þeirra.’ Ég er svo sem ekki alveg sammála þessu – en fyrsti hluti tilvitnunarinnar leggst ágætlega í mig.

Fresh Air (NPR) SKE elskar hlaðvörp. Og SKE elskar Terry Gross. Síðastliðna áratugi hefur Terry Gross stýrt viðtalsþættinum Fresh Air (Ferskt Loft) og átt í áhugaverðum og innilegum samræðum við mikið af frægasta fólki Bandaríkjanna. Okkar hógværa skoðun er sú að Terry Gross er einhvers konar viðtals valkyrja, samræðu skurðgoð; hlaðvarps-hetja. Gerist áskrifendur undir eins, lesendur góðir! Við mælum sérstaklega með viðtali Terry Gross við grínistann Louis C.K. Það er Gucci.


HEIÐ U

RI

BORGA RS

AR

NN VIKU

STÓRI BÓ STÓRI BÓ vill kynnast

þér betur

Björgvin Halldórsson vill að þú prófir Stóra BÓ næst þegar þú kemur á Fabrikkuna. Honum finnst Morthensinn fá allt of mikla athygli. stóri bó ER HEIÐURSBORGARI VIKUNNAR OG FÆST MEÐ 500 KR. AFSLÆTTI.*

Hvernig hljómar Stóri BÓ? Ok. Hvernig er best að orða þetta? Björgvin Halldórsson samdi borgarann. Byrjum þar. Honum finnst gott að bræða feitan Hávarti kryddost yfir hágæða ungnautakjöt. Og svo er það BÓ sósan sem tónar fullkomlega við stökka beikonið. Þú ert alveg að fatta þetta. *Heiðursborgari vikunnar fæst með 500 kr. afslætti í heila viku. *Nýr Heiðursborgari í hverri viku. *Tilboðið gildir ekki með öðrum afsláttum eða tilboðum.


30

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

ULLARTEPPI FRÁ PENDLETON Pendleton ullarteppi fyrir köld og kósý kvöld í vetur. 100% gæða ull og margbrotin mynstur innblásin af innfæddum indjánum í Ameríku. Fyrirtækið, sem er 150 ára gamalt, leggur mikið upp úr gæðum og endingu svo það er vel þess virði að panta teppi alla leið frá Ameríku. Einnig er hægt að fá frá þeim fallegan fatnað og muni fyrir heimilið. Hægt að nálgast á http://www.pendleton-usa.com/

TULIPOP – BUBBLE LAMPI Þessi fallegi lampi gerir rýmið aðeins ljúfara eins og Bubble sjálfur gerir í sínum heimi. Íslenska fyrirtækið Tulipop var að hljóta viðurkenningu í Bretlandi sem besti nýliðinn á breskum barnavörumarkaði. Samkeppnin stóð á milli virtra aðila eins og Harrods, Liberty, Stella McCartney og Petit svo heiðurinn er mikill. Tulipop ævintýraheimurinn er skapaður af tveim vinkonum, þeim Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur. Þær reka einnig vefverslunina tulipop.is en vörurnar fást einnig í fjölda verslana á Íslandi.

SKART FRÁ THE THINGS WE KEEP Jólagjöfin í ár fyrir dömurnar. Maður er víst aldrei of snemma í því. Allt handunnið í Brooklyn, New York. Eyrnalokkar, armbönd, hálsmen, hringir ofl. Tímalaust, einfalt og ofurfallegt skart. Hannað með endingu í huga. Hægt að nálgast á http://www.ttwkjewelry.com/

WAKKA – MIKIYA KOBAYASHI Falleg lyklageymsla frá japanska hönnuðinum Mikiya Kobayashi. Segull heldur lyklunum á sínum stað. Það þarf bara að muna að setja þá á hann! Stílhreint og fallegt. http://www.truebeyonddesign.com/shop/wakka-key-holder/


Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland


Þetta er gatan mín

#66suburbs

www.66north.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.