Ske #33

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 29.10–04.11

#33

SKE.IS

„ÉG REYKTI 200 SÍGARETTUR Á DAG Í TVÆR VIKUR.“ – SKE SPJALLAR VIÐ STEINDA JR.


2

HVAÐ ER AÐ SKE

Krókhálsi 4 110 Reykjavík

Sími 567 1010 www.parket.is

Opnunartímar: mánudaga - föstudaga kl. 9–18 og laugardaga kl. 11–15


3

HVAÐ ER AÐ SKE

Eik Impressive Vatnshelt harðparket með Hydra Seal. Meiri pressun í millikjarna og 100% lokuð fösun á milli borða. 25 ára ábyrgð. Allt að 10 sinnum meira rispuþol en áður.


4

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR

SKEleggur FOKK JÚ, LÍKAMI. Ég er alltaf að hreyfa mig. Ég er alltaf að þerra dýrðlegan svitann af enni mér. Ég er alltaf að flytja illa lyktandi íþróttatösku til og frá líkamsræktarstöðinni. Ég er alltaf upptekinn við þessa sýru vegna þess að minn helsti förunautur og bandamaður – líkami minn – hefur byrjað að svíkja mig. Hann hefur byrjað að svíkja þann samning sem við gerðum þegar við vorum táningar. Þegar við vorum táningar féllumst við á að ég myndi endrum og eins hreyfa við mínum iðjulausa afturenda og færa honum, líkama mínum, fórn í formi skammrar líkamlegrar áreynslu. Þess í stað myndi hann, líkami minn, aðstoða mig í mínum samfellda og blygðunarlausa ólifnaði. Já, herra minn, á táningsárunum skipti það engu máli hversu mörgum ostborgurum, mjólkurhristingum eða kleinuhringjum ég hesthúsaði heldur tortímdi líkami minn öllum sönnunargögnum undir eins, og ef svo vildi til að hann væri ófær um að eyða öllum kaloríunum samstundis þá dreifði hann afgangnum jafnt – og gerði hann þar með óskynjanlegan í augum umheimsins. Poof! Þegar við vorum táningar þá spígsporuðum við um heiminn eins og par af meistaralegum galdramönnum; við vorum Penn og Teller burt-töfruðum kaloríur; Siegfried og Roy hraðmetabólisma; og saman gerðum við heiminn allan að fífli. Ég var ímynd aðhalds og heilsu – og líkami minn var kynferðislegt öfundarefni nágrennisins #JoeMangeniello ... en nú eru þessir dagar liðnir. Nú hefur líkami minn byrjað að eldast. Nú mun hann ei lengur samþykkja mínar smávægilegu líkamlegu fórnir. Í dag krefst hann ekki einungis þess að ég dragi verulega úr neyslu á óheilbrigðum skyndibita heldur verð ég einnig að tvöfalda mína daglegu hreyfingu – og ég get ekki annað en hlýtt. Hvers vegna? Vegna þess að ég er í gíslingu ógnvekjandi samningamanns – samningamanns sem skilur og hagnýtir sér minn viðkvæmasta veikleika; minn Akkilesarhæl; minn tragíska galla; minn „hamartia”. Ég er að sjálfsögðu að tala um eigin hégóma. Ef ég neita að þóknast þessum kröfum þá hefur líkami minn hótað að koma upp um hömluleysi mitt með áberandi mittisbungu. Og ég, verandi þessi yfirborðslegi, sjálfumglaði motherfokker sem ég er, þá get ég ekki afborið þann ófullkomleika sem slík bunga myndi marka. Fokk jú, líkami. Fokk jú.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Steinþór Hróar Steinþórsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Ekki leiðinleg fræðsla um fjármál Við viljum að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir um þín fjármál. Fáðu skemmtilega fræðslu um fjármál á arionbanki.is/namsmenn.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 3 5 0

Búðu þig undir spennandi framtíð


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

BEDROOM COMMUNITY SHOWCASE Útgáfufyrirtækið, Bedroom Community, kynnir kvöldstund í Mengi með nýjasta meðlimi útgáfunnar, Jodie Landau. ,,You of all things” er heillandi plata sem gefur góða innsýn í rödd og tónverk Jodie. Ásamt Jodie mun Liam Byrne leika á hljóðfæri sitt er nefnist ,,viola de gamba”. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 4. nóvember kl. 19-20 Miðaverð: 2.000 kr.

KVENNAKÓRINN KATLA DRAUMAPRINSINN

RÚNAR JÚL 70 Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara.

HÖGNI EGILSSON & NORDIC AFFECT

Kvennakórinn Katla hreyfir við hjörtum og kveikir kraft með söng sínum. Flutt verður tónlist úr ýmsum áttum, gamlir og nýir slagarar. Kötlurnar hvetja svo gesti til að staldra við eftir tónleikana, þar sem þær munu frumsýna fyrsta tónlistarmyndband sitt og fagna! Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 29. október kl. 20:30 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Háskólabíó Hvenær: 31. október kl. 20:00 Miðaverð: 7.990 kr.

Nánd og angurværð munu svífa yfir vötnum í Mengi á þessum tónleikum þar sem Nordic Affect og Högni Egilsson eiga stefnumót í tónlist. Lagaval mun spanna allt frá tregafullum lögum Dowlands til frumflutnings á splunkunýju verki eftir Högna sem hann samdi sérstaklega fyrir Nordic Affect.

ICELAND AIRWAVES OFF VENUE @ BAR 11

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 31. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nálgast óðum og flestir staðir með eitthvað kræsilegt á boðstólnum í tónlist og skemmtun. Bar 11 verður með mjög metnaðarfulla og glæsilega dagskrá sem hefst á miðvikudaginn. Fram koma:

LEDFOOT THE 59’S

CREATURES A NORTH AMERICAN DUO Samstarf hinnar bandarísku Jordan Morton og hins kanadíska Kai Basanta hófst árið 2014 en þau kynntust á námskeiði í djassog spunatónlist sem fram fór við hina virtu Banff-listamiðstöð í Banff í Alberta-fylki, Kanada. Í Mengi flétta þau saman raddog rafhljóðum, ágengum slagverkstakti og kontrabassatónum en þetta er frumflutningur á samstarfsverkefni sem staðið hefur yfir í ár. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 29. október kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Tim Scott McConnell, öðru nafni Ledfoot, mun koma fram í sitt þriðja skipti í Reykjavík, en nú á Gauknum. Ledfoot spilar á 12 strengja gítar og syngur af sinni alkunnu snilld. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir þessum tónleikum en rokkabillí hljómsveitin The 59’s mun sjá um upphitun. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 3. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.

15.30 - VÁRA 16.00 - BLÁSKJÁR 16.30 - BARBARÓSA 17.00 - STURLE DAGSLAND (NO) 17.30 - GODCHILLA 18.00 - GRÚSKA BABÚSKA 18.30 - BRNS (BE) 19.00 - FLYING HÓRSES (CA) 19.30 - SEKUOIA (DK) Hvar: Hverfisgata 18, 101 RVK Hvenær: 4. nóvember kl. 15:30 Miðaverð: Frítt


533 1313

Hádegistilboð alla virka daga PiZZeria | grÍMsbÆ við bÚstaðaveg | www.eldofninn.is


8

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

BESTU LÖG BJÖRGVINS Á laugardaginn verður efnt til sannkallaðra stórtónleika í Hofi á Akureyri þar sem Björgvin Halldórsson flytur úrval laga úr efnisskrá sinni. Þar verður rifjaður upp einstakur ferill Björgvins ásamt völdum hljóðfæraleikurum í rúm 40 ár í tónum og tali, allt frá því hann var kosinn poppstjarna ársins árið 1969 til dagsins í dag, með viðkomu hjá HLH, Brimkló, Lónlí Blu Boys, Eurovision og Hjartagosunum og jöfnum höndum sungin Íslandslög, rokklög, ballöður af dýrari tegundinni og kántrí. Hvar: Hof Menningarhús, Akureyri Hvenær:31. október kl. 20:00 Miðaverð: 7.990 kr.

