Ske #32

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 22.10–28.10

#32

SKE.IS

„MIG LA MANN NGAR AÐ VERÐA ESKJA . BETRI ÞAÐ E ÞAÐ E R Í INA SE M MIG RAUNINNI LANG AÐ GE AR RA.“

– SKE S

PJALLA

R VIÐ Ó

LAF DA

RRA ÓL

AFSSON


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEleggur ISTANBÚL: HÖFUÐBORG MELANKÓLÍUNNAR. Fyrir 10 dögum síðan dó ég. Fyrir 10 dögum síðan dó ég vegna þess að hjartað í mér hætti að slá. Ég skil ekki ennþá fullkomlega af hverju hjartað í mér hætti að slá: hvers konar annars flokks hjarta þolir ekki að vera fjarlægt úr brjóstkassanum, fleygt á steinsteypuna og barið ítrekað með ryðguðu hnúajárni? Ég held að hjartað mitt sé kelling og kona og væskill og andstæða karlmennskunar – og ég grét ekki aðeins til að syrgja mitt stöðvaða hjarta, heldur einnig vegna þess að ég er tilfinningaleg kunta sem bregst illa við þegar hjartað hættir að slá (ef aðeins ég væri sósíópati) ... En sem betur fer á ég faðir – faðir sem er einhvers konar íslenskur Mitch í Baywatch. Hann er kannski ekki eins glæsilegur í rauðri skýlu, og gæti ekki sungið „Hooked on a Feeling“ eins og Hoffarinn, en þegar hjartað manns hættir að slá þá krýpur hann niður við hlið manns og reynir að lífga mann við með því að fara með mann til útlanda. Hann tróð hjartanu mínu í handfarangurinn, við hliðina á sokkunum og Bose heyrnartólunum, og kom mér svo fyrir í stóru ferðatöskunni eins og úldinni saltkringlu. Svo bar hann mig til Istanbúl. Istanbúl, sem hét áður Konstantínópel og áður Býzantíon og þar áður „staðurinn þarna við Bosporus ánna eða eitthvað“, er ekki rétti staðurinn til að heimsækja þegar hjartað manns er hætt að slá. Hvers vegna? Vegna þess að Istanbúl er höfuðborg melankólíunnar (tyrkneska orðið yfir melankólíu er Hüzün og kemur úr arabískunni; Múhameð spámaður talaði um árið sem hann missti konuna sína Hatice og frænda sinn Ebu Talip sem „Senettul huzn“ eða „ár melakólíunnar“). Heimsveldi Tyrkja var einu sinni stór og stæltur líkami og Istanbúl var hjartað – en nú er hjartað hætt að slá. Eftir fall Tyrkjaveldis er Istanbúl einungis niðurnítt minnismerki áður dýrðlegs heimsveldis. Ég gekk í gegnum Topkapi höllina, framhjá Bláu Moskunni, yfir Galata brúnna, að Hagia Sofia (sem Twain kallaði „ryðguðustu hlöðu heiðindóms“) eins og sálarlaus draugur í klisjulegum Nordic Noir krimma. Ég baðaði mig í melankólíunni, í myrkrinu og vesældinni – og ásýnd heimsins súrnaði #ColeWorld. Ég væri ekki að ljúga því ef ég segðist oft hafa verið betri. En svo, er ég velktist um í myrkrinu og eymdinni, fékk ég hugljómum: hugljómun sem breytti mér og dýpkaði og gerði mig vitrari og já, herra minn, mér veitti ekki af smá viskusjúss. Hugljómunin var sú að Istanbúl er höfuðborg melankólíunnar vegna þess að hún er föst í mýri fortíðarinnar. Í mýri fortíðarinnar er borginni um of hugleikið um það sem hefur gerst og hugsar ekki um það sem gæti gerst – og hjartað slær ekki í fortíðinni. Hamingjan horfir fram á við, hryggðin tilbaka: en ég ætla ekki að verða holdgervingur Istanbúl ... Í dag slær hjartað mitt hægar, en það slær fyrir ástina; fyrir lífið; fyrir fegurðina. S-O til föður míns – hann er stórmenni. Við hlið föður míns var Napóleon einungis franskur dvergur með furðulegan hatt og barnslegar kinnar. #ást

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Ólafur Darri Ólafsson Myndir - forsíða og viðtal: Brynjar Snær Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

GÖTUR REYKJAVÍKUR


„Mávurinn er grimmilega fyndin sýning, gneistar af uppátækjum og ástríðu“

„Sviðsetning Yönu Ross er ferskur andvari inn í leikárið“

SJ - Fbl

SJ - Fbl

„Langt er síðan ég hef séð á íslensku sviði jafn áreynslulausan en þó markvissan og flæðandi samleik“

„Mávurinn ber af, mun seint gleymast“ SJ - Fbl

M.K. Víðsjá

„Þetta var sprengikvöld“ HA - Kastljós

„Áhrifamikil sýning, fyndin og ögrandi“ DK - Hugras.is

„Þetta er nútímaleikrit og dúndursýning“ SA - tmm.is

„Galdurinn - það sem gerir þessa brjáluðu sýningu og djörfu tilraun að svona vel heppnuðu leikhúskvöldi - er ósýnilegur í loftinu milli leikaranna á sviðinu og milli orðanna sem dr. Tsjékhov setti á blað“ ÞT - Morgunblaðið

Pantaðu ljúffengar veitingar sem bíða þín fyrir sýningu eða í hléi. veitingar@borgarleikhus.is

Einróma lof Ekki missa af dúndur leikhúsupplifun takmarkaður sýningafjöldi! MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

PAR-ÐAR / AVÓKA / SÍGULL Næstum allir tónlistarmenn í þessum böndum spila í öllum þremur hljómsveitunum. SíGull má segja að sé ánægjan í lífinu, AVóKA sé ástin og hatrið en Par-Ðar allt þar á milli.

200.000 NAGLBÍTAR

Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 28. október kl. 20-23 Miðaverð: Frítt

Hugsið ykkur: Nú er hálf öld frá því að Ríó tríóið var stofnað. Tíminn flýgur. Helgi P., Ágúst, Snorri Helgason og Bjössi Thor ásamt hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar í Hörpu, rifja upp og renna í helstu smelli tríósins í bland við heimspekileg gamanmál af ýmsum toga. Miðasala er á tix. is.

Tónleikar með 200.000 naglbítum eru sjaldgæf en sígild skemmtun. Rokktríóið að Norðan hefur um árabil sent frá sér plötur og lög sem mörg hafa slegið í gegn. Þeir koma sjaldan fram og hafa látið lítið fyrir sér fara að undanförnu. Naglbítarnir halda nú tvenna tónleika á Gauknum. Fyrri tónleikarnir verða kl 16:00 og eru fyrir yngri kynslóðina og ekkert aldurstakmark. Seinni tónleikarnir hefjast kl. 22:00 en á þá er 20 ára aldurstakmark.

Hvar: Gaukurinn Hvenær: 24. október kl. 22:00 Miðaverð: 1.000 kr. (fyrri, frítt fyrir yngri en 10 ára) / 2.500 kr. (seinni)

RÍÓ TRÍÓ Í HÁLFA ÖLD

GANGLY & VAGINABOYS

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 23. október kl. 19:00 Miðaverð: 4.990 - 10.990 kr.

Hljómsveitirnar Gangly og Vaginaboys henda saman í tónleika nú á miðvikudaginn. Þess má geta að hljómsveitin Vaginaboys var rétt í þessu tilkynnt sem ein af þeim fyrstu 14 listamönnum sem koma fram á Sónar Reykjavík í byrjun næsta árs.

Hvar: Húrra Hvenær: 28. október kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.

