Ske #34

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 05.11–12.11

#34

SKE.IS

„ÞAÐ ER EKKERT MEIRA SEXÝ EN AÐ VERA SÁTTUR Í EIGIN SKINNI.“ – SKE SPJALLAR VIÐ ÞÓRUNNI ANTONÍU


2

HVAÐ ER AÐ SKE

NÝ VIFTUTÆKNI 30% MEIRI KÆLING GTX 960 · GTX 970 · GTX 980 - 3 ÁRA ÁBYRGð ASUS STRIX GTX LEIKJASKJÁKORTIN ERU HLAÐIN NÝRRI TÆKNI. DIRECTCU II FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI KÆLINGU, AUKIN AFKÖST OG HLJÓÐLÁTARI LEIKJASPILUN. ODB VIFTUTÆKNI FYRIR HLJÓÐLAUSA LÉTTA LEIKJASPILUN OG BLU-RAY KVIKMYNDAÁHORF. DIGI+ VRM STRAUMJÖFNUN OG HÁHRAÐA GDDR5.

FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333


3

HVAÐ ER AÐ SKE

LENGRI ÁBYRGÐARTÍMI 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á ASUS MÓÐURBORÐUM ASUS ER STÆRSTI MÓÐURBORÐSFRAMLEIÐANDI HEIMS. TÖLVULISTINN BÝÐUR NÚ Í SAMSTARFI VIÐ ASUS LENGRI ÁBYRGÐARTÍMA Á ÖLLUM ASUS MÓÐURBORÐUM SEM KEYPT ERU 2015. VELDU TRAUST OG ÖRUGGT MÓÐURBORÐ OG VIÐ ÁBYRGJUMST ÁREIÐANLEIKANN.

RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.

WWW.TL.IS


4

HVAÐ ER AÐ SKE

GÖTUR REYKJAVÍKUR

SKEleggur NÓVEMBER: LEIÐINLEGASTI MÁNUÐUR ÁRSINS Ég finn fáar ástæður fyrir því að vera á lífi á Íslandi í Nóvember. Ég finn fáar ástæður fyrir því að vera á lífi á Íslandi yfir höfuð – en í Nóvember rýrna og dvína þessar ástæður á svo sviplegan og aumkunarverðan hátt að ég velti því fyrir mér hvort að ég myndi ekki njóta mín betur í einhverri þögulli gröfinni í notalegu óviti; maðurinn þjáist sjaldan í gröfinni, nema í þeim tilvikum sem um ótímabæra jarðsetningu er að ræða – þegar maðurinn er það illa liðinn að vinir hans standast ekki biðina og grafa hann áður en hann er framliðinn (ég gróf einn vin minn lifandi í fyrrasumar, en það var vegna þess að hann var alltaf að mögla eitthvað um heimspeki Ayn Rands). ... Þannig er það að sérhvern Nóvember endurheimti ég snöruna aftast úr skápnum og máta hana við háls mér eins og að snaran sé sérkennilegt bindi sem ég keypti fullur í útlöndum en átti alltaf eftir að prófa. Er ég dáist að sjálfum mér í speglinum (ég er afar glæsilegur svona snöruprýddur; dauðinn er sexí #Thanatos), rifja ég upp nokkrar staðreyndir um Nóvember sem bera vott um réttmæti minnar eigin melankólíu. Sjáðu til: Í Nóvember hrakar veðrinu eins og að veðrið sé áður mótþróafullt viðhorf krabbameinssjúklings á lokastigi veikinnar (áður en krabbameinsveturinn nær yfirhöndinni); í Nóvember segir kuldinn skilið við sínar kurteisislegu, hægfara pyntingar og byrjar að stinga í átt að beinum manns á afar opinskáan og illkvittnislegan hátt; í Nóvember sveipar myrkrið borgina eins og að Ísland sé allt í einu orðið herðatré fyrir tinnusvarta skikkju Satans, svona rétt áður en hann dembir yfir okkur sínu biksvarta brundi; og, síðast en ekki síst, þá byrja jólalögin að óma í Nóvember – og grafa þar með undan þróttlítilli löngun minni til áframhaldandi tilveru. Með öðrum orðum: Nóvember er SÓ-vember. EN. Er ég þrengi snöruna að hálsi mér er ávallt ein staðreynd sem fær mig til þess að hætta við; sem fær mig til þess að skila reipinu. Sú staðreynd er hin árlega Iceland Airwaves tónlistarhátíð. Hin árlega Iceland Airwaves tónlistarhátíð er dýrðlegur ljósglampi sem brýst í gegnum endalausa grámyglu; hún er hlýtt Kevlar vesti sem veitir viðnám gegn köldum stungum vetrarins; hún er skammvinnt ljós í skikkju satans; og hún er hið fullkomna móteitur gegn leiðinlegum jólalögum. Já, herrar mínir og frúr, Iceland Airwaves tónlistarhátíðin er bjargvættur Nóvembers. Whoohoo! #letsdothis.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Þórun Antonía Magnúsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Ekki leiðinleg fræðsla um fjármál Við viljum að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir um þín fjármál. Fáðu skemmtilega fræðslu um fjármál á arionbanki.is/namsmenn.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 3 5 0

Búðu þig undir spennandi framtíð


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

MÖLLER RECORDS & RAFTÓNAR

MENGI SHOWCASE

Tveir turnar í íslenskri raftónlistarútgáfu taka höndum saman og bjóða upp á ljúffenga raftónlistarveislu. Þeir sem koma fram eru: Frank Murder, Buspin Jieber, EinarIndra, Terrordisco, Gunnar Jónsson Collider, skurken og Tanya Pollock.

Mengi býður gesti Iceland Airwaves Music Festival velkomna í húsakynni sín á Off Venue tónleika nú á laugardaginn. Þeir sem koma fram eru: Skúli Sverrisson Sería, Kippi Kaninus, Mengis samspil leitt af Áka Ásgeirssyni og dj. flugvél og geimskip.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 6. nóvember kl. 15:30 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Mengi Hvenær: 7. nóvember kl. 16-20 Miðaverð: 2.000 kr.

MUGISON

LUCKY’S TÓNLISTARHÁTÍÐ 55 bönd munu spila frá mánudegi til sunnudags í plötubúðinni Lucky Records á Rauðarárstíg. Nánari upplýsingar um dagskrána má sjá á viðburðarsíðu Lucky’s en meðal banda sem koma fram á þessum dögum verða Hemúllinn, Ingunn Huld, Vagina Boys, Lord Pusswhip feat. Svarti Laxness, Mosi, Svavar Knútur, Epic Rain, Mankan, Thule Records showcase, Anatomy of Frank (US), Orang Volante, Markús and the Diversion Sessions og margir fleiri. Hvar: Rauðarárstígur 10 Hvenær: 2. - 8. nóvember Miðaverð: Frítt

FEMDOME Mikil hátíð og tónlistarveisla er í vændum á Kaffi Sólon dagana 4. - 7. nóvember þar sem kventónlistarmenn verða í forgrunni. Meðal tónlistarmanna eru Cell 7, Þórunn Antonía, Kælan Mikla, Tanya og Marlon, Reykjavíkurdætur, Sísí Ey, Kimono, Fox Train Safari, Lára Rúnars og Q4U, svo fátt eitt sé nefnt. Hvar: Kaffi Sólon Hvenær: 4. og 11. nóvember Miðaverð: Frítt

Mugison hefur lítið spilað hér á landi síðan metsöluplatan Haglél kom út árið 2011 og ennþá lengra síðan hann kom fram einn með kassagítarinn. Tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Á föstudagskvöld verður hann í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en á laugardaginn í Valaskjálf á Egilsstöðum. Hvar: Ísafjörður og Egilsstaðir Hvenær: 6. og 7. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.

