ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 07.10–14.10
#30
SKE.IS
„STUNDUM ER ÉG BARA ÓGEÐSLEGUR TIL ÞESS EINS AÐ VERA ÓGEÐSLEGUR. STUNDUM ER ÞAÐ GRÍNIÐ: HVERSU ÓGEÐSLEGT ÞETTA ER.“ – SKE SPJALLAR VIÐ HUGLEIK DAGSSON
Brandenburg
52
Árlega deyja 52 einstaklingar úr ristilkrabbameini. Það má koma í veg fyrir það.
Kauptu Bleiku slaufuna og hjálpaðu okkur að hefja skipulagða leit að ristilkrabbameini.
.
#
4
HVAÐ ER AÐ SKE
GÖTUR REYKJAVÍKUR SKEleggur Í HENGIRÚMI AUÐNARINNAR Í gær sólundaði ég heilum degi hangandi á milli tveggja trjástubba, að slæpast áhyggjulaus í hengirúmi auðnarinnar. Þegar ég segist hafa sólundað heilum degi hangandi á milli tveggja trjástubba, að slæpast áhyggjulaus í hengirúmi auðnarinnar, þá meina ég að ég sólundaði heilum degi á sófanum; gerandi ekkert; horfandi á Netflix – vinstri hönd óhagganlega föst við broddótt yfirborð pungsins. Þetta var ekki dæmi um tilviljanakennt, langdregið nennileysi heldur var þetta gert að yfirlögðu ráði: þetta var gjörningur í nafni hinnar göfugu listar: iðjuleysisins. Já, herra minn, stundum er nauðsynlegt að vera iðjuleysingi. Maður getur ekki alltaf þeyst áfram eins og vel skipulagður, fúnksjónal spíttfíkill. Stundum þarf hönd að hvíla á pung – og pungur að hvíla á læri sem hvílir á sófa sem hvílir á skítugu teppi ... Í gær var þannig dagur. Í gær var svona dagur sem ég braut vísvitandi gegn öllum mínum lífsreglum til þess eins að núllstilla mig (#hófergottíhófi.) Þetta var einhvern veginn svona: Yfirleitt vakna ég snemma en í gær vaknaði ég ekki snemma. Í gær vaknaði ég svo seint að Benjamín Franklín byrjaði að putta sig í rassinn í gröfinni: klukkan 13. Yfirleitt er ég ferskur en í gær var ég ekki ferskur. Í gær var ég svo þunnur og daunillur að ef einhver hefði spilað „So Fresh, So Clean“ með Outkast hefði líf mitt verið eins og dauf sena í árshátíðarmyndbandi Umferðarstofu (einnig þjáðist ég af höfuðverk sem var ætlaður mun stórfenglegri hauskúpu. Þessi höfuðverkur átti í raun heima á Páskaeyjunni.) Yfirleitt kem ég fram við skrokkinn líkt og hann sé líkamlegt hof heilags Búdda en í gær gerði ég það ekki. Í gær var líkami minn Whitney Houston og ég var fullur Bobby Brown á sterum. Ég blóðgaði innyfli líkamans með skyndibitahönskum: Sandholts-stunga, Dominosstunga, KFC-rothögg (#B-O-B-A). Oftast fer ég í ræktina og geri lítið úr sjálfum mér meðal stæltra vina Gillz („gym-hunda“) en í gær gerði ég það ekki. Í gær lét ég þrjú sett af einni „Seinfeld“ endurtekingu duga: Standa upp og setja nýjan disk í tækið. Endurtaka svo tveim tímum seinna. Yfirleitt hokra ég yfir tómri blaðsíðu og glími við skáldagyðjuna en í gær skrifaði ég ekki neitt. Í gær skrifaði ég eina uppfærslu á Twitter: „lífið er eins og skál af skyri: bragðvont og súrt.“
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari og forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hallg rímsson Viðmælandi: Hugleikur Dagsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf
Hljómsveitin sem lagði okkur lið
Philharmonia Orchestra Við þökkum fyrir okkur
Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Söfnunin átti verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu á fimmta starfsári hússins.
18. og 19. október kl. 19:30 í Eldborg Stjórnandi Jakub Hrůša
Píanóleikari Danil Trifonov
Miðasala í síma 528 5050, á harpa.is www.harpa.is/philharmonia
Verk eftir Rachmaninov, Dvořák & Smetana
6
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
THE VINTAGE CARAVAN - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Platan Arrival var gefin út af þýska útgáfurisanum Nuclear Blast í maí og fékk platan gríðarlega góðar viðtökur á erlendri grundu. Hljómsveitin kemur eldheit heim eftir viðburðarríkt sumar og tónleikaferðalag med hljómsveitinni Europe sem gerði garðinn frægan med smellinum ,,Final Countdown”. Platan verdur flutt í heild sinni í fyrsta sinn, ásamt eldra efni. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 9. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr.
DIKTA & FRIÐRIK DÓR Dikta gaf nýverið út plötuna Easy Street og hélt uppselda útgáfutónleika í Hörpu og á Græna hattinum á Akureyri. Friðrik Dór hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands síðustu árin og átt hvern smellinn á fætur öðrum í útvarpi og sjónvarpi. Miðasala á tix.is.
MANKAN Rafspunatónleikar þar sem stiginn er „decibiladans“ og áferð og eiginleikar hljóða og myndefnis er kannað í rauntíma og í samtali milli tveggja heila sem eru harðvíraðir til verksins. Það eru þeir Guðmundur Vignir Karlsson, raftónlistarmaður, söngvari og myndlistarmaður og Tómas Manoury, tónlistarmaður, sem leiða saman hesta sína í Mengi. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 8. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Hvar: Húrra Hvenær: 9. október kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr.
DULVITUND ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Dulvitund, hugarfóstur Þóris Óskars Björnssonar, gefur út sína fyrstu breiðskífu; Lífsins þungu spor. Á sama tíma er þetta fyrsta verk útgáfufyrirtækisins Hið myrka mans; HMM001. Ásamt Dulvitund munu hljómsveitirnar Döpur og Ultraorthodox koma fram. Döpur hafa nýlega lokið við upptökur sem munu koma út á smáskífu (7 “vínyl) í lok október, HMM002. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 8. október kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.
Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
TÓNLEIKAR TIL STYRKTAR SÝRLENSKU FLÓTTAFÓLKI Tónleikar verða haldnir til styrktar sýrlensku flóttafólki á Loft Hostel, fimmtudagskvöldið 8. október. Fram koma Úlfur Úlfur, Jón Jónsson, Milkywhale, Axel Flóvent og Hinemoa. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 8. október kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
153018
SNILL HÁDEG D Í INU!
SNARLBOX 3 Hot Wings og lítill skammtur af frönskum á aðeins
599 KR.
8
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
DIALOGUE SIMON BERZ Hljóðlistamaðurinn og slagverksleikarinn Simon Berz er fjölhæfur hljóðfærasmiður sem hefur lagt sérstaka rækt við þróun eigin hljóðfæra. Í hljóðinnsetningum sínum vinnur hann gjarnan með steina sem hljóðgjafa, hann magnar þá upp, teygir og togar hljóðin sem steinarnir gefa frá sér.
NÝTT Á NÁLINNI
ÚTGÁFUTÓMLEIKAR ABOMINOR Í tilefni af útgáfu þröngskífunnar „Opus: Decay“ munu Abominor efna til subbulegra útgáfutómleika á Gauknum. Platan hefur hrúgað inn frábærum dómum undanfarið en hægt er að nálgast gripinn frítt á Bandcamp tónlistarsíðunni. Auk Abominor, koma fram hljómsveitirnar Mannveira, AMFJ, Naðra og Dulvitund. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 9. október kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.
Berz hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur við rannsóknir og hljóðasöfnun í íslenskri náttúru. Í Mengi munum við heyra afrakstur rannsóknarleiðangursins; hljóðheimurinn samanstendur meðal annars af steinum úr Húsafelli, þar sem Berz dvaldi, auk þess sem hljóð sjávarniðs, fjörusands og íslensks norðangarra læðast inn í hljóðheiminn. Hvar: Mengi Hvenær: 11. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Jaden Smith – Soulection Freestyle (Beat by Mr. Carmack) “Jaden Smith er ofdekraður en vanmetinn.”
KIRIYAMA FAMILY Kiriyama Family spilar hljómborðs-popp í hæsta gæðaflokki og hafa þessir sunnlendingar verið að slípa sig saman frá árinu 2010. Þeir ferðast nú norður yfir heiðar og skella í tónleika. Hvar: Græni hatturinn Hvenær: 9. október kl. 22:00 Miðaverð: 2.500 kr.
VÍKINGUR LEIKUR SKRJABÍN Víkingur Heiðar er ókrýndur íslenskur stórmeistari slaghörpunnar sem með leik sínum snertir alla sem á hlýða. Það er engin tilviljun að nú í ár var hann í fjórða sinn valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og sérstaklega tekið fram að það hafi verið fyrir flutning á fyrsta píanókonserti Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 8. október kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr.