REVEALING THE UNSEEN Dúóin MGBG (skipað frönsku radd- og hljóðlistakonunni og tónskáldinu Marie Guilleray og tónskáldinu Bjarna Gunnarssyni) og Einóma (skipað Bjarna Gunnarssyni og Steindóri Kristinssyni) bjóða til tónleika í Mengi þar sem samsláttur radda og rafhljóða er kannaður og möguleikar mannsraddarinnar þandir til hins ýtrasta. Þetta verður allt gert í samstarfi við myndlistarkonuna Eleni Podara.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 24. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

C.A.R. / ALEX CAMERON / INDRIÐI Alex Cameron er tónlistarmaður frá Sydney, Ástralíu, sem gerir hrífandi hljóðgervlapopp sem flytur mann á dimma og fyndna staði. C.A.R. (Choosing Acronyms Randomly) er tónlistarkonan Chloe Raunet sem nördast mikið með skrýtnari hlið elektrónískrar tónlistar, er meðstjórnandi Latete Atoto útvarpsþáttarins á NTS Radio og er fyrrum söngkona kaldbylgju hljómsveitarinnar Battant. Þessir tónleikar á Palomaverða fyrstu tónleikar þessara listamanna á Íslandi. Tónlistarmaðurinn Indriði (úr Muck) mun svo einnig koma fram en hann er nú þegar orðinn þekktur fyrir draumkennt elektrónískt popp.

Hvar: Paloma Hvenær: 22. október kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

MENCHEN AM SONNTAG FINAL IMPROVISATION #5 Nú er komið að tímamótum og barnið við það að útskrifast. Á þessum fimmtu og síðustu spunatónleikum verða þeir einir á ný, þeir Gunnar Tynes og Örvar Smárason í hljómsveitinni Múm og vinna úr þeim tilraunum og kveikjum sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 28. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.


Raki og mýkt Miðlungs þekja Lýtalaus silkiáferð Vörn og vinnur gegn bólgum Ilm og paraben frítt


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON BIG BAND SJSBB leikur frumlega frumsamda funktónlist sem er undir áhrifum frá Nígerísku Afróbíti, Eþíópískum jazzi, brasilískum samba töktum, bandarísku funki og stórsveitarjazzi í bland við íslenska eyjaskeggjaþrjósku sem hefur vakið athygli víða um heim. Miðasala á midi.is.

Hvar: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 22. október kl. 21:00 Miðaverð: 2900 standandi (niðri) / 3900 sitjandi (uppi)

NÝTT Á NÁLINNI

THULE RECORDS PRESENTS:

ROME FORTUNE – DANCE

COSMIC JD, THOR, ODINN Cosmic JD mun spila á Paloma ásamt thOr (Þórhallur Skúlason) og Odinn undir formerkjum Thule records. Hinn kólumbísk ættaði Cosmic JD býr í Kanada og er þekktur um Norður-, Mið- og Suður-Ameríku í neðanjarðar House og Techno senunni. Thule records þarft vart að kynna enda brautryðjendur í útgáfumálum neðanjarðar House og Techno á Íslandi.

Hvar: Paloma Hvenær: 23. október kl. 23:00

D.R.A.M. (FEATURING SZA) – CARETAKER

AGENT FRESCO Á GRÆNA HATTINUM Ein af framsæknari hljómsveitum okkar Íslendinga síðari ára er án vafa rokksveitin Agent Fresco úr Reykjavík. Flókin og ágeng, en jafnframt angurvær og ástríðufull, tónlist þeirra hefur fallið vel í kramið hjá íslenskum tónlistarunnendum. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu „Destrier“ sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um allan heim. Midi.is sér um miðasölu.

Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 24. október kl. 22:00 Miðaverð: 3.000 kr.

STYÐJUM FLÓTTAFÓLK Þeir sem koma fram eru: Diddú, Bubbi Morthens, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, Bjarni Arason, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Svenni Þór, Alma Rut, Hjörtur Howser, Eysteinn Eysteinsson, Hafsteinn Valgarðsson, Alda Dís, Tindatríó, Arnhildur Valgarðsdóttir, Kór Víðistaðasóknar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.

FALTYDL - BBRX002

Miðasala er á midi.is

Hvar: Víðistaðakirkja, Hafnarfirði Hvenær: 25. október kl. 20:00 Miðaverð: 2.900 kr.

JÓN ÓLAFSSON & FUTUREGRAPHER

NOVELIST - ENDZ

CASIO FATSO ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

Félagarnir sendu frá sér sveimplötuna ,,Eitt” á dögunum í samstarfi við Möller records og er óhætt að segja að samstarfið hafi vakið mikla athygli enda bakgrunnur listamannana mjög ólíkur. Jón hefur verið í fremstu röð popp- og rokktónlistarmanna um langa hríð á meðan Árni hefur verið einn afkastamesti raftónlistarmaður landsins. Friður, ró og spekt einkennir þessa fallegu plötu sem verður flutt í heild sinni á útgáfutónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar við Laugarnestanga. Einnig koma fram á tónleikunum listamennirnir Elín Ey og Murya.

Í tilefni fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Controlling the world from my bed, sem kom út í júlí síðastliðnum, heldur Casio Fatso útgáfutónleika í Tjarnarbíó. Platan verður leikin í heild sinni á tónleikunum, ásamt 2 nýjum lögum. Lögin verða öll kynnt sérstaklega og sagan á bakvið þau rakin misstuttlega. Eða ekki. Fer eftir stuðinu í salnum. Lily of the valley verður með Casio Fatso þetta kvöld og mun sjá um að opna tónleikana.

Miðasala á tix.is.

Miðasala á midi.is.

Hvar: Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga Hvenær: 23. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr.

Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 22. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

WHITE BOIZ - MAIN ST


Fimmtudaginn 17. desember

Sigríður Thorlacius Sigurður Guðmundsson

harpa.is | tix.is


„ÞAÐ ER STUNDUM ERFITT AÐ KOMA HEIM TIL FJÖLSKYLDUNNAR OG VERA EÐLILEG MANNESKJA EFTIR AÐ VERA BÚINN AÐ SLÍTA ÚR SÉR SÁLINA.“


Ég hef tvívegis starfað sem „leikari.“ Í fyrra skiptið lék ég í einni senu í þáttaröðinni Ástríður. Þessi sena átti sér stað fyrir utan Háskólabíó á kaldri vetrarnóttu þar sem mér var fólgið afar auðvelt hlutverk. Mér var fólgið það hlutverk að leika ónafngreindan aðila sem var að koma úr bíó með vini sínum, sem var fatlaður, og ég átti að ýta hjólastólnum hans í átt að bílastæðinu á meðan aðalleikararnir gengu við hlið okkar og spjölluðu. Þetta var einstaklega auðvelt hlutverk sem var erfitt að klúðra – en ég klúðraði því samt. Ég gróf undan trúverðugleika þessara senu alveg upp á mitt eindæmi. Fyrir áhorfendum var ég ekki ónafngreindur aðili sem var að ýta félaga sínum í hjólastól eftir bíóferð – nei – ég var vandræðalegur Íslendingur sem þóttist vera ónafngreindur aðili sem var að ýta félaga sínum í hjólastól eftir bíóferð. Ég lék þetta eins og drukkið bjarndýr á hjólaskautum #actingup. Í gær spjallaði ég hins vegar við mann sem hefði gert þessu hlutverki mun betri skil; hann hefði ýtt þessum hjólastól á afar náttúrulegan og kæruleysislegan hátt og hefði að öllum líkindum stolið athyglinni frá aðalleikurunum. Hann hefði gert þetta eins og einkabarn Meryl Streep og Marlon Brando. Ég er að sjálfsögðu að tala um náttúrubarnið Ólaf Darra Ólafsson. Á mánudaginn spjallaði ég við Darra. Við ræddum Detroit, lélega blaðamenn, Gúlag, Pésa Píkuson og snjallsíma. SKE: Eigum við ekki að vinda okkur í þetta? Ég veit að þú ert mjög upptekinn maður. Ólafur Darri: Allavega í dag! (Ólafur hlær.) Byrjum á the Last Witch Hunter, sem verður frumsýnd á föstudaginn. Hvernig gengu tökurnar? (Ólafur spyr hvort að ég sé búinn að fá miða á forsýninguna. „Nei,“ svara ég. Hann sækir tvo miða. Ég þakka fyrir. Hann er mikill höfðingi.) Þær gengu ágætlega. Ég var, allt í allt, í sjö vikur. Við vorum að skjóta í Pittsburgh, Pennsylvaníu. Myndin gerist reyndar í New York. Pittsburgh var mjög stór borg þegar stáliðnaðurinn var í blóma í Pennsylvaníu. Þetta er falleg borg og það var gaman að vera þarna. Hún er að verða aftur að því sem hún var, eins og gerist með svona stórborgir sem ganga í gegnum þetta hnignunarstig. Eins og Detroit? Detroit er enn í mjög vondum málum. Pittsburgh, aftur á móti, virtist hafa dalað en svo gerist eins og gerist svo oft: Íbúðarverðið lækkar og mikið af þessum iðnaðarhúsum sem eru í miðbænum, sem eru fullkomin fyrir listamenn, eru tekin í notkun aftur. Borgin er að ganga í gegnum endurnýjun. Það er eitthvað að gerjast þarna, svo er þetta einnig mikil íþróttaborg.

