Ske #29

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 30.09–06.10

#29

SKE.IS

„VARÚÐ: HÉR ERU ENGIR SMELLIR“ – SKE SPJALLAR VIÐ JÓN ÓLAFSSON OG FUTUREGRAPHER


Októberhátíð LANGUR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER

Haustið er komið með allri sinni litadýrð og borgin skartar sínu fegursta. Það verður sannkölluð októberhátíð í Miðborginni okkar frá kl. 14:00 á laugardag, með lifandi, freyðandi tónlist á götum og torgum. Kjörið tækifæri til að koma og smakka á miðborginni, gæða sér á föstum krásum og fljótandi í fjölda verslana, fyrirtækja og veitingahúsa. Þann 15. október verður svo Bleikt kvöld í miðborginni þar sem verslanir eru opnar til kl. 22:00. Opið í verslunum til kl. 17:00 og víða lengur. Næg bílastæði og munið bílastæðahúsin.

Girnileg tilboðsslá með 20– 60% afslætti. 20% afsláttur af bleikum vörum út október.

10% afsláttur af öllum yfirhöfnum.

20% afsláttur af öllum kjólum.

Haustsprengja á vetraryfirhöfnum.

Laugavegi 40

Laugavegi 28b

Laugavegi 77

Laugavegi 63

Full búð af nýjum vörum.

Léttar veitingar.

Frítt kaffi.

20% afsláttur af öllum gallabuxum og Kontatto bolum í dag.

Laugavegi 53b

Þingholtsstræti og Austurstræti Geirsgötu 5a

Laugavegi 49


20% afsláttur af fylgihlutum og önnur flott tilboð.

20% afsláttur af öllum vörum.

20% af öllum Marimekko vörum, léttar veitingar.

20% afsláttur af Marmot fatnaði.

Laugavegi 25

Laugavegi 55

Laugavegi 27

Laugavegi 11

Opið 11:00–18:00.

20% afsláttur af öllum glösum.

Miðar og gjafabréf í sjóstangaveiðiferðir á 40% afslætti. Ferðaleikur.

Léttar veitingar og tilboð á völdum vörum. Opið 11:00– 18:00

Laugavegi 92

Laugavegi 53b

Ægisgarði 3

Laugavegi 35

i c e l a n d i c

d e s i g n

Gleðistundarverð á bjór 14–16. Sara Signýjar spilar á Ukulele og gítar 16–18.

15% afsláttur af öllum húfum og treflum fyrir haustið!

20% afsláttur á úrum frá Armani, Kenneth Cole og Michael Kors.

20% afsláttur af völdum vörum. Góð tónlist og léttar veitingar.

Ingólfsstræti 1a

Aðalstræti 10

Laugavegi 15

Laugavegi 27

15% afsláttur af Wolford.

Endalaust af nýjum og glæsilegum haustvörum.

Gómsætir ostar og léttöl. 10% afsláttur af öllum glösum og sælkeravörum.

Gómsætir ostar og léttöl. 10% afsláttur af öllum teppum.

Laugavegi 80

Laugavegi 33

Laugavegi 32

Laugavegi 25

MIÐBORGIN OKKAR — ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR! — WWW.MIDBORGIN.IS —

ÐIR BERGSTA T R O KOLAP IÐ S Ú RÁÐH PORT STJÖRNU OT TRAÐARK A AT VESTURG G VITATOR


4

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR SKEleggur AÐ FAÐMA ÍSBJÖRNINN Ég byrja sérhvern dag á því að faðma ísbjörninn. Þegar ég segist byrja sérhvern dag á því að ‚faðma ísbjörninn‘ þá meina ég það ekki bókstaflega. Það væri óskynsamlegt af mér, verandi þetta gamall, að hefja daginn á því að kasta höndum í kringum stórt kjötétandi spendýr. Slík hegðun myndi varla stuðla að löngu, happasælu lífi og í ofanálag mundi hún eflaust valda brattri hækkun vátryggingariðgjalda – nei, herra minn: Þegar ég segist byrja daginn á því að ‚faðma ísbjörninn‘ þá meina ég að ég byrja daginn á því að sökkva mér niður í fiskikar fyllt með ísköldu vatni (tilfinning sem er ekki ósvipuð tilfinningunni að faðma ísbjörn, ímynda ég mér; upplifunin er köld, ógnvekjandi og svolítið skrýtin). Ritúal þetta er partur af morgunrútínunni minni – sem hljóðar einhvern veginn svona: Eftir hálftíma langa æfingu í Suðurbæjarlauginni, þar sem ég er umvafinn upprisnum kirkjugarði af eldri borgurum – og þar sem ég flíka eigin æsku blygðunarlaust einsog rándýrum pelsi, rölti ég í sturtu og undirbý mig fyrir sundlaugina. Ég tek tillit til augna sundlaugagestanna með því að fara í sundskýlu (#herramaður) og geng upp stigann í átt að lauginni. Að stíga upp á yfirborðið úr líkamsræktarstöðinni í Suðurbæjarlauginni er eins og að koma upp á yfirborðið úr kjarnorkubyrgi eftir einhvers konar „zombie apocalypse“; tilfinningin er góð. Frelsaður sest ég svo ofan í heitasta heita pottinn og hugleiði ráðgátur lífsins eins og Platón í vatni. Ég hugleiði ráðgátur lífsins þangað til að hitinn verður óbærilegur (hitinn verður fljótt óbærilegur – þetta er eins og Adam Sandler mynd). Eftir stutta stund rís ég á fætur og geng í átt að fiskikarinu, dreg andann djúpt og skelli mér út í. Khwaaahhhhh ... Ég reyni að sitja kyrr í mínútu eða tvær. Ég skelf; ég blæs; ég þjáist. Ég rís svo á ný. Ég rís svo á ný eins og freðinn Fönix sem skríður álappalega undan frosnu stöðuvatni og geng aftur að heitasta pottinum í Suðurbæjarlauginni, óstjórnlega meðvitaður um samdrátt eigin reðurs (#seinfeld #shrinkage). Svo geng ég ofan í … að ganga ofan í heitt vatnið eftir að hafa faðmað ísbjörninn er eins og að leyfa kosmósinu að totta sig – nema að þetta er einhvers konar allsherjartott: Kosmósið sýgur líkamann allan eins og stóran blautan skökul – og maður kemur stöðugt í hálfa mínútu: Tilfinningin er guðdómleg. Hún stuðar mann til lífsins. Ég get ekki annað en mælt með þessu.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari og forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hall­g ríms­son Viðmælandi: Jón Ólafsson og Árni Grétar (Futuregrapher) Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf


L E T N I Á R F Ð Ó L S 5. KYN G IN D N E U Ð Ö L H F A R AUKIN R Ó T S · N IN V R Ö J G R TI Ö NÝJASTI OG HRAÐAS

139.995

INTEL i5 ASU-F302LAFN073H

HRAÐVIRK MEÐ SSD Ein sú flottasta í úrvalinu hjá okkur. Nýjasti 5. kynslóðar i5 örgjörvinn og 128GB SSD diskur tryggja frábæran vinnsluhraða í krefjandi forritum og snögga ræsingu. Nýji örgjörvinn tryggir líka lengri rafhlöðuendingu. Intel HD Graphics 5500 skjákjarninn skilar stórbættri grafískri vinnslu og einstkökum myndgæðum. Mjög nett og létt 13,3“ fartölva sem auðvelt er að taka með sér hvert sem er.

FRÁBÆR KAUP FYRIR KRÖFUHARÐA ! INTEL i5 ÖRGJÖRVI

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

4GB

VINNSLUMINNI

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

HD5500

GRAFÍKKJARNI

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

13,3” SKJÁR

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

ÚTGÁFUPARTÝ SÍSÍ EY Útgáfu „Do It Good“ með Sísý Ey verður fagnað á Paloma á föstudaginn! Plötusnúðar sem koma fram verða: Hercules & Love Affair, DJ Margeir, IntroBeats, Vaginaboys og Oculus. Lifandi flutningur verður í höndum Sísý Ey og Vaginaboys. Forsalan er hafin á tix.is. Hvar: Paloma Hvenær: 2. október kl. 23:00 Miðaverð: 1.000 kr.

MÚM & DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP Dúettinn Múm mun leika raftóna af fingrum fram við þýsku kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930. Tónleikarnir eru þeir fjórðu í mánaðarlegri seríu þeirra Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes þar sem þeir snara fram ferskum raftónum við áðurnefnda kvikmynd með það að leiðarljósi að vera að lokum búnir að skapa nýja tónlist við myndina og sérstakan hljóðheim. Tónleikaserían er því eins konar verk í vinnslu. Í þetta sinn mun hin eina sanna dj flugvél og geimskip stíga á stokk með þeim félögum.

SAM SLATER / LANGUISH BARRIERS Um hálfsárs skeið árið 2014 ferðaðist tónlistarog hljóðlistamaðurinn Sam Slater um heiminn og safnaði hljóðum. Fyrir valinu urðu borgir og lönd þar sem borgarastyrjaldir og stríð hafa geisað; Berlín í Þýskalandi, lönd sem tilheyra fyrrum Júgóslavíu og Burma. Hljóðasöfnunin gaf af sér hljóðheim plötunnar Languish Barriers sem kemur út í október næstkomandi. Sam Slater, sem er að öllu jöfnu búsettur í Berlín en hefur dvalið í Reykjavík um nokkurt skeið, mun leggja í tónleikaferðalag um Evrópu í tilefni útgáfunnar í október. Ferðalagið hefst í Mengi föstudagskvöldið 2.október. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 2. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 30. september kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

AGENT FRESCO ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Ein af framsæknari hljómsveitum okkar íslendinga síðari ára er án vafa rokksveitin Agent Fresco frá Reykjavík. Flókin og ágeng, en jafnframt angurvær og ástríðufull, tónlist þeirra hefur fallið vel í kramið hjá íslenskum tónlistarunnendum. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu, Destrier, sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um allan heim. Framundan eru svo heilmikil ósköp af tónleikum um Evrópu og mun sveitin svo stíga sín fyrstu skref innan landamæra Bandaríkjanna á næsta ári. Agent Fresco ætlar að tjalda öllu til á þessum útgáfutónleikum sínum og flytja nýjustu plötuna í heild sinni, ásamt hinum ýmsu hljóðfæraleikurum, til að skapa þann stóra hljóðheim sem býr yfir Destrier.

Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff.

Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær; 1. október kl. 21:00 Miðaverð: 3.900 kr.

Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

BUBBI MORTHENS Á næstunni mun Bubbi Morthens heimsækja nokkra staði í kringum höfuðborgina og halda tónleika. Hann mun, í þessari örstuttu tónleikaferð, leika nýtt efni af plötu sem er væntanleg innan fárra vikna. Í bland við það verður eldra efni Bubba á dagskrá. Fríkirkjan í Hafnarfirði, Hlégarður í Mosfellsbæ og Félagsheimilið í Kjós verða áfangastaðir hans að þessu sinni. Hvar: Nágrenni Reykjavíkur Hvenær: 30. september, 3. og 4. október kl. 20:30 Miðaverð: 2.900 kr.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

153018

SNILL HÁDEG D Í INU!

SNARLBOX 3 Hot Wings og lítill skammtur af frönskum á aðeins

599 KR.


8

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

HAM TÓNLEIKAR Við erum HAM og þið eruð HAM. Og saman verðum við HAM í Gamla Bíó föstudaginn 2. október n.k. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 en þá stígur Lazyblood á svið. Miðasala er hafin á tix.is og er miðaverði stillt í hóf. HAM eru án nokkurs vafa ein öflugasta rokkhljómsveit Íslands fyrr og síðar. Tónleikar sveitarinnar hafa jafnan gert stormandi lukku enda valinn maður í hverju rúmi. Nokkuð er síðan að HAM hélt tónleika í Reykjavík og því ætti enginn að láta þessa dásemd framhjá sér fara.

NÝTT Á NÁLINNI

TRÍÓIÐ BÓT OPNUNARTÓNLEIKAR MÚLANS Tríóið Bót hefur verið starfrækt frá árinu 2012. Það samanstendur af Tómasi Jónsyni á píanó, Óskari Kjartanssyni á trommur og Birgi Steini Theodórssyni á kontrabassa. Tríóið mun hefja kvöldið á lögum eftir Jón Múla í bland við annað íslenskt efni. Eftir hlé mun leynigestur kvöldsins ganga til liðs við Bót og leika ýmis jazz-lög ásamt frumsömdu efni.

H. dór – Desert „H. dór fylgir manni eins og traustur úlfaldi í gegnum fallega eyðimörk.“

Hér má kaupa miða: https://tix.is/is/event/1470/ham/ Miðasala á harpa.is og tix.is. Hvar: Gamla Bíó, Ingófsstræti 2a Hvenær: 2. október kl. 20:00 Miðaverð: 2.900 kr.

BANG GANG Þekktir tónlistarmenn munu stíga á svið með Bang Gang á þessum tónleikum sem sérstakir gestir, þeir JB Dunckel (AIR, Darkel) og Daniel Hunt (Ladytron). Barði hefur unnið að verkefnum með þeim báðum og er t.d. væntanleg plata með Barða og JB á næsta ári undir hljómsveitarheitinu Starwalker. Barði og Daniel unnu saman tónlistina við kvikmyndina Would You Rather. Á undan mun nýjasta ofurgrúppa landsins Gangly leika nokkur lög, en hana skipa Sindri Már Sigfússon (Sin Fang), Jófríður Ákadóttir (Samaris) og Úlfur Alexander (Oyama). Breska hljómsveitin Is Tropical mun svo þeyta skífum milli atriða. Þessi sveit hefur meðal annars unnið til MTV Music Awards verðlauna fyrir lagið ,,The Greeks”. Hvar: Gamla Bíó Hvenær: 1. október kl. 20:30 Miðaverð: 3.500 kr.

FEST AFRIKA REYKJAVÍK 2015 Föstudagskvöldið 2. október n.k. verða haldnir tónleikar með Maher Cissoko, Sousou Cissoko, Amabadama, Bangoura Band og Samúel Jón Samúelsson Big Band og RVK Soundsystem. Fest Afrika Reykjavik er fyrst og fremst að kynna menningu og listir frá Afríku. Miðasala er á tix.is. Hvar: Húrra Hvenær: 2. október kl. 20:00 Miðaverð: 3.900 kr.

Hvar: Björtuloft, Harpa Hvenær: 30. september kl. 21-23 Miðaverð: 2.000 kr. / 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara

Drake – Hotline Bling (Cha Cha Remix) „Þetta lag er bein lína (hotline) til Guðs.“

SVAVAR KNÚTUR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Svavar Knútur fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu með tónleikum í Gamla bíó næstkomandi þriðjudagskvöld. Platan ber nafnið Brot (The Breaking). Á tónleikunum mun Svavar flytja nokkur af sínum uppáhalds lögum ásamt flutningi á plötunni Brot í heild sinni. Honum til halds og trausts verður myndarleg hljómsveit og glæsilegir meðsöngvarar. Þá mun Lára Rúnars hita upp með frábærum lögum af nýútkominni plötu sinni, Þel. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 6. október kl. 21:00 Miðaverð: 3.500 kr.

Blended Babies – Make it Work featuring Anderson Paak & Asher Roth „Síðhærður Asher daðrar við gamla skólann.“

ÞÓRA OG ASHKENAZY Tveir mestu sinfóníusmiðir Norðurlanda, Sibelius og Nielsen, fæddust báðir árið 1865 og því er þess minnst um allan heim að 150 ár eru liðin frá fæðingu þeirra. Sinfóníuhljómsveitin fagnar áfram stórafmælisárinu með tónleikum þar sem Vladimir Ashkenazy heldur um tónsprotann. Nielsen var eitt mesta sinfóníutónskáld 20. aldar en því miður heyrast verk hans sjaldnar en þau verðskulda hér á landi. Í sjöttu og síðustu sinfóníu sinni fetar Nielsen braut einfaldleikans af mikilli snilld og hugkvæmni sem fáum var gefin. Björt og ljúf hljómkviða Brahms er eitt hans vinsælasta verk, að mestu leyti glaðvært og lýrískt þótt stundum bregði einnig fyrir dekkri tónum. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 1. október kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr.

Disclosure – Nocturnal featuring The Weeknd „Það er alltaf helgi hjá SKE #Weeknd.“


Salatbarinn buffet-restaurant

Opið Mán - Fös 11:30 - 20:00 Laug 11:30 - 15:00 Við bjóðum upp á ferskt salat, grænmeti, heita rétti, heimalagaðar súpur og brauð Faxafeni 9

Ferskt kað heimaba brauð daglega

Erum í Faxafeni 9 - Sími 588-0222


Það er sjaldan að ég finni mig í núinu. Yfirleitt er ég staddur í nágrenni við núið, í hverfinu rétt fyrir aftan það eða framan, en sjaldan kemst ég nær; ég er eins og drukkinn maður sem vafrar um, stefnulaust, í röngu hverfi og kemst ekki heim til sín (við eigum öll heima í núinu). Ég kæmist ekki heim til mín þó svo þó að samúðarfullur leigubílstjóri biði sig fram til þess að skutla mér þangað án endurgjalds. Ég mundi eflaust gera tilraun til þess að klifra inn í bílinn en svo mundi ég hrasa. Ég ræki hausinn í þak bílsins og kastaði svo upp í misboðnum runna (sry, Bush). Svo mundi ég hníga niður í grasið og missa meðvitund í þessari ótilgreindu ‚tíð‘. En svo koma svona augnablik þar sem maður ratar heim. Það rennur af manni. Eitthvað vísar veginn. Í gærkveldi upplifði ég þannig augnablik. Ég sat á Kaffi Vest og spjallaði við Jón Ólafs og Futuregrapher (Árna Grétar). Þeir gáfu nýverið út sveimplötuna ‚Eitt‘, sem Futuregrapher setti á fóninn. Kaffihúsið, samræðan og tónlistin skaut mér inn í núið. Á þessu augnabliki lifði ég svo grimmt í núinu að mér hefði verið hent út af Árbæjarsafninu.

„Við verðum Jón Ólafs: Ég sagði: ‚Þetta örugglega er rosa flott fyrir nuddara, með tónleika @Gunnar Svanbergsson.‘ á fæðingardeildinni.“ Þá kom svar til baka: – Jón Ólafs ‚Sjúkraþjálfari!‘

Það er eins gott að hafa þetta á hreinu. Ég átti nú að vita þetta. SKE: Ég hef mjög takmarkaðan og grunnan skilning á ‚ambient‘ tónlist. Hvernig skilgreinið þið ‚ambient‘ tónlist? Futuregrapher: ‚Ambient‘ tónlist er í rauninni hugleiðslutónlist án einhverra reglna. Jón Ólafs: Það er enginn taktur.

(Ég kveiki á diktafóninum og á símanum. Jón er ánægður með þessa tvítryggingu. Hann segist einu sinni hafa farið í spurningakeppni í útvarpinu hjá Dr. Gunna þar sem hann keppti á móti Páli Óskari. Að keppninni lokinni fór hann heim. Síminn hringdi. Dr. Gunni hafði gleymt að ýta á ‚upptöku.‘ Það varð ekkert úr þessum þætti. Futuregrapher hlær.)

Futuregrapher: Það er tilfinningin sem ræður. Jón er að spinna og er að semja í leiðinni. Hann er að setja sínar tilfinningar í tóna.

