Ske #36

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 19.11–25.11

#36

SKE.IS

„SAMKVÆMT ÖLLU ÆTTI ÉG EKKI AÐ VERA HÉRNA.“ – SKE SPJALLAR VIÐ ÁGÚSTU EVU ERLENDSDÓTTUR


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEleggur SALEM MOMENT Reykingamaður er ég ekki. Til þess að uppfylla skilyrði „reykingamanns“ þarf maður að reykja að minnsta kosti þrjár sígarettur á dag, og er það lágmarkið, samkvæmt skynsamlegum skilgreiningum á hugtakinu. Reyki maðurinn einungis tvær sígarettur á dag er ekki hægt að kalla hann „reykingamann,“ og ber heldur að nefna þann sama „viðrini,“ „vitfirring“ eða „furðufugl“; hvers konar sérvitrings bavíani reykir einvörðungu tvær sígarettur á dag? Sá maður gæti alveg eins ástundað tvær armbeygjur á dag, eða etið tvær kartöflur á dag, einungis – en hvað um það ... Reykingamaður er ég ekki. Reykingamaður er ég ekki þó svo að staðreyndin sé þessi: Þegar ég hef svolgrað eins og einum eða tveim bjórum þá hef ég þann ó/sið að kveikja í einni ljómandi Salem og púa tignarlega í átt að himinhvolfinu. Það er eitthvað svo gefandi við að kveikja í einni ljómandi Salem og púa tignarlega í átt að himinhvolfinu þegar maður er ekki reykingamaður. Þetta er eins og að tala ekki frönsku en að þylja tíu ljóð eftir Baudelaire með fullkomnum frönskum framburði (samt sem áður): Je suis belle, ô mortels! comme un rêve de pierre / Et mon sein, où chacun s’est meurtri tour à tour / Maður tekst allur á loft, nikótínvíman ber mann út fyrir hefðbundnar víddir og maður verður svo lýrískur, póetískur og djúpur #smokenhauer. Um daginn, er ég púaði tignarlega í átt að himinhvolfinu, sá ég Lennonsreðrið í gegnum reykmökkinn og orti miðlungsferskeytlu: Ljóslim Lennon Löngum mundar / Og frjóvgar alheim Er friði brundar / Þetta var ekki stórkostlegt ljóð, en ljóð, samt sem áður ... en aftur að efninu. Ég er sannfærður um það að ég uppsker meiri ánægju af þessari fyrstu, og stundum einu, sígarettu en reykingamenn viða að sér alla vikuna. Kjarninn er þessi: hin sjaldgæfa nautn er fíkninni ofar. Eða eitthvað. Ég hugsa til orða Johnny Carson: „Ég þekkti mann sem hætti að reykja, drekka, stunda kynlíf og borða góðan mat. Hann var voðalega heilbrigður alveg þangað til að hann fyrirfór sér.“ AMEN. #Hóf Stundum súrt, Og stundum gott / Ei má lífið ætíð vera – Eitt allsherjar tott /

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Ágústa Eva Erlendsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

GÖTUR REYKJAVÍKUR


Nóvemberdagar -hagstæð innkaup til gjafa og heimilis

Hársnyrtitæki Margar gerðir ryksuga í ýmsum litum.

SteamOne er sáraeinfalt í notkun og ekki tekur nema eina mínutu að gera tækið klárt fyrir afkastamikla gufusléttun á hvaða efni sem er, eða bara til að drepa rykmaurinn í rúminu.

20%

afsláttur Verð: 29.900,Verð: 26.900,-

Skaftryksugan frá AEG er snúrulaus og þægileg í notkun, hljóðlát og öflug.

15%

afsláttur

20%

afsláttur

Afsláttarverð: 33.900,-

Verð: 7.900,-

Átta bolla pressukanna og hitakanna í senn.

Allinox

Gæða pressukönnur sem prýði er að, í góðu úrvali.

Góðir og stórir stálpottar á fínu verði. Stærðir: 9, 11, 13,5, 16, 19 ltr.

Verð: 12.900,-

NI300 600 626

Endingargóð kaffivél til heimilisnota frá traustum framleiðanda. Verð: 69.900,-

Þvottavél

Uppþvottavél

LW87680 8 KG. - 1600 SN.

TouchBin

FSILENCW2p

Þessar snjöllu ruslafötur eru sívinsælar og koma reglulega í nýjum litum.

Hvít verð áður kr. 129.900,Tilboð kr. 99.500,-

Verð áður kr. 169.900,Tilboð kr. 129.900,-

Stál verð áður kr. 139.900,Tilboð kr. 109.900,-

PIX-HM32V-K

JU6675:

JU6415: • 4K • UHD • SMART • 1000 PQI

24/25 Bestu sjónvörpin

Pioneer Hljómtækjasamstæða með Bluetooth

• 4K • UHD • SMART • 1300 PQI

UE40”JU6415 kr.159.900.UE48”JU6415 kr.189.900.UE55”JU6415 kr. 239.900.-

UE40”JU6675 kr.169.900.UE48”JU6675 kr. 199.900.UE55”JU6675 kr. 279.900.-

skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

Verð: 52.500,dv 2240

DVD spilari

24/25 Bestu sjónvörpin skv. skv. Neytendablaðinu Neytendablaðinu 24.09.15 24.09.15 og og IRCT IRCT

Verð: 10.900,-

Leikir frá kr. 4.990,-

Þessar vinsælu leikjatölvur eru komnar í nýrri útgáfu, með betri stjórnun, stærri skjá og öflugri. Til í nokkrum litum. Gott úrval leikja.

Þessi leikjatölva hefur slegið rækilega í gegn og var kosin leikjatölva ársins 2015 af Forbes. Verð: 69.900,-

Verð: 39.900,Splatoon

Super Smashbros

XL

Verð: 46.900,-

Mario Party 10

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

EVERY TIME I DIE BELLEVILLE OG HANSA Musettebandið Belleville leikur gamlar franskar lummur og frumsamið efni í sama stíl á Rosenberg, laugardaginn 21. nóvember. Sérstakur gestur að þessu sinni verður leik-og söngkonan Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Hansa). Belleville sérhæfir sig í „musette“ tónlist, sem leikin var á harmonikkuböllum í Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar og af mestum krafti í hinu rómaða Belleville hverfi í París. Hvar: Rosenberg Klapparstíg Hvenær: 21. nóvember kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr.

LESLIE ANN LEYTHAM Líkt og svo margir samtímalistamenn vinnur bandaríska mezzósópran-söngkonan Leslie Ann Leytham þvert á margar listgreinar. Rætur hennar liggja í klassískri tónlist, hún lauk BAgráðu og síðar Mastergráðu í klassískum söng frá háskólanum í Nevada í Las Vegas og frá Konservatoríunni í Boston. Nýverið lauk hún doktorsgráðu í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskólanum í San Diego þar sem hún er búsett. Í Mengi flytur Leslie Ann nýja tónlist fyrir einleiksrödd og rafhljóð við vídeóverk eftir Joe Cantrell.

VNM OG DJ KRUG VNM hóf tónlistarferil sinn með rapphljómsveitunum K2F og 834 fyrir um 15 árum í Elblag, Norður-Póllandi. Hann er oft sagður hafa valdið vissum kaflaskilum í pólsku rapptónlistarlífi með notkun og innleiðingu sinni á „punchlines & metaphors“. VNM hefur komið fram og unnið með fjölmörgum pólskum röppurum, plötusnúðum og pródúsentum (sbr. Fokus úr Pokahontaz, Donguralesko, Eldo, Pezet, Drumkidz og 7inch frá Þýskalandi og Kazzushi). Á tónleikunum mun VNM flytja lög af nýjustu plötunni sinni KLAUD N9JN í bland við eldra efni. Miðasala á icelandnews.is/produkt/vnm. Hvar: Gamli Gaukurinn Hvenær: 21. nóvember kl. 22:00 Miðaverð: 4.000 kr. / 5.000 kr. við dyr

Bandaríska harðkjarna hljómsveitin Every Time I Die kemur fram á Húrra ásamt Celestine og Mercy Buckets áður en þeir snúa til Bandaríkjanna eftir tónleikaferðalag um Bretland. Hljómsveitin Every Time I Die var stofnuð árið 1998 í vesturhluta New York fylkis og hefur hljómsveitin gefið út sjö breiðskífur, fyrsta breiðskífa sveitarinnar Last Night in Town kom út árið 2001 og vakti mikla athygli og lukku meðal harðkjarna aðdáenda hér á landi. Síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar From Parts Unknown kom út í júlí 2014 og er þeirra besta útgáfa hingað til. Hvar: Húrra Hvenær: 24. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 3.000 kr.

