Ske - #28

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 23.09–29.09

#28

SKE.IS

„MAÐUR VILL NÝTA ÞANN TÍMA SEM MAÐUR HEFUR. HÉR Á JÖRÐ. ÞVÍ AÐ SÁ TÍMI ER EKKI ENDALAUS.“ – SKE SPJALLAR VIÐ HAUK HEIÐAR HAUKSSON


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEleggur 9-SPORA TANGÓ GEGN SNJALLSÍMAFÍKNINNI

1.

Fyrsta skrefið til þess að sigrast á snjallsímafíkninni er að viðurkenna eigið kraftleysi; að gangast við þeirri óumflýjanlegu staðreynd að bardaginn er ójafn; að játa að þessi slagur milli viljastyrks þíns og snjallsímans er sálfræðilegt ígildi Twiggy í átthyrningnum gegn Rondu Rousey.

2.

Annað skrefið til þess að sigrast á snjallsímafíkninni er að horfast í skegg við Nietzsche: Guð er dauður. Hann hjálpar þér ekki. Það er bara tómið. Tómið og dauðinn.

3.

Þrjú: feldu líf þitt í umsjá tómsins; leyfðu svarta tóminu að næða um sálina einsog nepjuleg næturgola að læðast inn í útmigið húsasund. Vissulega kann þetta að vera erfitt í fyrstu, en með tímanum venst þetta (fyrir mig var þetta eins og Satan hefði prumpað upp í mig).

4.

Fjórða skref tangósins: Kastaðu símanum þínum fram af sagtenntum kletti í ofviðri (ef fyrir tiviljun standir þú á sagtenntum kletti í ofviðri, annars verðurðu að sætta þig við það ódramatíska ‚antí-klímax‘ að þrýsta á ‚off‘ hnappinn í fáinear sekúndur þar til að síminn fylgir þér í tómið).

5.

Fimm: Þú hefur kastað þér ofan í hafsjó tómsins og sagt skilið við björgunarkútinn (snjallsímann) og nú fyrst getur sjálfsbetrunin hafist; nú fyrst ert þú orðinn fær um að öðlast perspektíf; nú fyrst er leiðin að ljósinu greið – einsog gapandi anus olíuborinn.

6.

Sjötta skrefið til þess að sigrast á snjallsímafíkninni: Biddu mömmu þína fyrirgefningar; þegar hún opnaði sig varðandi eigin andlega bresti kinkaðir þú þögulum kolli og vafraðir óforskammaður /óforskömmuð í gegnum netið. Kylie Jenner ... mamma þín ... Kylie Jenner ... mamma þín.

7.

Sjö: Fyrirgefðu sjálfum þér. Í rauninni er ekkert við þig að sakast; frjáls vilji er blekking. Þú ert strengjabrúða.

8.

Númer átta: Baðaðu þig aðeins í grimmd tilverunnar: Guð er dauður; frjáls vilji er lygi; Dónald Trump er kjörgengur forsetaframbjóðandi; og í ofanálag þá ertu án snjallsímans.

9.

Að lokum, leiddu hugann frá grimmd tilverunnar með því að endurheimta/kveikja á símanum þínum. Vonleysi þessara baráttu var augljós í fyrsta spori. Þar að auki er vert að átta sig á því að fyrir tíð snjallsímans var aðalafþreying æskunnar prik og gjörð.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari og forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hall­g ríms­son Viðmælandi: Haukur Heiðar Hauksson (Dikta) Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf

GÖTUR REYKJAVÍKUR


Ekki klikka á skoðun!

Örugg bifreið tryggir betri akstur

góð þjónustA og hAgstæð kjör á skoðunum

FrÍtt

wi-fi, ljúffEngt gæðakaffi og litaBækur fyrir BÖrnin á mEðan þú Bíður.

IS

Bifreiðaskoðanir

Á ökutækjasviði Frumherja hf. er almennum skoðunum sinnt, s.s. aðalskoðunum, endurskoðunum, breytingaskoðunum, ástandsskoðunum og tjónaskoðunum. Einnig sinnir það skráningarstarfsemi vegna ökutækja, t.d. móttöku eigendaskiptatilkynninga, og veitir tæknilega þjónustu. Starfsemin er á öllu landinu og eru starfræktar 32 skoðunarstöðvar í þeim tilgangi. Frá 2002 hefur Frumherji einnig séð um framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á Íslandi. Ökuprófin eru framkvæmd á 20 stöðum á landinu, sjá lista yfir prófstað á vefsíðu okkar www.frumherji.is

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

SE 789

jÚlÍ ágÚst sEPt.

32

skoðunArstöðVAr um lAnd Allt

- örugg bifreiðaskoðun um allt land


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

JACK LIVE KVÖLD MEÐ ENSÍMI Hljómsveitin Ensími gaf nýverið út sína fimmtu breiðskífu sem ber heitið Herðubreið. Sveitin hefur undanfarið aðallega komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Secret Solstice og Bræðslunni en mun núna loksins halda sína eigin tónleika á höfuðborgarsvæðinu. Ensími er rómuð fyrir kröftuga tónleikaframkomu og mun sveitin leika lög af Herðubreið í bland við eldri smelli.

JÓN ÞÓR @ MAGNÚS TRYGVASON HLEMMUR ELIASSEN SQUARE & SÖLVI KOLBEINSSON

Tónlistarmaðurinn og hetja íslenskrar indí-rokksenu, Jón Þór, heldur tónleika á Hlemmur Square. Hann er meðlimur Lada Sport og Dynamo Fog auk þess sem hann gerir lög einn síns liðs.

Hvar: Húrra Hvenær: 25. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Laugavegur 105 Hvenær: 24. september kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Síðasta sumar áttuðu trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen og saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson sig á því að þeir höfðu aldrei áður spilað saman opinberlega. Svo þeir rigguðu upp tónleikum í Mengi og skemmtu sér og öðrum konunglega. Svo vel raunar að þeir ákváðu að skella í aðra tónleika sem verða haldnir rétt fyrir brottför Sölva til meginlands Evrópu þar sem hann mun leggja stund á framhaldsnám í tónlist næstu árin. Á dagskrá þeirra félaga verða gamlir standardar í splunkunýjum búningum, súrum og sætum í bland. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 24. september kl. 20:00 Miðaverð: 2.000 kr.

1. KJÚKLINGABORGARI Kjúklingaborgari, franskar, sósa salat og 0.5L coke. Djúpsteikt bringa, iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og sinnepssósa 1750 kr.2. KJÚKLINGAPITA kjúklingapita franskar sósa og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pitusósa 1990 kr.3. KJÚKLINGASAMLOKA Kjúklingasamloka franskar sósa og salat og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur iceberg tómatur, gúrka laukur paprika og sinnepssósa 1990 kr.4. OSTBORGARI Ostborgari, franskar, sósa og salat og coke. Iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og hamborgarasósa 1750 kr.5. PÍTA MEÐ BUFFI Píta m.buffi, franskar, sósa og 0.5L coke. buff, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pítusósa 1990 kr.6. 2 BITAR 2 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke 1590 kr.7. 3 BITAR 3 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke. 1890 kr.8. 1/4 KJÚKLINGUR 1/4 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke. 1990 kr.9. 1/2 KJÚKLINGUR MEÐ FRÖNSKUM 1/2 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke 2200 kr.10 BK Borgarinn Tvöfaldur Hamborgari Með beikoni eggi, sveppum, iceberg, gúrku, tómat, papriku, lauk, frönskum, kokteilsósu hrásalati og 0.5L coke 2400 kr.-

BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is

ÓMAR GUÐJÓNSSON & TÓMAS R. EINARSSON Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson hafa spilað saman í áratug, ýmist tveir, einir eða í fjölmennari hljómsveitum. Innanlands og utan: Flatey, Djúpavík, Moskva, Andorra, Berlín, Havana, Washington DC.... Nú hafa þeir gert langþráðan draum að veruleika, að taka upp plötu þar sem þeir semja hvor fyrir annan. Þar er músíkölsk samræða æðsta markmiðið, hvort sem um er að ræða sveiflu, latíntónlist eða ballöður. Upptakan fór fram á Kolsstöðum í Borgarfirði, á sólríkum sumardögum þar sem hvít jökulbreiða bar við augu út um upptökuglugga ásamt hrauni og blómstrandi kjarri. Þeir félagar munu kynna plötuna Bræðralag á tónleikaferð um landið í haust. Tónleikarnir verða nítján talsins, en þeir fyrstu verða í Garðaholti, Garðabæ, sunnudagskvöldið 27. september, kl. 20.30 og tónleikaferðinni lýkur svo í Iðnó, Reykjavík, fimmtudagskvöldið 15. október kl. 20.30 Hvar: Garðaholt, Garðabær og um land allt Hvenær: 27. september til 15. október, kl. 20:30


HEIÐ U

ÍSLENSKA/SIA.IS HAF 76289 09/14

RI

BORGA RS

AR

NN U K I V

HÚSDÝRAGARÐURINN H Ú S DÝ R A

GARÐURINN

Húsdýragarðurinn er stór hamborgari. Tvöfaldur. Stundum langar okkur bara í svoleiðis. húsdýragarðurinn ER HEIÐURSBORGARi VIKUNNAR

þér betur

OG FÆST MEÐ 500 KR. AFSLÆTTI.

vill kynnast

Er þetta ekki of mikið? Við erum að tala um tvö 120 gr. kjötstykki. Ungnautakjöt annars vegar og íslenskt lambakjöt hins vegar. Dásamlegt par alveg. Tvöfaldur ostur. Beikon og egg á toppnum. Það er bara þannig. *Heiðursborgari vikunnar fæst með 500 kr. afslætti í heila viku. *Nýr Heiðursborgari í hverri viku. *Tilboðið gildir ekki með öðrum afsláttum eða tilboðum.