BEDROOM COMMUNITY Plötuútgáfan, Bedroom Community, heldur mikla dagskrá á Kaffibarnum í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina. Dagskráin er frá fimmtudegi til laugardags, hlaðin gúmmelaði. Meðal tónlistaratriða eru WESEN, Mr. Silla, Ben Frost, Alex Murdoch, Nordic Affect, Duo Harpwerk og fleiri. Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 5. - 7. nóvember Miðaverð: Frítt

STELPUR ROKKA! Fram koma bönd sem koma að samtökunum á einhvern hátt eða/og styðja málstað okkar. Stelpur Rokka! eru femínísk sjálfboðaliðasamtök. Við eflum og styrkjum ungar stelpur og transkrakka í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisfræðslu. Hljómsveitir sem koma fram eru: Bláskjár, Rauður, Börn, East of my Youth, Dream Wife og Tuff Love. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 5. nóvember kl. 15:15 Miðaverð: Frítt

LADY BOY RECORDS SHOWCASE Plötuútgáfufyrirtækið, Lady Boy Records, heldur svokallaðan ,,showcase” viðburð í Mengi nú á fimmtudaginn. Fram koma hljómsveitir og listamenn sem gefa út á hjá þeim en það eru Nicolas Kunysz, OISIE, russian.girls og Harry Knuckles sem halda uppi heiðri útgáfunnar í þetta sinn. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 5. nóvember kl. 16-20 Miðaverð: 2.000 kr.


t

Philips 7600 línan Hlaut EISA verðlaunin sem bestu kaupin í Evrópu 2015-2016 7600 línan frá Philips með Android sameinar 4K Ultra HD upplausn, þægileg hljómgæði og þríhliða Ambilight baklýsingu í aðlaðandi blaðþunnri hönnun. Allt sem þú vilt að sé til staðar í sjónvarpi. Og það er margverðlaunað líka. Tækið fæst í þremur stærðum, 48“, 55“ og 65“.

með Android

ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


8

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

NÝTT Á NÁLINNI

BENNI B-RUFF & FRIENDS Á laugardaginn mun plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Benni B-Ruff koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Ásamt honum munu rapparinn Charlie Marlowe, blástursleikarinn Ari Bragi og söngkonan Matty, krydda sett Benna með sínum einstæðu hæfileikum. Þeir sem hafa séð dj-settin hans á Sónar Reykjavík í fyrra eða á Secret Solstice nú í sumar, ættu að vita hversu fjölbreytt, draumkennd og músíkölsk settin eru. Spennandi að sjá hvernig útkoman verður á Húrra. Hvar: Iceland Airwaves, Húrra Hvenær: 7. nóvember kl. 02:30

ADMIN – OK CARLOS „GOTT GRÚV.”

ICELAND AIRWAVES 2015 Iceland Airwaves verður nú haldin í sautjánda sinn dagana 4. – 8. nóvember. Rúmlega 200 listamenn munu koma fram á hátíðinni sem verður haldin víðsvegar um borgina. Meðal þeirra listamanna sem hafa verið tilkynntir eru John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Beach House, Soak, Úlfur Úlfur, Sóley, Father John Misty, Skepta, JME, Sleaford Mods, Låpsley, Agent Fresco, Gus Gus, Dikta, LA Priest, Emmsjé Gauti, Ariel Pink, Perfume Genius og Vök.

STYRKTARTÓNLEIKAR

JIMI CHARLES MOODY – DEATH ROW „JIMI HRÆÐIST EKKI NEITT – NEMA ÁSTINA.”

Hvar: Miðbær Reykjavíkur Hvenær: 4. - 8. nóvember Miðaverð: 19.900 kr.

AKUREYRI / SÝRLAND Akureyrarbær hefur ákveðið að taka á móti fjölskyldum frá Sýrlandi á næstu mánuðum, og því hefur verið efnt til stórtónleika og stofnaður styrktarsjóður sem ætlaður er fyrir börn og unglinga þeirra sem hingað koma. Fram koma á tónleikunum, Magni Ásgeirsson, Hreimur Örn Heimisson, Rúnar Eff, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Stefán Jakobson.

CHANCE THE RAPPER – ANGELS „CHANCE ER ÁVALLT SPRÆKUR.”

Hvar: Hamraborg, Akureyri Hvenær: 8. nóvember kl. 16:00 Miðaverð: 3.990 kr.

GOLDLINK – DANCE ON ME „DANSAÐU ONÁ MÉR.”

TÓNLISTARDAGSKRÁ Í NORRÆNA HÚSINU Norræna húsið skartar sinni fegurstu tónlistarhlið þessa vikuna. Boðið verður upp á röð tónleika frá miðvikudegi til sunnudags og segja má að dagskráin sé alþjóðleg, með listamönnum frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Bandaríkjunum og Bretlandi. Dagskrána má nálgast inni á Facebook síðu Norræna hússins en meðal tónlistaratriða eru Dikta, Moonbow (UK), Dad Rocks (DK), Hey Lover (US), Sturle Dagsland (NO), Centric (UK), Kiriyama Family, Teitur Magnússon og margir fleiri. Hvar: Sturlugata 5 Hvenær: 4. - 8. nóvember Miðaverð: Frítt

KEXP & ICELAND NATURALLY Tónlistardagskrá Kex Hostels í samstarfi við KEXP Radio er alltaf gríðarlega vegleg og spennandi í kringum Iceland Airwaves. Mikill metnaður er lagður í þessa árlegu hátíð og er ókeypis aðgangur eins og venjulega. Dagskráin í heild sinni er á Facebook viðburðarsíðunni en meðal atriða eru GusGus, Júníus Meyvant, Agent Fresco, Vök, Úlfur Úlfur, Sturla Atlas, Sykur, Sekuoia og Grísalappalísa. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 2. - 8. nóvember Miðaverð: Frítt

JEREMIH FEAT. FUTURE AND BIG SEAN – ROYALTY „CREW-IÐ EINS OG DÓPAÐIR RÓBÓTAR.”


gerðu tónlist á

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

makkann þinn

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is


Slæmir hlutir henda okkur öll. Á lífsleiðinni munu örlögin lumbra á okkur öllum. Örlögin munu lumbra á okkur öllum því slíkt er eðli lífsins. Á lífsleiðinni verðum við öll móðguð eða smánuð; svikin eða særð; við veikjumst eða brotnum; sætum lygum eða blekkingum; missum ástvini eða elskendur; eldumst og deyjum. Með öðrum orðum er lífið oft eins og skál af skyri: bragðvont og súrt ... Og það er aðeins tvennt til ráða gegn súru skyri örlaganna. Maður getur látið örlögin brjóta sig niður, svipta sig ástinni og samúðinni, breyst í bölsýnismann og mannhatara, að bitrum hefnanda sem lýtur í lægra haldi gegn sjálfseyðingarhvötinni, og sökkt sér niður í sjálfsvorkun og þunglyndi – EÐA, maður getur grafið hökuna niðrí bringu, harkað af sér, látið örlögin styrkja sig, og haldið í ástina og vonina og horft fram á veginn eins og þrjóskur puttalingur staðráðinn að komast hringinn. ... Þetta mun eflaust hljóma sem skringilegur inngangur að viðtali við Þórunni Antoníu – en er það samt ekki. Í gær hlustaði ég á nýju plötuna hennar Þórunnar Antoníu, sem hefur að geyma mikla angist, hryggð og sorg – en sjálf ber hún það ekki með sér. Hún er þessi þrjóski puttalingur sem heldur áfram á leið sinni. Við ræddum Airwaves, nýju plötuna, Beck, Amy Winehouse og hégómann. SKE: Ég ætla ekki að byrja þetta viðtal eins og herramaðurinn hjá TuborgTV, árið 2012, sem sagði ‘Ég hlýt að hafa dáið og stigið upp til himins því að ég er baksviðs með fallegustu fjöllistakonu landsins’ ... Þess í stað ætla ég að byrja á því að segja ‘Góðan daginn, ég er augljóslega ekki kominn til himnaríkis, því að ég er staddur á Íslandi, í grámyglu og frosti, en það er gaman að heyra í þér ... hvernig hefur þú það? Hvað er að SKE í þínu lífi? Þórunn Antonía: Það er gaman að heyra í þér sömuleiðis. Ég er að skríða aftur úr hreiðrinu, þar sem ég hef verið með litla unganum mínum, og er tilbúin að taka aftur þátt í lífinu og listum. Ég hef verið að safna styrk eftir erfiðleika sem ég hef gengið í gegnum – en ég er á réttri braut. Svo er ég með nýja plötu tilbúna ásamt dýrmætri reynslu síðustu tveggja ára í farteskinu. Ég er eins og fuglinn fönix. Já, þetta er einhvern veginn þannig: Annað hvort ákveður maður að láta erfiðleikana yfirbuga sig eða styrkja sig. Það er einmitt þannig. En til þess að finna styrkinn þarf maður að byrja á grunninum, fara alveg niðrí auðmýktina og barnið í sér og styrkja sig frá rótum, frá mergnum, þú skilur, en ekki bara bæta ofan á. Þú bætir ekki gifsi ofan á gifs. Þú læknar meinið, eða vonar að það grói rétt saman. Það er nefnilega mjög eðlilegt að meiða sig bæði á sálinni og á líkamanum, það gerir mann mannlegan. Ég átti t.d. mjög erfiða meðgöngu og barnsfæðingu sem gaf mér stærstu gjöf lífs míns en þarna voru áföll sem ég hef þurft að vinna úr: bráðakeisari, þunglyndi og einhverskonar áfallastreituröskun sem fylgdi í kjölfar lífshættulegrar meðgöngueitrunar og annarra heilsuáfalla. En ég er og var í góðum höndum og bað um, og fékk, hjálp og stuðning. Gott að heyra ... Airwaves er handan við hornið. Airwaves er bjargvættur Nóvembers. Án Airwaves væri Nóvember vonlaus mánuður. Þú spilar í Tjarnarbíó, fimmtudaginn 5. Nóvember, ásamt Bjarna Sigurðssyni (Þórunn og Bjarni voru að klára plötu saman). Eruð þið spennt? Já, það er alltaf gaman að spila á Airwaves og við fáum til liðs við okkur eðaltónlistarmenn á borð við Óttar Sæmunds sem spilar á kontrabassa og Bassa (úr Kyriama Family) sem verður með okkur á trommunum. Þetta verður stuð. En já, það er hárrétt: Nóvember væri vesen án þessarar hátíðar. Munu þið spila á fleiri tónleikum?

