1
HVAÐ ER AÐ SKE?
Þitt eintak Hvað er að ske vikuna 17.3-24.3
„íslenskur markaður er auðvitað fyrsta stoppistöð en við erum að fikra okkur í áttina að þeim erlenda“
magnea
2
HVAÐ ER AÐ SKE?
Reykjavik
fashion
festival
Þar sem ég göslaði áfram slabbið gegn hríðinni í Austurstræti í liðinni viku laust það mig hvílíkt lán það er að búa hér. Nei, það er lygi. En svona væri hægt að vera jákvæður, ímynda ég mér. Ég ímynda mér líka að hægt væri að vera lítið eitt tempraðri í jákvæðni, segja sem svo að gott og vel, hér er andstyggileg veðrátta en þó allfjörugt menningarlíf. Sýningar, tónleikar, uppákomur og húllumhæ. Þess má þó njóta. Maður þarf bara að klæða sig almennilega, gæti maður hugsað, og hnýtt um sig trefil. Maður fær sér kannski bara dálitla brjóstbirtu, gæti maður svo hugsað og núið saman höndum. Og svo teygar maður góðglaður í sig kúltúrinn og gefur skít í veðrið úti fyrir. Allt þetta gæti maður hugsað og gert og ég vona af heilum hug að þú gerir einmitt það, lesandi góður (mér stendur svosem á sama hvort þú ert nokkuð að sulla, en hitt gildir). Sjálfur verð ég undir teppi þar til annað kemur í ljós.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglýsingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Atli Sigþórsson Viðmælendur: Magnea Einarsdóttir & Sigrún Halla Unnarsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Reykjavík Fashion Festival: Kári Sverris Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE?
Hefur þú það sem til þarf? Viðskiptahraðallinn Startup Reykjavík fer nú af stað í fjórða sinn og óskar eftir kraftmiklum teymum með snjallar viðskiptahugmyndir. Tíu bestu hugmyndirnar verða valdar og fá fulltrúar þeirra meðal annars vinnuaðstöðu, 2.000.000 kr. í hlutafé frá Arion banka og 10 vikna leiðsögn frá mentorum. Verður þín hugmynd með í ár? Umsóknarfrestur til 6.apríl Skráning og nánari upplýsingar á startupreykjavik.com
Alþjóðlegur vefmiðill sem miðlar fréttum og greinum sem styrkja og hvetja konur.
4
HVAÐ ER AÐ SKE?
tónlist
DJ Kocoon á Prikinu
Ben Frost flytur A U R O R A Tónlistarmaðurinn Ben Frost heldur tónleika á Húrra nú á miðvikudaginn. Hann mun flytja tónlist af nýjustu plötu sinni, A U R O R A, sem kom út í fyrra. Ben Frost er fæddur í Ástralíu árið 1980 en flutti til Íslands árið 2005. Hann hefur unnið með íslenskum tónlistarmönnum í gegnum árin og einnig verið í miklu samstarfi við erlenda tónlistarmenn. Nánari upplýsingar um Ben Frost og miðakaup má finna á tix.is.
Hvar: Húrra Hvenær: 18. mars kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Músíktilraunir 2015 Undankvöld nr. 1 Músíktilraunir hafa verið stór þáttur í tónlistarlífi Íslands í vel yfir þrjátíu ár og hafa reynst frábær stökkpallur fyrir ungar og óreyndar hljómsveitir. Hátíðin stendur yfir í fimm daga en undankvöldin eru fjögur þar sem um 40 hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10-12 hljómsveitir komast í úrslit og hljóta fyrstu 3 sveitirnar glæsileg verðlaun. Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað beint um land allt af Rás 2 og er hægt að velja efnilegustu hljóðfæraleikarana og vinsælustu hljómsveitina með símakosningu. Þá hefur Sjónvarpið einnig tekið viðburðinn upp og sýnt síðar. Músíktilraunir veita frábært tækifæri til að fylgjast með grasrótinni í íslensku tónlistarlífi og hafa hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Samaris, Vök og Vio borið sigur úr bítum undanfarin ár. Undankvöldin verða 22. til 25. mars 2015 kl. 19:30 og er miðaverð á hvert kvöld 1000 kr. Hvar: Harpa, Norðurljós Hvenær: 22. - 25. mars kl. 19:30 Miðaverð: 1.000 kr./kvöld Nánari uppl.: midi.is musiktilraunir.is
Prikið flaggar í fulla stöng á laugardaginn þegar Árni Kocoon tekur yfir húsið. Maðurinn mixar nýjum hip hop slögurum í bland við gamla og er vís til að henda inn nokkrum diskó, grime og jafnvel footwork lögum. Það er á hreinu að sami hljómurinn verður ekki spilaður allt kvöldið og farið verður af varkÁrni milli stefna. Óskalagabox verður við útganginn. Hvar: Prikið Hvenær: 21. mars kl. 23:30 Miðaverð: Frítt
Hunk of a Man á Kaffibarnum Það er við hæfi að minnast á að aðalmottan okkar allra, Maggi Legó eða Hunk of a Man, spilar á Kaffibarnum þetta laugardagskvöldið. Orðrómur er á kreiki um að mottan á Magga sé ekki eingöngu stöðutákn, stuðningsyfirlýsing og staðalbúnaður, heldur að hún sé í raun fálmari á netta tónlist. Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 21. mars kl. 23:00 Miðaverð: Frítt
Útgáfutónleikar
Rökkurró Rökkurró fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar, INNRA, með glæsilegum útgáfutónleikum á skemmtistaðnum Húrra, föstdaginn 20. mars. Börkur Hrafn Birgisson (Monotown) töfrar fram óvænta tónasúpu til þess að koma kvöldinu af stað! Hvar: Húrra Hvenær: 20. mars kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Af fingrum fram Jón Ólafs & Pálmi Gunnarsson Jón Ólafsson fær til sín gesti á einstökum spjalltónleikum og laðar fram þægilega og létta stemningu eins og honum einum er lagið. Áhorfendur komast því í nálægð við tónlistarmenn sem aldrei fyrr. Pálmi Gunnarsson mætir að þessu sinni með bassann sinn og hljóðnema. Hann hyggst ekkert draga undan í spjalli sínu við Jón Ólafsson. Líf þessa magnaða flytjanda hefur verið litríkt í meira lagi og því af nógu að taka. Stefán Már Magnússon leikur með á gítar. Hvar: Salurinn í Kópavogi Hvenær: 19. mars kl. 20:30 Miðaverð: 3.900 kr.
Sindri Eldon & The Ways / Caterpillarmen Sindri Eldon kemur fram ásamt hljómsveit á Dillon. Hvar: Dillon Hvenær: 19. mars kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
5
HVAÐ ER AÐ SKE?
