ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 12.11–18.11
#35
SKE.IS
„VIÐ MINNSTU ÓKYRRÐ BYRJA ÉG AÐ FRÍKA ÚT. KRISTEN WIIG Í BRIDESMAIDS LÝSIR MÉR FULLKOMLEGA Í FLUGVÉL.“ – SKE SPJALLAR VIÐ SVÖLU BJÖRGVINS UM KVÍÐANN, KISURNAR, FLUGHRÆÐSLUNA, THE VOICE OG WOODY ALLEN
2
HVAÐ ER AÐ SKE
Philips Ambilight 2015 Philips Hue ljósaperusett og Gigaset 8” spjaldtölva að verðmæti 45.000 kr. fylgja þegar keypt er Philips Ambilight 2015 sjónvarp. Gildir meðan birgðir endast.
með Android
www.ht.is - SJÁ ALLT VÖRUÚRVALIÐ - www.ht.is - ÞÚSUNDIR VÖRUTEGUNDA - www.ht.is - FRÁBÆR TILBOÐ - www.ht.is - SJÁ ALLT VÖRUÚRVALIÐ
3
HVAÐ ER AÐ SKE
2015-2016 BEST BUY TV Philips 55PUS7600
ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500
4
HVAÐ ER AÐ SKE
ICELAND AIRWAVES 2015 SKEleggur Í HAUSNUM Á MÉR BÝR FULLUR SJÓARI Í hausnum á mér býr fullur sjóari sem er alltaf að drepa í sígarettum á sál minni. Og þegar hann er ekki að drepa í sígarettum á sál minni flytur hann grófar skammarræður um mína ýmsu og rótgrónu galla, er hann situr álútur við gamla sýningarvél, rallhálfur, og varpar látlausum kvikmyndum af mínum verstu brestum og skelfilegustu draumórum á breiðtjaldi hugans. Þetta er smásálarlegur, sjálfselskur, hefnigjarn, þunglyndislegur, bitur, hrottalegur og mannhatandi sjóari sem mér líkar ekkert sérlega vel við (ég hef ekkert á móti sjóurum yfirleitt – en ég vil helst að þeir leiti sér búsetu á öðru heimilisfangi en hér, í mínu heilaga heilabúi.) Athugaðu að þegar ég segi að í hausnum á mér búi fullur sjóari sem er alltaf að drepa í sígarettum á sál minni, þá meina ég ekki að það búi í raun drukkinn sjófarandi mannlingur í heilanum á mér, sem saurgar mína gráu sál með vindlingum. Nei, herra minn: Ég meina að ég eigi það til að svívirða sjálfan mig hljóðlega eins og fullur sjósóknari á bryggju sem á í orðaskakki við einhvern kvenlegan landkrabba (ég segi við sjálfan mig það sem ég hefði ekki í mér að segja við mína verstu óvini: iðulega kalla ég sjálfan mig „heigulskuntu“). Fulli sjóarinn er í raun manngervingur undirmeðvitundarinnar, eða þessarar ókvæðisraddar undirmeðvitundarinnar. Þessi rödd er kúgari, einhvers konar hliðarsjálf, og hún, líkt og blóðhefndardrifinn Kafteinn Akab á það til að veita hvítum hvölum (eigin brestum eða áföllum) eftirför (velta sér upp úr) og tortíma sjálfri sér í leiðinni (#sjálfseyðingarhvöt). En í gegnum árin hef ég lært á veikleika sjóarans. Ég hef lært að til þess að þagga niður í friðarspillinum honum Akab, og viðhalda andlegri heilsu, þá er ýmsilegt til ráða. Sjáðu til: Kafteinn Akab hefur enga þolinmæði fyrir góðri tónlist, heilsusamlegum mat, hreyfingu, reglusemi, svefni, góðverkum, hugleiðslu, þakklæti, umburðarlyndi gagnvart sjálfum mér, göfuglyndi – og síðast en ekki síst, ást. Ef dagurinn geymir eitthvað af þessum hlutum þá þegir Akab. Þá er ég í ágætis jafnvægi, eins og dvergur á breiðbretti ... en maður getur ekki alltaf verið vitur; stundum leyfi ég skipstjóranum að fá útrás á barnum, hlusta á slagsmálatónlist, mögla eitthvað yfir ríkisstjórninni og fæ mér beikon pulsu. Ég vakna svo daginn eftir og reyni að rétta mig af – því í myrkrinu sér maður ljósið best. #ekkiskammaþig
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Svala Björgvinsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Einar Egilsson Myndir frá Iceland Airwaves: Joseph Hall Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Ekki leiðinleg fræðsla um fjármál Við viljum að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir um þín fjármál. Fáðu skemmtilega fræðslu um fjármál á arionbanki.is/namsmenn.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 3 5 0
Búðu þig undir spennandi framtíð
6
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR BIGGA NIELSEN
APPARAT ORGAN QUARTET
Trommuleikarinn Birgir Nielsen gaf út sína fyrstu sólóplötu nú í sumar og nefnist gripurinn Svartur 2. Öll tónlistin er eftir Birgi og er að mestu leiti í Acid Jazz og Funk stíl. Af þessu tilefni mun Biggi Nielsen ásamt hljómsveit sinni halda útgáfutónleika á Kex fimmtudaginn 12. nóvember og á Háaloftinu Vestmannaeyjum föstudaginn 13. nóvember. Hljómplatan Svartur 2 var unnin á 2 ára tímabili og koma margir af okkar bestu jazzleikurum við sögu.
Hin goðsagnakennda hljómsveit Apparat Organ Quartet mun opna Perlur úr kvikmyndasögu Póllands með lifandi undirleik við pólsku myndina Harðjaxl. Takmarkað sætaframboð, svo fólk er beðið um að melda sig á midasala@bioparadis.is. Frítt inn og allir velkomnir. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Póllands í Varsjá, Reykjavík Film Academy og Bíó Paradís. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Hvenær: 12. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Kex Hostel Hvenær: 12. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr.
NANOOK HLJÓMSVEITIN HRÁEFNI / GG&HEY Hljómsveitin kemur fram í Mengi nú á laugardaginn. Valdimar Örn Flygenring (gítar og söngur), Snorri Björn Arnarsson (gítar), Þorleifur Guðjónsson (kontrabassi), Þórdís Claessen (trommur) og Bergþór Morthens sem sérstakur gestur, skipa tónalið kvöldsins. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 14. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
FUNI FUNI, er tvíeykið Bára Grímsdóttir og Chris Foster, sem hófu samstarf árið 2001. Síðan hafa þau keppst við að blása lífi í íslenska þjóðlagatónlist sem hefur leynst í gömlum upptökum og lítt þekktum bókum og handritum, auk þess sem þau hafa bætt við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Flest laganna voru sungin án nokkurs undirleiks áður fyrr en FUNI bætir hljóðfæraleiknum við og notar gítar, kantele og hammer dulcimer, auk gömlu íslensku hljóðfæranna, langspils og íslenskrar fiðlu. Þau flytja kvæðalög, tvísöngslög, sálma og enskar ballöður, útsetja allt sjálf og hafa haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, í útvarpi, hér heima og víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 12. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Þegar hljómsveitin Nanook gaf út sína fyrstu plötu árið 2009, „Seqinitta Qinngorpaatit“ (Sólin okkar skín á þig), urðu þeir strax ein vinsælasta hljómsveit Grænlands. Aðra plötuna gáfu þeir út 2011, ,,Ai Ai” (Hljómur hamingjunnar). Hljómsveitin hefur komið fram víða um heiminn, m.a. í Tivoli í Kaupmannahöfn, í Kennedy Center í Washington og í Japan. Hvar: Gamla bíó Hvenær: 14. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 3.500 kr.
HJÁLMAR Hljómsveitin Hjálmar fagnaði 10 ára afmæli í fyrra með stórtónleikum í Hörpu en hefur annars látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hjálmar spiluðu þó á Húrra í Reykjavík í byrjun september fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð. Nú er hins vegar komið að Græna hattinum en óhætt er að segja að langt sé síðan að Hjálmar hafi komið fram þar. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 13. og 14. nóvember kl. 22:00 Miðaverð: 3.900 kr.
KVIKYNDI Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari og Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari leiða saman hesta sína í nýju verkefni þar sem blandað er saman hreyfimyndum og lifandi tónlist á ýmsan hátt. Viðfangsefnin spanna Bach, impróviseraða tónlist, fundin vídeó, gömul tónlistarmyndbönd með nýrri tónlist og frumflutningur á vídeóverkum eftir Helgu Björgu Gylfadóttur, Rakel Jónsdóttur og Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur. Hvar: Mengi Hvenær: 17. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
LJUNGGREN/ ROSENBAUM/ DE WAAL TRÍÓ Þrjú tónskáld/tónlistarmenn frá Danmörku og Svíþjóð með mjög svo glæstan feril á Norðurlöndunum og víðar, koma fram á sínum allra fyrstu tónleikum sem tríó. Þeir munu vera með spunaspil auk glænýrra tónsmíða sem er undir áhrifum raftónlistar, jazz, þjóðlagatónlistar, minimalisma og krautrokks. Tríóið spilar yfirgripsmikla tónlist án takmarkana. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 13. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
gerðu tónlist á
Jam
alvöru gítarsánd
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
makkann þinn
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
8
HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
LJÓÐASÖNGUR Í HANNESARHOLTI Tónleikaröð í samstarfi við Gerrit Schuil píanóleikara, sem fær til liðs við sig einvalalið söngvara. Þetta eru aðrir tónleikar vetrarins. Hanna Dóra Sturludóttir syngur Mignon – ljóð eftir Schubert, Robert Schumann & Hugo Wolf og Gerrit Schuil spilar undir á flygilinn. Hvar: Hannesarholt, Grundarstígur 10 Hvenær: 15. nóvember kl. 16:00 Miðaverð: 2.500 kr.