(Futuregrapher hlær: ‚Váá!‘)

Jón Ólafs: Það er ekkert fyrirfram ákveðið. Maður er að prófa, að sjá hvað gerist. Mér fannst það vera leiðin til þess að gera þetta. Þetta þyrfti allt að gerast ósjálfrátt. Ég hef aldrei samið svona tónlist áður. Ég er að prófa mig áfram og tel mig vera heppinn að hafa fundið svona góðan samstarfsmann til þess að hjálpa mér að gera þetta almennilega.

SKE: Ég er með þetta hérna (Herbert skrifaði á FB vegginn hans Jóns.) Þetta er svo mikið ‚boss move‘ hjá honum: ‚Ég tek einn geisladisk, borga kass, bjallaðu á mig og ég skrepp eftir eintaki (símanúmer) kærleikskveðja, HG Records.’

Futuregrapher: Það besta og fallegasta við þetta allt saman er að Jón gefur sér tíma. Maður finnur það í sál tónlistarinnar. Hún andar. Það er þögn á milli þegar hann er að tjá sig.

Jón Ólafs: Ég hef ekki komist í þetta. En mér finnst þetta fallega gert af honum.

(Það kemur einhver og heilsar upp á Futuregrapher. Ég dett aðeins út ... held framhjá núinu með framtíðinni ... en ranka fljótlega við mér.)

SKE: Byrjum á einu mjög áríðandi: Er Herbert Guðmundsson búinn að fá eintak af plötunni? Jón Ólafs: Ég átti að hringja í hann. Hann gaf mér símanúmerið sitt og bað mig um að hringja í sig. Hann ætlaði að koma og staðgreiða þetta.

Futuregrapher: Hann kann að hugleiða? Jón Ólafs: Já, hann kann að hugleiða og hefur alltaf gefið allt sitt efni út sjálfur. Þannig að ég held að þetta snúist líka um það hjá honum að sýna okkur stuðning í verki. SKE: Ég var einu sinni að snæða hádegisverð á Nings. Sat einn út í horni. Svo stend ég upp og ætla að fylla á vatnsglasið mitt og Herbert sér mig. Hann stendur upp og gengur á móti mér með vatnskönnu og hellir á fyrir mig. Futuregrapher: Þetta hefur verið svona ‚Zen‘ móment. (Við hlæjum … ‚Hebbi lifir í núinu‘ hugsa ég.) SKE: Ég var að lesa erlenda umfjöllun um plötuna og gagnrýnandinn sagði að besta leiðin til þess að upplifa plötuna væri í hljóðu rými með útsýni yfir heiminn. Eruð þið sammála þessu? Futuregrapher: Hmmm ... Futuregrapher hugsar sig um ... Já og nei. Hann sem hlustandi er að upplifa þetta. Honum finnst að aðrir hlustendur eigi að njóta góðs af því sem hann er að upplifa. En fyrir mig, ef ég væri að hlusta á þessa plötu og hefði ekki samið hana sjálfur, þá væri þetta svona plata sem færi með mig á ferðalag. Platan tekur hugann af stað þegar maður situr kyrr. Hún tekur hugann á flakk. Jón Ólafs: Ég hef tvívegis notað hana í fyrirfram ákveðnum tilgangi. Í annað skiptið átti ég erfitt með að sofna. Þetta var áður en platan kom út og mig langaði að prófa hana á sjálfum mér. Allt hitt sem ég var með í símanum var mun ágengara. Mig langaði að athuga hvernig það væri að setja upp heyrnartól og að fara inn í þennan heim. Ég náði rosalega góðri slökun. Hitt skiptið var þegar ég eignaðist dóttur fyrir fimm vikum. “Eitt” rúllaði í bakgrunninum í fæðingunni. SKE: Í alvöru? ... og til hamingju. Jón Ólafs: Já. Frumsamin slökunartónlistin virkaði heldur betur. SKE: Inni á fæðingardeildinni þá? Jón Ólafs: Nei. Þetta var heimafæðing. Ljósmæðurnar eru búnar að panta eintak. Þeim fannst þetta alveg vera að gera sig. Kannski við herjum á ljósmæðra- og fæðingamarkaðinn? (Það er hlegið mikið.) Jón Ólafs: Við verðum örugglega með tónleika á fæðingardeildinni. SKE: Ég sá líka að þú ‚tag‘-aðir einhvern nuddara um daginn ...

Futuregrapher: Þegar ég bý til ‚ambient´ þá er ég að leita af þessari kyrrð. Það sem mig langaði að gera var að skreyta tónverkin hans Jóns. Jón spilar á píanóið og ég kem inn í og skreyti það. Ég bý til verk í kringum það. Skilgreiningin á ‚ambient‘ getur verið svo víðtæk. Í rauninni er engin vendipunktur í ‚ambient‘ tónlist. Þess vegna er þetta yfirleitt kallaður ‚sveimur‘ á íslensku. Maður sér einhvern fyrir sér vera að sveima. SKE: Ég fór einmitt að hugsa um ‚ambient‘ tónlist áðan og er kominn með kenningu. Ykkur er velkomið að ‚comment‘-era á hana. Ég gef mér það að kvikmyndir hafa komið á undan ‚ambient‘ tónlist. Kvikmyndatónlist er þá tónlist, við einhvers konar senur, þar sem tónlistin er í aukahlutverki. Svo er ‚ambient‘ tónlist við kvikmynd lífsins. Það er að segja, þegar ég hlusta á ‚ambient‘ tónlist þá verður líf mitt að einhvers konar kvikmynd. Ég lifi mig meira inn í heiminn. Maður fer að hugsa lífið á annan hátt: ‚hver er sagan mín?‘ Þetta er eins og að listin sé í beinni samræðu við lífið ... Futuregrapher: Ég get verið sammála þessu að mörgu leyti. Ég hef oft sagt að ef að við myndum hækka í tónlistinni núna (platan ‚Eitt‘ er í spilun á vínylspilara Kaffi Vest), þá er þetta ‚soundtrack‘-ið sem að þetta fólk er að upplifa. Þeirra samræður eru að hljóma með þessum tónum. Fólkið byrjar að tengja viðfangsefnið við tónlistina og það helst einhvern veginn í hendur. Þetta er einhvers konar ‚soundtrack‘ fyrir lífið. (Jón segist hafa áttað sig á því í Lucky Records, þar sem þeir félagar hittu kaupendur plötunnar á Karolina Fund, að það sé allt í gangi í ‚ambient‘ tónlistinni. Hún er eins ólík innbyrðis eins og popptónlistin. Fólki fannst platan þeirra spennandi því að þetta er aðeins meira: meiri melódía, smá klassík, smá djass og smá popp.) Futuregrapher: Flestir sem hlusta á ‚ambient‘ eru nú þegar að hlusta á allt öðruvísi tónlistarstefnur að staðaldri en fíla líka ‚ambient.‘ Því að þetta eru einhvers konar tón-tilfinningar. Tilfinningar í tónum, án áreitis. Það er enginn að banka á þig. Það er enginn að fara með einhvern texta. Það er bara verið að klappa þér létt á kinnina.

Jón Ólafs: Þegar manni langar til að setja bakgrunnstónlist á, sem þvælist ekki fyrir og er ekki of ágeng, þá getur maður lent í vandræðum. Ég enda voða oft á Buena Vista Social Club eða Astrud Gilberto og Stan Getz, bossanova-músík. (Við hlæjum.) Jón Ólafs: Sama tónlistin og er leikin á veitingahúsum. Maður vill vera með eitthvað sem er ekki að trufla en býr til gott ‚vibe.’ Þetta getur gengið inn á hárgreiðslustofum, á nuddstofum, í jógakennslu eða í bíómynd. Mér finnst svo gaman að þessu af því að ég kem úr poppinu og ég er að fá tölvupósta frá fólki sem vill kaupa plötuna og mér finnst ég alltaf þurfa að útskýra áður en fólk kaupir diskinn: ‚Þú veist að ég er ekki að syngja neitt! Eða: þetta er ekki popptónlist.‘ (Við hlæjum.) Jón Ólafs: Menn svara tilbaka: ‚Já, ég veit það en ég er tilbúinn til þess að gefa þessu séns.‘ Ég held að ég geti jafnvel hjálpað þessari tónlist að komast á nýja staði; jafnvel til fólks sem hefði kannski ekki keypt ‚ambient‘ tónlist. Það spyr sig: ‚Hvað er Jón að gera þarna!?‘ Mér finnst það mjög skemmtilegt. Futuregrapher: Þetta hefur líka áhrif í hina áttina. Fólk sem veit hver Jón er, en hefur ekki hugmynd um það hver Futuregrapher er, en fer svo aðeins lengra. Opnar aðra hurð inn í mína veröld: ‚Er þetta sami gaurinn?‘ Þá sjá þau hversu skemmtilegt það er að þessir tveir menn séu að leika sér saman. SKE: Þetta gerir örugglega gott fyrir báða heima. Jón Ólafs: Maður finnur það að fjölmiðlar hafa áhuga á þessu. (Jón bendir á mig. Ég er fjölmiðill.) Jón Ólafs: Sem kemur mér skemmtilega á óvart. Sennilega finnst fólki samstarf okkar Árna vera áhugavert. SKE: En það væri örugglega gott að setja svona ‚disclaimer‘ á plötu umslagið: ‚Varúð: Jón Ólafs syngur ekki á þessari plötu.‘ Jón Ólafs: ‚Varúð: hér eru engir smellir! (Futuregrapher springur úr hlátri og ég líka.) SKE: Þetta er fyrirsögnin. Futuregrapher: Jón minntist einmitt á það um daginn að það væri gott að vinna við plötu þar sem það er engin pressa að gera útvarpsvæn lög. Það er enginn að hringja: ‚Jón, síðasta lagið á plötunni er átta mínútur og enginn syngur. Hvað er í gangi eiginilega?