Væntanlegt 18. mars Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland
It’s what you do that defines you
Buxur,
5995,-
6
HVAÐ ER AÐ SKE?
tónlist
Nýdönsk í Bíóhöllinni
Skálmöld Skúli mennski & hljómsveit útgáfutónleikar „Tíu ný lög sem gætu breytt lífi þínu í engri sérstakri röð“ með Skúla mennska og hljómsveit er fimmta breiðskífa Skúla mennska frá árinu 2010. Að því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar á Húrra fimmtudagskvöldið 19. mars. Þar verður platan leikin í heild sinni í bland við eldra efni. Hvar: Húrra Hvenær: 19. mars kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
á Græna hattinum Skálmöld gaf út þriðju hljóðversplötu sína, „Með vættum“, 31. október síðastliðinn. Platan hefur þegar selst gríðarlega vel og fengið stórkostlega dóma, bæði hér heima sem og erlendis. Strax eftir útgáfu héldu strákarnir utan til tónleikahalds en að því loknu hyggjast þeir fagna meistaraverkinu hér heima með útgáfutónleikum á Græna Hattinum á föstudag og laugardag. Ekkert verður til sparað og óhætt að lofa stórkostlegri upplifun enda mæta Skálmaldar-liðar til leiks þéttari en nokkru sinni fyrr eftir langt tónleikaferðalag. Forsala er hafin. Hvar: Græna hattinum Hvenær: 20. og 21. mars kl. 22:00 og 20:00 Miðaverð: 3.500 kr. Nánari uppl.: midi.is
Nýdönsk hefur verið í fremstu röð íslenskra hljómsveita um langa hríð og má segja að mörg lög sveitarinnar séu nánast orðin þjóðareign. Má nefna lög eins og Horfðu til himins, Hjálpaðu mér upp, Frelsið, Flugvélar, Nostradamus og Fram á nótt þessu til stuðnings. Á síðasta ári gaf hljómsveitin út hljómplötuna Diskó Berlín en 4 lög af plötunni fóru á topp tíu á Vinsældarlista Rásar 2. Á tónleikunum mun Nýdönsk leika sín þekktustu lög auk laga af Diskó Berlín. Hljómsveitina skipa: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Þeim til aðstoðar er bassaleikarinn Ingi Skúlason. Hvar: Bíóhöllin, Akranesi Hvenær: 21. mars kl. 21:00 Miðaverð: 3.990 kr. Nánari uppl.: midi.is
Tríó Richard Andersson í Mengi
Valdimar
Íslandstúr 2015 - Landsbyggðin Hljómsveitin Valdimar fer af stað á Íslandstúr í mars 2015 til að fylgja eftir nýútkominni plötu sinni „Batnar útsýnið“. Einnig kemur hljómsveitin til með að flytja sín þekktustu lög. Dagskráin er sem hér segir: 17. mars, Litla Hraun (frítt inn) 18. mars, Höfn, Félagsheimilið Sindrabær 19. mars, Egilsstaðir, Valaskjálf 20. mars, Siglufjörður, Kaffi Rauðka 21. mars, Hvanneyri, Kollubar 27. mars, Vestmannaeyjar, Háaloftið Hvar: Íslandi Hvenær: 17. - 27. mars kl. 20:00 Miðaverð: 3.000 kr.
Eldberg útgáfutónleikar Í tilefni útkomu breiðskífunnar ,,Þar er heimur hugans” mun hljómsveitin Eldberg halda útgáfutónleika í Tjarnarbíói á föstudagskvöld. Á tónleikunum mun sveitin flytja ,,Þar er heimur hugans” í heild sinni, aðeins í þetta eina skipti, auk þess að leika eldra efni. Hljómsveitin Eldberg var stofnuð síðla árs árið 2008. Fyrsta plata sveitarinnar sem er samnefnd hljómsveitinni kom út árið 2011. Platan fékk góðar viðtökur og hljómuðu lög eins og Sunnan við sól, austan við mána, Ég er lífsins brauð og Enginn friður ósjaldan á öldum ljósvakans. Í kjölfar útgáfunnar spilaði sveitin víða um land við góðar undirtektir. Nokkru síðar var lagt af stað í annað metnaðarfullt verkefni sem nú lítur dagsins ljós. Hljómsveitin hefur ekki leikið opinberlega frá árinu 2012 og verður því öllu tjaldað til á tónleikunum.
Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 20. mars kl. 19:00 Miðaverð: 2.000 kr. / 2.500 kr. Nánari uppl.: midi.is
Danski kontrabassaleikarinn Richard Andersson flutti til Íslands í ágúst 2013. Síðan þá hefur hann verið stór partur af íslensku djass-senunni og leikið með mörgum af okkar fremstu tónlistarmönnum eins og til dæmis Jóeli Pálssyni, Einari Scheving, Agnari Má Magnússyni. Einnig hefur hann leikið með þekktum erlendum tónlistarmönnum á borð við Jef (Tain) Wats, George Garzone, Tony Malaby, Phil Markowitz, Bob Moses og fleirum. Nú hefur Richard Andersson stofnað tríó með snillingunum Óskari Guðjónssyni og Matthíasi Hemstock. SKE mælir eindregið með að tónlistaráhugamenn líti á þennan einstaka viðburð. Hvar: Mengi Hvenær: 20. mars Nánari uppl.: mengi.net
7
HVAÐ ER AÐ SKE?
Messenger leður 24.750 kr.
Marley armbandsúr
Verð frá 16.950 kr.
Legend heyrnartól HOM-EMDH013MI Ótrúleg hljómgæði ANC virk hljóðeinangrun.
39.750 kr.
Liberate hátalari HOM-EMJA005MI Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu.
Fjórir 1“ hátalarar sem veita frábær hljómgæði hvar sem er
19.950 kr.
Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. Hæð • Sími 569 3100
8
HVAÐ ER AÐ SKE?
„Íslenskur markaður er auðvitað fyrsta stoppistöð en við erum að fikra okkur í áttina að þeim erlenda“ Viðtal við Magneu Einarsdóttur & Sigrúnu Höllu Unnarsdóttir Hönnuði magneu Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
9
HVAÐ ER AÐ SKE?
Sem stendur er Hönnunarmars í algleymingi og SKE horfði til þess við val á viðmælendum vikunnar. Um liðna helgi fór Reykjavík Fashion Festival fram og meðal þess sem þar mátti berja augum var nýjasta lína vörumerkisins MAGNEA, sem hefur vakið athygli fyrir frumlega notkun á prjónuðum efnum. Við spjölluðum stuttlega við hönnuðina, þær Magneu Einarsdóttur og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttir. Til að byrja með leikur SKE forvitni á að vita hvaða þýðingu þær stöllur telja RFF hafa fyrir íslenska hönnuði og tískugeira? Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir hönnuði að geta sýnt línurnar sínar í eins fagmannalegri umgjörð og RFF hátíðin er. Það er algjörlega ómetanlegt að geta sýnt vöruna í nákvæmlega þeim hugarheim sem hún er sköpuð í. Þetta skiptir allt svo miklu máli, þetta samspil milli lýsingar, tónlistar, hárs og förðunar og svo mætti lengja telja. Svo stöndum við hönnuðurnir auðvitað sterkari saman en sitt í hvoru lagi.
10
HVAÐ ER AÐ SKE?