NÝTT Á NÁLINNI
STÓRTÓNLEIKAR FJÖRGYNJAR Stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgynjar til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar verða haldnir í þrettánda sinn 12. nóvember næstkomandi. Á tónleikunum koma fram Fjallabræður, Geir Ólafsson, Gissur Páll, Glowie, María Ólafsdóttir, KK, Ellen Kristjánsdóttir, Voices masculorum, Stefán Hilmarsson, Ragnar Bjarnason, Páll Rósinkrans.
ANDERSON PAAK FEAT. SCHOOLBOY Q – AM I WRONG „FUNKÝ STÖFF FRÁ PAAK-MAN.”
Hvar: Grafarvogskirkja Hvenær: 12. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: 4.500 kr.
ERYKAH BADU – PHONE DOWN „BADÚ FÆR MENN TIL AÐ SETJA SÍMANN NIÐUR.”
BEYGLAÐIR TROMPETAR Á efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt úrval verka eftir íslenska og erlenda höfunda, bæði klassísk lúðrasveitarverk og tónlist í léttari kantinum í lúðrasveitarútsetningum. Lúðrasveitina skipa bæði áhuga- og atvinnutónlistarmenn. Sveitin er svo heppin að í hópnum er einnig að finna nokkur tónskáld. Hafa tvö þeirra samið verk fyrir lúðrasveitina sem verða frumflutt á tónleikunum. Hvar: Kaldalón, Harpa Hvenær: 17. nóvember kl. 19:30 Miðaverð: 2.000 kr. (Frítt fyrir 12 ára og yngri)
SÓLSTAFIR Af því tilefni að hljómsveitin hefur starfað í 20 ár, ætlar sveitin að flytja síðustu afurð sína ‘Ótta’ í heild sinni í bland við eldra efni í Silfurbergi, Hörpu. Sólstafir hafa frá útgáfu ‘Ótta’ komið fram á nær 170 tónleikum víða um allan heim við frábærar undirtektir og eru þetta fyrstu tónleikar þeirra á Íslandi síðan 2011.‘Ótta’ hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og sat í efsta sæti íslenska breiðskífulistans vikum saman, auk þess að vera valin ‘Plata ársins 2014’ á Rás 2. Rataði platan einnig inn á vinsældarlista í Finnland, Þýskalandi, Sviss og Austurríki.
CIGARETTES AFTER SEX – AFFECTION „SEXÍ LAG HÉR Á FERÐ.”
Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær: 13. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 4.990 kr.
PHOEBE RYAN – MINE (LASH REMIX) „DANSAÐU, KVIKINDIÐ ÞITT!”
GYÐA VALTÝSDÓTTIR & JOSEPHINE FOSTER Tónlistarkonurnar Gyða Valtýsdóttir og Josephine Foster koma saman á miðvikudaginn og framreiða tónlistarveislu í Mengi. Þær munu spila jarðneska í bland við ójarðneska tóna fyrir gesti. Hvar: Mengi Hvenær: 18. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
KARLAKÓRINN HREIMUR OG LJÓTU HÁLFVITARNIR Í tilefni af 40 ára starfsafmæli þingeyska karlakórsins Hreims taka þeir höndum saman með gleðisveitinni þjóðþekktu Ljótu Hálfvitunum sem eiga ættir sínar að rekja til sömu sýslu. Á efnisskrá verða alkunn karlakórslög í bland við lög þeirra Hálfvita og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 14. nóvember kl. 20 og 23 Miðaverð: 5.000 kr.
MOUNIKA – I FEEL LOVE „BJÚTÍFÚL.”
A V L Ö T D L A J P S 8�� ! N N KA K A P A Í JÓL FRÁBÆR BARNAGJÖF
5 9 9 . 4 1 VINSÆLASTA SPJALDTÖLVAN OKKAR FYRIR BÖRNIN Nextbook spjaldtölvan er skemmtileg jólagjöf fyrir börn. Í spjaldtölvunni geta þau leikið sér í þúsundum leikja og fræðsluforrita, horft á bíómyndir, tekið ljósmyndir, lesið barnabækur eða hlustað á tónlist. Eiguleg jólagjöf í traustri 2 ára ábyrgð. Fjögurra kjarna örgjörvi
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
Android 4.4 Kit Kat
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
Myndavél að framan og aftan
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
Svala Björgvins og ég eigum fátt sameiginlegt. Svala Björgvins býr í La La Landi, Borg englanna, stórborg þar sem pálmatrén dansa í golunni á Venice Beach (Los Angeles). Ég bý í Bla Bla Landi, bæ gaflaranna, smábæ þar sem Aspirnar skjálfa naktar fyrir utan ófrýnilega Fjörðinn (Hafnarfjörður). Svala Björgvins er dómari í íslenska raunveruleikaþættinum the Voice og keppast þátttakendur um að ganga til liðs við hana. Ég spila badminton einu sinni í viku og vinir mínir standa sem fjærst frá mér þegar við skiptum í lið. Svala Björgvins er söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord og getur státað sig af eigin fatalínu (Kali). Ég er í Sebago herramannsskóm en einnig í Cat iðnaðarsokkum #stílbrot. Þrátt fyrir það hversu ólík við erum þá eigum við sitthvað sameiginlegt líka. Við elskum bæði Woody Allen, eigum bæði kött og erum, að eigin viti, listamenn. Við ræddum L.A., the Voice, kisur, kvíða og Woody Allen. SKE: Þú flýgur reglulega á milli L.A. og Íslands til þess að vera viðstödd tökur the Voice. Er þetta ekki eins og að ferðast á milli tveggja heima? Svala Björgvins: Jú, ég hef verið búsett í Los Angeles með eiginmanni mínum honum Einari síðan sumarið 2009, sem gera aðeins meira en sex ár. Ég hef þurft að fljúga nokkrum sinnum til Íslands í haust til að taka upp the Voice, en það hefur verið auka bónus fyrir mig því ég kem yfirleitt bara einu sinni á ári til Íslands. Ég hef verið að stoppa í 10 daga til að taka upp þættina. Það eru sumir sem átta sig ekki á því að þættirnir, þ.e.a.s. blindprufurnar og einvígin, eru tekin upp í einum rikk – sem sagt 16 tíma tökudagar og svo eru þeir klipptir saman. Ég vil benda á að við vorum ekki í sömu fötum í fjórum þáttum: Þetta var bara einn langur þáttur klipptur niður í fjóra þætti. (Svala hlær.) Ég las á Twitter að sumir voru að hafa voða áhyggjur af fötunum okkar og hvenær við ætluðum nú að skipta um „outfit.“ Þessi þáttur snýst um fólkið sem er að syngja – ekki fötin okkar. Þau eru algert aukaatriði. (Svala hlær.) Hver er aðal munurinn á L.A. og Íslandi? (Svala segir að Reykjavík og L.A. séu svart og hvítt. Það er alltaf sól og sumar í L.A. sem getur stundum orðið þreytandi. Hún fagnar því þegar það rignir eða kemur smá vindur.) Það er líka gífurlega mikið af tækifærum fyrir listamenn hérna ef maður kann að koma sér á framfæri og er vel tengdur, sem við erum sem betur fer. Ég varð ástfangin af borginni þegar ég kom hingað fyrst. Ég skaut niður rótum strax, en það er svona með suma staði í heiminum – manni líður eins og að maður sé komin heim.
