1
HVAÐ ER AÐ SKE?
Þitt eintak Hvað er að ske vikuna 10.3-17.3
#02
ske.is
„Útbreiðsla íslenskra kvikmynda er alltaf að verða meiri og stærri.“
Baldvin z
2
HVAÐ ER AÐ SKE?
Þá er kominn mars. En ekki bara einn heldur margir. Einn er nefndur á dagatölum, annar heitir Hönnunarmars og þriðji Mottumars. Hönnunarmarsi fylgja ótal áhugaverðir viðburðir - sjálfan langar mig að sjá sýningu um Reykjavík sem ekki varð - og búast má við jafnvel fleiri síðum skeggjum og skrítnum klippingum á stjákli um miðborgina en alla jafna. Það er vel. Mottumarsi fylgja líka skegg en allajafna lítil og pen. Átakið miðar þetta árið einkum að því að vekja athygli á blöðruhálskirtilskrabbameini í körlum. Það er ekki ýkja spennandi að leggjast berrassaður á sjúkrabekk en þó aldeilis fýsilegra en krabbi. Maður gerir það með þá von í brjósti að komandi kynslóða bíði viðfelldnari aðferð til skoðunar. Mánuðurinn er reyndar nefndur eftir stríðsguði Rómverja til forna. En hvað um það, við getum til dæmis minnst þess að á sínum tíma nefndist hann gói. Eins og náunginn í Stundinni okkar. Trallmánuður. Eintómt stuð, fallegir hlutir, síð skegg og rassinn út í loftið.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglýsingar@ske. is Forsíðuviðtal og leiðari: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Baldvin Z Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Reykjavík Folk Festival: Óskar Hallgrímsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
Reykjavík Folk festival
3
HVAÐ ER AÐ SKE?
ICELAND WINTER GAMES FJÖLSKYLDUFJÖR Í HLÍÐARFJALLI 6.–14. MARS 2015
FLUGFELAG.IS
ICELAND WINTER GAMES OG ÉLJAGANGUR hafa nú sameinað krafta sína undir nafni IWG. Á hátíðinni kennir ýmissa vetrarlegra grasa, hvort sem þú vilt taka þátt í fjölbreyttri útivist eða fylg jast með keppnum í vetrargreinum um allt norðurland.
WWW.IWG.IS
Brettamót SK Dance and jump á Ráðhústorgi Freeskiing keppni í Hlíðarfjalli IWG Gönguskíðaferðir Hestaferðir Hópferð á vélsleðum Brettamót í Hlíðarfjalli IWG Dekurdagur í Sundlaug Akureyrar Matur úr héraði – Sælkeraferð um Eyjafjörð Morgunskokk með Arctic Running Norðurljósaferðir
Flugslátturinn IWG2015 veitir 30% afslátt af ferðasætum til og frá Akureyri á tímabilinu 6.–15. mars. Bókaðu flug á www.flugfelag.is fyrir 5.mars.
Hraðasti maður Hlíðarfjalls Snjótroðaraferðir á Múlakollu Reiðmót í hestaíþróttum Snjósleðaspyrnan Snjókarlinn rís á leikhúsflötinni Snjótroðaraferðir á Kaldbak Útsýnisflug í þyrlu Vasaljósagangan Vélsleða- og ævintýraferðir Vélsleðaprjónkeppni og -sýning Þyrluskíðaferðir í Hlíðarfjalli
islenska/sia.is FLU 72859 02/15
SLÁÐU INN FLUGSLÁTTARKÓÐANN VIÐ BÓKUN: IWG2015
4
HVAÐ ER AÐ SKE?
tónlist
Vinyl Wednesday Petersen & White Miðvikudagskvöld á Prikinu eru vínilkvöld. Landsþekktir plötusnúðar og plötusafnarar skapa snarkandi andrúmsloft fram til lokunar. Næstkomandi miðvikudag verður vínilbræðingurinn í umsjón engra annara en Arnars Petersen og Tommi White.
Auðn
The Smiths Tribute
Útgáfutónleikar Föstudaginn 13. mars heldur Auðn síðbúna útgáfutónleika en platan þeirra kom út í nóvember á síðasta ári. Hljómsveitin var stofnuð síðla árs 2010 og hefur meðal annars spilað á Akureyri Rokkar og Norðanpaunk. Stefnan er tekin á Eistnaflug í fyrsta sinn í sumar. Á tónleikunum munu einnig koma fram hljómsveitirnar Grafir, Skuggsjá og Draugsól.
Hvar: Prikið Hvenær: 11. mars kl. 22:00 Miðaverð: Frítt! Nánar ske.is
Hljómsveitin The Handsome Devils munu leika vel valin lög hinnar óviðjafnanlegu hljómsveitar The Smiths. Meðlimirnir myndarlegu eru Ottó Tynes, Stebbi Magg, Vernharður Jósefsson, Maggi Magg og Örn Eldjárn en Gunni Tynes sér um hljóðið. Fyrir um tveimur árum var gjörningurinn fluttur fyrir framan fullan sal af fólki í Gym&Tonik salnum á KEX og stefnan er að endurtaka stemmninguna. Óskalög ekki í boði.
Meira á ske.is Miðaverð: Frítt!
Hvar: Kex hostel Hvenær: 11. mars kl. 20:30 Miðaverð: 2000 kr.
Muck útgáfutónleikar Hljómsveitin MUCK fagnar útgáfu Your Joyous Future með tónleikum á Húrra! þann 13. mars næstkomandi. Platan er gefin út í samstarfi við útgáfufyrirtækið Prosthetic Records og kom út þann 24. febrúar. Pink Street Boys og Oyama sjá um að hita upp fyrir útgáfutónleikana. Hvar: Húrra Hvenær: 17. mars kl. 21:00 Miðaverð: Frítt!
Antimony Útgáfa OVA EP
Nýbylgju drungapoppsveitin Antimony heldur útgáfutónleika fyrir OVA EP á Dillon en bandið samanstendur af þeim RX Beckett, Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni. Antimony blandar saman straumum og stefnum frá jaðartónlist níunda áratugarins á borð við goth og cold wave. Útlit og stefna Antimony tengjast inn í ýmsa menningarkima og má þar nefna myndir eftir David Lynch, pönk, óhefðbundnar kynímyndir, vísindaskáldsskap og hryllingsmyndir. Hvar: Dillon Hvenær: 12. mars kl. 22:00 Miðaverð: Frítt!
Sálin hans Jóns míns + Inghóls reunion Sunnlendingar fagna 30 árum frá stofnun skemmtistaðarins Inghóls á Selfossi. Staðurinn markaði djúp dansspor í djammmenningu Selfoss og er í raun goðsagnakenndur. Til þess að taka nostalgíuna upp á enn fullkomnara plan mun Sálin hans Jóns míns leika fyrir dansi. 30 ára aldurstakmark er á kvöldið. Hvar: Hvíta húsið, Selfossi Hvenær: 14. mars kl. 23:00 Nánar: ske.is
DJ Kári Hljómalindardrengurinn okkar allra spilar á Dollunni, m.ö.o. Dolly’s, m.ö.o. Dolly þetta laugardagskvöld. Formaðurinn, eins og hann er kallaður, sendir okkur í mjúkar hreyfingar með stífu en fáguðu prógrammi. Hvar: Dolly Hvenær: 14. mars Meira á ske.is
F A L A V R Ú Ð I K I M I Ð A N Ú B LVU
HVAÐ ER AÐ SKE?
Ö T G O M TÖLVU AMD turnvél 2 Hröð vél með AMD A6-7400K örgjörva, 8GB minni, 120GB SSD drifi og Radeon R5 skjákjarna.
AMD turnvél 1 Hagkvæm tölva með AMD A4-4000 örgjörva, 4GB minni, 1TB hörðum diski og Radeon 7450D skjákjarna.
Intel turnvél 3 Flott vél í sérstaklega hljóðlátum turni með Intel Core i3 örgjörva, 8GB minni og 120GB SSD drifi.