Strákarnir, já – en sjálf spilaði ég einnig á þriðjudeginum. Nýja platan er ansi frábrugðin síðustu plötu, ‘Star-Crossed’. Endurspeglar þessi plata einhvers konar tilfinningarlegt ástand? Eða hver er ástæðan fyrir því að þú færir þig úr ‘80s syntha poppi yfir í órafmagnaða þjóðlagatónlist (acoustic folk)? Ég á rætur að rekja í „acoustic folk“ og í raun var Star-Crossed frávik frekar en hitt. Ég hef alla tíð samið mjög einlæga og hjartnæma tónlist, en ég hef ekki alltaf verið í skapi til þess að leyfa öllum að heyra hana. Þetta er svo persónulegt. En ég hef þroska og þrek til þess núna. Já, það að berskjalda sig krefst ákveðins þroska. En hvernig hófst samstarf ykkar Bjarna? Við vorum bæði hryggbrotin eftir ákveðnar lífsreynslur og tengdum í gegnum tónlist. Það má segja að Dolly Parton og Townz Van Zant hafi leitt okkur saman. Miðað við þau lög sem ég hef heyrt, þá virðist ríkja ákveðin angist yfir plötunni.

„Það er mikil sorg í plötunni en líka mikil von. Hún er eiginlega öll skrifuð út frá brotinni tilvist. Bestu lögin eru flísar af hjartanu.“

Já, það er mikil sorg í plötunni en líka mikil von. Hún er eiginlega öll skrifuð út frá brotinni tilvist. Bestu lögin eru flísar af hjartanu.

Undanfarið hef ég hlustað mikið á The Bret Easton Ellis Podcast, og þar er mikið rætt um listina. Í gegnum misserin hefur það kristallast fyrir þáttastjórnandanum, og hlustendum eflaust líka, að listamenn skiptast í tvennt: þeir sem skapa út frá sársauka og þeir sem gera það ekki. En þeir fyrrnefndu skapa oft dýpri og þýðingarmeiri list. En það er ekki auðvelt að skapa í sálarkvölum. Ertu sammála því? Ég reyndar fer rakleiðis í seinni flokkinn. Ég hef alveg frá því að ég bara barn skrifað ljóð og lög um tilfinningar sem mér finnst kannski erfitt að segja með orðum. Ég virðist finna mun sterkari tilfinningar þegar ég hlusta á tónlist. Kannski bæli ég erfiðar tilfinningar niður í einhvern brunn sem ég veiði uppúr þegar ég sest niður með gítarinn minn og þá flæðir það bara áreynslulaust. En það er samt mikilvægt, ef að maður fellur í seinni flokkinn, að passa sig á að vera ekki að skapa neikvæðar aðstæður einungis til að skrifa um: að hryggbrjóta og valda sorgum eða fara í einhverja sjálfseyðingu. Hvernig var að starfa með Berranum (Berndsen, sem pródúseraði plötuna Star-Crossed)? Berrinn er örugglega viðfelldnasti maður sem ég hef kynnst. Berndsen er einn af mínum uppáhalds manneskjum. Hann er svo gríðarlega skemmtilegur og hæfileikaríkur, og það er aldrei neitt vesen á honum. Við munum vinna meira saman og verðum alltaf í bandi. Svo komumst við einnig að því að við erum mjög skyld í gegnum ömmu mína, sem er frá Hrísey, sem er mjög skemmtileg tenging. (Ég tek heilshugar undir þetta allt saman; Berrinn er einstakur.)

Lítið land ... Í gegnum árin þá hefur þú búið í London, L.A. og Írlandi. Er Ísland samt bezt í heimi? Jú, ég elska Ísland. Mér finnst mikilvægt að vera nálægt fólkinu mínu eftir allt þetta hopp á yngri árum. En hvað af þessum stöðum heldurðu mest upp á? Ég fékk undarlega tilfinningu þegar ég kom fyrst til Kaliforníu eins og ég hefði verið þar áður. Pálmatrén, sólin, landslagið, alveg dásamlegt. En það er líka alveg ofboðslega skrýtinn staður. Staður sem þúsundir drauma molna og aðeins örfáir enda sem stjörnur á einhverri gangstétt. En veistu, draumurinn er alltaf á bakvið við næsta horn. Ávanabindandi andrúmsloft. (Við færum okkur yfir í annað.) Þú tókst gott stúdíó ‘session’ með Beck þar sem þú söngst inn á plötuna the Velvet Underground & Nico (ábreiða). Seinna bauð Beck þér heim til sín þar sem þið hlustuðuð á afraksturinn. Hvernig var að hanga með ‘lúsernum’? Upplifðir þú sterka tilhneigingu til morðs? (I’m a loser baby: so why don’t you kill me?) Hvernig var þetta allt saman? Þetta var eiginlega allt alveg frábært. Allt frá símtalinu sem ég fékk frá góðum vini mínum, Chris Holmes, sem ég kynntist á fyrstu Airwaves hátíðinni, þar sem hann tjáði mér að Devandra Banhart hefði ekki komist í stúdíóið þennan dag og allir væru mættir: hljómsveitin öll ásamt upptökustjóranum Nigel Godrich. Þá var stungið upp á því að heyra í mér, þar sem Nigel og Chris vissu að ég væri stödd í L.A. Ég sagði strax já, eins og maður gerir þegar maður fær skemmtileg tækifæri. Eftir klukkutíma var ég mætt að syngja dúett með Beck, sem hefur ávallt verið einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum. Ég hefði í raun getað hikað og sagst ætla að hugsa málið – en sjálfsefi er ekki í boði á svona stundum. Við tókum alla Velvet Underground & Nico plötuna upp á einum degi; hvert lag var tekið upp í einni töku, þannig að það var annað hvort að duga eða drepast. Beck og félagar voru skemmtilegir og fagmenn út í eitt. Seinna var mér boðið, ásamt hljómsveitinni hans, að hlusta á plötuna í heild sinni heima hjá honum. Ég hitti fjölskylduna hans og það var mjög gaman. Umboðsmaðurinn hans hafði svo samband við mig fyrir tveimur árum og þá hafði Beck áhuga á því að vinna aftur með mér – en þá var ég stödd á Íslandi. Svo þegar ég sá hann vinna Grammy fyrir plötuna sína hló ég og hugsaði að það væri alveg týpískt ef að hann hefði viljað að fá mig til þess að syngja á henni og ég sagði nei. En ég var heima að lifa lífinu sem er mikilvægt líka. (Þórunn hlær.) Talandi um “two turntables and a microphone”, þá hefur bróðir þinn, Baddi Magnússon, einnig þekktur sem Class B, lengi verið viðloðandi rappsenuna á Íslandi. Hefur þú einhvern tímann rappað? Það vita þetta fáir en ég skrifaði undir minn fyrsta plötusamning við Smekkleysu þegar ég var u.þ.b. 15 ára með hljómsveitinni The Faculty, sem voru nokkrir rapparar frá New York sem fluttu til Íslands ásamt Magga úr Subterranean (einnig þekktur sem Gnúsi Yones í Amaba Dama). Ég söng í þessari hljómsveit en rappaði ekki. EN hins vegar rappaði ég í lagi sem heitir Children of Love, sem faðir minn samdi og kom út á safnplötunni Flugan.