„Ég er flughræddasta manneskja í heiminum. Ég tek nokkrar róandi pillur þegar ég flýg og það skiptir ekki máli hvort það sé stutt flug eða langt flug – ég er alltaf viss um að þetta verði mín síðasta flugferð.“
Ertu komin með einhverja ákveðna rútínu í flugi? Persónulega verð ég að kaupa mér poka af M&M og 1/2 lítra af Coke – annars er þetta vonlaust ... Ég er flughræddasta manneskja í heiminum. Ég tek nokkrar róandi pillur þegar ég flýg og það skiptir ekki máli hvort það sé stutt flug eða langt flug – ég er alltaf viss um að þetta verði mín síðasta flugferð. Ég hugsa „í þetta skiptið lendi ég í flugslysi og flugvélin brotnar í sundur og lendir á botni hafsins þar sem ég drukkna!“ Ég flýg samt gífurlega mikið. Ég ferðast oft til Evrópu, og þar sem ég bý í L.A., þá þarf ég oft að fara í þessi löngu 13 tíma flug sem eru algjört „hell.“ Við minnstu ókyrrð byrja ég að fríka út. Kristen Wiig í Bridesmaids lýsir mér fullkomlega í flugvél. (Ég spyr hvort að Svala hafi átt einhvern þátt í því að WOW Air hafi nýlega byrjað að fljúga beint frá Keflavík til L.A. Hún segir ekki, en að þetta komi sér afskaplega vel.) Ég vona bara að þetta séu góðar og traustar vélar – en ekki einhverjar gamlar druslur. Amen ... Snúum okkur að the Voice: Ég hef ákveðna fordóma gegn raunveruleikasjónvarpi, og þá sérstaklega hvað varðar tónlist, og list yfir höfuð, þar sem mín ímynd að listamanni er einhver
sem fylgir eigin sannfæringu og skeytir ekkert um skoðanir annarra. Hvað myndir þú segja við efasemdamann eins og mig til þess að „selja“ mér þáttinn? (Svala segist vera alveg sammála þessu. Hún hefur aldrei verið mikið fyrir svona þætti sjálf. En þegar hún var beðin um að taka þátt þá fór hún að kynna sér þættina og þá kom í ljós að þessir þættir eru einmitt fyrir söngvara sem eru með eigin stíl og stefnu. Er hún byrjaði að vinna í þættinum kom það ennþá meira í ljós að aðaláherslan er lögð á að keppendur velji sín lög og vinni að útsetningum með þjálfurunum og bandinu. Keppendur njóta ákveðins listræns frelsis.) Það skiptir ekkert máli hversu gamall þú ert eða hvernig þú lítur út – ef þú hefur röddina þá ertu komin áfram og átt möguleika á því að skapa þér atvinnu út frá þættinum. Ólíkt öðrum þáttum, eins og t.d. Idol, þá vinnum við þjálfararnir gríðarlega náið með okkar liði. Ég hef kynnst öllum liðsfélögum mínum vel. Við erum ekki einungis að kenna þeim tækni og sviðsframkomu heldur erum við líka að þjálfa þau, byggja þau upp og vera til staðar fyrir þau í gegnum alla keppnina. Mér finnst svo gaman að sjá hvað þau eru öll að blómstra. Þau eru að velja lög sem þau fíla og vilja syngja á sinn hátt. Það er ekki verið að troða neinu uppá þau af því þetta er sjónvarpsþáttur og eitthvað bull. Þau ráða mjög miklu og ég get persónulega bara talað fyrir mig og mitt lið, en ég vil að þau séu sátt og að þau séu að túlka og tjá lögin á sinn hátt. Þetta snýst ekki um mig heldur um þau. Þetta er þeirra „moment.“ Ég gerði mér alls ekki grein fyrir hversu gefandi, skemmtilegt og krefjandi þetta verkefni yrði. Þetta er alveg frábært í alla staði. Þessi lýsing hér að ofan á „listamanni“ á mjög vel við þig; þú virðist vera mjög sterkur karakater, með miklar skoðanir og ferð þínar eigin leiðir í lífinu. Ákvaðstu undir eins að taka þátt í the Voice eða var þetta erfið ákvörðun? Takk fyrir það. Ég hugsaði mig aðeins um og þá sérstaklega af því að ég bý ekki á Íslandi og er mjög upptekin í minni tónlist hérna í L.A. Ég vissi ekki hvort að þetta myndi ganga upp. En svo fór ég yfir þetta með bandinu mínu og okkar umboðsmönnum. Við skipulögðum þetta þannig að ég myndi fljúga til Íslands þrisvar sinnum og taka upp þættina í hverri ferð. Svo skipulegg ég allt sem er ekki tengt the Voice í kringum þessar ferðir og það hefur gengið upp á endanum. Svo um leið og ég sá hver væri að framleiða þættina, Þórhallur Gunnarsson, sem er snillingur að mínu mati, þá vissi ég að þetta yrði snilld. Mér fannst líka mikill kostur að þetta væri ekki svona niðurrifs þáttur þar sem gert er grín að fólki og það brotið niður til þess að skemmta öðrum. Ég er ekki mikið fyrir þannig. Svo eru einnig mjög flottir tónlistarmenn sem hafa verið þjálfarar í the Voice og ég ber virðingu fyrir, eins og Pharrel, Cee-lo og Gwen Stefani. Er einhver alvöru rígur á milli þjálfara the Voice? Það virtist vera ákveðinn hiti á milli Helga Björns og Sölku Sól í síðasta þætti ...
„Einar, maðurinn minn, kallaði mig alltaf rakettuna því ég var mjög fljót upp ef það var verið að bögga mig.“
Nei, þetta er allt í góðu gamni gert. En við erum vissulega að keppa á móti hvort öðru; því lengra sem þátturinn fer því meiri keppnisandi kemur yfir okkur. Við erum svolítið að stríða hvort öðru. Þráðurinn
getur samt stundum verið afar stuttur hjá mér og ef það er ýtt á vitlausan takka þá á ég það til að verða mjög pirruð og svara fullum hálsi tilbaka. Ég hef samt róast með aldrinum. Einar, maðurinn minn, kallaði mig alltaf rakettuna því ég var mjög fljót upp ef það var verið að bögga mig. En ég er afar fljót niður aftur og verð þá alveg eins og malandi kettlingur. Hvað er erfiðast við það að vera í sjónvarpi? (Svala segir að það sé ekkert sérstaklega erfitt að vera í sjónvarpi. Það sem henni finnst erfiðast við það að vera í the Voice var að velja átta manns í sitt lið af þeim 62 sem komu í blindprufur.) Mig langaði að snúa mér við 25 sinnum, að minnsta kosti, en mátti bara velja átta. Svo þegar við tókum upp einvígin þá langaði mig helst til þess að brotna niður og grenja því ég átti svo erfitt með að senda mitt fólk heim. Í hvert skipti þá langaði mig helst til þess að senda þau öll áfram í „live“ þættina – því þau áttu það öll skilið. En maður verður víst að fara eftir reglunum. En ég er fullviss um að þau eiga öll eftir að gera einhverja snilld í framtíðinni. Ég hlusta mikið á hlaðvarpsþáttinn the Bret Easton Ellis Podcast, þar sem hann tekur viðtöl við hina og þessa listamenn. Ein af lykiluppgötvun þáttarins var sú að listamenn virðast skiptast í tvennt: þeir sem skapa út frá sársauka og þeir sem gera það ekki, en þeir sem tilheyra fyrri flokknum virðast oft búa til áhrifaríkari og dýpri list. Hvorum hópnum tilheyrir þú? Þetta er rosalega góð spurning. Ég held að ég og mjög margir aðrir tónlistarmenn tilheyri báðum hópum; það fer svolítið eftir því hvar maður er staddur í lífinu. Oftast sem ég lög og texta út frá þeim sársauka, tilfinningum eða reynslum sem ég hef gengið í gegnum, eða einhver náinn mér hefur gengið í gegnum. En svo koma tímabil þar sem ég hef það ekki í mér að kafa svona djúpt og tjá mig svona svakalega persónulega. Þá vil ég helst semja lag um að fara út á djammið og hitta sætan strák. En auðvitað er það listrænna og dýpra þegar lög fjalla um eitthvað þungbært og myrkt. En það eru líka til lög sem fjalla einfaldlega um að eiga góðan vin, t.d. eins og lagið You’ve Got A Friend sem Carole King samdi. Það er snilldar lag sem stendur tímans tönn og allir geta fundið sig í þeim texta. Þetta er samt ekkert sérstaklega djúpur texti eða neitt þannig, bara falleg melódía og fallegur texti. Tónlist er svo mikið smekks atriði hjá hverjum og einum. Æ, ég veit það ekki: Ég syng því það gefur mér lífsfyllingu og hamingju. Ég sem tónlist og texta til þess að tjá mig á hina ýmsu vegu. Þetta getur stundum verið mjög djúpt og myrkt en getur stundum líka verið létt og skemmtilegt. Þú talaðir nýverið um kvíðaröskunina sem þú hefur barist við frá unglingsaldri. Í viðtalinu minntist þú á kvíðaköstin sem þú færð, þar sem þú óttast dauðann. Hvernig hefur þú tekist á við þennan kvíða? Já, ég hef tekist á við þetta frá því ég var í gaggó, en þetta varð mjög alvarlegt þegar ég byrjaði í menntaskóla. Ég gerði allt til þess að fela þetta því ég skammaðist mín svo. Það var ekki fyrr en ég var orðin 26 ára að ég ákvað að leita mér hjálpar hjá geðlækni og þá var ég sett á lyf og var í stífu prógrammi hjá honum. Það hjálpaði mér rosalega mikið. Ég hef líka unnið mikið í sjálfri mér síðan þá með því að notast við CBT meðferðina (Cognitive Behavioral Therapy) og með því að taka inn lyf, þannig hef ég náð betri stjórn á þessu. Ég get samt ekki sagt að ég sé læknuð og finni ekki lengur
„ÉG HELD AÐ ÉG SÉ AÐ OPNA MIG OF MIKIÐ Í ÞESSU VIÐTALI. ÞETTA ER ALVEG KOMIÐ ÚT FYRIR ÖLL EÐLILEG MÖRK!“
12
HVAÐ ER AÐ SKE klæddi mig bara nákvæmlega eins og mig langaði að klæða mig, óháð tísku, eða hvað öðrum fannst um það. Þegar ég fór að hanna fyrir Kali línuna fyrir þremur árum þá ákvað ég að hanna föt sem mig langaði sjálf að eiga og ganga í og þannig fékk ég hugmyndir að flíkunum. En af því að minn persónulegi fatastíll er svolítið ýktur og „out there” þá auðvitað smitast það út í fatalínuna. Línan er kannski aðeins meira „mainstream” og höfðar til breiðari hóps. Ég væri samt alveg til í að gera fatalínu sem samanstendur af einhverjum „crazy stage pieces” sem eru „over the top.” En það væri örugglega erfitt að selja þau föt. Hvað finnst þér um fatastíl íslenskra kvenna – eða karla?
fyrir þessu – því það væri lygi. Ég á mína slæmu daga í hverjum mánuði og ég tekst á við þá. Mér finnst hreyfing og mataræði hjálpa mikið og góður svefn. Svo líka að vera góður við sjálfan sig og að vera ekki of dómharður þegar kvíðaköstin hellast yfir mann. Mér finnst líka mikil hjálp í því að tala um þetta opinskátt við fjölskyldu, vini og opinberlega til að hjálpa öðrum. Með því að tala um þetta þá líður manni ekki eins og maður sé einn í heiminum; það gefur manni smá huggun að vita að það eru aðrir sem eru að kljást við þetta líka. Svo reyni ég alltaf að hafa í huga að ég mun ekki deyja eða klikkast þegar ég fæ kvíðaköstin heldur er þetta bara ofsalega óþægilegt og vont í smá tíma en það líður hjá. Persónulega finnst mér mín eigin andlega heilsa sveiflast reglulega, en mér finnst ég vera í mun meira jafnvægi ef ég held rútínu. Ertu sammála þessu? (Svala segir að það sé misjafnt hvernig fólk tæklar þetta og að það sé mikilvægt að vera í rútínu, en rútínan ræðst eftir verkefnum. Þegar það er lítil rútína í gangi þá verður kvíðinn stundum meiri. En þá kemur gott mataræði og hreyfing mjög sterkt inn. Hún segist samt mega borða hollar og borða oftar.)