„tilbreyting á umhverfinu er algjörlega nauðsynleg” Hefur íslenskur tískuheimur að ykkar viti breyst mikið á undanförnum árum? Já, hann hefur breyst töluvert. Það er rosaleg mikil gróska í gangi núna og það er alveg hægt að segja að RFF eigi stóran þátt í því. Þegar hönnuður ákveður að taka þátt í RFF þá er komin ákveðin pressa og góð gulrót að hafa til að stefna að. Svo finnst okkur eins og þeir hönnuðir sem eru starfandi í dag séu djarfari en áður. Styðjist þið að meira eða minna leyti við aðrar listgreinar í ykkar sköpun? Er yfirleitt mikil skörun við aðrar greinar? Sköpunarferli okkar hönnuða hjá MAGNEA er mjög breytilegt en við horfum mjög mikið á aðrar listgreinar í ferlinu. Tónlist og kvikmyndir eru sennilega efstar á listanum en í rauninni
horfum við á allt í samfélagi okkar mannana. Sem skapandi einstaklingur er maður svo einhvers konar sía sem tekur það sem hefur djúpstæð áhrif á mann og notar það áfram í sköpunarferlinu. Þetta er því einn stór hrærigrautur upplifana sem er svo mixaður saman af tveimur einstaklingum. Er nauðsynlegt fyrir hönnuði að hafa viðskiptavit jafnframt öðru? Eða er til staðar einhversskonar net sem tekur við hæfileikafólki og sér um þá hlið mála? Það er alls ekki verra að vera með viðskiptavit, en okkar reynsla er samt sú að hönnuðir eru yfirleitt með allt niðrum sig í þeim efnum. Í mörgum skólum er komin inn sú stefna að mennta hönnuði líka á viðskiptahliðinni, en þetta er bara svo ólíkt og það er nauðsynlegt að geta
„Rekstur á fyrirtæki ætti að vera í höndum þeirra sem eru fagaðilar í því“ einbeitt sér að því að vera að hanna en ekki að reka fyrirtækið líka. Maður biður ekki tannlækninn sinn að koma og gera við þvottavélina. Þegar þessir hlutir hafa verið í umræðunni, að maður verði að hafa viðskiptavit ef að maður ætlar að vera góður hönnuður, þá er sú umræða á villigötum því að ef að þú ert góður hönnuður þá ertu að fanga ákveðið zeitgeist og nærð til fólksins sem að þú vilt að taki eftir þér. Það er það sem er mikilvægt. Rekstur á fyrirtæki ætti að vera í höndum þeirra sem eru fagaðilar í því. En auðvitað er það raunin hérna á Íslandi að flestir hönnuðir, og við meðtaldar, eru að sinna mörgum hlutverkum; hönnun, sölu, framleiðslu, markaðssetningu, dreifingu og svo mætti lengi telja. Það er því miður ekki til neitt net sem tekur við manni, það væri algjör snilld ef svo væri. Nú eruð þið báðar menntaðar erlendis í ykkar fagi, teljið þið það vera mikilvægt í sjálfu sér fyrir upprennandi hönnuði að sækja sér menntun út fyrir landsteinana? Eins og þú segir menntuðum við okkur báðar erlendis og erum sammála um að það hefur verið ómetanlegt í reynslubankann. Ekki bara sem nemendur
í skóla heldur líka sem einstaklingur að búa í öðru landi, vera í annarri menningu en þeirri sem að þú kannast svo vel við. Svo þegar að maður kemur heim aftur þá sér maður allt í nýju ljósi. Það er einn flötur á að því að vera hönnuður, að vera sífellt að sjá, skoða og heyra eitthvað nýtt svo tilbreyting á umhverfinu er algjörlega nauðsynleg. Stefnið þið að tilteknu marki með vörumerkið MAGNEA? Það eru mjög mörg flott skandínavísk merki að gera það gott og við ætlum okkur að komast í þann hóp. Íslenskur markaður er auðvitað fyrsta stoppistöð en við erum að fikra okkur í áttina að þeim erlenda, meðal annars í samstarfi við dótturmerki Ralph Lauren sem heitir Club Monaco. Samstarfslína okkar, MAGNEA for Club Monaco, kemur í verslanir keðjunnar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og víða um Asíu í haust sem verður ákveðinn stökkpallur í áttina að því.
11
HVAÐ ER AÐ SKE?
12
HVAÐ ER AÐ SKE?
skemmtun
Hí á Húrra #3 Uppistandskvöld
TED x Reykjavík Live: Bein útsending frá TED 2015
TEDx Reykjavík býður upp á beina útsendingu frá TED 2015 þar sem þemað verður Truth and Dare, eða sannleikurinn eða kontór á íslenskri tungu. Sýnt verður frá dagskrárliðum 2, 3 og 4 en erindin fara vitaskuld fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Dagskrána er að finna á conferences.ted.com/TED2015/. Hvar: Stúdentakjallarinn, Háskólatorgi Hvenær: 17. mars kl. 15:30 - 23:00 Miðaverð: Frítt
EVE Fanfest 2015 CCP heldur sitt árlega EVE Fanfest í Hörpu í vikunni og standa hátíðarhöldin yfir í þrjá daga. Dagskráin hefst snemma á fimmtudag og flykkjast erlendir jafnt sem innlendir nördar á hátíðina. Hátíðin er eins konar uppskeruhátíð EVE online leikjarins og er mikil dagskrá í vændum fyrir þátttakendur. Nánari upplýsingar um dagskrána og skráningu má finna á heimasíðunni fanfest.eveonline.com. Á laugardeginum verður svo öllu til tjaldað þegar FM Belfast, Ásgeir Trausti og DJ Z-Trip loka hátíðinni. Hvar: Harpa Hvenær: 19. - 21. mars kl. 10:00 Miðaverð: Sjá verðskrá á fanfest.eveonline.com
Enn á ný skellir Húrra í uppistandskvöld. Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Gunnar Hansson, Þórdís Nadia Semichat, Saga Garðarsdóttir og Andri Ívarsson munu gleðja mannskapinn með hugsanlega besta uppistandi í sögu Íslands, ef ekki tímans. Athugið: Heklarar verða niðurlægðir fyrir framan alla. Hvar: Húrra Hvenær: 21. mars kl 20:00 Miðaverð: Frítt
Friðarsúlan tendruð á vorjafndægrum
Jimmy Carr Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjónvarpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Carr geystist inn á grínvöllinn árið 2000 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Hann hefur selt yfir milljón DVD diska og verið gestgjafi í ótal sjónvarpsþáttum en uppistand fyrir framan áhorfendur er tvímælalaust hans sérgrein og nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sýningin hans, Gagging Order, er stútfull af óviðjafnanlegum húmor; snjöllum, ruddalegum og jafnvel algerlega óásættanlegum bröndurum. Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur og er óhætt að lofa útkeyrðum hláturtaugum að henni lokinni.* *Athugið að gestir eru vinsamlegast beðnir um að skilja samviskuna, sómakenndina og almenna kurteisi eftir heima. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 22. mars kl. 19:30 Miðaverð: 6.990 kr.
Þýskir dagar í Bíó Paradís Þjóðverjar eru engir aukvisar í kvikmyndagerð og því gleðst SKE mjög þegar Bíó Paradís, Goethe Institut Danmörku og Þýska sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í fimmta sinn dagana 12. – 22. mars 2015. Dagarnir hefjast með hinni margverðlaunuðu Die Geliebten Schwestern Beloved sisters sem er byggð á ævi þýska ljóðskáldsins Friedrich Schiller (1759 - 1805) og löngu sambandi hans við tvær systur, Caroline og Charlotte von Lengefeld. Myndin var tilnefnd til Gullbjarnarins á kvikmyndahátíðinni Berlinale og var framlag Þýskalands sem besta erlenda kvikmyndin til Óskarsverðlaunanna 2014. Aðrar verðlaunamyndir á hátíðinni eru m.a. myndin Westen, sem fjallar um flótta frá austri til vesturs, óvenjulega ástarsagan Das Zimmermädchen Lynn, sem segir sögu húshjálpar, Jack, sem varpar ljósi á harðan veruleika tveggja ungra drengja á viðkvæman og áhugaverðan hátt, og þýsk-austurríski vestrinn The Dark Valley sem er í leikstjórn Andreas Prochaska sem var framlag Austurríkis til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin.
Friðsúlan mun lýsa upp kvöldhimininn á vorjafndægrum og vikuna þar á eftir. Súlan er tendruð kl. 20:00 og logar til miðnættis. Á þessum tíma er dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni hvar sem er á jörðinni. Tímasetning tendrunarinnar helgast af því að þann 20. mars 1969 gengu Yoko Ono og John Lennon í hjónaband. Hveitibrauðsdögum sínum eyddu þau svo með friðsælum mótmælum gegn stríðinu í Víetnam með eftirminnilegum hætti. Þessi mótmæli hafa verið kölluð „Bed-InPeace“. Því er nú tilvalið að minnast friðarboðskap þeirra hjóna og njóta friðarljóss Friðarsúlunnar. Elding býður upp á auka brottfarir í Friðarsúluferðir í tengslum við tendrunina.