„ÞAKKLÆTI DREPUR HÉGÓMANN – ÞAKKLÆTI FYRIR ÞAÐ AÐ VERA HEILBRIGÐ; AÐ EIGA LÍKAMA TIL AÐ FARA VEL MEÐ; OG AÐ EIGA LÍF TIL ÞESS AÐ LIFA EINS OG MAÐUR ER.“


12

HVAÐ ER AÐ SKE

Þá var ég 14 ára. Lagið var víst „hit“ á Akureyri, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Guð minn góður, ég er að opinbera allt hér í SKE. (Ég hlæ, og fagna; það er gott fyrir blaðið að viðmælendur opna sig.) Eru einhver önnur leyndarmál sem þú vilt uppljóstra?

„Guð minn góður, ég er að opinbera allt hér í SKE.“

Ég er full af leyndardómum! Áttu þér uppáhalds rappara?

Að sjálfsögðu er það bróðir minn hann Baddi, burtséð frá okkar skyldleika þá er bróðir minn einn af hæfileikaríkustu textasmiðum sem ég hef hitt. Hann er með afskaplega sniðugan haus á sínum traustu herðum og ég lít upp til hans bæði sem manneskju og listamanns. Baddi er frábær. Engin spurning, Class B ber ekki nafn með rentu (Class A listamaður og náungi) ... Þú og Amy Winehouse voruð, á sínum tíma, hluti af sama vinahóp. Sástu heimildarmyndina sem kom út um daginn? Ég hef hreinlega ekki lagt í það ennþá. Ég kynntist Amy Winehouse áður en hún varð fræg og það var alveg ómetanleg lífsreynsla að horfa upp á hversu illa fíkn, frægð og fólk getur farið með eina manneskju. Það var erfitt fyrir alla sem þekktu hana að horfa upp á hana fölna og deyja og geta ekkert gert. Hennar saga gerir heimsfrægð, í mínum augum, ekki að eftirsóknarverðu hlutskipti. Það var svo mikið myrkur í kringum alla sem sóttust í hana og þóttust vera vinir hennar. Blóðsugur.

Þú hefur áður sagt að þinn helsti kostur sé að þú sért með húmor fyrir sjálfri þér, sem er, að mér finnst, mikill kostur. Hvað finnst þér hlægilegast við sjálfa þig þessa dagana?

„Ég kynntist Amy Winehouse áður en hún varð fræg og það var alveg ómetanleg lífsreynsla að horfa upp á það hversu illa fíkn, frægð og slæmt fólk getur farið með eina manneskju.“

Ætli það verði ekki bara það að ég sé svo sein að klæða mig fyrir þessa myndatöku að Allan verði að taka mynd af mér ómálaðri í asískum kolaportsnáttslopp. Í viðtali við DV sagðir þú að þú værir „löngu komin yfir allan hégóma... það er ánægjulegt að komast á það skeið að vera sátt við sjálfa sig. “ Hvernig kemst maður á þann stað? Persónulega þá er hégóminn er að sliga mig.

Elsku kallinn, það er nú þannig með hégómann að hann er harður húsbóndi. Fyrir mína parta þá hef ég verið þjökuð af útlits „complex-um“ eins og flest allar konur. Þetta er svo mikil tímaeyðsla. Við erum eins og við erum og það verður engin fallegri með því að æla matnum sínum í klósettið; að horfa neikvæðum augum á líkama sinn; eða með því að hata sjálfan sig. Nútíma fegurðarkröfur eru ekki raunhæfar. Þetta er allt saman „Photoshop-að“ og lagað og svo eru svo margir sem elta það í blindni að ná einhverju marki sem er ekki til – og síðan hrapa þeir fram af brúninni. Þakklæti drepur hégómann – þakklæti fyrir það að vera heilbrigð; fyrir það að eiga líkama til að fara vel með; og fyrir það að eiga líf til þess að lifa eins og maður er. Það er ekkert meira sexý en að vera sáttur í eigin skinni. En guð minn

„ Elsku kallinn, það er nú þannig með hégómann að hann er harður húsbóndi.“

góður, ég er ekki að segja að þegar ég lít í spegil að þá sjái ég einhverja glóandi gyðju – langt því frá – en ég vinn með það sem ég hef. Þú póst-aðir lagi með Leon Bridges um daginn, sem er dásamlegur söngvari. Hvað ertu að hlusta á þessa dagana?

Ég elska röddina hans. Ég er gömul sál þegar það kemur að tónlist og hlusta alltaf á Neil Young, Fleetwood Mac og Motown tónlist. En svo blandast alltaf eitthvað nýtt við þetta gamla. Við höfum haft mjög gaman af Herb Alpert síðustu misseri. Dóttir mín dillar sér svo fyndið við hann. (Ég hlæ.) Að lokum: Ástin er þér hugleikin í mörgum lögum. Ert þú ástfangin í dag? Jú, annars er ekkert gaman. Og hvað er svo næst á dagskrá? Ég er að fara að spila á Airwaves, sem er hátíð sem er mér svo kær. Mörg af mínum uppáhalds tónlistarævintýrum tengjast þeirri hátíð, á einn eða annan hátt. Það liggur við að ég hafi spilað á hverri einustu hátíð og ég hef einnig unnið við hátíðina og kynnst svo mikið af frábæru fólki. Eitthvað að lokum? Verum góð við hvort annað: Hamingjan og lífið er núna – akkúrat núna. Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. SKE hvetur alla til þess að versla sér eintak af nýju plötu Þórunnar og Bjarna þegar gripurinn kemur út.


K AFLI 2

EF T I R S I G G U S O F F Í U

F R U M S Ý N T 5 . N ÓV E M B ER K L . 20:00 Á S TÓ R A S V I Ð I B O R G A R L EI K H Ú S S I N S A Ð R A R S Ý N I N G A R 15/ 11 , 2 / 12 O G 5/ 12 M I ÐA S A L A Í S Í M A 5 6 8 8000 EÐA Á W W W. I D. I S

ST YRK T AF


14

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

(90)210 GARÐABÆR Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er eina félagsmálaíbúðin í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni á Nónhæð. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum. Meinfyndið og spennandi verk um hvað leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu. Hversu langt eru húsmæðurnar í (90)210 Garðabæ tilbúnar að ganga til að halda sannleikanum leyndum? Hvar: Þjóðleikhúsið (Kassinn) Miðaverð: 4,950 kr.

ÖSKUFALL Stúdentaleikhúsið frumsýnir leikritið Öskufall 12. nóvember næstkomandi. Öskufall er leikrit byggt á ævintýrinu um Öskubusku, og er verkið skrifað og leikstýrt af Tryggva Gunnarssyni. Í verkinu setur Stúdentaleikhúsið upp kynjagleraugun og skoðar hvernig tilvist Öskubusku hefur áhrif á samfélagið. Það getur enginn verið fullkominn eins og hún, sem betur fer. Hún hefur neikvæð áhrif á konur jafnt sem karla: Hún er óraunhæf, persónuleikalaus – en gullfalleg. Er fegurðin það eina sem skiptir máli? Leikritið er hressandi, skemmtilegt og fyndið. Söguhetjur ævintýrisins, sem áður hafa verið í aukahlutverki, fá loksins að njóta sín. Hvar: Gömlu kartöflugeymslunum við Rafstöðvaveg Miðaverð: 2,500 kr. (2,000 kr. fyrir nema)

OG HIMININN KRISTALLAST Í HJARTA HRÓA HATTAR Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! - Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun. Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Miðaverð: 3,700 – 4,950 kr.

Sigga Soffía er rísandi stjarna í dansheiminum í dag. Hún vakti mikla athygli 2013 þegar hún hannaði flugeldasýningu menningarnætur undir heitinu Eldar og kynnti sýninguna sem dansverk fyrir flugelda. Eldar var upphafið á flugeldaþríleik hennar en árið á eftir fylgdi verkið Töfrar sem var flutt við undirspil strengjahljómsveitar og 32 kirkjuklukkna víða um landið. Stjörnubrim sem sýnt var á menningarnótt 2015 var svo upphafið á lokahluta flugeldaþríleiks Siggu Soffíu sem lýkur endanlega með Kafla 2: OG HIMINNINN KRISTALLAST Í Kafla 2: OG HIMINNINN KRISTALLAST mun Sigga Soffía, ásamt dönsurum Íslenska dansflokksins, endurskapa flugeldasýninguna í dansi á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þar hugleiðir Sigga Soffía sameiginlega eiginleika flugelda og dansara og þau hughrif sem fólk verður fyrir þegar það upplifir fegurð þeirra frá fyrstu hendi. Út frá kenningum Forn-Grikkja um lögmál líkt og gullinsniðið veltir hún fyrir sér spurningunum: Hvað er fegurð? og af hverju heillumst við af því sem telst fagurt? Hvar: Borgarleikhúsið (Stóra svið) Miðaverð: 3,900 – 4,900 kr.