„Stundum lifi ég bara á nammi og Pepsi sem er alveg hræðilegt.“
Stundum lifi ég bara á nammi og Pepsi sem er alveg hræðilegt. Það er sykurhelvíti. En mig langar einnig til þess að mæla með einu sem ég hef notað í mörg ár og það er Magnesia Calming Powder, sem þú setur út í vatn og drekkur. Þetta er náttúrulegt efni sem róar mann niður ef það er einhver kvíði að byggjast upp. Þetta er alveg frábært duft sem hægt er að taka nokkrum sinnum á dag þess vegna. Ég á marga vini sem drekka það daglega og hafa fundið alveg gríðalegan mun á sér varðandi stress og álag og þess háttar. Ég mæli með þessu því allt sem er náttúrulegt er svo gott og stundum betra fyrir suma. Og þá enda ég þessa ræðu með að segja „Velkomin í þáttinn Andleg Heilsa með Svölu Björgvins.” (Við hlæjum.) Ég held að ég sé að opna mig of mikið í þessu viðtali. Þetta er alveg komið út fyrir öll eðlileg mörk!
„Ég klæði mig fyrir sjálfa mig og ég tjái mig gjarnan í gegnum fötin mín.“
Það er svo mikill sannleikur í þessari senu sem hræðir mig ...
Fatastíll íslendinga er, upp til hópa, mjög flottur. En samt sem áður finnst mér að fólk mætti vera djarfara í klæðaburði: að þora vera meira „unique.” Ég hef stundum fengið að heyra þegar ég er á Íslandi „Svala í hverju ertu eiginlega?” eða „síðan hvenær voru svona buxur eða svona jakki í tísku?” En ég er ekki að klæða mig fyrir aðra eða til þess að gera fólki til hæfis. Ég klæði mig fyrir sjálfa mig og ég tjái mig gjarnan í gegnum fötin mín. Ég fer í föt sem ég perónulega fíla sjálf – óháð því hvort að þau séu í tísku eða ekki. Einnig finnst mér stundum vanta að fólk hafi gaman af fötum og að klæða sig upp. Það má alveg vera smá húmor og skemmtun í því að velja sér föt og klæða sig í sumar flíkur. Þetta er ekki allt svona alvarlegt og mikið mál.
(Svala hlær.)
(Svala hlær.)
Þetta er ástæðan fyrir því að ég er mikill Woody Allen aðdáandi – hann er jafn taugaveiklaður og ég. En hann setur það fram á svo fyndinn og snjallan hátt að maður getur ekki annað en hlegið að sjálfum sér. Það er eitthvað svo glatað við það að við munum öll deyja einn daginn. Bara allt búið og hvað svo? Það væri betra ef að maður fengi að vita hvað kæmi eftir dauðann – enda hef ég aldrei verið mikið fyrir „surprise.” Þetta er eins og að kaupa sér buxur sem maður hefur aldrei séð né mátað. Maður hefur ekki hugmynd um hvernig þær líta út eða hvort þær passi á mann eða bara hvort maður fíli sniðið á þeim yfir höfuð! En hins vegar vil ég ekkert endilega lifa að eilífu. Eflaust myndi maður hangsa fyrstu 70 árin að gera ekki neitt. Svo kannski eftir 100 ár þá myndi maður fara áorka einhverju og finna sér „career.” Að hafa svona óendalegan tíma til að lifa væri örugglega alveg glatað líka. Mannsævin mætti samt alveg vera lengri. Það væri fínt að vera ungur til svona 80 ára og byrja svo að eldast eftir það og lifa til svona 150 ára. Bara smá hugmynd.
Þú átt kisu sem heitir Lúsí, mig langaði að deila með þér uppáhalds tilvitnun varðandi muninn á köttum og hundum: „Hundaeigendur verða snemma varir við það að ef þú gefur hundinum þínum vatn og mat og útvegar honum skjól og ástúð þá trúir hundurinn því að þú sért Guð. En kattareigendur neyðast til þess að gera sér grein fyrir því að ef þú gefur kettinum mat og vatn og útvegar honum húsaskjól og ástúð – þá dregur kötturinn þá ályktun að hann sé Guð.“ (Christopher Hitchens) Ertu sammála þessu? Er ekki erfitt að umgangast svona lítinn Guð dags daglega?
Jessica: “What is it?” Boris: “I’m dying.” Jessica: “Should I call an ambulance?” Boris: “No, not now, not tonight – I mean eventually.” Jessica: “Boris, everybody dies.” Boris: “It’s unacceptable.”
Ég elska og dýrka kisur – þær eru allar litlir guðir. Ég er mikill dýravinur og held því fram að öll dýr séu eins og í Disney teiknimynd: Þau tala öll með fyndnum röddum og svona. Það sem ég fíla við kisur er hvað þær eru sjálfstæðar og kúl. Ef að kisur fíla þig þá sýna þær það og eru tryggar alla tíð. Ef þær fíla þig ekki þá sýna þær það líka. Þær ákveða hvern þær fíla rétt eins og við mannfólkið. Svo mala þær líka og það er eitt fallegasta og besta hljóð í heiminum. Hvernig gengur nýja plata Steed Lord?
Ástæðan fyrir því að ég minnist á Woody Allen er sú að Annie Hall rataði einhvern tímann inn á lista yfir þínar uppáhalds kvikmyndir. Hvaða Woody myndir eru í uppáhaldi hjá þér? Og hvernig finnst þér nýju myndirnar? (Svala segist elska myndir á borð við Crimes and Misdemeanors, Manhattan Murder Mystery, Hannah and Her Sisters og Manhattan. Hún segir að Bananas og Sleeper séu einnig klassískar Woody myndir ásamt Radio Days og Bullets Over Broadway.) En Annie Hall verður alltaf ein besta rómantíska gamanmynd allra tíma. Mér finnst Woody hugsa eins og ég hugsa og allar hans bíómyndir hafa haft áhrif á mig á einhvern hátt. Mamma og pabbi hafa alltaf verið rosalegir áðdáendur og ég ólst upp við að horfa á myndirnar hans. Mér finnst nýju myndirnar hans æði. Blue Jasmine var algert meistaraverk og ég tengdi mikið við persónuna hennar Cate Blanchett í myndinni, á vissum stöðum. En ég gæti samt aldrei logið svona – ég kann ekki að ljúga.
Nýja platan gengur rosalega vel. Við erum búin að eyða heilu ári í að semja nýja tónlist. Við erum að gefa okkur nægan tíma í þetta því að okkur langar að kafa djúpt og ögra okkur tónlistarlega. Við höfum verið að prófa allskyns nýja hluti í tónlistinni, lagasmíði og textagerð. Þetta er mjög spennandi tími. Hvað er næst á dagskrá? Næst á dagskrá er að taka upp demó af glænýjum lögum sem við vorum að semja. Svo er að koma út glænýtt lag með Steed Lord og ástralska söngvaranum og lagahöfundinum Sam Sparro, sem ber titilinn Nightgames. Lagið hans Black And Gold var mjög vinsælt fyrir nokkrum árum síðan og var hann tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir lagið. Okkur hefur lengi langað að vinna saman. Við sömdum þetta lag saman í vor og það kemur út eftir nokkrar vikur. Við ætlum svo að koma laginu á framfæri með tónleikahaldi – ef lagið nær vinsældum þá gæti allt farið á milljón í spileríi út um allt. Því næst fer ég til Íslands sextánda nóvember til þess að taka upp þrjá seinustu „live“ þættina fyrir the Voice. Ég flýg svo aftur heim til L.A. sjötta desember og þá heldur stúdíóvinnan áfram. Ég verð svo í L.A. um jólin ásamt góðum vinum.
(Svala hlær mjög dátt.)
Þú ert hvor tveggja fatahönnuður og tónlistarkona, hefur tónlistin haft áhrif á hönnunina eða öfugt?
Mér datt í hug tilvitnun eftir Woody Allen varðandi þennan kvíða fyrir dauðanum, en hún er í myndinni Whatever Works þar sem Larry David leikur Boris. Senan byrjar á því að Boris öskrar mjög hátt:
(Svala segist ekki kalla sig fatahönnuð, þar sem hún á margar nánar vinkonur sem eru lærðir fatahönnuðir – hún er söngkona með fatalínu. Hún segist samt elska að sauma og hefur gert það frá því að hún var unglingur.)
Eitthvað að lokum?
Boris: “Ahhhhhhh!” Jessica: “What’s the matter, Boris?” Boris: “I’m dying!”
Steed Lord hefur haft mikil áhrif á fatalínuna mína og minn fatastíl. Þegar ég stofnaði Steed Lord árið 2006 þá byrjaði ég að prófa mig áfram með klæðaburð. Ég
Með þessum orðum bindum við enda á samtalið. Við þökkum Svölu kærlega fyrir spjallið og bíðum í ofvæni eftir nýju efni frá Steed Lord.