Allar myndirnar eru sýndar með enskum texta. Hvar: Hverfisgata 54 Hvenær: 12. - 22. mars Miðaverð: 1.400 kr. Nánari uppl.: bioparadis.is
Hvar: Viðey Hvenær: 20. - 26. mars kl. 20:00 - 24:00 Miðaverð: 1.100 kr.
F A L A V R Ú Ð I K I M I Ð A N Ú B LVU
HVAÐ ER AÐ SKE?
Ö T G O M U TÖLV AMD turnvél 2 Hröð vél með AMD A6-7400K örgjörva, 8GB minni, 120GB SSD drifi og Radeon R5 skjákjarna.
AMD turnvél 1 Hagkvæm tölva með AMD A4-4000 örgjörva, 4GB minni, 1TB hörðum diski og Radeon 7450D skjákjarna.
Intel turnvél 3 Flott vél í sérstaklega hljóðlátum turni með Intel Core i3 örgjörva, 8GB minni og 120GB SSD drifi.
89.950,-
69.950,-
109.950,-
U V L Ö T R U D N Ú D
24"
AMD tölvupakki 2 Úrvals fermingarpakki með AMD A8-7600 Quad Core örgjörva, 8GB minni, 1TB HDD og Radeon R7 skjákjarna.
129.950,-
Ð O TILB
AMD turnvél 5 Alvöru leikjavél með AMD FX8350 8 kjarna örgjörva, 8GB minni, 1TB hörðum diski og Geforce GTX960 skjákorti.
169.950,-
24"
Intel tölvupakki 3 Geggjaður pakki með Intel Core i5 Quadcore örgjörva, 8GB minni, 1TB hörðum diski og Geforce GTX960 skjákorti.
Intel turnvél 4 Hörku leikjavél með Intel Core i7 örgjörva, 8GB minni, 1TB SSHD Hybrid diski og Geforce GTX960 skjákorti
199.950,-
199.950,-
Intel turnvél 5 Sannkölluð Mulningsvél með Intel Core i7 örgjörva, 16GB minni, 2TB SSHD Hybrid diski og Geforce GTX970 skjákorti.
259.950,-
Fartölvur
Spjaldtölvur
Borðtölvur
Uppfærslur
Flakkarar
Jaðartæki
Turnkassar
Algjafar
Móðurborð
Örgjörvar
Kælingar
Vinnsluminni
Skjáir
Skjávarpar
Netbúnaður
Rekstrarvörur
Hugbúnaður
Kaplar og tengi
Hljóðkort
Harðir diskar
SSD diskar
Skjákort
Geisladrif
Stýrispjöld
Att.is Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • sími 569 0700 • Opið alla virka daga 10-18
13
14
HVAÐ ER AÐ SKE?
leikhús
Klókur ertu, Einar Áskell Sögurnar um hinn bráðskemmtilega og uppátækjasama snáða Einar Áskel hafa lengi átt vinsældum að fagna, og brúðusýning Bernds Ogrodniks sem er byggð á tveimur þeirra hefur notið mikillar hylli hjá yngstu kynslóðinni. Við fylgjumst með degi í lífi feðganna Einars Áskels og pabba hans, þar sem daglegt líf verður ævintýri líkast. Einari Áskeli finnst fátt eins skemmtilegt og þegar pabbi hans gefur sér tíma til að leika við hann. Það næst skemmtilegasta er að fá að leika sér með verkfærakassann, en það er stranglega bannað og stórhættulegt að leika sér með sögina! Brúðuleikur, brúðugerð og leikmynd eru eftir Bernd Ogrodnik en handritið byggir á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell. Brúðusýningin hentar vel fyrir börn á aldrinum 3-8 ára, en fólk á öllum aldri getur þó haft gaman af töfrum Bernds Ogrodniks. Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 2.400 kr.
Kenneth Máni Góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í Fangavaktinni útskýrir lífið og tilveruna „Við erum kannski glæpamenn ... en við erum alla vega ekki óheiðarlegir“ Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um „lívið og tilverunna“. Ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga svo engar tvær sýningar eru eins.
Beint í æð Hvað myndir þú gera ef þú værir háttsettur læknir við stærsta sjúkrahús höfuðborgarinnar á leiðinni að flytja fyrirlestur ársins á norrænni læknaráðstefnu, nokkuð sem gæti fært þér yfirlæknisstöðu, fálkaorðu og fleiri eftirsóknarverðar vegtyllur - þegar á vettvang mætir, án þess að gera boð á undan sér, illa fyrirkölluð fyrrum kærasta á besta aldri ásamt afleiðingunum af ástarfundum ykkar nákvæmlega 18 árum og 9 mánuðum áður? Er þetta ekki ávísun á ógnarklúður? Borgarleikhúsið hefur áður sýnt gamanleiki Ray Cooney við gríðarlegar vinsældir og metaðsókn: Viltu finna milljón? og nú síðast Nei, ráðherra! sem gekk í tvö leikár á Stóra sviðinu. Gísli Rúnar íslenskaði og heimfærði bæði verkin við afbragðs viðtökur. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4.950 kr.
Er ekki nóg að elska Er ekki nóg að elska? er nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson, höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar. Verkið er raunsæisleg og kraftmikil fjölskyldusaga sem lýsir fjölskylduátökum um leyndarmál sem ekki mega koma upp á yfirborðið því þau sverta þar með minningu mektarmanns. Jarðarför hans stendur fyrir dyrum og ekkjan berst hetjulega fyrir sóma hússins og minningu mikils stjórnmálamanns og hreinskiptins eiginmanns sem hefur gert afar óvenjulega kröfu í erfðaskránni.
Höfundarnir Jóhann Ævar Grímsson og Saga Garðarsdóttir leiða saman krafta sína í fyrsta sinn í samvinnu við leikarann Björn Thors til að ljá Kenneth Mána loksins rödd á sviði Borgarleikhússins. Jóhann Ævar skrifaði ásamt fleirum Næturvaktina, Dagvaktina og Fangavaktina á meðan Saga var meðhöfundur síðasta Áramótaskaups, skrifaði pistla í Fréttablaðið og hélt fyrirlestra um mannsheilann.
Birgir Sigurðsson er eitt fremsta núlifandi leikskáld okkar. Fyrsta leikrit hans, Pétur og Rúna, var sett á svið árið 1973. Leikritið vann til fyrstu verðlauna, ásamt Kertalogi Jökuls Jakobssonar, í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur í tilefni af 75 ára afmæli félagsins árið 1972. Dagur vonar var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1987 og 2007 og naut gífurlegra vinsælda í bæði skiptin. Leikritið var einnig tekið upp fyrir sjónvarp og tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989.
Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4.950 kr.
Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4.950 kr.
Hystory Hystory er nýtt leikverk eftir Kristínu Eiríksdóttur. Dagný, Begga og Lilja voru bestu vinkonur í grunnskóla. Þegar þær voru fimmtán ára hættu þær að tala saman. Síðan eru liðin tuttugu ár. Þær mætast stundum á förnum vegi: í Melabúðinni, á Ægisíðunni eða í ræktinni úti á Nesi. Þær brosa, kinka kolli, segja: Sæææl ... en hendurnar dofna og þær verkjar í hjartað. Dagnýju finnst kominn tími til að þær hittist svo hún sendir þeim skilaboð á Facebook og býður þeim heim til sín í kaffi. Hana langar til að hreinsa andrúmsloftið en Beggu finnst ekki vera hægt að laga til í minningum annarra og Lilja man ekki neitt. Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Fyrsta bókin hennar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit auðnin (2006) og Annarskonar sæla (2008). Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4.950 kr.