Gott er góðs að njóta

þú átt skilið það besta á Argentínu steikhúsi. Þegar njóta skal lífsins, fagna áfanga eða sigri, minnast eða hylla eða einfaldlega gera sér dagamun er mikilvægt að geta treyst gæðum í mat, drykk og þjónustu. Argentína steikhús hefur sýnt það í meira en tvo áratugi að staðnum er treystandi fyrir lífsins stærstu stundum.

Ef þú vilt njóta lífsins til hins ýtrasta og bjóða jafnframt bragðlaukunum í ævintýraferð ættir þú að panta borð sem fyrst - því þú átt aðeins skilið það besta!

Skráðu þig í netklúbb Argentínu á argentina.is. Heppnir meðlimir eru dregnir úr mánaðarlega. Vinningar eru m.a. gjafabréf á Argentínu.

Barónsstíg 11a • 101 Reykjavík Sími 551 9555 • www.argentina.is


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

LISTIN Á HVÖRFUM NÍNA SÆMUNDSSON Sýning á verkum Nínu Sæmundsson í Listasafni Íslands opnar föstudaginn 6. nóvember kl. 18. Nína Sæmundsson (1892–1965) var fyrsta íslenska konan sem gerði höggmyndalist að ævistarfi. Á sýningunni verður leitast við að gefa gestum sýn yfir alþjóðlegan listferil Nínu á tímum mikilla breytinga og tveggja heimsstyrjalda. Framan af hafði hún að leiðarljósi hina klassísku hefð, sem hún kynntist á námsárunum í Kaupmannahöfn, en þar er hinn fullkomni og heilbrigði mannslíkami upphafinn og sýndur í frjálsri hreyfingu eða slökun og áberandi eru goðsagnaminni með konuna í forgrunni með kennitákn sín. Kynnt verða helstu lykilverk hennar á þessari sýningu. Sama dag kemur út bókin Nína S. um feril hennar og ótrúlega viðburðarríka ævi. Útgefandi er Crymogea og höfundur er sýningarstjórinn Hrafnhildur Schram Hvar: Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 Hvenær: 6.nóvember 2015 - 17.janúar 2016

SÍENDURTEKIN LÖG Í SÍM – HÚSINU Föstudaginn 6. nóvember kl. 17.00 verður opnuð ný sýning í SÍM salnum. Á sýningunni verða einlit verk unnin með vatnsþynntu bleki á vatnslitapappír eftir Diddu H. Leaman, en verkin eru úrvinnsla fjögurra mánaða dvalar í Barcelona vorið 2015. Gerð verkanna minnir höfund þeirra á stíflugerð sem barn, þegar skurðir voru grafnir í jörðina og fylgst með hvernig vatnið braut sér leið. Lífræn form myndast þar sem mest vökvamagn hefur legið á pappírnum og þornað hægt, og skara rákirnar sem mótar fyrir í síendurteknum bleklögum. Didda stundaði myndlistarnám á Íslandi, Finnlandi og Bretlandi. Síðar bætti hún við sig meistaragráðu í kennslufræði sjónlista í LHÍ, auk námskeiðis í sjónlýsingum, sem hún hefur jafnframt starfað við. Didda hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. SÍM salurinn er opinn frá 10-16 alla virka daga. Hvar: Sim húsið, Hafnarstræti 13 Hvenær: 6. nóvember kl. 17-19 - 24. nóvember

Ljósmynd: Arna Óttarsdóttir: Á skrifstofunni, 2015. Ull, bómull, hör, pólýester. 150 x 93 cm. Birt með leyfi listamannsins og i8.

I8 ARNA ÓTTARSDÓTTIR Kveikjan að verkunum á sýningu Örnu Óttarsdóttur er að finna í minnsta verkinu á sýningunni. Veggteppið sem um ræðir, Stelputeppi frá 2013, sýnir teikningabrot úr skissubók Örnu þar sem krotað er yfir myndina og fyrir neðan má lesa „nei, nei“. Hér er dregin fram hugmynd sem hefur verið hafnað á frumstigi og er nú lögð til grundvallar í allflóknu og tímafreku verkferli þar sem listakonan fikrar sig áfram, handtak fyrir handtak. Við gerð verksins kviknuðu frekari hugmyndir um yfirfærslu hálfkaraðs krots yfir í margslunginn myndvefnað og segja má að í kjölfarið hafi eitt leitt af öðru. Í grunninn drífur sama hugmyndin Örnu áfram, umbreyting hins hversdagslega og ómerkilega yfir í eitthvað sem skiptir máli. Inn í fínleg og falleg veggteppi hennar eru ofnir hárfínir þræðir húmors og hlýju (sem dæmi má benda á að loðna efnið í bláa og hvíta verkinu, Skissa fyrir teppi frá 2015, heitir „Funny“ og fæst í næstu hannyrðaverslun). Verkin bera með sér gleði og undrun gullgerðarlistarinnar sem töfrar fram gildi úr engu nema elju og hugviti. Þrátt fyrir að leggja verkin skipulega upp fyrirfram segist listakonan ekki hafa hugmynd um hver útkoman verði í raun, því efniviðurinn og aðferðin taka yfirhöndina og umbreyta því sem lagt var upp með í eitthvað allt annað. Brot úr texta: Markús Þór Andrésson Hvar: i8 Gallery, Tryggvagata 16, 101 Reykjavík Hvenær: 5. nóvember 2015 - 9. janúar 2016

HVARFPUNKTUR // VANISHING POINT OLGA BERGMANN Laugardaginn 31. október síðastliðinn var opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Olgu Bergmann. Verkin á sýningunni skírskota í fleiri en eina túlkun á hugmyndinni um hvarfpunkt. Hvarfpunktur er sjónhverfing um þrívídd á tvívíðum myndfleti þar sem samsíða línur í fjarvídd dragast saman í einn punkt. Þar sem hvarfpunktur myndast, hverfur geta okkar til að sjá lengra. Það má einnig leggja þann skilning í orðið að hvarfpunktur hafi myndast í lífríki jarðar af mannavöldum sem veldur því að samvægi raskast og hröð hnignun á sér stað. Verkin á sýningunni byggja líka á hugrenningum um Gaia - kenningu Lovelocks um að allt líf á jörðinni sé eins og risavaxinn líkami eða lífvera sem ávallt leitar leiða til að endurheimta jafnvægi þegar það hefur raskast. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Hvar: Listasafn ASÍ Hvenær: 31. október - 22. nóvember 2015 Enginn aðgangseyrir.


Nýr seguldrifinn blandari frá KitchenAid

FOR THE WAY IT´S MADE


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

TWEET KYNSLÓÐIN

FLÓAMARKAÐUR HINS HÚSSINS Laugardaginn næstkomandi verður haldinn annar flóamarkaður vetrarins í kjallaranum á Hinu Húsinu, á milli kl. 13 og 17. Það verður líf og fjör í húsinu, en í tilefni Airwaves verður off-venue program á efri hæðinni. Endilega kíkið við og gerið góð kaup! Hvar: Pósthússtræti 3-5 Hvenær: 7. nóvember kl. 13-17 Miðaverð: Frítt

Barátta mín gegn okri tannlækna er að borða ógeðslega mikinn hvítlauk áður en ég mæti í skoðun og að tannbursta mig ekki í viku á undan. @steiney_skula

Heilsaði Agli Helgasyni með því að slá hann á rassinn um leið og ég sagði “Elsku vinur”. Ég held að það marki straumhvörf í okkar vináttu. @RexBannon

Er svo gíruð eftir þetta Sturla Atlas dæmi að ég er mætt á Prikið að dansa. DJ-inn er ekki einu sinni kominn. @ergblind