En á móti kemur að þú mátt ekki móðgast. Ef einhver sem þú ert að taka viðtal við hefur ekki áhuga á því að svara svona almennum spurningum. Mér finnst að Arnar Jónsson sé búinn að vinna sér inn þann rétt að ef hann er spurður hvort að honum finnist skemmtilegra að vinna í leikhúsum eða bíómyndum þá megi hann segja „Ég er búinn að svara þessari spurningu. Farðu bara á netið og finndu svarið!“ Ég man hvað margir blaðamenn voru móðgaðir út í Sofi Oksanen. En sjálfum fannst mér þetta ekki skrýtið hvernig hún brást við. Þegar þú ert listamaður þá tekur þú listina alvarlega, gerir ekkert óvart. Listin er alltaf persónuleg vegna þess að þú hefur lagt í hana eitthvað sem blundar í þér. Þú útskrifaðist úr MR og svo varstu dreginn í inntökupróf í leiklistinni af vini þínum. Þú komst inn en vinur þinn ekki. Var þetta ekki erfitt fyrir þennan vin þinn?

Einmitt: Pittsburgh Steelers? Penguins, Steelers og Pirates. Maður fór að sjá öll þessi lið spila og ég kem til með að vera Penguins, Steelers og Pirates aðdáandi þangað til að ég fer í næstu borg! (Ólafur hlær. Við tölum aðeins um Detroit. Ég segi Darra frá góðri uppástungu varðandi leið til þess að lífga upp á Detroit. Hugmyndin var sú að Volkswagen ætti að iðrast opinberlega fyrir sínar syndir með því að flytja allar verksmiðjurnar sínar til Detroit. Í augum Darra er Detroit áminning um þær hættur sem gætu leynst okkur Íslendingum.) Þetta sýnir fram á það að ef maður treystir bara á áliðnaðinn, til dæmis, og einn daginn hætta menn að nota álið – hvað gerist þá? Eða túrismann. Maður á ekki að setja öll eggin í sömu körfu ... Þú varst í mjög skondnu viðtali á rauða dreglinum um daginn. Blaðakonan var hálf týnd. Hún spurði þig til nafns og spurði hvers lenskur þú værir. Svo bað hún þig um að sýna sér besta bardagasvipinn þinn ...

Hann var ekki eins fúll og ég hefði örugglega orðið. Hann tók þessu með ótrúlega miklum drengskap. Eðlilega var hann svekktur. Það voru yfir 100 manns sem sóttu um og það voru einungis átta sem komust inn. Það eru minni en 1% líkur á því að þú fáir inngöngu. Ég hef aldrei setið í valnefnd en ég veit að ástæðurnar fyrir því að þú komist ekki inn geta verið svo ótrúlega ómerkilegar. Það gætu einfaldlega verið of margir sem eru líkir þér. Það er ekki endilega þú. En þessi vinur minn er með heimspekipróf og lögfræðipróf og ég er mjög glaður að hann skyldi hafa farið í eitthvað annað; hann er alltof klár til þess að taka þátt í þessu.

(Ólafur hlær.) ... lendurðu oft í lélegum viðtölum þar sem blaðamenn koma algjörlega óundirbúnir? Þetta er skemmtileg spurning . Já, ég lendi alltof oft í því. Eins og allir leikarar þá er ég oft spurður að því hvort að það sé skemmtilegra að leika í leikhúsi eða í kvikmyndum … (Þetta var sú spurning sem ég ætlaði alls ekki að spyrja. Ég er enginn leikari en ég kann að spyrja spurninga.) ... og hver sé munurinn. Þetta er ekkert endilega vitlaus spurning. Það virðist vera svo gjörólíkt að vinna á þessum tveimur stöðum. En það er leiðinlegt að segja það: Mér finnst ég lenda í þessu oftar og oftar. Fólk er að taka viðtal við mig og það veit ekkert hvað ég hef gert. (Darri minnist þess að fyrir nokkrum árum síðan tóku íslenskir blaðamenn viðtal við finnska rithöfundinn Sofi Oksanen. Blaðamennirnir urðu alveg forviða yfir því hversu illa hún brást við þegar hún var spurð hvort að þetta hafi verið persónulegt verk. Bókin var um konu sem flýr úr kynlífsþrælkun og leitar skjóls hjá eldri konu. Darri segist hins vegar skilja blaðamenn vel: Þeir vinna rosalega mikið. Ég veit allt um það.)

(Við hlæjum. Ég hugsa hvort að þetta eigi ekki við mig líka; ég var of klár fyrir þessa hjólastólasenu.) En þetta er erfitt. Það er rosa mikil samkeppni í leiklistinni. Ég hef verið heppinn. Mér finnst leikarar og listamenn, yfir höfuð, yfirleitt mjög gott fólk. Þau eiga mjög auðvelt með samhyggð. Auðvitað er þetta erfitt. Við vinnum við eitthvað þar sem við erum stöðugt að gefa af okkur og stöðugt með okkur í sjálfsskoðun. Fyrir utan allar þessar spurningar sem við öll spyrjum okkur: „Er ég of feitur eða of grannur? Er ég að missa hárið.“ En leikarinn þarf að hugsa þessa hluti í stærra samhengi. Ég spjallaði við Þorvald Davíð

fyrir leiksýninguna At og hann talaði einmitt um þetta. Þú þarft að vera þokkalega heill til þess að geta orðið brúða þíns eigin sjálfs: Þetta tekur á. Þetta gerir það. Þegar fólk hugsar um erfiðleika leikara þá hugsar það yfirleitt um Hollywood leikara sem þarf að missa 20 kíló. En það er vegna þess að það er eitthvað sem við sjáum. Forvitnilegra finnst mér er samt það sem við sjáum ekki. Glíma listamannanna við að setja sig inní aðstæður þeirra sem þeir eru að túlka. Það eru forréttindi en það er líka erfitt. Það er stundum erfitt að koma heim til fjölskyldunnar og vera eðlileg manneskja eftir að vera búinn að slíta úr sér sálina, nauðga og drepa – allt þetta sem maður fær að gera í vinnunni. Það fyndna við þetta starf er að ef þú ert að leika vonda kallinn, að þeim mun verri og ógeðslegri sem hann er eða þeim mun betur heppnaður því meira klapp færðu á bakið frá samfélaginu. Það eru ekki mörg störf þar sem maður fær að hella sér út í að skoða þessar myrku hliðar mannlegs eðlis, nú eða þessar björtu að fá að verða ástfangin af manneskju en bara í kvöld. Þetta hlýtur að vera mikil útrás líka? Þetta er æðsilegt. Þetta er besta djobb í heimi! (Darri býður mér sleikjó. Höfðingi.) Þetta er rosalega nærandi starf þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt, en rosalega leiðinlegt starf þegar maður er að gera eitthvað leiðinlegt – en sem betur fer þá er það sjaldan. Hvað hefur leiklistin kennt þér um lífið? (Ólafur hlær. Þetta er stór spurning.) Leiklistin hefur kennt mér ótrúlega margt. Mér finnst ég læra meira um mig og um lífið með hverju verki sem ég starfa við. Leiklistin hefur kennt mér að vera betri manneskja. Maður getur oft speglað sig í því sem maður er að gera og þá áttar maður sig á því: „Djöfullinn, ég er nákvæmlega eins.“ Ég lék í einu verki í fyrra með vinkonu minni og sagði við hana „Þessi gaur sem ég er að leika er nákvæmlega jafn þrjóskur og þver og maðurinn þinn.“ Hún sagði „Já, það er örugglega rétt hjá þér.“ Svo hugsaði ég um þetta aðeins og komst að þeirri niðurstöðu að þessi gaur sem ég var að leika er nákvæmlega eins og ég, ég þurfti ekki að leita lengra. Leiklistin getur kennt manni ótrúlega margt en maður verður að vera vakandi. Ég get ímyndað mér að maður verði skilningsríkari í garð náungans eftir að hafa sett sig í öll þessi hlutverk. Ég vona það, en það má ekki gleyma því að ef þú ert ekki meðvitaður um það þá er hægt að gera allt en samt vera engu nær um neitt. Þú getur staðið á sviði og sagt allar réttu setningarnar á réttum tíma og komið út úr leikhúsinu 50 árum síðar og ekki haft hugmynd um það hvað það er að vera manneskja. Þetta er eins og að lesa bók. Ef þú lest bók en hugsar ekki í leiðinni þá færðu ekkert út úr því. Akkúrat. Ef leiklistin er stökkpallur fyrir þig til að verða frægur þá er þetta ekki rétta starfið fyrir þig. Frægðin nýtist þér hvort sem er ekkert á Íslandi; hún veldur þér vonbrigðum. Frægðin á Íslandi, eða frægðin yfir höfuð, er ekki þessi glamúrmynd sem fólk gerir sér upp í huganum. Ég mundi ekki vilja vera frægur eins og sumt af þessu fólki. Það getur ekki um frjálst höfuð strokið … (Við færum okkur yfir í annað.) Eru einhver hlutverk sem hafa breytt þér eða mótað þig á varanlegan hátt? Ég sagði það áðan að enginn leikari verður persónan sem hann leikur. En ég hef samt eina sögu sem er mjög fyndin sem tengist þessu. Ein af mínum uppáhalds sýningum var Rambó 7 eftir Jón Atla Jónasson sem var sýnd í Þjóðleikhúsinu. Þetta var ekkert voðalega vinsæl sýning en svo sannarlega ein af mínum uppáhalds. Að leika með Nínu, Gísla og Óla Egils. Þetta var algör dótakassa sýning. Ég lék karakter sem hét Pési Píkuson. Yes! Þetta var rosalega vírað leikrit sem fjallaði um þrjár manneskjur í neyslu, einmana og afskiptar. Þessi Pési Píkuson var rosalega mikill amfetamínneytandi, rosalega víraður og var alltaf blótandi: „motherfokker, fokk, fokk, fokk!“ Ég sagði „fokk“ í hverri einustu setningu. Þegar ég var að leika í verkinu þá var konan mín í útlöndum að vinna. Á sama tíma var ég að leika í Börnum og Foreldrum og ég var að vinna allan