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

JÓN ÓLAFSSON & FUTUREGRAPHER Eitt er komin út! - sveimplata eftir Jón Ólafsson & Futuregrapher (Árni Grétar). Tónlistin varð til upp úr spuna Jóns á Yamaha píanó sem Árni Grétar umvefur áhrifahljóðum og hljóðgervlum. Tónlistarverkefnið sýnir fram á mátt íslenskrar raftónlistar, sérstaklega í sveimtónlist en Árni Grétar hefur verið í forsvari þeirrar tónlistarstefnu hér á landi um langa hríð. Jón leikur á píanó og Árni Grétar notast við hljóðgervilinn DX7, upptökutækið Zoom H6, delay-græjurnar Monotron og DD-3 og hljóðblandar og setur effecta í Ableton Live. Hvar: Lucky Records, Rauðarárstígur 10 Hvenær: 23. september kl. 17-19 Miðaverð: Frítt

NORTHERN MARGINAL FESTIVAL Northern Marginal Festival kemur með finnskan tónlistarkeim til landsins. Fjölbreytileg dagskrá tónlistaratriða frá Finnlandi í bland við íslensk atriði verða á boðstólnum í miðbæ Reykjavíkur. Tónleikar verða meðal annars á börum, í kirkju og sundlaug. Meðal dagskráratriða eru þungarokkssveitirnar Finntroll og Black Crucifixion, hinn klassískt þjálfaði organisti, Pétur Sakari, hinir fjölhæfu tónlistarmenn og plötusnúðar Jimi Tenor og Jori Hulkkonen. Einnig kemur fram pönk sveitin Räjäyttäjät!

NÝTT Á NÁLINNI

FRANK SINATRA 100 ÁRA Stórsveit Reykjavíkur fagnar 100 ára afmæli stórsöngvarans Frank Sinatra í Eldborgarsal Hörpu þann 23. september. Flutt verða flest af þekktustu lögum söngvarans í upprunalegum útsetningum og farið yfir sögu hans. Ekkert verður til sparað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta. Gestir stórsveitarinnar verða nokkrir af helstu karlsöngvurum íslensku þjóðarinnar; Bjarni Arason, Björgvin Halldórrson, Egill Ólafsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Helgi Björnsson, Jógvan Hansen, Páll Óskar Hjálmtýsson, Pálmi Gunnarsson, Ragnar Bjarnason, Valdimar Guðmundsson og Þór Breiðfjörð. Miðasala á harpa.is.

Dr. Dre featuring Anderson Paak – All In a Day’s Work Það er eins og músin hans Dre sé biluð – hann bara klikkar ekki.

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 23. september kl. 20:00 Miðaverð: 3.990 - 8.990 kr.

NORÐLENSKAR KONUR Í TÓNLIST

Cheddy Carter – Janet Cheddar Boy$: þú fudge-ast ekki í þessu flæði.

Fram koma Ásdís Arnardóttir: selló og kontrabassi, Helga Kvam: píanó, Kristjana Arngrímsdóttir: söngur, Lára Sóley Jóhannsdóttir: söngur og fiðla og Þórhildur Örvarsdóttir, söngur. Sérstakir gestir eru tónlistarkonurnar LAY LOW, Agnes Erna og Elvý G. Hreinsdóttir. Miðasala í Eymundsson, grænihatturinn.is og á midi.is. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 24. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr.

Miðar fást á Tix.is auk nánari upplýsinga.

Louie Lastic – Reactions Þetta lag fær mig til að langa kýla górillu.

Hvar: Reykjavík Hvenær: 21. - 27. september Miðaverð: Breytilegt eftir viðburðum

AF FINGRUM FRAM MEÐ JÓNI 75 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ ÓLAFSSYNI - SIGRÍÐUR THORLACIUS ÓMARS RAGNARSSONAR Ógleymanleg stund í tilefni 75 ára afmælis Ómars Ragnarssonar. Þar mun Ómar fara á kostum ásamt vini sínum Ragga Bjarna og fleirum. Stórskemmtileg afmælishátíð í Salnum þar sem þeir syngja öll vinsælustu lög Ómars og segja sögurnar á bak við þau og þær eru þónokkrar! Hvar: Salurinn í Kópavogi Hvenær: 26. september kl. 20:00 Miðaverð: 4.990 kr.

Íslendingar hafa lengi vel tengt ættarnafnið Thorlacius við vísindi. Hin síðari ár hefur það þó svo sannarlega breyst. Sigríður Thorlacius er í fremstu röð íslenskra söngkvenna; jafnvíg á hina ýmsu stíla og munar ekki um að bregða fyrir sig frönskunni ef sá gállinn er á henni. Fröken Thorlacius heimsótti Jón Ólafsson í Salinn síðastliðinn vetur og seldist hratt upp á tónleikana. Aðdáendur hennar geta því fagnað þessum síðbúnu aukatónleikum.

Hvar: Salurinn Tónlistarhús, Hamraborg 6 Hvenær: 25. september kl. 20:30 Miðaverð: 3.900 kr.

MED, Blu & Madlib – ‘Knock Knock’ (feat. MF DOOM) málmfésið Doom gerir gott betra.


NJÓTTU

DAGSINS


Ég er rithöfundur. Haukur er tónlistarmaður. Við erum listamenn. Að minnsta kosti er Haukur listamaður. Ég er hugsanlega bara hégómafullur fúskari sem þykist vera listamaður. Þetta er eins og þeir segja: ‚geðveikir menn vita ekki alltaf að þeir eru geðveikir.’ Eins er með hégómafulla fúskara sem þykjast vera listamenn: Þeir vita ekki alltaf að þeir eru hégómafullir fúskarar sem þykjast vera listamenn. En eins og geðveikur maður sem heldur áfram að sveipa höfuð sitt í álpappír – þá held ég áfram að skrifa ... Ég og Haukur hittumst á heimavelli listamannsins: kaffihúsinu. Nánar tiltekið Te & Kaffi í Borgartúni. Á meðan Allan ljósmyndari smellir myndum af Hauki, þá tylli ég mér í sófann og fylgist með mannfólkinu. Þarna situr herramaður í támjóum skóm. Hann er íklæddur einkennisbúningi fjármálamannsins, nema hvað, hann er í hermannabuxum; ég velti því fyrir mér hvort að fjármálaheimurinn sé orðinn að einhverskonar vígvelli? Þarna er eldri maður, grannur, með grimma undirhöku. Hann er furðulega klipptur. Svo er sköllóttur maður með þykkt rautt skegg. Hann er í gifsi. Var einhver með ‚ginger’ grín? Brást hann illa við? Á meðan ég krota þessar djúpstæðu hugsanir á blað þá klárast myndatakan. Haukur sest niður og við vindum okkur strax í viðtalið. Klukkan er fimm mínútur í sex. Staðurinn er í það mund að loka. Ég kveiki á diktafóninum ... Haukur Heiðar: Nei, menn bara með DIKTA-fón? Allan hlær. SKE: Menn eru sjóðheitir! Ég set ekki einungis diktafóninn í gang heldur tek ég upp á símann líka; varúðarráðstöfun þessi ber vott um djúpstæða taugaveiklun. Vindum okkur í þetta. Þú varst að ... Pass! Ég hlæ. Þú varst að sauma andlitið á FH-ing um helgina. Segðu okkur aðeins frá því. Við erum bara í titilbaráttu og það er margt sem gengur á. Stundum fá menn skurði. Sem þarf að sauma. Eða hefta. (Haukur er læknir fótboltaliðsins FH.) Og þá leita menn til þín? Já, ég reyni að mæta á völlinn eins og ég get. Ég mæti þegar ‚schedule‘-ið leyfir. Annars erum við með Jónas Grana sjúkraþjálfara sem stendur ávallt vaktina á hliðarlínunni ... Nú eru tvær umferðir eftir. Ertu vongóður? Já, við bara klárum þetta. Við klárum þetta á laugardaginn. Það var mjög góð umræða á Facebook veggnum þínum fyrir nokkrum dögum síðan. Þú baðst um ráðleggingar varðandi fjórar skrúfur sem voru fastar í loftinu heima hjá þér ... Haukur hlær. Einn stakk upp á því að lækka loftið um þrjá sentimetra. Svo var annar sem stakk upp á því að mála belju í loftið og láta skrúfurnar standa eftir sem spena. Hvernig fór þetta allt saman?