ÞÓRUNN ANTONÍA & BJARNI Hin magnaða söngkona Þórunn Antonía og Bjarni M. Sigurðarson úr Mínus leiða saman hesta sína á Kex Hosteli nú á fimmtudaginn. Þau eru nýbúin að taka upp plötu saman en hún mun koma út á þessu ári. Meðal gesta á plötunni eru Dhani Harrison, Mr. Silla, Snorri Helgason, Emiliana Torrini, Birgir Ísleifur og Vala Gestsdóttir. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 8. október kl. 21-23 Miðaverð: Frítt
JÓNSSON & MORE / NO WAY OUT Það er þeim í Mengi sönn ánægja að taka á móti tríóinu Jónsson & More, skipað bræðrunum Ólafi og Þorgrími Jónssonum á saxófón og kontrabassa og Scott McLemore á trommum. Þeir félagar byrjuðu að spila saman sem tríó árið 2008 og loksins hafa þeir sent frá sér sína fyrstu plötu sem ber heitið No Way Out. Frjáls og ágengur spuni í bland við lagrænan og melódískan. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 9. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Craig David – Fill Me In / Where Are You Now? (Remix) “Craig Bieber aka Justin David = furðulega fín blanda.”
ÚLFUR ÚLFUR & EMMSJÉ GAUTI (ÁSAMT GKR) Rappkettirnir Arnar Freyr, Helgi Sæmundur, Gauti Þeyr og GKR mæta á Húrra í sínu fínasta pússi á laugardaginn og framkvæma mikinn gleðskap. Rapp í sinni nýjustu og ferskustu mynd hér á Íslandi. Hvar: Húrra Hvenær: 10. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Falcons – Flame featuring Stush “Sækið slökkvitækið, það er kviknað í laginu.”
Oyama – Vinur vina minna “Vinalegt lag frá vinalegri hljómsveit.”
Þér er í lófa lagið að taka upp Nýjasta upptökukækið frá Zoom H6 á eftir að gjörbylta því hvernig þú hugsar um hljóðupptökur. Hvað sem þú ert að taka upp; lifandi tónlist, kvikmyndir eða hljóð fyrir útsendingar. H6 fer létt með það. Kynntu þér málið.
Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
99% spýtukalla fæðast inn í ánægjulegar aðstæður. Þeir fæðast inn í sólbjartan, einblöðungslegan Alheim og lifa lífi sem einkennist af hljóðlátri sjálfsvirðingu. Eini tilgangurinn sem þessar fígúrur þjóna er að standa kyrrar og herma hljóðlega eftir þeim fjölskyldumeðlimi sem þeim er ætlað að líkjast. Guðir þeirra eru börn og ævisögur þeirra eru stuttar og þegar þær andast eru þær grafnar í litríkum ruslatunnum. En svo er einhver prósenta þessara fígúra sem eru ekki eins lánsamar. Þær lifa kannski í álíka smáum heimi en aðstæður tilveru þeirra eru tvímælalaust ekki eins ánægjulegar. Þetta er vegna þess að fígúrur þessar eru ekki skapaðar af saklausum börnum heldur af bölsýnum Íslendingi að nafni Hugleikur Dagsson. Hugleikur Dagsson er ekki velviljaður Guð: nei, herra minn. Hann er frjósamur faðir ólánsamra tegund vera sem eru, oftar en ekki, grunlaus fórnalömb nauðgana, sifjaspella, ofbeldis og morða. Einnig eru þær einkum langlífar; sökum hversu vinsæll Skapari þeirra er lifa þær stundum langdregnum, opinberum lífum á veggjum almúgans. Það er skrýtin tilfinning, að finna til samkenndar með spýtuköllum, en ég ræð ekki við mig (ég er vorkunnlátur og samúðarfullur maður sem erfði góðvildina frá ömmu sinni.) Í morgun varð ég vitni að því þegar einn meðlimur þessarar ólánsömu tegundar tilkynnti félaga sínum að innefli hans væru hægt og rólega að fyllast af saur. Af hverju? Því kona hans saumaði fyrir endaþarm hans. Á morgun verður hann örugglega helstíflaður. Smáheimur Hugleiks afhjúpar þann sannleika að við erum öll, óafvitandi, fórnarlömb aðstæðna okkar og Skapara. Er þetta ekki ástæða til þess að tileinka sér samúðafullt viðmót í garð náungans: Hver veit hvers konar siðlaust grín Skaparinn gerir að honum í dag? Ég banka á dyr Hugleiks Dagssonar og hann býður mér inn. Ég skoða mig aðeins um. Íbúðin gefur frá sér óyggjandi áru nördsins – og mér finnst ég passa ágætlega þarna inn. Ég kveiki á diktafóninum og við vindum okkur í viðtalið. SKE: Mig langar að byrja á því að ræða ritskoðun. Eins og þú kannski veist þá var hin árlega vika „Bannaðra Bóka“ í síðustu viku (frá 27. september til 3. október.) Hefur þú einhvern tímann haldið aftur að þér varðandi útgáfu? Hugleikur Dagsson: Nei, eiginlega ekki. Það hefur aldrei verið einhver brandari sem mig langaði til að segja en ég sleppti því vegna þess að ég vissi að hann fengi slæm viðbrögð. Ef ég ætla að fara yfir strikið, þá reyni ég að finna leið til þess að komast upp með það. Það kemur reglulega upp í umræðunni að það megi ekki grínast með þetta eða hitt. Einhvern tímann var sagt: „nauðgunarbrandarar eru ekki fyndir.“ Þegar svoleiðis er sagt þá bregðast grínistar, bæði karl- og kvengrínistar, við með því að segja: „jú, ef það er góður nauðgunarbrandari þá er hann fyndinn.“ Þá fara menn að setja reglur um hvað telur sem „viðunandi“ nauðgunarbrandari: „Svo lengi sem að nauðgarinn sé skotspónninn“. Það er ein leið, jú jú. En fyrir mér er ekki einu sinni hægt að takmarka það þannig. Það er alltaf hægt að finna einhverja leið til þess að grínast með hvað sem er. Ímyndunarafl mannsins er of takmarkalaust til þess að segja að eitthvað eitt eða annað sé ekki fyndið. Maður getur alltaf smíðað samhengið. Hins vegar, ef þú segir brandara sem að samfélagið bregst illa við, Facebook logar, og menn mótmæla þessum brandara og heimta að þú segir af þér – sem gerist alltaf, þú verður að segja af þér – (Ég hlæ.)
„Það er alltaf hægt að finna einhverja leið til þess að grínast með hvað sem er. Ímyndunarafl mannsins er of takmarkalaust til þess að segja að eitthvað eitt eða annað sé ekki fyndið.“
Þá verður þú að taka það til þín. Þessi viðbrögð koma ekki af ástæðulausu. Þetta er eiginlega lýðræðislegt. Ef að þú finnur fyrir meira ósamþykki heldur en samþykki fyrir þessum brandara þá liggur yfirleitt sökin þín megin. Þetta kallast að lesa salinn. Þegar þú stígur upp á svið þá kastar þú fram nokkrum bröndurum til þess að skynja salinn. Svo þegar þú ert kominn með tilfinningu fyrir salnum þá getur þú nánast sagt hvað sem er. En ef þú fleygir fram brandara um rasisma, sem margir gætu skilið sem fordómafullan brandara, þá þarftu að vera viss í þinni sök. Þú þarft að kunna til í eldhúsinu. Hefur þú einhvern tímann beðist afsökunar á einhverju sem þú hefur sagt eða gefið út?