10

HVAÐ ER AÐ SKE sólarhringinn. Af því að konan var ekki heima og ég átti ekki börn þá gat ég ekki núllstillt mig. Þarna áttaði ég mig á því að maður þarf núllstillingu. Svo kemur konan mín heim aftur. Við sitjum saman og erum að horfa á sjónvarpið og ég gríp fjarstýringuna og hún virkar ekki – og ég missi mig bara: „motherfokking, fokking,“og tek bara kast! Eftir þetta varð máltækið „Pési – farðu heim!“ til heima hjá mér. (Ég hlæ.) Kynntist þú konunni þinni í gegnum leiklistina? Þú sagðir einhvern tímann að þú hafðir farið í leiklistina til þess að kynnast stelpum. (Ólafur hlær mjög dátt.) Nei, ég kynntist henni þegar hún var að vinna í Ostabúðinni. Svo kom í ljós að hún er dansari og við eigum vel saman. Áttu þér einhverjar uppáhalds bækur eða höfunda (Darri er mikill lestrahestur)? Ég elska bækur. Ég væri bókafíkill ef ég hefði pláss fyrir það. Ég er svo mikil alæta á bækur og núna er ég að ganga í gegnum tímabil þar sem ég á erfitt með að lesa skáldsögur. Í dag er ég að lesa mikið af ævisögum og sögubækum. Mér finnst það geðveikt! Það er ein bók sem hefur alltaf setið í mér og hún heitir Gúlag. Hún gerist í Sóvétríkjunum. Stórmerkileg bók um stórmerkilegt fyrirbæri. Ég vitna oft í þessa bók. Það var einu sinni þáttur í 60 Minutes sem fjallaði um fangabúðir í Norður Kóreu. Það er svona mín Gúlag saga sem hafði mikil áhrif á mig og sem ég vitna oft í. Getur verið að það sé heimildarmynd um þetta á Netflix? Camp 14? Gæti verið. Þetta er mögnuð saga. Þarna var viðtal við mann sem fæddist inn í þessar búðir og fyrir honum skiptist heimurinn í tvennt: fangar og fangaverðir. Svo þegar hann er kominn á þrítugsaldurinn þá kynnist hann manni sem hefur upplifað heiminn fyrir utan veggi búðana. Sá maður segir við hann að í hinum ytra heimi geti hann keypt sér kjúkling – og hann bara trúir þessu ekki ... (Ólafur hlær.)

ekki að vera með puttana í því.“ Þó svo að einhver listamaður setji upp sýningu á Laugaveginum þar sem einhver Framsóknarmaður er búinn að kúka í brækurnar þá eiga Framsóknarmenn að fagna því. Þeir eiga að segja „ég er fullkomlega ósammála þér en við búum í landi þar sem þetta má – og þetta á að gera!“ Þeir eiga að vera stoltir af því. Þetta er helsta ástæða þess að vera með lýðræði. Við sem samfélag erum ekki nógu dugleg að passa upp á fjölmiðlana og listamennina. (Ég spyr Darra hvort að hann sé Seinfeld maður. Hann segir að Kramer sé snillingur og að honum langi að segja „já“ en svarið er „nei“.)

... hann ákveður að flýja á þessum kjúklingaforsendum. Svo þegar hann sleppur og það er tekið viðtal við hann segir hann „frelsið fyrir mér er, enn þann dag í dag, bara kjúklingur.“ Þetta snerti mig djúpt.

Ég hef tekið eftir því í nokkrum viðtölum við þig að þessi pæling með „leitin að tilgangi lífsins“ kemur reglulega upp. Ertu nær svarinu?

Maður er svo fordekraður. Sérstaklega hérna á Íslandi. Sem betur fer vitum við alltof lítið um það hvernig það er að vera fátækur eða á flótta. Forfeður okkur hefðu vitað það. Það er ekki langt síðan fólk dó af sulti á Ísland. En þetta finnst mér heillandi: Gúlagið. Jesús, þetta hljómaði illa.

(Ég hlæ.)

(Ég spring úr hlátri.) Svo las ég bók um Pol Pot um daginn. Fyrir mig sem leikara þá heillar þetta mig: þessi dökka hlið mannlegs eðlis. Ég hef áhuga á fólki sem er öðruvísi, morðingjum, siðblindingjum en svo sem líka alveg lömbum og naggrísum. Þú hefur talað um það að það sé mikil samfélagsleg ábyrgð sem hvílir á herðum leikara og að það sé ykkar hlutverk að sýna samborgurum ykkar hvað þau eru að gera rangt. Hvað erum við að gera rangt í dag? Við listamenn erum ekki tekin nógu alvarlega á Íslandi – það er örugglega vegna þess að við látum ekki taka okkur nógu alvarlega. Við gegnum óskaplega mikilvægu hlutverki. Við höfum, að mér finnst, gleymt okkur á verðinum. Það er að hluta til vegna þess að þetta er svo lítið land. Við erum í svo miklu návígi við þá sem veita styrkina. En mér finnst skrýtið að stjórnmálamennirnir okkar segi ekki „listamennirnir verða að fá að vinna sína vinnu. Þeir verða að fá að vera í friði og við eigum

Var það ekki 42?