„ÉG EIGNAÐIST DÓTTUR FYRIR FIMM VIKUM. ‚EITT‘ RÚLLAÐI Í BAKGRUNNINUM Í FÆÐINGUNNI.“ – JÓN ÓLAFS


12

HVAÐ ER AÐ SKE (Við hlæjum.) Jón Ólafs: Þetta er afskaplega þægilegt. Heimilisiðnaðurinn er huggulegur (Jón og Árni Grétar gefa plötuna út sjálfir og í samstarfi við forlagið Möller Records, sem Árni á hlut í.) Futuregrapher segir að samstarfið hafi byrjað sem einhvers konar grín á internetinu.

„Það er enginn að hringja: ‚Jón, síðasta lagið á plötunni er átta mínútur og enginn syngur! – Hvað er í gangi eiginlega?’“ – Futuregrapher

Futuregrapher: Ég stakk upp á því við Jón að gera ‚ambient‘ tónlist. Hann tók vel í það. Ég bað hann um að spila á píanóið og senda mér. Svo mundi ég klippa það til, en Jón var hálf skeptískur. Svo sagði Jón: ‚Ég ætla bara að prófa að taka eitthvað upp og senda á þig.‘ Ég ímyndaði mér, án gríns, að ég mundi fá eitthvað ‚groove‘ til baka. Og það yrðu aldrei neinar pásur eða neitt. SKE: Þú talaðir einmitt um það, Jón, að þú hafir þurft að halda aftur af þér ... Futuregrapher: En svo bara hitti hann á þetta. Það er örugglega bara fyrsta lagið á plötunni ‚Myndir‘, það er rosalega lágstemmt og fallegt. Svo kemur svona smá hæð í lokin og þá fékk ég gæsahúð. Því að hann er búinn að vera halda aftur af sér en svo tekur hann smá svona ‚labbar upp hæðina á píanóinu og gengur til baka. ‚Ég bara: ‚Yes! Akkúrat svona. Ekkert bull.‘ (Futuregrapher hlær.) Jón Ólafs: Þetta datt bara inn. SKE: Hvaðan koma nöfnin á lögunum? Futuregrapher: Í flestum tilvikum þá kom ég með einhverja tilviljunarkennda steypu úr mínu eigin lífi. Svo tók Jón þessar hugmyndir og stytti þær – gerði þetta að sínu. Úr urðu þessi nöfn. Þetta passaði allt saman. Nöfnin ríma vel við tónlistina. SKE: Átt þú myndina á umslaginu? Futuregrapher: Nei, en ég er alltaf að taka svona svipaðar myndir. Ég bý við sjóinn og tek reglulega mynd af hafinu. Ég ólst upp við sjóinn. Ég deildi einni mynd á netinu og þá sendir Jón mér póst og segir: “Þetta er plötuumslagið”. Jón Ólafs: Mér finnst plötuumslögin oft æði góð í raftónlistarheimum. Futuregrapher: Ég sendi þessa hugmynd á Siggeir, Sig Vicious, og hann vann úr þessu. Hann náði hafinu alveg fullkomlega. Öldurnar á hafinu eru svo mismunandi; stundum eru meiri rákur í dag en í gær, eða í kvöld miðað við hvernig þetta var í morgun. Hann náði akkúrat augnablikinu þar sem rákurnar í öldunum eru nánast í takt við tónlistina. SKE: Svo heyrði ég líka að það væri eitthvað um ‚field recordings‘ (umhverfisupptökur) í lögunum. Tengjast þessar upptökur nöfnum laganna? Futuregrapher: Ekki alltaf. En upprunalegu nöfnin sem ég tók saman fyrir Jón, sem voru oftar en ekki frekar langar setningar, þær tengjast stundum minni upplifun á lögunum. Jón Ólafs: Lagið ‚Börn‘ hét upprunalega „Brákarborg“ sem er leikskóli sem Árni vinnur á. Mér fannst það ekki ganga upp fyrir mig. Af því að ég tengi ekkert við Brákarborg. Þannig að ég hugsaði bara: ‚Þetta eru bara börn,‘ því að við eigum báðir börn. Það er það sem Árni var að hugsa.

börnum og þetta er þemalagið mitt, nánast. (Futuregrapher hlær.) SKE: En mér datt í hug að ég myndi senda ykkur upptökuna af þessu viðtali og þið mynduð gera lag úr þessari umhverfisupptöku? Futuregrapher: Það væri geggjað. Það væri hægt að nota þetta á margvíslegan hátt. (Við tölum aðeins um þessa hugmynd. Futuregrapher segist elska svona hugmyndir. Hann segist grípa þær á lofti og fara með þær heim. Futuregrapher stekkur aðeins frá. Ég lít á diktafóninn. Tíminn er að renna frá okkur. Tíminn er að renna frá okkur öllum ... Futuregrapher snýr aftur. Við tölum aðeins um viðtöl. Ég segist vera hrifnari af því þegar viðtöl eru samræður og þegar hið talaða mál fær að njóta sín. Ég segist helst vilja skrifa þetta niður ‚verbatim.‘ Jón vonar að ég sé ekki þannig blaðamaður sem skrifar niður alla málgalla viðmælanda síns. Hann segist einu sinni hafa farið í opnuviðtal hjá einhverju glanstímariti – fyrir tíð tölvupósta: ‚Ég fer upp í Nýtt Líf eða hvað sem það var og las yfir – og ég bara henti þessu í ruslið. Þetta var allt, ‚sko, sko, sko.‘... Ég segi honum ekki að hafa áhyggjur.) Jón Ólafs: Ég var blaðamaður þegar ég var tvítugur. Mér var kennt að láta viðmælandann koma vel út hvað málfar varðar. Ekki skrifa upp eftir honum vitleysuna. Futuregrapher: Auðvitað er það númer eitt, tvö og þrjú. Það væri eins og að ég væri upptökustjóri og að þú værir að taka upp gítar – og ég myndi svo setja allar upptökurnar inn. Ég mundi ekki lagfæra eða klippa það neitt til. SKE: Mig langaði að enda á tveimur spurningum sem þú, Árni Grétar, lagðir fyrir Sóley í viðtali á netinu. Mig langar að varpa þessum spurningum aftur í ykkar átt. Fyrsta spurning: Hafið þið einhvern tímann verið freðnir og hlustað á Boards of Canada?

SKE: Þetta er svo góð spurning. Jón Ólafs: Hvaðan kemur þessi spurning?

Futuregrapher: Já. Ég hef oft verið freðinn og hlustað á Boards of Canada. Ástæðan fyrir því að ég spurði Sóley þessarar spurningar er sú að Boards of Canada búa til svona ‚formal ambient‘ tónlist sem er með takti. Þetta er svona elektrónísk ‚ambient‘ tónlist. Það voru stundir sem mér fannst mínútukafli vera tíu mínútur og þar fram eftir götunum. Þetta fór algjörlega á skjön við veruleikann. Mig langaði bara að spyrja Sóley hvort að hún hefði upplifað það sama.

SKE: Futuregrapher spurði Sóley þessarar spurningar.

(Futuregrapher hlær.)

Futuregrapher: Já, en ég

Jón Ólafs: Á ég að svara þessari spurningu líka? SKE: Já, þú varst einmitt að tala um Boards of Canada í einhverju viðtali ... Jón Ólafs: Ég hef bara aldrei verið freðinn á ævinni. (Futuregrapher hlær.) Jón Ólafs: Ég er svo ‚straight‘, sjáðu til. En ég hef alveg gleymt mér á náttúrulegan hátt. Þetta er ein af þessum hljómsveitum sem mér var bent á þegar ég var að kynna mér þennan heim. Þetta höfðar til mín. En mér finnst margt líka hundleiðinlegt í rafheimum ... Eðlilega. SKE: Cool. Svo að lokum. Mér finnst þetta vera mjög góð spurning. Finnst ykkur ekki fyndið að við séum bara til akkúrat núna á þessu augnabliki? (Menn hlæja mjög dátt.)

Futuregrapher: Ég vinn á leikskóla með

Jón Ólafs: Þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt.

(Jón hlær.) Futuregrapher: Þetta er nefnilega þannig að maður gleymir því oft. Við erum bara til akkúrat núna. SKE: Þetta er fallegt. Jón Ólafs: Ég er ekkert í baksýnisspeglinum. Hef aldrei verið þannig. Maður reynir að njóta augnabliksins og horfa fram á veginn. var ekki þannig. Ég var alltaf í baksýnisspeglinum. En ég tamdi mér þetta viðmót eftir föðurmissir. Ég var 15 ára. Ég fékk skilaboð frá vini mínum. Það sendu mér allir blóm og löng bréf, falleg bréf, en svo fékk ég eitt frá vini mínum. Það stóð ekki neitt í því nema: ‚Horfðu fram á veginn, vinur.‘ Ekkkert meira. Bara punktur. Blátt bréf með þessum skilaboðum. Skrifað af honum. Þetta er eitthvað sem ég hef reynt að tileinka mér. Því að það sem hefur gerst, við breytum því ekkert. Við lifum bara núna og við getum aðeins breytt því sem er núna.

„Þetta er nefnilega þannig að maður gleymir því oft. Við erum bara til akkúrat núna.“ – Futuregrapher

SKE: Ég held að þetta séu mjög sterk lokaorð. Futuregrapher: Þetta var ‚million dollar‘ tilvitnun. (Við hlæjum. Ég þakka þeim kærlega fyrir spjallið. Allan ljósmyndari stillir félögunum upp í myndatöku. Ég sit, í hjarta núsins, og lifi mig inn í kvikmynd lífsins. Hver er ég? Hvert er ég að fara? ... SKE hvetur alla til þess að versla sér eintak af þessari stórkostlegri plötu.


Ekki klikka á skoðun!

Örugg bifreið tryggir betri akstur

góð þjónustA og hAgstæð kjör á skoðunum

FrÍtt

wi-fi, ljúffEngt gæðakaffi og litaBækur fyrir BÖrnin á mEðan þú Bíður.