89.950,-
69.950,-
109.950,-
U V L Ö T R DÚNDU
24"
AMD tölvupakki 2 Úrvals fermingarpakki með AMD A8-7600 Quad Core örgjörva, 8GB minni, 1TB HDD og Radeon R7 skjákjarna.
129.950,-
Ð O B TIL
AMD turnvél 5 Alvöru leikjavél með AMD FX8350 8 kjarna örgjörva, 8GB minni, 1TB hörðum diski og Geforce GTX960 skjákorti.
169.950,-
24"
Intel tölvupakki 3 Geggjaður pakki með Intel Core i5 Quadcore örgjörva, 8GB minni, 1TB hörðum diski og Geforce GTX960 skjákorti.
Intel turnvél 4 Hörku leikjavél með Intel Core i7 örgjörva, 8GB minni, 1TB SSHD Hybrid diski og Geforce GTX960 skjákorti
199.950,-
199.950,-
Intel turnvél 5 Sannkölluð Mulningsvél með Intel Core i7 örgjörva, 16GB minni, 2TB SSHD Hybrid diski og Geforce GTX970 skjákorti.
259.950,-
Fartölvur
Spjaldtölvur
Borðtölvur
Uppfærslur
Flakkarar
Jaðartæki
Turnkassar
Algjafar
Móðurborð
Örgjörvar
Kælingar
Vinnsluminni
Skjáir
Skjávarpar
Netbúnaður
Rekstrarvörur
Hugbúnaður
Kaplar og tengi
Hljóðkort
Harðir diskar
SSD diskar
Skjákort
Geisladrif
Stýrispjöld
Att.is Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • sími 569 0700 • Opið alla virka daga 10-18
5
6
HVAÐ ER AÐ SKE?
tónlist Páll Óskar 45 ára Páll Óskar heldur alvöru Palla-ball í Stapanum í tilefni 45 ára afmælis síns og opnunar á sýningunni „Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu“ en sýningin verður opnuð sama dag kl. 15:00. Öllu verður tjaldað til í glamúr og glæsileika og Páll Óskar mun stjórna stuðinu í Stapanum pásulaust alla nóttina! Hvar: Hlómahöll Hvenær: 14. mars kl. 23:59 Miðaverð: 2.500 kr. Miðasala: tix.is
Guðlaug Ólafsdóttir & Kristbjörn Helgason Á tónleikunum koma saman hljómsveitir tveggja söngvara, þeirra Guðlaugar Ólafsdóttur og Kristbjörns Helgasonar. Guðlaug og félagar munu leika dagskrá til heiðurs söngkonunni og tónskáldinu Abbey Lincoln. Kristbjörn Helgason þekkja margir sem einn af söngvurum Baggalúts en á tónleikunum munu Kristbjörn og kvartett hans leika brasilíska tónlist ásamt lögum úr amerísku söngbókinni. Hvar: Harpa Hvenær: 11. mars kl. 21:00 Miðasala: www.midi.is
Richard Goode Heimspíanistar í Hörpu
Richard Goode (f.1943) er bandarískur píanóleikari og sérstaklega virtur fyrir túlkun sína á verkum eftir Beethoven. Hann var fyrstur landa sinna til að hljóðrita allar sónötur meistarans. Hann er talin meðal fremstu píanóleikara heims af sinni kynslóð og á glæsilegan feril að baki. Hvar: Harpa Hvenær: 10. mars kl. 20:00 Miðaverð: frá 3.900
Low Roar & Farao Hljómsveitin Low Roar hefur verið upptekin við hljómleikahald utan landsteinanna að undanförnu, en nú gefst fyrirtaks tækifæri til að sjá hljómsveitina koma fram. Norska söngkonan Farao mun einnig stíga á svið en hún vakti töluverða athygli þegar hún kom fram á Airwaves hátíð ásamt hljómsveit sinni. Farao, sem nú er ein á ferð, er undir sterkum áhrifum frá íslenskri tónlistarsenu en tónlist hennar hefur meðal annars verið líkt við rólegri spretti Jónsa og Pascal Pinion.
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008
Hvar: Húrra Hvenær: 12. mars kl. 20:00
Mánudjass
Mótettur Bach og meira til Kór Breiðholtskirkju syngur forna kaþólska sálma sem gefnir voru út í íslenskri þýðingu í Graduale (Grallaranum) og auk þess tvö af fegurstu kórverkum J.S. Bach, mótetturnar: Jesu, meine Freude BWV 227 og Komm, Jesu, komm BWV 229. Á milli mótettanna mun Hildigunnur Einarsdóttir altsöngkona syngja sálma úr Schemelli söngbókinni. Kórnum til aðstoðar á þessum tónleikum eru Guðný Einarsdóttir organisti, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Gunnlaugur Torfi Stefánsson bassaleikari. Stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon. Hvar: Landakotskirkja Hvenær: 11. mars kl. 20:30 Miðaverð: 3.000 kr. Miðasala: tix.is
Á Húrra er mánudögum fagnað með stæl. Þrátt fyrir að helgin sé liðin þá er enn þá partý á Húrra og öllum velkomið að koma og skemmta sér með okkur. Við byrjum að spila klukkan 21 og það er happy hour til 10. Við hvetjum fólk til að spila, syngja eða bara njóta tónlistarinnar með okkur. Hljómsveitin: Sölvi Kolbeinsson - saxófónn Hrafnkell Gauti - gítar Kristófer Rodriguez - trommur Birgir Steinn - bassi Hvar: Húrra Hvenær: 16. mars kl. 21:00
Fermingargjöfin er framtíðareign
7
HVAÐ ER AÐ SKE?
fyrir heimilin í landinu XW-BTS3-K/W
Heyrnartól í miklu úrvali.
Bluetooth hátalari kr. 26.900,-
Verð frá:
XW-LF1-K/W
Bluetooth hátalari
Tilboðsverð
4.390,-
kr. 19.900,-
kr. 29.500,-
Sportmyndavél
Hesh2
Aviator
Tilboðsverð kr.
Rétt verð kr. 54.900
Bluetooth hátalari kr. 19.900,-
Gæða sjónaukar Tilboðsverð kr.
15.900,-
Verð frá:
kr. 8.990,-
Þetta virta og vinsæla merki er nú komið til Ormsson.
NX1000 20.3 milljón pixlar. 20-50 mm linsa fylgir. 8 rammar á sek.. Direct Wi-Fi. I-Function linsa. Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið. Tekur upp 1080p myndbönd með hljóði. Hristivörn innbyggt. Til bæði hvít og svört
Tilboðsverð
46.900,-
kr. 69.990,-
VSS-012-M6
NPNG útgáfa 1080@60fps og 720p@120fps Innbyggð WiFi tenging - Snjallforrit fyrir Android og Apple iOS - 16MP ljósmyndir - LCD Skjár og losanleg 1500mAh rafhlaða - Vatnshelt hylki á 100m fylgir Festingar og 8GB kort fylgja - Kemur í með flottri tösku.
-25%
Nintendo Wii U Leikjatölva ársins 2014 hjá Forbes.
2x40mm Full-Range hátalarar m. Dynamic Range Control
Margar gerðir rafmagnstannbursta
Hárblásarar í miklu úrvali
kr. 69.900,-
Fyrsta sending væntanleg eftir helgi.
Fyrsta sending væntanleg eftir helgi.
Rafmagnsrakvélar í öllum verðflokkum Fyrsta sending væntanleg eftir helgi.