„Ég setti upp hlífðargleraugu. Þetta endaði með því að Þar sem ég ég fékk lánaðan slípirokk. Ég setti upp hlífðargleraugu. hef ansi oft Þar sem ég hef ansi oft unnið við það að fjarlægja málmflísar unnið við það úr augum á fólki. Og ég bara réðst á þetta drasl og dúndraði að fjarlægja þessu niður. Svo var bara sparslað yfir. málmflísar úr Þú ert fagmaður á mörgum augum á fólki.“ sviðum?

Nei. Ég er alls ekki handlaginn heimilisfaðir. Því miður. En ég geri eins og ég get. Ég var að flytja, þannig að þetta var partur af því. Ég var einmitt að reyna gera við uppþvottavélina heima um daginn. Það gekk ekkert ...

Haukur hlær. Það er hart, maður ... ég ætlaði að spyrja þig, hefði það verið þannig að þú hefðir aldrei farið í þetta viðtal ... þá var ein spurning sem mér fannst góð og hún var þessi: ‚Hvernig leið þér þegar Igor Biscan fór frá Liverpool?‘ Haukur hlær.

Hver reynir samt að gera við uppþvottavél? Síðast sko, þegar hún bilaði, þá kipptum við henni undan innréttingunni. Svo tókum við eftir því að það var gat á slöngunni. Við teipuðum fyrir. Og það gekk. Já, ok. Þetta er eins og Seinfeld brandarinn: Ef bíllinn bilar þá vonast maður eftir því, þegar að maður opnar húddið, að það sé einhverskonar ‚OFF‘ takki sem maður getur þrýst á ‚ON‘.

Ég er enn að jafna mig. Nei, ég þoldi aldrei þann leikmann. Ég var mjög glaður að sjá hann fara. Ég skildi aldrei hvað þessi maður var að gera inn á vellinum. Mér fannst alltaf eins og hann væri vafrandi um ... eins og hann hefði óvart verið klæddur í búning og hent inn á völlinn. Það var alltaf ákveðinn Mr. Bean fílingur í honum. Hann var bara þarna og vissi ekkert hvað hann var að gera. Hann var alltaf mjög hissa á svipinn: ‚já, já.‘ Alltaf hlaupandi eitthvað. En ég var mjög feginn þegar að hann fór ... Ég er Liverpool maður. Á að reka Rodgers? ... Haukur hugsar sig um ... Það er svo margt að þessu liði. Ég veit það ekki. Ekki strax.

Haukur hlær. En í þetta skiptið gekk þetta ekki neitt ... Ég sá að það stóð til að þú færir í viðtal hjá Music Reach í sumar. Þar áttirðu að svara spurningum frá vinum, vandamönnum og aðdáendum – spurningum sem hafa brunnið á þessum aðilum en þeir ekki þorað að spyrja (Haukur auglýsti eftir spurningum á netinu). Ég fann ekkert meira um þetta viðtal. Varð eitthvað úr þessu? Það er ekki ennþá búið að gefa þetta út. Það er ennþá verið að klára þáttinn. Ég frétti af þessu síðast í síðustu viku. En þetta verður birt mjög fljótlega, á þessari Music Reach stöð. Var einhver einstaklega erfið spurning sem þú fékkst? Það voru nokkrar erfiðar, sko. Það var þarna ein sem var gerð til þess að stuða mig, held ég. En það var allt í góðu. Haukur hlær.

Burtséð frá þessari sýru. Hvað er að SKE í þínu lífi þessa dagana? Ég var að gefa út plötu. Með Diktu. Fyrir viku síðan. Hún heitir Easy Street og er ótrúlega skemmtileg. Djöfull er hún skemmtileg! Besta platan til þessa? Já. Mér finnst það. Án gríns. Manni finnst reyndar alltaf nýjasta efnið vera skemmtilegast. En mér finnst þetta besta platan okkar hingað til. Við héldum svo útgáfutónleika í Hörpunni núna í síðustu viku. Hvaðan kemur nafnið Easy Street? Tengist þetta Charlie Chaplin á einhvern hátt? (Charlie Chaplin lék og leikstýrði samnefndri mynd árið 1917.) Nei, ekki upprunalega. En svo þegar við vorum að leita af nafni fyrir plötuna ... þá svona ... þá datt okkur þetta í hug. Þetta kemur fyrir í einum texta plötunnar. Þá notaði ég þessa myndlíkingu: ‚Að vera kominn á Easy Street.‘ Þá uppgötvuðum við líka þessa Charlie Chaplin mynd, sem ber sama nafnið, og hún tengist alveg þema plötunnar sem er svona hringrás lífsins. Í myndinni snýst þetta svolítið í hring. Hann byrjar undir valdi allra vondu lögreglumannanna og sigrar þá – en þá er hann allt í einu orðinn vondi lögreglumaðurinn sjálfur. Þetta fer í hring. Og allir aðrir orðnir hræddir við hann. Þetta tengist plötunni.

Hver var spurningin? Á hvaða hátt? Spurningin var sú hvort við hefðum upprunalega stefnt að því að aðalmarkhópurinn okkar væri miðaldra húsmæður eða hvort að þetta hafi gerst svona hægt og bítandi. Það var einhvern veginn svoleiðis.

„Spurningin var sú hvort við hefðum upprunalega stefnt að því að aðalmarkhópurinn okkar væri miðaldra húsmæður eða hvort að þetta hafi gerst svona hægt og bítandi. Það var einhvern veginn svoleiðis.“ Shiii ...

Það hefur margt gengið á hjá manni síðustu misserin ... Haukur verður hugsi ... maður vill nýta þann tíma sem maður hefur. Hér á jörð. Því að sá tími er ekki endalaus. Sem er ákveðið þema plötunnar. Ákveðið þakklæti? Já, það má segja það. Þetta fer alltaf í hring. Lífið ... og ef maður gæti spólað tilbaka ... ef maður gæti farið hringinn afturábak. Myndi maður gera eitthvað öðruvísi? Mér var þetta hugleikið þegar ég var að semja textana á plötunni. Ef þú gætir farið tilbaka, mundir þú gera eitthvað öðruvísi? Já, örugglega ýmislegt. Já ... það er alltaf eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Geturðu nefnt einhver dæmi? Ekki beint ... þetta er ekki eitthvað sem ég vil opna mig varðandi ... Haukur hlær ... nei, ekki beint. Ég skynja að ég hafi misst af góðri tilvitnun – tilvitnun sem hefði ratað á forsíðuna. Bara ef ég væri Oprah Winfrey, þá væri Haukur grátandi á öxl minni ... en ég er ekki Oprah Winfrey. Stóru ákvarðirnar voru góðar.