TRÚBOÐARNIR OG MOSI MUSIK Mosi Musik og Trúboðarnir munu spila efni af nýjum plötum sínum og ætla að eiga skemmtilegt kvöld saman. Báðar þessar sveitir eiga margt sameiginlegt þó að tónlistarstefnurnar séu ekki beint þær sömu. Bæði böndin eru með nýjar plötur á árinu og hafa þær verið plötur vikunnar á Rás 2 ásamt því að hafa gert myndbönd á árinu. Hvar: Gaukurinn Hvenær: 19. nóvember kl. 22:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 20. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

RAPPÞULAN 2015 Rappþulan verður haldin í þriðja skiptið föstudaginn 20. nóvember og verður hún stærri en nokkru sinni fyrr. Þar munu rapparar framtíðarinnar mæta til að kasta fram rímum, sýna settið sitt, öðlast reynslu og rífa þakið af húsinu. Við hvetjum alla rappbræður og systur til að draga fram þulurnar og skrá sig til þátttöku. Sigurvegari rappþulunnar fær að launum stúdíótíma til að taka upp rappið og gera það ódauðlegt. Keppnin er ætluð ungmennum 16 ára og eldri. Þátttökugjald er 1.000 íslenskar krónur á atriði og fær hver keppandi myndband og hljóðupptöku af flutningnum. Hvar: Molinn, Hábraut 2, Kópavogur Hvenær: 20. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

PÉTUR BEN & SNORRI HELGA Vinirnir Pétur Ben og Snorri Helgason vinna nú hörðum höndum að nýjum plötum. Á tónleikunum munu þeir flytja hluta af þessum lögum í bland við þekktari lög og ábreiður. Svo er ekki útilokað að þeir flytji nokkur lög saman. Hvar: Húrra Hvenær: 25. nóvember kl. 20:00

NÓVEMBERKVÖLD MEÐ GUÐRÚNU GUNNARS Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir hefur í 30 ár verið ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar. Á þessum tónleikum hennar í Fríkirkjunni ætlar hún að flytja lög sem hún hefur flutt í gegnum tíðina og leggur áherslu á rólegu og fallegu lögin á þessu nóvemberkvöldi. Með Guðrúnu á þessum tónleikum verða þeir Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari. Miðasala á midi.is. Hvar: Fríkirkjan, Fríkirkjuvegur 5 Hvenær: 25. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: 3.000 kr.


5,-


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

NÝTT Á NÁLINNI

HLÝNUN JARÐAR GREIFARNIR Það dimmir og dimmir. Greifarnir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma örlítið meiri birtu inn í líf þeirra sem mæta þetta ágæta laugardagskvöld á SPOT. Allir þeirra helstu slagarar og fleiri til munu hljóma og ekkert slegið af. Hvar: Spot, Bæjarlind 6, Kópavogur Hvenær: 21. nóvember kl. 22:00

VINYL WEDNESDAY Tryggvi Þór Pálsson, eða Hlýnun Jarðar, eins og hann kallar sig við plötusnúning, verður á Prikinu nú á miðvikudaginn með sérvaldar plötur í farteskinu fyrir gesti staðarins. Tryggvi er meðal annars meðlimur í Fótafimi hreyfingunni og einn stjórnenda útvarpsþáttarins Plútó á FM Xtra á laugardagskvöldum.

TWISTA – OVERNIGHT CELEBRITY (BLU J TRAP REMIX) „TWISTA Í NÝJUM JAKKAFÖTUM.”

Hvar: Prikið, Ingófsstræti 12 Hvenær: 25. nóvember kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

A TRIBE CALLED QUEST – CAN I KICK IT (J.COLE REMIX) „COLE-ARINN ER LUNKINN PRÓDÚSER.”

STJÖRNUBJART ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Ágústa Sigrún Ágústsdóttir gefur út plötuna Stjörnubjart. Tónlistin á Stjörnubjart er lágstemmd, tímalaus og tær og tilvalin til að njóta í upptakti vetrar og jóla. Hún býður upp á íslenskar perlur, þjóðlög, norræn lög og sálma. Mahler og Sibelius koma við sögu ásamt þeim Benny og Birni úr ABBA en einnig er að finna nokkur ný lög sérstaklega samin fyrir Stjörnubjart. Hvar: Salurinn, Kópavogur Hvenær: 21. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: 2.000 - 2.900 kr.

STYRKTARTÓNLEIKAR REYKJALUNDAR Sjötíu ára afmælis- og styrktartónleikar Hollvinafélags Reykjalundar verða haldnir í Grafarvogskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld. Kynnir kvöldsins verður grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Á tónleikunum koma fram Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds, Hilmar Örn Agnarsson og kórar, Vala Guðna og Þór Breiðfjörð,

CHEDDY CARTER – SMOKED LAMB „HÁGÆÐA HANGIKJÖT“

Karlakór Reykjavíkur, Þórunn Lárusardóttir, Páll Óskar og Monika, Gunnar Þórðarson, Bubbi Morthens, Egill Ólafsson og Diddú. Hvar: Grafarvogskirkja Hvenær: 24. nóvember kl. 20:00 Miðaverð: 4.000 kr.

KALEO – NO GOOD „LAGIÐ BER EKKI NAFN MEÐ RENTU.”

STUÐMENN KOMA NAKTIR FRAM Stuðmenn - hljómsveit allra landsmanna - berar sig andlega frammi fyrir alþjóð og sviptir hulunni af leyndarmálum flekkaðrar fortíðar. Sögurnar, söngvarnir og kosmíska bítið í Gamla bíó. Miðasala á midi.is Hvar: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 21. nóvember kl. 21:00 Miðaverð: 5.900 kr.

KILLER QUEEN Magni Ásgeirs og félagar hans í Killer Queen taka hér fyrir öll bestu lög hljómsveitarinnar Queen og af nógu er að taka. Lög eins og Somebody to love, Don´t stop me now, We will rock you, Tie your mother down, We are the champions, The show must go on, Bohemian rapsody og fleiri. Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: 20. nóvember kl. 22:00 Miðaverð: 3.000 kr.

JADAKISS – KILL FEAT. LIL WAYNE „MORÐINGJAR MEÐ HLJÓÐNEMA.”


Á

HÚRRA

28.11.15

KL.

21:00

FORGOTTEN LORES & KÖTT GRÁ PJE

PABBAHELGI (B-RUFF & GÍSLI GALDUR) DJ-SET EFTIR TÓNLEIKA

2000KR INN MIÐASALA HAFIN Á TIX.IS


Ég hefði alveg eins geta fæðst árið 1982, 28. júlí, sem rauðhærð stúlka. Ég hefði alveg eins geta fæðst á þessum tíma, sem þessi stúlka, en ég gerði það ekki. Í stað þess fæddist ég tæpum fjórum árum seinna, árið 1986, 2. febrúar, sem dökkhærður strákur – og var það tilviljun ein sem réði því. Undanfarið hefur þetta tilviljanakennda sjálf verið mér einkum hugleikið, sérstaklega í ljósi nýliðna atburða í París. Í ljósi nýliðna atburða í París hef ég verið að velta því fyrir mér hvort að ég hefði ekki alveg eins geta fæðst sonur alsískra innflytjenda í Frakklandi; verið ágætur í fótbolta; snúið mér að smávægilegum glæpum til þess að tjá óánægju mína – og sprengt mig í loft upp í Bataclan tónleikahúsinu í París. Ég er farinn að hugsa heiminn upp á nýtt, sjáðu. Það er lausnin. Ég er byrjaður að sjá sjálfan mig alls staðar. Þetta er ástæða þess að ég fór ekki í Borgarleikhúsið í gær á fund Ágústu Evu Erlendsdóttur – nei, séra minn – fór ég heldur í Borgarleikhúsið í gær á fund mín eigin sjálfs. Ágústa er ég, og ég er Ágústa. Við erum bara ólíkar útgáfur af sama sjálfi. Við ræddum Línu Langsokk, banana, leiklist, Silvíu Nótt og áfallastreituröskun.

Ég er allt önnur leikkona núna heldur en ég var fyrir fimm árum síðan. Hvert verkefni skilur eitthvað eftir sig. Maður lærir alltaf eitthvað. Í dag finnst mér ég vera á mjög stórum vendipunkti í mínu lífi. Það er allt í endurskoðun, einhvern veginn. Og ég er að læra ótrúlega mikið í myndinni sem ég er að leika í núna ... Ég man þig ... Já, við vorum að koma frá Hesteyri, þar sem við vorum í heila viku. Ég og Þorvaldur Davíð vorum mikið saman. Við höfum verið í hláturskasti og tekið allan skalann: farið á trúnó og brotið persónurnar niður til mergðar. Það er ótrúlega gott og gefandi að fá að vinna svona djúpa vinnu, að spá í alls konar smáatriðum varðandi samband tveggja aðila, sem er verið að túlka, alveg frá grunni. Einnig að vera á staðnum þar sem karakterarnir voru – alveg út í rassgati – þannig að mér finnst ég vera að læra ómetanlega hluti akkúrat á þessu tímabili í mínu lífi. Ólafur Darri sagði að leiklistin hafi kennt honum að vera betri manneskja, eftir að hafa speglað sig í öllum þessum hlutverkum. Það er eflaust mikið til í því, en yfir í annað. Ég var að horfa á bræðiskastið sem Silvía Nótt tók í Euróvisjón og mig langaði að spyrja þig: upplifir þú einhvern tímann eins og að þú sért að leika sjálfa þig í raunveruleikanum? Eins og þú sért á sviði? (Mér er þetta tilviljunarkennda sjálf einkum hugleikið.) Að leika sjálfa mig. Hvað meinarðu?

Við komum okkur fyrir í sófanum í Borgarleikhúsinu. Ágústa var að ljúka við 91. sýninguna á Línu Langsokk og vonast eftir því að slá metið fyrir lengst varandi leikrit í sögu Borgarleikhússins. Ég var að ljúka við 3,000 sýningu leikritsins Vertu eðlilegur, þar sem ég reyni að haga mér eins og húman í samskiptum við ókunnuga. SKE: Mig langaði að byrja á Línu Langsokk. Hefur hlutverkið mótað þig á einhvern ákveðinn hátt? Ágústa Eva: Já, maður lærir alltaf eitthvað. Ég hef aldrei verið í svona stóru aðalhlutverki. Ég hef verið í barnasýningum áður og unnið með þessum leikstjóra en maður lærir svo margfalt meira á því að vera á svona stóru sviði og á því að þurfa að láta hlutina ganga upp. Sýningin væri ekki svona vel sótt ef áhorfendur finndu ekki fyrir alvöru tilfinningum: alvöru gleði og alvöru sorg. Þetta gengi ekki upp öðruvísi. En maður getur ekki verið að gera sama hlutinn í 90. skiptið og andvarpað – þá gæti maður alveg eins pakkað saman og farið heim. Það verður að nísta inn við hjartað í hvert einasta skipti, og þá nýtur maður þess betur. Þið eigið ýmislegt sameiginlegt, þú og Lína. Þið eruð hvor tveggja sterkar, umbúðalausar, rauðhærðar manneskjur: tengir þú mikið við karakterinn? Ég er ekki lengur rauðhærð! (Ágústa bendir mér á ljósu lokkana og hlær.) En jú, ég tengi rosalega mikið við Línu. Pabbi minn var líka svona sjóræningjapabbi. Hann er algjör sígauni.

Er hann sjóari? Nei, hann er nefnilega smiður og arkitekt. Hann fór stundum í verkefni og var í burtu, og á þeim tímum saknaði ég hans mjög mikið. Ég hef alltaf verið mikil pabbastelpa. Hann er mjög fyrirferðamikill karakter. Hann var, t.d., að kenna syni mínum að opna banana með því að stappa ofan á banananum. Þetta er allt svona út fyrir rammann hjá honum. (Ágústa segir að pabbi sinn og pabbi hennar Línu séu svipaðar týpur: fólk gleymir þeim hvorugum ef þau hitta þá einu sinni. Hún og Lína deila einnig óbeit á stærðfræði.) Það er eins og ég fái svefnlyf í æð ef einhver byrjar að tala um stærðfræði. Stærðfræði er fyrir þá sem skilja ekki bókmenntir ... Með hverju ári verður það ljósara fyrir mér að ég er ekki alltaf ég. Ég er alltaf að breytast og þróast. Ég vona innilega að eftir fimm ár verði ég bara einhver allt annar – að ég líti tilbaka og verði ósammála öllum þeim hugmyndum sem ég hef í dag. Listin hefur haft þessi áhrif á mig. Hefur leiklistin breytt þínum skilningi á sjálfri þér?

Það er oft svo mikið samtal á milli lífs og listar ... það sem ég meina er: Eins og þú sért að leika eitthvert hlutverk. Já, sérstaklega í svona viðtölum. Ég finn mikið fyrir því að ég sé að leika eitthvað ákveðið hlutverk. Svo er ég bara stamandi heima hjá mér. (Við hlæjum.) Það er svo oft þannig. Maður setur sig í ákveðin hlutverk, gagnvart börnunum eða foreldrum sínum. Ég er líka mjög tilfinningalega opin og pæli mikið í því hvernig maður hugsar og hagar sér. En ég finn samt sem áður fyrir miklu frelsi í Línu Langsokk. Þegar ég fæ að upplifa bara eina tilfinningu rosalega sterkt. Þó að ég sé í hlutverki þá er svo mikið frelsi innan þessa ramma. Það er skrýtið að segja frá því. Það opnast eitthvað. En varðandi Silvíu: í þeim verkefnum sem maður býr til sjálfur þá koma hlutir upp á yfirborðið sem brenna á manni, óneitanlega ... (Ágústa hugsar sig aðeins um) ... bæði hlutir sem hafa setið í manni sem manni finnst fyndnir, einfaldir hlutir sem fólk hefur sagt og manni finnst fyndnir, og maður setur það inn í þessi verkefni. Ég þoldi t.d. ekki þegar allir voru að segja „skillurru?” Það fór undir skinnið á mér. Það var markmiðið mitt að taka þessu og rústa því. (Ágústa hlær.) Ég ætlaði að troða þessu, eins og óhreinni tusku, framan í fólkið: „Finnst ykkur þetta virkilega vera fallegt!?“ Og Silvía Nótt varð þessum frasa að bana, ekki satt? Jú, algjörlega. Yay! (Ágústa fagnar.)

Já, hún hefur gert það. Maður þarf að stíga út fyrir sjálfan sig. Maður þarf að horfa á líkamann og hugann utanfrá. Maður spáir mikið í því hvernig annað fólk hugsar og er, og hvað skiptir máli. Þessar hugleiðingar hafa stöðug áhrif.

Hegðun manna og viðhorf þeirra í samfélaginu á þessum tíma voru orðin svo ótrúlega súr. Það var hellingur af fólki sem hegðaði sér eins og Silvía – og það var enginn að benda á þetta. Fólk mætti

þessum einstaklingum, sem klæddu sig svona og hegðuðu sér svona, eins og að þetta væri eðlilegasti hlutur í heiminum, að vera svona týpa – og jafnvel bara flott. Og við vorum með hökuna niðrí bringu: „eru þið að grínast!?” Ég horfði einmitt á viðtalið við Þórhall miðil; honum fannst þessi hegðun eðlileg. Honum datt ekki í hug að þetta væri leikrit. Hann samþykkti þennan raunveruleika. Einmitt, af því að þetta var ekki óalgeng hegðun eða talsmáti. Þú tókst ansi mörg viðtöl sem Silvía Nótt. Var eitthvað sem þú lærðir um viðtalslistina á þessum tíma? Já, maður getur fengið fólk til þess að gera allan andskotann. Nefndu það. Við vorum allt að því að klæða fólk í föt sem við komum með, en við gátum það ekki vegna þess að við hlógum svo mikið. Fólk var tilbúið að gera hvað sem er, setja sig í hvaða stellingu sem er. Ég kastaði hljóðnemanum aftur fyrir mig, sneri baki í fólk og tók viðtal þannig – og fólk tók því bara eins og eðlilegum hlut. (Ég þarf að nýta mér þetta, einhvern tímann.) Ég spjallaði við afa minn fyrir þetta viðtal, en hann segist vera skyggn og náttúrulæknir. Hann á það til að varpa mjög skryngilegum staðhæfingum fram. Ég sagði honum að ég væri að fara taka viðtal við þig og þá sagði hann, í sambandi við Silvíu Nótt: „Já, hún fór svolítið yfir strikið, og var vonsvikin út í sjálfa sig.” Haaa? Hann segir oft svona hluti. Stundum hefur hann rétt fyrir sér, stundum ekki. Mig langaði að forvitnast hvort að það sé eitthvað til í þessu hjá honum? Ég var ekki ósátt með neitt sem við gerðum. En á tímabili var svo mikið af fólki með mikið af skoðunum. Ákvarðanir voru teknar sem voru ekki í takt við karakterinn hennar Silvíu. Fyrsta prinsippið okkar var að gera aldrei neitt sem Silvía myndi ekki gera. Silvía Nótt hefði t.d. aldrei veitt eiginhandaráritanir á Esso, sem var einhver ákvörðun sem einhver tók sem var allt í einu farinn að vinna með okkur. Það var uppi fótur og fit. Þetta er eitthvað sem hún hefði aldrei, á þessum tímapunkti, gert. Hún hefði aldrei farið á einhverja skíta bensínstöð til þess að gefa börnum eiginhandaráritun – hún þolir ekki börn. Hún átti aldrei að verða átrúnaðargoð barna. Þannig að þetta stakk okkur svolítið, bæði vegna þess að þetta rímaði ekki við hennar prinsipp, og út frá siðferðilegu sjónarmiði einnig: hún átti aldrei að vera fyrirmynd fyrir börn. Alls ekki. Við urðum ráðþrota, og vorum komin í mjög erfiða aðstöðu. En bróðir minn stakk upp á mjög fyndinni lausn: að senda tvífara á staðinn. Ingvar E. lék Rómeó og Ólafía Hrönn kom í staðin fyrir Silvíu Nótt. En það voru nokkrar mæður sem fóru í móðursýkiskast, grenjuðu og öskruðu, og hleyptu öllu upp. Tökumennirnir komu til baka skjálfandi, það perlaði af þeim svitinn. Það fóru svo margir í uppnám. Íslendingar taka öllu svo persónulega. Já, við vorum einnig hörð á því að þetta væri Silvía, bökkuðum ekkert með það. En þetta slapp. Þetta var


„ÉG ER Á MJÖG STÓRUM VENDIPUNTKI Í MÍNU LÍFI. ÞAÐ ER ALLT Í ENDURSKOÐUN – OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA ÉG SJÁLF.“


10

HVAÐ ER AÐ SKE samt algjör sprengja, sem sprakk eins og grískur harmleikur baksviðs eftir Euróvisjón – mjög fallegur og vel heppnaður harmleikur. Horfðir þú á bardagann um helgina? Já. Hvað fannst þér um þetta? Það var öskrað svo mikið að ég þurfti að halda fyrir munninn á fólkinu svo að barnið mitt myndi ekki vakna. Það hefur aldrei verið öskrað jafn hátt yfir neinum UFC bardaga. Sástu þetta? (Ég segist einungis hafa séð endursýninguna. Ágústa segir að Ronda sé ekki „striker” í grunninn. Hún hafði fylgst með nokkrum æfingamyndböndum og Ronda hefur, að hennar sögn, alltaf litið skuggalega vel út. Í bardaganum var hún hins vegar að gera mjög skringilega hluti, eins og að vera með olnbogann útstæðan, sem dregur talsvert úr höggþunganum. Það bjóst enginn við því að Holly myndi sigra. Ágústa segist hafa séð einn bardaga með henni og hafði mikla trú á henni, en hún hafi ekki verið eins dóminerandi og hún bjóst við. Ágústa spáði því að Holly yrði bara lamin í stöppu.)

og segja mér frá öllu því sem þær voru að gera – og þær voru í Hveragerði. Og það var allt að gerast í Hveragerði. Og svo flutti ég til Hvolsvallar; Hvolsvöllur var standandi partí miðað við Noreg.

aldrei upplifað mig eins sterkt í hlutverki eftir þetta.

Það segir ýmislegt um Noreg. Þú sagðir einhvern tímann líka: Ekki flytja til London, það er ömurlegur staður ...

Þetta atvik er engan veginn jákvætt, á neinn hátt. Ég er ennþá brjáluð út af þessu. En maður lærir það sem maður lifir, en það gerist eitthvað innra með manni þegar maður lendir í svona hrottafenginni reynslu, þar sem maður er að bíða eftir því að ljósin slökkna. Ég trúi því að í hvert skipti þegar maður kemur sér í vesen; alltaf þegar einhver „mistök” eru gerð; alltaf þegar eitthvað gerist sem á ekki að gerast – og ég hef upplifað þetta á sviði – að þá geta stórfenglegir hlutir gerst. En maður þarf að berjast fyrir því sjálfur – því að það gerir það enginn fyrir þig. En svona atburðir geta alveg eins slegið mann út af laginu; það er allt undir manni sjálfum komið hvað gerist. Þetta hefur verið mjög skrýtið. Ég er ennþá líkamlega heft eftir þetta. Ég marðist mjög illa innan á kviðveggnum og svoleiðis meiðsli taka mjög langan tíma að gróa. Það þýðir það að ég get ekki gert það sem ég ætlaði að gera og þarf að taka færri verkefni að mér. En mér finnst ég vera að styrkjast með hverjum degi sem líður. Ég er að láta tímann klappa mér.

Þetta er eflaust röng leið til þess að orða þetta: En heldurðu að þetta hafi gert þér gott?

Holly spilaði þetta líka svo rétt. Mér finnst líka fallegt að sjá svona hógværa og fallega manneskju verða að meistara – að taka þetta af Rondu sem er svo leiðinleg. Það hata hana allir sem hafa nokkuð tímann keppt við hana. Anna Soffía, sem hefur keppt við Rondu í júdó, segir að hún sé rómuð sem fantur og sé mjög illa liðin. Hún er ótrúlega einbeitt og vægast sagt mjög leiðinleg við fólkið í kringum sig – sem er andstæðan við Holly. Það er eitthvað fallegt við það að sjá svona manneskju gera þetta svona auðveldlega, sem öðrum virtist ómögulegt. Þú sagðir einu sinni að Norðmenn væru líflausasta fólk sem þú hefur haft afskipti af um ævina. Er þetta rétt? Já ... (Ágústa hlær.) Hvaðan kemur þetta? Hvar fékkstu þetta? (Ég segist vinna mína undirbúningsvinnu. Einnig afhjúpa ég eigin fordóma gagnvart Dönum, sem eru alltaf rómaðir sem mjög hresst fólk – en hafa ekki verið það í mínum kynnum, ekkert sérstaklega.)

(Ágústa springur úr hlátri.) ... allt týnda og skemmda fólkið fer þangað. Þetta er eins og mennskt holræsi að búa í. Hvaða saga býr að baki þessarra orða. Ég bjó í London í eitt ár. Voðalega eru menn að grafa ... Undirbúningur. En þetta er alveg satt. Það er fínt að ferðast til London. En ef þú ert venjuleg manneskja og ert ekki milljónamæringur þá hefur þú líklegast ekki efni á því að búa í miðbænum. Ég bjó á nokkrum stöðum í London og upplifði mig í lífshættu á hverjum degi. Það var alls konar fólk að reyna toga mann hingað og þangað inn í húsasund. Menn að reyna að króa mig af. Svo var skotárás fyrir utan húsið mitt. Það var mikil fátækt og mikil brenglun í gangi þarna. Þetta er orðið afar þunglyndislegt viðtal. Lífið er þunglynt. En ég mæli engan veginn með London. Það er mikið af annarlegum hvötum hjá fólkinu sem býr þarna.

Ég bjó í Noregi í hálft ár þegar ég var 11 ára. Og ég græt ennþá þetta tímabil. Ég grét mig í svefn: „Ég vil fara til pabba!” Mamma neyddist til þess að senda okkur systkynin heim. Við ætluðum að vera í ár en vorum bara í hálft ár. Við bjuggum í Notodden. Kobbi, sem er tökumaður í myndinni Ég man þig, hefur búið í Noregi í 15 ár, og þegar ég var að segja honum frá Notodden og var að syngja fyrir hann lögin sem ég hafði lært þá varð hann grænn í framan. Þetta er einhvers konar biblíubær. Það var mikið um Jesúlög og borðbænir.

Það hljómar ekki vel ... Mig langar að ræða atvikið á Löður í sumar (Ágústa klemmdist á milli bílskúrshurðar og húdds, og var ekki lang frá dauðans dyr). Sjálfur hef ég lent í svona aðstæðum þar sem maður er þakklátur fyrir að vera á lífi. Allt verður svo dýrmætt eftir svona upplifun. En það er svo erfitt að viðhalda þessu þakklæti. Þessi tilfinning fjarar út. Upplifir þú það sama?

Það hljómar alls ekki vel.

Það er í rauninni tilviljun að ég er á lífi. Svo er líka reiði sem situr eftir. Ég var þarna ein, bjargarlaus, í tvær mínútur, öskrandi, að bíða eftir því að það myndi líða yfir mig – eins og þetta væri atriði úr einhverri splatter mynd. Ég er ennþá að jafna mig, bæði andlega og líkamlega. Það hefur ótrúlega mikið breyst við þennan atburð.

(Ég er trúleysingi, ömmu minni til mikils ama.) Krakkarnir, allir með tölu, voru gjörsamlega andlega bældir. Það var engin spenna eða þörf fyrir útrás af neinu tagi. Eftir skóla þá gerði enginn neitt. Það fóru allir með sinni fjölskyldu og borðuðu allir á sama tíma og kveiktu í arninum á sama tíma. Þegar það var boðið í afmæli þá máttirðu velja á milli þess að koma með pening eða nesti, þ.e.a.s. að borga fyrir veitingarnar eða koma með þitt eigið nesti. Nei ... Það var ekkert félagslíf og ekkert stuð. Svo voru vinkonur mínar alltaf að senda mér kassettur

Nei, ég upplifi mig ennþá í þessum aðstæðum.

Maður hefur lent í einhverjum áföllum, kannski ekki í líkingu við þetta, en maður hefur hugsað á þeim tímum: „þetta mun yfirbuga mig.” En svo líður tíminn og maður lítur til baka og hugsar: „Þetta var hræðilegt þegar þetta var í gangi en ég er betri og sterkari manneskja fyrir vikið.” Það er eflaust hollt að hugsa það þannig, ef maður getur. Já, það er rétt. En það eru líka hlutir sem ég á sjálfri mér að þakka, og ég finn ákveðinn styrk í því að þetta er líka mér að þakka að ég skuli vera á lífi. Að ég hafi verið iðin við að rækta líkama minn, annars hefði ég ekki getað tórað í þennan tíma. Ég hefði ekki getað öskrað. Næsti maður hefði komið að mér í tveimur hlutum – það er bara þannig. Þetta er rosalegt. Og ég á þessum manni allt að þakka – að barnið mitt skuli ekki vera móðurlaust. En hann er stór manneskja og vildi ekki þiggja neitt í staðinn fyrir að hafa bjargað mér. Ég á honum allt að þakka.

Finnst þér þú vera heppin?

Þú sjálf þá? Ég og vinnan líka, líkaminn, hugurinn. Í rauninni er það tilviljun að ég skuli vera hérna og þá rankar maður við sér. Samkvæmt öllu ætti ég ekki að vera hérna. Er allt eins og ég hefði viljað skilja við það? Ég er á mjög stórum vendipuntki í mínu lífi. Það er allt í endurskoðun – og þá sérstaklega ég sjálf. Hvernig ég hef lifað mínu lífi. Líka það að komast út úr þessari áfallastreituröskun, sem er ennþá að hrjá mig. Ég hef

Er eitthvað sem þig langar að bæta við að lokum. Eru einhver fleiri lönd sem þig langar að smána? (Ágústa hlær.) Nei, nei. (Ég slekk á diktafóninum og Ágústa talar aðeins um ömmu sína sem fékk fálkaorðu fyrir að bjarga ofurölvuðum íslenskum ungmennum í Grjótarþorpinu á sínum tíma. Hún segist finna til mikillar löngunar til þess að skrá niður sögu fjölskyldu sinnar. Ég segi henni að langafi minn hafi verið einkaþjónn William Randolph Hearst (sem kvikmyndin Citizen Kane byggist á). Við ræðum mögulegt samstarf í heimildarþáttageiranum, en það er mikið af mögnuðum íslenskum sögum sem á eflaust eftir að skrásetja. Svo kveð ég Ágústu eins og ég sé að kveðja sjálfan mig. Heimurinn væri betri staður, sæjum við sjálf okkar í öðrum.)