Sjónvörpin frá SamSung og sharp
H6675 LÍNAN
LED SJÓNVARP · 600 Hz. · Full HD 1920x1080p 3D · SMART TV · USB afspilun · Gervihnatta (DVB-S2) og DVB-T2 móttakarar. · Micro Dimming · 4x HDMI
55”
269.900,-
HU6905 LÍNAN
UHD-LED sjónvarp · 200 Hz · 3840x2160 (4K) · smart TV með þráðlausu neti SMART TV ·· USB afspilun · UHD upscale · Gervihnatta (DVB-S2) og DVB-T2 móttakarar. · 4x HDMI
50”
219.900,-
Sharp LC-50LE761
H5005 LÍNAN
FULL HD LED SJÓNVARP · 100 Hz. · Stafrænn DVB-T2 og DVB-C Tengi: HDMI x2-USB x1-Component in x1–Composite in x1–Heyrnartól x1-Optical x1– CI kortarauf x1–Scart x1
50“ Full-HD,
300 Hz, DLNA, USB afspilun, netvafri – Aqous Net+, DVB-T/T2, DVB-C, 4xHDMI
kr. 175.900,Tilboðsverð
40” H5005
135.900,-
48” H5005
99.900,149.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
ormsson.is
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 OG LAuGARDAGA KL. 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
Lágmúla 8 • Sími 530 2800 SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON ORMSSON ORMSSON GEISLI OMNIS VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333 SÍMI 444 9912
8
HVAÐ ER AÐ SKE?
„Útbreiðsla íslenskra kvikmynda er alltaf að verða meiri og stærri“ Viðtal við baldvin z
Í viðtali vikunnar höldum við uppteknum þeim hætti að plaga fólk sem hefur ýmsu þarfara að sinna. Að þessu sinni er það leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z sem situr fyrir svörum. Baldvin hefur átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fyrir skemmstu sópaði kvikmynd hans Vonarstræti að sér verðlaunum á Eddu-hátíðinni eftir að hafa slegið eftirminnilega í gegn í kvikmyndahúsum og hjá gagnrýnendum. Þess utan hefur Baldvin verið fyrirferðarmikill í sjónvarpsþáttagerð og fleiru. Þegar þetta viðtal er tekið er Baldvin staddur í tökum úti á landi. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann hvað sé á döfinni hjá honum? Sem stendur er ég að ljúka tökum á Ófærð, sjónvarpsseríu sem Baltasar Kormákur fram-leiðir. Þetta er frábært verkefni þar sem ég, Baltasar, Óskar Þór Axelsson og Börkur Sigþórsson skiptum á milli okkar leikstjórn á tíu þáttum undir dyggri yfirumsjón Sigurjóns Kjartanssonar sem er svokallaður „showrunner“ verkefnisins, en hann er aðahöfundur þáttanna. Svo er ég byrjaður að undirbúa þriðju seriu af Rétti. Það er mjög spennandi verkefni í framleiðslu Sagafilm. Serían mun fá rækilega yfirhalningu og við höfum blásið nýju lífi í konseptið. Andri Óttarsson og Þorleifur Örn Arnarson hafa tekið við handritsgerðinni en ég mun sitja einn við leikstjórnarstólinn og er þetta mjög krefjandi verkefni. Í sumar hyggst ég svo halda áfram með heimildamyndina mína um Reyni sterka og svo er stefnt á næstu bíómynd á næsta ári. Þannig að það er nóg að gera á næstunni. Í ljósi þess að kvikmyndaheimurinn er orðinn ansi alþjóðlegur og íslensk kvikmyndagerð er þar ekki undanskilin langar mig að spyrja hvort þú sért eitthvað farinn að horfa út fyrir landsteinana?
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
Já, ég geri það að sjálfsögðu. En það verður allt gert á réttum forsendum. Ég er ekki að fara hella mér útí einhvern Hollywood-slag. Ég vil frekar einbeita mér núna að íslenskum verkefnum því ég hef nóg að gera hérna. Ef réttu tækifærin bjóðast erlendis þá mun ég stökkva á þau. Ég hef þegar fengið tvö tilboð um lítil alþjóðleg verkefni og er að skoða þau bæði sem stendur. Sjáum til. Þannig að Ísland getur fullnægt metnaðarfullum kvikmyndagerðarmanni sem starfsvettvangur, með tilliti til fjármagns, útbreiðslu og svo framvegis? Sem kvikmyndaleikstjóra, fullkomlega, en varðandi fjármögnun og þessháttar þá er það ansi flókið og erfitt. Svo eru laun leikstjóra hér á Íslandi ekki í neinu samræmi við vinnuframlag. Maður verður eiginlega að vera framleiðandi líka til þess að hafa eitthvað upp úr þessu fjárhagslega. Útbreiðsla íslenskra kvikmynda er alltaf að verða meiri og stærri. Það er gríðarleg fagmennska í íslenskri kvikmyndagerð og er hún alveg á pari við það sem best gerist annarsstaðar í heiminum, þá sérstaklega hvað varðar tæknivinnu. Handritsvinnan er sá liður kvikmyndagerðar sem hefur setið á hakanum. Við gefum okkur alltof lítinn tíma í að þróa handrit, en það kemur aðallega til vegna skorts á fjármagni til þróunarvinnu. En þetta er allt í þróun enda erum við kornung kvikmyndaþjóð. Nú hefur þú unnið eiginlega jöfnum höndum við sjónvarp og kvikmyndagerð, sérðu fyrir þér að færa þig alfarið yfir í kvikmyndir eða fellur þér vel að fást við bæði svið? Leikið efni, hvort sem er sjónvarp eða kvikmyndir, heillar mig. Bara svo lengi sem efnið er gott, metnaðarfullt og gert á réttum forsendum.
9
HVAÐ ER AÐ SKE?
10
HVAÐ ER AÐ SKE?
„ÞETTA ER ALLT Í ÞRÓUN ENDA ERUM VIÐ KORNUNG KVIKMYNDAÞJÓГ
Hvar og hvernig steigstu þín fyrstu skref sem kvikmyndagerðarmaður? Ég var 11 ára gamall þegar ég og Baldvin, æskuvinur minn, fengum kennslu í að klippa í Hljóðmyndum á Akureyri. Sigurður Hlöðversson kvikmyndatökumaður og Dyni [Steindór Steindórsson, fyrrum forstöðumaður félagsmiðstöðva á Ak., innsk.blm.] voru þar með stúdíó. Eftir það réðumst við nafni minn í að gera stuttmyndina Hraundranga, sem var einhverskonar afsprengi Tvídranga eða Twin Peaks eins og þættirnir nefnast á frummálinu. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur nokkuð verið til umræðu upp á síðkastið. Hvað finnst þér um þá kröfu sem nýverið var viðruð í grein í Stundinni að kynjakvóti verði settur á veitingar úr Kvikmyndasjóði? Umræðan er þörf og góð og fær mann til þess að hugsa. Ég held þó að vandamálið liggi ekki í styrkveitingunum. Vandamálið er uppeldis- og samfélagslegt og við þurfum öll sem eitt að takast á
við það og kenna börnum okkar góða siði. Ég hef oft sagt að karlmenn þori frekar að mistakast en konur, en það er ekki eðlisbundinn munur á konum og körlum heldur er það samfélagið sem hefur kennt okkur þetta. Þegar ég var að fást við músík í kringum aldamótin þá var Kolrassa stelpubandið en það voru skrilljón strákabönd. Ég held að það hafi verið af sömu ástæðu. Okkur strákunum mátti mistakast en ekki stelpunum, allavega held ég að þeim hafi oft liðið þannig. Ég held að það sé ein af ástæðum þess að strákar eru í meirihluta þeirra sem hafa hingað til þorað að taka þá fjárhagslegu áhættu sem felst í því að framleiða kvikmyndir. Við verðum að ráðast á grasrótina, hvetja stelpur til þess að fylgja draumunum sínum eftir og nota þær fyrimyndir sem við höfum. Margt af okkar öflugustu kvikmyndagerðarfólki eru konur. Þetta er að breytast hægt og rólega, en það er langt í land.
Heyr, heyr. Með þeim þörfu orðum ljúkum við samtali okkar við Baldvin, þökkum honum fyrir það og óskum honum velfarnaðar í ófærðinni.
11
HVAÐ ER AÐ SKE?
HBS-800 Þráðlaus tónlistarheyrnartól Frábær hljómgæði í samstarfi við JBL. “AMBIENT NOISE CANCELLATION” sem fjarlægir umhverfishljóð. 10 klukkustunda rafhlöðuending. Vertu í sambandi og hlustaðu á þína tónlist, hvort sem þú ert heima, í ræktinni eða á ferðinni. LG Tone Ultra - Betri gæði fyrir þig.