STREET DANS EINVÍGIÐ 2015

Alvöru spámiðill hefði hringt sig inn veikan fyrir þetta viðtal. @BragiValdimar

í þessari viku, 2. - 9. nóvember höldum við árlegu danshátíðina Street dans Einvígið í fjórða sinn. Þetta er eina street danskeppnin á Íslandi og allir bestu dansarar í stílunum hiphop, popping, break, dancehall og waacking keppa um bikarinn. Þátttakendur eru um 40 manns á aldrinum 15-28 ára. Risanöfn úr dansheiminum koma einnig í heimsókn. Danshöfundur Beyoncé kennir á hátíðinni en Danielle Polanco frá New York hefur einnig unnið með Janet Jackson, Jennifer Lopez, Usher, Lady Gaga ofl. ásamt því að hafa leikið Missy í vinsælu dansmyndinni Step Up 2. Danielle hefur unnið þrjú MTV: Best choreography verðlaun ásamt þeim danshöfundum sem unnu að Beyoncé videounum ‘Who Run The World: Girls’, ‘Countdown’ og ‘Partition’. Hægt er að skrá sig í tíma hjá henni á brynjapeturs.is. Kapela Marna frá París mætir einnig til Íslands í fyrsta sinn til að kenna námskeið sem nú þegar eru orðin uppseld en 70 manns munu dansa saman House og Top Rock fyrr í þessari viku. Hann hefur unnið allar stærstu street danskeppnir Evrópu og er talinn með einum af þeim allra bestu í dag. Kapela er einnig eftirsóttur danskennari um allan heim.

STREET DANS EINVÍGIÐ

HÍ Á HÚRRA Miðvikudagar hafa lengi þótt tilgangslausir en nú er Hí á Húrra komið inn í líf okkar allra með hellað fyndið uppistand fyrir lítinn skitinn þúsund kall. Fullkomið kvöld fyrir Tinder stefnumót eða til þess að komast frá krökkunum og makanum eða til þess að gleyma sorg og sút og fá gleði í kroppinn sinn. Fram koma:

RAGNAR HANSSON ÞÓRDÍS NADIA SEMICHAT

Allir eru velkomnir á danskeppnina sem verður haldin 6. nóvember kl. 18.3021 í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla, en það er aðalkvöld hátíðarinnar. Þar verður hin eina sanna klúbbastemning en dansarar verða í sínu eiginlega umhverfi - í cyphernum (danshringnum), DJ Árni Kocoon spilar svo það mun enginn standa kyrr það kvöldið. Þetta verður eitt stórt partý í anda klúbbanna í New York þar sem þetta allt byrjaði... nema með súper flottri lýsingu. Hvar: Spennistöðin hjá Austurbæjarskóla Hvenær: 6. nóvember kl. 18:30 Miðaverð: 1.000 kr. Nánar: www.brynjapeturs.is

Nýja Adele lagið fjallar sem sagt um konu sem mölvar hjartað í manni og hringir svo í hann 1000 x til að segja sorrí en hann er ekki heima. @DagurHjartarson

BYLGJA BABÝLONS ANDRI ÍVARSSON SNJÓLAUG LÚÐVÍKSDÓTTIR HUGLEIKUR DAGSSON Hvar: Húrra Hvenær: 11. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Er enginn búinn að skora á Óttar Proppé í forsetann? Hver gæti sagt nei við karrýgulum jakkafötum á Bessastaði? @svanhildurholm


MÁLTÍÐ SEM ENDIST GINGER.IS

NÝBAKAÐ

UMHVERFIÐ

Á HRAÐFERÐ?

Við bökum brauðið okkar á hverjum morgni. Það er búið til úr hveiti, haframjöli, salti, hunangi, þurrgeri og vatni.

Við á Ginger leitumst við að vera vistvænt fyrirtæki. Þess vegna eru umbúðirnar okkar umhverfisvænar.

Þú finnur gott úrval tilbúinna rétta í kælinum.

SÍÐUMÚLI | LÁGMÚLI | AUSTURSTRÆTI

555 7570 | ginger.is


20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA

FJÖLBREYTNI Í tískuheiminum eins og annars staðar ríkja

Upphaflega er þetta ekki

staðlaðar ímyndir. Ímyndir um það hvað fegurð

tískuheiminum að kenna heldur rekur

er. Hvernig stendur á því að, enn í dag árið

þetta sögu sína djúpt í menninguna.

2015, á haust/ vetrar sýningunum voru um 80%

T.d. í list-, bókmennta- og

af módelunum sem gengu sýningarpallana

leikhúsmenningu. Að kynna eitt visst

fyrir fjögur stærstu tískuhús heims með hvítt

evrópskt útlit sem menningarlega

hörund? Það er ekki í samræmi við það hvernig

ímynd hefur verið vaninn, þótt að

heimurinn lítur út og fjölbreytnin á húðlit

líkamsvöxtur og áherslur í því sem er

tískuunnenda er í öllum litaskalanum. Forsíður

talið fegurst breytist þá er líkaminn

tískublaðanna segja sömu sögu. Árið 2014 voru

samt ávallt hvítur. Þetta er vonandi

bara um 18% módelanna með dökkt hörund á

að breytast þótt að það mjakist

þeim 611 forsíðum helstu tímaritanna og um 90%

hægt. Alltof hægt miðað við hvert

af módelum í tískuauglýsingum hvít.

við ættum að vera komin. Það glittir samt í breytingu. Sum „commercial“

Það eru nokkur merki eins og Riccardo Tisci

fyritæki eru að prufa sig áfram með

og Tom ford sem nota fjölbreytt módel í

því að t.d notast við módel íklædd

sínum herferðum og sýningum, en það er

Hijab og reyna að standa fyrir

undantekning og sýnir það að ef notast er við

fjölbreytni í herferðum, hver sem

annað útlit en þetta hvíta sem við erum vön er

ætlun fyritækjanna er með því, þá er

það eftirtektarvert og öðruvisi, meira að segja

jákvætt að það eru ímyndir fjölbreytni

séð sem yfirlýsing eða eitthvað form af skapandi

að dreifast og spurningar að vakna

hugsjón í stað þess að vera sjálfsagt. Hvíti

og samtöl að spretta. Það er alltaf

líkaminn er gerður að ímynd fyrir því hvernig

jákvætt og skref í rétta átt.

á að líta út og að það sé eftirsóknarvert eða allavega normið og staðalímyndin.

PLUSMINUS

OPTIC Smáralind

10 ára PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október

www.plusminus.is



22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

SKYBUDS GRAMOVOX Þeir sem vilja bestu hljómgæðin velja auðvitað vínil. Þessi plötuspilari spilar plöturnar lóðrétt og skilar hágæða hljóði til hlustandans með innbyggðum hátölurum. Kemur í bæði hnotu-og hlynvið. Nánar: www.gramovox.com

BIOPOD Grænir fingur hvað? Með Biopod þarf nánast ekki að hafa fyrir því að rækta plöntur. Stjórnað í gegnum app sem hefur stjórn á hitastigi, ljósi, rakastigi, loftslagi og vökvun. Hægt er að rækta kryddjurtir, grænmeti, blóm, eða regnskóg fyrir gæludýr.

Þráðlaus (h)eyrnartól. Þegar þú hleður símann, hleður þú Skybuds heyrnartólin í leiðinni. Engar snúrur að þvælast fyrir manni lengur þegar þú hlustar á tónlist eða ert í símanum. Mikið var lagt í form (h)eyrnatólana svo þau passi í flest eyru. Nánar: www.skybuds.com

Nánar: www.biopod.org

PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

GULL EPLIÐ Sænski hönnuðurinn Love Hultén hefur hannað ‘’Gull eplið’’. Tölvan sem er óður til fyrstu Apple einstaklingstölvunnar. Handgerð úr hnotuvið og lyklaborð með gulllituðum tökkum. Hagnýt með uppfærðri Mac minitölvu, cd-disk og þráðlausri mús. Retro í gegn! Nánar: www.lovehulten.com

ALTWORK DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI

DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3

Vinnustöðin hefur ekki breyst í takt við tækniframfarir. Stóll, skrifborð, tölva og veikt stoðkerfi. Altwork Station á að breyta því. Þeir vilja með þessari græju stuðla að meiri hamingju, þægindum og afköstum. Vinnustöðinni er hægt að breyta á nokkra vegu sem gera þér kleift að sitja, standa, liggja ofl. góðir möguleikar. Framtíðin í vinnuaðstöðu! Nánar: www.altwork.com


SHURE SE215 Hljóðeinangrandi, þægileg og nett heyrnartól. SE215 heyrnartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með þéttum bassa. Heyrnartólin eru fáanleg í hálfgagnsæum- og svörtum lit.