Gjafakort

Borgarleikhússins gjöf sem lifnar við Gjafakortið er í fallegum umbúðum. Gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. Sérstök jólatilboð Mamma Mia Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af

Njála Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu.

Leikhúskvöld fyrir sælkera Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð

12.900 kr.

12.200 kr.

12.500 kr.

MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS


12

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

THE VALLEY (DALURINN) The Valley (Dalurinn) er nýtt íslenskt dansverk eftir þær Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur í samstarfi við Sveinbjörn Thorarensen tónlistarmann og Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur. Dalurinn er staður þar sem manneskja og vél hafa runnið saman og mörkin á milli hins náttúrulega og þess gervilega eru horfin. Dalurinn er staður tvöföldunar og afrita, þar sem tveir verða að einum áður en þeir klofna og margfaldast aftur, svo óljóst verður hvar einn hluti endar og annar hefst. Með dvölinni í dal hins kynlega, á óljósu gráu svæði, draga þær fram þá tvöföldu merkingu sem felst í hugmyndum um vélræna menn, lífrænar vélar, gervináttúru og tilbúna garða. Þessi tvöfalda merking ýtir burt sefandi þægindunum sem felast í fullkomnu samræmi, fullkominni stærðfræðilegri reglu og tilhneigingu mannsins til að hafa stjórn á náttúrulegum fyrirbærum.

KONUBÖRN Hvað gerir maður við líf sitt þegar maður er hvorki barn né kona. Hvenær verður maður eiginlega fullorðinn? Er það þegar maður hættir að borga barnagjald í sund? Eða þegar maður fermist? Eða þegar maður hættir að skammast sín fyrir að kaupa túrtappa? Eða er það þegar maður er farin að nota orð eins og meðvirkni og öll boð sem maður fer í eru með sushi og kampavíni og allir eru að tala um áhrif hrunsins. Konubörn er frábært nýtt leikrit eftir sex flottar stelpur. Einlægt, fyndið og svo satt! Hvar: Gaflaraleikhúsið Miðaverð: 2,500 kr.

RDF mun gefa 50% af innkomu nóvemberhátíðarinnar til samtakanna Light House Relief, sem aðstoðar flóttamenn við eyjuna Lesbos í Grikklandi. Fyrir nánari upplýsingar, heimsækið: www.lighthouserelief.org Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 2,500 – 2,900 kr.

LÍNA LANGSOKKUR ÖSKUFALL Stúdentaleikhúsið frumsýndi leikritið Öskufall 12. nóvember síðastliðinn. Öskufall er leikrit byggt á ævintýrinu um Öskubusku og er skrifað og leikstýrt af Tryggva Gunnarssyni. Í verkinu setur Stúdentaleikhúsið upp kynjagleraugun og skoðar hvernig tilvist Öskubusku hefur áhrif á samfélagið. Það getur enginn verið fullkominn eins og hún, sem betur fer. Hún hefur neikvæð áhrif á konur jafnt og karla: Hún er óraunhæf, persónuleikalaus – en gullfalleg. Er fegurðin það eina sem skiptir máli? Leikritið er hressandi, skemmtilegt og fyndið. Söguhetjur ævintýrsins, sem áður hafa verið í aukahlutverki, fá loksins að njóta sín. Hvar: Gömlu kartöflugeymslunum við Rafstöðvaveg Miðaverð: 2,500 kr. (2,000 kr. fyrir nema)

Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað. Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4,750 kr.


H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


14

HVAÐ ER AÐ SKE

Philips Ambilight 2015 Philips Hue ljósaperusett og Gigaset 8” spjaldtölva að verðmæti 45.000 kr. fylgja þegar keypt er Philips Ambilight 2015 sjónvarp. Gildir meðan birgðir endast.

með Android

www.ht.is - SJÁ ALLT VÖRUÚRVALIÐ - www.ht.is - ÞÚSUNDIR VÖRUTEGUNDA - www.ht.is - FRÁBÆR TILBOÐ - www.ht.is - SJÁ ALLT VÖRUÚRVALIÐ


15

HVAÐ ER AÐ SKE

2015-2016 BEST BUY TV Philips 55PUS7600

ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

HÁDEGISLEIÐSÖGN: LISTAMENN KVENNATÍMA HÉR OG NÚ ÞRJÁTÍU ÁRUM SÍÐAR Á sýningunni Kvennatími eru til sýnis ný verk eftir á þriðja tug kvenna, en það eru sömu konur og tóku þátt í sýningunni Hér og nú á Kjarvalsstöðum árið 1985. Konurnar sem valdar voru til þátttöku árið 1985 voru margar rétt að hefja ferilinn en aðrar höfðu verið virkar í sýningarhaldi á liðnum áratug. Hugmyndin að baki sýningunni er að fylgja þessum hópi kvenna eftir og grennslast fyrir um hvað þær eru að fást við í listsköpun sinni um þessar mundir. Í ljósi þess að sýningin brúar jafnframt þrjátíu ára bil, er skyggnst eftir „tíma“ kvennanna með því að veita innsýn í sköpunarferli og aðferðir hvers og eins listamanns. Hvar: Kjarvalsstaðir, Flókagata Hvenær: 27. nóvember kl: 12:00 Aðgangseyrir: 1.400, ókeypis fyrir Menningarkortshafa.

SÝNINGARSTJÓRASPJALL ÓLÖF K. SIGURÐARDÓTTIR Ólöf K. Sigurðardóttir, fyrrverandi forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri sýningarinnar Eiríkur Smith – Á eintali við tilveruna, mun ræða við safngesti um sýninguna. Listmálarinn Eiríkur Smith (f.1925) á að baki langan og farsælan feril. Hafnarborg varðveitir fjölda verka eftir Eirík en árið 1990 gaf hann safninu hátt á fjórða hundrað verka eftir sig, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Ferill Eiríks Smith skiptist í tímabil sem eru ólík innbyrðis um leið og þau eru hvert um sitt mikilvægt innlegg í íslenska listasögu. Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: Sunnudaginn 29. nóvember kl: 15:00

LHÍ EINKASÝNINGAR NEMENDA Á 3. ÁRI Í MYNDLIST Þessa dagana stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 30 sýningar. Á hverjum mánudegi og fimmtudegi frá 9. nóvember - 11. desember opna þrjár einkasýningar nemenda á mismunandi sýningarstöðum í listaháskólanum Laugarnesi; í Naflanum sem er inn í miðju skólans, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Skúrnum sem sendur fyrir utan húsið austanmegin. Opnanir eru frá kl.17 mánudaga og fimmtudaga. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn Auðarson Jónsson, Sindri Leifsson og Finnbogi Pétursson.

MÁNUDAGUR 23. NÓV GÍSLI HRAFN MAGNÚSSON, INDRIÐI ARNAR INGÓLFSSON, OTTÓ ÓLAFUR OTTÓSSON

FIMMTUDAGUR 26. NÓV EGILL LOGI JÓNASSON, MINA TOMIC, SALVÖR SÓLNES Hvar: Listaháskólanum Laugarnesi; Naflinn sem er inn í miðju skólans, Kubburinn á annari hæð og í Skúrnum Hvenær: 23. nóvember og 26. nóvember 2015 kl: 17

REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL Reykjavík Dance Festival (RDF) lætur ekki deigann síga og býður upp á sannkallaða dansveislu dagana 19. - 21. nóvember. Á hátíðinni að þessu sinni gefst dansáhugafólki meðal annars tækifæri til að sjá frumsýningu á verkinu The Valley eftir þær Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur og danshópurinn Rebel Rebel mun flytja verkið A Retrospective sem var frumsýnt í ágúst síðastliðnum. Hátíðin býður einnig upp á hágæða erlend dansverk, eftir þau Daniel Linehan og Mette Edvardsen, en bæði vinna þau á mjög áhugaverðan hátt með tungumálið í tengslum við kóreógrafíu.

