Ske #31

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 15.10–22.10

#31

SKE.IS

„FYLGDU EIGIN SANNFÆRINGU OG ÁSTRÍÐU OG TAKTU MYNDIR AF ÞVÍ SEM ÞÚ ELSKAR.“ – SKE SPJALLAR VIÐ JANETTE BECKMAN


2

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR

SKEleggur ALTARI NÚSINS ÚA VON VERRUCKTBERG Það er október góðir hálsar, október! Það merkir dimmt, kalt, hráslagalegt og nánast hægt að segja kvöl og pína að koma sér framúr hvern morgun. Ég byrja hvern dag á því að heyra röddina rífast við Sjálfið á meðan framlenging raddarinnar, höndin, teygir sig í átt að farsímanum (spjallsími af gamla skólanum, hreinræktaður NOKIA) og snoozar út í hið næstum óendanlega… bara 10 mínútur enn.. bara teygja dormið eins lengi og það tekur heilann að vakna.. Þetta er átak. Þetta er bardagi við Sjálfið. Frum-aflaglíma. Þessi innri vera er vakandi en augun eru enn lokuð, svo kirfilega að ekki einu sinni HULK gæti rifið þau opin með ofurkröftum sínum, í þessu ástandi myndi hann leiðast inn í svefndrómann með mér, sofna með mér líkt og mjúkur hvolpur. Hringingin aftur. Röddin telur það skynsamlegt að opna augun, en 100 tonn af leti halda þeim lokuðum, 100 tonn af „nennuleysi“. Svo rís augnablikið. Þetta augnablik þar sem Sjálfið verður yfirsterkara „nennuleysinu“ og tekur letina hálstaki, þrykkir henni upp í alheimsrýmið þar sem hún brotnar niður í milljón agnir og verður illa límd stytta á leið sinni aftur niður, skellir henni djúpt ofan í leðjubarinn kjarna jarðarinnar þar sem hún er gersigruð, kramin og máttvana. Þetta augnarblik kalla ég: „ALTARI NÚSINS“. Meðvitundin streymir inn í öndunina og ryður burt myrkri, ónytjungskennd og aumingjaskap. Ég man eftir krafti sólarinnar. Leyfi ímynd hennar að flæða inní mig líkt og kröftugri, olíuborinni eldingu sem flæðir inn í yfirbyggingu Sjálfsins og gerir mér kleift að sigra heiminn, já sigra heiminn, því þegar hér er komið við sögu hefur akur möguleikanna byrjað að myndast í þessu neikvæða rými milli eyrnanna og umbreytt öllu. Allt er mögulegt! Á akri þessum er ég fræ. Ekki þetta týpíska fræ sem breytist í blóm, nei! Meira, stærra, svona eins og allar ofurhetjur aldanna sameinaðar á einum akri og úr fæðist Ofurmanneskjan, sú sem Nietzsche fjallaði um.. sú sem er tilbúin að fórna öllu til að bæta mannkynið, sú sem trúir aðeins á augnarblikið, sú sem sigrar allt og þá sérstaklega sú sem sigrar „nennuleysið“ í þessu ofhlaðna augnarbliki Frum-aflaglímunnar. Ég er komin á fætur og næsta fróun tekur við. Sjóðheitur kaffibolli til að skvetta ofurafli á olíubornu eldinguna..

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Janette Beckman Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Miklir yfirburðir Samsung með 24 af 25 bestu sjónvörpunum í gæðakönnun Neytendablaðsins og ICRT*

* Óháð alþjóðleg samtök rannsókna og prófana.

Viðskiptablaðið fjallar um gæðakönnun Neytendablaðsins á sjónvörpum á íslenskum markaði, 24. september sl. Í könnuninni er tækjunum gefin einkunn fyrir myndgæði, hljóðgæði, tengingar, orkunotkun, þægindi í notkun og ofl. Í niðurstöðunum kemur fram að Samsung sjónvörpin eru talin besti kostur í 24 tækjum af 25, í stærðum 47” til 55”.

http://vb.is/frettir/samsung-med-mikla-yfirburdi-i-gaedakonnun-neytendabladsins/121050/

með stolti bjóðum við því uppá bestu sjónvörpin og vonum að niðurstöðurnar hjálpi fólki að gera upp hug sinn við sjónvarpskaupin.

SONY

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 ORMSSON TÆKNIBORG OMNIS ORMSSON ORMSSON GEISLI AKRANESI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 471 2038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

LASER LIFE / POLYHEDRON Raftónlistarmaðurinn Laser Life (Breki Steinn Mánason) flytur lög af plötunni Polyhedron sem byggir á hljóðheimi sem meðal annars á rætur að rekja í gamla tölvuleiki á borð við NES og Saga Genesis. Hljóðgervlar, gítarar, söngrödd og hljóðsmölun af ýmsu tagi finna sér farveg inn í tónlist Laser Life sem er undir áhrifum af alls kyns tónlistarstefnum og stílum. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 15. október kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

JÓNAS OG RITVÉLAR FRAMTÍÐARINNAR Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar munu koma fram á tónleikum á Rosenberg. Hljómsveitin er margrómuð fyrir lifandi tónlistarflutning og áhorfendur líkja því við góðan sálfræðitíma að hlusta á boðskapinn í textum Jónasar en hann hefur farið víða um land undanfarnar vikur með Héðni Unnsteinssyni, rithöfundi, þar sem þeir hafa rætt um lífið og tilveruna.

HÖGNI EGILSSON Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hans um landið í október og mun hann leika efni úr ýmsum áttum enda af nógu að taka. Högni hefur samið tónlist með hljómsveitum sínum Hjaltalín og GusGus auk sólóverkefnisins HE. Þá hefur hann samið fjöldamörg tónverk fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Öll verkefnin eru grunnur og mega tónleikagestir því búast við einstakri tónlistarveislu. Miðasala á midi.is. Hvar: Petersen svítan í Gamla bíó Hvenær: 17. október kl. 22:00 Miðaverð: 2.000 (forsala) / 2.500 kr. (við hurð)

Hvar: Café Rosenberg, Klapparstígur 25-27 Hvenær: 16. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.

CALDER

LJÓÐFÆRI: ÞÓRARINN & HALLDÓR ELDJÁRN

Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone fagnar þeim fáránlega áfanga að hafa verið í loftinu á nánast hverju einasta laugardagskvöldi í 25 ár. Fyrsti þátturinn fór í loftið þann 12. október árið 1990 sem þýðir næstum 1300 þættir! Yfir þessa þriggja daga afmælishátið munu eftirfarandi plötusnúðar koma fram: DJ Frímann, DJ Grétar, DJ Margeir, Alfons X, IntroBeatz, Símon FKNHNDSM, Tommi White, DJ Andrés, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Yamaho og leynigestur.

Tvíeykið Calder er samvinnuverkefni gítarleikaranna Lárusar Sigurðssonar og Ólafs Josephssonar. Leiðir þeirra lágu saman árið 2001, í tengslum við jarðhörpusýningu Lárusar á Sólheimum í Grímsnesi. Síðan þá hefur Calder gefið út tvo diska; Calder árið 2003, sem var spunninn á staðnum á tvo rafmagnsgítara og Lower, sem kom út árið 2008 undir merkjum Make Mine Music útgáfunnar á Englandi. Calder leikur að þessu sinni á heimasmíðaðar jarðhörpur og rafmagnsgítara og eru þetta jafnframt fyrstu tónleikar dúettsins síðan árið 2001.

Feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, neyta færis í Mengi og gramsa í ljóða- og hljóðasörpum sínum. Þeir tæja þaðan tog og þel sem þeir spinna, tvinna og þrinna sín á milli og prjóna loks saman í eina órofna flík með hjálp ritvéla-, hljóm- og lyklaborða. Einnig koma við sögu segulbönd, hljóðgervlar, bækur, fetlar, blöð, hristur, burstar, snerill og blýantur. Áhorfendum gefst færi á að upplifa samsteypu brags og lags, ljóða og hljóða sem í einhverjum skilningi lúta sömu lögmálum.

Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 15. - 17. október Miðaverð: Frítt

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 16. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

PARTY ZONE 25 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 17. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.


533 1313

Hádegistilboð alla virka daga PiZZeria | grÍMsbÆ við bÚstaðaveg | www.eldofninn.is


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

KRISTIAN BLAK Færeyski tónlistarmaðurinn Kristian Blak heldur tónleika í Norræna húsinu að tilefni sýningarinnar Rauður snjór loftslaginu blæðir. Kristian Blak spilar á píanó, Guðni Franzson á klarínett og Frank Aarnink á slagverk. Tónleikarnir eru órafmagnaðir og standa yfir í um 50 mínútur. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 15. október kl. 19:30 Miðaverð: Frítt

NÝTT Á NÁLINNI

EXTREME CHILL FESTIVAL SHOWCASE #1

TYLER THE CREATOR - FUCK IT

Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival sem farið hefur fram síðustu sumur, mun standa fyrir ,,showcase” kvöldum á Húrra. Þetta er fyrsta kvöldið sem þau halda að þessu sinni og munu STEREO HYPNOSIS (Live), FUTUREGRAPHER (Live), MIKE HUNT (Live), BEATMAKIN TROOPA (Dj set), MURYA (Live) og ÁRNI VECTOR (Dj set) koma fram. Hvar: Húrra Hvenær: 16. október kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

JANET JACKSON - NO SLEEEP (FEAT. J. COLE)

KOMDU Í KVÖLD Jón Sigurðsson, eða Jón í bankanum eins og hann var oft kallaður, á heiðurinn af nokkrum helstu dægurperlum Íslands. Hann hefði orðið níræður á þessu ári hefði hann lifað og ætlunin er að heiðra minningu hans í kvöld. Hver man ekki eftir Einsa kalda úr eyjunum, Ég er kominn heim, Komdu í kvöld, Úti í Hamborg og fleiri sígildum dægurperlum sem glatt hafa landsmenn alla, í gegnum tíðina. Þór Breiðfjörð, Jögvan Hansen, Hera Björk, Gunni og Felix, Hjördís Geirsdóttir, Þórunn Soffía Snæhólm, Kristjörg Lára Gunnarsdóttir og Trausti Jónsson sjá um sönginn en hljómsveitarstjórn er í höndum Pálma Sigurhjartarsonar.

DIMMA OG SINFONIANORD Sinfóníuhljómsveit Norðurlands gengur inn í heim þungarokkssveitarinnar DIMMU og ljáir honum nýja vídd. Julian Kershaw, sem er heimsþekktur útsetjari frá Englandi, mun taka þátt í verkefninu með Dimmu. Hann hefur nýlega unnið útsetningar fyrir sjálfan Sir Paul McCartney, Richard Ashcroft og Elvis Costello. Þetta verður grjóthörð og töfrandi rokksýning með brellum og brögðum í hljóði og ljósum. Ray Gwilliams sem hefur gert videólistaverk fyrir Sigur Rós mun hanna sjónræna hluta sýningarinnar.

THE GAME - DON’T TRIP (FEAT. ICE CUBE, DR. DRE & WILL.I.AM)

Miðasala á tix.is.

Miðasala á tix.is.

Hvar: Hof menningarhús, Akureyri Hvenær: 17. október kl. 20 og 23 Miðaverð: 7.900 kr.

Hvar: Salurinn í Kópavogi Hvenær: 16. og 17. október kl. 20:00 Miðaverð: 4.900 kr.

KELELA - HALLUCINOGEN

LÁRA RÚNARS Lára Rúnars ætlar að vera á faraldsfæti um land allt í vetur og mun hún hefja tónleikaröð sína á Kaffi Rósenberg á fimmtudagskvöldið. Lára gaf út sína fimmtu plötu, Þel, í sumar og mun á tónleikunum flytja lög af henni ásamt áður útkomnum lögum. Hvar: Café Rosenberg Hvenær: 15. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

BAGGALÚTUR Í ár eru 10 ár síðan fyrsta hljómskífa Baggalúts, Pabbi þarf að vinna, kom út. Af því tilefni ætlar sveitin að bruna norður og halda sérlega afmælistónleika í höfuðvígi sínu, Græna hattinum. Lofar sveitin hressandi sveitatónlist, íþróttamannslegri spilamennsku, drengilegri hegðun og hófstilltum gamanmálum. Vinsamlegast fjölmennið. Miðasala á midi.is. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 16. og 17. október kl. 20 og 22 Miðaverð: 3.900 kr.

INTR0BEATZ - LES MCDEE


THE PHILHARMONIA ORCHESTRA Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Meðal gesta á tónleikunum árið 1985 voru frú Vigdís Finnbogadóttir, Charles prins af Wales og Lafði Díana og gaf hljómsveitin allt fé sem safnaðist til byggingar tónlistarhúss á Íslandi. Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins.

iPhone 6s verðskuldar 4G hjá Vodafone Verð frá 7.917 kr. á mánuði.* Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða á Vodafone.is Vodafone Við tengjum þig

*Samkvæmt 18 mánaða raðgreiðslusamningi. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 9,508%. Heildargreiðsla: 142.514 kr. Staðgreiðsluverð 124.990 kr.

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 18. og 19. október kl. 19:30 Miðaverð: 7.900 - 14.900 kr. Miðasala er á tix.is www.harpa.is


Í dag eru allir ljósmyndarar. Í dag dregur hver einasti maður snjallsímann upp úr vasanum og beinir honum að ómerkilegum og ófrýnilegum manneskjum, að meðaltali einu sinni á dag – og oft er þessi ómerkilega og ófrýnilega manneskja einn og sami maðurinn. Já, herra minn: Í dag er mikið af smásálarlegu fólki sem er alltaf fyrir framan myndavélina, í sviðsljósinu. En svo eru alvöru ljósmyndarar eins og Janette Beckman. Janette Beckman er lítið fyrir „selfies.“ Þegar Janette Beckman dregur fram myndavélina beinist linsan yfirleitt að einhverjum merkilegum: LL Cool J, André 3000, Busta Rhymes, meðlimum hljómsveitarinnar the Clash eða the Ramones, Afrika Bambaataa og svona mætti áfram telja. Í lok október mun Gallerí Fold hýsa sýninguna „HIP-HOP MASHUP / World Tour Exhibit“ þar sem ljósmyndir eftir Janette Beckman eru endurtúlkaðar af 10 gröffurum. Sýningin er unnin í samstarfi við myndlistarmanninn Cey Adams, fyrrum listrænan stjórnanda plötufyrirtækisins Def Jam. SKE setti sig í samband við Janette Beckman í tilefni þessarar merkilegu sýningar. Við ræddum um Bill Cosby, undirheima Brownsville, ljósmyndir og fleira. SKE: Segðu okkur, Janette, hvað hefur þú verið að bralla síðustu daga? Janette Beckman: Ég var að ljúka við sýningu í the Museum of the City of New York sem bar titilinn „Hip Hop Revolution.“ Svo var ég sýningarstjóri á sýningunni „Down & Dirty“ í Photoville safninu í Brooklyn. Þetta var ljósmyndasýning tileinkuð ljósmyndurum í tónlistargeiranum. Þetta var samantekt af bestu ljósmyndum sem 55 ljósmyndarar tóku síðustu fjóra áratugi. Svo er ég að skjóta næstu herferð Shinola í Detroit. Af hverju ákvaðstu að gerast ljósmyndari? Ég varð snemma ástfangin af portrett myndunum sem ég sá í söfnunum í Evrópu. Mig langaði helst til þess að gerast portrett málari. En ég var ekki alveg viss. Seinna meir þegar ég var nemandi í Listaháskólanum þá tók ég smá krók og ákvað að læra ljósmyndun. Þú tókst myndir af Gay Talese fyrir ekki svo löngu, en hann var þekktur fyrir greinina sína „Frank Sinatra Has A Cold.“ Er mikill munur á því að taka ljósmyndir af rithöfundum í samanburði við rappara og pönkara? Já, ég tók ljósmyndir af Gay Talese fyrir tímaritið „Jocks & Nerds.“ Hann er ótrúlega heillandi maður og algjör herramaður. Hann á stórt safn af höttum og gaf mér tækifæri til þess að skoða. Sama hvernig viðrar, hvort að það er hvasst, rigning, skiptir ekki máli, þá á hann sérstakan hatt sem hentar. Ætli að við höfum ekki verið í rúman klukkutíma að skjóta myndir heima hjá honum. Það besta við þetta allt saman var að hann sendi mér póstkort stuttu seinna: „Á hálfri öld hafa fjölmargir atvinnuljósmyndarar tekið myndir af mér, en þínar myndir eru eflaust bestar.“ Það var einstaklega gaman að fá þetta bréf. Svo elska ég einnig greinina um Frank Sinatra.

og ég gat oft verið fluga á vegg baksviðs og tók mikið af skemmtilegum myndum. Í dag er allt svo stíliserað og útpælt. Það er nánast ómögulegt að fá hljómsveitir til þess að vera spontant. Það er erfitt að fá hljómsveitir til þess að skemmta sér í tökum. Það eru allir svo einbeittir að vera „cool.“ Svo ætla ég ekki einu sinni að fara út í Photoshop hliðina á þessu öllu saman. Í dag eru engir gallar leyfðir. En ég reyni að vinna gegn þessu. Í dag er ég að vinna að bók með djasssöngvaranum Jose James. Síðustu tvö árin þá hef ég verið að taka myndir af honum á tónleikaferðalögum, baksviðs og á sviði. Ég hef verið sannkölluð fluga á vegg og hann hefur ritað dagbók sem á að fylgja myndunum. Þetta er ógeðslega flott. Við erum með Kickstarter herferð til þess að fjármagna þessa útgáfu.

„Í dag er allt svo stíliserað og útpælt. Það er nánast ómögulegt að fá hljómsveitir til þess að vera spontant. Það er erfitt að fá hljómsveitir til þess að skemmta sér í tökum. Það eru allir svo einbeittir að vera ‚cool.’“

https://www.kickstarter.com/ projects/1552720808/no-beginningno-end-a-year-in-wordsand-photos Áttu þér einhverja uppáhalds ljósmyndatöku?

Allt frá áttunda áratugnum hefur þú verið að taka ljósmyndir af tónlistarmönnum: Finnst þér tónlistarmenn hafa breyst á þessum tíma? Í gamla daga voru listamennirnir mun frjálsari. Þeir kipptu sér ekki upp við að stilla sér upp

Þetta er erfið spurning. Eftirmiðdagurinn með Salt & Pepa á heitum sumardegi í New York er eftirminnilegastur. Á þessum tíma voru þær ekki einu sinni búnar að gefa út plötu. Þetta var eftirminnilegur dagur og mér gafst


„EFTIRMIÐDAGURINN MEÐ SALT & PEPA Á HEITUM SUMARDEGI Í NEW YORK ER EFTIRMINNILEGASTUR.“


10

HVAÐ ER AÐ SKE

tækifæri til þess að kynnast þeim. Seinna meir tók ég ljósmyndir fyrir öll plötuumslögin þeirra. En svo er annar tökudagur sem mér dettur í hug. Það var dagurinn sem ég ljósmyndaði Run DMC árið 1984. Ég gekk út úr neðanjarðarlest í Hollis, Queens og hitti Jam Master Jay. Við gengum dálitla stund og svo tók ég svona 12 myndir af Run DMC ásamt vinum sínum. Þeir voru bara að hangsa í skræpóttu sólarljósi á götunni þar sem þeir bjuggu. Þetta er örugglega ein af mínum uppáhalds tökum – og uppáhalds augnablikum. Þú tókst nokkrar ljósmyndir af Bill Cosby, sem þú leist mjög upp til. En hann olli vonbrigðum: hann var seinn, fjarlægur og ósamvinnuþýður. Hefur þú upplifað einstaklega erfiðar eða óþægilegar ljósmyndatökur? Þessi taka með Bill Cosby er ofarlega á listanum. Ég hafði verið mjög spennt að hitta hann, goðsögnina Bill Cosby. Ég var mikill aðdáandi „The Cosby Show.“ En svo var hann mjög ósamvinnuþýður og ókurteis. Við biðum eftir honum í fjóra klukkutíma á meðan hann spjallaði við vini sína og hunsaði okkur. Þetta voru tökur fyrir þátt sem hann var að leika í, fyrir sjónvarpsstöðina Nickolodeon. Þetta voru rosaleg vonbrigði. Hafandi sagt þetta, þá voru margar tökur sem mér var sagt að yrðu erfiðar – tökur með röppurum eins og NWA og Public Enemy; stjórnmálamönnum eins og Madelein Albright; íþróttastjörnum eins og Derek Jeter og Martina Navratilova; og stórleikurum eins og Kevin Bacon – sem allar voru mjög þægilegar og auðveldar. Ég geri mitt besta til þess að vera virðingarfull í garð allra sem ég mynda og það gengur yfirleitt vel. Í gegnum ævina þá hefur þú tekið ljósmyndir af meðlimum mótórhjólagengja og krimmum. Hefur þú einhvern tímann verið hrædd á meðan tökum stóð yfir? Já. Einu sinni voru vinir mínir að skjóta

heimildarmynd um ólöglegan slagsmálaklúbb kvenna í undirheimum Brownsville, New York. Þessi klúbbur var fjármagnaður af dópsölum. Þeir báðu mig um að taka nokkrar ljósmyndir. Allt í einu vorum við læst inni í bílakjallara í Brownsville og þarna voru pitbull hundar og ofbeldismenn sem hvöttu berhnefaða kvenmenn til dáða í hringnum. Ég óttaðist það að einhver mundi draga fram byssu ef að úrslitin væru óhentug.

„Allt í einu vorum við læst inni í bílakjallara í Brownsville og þarna voru pitbull hundar og ofbeldismenn sem hvöttu berhnefaða kvenmenn til dáða í hringnum.“

Þú tókst æðislega mynd af Busta Rhymes í mintugrænum jogginggalla. Var Busta ekki hress? Hann var ótrúlega skemmtilegur. Hann var meðlimur hljómsveitarinnar „Leaders of the New School“ á þessum tíma. Ég var að skjóta myndir af honum fyrir plötuumslagið.