Já og nei. Fyrir mér núna er að reyna lifa meira í núinu. Ég er að reyna hugsa minna um morgundaginn. Það gengur rosa illa þessa dagana þar sem ég hef verið að ferðast svo mikið. En það er það sem mig dreymir um: Að setjast aðeins niður, fara í jóga og stunda hugleiðslu – að skjóta rótum. Það er svo mikilvægt að maður viti hver maður er og hvaðan maður kemur, ekkert endilega hvert maður er að fara. Mig langar að verða betri manneskja. Það er í rauninni það eina sem mig langar að gera.

síminn á mig. Það er mjög fyndið að horfa í kringum sig í strætó þá eru 70-80% af fólkinu í símanum. Fólk gengur um götur í símanum sínum. Sem faðir þá verð ég að reyna finna einhvern milliveg á milli þess að leyfa börnunum mínum að taka þátt í nútíðinni án þess að þau séu þrælar nútímans. Við erum öll að verða þrælar. Það sem mér finnst sorglegast við þessi stóru trúarfélög, og trú yfir höfuð, er að fólk sem er mjög trúað trúir á einhvern annan heim sem kemur eftir þessum heimi. Þetta fólk fórnar þessum heimi fyrir hinn heiminn sem er, að mínu mati, líklegast ekki til. Það sama á við símana. Við horfum í gegnum þennan heim, sem er ótrúlega fallegur, og einbeitum okkur að þessum litla, smávægilega heimi sem rúmast í símanum. Maður fer út að borða með konunni og er í símanum, sem er sorglegt. Ég er að reyna setja þá reglu að þegar ég kem heim úr vinnunni þá er ég með símann stilltan á „airplane mode.“ Svo er ég bara þar. Við berum ábyrgð, við fullorðna fólkið, að börnin alist upp og geti notið þess að vera börn og unglingar. Það var nógu erfitt að vera unglingur í gamla daga. En í dag þá er mynd af þér á netinu og fólk er að meta þig eftir útliti: „Hann er heldur feitur og með mikið af bólum.“ Ég hefði ekki meikað þetta í gamla daga. Shit, ef ég væri að deita á Tinder þá væri örugglega búið að svæpa mig svo mikið að ég væri kominn á Ugly Tinder. Það var tímabil í mínu lífi þar sem ég var í útvíðum bútasaumsbuxum og Fúbú jakka. Ég er feginn því að það sé ekki til mynd á netinu af mér í þessari múnderingu. (Við hlæjum.)

Ég held að það sé mikið þroskamerki. Já, ég er sammála. Mér finnst gott að horfa yfir farinn veg. Ég er miklu betri manneskja í dag en ég var fyrir 20 árum. Ég er miklu meðvitaðri um líf annarra. En svo er ég að glíma við það sama og allir aðrir. Ég er að glíma við egóið og ekki að týna mér í tilhugsuninni hversu ógeðslega frábær ég er. Einhvern veginn að lifa í núinu … En pældu í því hversu nýtt fyrirbæri þetta er, þessi viðleitni að lifa í núinu. Þetta segir mikið um þann heim sem við lifum í – að við þurfum að hafa okkur öll við til þess að missa ekki af augnablikinu. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að vera ekki unglingur í dag. Það er æðislegt að hafa allt þetta efni og þessar upplýsingar en ég finn það, fyrir mína eigin parta, að

Heimurinn var ekki endilega betri þá en af því að þetta er svo nýtt þá þurfum við að finna jafnvægi. Ég held, samt sem áður, að samfélagið sé aðeins friðsamlegra eftir komu snjallsímanns; menn eru einfaldlega of uppteknir í símanum til þess að vera gera einhverja vitleysu. Ég var í Istanbúl í síðustu viku og rölti í gegnum Grand Bazaar. Ég man að ég hugsaði áður en ég fór inn: „Djöfullinn, nú þarf ég að takast á við alla þessa ágengu sölumenn.“ En svo voru þeir allir of uppteknir í símanum til þess að angra mig. Darri talar um mikilvægi lesturs. Við erum sammála um að það sé fátt meira þroskandi en að ferðast og lesa. Á þessari athugun bindum við enda á samtalið. SKE hvetur alla til þess að sjá nýjustu mynd Darra, the Last Witch Hunter.


MEIRA ÚRVAL LÆGRA VERð

RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.

FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333


12

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

KONUBÖRN LÍFIÐ Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín og hlaut einnig Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012. Leiksýningin fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í náttúrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu einfalda sögu af tveimur krökkum að leik. Börnum sem uppgötva skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.

Hvað gerir maður við líf sitt þegar maður er hvorki barn né kona. Hvenær verður maður eiginlega fullorðinn? Er það þegar maður hættir að borga barnagjald í sund? Eða þegar maður fermist? Eða þegar maður hættir að skammast sín fyrir að kaupa túrtappa? Eða er það þegar maður er farinn að nota orð eins og meðvirkni og öll boð sem maður fer í eru með sushi og kampavíni og allir eru að tala um áhrif hrunsins. Konubörn er frábært nýtt leikrit eftir sex flottar stelpur. Einlægt, fyndið og svo satt!

Hvar: Gaflaraleikhúsið Miðaverð: 2,500 kr.

Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 2,900 kr.

YFIR TIL ÞÍN SPAUGSTOFAN 2015

LÍNA LANGSOKKUR

Fyrir 30 árum mynduðu fimm kumpánar hóp sem tók að hittast reglulega og hafa í flimtingum flest milli himins og jarðar. Sumir kölluðu þá rugludalla, aðrir kölluðu þá snillinga, enn aðrir dóna, klámhunda og guðlastara. Sjálfir kölluðu þeir sig Spaugstofuna. Þetta samstarf reyndist í meira lagi vanabindandi - og enn hefur þeim ekki tekist að hætta. Nú birtast þeir á Stóra sviði Þjóðleikhússins og hafa líklega aldrei verið ruglaðri. Að minnsta kosti er þeim ennþá ekkert heilagt.

Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.

Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 4,950 kr.

Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4,750 kr.

HREKKJABRögð Ö 1 HRINGUR + KÓK OG ANNAR HRINGUR FRÍTT

599 KR.

DÚKKUHEIMILI Nóra er ein þekktasta kvenhetja leiklistarinnar. Hún býr á venjulegu heimili ásamt eiginmanni sínum Þorvaldi og þremur börnum. En Nóra á sér leyndarmál sem enginn má komast að, allra síst Þorvaldur. Í augum hans er álit samfélagsins á honum og fjölskyldu hans mikilvægara en allt annað. Komist upp um leyndarmálið gæti það á svipstundu rústað hamingju fjölskyldunnar. Nóra stendur frammi fyrir erfiðu vali: Að þrauka áfram í þrengslum dúkkuheimilisins eða rjúfa múrinn og yfirgefa eiginmann og börn. Dúkkuheimili, er stórbrotið leikverk sem allir núverandi og fyrrverandi makar ættu að sjá og ekki síður þeir sem hyggja á sambúð - eða hafna henni. Henrik Ibsen skrifaði Dúkkuheimili árið 1879 og tryggði verkið honum ekki einungis heimsfrægð heldur stendur það enn í dag sem helsta verk leiklistarsögunnar sem flettir ofan af stórri lífslygi. Með glöggskyggni sinni og næmi fyrir mannlegum tilfinningum skoðar hann líf í hjónabandi, grundvöll þess og innihald.

Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5,500 kr.



14

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

HOMMARNIR OG HELFÖRIN! SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er röð einkasýninga sem kannar stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist. Fyrstu tvær einkasýningarnar eru með verkum Habbyjar Oskar og Baldurs Geirs Bragasonar. Habby Osk (1979-) útskrifaðist með BFA í myndlist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006 og MFA frá School of Visual Arts í New York. Hún hefur haldið sex einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Titill sýningarraðarinnar vísar í sýninguna Skúlptúr/skúlptúr/skúlptúr sem var haldin á Kjarvalsstöðum 1994 og var ætlað að gefa yfirlit yfir samtíma höggmyndalist með verkum 27 íslenskra listamanna. Sýningin opnaði sama ár og Gerðarsafn var opnað fyrir gestum í Kópavogi. Gerðarsafn er stofnað til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928-1975) en hún var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og tók fyrst kvenna forystu í höggmyndalist hérlendis.

Hvar: Gerðarsafn, Hamraborg 4, Kópavogi Hvenær: 17. október 2015 - 3. janúar 2016

RANNSÓKNARKVÖLD FÉLAGS ÍSLENSKRA FRÆÐA. Mennirnir með bleika þríhyrninginn segir sögu ungs, samkynhneigðs manns í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Maðurinn að baki sögunni hét Josef Kohout. Árið 1939 var hann handtekinn, ákærður fyrir „alvarlegan saurlifnað“ og dæmdur til þrælkunar, einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem báru bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði hann kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972. Í fyrirlestrinum fjallar þýðandinn, Guðjón Ragnar Jónasson, um bókina og tilurð hennar. Jafnframt kynnir hann aðra bók um skylt efni, óútkomna þýðingu sína á ævisögu þýska læknisins og kynfræðingsins Magnusar Hirschfeld.

Hvar: Hannesarholt, Grundarstíg Hvenær: miðvikudaginn 28.október kl. 20.00

HEIMURINN ÁN OKKAR LISTAMANNSSPJALL - RAGNAR MÁR NIKULÁSSON

Janette Beckman & Cey Adams Hip Hop Mash Up - ljósmyndasýning 2 7. o k t ó b e r – 8 . n ó v e m b e r Sýningaropnun 27. október kl. 20

Sunnudaginn 25 október ræðir listamaðurinn Ragnar Már Nikulásson við gesti Hafnarborgar um verk sín í sýningunni Heimurinn án okkar sem er haustsýning Hafnarborgar. Á sýningunni Heimurinn án okkar eru leiddir saman íslenskir listamenn sem vinna með hugmyndir um alheiminn í verkum sínum og varpa ljósi á ákveðna þætti hans hvort sem um er að ræða hið nálæga eða hið fjarlæga, micro eða macro. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar. Sýningarstjórar sýningarinnar eru Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir

Listamannaspjall með Cey Adams 28. október kl. 17

Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34, Hafnarfirði Hvenær: Sunnudaginn 25. október kl.15


HRÆÐILEGT ÚRVAL AF HRYLLILEGUM VÖRUM!

LITALINSURNAR KOMNAR 1990 KR PARIÐ!

YFIR 800 VÖRUR FYRIR HREKKJAVÖKU!

S: 534 0534 • FAXAFENI 11 • ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK


10.000 KRÓNA AFSLÁT Pantaðu þína Nexus 9 í vefverslun Tölvlistans til þess að fá auka 10.000 króna afslátt.

ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.

FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.

TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.

9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.

HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.

SÉRSTAKT VERÐ FYRIR LESENDUR SKE 16GB | WIFI

16GB | 4G

VENJULEGT VERÐ ER 79.995

VENJULEGT VERÐ ER 99.995

69.995

REYKJAVÍK

AKUREYRI

89.995 HÚSAVÍK

EGILSSTAÐIR

KEFLAVÍK

SELFOSS

AKRANES


ÁTTUR TIL LESENDA SKE ! á www.tl.is og skrifaðu ‘SKE‘ sem afsláttarkóða Fáðu heimsent eða sæktu í næstu verslun.

www.tl.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

REYKJAVÍK COMEDY FESTIVAL 2015 Það er óhætt að segja að í ár verði opnunarhátíð Reykjavík Comedy Festival með einstöku sniði. Hátíðina sitja nefnilega einungis íslenskir grínistar. Bæði koma fram gamalreyndar og þjóðþekktar grínkempur ásamt hæfileikafólki sem hefur nýverið verið að slá í gegn.

TWEET KYNSLÓÐIN

SMÁSAGNAKVÖLD Í tilefni Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg efna Meðgöngumál til smásagnaupplesturs á Stofunni. Opið var fyrir umsóknir til upplestrar til og með 16. október, en áhugasamir eru beðnir um að senda sýnishorn af sögu í skilaboðum til Fésbókarsíðu Meðgöngumála. Hver upplestur miðast við 2-8 mínútur.

Hvar: Stofan Kaffihús, Vesturgata 3 Hvenær: 22. október kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Dagskrá hátíðarinnar, sem stendur yfir frá 23. - 30. október, og miðasölu má finna á tix.is.

Ég hef átt VW Golf, Chrysler, Dodge, Subaru, Kia og ég hef grátið í þeim öllum. #allirgráta @DNADORI

Að gefnu tilefni: Ég hef ekkert á móti því að annað fólk stundi kynlíf þótt mér finnist það sjálfum ÓGEÐSLEG og DÝRSLEG athöfn. @DagurHjartarson

Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær: 23. október kl. 20:00 Miðaverð: 2.990 kr.

SPILAKVÖLD Í SPILAVINUM DYLAN MORAN Uppistandarinn, rithöfundurinn og leikarinn Dylan Moran kemur fram í Silfurbergi í Hörpu með sýninguna OFF THE HOOK. Hann hefur að undanförnu hlotið stórkostlega dóma fyrir hárbeittan húmorinn í sýningunni. Dylan Moran fylgir eftir gríðarlegum vinsældum uppistandsins OFF THE HOOK í Bretlandi, þar sem seldist upp á allar sýningarnar. Gagnrýnendur halda vart vatni yfir nýju efni Morans, sem er einna þekktastur fyrir Black Books, Shaun of the Dead og Calvary.

Þeir sem hafa gaman af því að spila hittast fimmtudaginn 22. október í Spilavinum og spila í góðum félagsskap fram eftir kvöldi. Spilakvöldin eru vel sótt og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Spilað er nánast hvað sem er, starfsfólk sér um að kenna og halda utan um kvöldið og það kostar ekkert á þessi kvöld. Sumir vilja taka skemmtileg fjölskylduspil saman á meðan aðrir vilja eitthvað þyngra en gríðarlegt úrval er af alls konar spilum fyrir fólk að grípa í.

Hvar: Suðurlandsbraut 48 Hvenær: 22. október kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

KVIKMYNDAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS 2015

Það er Græna ljósið í samstarfi við Nordisk Film & TV Fond sem stendur fyrir þessri norrænu kvikmyndaveislu.

Af hverju er mér aldrei boðið að leika gestahlutverk í Stundinni okkar? Ég gæti alveg skemmt þessum helvítis börnum. @ThorsteinnGud

Kvöldið er tilvalin skemmtun fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt eða hitta skemmtilegt fólk.

Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær: 24. október kl. 20:00 Miðaverð: 5.990 kr.

Allar myndirnar sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015 verða sýndar í Háskólabíói dagana 23. – 27. október.

Elska að vera á æfingu á sama tíma og fittest woman on earth og það er bara smá áfengislykt af mér. #crocsfit @ergblind

Hvar: Háskólabíó Hvenær: 23. - 27. október Miðaverð: 1.450 kr.

Á hátíðinni verða sýndar allar fimm myndirnar sem tilnefndar eru í ár til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndirnar eru Fúsi (Ísland), Gentlemen (Svíþjóð), Stille hjerte (Danmörk), Mot Naturen (Noregur) og Þau hafa flúið

(Finnland).

Afhverju líta allir pizzasendlar út eins og pizzasendlar? Er engin miðaldra kona að sendast með pizzu eða nýskilin bankakarl í tilvistakreppu? @harmsaga

Ekki fucka í mér, ég mun str8 up kitla þig og gilli-gilla hökuna og jafnvel prulla mallakút!!! @KottGraPje



20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA

SLOW FASHION // FAST FASHION Fast fashion er hugtak sem nær yfir það er

leiðandi eiga færri flíkur vegna þess

framleiðsluferlið á fötum er styttra og ódýrara.

að hver flík getur staðið fyrir sínu.

Gert til þess að fyritæki geti kynnt nýjar línur,

Þetta fjallar um að flíkin fær meira

hratt og örugglega. Það sem smásölukeðjur

vægi, ein og sér, og þú verslar af meiri

græða á því að vera alltaf með nýjar vörur,

virðingu. Þetta merkir ekki að fötin séu

á lágu verði, er að það örvar kaupandann

ekki falleg eða áhugaverð; það eru

að kaupa meira og oftar. En Fast fashion er

margir flottir hönnuðir að taka skrefið

einnig gagnrýnt út af þessu og því er haldið

inn í Slow fashion. Það eru komnar

fram að þetta vinnuferli stuðli að því að fólk

margar aðgengilegar netverslanir sem

kaupir og hendir fötum jafnóðum, að tilfinningin

einblína á Slow fashion sem gerir okkur

sé sú að föt séu næstum orðin einnota. Listinn yfir

auðvelt að versla meðvitað.

það sem Fast fashion tískuframleiðsla hefur í för með sér er langur og má nefna að tískubransinn

Við munum, í framhaldi af þessari

mengar næst mest í heiminum og þá er það

grein, fjalla um hönnuði og merki sem

olíuiðnaðurinn sem er á toppnum.

eru að vinna með hæga og sjálfbæra tísku á einhvern hátt.