“Basically, the Shure SE215 is a steal.”

QQQQ www.pcmag.com


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

FRESCO SO FRES, SO FRES-CO CLEAN! Ég var einu sinni skeytingarlaus sælingur sem borðaði allt sem honum langaði til. Ég borðaði allt sem mig langaði til, hvenær sem mig langaði til, og lét mig ekki varða ávítunarorð annarra. Ég var þver og fáfróður Kanye West og heimurinn gat ekki sagt mér né kennt mér neitt #canttellmenothing. Árum saman viðhélt ég þessu viðkunnanlega neysluviðhorfi og það skipti engu; ég var alltaf sami laglegi ljósastaurinn sem spígsporaði um Reykjavík eins og sundskýlaður Magnús Scheving á hestasterum. En svo kom fitan; svo kom mæðin; svo kom tilhugsunin um opna skurðaðgerð á hjarta – og sundskýlaður Magnús Scheving á hestasterum fór fremur að líkjast Geir Haarde í köfunarbúning (þó svo að ég fitnaði gekk ég ávallt um í þröngum stuttermabolum til þess að auglýsa vöðvana). Já, herra minn, þannig var það að hégóminn fékk mig til þess að hugsa um mataræðið. Þegar maður er að hugsa um mataræðið þá eru margir heilsusamlegir veitingastaðir í Reykjavík sem koma til greina – og meðal þeirra er Fresco ... Fyrir nokkrum dögum síðan valsaði ég inn á Fresco og sönglaði hið sígilda stef, ‚Ain’t nobody dope as me, I’m FRES, so FRES-CO clean” (ég breytti textanum). Ég pantaði mér Steakhouse salatið sem inniheldur kirsuberjatómata, sætar kartöflur, brokkolí, rauðlauk, parmesan ost, nacho flögur og nautasteik. Svo bað ég afgreiðslukonuna að sulla vel af soy ginger sósunni. Þetta var dásamlegt salat. Mér leið vel. Ég hugsaði aftur til þess manns sem ég var og var stoltur af sjálfum mér; Kanye West hafði fullorðnast og vaxið að einhvers konar Neil DeGrasse Tyson #vísdómur.

OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Þú hugsar líklega að þessi grein muni verða mjög ,,cheesy”, en gott og vel, þú lætur eftir þér lesturinn því þú elskar osta. Í Ostabúðinni á Skólavörðustíg opnaði snemmsumars nýr angi af veitingastaðnum sem var staðsettur í kjallara búðarinnar. Nú hefur veitingastaðurinn fengið mikla upplyftingu. Gengið er inn um sérinngang við hliðina á Ostabúðinni, inn á mjög þægilegan og notalegan stað með bar og penum borðum. Glaðværir þjónar taka á móti manni og vísa skilvirklega til sætis. Undirritaður hefur mætt í hádegismat þangað, líklega á annan tug skipta, því þjónustan, framreiðsluhraðinn, gæðin og verðið gæti vart verið betra. Fiskur dagsins er alltaf það ferskasta sem til er þann daginn, fullkomlega eldaður í hvert skipti og með gæðahráefni sem meðlæti. Manni líður alltaf eins og maður sé mættur á háklassa veitingastað þegar maturinn er framreiddur í þessu umhverfi. Fiskisúpan er bragðmikil tómatgrunnssúpa með þeim fiski sem er fiskréttur dagsins. Súpa dagsins er svo breytileg en alltaf ,,spot-on”. Einnig er boðið uppá bruschettur og salat hússins sem aðalrétt. Vel má mæla með Ostabúðinni í hádeginu og í kvöldmat, en verð og gæði hráefnisins gera staðinn að einum samkeppnishæfasta stað miðborgarinnar.

Orð: Ragnar Tómas

Fæst í Hagkaup, Iceland, Krónunni og Melabúðinni.

Orð: Árni Bragi



26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

GONG SLÖKUN Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir kundalini jógakennari og gongspilari leiðir magnaða gong slökun í Nauthólsvík. Upplifðu hljóma gongsins á meðan þú nýtur útsýnisins, hafsins og hljómanna í heita pottinum á Ylströndinni. Ekki er þörf á að skrá sig bara að mæta með sundföt og njóta. Hvar: Ylströndin Nauthólsvík Hvenær: 11. nóvember 19:00-19:30 Verð: 500 kr.

GÖNGUHUGLEIÐSLA Á KLAMBRATÚNI ÓKEYPIS ÍHUGUN Jógastöðin Pooja býður upp á ókeypis hugleiðslutíma þar sem þér gefst tækifæri til að losna frá ytra áreiti, eiga stund með þér og fara innávið undir leiðsögn kennara. Tíminn nýtist bæði byrjendum og lengra komnum. Farið er í öndunina, hvert við beinum athyglinni, farið með möntrur og notið kyrrðarinnar. Njóttu þess að vera í fallegu og notalegu umhverfi með reynslumiklum kennara. Upp á uppröðun í salnum er mikilvægt að einungis þeir skrái sig sem ætla að koma.

Í gönguhugleiðslu er þjálfuð upp meðvituð öndun í takt við göngu og athygli beint að mismunandi þáttum í nokkrum stuttum hugleiðslulotum. Áhrif af gönguhugleiðslu geta verið aukin orka, betra skap og líðan og betri tengsl við umhverfið. Námskeið í gönguhugleiðslu byrjar 11. nóvember og stendur yfir í þrjár vikur. Gangan er róleg og því er mikilvægt að vera í hlýjum og skjólgóðum fötum. Hvar: Klambratúni Hvenær: 11., 18. og 25. nóvember, kl. 17.15 - 18.00 Skráning: hronn@thinleid.is og 899 8588 Verð: 2.500 kr. fyrir mánuðinn. Fyrir stakt skipti 1000 kr.

Hvar: Bolholt 4 Hvenær: 6. nóvember Skráning: pooja@simnet.is

ORKUSVIÐ Hvernig við getum haft áhrif á eigið orkusvið til að ná betri heilsu, jafnvægi og vellíðan? Hvernig getum við haft áhrif á orkusvið annarra? Hvernig er hægt að styrkja eigin ásetning til aukinnar velgengni í lífinu? Fjallað verður um þetta auk þess hvernig orkusviðið er samansett og hvernig það starfar. Jóhanna Jónas, leikkona, Brennan heilari og meðferðaraðili í Heildrænni samtalsmeðferð heldur námskeiðið sem er byggt á metsölubókinni Hendur Ljóssins. Hvar: Gló Engjateig Hvenær: 12 nóvember, kl. 18.00 - 21.00 Nánar: heilunjohannajonas.is Verð: 2.000 kr

VETRAR SVEITA-SAMFLOT Systrasamlagið og Float kynna fyrsta vetrar sveita-samflot ársins sem verður haldið í gömlu lauginni á Flúðum. Þórey Viðars leiðir Samflotið með öndunaræfingum og hugleiðingu inn á orkustöðvar líkamans. Hún gefur tóninn með því að spila á tíbeska skál sem er í samhljómi við hjartastöðina. Markmiðið er að upplifa tónheilun og þannig styrkja hjartaorkuna og finna frið og gleði í núinu. En umfram allt að fljóta og njóta. Allir velkomnir, bræður og systur. Innifalið er aðgangur að Gömlu lauginni, Flothetta & fótaflot og næringarríkur matarbiti. Takmarkaður miðafjöldi. Hvar: Gömlu lauginni á Flúðum Hvenær: 7 nóvember, kl. 20.00 - 22.00 Skráning: Í síma 5116367 eða skilaboð á fésbókarsíðu Systrasamlags Verð: 6.500 kr. - en 5000 kr fyrir Flothettueigendur.


Salatbarinn buffet-restaurant

Opið Mán - Fös 11:30 - 20:00 Laug 11:30 - 15:00 Við bjóðum upp á ferskt salat, grænmeti, heita rétti, heimalagaðar súpur og brauð Faxafeni 9

Ferskt kað heimaba brauð daglega

Erum í Faxafeni 9 - Sími 588-0222


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

GROWTH Vasi sem vex með plöntunni. Frá fræi til fullvaxta blóms. Geometrískt form vasans breytist með vexti plöntunnar og gerir hann nánast jafn lifandi og plöntuna sjálfa.