Ég hef aldrei beðist afsökunar. Fyrir langa löngu birtist teikning eftir mig í Grapevine: Nýgift hjón að hlaupa út úr kirkju undir hrísgrjónaregni, svo segir maðurinn: „By the way, ég er með AIDS.“ Það sendi einhver inn kvörtunarbréf til Grapevine. Þegar kvörtunarbréf eru send til Grapevine þá eru þau yfirleitt rituð af rétthugsandi Ameríkönum. Í bréfinu skrifaði viðkomandi „AIDS er ekki fyndið. Þú gerir ekki grín að AIDS.“ Viðkomandi
hafði þekkt fólk sem hafði dáið af völdum AIDS. Fyrir mér var það mjög skiljanlegt að viðkomandi tók þetta illa til sín og hafði fullan rétt á því – en það er ekki fræðilegur möguleiki að ég ætli að biðjast afsökunar; ég veit nákvæmlega út á hvað brandarinn gengur. Einnig veit ég að það er ekki neinn lýður að fara mæta fyrir utan húsið mitt með heykvísla. En þáverandi ritstjóri baðst afsökunar. Ég var um leið mjög pirraður.
að kenna. Þetta eru aðstæður sem þeir fæðast inn í. Mér finnst þetta vera svo mikill sannleikur. Þetta er einhvers konar skrýtin áminning um það að maður eigi að temja sér skilingsríkt viðmót í garð náungans. Fyrir mig þá virka þessar teikningar, og eiginlega allt mitt grín, sem einhvers konar meðferð. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég eflaust miklu pirraðari, miklu leiðinlegri á Facebook og væri að skrifa mikið af neikvæðum uppfærslum, um hversu hræðilegt allt er. Ég man að einhvern tímann, fyrir langa löngu, ef að leikari fór í taugarnar á mér þá brást ég illa við: „Ég þoli ekki, þoli ekki Juliu Roberts!“
Var þetta fyrir tíð Hauks? Já. En ég var mjög ósáttur við það að þeir skyldu biðjast afsökunar fyrir mína hönd. Ég sá enga ástæðu til þess. Ég er alltaf að bíða eftir augnablikinu þar sem ég verð að biðjast afsökunar. En þá þarf ég að trúa því sjálfur að ég hafi haft á röngu að standa. Ég ætla aldrei að biðjast afsökunar bara til þess að friða einhvern hóp. Þessar spýtukallateikningar mínar eru í einhverju samhengi, þar sem að fólk veit hvað klukkan slær, í langflestum tilfellum. Það hefur eitthvað að gera með það hversu einfaldar þessar teikningar eru; absúrdisminn er svo augljós. En það er ákveðin áskorun: að finna nýjar leiðir til þess að vera fyndinn. Stundum er ég bara ógeðslegur til þess eins að vera ógeðslegur. Stundum er það grínið: hversu ógeðslegt þetta er. En eins og þú segir að ef brandarinn er nógu góður, eða nógu fyndinn, að þá er það ákveðin réttlæting í sjálfu sér. Brandarinn getur verið mjög svartur svo lengi sem hann er fyndinn. Fólk spyr oft „hver ákveður hvað er fyndið?“ En það er fólkið sem ákveður hvað er fyndið. Þetta er skýrast í uppistandi. Ef þú ferð upp á svið og segir brandara og enginn í salnum hlær þá er það ekki vegna þess að þau eru vitlaus – heldur vegna þess að þú ert ófyndinn. Ég skrifaði grein um teikningarnar þínar í ensku útgáfu SKE fyrir einhverjum vikum (þessi grein er inngangurinn að þessu viðtali), ég veit ekki hvort að þú hafir séð hana ... Nei, ég held ekki ...
(Ég hlæ.) En í dag skiptir þetta engu máli: „Guð blessi Juliu Roberts!“ Áður fyrr fóru litlir, ómerkilegir hlutir í taugarnar á mér og ég fann alltaf leið til þess að kvarta yfir þeim opinberlega. Ég skilgreindi sjálfan mig út frá neikvæðninni. En núna er svo mikið af ljótum, ógeðslegum hlutum í gríninu mínu að það gerir það að verkum að ég er almennt í töluvert betra skapi. Svo lengi sem að ég held áfram að skapa því betri skapi er ég í. Eitt sem er fylgifiskur þess að vera með svona ógeðslegan húmor er að oft þegar maður er búinn með uppistand þá kemur einhvern til manns og segir manni brandara: „Ég er með einn handa þér! Þú fílar þennan!“ Svo fæ ég að heyra einhvern ógeðslegan brandara, oft annað hvort mjög kynþáttahaturs- eða kynfordómafullan brandara, og ég hugsa „ég var að æla þessu út úr mér og svo kemur þú og treður þessu aftur inn í hausinn á mér.“ Í langflestum tilvikum eru þetta líka mjög lélegir brandarar. (Við hlæjum.) Þú ert vinsæll í Finnlandi. Þú hefur sagt um Finnana að fyrir þeim eru bækurnar þínar ekki grín – heldur samansafn staðreynda um lífið (Hugleikur var leynigestur á árshátíð sem ég sótti fyrr um árið). Ertu mikið í Finnlandi?
„Það er svo mikið af ljótum, ógeðslegum hlutum í gríninu mínu að það gerir það að verkum að ég er almennt í töluvert betra skapi.“
Á síðasta ári fór ég fjórum sinnum til Finnlands. Ég hef farið einu sinni í ár og er á leiðinni þangað aftur. Ég fer þangað til þess að kynna bækurnar mínar eða þá að vera með uppistand – stundum hvor tveggja. Frá því að Finnarnir uppgötvuðu bækurnar mínar hafa þær selst vel þar. Örugglega vegna þess að þeirra kímnigáfa er myrkari. Hún er eiginlega myrkari en okkar kímnigáfa. Finnarnir eru Íslendingar í öðru veldi.
(Ég hlæ.) Ég er með ákveðna kenningu. Það sem heillar mig mest við það að skrifa um hitt eða þetta, eða að hugsa um hitt eða þetta, er að maður myndar persónulegri tengsl við viðfangsefnið. Mig langaði að deila þessari kenningu með þér að gamni. Hugmyndin er þessi: „Smáheimur Hugleiks afhjúpar þann sannleik að við erum öll, óafvitandi, fórnarlömb aðstæðna okkar og Skapara. Er þetta ekki ástæða til þess að tileinka sér samúðafullt viðmót í garð náungans: Hver veit hvers konar siðlaust grín Skaparinn gerir að honum í dag?“ Já, akkúrat. Ég get alveg tekið undir þetta ... (Hugleikur hlær.) Hvað var þetta sem þú sagðir um „samúðafullt viðmót?“ Ég upplifi þetta þannig að þú ert einhvers konar Guð í þínum heimi. Þú ert að skapa þessar verur. 99% spýtukalla fæðast inn í mjög fallegan heim. Yfirleitt eru þetta spýtukallar sem eru að leika „mömmu“ eða „pabba“ á sólríkum degi. Svo deyja þessir kallar og barnið kastar þeim í einhverja litríka ruslatunnu. En þínir kallar, þeir fæðast inn í mjög grimman heim. En það er ekki þeim
Þeir eru mjög svipaðir okkur. Þeir drekka mikið og búa í köldu landi. Tungumál þeirra er einangrað. Saga þeirra er blóðugri en okkar. Á meðan að okkar helsta martröð voru maðkar í mjölinu þá voru þeir að berjast fyrir frelsi sínu í blóðugu stríði. Einmitt, við Rússana og Nasistana ... Þeir hafa upplifað blóðugri tíma en við. Við höfum vissulega komið frá dimmum stöðum en þeirra staður er líka blóðugur. En þeir eru kannski aðeins rólegri en við. Maður sá það á djamminu í Finnlandi að þeir eru almennt mjög slakir … Þeir eru aðeins slakari. Ég hef tekið eftir því að minn svartasti húmor í uppistandinu fær betri viðtökur í Finnlandi en hérna heima. Hérna heima er þetta alltaf annað hvort eða. Það fer alveg eftir salnum. Stundum ef ég segi barnaperrabrandara þá hvæsir einhver í salnum, sem er alltaf skemmtilegt, en í Finnlandi þá er alltaf hlegið mjög hátt og snjallt. Ég hef oft sagt þann brandara að bækurnar mínar séu samansafn staðreynda frá þeirra landi og þeim finnst það líka mjög fyndið. Þeir tengja alveg við það. Sem uppistandari, hefur þú einhvern tímann lent í einhverjum harðkjarna „heckler“ (á íslensku heitir þetta víst „frammíkallari“)? Það er byrjað að gerast oftar. Ég er mun rólegri núna fyrir uppistand og minna kvíðinn. Þó er ég alltaf smá kvíðinn og ég verð að vera smá kvíðinn. Ég man þegar ég var að byrja, þá hugsaði ég oft „það versta sem gæti
„EF ÞÚ FERÐ UPP Á SVIÐ OG SEGIR BRANDARA OG ENGINN Í SALNUM HLÆR ÞÁ ER ÞAÐ EKKI VEGNA ÞESS AÐ ÞAU ERU VITLAUS – HELDUR VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT ÓFYNDINN.“
12
HVAÐ ER AÐ SKE gerst er að einhverjum tækist að „heckle-a“ mig.“ En það gerðist aldrei. En þar sem uppistand er orðið algengara á Íslandi í dag, þá fjölgar „heckler-unum.“ Það eru nokkrar gerðir af „hecklerum:“ það eru þeir sem eru viljandi að skemma fyrir þér og svo eru það þeir sem kunna sig ekki sem áhorfendur uppistands. Þeir eru bara að tala eins og þeir séu á tónleikum. Það getur verið mjög truflandi. Ef einhver er að tala þá bögga ég þá og þagga niður í þeim – en ef einhver reynir að skemma fyrir mér þá nota ég alla mína orku í að eyðileggja kvöldið fyrir þeim. (Við hlæjum.) Þetta er aldrei persónulegt; þetta eru bara mín náttúrulegu viðbrögð. Ég er með míkrafóninn, þú ert með vesen – og ég ætla að skemma kvöldið fyrir þér. Ég ætla að rústa þér akkúrat núna. Og það tekst mjög oft. Ég rústa kannski ekki alveg manneskjunni en … Ég var á Patreksfirði með uppistand um daginn. Ég heyrði í einum tuðara í salnum áður en ég fór upp á svið. Hann byrjaði strax að grípa frammí fyrir mér – og ég lagði í hann. Svo mikið að hann flúði út að lokum. Hann gat ekki meira. Þetta var gaman. Það var mikið af nýjum bröndurum sem urðu til og það bættust alveg fimm mínútur við settið. Allir í salnum voru vissir um að þetta hefði verið sviðsett. En þetta var spuni? Ef maður er í stuði þá getur maður gert góða hluti við „heckler.“ Um daginn var einmitt mjög full kona á Rósenberg. Ég rústaði henni. Það gekk svo vel að þetta var eins og þetta hefði verið sviðsett. Það er ekki velkomið, en ef þú ætlar að gera það þá skaltu búast við því að ég sigri þig.