„ÞAÐ ER SVO MARGT AÐ ÞESSU LIÐI. ÉG VEIT ÞAÐ EKKI.“ – HAUKUR HEIÐAR HAUKSSON UM LIVERPOOL


10

HVAÐ ER AÐ SKE Hvað er næst á dagskrá hjá Diktu? Nú ætlum við á fullt að kynna plötuna á Íslandi. Það er verið að vinna í því að gefa hana út erlendis líka. En við ætlum að einbeita okkur að Íslandi fram að jólum og vera duglegir að spila. Við erum nú þegar komnir með slatta af giggum. Svo er Airwaves eftir nokkrar vikur. Þannig að við hlökkum til þess líka. Hvernig var samstarfið með Sky Van Hoff? (Sky Van Hoff stýrði upptökum á Easy Street.) Voru þið ánægðir? Gríðarlega ánægðir. Sky Van Hoff er ungur upptökustjóri sem við kynntumst í gegnum bransafólk þarna úti. Plötufyrirtækið okkar kynnti okkur fyrir honum. Við fórum fyrst út til þess að taka upp tvö lög, fyrir tveimur árum síðan. Við vildum bara prófa. Maður vill ekki beint demba sér út í heila plötu með einhverjum gaur sem maður veit ekki hvort að maður fíli. Nei, nákvæmlega. Þannig að við ákváðum að byrja á tveimur lögum. Svo vorum við alveg fáránlega ánægðir með afraksturinn ... þannig að þá ákváðum við að hjóla í meira. Nálgast hann lögin á annan hátt en þið? Já, já. Það er líka bara það að við höfum verið saman, sömu fjóru gaurarnir í hljómsveit, í 17 ár eða hvað það nú er og maður verður þeim svolítið samdauna ... við fórum út með nokkur lög. Eitt lagið var róleg píanóballaða sem ég hafði samið heima og það varð að mesta rokklagi plötunnar.

standa uppá sviði ... en svo kom eitthvað lið, hann er með fullt af einhverju liði með sér: ‚Komiði bara hérna!‘ Þau drógu okkur upp á svið, en það var smá svæði bakvið hljóðkerfið.Við stóðum þarna ásamt nokkrum öðrum. Við fylgdumst með gigginu frá hliðarlínunni. Það var mjög gaman. Ég hef aldrei fyrr verið á sviði án þess að vera á sviði. Svo fórum við baksviðs eftir á og fórum í eitthvað partí líka. Við skulum ekkert segja meira frá því.

Ekki ég heldur. Við kaupum gítarstrengi og trommukjuða. Trommuskinn. Svo er það þessi klisjulega spurning: ‚Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér?‘ Hún er mikil klisja en svörin eru oft mjög góð. Ég hef pælt í því hvernig sé best að útfæra þessa spurningu á nýjan hátt. Mér datt í hug ‚hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér ef þú værir óvinur þinn?‘ ... Er þetta ekki einhver vinkill?

‚Ef ég væri Oprah,‘ hugsa ég. Hvaða lag var það? Fínn gaur: Skrillex? Það heitir Do You Remember. Það var upprunalega mjög rólegt. Svo munar líka svo mikið um fimmta settið af eyrum. Að vera fjórir gaurar alltaf saman ... maður verður einhvern veginn vanur því að vinna saman ... Svo kemur einhver annar og segir: ‚Nei. Ekki svona! Alls ekki svona! Þessi kafli út. Eitthvað nýtt þarna!‘ Það er mikill munur. Sky kom alveg ferskur inn, bæði gagnvart plötunni og okkur sjálfum. Hann hefur sterkar skoðanir. Mjög sterkar skoðanir. Það þarf í svona hóp. Þar sem allir eru prímadonnur. Anton Chekov, Arthur Conan Doyle og William Carlos Williams. Allir þessir menn voru bæði læknar og listamenn. Hefðurðu eitthvað um þessa menn að segja?

Já, hann er mjög fínn. Ég kynntist honum þegar hann var lítill strákur. Hann var bara ungur maður þegar hann kom hingað fyrst. Hann hefur verið svona 17, 18 ára.

Ef ég væri óvinur minn hvernig mundi ég lýsa mér ... hmmm ... shit ... Ég mundi lýsa sjálfum mér sem manni sem að hefur alltof mikið að gera. Sem vill gera allt vel en tekst það ekki alltaf. Þetta er afar skilningsríkur óvinur. Haukur hlær.

Ertu að horfa á eða lesa eitthvað gott þessa dagana? Ég bara vona að ég eigi enga óvini. Síðustu vikurnar hef ég verið að vinna næturvaktir, að skipta um húsnæði, að gefa út plötu og halda útgáfutónleika. Við hlæjum. Þannig að ég hef ekki einu sinni lesið dagblöðin. En ég horfði á einn þátt um daginn sem hét ‚Narcos‘. Fyrsta þáttinn af því. Það lofar góðu.

Ég get ímyndað mér það. En ef þú lýsir sjálfum þér sem þú sjálfur. Ég myndi segja að ég væri maður sem hefur alltof mikið að gera, sem vill gera allt vel en tekst það ekki alltaf – því að hann hefur of mikið að gera. Haukur hlær.

Haukur hlær. Nei, þetta eru allt mjög góðir menn. Ekki það að ég hafi þekkt þá persónulega. En það eru líka fleiri í þessari stétt. Það virðist loða voða mikið við þessa stétt. Ég spilaði á styrktartónleikum um daginn og þá sagði einmitt kynnirinn að mikið af læknum væru að koma fram, ég var einn af þeim. Svo bætti hann við að eina stéttin sem teldi fleiri tónlistarmenn væri tónlistarstéttin.

Ég er kominn á sjöunda þátt eða eitthvað ...

Er eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum?

Ég er ekki að gera neitt í lífinu.

Nei.

Þetta lofar góðu. Þetta er gúdd stöff. Um daginn var ég að lesa mig aðeins til um Pablo Escobar. Hann eyddi víst 2,500 dollurum í teygjur á mánuði (teygjur sem maður setur utan um peningabunka).

Við hlæjum. Hver er uppáhalds læknirinn / tónlistarmaðurinn? Það er pabbi. Hann er píanóleikari og læknir. Hann hefur gefið út slatta af plötum. Vel mælt ... Varð eitthvað úr hittingnum með Skrillex eftir Sónar?

Ég hef lesið ýmislegt um þennan gaur í gegnum tíðina. Þetta er ‚fascinating‘ maður þó svo að hann sé ógeðslegur gaur líka. Ég las að hann hafi verið að grafa peninga í jörð. Hann gat ekki lengur þvegið allan þennan pening. Þá fór hann að grafa þetta. Hann þurfti víst alltaf að gera ráð fyrir því að hann mundi tapa 1-2 milljón Bandaríkjadollurum á ári vegna þess að rottur átu svo mikið af seðlunum hans.

Já, já, já. Við fórum þarna baksviðs. Við vorum í rauninni á sviðinu á meðan hann spilaði.

Við hlæjum.

Já, okay.

Bara ef maður ætti við þessi vandamál að stríða.

Hann bað okkur að koma og hitta sig. Við gerðum það. Svo sagði hann við okkur þegar hann var að stíga á svið ‚svo bara komiði upp á svið.‘ Við horfðum á hvor annan: ‚Hvað meinar hann, koma upp á svið?‘ Ætlar hann að draga okkur upp á svið? Fullur salur af fólki og við ætlum ekkert að

Hvað eyðir Dikta mikið í teygjur á mánuði? Við erum aðallega bara í bréfaklemmunum. Við erum að fá reikninga og senda út reikninga. Og hefti ... Nei, við erum ekki mikið í ‚rubber bands‘ sko.

„Ég myndi segja að ég væri maður sem hefur alltof mikið að gera, sem vill gera allt vel en tekst það ekki alltaf – því að hann hefur of mikið að gera.“

Haukur hallar sér í átt að diktafóninum og segir hátt: Ég bara hvet alla til þess að kaupa síðasta geisladiskinn sem Dikta mun gefa út! Það er vegna þess að geisladiskurinn er dauðvona ‚format‘. Plötusala minnkar alltaf með árunum. Sem mér finnst leiðinlegt en ég skil það alveg. Fólk vill bara hafa þetta á símanum og á Spotify. Vínyllinn er samt á lífi. Já, við ætlum að gefa út vínyl líka. Fyrsta vínylplatan líka. En já, ég hvet fólk til þess að kaupa annað hvort diskinn eða plötuna.

Ég þakka Hauki kærlega fyrir spjallið. SKE hvetur alla til þess að versla sér eintak af nýjustu plötu Diktu, Easy Street.


533 1313

Hádegistilboð alla virka daga PiZZeria | grÍMsbÆ við bÚstaðaveg | www.eldofninn.is


12

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

Í HJARTA HRÓA HATTAR Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! - Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins.

MÓÐURHARÐINDIN Nýtt íslenskt leikrit um móður sem stöðugt fer sínu fram og börn hennar sem þurfa að taka afleiðingunum. Nema nú er mælirinn fullur! Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna, þar sem kynhlutverkin eru stokkuð rækilega upp. Ólíkindatólið Friðrika er nýorðin ekkja og býr ein í gömlu, ríkmannlegu húsi. Hennar eini félagsskapur er húshjálpin Snæbjörn sem lætur lítið fyrir sér fara. Börnin hennar María og Arnmundur hafa ekki séð móður sína í mörg ár en snúa nú aftur á ættaróðalið til að fylgja föðurnum til grafar. Presturinn Svalbrandur gerir sitt besta til að fá rétta mynd af lífi hins látna en það leynist margt undir yfirborðinu og jarðarförin á eftir að setja líf þeirra allra úr skorðum.

Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning, með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun. Það er glæsilegur leikhópur sem kemur saman í þessari ævintýrasýningu í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem hlaut nýverið íslensku tónlistarverðlaunin, hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna og flytur hana ásamt hljómsveit á sviðinu. Rómantískt, hættulegt og drungalegt. Og ekki síst… skemmtilegt! Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Miðaverð: 3,700 ISK – 4,950 ISK

Núna er ekkert elsku mamma meir! Hvar: Þjóðleikhúsið (Kassinn) Miðaverð: 4,950 ISK

AT Tvö störf. Þrír umsækjendur. Andrúmsloftið er rafmagnað. Vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsviðtali og fjandinn er laus. Fals og lygi svífa yfir vötnunum. Persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Samviskubitið gerir sig líklegt til að naga okkur inn að beini. Leikskáldið bendir á nístingskaldan sannleikann um okkur sjálf. Enginn vill vera í hlutverki þess sem tapar. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5,500 ISK

NAZANIN Nazanin er nýtt sviðslistaverk í leikstjórn Mörtu Nordal um írönsku flóttakonuna Nazanin Askari Nazanin Askari er ung írönsk kona sem flúði frá Íran aftir Grænu byltinguna sem varð í kjölfar forsetakosninganna árið 2009. Ahmadinejad, þá sitjandi forseti, sigraði í kosningunum en talið var víst að svindlað hefði verið við talningu. Þjóðin þusti út á göturnar til að mótmæla, margir voru handteknir og fjöldi yfirgaf landið. Nazanin átti yfir höfði sér fangelsivist. Því flúði hún og tók ferðalagið um 2 ár. Nazanin er pólitískur flóttamaður, hefur nú búið á Íslandi í rúmlega þrjú ár og bíður eftir ríkisborgararétti. Hún er menntuð ung kona með góðan bakgrunn og átti farsælt líf í Íran þar til hún fór að skipta sér af stjórnmálum og brjóta þær reglur sem gilda um konur. Nú stígur Nazanin á svið og segir sögu sína í eigin persónu. Hún er hreinskilin og afdráttarlaus í skoðunum og veitir okkur innsýn inní menningarheim sem er okkur í senn bæði fjarlægur og nálægur.

EDDAN Í AUSTURBÆ Edda Björgvins, ástælasta gamanleikkona þjóðarinnar, ásamt Stellu, Bellu, Bibbu, Túrhillu og öllum hinum ógleymanlegu kerlingunum sem hún hefur skapað í kvikmyndum, áramótaskaupum, heilsubælum, útvarpsþáttum og á leiksviði. Gestaleikarar: Týndi sonurinn, Björgvin Franz Gíslason, nýsnúinn heim frá Ameríku og stórsöngvarinn klassíski Bergþór Pálsson. Sprenghlægileg gamanleiksýning í lifandi leik & söng, máli & myndum í Austurbæ.

Áhrifarík saga sem lætur fáa ósnortna. Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 2,900 ISK

Hvar: Austurbær Miðaverð: 4,900 IS


Hamborgararnir okkar eru 150gr. af sérunnu nautahakki, handgerðir á staðnum og grillaðir á kolagrilli. Brauðin eru sérbökuð af Örvari bakarameistara og sósurnar gerum við sjálf. Þess vegna eru hamborgararnir okkar einfaldlega betri

Hádegistilboð - borgari vikunnar kr. 1.500 kl. 11-14 alla daga. Kíktu á Facebook til að sjá hver hann er

Stór Viking og Viking Classic aðeins 500kr allan daginn alla daga. 8 bjórar á krana – happy hour kl. 15-18 austurstræti 3 - 101 reykjavík - sími: 414 1616 - info@brooklynbar.is - finndu okkur á facebook


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

NOTHING REALLY MATTERS (EXCEPT ME) SIMON BUCKLEY Í NÚLLINU Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á sýninguna Nothing Really Matters (except me), með nýjum verkum eftir myndlistarmanninn Simon Buckley í Núllinu. Opnun sýningarinnar er föstudaginn 25. september frá kl. 17:00 – 19:00 að Bankastræti 0, 101 Reykjavík. Fyrir sýningu sína í Núllinu hefur Simon teiknað á veggi rýmisins. Teikningarnar sýna pyntingar líkt og á miðöldum þar sem kvalarinn beitir villimannslegum aðferðum til að draga játningar upp úr fórnarlambi sínu. Í kringum þessar sögupersónur spinnst tveggja manna samtal á milli Simon 1 og Simon 2. Í gegnum þessar samræður reyna þeir til þrautar að finna eigin tilgang, greina vægi og þörfina fyrir verk sín og eigin tilveru. Samtalið milli Simon 1 og 2 er hvergi skýrt. Þar rúmast bæði innri átök listamannsins, þar sem hann veltir fyrir sér afleiðingum þess að sýna áhorfendum verk sín, og samtal hans við þig (því þegar upp er staðið, gerði hann þetta bara fyrir þig). Núllið er opið fimmtudaga - sunnudaga kl. 14 - 18 og eftir samkomulagi.

KVÖLDOPNUN Á KJARVALSSTÖÐUM ÓKEYPIS AÐGANGUR FRÁ 17-22. Kjarvalsstaðir verða opnir til kl. 22 á fimmtudaginn og verður ókeypis inn frá kl. 17. Boðið verður upp á tónlist og leiðsagnir og hefst dagskráin kl. 19. Kvöldopnunin er haldin í tilefni af hverfaviku borgarinnar í Hlíðum, Norðurmýri og Holtum. Happy Hour verður á veitingastaðnum á Kjarvalsstöðum frá kl. 16.30-19.30. Dagskrá kvöldopnunar:

Kl. 19-22 Þorvaldur Örn Davíðsson píanóleikari og tónskáld leikur fyrir gesti. Kl. 20 Anna Jóa, sýningarstjóri og Rósa Gísladóttir myndlistarmaður leiða gesti um sýninguna Kvennatími - Hér og nú þrjátíu árum síðar. Kl. 21 Steinunn G. Helgadóttir, myndlistarmaður og rithöfundur leiðir gesti um sýninguna Út á spássíuna -textar, skissur, og pár í list Kjarvals. Hvar: Kjarvalsstaðir, Flókagata 24, 105 Reykjavík Hvenær: Fimmtudaginn 24. september kl. 17-22

Simon Buckley (1984, UK) lauk meistaranámi í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2013 og útskrifaðist með meistaragráðu í heimspeki frá Háskólanum í Bristol árið 2010. Nýlegar sýningar og verkefni hans eru ‘All You Need’ í Riverside Space í Bern, ‘Village of Hope Trees’ í Part 1, Köln og ‘Paul Scholes (A Design For Life)’ í The Tip, Frankfurt am Main og ‘Blasted’, sem var hluti af gjörningadagskrá ‘Words Don’t Come Easy’ í Harbinger í Reykjavík 2014. Þetta er fyrsta einkasýning listamannsins á Íslandi. Hvar: Núllið, Bankastræti 0, 101 Reykjavík Hvenær: 25. september - 18. október 2015

MACHO MAN Í MENGI HALTU KJAFTI & SKRIFAÐU HANDRIT / SHUT UP & WRITE A SCRIPT Haltu kjafti & skrifaðu handrit er kvöld sem býður fólki að skrifa hugmynd eða handrit í þögn í eina klukkustund. Handritshöfundurinn Margrét Örnólfsdóttir verður með kynningu á handritaskrifum og ræðir við gesti að skrifum loknum. Haltu kjafti & skrifaðu var stofnað í New York og hafa viðburðir að þeirri fyrirmynd verið haldnir út um allan heim. Viðburðurinn er samstarf milli, RIFF, Meðgönguljóða og LOFT hostel. Viðburðurinn er ókeypis og er partur af dagskrá Reykjavík International Film Festival. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7, 101 Reykjavík Hvenær: 28. september kl. 20

Aukasýning á verki Katrínar Gunnarsdóttur, Macho Man, frumsýnt í ágúst síðastliðnum á Reykjavík Dance Festival & LÓKAL. Pungsveitt veröld mexíkóskrar glímu, rokkstjörnu og líkamsræktarkappa í nýju og metnaðarfullu verki Katrínar Gunnarsdóttur danshöfundar. Í dansverkinu „Macho man“ stígur Saga Sigurðardóttir á svið og galdrar fram tvíræðan heim þar sem karlmannlegar hreyfingar eru nýttar til þess að skapa samhljóm á milli kvenkyns dansara og þess hreyfimynsturs sem við kennum við karlmennsku. Konsept og kóreógrafía: Katrín Gunnarsdóttir Kóreógrafía og flytjandi: Saga Sigurðardóttir Ljósahönnum og tæknilegur stuðningur: Juliette Louste Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir Stutt af Hlaðvarpanum og Dansverkstæðinu Ljósmynd: Steve Lorenz Þakkir: Baldvin Þór Magnùsson, Benjamín Náttmörður Árnason, Eva Signý Berger og Randy Savage. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2, 101 Reykjavík Hvenær: 1. október kl. 21 Verð: 2000.-



10.000 KRÓNA AFSLÁT Pantaðu þína Nexus 9 í vefverslun Tölvlistans til þess að fá auka 10.000 króna afslátt.

ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.

FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.

TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.

9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.

HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.

SÉRSTAKT VERÐ FYRIR LESENDUR SKE 16GB | WIFI

16GB | 4G

VENJULEGT VERÐ ER 79.995

VENJULEGT VERÐ ER 99.995

69.995

REYKJAVÍK

AKUREYRI

89.995 HÚSAVÍK

EGILSSTAÐIR

KEFLAVÍK

SELFOSS

AKRANES


ÁTTUR TIL LESENDA SKE ! á www.tl.is og skrifaðu ‘SKE‘ sem afsláttarkóða Fáðu heimsent eða sæktu í næstu verslun.

www.tl.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

TWEET KYNSLÓÐIN

KARAOKE Á PRIKINU SteezyDrank snýr aftur með karaoke en í þetta skipti á Prikinu. Þema þessa kvölds verður Bubbi á Snapchat. Þeir sem voru fastagestir á karaoke kvöldunum á Dolly vita hvernig þetta virkar. Fyrir hina (þá vitið þið það samt líka) því þetta er bara karaoke. Ekki flókið. Hvar: Prikið, Bankastræti 12 Hvenær: 24. september kl. 21-01 Miðaverð: Frítt

SPILAKVÖLD Í SPILAVINUM Við sem elskum að spila í góðum hópi hittumst í Spilavinum annað hvert fimmtudagskvöld og nú er spilakvöld fimmtudaginn 24. september. Spilakvöldið hefst í versluninni kl 20 og það kostar ekkert að taka þátt og spila. Gríðarlega góð mæting hefur verið undanfarið en starfsfólk búðarinnar sér um að kenna spil og hópa fólk saman svo að allir skemmti sér vel. Spiluð verða alls konar spil á mörgum borðum og þér er alveg óhætt að koma þó þú takir engan með þér. Gífurlegt úrval af spilum er á staðnum sem hægt er að prófa en einnig má koma með sín eigin spil ef fólk vill.

“Þú öll í heilsunni?” - maðurinn á undan mér i röðinni í Hagkaupum, svo ræddum við hvítlauk lengi. Ég vil small talka meira við ókunnuga. @SunnaBen

Var að hlaupa undan býflugu, á hvaða aldri hættir maður að vera bitch? @SteindiJR

Spilakvöldin eru miðuð fyrir fullorðna en krakkar 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, eru velkomin. Hvar: Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin) Hvenær: 24. september kl. 20:00 Miðaverð: Frítt Þetta er algjör svona dagur til að grauta í Schopenhauer og hlusta á Debussy og standa fremst á svalabrúninni og stara tómeygur niður. @KottGraPje

Q&A MEÐ DAVID CRONENBERG RIFF verður með tvö Q&A kvöld með heiðursgestinum David Cronenberg þar sem hann mun svara spurningum eftir sýningu á myndum sínum CRASH and THE FLY. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 29. september kl. 20:15 Miðaverð: 1.400 kr. / hátíðarpassi 11.500 kr.

FRIENDS PUB QUIZ Ert þú ennþá að horfa á FRIENDS, meira en 10 árum eftir að lokaþátturinn fór í loftið? Þú ert ekki ein(n)! Á miðvikudaginn verður FRIENDS Pub Quiz á Gauknum. Keppnin fer fram á ensku til að sem flestir geti tekið þátt. Spurt verður ýmis konar spurninga um sjónvarpsþættina vinsælu og það lið sem hefur flest rétt svör hefur vinninginn! 2-5 manns í liði. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 23. september kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Fólk sem er eitthvað á móti Skeifunni þarf að fá sér sykurlausan ís með hnetukurli og rölta nokkra hringi í kringum Rúmfatalagerinn. @ergblind

ROCKET LEAGUE MÓT Freddi ætlar að halda 2 vs 2 mót í Rocket League. Skráning fer fram með því að senda nafn á liði og keppendum á freddi@freddi.is eða senda skilaboð á facebook síðu Fredda. Hefur þú það sem þarf til að verða bestur á Íslandi í Rocket League? Hvar: Freddi, Ingólfsstræti 2 Hvenær: 26. september kl. 14:30 Þátttökugjald: 1.500 kr.

Aðeins í einhverri hræðilegri GOP hliðarveröld virðist Jeb Bush vera yfirvegaður og vel gefinn. @hrafnjonsson



20

HVAÐ ER AÐ SKE

BRETON Í MYNDUM

Árið 1858 var bolur gerður fyrir norðurfranska hersjómenn. Bolurinn var hvítur með dimmbláum röndum. Upprunalega voru 21 rönd á bolnum, ein fyrir hvern sigur Napoleons Bonaparte. Svo að hver rönd á sína sögu, er merkingarfull. Coco Chanel sótti innblástur sinn í þennan bol og setti röndóttan bol í línuna sína árið 1917. Flottustu karakterarnir í kvikmyndunum hafa einhvern tíman klæðst þessum klassíska bol og gaman er að horfa á filmu með hinum ýmsu týpum og fá innblástur. James Dean var mjög flottur í honum og Alexa Chung er alltaf í Breton. Í Reykjavík er td. hægt að finna bolina í Spútnik, ákkúrat núna.

SPURT OG SVARAÐ BADDI MAGNÚSSON AKA BADDMANN RAPPARI, HLJÓÐMAÐUR OG KATTARVINUR Nafn?

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana?

Baddi.

Pál Ívan frá Eiðum.

Aldur?

Uppáhalds bók – og af hverju?

Pippen.

The Circle eftir Dave Eggers því hún veldur martröðum.

Starfstitill? Mikilvægasta lexían sem þú hefur lært í lífinu? Hljóðtæknir/Ljóðtæknir. Þú ert það sem þú ert. Hvað er þér efst í huga nú til dags? Uppáhalds brandari/tilvitnun? Bananar. Þungur hnífur? Ferðu oft í leikhús? Hvað er best í lífinu? Daglega (Baddi vinnur í Borgarleikhúsinu). Flæði.


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


i

90 kr.

22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

ROLI SEABOARD RISE PUGZ ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL Þessi er hægt að hlaða í gegnum símann á meðan þú hlustar á uppáhalds tónlistina þína. Eingöngu þarf 3% af símabatteríinu til að nota heyrnartólin í 4 ½ klst með fullkomnu hljóði. Auðvitað er einnig hægt að hlaða heyrnartólin með USB við hvað sem er.

Hljómborð, gítar, flauta, saxafónn, synthi. Allt þetta og fleira í þessari einstöku græju. Hér er verið að gefa notandanum meiri tilfinningu við sköpun tónlistarinnar með nútímalega hönnuðum stjórnborða. Gefur nýja möguleika í studíóið. Kemur í traustri harðspjaldatösku sem ver hljómborðið vel á ferðinni. Þráðlaust og minna en 3 cm á þykkt.

Nánar á www.pugz.com

SPAREONE 15 ÁRA HLEÐSLA! „Ótrúlegt en satt“ á vel við þennan neyðarsíma með rafhlöðu sem endist í allt að 15 ár. Þessi er fullkomin fyrir ferðalanga sem vilja vera 100% öruggir. Þessi gæti hreinlega bjargað lífum. Nánar www.spareone.com

Sjá nánar á www.roli.com

John Wayne er á Burgernum! Hann er 200 gr. jusý burger. Sjá nánar á heimasíðu okkar.