Þarna verða ljósmyndir af guðfeðrum Hip-Hop, allt frá Run DMC og Slick Rick – goðsögnum frá níunda áratugnum. Svo verða til sýnis ljósmyndir af pönkurum frá Bretlandi, allt frá the Clash og Boy George. Svo er það Mashup hluti sýningarinnar sem er samansafn ljósmynda sem Cey Adams tók saman. Hann fékk nokkra graffara til þess að endurgera nokkrar ljósmyndir eftir mig – „Old School HipHop“ ljósmyndir. Svo kemur Cey Adams (sem er listamaður og fyrrum listrænn stjórnandi plötufyrirtækisins Def Jam) til að sýna nokkur málverk, sem og Mashup málverk, eftir sig í galleríinu.

„Ljósmyndirnar mínar eru samvinna á milli mín og þeirra sem ég er að ljósmynda.“

Verður þetta í fyrsta sinn sem þú heimsækir Ísland? Já. Ertu búin að skipuleggja eitthvað sérstakt?

Er einhver einn, djúpstæður sannleikur sem þú hefur uppgötvað um ljósmyndalistina frá því að þú byrjaðir?

Ljósmyndirnar mínar eru samvinna á milli mín og þeirra sem ég er að ljósmynda. Ég sýni ávallt virðingu. Ég er aldrei of ýtin. Ef einhverjum finnst óþægilegt að stilla sér upp á einhvern ákveðinn hátt þá þrýsti ég ekki á viðkomandi. Þessar reglur hafa virkað ágætlega fyrir mig. Þú ert á leiðinni til Íslands í tilefni sýningarinnar „HIP HOP MASHUP / World Tour Exhibit.“ Getur þú sagt lesendum SKE aðeins frá þessari sýningu?

Ég vonast eftir því að taka myndir af hljómsveitum sem spila á Airwaves hátíðinni. Svo verð ég með eina eða tvær vinnustofur. Ég stefni að sjálfsögðu að því að sjá eins mikið af Íslandi eins og ég get. Hefur þú einhver ráð handa upprennandi ljósmyndurum? Fylgdu eigin sannfæringu og ástríðu og taktu myndir að því sem þú elskar. Eitthvað að lokum? Ég hlakka mikið til að heimsækja Ísland!

WWW.JANETTEBECKMAN.COM


t

Philips 7600 línan Hlaut EISA verðlaunin sem bestu kaupin í Evrópu 2015-2016 7600 línan frá Philips með Android sameinar 4K Ultra HD upplausn, þægileg hljómgæði og þríhliða Ambilight baklýsingu í aðlaðandi blaðþunnri hönnun. Allt sem þú vilt að sé til staðar í sjónvarpi. Og það er margverðlaunað líka. Tækið fæst í þremur stærðum, 48“, 55“ og 65“.

með Android

ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


12

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

VEGBÚAR Tónlistarmaðurinn KK stígur á svið og segir sögu gítaranna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sérstökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra trúbadora sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. í verkinu tvinnast þessar sögur saman við lífshlaup KK sjálfs. Spurt er um mikilvægi tónlistarinnar, mátt hennar í hörðum heimi og leitina eilífu að hinum „eina sanna tóni“. KK slær á sína alkunnu strengi og fer með áhorfendur í ógleymanlegt ferðalag. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5,500 kr.

SÓKRATES Trúðar Borgarleikhússins hafa fært okkur dásamlegar sýningar. Við höfum séð trúðana okkar glíma við dauðasyndir og jólaguðspjallið. Nú ætla þeir að tækla heimspekina og taka Sókrates sér til fyrirmyndar og spyrja og spyrja og spyrja þangað til við komumst að minnsta kosti skrefi nær því að vita, um hvað við getum verið sammála um í heiminum. Trúðum er ekkert óviðkomandi. Í opinni og einlægri nálgun glíma þeir við stóru spurningarnar og eru í senn fyndnir og harmrænir, grimmir og góðir. Síðasta trúðasýning Borgarleikhússins, Jesús litli, var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010. Jesús litli var valin sýning ársins og leikverkið sjálft var valið leikrit ársins auk þess sem sýningin hlaut sjö Grímutilnefningar. Gagnrýnendur hlóðu sýninguna lofi og áhorfendur voru hrærðir og yfir sig hrifnir. Hvar: Borgarleikhúsið (Litla sviðið) Miðaverð: 5,500 kr.

Í HJARTA HRÓA HATTAR Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! - Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því að án hennar verður landinu steypt í glötun. Það er glæsilegur leikhópur sem kemur saman í þessari ævintýrasýningu í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem hlaut nýverið íslensku tónlistarverðlaunin, hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna og flytur hana ásamt hljómsveit á sviðinu. Rómantískt, hættulegt og drungalegt. Og ekki síst… skemmtilegt! Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Miðaverð: 3,700 ISK – 4,950 ISK

BAKARAOFNINN Bakaraofninn eftir þá Gunnar Helgason og Felix Bergsson snýr aftur í Gaflaraleikhúsið. Í leikritinu opna Gunni og Felix veitingastaðinn Bakaraofninn en lenda fljótlega í miklum vandræðum með iðnaðarmann sem reynist ekki allur þar sem hann er séður. Að auki eiga þeir von á grimmum matargagnrýnanda sem er þekktur fyrir “að drepa veitingastaði!” Aðrir leikarar eru stórleikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður. Tónlistin í verkinu er eftir Mána Svavarsson og leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Björk sló í gegn í verkum sínum Sellófon og Blakkát og leikstjórnarverk hennar Unglingurinn og Konubörn hafa undanfarið fengið frábærar viðtökur. Hvar: Gaflaraleikhúsið Miðaverð: 3,900 kr.


Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum

Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungsbrennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm.

HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi

ENNEMM / SIA • NM67254

1

Settu kaffipoka í trektina.

2

Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt.

3

Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því.

4

Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið.


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

CIRCUM–ARCTIC ART FRUMBYGGJALIST HEIMSKAUTASVÆÐANNA SÝND Í REYKJAVÍK Circum – Arctic Gallery kynnir fyrstu alþjóðlegu Circum–Arctic Art sýninguna í Reykjavík sem stendur yfir dagana 15 - 19. október 2015. Sýningin er vettvangur fyrir handverk og listir frumbyggja frá svæðunum við Norðurheimskautsbaug en markmiðið er að skapa listamönnunum stærri vettvang til þess að sýna list sína og ná til fleiri áhorfenda. Sýningin mun draga fram og endurspegla listsköpun norðurheimskautssvæðanna. Í boði verða sölusýningar, vinnustofur, sviðslistir frumbyggja, sýningar á kvikmyndatjaldi og margt fleira. Yfir 30 listamenn munu fá tækifæri til að hittast á Íslandi og starfa með öðrum listamönnum og frumbyggjum norðursins sem koma frá Kanada, Alaska, Rússlandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Grænlandi. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2 a, 101 Reykjavík Hvenær: 15 -19. október Frekari upplýsingar á netfanginu: info@circumarctic.comeða www.circumarctic.com

VARP SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON Í málverkum sínum hefur Sigurður Árni gjarnan velt upp spurningum um hlutverk fyrirmynda eða forma á myndfletinum og vægi forgrunns og bakgrunns. Jafnvel í sumun verkum hans eru skuggar þessara fyrirmynda það eina sem eftir stendur á myndfletinum. Ljós og skuggar hafa verið stór partur í myndmáli Sigurðar Árna, hvort sem er í málverki, teikningum eða stærri verkum, s.s. útilistaverkum þar sem hugmyndir verka verða sýnilegar með skuggavarpi frá sólu. Á sýningunni VARP kemur Sigurður Árni okkur enn á óvart með nýjum verkum þar sem hann teygir myndmál sitt enn lengra. Hér rennur tvívídd saman við þrívíddina, línuteikning verður skúlptúr og skúlptúr að málverki. Hér er fyrirmyndin ekki utan ramma, hún varpar ljósi, skuggum og speglunum í öll horn í rými sem hefur hvorki forgrunn né bakgrunn. Sigurður Árni Sigurðsson (f. 1963) hefur haldið tugi einkasýninga víða um heim. Í sumar voru tvær einkasýningar á verkum listamannsinns í Frakklandi; Dans la lumière í LAC, Lieu d´Art Contemporain í Sigean og Plein soleil í Galerie Iconoscope í Montpellier. Verk eftir Sigurð Árna eru í öllum helstu listasöfnum á Íslandi, opinberum söfnum og einkasöfnum víða í Evrópu. Þetta er önnur einkasýning Sigurðar Árna hjá galleríinu. Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgata 4, 101 Reykjavík Hvenær: 10.september - 14.nóvember 2015

RAUÐUR SNJÓR Rauður snjór er nýtt verkefni sem felur í sér myndlistarsýningar, vinnustofur, listflutning og málstofur þar sem við leitumst við að efla umræðuna um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra fyrir líf okkar sem búum í NorðurAtlantshafi. Sýningin og viðburðir henni tengdir miða að því að skapa umhverfi fyrir þessar umræður: Ísjakar fljóta um í málverkum á veggjunum; höggmynd sýnir konu sem er orðin að ísbirni; vísindamenn setja fram rannsóknir sínar í máli og myndum; við heyrum sögur og trumbuslátt sem minna okkur á langa búsetu manna í norðrinu; við heyrum sögur um upphaf heimsins og örlög hans; við heyrum í hafinu um leið og við skoðum styttur af fólki sem virðist vera að sökkva ofan í gólfið; hangandi höggmyndaverk sýnir í svipan hvernig jöklarnir skreppa saman. Í hópnum eru ekki bara listamenn heldur líka vísinda- og fræðimenn sem hafa lengi rannsakað þróunina og eru uggandi um afleiðingar hennar. Rannsóknir þeirra eru kynntar og ræddar samhliða sýningunni og það er trú okkar að listir og vísindi þurfi að koma saman að þessum málefnum til að skýra hvað í húfi er og draga sem flesta inn í umræðuna. Rauður snjór vill ná til fólks á Norðurslóðum til að ræða afleiðingar loftslagsbreytinga. Hvaða áhrif hafa breytingar í náttúrunni á okkur? Hvað þýðir það fyrir framtíðina? Hvernig munum við laga okkur að breyttu umhverfi? Við í norðrinu sjáum afleiðingar breytinganna og við verðum að láta raddir okkar heyrast. Ferðalag okkar byrjaði 2014 í Katuaq í Nuuk, sumarið 2015 var sýningin í Kaupmannahöfn og nú í Norræna húsinu í Reykjavík, og 2016 verður hringnum lokað með sýningu í Þórshöfn í Færeyjum.

GEIMÞRÁ Listasafn Reykjavíkur kynnir með ánægju sýninguna Geimþrá sem opnuð verður í Ásmundarsafni við Sigtún föstudaginn 16. október kl. 18. Á sýningunni eru verk eftir listamenn sem hver um sig hafa sett mark sitt á íslenska listasögu 20. aldar, einkum þegar litið er til þrívíðrar myndlistar. Auk verka Ásmundar Sveinssonar (1893–1982) eru á sýningunni verk eftir Gerði Helgadóttur (1928–1975), Jón Gunnar Árnason (1931–1989) og Sigurjón Ólafsson (1908–1982). Öll voru þau undir áhrifum frá módernisma síðustu aldar þegar trú á nýjungar og tækni var drifkraftur bæði vísinda og lista. Verkin á sýningunni eru flest frá 6. og 7. áratugnum og vísa til tækniframfara þess tíma, í framtíðarsýn geimvísinda, en einnig til vísindaskáldskapar sem þá var orðin þekkt grein innan bókmennta og kvikmynda. Sýningin Geimþrá skoðar hvernig sú framtíðarsýn, sem einkenndi samtíma listamannanna, hafði áhrif á rýmis- og formhugsun, sem og inntak verka þeirra. Valin verk Ásmundar, Gerðar, Jóns Gunnars og Sigurjóns eru tengd saman á formrænan og hugmyndafræðilegan hátt, og athugað hvernig listamennirnir leitast við að færa hugmyndir vísinda í efnislegan búning. Hér birtast því bæði draumar og martraðir módernismans um framtíðina sem endurspegla þær gríðarlegu tækninýjungar sem urðu á 20. öld.

Sýningaropnun verður 15.október kl. 17:30 Listamenn eru: Bente Elisabeth Endresen, Magnús Pálsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Julia Pars, Kristín Reynisdóttir, Kristian Blak, Pauline Motzfeldt Lumholt, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Tine Lander Rasmussen, Helgi Björnsson, Monica Kristensen, Jón Proppé. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 15.október - 22.nóvember 2015

Í tengslum við sýninguna Geimþrá fer fram fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna sem unnin er í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness. Dagskráin er að hluta háð birtu og veðri og verður kynnt síðar. Sýningarstjórar eru Klara Þórhallsdóttir og Heiðar Kári Rannversson. Hvar: Ásmundarsafni við Sigtún Hvenær: 16. október kl. 18 - 7. febrúar 2016. Nánari upplýsingar: www.listasafnreykjavikur.is.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 5 1 1 0 7 0

Sterkur leikur

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Íbúprófen getur valdið nýrnavandamálum hjá börnum og unglingum sem skortir vökva. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga og unglingar ekki meira en 3 daga án samráðs við lækni. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Janúar 2015.


10.000 KRÓNA AFSLÁT Pantaðu þína Nexus 9 í vefverslun Tölvlistans til þess að fá auka 10.000 króna afslátt.

ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.

FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.

TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.

9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.

HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.

SÉRSTAKT VERÐ FYRIR LESENDUR SKE 16GB | WIFI

16GB | 4G

VENJULEGT VERÐ ER 79.995

VENJULEGT VERÐ ER 99.995

69.995

REYKJAVÍK

AKUREYRI

89.995 HÚSAVÍK

EGILSSTAÐIR

KEFLAVÍK

SELFOSS

AKRANES


ÁTTUR TIL LESENDA SKE ! á www.tl.is og skrifaðu ‘SKE‘ sem afsláttarkóða Fáðu heimsent eða sæktu í næstu verslun.

www.tl.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

TWEET KYNSLÓÐIN

PÚSLMARKAÐUR Nú er tækifæri til að bítta, selja og kaupa notuð púsl — jafnvel ný. Spilavinir opna kjallarann hjá sér og setja upp borð fyrir púsluspilasölu. Púslmarkaðurinn verður í versluninni næstkomandi laugardag þannig að allt púsláhugafólk ætti að merkja við daginn á dagatalinu sínu. Það kostar ekkert að koma og selja, en hver og einn púslsali heldur utan um sína sölu. Markmiðið er að hafa gaman, kynnast nýjum spilum, hitta aðra spilaáhugamenn og deila sinni reynslu og klækibrögðum með gestum og gangandi. Ef þú vilt koma og selja þín spil, getur þú mætt kl. 10 og stillt upp þínu sölusvæði en búðin verður opin frá kl. 11 til 16. Hvar: Spilavinir, Suðurlandsbraut 48 Hvenær: 17. október kl. 11:00 Miðaverð: Frítt

BACK TO THE FUTURE 21. október 2015 er sjálfur dagurinn sem Marty McFly flaug á silfurlituðum Delorean til framtíðar. Í tilefni þess mun Bíó Paradís sýna allar þrjár Back To The Future myndirnar í röð, þennan sama dag. Hvar: Bíó Paradís Hvenær: 21. október kl. 18:00 Miðaverð: 1.400 kr. (stök sýning) / 3.000 kr. (allar þrjár)

Stundum langar mig að láta mig hverfa til austurlanda fjær -snúa svo til baka ógeðslega góður í karate, með ör í andlitinu & leyndarmál. @hrafnjonsson

Fólk sem setur á sig 3D gleraugun áður en það fer inn í bíósalinn er the real MVPs. @ergblind

29 ára og Lion King spilar enn á mig eins og gítar. Skari er svo mikill ultimate dickhead. @RexBannon

“Þú hefur óþarflega miklar fjárhagsáhyggjur. Fjármálin standa ekki eins illa og þú heldur” - Er stjörnuspáin að segja mér að kaupa nýja skó? @SunnaBen

LOKAPARTÝ JAFNRÉTTISDAGA 2015 Vaginaboys, Tonik Ensemble, uppistand, stamkennsla, hið spaugilega við hið „eðlilega“, DJ Seastone, og háalvarlegar og óeðlilegar panel-umræður með Gerði Kristnýju, Arnari Eggerti, Ilmi Kristjáns, Hrafni Jónssyni og Dóru Ísleifs. Umræðum stýrir trúðurinn Aðalheiður sem er hugarfóstur Völu Kristínar Eiríksdóttur leikkonu.

Ég var að kaupa Leirunestis borgara í gegnum lúgu handa börnunum mínum í kvöldmat. Barnaverndarnefnd. Þau bíða prúðbúin við útidyrahurðina. @DNADORI

Nú vitum við allskonar um okkur; hinsegin, femínismi og loftslagsbreytingar, fötlun í fantasíum, jafnrétti og Íslam, karlar, atgervissóun, trans og intersex, frjálsar geirvörtur og samþætting, svo nú er tími til að taka saman lokaspjall og dilla okkur undir ómótstæðilegum tónum. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 16. október kl. 18:30-23:00 Miðaverð: Frítt

MENNINGARHÁTÍÐ SELTJARNARNESS 2015 Um tvö hundruð manns á öllum aldri leggja sitt af mörkum til að gera Menningarhátíð Seltjarnarness 2015 að veruleika, en undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir á annað ár. Tilgangur hátíðarinnar er að brjóta upp hversdagsleikann, skora skilningarvitin á hólm og njóta samveru fjölskyldu og vina á uppbyggilegan máta. Hornsteinn upplýstra samfélaga felst í virku menningarstarfi og -þátttöku. Menning og listir auka víðsýni okkar og skilning og örva sköpunargleðina sem býr innra með okkur öllum. Upplifun og þátttaka ungmenna í menningarviðburðum auðga líf þeirra og færa þeim farsælt og oft eftirminnilegt veganesti út í lífið. Skoðið dagskrána á heimasíðu bæjarins, seltjarnarnes.is. Hvar: Seltjarnarnesbær Hvenær: 15. - 18. október Miðaverð: Frítt

BLEIKI DAGURINN Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Að þessu tilefni mun miðborgin hafa opið i hinum ýmsu verslunum til kl. 22:00 svo að það verður sannkölluð miðborgarstemning. Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Hvar: Ísland Hvenær: 16. október Miðaverð: Frítt

Samstarfsmaður á afmæli og kom með heimagerðar kleinur í morgunkaffið. Heimagerðar. Kleinur. Ég hérna með tárin í augunum að ákalla Jesúm. @eddakon

Vaknaði í fötunum, með linsur og öll ljós kveikt, stóð bara beint upp til í nýjan dag. @Thugsbemakinout


BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is


20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA MONROE, FOUCAULT & KRAGINN Rúllukraginn er sífellt að gera endukomu í tískuheiminum. Fyrir mörgum er rúllukraginn flík sem ávallt ætti að vera til í fataskápnum en reglulega koma þó öldur af rúllukraga æði. Hjá hönnunarhúsunum gerist þetta á nokkurra ára fresti! Sérstaklega á haustin. Núna, til dæmis, er rúllukraga víða að sjá. Sér í lagi hvíta. Rúllukragann er hægt að nota á ýmsan máta, t.d. undir kjóla og stærri peysur. Rúllukraginn sem fyrirbæri hefur verið til í mörg hunduð ár og hefur í gegnum tíðina verið tákn eða yfirlýsing í ýmis konar samhengi. ANDY WARHOL

BLACK PANTHER - KATHLEEN NEAL CLEAVER

ASHLEY OLSEN

Um miðbik tuttugustu aldar voru svartir rúllukragar eitthvað sem fólk tengdi við róttæka fræðimenn, heimspekinga, menntamenn og listamenn. Rúllukraginn var t.d. í miklu uppáhaldi hjá franska heimspekingnum Michel Foucault. Svo fóru þeir að vera í tísku eftir að kvikmyndastjörnur byrjuðu að klæðast þeim. Rúllukraginn getur verið aðsniðinn og gefið „preppy“ strauma eða stór kaðla prjónaður kragi, svona mamman úr amerísku 90´s gamanmyndunum með tebollann í hendinni. Eða 90´s klappstýran með hátt tagl og topp. Aftur eru við í 90´s og hver man ekki eftir hinni vægast sagt kynþokkafullu Sharon Stone í Basic Instinct. Meg Ryan og allir í Friends þáttunum voru í rúllukragabolum. Í kringum 1960 var Jackie O mjög flott í rúllukragapeysum og Kathleen Neal Cleaver úr Black Panthers var mjög svöl í krögum um 1970. MICHEL FOUCAULT

MARILYN MONROE

PLUSMINUS

JACKIE KENNEDY ONASSIS

OPTIC Smáralind

10 ára PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október

www.plusminus.is


Slรก 4.930 kr

Kringlan, Skeifan, Spรถng, Garรฐabรฆr, Selfoss og Akureyri


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

CUJO Þessi græja gefur heimilinu 100% internet öryggi. Heimilin eru auðvelt skotmark fyrir hakkara og áætlað er að stór prósenta verði fyrir slíku daglega. Cujo passar upp á allt; fjármálin, alla reikninga, alla aðganga og það sem viðkemur einkalífinu. Einnig er hægt að tengja Cujo við annan búnað eins og öryggis-og myndavélakerfi, leikjatölvur, barnavaktara ofl. Þú getur síðan fylgst með í gegnum símann hvar sem er.

BLENDTEC BLANDARI Blendtec blandarinn sem allir eru að tala um. Blandarinn er með LCD skjá sem auðveldar gagnvirkar stillingar.

Nánar á: https://www.getcujo.com/

Fimm mismunandi hraðastillingar ásamt PLÚS hraða. Stillingar sem gera blandaranum auðveldara en nokkru sinni fyrr að blanda súpur, smoothies, ís og sósur, svo að eitthvað sé nefnt. Það er sérstaklega auðvelt að þrífa blandarann með einfaldri hreinsi-stillingu og blandarinn þrífur sig sjálfur. Sérstakur Blunt stálhnífur er í blandaranum sem er þykkur og sterkur, og gerir það að verkum að hráefnin blandast mun betur saman. Gúmmítappar eru undir blandaranum fyrir mun betri stöðugleika en aðrir sambærilegir blandarar. Blendtec kemur frá 3 – 3,8 hestöflum sem sýnir hversu öflugur blandari hann er . Fjagra hliða kanna fylgir blandaranum en hægt er að kaupa sérstakar könnur aukalega fyrir mismunandi notkun. Verslanir heimilistækja selja meðal annars þennan geysivinsæla blandara frá Blendtec. Heimilistæki eru með verslanir á sjö stöðum á öllu landinu og einnig er allt vöruúrvalið og nánari upplýsingar að finna á heimasíðu Heimilistækja. www.ht.is

BALIGHT Ertu hjólamanneskja? Viltu skera þig út úr fjöldanum? Þá er þetta græjan fyrir þig! Þú sérhannar þitt eigið ljósashow áður en þú flýtur af stað. Led ljós, vatns-og höggþolið, þjófavörn, mælir vegalengdir, GPS og fleiri sniðugir aukahlutir fylgja. Nánar á: http://balight.com/

L16 16 myndavélar í einni léttri og nettri vél. Nú má sleppa þeim áhyggjum að gleyma réttu linsunni heima því þessi vél inniheldur 16 linsur. Hægt er að vinna myndir saman og setja í eina stóra mynd, allt að 52 megapixlum. Nánar á: https://light.co/camera

BACK ROLLER CLASSIC VATNSHELDAR HJÓLATÖSKUR FRÁ ÞÝSKA FRAMLEIÐANDANUM ORTLIEB Urban er ný glæsileg lína frá Ortlieb sem hugsuð fyrir þá sem hjóla mikið innanbæjar og vilja fágun og stílleika til að passa við skrifstofu- eða skólafötin. Urban línan er að sjálfsögðu vatnsheld, rykþétt, fislétt og níðsterk eins og aðrar vörur Ortlieb. Framleitt í Þýskalandi. Fimm ára ábyrgð! Töskunum er smellt með einu handtaki á bögglaberann aftan á hjólinu, með hinu fræga Snap-it systemi. Eins auðvelt og fljótlegt og hægt er. Tilvalin afmælis- eða jólagjöf.

BEATS PILL+ Beats Pillan hefur fengið yfirhalningu. Stærri en upphaflega útgáfan en minni en XL-in. Kemur í svörtu og hvítu. Bætt hljóðgæði og allt að 12 tíma batterílíf. Nánar á: http://www.beatsbydre.com/

Þyngd 840 grömm Rúmmál 20 lítrar Litur: Pipar (Pepper) og Kaffi (Coffee) Fáanlegar á www.fjalli.is, Hirzlunni Garðabæ, Markinu Ármúla, Kríu Hjól Grandagarði og Reiðhjólaverzluninni Berlín, Geirsgötu.


SHURE SRH940 SRH940 heyrnartólin voru hönnuð sérstaklega fyrir stúdíó hljóðblöndun og upptökur með það að leiðarljósi að gera öllu tónsviðinu góð skil. Heyrnartólin eru létt og þægileg. Einnig er hægt að brjóta þau saman.

“These Shures take no prisoners, but they sound simply brilliant - audition a pair now.”

QQQQQ www.whathifi.com


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

FISKFÉLAGIÐ Það var mikil eftirvænting að fá að koma í heimsókn í Fiskfélagið sem starfrækt er í kjallara Zimsen hússins á Grófutorgi. Góðir straumar hafa legið frá staðnum síðan hann var opnaður árið 2008 af Lárusi Gunnari Jónassyni, eiganda og meistarakokki. Lagt var upp í ferðalag um Ísland þar sem ferskasta hráefni, vítt og breytt af landinu, fékk að blandast saman í fjögurra rétta máltíð. Forrétturinn var hægeldaður þorskhnakki með steiktu grænkáli, laxatartar og sítrónumæjónesi. Upplifunin var hreint út sagt mögnuð, hátíðleiki sem minnti helst á jólin; smá reykt bragð með léttri sýru frá mæjónesinu. Millirétturinn samanstóð af fallega framsettum hráum laxabitum, rækjum, pikkluðu sellerí og kryddsnjó. Léttur og ferskur ,,millibiti”. Aðalrétturinn var hægeldaður lambaframpartur. Lungamjúkur með sinnepskornum, kapers, grænum baunum, stökkum og þunnskornum ferskum gulrótum og léttbökuðum lauk með kjúklinga ,,jus”. Yfir þetta var síðan hellt heitri smjörsósu sem líktist einna helst bernaise, samt ekki. Gríðarlega ljúffengt og áferð hvers hráefnis naut sín fullkomlega. Eftirrétturinn var ekki af síðri endanum; skyrsorbet, ítalskur marengs, ástarpungur, bláberjasulta, mjúk karamella og lakkríssnjór. Að lokum fengum við Espresso Martini sem fullkominn endi á frábæru ferðalagi um Ísland.

KOPAR Við fórum fjórir félagar af vinnustaðnum í hádegismat á veitingastaðinn Kopar sem staðsettur er við Slippinn í miðbæ Reykjavíkur. Þegar við komum inn var ljóst að mikið var að gera, fullsetið nær alls staðar en stúlkan sem tók á móti okkur náði að smokra okkur í notalegan, leðurklæddan bás innan um ógrynni af heimilislegum plöntum. Á leið okkar í sætin gengum við framhjá opnu eldhúsi þar sem kokkarnir dældu út fallega framsettum réttum af mikilli fagmennsku og samstillingu enda lítið pláss fyrir svo margar hendur. Það var fyrirfram ákveðið að við ætluðum allir að fá okkur Nautagott af matseðlinum. Um er að ræða hægeldað niðurrifið nautakjöt á mjúku brauði með mozarella, beikoni og salati. Við vorum allir sammála um að þetta væri einn mest djúsí börger sem við hefðum nokkurn tímann fengið, þótt óhefðbundinn væri. Brauðið lagðist fullkomlega að kjötinu, myndandi örþunnt lag án þess að rofna svo allt héldist dannað í lúkunum. Með þessu voru stökkir kartöflubátar, hæfilega kryddaðir með alls konar kryddum og sinnepssósa til að dýfa gúmmelaðinu í. Það voru sáttir smjattpattar sem lögðu leið sína í vinnuna aftur, pínu syfjaðir.


Croissant þetta var bakað í Perlunni fyrr í dag ásamt fjöldanum öllum af úrvals brauðmeti og kökum. Gestum Perlunnar ætti því ekki að láta sér bregða yfir því hversu ferskar veitingar kaffiteríunnar eru. Hvað útsýnið varðar þá er það margbreytilegt til allra átta og kemur sífellt á óvart.

C

A

F

É


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

RAUÐUR SNJÓR NÆRING HLAUPARANS Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur og langhlaupari verður með fróðlegan fyrirlestur þar sem m.a. verður fjallað um grunninn að hollu matarræði, næringu fyrir og eftir æfingar, tímasetningu máltíða, næringu á æfingum og í vikunni fyrir keppnishlaup. Umræðan er því gagnleg fyrir bæði hlaupara og aðra í reglulegri þjálfun. Hvar: Gló, Fákafeni 11. Hvenær: 21. október kl. 18:00-20.30. Skráning: glo.is – undir námskeið og fyrirlestrar. Verð: 3500 kr.

VEFJAGIGTARNÁMSKEIÐ Þraut, miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma, stendur fyrir fræðslunámskeiði fyrir fólk með vefjagigt og aðstandendur þeirra. Þar verður m.a. farið yfir greiningu, orsakir og meðferð vefjagigtar sem og andlega heilsu sjúklinga. Áhersla verður einnig lögð á fræðslu og spjall fyrir aðstendendur vefjagigtarsjúklinga, þar sem þeirra hlutverk er ekki síst mikilvægt í baráttunni við vefjagigt. Hvar: Þraut, Höfðabakka 9. Hvenær: 20-29 október Skráning: thraut@thraut.is Verð: 26.500 kr. – innifalið er gjald fyrir einn aðstandenda.