„Ég er með míkrafóninn, þú ert með vesen – og ég ætla að skemma kvöldið fyrir þér. Ég ætla að rústa þér akkúrat núna.“
(Við hlæjum. Allan, ljósmyndari hringir. Ég spyr hvort að Allan megi mæta aðeins seinna. Hugleikur segir að það sé í lagi.) Þú ert sjálfstætt starfandi listamaður. Ertu búinn að tileinka þér einhverja rútínu sem þú fylgir? Ertu eins og Hemingway og vaknar klukkan fimm á morgnanna?
Nei. Ég er mjög mikil B manneskja. Ég hef rosalega litla einbeitingu vegna þess að ég er að gera svo margt í einu. Núna, til dæmis, var ætlunin að vera tilbúinn með þrjár bækur fyrir jól, en ég held að þær verði bara tvær. Ég á eftir að segja forlaginu frá því og vonandi verða þau ekki pirruð. En það er bara vegna þess að ég var við það að klára bókina, en svo allt í einu áttaði ég mig á því að mig langaði að gera eitt í viðbót. Það bættust alveg þrjár vikur við ferlið. Það var ekki mjög ábyrgt af mér, en á síðustu stundu fékk ég svo góða hugmynd sem varð að fylgja með í bókinni. Þetta gæti orsakað það að sú bók komi ekki út fyrr en eftir jól. Vinnan mín um þessar mundir snýst í kringum þessar bækur og uppistand og núna er að detta inn framleiðsla á Hulla Seríu 2, það er ekki auðvelt að gera þetta allt í einu. Sem betur fer á ég vinkonu sem hefur verið einhvers konar umboðsmaður minn og hún hefur hjálpað mér mjög mikið. Síðastliðin tvö, þrjú ár hef ég haft manneskju mér til aðstoðar, sem er nauðsynlegt, sérstaklega þegar að maður er stanslaust að. Þú ert að fara gefa út tvær nýjar bækur fyrir jól, og hugsanlega eina í viðbót þar á eftir … (Hugleikur hlær.) Ein bókin er myndasaga sem ber titilinn Hvað með börnin. Hvað með börnin er sígild Hulla bók. Þetta er nýtt safn teikninga. Svoleiðis safn hefur ekki komið út í einhver ár. Ég hef gefið út dægurlagabækurnar, þar sem ég fór með spýtukallana á nýjar slóðir. Ég gerði líka spilastokk. En það er skemmtilegast og mesta frelsið í því að vinna þessa opnu brandara. Hin bókin heitir Mamma.
Mamma segir frá einstæðri móður sem eignast barn sem stækkar hraðar og hraðar. Áður en barnið er hálfsárs gamalt þá er það orðið stærra en mamman – en samt er það smábarn. Svo stækkar það svo mikið að það byrjar að stefna mannslífum í hættu. Svo hættir það ekkert eftir það. Þetta er tiltölulega einföld saga en það er mikið hjarta í sögunni; það er áþreifanleg ást á milli móðurs og barns. Hver myndskreytir? Hann heitir Pétur Atli Antonsson. Hann er einn færasti teiknari landsins. Hann myndskreytti einnig bókina Eineygði kötturinn Kisi og leyndardómar Eyjafjallajökuls. Sú bók fór framhjá öllum. En hún var skemmtileg. Hún var einhvers konar „Indiana Jones “ ævintýrasaga sem gerist í Eyjafjallajökli. Hvenær koma þessar bækur út? Ég geri ráð fyrir því að Hvað með börnin komi út miðjan október og að Mamma komi út í lok október. Hvað er svo næst á dagskrá?
Grafísk skáldsaga, rétt? Akkúrat. Fjórða í röð bókaseríunnar Endir, sem fjallar um endalok heimsins. Í hverri bók endar heimurinn á mismunandi hátt. Það eru mismunandi teiknarar sem koma að hverri bók en hver bók er eftir mig. Ég var að fá í hendurnar nýjustu lituðu síðurnar frá teiknaranum áðan. Þetta er ógeðslega flott. Ég verð fúll ef þetta verður ekki tilnefnt í flokki fagurbókmennta. (Við hlæjum.) Í bókinni Ofan og neðan þá fór allt á hvolf. Heimurinn endaði þannig. Hvernig endar heimurinn í bókinni Mamma?
Ég þarf að byrja á handritinu fyrir næstu bók í seríunni Endir. Það er danskur teiknari sem mun myndskreyta þá bók. Hún kemur út á næsta ári. Svo fer ég á fullt að framleiða Hulla 2, sem verður ógeðslega gaman. Sú sería fer í loftið næsta haust. Svo er það uppistandsserían Þroskastríðið. Síðasta kvöldið fer fram á Rósenberg í október. Ég var samt að gæla við hugmyndina að finna annan stað
til þess að vera með þetta í tvö-þrjú skipti til viðbótar fyrir jól, með það markmið að taka upp eitt kvöldið. Ég tók upp sýninguna Djókaín en sú sýning hefur enn ekki litið dagsins ljós. En það gæti verið að Djókaín komi út á Youtube á næstu vikum. Þarf maður ekki að vera með þokkalega pússað sett fyrir svona upptökur? (Hulli segir mér að þegar hann tók upp Djókaín þá stóð hann fyrir framan fullan sal af fólki í 90 mínútur án hlés – í stóra salnum í Háskólabíó. 900 manns. Ég spyr hann út í versta brandarann hans. Hann segir að verstu brandarnir séu yfirleitt þeir sem eru of sniðugir.) Mel Brooks sagði „wit is shit, funny is money.“ Það er mikið til í því. Maður missir oft salinn ef maður reynir að vera of „intellectual.“ Ef þetta horfir þannig við salnum að þeim finnst þú vera klárari en áhorfendurnir þá missir þú salinn. Salnum þarf annað hvort að finnast þú vera hálfviti eða að finna sjálfan sig í þér. Maður getur ekki verið upp á sviði og fundist maður vera æðislegur. Það eru mjög fáir grínistar sem geta notað sjálfstraust sér til framdráttar.
„Mel Brooks sagði ‚wit is shit, funny is money.‘ Það er mikið til í því.“
Maður þarf að gera grín að sjálfum sér?
Já, þú verður að gera grín að sjálfum þér. Þá hlær salurinn. Vegna þess að flestir eru að glíma við einhvers konar minnimáttarkennd eða hafa upplifað sjálfan sig sem hálfvita. En ef þú ert upp á sviði og segir „djöfull er ég frábær!“ Þá bregst salurinn illa við: „Hvað ertu að tala um!? Hver segir svona!?“ Ég held að það sé stærsta vandamál mitt á Twitter. Ég reyni mjög oft að vera of „witty.“ Á þessu bindum við enda á samtalið. SKE hvetur lesendur til þess að tryggja sér eintak af bókunum Mamma og Hvað með börnin í október.
6 HRINGIR ร KASSA
Brandenburg
1.500 KR.
DunkinDonutsISL
Laugavegur 3
Opiรฐ alla daga frรก 7-22
14
HVAÐ ER AÐ SKE
LEIKHÚS
VEGBÚAR Tónlistarmaðurinn KK stígur á svið og segir sögu gítaranna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sérstökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra trúbadora sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. Í verkinu tvinnast þessar sögur saman við lífshlaup KK sjálfs. Spurt er um mikilvægi tónlistarinnar, mátt hennar í hörðum heimi og leitina eilífu að hinum „eina sanna tóni“. KK slær á sína alkunnu strengi og fer með áhorfendur í ógleymanlegt ferðalag. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5,500 kr.
BILLY ELLIOT Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins. Hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu - mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um þaðað fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun. Söngleikurinn um Billy Elliot var frumsýndur á West End í London árið 2005 og hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. Sýningin hlaut mikið lof og fjölda verðlauna og er nú loksins komin í Borgarleikhúsið undir stjórn sama hóps og færði okkur Mary Poppins. Hér blandast saman blússandi húmor og stórkostleg dans- og söngatriði svo úr verður sannkölluð flugeldasýning með einvala liði leikara og auðvitað íslenskum Billy.
FRAMI
Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 7,500 kr.
Frami er nýtt verk eftir Björn Leó Brynjarsson í uppsetningu sviðslistahópsins TAKATAKA. Verkið fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímasamfélagi og baráttu hans við sjálfan sig. Hann upplifir sig á skjön við nútímann og nærir biturð sína gagnvart farsælasta listamanni Íslands ásamt því að vera heltekinn af eigin líkamsvexti. Við fylgjumst með persónunni elta galsakenndar fantasíur sínar og ranghugmyndir í leit að frama þar sem mörkin milli raunveruleika og óra mást út. Í verkinu endurspeglast nútímaleg þörf eftir ævintýrum og breytingum í samfélagi sem stundum virðist vera komið í hugmyndafræðilegt öngstræti. Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 2,900 kr.
Áskriftarkort Borgarleikhússins Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu.
Vertu með í vetur! Miðasala 568 8000 | borgarleikhus.is
Í HJARTA HRÓA HATTAR Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company, ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun. Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Miðaverð: 3,700 – 4,950 kr.
Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml
Engin aukaefni
Aldrei unnið úr þykkni
Enginn viðbættur sykur
Kælivara
Barnasmoothie 180 ml
Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti
Smoothie 250 ml
16
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
MAGNÚS ÁRNASON RAFSEGULSVIÐ ÆSKUNNAR /ELECTROMAGNETIC FIELD OF YOUTH Laugardaginn 3. október síðastliðinn var opnuð í Gryfju og Arinstofu Listasafns ASÍ sýning á verkum Magnúsar Árnasonar, en sýninguna nefnir hann RAFSEGULSVIÐ ÆSKUNNAR/ ELECTROMAGNETIC FIELD OF YOUTH. Magnús sýnir verkfæri fyrir ósnertanlega hluti, drauma utan marka holdsins, fyrir ósýnileika, horfna heima. Liti. Sýningin samanstendur af videóverkum, skúlptúrum og hljóði þar sem tveir af æskudraumum listamannsins eru gerðir að veruleika. Sýningin er tileinkuð Hönnu Maríu Gunnarsdóttur. Hvar: Listasafni ASÍ, Freyjugötu 4, Reykjavík Hvenær: 3. - 26. október 2015, frá kl. 13.00 – 17.00 alla daga nema mánudaga. Aðgangur ókeypis
ART/WORKS EMIL MAGNÚSARSON BORHAMMAR OPNUN 10. OKT. KL. 17:00 Nýlistasafnið kynnir Art/Works, einkasýningu listamannsins Emil Magnúsarson Borhammar í húsakynnum safnsins að Völvufelli, Breiðholti. „Stundum safna ég steinum eða „moose poo“. Stundum fer ég í gegnum listgagnrýni með fínum tannbursta. Stundum teikna ég. Stundum geng ég í gegnum verslunarmiðstöð með hundinn minn, án ólar.“ Á meðan eða eftir þessar beinu athafnir lít ég yfir verk mín og mína eigin stöðu í tengslum við samfélagið eða heildarhugmynd mína á heiminum sem ég finn sjálfan mig í. Þessi athugun leiðir oft til orðræðu um allt ferlið og verður sýnilegur hluti af verkinu, vinnunni. Ég nota mismunandi miðla en þó aðallega texta og videó. Ég hef áhuga á því hvernig vald er byggt upp, iðkað og því viðhaldið, hvernig mismunandi innbyrgð kerfi virka. Og þar sem ég er í því kerfi sem nefnist „Listheimur“ hef ég, í sumum verka minna, leitast við að skilja flókna náttúru þess kerfis.
VENSLAKERFI
Hvar: Nýló, Völvufell 13-21, 111 Reykjavík Hvenær: 10.10.2015 – 15.11.2015 Vefur: http://www.nylo.is/
EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Laugardaginn síðasta opnaði í Harbinger sýning Eyglóar Harðardóttur, Venslakerfi. Verkin á sýningunni eru unnin með sýningarrýmið í huga og fjalla í grunninn um þrívítt málverk. Eygló gerir tilraunir með efni og aðferðir í pappír og tré og verkin hafa þróast í að verða lagskipt málverk og samlímdir skúlptúrar. Augljósar og efnislegar upplýsingar í verkunum fléttast saman í vensl og kerfi sem bendla má við líkamlegar, huglægar og duldar víddir mannlegrar tilveru. Þau fjalla því ekki um konkret niðurstöður, öllu heldur um möguleika og ágiskanir. Þau snúast um skynjun og snertingu, miklu frekar en um staðreyndir og rök. Hvar: Harbinger, Freyjugata 1, 101 Reykjavík Hvenær: 3. - 31. október 2015 Opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá 14-17
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR GUNNAR RÚNAR ÓLAFSSON YFIRLITSSÝNING & HÁDEGISSPJALL
SAMKOMA BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR SAMKOMA nefnist sýning Brynhildar Þorgeirsdóttur myndhöggvara sem opnaði laugardaginn 3. október í Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal voru kynntir til sögunnar nýjir meðlimir í skúlptúrfjölskyldu Brynhildar sem hafa verið að þróast síðan 1982 og á svölum safnsins spratt upp smágerður útilistaverkagarður með rótarskotum í japanskri garðamenningu. Hvar: Listasafni ASÍ, Freyjugötu 4, Reykjavík Hvenær: 3. - 26. október 2015, frá kl. 13.00 – 17.00 alla daga nema mánudaga. Aðgangur ókeypis
Á sýningunni, Gunnar Rúnar Ólafsson – Yfirlitssýning, má sjá ljósmyndir eins færasta ljósmyndara landsins, Gunnars Rúnars Ólafssonar (1917-1965). Um er að ræða nýjar handstækkaðar ljósmyndir, teknar á árabilinu 1947-1964, eftir filmum Gunnars. Auk þess verða sýnd valin myndbrot úr kvikmyndum Gunnars frá Kvikmyndasafni Íslands. Kvikmyndaefnið, 36 útgefnar og óútgefnar myndir af ýmsum stærðum og gerðum, er varðveitt á Kvikmyndasafni Íslands. Gunnar Rúnar lést 29. janúar 1965, tæplega 48 ára gamall. Sýningastjórar nýrrar sýningar á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur bjóða upp á hádegispjall föstudaginn 23. október kl. 12.10. Sýningastjórar eru Gísli Helgason sagnfræðingur og Sigríður Kristín Birnudóttir ljósmyndari. Frítt er inn á viðburðinn og allir velkomnir. Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhús, Tryggvagata 15, 6 hæð Hvenær: 26. september 2015 - 10. janúar 2016
t
Philips 7600 línan Hlaut EISA verðlaunin sem bestu kaupin í Evrópu 2015-2016 7600 línan frá Philips með Android sameinar 4K Ultra HD upplausn, þægileg hljómgæði og þríhliða Ambilight baklýsingu í aðlaðandi blaðþunnri hönnun. Allt sem þú vilt að sé til staðar í sjónvarpi. Og það er margverðlaunað líka. Tækið fæst í þremur stærðum, 48“, 55“ og 65“.
með Android
ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500
18
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
TWEET KYNSLÓÐIN
Það eru komin svona 4 ár síðan ég fann fyrir slysni Seinfeld þátt sem ég hafði aldrei séð. Síðan þá hefur eiginlega ekkert markvert gerst. @HrafnJonsson
GRÆJU BONANZA Í HINU HÚSINU Þau hjá Hinu Húsinu munu á laugardaginn standa fyrir Græjumarkaði í Pósthússtrætinu. Þar gefst ykkur tækifæri á að koma og losa ykkur við gamlar græjur sem þið eruð annað hvort komin með leið á, hafið aldrei haft not fyrir eða keyptuð og lærðuð aldrei á. Er þetta hugsað bæði sem skipti- og sölumarkaður. Því getur þú vel mætt á svæðið og fengið að skoða það sem í boði er.
ARRESTED DEVELOPMENT QUIZ Aðdáendur þáttaraðanna Arrested Development geta heldur betur fengið útrás fyrir kunnáttu sinni á miðvikudaginn, þegar skellt verður í spurningakeppni til heiðurs þáttunum. Fjögurra manna liðum verður att saman til hinstu spurningar. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 14. október kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 Hvenær: 10. október kl. 13-17 Miðaverð: Frítt
Hef ekki gefið mér tíma til að leita að fjögurra laufa smára í svona 18 ár. Ógeðslegt samfélag. Auðmýkjandi og endalaust strit. Satan. @Dagur Hjartarson
Þú veist þú ert fullorðinn þegar þú kemur heim frá útlöndum með ekkert nema skynsamlega vetrarskó og merinó ullarkjóla. Með rúllukraga. @ergblind
Uppistand er orðið svo vinsælt að það endar með því að allir áhorfendur standa upp og eru fyndnir en grínistinn situr á sviðinu og hlustar. @ThorsteinnGud
SPILAKVÖLD Í SPILAVINUM BARNASTUND SINFÓNÍUNNAR Í þessari Barnastund má heyra fyrsta þáttinn úr „Eine kleine Nachtmusik“ eftir Mozart ásamt úrvali léttra og skemmtilegra laga. Tónlistin og lengd Barnastundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Kynnir í Barnastundinni er Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri Sinfóníunnar, en Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari leiðir Sinfóníuhljómsveitina af sinni alkunnu snilld. Sérstakur gestur verður Maxímús Músíkús. Hvar: Hörpuhorn, Harpa Hvenær: 10. október kl. 11:30-12:00 Miðaverð: Frítt
Haust er default árstíð á Íslandi. Hitt sjittið er bara tilbrigði við það. @BragiValdimar
Fólk sem hefur gaman að því að spila safnast saman í Spilavinum annað hvert fimmtudagskvöld. Gríðarlega góð mæting hefur verið undanfarið en starfsfólk Spilavina sér um að kenna spil og hópa fólk saman svo að allir skemmti sér vel. Spiluð verða alls konar spil á mörgum borðum og þér er alveg óhætt að koma þó að þú takir engan með þér sem þú þekkir. Á staðnum er gífurlegt úrval af spilum sem hægt er að prófa en einnig má koma með sín eigin spil. Kvöldin eru miðuð við fullorðna en krakkar 12 ára og eldri, í fylgd með fullorðnum, eru velkomnir. Hvar: Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin) Hvenær: 8. október kl. 20-23 Miðaverð: Frítt
Ég ætla að gera sjónvarpsþátt sem gerist inn í bíl sem er sífellt með sætishitarann á. Ég mun kalla hann The Hot Seat. @RexBannon
H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
20
HVAÐ ER AÐ SKE
UNA VALRÚN
SÍTA VALRÚN
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA DÍSKÓSÍGAUNINN Í VIKTORÍU-ENSKU RÓSATEBOÐI DREKKANDI TENENBAUM HAFMEYJUR
ALEXANDER MCQUEEN
ALEXANDER MCQUEEN
MAISON MARGIELA
DRIES VAN NOTEN
ROCHAS
VIVIENNE WESTWOOD
VIVIENNE WESTWOOD
VIVIENNE WESTWOOD
DRIES VAN NOTEN
MANISH ARORA
Núna er tískuvikunni í París lokið. Við skrolluðum og skoðuðum allt og völdum það sem var fínast, skemmtilegast og fallegast að okkar mati. Margt, mjög margt, var leiðinlegt en inn á milli, þegar við vorum alveg að gefast upp, sprengdist óvænt confetti framan í okkur. Bros kom á varirnar og fiðringurinn fór um okkur að innan. Það er eins og þegar maður dettur inn á sýningu í handahófs-kenndu galleríi og maður er hrifinn með, skynjunarsprotarnir teygjast út og tengjast, eða eins og þegar maður heyrir nýja plötu sem strýkur og örvar þessa staði sálarinnar sem við getum ekki skilið sjálf. Það eru blendnar tilfinningar af þakklæti og vellíðan. Kryddað með ögn af sársauka. Alexander McQueen var með skynrænt viktorísk-enskt rósa teboð. Hjá Chloe mátti sjá 70´s vínrauðan og drapplitaðan íþróttasamruna. Línan hjá Comme des garcons var mjög „amish“ og einkennisbúningsleg. Dries van Noten var með tattúeraðar tjullflíkur líkt og hafmeyjurr í of stórum glansandi, munstruðum, léttum jökkum og rúllukrögum með sólgleraugu. Manish Arora var uppáhálds vegna þess að hann var með sígauna diskóprinsa og prinsessur - og það er best. Vivienne Westwood var lika með 70´s strauma í munstrum og litum. Brúnn „blazer“ jakki allur í gullnælum og barmerkjum yfir röndótt stuttbuxnadress í silki satínefnum. Hjá Rochas mátti sjá útsaumaðar kúrekalegar gullskyrtur í yfirstærðum. Hjá Ann Demeulermeester mátti svo sjá mjög „slick“ buxnaflíkur og fíngerð „kink“ smáatriði. Maison Margiela var með David Bowie í netabol.
ANN DEMEULEMEESTER
DRIES VAN NOTEN
MANISH ARORA
Jakki 12.830 kr
OPNUM Í OKTÓBER Selfoss, Borgarnes og Njarðvík
Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær og Akureyri
22
HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
APC KEY 25 Hljómborðið er lítið, það er auðvelt að taka það með sér og tekur ekki mikið pláss á skrifborðinu, það er létt og virðist vera ágætlega smíðað.
DRONE’N’BASE Drone’n’Base hafa hannað fyrsta smádróna kappakstursleikinn. Hér er kominn meiri raunveruleiki en tölvuleikur. Dróni sem keppir við aðra dróna. Koma í lófastærð og hannaðir til að þola álag. Þú velur leikvöllinn og stillir stöðvarnar, það er líka hægt að skjóta andstæðinginn niður, setja upp varnarskjöld ofl. Margir geta keppt saman til þess að hafa meira gaman. Þetta er verðugt að skoða nánar á: http://www.dronenbase.com/
STAR WARS HÁTALARAR Star Wars aðdáendur athugið! Nú má fagna. Stormtrooper og C-3PO hágæða hátalarar. Náðaðir af Lucasi sjálfum, og Disney, sem viðurkennd Star Wars söluvara. Þráðlausir, með 2.1 viðhljómum og bullandi bassa.
Nóturnar eru “Semi-weighted” það er góð tilfinning að spila á þær, takkarnir eru þéttir og gott að ýta á þá og það er ágætt viðnám í snúningstökkunum, græjan virðist vera mjög þétt. Það vantar „MIDI Out Port”, en það virðist vera trendið í þessum litlu „MIDI Controlerum í dag. Ef þú vilt vinna á nótur og hefur engan utanáliggjandi búnað sem þarf að synca við tölvunavið er APC key góður kostur. Hljóðfærahúsið
Nánar: https://www.kickstarter.com/ projects/starwars-speakers/star-warsbluetooth-speakers
PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS
SKARP RAZOR Laser-rakvél fyrst sinnar tegundar. Vélin skilur ekki eftir sig útbrot né ertir húðina. Fjarlægir hárin og skilur eftir mjúka húð. Engin hætta á skurðum eða sárum og þú getur gleymt því að endurnýja áfram rándýru rakblaðahausana. Svo er hún líka umhverfisvæn og sparar vatnið! Þetta er málið. Nánar: https://www.kickstarter.com/projects/skarp/ the-skarp-laser-razor-21st-century-shaving
ADAM A5X Öflugir hátalarar frá Adam. Eins og aðrar týpur úr AX seríunni þá eru þeir með X-Art tvíter. Prufanir á þessum tvíterum hafa sýnt að þeir eru einir sterkustu sem til eru á markaðnum.
DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI
DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3
5.5” miðja nær alveg niður í 2.5kHz. Þessir litlu dýnamísku hátalarar með innbyggðum magnara komu virkilega á óvart og eiga eftir að nýtast vel hvort sem það er verið að mixa, hlusta eða búa til tónlist. Tónastöðin
1. KJÚKLINGABORGARI Kjúklingaborgari, franskar, sósa salat og 0.5L coke. Djúpsteikt bringa, iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og sinnepssósa 1750 kr.2. KJÚKLINGAPITA kjúklingapita franskar sósa og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pitusósa 1990 kr.3. KJÚKLINGASAMLOKA Kjúklingasamloka franskar sósa og salat og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur iceberg tómatur, gúrka laukur paprika og sinnepssósa 1990 kr.4. OSTBORGARI Ostborgari, franskar, sósa og salat og coke. Iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og hamborgarasósa 1750 kr.5. PÍTA MEÐ BUFFI Píta m.buffi, franskar, sósa og 0.5L coke. buff, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pítusósa 1990 kr.6. 2 BITAR 2 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke 1590 kr.7. 3 BITAR 3 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke. 1890 kr.8. 1/4 KJÚKLINGUR 1/4 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke. 1990 kr.9. 1/2 KJÚKLINGUR MEÐ FRÖNSKUM 1/2 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke 2200 kr.10 BK Borgarinn Tvöfaldur Hamborgari Með beikoni eggi, sveppum, iceberg, gúrku, tómat, papriku, lauk, frönskum, kokteilsósu hrásalati og 0.5L coke 2400 kr.-
BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
KAFFISLIPPUR RIGNING ORÐ: SKYNDIBITAKÚREKINN Það rignir stundum í Reykjavík. Stundum safnast skýin saman á lofti og framleiða vatnsdropa sem lemja á gluggunum. Yfirleitt er mér alveg sama um rigninguna. Mér er alveg sama um rigninguna á vorin, á sumrin eða á veturna. Það er aðeins þegar það rignir, á sérstaklega hráslagalegum sunnudögum að hausti, að sálin byrjar að drúpa og mér finnst eins og ég sé að stíga niður í langt hnignunartímabil. Á þannig dögum er fátt sem getur uppörvað mína niðurlútu sál. Síðasti sunnudagur var þannig dagur. Ég gekk um götur Reykjavíkur eins og vesæll flækingur, niður Laugaveginn, í gegnum Hverfisgötuna, framhjá höfninni, þangað til að ég slysaðist inn á nýtt kaffihús Icelandair Hotel Reykjavík Marina: Kaffislippur. Ég leitaði mér afdreps á Kaffislipp og hrissti af mér votuna, hressilega, eins og teiknimyndahundur. Ég heilsaði afgreiðslufólkinu og skoðaði matseðilinn: súrdeigsbrauð með avókadó; engiferskot; grískt jógúrt; chia grautur; heilsuskot; kaffi – og heitt onnom súkkulaði með Lakkrids lakkrís púðri. Þar sem þetta var einkum hráslagalegur og blautur sunnudagur að hausti, var ég viss um að venjulegt froðukaffi gæti ekki hresst mig við. Aðeins einhver forvitnileg nýjung eins og „heitt lakkrís súkkulaði“ gæti hughreyst mig. Ég var vitaskuld skeptískur um hugtakið „heitt lakkrís súkkulaði“ en ég ákvað að prufa engu að síður. Áður en ég fékk mér sæti spurðist ég fyrir um kaffihúsið og komst að því að Kaffislippur opnaði í sumar. Rekstrarstjóri kaffihússins, Vala Stefánsdóttir, kona sem gefur frá sér áþreifanlega ástríðu fyrir kaffi, sagði mér aðeins frá sögu og speki Kaffislipps (Kaffislippur er ekki samningsbundinn neinum framleiðanda og pantar kaffi eftir því hver bíður best hverju sinni, gæðalega séð). Ég fékk mér sæti og leit í kringum mig: nýtískulegur arinn, hilla með bronssjómanni, þægileg tónlist í bakgrunninum; þetta var fullkomið afdrep. Ég starði út um gluggann og fylgdist með rigningunni. Stuttu síðar kom kaffiþjóninn með bollann. Ég gleymdi veðrinu, haustinu og hnignuninni. Ég hafði fundið von í bolla af heitu lakkrís súkkulaði. www.kaffislippur.is
FYLGIFISKAR ÞAKKLÆTI ORÐ: RAGNAR TÓMAS Ég er of þakklátur til þess að vera matargagnrýnandi. Ég er ekki þess megnugur að hafna þessum eða hinum réttinum á grófan, gagnrýninn hátt; að hrækja á gólfið og öskra, með ofsafenginni misþóknun í átt að eldhúsinu; að biðja Guð um að grafa kokkinn og brenna húsið; og að gefa út langa, harðyrta skammarræðu sem rituð er af mínum misboðnu bragðlaukum: Nei, herra minn. Ég, í hvert skipti sem ég heimsæki veitingastað, er ég þakklátur fyrir það eitt að vera á staðnum og get sjaldan sett á mig hatt gagnrýnandans án þess að líða eins og vanþakklátu flóni – með furðulegan hatt. Ég er yfirleitt sáttur, svo lengi sem það er matur í maga (það er eins og ég hafi þolað plágur, hungursneyð og drepsótt í fyrra lífi: svo kröftug er þessi þakklætistilfinning.) EN. Ég veit, að þegar þakklæti mitt fer fram úr sínum hefbundnu mörkum, að þá ber sú tilfinning óumdeilanlegan vott um gæði matarins – og þykir mér líklegt að jafnvel hin krítískasti og mest nöldrandi smekkmaður yrði sammála mér. Síðasta föstudag upplifði ég þessa tilfinningu á Fylgifiskum. Ég mætti á staðinn, um hádegið, og andaði að mér andrúmsloftinu. Það var traffík í gangi en allt gekk þetta greiðlega fyrir sig. Ég gekk í átt að afgreiðsluborðinu og virti fyrir mér fiskirétti dagsins. Ég bað kurteisislega um karfann, tók mér vatnsflösku og fékk mér sæti. Ég fékk mér sæti og svo tróð ég í mig. Karfinn flaut í teriyaki sósu og var borinn fram með kartöflum, salati, byggi og stórkostlegum blaðlauk sem var skorinn þvert og hafði verið bakaður upp úr ólífuolíu. Þetta var dásamlegt. Ég pússaði diskinn með tungunni og gekk út alsæll. Ég get ekki annað en mælt með Fylgifiskum. Og þakklætinu almennt. Þakklætið gerir allt betra. www.fylgifiskar.is
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
HARMÓNÍSKIR HÓRMÓNAR
NÚTÍMA HUGLEIÐSLA
Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti fjallar um þau áhrif sem mataræði, streita og nútímalífstíll geta haft á hormónaflæði líkamans á námskeiði fyrir konur og karla! Þreyta, svefnleysi og þyngdaraukning eru algengir fylgikvillar hormónaójafnvægis og leiðir Þorbjörg þátttakendur í gegnum verkfæri sem bæta og kæta. Með réttu veganesti getur breytingaskeiðið orðið stórkostlegt. Þorbjörg hefur rannsakað mataræði og nútímalífsstíl í yfir tvo áratugi og gefið út bækur sem notið hafa mikilla vinsælda.
Allir geta hugleitt hvort sem þeir sækjast eftir meiri andlegri tengingu eða vilja einfaldlega bæta líf sitt. Tristan Gribbin leiðir kraftmikla og óvenjulega hugleiðslu á miðvikudögum með margvíslegri tónlist og kaflaskiptri hugleiðslu. Hver og einn gengur í gegnum persónulega upplifun í þessari hugleiðslu sem er sérstaklega góð fyrir þá sem eru að fást við mikla streitu. Gott er að koma með vatnsflösku, munnþurrkur, lítið handklæði og skriffæri með sér. Hvar: Dansverkstæðið, Skúlagötu 30 Hvenær: 7. október kl. 19:20-22:00 Verð: 2.000 kr. (Frítt fyrsta skiptið - 50% afsláttur fyrir nema & einstæða foreldra)
UMHVERFISÞING SAMSPIL NÁTTÚRU OG FERÐAMENNSKU
ÚR VIÐJUM VANANS
Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings 9. október 2015 á Grand hótel í Reykjavík þar sem fjallað verður um samspil náttúru og ferðamennsku.
Langar þig að gera eitthvað örðuvísi og gera það syngjandi og dansandi? Þá er þetta áhugaverða örnámskeið eflaust eitthvað fyrir þig. Saman munu þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir 5Rytma kennari og Sólrún Bragadóttir söngkona, flétta saman tónun/söng, öndun, 5Rytma dans og hugleiðslu. Þannig munt þú fá nasaþefinn af því hvernig þetta skemmtilega samspil verkar á líkamann, hugann og orkuna þína og hjálpar þér að brjótast úr viðjum vanans.
Heiðursgestur á Umhverfisþingi að þessu sinni verður Susan Davies forstjóri Scottish Natural Heritage en stofnunin hefur með höndum málefni náttúruverndar og sjálfbæra nýtingu náttúru í Skotlandi. Davies mun m.a. fjalla um reynslu stofnunarinnar af því að samþætta náttúruvernd við útivist og ferðamennsku. Eftir hádegi verður þinginu skipt í tvær málstofur þar sem flutt verða erindi um sama efni auk þess sem fram fara almennar umræður. Dagskrána má sjá á vef ráðuneytisins.
Hvar: Rósin, Bolhollt 4, 4 hæð Hvenær: 9. Október, 19.00 – 22.00 Verð: 4.000 kr. Skráning: sigurborg@5rytmar.is, sími 866 5527
Hvar: Grand hótel í Reykjavík Hvenær: 9. október kl. 8.30 – 17.00 Verð: Frítt á meðan húsrúm leyfir Skráning: www.umhverfisraduneyti.is
BLEIKA SLAUFAN Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Átakið er hvoru tveggja árvekni- og fjáröflunarátak og er þetta í níunda sinn sem því er ýtt úr vör.
Hvar: Gló í Fákafeni Hvenær: 14. október kl. 18-21 Verð: 6800 kr. Skráning: www.glo.is – námskeið og fyrirlestrar
GLÓANDI OG NÆRANDI HJÓLAVETUR! Byrjaðu hjólaveturinn með Maríu Ögn Guðmundsdóttur, hjólaþjálfara og afrekskonu í hjólreiðum, ásamt Elísabetu Margeirsdóttur næringarfræðingi og langhlaupara. Þær halda námskeið um undibúning fyrir hjólaveturinn með réttri þjálfun, græjum og réttu næringunni. Fáðu öll undirstöðuatriði hjólreiða á hreint fyrir hjólasumarið og notaðu rétta næringu til að ná sem bestum árangri. Hvar: Gló Fákafeni 11 Hvenær: 12. október kl. 18 - 20 Verð: 3.900 kr Skráning: glo.is – undir námskeið og fyrirlestrar
RISARISTILL Á HÁSKÓLATORGI 8.–14. OKTÓBER verður risaristill Krabbameinsfélagsins staðsettur á Háskólatorgi, Háskóla Íslands. Risaristillinn er hátt í 20metra langur og mannhæðar hár.
Allt þetta ár hefur Krabbameinsfélagið lagt áherslu á fræðslu og forvarnir í tenglsum við ristilkrabbamein og er Bleika slaufan lokahnikkurinn í því átaki. Árlega látast 52 einstaklingar af völdum ristilkrabbameins, en með skipulagðri leit er það eitthvað sem má koma í veg fyrir.
Ristillinn er heillandi fyrirbæri sem gegnir ýmsum og margþættum hlutverkum. Sem dæmi þá tekur ristillinn þátt í ónæmisvörnum líkamans. Fleiri taugaendar liggja frá innri líffærum til heilans en til baka sem skýrir að hluta tilfinninguna „að fá fiðring í magann“. Einnig hýsir ristillinn margfalt fleiri örverur en fjöldi mannfólks er á jörðinni.
Til að vekja athygli á átakinu og til að bjóða fólki að skilja mikilvægi forvarna gegn ristilkrabbameini gefst okkur á höfuðborgarsvæðinu nú kostur á að skyggnast inn í heim ristilsins. Dagana 8.–14. október
Göngum hring í ristlinum í næstu viku og styðjum Krabbameinsfélag Íslands í verki með því að kaupa Bleiku slaufuna og hjálpum við að koma af stað skipulagðri leit að krabbameini í ristli.
ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR
VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.
ÍSLENSKA SIA.IS NAT 71682 11/14
Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is
ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL
28
HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
LUNA
CLOVER
Raunverulegt tunglsljós, heima í stofunni, róandi og kózý. Kemur í sjö mismunandi stærðum, frá 8 cm – 60 cm. Kemur vel út sem loftljós, borðljós eða gólfljós. Vatnsvarið, hitavarið og höggvarið.
Hönnuðurinn Ionna Vautrin hefur hannað þessar krúttlegu luktir. Hægt að nota á ótal marga vegu. Í útileiguna, við lesturinn, í barnaherbergið eða á pallinum. Kemur í mörgum fallegum litum.
Nánar www.luna-the-moon.com/ Nánar: http://www.ionnavautrin.com/
SNURAN.IS
DESIGN BY US Edison pera sem notuð er í Ballroom XL ljósin, einnig er hægt að nota hana í alla venjulega skrúfganga.
OYOY living design er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2012 af Lotte Fynboe sem er jafnframt aðalhönnuður fyrirtækisins. OYOY hannar hágæðavörur innblásnar af klassískum skandinavískum stíl en er einnig undir áhrifum frá af japanskri hönnun og með ástríðu fyrir því að sameina liti og efni. Fallegir snagar, úr við, sem hægt er að nota hvar sem er í húsinu. Í eldhúsinu, svefnherberginu, á ganginum og í barnaherberginu. Stærð: þvermál 2,8 cm.
Peran er 125 mm og 40 watt.
Snuran.is
PLUSMINUS
OPTIC Smáralind
10 ára PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október
www.plusminus.is
MENU Þennan blómapott er hægt að nota innan- jafnt sem utandyra. Kemur frá danska hönnunarfyrirtækinu Menu. Nánar: http://menu.as/
Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!
RÚM
ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!
Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.
Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is
30
HVAÐ ER AÐ SKE
SPURT OG SVARAÐ HELGI SÆMUNDUR GUÐMUNDSSON RAPPARI, PRÓDÚSER OG ÚLFUR Nafn? Helgi Sæmundur Guðmundsson.
Uppáhalds bók og af hverju? Mér finnst fullt af bókum mjög fínar en sú bók sem ég man alltaf eftir að hafa lesið og hugsa reglulega um er „Mastery“ eftir Robert Greene. Hún er mikil hvatning fyrir alla þá sem vilja ná langt á sínu sviði eða þurfa að afsaka það fyrir sjálfum sér að setja áhugamál efst í forgangsröðina.
Aldur? 28 ára. Starfstitill? Nemi og tónlistarmaður. Hvað er þér efst í huga nú til dags? Líklega ætti það að vera stóra verkefnið sem ég er að gera í markaðsfræði en það er erfitt að hugsa um annað en ný Úlfur Úlfur lög og svo eru önnur spennandi verkefni í gangi.
Mikilvægasta lexía sem þú hefur lært í lífinu? Að þú getur alltaf lært nýja lexíu.
Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? Ég væri til í að vera vinur Rick Grimes í Walking Dead. Við tveir að bralla eitthvað.
Hvað er best í lífinu? Það er hægt að telja upp milljón hluti sem breytast eftir því hvernig skapi þú ert í eða hver er nákomin þér þá stundina en ég held að allir geti verið sammála um að það besta í lífinu sé vatn og loft.
Á hvað ertu að hlusta þessa daganna? Ég er að hlusta mest á „What a Time to be Alive“ með Drake og Future.
PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR
Uppáhalds brandari/tilvitnun? „Hatarar hata sig“ – Arnar Freyr og einhverjir fleiri. Gott að minna sig á það reglulega.
RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL) ÉG DREKK FREMUR FAGLEGA /
Serial var einhverskonar menningarlegt fyrirbrigði. Jafnvel áður
OG FER EKKI YFIR STRIKIÐ /
en þátturinn kom út var hann í fyrsta sæti á itunes – og hélt
ÞÓTT ÉG DREKKI DAGLEGA /
toppsætinu mörgum vikum eftir það (það var ákveðið „hype“ í kringum
OG DREKKI STUNDUM MIKIÐ /
þáttinn). Frá sömu framleiðindum This American Life, Serial reynir að
– HARALDUR HJÁLMARSSON, BANKARITARI FRÁ KAMBI
komast til botns á morði Hae Min Lee, ungri Bandarískri stúlku sem fannst myrt í almenningsgarði í Baltimore árið 1999. Stuttu eftir að Hae Min Lee var fundinn, handtók lögreglan fyrrverandi kærasti
ÚLFURINN RÚLLAR MEÐ
hennar, Adnan Syed, og var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
RÓMVERSKUM GYÐJUM OG STÓÍSKUM HÓMÍS /
glæpinn. En ekki eru allir sannfærðir um sekt Adnans. Þættinum
ELDIST UM HELMING
er stjórnað af Sarah Koenig, sem rekur sig áfram í gegnum málið
OG DREKK FYRIR TVO LÍKT OG ÓLÉTTUR RÓNI /
í æsispennandi leit að sannleikanum. SKE hefur á tilfinningunni
– ARNAR FREYR FROSTASON, ÚLFUR AÐ NORÐAN
að Serial hafi verið fyrsti hlaðvarpsþátturinn til þess að ná einhverjum mælanlegum vinsældum meðal Íslenskra hlustenda. „Stórkostlegasta morðráðgáta sem þú munt nokkurn tímann heyra.“ – The Guardian
ALLTAF GOTT ÍSVEÐUR Nýttu þér góða ísverðið í Iceland því það er alltaf tími fyrir ljúffengan ís.
799
kr. stk.
Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast.
T G E L Ú ÓTR RVAL Ú
Häagen-Dazs 500 ml
299
kr. stk.
M&M ís
899
kr. stk.
500 ml
499
kr. pk.
6 í pakka
599
kr. pk.
6 í pakka
299
Snickers, Mars og Malterers
Borgaðu með símanum á einfaldan og öruggan máta með Netgíró.
Við sendum þér reikning í netbankann og þú færð allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest.
Skráðu þig á www.netgiro.is
Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
kr. stk.
VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU Georg tók við rekstri Flúðasveppa árið 2005 en ræktun sveppa á Flúðum hófst árið 1984. Sveppirnir eru ræktaðir í lífrænum rotmassa sem einnig er framleiddur hjá Flúðasveppum. Svepparæktin er nákvæmnisverk sem krefst alúðar og þekkingar. Sveppirnir eru flokkaðir í höndunum og þeim pakkað
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 50278 08/10 - Ljósmyndir: Hari
á staðnum. Um 30 manns vinna hjá Flúðasveppum árið um kring.
islenskt.is