ANGEE Háþróuð öryggismyndavél sem mun breyta því hvernig okkur líður heima og að heiman. 360 gráðu sýn um heimilið, raddmælir, auðkenni við innkomu og ótal margar auka aðgerðir eins og barna og dýra vaktari og upptökuvél. Öllu stjórnað með raddnema. Vélin er núna á kickstarter og er vel þess virði að styðja. Sjá nánar www.meetangee.com

Allir framhaldsskólanemar fá 10% afslátt af öllum vörum. Líka tilboðum! ath - framvísa þarf skólaskírteini

TILBOÐ - TILBOÐ Tvær 12” pizzur með 2 áleggjum 2.990 kr. (Sótt eða borðað á staðnum)

VÍTAMÍN HLEÐSLA FYRIR SNJALLSÍMA Flatahraun 5a Hafnarfirði · sími 555 7030 · Opið alla daga frá kl. 11-22 · www.burgerinn.is

Mini power nefnist þetta snilldar hleðslubatterí. Þú velur hversu margar klukkustundir þig vantar; tvo, fjóra eða sex tíma og verslar eftir því. Hönnuðurinn Tsung Chih-Hsien fékk Red Dot Design verðlaunin fyrir þessa snilldarhugmynd. Varan er enn í þróun en verður líklegast ekki lengi á leiðinni á almennan markað.


KOMINN Í ELKO!

KOMINN Í ELKO!

G R A N D I – L I N D I R – S K E I FA N – V E F V E R S L U N


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

BLOCK BURGER EINSTAKLEGA DJÚSÍ ORÐ: SKYNDIBITAKÚREKINN

O-SUSHI TRAIN O-Sushi gengur undir nafninu ‚lestin’. ‚Lestin‘ í höfuðið á færibandi nokkru sem gengur í gegnum borð staðarins og flytur sushi til viðskiptavinanna (færibandið er eins og lest, sjáðu). Að okkar mati er ‚lestin‘ fínasta eimreið landsins. Eimreiðinni er stýrt af nokkrum fagmannlegum sushikokkum, sem ganga úr skugga um að lestin ferðist hvorki of hratt né of hægt. Þeir sjá einnig til þess að lestin beri einungis ferskasta varninginn (við höfum aldrei séð lestina bila). Í síðustu viku heimsótti SKE lestina á Pósthússtræti 13. Verandi víðförulir farþegar völdum við sætið fyrir aftan vagn lestarstjórans. Þetta tryggði okkur ákveðinn forgangsrétt á nýjum bitum. Það er ekkert verra en það, að hafa komið auga á girnilegan bita í fjarska, og verða vitni að því þegar einhver háaldraður örviti hrifsar bitann af bandinu áður en hann kemst til manns #fudger. Við settumst niður og tókum okkur nokkra Maki Sunrise; tvær skálar af Tuna tartar; þrjá diska af Volcano; og smá Coke til þess að skola þessu niður. Sushi-ið var gott; andrúmsloftið tært; og þjónarnir þurftu nánast engin afskipti af okkur að hafa. Allirumborð! ChooChoo!

Ég var óviss hvernig að ég ætti að túlka vörumerki Block Burger. Bleiki einkennislitur Block Burger og nánast dularfulla lógóið (hálf-furðuleg kjötkaka sem svífur á milli tveggja hamborgarabrauða) framkölluðu einhverskonar Legósenu í breiðtjaldi huga míns. Ég ímyndaði mér kubbslega menn í kubbslegum fötum að setja saman kubblagaða borgara í kubblöguðu eldhúsi; ég er, almennt séð, algjör kubbahaus (blockhead). En ég var frekar langt frá því að hafa á réttu að standa. Sannleikurinn er sá að Block Burger er frekar hefðbundinn hamborgarastaður. Ég meina þetta alls ekki illa ... Þegar ég heimsótti Block Burger var klukkan að slá tvö. Það var fámennt, hádegistraffíkin sennilega búin, og staðurinn hefði verið tómur væri það ekki fyrir tvo bandaríkjamenn sem voru að diskútera pólitík (sem betur fer hafði ég undirbúið mig fyrir slíka vitleysu með heyrnartólum). Ég gekk í átt að afgreiðsluborðinu, eins og ungur Clint Eastwood sem rigsar hnarrreistur í kúrekastígvélum, og þar tók á móti mér erlend afgreiðslustúlka sem talaði ensku. Mér finnst gaman að tala ensku, af og til – ég er nefnilega Clint Eastwood. Þar sem ég þjáðist af alvarlegum matarskorti, þá sleppti ég öllu smátali (small talk) og pantaði Block Burger Kombóið í flýti (1,690 ISK). Ég bað til Guðs (ekki kristilega Guðs, heldur til heilags Blocks) um að kokkurinn væri kvikur. Hann var það. Kombóinu var stungið út um lúgu nokkrum mínútum seinna. Næs. Hamborgarinn var góður. Einstaklega góður: kjöt, kál, tómatar, sósa og ostur. Frönskuskammturinn (bragðgóðar vöfflufranskar) var samt frekar rýr (‚rýr‘ er hugsanlega rangyrði. Hestur hefði verið ‚rýr‘ í þessu ástandi sem ég var í). Síðan að ég heimsótti Block Burger fyrst hef ég komið aftur í þrígang. Það eru meðmæli. Block Burger býður einnig upp á gamla ísinn frá Kjörís.

www.osushi.is

www.blockburger.is

FÍNASTA EIMREIÐ LANDSINS ORÐ: RAGNAR TÓMAS


SÚPUKJÖTSTILBOÐ! JA G N RE MUR P S Ð VER TUR KEFÆR S FYR RSTUR FY

699

kr. kg.

Esja Gæðafæði súpukjöt 1. flokkur

N N O 4 T OÐI ÍB

Borgaðu með símanum á einfaldan og öruggan máta með Netgíró.

Við sendum þér reikning í netbankann og þú færð allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest.

Skráðu þig á www.netgiro.is

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast.

Í haustlægðunum er fátt betra en að sitja inni og njóta dýrindis kjötsúpu. Þú færð allt í súpuna á ótrúlegu verði í Iceland.


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

VOLCANO TRAIL RUN Í ÞÓRSMÖRK Í ÍSLENSKUM SKÓGUM / IN THE ICELANDIC WOODS Með sýningunni Í íslenskum skógum er gestum gert kleift að kynnast krafti skógarins í öllum sínum margbreytileika. Íbúar Finnlands hafa nýtt sinn skóg í ýmislegt þ.a.m. í skjól og efnivið til húsagerðar en ekki síst sem griðarstað. Sýningin hefur það að markmiði að gróðursetja myndrænan skóg á Íslandi, þar sem Ísland er ekki jafn skógi vaxið og Finnland og kynna fyrir gestum hvað skógur getur haft upp á að bjóða í hraða nútímasamfélags þar sem, eins og við flest þekkjum, getur verið þægilegt að aftengjast hinum stafræna heimi um stund.

Vinsældir hinna ýmsu hlaupa og maraþona hafa aukist hratt hér á landi síðustu ár en Volcano Trail Run er nú haldið í annað skiptið. Hlaupið er opið öllu áhugafólki um víðavangs-, náttúru- og fjallahlaup. Hlaupið er 12 km langt í fjölbreyttu landslagi og undirlagi. Hlaupaleiðin er með fallegasta móti en kort af leiðinni er hægt að nálgast á ibn.is. Í þátttökugjaldinu er grillveisla innifalin, aðgangur að sturtum, gufubaði og baðlaug eftir hlaupið en einnig er boðið upp á tilboð sem innihalda gistingu og rútuferðir fyrir þá sem vilja. Hvar: Ræsing hjá Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk Hvenær: 26. september kl. 13:30 Verð: Fullorðnir: 6000 kr – 16. ára og yngri: 4000 kr. Skráning: hlaup.is

Hvar: Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15. Hvenær: 21-27. september. Verð: FRÍTT

HREYFIVIKA UMFÍ Hreyfivikan er herferð sem á sér stað um alla Evrópu en hér á landi er þegar búið að skipuleggja hátt í 400 viðburði um land allt, í tilefni vikunnar, en líkur eru á að við þá bætist þegar líður á vikuna. Herferðin á að vera hvatning fyrir fólk til að hreyfa sig reglulega en markmið hreyfivikunnar er að fá hundrað milljónir Evrópubúa í viðbót til að byrja að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Viðburði vikunnar er hægt að nálgast á heimasíðu herferðarinnar: iceland.moveweek.eu en þ.a.m. er hádegisdans (lunch beat), jóga, ullarsokkafótbolti, gönguferðir og zumba. Hvar: Um alla Evrópu Hvenær: 21-27. september Verð: FRÍTT Skráning: Hægt er að skrá sig sem boðberi hreyfingar á iceland.moveweek.eu

ÁHRIF UMHVERFIS Á VIRKAN FERÐAMÁTA OKKAR Valgerður Hlín Kristmannsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræði. Heiti verkefnisins er: Áhrif umhverfis á virkan ferðamáta í minni þéttbýlisstöðum á Íslandi. Aukin bílaeign undanfarna áratugi hefur haft neikvæð áhrif á umhverfið, manninn og skipulag þéttbýlisstaða. Spurningin er hvernig getum við spornað við neikvæðum áhrifum bílsins með minni notkun og hvatt fólk í leiðinni til að hreyfa sig meira? Valgerður kemur inná þetta í fyrirlestrinum sínum en í ritgerðinni kemur fram að þau atriði sem hafa hvetjandi áhrif á fólk eru meðal annars gott stíganet, góðar tengingar, útsýni og gróður en vöntun á stígum meðfram vegum og hröð umferð hefur letjandi áhrif. Hvar: Háskóli Íslands, Askja, Stofa 131 Hvenær : 25. september kl. 16:00 Verð: FRÍTT

LÆRÐU AÐ HUGLEIÐA Á EINU KVÖLDI Ert þú ein/einn af þeim sem hefur lengi verið á leiðinni að fara að iðka hugleiðslu? Íris Eiríksdóttir Kundalini og jóga Nidra kennari stendur fyrir grunnkennslu í hugleiðslu þar sem farið verður yfir einfaldar aðferðir til að beilsa hugann og dýpka öndun svo að líkami og hugur nái djúpu slökunarástandi. Ljúfri stund er lofað en kennslan stendur aðeins yfir í um tvær klukkustundir. Reynsla af hugleiðslu eða jóga er ekki þörf – allir velkomnir! Hvar: Yoga húsið – Trönuhraun 6 Hvenær: 24. september kl. 20:00 Verð: 3000 kr. Skráning: yogahusid@gmail.com


SHURE SRH940 SRH940 heyrnartólin voru hönnuð sérstaklega fyrir stúdíó hljóðblöndun og upptökur með það að leiðarljósi að gera öllu tónsviðinu góð skil. Heyrnartólin eru létt og þægileg. Einnig er hægt að brjóta þau saman.

“These Shures take no prisoners, but they sound simply brilliant - audition a pair now.”

QQQQQ www.whathifi.com


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

DESIGN BY US PUNK DELUXE LAMPI Pönkaður og pörfekt lampi frá Design by Us. Lampinn er gerður úr handblásnu og handmáluðu gleri. Skermurinn er handgerður, grár að utan en gylltur að innan.

KUBUS BY LASSEN Kubus kertastjakarnir hafa fegrað ófá heimilin með nærveru sinni. Nú hefur By Lassen bætt við vöruúrvalið með gull-línu, af þessari fallegu tímalausu hönnun. Epal á von á nýju línunni síðar í haust. Fullkomið fyrir jólin. Sjá nánar á www.epal.is

Fæst í Snúrunni. www.snuran.is

KERAMÍK FRÁ WORKADAY Keramík vörur frá Workaday í New York. Hér eru blómavasar, kaffibollar, veggklukkur ofl. fallegt til að fegra heimilið. Hver hlutur er handuninn sem gerir hverja vöru einstaka.

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Nánar http://www.workadayhandmade.com/

VEGGSPJALD NYNNE ROSENVINGE Limited edition veggspjöld eftir dönsku listakonuna Nynne Rosenvinge. Prentað í 500 eintökum og áritað af henni sjálfri. Minimalísk og nútímaleg verk sem er flott að safna og setja saman á einn stóran vegg eða bara eitt og sér. Sjá nánar á www.snuran.is


Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland


30

HVAÐ ER AÐ SKE

RIFF

ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Bíó getur breytt heiminum. Þessu trúir Riff. Þessu trúi ég líka. Í gegnum tíðina þá eru nokkrar myndir sem hafa breytt lífi mínu; sem hafa mótað mig sem persónu; sem hafa fengið mig til þess að endurskoða eigin heimsmynd (varúð: þessar myndir sem ég tel upp eru ekki beint menningarlegar myndir. Þetta eru ekki myndir sem maður horfir á í tveedjakka með glas af Chateau Margaux. Þær komu seinna.) Fyrsta myndin sem hafði varanleg áhrif á mig var Jurassic Park. Hún kom út þegar ég var sjö ára. Ég svindlaði mér inn. Þegar vatnið í glasinu gáraðist undan þungum skrefum Grameðlunnar þá upplifði ég sálfræðilegt flogakast; sálin hristist af hræðslu. Ég gekk út feginn því að vera á lífi. Jurassic Park kenndi mér þakklæti: Ég var þakklátur að mannkynið stæði ekki í ofbeldisfullri valdabaráttu gegn stórum forsögulegum rándýrum. Takk ... Svo kom Star Wars (gömlu myndirnar). Með vanabundnu og þráhyggjulegu áhorfi þessa

stórkostlega þríleiks varð ég í sívaxandi mæli sannfærður um að eitthvert ósýnilegt afl leyndist á bakvið raunveruleikann og að ég gæti virkjað þetta afl með einbeittri þjálfun hugans. Star Wars kenndi mér að missa mig ekki í vitleysunni. Chillaðu þig, maður ... Svo var það Matrix. Matrix lagði einhvern ómeðvitaðann heimspekilegan grunn í huga einfalds tánings. Matrix opnaði mig fyrir Kant, Hume, Platón og fleirum. Raunveruleikinn er ekki allur þar sem hann er séður. Þessar myndir kenndu mér eitthvað um heiminn. Seinna meir komu svo myndir eins og Manhattan, Casablanca, 2001: A Space Odyssey, Citizen Kane, Hoop Dreams, Life Itself, Boyhood, the Seventh Seal, Nightcrawler, Garden State. Þær töluðu skýrmælt um heiminn. Þess vegna hlakka ég til Riff: Það er aldrei að vita hvað maður lærir í ár. -Samúel Klemenz

Riff er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem hefur verið haldin árlega í Reykjavík síðan 2004. Riff veitir áhorfandanum innsýn inn í það besta of ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Hátíðin fer fram dagana 24. september – 4. október. Helstu sýningarstaðir eru Bíó Paradís, Háskólabíó, Norræna Húsið og Tjarnarbíó. Miðasalan fer fram á öllum sýningarstöðum og á riff.is

RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL) EI SEM FORÐUM FJÖRUGT KVEÐ / FÆKKAR ORÐUM MÓÐSINS / NÆSTUM ORÐINN ÓNÝTT PEÐ / Á SKÁKBORÐI LJÓÐSINS /

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR SKE elskar hlaðvörp. Og SKE elskar 99% Invisible. Ef þú þekkir ekki 99% Invisible þá ertu mjög líklega að gera eitthvað rangt í lífinu. Lífið er hugsanlega á hraðri leið framhjá þér. Lífið er lest, þú ert kyrrstæð belja, japlandi á súru heyi. En nóg um það. 99% Invisible er hlaðvarp um hönnun, arkitektúr og allt það ósýnilega sem mótar okkar nútímaheim. Stjórnandi þáttarins er Roman Mars, maður sem er þekktur fyrir einstaklega mjúka rödd og afar liðugan talanda. Í hverjum mánuði niðurhala yfir þrjár milljónir manns þættinum. SKE mælir með þætti #159: The Calendar. Það er góður þáttur ... Ekki vera kyrrstæð belja. 99% Invisible er fullkomlega dásamlegur og skemmtilegur þáttur, fagmennskan uppmáluð.‘ – Ira Glass, This American Life

-SVEINN HANNESSON FRÁ ELIVOGUM SORRÍ MEÐ ESSA BIÐRÖÐ EN ÉG STOPP’EKKI HÉR / JÁ, OPN FYRIR MÉR / ÉG ER RIDDARI GÖTUNNAR OG HOPP’YFIR PEÐ / -BENT ÚR ÁRBÆNUM


ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 24.09.2015–04.10.2015

MIÐASALA HAFIN! UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS


Nýtt og betra Vodafone Sjónvarp Snarpara og einfaldara viðmót tengir þig við fjölbreytt úrval hágæða efnis. Tryggðu þér áskrift að mögnuðu sjónvarpi með Vodafone PLAY

islenska/sia.is VOD 76132 09/15

Vodafone Við tengjum þig

Nýir og spennandi sjónvarpspakkar Hægt er að kaupa áskrift beint í nýju sjónvarpsviðmóti Vodafone, á vodafone.is eða í síma 1414.

2.490

kr./mán

2.590

*

kr./mán

2.990

*

kr./mán

*Á sérstöku kynningartilboði til 1. febrúar 2016.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.