Fáanlegt í svörtu og hvítu.
HBS-730 Þráðlaus tónlistarheyrnartól Ótrúlega þægileg tónlistarheyrnartól. Þráðlaus BLUETOOTH tenging. Fáanlegt í svörtu, bleiku & hvítu. LG Tone+ Betri gæði fyrir þig.
Fæst í öllum verslunum ELKO
12
HVAÐ ER AÐ SKE?
skemmtun HönnunarMars HönnunarMars þarf vart að kynna en hann fer nú fram í sjöunda sinn dagana 12. – 15. mars 2015. Gríðarlega fjölbreytt dagskrá er í boði alla hátíðina og ókeypis aðgangur á alla viðburðina fyrir utan Design Talks. Það er því um að gera að kynna sér dagskrána vel en hana má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar. Hvenær: 12. - 15. mars Miðaverð: Frítt! Nánar: honnunarmars.is
Íslensku vetrarleikarnir
Pub Quiz
Íslensku vetrarleikarnir 2015 fara fram helgina 12.-14. mars en þétt dagskrá verður alla vikuna fram að þeirri helgi. Keppt verður í Freeski brekkustíl sem er partur af AFP mótaröðinni og flokkað sem gullmót. Einnig verður keppt í opna IWG snjóbrettamótinu þessa helgi. Von er á fjölmörgum erlendum keppendum í bland við innlenda keppendur. Skráning keppenda fer fram á heimasíðu leikanna.
Hið klassíska spurningaleikjaform í bland við barveigar. Hvar: BarAnanas, Klapparstíg Hvenær: Sunnudagurinn 15. mars kl 20:00
Hvar: Hlíðarfjall, Akureyri Hvenær: Dagana 6. - 14. mars Nánar: www.icelandwintergames.com
Design Talks Play Away Dagskrá HönnunarMars hefst á fimmtudaginn í Silfurbergi, Hörpunni, með fyrirlestrum mikilsvirtra alþjóðlegra hönnuða og arkitekta undir viðburðarheitinu „Design Talks - Play Away.“ Hvar: Harpa Hvenær: 12 mars kl. 09:00 Miðaverð: 8.900 kr. Nánar: honnunarmars.is
Sagnakaffi Sögur af hafinu bláa
Pop-Up ráðstefna um fjármálalæsi Í tilefni Alþjóðlegrar fjármálalæsisviku verður haldin opin ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík. Fram koma miklir sérfræðingar í fjármálum og talsmenn hagsmunaaðila. Aðilar frá Fjármálaeftirlitinu, Umboðsmanns skuldara, Seðlabanka Íslands, Neytendastofu og sjálfur fjármálaráðherra munu flytja stutt og hnitmiðuð erindi, innan við 5 mínútur að lengd. Hvar: Háskólinn í Reykjavík Hvenær: 11. mars kl. 12:00 - 13:30 Miðaverð: Frítt
Þynnkubíó Priksins
From Dusk till Dawn Öll sunnudagskvöld eru þynnkubíókvöld á Prikinu. Allir helstu kult-klassíkerar kvikmyndasögunnar eru sýndir á tjaldi á neðri hæð staðarins. Poppvélin er tengd sem flæðir yfir bargesti þeim að kostnaðarlausu. Þetta er ein besta leið til að ná sér niður á jörðina eftir glens helgarinnar. Að þessu sinni er það kvikmyndin From Dusk till Dawn sem er sýnd. Hvar: Prikið, Bankastræti Hvenær: 15. mars kl 22:00
Sagnakaffi er ný viðburðaröð í Gerðubergi en þetta misserið er jafnframt boðið upp á handverkskaffi, heimspekikaffi og leikhúskaffi á miðvikudagskvöldum. Á Sagnakaffinu í Gerðubergi verður reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar verða sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins verður fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt. Að þessu sinni mun söngvaskáldið Svavar Knútur syngja og segja sögur tengdar hafinu. Svavar Knútur er þekktur fyrir að draga áhorfendur sína gegnum hláturrokur og táradali, með kærleikann og gleðina sem endastöð. Gestir kvöldsins fá einnig að stíga á stokk og spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu. Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.
Hvar: Gerðuberg Hvenær: 11. mars kl. 20:00 - 22:00 Miðaverð: Frítt
ÍMARK dagurinn & Lúðurinn Þema ÍMARK dagsins er að þessu sinni „Content Marketing“ eða efnismarkaðssetning. Fyrirlesarar dagsins verða meðal annars Jack Sichterman, stofnandi Einstakrar Ölgerðar, Mads Holmen frá Bibblio og Maryssa Miller frá JetBlue. Síðar sama dag verða íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, afhent með pompi og prakt. Nánari upplýsingar og myndbönd má finna á facebook viðburðarsíðu ÍMARK dagsins.Skráning og nánari upplýsingar á viðburðina er hafin á imark.is Hvar: Háskólabíó Hvenær: 13. mars kl. 9:00 Miðaverð: 45.900 kr./ 15.900 kr. fyrir nema/ 34.900 kr. fyrir ÍMARK félaga Nánar: imark.is
13
HVAÐ ER AÐ SKE?
14
HVAÐ ER AÐ SKE?
leikhús
Minnisvarði Minnisvarði er nýtt verk eftir 16 elskendur þar sem tekist er á við mikilvægi sjónarspilsins innan nútíma samfélags. Á undanförnum áratug hefur hversdagslegt líf einstaklingsins verið gert að stórfenglegu sjónarspili og rík áhersla lögð á möguleika hvers og eins á að skara fram úr á sínum eigin hversdagslegu forsendum. Í sköpunarferli Minnisvarða hafa 16 elskendur kannað hvar uppsprettu þessarar áherslu á sjónarspilið er að finna og hvernig á því stendur að það falli einstaklega vel að ríkjandi samfélagsskipan hins vestræna heims. Verkið tekst á við þversagnir í tilveru mannsins og leit hans að staðfestingu á réttmæti tilveru sinnar í endalausu kosmósi um leið og hann minnir okkur á möguleikana handan sjónarspilsins.
Segulsvið Segulsvið er nýtt leikverk eftir eitt af okkar fremstu leikskáldum, Sigurð Pálsson. Sigurður Pálsson hefur sent frá sér fjölmörg leikrit af ólíkum toga og hikar ekki við að halda með áhorfendur á vit hins óvænta.
reikar hún svefnlaus um miðborgina og nýtur stuðnings tveggja kvenna, Næturinnar og Rigningarinnar. Fjórar götur í gömlu Reykjavík toga hana stöðugt til sín en þar virðist fortíð hennar búa.