RDF KYNNIR: HÁTÍÐARPASSI Fyrir þá sem hyggjast sjá allar sýningar RDF nú í nóvember, þá býður hátíðin til sölu sérstakan hátíðarpassa á hátíðarverði, einungis 4.000 krónur fyrir miða á öll verk RDF. Fyrstur kemur - fyrstur fær - Takmarkað magn! Athugið að kaup á passa staðfestir ekki miða á einstaka sýningar, gestir skulu hafa samband við miðasölu Tjarnarbíós á netfangið midasala@tjarnarbio.is til að staðfesta miða á einstaka sýningar og sýna fram á kvittun fyrir kaupum á passa. RDF mun gefa 50% af innkomu nóvemberhátíðarinnar til samtakanna Light House Relief, sem aðstoðar flóttamenn við eyjuna Lesbos í Grikklandi. Fyrir nánari upplýsingar, heimsækið: www.lighthouserelief.org Hvar: sjá: http://www.reykjavikdancefestival.com/ Hvenær: 19. - 21. nóvember 2015 Miðasala: http://midi.is/leikhus/1/9306/RDF_passi


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

MINNINGARDAGUR TRANS FÓLKS Dagurinn er haldinn víða um heim og var fyrst haldinn 1998 af Gwendolyn Ann Smith til að minnast Ritu Hester sem var myrt í Allston, Massaschusetts í Bandaríkjunum. Trans-Ísland hefur undanfarin ár efnt til viðburðar og tengt við íslenskan veruleika. Trans fólk verður fyrir miklum fordómum hérlendis annarsvegar í formi fordóma, mismununar og jafnvel ofbeldis vegna sinnar kynvitundar. Dagurinn er því ekki einungis haldinn til að vekja athygli á og minnast þeirra sem verða fyrir hræðilegum fordómum erlendis, heldur líka hérlendis. Hvar: Ráðhús Reykjavíkur Hvenær: 20. nóvember kl. 16:30 Miðaverð: Frítt

MYNDBANDAKERFI FJÖLBÝLISHÚSA #1 Að lotuglápa (e. binge watch) á gott stöff er góð skemmtun. Að sökkva sér ofan í góðar þáttaraðir, framhaldsmyndir eða bara eitthvað myndefni í ákveðnu þema í marga klukkutíma þar til að hver fruma í líkama þínum er orðin samofin söguþræðinum og veruleikinn skiptir ekki lengur máli. Boðið verður upp á slíkt þema, á Húrra, mánaðarlega á sunnudagskvöldum undir heitinu MYNDBANDAKERFI FJÖLBÝLISHÚSA. Einn listrænn stjórnandi eða glápstjóri velur efni en fyrsti glápstjórinn er Hugleikur Dagsson, myndlistamaður, uppistandari og atvinnunörður.

TWEET KYNSLÓÐIN

MUSICQUIZ Á FREDERIKSEN Frederiksen Ale House, ætlar að byrja Quiz kvöldin sín á sjóðandi heitu tónlistar Quizi á neðri hæð staðarins. Hvar: Hafnarstræti 5 Hvenær: 19. nóvember kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

DRAG-SÚGUR Drag-Kabarett með meiru! Fjölbreytt skemmtiatriði; Dragdrottningar, sirkus, lifandi tónlist, grín, glens og glimmer! Fram koma meðal annars Gogo Starr, Dragdrottning Íslands 2015, Jonathan Duffy, grínisti frá Ástralíu og fleiri ástsælir hýrlingar sem leika listir sínar þetta kvöld. Kirsuberið á toppnum er enginn annar en poppdívan, Páll Óskar. Hvar: Gaukurinn Hvenær: 20. nóvember kl. 19:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Ekkert sem trappar fössara niður eins og góð ferð til tannlæknisins. @Bragi Valdimar

What? Eru dyraverðir á skemmtistöðum á Íslandi mögulega litlir kallar með brotna sjálfsmynd og eitthvað valdþorstablæti? Það er crazy talk. @HrafnJonsson

Dagur íslenskrar tungu. Dagurinn sem íslenskukennarar fara í sleik. @ThorsteinnGud

Á Götubarnum í gær tók stelpa af mér derhúfuna og sagði yo,yo,yo whats up in the house. @DNADORI

Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 22. nóvember kl. 19:00 Miðaverð: Frítt

SNEAKYCARDS AFMÆLISHÁTÍÐ ÍSHÚSS HAFNARFJARÐAR Íshús Hafnarfjarðar fagnar eins árs afmæli helgina 21.-22. nóvember. Vinnustofur verða opnar bæði laugardag og sunnudag, af því tilefni, fyrir gesti og gangandi. Íshús Hafnarfjarðar var eitt sinn frystihús við Hafnarfjarðarhöfn en hefur nú verið endurnýjað sem húsnæði fyrir breiðan hóp hönnuða, iðnaðar- og listamanna. Vinnuaðstöður um 30 hönnuða eru í húsinu sem fást við ólík viðfangsefni, eins og keramik hönnun, trésmíði, textíl hönnun og hnífasmíði. Hjónin Ólafur Gunnar Sverrisson og Anna María Karlsdóttir eru forsvarsmenn þessa nýsköpunarkjarna sem hefur blómstrað gríðarlega á þessu fyrsta ári. Hvar: Strandgata 90, Hafnarfjörður Hvenær: 21. - 22. nóvember kl. 12:00 - 18:00 Miðaverð: Frítt

Markmið þitt, takir þú það að þér, er að verða gleðiútsendari sem dreifir skemmtilegheitum og spennu til grunlausra samborgara þinna. Inni í þessum kassa eru spil sem hvetja til sköpunargleði, útsjónarsemi og að verðlauna hugrekki. Þú gætir þurft að heimta ljósmynd af þér með ókunnugum, gefa einhverjum ókunnugum gjöf eða halda þrumuræðu í lyftu fyrir framan ókunnuga. Kláraðu hvert verkefni og gefðu síðan spilið til þess sem óafvitandi tók þátt í því með þér. Sá er nú byrjaður að spila sjálfur. Eftir því sem þú klárar fleiri verkefni því fleiri leikmenn gætu verið að spila spilið þitt. Og þú getur fylgst með hvar þau enda. Sneakycards er stórskemmtilegt og hæfilega kjánalegt spil sem er tilvalið fyrir t.d ratleiki, skemmtanir og sem áhugaverð samfélagsleg tilraun. Hvar: Spilavinir, Suðurlandsbraut 48 Hvenær: 19. - 25. nóvember Nánar: www.spilavinir.is

Stundum hef ég áhyggjur af því hvað ég er dýr í rekstri, man svo hvað ég spara mikið á að fara aldrei á jólatónleika og tek gleði mína á ný. @SunnaBen

Eitt enn eftir mig. #islljóð Lífsgleði Ég á í opnu ástarsambandi við lífið; ég vil elska fleiri konur og lífið allt aðra menn. @PeturMarteinn



20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA

DANCING DEER Er við horfðum í kringum okkur uppgötvuðum við listakonuna Guðrúnu Töru Sveinsdóttur sem, ásamt myndlistinni, hannar og hnýtir skartmuni undir nafninu Dancing Deer. Hún hnýtir borða og gerir armbönd, belti, festar og hárspennur. Innblásturinn að hugmyndinni og aðferðinni á uppruna sinn í 90´s vinaböndum, sem eru bönd hnýtt í rendur, einn hnút í einu og mynda munstur. „Handmade goods to make your day brighter“ er slagorðið. Það er einhver léttir og fegurð í einfaldleikanum í þessum hlutum og þessu koncepti á tímum sem hönnun er oft svo þrungin og alvarleg. Hver gripur er handgerður af Guðrúnu Töru og tekur langan tíma í vinnslu. Hún hefur þróað tækni sína í mörg ár og hefur ekki löngun til að setja hana í framleiðslu, þó hún hafi verið spurð á stundum þegar eftirspurn hefur verið mikil, það myndi missa sjarmann og persónulega vægið. Að auki er tíminn sem fer í hvert og eitt skart mikilvægur. Böndin og spennurnar eru litrík og litasamsetningin er allskonar; stundum útpæld, stundum handahófskennd og útlitslega eru þau eins konar samsuða af japanskri götutísku, kitch og ethnic handavinnu. Það er hægt að imynda sér Chloé Sevigny í Gummo með svona band en einnig litríka Harajuku stelpu með fullt af þeim á sér í einu. Böndin voru til sölu í Kron Kron fyrir nokkrum árum en síðan þá er aðeins hægt að nálgast þau eftir pöntun. Þau munu verða til sölu á pop-up mörkuðum og eru einnig væntanleg í búð fyrir jól. Annars er hægt að finna Dancing Deer á facebook fyrir frekari upplýsingar.


PLUSMINUS

OPTIC Smáralind

10 ára SJÁIÐ UPPLIFIÐ NJÓTIÐ

PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október

www.plusminus.is


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

BEELINE

CAST GENII

Leiðsögutæki sem tengt er þráðlaust við símann þinn og nýtist við Google Maps. Fallega hannað, högg-og veðurþolið með lýsingu. Passar á öll hjól, einfalt að taka af og geyma í vasa eða tösku. Vísir þér einfaldlega leiðina með ör og sýnir um leið vegalengd.

Þessi snilldargræja gerir þér og þínum kleift að horfa saman á íþróttaleiki, uppáhalds þáttinn ykkar eða bíómyndina. Það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í heiminum þú getur hvar sem er boðið þínum bestu að horfa með þér og átt í samskiptum við þau um leið.

Nánar https://beeline.co/

Nánar http://www.castbygenii.com/

PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS

GRAMOPHONE GRAMOVOX Nú er búið að endurhanna grammófóninn á undurfallegan hátt með hágæða hljóði. Lúðurinn er úr stáli og umgjörðin úr hnotu. Hlustaðu á Rokk, Popp, Hip-Hop eða raftónlist á grammófón. Hægt að tengjast með Bluetooth, ásamt Micro USB og Stereo Input.

ATHENA ROAR Flest höfum við eða munum upplifa aðstæður þar sem öryggi okkar er ógnað. Ein á göngu, í strætóskýlinu, eða viðskila við vinina á djamminu. Þessi græja sem er á stærð við 10 kr á að auka öryggi fólks og gæti jafnvel bjargað mannslífum. Þú einfaldlega þrýstir á takkann og sjálfkrafa fara út skilaboð til þinna nánustu ásamt því að 85 desibíla bjalla byrjar að hringja og LED ljós byrja að blikka. Hægt að hafa um hálsinn, festa við klæðnað eða tösku. Nánar http://igg.me/at/roarforgood/x

PULSE DRONEFLY ER UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI

DJI BAKPOKI FYLGIR PHANTOM 3

Græja sem fest er á myndavélina þína og leyfir þér að vinna á hana í gegnum símann. Hvort sem verið er að skjóta myndir eða video þá færðu fullkomið frelsi til að vinna í símanum þínum í allt að 30 metra fjarlægð. Hægt að nota með nánast öllum Canon og Nikon DSLR, ásamt fleiri vélum. Appið sem unnið er í virkar á bæði iPhone og Android. . Nánar http://alpinelaboratories.com/


SHURE SE215 Hljóðeinangrandi, þægileg og nett heyrnartól. SE215 heyrnartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með þéttum bassa. Heyrnartólin eru fáanleg í hálfgagnsæum- og svörtum lit.

“Basically, the Shure SE215 is a steal.”

QQQQ www.pcmag.com


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

ROADHOUSE LAUSGYRTUR KÚREKI Enska orðið „roadhouse“ útleggst á íslensku sem „veitingastaður við þjóðveg.“ Og þegar ég hugsa um „roadhouse“ þá kemur ákveðinn staðalímynd upp í huga mér: ég sé fremur einmanalega byggingu sem situr við þjóðveg og þjóðvegurinn sker eyðimörkina í tvennt – teygir sig eins langt og augað eygir í suður og norður. Fyrir utan veitingastaðinn er einn vöruflutningabíll og lausgyrtur kúreki stendur fyrir utan hurðina og reykir. Kannski er þessi kúreki Patrick Swayze (hann lék í Roadhouse árið 1989), kannski bara alþýðlegur Kani með kúrekahatt. Þessi staðalímynd á lítið skylt við íslenska veitingastaðinn Roadhouse. Íslenski veitingastaðurinn Roadhouse er ekki einmanaleg bygging sem situr við þjóðveg, heldur er veitingastaðurinn hluti af röð bygginga sem stendur við Snorrabraut, í miðborg Reykjavíkur. Þegar ég kom að dyrum Roadhouse sá ég engan lausgyrtan kúreka heldur – bara furðulegt listaverk sem ég botnaði lítið í. Innan dyra var stemningin meira sannfærandi. Þarna voru viskíflöskur á veggnum; gömul tímarit í hillunum; „vintage innréttingar“; og það var einhver amerískur blær sem seytlaðist út úr veggjunum. Afgreiðsludaman vísaði mér og kollegum mínum til borðs og rétti okkur þrjá matseðla. Ég gat ekki hugsað mér annað en að panta mér rif eða hamborgara. Ég gat ekki hugsað mér annað en að panta mér rif eða hamborgara sökum þess að ég var á stað sem heitir Roadhouse – þá fylgir maður ákveðnum siðvenjum, amerískum siðvenjum: maður fær sér rif eða börger. Ég spurði afgreiðsludömuna álits og hún mælti með Le Chef hamborgaranum: hvítlauksbakaðir sveppir, svissaður laukur, beikon, óðalsostur og estragon majó. Þetta hljómaði alls ekki illa. Ég sló til. Er við biðum eftir matnum hellti ég smá Pepsi á gólfið til minningar um Patrick Swayze, og fiktaði í skryngilegri vekjaraklukku frá níunda áratugnum. Ég gleymdi umheiminum. Svo komu börgerinn og franskarnar. Franskarnar voru, ef mér skjátlast ekki, tvísteiktar og voru einstaklega ljúfar, stökkar og ferðuðust saman í stórum hóp; þarna var ekkert verið að spara. Hvað börgerinn varðar þá var hann óneitanlega gómsætur. Þessi estragon majó sósa setti strik sitt á reikninginn og beikonið var fullkomið. Ég stútaði þessum börger eins og að hann hefði sængað hjá mömmu minni. Svo gerði ég upp og gekk út, vegvilltur á Snorrabrautinni. Var ég ekki í Arizona? Orð: Skyndibitakúrekinn

DONS DONUTS ÓÆÐRI HVATIR Dons Donuts er staðsett á afar heppilegum stað. Frá lögreglustöðinni gæti maður jafnvel kastað kókflösku og hæft vagninn án þess að togna (Hlemmur). Að starfrækja kleinuhringjavagn við hliðina á lögreglustöð er jafnt við að opna McDonald’s fyrir utan fitubúðir (fat camp); að selja álpappír fyrir utan geðveikrahæli; eða reka vændishús inni á Alþingi. Dons Donuts ýtir undir óæðri hvatir lögreglumannsins. Með öðrum orðum þá þykir okkur þetta einkum snjallt viðskiptamódel: skynsamt, hagsýnt og viturt. Fyrir nokkrum dögum síðan heimsótti SKE Dons Donuts, og pöntuðum við 6 kleinuhringi ásamt bolla (plastmáli) af kakói. Þetta voru ekki kleinuhringir með hefðbundnu sniði; þetta eru dvergslegir kleinuhringir, nýbakaðir og volgir, sem hvíla á einhvers konar pappírsdiskum og velur viðskiptavinurinn sósu og ýmis konar kurl og ofanálag. Þar sem við erum óákveðnir menn, algerlega ófærir um að hafa umsjón með eigin sjálfi, þáðum við ráð hjá einum af eigendum vagnsins. Mælti hún með því að við sulluðum karamellusósu yfir hringina ásamt smá kanil og einhvers konar súkkulaði-lakkrís sælgæti – og talaði hún, augljóslega, af mikilli reynslu. Við kláruðum kleinuhringina og sleiktum pappírsdiskana eins og flokkur af hvatvísum rökkum. Aldrei fyrr höfum við verið jafn sammúðarfullir í garð lögreglumanna. Orð: Ragnar Tómas



26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

KYRRÐARVAKA JÓGA OG HUGLEIÐSLUHELGI Ásta Arnardóttir heldur jógahelgi í þögn sem er frábært tækifæri til að næra andann, stunda jóga og hugleiðslu í kyrrlátu og fallegu umhverfi. Í boði verður jóga, hugleiðsla, jóga nidra, kyrrðargöngur í náttúrunni, möntrur, gómsætt grænmetisfæði, heitur pottur, fræðsla og hvíld. Djúpnærandi iðkun sem gefur kærleika og frið inní aðventuna. Hvar: Skálholtsbúðir Hvenær: 27-29 nóvember Skráning: yoga@yogavin.is Verð: 35.000 kr.

POWER JÓGATÍMI VINNUSTOFA Jógastöðin Sólir fær í heimsókn til sín jógakennarann og sálfræðinginn Ninu Kristine Alstrup til að leiða vinnustofu og krefjandi power jógatíma. Þessi viðburður verður blanda af vinnustofu og krefjandi power jógatíma þar sem nemendur fá tækifæri til þess að læra eitthvað nýtt, svitna og huga að fjölbreyttum stöðum. Fókusinn er settur á samstillta öndun og hreyfingu þar sem áhersla verður lögð á tækni í krefjandi stöðum, til dæmis handstöðum. Hvar: Sólir, Jóga og heilsusetur, Fiskislóð 53-55 Hvenær: Laugardaginn 21. nóvember, kl. 13:00 – 15:00 Skráning: stundaskrá á www.solir.is Verð: 2.200kr. fyrir alla (meðlimi og drop-in’s)

FRÁ LOFTI Í VIÐ Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands efna til fræðslufundar um áhrif skóga á gróðurhúsalofttegundir. Arnór Snorrason skógfræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Frá lofti í við - áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“ Losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið og afleiðingar sem sú aukning kann að hafa á loftslag hefur verið mörgum hugleikin. Á Íslandi hafa farið fram rannsóknir á bindingu kolefnis með skógrækt til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda og mun Arnór ræða framtíðarmöguleika í erindi sínu. Hvar: Salur Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 Hvenær: 23 nóvember kl 19:30 Verð: 750 kr.

HEILSUFÆÐAN SÚKKULAÐI Lærðu af hverju þú ættir að borða dökkt súkkulaði, heilsunnar vegna, á skemmtilegu námskeiði um töfra súkkulaðis. Ásdís grasalæknir heldur fræðslu um heilsueflandi áhrif þess á líkamann og fer yfir uppáhalds súkkulaðiuppskriftir sínar, kökur og konfekt. Þátttakendur fá að smakka lífrænt súkkulaði, fá uppskriftarhefti og 10% afslátt í verslun Gló eftir námskeiðið. Hvar: Gló í Fákafeni Hvenær: 19 nóvember 19-20:30 Skráning: glo.is, námskeið og fyrirlestrar Verð: 4000 kr.


gerðu tónlist á

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

makkann þinn

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

TWIG FYRIR ALIAS Japanski hönnuðurinn Oki Sato hannaði þessa fallegu stóla fyrir ítalska fyrirtækið Alias. Efniviðurinn er ál, plast og viður og stólanir koma í nokkrum útgáfum bæði með mismunandi örmum og ólíkri blöndun efniviðar.

MINIM+AID FYRIR SUGITA ACE Japanska hönnunarfyrirtækið Nendo hefur hannað fyrir Sugita Ace, hjálparbúnað til að vera viðbúinn náttúruhamförum. Búnaðurinn hefur að geyma lukt, vatn, flautu, útvarp og klæði. Alls staðar í heiminum getur Móðir Jörð gert vart við sig og þá er best að vera viðbúinn! Nánar

Nánar http://alias.design/

KIM FISHER Lifandi list á veggnum. Hannað fyrir plöntur sem passa sérstaklega í rammann með mosa, steinum og mold. Ramminn er tæplega 56 cm í þvermál og tvær plöntur koma með. Nánar https://www.etsy.com/uk/shop/KimFisherDesigns

http://www.nendo.jp/en/works/ minimaid/

QUINNY LONGBOARDSTROLLER Hversu gaman verður að rúlla saman niður Laugaveginn. Kerruframleiðandinn hefur hannað þessa snilldar kerru sem er áföst við langbretti. Quinny er annt um að stuðla að hreyfingu foreldris og barns og gerir í leiðinni foreldrum kleift að komast aðeins hraðar. Hægt að leggja auðveldlega saman og bera með sér. Nánar http://www.quinny.com/longboardstroller/

Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

DAVIDE DI MICHELANGELO THE TABLE MUSEUM Nú er búið að gefa út nokkrar útgáfur af frægustu styttum okkar tíma. Davíð, Hugsuðurinn og Venus eru nú orðnar hreyfanlegar og tilbúnar upp í hillu. Koma aðeins í takmörkuðu upplagi. Hægt er að forpanta Davíð sem kemur þá í hús í kringum maí 2016 Nánar http://goodsmile-global.ecq.sc/catalogsearch/ result/?q=table+museum


R I F A J G A L Ó J I D N A N N E SP 8“ SPJALDTÖLVA Á ÓTRÚLEGU VERÐI VEGNA MAGNKAUPA ! Þessi mokast út hjá okkur og er mjög vinsæl í jólapakkann fyrir börnin. Í þessari 8” spaldtölvu geta börnin leikið sér í þúsundum leikja og fræðsluforrita, horft á bíómyndir, tekið ljósmyndir, lesið barnabækur eða hlustað á tónlist. Ótrúlegt verð fyrir jólin. ERÐ 16.995

14.995

FULLT V

GOOGLE CHROMECAST Á JÓLAVERÐI

GOO-CHROMECAST

5.995

ASU-Z170C1A060A

79.995

.995 LT VERÐ 89

FUL

SDI-SDSSDHII120G

Með fyrirvara um prentvillur.

INTEL i3 OG SSD

ASUP2520LAXO0222H RAZ-ABYSSUS2014

29.995

ÞRÁÐLAUS PRENTARI

13.995

MS-JR900010

12.995

11.995

EPS-XP225

ÞRÁÐLAUS STÝRIPINNI

99.995

24” FULL HD SKJÁR

194.995

APL-Z0RH

120GB ULTRA II SSD DISKUR

HAGKVÆM 15,6” FARTÖLVA

TOS-C50B17T

13” MACBOOK AIR

7” ZENPAD MEÐ IPS

PHS-246V5LSB

32.990

SJÓNVARPSFLAKKARI 25% AFSLÁTTUR

14.995

ACR-PV73500

Ð 19.995

FULLT VER

ÖFLUG 24” SKJÁTÖLVA

ACE-DQB05EQ002

169.995

ALLT JÓLAÚRVALIÐ Á TL.IS REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT OG SVARAÐ SAGA GARÐARS LEIKKONA, GRÍNISTI OG ÁHUGAMAÐUR UM LÍFRÍKI JARÐAR

Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn?

Á hvað ertu að hlusta þessa daganna og hvað ertu EKKI

Saga Garðarsdóttir, allir nema Jón Mýrdal segja bara Saga,

að hlusta á?

en hann kallar mig Göggu Garðars eða Gaga Garðars. Það

Ég er alltaf að hlusta á skandenavíska þjóðlagatónlist

er svo eitt geggjað ættarnafn sem ég gæti tekið upp, ég held

og Prince. Núna er ég líka mjög heit fyrir Justin Bieber

að það sé Sívertssen. Saga Garðarsdóttir Sívertssen. Það er

og Vagina Boys. Ég hlusta ekkert á kántrí og leiðinlegasta

týpa sem fólk biður um lán hjá.

lag í heimi er Tunglið tunglið taktu mig.

Aldur?

Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða?

28.

Bara hugguleg eldri kona sem á alltaf fimmþúsund kalla og mola handa barnabörnunum. Og búa á grísku smáeyjunni

Hver er þín harmsaga?

Santorini þar sem ég væri þrefaldur bocciameistari.

Bloggið mitt. Ég var með blogg í menntaskóla á slóðinni harmsaga.blogspot.com ég þori ekki að lesa það núna.

Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk

Ég er svo viss um að ég hafi ekki skilið internetið þá og sagt

úr nefinu á þér?

öllum öll leyndarmálin mín.

Ég drekk ekki mjólk og hlæ ekki mikið. Mér finnst lífið alltof stutt til að eyða því í látalæti og mjólkurvörur.

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?

Er þetta grín, án djóks?

Ég hugsa um plöntur og lífríki jarðar. Ef ég myndi til dæmis

Grín er ekki fyndið. Í alvöru.

vökva plöntu með djús - væri það svipað og að gefa svíni pylsu. Er siðferðislega rétt að gefa Aloe Vera plöntu Aloe

Hvað er best í lífinu?

Vera? Eru plöntur jafn siðferðislegar og við ýmindum okkur?

Það besta í lífinu er að vera í sleik. Sleikur getur alltaf

Hvað ef plöntur eru bara algjörir hálfvitar með craving í KFC?

gert vont betra.

Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu? Arrested Development eða Sögur úr Andabæ

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR BRET EASTON ELLIS Viðtalslistin er margslungin. Við hjá SKE erum fylgin því að spyrillinn blandi sér inn í samræðuna; deili eigin reynslu og hugmyndum; og geri viðtalið þannig að tvítali, samræðu, díalóg. Það er fátt leiðinlegra en að hlýða á ósýnilegan, líflausan spyril bera fram almennar spurningar til einhvers sjálfumglaðs-sérgæðings. Þetta er ástæðan fyrir hrifningu okkar á the Bret Easton Ellis Podcast. Bret Easton Ellis, sem er hvað þekktastur fyrir bókina American Psycho, hefur stýrt sínum eigin þætti frá 2013. Sérhver þáttur byrjar á langri, útpældri einræðu um það sem er Bret hugleikið hverju sinni, áður en hann dembir sér í persónulegt spjall við hinn eða þennan listamann. Þátturinn er yfirleitt klukkutíma langur. Á meðal viðmælanda þáttarins eru listamenn á borð við Kanye West, Marilyn Manson, Kurt Vile, Kevin Smith og Judd Apatow. SKE mælir sérstaklega með viðtali Bret við Marilyn Manson. Það er bjúddari.

TILVITNUN (ÍSLENSK/ÚTLENSK) ÉG ÞYKIST ENGINN SÉRFRÆÐINGUR Í FAGURFRÆÐI KLÓSETTA EN KANN ÞÓ AÐ META VEL MÓTAÐA VATNSKASSA.

– KÖTT GRÁ PJE VS GEORGE CARLIN – VEISTU HVAÐ ER SKRÝTIN TILFINNING? AÐ SITJA Á KLÓSETTINU OG BORÐA SÚKKULAÐI.

TILVITNUN (ÍSLENSK/ÚTLENSK)



JÓLin þín MEÐ HEILSUHÚSINU Tilboðin gilda til 8. desember

20%

Ð O B L I T R Æ FRÁB

! Ð I V U D M O K

25%

Sólgæti - ljómandi gott

Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera. Kíktu á úrvalið, þú kemur eflaust auga á eitthvað ljómandi gott.

20%

Amé hátíðardrykkur

Frískandi ölkelduvatn með ávaxtabragði. Amé inniheldur engan viðbættan sykur eða sætuefni og er framleitt úr náttúrulegum hráefnum.

25%

Yogi te

Yogi Christmas Tea gefur rétta jólaandann. Skemmtileg uppskrift að jólabakstri með Yogi á heima í Heilsuhúsinu.

Kallo kraftur

Notaðu það besta, kjöt- og grænmetiskraftar. Lífrænir, glúten-, ger- og laktósafríir kraftar.

20%

HEILSUFRÉ TTIR

HEILSUFRÉTTIR ERU KOMNAR ÚT!

Sonnentor krydd

Lífrænu kryddin gera jólamatinn enn betri!

NÁÐU ÞÉR Í EINTAK!

Desember 2015 – 4. tbl

16. árgangur

Jólagjafahandbók

Heilsuhússins

JÓLAGJAFIR OG HÁT

6 BLAÐSÍÐUR MEÐ GÓÐUM

GJAFAHUGMYNDUM! bls. 5-10

FÖRÐUNARVÖRU

ÍÐAR UPPSKRIFTIR-!

bls. 4

ORKUBOMBA Í DESEMBER bls. 2

HEILSURÁÐ

YFIR HÁTÍÐAR

bls. 12

NAR

SÚKKULAÐI ÍS MEÐ SVARTBAUN A FÖDG

E OG FLEIRI FRÁB HÁTÍÐARUPPSK ÆRAR RIFTIR

bls. 14-15

UPPFYLLIR ÞÍN AR ÞARFIR

Terra Nova Lifed rink sem saman stuðl inniheldur breitt úrval innihaldse a að aukinni orku fna , jafnari betri meltingu og fallegri og unglegri blóðsykri, húð.

LAUGAVEGI

LÁGMÚLA

KRINGLUNNI

SMÁRATORGI

SELFOSSI

20%

bls. 4

AKUREYRI

R

ÁN EITUREFNA

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.