IS

Bifreiðaskoðanir

Á ökutækjasviði Frumherja hf. er almennum skoðunum sinnt, s.s. aðalskoðunum, endurskoðunum, breytingaskoðunum, ástandsskoðunum og tjónaskoðunum. Einnig sinnir það skráningarstarfsemi vegna ökutækja, t.d. móttöku eigendaskiptatilkynninga, og veitir tæknilega þjónustu. Starfsemin er á öllu landinu og eru starfræktar 32 skoðunarstöðvar í þeim tilgangi. Frá 2002 hefur Frumherji einnig séð um framkvæmd skriflegra og verklegra ökuprófa á Íslandi. Ökuprófin eru framkvæmd á 20 stöðum á landinu, sjá lista yfir prófstað á vefsíðu okkar www.frumherji.is

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

SE 789

jÚlÍ ágÚst sEPt.

32

skoðunArstöðVAr um lAnd Allt

- örugg bifreiðaskoðun um allt land


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

HEIMKOMAN Bakaraofninn eftir þá Gunnar Helgason og Felix Bergsson snýr aftur í Gaflaraleikhúsið. Í leikritinu opna Gunni og Felix veitingastaðinn Bakaraofninn en lenda fljótlega í miklum vandræðum með iðnaðarmann sem reynist ekki allur þar sem hann er séður. Að auki eiga þeir von á grimmum matargagnrýnanda sem er þekktur fyrir “að drepa veitingastaði!” Aðrir leikarar eru stórleikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður. Tónlistin í verkinu er eftir Mána Svavarsson og leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Björk sló í gegn í verkum sínum Sellófon og Blakkát og leikstjórnarverk hennar Unglingurinn og Konubörn hafa undanfarið fengið frábærar viðtökur.

Teddy snýr óvænt heim á æskuheimili sitt í London með eiginkonu sinni Rut, eftir að hafa kennt heimspeki við háskóla í Bandaríkjunum í sex ár. Rut uppgötvar áður óþekktar hliðar á eiginmanni sínum þegar hún kynnist fjölskyldu hans: föður hans Max, fyrrum slátrara, föðurbróður hans Sam sem er bílstjóri og bræðrum hans tveimur, hórmangaranum Lenny og boxaranum Joey. Þessir óhefluðu karlmenn byrja að bítast á um athygli Rutar og samskiptin á heimilinu verða sífellt ofsafengnari. Leikrit Harolds Pinters hafa mörg hver allt að því hversdagslegt yfirbragð, en í þeim býr óvenjulegur kraftur og undir yfirborðinu leynast heiftúðug átök, kynferðisleg spenna, kúgun og ótti. Heimkoman var frumflutt árið 1965, hlaut Tonyverðlaunin sem besta leikrit ársins og er af mörgum talið magnaðasta verk Pinters.

Hvar: Gaflaraleikhúsið Miðaverð: 3,900 kr.

Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Miðaverð: 4,950 kr.

BAKARAOFNINN

588-8900 Transatlantic.is

Síðasta útkall!

Riga í Lettlandi 10–13. október 2015

SÓKRATES Trúðar Borgarleikhússins hafa fært okkur dásamlegar sýningar. Við höfum séð trúðana okkar glíma við dauðasyndir og jólaguðspjallið. Nú ætla þeir að tækla heimspekina og taka Sókrates sér til fyrirmyndar og spyrja og spyrja og spyrja þangað til við komumst að minnsta kosti skrefi nær því að vita, um hvað við getum verið sammála um í heiminum. Trúðum er ekkert óviðkomandi. Í opinni og einlægri nálgun glíma þeir við stóru spurningarnar og eru í senn fyndnir og harmrænir, grimmir og góðir. Síðasta trúðasýning Borgarleikhússins, Jesús litli, var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010. Jesús litli var valin sýning ársins og leikverkið sjálft var valið leikrit ársins auk þess sem sýningin hlaut sjö Grímutilnefningar. Gagnrýnendur hlóðu sýninguna lofi og áhorfendur voru hrærðir og yfir sig hrifnir. Hvar: Borgarleikhúsið (Litla sviðið) Miðaverð: 5,500 kr.

Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg: Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma í bland við hefðbundna nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Næturlíf Riga er orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Tilboðsverð fyrir síðustu sætin - 68.900.Innifalið: Flug frá Keflavík og Akureyri, fjögurra stjörnu hótel á besta stað með morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.

LOKAÆFING Hjón á fertugsaldri loka sig af, vikum saman, niðri í heimatilbúnu neðanjarðarbyrgi. Fullkomin einangrun afhjúpar tilveru þeirra og smám saman mást út mörk raunveru og ímyndunar. Hvað eru þau að æfa? Hér er á ferðinni margrómað átakaverk upp á líf og dauða eftir Svövu Jakobsdóttur. Uppsetning Háaloftsins á Lokaæfingu er hluti af Lestrarhátíð Bókmenntaborgar 2015 sem í ár er helguð höfundinum Svövu Jakobsdóttur. Svava Jakobsdóttir (1930-2004), leikskáld og fyrrverandi alþingismaður, var einn fremsti rithöfundur Íslendinga á 20. öld. Hún var auk þess ötul baráttukona fyrir jafnrétti og hafði mikil áhrif með sögum sínum, leikritum og fræðiskrifum. Lokaæfing er eitt þekktasta leikverk Svövu og var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983. Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 4,500 – 4,900 kr.


1. KJÚKLINGABORGARI Kjúklingaborgari, franskar, sósa salat og 0.5L coke. Djúpsteikt bringa, iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og sinnepssósa 1750 kr.2. KJÚKLINGAPITA kjúklingapita franskar sósa og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pitusósa 1990 kr.3. KJÚKLINGASAMLOKA Kjúklingasamloka franskar sósa og salat og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur iceberg tómatur, gúrka laukur paprika og sinnepssósa 1990 kr.4. OSTBORGARI Ostborgari, franskar, sósa og salat og coke. Iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og hamborgarasósa 1750 kr.5. PÍTA MEÐ BUFFI Píta m.buffi, franskar, sósa og 0.5L coke. buff, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pítusósa 1990 kr.6. 2 BITAR 2 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke 1590 kr.7. 3 BITAR 3 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke. 1890 kr.8. 1/4 KJÚKLINGUR 1/4 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke. 1990 kr.9. 1/2 KJÚKLINGUR MEÐ FRÖNSKUM 1/2 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke 2200 kr.10 BK Borgarinn Tvöfaldur Hamborgari Með beikoni eggi, sveppum, iceberg, gúrku, tómat, papriku, lauk, frönskum, kokteilsósu hrásalati og 0.5L coke 2400 kr.-

BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR: HORFT INNÍ HVÍTAN KASSA SÝNINGAROPNUN Sýningin Horft inní hvítan kassa verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi laugardaginn 3. október kl. 16. Á sýningunni eru verk sem safnið hefur nýlega eignast eftir myndlistarkonuna Katrínu Sigurðardóttur og vinnumódel af nokkrum af hennar helstu verkum. Hér gefst einstakt tækifæri til að kynnast starfi listakonu sem á síðustu tíu árum hefur átt verk á fjölmörgum virtum sýningarstöðum víða um heim. Á sýningunni Horft inní hvítan kassa eru tvö mikilvæg verk á ferli listakonunnar. Verkin bera sterk höfundareinkenni Katrínar og var annað þeirra, Boiserie, sérstaklega unnið fyrir einkasýningu hennar á Metropolitansafninu í New York árið 2010. Það er nákvæm eftirgerð 18. aldar herbergis í Hôtel de Crillon í París (1777-80). Upprunalega herbergið er varðveitt í safneign Metropolitansafnsins. Verkið er lokaður marghyrndur klefi sem áhorfendur upplifa í gegnum veggspegla sem prýða rýmið. Það sem blasir við er drifhvít kyrralífsmynd, fullbúin húsgögnum og húsmunum með draumkenndu yfirbragði. Boiserie er dæmigert fyrir þau verk Katrínar sem fjalla um það hvernig skynjun okkar er háð rýmislegri upplifun. En með óvæntum breytingum á hlutföllum, þar sem byggingalist, korta- og módelgerð mætast, hafa innsetningar hennar knúið áhorfendur til að skoða veröldina í kringum sig frá nýju sjónarhorni. Katrín ræðir sýninguna við gesti Hafnarhúss sunnudaginn 4. október klukkan 15. Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagata, 101 Reykjavík Hvenær: 3. október - 31. desember 2015

ANDLIT / FACES SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR! Penninn fer af stað og byrjar að því er virðist á tilviljunarkenndu kroti. Honum er sjaldan eða aldrei lyft frá blaðinu – hann tekur stjórnina og er leyft að ráða för. Einhversstaðar djúpt í höfði höfundar leynist samt óljós hugmynd eða minning um andlit, sem kannski hefur verið þar lengi. Hann stúderar fólk, fylgist með úr fjarlægð, rýnir í svipbrigði, stundum á kaffihúsum eins og þessu ... og í samráði við pennann framkallast þessi andlit, skapsveiflur og svipbrigði. Í sumum tilvikum, vitandi sem óafvitandi, sem tilbrigði við andlit höfundarins sjálfs. Sýningin ANDLIT, eftir Jón Ágúst Pálmason á Mokka. Jón Ágúst Pálmason útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991. Námið tók hann í tveimur lotum með 13 ára millibili, 1972–5 og 1988–91. Á árunum 1983–88 nam hann einnig málun og teiknun hjá Eiríki Smith. Jón Ágúst hefur unnið sem hönnunarstjóri, myndskreytir og hönnuður síðastliðin 24 ár fyrir fjölda auglýsingastofa. Hann starfaði jafnframt sem listgreinakennari í grunnskóla í níu ár og hefur haldið ýmis námskeið í teiknun og málun, meðal annars við Listaháskóla Íslands.