ÞEGAR LOFTSLAGINU BLÆÐIR Rauður snjór er nafn á hópi norrænna lista- og vísindamanna sem hafa áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á umhverfi og menningu á norðurslóðum. Loftslagsbreytingarnar eru ekki bara framtíðarógn fyrir okkur, sem búum á þessu svæði, heldur sjáum við óafturkræfar breytingarnar nú í dag allt í kringum okkur. Hópurinn Rauður snjór hefur því sett saman verkefni sem samanstendur af sýningum, listflutningi og vinnu- og málstofum sem hafa það að markmiði að efla umræðuna um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra fyrir líf okkar sem búum í Norður-Atlandshafi. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 15.október-22.nóvember. Verð: FRÍTT

BETRI NÆRING – BETRA LÍF! Námskeiðið er eins konar viðgerðarprógram fyrir bætta bakteríuflóru og slímhúð í meltingarvegi. Farið verður yfir það hvernig meltingarvegurinn virkar og hvernig er hægt að gera við hann með breyttu matarræði, jurtum, olíum og hollum gerjuðum mat. Hér er ekki verið að ræða neina skyndilausn þar sem ferlið skiptist í tvennt, fyrst er það hreinsun líkamans og svo tími til að næra, græða og bjóða góðu bakteríurnar velkomnar. Fræðandi námskeið í umsjá Kolbrúnar grasalæknis. Hvar: Lifandi markaður, borgartúni 24 Hvenær: 21. október kl. 17:30-20:30 Skráning: jurtaapotek@jurtaapotek.is Verð: 5900 kr. – súpa brauð og námskeiðisgögn innifalin


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

ENKNAG Röð og regla. Snagar eru málið. Fást með þremur, fimm, eða sjö snögum í mismunandi litum. Fallegir í forstofuna eða svefnherbergið. Nánar http://nationofdesign.com/en/

EINSTÖK KLUKKA Vöruhönnuðurinn Damian Stankovic hefur hannað þessa einstöku klukku. Tölurnar eru í vökvaformi svo að tíminn bókstaflega flýtur áfram.

ROTARY TRAY Jasper Morrison hannar þessa fallegu bakka fyrir svissneska fyrirtækið Vitra. Bakkarnir koma í 5 fallegum litum. Efri hluta bakkans má snúa. Fæst í Pennanum.

Nánar á: hellorhei.com

Nánar á: vitra.com

THE NEST Handgert ljós úr við eftir Adam Sandenholt. Hver lampi hefur sinn einstaka sjarma. Koma númeraðir. Nánar á: http://bysandenholt.com/

gerðu tónlist á

makkann þinn

FERM LIVING Þessi fallega klukka er veggprýði hvar sem er. Kemur í þremur útgáfum. Nánar á: http://www.fermliving.com/

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

ARNE JACOBSEN DÚKKUHÚS Eftirlíking af húsi Arne Jacobsens. Hægt að hengja upp á vegg í stofunni svo öll fjölskyldan getur leikið sér saman! Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is

Nánar á: http://nationofdesign.com/en/


H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT OG SVARAÐ INTR0BEATZ Spurt of Svarað Intr0beatz

svo okkar eigin GKR inná milli, fresh kid með fresh attitude! Annars er ég EKKI að hlusta á nýju EP plötuna mina, Intr0beatz – LesMcDee EP sem kom út á mánudaginn frá Something Else útgáfunni og er til sölu á Beatport og Traxsource right NOW!

Nafn, Nöfn? Ársæll Þór Ingvason a.k.a Láki B a.k.a Luke Bluntz a.k.a Luke B. Rhythmz a.k.a Intro a.k.a Intr0beatz a.k.a Tro a.k.a YoursTrulyLocalBeatmaker en flestir kalla mig Adda

Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða? Ætli ég verði ekki bara eins og allir aðrir eldri borgara, tuðandi um hvað sé að gerast með kids nú til dags og hvernig allt var nú betra og meira real back in the days. Þetta er því miður byrjað nú þegar…

Aldur? 8 árum eldri en Emmsjé Gauti en einu ári yngri en Andri á flandri... Kjúklingavængir eðe englavængir? Ég vil meina að þetta séu sömu vængirnir Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Beats, beats, beats, beats, food, beats, food, food, beats osvfrv.. Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? Fréttir, its so real! Á hvað ertu að hlusta þessa daganna og hvað ertu EKKI að hlusta á? Seinustu daga hef ég verið að checka á nýju stöffi frá Brame & Hamo, Joss Moog og

Hvenær hlóstu síðast svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Ætli það hafi ekki verið þegar ég var að filma skate með vini mínum Davíð Þór a.k.a Disco Dave a.k.a Juicy Dee og hann náði að detta tvisvar í röð ofan í vatnið hjá Seðlabankanum. Classic moment! Annars drekk ég ekki mjólk nema að það sé nesquik mix. Uppáhalds sósa? Sriracha , passar á ALLT! Hvað er verst í lífinu? Hungur og heimilisleysi

Mynd: Ingvar Högni Ragnarsson

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR „Radiolab er hlaðvarp um forvitni – hlaðvarp þar sem hljóð varpar ljós á hugmyndir og á mörkin milli vísinda, heimspeki og mannlegrar reynslu.” – www.radiolab.org Í hverjum mánuði niðurhala 4 milljónir manns Radiolab. Ekki nóg með það, heldur er þátturinn einnig á dagskrá 400 útvarpsstöðva í Ameríku. Flestir hlaðvarpsfíklar eru sammála um eitt: Það sem gerir Radiolab að frábærum þætti er meistaraleg hljóðvinnsla og fagmannlega hljóðklipping. Þátturinn byrjaði fyrir 13 árum síðan og hugmyndin bakvið þáttinn er einföld: að deila áhugaverðum sögum sem fá mann til þess að staldra við og hugsa – sögum sem fá mann til þess að sjá heiminn í nýju ljósi. Þættinum er stjórnað af tveimur þungavigtamönnum í útvarpi, þeim Jad Abumrad og Robert Krulwich. SKE mælir með nýjasta þætti Radiolab, Smile My Ass.

RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL) ALLIR HLUTIR MÉR TIL MEINS / MÆÐA VILJA KRAFTINN / ÉG HEF EKKI NEITT TIL NEINS / NEMA BARA KJAFTINN / – MATTHÍAS JOCHUMSON, STÓRSKÁLD

ÉG ER RÍFANDI KJAFT / MEÐ LÍTER AF JACK / SKARTGRIPI ÚT UM ALLT / WIFE BEATER OG BAGG / – GÍSLI PÁLMI, RAPPARI OG HLÉBARÐI


LAMBALÆRI OG ÁST! U T S S MI I AF EKK SU! ÞES

999

kr. kg

VERÐ ÁÐUR: 1498 KR. SS LAMBALÆRI FROSIÐ, 2,1–2,6 KG*

Borgaðu með símanum á einfaldan og öruggan máta með Netgíró.

Við sendum þér reikning í netbankann og þú færð allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest.

Skráðu þig á www.netgiro.is

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

Verð birt með fyrirvara um prentvillur og gildir á meðan birgðir endast. *2014 slátrun

Nýttu þér frábært tilboð á lambalærum í Iceland og hóaðu í fjölskyldu og vini í glaðlega og kærleiksríka máltíð.


Sa frábæ ma ra ve r og í fyrra ð !


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.