Það eru margir hönnuðir að vinna við sjálfbært, sanngjarnt, jarðarvinveitt, lífrænt, úrgangslaust

Þangað til mælum við með því að

og staðbundið framleiðsluferli. Slow fashion sem

lesa eða horfa á heimildarmyndir

fyrirbæri fjallar um að öðlast meiri meðvitund

sem fjalla um þessi málefni. Til dæmis:

og veita þessum atriðum athygli. Slow fashion

The cotton Film: dirty white gold eftir

hóf að myndast sem fyrirbæri um 2007 en hefur

Leah Borromeo og heimilda-myndina

farið hægt af stað. Slow fashion felst í því að

The True Cost.

vera ekki stefnubundinn heldur gera klassísk föt úr góðum efnum. Það felst í því að vera meira meðvitaður í fatakaupum. Að kaupa minna, í betri gæðum, svo að flíkin endist lengi og þar af

PLUSMINUS

OPTIC Smáralind

10 ára PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október

www.plusminus.is

WWW.MODAVANTI.COM


Gallabuxur verð frá

3. 840

Opnum 24. október í Borgarnesi Finndu okkur á


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

JBL BLUETOOTH HEYRNARTÓL. Flott Öflug JBL BlueTooth heyrnatól með innbyggðum míkrafón og UBS. 18klst hleðsla. Echo Cancellation og ,,music sharing,,Heyrnartólin eru samanbrjótanleg með einstökum hljóðgæðum.

ASTRO „Aðrir sníða tónlistina að hátalaranum, við sníðum hátalarann að tónlistinni.“

Jack snúra fylgir heyrnartólunum. Usb hleðsla 18 klst hleðsla. Samanbrjótanleg og Jack snúra fylgir. Margir litir.

Skoðaðu úrvalið á www.sm.is

Þetta eru orð hönnuða Astro hátalarans og það sem þeir standa fyrir. Þráðlaus og fallega hannaður.

Nánar http://www.astrospeaker.com/

gerðu tónlist á

makkann þinn

BLOCKS Það er hægt að gera allt með þessu úri. Hver eigandi sérsníðir úrið að sínum þörfum. Þú velur kubb á ólina sem virkar fyrir þig. Úrið mælir líkamsástand, tengist öllum græjum í kringum þig, virkar sem greiðslukort, myndavél, geymir fingraför, mælir loftgæði og ótal margt fleira.

Nánar http://www.chooseblocks.com/

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

ROBOHON Japanska tæknifyrirtækið Sharp hefur kynnt á markað vélmenni sem virkar einnig sem Android snjallsími. Vélmennið er eins og lítill aðstoðarmaður, kemur með áminningar, les tölvupóst, tekur myndir og video. Litli kallinn virkar líka sem skjávarpi. Sharp stefnir á að koma þessu krútti á markað 2016.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is

http://www.theverge.com/2015/10/5/9459967 /sharp-robohon-robot-phone-japan


FJÖLSKYLDUTILBOĐ

ALLAR HELGAR Í OKTÓBER

*

AĐEINS

3990

*Tilboðið gildir eingöngu laugardaga og sunnudaga

VIĐ VESTURLANDSVEG

ÁRNASYNIR

4x120g grillaðir hamborgarar, franskar og ískalt kók


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

AUSTUR INDÍA FÉLAGIÐ AÐ NJÓTA LÍFSINS ORÐ: SKYNDIBITAKÚREKINN Ég fjárfesti mest af mínum peningum í mat – og ég er afar varkár fjárfestir. Með orðinu ‚varkár‘ þá meina ég að ég er ‚nískur,‘ ‚sínkur‘ og ‚nirfilslegur.‘ Ég þefa upp bestu tilboðin líkt og fjárhagslegur blóðhundur og reyni að tryggja að ég fái sem mestan mat fyrir sem minnstan pening (mig grunar að í fyrra lífi hafi ég verið fátækur farandverkamaður sem sótti sér mat í Indverska ruslagáma.) Þetta er skynsamleg fjárfestingartækni en maður getur ekki alltaf verið skynsamur. Stundum þarf maður að fjárfesta óhóflega og fagna lífinu með bruðli og vitleysu. Síðasta sunnudag gerði ég akkúrat þetta. Ég heimsótti Austur Indía Félagið á Hverfisgötu 56 í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu minni. Er við gengum inn tók vingjarnlegur þjónn á móti okkur og þó svo að ég hafði ekki haft fyrir því að panta borð – reddaði hann borði undir eins. Þjónninn skenkti vatni í glösin okkar og við pöntuðum okkur tvö glös af húsvíninu: Thomassi. Sem forrétt pöntuðum við okkur Paneer Tukda: Heimalagaður ostur, pönnusteiktur með lauk, chat masala og caron-fræjum. Osturinn var fínn og vínið líka. Sem aðalrétt pöntuðum við okkur Shikhandari Gosht: lambafillet í myntu, kryddblöndu, kewra-vatni og Murgh Makhani: Tandoori kjúklingalundir í sérstakri kryddog rjómablöndu. Lambafilletið var stórkostlegt: safaríkt, mjúkt, bragðmikið og svolítið sterkt. Kjúklingalundirnar voru góðar en kjúklingur er aldrei lamb. Því miður höfðum við ekki pláss fyrir eftirrétt; forrétturinn og aðalrrétturinn höfðu keypt allt fasteignaplássið í maga okkar og það hefði verið ómögulegt fyrir eftirréttinn að setjast að. Þetta var stórbrotin máltíð sem gleymist seint. Ekki er annað hægt en að mæla með þessum stað.

PAD THAI NOODLES GULL OG GULAR NÚÐLUR ORÐ: RAGNAR TÓMAS Ég hef smakkað ógrynni af vondum Pad Thai núðlum í mínu lífi. Ég hef stungið prjónum mínum í þurrt samansafn pastabita fylltu með frosnu grænmeti og beyglast í framan eins og freðinn pug #puglife. Ég hef látið mig hafa það með von um að einn daginn finni ég hinn fullkomna rétt – og fyrir nokkrum dögum síðan fann ég gull. Ég fann gull meðal álfa – ég meina í Álfheimum. Pad Thai Noodles, sem er aðallega hugsaður sem „takeaway“ staður (við gluggann eru tveir stólar og háborð), býður upp á einn rétt: Pad Thai. Pad Thai með kjúklingi, rækjum eða grænmeti. Síðastliðinn mánudag gekk ég inn á Pad Thai Noodles ásamt kollega mínum og við pöntuðum tvo Pad Thai rétti með kjúkling. Herramennirnir tveir sem stóðu vaktina byrjuðu strax að skófla matnum í tvær skálar og báru réttinn fram á mettíma. Verandi þaulvanur Pad Thai maður, byrjaði ég á því að hræra núðlunum vel saman áður en ég stráði aðeins af hnetukurli yfir diskinn. Sem ljóðskáld og rithöfundur, maður hins talaða orðs get ég aðeins lýst þessum rétti með hinum fleyga frasa „good stuff!“ Núðlurnar voru hvorki of þurrar né voru þær lítillækkaðar með glás af frosnu grænmeti. Trúið mér lesendur góðir – það er gull í Álfheimum.



26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

KUBBUR Á TOPPI ÚLFARSFELLS Annars árs nemar í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands reka klúbb sem skipuleggur fjölbreytta viðburði er viðkoma útivist. Í þetta skiptið hafa nemarnir skipulagt göngu upp á Úlfarsfell þar sem á toppnum verður nestispása og hægt verður að spila víkingaspilið Kubb í frábæru útsýni. Úlfarsfell trónir yfir Mosfellsbæ og nærliggjandi sveitum en vegalengd göngunnar er um 5 km á erfiðleikastigi eitt. Gangan ætti því að henta sem flestum og allir eru velkomnir!