„ÆTILEGT ÓÆTI: AÐ FLÝJA HUGMYNDAFRÆÐI MATARGERÐAR“ EKKISENS Þann 3. október opnar sýningin „Ætilegt óæti: Að flýja hugmyndafræði matargerðar“ í Ekkisens. Sýningaropnun verður kl. 17:00 og verður sýningin opin 4. - 11. október frá kl. 12:00 - 17:00. Að baki sýningunni stendur listakonan Pengruiqio sem er af kínversku bergi brotin og er nýflutt til Íslands frá Englandi. Pengruiqio útskrifaðist úr stærðfræðideild háskólans í Manchester en fluttist svo til London þar sem hún sneri við blaðinu og fór að vinna í myndlist. Úr sýningaskrá: „Ég flutti til Íslands, skyndilega og mjög óvænt. Ég tók þá ákvörðun að ímynda mér að ég væri sjómaður og að förin til Íslands væri mín fyrsta sjóferð. Ég málaði mynd af mér sem sjómanni, þar sem ég fyrst hitti fyrir þennan ókannaða heim matargerðar. Sjómaðurinn í mér fór í sjóinn og safnaði ígulkerum, þangi, kræklingi og marglyttum. Ég tók kræklinginn heim og ég spilaði tónlist fyrir hann svo hann myndi skyrpa út úr sér sandinum, sem var mín eigin uppfinning að matreiðslu á honum. Óvæntar og undarlega lausnir virtust eðlilegar í þessu töfrandi, ókunna landi, svo að ég fór að reyna aðra hluti sem hefðu áður virðst fáránlegir. Í mínum heimi var þetta mjög náttúrulegt ferli.“ Á sýningunni mun Pengruiqio sýna málverk og matreiðsluuppskriftir. Einnig mega gestir eiga von á því að finna verk á sýningunni til átu. Verið velkomin. Hvar: Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, Reykjavík Hvenær: 4. - 11. október frá kl. 12:00 - 17:00.

STELPUR FILMA! STUTTMYNDASÝNING RIFF Þann 14. til 18. september fór fram í Norræna húsinu námskeiðið Stelpur filma! sem var samstarfsverkefni MIXTÚRU (margmiðlunarvers Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar) og RIFF. Þar komu saman 66 stelpur úr 11 grunnskólum Reykjavíkurborgar til að læra að búa til kvikmynd. Á námskeiðinu bjó hver skóli til sína eigin 5 mínútna löngu mynd sem eru nú sýndar á RIFF. Kennarar á námskeiðinu voru þau Áslaug Einarsdóttir stofnandi Stelpur rokka!, Baltasar Kormákur leikstjóri, Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Ísold Uggadóttir leikstjóri og Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur. Erla Stefánsdóttir, frá Mixtúru, sá um tæknilega kennslu og Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Stelpur filma!, sá um jafnréttisfræðslu. Einnig kíkti Steiney Skúladóttir úr Reykjavíkurdætur og Hraðfréttum í heimsókn til stelpnanna sem sérstakur leynigestur. Nú gefst almenningi tækifæri til að sjá myndirnar á tveimur sýningum þann 3. og 4. október kl. 13 í Norrænahúsinu. Sýningartími er um 30 mínútur.

Allir velkomnir! Hvar: Mokka-Kaffi, Skólavörðustíg 3a, 101 Reykjavík, Hvenær: Sýningu lýkur 30. september kl. 18:30

Hvar: Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík Hvenær: 3. - 4. október kl. 13:00 Aðgangur er ókeypis


ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 24.09.2015–04.10.2015

MIÐASALA HAFIN! UPPLÝSINGAR Á RIFF.IS


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

OKTOBERFEST Kex Hostel verður breytt í Biergarten í þrjá daga í byrjun október. Gestir á Oktoberfest fá stemninguna úr Bæjaralandi beint í æð þar sem boðið verður uppá bjór úr lítrakrúsum, Pretzel, KEX Bratwurst, Sauerkraut og margt til sem einkennir þessa heimsfrægu hátíð. Tvíeykið Die Jodlerinnen sem samanstendur af þeim Hrefnu Björg jóðlara og Margréti Arnar harmonikkuleikara munu syngja, dansa og hafa gaman ásamt matargestum.

TWEET KYNSLÓÐIN

HEFNENDURNIR: BRAINDEAD Hefnendur sýna nú gore-meistaraverk Peter Jackson, Braindead (einnig þekkt sem Dead Alive) á Húrra. Rottuapi frá Súmatra, ódauðleg amma og vafasöm notkun á sláttuvél gera þetta að einni skemmtilegustu og blóðugustu kvöldskemmtun sem fyrirfinnst. Hvar: Húrra Hvenær: 6. október kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær:1. - 3. október kl. 19 Miðaverð: Frítt

UPPISTAND UM KONUR Í KVIKMYNDUM Kvikmyndahátíðin RIFF, GOmobile og Stúdentakjallarinn bjóða þér á uppistand um konur í kvikmyndum. Staða og birtingarmynd kvenna í kvikmyndum hefur lengi verið í deiglunni og nú stíga grínkonur landsins fram og tala um upplifun sína af kvikmyndum með kynjagleraugun á lofti. Búið ykkur undir flugbeitta brandara og frussandi hlátursköst. Kynnir kvöldsins er Margrét Erla Maack en grínistar verða Edda Björgvinsdótir, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Þórdís Nadia Semichat. Hvar: Stúdentakjallarinn, HÍ Hvenær: 1. október kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Fullorðið fólk með buff... Einbeitt uppgjöf. #fössari @SunnaBen

Þakklátur fyrir skilningsfulla brosið sem ég fékk á KFC áðan þegar ég pantaði mér Frissa fríska. @ThorsteinnGud

FRÍTT JIU-JITSU NÁMSKEIÐ FYRIR KONUR

FB er niðri. Felið þið góðu tístin, svo þau komi ekki hingað. @BragiValdimar

Gracie Iceland - Pedro Sauer Association er með frítt 2 klst námskeið fyrir konur í sjálfsvörn. Námskeiðið er byggt á Gracie Jiu-Jitsu. Allar konur 14 ára og eldri eru velkomnar. Nánari upplýsingar um Gracie Jiu-Jitsu má finna á www.gracie.is Hvar: Ármúli 19 Hvenær: 3. október kl. 16:30 - 18:30 Miðaverð: Frítt

SOFANDI DROTTNINGAR Í SPILAVINUM Kortaspilið Sofandi drottningar hefur lengi verið eitt vinsælasta barnaspilið í Spilavinum. Það kom út 2005 en hönnuðurinn fékk hugmyndina að því 2003, þá sex ára gömul. Miranda Evarts var fyrsti spilahönnuðurinn á barnsaldri sem fékk spilið sitt gefið út á alþjóðlegum markaði. Hún fékk góða hugmynd og naut síðan aðstoðar fjölskyldu sinnar til að koma henni í framkvæmd. Þannig varð spilið að einhverskonar fjölskylduverkefni. Hún segir sjálf að það hafi verið mikið spilað í fjölskyldunni. Allavega einusinni í viku var spilakvöld þar sem allir nutu þess að spila saman og svo voru spilin notuð sem tæki til að æfa sig í stærðfræði ogrökhugsun. Fjölskyldan byrjaði á því að teikna og skrifa á venjulegan spilastokk. Fyrst drottningarnar, svo kónga og riddara og loks dreka. Smátt og smátt fengu spilin nöfn úr daglega lífinu. Það voru alltaf pönnukökur þannig að sjálfsögðu varð að vera pönnukökudrottning sem dæmi. Þegar spilið var tilbúið prófuðu foreldrarnir að hafa samband við spilaframleiðandann Gamewright. Fjölskyldan átti mörg spil frá þeim. Þeir hjá Gamewright urðu strax mjög hrifnir, fannst spilið frumlegt og áhugavert og vildu fá eintak um leið til að prófa innanhús. Oft gerist það að spil breytast mikið eftir að þau koma úr höndum hönnuðarins. Framleiðendurnir hafa oft aðrar hugmyndir um grafík, gangverk og einstaka hugmyndir. Það var þó ekki raunin með sofandi drottningar. Spilið hélt sér furðuvel í gegnum allt ferlið, svo vel að Jimmy Pickering, teiknari spilsins, byggði alla sína vinnu á upprunalegu teikningum fjölskyldunnar. Spilaframleiðandi eins og Gamewright fær sendar fleiri hundruð hugmyndir að spilum á hverju ári en á endanum eru það sex til átta spil sem fara í framleiðslu. Sofandi drottningar varð fljótlega eitt af vinsælustu spilum Gamewright enda höfðar það til margra og er þrælsniðugt. Spilið hefur unnið til fjölda verðlauna og er enn eitt vinsælasta barnaspilið í þessum kortaspilaflokki. Nú var að koma út sérstök afmælisútgáfa og er hún í betri kassa úr málmi og hefur fleiri drottningar og kónga.

Hvar: Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin)

Er að horfa á Space Jam í annað sinn í dag. Góður dagur. @ergblind

Ég set skýrar reglur um klæðaburð nemenda minna: Ef þeir myndu ekki jarða ömmu sína eða afa í fötunum eiga þau ekkert erindi í skólastofuna. @Dagur Hjartarson


MÁLTÍÐ SEM ENDIST GINGER.IS

NÝBAKAÐ

UMHVERFIÐ

Á HRAÐFERÐ?

Við bökum brauðið okkar á hverjum morgni. Það er búið til úr hveiti, haframjöli, salti, hunangi, þurrgeri og vatni.

Við á Ginger leitumst við að vera vistvænt fyrirtæki. Þess vegna eru umbúðirnar okkar umhverfisvænar.

Þú finnur gott úrval tilbúinna rétta í kælinum.