15
HVAÐ ER AÐ SKE?
NÝR OG SPENNANDI MATSEÐILL Brot af því besta: TÚNA Kolaður túnfiskur, bonito-gljái beikon, sítrónugrassmajó, kex
GRILLAÐ LAMBA SIRLOIN Rófur, geitaostur, pólenta, hvítlaukur, soðsósa
PORK ME Djúpsteikt grísasíða, epli, beikon, majónes
RIBEYE 250g Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise NAUTALUND 200g Jarðskokkar, gljáður laukur, kartöflugratín með rjómaosti, béarnaise NAUTATVENNA Nautalund, uxabrjóst, toppkál, kartöflumauk, nautasoðgljái UXABRJÓST Andarlifur, kartöflumauk, sinnepsfræ, jarðskokkar
SALTAÐ UXABRJÓST Piparrót, majónes, sinnep, grillað brauð GRAFIN BLEIKJA Vestfirsk hveitikaka, rauðrófupestó, estragonmajónes
CONFIT DE CANARD crispy andarlæra „confit“, perlu-cous cous, gulrætur, appelsínur, cashewhnetur og soðsósa NÆTURSALTAÐUR ÞORSKHNAKKI Grillað toppkál, blaðlaukur, quinoa, beurre blanc KOLAÐUR LAX Kjúklingabaunir, grilluð paprika, sítrónuconfit, humarbisque HNETUSTEIK Kartöflumauk, gljáð rótargrænmeti, jarðskokkamauk
NAUTA TATAKI Nautatataki, chili, kóriander, kex
RISOTTO Villisveppir, hægeldað naut, parmesan
HVÍTSÚKKULAÐI OSTAKAKA Ástaraldin, bakað hvítt súkkulaði, kókosís
BLÁSKEL Í SOÐI Saffran, sítróna, andafitukartöflur, spicy majó
Borðapantanir í síma 517 7474 eða info@kolrestaurant.is
SKÓL AVÖRÐUSTÍGUR 40
·
10 1 REYK JAVÍK
·
SÍMI 517 7474
·
INFO@KOLRES TAU R A N T.IS
·
KOLRESTAURANT.IS
16
HVAÐ ER AÐ SKE?
NÝ VIFTUTÆKNI 30% MEIRI KÆLING GTX 960 · GTX 970 · GTX 980 ASUS STRIX GTX LEIKJASKJÁKORTIN ERU HLAÐIN NÝRRI TÆKNI. DIRECTCU II FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI KÆLINGU, AUKIN AFKÖST OG HLJÓÐLÁTARI LEIKJASPILUN. ODB VIFTUTÆKNI FYRIR HLJÓÐLAUSA LÉTTA LEIKJASPILUN OG BLU-RAY KVIKMYNDAÁHORF. DIGI+ VRM STRAUMJÖFNUN OG HÁHRAÐA GDDR5.
FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES HAFNARFJÖRÐUR ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750
17
HVAÐ ER AÐ SKE?
LENGRI ÁBYRGÐARTÍMI 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á ASUS MÓÐURBORÐUM ASUS ER STÆRSTI MÓÐURBORÐSFRAMLEIÐANDI HEIMS. TÖLVULISTINN BÝÐUR NÚ Í SAMSTARFI VIÐ ASUS LENGRI ÁBYRGÐARTÍMA Á ÖLLUM ASUS MÓÐURBORÐUM SEM KEYPT ERU 2015. VELDU TRAUST OG ÖRUGGT MÓÐURBORÐ OG VIÐ ÁBYRGJUMST ÁREIÐANLEIKANN.
RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.
WWW.TL.IS
18
HVAÐ ER AÐ SKE?
Græjur
Critter & Guitari Midi vasa píanó
OD-11 Cloud Speaker (OD11) Cloud Speaker hátalarinn er endurútgáfa af hinum goðsagnakennda 1974 hátálara frá Stig Carlsson. Hátalarinn kemur með wi-fi og bluetooth og 100 watta magnara og býður upp á náttúrlegt stereo hljóð. Hönnunin er frábær og hljóðið er mjög sannfærandi, óháð því hvort hann standi stakur á gólfi eða í hillu. Hátalarinn er ekki nema 7.5 kg og virkar með Mac, iPad, iPhone, Apple TV og Windows með iTunes. Þá er hann einnig útbúinn 3.5 mm „mini jack” tengi. Verð frá 995 $ - Turntablelab.com
Nocs
Midi Pocket Piano er handsmíðaður synthesizer sem býður upp á sjö synth tegundir: Vibrato Synth, Harmonic Sweeper, Two-Octave, Arpeggiator, Octave Cascade, Mono FM Synth, FM Arpeggiator og Mono Glider. Vasapíanóið kemur með litlum innbyggðum hátalara og „output jack” og gengur einnig fyrir 9v batteríi eða 9VDC snúru (fylgir þó ekki með). Græjan kemur með MIDI og tengist mörgum öðrum MIDI tækjum svo þú getur tengt hana við til að mynda trommuheila eða tölvur. Vasapíanóið er bæði hljóð modúll (e. sound module) og stýritæki, og getur bæði sent og móttekið MIDI tónskilaboð. Þá getur tækið bæði gefið frá sér MIDI klukkumerki (e. MIDI clock signals) og samstillst öðrum slíkum. Verð frá 175 $ critterandguitari.com
NS2 Air Monitors V2 Snúrulausa öldin er greinilega runnin upp. NS2 Air Monitors eru þráðlausir og aktívir hátalarar sem þurfa aðeins rafmagn en enga kapla. Þeir tengjast gegnum bluetooth, Airplay og Spotify og hægt er að nota þá með Mac, PC, iOS, Android eða WP8. Það er engin þörf á auka magnara en Air Monitors eru öflugir og skilvirkir, léttir og meðfærilegir. Þá er hægt að streyma tónlist með t.d. einn hátalara í stofunni og annan í eldhúsinu. Græjan kemur með „mini jack” og er fáanleg í grænum, appelsínugulum, gráum og svörtum lit. Þetta eru ef til vill ekki stærstu eða kraftmestu hátalararnir en þeir skila sínu vel og eru hentugir við vinnuborðið, dj græjurnar, eldhúsið, stofuna o.s.frv.
Verð frá 299 $ - www.nocs.se
StÜssy G-Shock úr Það muna flestir eftir hversu vinsæl G-shock úrin voru hérna áður fyrr, líklegast áttiru eitt G-Shock úr og Karl Kani buxur. G-Shock hefur nú gefið út úr í takmörkuðu magni sem hannað er í samstarfi við Stussy. Stussy G-shock úrin eru meðal annars útbúin:
• • • • •
Áminningu á klukkutíma fresti Sjálfvirku dagatali (forritað til 2039) Niðurteljara Lýsingu Vatnsþétt í allt að 200 metra dýpi
Úrin eru nettari en áður og hefur hönnun þess tekið mikið stökk.
Shure Sonos Þráðlaus aðgangur að tónlistinni í öllum herbergjum Sonos er snilldar kerfi sem samanstendur af þráðlausum hátölurum og stýri-appi. Kerfið sameinar alla stafrænu tónlistina þína á einu appi sem þú getur stjórnað með snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu. Hægt er að streyma tónlistinni þráðlaust í hátalara í hverju herbergi á heimilinu án þess að það hafi áhrif á hljómgæðin. Sonos hóf þróun á kerfinu árið 2002 og hefur náð yfirburðum í þráðlausri tækni.