Ung kona áttar sig á því að það sér hana enginn í erfidrykkju eiginmannsins sem drap sig úr dugnaði. Hún hefur alltaf verið bakhliðin á eiginmanninum og veit ekki lengur hver hún er. Þegar hún ráfar út úr erfidrykkjunni finnur hún að hún hefur heldur ekkert aðdráttarafl lengur. Það sem meira er - vegfarendum finnst hún beinlínis fráhrindandi, öllum nema draumlyndum ungum manni sem dregst að henni eins og naglapakki að segulstáli. Nokkrum mánuðum síðar, eftir aðra sára lífsreynslu,
Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Gretar Reynisson leikmyndahöfundur og Sigurður Pálsson sameinuðu síðast krafta sína í Þjóðleikhúsinu í hinni rómuðu sýningu Utan gátta sem hlaut sex Grímuverðlaun, meðal annars fyrir sýningu, leikstjórn, leikmynd og leikrit ársins. Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 4.950 kr. Nánar: www.leikhusid.is
Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 3.000 kr. Nánar: www.16elskendur.is
SJÁLFSTÆTT FÓLK HEILI HJARTA TYPPI
Konubörn Hvað gerir maður við líf sitt þegar maður er hvorki barn né kona. Hvenær verður maður eiginlega fullorðinn? Er það þegar maður hættir að borga barnagjald í sund, þegar maður fermist eða þegar maður hættir að skammast sín fyrir að kaupa túrtappa? Eða þegar maður er farin að nota orð eins og meðvirkni og öll boð sem maður fer í eru með sushi og kampavíni og allir eru að tala um áhrif hrunsins? Konubörn er nýtt, íslenskt leikrit í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttir en höfundar þess eru jafnframt leikkonurnar verksins: Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Hvar: Gaflaraleikhúsið Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: gaflaraleikhusid.is
Sprenghlægilegt leikrit um þrjá mjög ólíka handritshöfunda í tilvistarkreppu. Hvað gerist þegar sjálftitlaður stórsnillingur, hjartnæmur unglingur og graðnagli reyna að vinna saman? Bechdelprófið, George Clooney, snípurinn og ástin. Hvað er mikilvægast? Að vera einlægur, gáfaður eða sexí? Þegar litið er yfir leiklistarflóru Íslands sést að það er ákveðin eyðimörk þegar kemur að leikhúsi fyrir ungt fólk þar sem ungt fólk er sjálft að skrifa og setja upp verk um sinn veruleika. Uppfærslan á Unglingnum í Gaflaraleikhúsinu seinasta vetur var ákveðin tilraun og gekk vonum framar og var sýningin sýnd fyrir fullu húsi síðasta vetur og fékk tvær Grímutilnefningar. “Barnasýning ársins” og “Sproti ársins”. Ríkissjónvarpið mun svo sýna Unglinginn í vetur. Eftir svona stórkostlegar viðtökur langar okkur náttúrulega bara að halda áfram. Þess vegna höfum við ákveðið að stofna sérstaka ungmennadeild innan Gaflaraleikhússins sem ber nafnið FRAMTÍÐARDEILDIN og þetta verk er fyrsta verkefni deildarinnar. Hvar: Gaflaraleikhúsið Miðaverð: 2.500 kr.
Sjálfstætt fólk er ein ástsælasta skáldsaga íslenskra bókmennta fyrr og síðar. Þorleifur Örn Arnarsson og samstarfsmenn hans, sem nýlega settu á svið í Þjóðleikhúsinu ógleymanlega sýningu á Englum alheimsins, takast hér á við þetta magnaða verk Halldórs Laxness og fara með okkur í einstakt ferðalag um sögu þjóðarinnar Sjálfstætt fólk gerist í upphafi 20. aldar og segir frá einyrkjanum Bjarti í Sumarhúsum og fólkinu í kringum hann, og baráttu hans fyrir því að halda sjálfstæði sínu, hvað sem það kostar. Sýningin Englar alheimsins var frumsýnd vorið 2013 og fékk frábærar viðtökur. Hún var tilnefnd til níu Grímuverðlauna og hlaut meðal annars verðlaunin fyrir besta leikrit ársins. Sýningin var að margra áliti sannkallaður viðburður í íslensku leikhúslífi, og gagnrýnendur töluðu meðal annars um að hún væri „fullkomin útfærsla á skáldsögunni“ og „mögnuð leikhúsupplifun“. Leikur Atla Rafns Sigurðarsonar í aðalhlutverkinu þótti snilldarlegur, en hann mun nú fara með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Hvar: Þjóðleikhúsð Hvað kostar: 4.950 kr. Nánar: www.leikhusid.is
15
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345 DOMINO’S APP WWW.DOMINOS.IS
16
HVAÐ ER AÐ SKE?
JBL E40BT
Bluetooth heyrnartól með innbyggðum hljóðnema og Echo Cancellation. Music sharing – nota má tvö E40BT frá sömu Bluetooth sendingunni. 16 klst USB hleðsla. Samanbrjótanleg.
12.990
8.990
JBL E30
Heyrnartól með innbyggðum hljóðnema. Öflugur 40 mm driver. Samanbrjótanleg.
Yamaha LSX170
Relit BlueTooth hljómtæki með 360° lýsingu og hljómi. Bluetooth - 2.1 + EDR / A2DP DTA Controller app til að stýra tónlist og lýsingu. 3.5 mm STEREO mini Jack.
69.990 TDK A26
Veðurvarinn þráðlaus Bluetooth hátalari. 2 öflugir hátalarar og tweeterar. Innbyggður hljóðnemi. 3.5mm jack tengi AUX. Li-ion hleðslurafhlaða með allt að 6 klst endingu.
TDK A33
14.990
JBL Flip2
Þráðlaus ferðahátalari með innbyggðum Slipstream bassa sem skilar öflugum hljómi, Bluetooth tengingu fyrir þráðlaus samskipti og innbyggðan hljóðnema fyrir símtöl. Stærð (HxBxD): 7,5x16x7,5 sm. Fimm litir.
22.990
Veðurvarinn þráðlaus Bluetooth hátalari. 2 öflugir hátalarar og tweeterar. Innbyggður hljóðnemi. 3.5mm jack tengi AUX. Li-ion hleðslurafhlaða með allt að 6 klst endingu.
JBL PULSEBLACK
22.990
Harman Kardon NOVA
2x6w þráðlaus Bluetooth hátalalari með ótrúlega flottum hljóm. 64 LED perur með 5 stillingum sem breyta honum í diskókúlu. Hleðslurafhlaða og USB.
Bluetooth Hátalalari með 2 x 20W woofer og 2 x 20W tweeter. Magnaður hljómur.
29.990
Yamaha MCR332
2x20w míkróstæða með iPod vöggu, 11sm keilu og 2,5sm tweeter. Bass & Treble Control. Subwoofer útgangur. FM/AM útvarp. USB, heyrnatóls- og AUX tengi. Fjarstýring.
64.990
59.990
2013-2014 MOBILE AUDIO SYSTEM Harman Onyx
Harman AURA
Flottur Bluetooth hátalari með DSP Audio Technology. Woofer 30W. Tweeter 2 x 15W. Tíðnisvið 50 - 20kHz. Optical og jack tengi. Heyrnatólatengi. Fæst hvítur eða svartur.
64.990
Harman Onyx
Yamaha MCRB142
Þráðlaus 4x15w hágæða hátalari með innbyggðum bassa sem skilar kröftugum hljómburði. Bluetooth með NFC, AirPlay og DLNA fyrir þráðlaus samskipti. Hleðslurafhlaða. Sá allra flottasti.
30w Bluetooth microstæða með iPod vöggu og geilsaspilara, MP3, WMA. FM útvarp með 30 stöðva minni. 4,5" bassi. Vekjari.
59.990
74.990
SONOS PLAY1
Hátalari fyrir Sonos sem er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Fást svartir eða hvítir.
Panasonic SCHC39
40W RMS LincsD MkII Digital samstæða með iPod vöggu. Bluetooth NFC Re-Master. Streaming App. XBX Master. Pure Direct Sound. Direct-Vocal Surround. Nanosized Bamboo Cone hátalarar. MASH geislaspilari. FM RDS útvarp. Tónjafnari. Klukka með vekjara og svefnrofa. USB / AUX tengi. Hægt að festa á vegg.
49.990
39.990
Sonos PLAY3
Hátalari fyrir þráðlaus SONOS hljómtæki. Streymdu alla tónlist og Internet útvarpsstöðvar í hljómtækin. Virkar með snjallsímum, tölvum og spjaldtölvum. Þráðlaus WIFI netenging. Fást svartir eða hvítir.
59.990
17
GRÆJUR FYRIR ALLA HVAÐ ER AÐ SKE?
LG 50PB660V
50" Plasma FHD 600Hz sjónvarp 1920 x 1080p Full HD upplausn. 600Hz Sub Field Driving. Picture Wizard III. Triple XD Engine myndtækni. RealCinema 24p. x.v Colour. Progressive Scan. Wif -i Ready. WiDi, MHL, Miracast, LG Cloud. Opin vafri / NetCast 4.5. Magic Remote - Ready. Skype - Ready. Stafrænn móttakari DVB-T/T2 (MPEG4). Gerfihnattamóttakari DVB-S2. 20w Nicam Stereó V-Audio Surround Plus hljóðkerfi. Scart (með RGB), 3x HDMI(1.4) & Component Tengi, CI rauf, Optical(út) , 3 x USB o.fl.