SÍÐUMÚLI | LÁGMÚLI | AUSTURSTRÆTI

555 7570 | ginger.is


20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA THE DUDE, JAPANESE SCISSORHANDS OG SVARTIR BLÚNDUKJÓLAR UNDIR FRAKKA

CALVIN KLEIN

THOM BROWNE

DELPOZO

EMILIO PUCCI

CALVIN KLEIN

THOM BROWNE

ALBERTA FERRETTI

BURBERRY PRORSUM Núna eru tískuvikur í fullum gangi og við tókum saman uppáhálds „lúkkin“ okkar frá vor/sumar tískuvikum London, Mílan og New York. Blómamynstur prentuð á satín í nude og dimmbláum tónum, svolítið japanskur náttfatafílingur, pokatöskur með gylltum keðjum og rúskinnslegir frakkar hjá Calvin Klein. Lúxus-, preppy-, prinsessu-, berstrípaður-, kirsuberjablómadraumur frá Delpozo (!). Ef Edward Scissorhands væri geisha þá myndi hann fíla grá jakkaföt frá Thom Browne. Emilio Pucci og Stella Jean eru með litríkt og munstrað náttfata- „vibe.“ Burberry Prorsum og Givenchy voru með svarta gegnsæja blúndu og náttslopp versus frakka. Alberta Ferretti sýndi bútasaum í stíl innfæddra, gegnsætt í jarðtónum. Safaríkt finnst okkur, án efa, vera silkisloppar og samsvarandi munstraðar víðar silkibuxur, sloppar almennt, síðir frakkar, jafnir „platforms“, jakkaföt og allt sem er svart og blúndulegt undir síðan slopp eða frakka. The Dude úr The Lebowsky í „Courtney Love geishu“ fíling finnst okkur vera tákn um munað.

CALVIN KLEIN

STELLA JEAN

GIVENCHY


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

BATBAND

MIXSTIX Ertu á leið í partý? Þá þarftu að næla þér í MixStix áður og verða Mixmeistari kvöldsins. Mojito, White Russian eða Sex on the Beach, nefndu það, það er allt í boði, um 100 uppskriftir fylgja. Þú þarft bara að eiga til rétta hráefnið. Ekki verra að æfa nokkrar sveiflur með flöskurnar. SKE mælir með myndinni Cocktail fyrir innblástur. Sjá nánar http://mixstik.com/

SAMSUNG SERIF

Verður þetta framtíðin? Engin heyrnartól yfir eyrun lengur. Studio Banana Things hafa tekist að hanna heyrnartól sem senda hljóðbylgju beint að innra eyranu. Þráðlaus að sjálfsögðu svo engar snúrur heldur. Bara að tengjast símanum. Sjá nánar http://studiobananathings.com/

Nútímalegt retro sjónvarp. Ný sjónvörp frá Samsung, hönnuð af frönskum hönnuðum, þeim Ronan and Erwan Bouroullec. Sjónvörp eru oft stór partur af stofunni en þessi eiga að falla betur inn í rýmið og verða meiri partur af heildinni. Koma í mismunandi stærðum. Útgáfudagur er 2.nóvember í Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð og Danmörku. Sjá nánar www.samsung.com/global/seriftv/

PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

LG OLED 55‘‘ OG 65‘‘ SJÓNVARP OLED er nýjasta gerð af sjónvarpsskjám sem býður upp á áður óþekkt myndgæði. LG er hönnuður OLED skjátækninnar og er enn sem komið er eini framleiðandinn í heiminum sem býður upp á heildstætt úrval af sjónvörpum með OLED skjá. Þeir sem vilja það allra besta ættu að fá sér OLED sjónvarp. OLED er ný kynslóð af sjónvörpum en OLED skjárinn er bæði þynnri og léttari en hefðbundinn LED skjár enda aðeins sex millimetrar. OLED sjónvörpin eru byggð þannig upp að hver einn og einasti pixill eða punktur er LED-díóða. Þar af leiðandi eru dýpri og náttúrulegri litir og aðgreining á litum og lýsingu mun meiri í LG OLED. Alveg svartur litur (Perfect Black) er loksins til staðar því OLED skjáir þurfa ekki baklýsingu eins og aðrir skjáir og því er skerpa, litaaðgreining og litadýpt sú besta sem sést hefur. Myndgæði nýju OLED tækjanna eru greinilega betri en í bestu mögulegu LCD tækjum. Á OLED tækjunum er myndin skýrari og litirnir betri. Það er engin LED-blæðing inn á skjáinn og fullkomin aðgreining fæst á öllum litum, svörtum og hvítum. OLED sjónvörp fást nú bæði í háskerpuupplausn 1920x1080 og líka í ofur háskerpu, 4K, upplausn 3840x2160 punkta. Skjár OLED tækisins er einungis sex millimetrar á þykkt og því einfalt að hafa skjáinn boginn. Sjónsviðið er meira eða 180° því tækið er bogið eins og auga áhorfandans. Auk þess eru hljóðgæðin í því mjög góð þrátt fyrir að tækið sé næfurþunnt.

DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI

DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3

LG Oled 3D , Smart sjónvarp fæst í Sjónvarpsmiðstöðinni Síðumúla 2. Markmið sjónvarpsmiðstöðvarinnar er að bjóða uppá heilstætt vöruúrval frá virtum framleiðendum á framúrskarandi verði, jafnframt því að veita betri þjónustu en þekkist annars staðar. WWW.SM.IS



24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

ELDOFNINN GUÐ BLESSI SIGGA SPES ORÐ: HLYNUR Undirritaður átti leið hjá Grímsbæ og rak augun í krúttlegann pizzustað. Ég starði í áttina að þessum krúttlega pizzustað og staðurinn blikkaði mig. Ég er að segja þér það: Staðurinn blikkaði mig. Þetta var ekki ofvirkur krakki að hamast í gluggagardínunum – þetta var Guð að teygja sig niður úr himinhvolfinu í gegnum íslensku grámygluna til þess eins að gefa mér merki: ‚Komdu inn, þú annálaði flatbökuaðdáandi og fáðu þér pizzu.‘ Ég tek öllum svona merkjum frá Guði alvarlega. Ég og Guð eigum náið og innilegt samband sem einkennist aðallega af líttáberandi skyndibitaskilaboðum #pizzuschrist. Ég sveif inn í þennan krúttlega pizzustað eins og skeggjaður engill með derhúfu. Þessi staður er krútt, innan sem utan – og ekki lækkaði krúttskalinn þegar matseðilinn var lesinn: Siggi spes, Gauti spes, eitthvað annað spes, ásamt öðrum hefðbundnum og óhefðbundnum nöfnum. Það var hreinlega ekki hægt að fara hefðbundna leið og panta bara pepp og svepp – bara ekki hægt. Smá pepperoni, sveppir, ólífur, rjómaostur, hvítlaukur, jalapeno, ananas og oregano: Siggi spes er nýji besti vinur minn. Hann og Guð. Guð blessi Sigga Spes … og Eldofninn líka … og Geir Haarde. Og Kylie Jenner. Hvar: Grímsbæ v/Bústaðaveg, 108 Reykjavík www.eldofninn.is

HORNIÐ COSMO KRAMER ORÐ: SKYNDIBITAKÚREKINN Í síðustu viku heimsótti ég Hornið. Hornið er veitingastaður sem flestir Íslendingar þekkja. Flestir Íslendingar þekkja Hornið á sama hátt og þeir þekkja andstyggilegt veður og óhagsýna fjármálamenn #church#realtalk. Hornið opnaði dyr sínar 1979 og síðan þá hefur nánast ekkert breyst. Hornið hefur haldið tryggð við eigin karakter í 36 ár (ég hef hins vegar ekki sýnt eigin sjálfi neina hollustu og breytist dag frá degi). Það er einhver tímalaus blær yfir Horninu. Hornið er eins og vampíra: hlýleg og vingjarnleg vampíra sem hefur tamið sér þann sið að framreiða hágæða ítalskan mat sem angar af blómstrandi rósaknöppum. Í gegnum árin hefur Hornið verið þekkt fyrir sínar bragðgóðu pizzur. Í orðtengslatilraunum bregðast 83% Íslendinga við orðinu ‚Hornið‘ með orðinu ‚pizza‘. Hin 17% setja upp saltkringlusvip og segja ‚uuuhmmmmhaaaaaa‘ (óstaðfest tölfræði). En hvað um það. Þegar ég heimsótti Hornið var ég í stuði fyrir eitthvað annað en pizzu. Ég fletti í gegnum matseðilinn eins og vel lesinn aðalsmaður og valdi Penne con Salame e Funghi. Penne con Salame e Funghi er útlenska fyrir penne pasta með pepperóní og sveppum (hugsanlega er þetta ítalska, hugsanlega er þetta Esperanto; ég var á tungumálabraut og er mjög næmur fyrir framandi tungumálum). En þetta var ekki tæmandi lýsing á réttinum (seinna meir komst ég að því að þarna voru líka tómatar, rjómi og chili). Er ég beið eftir komu matarins, þá starði ég út um gluggann. Ég gerði mitt besta til þess að hugleiða verðug og aðkallandi málefni eins og hlýnun jarðar, ójöfnuð og þær brjóstumkennanlegu aðstæður sem sýrlenskir flóttamenn búa við. En ég hneigðist að öðrum efnum. Ég fór að hugsa um Cosmo Kramer: Cosmo Kramer sem ber í barborðið og reynir að fanga athygli Joe DiMaggio með einlægum ýlfrum. Sýra. Þjónninn kom með réttinn stuttu seinna. Þetta var „chöbbý stöff“, (Chöbbý‘ er slangur sem þýðir ‚feitt‘). Ég gereyddi þessu pasta með munninum. Skyndibitakúrekinn mælir með þessu. Aðallega vegna þess að þetta er svo „chöbbý.“ Hvar: Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík. www.hornid.is

Sykurlausar nýjungar frá Läkerol! Hefur þú smakkað?