Hvar: Mæting á bílastæðið í vesturhlíðum Úlfarsfells Hvenær: 24 október, kl. 14 Verð: FRÍTT

AÐ MINNKA STREITU MEÐ VAKANDI HUGA 8 VIKNA NÚVITUNDARNÁMSKEIÐ Pálína Erna Ásgeirsdóttir sálfræðingur heldur annað núvitundarnámskeið fyrir þá sem ekki komust að á fyrra námskeiði vetrarins. Námskeiðið byggir á MBSR, sem gagnast einkum fyrir þá sem þjást af m.a. streitu, kvíðaröskun, þunglyndi, sóríasis og krabbameini. Markmið námskeiðsins er að þjálfa vakandi huga og auka meðvitund um það sem er að gerast á meðan það er að gerast. Námskeiðið byggir að mestu leyti á reynslunámi þar sem þátttakendur upplifa efnið á eigin skinni en námskeiðið samanstendur af hugleiðsluæfingum, æfingum til að auka skilning og færni í mannlegum samskiptum og æfingum til að skilja og vinna með streitu.

Hvar: Suðurlandsbraut 32 Hvenær: 28 okt – 14 des Verð: 48.000 kr. Skráning: palina@skreffyrirskref.is

SWAP TILL YOU DROP Endurnýjaðu fataskápinn þinn á einfaldan og umhverfisvænan hátt! Loft hostel stendur fyrir markaði þar sem gestir geta komið með fötin sín og skipt þeim að kostnaðarlausu við annað fólk á markaðinum. Einnig er hægt að skipta á skartgripum, bókum eða öðru ef fólk kýs svo. Frábært fyrir alla sem eru komnir með leið á fötunum sínum og langar í eitthvað „nýtt” – frítt!

Hvar: Loft hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 28 október Verð: FRÍTT

SLAKAÐU, SLEPPTU, SKAPAÐU JÓGA- OG HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ Að slaka á og sleppa er lykillinn að vellíðan. Arnbjörg Kristín, Tómas Oddur og Halldóra Mark, jógakennarar, standa að námskeiði þar sem þau ætla að hjálpa þátttakendum að slaka á og sleppa takinu á því sem þeir vilja sleppa en einnig verður farið yfir leiðir og mikilvægi þess að vera í skapandi rými. Á námskeiðinu verður m.a. kundalini jógasett þar sem þátttakendur tengjast sköpunarkraftinum og því að vera í farveginum og ólíkar hugleiðslur og hugleiðingar athugaðar.

Hvar: Jógasalur Ljósheima, Borgartúni 3. Hvenær: 27 október – 17. nóvember. Verð: 11.000 kr fyrir heilt námskeið eða 5.500 kr fyrir hálft. Skráning: arnbjorgkristink@gmail.com


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

MEDICORN VINYL COLLECTION Hver vill ekki hafa Andy Warhol inni í stofu hjá sér? Medicorn hannar þessar skemmtilegu safndúkkur, 25 cm á stærð.

LÍNA LANGSOKKUR

S – LAMP Fallegt ljós frá danska hönnunarfyrirtækinu Sandenholt. Ljósið er úr beykivið og fæst í þremur stærðum 40-,30-, og 20 cm.

Nánar http://bysandenholt.com/

Hrím hönnunarhús er með þessa æðislegu bolla. Fallegar og endingargóðar vörur frá Muurla í Finnlandi. Léttir og sterkir, nánast óbrjótanlegir.

Nánar: http://item.rakuten.co.jp/ project1-6/4530956212333/

Nánar á http://hrim.is/

H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

WOUD Hillur frá hönnunarfyrirtækinu Woud. Þessar koma vel út í hvaða rými sem er. Hannaðar fyrir baðherbergi og eldhús en koma ekki síður vel út í stofunni. SKE mælir með að skoða fleiri vörur frá WOUD. Fást í Snúrunni.

Nánar http://snuran.is/

G-RO Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is

Þessi ferðataska er snilld fyrir þá sem ferðast mikið og vilja koma öllu fyrir í handfarangur. Stór dekkin skapa betra jafnvægi og gera manni kleift að komast allt. Það er hugsað fyrir öllu hér. Hólf fyrir tölvuna, hleðsla fyrir 2 USB snúrur, staðsetningartæki, nóg pláss fyrir fötin og ótal margt fleira. Þessi stenst ströngustu gæðakröfur.

Nánar http://g-ro.com/


Þroskandi bækur

Snuddustrákurinn Tími til kominn að hætta að nota snuð? Þessi bók reddar því! Skemmtileg saga um hann Ísak sem elskar fátt meira en snuðin sín. Bókin nýtist sem hjálpartæki fyrir foreldra sem eru að venja barn sitt af snuði.

Stærðfræðiþrautir Skemmtilegar stærðfræðiþrautir sem þjálfa krakka í að beita stærðfræði í daglegu lífi. Bókin hentar fyrir krakka á aldrinum 7-10 ára.

NÝJAR BÆKUR

Lærum form og tölur Er barnið þitt að byrja í grunnskóla? Þessi bók auðveldar börnum að læra að skrifa tölur og form. Hún er góður undirbúningur enda er hægt að skrifa inn í bókina aftur og aftur, og þurrka svo út til að geta byrjað upp á nýtt. Penni fylgir með bókinni.

Leitin mikla í ævintýraheimum Krakkar leita að persónum og hlutum úr eftirlætis ævintýrinu þeirra – allt frá glerskó Öskubusku til töfralampa Aladdíns. Svörin er svo að finna aftast í bókinni.


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT OG SVARAÐ DJ YAMAHO PLÖTUSNÚÐUR OG TÖFFARI Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn?

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana og hvað ertu EKKI að hlusta á?

Natalie G. Gunnarsdóttir a.k.a. Yamaho a.k.a. Natty G.

Ég er að hlusta á nýju plötuna hans President Bongo a.k.a. Serengeti sem ég mæli óhikað með. Ég er ekki að hlusta á fréttir líðandi stundar.

Aldur? 33.

Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða?

Uppáhalds sósa? Af hverju?

Ég verð alveg svakaleg. Samt til fyrirmyndar.

Bernaise af augljósum ástæðum.

Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér?

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Mér finnst rigningin góð með SS-Sól. Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? Matargleði með Evu Laufey Kjaran.

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR

Ég er með óþol fyrir laktósa þannig að það er mjög langt síðan ég frussaði mjólk úr nefinu. Uppáhalds brandari/tilvitnun? Það þarf fleira í dans en fiman fót.

RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL)

HIDDEN BRAIN „Hidden Brain fær þig til þess að hugsa tvisvar um ómeðvituðu hliðar hugans.” – www.smithsonianmag.com Hidden Brain er hlaðvarpsþáttur þar sem falin munstur lífsins eru rædd. Þátturinn aðstoðar forvitið fólk við það að skilja heiminn – og um leið að skilja sjálfan sig. Alls kyns spurningum er kastað fram og svara leitað: Af hverju getur hlédrægt og kurteist fólk skyndilega breyst í ógnvekjandi manneskjur þegar þau eignast börn? Segir það, hvernig þú leggur bílnum, eitthvað um þig sem manneskju? Geta faldir fordómar komið í veg fyrir það að þú finnir áhugaverð störf? Blaðamaðurinn Shankar Vedantam færir hlustendum gnótt visku frá félagsvísindunum. SKE mælir með fyrsta þætti seríunnar, „Switchtracking.” Hann er afar áhugaverður.

FEYSKJAST BEIN OG FÚNAR HOLD / FLESTRA TÝND ER SAGA / ÞESSI GLJÚPA GRÓÐURMOLD / GEYMIR LIÐNA DAGA / – STEINBJÖRN JÓNSSON FRÁ HÁAFELLI Í HVÍTÁRSÍÐU

HOLDIÐ VERÐUR MOLD / SÁLIN LIFIR Í SÖGUM / TÍMINN GLEYMIR OKKUR ÖLLUM / NEMA NOKKRUM VÖLDUM / – EMMSJÉ GAUTI, RAPPARI EN EKKI FYRIRMYND



Kynntu þér Ford Ka

Lægsta verðið á Íslandi Ford Ka frá 1.695.000 kr.

Kynntu þér þennan ferska, flinka, flotta og ferlega skynsama smábíl. Þú færð ekki nýjan bíl á lægra verði. Veldu sparneytinn borgarbíl og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. Ford Ka er líka þekktur fyrir afburða aksturseiginleika, gott notagildi og litríkan persónuleika.

Komdu og prófaðu

20

æli ára afm rg Ford hjá Brimbo

ford.is Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16.

Ford Ka Trend Plus 3 dyra 1,2i bensín, 69 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 115 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Ford_Ka_lægstaverð_5x38_20150723_END.indd 1

23.7.2015 14:17:06


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.