TILBOÐ
99.990 VERÐ 119.990
UNITED LED32X16T2
32“ sjónvarp með 1366x768p upplausn. Progressive Scan. Stafrænn DVB-T/T2 móttakari. USB, 3x HDMI, Scart, S-video, Digital Coax, PC, heyrnartóls- og RCA tengi. CI kortarauf.
39.990
UNITED LED40X16T2
69.990
40“ sjónvarp með 1920x1080p upplausn. Progressive Scan. Stafrænn DVB-T2+C móttakari. USB, 3x HDMI, Scart, S-video, Digital Coax, PC, heyrnartóls- og RCA tengi. CI kortarauf.
WiFi tengimöguleiki fylgir
Nikon School námskeið og hreinsun á myndflögu 1 sinni á ári í 3 ár fylgir.
Olympus VG180BK
Myndavél með 16 milljóna punkta upplausn, 5x Zoom og 4x Digital Zoom, 4.7¹ 23,5mmlinsu og 2,7" LCD skjá. iESP Auto, Spot AF, Face Detection AF, AF Tracking, Auto Exposure o.fl. Hreyfimyndataka. Sendir þráðlaust. Hleðsla í straum eða USB. 16,4 MB minni. Kortarauf.
19.990
Olympus EPM1KIT
Speglalaus Pen myndavél með 12.3 milljón punkta upplausn. M.ZUIKO DIGITAL 14-42mm linsa. 4/3'' Live MOS flaga. ISO 100-12800. TruePic VI. Tekur Raw myndir. 3" LCD skjár. Super Wave Filter rykhreinsikerfi. Tvíþætt hristivörn. Full HD upptaka með steríó hljóði. Styður SD/SDHC/ SDXC kort. HDMI mini og USB tengi. Li-Ion hleðslurafhlaða.
Nikon D3300KIT1855VRII
Digital SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upplausn og 23,1× 15,4 mm CMOS flögu. AF-S DX NIKKOR 18-55 mm VRII linsa. 3” LCD skjár. Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd. WiFi möguleiki. 11 punkta autofókus. Fókuslæsing.
49.990
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
109.990 SJÁÐU ALLT ÚRVALIÐ Á SM.IS
18
HVAÐ ER AÐ SKE?
Græjur
Olloclip fyrir iPhone 6 og 6 plus
Drónar Dji Phantom 2 V2.0 + Zenmuse H3-3D fyrir Gopro kemur tilbúinn til flugs og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Hann hefur Zenmuse H3-3D stöðugleikakerfi með 3 ásum, fyrir Gopro hero 3, 3+ og 4 og er stýrt með „skroll“ takka á fjarstýringunni. GPS stöðugleikakerfi tryggir síðan stöðugt flug.
Olloclip er sniðug linsugræja til að smella yfir myndavélina á iphone símanum og bætir þannig við fiskaugalinsu, breiðlinsu og tveimur „macro“ linsum. Olloclip er létt og fyrirferðalítil og þú getur valið um að fá hana í silfri eða svörtu, gylltu eða hvítu. Þessi græja kostar 79 $ og hægt er að panta frá www.olloclip.com
Dróninn býr yfir sjálfvirku lendingarkerfi sem snýr aftur að upphafsstað, en þetta er einnig varnagli ef samband við fjarstýringu rofnar.
Apple úrið Úrið sem margir eru forvitnir um og bíða spenntir eftir. Búist er við að gripurinn verði kynntur til leiks í apríl og að byrjunarverð verði um $ 349 - en geti þó farið upp úr öllum völdum. Um þrjár mismunandi týpur verður að ræða og að sú dýrasta muni kosta í kringum $ 1.200 eða yfir 162.000 kr.
• • •
11,1V 5200mAh Li-Po rafhlaða, allt að 25 mín flugþol á hverri hleðslu 2,4GHz fjarstýring fylgir, 2000mAh innbyggð hleðslurafhlaða, drægni 1000m Mögulegt að setja fyrstu persónu sjónarhorn (Fpv.) búnað í drónann Fæst hjá www.dronefly.com
Úrið kemur í einum lit en hægt verður að fá mismunandi liti á ólum. Því er ekki ætlað að taka við af isímanum og er öllu heldur hugsað sem viðbót við iveisluna. Þú þarft t.d. að hafa símann nálægt til að geta hringt símtöl með úrinu. Úrið er meðal annars með kosti eins og :
• • • • • • • •
Kveikir á sér þegar þú hreyfir úlnliðinn Mælir skrefin þín og aðra hreyfingu Getur teiknað og sent myndir Getur fundið hjartslátt hjá öðrum en eiganda Styður öll Epla greiðslukerfi Getur tekið símtöl í gegnum úlnlið Aðgangur að Siri Þekkir mun á miklum þrýstingi og léttum og stýrir virkni eftir því
USB segulbandstæki Nú geta plötusnúðar tekið mixtape-in sín aftur upp beint á segulbandið, en nú í gegnum usb segulbandstæki (e. usb tape recorder)! Hvort sem þú ætlar að taka upp settið þitt eða færa af vínil beint yfir á usb þá getur þessi græja reddað þér. Hægt er að velja milli 320 mp3 og 192 mp3. Kemur með jarðtengingu fyrir spilarann þinn og rca. Einnig hægt að tengja beint við tölvuna. Græjan kostar 129 $ og fæst á www.turntablelab.com
HD upptöku penni
Harman Kardon Soundsticks Fallegur hljómur þarf enga víra. Hin marglofaða hönnun Harman Kardon SoundSticks hátalaranna braut hreinlega blað í hönnunarsögunni þegar hátalararnir bættust í hóp varanlegra safnmuna hjá Museum of Modern Art í New York (MoMA).
Winston Regal úr
18.990.-
Harman Kardon SoundSticks samanstendur af þriggja stykkja þráðlausu 2.1 hátalarakerfi með innbyggðum 65w magnara sem er með 6“ bassaboxi, átta hátölurum og er nú með innbyggðu þráðlausu bluetooth kerfi. Þessi fjölnota græja er ekki bara falleg fyrir augað heldur færir hún tónlistar-, leikja- og kvikmyndaupplifunina á hærra stig. Harman Kardon fæst í Sjónvarpsmiðstöðinni.
Ef þig grunar einhvern um að stela úr kökukrúsinni á vinnuborðinu þínu þá er lausnin einföld: Þú plantar njósnarapenna á borðið! Penninn nær góðum myndum og tekur allt upp að 4 GB. Komdu upp um ansans kökuþjófinn!
• • • • •
Tekur upp í 720p, 1280 x 720 alveg upp að 30 kassa á sekúndu. Batterí dugar í 2 tíma á fullri hleðslu Avi Jpg, 1600x1200 px Usb hleðsla
Penninn hefur víða verið uppseldur en hægt er að nálgast hann á amazon.com, verð frá 39$
19
HVAÐ ER AÐ SKE?
20
HVAÐ ER AÐ SKE?
Matur
Dirty burger & ribs Kjúklingavængir Fyrir u.þ.b ári opnaði hamborgara skúrinn Dirty burger & ribs á Miklubrautinni. Hingað til hefur staðurinn einungis boðið upp á tvo rétti á matseðli (hamborgara eða rif, eins og nafn staðarins gefur til kynna) en nú var þriðji rétturinn að bætast við: Kjúklingavængir. SKE prófaði vængina og niðurstaðan er sú að þeir eru vægast sagt tær snilld, löðrandi í hot wings sósu a la Aggi kokkur en að auki fylgir gómsæt gráðosta sósa með.