26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

NÆRING OG HEILSA Ertu ein/einn af þeim sem hefur lengi stefnt á að taka til í mataræðinu? Gló stendur fyrir námskeiði þar sem farið verður yfir grunnatriði sem hjálpa þér að betrumbæta mataræðið þitt á einfaldan en öfgalausan hátt. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir heilsueflandi ofurfæðu og jurtir, hvaða fæða og bætiefni gefa okkur meiri orku og góðar leiðir til að tækla sykurlöngun. Ásdís grasafræðingur kennir námskeiðið en hún hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla heilsuboðskapnum til sem flestra og er þaulreynd í að halda fyrirlestra þess efnis. Hvar: Gló Faxafeni 11 Hvenær: 1. október kl. 18 Verð: 4.900 kr Skráning: glo.is – undir námskeið og fyrirlestrar

HEILSA OG LÍFSTÍLL Sýningin Heilsa og lífstíll verður opnuð í Hörpu um helgina og eru um 40 heilsutengd fyrirtæki þátttakendur í sýningunni. Áhersla verður m.a. lögð á fræðslu um heilbrigðan lífstíl, fjölbreytt framboð til íþróttaiðkunar og góða andlega líðan. Samhliða sýningunni verða fyrirlestrar með fjölda sérfræðinga sem ræða um þau málefni sem brenna heitast á okkur hvað varðar heilsu. Búist er við 25 þúsund gestum – því verður engu til sparað til að gera sýninguna sem glæsilegasta! Hvar: Hörpu Hvenær: 2-4. október Verð: FRÍTT

TÖFRAR KJARNAOLÍUNNAR Olíulindin stendur fyrir námskeiði um hreinleika og virkni Young Living kjarnaolía. Sérstök áhersla verður lögð á ellefu algengustu olíurnar sem eru í hversdagsapótekum. Farið verður yfir hvernig olíurnar geta haft góð áhrif á heilsu okkar, fjölbreytta notkunarmöguleika þeirra og varrúðarreglur sem fólk þarf að hafa í huga við notkun þeirra. Hvar: Olíulindinni Hvenær: 1. október kl. 19:30 Verð: FRÍTT Skráning: liljaodds@gmail.com

ÞARMAFLÓRAN Birna G. Ásbjörnsdóttir, verðandi meistari í næringarlæknisfræði og heilbrigðisfræði, heldur fyrirlestur um þarmaflóruna og hlutverk hennar með tilliti til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigðar bakteríur í meltingarveginum bæta og efla heilsu okkar á margvíslegan hátt en röskun á þessum bakteríum getur haft slæmar afleiðingar á heilsufar, jafnvel síðar á lífsleiðinni. Á námskeiðinu fer Birna yfir þau atriði sem helst raska þarmaflórunni en að sjálfsögðu einnig þau sem styrkja hana. Hvar: Lifandi Markaður, Borgartúni 24. Hvenær: 7. október kl. 17:30 Verð: 3.900 kr. Skráning: lifandimarkadur@lifandimarkadur.is


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

FREDDIE GRUBB OG INSTRMNT Freddie Grubb og INSTRMNT hafa sameinað krafta sína og hannað borgarhjól fyrir almúgan. Fyrirtækin hafa sameiginlegt markmið um að hanna notendavæna minimalíska gæðahönnun sem endist. Hvert hjól er handgert og unnið á Freddie Grubb verkstæði í Suður-London. Hjólið verður fyrst fáanlegt á London Design Festivalinu 24.september. Nánar www.instrmnt.co.uk Ske mælir með að kíkja á fleiri hjól frá Freddie Grubb Nánar http://www.freddiegrubb.com/

NIR MEIRI – LAMPI INSTRMNT – ÚR Stílhrein og fáguð úr frá INSTRMNT. Ólarnar eru gerðar úr kálfaleðri sem framleitt er í aldargamalli verksmiðju í Þýskalandi, hokið af reynslu og þekkingu. INSTRMNT leggur áherslu á minimalíska gæðahönnun og vill að kaupandinn upplifi úrin og ferlið á bak við þau.

Innblásinn af birtu og skugga tunglsins. Lamparnir koma í þremur útgáfum. Loftljós með sjö ljósum, gólfljós með tveim ljósum og borðljós með einu ljósi. Stílhreinir úr grófum efnum eins og járni og basaltssteinum. Lamparnir verða seldir í takmörkuðu upplagi. Nánar www.nirmeiri.com/

Nánar www.instrmnt.co.uk

588-8900 Transatlantic.is

Síðasta útkall!

Malaga/Granada 24–27. október 2015

SIDEKICK Vöruhönnuðurinn Timothy John hannar þessa fallegu vörulínu sem samanstendur af sófaborði, hliðarborði, barstólum og kollum. Kemur í nokkrum litum. Sjá nánar www.paperplanestore.com

Látum tímann líða og röltum um þröngar götur í gamla hverfinu, kíkjum á kaffihús eða skoðum hin ýmsu listasöfn. Ekki er úr vegi að fara sem leið liggur á hið þekkta torg Plaza de la Constitución, í hjarta gamla bæjarins og kíkja á Atarazans markaðinn sem er sá vinsælasti í gamla bænum. Þar sjáum við grænmeti, fisk, fatnað og ýmsar vörur skipta um hendur. Þetta er staðurinn til að setjast niður á kaffihús, hlusta og horfa í góða veðrinu. Malaga að kvöldi til er einstök; niður við strönd má sjá hvernig hafið breytir um lit í rökkurbyrjun. Þar er veðrið hlýtt og notalegt og hiklaust hægt að mæla með því að borða úti. Þá er ætíð gaman að rölta eftir ströndinni þegar veður er gott, en í oktober má búast við um það bil 20 stiga hita.

3 sæti eftir á 84.900.• • • • •

Innifalið í verði ferðar er: Flug og allir skattar og gjöld Keflavík - Akureyri – Malaga og til baka Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför Gisting á hóteli með morgunmat í 3 nætur Íslensk fararstjórn

SALT- OG PIPARSTAUKAR / MENU Þessir koma í fleiri fallegum litum eins og pastelbleikum, ljósgrænum og bláum, með viðartappa eða úr stáli. SKE mælir með því að lesendur kynni sér fleiri fallegar vörur frá Menu. Nánar http://store.menudesignshop.com/ Vörur frá Menu fást einnig í Epal.


PABBAHELGI Á PRIKINU

DJ B-RUFF & GÍSLI GALDUR

BIG DADDY KANE

3. OKTÓBER KL. 00:00

2015


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT OG SVARAÐ SALKA SÓL EYFELD SÖNGKONA, RAPPARI OG KAFFIPERVERT Nafn?

eiginlega að segja það. Væri til í að hanga með fjórmenningunum í NY.

Salka Sól Eyfeld

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana?

Aldur? Eftir að ég sá „Straight Outta Compton“ er ég búin að vera með Roy Ayers æði og búin að hlusta mikið á hann.

27 ára Starfstitill?

Mikilvægasta lexía sem þú hefur lært í lífinu? Tónlistar- og fjölmiðlakona. Að læra að taka hlutum með stóískri ró og vera sjálfri mér trú.

Hvað er þér efst í huga nú til dags? Þessa dagana er ég að sýna í Þjóðleikhúsinu leikritið „Í Hjarta Hróa Hattar.“ Ég, ásamt hljómsveit, samdi alla tónlistina fyrir verkið og einnig erum við í öllum sýningunum. Svo er The Voice Ísland að fara á fullt þannig hugurinn er líka þar.

Uppáhalds brandari/tilvitnun?

Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu?

Hvað er best í lífinu?

Ég og litli bróðir minn deilum ástríðu fyrir fimmaurabröndurum þannig að flestir fimmaurar eru í uppáhaldi. Læt þá samt bara flakka við ákveðin tilefni.

Heitt bað og hugarró Ég er svo mikill Seinfeld aðdáandi að ég verð

OKTÓBERHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK N.k. laugardag, 3.október, verður mikið um að vera í miðborginni. Ekki aðeins hefðbundinn Langur laugardagur líkt og tíðkast fyrsta laugardag hvers mánaðar, heldur verður blásið til sérstakrar Októberhátíðar í miðborginni, þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að gæða sér á margs konar ljúfmeti, innlendu sem erlendu, föstu sem fljótandi. Hér er um að ræða skemmtilega blöndu af íslenskri sveitamenningarhátíð í anda töðugjalda og svo þýskættaðri gleðihátíð eins og margir kannast við. Ali, MS, Bananasalan, Ölgerðin, Ostabúðin o.fl. leggja sitt af mörkum til að Reykvíkingum og nærsveitafólki gefist kostur á að spóka sig um á Laugavegi, Skólavörðustíg, Kvos, Gömlu höfn og Granda og smakka á miðborginni í fyllstu merkingu þess orðs. Fjölmörg veitingahús munu spinna út frá sama stefi og auk þess verða margar verslanir með sértilboð og eigin uppákomur þennan dag. Hvar: Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 3. Október Miðaverð: Frítt

RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL) ARGIR KNÝJA VINDAR VOG / VELTA SKÝJABORGIR / MARGIR FLÝJA UNDAN OG / ELTA NÝJAR SORGIR / -KARL SIGTRYGGSON VERKAMAÐUR Á HÚSAVÍK SÝG Ó SÍGÓ SONA KNÚS / SÆTA ROMM OG KLAKAR / SVÖL ER NÓTT OG SUCKIT BLÚS / - EN SORGIR BÍÐA SPAKAR / -KÖTT GRÁ PJE RAPPARI AÐ NORÐAN


LAMBALÆRI OG ÁST! U T S S MI I AF EKK SU! ÞES

999

kr. kg

VERÐ ÁÐUR: 1498 KR. SS LAMBALÆRI FROSIÐ, 2,1–2,6 KG*

Borgaðu með símanum á einfaldan og öruggan máta með Netgíró.

Við sendum þér reikning í netbankann og þú færð allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest.

Skráðu þig á www.netgiro.is

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast. *2014 slátrun

Nýttu þér frábært tilboð á lambalærum í Iceland og hóaðu í fjölskyldu og vini í glaðlega og kærleiksríka máltíð.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.