Já, bara endilega eltið mig á Instagram þar sem ég deili öllu því sem ég er að fást við. https://instagram.com/svalakali/
Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml
Engin aukaefni
Aldrei unnið úr þykkni
Enginn viðbættur sykur
Kælivara
Barnasmoothie 180 ml
Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti
Smoothie 250 ml
14
HVAÐ ER AÐ SKE
LEIKHÚS
ÖLDIN OKKAR (90)210 GARÐABÆR Það eina sem varpar skugga á annars fullkomið fjölskyldulíf í 210 Garðabæ er eina félagsmálaíbúðin í bænum. Þegar sonur Sóleyjar, fyrirmyndarhúsmóður, er lagður í einelti efast hún aldrei um hvar sökudólginn er að finna. Sóley og tvær bestu vinkonur hennar ákveða að taka málin í sínar hendur og banka upp á hjá „félagsmálapakkinu“ í blokkinni á Nónhæð. Inngrip þeirra fer þó á allt annan veg en þær ætluðu sér í upphafi og skyndilega er hið fullkomna líf þeirra allra komið úr skorðum. Meinfyndið og spennandi verk um hvað leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu. Hversu langt eru húsmæðurnar í (90)210 Garðabæ tilbúnar að ganga til að halda sannleikanum leyndum?
Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum setja, í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar, upp glænýtt leik- og tónverk sem kallast Öldin okkar. Hundinum er náttúrlega ekkert íslenskt óviðkomandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhúsgesta. Frábær skemmtun með helstu tvenndarleikurum landsins! Hvar: Borgarleikhúsið (Nýja svið) Miðaverð: 5,500 kr.
Hvar: Þjóðleikhúsið (Kassinn) Miðaverð: 4,950 kr.
EDDAN Í AUSTURBÆ Edda Björgvins, ástælasta gamanleikkona þjóðarinnar, ásamt Stellu, Bellu, Bibbu, Túrhillu og öllum hinum ógleymanlegu kerlingum sem hún hefur skapað í kvikmyndum, áramótaskaupum, heilsubælum, útvarpsþáttum og á leiksviði. Gestaleikarar: Týndi sonurinn, Björgvin Franz Gíslason, nýsnúinn heim frá Ameríkuog stórsöngvarinn klassíski Bergþór Pálsson. Sprenghlægileg gamanleiksýning í leik & söng, máli & myndum í Austurbæ. Hvar: Austurbær Miðaverð: 4,900 kr.
Í HJARTA HRÓA HATTAR Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! - Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun. Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Miðaverð: 3,700 – 4,950 kr.
VEGBÚAR Tónlistarmaðurinn KK stígur á svið og segir sögu gítaranna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sérstökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra trúbadora sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. í verkinu tvinnast þessar sögur saman við lífshlaup KK sjálfs, spurt er um mikilvægi tónlistarinnar, mátt hennar í hörðum heimi og leitina eilífu að hinum „eina sanna tóni“. KK slær á sína alkunnu strengi og fer með áhorfendur í ógleymanlegt ferðalag. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5,500 kr.
H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
16
HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR
PRIK/ STRIK/ KRISTÍNU RÚNARSDÓTTIR Í NÚLLINU Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á sýninguna prik/ strik/ með nýjum verkum eftir myndlistarkonuna Kristínu Rúnarsdóttur í Núllinu. Fyrir sýningu sína í Núllinu hefur Kristín unnið innsetningu sem teygir sig frá gólfi, um veggi - upp í loft. Í verkum sínum hefur Kristín þróað ákveðið myndmál sem á uppruna sinn í almannarými og á afmörkuðum svæðum, eins og flugvöllum, akbrautum og bílastæðum; þar sem línu- og litamerkingar eru notaðar til að skilgreina ýmis konar kerfi og regluverk. Núllið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 - 18. Hvar: Núllið, Bankastræti 0, 101 Reykjavík. Hvenær: 13. nóvember kl. 17-19. Sýningin stendur til 6. desember.
EPISODES +EINKASÝNING SÍTU VALRÚNAR Videoinsetning sem inniheldur 6 videoljóð sem fjalla um ástarsambönd. Ljóðin tala um tilfinningalegan masókisma, skýjaborgir og fórnvilja. Verkin eru tekin upp á löngum tíma, frá 2013 til 2015, á mismunandi stöðum í heiminum og með mismunnandi fólki sem varð á vegi mínum og lánaði líkama sinn, raddir og sögur. Ofið inní verkin eru líka þráhyggjur, gleði og Evert Taube. Hvar: Ekkisens Listarými, Bergstaðastæti 25B Hvenær: Opnun 13. nóvember kl 20. Sýningin stendur til 20. nóvember og er opin öll kvöld frá 19-21
“HESTURINN OG HRAFNINN” OG “LANDVÆTTIR” GALLERÍ FOLD
“HVERNIG Á AÐ RÚSTA LÍFI SÍNU... OG VERA ALVEG SAMA” SÆVAR POETRIX
LANDVÆTTIR - ODEE
Mér áskotnaðist eintak af bókinni „Hvernig á að rústa lífi sínu... og vera alveg sama“ í októbermánuði þessa árs. Höfundurinn sjálfur rétti mér eintak og ferðalagið hóst samstundis. Ég hóf lestur í flugi frá Íslandi til Sviss. Hafði ætlað að nýta tímann í skrif en við fyrsta lestur togaðist ég inn í heim höfundar og erfitt var að hætta lestri, jafnvel er flugvélin var lent togaði bókin á athygli mína. Þessi saga er engu lík. Ný tegund af skrifum. Það er auðvelt að festast í mýtu þess að lesa þessa bók líkt og aðrar bókmenntir, en það var ekki mín leið. Ég las hana með annars konar skynjun. Með opnu hugarfari. Ekki bara með huganum heldur með kjarnanum. Bókin opnaði innra með mér nýja sýn, nýja dýpt. Ég var stundum óviss hvort væri um skáldskap að ræða eða raunveruleika, en svo hætti það að skipta máli. Bókin er skrifuð þannig að breyting á sér stað í undirvitundinni. Líkt og nýtt skynfæri byrji að spretta. Það er engin leið að útskýra þetta ferðalag. Eina leiðin er að opna bókina með opið hugarfar fyrir nýrri tegund lesturs og leyfa henni að verka á sjálfið þannig að sýnin á regluverki lífsins breytist og mölvast og uppi stendur lesandinn berskjaldaður og nakinn. Á nýjum akri manneskjulegrar tilvistar.
Verkin eru gædd sterkum og sjálfstæðum persónuleika. Sem tengjast og mynda eina heild.
Bókin er vel skrifuð og er orðaforðinn sterkur og mikill. Hún er skrifuð í hrynjanda sem nær flæði líkt og skyndilegt snjóflóð sem hvarfast yfir lesandann, en það er auðvelt að missa af þeim töfrum orðaflæðisins með því að lesa hana líkt og aðrar hefðbundnar bækur. Á stundum er orðræðan svo öflug að líkt er að lesandinn sé staddur mitt í senunum, yfirgripinn af þeim atburðum sem eiga sér stað aðeins til að vakna svo inn í raunveruleikann líkt og sleginn utan undir, af lifandi orði.
Listamennirnir Þorgrímur Andri Einarsson og Odee opna sýningarnar “Hesturinn og hrafninn” og “Landvættir” í Gallerí Fold þann 14. nóvember
HESTURINN OG HRAFNINN - ÞORGRÍMUR ANDRI EINARSSON
Samfara því sem Þorgrímur nam tónlist í Hollandi kviknaði áhugi hjá honum fyrir olíumálningu. Fyrr en varði rann upp fyrir honum að þessi sjónræni miðill hentaði sköpun hans einkar vel. Málverkið bauð upp á einlægari og beinskeyttari leið að marki og hefur hann síðan þá nánast eingöngu einbeitt sé að listmáluninni.
Odee vinnur mest með svokallaða digital fusion og visual mashup list. Sem á íslensku mætti útfæra sem samrunalist. Til þess að gera verkin ennþá einstakari hefur Odee látið bræða listaverkin sín í álplötur, sem er gert fyrir hann í New York. Þá er blekið brætt inn í álplötuna og svo húðað yfir með gloss filmu.
Hvar: Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12-14, 105 Reykjavík Hvenær: Opnun 14. nóvember kl.15:00 - 29. nóvember 2015
Hvar: Bókina er hægt að kaupa í Eymundsson og af Sævari sjálfum í gegnum Facebook
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
GEGGJAÐ TILBOÐ!
Gos* 0,5 l og samloka.....429 kr. Gos* 0,5 l og langloka.....529 kr. *Pepsi, Pepsi Max, Kristall Mexican Lime, Mountain Dew og Appelsín
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
18
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
TWEET KYNSLÓÐIN
Opna alltaf gluggann þegar ég keyri í gegnum Garðabæinn #peningalykt @Maggihodd
MYSTERIUM Í SPILAVINUM Mysterium er nýtt spil í anda morðgátuspilsins Clue og fjölskylduspilsins Dixit. Einn leikmaður er í hlutverki draugs sem var myrtur í skosku sveitasetri fyrir löngu síðan. Aðrir leikmenn eru miðlar sem reyna að túlka sýnir frá draugnum til að finna morðingjann, morðvettvanginn og morðvopnið sjálft. Draugurinn og miðlar eru saman í liði og því er Mysterium samvinnuspil þar sem allir vinna eða tapa saman. Draugurinn má ekki tala og getur eingöngu tjáð sig í gegnum fjölda litríka spjalda sem hann gefur miðlunum og þeir þurfa að túlka rétt ef spilið á að vinnast.