Prikið Celine Dijon Prikið hefur staðið á Bankastræti 12 síðan 1951 og er oft kenndur við hip og kúl andrúmsloft og ferskt næturlíf. Eins og margir miðborgarbúar vita þá er alltaf hægt að treysta á matinn á Prikinu, hvort sem er að morgni eða kvöldi til, og þar er alltaf þægileg og afslöppuð stemmning. Við fengum okkur samlokuna Celin Dijon. Sem er samansett með hunangsspelt-brauði, skinku, osti, beikoni, káli, tómötum og sósu og fylgja sætar franskar með. Samlokan var góð og brauðið sjálft einstaklega ljúffengt. www.prikid.is
Til gamans má geta að nýr DB&R staður opnaði í Austurstræti sl. laugardag og hlakkar SKE til að njóta matarins þeirra með einum köldum á Austurvelli í sumar... www.dbr.is
Gló
Spínat lasagna Veitingastaðurinn Gló er einn vinsælasti hollustubitinn í bænum. SKE smellti sér á Gló á Laugavegi þar sem boðið er upp á ferska rétti frá morgni til kvölds. Boðið er upp á fjölbreittan og breytilegan matseðil sem hægt er að skoða á heimasíðunni þeirra, en réttir dagsins eru búnir til úr ferskasta hráefni sem til er hverju sinni. Þá er alltaf hægt að treysta á snögga og þægilega þjónustu hjá starfsfólkinu á Gló. Fulltrúar SKE brögðuðu á spínat lasagna og völdu sér kartöflur, grænt salat og grænmetisblöndu sem meðlæti. Maturinn var ekkert smá góður og það er alltaf einstök tilfining að labba sáttur og samviskubitslaus út í daginn eftir svona hollan rétt. www.glo.is
TACOBARINN Í febrúar opnaði mexíkóski veitingastaðurinn Tacobarinn á Hverfisgötu. Tacobarinn býður upp á þrjár grunntegundir af tacos, grænmetis, kjöt eða sjávarrétta, en að öðru leyti eru samsetningar breytilegar eftir dögum. Útsendarar SKE smökkuðu allar tegundir dagsins og var hver annarri betri. Það verðu spennandi að koma aftur eftir viku og bragða á nýjum tegundum! Staðurinn býður einnig upp á heimalagaðar hot sósur svo að viðskiptavinurinn getur sjálfur stjórnað styrkleika réttanna. Það er svo tilvalið að lifa sig almennilega inn í mexíkóskt þemað og fá sér margarítu með matnum en boðið er upp á heldur óhefðbundnar margarítublöndur sem koma skemmtilega á óvart!
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Hvað er SONOS? Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Spilaðu það sem þú vilt hvar sem er á heimilinu í gegnum Sonos kerfið sem er mjög einfallt í uppsetningu.
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
21
HVAÐ ER AÐ SKE?
22
HVAÐ ER AÐ SKE?
listviðburðir
Flóra Hildur Yeoman Í náttúrunni býr dulmögnuð og kraftmikil orka. Uppúr henni vaxa grös, jurtir notaðar til að útbúa seiði sem búa yfir lækningarmætti en þau má einnig nota til að öðlast andlegan styrk eða til að tæla hjartað. Línan Flóra eftir Hildi Yeoman hefur að geyma sögu þessara náttúru og kvennanna sem höfðu þekkinguna til að nýta sér kraft hennar og dulúð. Hildur Yeoman hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu hönnunarheims síns undanfarin ár við góðan orðstír. Öll verkin spretta út frá teikningunum hennar en geta endað sem fallegur fylgihlutur, töfrandi munstur á flík eða bókverk, heiminum eru engin takmörk sett.
KONUR STÍGA FRAM SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST.
Hildur hefur verið iðin við að stefna ólíkum listgreinum saman á sýningum sínum og munu margir hæfileikaríkir listamenn taka þátt í skapa hinn töfrandi heim Flóru með henni á Hönnunarmars. Athugið að um einstakan viðburð er að ræða og að plássið er takmarkað í Vörðuskóla.
Hvar: Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 107 Reykjavík Hvenær: 13. febrúar - 10. maí kl. 11:00 – 17:00, lokað mánudaga. Nánar: www.listasafn.is
Veggspjaldasýning Unglistar 2015 Hvar: Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík Hvenær: Sýning 21. febrúar – 7. mars.
Hvar: Vörðuskóli , Skólavörðuholti. Gengið inn Barónstígs megin. Hvenær: 12. mars kl. 21:00
Myndir ársins Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Ljósið - Ragnar Th. Sigurðsson.
Hvar: Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Hamraborg 4, 200 Kópavogi Hvenær: 28. febrúar - 5. apríl kl. 11:00 – 17:00, lokað mánudaga.
Húrra Keramik VIÐ HITTUMST ALLTAF AFTUR Helicopter & Halldór Ragnarsson.
Hvar: Gallerí Verkstæði, Grettisgata 87 (bakhús Bílrúðunnar). Hvenær: Opnun/sýning þann 13. mars kl. 17:00-20:00.
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir. Hörkulegur hábrenndur leirinn laumast inn í mjúkan herraheiminn og gerir sig merkilegan, reynir að láta ljós sitt skína innan um mjúka litina í herrafataversluninni Húrra Reykjavík. Hvar: Húrra Reykjavík, Hverfisgata 50, 101 Reykjavík Hvenær: 12. mars kl 17:00.
23
HVAÐ ER AÐ SKE?
Messenger leður 24.750 kr.
Marley armbandsúr
Verð frá 16.950 kr.
Legend heyrnartól HOM-EMDH013MI Ótrúleg hljómgæði ANC virk hljóðeinangrun.
39.750 kr.
Liberate hátalari HOM-EMJA005MI Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu.
Fjórir 1“ hátalarar sem veita frábær hljómgæði hvar sem er
19.950 kr.
Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. Hæð • Sími 569 3100
24
HVAÐ ER AÐ SKE?
Ljósvakamiðlar
CSI: Cyber
Matargleði Evu
Sérfræðingar innan alríkislögreglu Bandaríkjanna (e. FBI) rannsaka glæpastarfsemi á Internetinu. Með aðalhlutverk fara Patricia Arquette, Luke Perry og James Van Der Beek.
Fróðleg og freistandi þáttaröð þar sem Eva Laufey Hermannsdóttir leggur ríka áherslu að elda góðan og fjölbreyttan mat frá grunni. Í hverjum þætti verður sérstakt þema tekið fyrir og verður farið um víðan völl í matargerðinni. Ferskt pasta, franskar makkarónur, humarsúpa, ítalskar kjöbollur, skyrkaka, brunch, barnamauk og matur fyrir þau yngstu, súkkulaðikökur, pestó og kjúklingasalöt eru dæmi um rétti sem Eva matreiðir í þáttunum. Eva kennir áhorfendum að töfra fram rétti á skemmtilegan hátt. Hvar: Stöð2 Hvenær: Fimmtudagur kl. 20:10
Sýningar hefjast 16. mars. Hvar: Skjár 1 Hvenær: Mánudagur kl. 21:45
How to get away with murder Viola Davis leikur lögfræðing sem rekur lögmannsstofu með fimm fyrrum nemendum sínum. Hún rekur þau áfram af miklu harðfylgi og oftar en ekki brýtur hún lög og reglur til að ná sínu fram. Hörkuspennandi þættir frá Shonda Rhimes, framleiðanda Greys Anatomy.
Gyðingar og múslimar
Hvar: Skjar 1 Hvenær: Fimmtudagur kl. 21:50
Blue Bloods Reagan fjölskyldan á sér langa sögu innan lögreglunnar í New York. Frank er lögreglustjóri borgarinnar sem aldrei sefur á meðan synir hans tveir starfa sem lögreglumenn. Dóttir hans er fráskilinn aðstoðarsaksóknari. Elsti sonurinn beitir vafasömum aðferðum réttlætis á meðan Jamie, sá yngsti gefur lögfræðiferil sinn upp á bátinn og gerist lögregluþjónn. Jamie hefur nú eignast nýjan félaga og það virðist vera óveður í aðsigi fyrir Frank og allt lögregluliðið í borginni.
Frönsk heimildarþáttaröð um gyðinga og múslima. Í hugum margra eru þetta andstæðir hópar sem elda saman grátt silfur. Þegar sagan er skoðuð kemur hins vegar í ljós að átökin ná ekki nema 150 ár aftur í tímann og trúarhóparnir eiga meira sameiginlegt en flesta grunar.