SOFIE BORSTING

MORE SKY

Ofurfallegar myndir frá danska hönnuðinum Sofie Borsting. Hægt er að fá plaköt sem seld eru í takmörkuðu upplagi, númeruð og undirrituð eða plaköt í ótakmörkuðu upplagi. Einnig er hún með fallega púða sem prentað er stafrænt á, á ítalska gæðabómull og keramik vasa með sömu mynstrum.

Arkitektinn og hönnuðurinn Aldana Ferrer Garcia sá vöntun á gluggaframboði fyrir íbúðir með takmörkuðu útsýni. Glugginn sem hún hefur hannað er útstæður og skapar meira rými í íbúðinni. Hægt er að halla sér á gluggann og horfa upp í himininn og upplifa þannig meira andrými.

Nánar: www.sofieboersting.com

Nánar: www.aldanaferrergarcia.com

Nánar: www.ayaskan.com

THE FRAME Hagnýtar skúffur og hillur frá by Lassen. Hillurnar koma í mismunandi litum og stærðum sem hver getur aðlagað að sínum þörfum. Hægt að hengja upp á vegg og setja upp á marga vegu, býður upp á ótal möguleika. Hönnunin hefur hlotið þýsku hönnunarverðlaunin 2016. Nánar: www.bylassen.com

Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

SITSKIE Adam Friedman er hönnuður og handverksmaður frá Los Angeles. Hann hefur hannað undurfallega stóla og bekki úr harðviði. Stólarnir eru eftirgefanlegir sem gerir þá einstaklega þægilega, með lengri setutíma og búið að útiloka óþægindin sem geta fylgt efniviðnum. Hver stóll er handgerður í Los Angeles og viðurinn sem er notaður kemur frá sama svæði (local). Nánar: www.sitskie.com


H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT OG SVARAÐ KÖTT GRÁ PJE RAPPARI, SPEKINGUR OG KATTARVINUR ... Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn?

Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða?

Ég heiti Kött, er Hrannar- og Sigþórsson og stundum kallaður

Hamingjusamur. Það er í raun allt sem ég þrái.

Kisi eða Atli. Mér er í raun sama, kallið mig heyþú ef ykkur Uppáhalds heimspekingur? Af hverju?

sýnist.

Ég er hrifinn af hugmyndum Norðmannsins Péturs Zapffe. Aldur?

Við deilum lífssýn að nokkru, svartsýni og efasemdum um

Þrjátíuogsjö ára síðan í mars.

tilkall mannsins til jarðarinnar. Af því leiðir að Schopenhauer höfðar líka til mín. Þó ekki að öllu leyti, hann var um sumt

Hvaðan kom nafnið Kött Grá Pje?

óttalegur drullupungur. Af Íslendingum hefur dr. Helgi Pjeturss

Það laust mig á æðislega tilvistarfeminísku kraftfylleríi norður á

fallið mér best, en ég er samt ósammála honum í öllum

Akureyri. Læðan er grá, Pje er svo aftur einskonar ættarnafn.

grundvallaratriðum. Hann var bara svo frjór, og yndislegur penni.

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?

Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér?

Sætabrauð, kökur og þvíumlíkt. Ömurlega, tilvistarlega þanka

Ég man ekki til þess að það hafi gerst, ég drekk helst ekki

hef ég helst í sól og fallegu veðri. Ég verð ógurlega dauf í

mjólk nema þegar ég er miður mín, en ég hlæ stundum mikið

þungri umferð, hún er depremerandi fyrirbrigði og ég fyrirlít

að elsku Kālī minni. Hún hagar sér oft hlægilega og alveg

hana! Ég vildi gjarnan hafa fúnkerandi vængi.

sérstaklega þegar hún tekur frekjuköst.

Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði

Uppáhalds brandari/tilvitnun?

fyrir valinu?

Stétt með stétt. Mér þykir vænt um þennan frasa. Kannski

Þessu er auðsvarað: Dharma & Greg. Ég væri Dharma/Kitty,

frussaði ég mjólk þegar ég heyrði hann fyrst. Ég er uppalinn

skrýtin og sniðug og hamingjusöm fyrir heila þjóð.

af kommúnistum sjáðu til, en meinhæðnum kommum.

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana og hvað ertu EKKI að

Hvað er best í lífinu?

hlusta á?

Ást, vitanlega. Hún er allt.

Ég hef dálítið verið að hlusta á Debussy og Young Thug upp á síðkastið. Ég tek Debussy-tímabil en Young Thug er mér alltaf nærri. Annað hef ég ekki hlustað á um hríð.

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR THIS AMERICAN LIFE This American Life er sennilega vinsælasti hlaðvarpsþáttur fyrr og síðar. Þættinum er útvarpað vikulega á yfir 500 útvarpsstöðum og stærir sig af yfir 2.2 milljónum hlustenda á hverri viku. Ekki nóg með það, heldur hefur This American Life unnið til allra helstu verðlauna á sviði útvarps og yfir milljón manns niðurhala þættinum í hlaðvarpsformi vikulega. This American Life ber nafn með rentu, en þátturinn samanstendur af sögum hvaðanæva frá Bandaríkjunum sem allar tengjast þema hvers þáttar á einhvern hátt. SKE mælir með nýjasta þætti This American Life “The Heart Wants What It Wants” („Lögmál hjartans eru óræð“), en þar er fjallað um merkasta fyrirbæri veraldarinnar – ástina. Að lokum er SKE knúið til þess að bæta við að Ira Glass, þáttarstjórnandi og framleiðandi This American Life, er einn viðfelldnasti maður jarðarinnar. #teamIra.

RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL) HUNDRAÐ PRÓSENT HEF ÉG ÞRÓTT, HRAUSTUR OG MYNDARLEGUR. VAR AÐ BÚA TIL BARN Í NÓTT, BYRJAÐI KLUKKAN FJEGUR. – HARALDUR HJÁLMARSSON FRÁ KAMBI

SUMIR SEGJA AÐ EITT SÉ ALLTOF MIKIÐ EN SJÁLFUR FÆ ÉG ALDREI NÓG. ÉG LOFA AÐ BLESSUN EYKST MEÐ BARNI HVERJU. BERUM ÁVÖXT, VERUM FRJÓ. – MOSES HIGHTOWER


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 9 0 1 4

Fyrir þig, sveppurinn minn

Terbinafin Actavis

– Gegn sveppasýkingu á milli táa eða í nára Krem 10 mg/g

Notkunarsvið: Terbinafin Actavis inniheldur virka efnið terbínafínhýdróklóríð sem er sveppalyf til staðbundinnar notkunar en terbínafín er allýlamín, sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Lyfið fæst án lyfseðils til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa (t.d. Trichophyton) og sveppasýkingu í nára (þ.m.t. candida). Skammtar, fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Hreinsið og þurrkið sýktu svæðin vandlega áður en Terbinafin Actavis er borið á. Setjið kremið í þunnu lagi á sýktu húðina og svæðið í kring og nuddið því laust inn. Við fótsveppum og sveppum í nára skal bera kremið á sýkt svæði 1 sinni á dag í 1 viku. Ekki má nota Terbinafin Actavis ef ofnæmi er fyrir virka efninu, terbínafínhýdróklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð: Terbinafin Actavis er aðeins til notkunar útvortis. Lyfið getur valdið ertingu í augum. Forðist að lyfið berist í augu, slímhúð eða í vefskemmd. Ef kremið berst í eitthvað af þessum svæðum á að hreinsa það vel með nægu vatni. Lyfið inniheldur sterýlalkóhól og cetýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Ekki á að nota Terbinafin Actavis á meðgöngu eða við brjóstagjöf nema það sé algerlega nauðsynlegt. Aukaverkanir: Eins og á við um öll lyf getur orðið vart við aukaverkanir. Staðbundin einkenni svo sem kláði, skinnflögnun, verkur á notkunarstað, erting á notkunarstað, truflun á litarefnum, sviði í húð, roðaþot, hrúður o.s.frv. geta komið fram á notkunarstað. Þessi óskaðlegu einkenni þarf að greina frá ofnæmisviðbrögðum þ.m.t. útbrotum sem stöku sinnum er greint frá og valda því að hætta þarf meðferð. Ef terbínafín berst í augu fyrir slysni getur það valdið ertingu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2015.


Hátt frostþol

Hágæða andadúnn

Límdir saumar

Vatnsfráhrindandi

Brandenburg

Fyrir bæði kynin

INGÞÓR er klæðileg úlpa með hágæða andadún. Hún hrindir frá sér vatni og er með límdum saumum. Traustur ferðafélagi á jökulinn eða inn í veturinn.

www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.