Það rignir svo mikið af slögurum í íslensku hiphoppi að veðrið er komið með samkeppni. @RexBannon
Mysterium er tilvalið partí- og fjölskylduspil fyrir 2-7 leikmenn og spilast á undir klukkustund. Hvar: Suðurlandsbraut 48 Hvenær: 12. nóvember Nánar: www.spilavinir.is
ÞROSKASTRÍÐIÐ Hugleikur Dagsson hefur verið að gera það gott með uppistandsviðburðum sínum að undanförnu, en nú er komið að Tjarnarbíó. Og hann verður ekki bara með einn viðburð heldur þrjá! Hugleikur reynir að vinna gegn eigin vanþroska með því að ræða mikilvæg málefni eins og rasisma, Tinder, Ungfrú Ísland, pabbakroppa og að sjálfsögðu glútenóþol. Miðasala á midi.is.
PÓLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Boðið verður upp á perlur úr kvikmyndasögu Póllands, 15 kvikmyndir, en pólsk kvikmyndalist á sér langa og ríka sögu. Um er að ræða samstarfsverkefnið Ultima Thule: At the End of the World, sem Kvikmyndasafn Póllands, Bíó Paradís og Reykjavík Film Academy standa að. Verkefninu er ætlað að auðga skilning og vitund á milli pólskrar og íslenskrar kvikmyndamenningar. Á undan hverri sýningu, mun Michal Chacinksi reifa sögulegt samhengi hverrar myndar fyrir sig. Tveir viðburðir verða í boði fyrir börn og unglinga, annars vegar vinnusmiðja þar sem kynntar eru nokkrar sniðugar leiðir til að gera hreyfimyndir án myndavélar og sýningar á kult klassíkinni Mr. Blot´s Academy.
Hátíðarballettinn frá Pétursborg sló í gegn fyrir tveimur árum með glæsilegri uppfærslu í Hörpu á einni fegurstu perlu dansbókmenntanna. Nú snúa rússnesku dansararnir aftur og flytja Svanavatnið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sérstökum viðhafnarbúningi í Eldborg. Aðaldansarar eru þau Margarita Zuchina og Philipp Parchachev. Svanavatnið er ein vinsælasta listdanssýning allra tíma og á sér fastan sess í efnisvali í sígildum listdans. Verkið er samið við tónlist hins ástsæla tónskálds, Piotr Tchaikovsky og hefur um aldir haft gífurlegt aðdráttarafl. Svanavatnið sameinar töfrandi tónlist Tchaikovsky, áhrifamikla ástarsögu og líkamstjáningu sem kallar fram það mikilfenglegasta sem dansararnir hafa fram að færa. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 14. og 15. nóvember kl. 15:00 og 19:30 Miðaverð: 9.990 kr.
OK Rúv er að spila Gangman Style. Ætlar hún að leggja sig sjálf niður? @hanshatign
Hvar: Bíó Paradís Hvenær: 12. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 12. og 14. nóvember Miðaverð: 2.500 kr.
SVANAVATNIÐ
Þurfti að taka öll lóðin af stönginni í hádeginu. Sjálfstraust mitt er í ræsinu. @ergblind
Enginn hefur orðið ástfanginn, fætt barn eða sæst við föður sinn í armbeygjustöðu. #armbeygjursökks @harmsaga
JÓLABASAR Í LÆKJARBOTNUM Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar laugardaginn 14. nóvember. Handverkssala. Jurtaapótek. Kaffi og kökur. Brúðuleikhús. Barnakaffihús. Happdrætti. VeiðitjörnÆvintýraveröld. Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni. Járnsmiðjan verður opin og þar verður hægt að sjá járnsmið að störfum Hvar: Lækjarbotnar, fyrir ofan Lögbergsbrekku Hvenær: 14. nóvember kl. 12:00–17:00
Nennir einhver að slökkva á þessum endalausu norðurljósum? Má líka alveg hvíla regnbogann. Þetta er eins og að búa í Disneylandi. @ThorsteinnGud
20
HVAÐ ER AÐ SKE
UNA VALRÚN
SÍTA VALRÚN
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA
HI ON LIFE GÖTUTÍSKA HÖNNUÐ Í GHANA
Frá þeim árum sem við bjuggum í Malmö
Q: Hvað varð til þess að þú byrjaðir að vinna
að sjálfsögðu eru margir hagnýtir hlutir mjög
eða eitthvað álíka. En ég komst að þeirri niðurstöðu
munum við eftir búð í hverfinu okkar, Concept
með sjálfbæra tísku?
ólíkir… til dæmis er rafmagn takmarkað og
að það er einhvers konar meðfædd alheimshegðun
venjulega aðeins í boði 12 tíma á sólarhring. Og
að tjá okkur með ytra útliti. Svo, já, ég býst við að ég
búð, sem seldi föt frá merkjum sem unnu með endurunnin eða lífræn efni, eins og
A: Þegar ég hóf nám, við The swedish School
svo er 35 gráðu hiti allan daginn sem gerir það
hafi samþykkt það núna en reyni að gera eitthvað
Kuyichi, Uniforms For The Dedicated og Pele
of textiles, árið 1998 var ég mjög ómeðvituð
stundum erfitt að vinna. En það er einnig mun
gagnlegt og gott úr því. En sjálfbæra hugsunin hér í
Che Coco. Þar var einnig selt skart frá lókal
um hin félagslegu og umhverfislegu
meiri gleði í umhverfinu. Tónlist og hispurslaus
Ghana, þegar kemur að efnum, er frekar erfið og ég
hönnuðum, smá „vintage“ horn og þeirra
vandamál í tískuheiminum. Ég sá samt
dans er aldrei langt undan og hægt er að
er langt frá því að vera 100% ánægð með það. Mér
eigin hönnun. Í janúar á þessu ári lokaði
fljótt að þetta var óhreint starfsumhverfi
drekka bjór í hádeginu eða hvenær sem er og
hefur, til að mynda, ekki tekist að finna lífræn efni
eigandinn, Malin Busck, búðinni og flutti til
og íhugaði að hætta í skólanum. En svo
njóta þess. Hlutirnir eru ekki eins strangir og mun
hér ennþá, svo ég hef þurft að fara milliveginn.
Accra í Ghana og fór að einbeita sér að eigin
var umhverfisáfangi á öðru ári sem bauð
hispurslausari og sveigjanlegri, ekki svo mikið
Í framtíðinni mun ég reyna að framleiða meira af
hönnun undir nafni búðarinnar, Hi on Life.
fyrirlestra sem höfðu áhrif á hugsanagang
af reglum að fylgja. Allt er mögulegt! …eins og
okkar eigin vefnaði og prenti hér til að þekkja allt
Línur hennar eru unnar í nánu samstarfi við
minn. Sérstaklega einn sem opnaði augu mín
klæðskerarnir sögðu mér þegar ég kom til þeirra
ferlið betur frá trefjum til flíkur. En það er allt í ferli.
klæðskera sem búa á staðnum og „artisans“.
sem Marcus Bergman og faðir hans héldu
með nýja flókna hönnun.
Ég veit allavega að hlutur klæðskerans er 100%,
Markmiðið er að vera hluti af sjálfbærri
og fjallaði um framleiðslu þeirra feðga í Perú,
tískuframtíð. Ghana, eins og mörg önnur
fyrir Bergman Sweden, á lífrænni bómull. Þá
afrísk lönd, er með ríka klæðskeramenningu
áttaði ég mig á því að það eru aðrar leiðir
og textílarf, en núna með innrás af ódýrum magnframleiddum influtningi neyðast margir til að hætta störfum. Hluti af hugmyndum
framleiddur á réttlátan og góðan máta, svo það Q: Hvað er að gerast í Accra, í götutískunni?
vegur svolítið upp á móti.
mögulegar í tískuiðnaðinum. Mér fannst
A: Götutískan í Accra er breið blanda
Q: Hver eru uppáhálds efnin þín að vinna með?
mikilvægt að reyna að vinna að breytingum.
af hefðbundnum sérsaumuðum afrísk-
Frá þeirri stundu varð áhersla mín sjálfbærni.
vaxprentuðum fötum, influttum gervimerkjum
A: oh.. ég held að ég sé ekki með eitt sérstakt
frá Asíu (allir krakkarnir í „gettóinu“ eru í Pyrex
uppáhálds efni en lífræn bómull frá litlum
HI on life er að upphefja þessa hæfileika og fagna fegurð þeirra. Hver flík er einstök
Q: Hver er helsti innblástur þinn núna í
og HBA) og svo frjáls blanda af notuðum fatnaði
bóndabýlum á sérstakan stað í hjarta mér.
og er bara gerð eftir pöntun. Þess vegna er
sköpun?
frá vesturlöndum. Fólk tekur því alvarlega að
Við höfum gert svolítið af góðum efnum úr
klæða sig upp og lýta sem best
handofinni bómull frá norður Ghana sem
hver gripur einstakur og óþarfa lager hleðst ekki upp. Það er hægt að lýsa stílnum sem
A: Ætli það sé ekki daglegt Accra líf sem er
út þegar það eru einhverskonar hátíðarhöld
ég er mjög hrifin af, en því miður ekki ennþá
götutísku í bland við skandinavískar hreinar
helsti innblásturinn akkúrat núna. Það er fullt
í gangi, sem er mest allan tímann hér, eins og
úr lífrænni bómull. En ég sé möguleikann á því
línur og djörf afrísk munstur.
að gerast allan tímann og ég elska að sitja
trúlofanir, brúðkaup, músíkhátíðir, jarðafarir og
að gera meira af slíku. Ég er líka áköf í að prufa
bara og horfa á iðandi umhverfið. Maður sér
þess háttar viðburðir. Tískan er mjög fjölbreytt
hefðbundna afríska tækni eins og leir-prent
alls kyns sköpun og brjálaða hluti á götunum
og allir eru með sinn eigin stíl í klæðnaði,
og „tie and dye“ en í nýjum munstrum.
og í umhverfinu.
hárgreiðslu, förðun og þ.h.