Hvar: Sjár 1 Hvenær: Miðvikudagur kl. 21:50
Hvar: RÚV Hvenær: Miðvikudagur kl. 22:40
George Harrison þögli Bítillinn Martin Scorsese leikstýrir yfirgripsmikilli heimildarmynd um tónlistarmanninn George Harrison og hvernig veraldlegt líf hans breyttist smám saman í andlegt ferðalag. Meðal þeirra sem koma fram eru George Harrison sjálfur, Paul McCartney og John Lennon. Hvar: RÚV Hvenær: Mánudagur kl. 22:45
Plútó Á bak við útvarpsþátturinn Plútó standa níu af fremstu plötusnúðum úr klúbbamenningu Íslands sem skiptast á í mixinu: Ewok, Skeng, Kocoon, Hlýnun Jarðar, Julia, Tandri, Skurður, Ozy og Maggi B. Haglabyssuhouse, footwork, techno, hip hop, grime og garage eru meðal þess sem er mixað af tæknilega nákvæmri fagmennsku en Plútó býður án efa upp á fjölbreyttustu neðanjarðarbassatónlist á klakanum. Hvar: FmXtra 101.5 Hvenær: Laugardagur kl. 19:00-21:00.
CASTLE Castle er bandarísk þáttaröð. Söguhetjan, Richard Castle, er höfundur vinsælla sakamálasagna en starfar nú með Kate Beckett rannsóknarlögreglukonu eftir að morðingi hermdi í tvígang eftir atburðum í bókum hans. Kate var í upphafi ekkert um aðstoð Richards gefið en í þessari 5. þáttaröð standa þau á tímamótum varðandi sambandið sín á milli á sama tíma... Hvar: RÚV Hvenær: Þriðjudagur kl. 20:30
25
HVAÐ ER AÐ SKE?
VEGAMÓT KITCHEN - BAR - CAFÉ
Í HÁDEGINU VIRKA DAGA Réttir dagsins á 1890 og súpa fylgir með
HEILSURÉTTIR
BRUNCH
Laugardaga & Sunnudaga | 11-16 Vegan hnetusteik
Með hnetusósu, Marakkó salati með appelsínu, ólífum og kryddjurtum.
2690
Hægeldaður þorskhnakki
2590 Með ávaxta chutney, bankabyggi, brokkolí, kryddjurta sesam vinegrette og jurtum.
HUMARPIZZA Steinliggur með hvítvíni
Grænmetisborgari í speltbrauði
2290
Með sólþurkuðum tómötum og cashew hnetum, borinn fram með sætkartöflusalati með tómötum og lauk.
Lúxus brunch
2490 Hrærð egg, beikon, pastramiskinka, camembert, goudaostur, kartöflur, ný bakað brauð, ferskir ávextir, tómat confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og pönnukaka með hlynsírópi.
Sá breski
2390
Klassískur Vegamótabrunch
2390
Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og pönnukaka með hlynsýrópi.
Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur, tómat confetti, grískt jógúrt og pönnukaka með hlynsírópi.
Léttur heilsubrunch
2090 Ristað speltbrauð, pastramiskinka, ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og grískt jógúrt. Barna Brunch Pylsur, steikt egg, beikon, grískt jógúrt, brauð og pönnukaka.
990
BABY BACK RIBS + ÍSKALDUR BJÓR Gott saman alla daga
Eldhúsið er opið sun-mið 11-22:00 fim 11-23:00 fös-lau 11-23:30
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
26
HVAÐ ER AÐ SKE?
tómstundir
Jógasetrið Í Jógasetrinu er að finna mikið úrval af byrjendanámskeiðum og námskeiðum fyrir lengra komna í jóga. Námskeiðin sem eru í boði eru meðal annars: Kundalini jóga, meðgöngujóga, mömmujóga, krakkajóga og jóga Nidra. Fyrir þá sem vilja fara alla leið er möguleiki á að fara í jógakennaranám í Jógasetrinu. Á heimasíðu þeirra stendur: ,,Kennaranámið felur í sér aðild að „3HO International Kundalini Yoga Teachers Association” (IKYTA) og uppfyllir einnig staðla um 220 klst jógakennara réttindi gefin út af Yoga Alliance, sem er alþjóðlegt bandalag ólíkra Jóga-samtaka.” Jógasetrið er til húsa að Borgartúni 20, 105 Reykjavík. jogasetrid.is
Mjölnir
bardagaíþróttir Bardagafélagið Mjölnir hefur heldur betur unnið sér inn athygli og skapað fræðandi jafnt sem siðferðislega umræðu um bardagaíþróttir í þjóðfélaginu. Mjölnir hefur nú í þónokkur ár boðið upp á námskeið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Til að mynda hafa íþróttamenn úr júdó, karate- og fimleikaheiminum nýtt sér grunn sinn til að finna nýjar leiðir til að efla heilsuna og halda sér í formi. Mjölnir býður upp á ýmis konar grunnnámskeið, til dæmis í boxi, kickboxi
og víkingaþreki. Einnig er boðið upp á barna- og unglingatíma í hinum ýmsu útfærslum. Mikið úrval er fyrir þá sem vilja síðan byggja á grunni sínum eftir byrjendanámskeiðin. Mjölnir er til húsa á Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Opnunartímar er virka daga frá kl. 06:40 - 22:00 og um helgar frá 10:00 - 14:00 www.mjolnir.is
Sundföt frá 4.990.-
Snóker & Pool Laugavegi 30 A S: 5620070
Horfumst í augu við þá staðreynd að í flestum heimilisstofum er ekki pláss fyrir poolborð, nú eða að makinn er þér ósammála um hina ótrúlegu hagkvæmni við að hafa þetta mikla stofudjásn í hjarta heimilisins. Snóker- og poolstofur má finna víða um land
þar sem hægt er að stinga út rassinum og negla nokkrum kúlum í vasa. Þar má nefna Snóker & Poolstofuna, Lágmúla 5, (pool.is) og Billiard Barinn, Faxafeni 12 (billiardbarinn.is).
27
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST KVIKMYNDIR LEIKHÚS LISTVIÐBURÐIR SKEMMTUN LJÓSVAKAMIÐLAR
SKE.IS
28
HVAÐ ER AÐ SKE?
kvikmyndir Allir sýningartímar á www.ske.is
before i go to sleep
6,2
chappie
36%
the spongebob movie: Sponge Out of Water
6,6
75%
smárabíó | háskólabíó | laugarásbíó
focus
borgarbíó
kringlubíó | álfabakki | sambíóin egilshöll
7,4
29%
sambíóin akureyri | sambíóin keflavík
7,0
55% theory of everything
7,8
the grump
the duff
háskólabíó
smárabíó | laugarásbíó | borgarbíó
hot tub time machine 2 7,8
7,3
7,2
64%
79%
79%
29
HVAÐ ER AÐ SKE?
FRÁ L E I K S TJ Ó R A
TA K E N
T H EY S H O U L D H AV E K I L L E D H I M W H E N T H EY H A D T H E C H A N C E
Frumsýnd 20. mars
30
HVAÐ ER AÐ SKE?
kvikmyndir Allir sýningartímar á www.ske.is
paddington 7,5
98%
wild tales bíó paradís
8,2
91%
birdman
the imitation game 8,2
89%
háskólabíó
8,0
93%
annie 5,0
into the woods smárabíó | kringlubíó | sambíóin akureyri
veiðimennirnir
sambíóin keflavík
smárabíó | laugarásbíó | borgarbíó
6,3
71%
7,2
28%
fifty shades of grey 4,2
24%
31
HVAÐ ER AÐ SKE?
32
HVAÐ ER AÐ SKE? 565 6000 / somi.is
ÚT AÐ BORÐA?
PRÓFAÐU NÝJU INDVERSKU TORTILLUNA?
Við bjóðum spennandi matseðil Íslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna. Þitt er valið! Ferskt á hverjum degi