M44-7 nálar M44-7 nálarnar eru án efa allra vinsælustu og öruggustu skrats nálar í boði en þær hafa reynst skífuskönkurum og skrats pervertum vel í gegnum tíðina auk þess að vera fastur punktur í dj keppnum um allan heim.
• • • •
9,5mV „output” 1.50 til 3.0g „tracking force” 20 til 17,000Hz tíðnis viðtökur Eins árs ábyrgð hjá Turntablelab
Nálarnar koma með festingum, skeljavírum, litlu skrúfjárni og bursta til að þrífa nálarnar.
Verð frá 199 $ - Turntablelab.com Sjónvarpsmiðstöðin
Fæst á Turntablelab.com og í Hljóðfærahúsinu.
19
HVAÐ ER AÐ SKE?
Party Every Night. Cocktails! Live Music Every Night! 50 different kinds of beer. Live Sports Coverage. Happy hour! Kitchen open from 11.00. Ribs, burgers, chicken wings!
LIFE IS SHORT - DRINK EARLY AUSTURSTRAETI 8 • REYKJAVIK
20
HVAÐ ER AÐ SKE?
Matur
Thai matstofan Thai matstofan í Skeifunni er þekktur staður hjá unnendum taílenskrar matargerðar og býður hún upp á vinsæl hádegis- og kvöldtilboð. Tilboðin hljóða upp á val á milli nokkurra rétta í borði en það eru steiktar núðlur með grænmeti, djúpsteiktar rækjur, djúpsteiktur fiskur í súrsætri
Gleymmérey Vitabar
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008
Vitabar er ágætlega vel falinn gimsteinn í miðborginni en hann er á horninu efst á Vitastíg. Eins og nafnið gefur til kynna er um bar að ræða og stemmingin eftir því en staðurinn er þó afar kósý og fátt betra en að labba þar inn á köldum vetrardegi og fá sér dýrindis burger og bjór með honum. Fulltrúar SKE öðluðust glænýja sýn á hamborgara eftir að hafa smakkað á frægasta rétti staðarins, Gleymmérey en hamborgarinn sá er prýddur káli, lauki og bræddum gráðosti. Gleymméreyin kom verulega á óvart og mun hamborgaraferðum starfsfólks SKE fjölga til muna á komandi vikum.
sósu og svínakjöt í panangsósu. Panangsósan er gerð úr rauðu karrýi og er öllum öðrum ólík. Hægt er að næla sér í ljúffengan mat fyrir alla fjölskylduna (nú eða vinnuna) á frábæru verði og mælum við hjá SKE með að fólk geri sér leið í bláu húsin og smakki á alvöru taílenskum mat.
BBQ grísasamloka Café Paris Café Paris við Austurstræti er einn elsti og vinsælasti veitingastaður miðbæjarins. Frá opnun staðarins árið 1992 hefur hann náð að festa sig í sessi með reglulegum viðbætum á matseðli og húsnæði. SKE leit við á Café Paris og gæddi sér á BBQ grísasamlokunni en hún var borin fram í focaccia brauði með gúrku, tómötum, chilli mayo
og salati. Auðvitað fylgdu franskar með og við laumuðumst til að bæta við bearnaise sósu... Maturinn var sérlega kræsilegur og ljúft var að fá sér ilmandi kaffibolla frá Illy að honum loknum. SKE mælir með Café Paris – þó ekki væri nema bara til að fá sér einn bolla og njóta þess að skoða mannlífið.
Nautasteik með humarhölum Kaffi Sólon Íslendingar á öllum aldri kunna vel að meta Kaffi Sólon sem prýtt hefur hornið á Bankastrætinu í þónokkur ár. Sólon býður upp á mat í fínni kantinum en er einnig með gott úrval af smáréttum fyrir þá sem eru minna svangir eða vilja eitthvað að narta í með drykknum. Matseðilinn er girnilegur og erfitt að velja milli rétta en útsendarar SKE völdu sér nautasteik með humarhölum að bragða á. Maturinn var borinn fram með maispolentu, rótargrænmeti og rauðvínssósu. Nautasteikin var góð og vel elduð. Sósan var einnig bragðgóð en við freistuðumst þó einnig til að smakka á bearnaise sósunni og sló hún heldur betur í gegn!
21
HVAÐ ER AÐ SKE?
22
HVAÐ ER AÐ SKE?
listviðburðir Meðgönguljóð kynna:
Vorskáld Íslands útgáfuhóf Meðgönguljóð kynna til leiks þrjú skáld og nýbökuð ljóðverk þeirra: „Að eilífu, áheyrandi“ eftir Kristu Alexandersdóttur „Beinhvít skurn“ eftir Soffíu Bjarnadóttur
Kunstschlager Stofa Í Kunstschlager Stofu, sem verður á annarri hæð Hafnarhússins, geta gestir gengið um, staldrað við og upplifað hið einstaka Kunstschlager andrúmsloft. Í stofunni verða hljóð- og vídeóverk, tvívíð- og þrívíð verk ásamt sérhönnuðum Kunstschlager húsgögnum þar sem hægt er að láta fara vel um sig. Í stofunni verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá í ýmsum miðlum sem tekur örum breytingum svo áhugasamir eru hvattir til að fylgjast vel með. Á fimmtudögum verða jafnframt margs konar viðburðir. Kunstschlager hópurinn flytur alla starfsemi sína í Hafnarhúsið og er þetta í fyrsta skipti sem Listasafn Reykjavíkur ræðst í samstarf af þessu tagi. Hópurinn mun starfa í húsinu til septemberloka 2015. Með tímanum verður hægt að fylgjast með Kunstschlager Stofu í beinni útsendingu á heimasíðu Kunstschlager sem opnar á næstunni. Í tengslum við Kunstschlager Stofu verða nýjungar á boðstólnum í Safnbúð Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kunstschlager var stofnaður árið 2012 og hélt úti sýningarrými og basar á Rauðarárstíg til ársins 2014. Átta myndlistamenn og einn listfræðingur standa nú að Kunstchlager en í gegnum tíðina hafa ýmsir starfað í kringum hann. Kunstschlager hefur getið af sér gott orð fyrir öfluga dagskrá og sérstaka stemningu. Alls voru 38 sýningar haldnar í húsakynnum hans á Rauðarárstíg en Kunstsclager-hópurinn hefur haldið sýningar víða t.d. Kunstchlager á rottunni í Verksmiðjunni á Hjalteyri, í Galleria Huuto í Finnlandi og Studio 44 í Stokkhólmi. Hvar: Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi Hvenær: Opnun 21. mars kl. 16:00, opið til septemberloka
„Blágil“ eftir Þórð Sævar Jónsson
Íbúarnir Kveikjuþræðir Ananda Serné Við þekkjum þess mörg dæmi í sögunni að höfundar hafi ritað lýsingar af stöðum án þess að hafa komið þangað. Norðrinu hefur þannig oft verið lýst sem frumstæðum, harðneskjulegum og dularfullum stað sem stæði ógn af nútíma lifnaðarháttum. Rithöfundurinn Alfons van der Berg tekst á við þetta nýlenduviðhorf til innfæddra sem „hinna“ í leikriti sínu Íbúarnir. Sögusvið hans er eyjan Jan Mayen í Norðuríshafi í náinni framtíð en í stigvaxandi baráttu um náttúruauðlindir hafa Hollendingar endurheimt yfirráð yfir eyjunni úr hendi Norðmanna. Það má líta á þetta vídeóverk sem samsetta heild nokkurra smærri frásagna sem tengjast innbyrðis og mynda saman eins konar klippimynd. Ákveðnar aðferðir í verkinu sækja til epísks og expressjónísks leikhúss, einna helst til verka Vladimir Mayakovsky, en
leikrit hans Harmleikur var innblástur við persónusköpun íbúanna. Ananda Serné er nemandi á fyrra ári við alþjóðlega meistaranámsbraut í myndlist við LHÍ en áður lauk hún grunnháskólanámi í myndlist frá akademíunni í Antwerpen, Belgíu. Sýningin er hluti af sýningarröðinni Kveikjuþræðir sem byggir á samstarfi meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands við meistaranámsbraut í listfræði við HÍ. Samstarfið hefur gefið af sér samræður milli þessara tveggja nemendahópa og skrif listfræðinema í tengslum við sýningarnar. Hvar: Kubburinn, sýningarsalur myndlistardeildar LHÍ, Laugarnesvegi 91 Hvenær: 16.-20. mars frá kl. 13:00-16:00
Persona Minningar og hið margþætta sjálf Laufey Jónsdóttir hönnuður kynnir sér ólíka ímynd einstaklinga í gegnum viðtöl um ævi og minningar. Samræður sínar nýtir hún sem grunn að tilraunakenndum portrettverkum sem unnin eru með blönduðum miðlum; teikningu, ljósmyndun og klippimyndatækni með leik að ljósi og skugga fyrir tilstilli þrívíddar. Sýningunni er ætlað að velta upp spurningum um mannveruna og ímynd hennar í víðu samhengi með áleitnum hætti og afgerandi stílfærslu. Hún skoðar sjálfið, mannlegt eðli og minningar. Hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann. Laufey Jónsdóttir (f. 1984) er
útskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfaði m.a. sem hönnuður hjá tískufyrirtækinu STEiNUNN og yfirhönnuður fatamerkisins Blik. Hún hefur einnig gert myndskreytingar fyrir bækur, tímarit og sýningar og opnaði sína fyrstu einkasýningu á teikningum 2012. Á undanförnum árum hefur Laufey sinnt formennsku Fatahönnunarfélags Íslands og í tengslum við það tekið að sér hin ýmsu verkefni meðal annars stjórnarsetu í Hönnunarmiðstöð Íslands og Nordic Fashion Association. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 12. – 29. mars
Útgáfunni verður fagnað við hátíðlega athöfn í Mengi á miðvikudaginn. Höfundar munu lesa úr verkum sínum auk þess sem boðið verður upp á óvænt skemmtiatriði. Allir hjartanlega velkomnir. Með greiddum aðgangseyri fylgir ljóðabók að eigin vali en allur gróði umfram kostnað fer í að styrkja bókaútgáfu Meðgönguljóða. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2, 101 Reykjavík Hvenær: 18. mars kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
4 meters is 21 seconds Rebekka Moran sýnir í Rennunni 4 meters is 21 seconds cleaning a brush. Rannsókn í tíma. Úvíkkaður. Smættaður. Útflattur. Efnisgerður. Einn rammi, eitt augnarblik. Rebekka Moran útskrifaðist frá Listaakademíunni í Chicago árið 2000 og hefur búið í Reykjavík síðan 2006. Verk hennar taka á sig hin ýmsu form, frá innsetningum til skúlptúra. Þá notar hún oft heim og tækni 16 mm upptökuvélarinnar til að kanna skynjun, frásögn, og línulega hugsun þar sem tíminn tapar upphafi merkingarinnar. Verk hennar kanna glufurnar milli hluta, skellurnar, átökin, þversögnina sem á sér stað er andstæður mætast og skapa samhengi. Hvar: Týsgallerí, Týsgata 3, 101 Reykjavík Hvenær: 14. mars - 4. apríl Frekari upplýsingar: rebekkamoran.com
23
HVAÐ ER AÐ SKE?
Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona
Ámundi
Samtal við verk Ásmundar
Að skapa grípandi myndmál
Á sýningunni er þess minnst að í ár eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi, en það varð með lögum staðfestum af Danakonungi 19. júní 1915. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar, en miklar deilur urðu um verkið á árunum 1948-1955 og hefur ekkert íslenskt listaverk hlotið jafn langvinnan og hatramman mótbyr. Á sýningunni verða ásamt Vatnsberanum önnur valin verk Ásmundar, í samtali við verk þeirra Örnu Valsdóttur, Daníels Magnússonar, Kristínar Gunnlaugsdóttur, Níelsar Hafsteins, Ólafar Nordal, Ragnhildar Stefánsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Sýningarstjóri er Harpa Björnsdóttir.
Yfirlitssýning á verkum Ámunda Sigurðssonar grafískum hönnuði, 1985-2015.
Hvar: Ásmundarsafn, Sigtún, Reykjavík Hvenær: 21. feb. – 26. apríl
Á 30 ára ferli hefur Ámundi Sigurðsson unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Staðsetning hönnuðarins, að hlusta á óskir viðskiptavinarins og vinna eftir ákveðnum línum, krefst þess að hann lesi vel umhverfi sitt og samsami sig þörfum kúnnans. Í verkum Ámunda má vissulega greina stílsögu síðustu áratuga. Höfundarverk hans liggur þó að miklu leyti í þeim andstæðum sem hægt er að tengja togstreitunni við að vera undir valdi listagyðjunnar og að skapa grípandi myndmál. Hvar: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1, 210 Garðabær Hvenær: 11. mars - 31. maí 2015
Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytnin í málverki samtímans hefur vakið eftirtekt. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Til að gefa yfirlit um stöðu málverksins á Íslandi efnir Listasafn Íslands til sýningar í tveimur hlutum Nýmálað 1 og Nýmálað 2 í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum þar sem verk 85 starfandi listmálara eru sýnd. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningarstjórar: Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Listamenn á Nýmálað I: Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson. Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, Tryggvagötu Hvenær: 6. feb - 19. apríl 15
Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði – Nýtt KEA Skyr með kókosbragði. Náttúrulegur sætugjafi
24
HVAÐ ER AÐ SKE?
Ljósvakamiðlar
Austin Powers The Spy Who Shagged Me Ofurnjósnarinn Austin Powers er mættur aftur á svæðið. Dr. Evil ferðast með tímavél til ársins 1969 og hyggst stöðva Austin Powers í eitt skipti fyrir öll með því að stela kynorku hans. Austin þarf að fara aftur í tímann til að endurheimta kynorkuna og nýtur dyggrar aðstoðar kynbombunnar Felicity Shagwell. Það má heldur ekki gleyma að minnast á smávaxna eftirgerð Dr. Evil, Mini-Me, og hinn magnaða Skota, Fat Bastard, sem setja svip sinn á myndina.
Better Call Saul Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Í þessum þáttum fáum við að kynnast Saul betur, uppvexti hans og hvaða aðstæður urðu til þess að hann endaði sem verjandi glæpamanna á borð við Walter. Hvar: Stöð 2 Hvenær: Sunnudag kl.21:30
Hvar: Stöð 2 Hvenær: Laugardag kl.20:00
Lindell: Sorgarskikkja 6 Norsk sakamálamynd byggð á sögu Unni Lindell. Kona finnst myrt og nokkrum dögum síðar hverfur sonur hennar. Við rannsókn málsins kemur í ljós að vinkonu hinnar myrtu hefur verið saknað í tvö ár og lögreglan leitar í fortíð kvennanna í leit að skýringum. Aðalhlutverk: Cecilie A. Mosli, Reidar Sørensen, Marit Andreassen og Henrik Kielland. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Hvar: RÚV Hvenær: Föstudag kl.22:10
Frelsið kom með rokkinu Heimildarmynd um þriggja daga rokkhátíð sem haldin var í Tallin sumarið 1988 þegar Eistland tilheyrði Sovétríkjunum. Rauði herinn gætti þess að 150 þúsund áhorfendur létu að stjórn, en tímarnir voru að breytast. Upptökur frá hátíðinni lágu í geymslu í tvo áratugi en myndin var frumsýnd árið 2011. Meðal þeirra sem koma fram eru Red Hot Chili Peppers, John Lydon, Big Country og finnska hljómsveitin Leningrad Cowboys.
Brestir Önnur þáttarröð þessa vandaða fréttaskýringaþáttar sem rýnir í bresti samfélagsins. Forvitnir þáttastjórnendur gægjast undir yfirborðið og fylgjast með því sem fram fer fyrir luktum dyrum. Rýna í það sem er löglegt en siðlaust - en líka það sem er siðlegt en lögbrot. Umsjónarmenn eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson
Hvar: RÚV Hvenær: Mánudag kl.22:45
Hvar: Stöð2 Hvenær: Mánudag kl.20:30
Go Ahead
*
Scandal Kjarngóð ávaxtafylling í léttum kexhjúp – gott á milli mála.
Spjallþáttasnillingurinn Jimmy Fallon hefur tekið við keflinu af Jay Leno og stýrir nú hinum geysivinsælu Tonight show þar sem hann hefur slegið öll áhorfsmet. Hvar: SkjárEinn Hvenær: Virk kvöld kl:22:30
Létt í bragði
*Aðeins 57 kcal per kex
The Tonight Show
Fjórða þáttaröðin af Scandal er byrjuð með Olivia Pope (Kerry Washington) í fararbroddi. Scandal – þáttaraðirnar eru byggðar á starfi hinnar bandarísku Judy Smith, almannatenglaráðgjafa, sem starfaði meðal annars fyrir Monicu Lewinsky en hún leggur allt í sölurnar til að vernda og fegra ímynd hástéttarinnar í Washington. Vandaðir þættir um spillingu og yfirhylmingu á æðstu stöðum. Hvar: SkjárEinn Fimmtudagur kl.21:20
Djöflaeyjan Þáttur um leiklist, kvikmyndir, myndlist og hönnun. Ritstjóri er Brynja Þorgeirsdóttir og aðrir umsjónarmenn eru Vera Sölvadóttir, Goddur, Bergsteinn Sigurðsson, Sigríður Pétursdóttir og Kolbrún Vaka Helgadóttir. Dagskrárgerð: Sigurður Jakobsson. Hvar: RÚV Hvenær: Þriðjudagar kl.20:00
25
HVAÐ ER AÐ SKE?
THE JBL CHARGE 2 PORTABLE BLUETOOTH SPEAKER THAT GHARGES YOUR SMARTPHONE. PRETTY SMART, RIGHT.
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
26
HVAÐ ER AÐ SKE?
tómstundir
Photoshop grunnnámskeið
Ört vaxandi tómstundaiðja landans færð upp á æðra plan! Nikon skólinn, rekinn af Pétri Thomsen, býður upp á grunnnámskeið í notkun á Photoshop auk annara námskeiða. Kennt er á helstu tól og tæki sem forritið býður upp á. Meðal annars er rétt vinnuferli í Photoshop kennt, grunnurinn í litastjórnun og hráskjalavinnslu. Þátttakendur þurfa að hafa með sér fartölvu með uppsettu Photoshop forriti. Námskeiðið tekur þrjú kvöld og kennt frá kl. 19:00 – 22:00 í Toppstöðinni í Elliðarárdal. Námskeiðið kostar 26.000 kr.
Láttu nýja hleðslutækið vera það síðasta sem þú kaupir. FrayFix fylgir með öllum hleðslutækjum á meðan birgðir endast. Hleðslutæki 11.990.FrayFix 3.990.-
Klifurhúsið ,,Ef þú hefur amk 3 útlimi sem virka þá getur þú stundað klifur. Það eru bæði þykkt, létt, þétt, bólgið, bjagað og hresst fólk sem stundar klifur. Það eru meira að segja til góðir klifrarar sem vantar á ýmsa útlimi”, segir á heimasíðu Klifurhússins. Staðurinn er rekinn af mikilli ástríðu af klifrurum í því skyni að veita aðstöðu til íþróttaiðkunar árið um kring. Allir eru velkomnir en boðið er upp á úrval námskeiða eins og byrjendanámskeið í klifri, námskeið fyrir börn og unglinga (5-15 ára og 16+), framhaldsnámskeið, og jóga. Klifurhúsið býður upp á hádegisopnanir og fjölskyldutíma um helgar auk þess sem opið er virka daga milli kl. 16 - 22. Nánari upplýsingar: klifurhusid.is
Slagverk.is Winston Regal
18.990.-
Það er aldrei of snemmt og aldrei of seint að læra á hljóðfæri. Þetta hljómar kannski eins og klisja en einungis vegna þess að það er satt: Það eru engin aldurstakmörk fyrir því að þroska hæfileika sína og sköpunargleði. Slagverk.is býður upp á fjölbreytta kennslupakka fyrir bæði einstaklinga og hópa en meðal annars er kennt á trommur, slagverk, mandolín, gítar og bassa. Slagverk.is býður vinnustaðaglensinu einnig birginn því hægt er að panta kennslu beint í partýið á vinnustaðnum þínum. Hver veit nema í þér leynist Trommu-Tómas eða Gítar-Gudda! Nánari upplýsingar: slagverk.is
27
Suðurlandsbraut 32 HVAÐ ER AÐ SKE?
TRI VERSLUN býður viðskiptavinum sínum að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði í samstarfi við BORGUN
CUBE 2015 REIÐHJÓLIN ERU KOMIN!
CUBE 2015 HAFÐU SAMBAND
35% AFSLÁTTUR AF
CUBE 2014 Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!
WWW.TRI.IS - Opnunartími @ TRI VERSLUN Alla virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga kl. 10:00 til 16:00
28
HVAÐ ER AÐ SKE?
kvikmyndir Allir sýningartímar á www.ske.is
paddington 7,5
98%
wild tales bíó paradís
8,2
91%
birdman
the imitation game 8,2
89%
háskólabíó
8,0
93%
annie 5,0
into the woods smárabíó | kringlubíó | sambíóin akureyri
veiðimennirnir
sambíóin keflavík
smárabíó | laugarásbíó | borgarbíó
6,3
71%
7,2
28%
fifty shades of grey 4,2
24%
29
HVAÐ ER AÐ SKE?
30
HVAÐ ER AÐ SKE?
kvikmyndir Allir sýningartímar á www.ske.is
before i go to sleep
6,2
chappie
36%
the spongebob movie: Sponge Out of Water
6,6
75%
smárabíó | háskólabíó | laugarásbíó
focus
borgarbíó
kringlubíó | álfabakki | sambíóin egilshöll
7,4
29%
sambíóin akureyri | sambíóin keflavík
7,0
55% theory of everything
7,8
the grump
the duff
háskólabíó
smárabíó | laugarásbíó | borgarbíó
hot tub time machine 2 7,8
7,3
7,2
64%
79%
79%
31
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345 DOMINO’S APP WWW.DOMINOS.IS
32
HVAÐ ER AÐ SKE?
Það er rétt að árétta það strax að í þessu házkaeggi er ekki raunverulegur refur, enda væri slíkt stórvarasamt, sérstaklega fyrir refi. Hins vegar getur házkaeggið haft ýmis brögð í tafli, sem þú gerir ekki ráð fyrir við fyrstu sýn. Auk þess leynast í því mikilvæg skilaboð, sem eru aðeins ætluð þér! skaeggjum Súkkulaðið í pá QPP Nóa Síríus er er Program) (Q ualit y Partn m stuðlar að se sla framleið starfs fólks ði na bú betri að aræk t. un ba kó ka í
Litríkt á bragðið. facebook.com/noisirius