Q: Við imyndum okkur að það sé mikill munur
Q: Við vitum hvað ást-hatur í garð tísku er. Hve
Life á www.hionlifestore.com. Allar flíkur eru
á því að vinna í Accra, í Ghana, samanborið
létt það er að líta á sjálfan sig sem hræsnara
gerðar eftir pöntun og þú getur komið með
við Malmö í Svíþjóð. Hver er helsti munurinn?
fyrir það eitt að taka þátt í henni. Finnst þér þú
óskir og mælingar. Það tekur sirka viku að
hafa öðlast einhvers konar jafnvægi í sambandi
framleiða flíkina og um 5 virka daga að senda
þínu við tísku?
hana, svo að innan tveggja vikna gætir þú
Það er hægt að panta föt frá vefverslun Hi on
A: Ég hugsa að afrískur tími sé helsti munurinn.
eignast þitt eigið sérsaumaða stykki framleitt
Ekkert er raunverulega tilbúið á þeim tíma
Malin Busck svarar nokkrum spurningum :
sem það á að vera tilbúið og ekkert sem
A: Nákvæmlega, ég hef átt margar stundir sem
var ákveðið er 100% öruggt. Og engin er að
ég hef spurt sjálfa mig hvort tíska og stíll eru í
stressa sig út af því. Ég hef lært að lifa með
raun eitthvað mikilvægt og hvort ég eigi bara
þessum lífsstíl og á orðið afslappað samband
að beina orkunni og huganum eitthvert annað,
við tímann. Minna stressuð og glaðari! En
eins og að bjarga dýrum í útrýmingarhættu
í Ghana! Frekar indælt!
22
HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
R2-D2 ÍSSKÁPUR
NOMAD Veski og hleðsla saman sem eitt. Veskið er lítið stærra en kortaveski og tekur bæði kort og seðla. Framleitt úr hágæða leðri og með samþykki frá Apple sem færir notandanum bestu mögulegu hleðslumöguleikana. Eingöngu fyrir iPhone 6s Nánar http://www.hellonomad.com/
JETPACK
Þú ert að horfa á The Empires strikes back. Finnur skyndilega fyrir þorsta en nennir ekki að standa upp. Þá er óþarfi að örvænta því nú er til fjarstýrður R2-D2 mini ísskápur í raunstærð sem kemur þessu til þín. Það má taka letina alla leið með þessari græju! Nánar https://otakumode.com/shop/haier/aqua/R2-D2Moving-Refrigerator
Hvað ætli sé langt þar til við fljúgum í vinnuna? JetPack Aviation hefur gefið út myndband þar sem þeir sýna fyrsta JetPack-in í jómfrúarfluginu í kringum Frelsisstyttuna í New York. Þotupokinn er nógu léttur til að bera á sér og passar í skottið á bílnum. Nánar http://jetpackaviation.com/
PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS
GEST Eru lyklaborðið og músin að detta upp fyrir? Nú er að koma út gest, græja sem gerir okkur kleift að nota eingöngu hendurnar þegar við vinnum við tölvuna eða í símanum. Hægt er að benda, fletta, rita og nota með alls kyns internet tengdum búnaði. Nánar https://gest.co/
EMOJI DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI
DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3
Emoji lyklaborðið gerir okkur kleift að sýna tilfinningar okkar og hugsanir í tölvunni, jafnt og í símanum. Ekki er gert upp á milli húðlitar því allur regnboginn er í boði. Lyklaborðið er þráðlaust og gengur með Mac, iOS og Windows. Nánar http://emojiworks.co/
SHURE SE215 Hljóðeinangrandi, þægileg og nett heyrnartól. SE215 heyrnartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með þéttum bassa. Heyrnartólin eru fáanleg í hálfgagnsæum- og svörtum lit.
“Basically, the Shure SE215 is a steal.”
QQQQ www.pcmag.com
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
BLOCK BURGER (PT.2) GÓÐ TÓNLIST, GÓÐIR BORGARAR (Fyrir ekki svo löngu ritaði ég stutta umfjöllun um Block Burger. En nú er ég knúinn til þess að rita aðra umfjöllun þar sem upplifun mín af staðnum hefur breyst frá fyrstu heimsókn; í annari atrennu má gera betur.)
Ég er sínkur maður sem heldur fast í peningana. Ég held fast í peningana líkt og peningarnir væru heilagar flísar úr krossi Jesú, og ég – öfgafullur mormóni með viðarblæti. Og vegna þess að ég held fast í peningana er ég stöðugt að þefa uppi tilboð til þess að varðveita þessar heilögu flísar. Þegar það kemur að tilboðum er einn fastur liður sem ég fagna í byrjun hvers mánaðars eins og ósaltaða Woody Allen mynd, nefnilega 2-fyrir-1 tilboð Nova. 2-fyrir-1 tilboð Nova er ástæðan fyrir því að ég vakna á morgnana (ekki alveg; ég vakna á morgnana af sömu ástæðu og George Costanza vaknar á morgnana, blundsins vegna.) En hvað um það ... Síðasta miðvikudag fórum við kollegi minn, sem deilir með mér þessum sparsama hugsunarhætti, á Apótekið. Er við gengum inn á Apótekið leið mér eins og nýtískulegum breskum aðalsmanni vegna þess að það er einhver fágaður andi sem ríkir á Apótekinu #kallaðumiglávarðreginald: Hann höfðar til manns innri séntilmanns. Þjónninn tók á móti okkur eins og Alfred í Batman og vísaði okkur til borðs. Við pöntuðum báðir hamborgarann. Er við sötruðum á almúgavatninu spjölluðum við um skíðin og teiginn, lífið og veginn, lýðinn og greyin. Og svo kom börgerinn. Þetta var heimagerður hamborgari úr sérvöldu nautakjöti í nýbökuðu brioche brauði, borinn fram með trufflu mayo, reyktum sveppum, lauk, Romaine, ísbúa og kartöfluteningum. Ég kunni mér ekki aðhalds og stútaði börgernum eins og að hann skuldaði mér pening. Bravó, Apótekið! Þessi börger er chöbbý.
Í sérhvert skipti sem ég heimsæki Block Burger eru það eyrun sem gleðjast fyrst, svo nefið, og síðast tungan. Eyrun gleðjast fyrst vegna þess að þau eru hvað ánægðust þegar þau eru látin í friði og njóta snemmmorgunsþagnarinnar – eða – þegar þau eru kitluð af loðnum bassa ‘90s Hip-Hops. Og á Block Burger er alltaf ‘90s Hip Hop í græjunum (að minnsta kosti í þau skipti sem ég hef verið þar). Þetta er eins og að ganga inn í ofvaxið búmbox: Maður smeygir sér inn í kassettuhólfið (hurðina), situr í hátalaranum (matsalnum) og nýtur feits börgers og bítz (phat beats and burgers). En hins vegar, ef ég hlusta með öðrum en eigin eyrum, tel ég tvísýnt að goth-ararnir taki þessu vel; eflaust væri ég minna spenntur ef einhver Slipknot hávaði frussaðist út um hátalarana – en fyrir svarthvítum manni eins og mér er þetta einstaklegt ánægjulegt #oreo. En hvað um það. Svo gleðst nefið: Úr lítilli lúgu hægra megin við útidyrahurðina læðist ljúf lykt í matsalinn og þá byrjar maður að slefa eins og hundur Pavlovs. Maður byrjar að slefa eins og hundur Pavlovs vegna þess að í heilanum hefur myndast tenging á milli þessarar lyktar og börgersins sem fylgir á eftir. Þetta er sálfræði, sjáðu til. Svo gleðst tungan. Ég geng að afgreiðsluborðinu og panta Block Burger kombóið. Afgreiðsludaman, sem talar ekki íslensku, spyr mig til nafns og ég, verandi þessi liðlegi alheimsborgari sem ég er, hraðsnara nafni mínu yfir á ensku: „Ragnar“ verður að „Reggie“ (og í huganum hvísla ég stundum „Miller.”) Svo tek ég mér sæti við gluggann. Biðin er sjaldnast löng, en jafnvel þó að hún væri löng skiptir það ekki máli: ég sit inni í búmboxi – og þar er fínt að hangsa. Stuttu seinna gólar maðurinn „Reggie“ út um lúguna. Ég sæki börgerinn og franskarnar. Það sem ég elska við Block Burger-inn er hversu þéttur hann er. Hann er ekki stór, hann er þéttur. Flestir borgarar eru eins og Trevor Berbick, en Block Burger-inn er eins og Mike Tyson. Árið er 1986, nóvember. Tyson rúllar þessum Berbick-um upp. Sósan, brauðið og áleggið leika saman líkt og þaulæfð hljómsveit, hvert ingrídíent spilar sitt hlutverk og spilar það vel. Síðast en ekki síst, franskarnar: þær eru Wúnderbar. Ég get ekki annað en mælt með þessu. Meira að segja goth-arar gætu fílað þetta.