NÝTT Á NÁLINNI

MR. SILLA / MYRRA RÓS / PRESIDENT BONGO

PAR-ÐAR – I DON’T KNOW WHO I AM „ÞESSI GÍTAR ER ÞYKKARI EN ULLARTEPPI.”

Á miðvikudaginn munu Mr. Silla, Myrra Rós og President Bongo koma fram í plötubúðinni 12-Tónum á Skólavörðustíg. Dagana yfir Airwaves munu verða tónleikar á hverjum degi og því verðugt að líta við, hlusta og kaupa plötur. Hvar: Skólavörðustígur 15 Hvenær: 4. nóvember kl. 17:30 Miðaverð: Frítt

GKR – MORGUNMATUR „MIKILVÆGASTA MÁLTÍÐ DAGSINS.”

SÓLEY Í BLIKKTROMMUNNI Fjögur ár eru liðin frá því að tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir sendi frá sér plötuna We Sink á vegum Morr Music útgáfunnar í Berlín. Sú plata hlaut einróma lof tónlistarunnenda og gagnrýnenda um allan heim og er til að mynda vínylútgáfan af plötunni komin í þriðju endurprentun. Sóley hefur ekki setið auðum höndum síðastliðin ár, hún sendi frá sér þröngskífuna Krómantík á síðasta ári og í maí síðastliðnum kom svo önnur breiðskífa Sóleyjar, Ask the Deep, út á heimsvísu. Platan hefur fengið prýðisdóma hérlendis og erlendis og um þessar mundir fylgir Sóley plötunni eftir með tónleikaferðalögum um heiminn.

MAFAMA, AVÓKA, BARR O.FL. Á DILLON Off-venue dagskrá, kennd við Iceland Airwaves, á Dillon ber með sér gott ,,line-up” sem hefst á þriðjudeginum og endar á sunnudeginum. Um að gera að kíkja inná viðburðarsíðu Dillon og fá dagskrána beint í æð.

GLOWIE – PARTY „GOTT POPP ER GOTT POPP.”

Hvar: Dillon, Laugarvegur 30 Hvenær: 3. - 9. nóvember Miðaverð: Frítt

Hvar: Blikktromman, Harpa Hvenær: 3. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.

KEXP, KEX HOSTEL & ICELAND NATURALLY

ULTRAORTHODOX, AMFJ, HARRY KNUCKLES & ÁKKÚRATS

Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum hefur komið hingað til lands síðustu árin yfir Iceland Airwaves hátíðina og sett upp útsendingaraðstöðu á Kex Hostel. Hið sama er uppi á teningnum þetta árið og verður miklu til tjaldað. Tónleikar frá mánudegi til sunnudags þar sem meðal annars koma fram Markús & The Diversion Sessions, Hjaltalín, Fufanu, KexJazz með Sunnu Gunnlaugs Tríó, Daithí. Dagskráin þéttist svo þegar líða tekur á vikuna.

Allir þessir listamenn koma fram á svokölluðum offvenue tónleikum á miðvikudaginn á Boston. Þessi mikli off-venue kúltúr í kringum tónlistarhátíðina Iceland Airwaves blæs einu mesta lífi í miðborg Reykjavíkur ár hvert og því um að gera að taka röltið innan um aðra tónlistarunnendur og sjúga upp allt það helsta sem er að gerast í tónlist hér heima fyrir og erlendis.

Hvar: Skúlagata 28 Hvenær: 2. - 8. nóvember Miðaverð: Frítt

Hvar: Boston, Laugavegur 28B Hvenær: 4. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

STURLA ATLAS – 101 BOYS „ ATLAS SNÝR AFTUR TIL REYKJAVÍKUR EFTIR BYSSUKAUP Í FRISCO.”

AUÐUR – SOUTH AMERICA „NEW-SCHOOL R&B AÐ HÆTTI EYJASKEGGS.”



Ég er afskaplega stundvís maður. Stundvísin er minn helsti

Hvað kallaðir þú þig?

brestur. Ég segi „brestur“ en ekki „kostur“ vegna þess að fyrir

Ég kallaði mig Doobie.

mér er þetta brestur. Ég er þræll tímans. Úrið mitt er handjárn.

(Steindi hlær.)

Tíminn rekur mig áfram með stórri svartri svipu, misþyrmir mér stöðugt, og stoppar aðeins til þess að reykja eina snögga Salem. Á hlaupum undan skugga tímans mæti ég iðulega alltof snemma á flugvöllinn, á fundi eða í viðtöl – og hangsa stefnulaus með sjálfum mér í óteljandi mínútur, drollandi eitthvað í símanum. Ég drolla eitthvað í símanum á meðan aðrir, sem stjórnast ekki af úrinu, þurfa nánast aldrei að bíða. Þeir mæta aðeins seint, afsaka sig og hlutirnir reddast. Hlutirnir reddast alltaf – þó maður sé seinn. Einhvern tímann næ ég þessu. Fyrir þremur dögum hitti ég mann sem hefur náð þessu. Hann lifir of fyllilega í núinu til þess að hræðast svipu tímans. Ég er að tala um Mosfellinginn og sýrukallinn Steinda Jr., sem ég beið eftir á Stofunni (kaffihús) í þrjú korter. Ég var samt ekkert pirraður. Það er erfitt að vera pirraður út í Steindann – og þó svo að Steindi sé óstundvís og fyndinn, og ég ófyndinn og stundvís, þá eigum við eitt sameiginlegt: við viljum að fólki líki vel við okkur. SKE: Það var búið að vara mig við fyrir þetta viðtal að þú værir alltaf seinn. Þetta reyndist vera gild viðvörun. Ertu ekkert að þroskast, Steindi? Steindi Jr.: Ég er löngu búinn með allar afsakanir: „hundurinn át ritgerðina,“ eða „það sprakk dekk á bílnum.“ Ég veit ekki alveg hvað þetta er. Þetta er minn helsti galli, ég viðurkenni það. Ég er bara svo lengi að koma mér út; ég fæ mér kex og byrja að pæla í einhverju sem ég á ekki að vera að pæla í – en fyrst og fremst er þetta það að ég rata ekki neitt. Foreldrar mínir gáfu mér GPS tæki í jólagjöf í fyrra ... (Ég hlæ.)

... ég hef verið að vinna með GPS-ið. Ég er yfirleitt svona 20-30 mínútur að koma mér á staðinn. Eins og til dæmis þetta kaffihús: Ég hefði aldrei ratað hingað hefði Allan ljósmyndari ekki fylgt mér hingað. (Við springum úr hlátri, leysumst nánast upp.)

Ég er rosalega áttavilltur. Ég velti því stundum fyrir mér af hverju vinir mínir eru ekki löngu hættir að tala við mig. Þetta er örugglega einhver sjúkdómur. Svo finnst mér ég þurfa að bæta upp fyrir óstundvísi mína með því að vera mjög fyndinn. Ég er akkúrat öfugt, ég er mjög stundvís og hef efni á því að vera mjög leiðinlegur fyrir vikið. En það sem hefur gerst í kringum mig er að flest allir boða mig á röngum tíma. Ef ég á að vera mættur einhvert þá er ég boðaður klukkutíma fyrr en allir aðrir; ég fæ bara allt annað boð. Þá mætum við á sama tíma. Djöfullinn að hafi ekki notað þetta trix áðan.

„Ég hef líka ákveðið að þegar ég dey þá ætla ég láta fólk bíða í síðasta skiptið í jarðarförinni. Fólk verður látið bíða eftir prestinum á einhverjum ömurlegum trébekkjum í klukkutíma.“

(Steindi hlær.)

Ohhh, ég vildi að ég hefði kveikt í þessari geit! Ég get ekki tekið heiðurinn af því. Þetta hefur örugglega verið svipað slys og ég lenti í. Varðandi þessar gardínur þá var ég nýr í skólanum, þekkti eignlega engan og var ekki að fylgjast með. Svo sé ég svona kögur neðst á gardínunum. Hugmyndin var að brenna kögrið upp að gardínunni. Þetta var fegrunaraðgerð. En það var eins og einhver hefði hellt bensíni á gardínuna: Hún fuðraði bara upp! Þetta var alveg glatað „moment.“ Ég þurfti að rífa gardínurnar niður. Kennarinn og allir nemendurnir í bekknum störðu á mig. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir skólameistaranum en hann skildi þetta engan veginn. Ég var rekinn fyrir tilraun til íkveikju. Hvernig tóku foreldrarnir þessu? Mjög illa. Sama hvað ég reyndi að afsaka mig þá var ómögulegt að koma vel út úr þessu: „Af hverju varstu ekki bara að fylgjast með!? Af hverju varstu að reyna laga einhverja gardínu!?“ Þetta var alveg hrikalegt. En svo fékk ég að koma aftur mun seinna, en það er önnur saga. Ég sá að þú varst að deila nýja laginu hans GKR, „Morgunmatur“ á Twitter. Djöfull er það gott ...

Ég hef líka ákveðið að þegar ég dey þá ætla ég láta fólk bíða í síðasta skiptið í jarðarförinni. Fólk verður látið bíða eftir prestinum á einhverjum ömurlegum trébekkjum í klukkutíma.

Já, geðveikt!

Þegar þú varst í Borgó þá kveiktirðu í gardínum og varst rekinn úr skólanum fyrir íkveikju. Kveiktir þú líka í IKEA geitinni?

Nei, eiginlega ekki. Á þessum tíma, þegar ég var unglingur, þá voru eiginlega allir rapparar. Ég var í mörgum rapphljómsveitum og margar hverjar mjög vondar.

Mér finnst eins og þú hafir byrjað sem rappari. Var það upprunalegi draumurinn? Eða er það einhver misskilingur í mér?

Svo var ég einnig í hljómsveitinni Menendez Bræður með Dóra DNA. Ég var ekkert sérstaklega góður rappari. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hætti að rappa. Draumurinn var alltaf að verða leikstjóri. Ég var alltaf að leikstýra og taka upp. Síðan var þetta þannig að það vildi enginn vera fyrir framan myndavélina – þannig að ég tók það á mig. Eftir það fékk ég þessa leikbakteríu. Ég fór meira út í það að búa til sketsa og grín. En það blundar alltaf einhver rappari í mér. Eins og í Steindanum okkar þá enduðum alltaf hvern þátt á myndbandi; þá fékk maður þessa útrás. Rapp hentar líka gríni alveg sérstaklega vel. Það er hægt að koma svo mörgum bröndurum að. Svo er líka svo þunn lína á milli rapps og gríns. Er ekki „Mosó“ með DNA ennþá besta lagið? Jú, ekki spurning. Þessir tímar voru líka svo góðir. Maður tók strætó niðrí Norðurkjallara í MH til þess að fylgjast með Stjána „battle-a“ Jón M. Þegar Dóri var að taka þátt í þessum keppnum þá rúntuðum við um Mosó á meðan Dóri var að „freestyle-a.“ Menn voru bara að æfa. (Ég segi Steinda frá frægu „battle-i“ á milli Dóra og Jóa Skyr í Norðurkjallaranum. Jói Skyr steig á svið kokhraustur og kallaði Dóra ítrekað feitann án þess að gera það í bundnu máli; þetta var mjög fyndið. Dóri pakkaði honum svo saman. Jói Skyr = legend.)

Þú ert að sjá um Skaupið í ár, ásamt öðrum, hvernig hafa tökurnar gengið? Við byrjum ekki í tökum fyrr en í Nóvember, en þetta hefur gengið vel. Þetta er mjög fjölbreyttur hópur: Ég, Atli Fannar, Katla Margrét og Gói. Það eru allir mjög hreinskilnir og þora að kasta fram hugmyndum, sem er mjög mikilvægt í hópvinnu. Engin hugmynd er slæm, eða jú kannski, en það gæti verið eitthvað í henni sem hægt er að nota. Annars erum við erum öll mjög samstillt og allir hafa sínar sterku hliðar – þessi sér um þetta og hinn sér um pólitíkina. Ég kem voða lítið nálægt pólitíkinni. Nánast ekkert. En þú fórst nú á lista hjá VG í Mosó á sínum tíma ... (Steindi hlær.)

Það var í rauninni bara greiði fyrir félaga. Maður sem ég þekki var að bjóða sig fram sem oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ. Hann hringir í mig og spyr hvort að ég sé til í að fara á lista – bara til að hjálpa sér. Ég spyr hvort að ég þurfi að gera eitthvað og hann segir „nei, nei, þú þarft ekki að mæta neitt eða gera neitt! Þú þarft bara að fara í eina myndatöku og fara á lista!“ En eftir á að hyggja fannst mér það ekkert sniðugt. Ég hætti við þetta. Ég var í framboði í einhverja þrjá daga.

„Bæjarbúar hefðu þurft að horfa á Passenger 57 og Murder at 1600 og þurft að vitna í myndirnar: ‚Always bet on black.‘ Allir hefðu verið skyldugir til þess að nota þennan frasa minnst einu sinni á dag.“

(Við hlæjum.)

Ég var samt mjög spenntur fyrir Wesley Snipes vikunni (sem var eitt af kosningaloforðum Steinda.) Einmitt Wesley Snipes og Ritz kex vikan einu sinni á ári. Hvernig hefði Wesley Snipes vikan gengið fyrir sig? Bæjarbúar hefðu þurft að horfa á Passenger 57 og Murder at 1600 og þurft að vitna í myndirnar: „Always bet on black.“ Allir hefðu verið skyldugir til þess að nota þennan frasa minnst einu sinni á dag. (Við hlæjum.)


„ÉG REYNDI AÐ ÚTSKÝRA ÞETTA FYRIR SKÓLAMEISTARANUM EN HANN SKILDI ÞETTA ENGAN VEGINN. ÉG VAR REKINN FYRIR TILRAUN TIL ÍKVEIKJU.“


12

HVAÐ ER AÐ SKE Þú sagðir einu sinni að það sem keyrir þig áfram í lífinu er sturluð hræðsla við að fólki líki ekki vel við þig. Á þetta ennþá við?

(Steindi hlær. Hann segir það góðs viti að byrja setningu á orðunum „ég hef ekki slegist mjög lengi.“)

Mér finnst mjög óþægilegt að vita af því ef einhverjum líkar illa við mig. Ef ég les einhvers staðar frétt eða grein þar sem einhver er að tala illa um mig þá langar mér helst til þess að hitta viðkomandi og selja honum, eða henni, að ég sé fínn náungi. Mig langar helst til þess að fara hitta manneskjuna og hanga með henni – þó svo að við ættum örugglega ekkert sameiginlegt!

Þú ert með ótrúlega mikið jafnaðargeð. Hver er lykillinn að því?

Ég tengi mikið við þetta. Sjálfur er ég mjög meðvirkur maður. Ég var einu sinni staddur á Prikinu og það kom einhver upp að mér, tók utan um mig, og fór að hæla mér fyrir hversu „ógeðslega nettur gaur“ ég væri. Svo sagði hann „koddu aðeins með mér“ og fór með mig út í horn. Svo dró hann út poka af spítti og bauð mér skammt. Við stungum saman nefjum, svo þegar hann skóflaði þessu í sig þá þóttist ég gera slíkt hið sama – en kastaði þessu aftur fyrir mig. Þetta hefur örugglega verið góður 10,000 kall sem ég fleygði í hárið á einhverri stelpu. Þannig að ef ég myndi bjóða þér spítt núna og hrósa þér nóg þá værir þú örugglega til? (Við hlæjum.)

Þegar við vorum að byrja að gefa út efni í fyrsta skiptið þá var þetta „extra“ slæmt. Ef maður rakst á einhver neikvæð viðbrögð einhvers staðar þá var dagurinn ónýtur. Ég hringdi í Bent: „Þetta er allt komið í rugl. Það var einhver Kolbrún út í bæ sem var að segja að þetta væri glatað!“ Bent þurfti oft að róa mig niður. Þetta var klikkun. Svo með tímanum fær maður þykkari skráp. Í dag kippi ég mér ekkert upp við þetta. Ég fer bara að gera eitthvað mikilvægara eins og afþíða hakk. Þú sagðist lesa öll Youtube „comment“. Vitandi þetta framkvæmdi ég smá leit áðan. Andskotinn! Róbert Jóhannsson skrifaði fyrir þremur árum við myndbandið Gull af mönnum: „þetta lag sökkar!“ Hvað viltu segja við herra Róbert Jóhannsson í dag?

Ég reyki alveg „heavy“ mikið af sígarettum. Ég reyki pakka á dag – til þess að halda mér góðum (Steindi hlær.) Um daginn reyndi ég að hætta og keypti mér rafsígarettu. Svo fór ég að blanda nikótínvökvann sem fer í þetta tæki og allt í góðu með það. Ég kem þessu í gang. Næstu tvær vikurnar reyki ég þessa rafsígarettu alveg á fullu, allan daginn: í bíó, í bílnum, í vinnunni. Svo verð ég skyndilega mjög veikur. Ég ligg í rúminu sárþjáður í tvo, þrjá daga og kemst að því að ég hafði blandað nikótínvökvann rangt. Ég blandaði þetta alltof sterkt. Samkvæmt mínum útreikningum þá reykti ég 200 sígarettur á dag í tvær vikur! Þú eignaðist dóttur fyrir rúmu ári síðan. Hefur föðurhlutverkið breytt þér? Alveg klárlega. Þetta breytir lífi manns. Í rauninni er ég annar maður í dag. Maður spáir í því daglega hvað maður geti gert til þess að verða besti pabbi í heiminum. Þetta er mikil ábyrgð og allt breytist, til hins betra. Ég man eftir því að þegar hún fæddist og við vorum á leiðinni heim af fæðingardeildinni þá hugsaði ég, „bíddu, ha!? Eigum við bara að fara heim núna!?“ Maður vissi ekkert. En síðan var þetta rosalega fljótt að koma. Maður var farinn að skipta á bleium með lokuð augun daginn eftir.

„Hver hefur sinn djöful að draga – ég held að minn djöfull sé Bent!“

Þú hefur verið að leika í auglýsingum fyrir Strætó og lykilfrasinn í nýjasta myndbandinu er „Hver hefur sinn djöful að draga.“ Hvaða djöful ert þú með í eftirdragi? (Steindi hugsar sig um) ... Ég held að það sé Bent! (Ég fæ hláturskast.)

Í fyrsta lagi þá ætla ég að setja á hann skuld. Ég ætla að berja hann.

„Í fyrsta lagi þá ætla ég að setja á hann skuld. Ég ætla að berja hann.“

(Ég spring úr hlátri.)

Hvað á ég að segja við þennan Róbert ... (Steindi hugsar sig um) ... mig langar helst til þess að bjóða honum í svona „day of fun.“ Mig langar að hitta hann og við mundum henda í góða eðlu og horfa á Billy Madison með honum – en ég þarf alveg klárlega að tala við hann. Ég þyrfti að tala við hann undir fjögur augu. Ég þyrfti að komast að því hvaða rugl sé í gangi. En ég var mjög lengi að finna neikvæða athugasemd. Ég hef örugglega þurft að skoða fimm eða sex myndbönd til þess að rekast á einhverja neikvæðni. Það er nú gott að heyra. Hefðurðu einhvern tímann misst þig við einhvern sem er að bögga þig á djamminu, eftir að þú varst frægur? Eða hefurðu lent í einhverju vandræðalegu?

Bent mundi eflaust segja það sama. Það getur verið dálítið vesen á honum. Hann er minn besti vinur og allt það, og við vinnum mikið saman, og munum vinna mikið saman, en þetta er ákveðið hjónaband. Hver er þín uppáhalds máltíð á KFC? Máltíð númer átta, Zinger Tower. Einn „teilari“ með (kokteilsósu) og maísstöngull ef maður er í miklum fíling. Brún sósa? Já, ég á það til að detta í heita sósu – ef ég sleppi „teil-aranum.“ Ég er #teamHelgiíGóu. Uppáhalds skyndibitinn minn er KFC og uppáhalds nammið mitt eru fílakúlur frá Góu. Þær eru sturlaður. Eru þetta eins og fílakaramellur? Já, bara kúlur. Fílakúlur. Hitastigið á fílakúlunum er alltaf hárrétt; það er alltaf stofuhiti á kúlunum. Það eru engin átök. Helgi náði einhvern veginn að „master-a“ þetta. Ég er að bíða eftir því að hann taki yfir Pizza Hut og lækki verðin.

Engu svona alvarlegu. Ég hrinti einhvern tímann strák sem var dónalegur við kærustuna mína. En ekkert meira. Ég hrinti honum bara!

Ég trúi ekki á Guð - ég trúi bara á Helga í Góu!

Hefurðu einhvern tímann lent í slag?

Þú, Helgi í Góu og Steinn Ármann, þvílíkur bær!

Engin spurning Hvað er svo næst á dagskrá eftir Skaupið? Ég er að skrifa sketsa seríu fyrir Stöð 2. Við förum í tökur eftir áramót. Það á eftir að mynda leikhópinn sem samanstendur væntanlega af fimm, sex manns. Það er verið að leita af fyndnum stelpum og strákum. Ég, Auddi og Sveppi erum að skrifa þetta. Þetta verður Steindinn okkar mætir Svínasúpunni. Það er ekki kominn neinn titill, en það gengur vel að skrifa og við erum eiginlega búnir að skrifa uppkastið.

Hitastigið á fílakúlunum er alltaf hárrétt; það er alltaf stofuhiti á kúlunum. Það eru engin átök.

Hljómar vel. Þetta verður sería í súrari kantinum.

Mig langaði að enda viðtalið á mjög góðu tísti frá Steindanum: „Var að hlaupa undan býflugu. Á hvaða aldri hættir maður að vera bitch?“ Ég er algjör bitch, sko – og sérstaklega þegar það kemur að skordýrum. Mér er mjög illa við köngulær. Ég læt konuna mína sjá um allt svona. Ég get ekki „touch-að“ þetta. Þannig að þú ert feginn því að veturinn sé kominn?

Hafnfirðingur, eins og ég ... Já, þetta er uppáhalds tíminn minn: haustið.

Já, ég hef lent í slag – en ég hef ekki slegist í mjög langan tíma.

Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. SKE mælir með öllu sem Steindi hefur gert og kemur til með að gera.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

144771

NÝ T T!

eina kúlu ! í einu


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

HEIMKOMAN Teddy snýr óvænt heim á æskuheimili sitt í London með eiginkonu sinni Rut, eftir að hafa kennt heimspeki við háskóla í Bandaríkjunum í sex ár. Rut uppgötvar áður óþekktar hliðar á eiginmanni sínum þegar hún kynnist fjölskyldu hans: föður hans Max, fyrrum slátrara, föðurbróður hans Sam sem er bílstjóri, og bræðrum hans tveimur, hórmangaranum Lenny og boxaranum Joey. Þessir óhefluðu karlmenn taka að bítast um athygli Rutar og samskiptin á heimilinu verða sífellt ofsafengnari. Leikrit Harolds Pinters hafa mörg hver allt að því hversdagslegt yfirbragð, en í þeim býr óvenjulegur kraftur, og undir yfirborðinu leynast heiftúðug átök, kynferðisleg spenna, kúgun og ótti. Heimkoman var frumflutt árið 1965, hlaut Tonyverðlaunin sem besta leikrit ársins og er af mörgum talið magnaðasta verk Pinters. Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra svið) Miðaverð: 4,950 kr.

MÁVURINN Mávurinn er eitt stórbrotnasta leikrit rússneska leikskáldsins Antons Tsjékhovs. Það er eitt besta leikrit allra tíma, gamansamt og alvarlegt í senn. Mávurinn fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Vonlausir listamenn, virtir eða misheppnaðir, reyndir eða barnalegir, í upphafi ferils eða við endalok hans. Nístandi gamanleikur um spurninguna eilífu: Hvernig eigum við að lifa? Ógleymanleg, ljúfsár mynd af manneskjunni. Eins og alltaf þrá allir hið ómögulega, þrá breytingar fyrir tilstilli listarinnar eða ástarinnar. Hvar: Borgarleikhúsið (Stóra svið) Miðaverð: 5,500 kr.

Fæst í Hagkaup, Iceland, Krónunni og Melabúðinni.


FJÖLSKYLDUTILBOĐ ALLAR HELGAR 4x120g grillaðir hamborgarar, franskar og ískalt kók

AĐEINS

3990 Tilboðið gildir eingöngu laugardaga og sunnudaga

ÁRNASYNIR

VIĐ VESTURLANDSVEG


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

DAGUR MYNDLISTAR HEIMURINN ÁN OKKAR FJÖLSKYLDULEIÐANGUR OG LISTASMIÐJA Laugardaginn 31. október kl. 14 býður Hafnarborg upp á fjölskylduleiðangur og listasmiðju í tengslum við sýninguna Heimurinn án okkar sem nú stendur yfir í sölum safnsins. Þetta er er síðasta sýningarhelgi þessarar vinsælu sýningar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þennan sama laugardag halda margir upp á Hrekkjavöku og mun listasmiðjan taka mið að því en hún er einnig dagskrárliður á hinni árlegu bæjarhátíð Draugabærinn Hafnarfjörður. Börn og fullorðnir á öllum aldri eru velkomin í fjölskylduleiðangurinn en listasmiðjan er hugsuð fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Í fjölskylduleiðangrinum og listasmiðjunni verða ræddar hugmyndir tengdar stjörnufræði, líffræði og öðrum vísindum en einnig heimspekilegar vangaveltur um lífið og alheiminn, takmörkun mannsins, tilvist hans og mörk hins sýnilega og hins óþekkta. Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: Laugardaginn 31. október kl. 14

Undanfarin ár hefur Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) staðið fyrir Degi Myndlistar þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra. Þessi kynning á myndlistarmönnum hefur gefist mjög vel og hefur Dagur Myndlistar verið árviss viðburður í sífelldri þróun. Árið 2010 var verkefnið sett í fastari ramma og umfangið aukið. Dagurinn er hugsaður sem vitundarátak með það að markmiði að auka þekkingu landsmanna á starfi íslenskra myndlistarmanna. Á Íslandi starfar fjöldi listamanna og erfitt er að leggja fingur á hversu margir þeir eru en til viðmiðunar má benda á að félagsmenn SÍM eru yfir 700 talsins. Flestir myndlistarmenn búa yfir háskólamenntun en margir vinna jafnframt við fleiri störf en bara myndlistina til að fleyta fram lífið. Á Degi Myndlistar gefst því fólki tækifæri til að skyggnast inní þetta flókna líf myndlistarmannsins með því að kom í heimsókn á vinnustofur þeirra. Eins er hægt að nálgast þann heim úr hæfilegri fjarlægð með aðstoð internetsins hér, þar sem líta má á stutt innlit á vinnustofur íslenskra myndlistarmanna. Hvar: Víðsvegar Hvenær: 31. október 2015 Dagskrá og nánari upplýsingar: http://dagurmyndlistar.is/

UMGERÐ SKAFTFELL EYBORG GUÐMUNDSDÓTTIR OG EYGLÓ HARÐARDÓTTIR Laugardaginn 31. júlí kl. 16:00 opnar ný sýning í Skaftfelli sem parar saman verkum eftir Eyborgu Guðmundsdóttur og Eygló Harðardóttur, undir sýningarstjórn Gavins Morrison. Eyborg og Eygló eru listamenn af mismunandi kynslóðum en verk beggja eru óhlutbundin, abstrakt. Miðill Eyborgar er fyrst og fremst málverkið á meðan þrívíddin er ríkjandi í verkum Eyglóar. Sýningin teflir fram tveim bálkum verka sem fást við eðli abstrakt myndbyggingar og gefa til kynna með hvaða leiðum form öðlast merkingu og vægi. Með því að setja verk Eyborgar í samhengi við verk Eyglóar kemur í ljós hve viðfangsefni hinnar fyrrnefndu eru enn viðeigandi hjá starfandi listamönnum í dag. Sýningin er opin mið - fös kl. 12-16, lau kl. 14-18 og eftir samkomulagi. Aðgangur er ókeypis. Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa.

KETILSHÚS // AKUREYRI Laugardaginn 31. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi sýning Hugsteypunnar Umgerð. Á sýningunni gefur að líta marglaga innsetningu sem unnin er sérstaklega inn í rými Ketilhússins. Í neðra rýminu blandast margvíslegur efniviður við málaða fleti og ljósmyndir í ýmsum formum sem ásamt lýsingu kalla fram ótal mismunandi sjónarhorn. Efra rýmið býður uppá sjónarhorn þess sem stendur fyrir utan og verður það eins konar áhorfendastúka. Áhorfendur eru hvattir til að ganga um rýmin og verða virkir þátttakendur í verkinu með því að fanga áhugaverð sjónarhorn á mynd og deila á samfélagsmiðlum. Þegar áhorfendur skrásetja upplifun sína hafa þeir áhrif á framgang og þróun sýningarinnar þar sem myndunum er varpað aftur inn í rýmið jafnóðum. Þannig setja listamennirnir skynjun, hlutverk og stöðu áhorfandans gagnvart listaverkinu í brennidepil. Hægt er að taka þátt í sýningunni með því að deila myndum í gegnum Twitter eða Instagram merktar #umgerd eða senda tölvupóst á umgerd@sharypic.com.

Samstarfsaðilar eru við Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Safn og Arion banka.

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Hugsteypan hefur verið starfandi frá árinu 2008 en síðan þá hafa Ingunn og Þórdís starfað jöfnum höndum saman undir merkjum Hugsteypunnar og í sitt hvoru lagi við eigin myndlistarverkefni.

Sýningin er fjármögnuð með styrkt úr Uppbyggingarsjóði Austurlands og Myndlistarsjóði.

Sýningin verður opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er á hverjum fimmtudegi kl. 12.15-12.45

Hvar: Skaftfell-myndlistarmiðstöð Austurlands, Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður Hvenær: Laugardaginn 31. júlí kl. 16:00 - 14. febrúar 2016

Hvar: Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi Hvenær: Laugardaginn 31. október kl. 15 - 13. desember 2015 Aðgangur er ókeypis.


HRÆÐILEGT ÚRVAL AF HRYLLILEGUM VÖRUM!

LITALINSURNAR KOMNAR 1990 KR PARIÐ!

YFIR 800 VÖRUR FYRIR HREKKJAVÖKU!

S: 534 0534 • FAXAFENI 11 • WWW.PARTYBUDIN.IS • ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

DOUG STANHOPE Uppistand Dougs er mjög fjölbreytt og fjallar um allt frá lífsreynslusögum um grafískar perversjónir til ofsafenginnar samfélagsrýni. Doug er óheflaður, með sterkar skoðanir, grimmilega hreinskilinn, gersamlega hömlulaus og alls, alls ekki allra! Hvar: Háskólabíó Hvenær: 30. október kl. 20:00 Miðaverð: 6.990 kr.

MARKAÐUR MEÐ NOTUÐ BORÐSPIL

TWEET KYNSLÓÐIN

VÍSINDADAGUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir Vísindadegi nú á laugardaginn. Dagskráin er fjölbreytt í ár og boðið verður upp á marga skemmtilega og fræðandi viðburði um nýjustu tækni og vísindi fyrir alla fjölskylduna. Fremstu vísindamenn landsins munu meðal annars fara yfir efnafræði alheimsins, ljós og líf, DNA, nýjan jáeindaskanna Landspítalans, hvali og fugla, ofurtölvur, eldfjöll og jökla, Einstein og Holuhraun svo fátt eitt sé nefnt.

Hvar: Suðurlandsbraut 48 Hvenær: 31. október kl. 13-16 Miðaverð: Frítt

HREKKJABRögð Ö 1 HRINGUR + KÓK OG ANNAR HRINGUR FRÍTT

599 KR.

Ég fattaði ekki í svona 3 ár að segja Linked In. Sagði alltaf LinkeDin. Fannst eins og það væri einn af dvergunum 7. Samfélagsdvergur. @RexBannon

Hvar: Askja, Sturlugata 7 Hvenær: 31. október kl. 12-16 Miðaverð: Frítt Ef almenningur væri meðvitaður um fullnæginguna sem fylgir því að láta ógeðslega þung lóð skella í gólfið væru allir massaðir. #Lýðheilsa @ergblind

Spilavinir, spilasafnarar og spilaáhugafólk! Nú er tækifærið að bítta, selja og kaupa lítið eða mikið notuð borðspil og jafnvel ný. Spilavinir opna kjallarann hjá sér og setja upp borð fyrir einstaklings spilasölu. Þeir sem koma og versla semja við hvern seljanda fyrir sig en mælt er með að taka pening með sér þar sem ekki er líklegt að margir verði með posa. Það kostar ekkert að koma og selja. Þeir sem ætla að selja geta byrjað að stilla upp og koma sér fyrir kl 12:00 en markaðurinn sjálfur opnar kl. 13 og er opinn til kl. 16. Við hellum upp á kaffi og stefnum í skemmtilegan dag með spilaáhugamönnum að spila, tala um, selja og kaupa spil. Svo er auðvitað um að gera að grípa í spil inn á milli.

Afgreiðslumaður í ríkinu: Má bjóða þér poka? Ég, með 2 kippur: Nei, ætla bara að drekka þetta hér. 3 létust og 17 særðust úr hláturskasti. @PeturMarteinn

MACGRUBER HEFNENDABÍÓ Hefnendur sýna hina vanmetnu nútímaklassík MacGruber, þar sem sellerí, tennisboltar og Blaupunkt munu trylla lýðinn. Hvar: Húrra Hvenær: 3. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

HITS & TITS SYNGJÓ Eftir langt sirkus- og barneignaleyfi snúa Hits & Tits aftur. Við byrjum að taka við miðunum góðu upp úr níu og svo rúllum við í gang svona um tíu. Hits & Tits nota youtube svo það er best að athuga sjálf(ur) hvort að lagið sé til í karaokeútgáfu þar. Það komast alltaf MUN færri að en vilja og því hvetjum við ykkur til þess að mæta snemma. Hvar: Húrra Hvenær: 29. október kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Það er eitthvað fyndið við það að hið settlega kvk nafn Hrefna útleggist á ensku sem minke whale. @FridrikDor

Hvernig er Chris Brown enn að gera tónlist og vinna með öðrum artistum og allt? Bæði wifebeater og slæmur tónlistarmaður. @Fravikid

“The pinnacle of panicking is mimicking a mannequin” - Frímann Gunnarsson @frimanngunnars


MEIRA ÚRVAL LÆGRA VERð

RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.

FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333


20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA

SKALL STUDIO Skall Studio er danskt fatamerki sem var stofnað

Skall Studio leggja mikla áherslu á allt

árið 2013 af tveimur systrum. Stefna merkisins er

framleiðsluferlið frá upphafi til enda.

að vera sjálfbært og gera föt óháð trendum og

Stefna þeirra er lífræn og heildræn

tísku. Í raun fjallar það ekkert um tísku heldur

og er hvött áfram af þeirri

frekar um það að hanna fallegar flíkur sem eru

sannfæringu að allt tengist að lokum

vel sniðnar, þæginlegar og í góðum gæðum.

með einum eða öðrum hætti. Efnin

Hugmyndin er að gera föt sem byggja upp

sem unnið er með eru: lífræn bómull,

góðan fataskáp sem endist vel og eldist fallega.

náttúrulegar trefjar og endurunnin

Að eiga flíkur við hvert tækifæri sem lifa árstíð

efni, eins mikið og færi gefst á.

eftir árstíð. Framleiðsla Skall Studio fer einungis Haust- og vetrarlínan frá Skall studio byggir

fram í vottuðum verksmiðjum

á frekar minimalískum sniðum af einföldum

á Indlandi. Ein með GOTS (Gobal

bómullarkjólum, safarískyrtum, flæðandi

Organic Textile Standard) stimpil og

silkipilsum, pencil pilsum, smá blúndum,

aðrar með BSCI vottun (The Buisness

kaðlaðri prjónapeysu úr ull frá Læsö og flottum

Social Compliance Initiative).

klassískum svörtum kápum úr endurunni ull frá

Pakkningarnar sem notast er við eru

Ítalíu innblásnum úr heimi karltískunnar. Litirnir

notaðar aftur og aftur eða eru gerðar

eru dökkbláir, hergrænir, smá kremaðir og hvítir

úr biodegradeable efnum. Pappírinn

en mest er af uppáhálds litnum okkar; svörtum.

er endurunnin og borðar eru úr 100% hráu jútu. Það má einnig minnast

Okkur finnst þessi stefna, að fylgja ekki

á það að engin dýraskinn né pelsar

trendum heldur að byggja upp eigin stíl úr

eru notaðir. Það er hægt að versla

vel völdum flíkum með gullmolum inn á milli,

fötin víða í Danmörku eða á www.

mjög áhugaverð. (Sumir eru með fataskáp sem

skallstudio.com

einungis samanstendur af gullmolum, það gildir líka og er öfundsvert.)

PLUSMINUS

OPTIC Smáralind

10 ára PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október

www.plusminus.is



22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

USBIDI Hleðslusnúrur sem lengja líftíma rafhlöðunnar og hlaða tvöfalt hraðar. Óþarfi er að taka símann úr sambandi þegar hleðslan er full því hún slekkur á sér ósjálfrátt. Snúrunar koma í fallegum litum og mismunandi lengdum.

ACPAD Spilaðu á hundruð hljóðfæra, sampla, effect-a og loop-ur á gítarinn þinn. Ein hljómsveit með aðeins einum gítar! Þráðlaust svo það tengist auðveldlega símanum, tölvunni og uppáhalds öppum eða forritum.

Nánar: www.usbidicharge.com

gerðu tónlist á

Nánar: www.acpad.com

BOOGIE DICE Klappa saman höndum, smella fingrum eða slá í borðið og teningarnir byrja að dansa sjálfir. Yatzy varð allt í einu aðeins betra! Framkalla bros á vör hvar sem þeir koma fram. Nánar: www.boogiedice.com

makkann þinn

DOBOT Vél-armur sem kann að teikna, skrifa texta, hreyfa og grípa hluti samkvæmt skipunum. Frelsar hendurnar frá síendurteknum hreyfingum. Nánar: www.dobot.cc

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

WAYLENS Myndavél sem tekur myndir/video fyrir þig á meðan þú keyrir. Hægt er að vinna myndir og deila flottum augnablikum frá ferðalaginu. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is

Nánar: www.waylens.com


Nýr seguldrifinn blandari frá KitchenAid

FOR THE WAY IT´S MADE


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

ÓÞRJÓTANDI SVENGD MANNSINS

VEITINGASTAÐURINN KEILUHÖLLIN

ORÐ: RAGNAR TÓMAS

HLAÐBORÐSVEISLA

Rekstur matsölustaða byggist á óþrjótandi svengd mannsins. Það skiptir ekki máli hversu oft eða hversu mikið maðurinn borðar – lystin kemur alltaf aftur. Lystin kemur alltaf aftur alveg þangað til að maðurinn deyr. Það eru aðeins þeir gráðugustu og gírugustu og feitustu sem viðhalda lystinni í gröfinni. Sjálfur á ég gamlan digran frænda sem ég heimsæki í Hólavallagarð vikulega með poka fullan af KFC; hann hefur kvatt þennan heim en hefur ekki haft það í sér að kveðja Ofurstann (Colonel Sanders). Er ég hugsa um þessa óendanlegu svengd mannsins þá hugsa ég um þá staðreynd að ég eigi margar máltíðir óétnar. Ég á margar máltíðir óétnar en það eru ekki margar máltíðir sem ég gæti ímyndað mér að borða aftur og aftur og aftur næstu áratugina (ég er 29 ára gamall og vonast að ör framþróun nútímavísinda geri mér það kleyft að lifa næstu 100 árin við fulla heilsu). En það er, hins vegar, ein máltíð sem ég gæti alveg hugsað mér að leggja mér í munn næstu 100 árin – ég er að sjálfsögðu að tala um kalkúnarlærið á Kopar. Kalkúnarlærið á Kopar gæti gert kalkúnaætu úr heiðarlegasta kalkúni Bandaríkjanna. Já, herra minn. Í síðustu viku gekk ég inn á Kopar með silfurskeið í munni og gullhúðað úr og ég er ekki frá því að ég hafi einnig verið vel bronsaður í framan (ég snéri nýverið heim eftir ferð til Kaíró). Þar sem ég var þarna á versta tíma, föstudagshádegi, var staðurinn nánast fullur. En ég fékk borð ásamt kollega mínum undir eins. Þjónninn fylgdi okkur til borðs. Við gengum upp stigann og vorum leiddir að borði við gluggann með útsýni yfir smábátabryggjuna. Stórkostlegt. Ég skoðaði matseðilinn og pantaði áðurnefnt kalkúnarlæri sem var borið fram með sætukartöflufrönskum, salati og viskísósu. Um kvöldið dreymdi mig að ég hefði dáið – en það var allt í lagi; frændi minn heimsótti mig vikulega í kirkjugarðinn í Hafnarfirði með poka fullan af kalkúnalærum frá Kopar og nóg af viskísósu.

ORÐ: SKYNDIBITAKÚREKINN

KOPAR

Í hreinskilni bjóst ég ekki við miklu frá veitingastaðnum Keiluhöllin. Sérhver veitingastaður sem ég hef heimsótt sem er staðsettur í keiluhöll hefur valdið mér vonbrigðum. Ég býst við að ástæðan fyrir því sé að keiluhöllin kom fyrst, veitingastaðurinn þar á eftir – sem þýðir það að í flestum tilfellum einkennist samband veitingastaðarins og keiluhallarinnar af undirgefni: veitingastaðurinn er keiluhöllinni undirgefinn; veitingastaðurinn er rekinn til þess eins að lokka fólk í keilu. Er ég og kollegar mínir heimsóttum veitingastaðinn Keiluhöllin síðasta laugardag runnu þessar hugsanir í gegnum huga minn. Ég var skeptískur og tortrygginn og með vasa fulla af efasemdum (ég hef aldrei átt mikinn pening en þegar það kemur að efasemdum þá er ég einhvers konar Dónald Trump; ég spreða efasemdum frjálslega og efast reglulega um eigin tilvist.) Ungur herramaður tók á móti okkur með vingjarnlegt bros á vör og vísaði okkur til borðs. Það var líf í Egilshöll á þessum degi; hópur fólks fylgdist með Arsenal að spila á móti Everton á barnum rétt handan við veitingastaðinn. Af og til framkallaði þessi hópur hátt ‘úúúúúú!!!’ þegar einhver knattspyrnuhetjan átti marktilraun. Þar sem ég og kollegar mínir eru áhættusækið fólk fórum við í einhvers konar hlaðborðsveislu, þar sem þjónarnir báru til borðs mismunandi tegundir af pizzum og við smökkuðum það helsta sem Keiluhöllinn hafði að bjóða. Þessar pizzur komu mér á óvart. Þær báru ekki einungis vott um hugvitssemi kokkanna og voru gómsætar– heldur voru þær fullkomlega eldaðar; skorpan var stökk og bragðmikil. Ég held að sérhver maður í föruneyti mínu hafi reynt á þolmörk magans og gengið út eins og uppbelgd belja. Svo fórum við í keilu – en uppbelgdar beljur geta ekkert í keilu. #worthit.


Gott er góðs að njóta

þú átt skilið það besta á Argentínu steikhúsi. Þegar njóta skal lífsins, fagna áfanga eða sigri, minnast eða hylla eða einfaldlega gera sér dagamun er mikilvægt að geta treyst gæðum í mat, drykk og þjónustu. Argentína steikhús hefur sýnt það í meira en tvo áratugi að staðnum er treystandi fyrir lífsins stærstu stundum.

Ef þú vilt njóta lífsins til hins ýtrasta og bjóða jafnframt bragðlaukunum í ævintýraferð ættir þú að panta borð sem fyrst - því þú átt aðeins skilið það besta!

Skráðu þig í netklúbb Argentínu á argentina.is. Heppnir meðlimir eru dregnir úr mánaðarlega. Vinningar eru m.a. gjafabréf á Argentínu.

Barónsstíg 11a • 101 Reykjavík Sími 551 9555 • www.argentina.is


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

HUGLEIÐSLA OKKAR TÍMA Allir geta hugleitt hvort sem þeir sækjast eftir meiri andlegri tengingu eða vilja bæta líf sitt. Tristan Gribbin leiðir kraftmikla hugleiðslu á miðvikudögum með margvíslegri tónlist og kaflaskiptri hugleiðslu. Hver og einn gengur í gegnum persónulega upplifun í þessari hugleiðslu en hún er einstaklega góð gegn streitu og hverskyns vanlíðan. Gott er að koma með vatnsflösku, munnþurrkur, lítið handklæði og skriffæri með sér. Hvar: Dansverkstæðið, Skúlagötu 30 Hvenær: 28. október kl. 19:20-22:00 Verð: 2.000 kr. (Frítt fyrsta skiptið - 50% afsláttur fyrir nema & einstæða foreldra)

CAMILLA PLUM Á HÖFUNDAKVÖLDI NORRÆNA HÚSSINS Camilla Plum er danskur matgæðingur en hún hefur m.a. gert dönsku þættina Boller af stål og Camilla Plum og den sorte gryde sem hafa verið sýndir á RÚV. Camilla hefur skrifað fjölmargar bækur um matargerð, matjurtaræktun og bakstur en hún sér einnig um lífrænan bóndabæ, Fugleberggaard, á Norður Sjálandi. Erindi hennar verður því án efa fróðlegt fyrir þá sem hafa áhuga á sjálfbærri og lífrænni matargerð. Hvar: Norræna húsið, Sturlugata 5. Hvenær: 3. nóvember kl 19:30 Verð: FRÍTT

FLJÓTANDI GONGSLÖKUN Á FULLU TUNGLI Verið velkomin í samflot í Salalaug í Kópavogi en markmið viðburðarins nú er að blanda saman saman vatnsslökun og heillandi tónum gongsins og það á fullu tungli! Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari og gong meistari ætlar að sjá um gongið og á staðnum verður boðið upp á flotbúnað til láns. Hvar: Salalaug, Versölum 3, 201 Kóp. Hvenær: 28. október kl. 20:30 Verð: Einungis er greitt fyrir aðgang í sund

SAMVERA JÓGAHJARTANS Kennarar Jógahjartans standa fyrir hlýlegri samverustund þar sem þeir bjóða áhugasömum að fræðast um starfsemi Jógahjartans. Í lok fundarins verður boðið upp á sameiginlega hugleiðslu sem er leidd af Panch Nishan sem er kundalini kennara-þjálfari og reynd í seva verkefnum sem eru, fyrir þá sem ekki vita, hjartamiðuð þjónusta. Hvar: Jógasalur Ljósheima, Borgartún 3. Hvenær: 30 október kl. 18:30 Verð: FRÍTT

SAMNEYSLA EÐA NEYSLUHYGGJA? Juliet Schor, prófessor í félagsfræði og höfundur fjölda bóka og fræðigreina um neyslusamfélag nútímans heldur fyrirlestur um deilihagkerfið á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu í Félagsvísindum í Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum mun Juliet velta upp þeirri spurningu hvort deilihagkerfið sé sú töfralausn, frá umhverfismengandi einnota samfélaginu, sem því var ætlað að verða eða enn eitt gróðrartækið. Í lok fyrirlestrarins verða pallborðsumræður fyrir áhugasama. Hvar: Háskóli Íslands Hvenær: 30. október kl. 09. Verð: FRÍTT


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

IIKONE Þetta er fallegt að horfa á, á meðan kaffið rennur ljúflega í bollann. Pólski hönnuðurinn Bartosz Garlinski hefur hannað þessa fallegu kaffiuppáhellingu úr ryðfríu gæðastáli. Tilvalið fyrir þá sem gera kröfur og vilja gömlu góðu uppáhellinguna. Nánar: http://iikone.bigcartel.com/

THE PINT Hér eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Fullkomið fyrir göngugarpa. Sterkbyggð flaska sem breytist í ½ lítra glas með einu handtaki. Flaskan heldur drykknum bæði heitum og köldum.

LÝSA LAMPINN Á KICKSTARTER.COM Hönnuðurinn Julie Gasiglia safnar áheitum fyrir nýjasta verkefnið sitt LÝSA lampann á Kickstarter. Julie Gasiglia var undir miklum áhrifum frá íslenskri náttúru og menningu við hönnun lampans en Julie bjó á Íslandi í tæp 3 ár.

Nánar: http://stablegoods.co/ Nánar: www.kickstarter.com

PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

BILDY Skemmtun fyrir litla fólkið! Tveggja barna móðir varð þreytt á að geyma tóma kassa fyrir leik og hannaði því þessar skemmtilegu einingar sem hægt er að byggja úr; hús, bíl, göng eða hvað sem ímyndunaraflið kallar á. Nánar: http://www.bildy.co.uk/

KNOLL DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI

DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3

Arkitektinn David Adjaye, hannar þessa línu fyrir hönnunarfyrirtækið Knoll. Nútímalegt og töff. Nánar: http://www.knoll.com/


H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT OG SVARAÐ GKR RAPPARI OG BALLER ... Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn? Guðjón, GKR, Páfagaukur. Aldur? 21. Uppáhalds morgunmatur? Eggjahræra, beikon, bakaðar baunir og ferskur djús. Í eftirrétt væri svo súkkulaði croissant eða jarðaber með súkkulaði. Uppáhalds morgunkornið mitt þessa dagana er Lucky Charms. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Tónlist og hvað ég get gert til að bæta mig. Hvað ég myndi gera ef ég væri með ofurkrafta. Öll þau verkefni sem ég á eftir að klára og út frá því reyni ég svo að búa til eitthvað plan í höfðinu á mér sem beilast oftast næsta morgun. Og svo hugsa ég um stelpur. Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? Breaking Bad og ég væri mamman – djók! Ég hef hugsað þetta núna, í svo langan tíma, en ég finn ekki neitt rétt svar; mjög erfið spurning en góð. Á hvað ertu að hlusta þessa dagana og hvað ertu EKKI að hlusta á?

Diamonds Dancing með Drake & Future. En annars hef ég mikið verið að hlusta á heilar plötur alveg í gegn og reynt að skynja tilfinninguna í þeim (nýjar plötur). Það er margt sem ég hlusta ekki á – ég hlusta allavega ekki á kjaftæði. Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða? Vonandi ekki í sársauka, eða þá að ég verði bara það gamall að ég viti ekkert hvað er í gangi. En ég vil samt ekki verða gamall. Uppáhalds rappari? Á engan uppáhalds rappara í dag, en ef ég þyrfti að velja væri það líklegast Vince Staples. Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Það var örugglega þegar ég mjólkaði svo mikið að það fossaði nef úr hlátrinum á mér. Uppáhalds brandari/tilvitnun? “She ain’t really bad she a photo thot / Tell you how it is she so damn good at Photoshop /” – Kanye west í laginu U MAD? Hvað er best í lífinu? Að geta lifað á því sem þú vilt gera alla þína ævi.

RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL) GLEÐINNAR ÉG GENG UM DYR / GUÐ VEIT HVAR ÉG LENDI / ÉG HEF VERIÐ FULLUR FYR / OG FARIST ÞAÐ VEL ÚR HENDI / – BJARNI JÓNSSON FRÁ GRÖF Í VÍÐIDAL

Það skiptir ekki máli hvert helsta áhugamál þitt er – það er einhver sem deilir áhuga þínum og er að taka upp hlaðvarpsþátt um akkúrat þetta áhugamál. Í hlaðvarps-„bókasafni“ SKE er að finna þætti um heimsbókmenntir (Entitled Opinions), hönnun (99% Invisible), pólitík (Common Sense), fjármál (Planet Money), sálfræði (Hidden Brain), heimspeki (Philosophize This), fréttir (The World This Week), tónlist (Kex-P) og – Manchester United (Rant Cast). Hlaðvarpsþátturinn Rant Cast kemur út, að meðaltali, einu sinni á tveggja vikna fresti. Í hverjum þætti fara þáttastjórnendurnir, þeir Paul og Ed, yfir allt það helsta í heimi Manchester United og ræða fréttir, væntanlega leiki, orðróma og fleira. Aðdáendur Wayne Rooney varið ykkur: Paul og Ed hafa ekki mikla trú á „skipper-num“ Rooney; ef þeir mættu ráða væri Wayne líklegast ekki í liðinu.

MEÐ STÖFF Í JÓNUNUM / OG ALKAHÓLIÐ BLANDAÐ / SEINNA Í KVÖLD TEKUR GLEÐIN VIÐ VÖLD / OG VIÐ GERUM EINHVERN SKANDAL / – DIDDI FEL, RAPPHESTUR ÚR ÁRBÆNUM



NÝTt M/KARAMELlUKURLI

ÁRNASYNIR

OG ÍSLENSKU SJÁVARSALTI

... svo gott Einstakt bragð sem þú verður að prófa! Ómótstæðilegt Síríus Rjómasúkkulaði, blandað stökkri karamellu og ljúffengum sjávarsaltflögum frá Norðursalti.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.