Orð: Ragnar Tómas
Orð: Ragnar Tómas
APÓTEKIÐ HEILAGAR FLÍSAR ÚR KROSSI JESÚ
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
HULINSHEIMAR ORKUSVIÐS Hvernig getum við haft áhrif á eigið orkusvið til að ná betri heilsu, jafnvægi og vellíðan? Hvernig getum við haft áhrif á orkusvið annarra? Hvernig er hægt að styrkja eigin ásetning til aukinnar velgengni í lífinu? Fjallað verður um þetta auk þess hvernig orkusviðið starfar, á námskeiði sem Jóhanna Jónas, leikkona og Brennan heilari heldur þann 12 nóv. Hvar: Gló Engjateig Hvenær: 12 nóvember, kl. 18.00 – 21.00 Nánar: heilunjohannajonas.is Verð: 2.000 kr
SÝNINGIN HÖFNIN Sýningin Höfnin, samanstendur af 5 ljóðum, 5 ljósmyndum og 5 smásögum innblásnum af Íslandi. Hvert þema táknar eina árstíð, frá vetri til vetrar. Þau gefa innsýn í óreiðukennt minni höfundar yfir eins árs tímabil, flakkandi um íslenskt landslag og reynir að komast inn í fortíðina. Ljósmyndari er Julie Fuster sem í verkum sínum leitast við að tjá hve viðkvæmt tilfinningalíf okkar er og hversu mikil áhrif náttúruöflin, ljós og landslag hefur á hugsun okkar og hugarfar. Hvenær: Sýning stendur til 1. des. Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur Verð: Frítt
UMBÚÐIR EFTIR VIÐ KASSANN Stór hópur á fésbókinni hvetur almenning að skilja eftir óþarfa umbúðir í verslunum laugardaginn 14. nóvember. Þetta er gert til þess að vekja athygli á ofgnótt af umbúðum sem matvörum er pakkað í og til þess að hvetja framleiðendur að finna nýjar leiðir. Þau hvetja verslanir að vera með flokkunartunnur tilbúnar! Hvar: Um land allt Hvenær: 14. nóvember
JÓGA OG NÚVITUND Grunnnámskeið í jóga og hugleiðslu kennt af Ástu Arnardóttur jógakennara hefst í vikunni. Þú lærir áhrifaríkar aðferðir til að efla meðvitund, styrkja öll grunnkerfi líkamans og hlúa að jákvæðum samskiptum í daglegu lífi. Farið verður í jógastöður, öndunaræfingar, einbeitingu, hugleiðslu og slökun, allt aðferðir sem hjálpa til við svefn, gegn kvíða, vöðvabólgu og verkjum. Hvar: Yogavin, Grensásvegi 16 Hvenær: Hefst 13 nóv, stendur í 4 vikur. Skráning: yoga@yogavin.is Verð: 19.500 kr.
KONUKVÖLD GLÓ Gló í Fákafeni fagnar eins árs opnunarafmæli með því að halda kraftmikið konukvöld. Gló býður dömur á öllum aldri hjartanlega velkomnar í dagskrá sem er ekki af verri endanum; Solla sjálf heldur fyrirlestur ásamt Þorbjörgu Hafsteinsdóttur um heilsu og næringu, Brynjar Karl heldur einnig fyrirlestur um markmiðastjórnun auk fleiri óvæntra uppákomna. 10% afsláttur og fyrstu hundrað sem mæta fá skemmtilegan glaðning, gjafapoka fullan af gersemum. Hvar: Gló í Fákafeni Hvenær: 16. nóv 19-22 Verð: FRÍTT
Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.
Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
28
HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
MY SPOT Hannað af hönnunarteyminu Jan Plechac & Henry Wielgus fyrir MENU. Nú er hægt að skipuleggja sig og vera smart í leiðinni. Flott að hengja myndir eða hvað sem þér finnst fallegt og gagnlegt að horfa á. Kemur í gull og svörtu.
BALLOON MIRROR
KANT
Hönnunarfyrirtækið Element Optimal hannar og framleiðir frumlegar og tímalausar gæðavörur. Balloon spegillinn sómir sér vel í hvaða rými sem er. Glerið er glært, blöðrustúturinn er úr eik og bandið er úr leðri. Spegillinn og fleira fallegt frá EO fæst í Epal.
Collect Furniture hannar þessi skemmtilegu sófaborð. Hægt er að nota það eitt og sér sem hliðarborð eða setja saman til að mynda stærra. Borðinu er hægt að breyta á fjóra vegu sem gefur manni aukna möguleika til að leika með.
Nánar http://eo.dk/
Nánar http://menu.as/
Nánar http://www.collectfurniture.dk/
SYNNES CHAIR Norski iðnhönnuðurinn Falke Svatun hefur hannað þessa fallegu borðstóla fyrir skandinavíska fyrirtækið MENU. Kemur í ljósri eik og svörtu. Nánar http://menu.as/
Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
POLYGONS Önnur fegurð frá hönnunarteyminu Jan & Henry. Ljósið er hannað fyrir ljósa-og gler framleiðandann Lasvit. Ljósið er úr gleri og kemur í mismunandi litum og formum. Nánar http://www.janandhenry.com/
30
HVAÐ ER AÐ SKE
SPURT OG SVARAÐ GLOWIE SÖNGKONA OG TÖFFARI ... Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn?
Á hvað ertu að hlusta þessa dagana og hvað ertu EKKI
Hef alltaf verið kölluð nafninu sem foreldrar mínir gáfu mér,
að hlusta á?
Sara, af flest öllum, en pabbi kallaði mig alltaf skoppulína,
Ég er að hlusta mjög mikið á Gavin Degraw og Frank Sinatra
líklega af því ég var alltaf hoppandi og dansandi út um
þessa dagana.
allt þegar ég var lítil. Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða? Aldur?
Umm bara ógeðslega nett gömul kona sem er alltaf að baka
Ég er 18 ára.
kökur og dansa við manninn sinn.
Hvaðan kom nafnið Glowie?
Uppáhalds lag? Af hverju?
Nafnið Glowie kom þegar við vorum að fara að gefa út mitt
Billy Joel – Piano man, vegna þess að það minnir mig á pabba.
fyrsta lag No More. Mig langaði að eiga mér annað sviðsnafn
Það var skemmtileg stund þegar hann leyfði mér að heyra það
en Sara, því að mig langaði að aðskilja manneskjuna sem er
í fyrsta skipti og var að útskýra fyrir mér textann í laginu.
á sviðinu og í viðtölum við manneskjuna sem er feimin og hangir heima hjá sér að teikna, því að þær eru frekar ólíkar.
Uppáhalds brandari/tilvitnun? Ég er með mjög sérstakan húmor og hlæ yfirleitt ekki mikið
Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það
að einhverjum bröndurum, nema þeim sem pabbi segir en
er rigning úti?
það eru svo langar sögur.
Örugglega hvað það væri geðveikt kósý að fara í smá göngutúr í rigningunni; ég elska rigninguna. Annars þarf
Hvað er best í lífinu?
að vera eitthvað mikið að ef ég er andvaka kl. 4 um nótt
Fjölskyldan mín, tónlist og ástin mín
– ég elska að sofa.
Guðlaugur Andri Eyþórsson.
Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? One Tree Hill.
PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR TED RADIO HOUR Það kannast flestir við fyrirlestraseríuna Ted Talks, þar sem alls kyns fólk með áhugaverðar hugmyndir kynna hugmyndir sínar fyrir heiminum (hin íslenska Sigríður María Egilsdóttir sló í gegn á sínum tíma í Ted X Iceland). Ted Radio Hour er hlaðvarpsþáttur þar sem nokkrir framúrskarandi fyrirlestrar eru tvinnaðir saman í einn þátt – og allt undir hatt eins ákveðins þema. Fyrrum þemu þáttarins eru t.d. geimkönnun (space exploration), yfir ystu mörk (going to extremes) og uppspretta hamingjunnar (the source of happiness). Þættinum er stjórnað af Guy Raz, þrautreyndum útvarpsmanni sem hefur starfað í geiranum frá 1997. Eins og segir á heimasíðu Ted Radio Hour: „hugmynd er eina gjöfin sem þú getur átt, jafnvel þótt að þú gefir hana frá þér.“ SKE mælir sérstaklega með þættinum Simply Happy – hann er frábær.
RÍMUR (OLD SCHOOL/NEW SCHOOL) ÞÚ ERT SVEITAR SVÍVIRÐING / SÓTUGI ELDHÚSRAFTUR / AFTAN OG FRAMAN OG ALLT Í KRING / EKKERT NEMA KJAFTUR / – KÁINN
EN ÞEGAR BOTNI ER NÁÐ ER BARA AÐ STANDA UPP AFTUR / ÞETTA VEIT HVER HEILVITA RAFTUR / BATNANDI MÖNNUM ER BEST AÐ LIFA / HINIR GETA BARA ÉTIÐ HUNDASKÍT OG SLEFAÐ / – PRINS AÐ NAFNI PÓLÓ
Jól og áramót með Sinfóníunni Tryggðu þér miða á hátíðartónleika
@icelandsymphony #sinfó
Aðventutónleikar
Jólatónleikar
Vínartónleikar 2016
Fim. 3. des. » 19:30
Lau. 12. des. » 14:00 & 16:00 Sun. 13. des. » 14:00 & 16:00
Fim. 7. jan. » 19:30 Fös. 8. jan. » 19:30 Lau. 9. jan. » 16:00, 19:30
Baldvin Oddsson flytur glæsilegan trompet konsert Albinonis en á undan honum hljóma þrjár sinfóníur Bachs, og 6. Brandenborgarkonsert meistarans. Þá leikur hljómsveitin svítu úr tilkomumikilli Vatnatónlist Händels og hátíðlega Haffnersinfóníu Mozarts. Þessir tónleikar koma öllum í sannkallað hátíðarskap í upphafi aðventu. Matthew Halls hljómsveitarstjóri Baldvin Oddsson einleikari
Jólatónleikar hljómsveitarinnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Í ár, sem endranær, verður hátíðleikinn í fyrirrúmi. Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara sögumaður Dísella Lárusdóttir og Kolbrún Völkudóttir einsöngvarar Ungir einleikarar og ballettdansarar Barnakórar og bjöllukór
Árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem mörgum þykir ómissandi upphaf á nýju ári, eru vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar þar sem glæsileiki og glaðværð eru ríkjandi. Ola Rudner hljómsveitarstjóri Guðrún Ingimarsdóttir og Elmar Gilbertsson einsöngvarar
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar