1
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 24.3-31.3
#4
SKE.IS
G Í S L I P Á L M I
2
HVAÐ ER AÐ SKE?
MÚSÍKTILRAUNIR
Þá er sólmyrkvinn um garð genginn og enn snýst jörðin með líku lagi og fyrr. Heimsendir bíður enn um sinn. Hjúkk. Það hefur tæpast farið fram hjá þeim sem flettir þessum snepli að forsíðuna prýðir rapparinn Gísli Pálmi, sem jafnframt er viðmælandi vikunnar. Og meðal þess sem ber á góma í viðtalinu er væntanleg plata Gísla. Ritstjórn SKE hefur beðið hennar með mikilli eftirvæntingu, svo vægt sé til orða tekið, og því jafnvel brýnna en alla jafna að heimsslit frestist í það minnsta þar til eftir útkomu hennar. Við krossum fingur. Þá, við drynjandi undirspil téðrar plötu, má tilveran svosem liðast í sundur. Og þó. Það er jú sitthvað fleira að ske. Jú, heill hellingur. Gerðar eru aðrar plötur sem bíða má með eftirvæntingu, settar upp leiksýningar, teknar kvikmyndir, skrifaðar bækur, hannaðir tölvuleikir, græjur, strigaskór, sundhettur, dósaupptakarar, Alcubierre-drif eða hvað veit ég. Alltaf er einhvers að bíða, einhvers áhugaverðs. Jú, frestum heimsendi endilega sem lengst. Við höfum ekki tíma fyrir hann. Og núna – afsakið það sem á eftir kemur – total eclipse of the rap.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglýsingar@ske. is Forsíðuviðtal og leiðari: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Gísli Pálmi Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Músíktilraunum: Birta Rán Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE?
Páskaleikur morgunkornsins! I PAKKA R I E
Í
M
Kornið sem kemur þér út Geymdu kassakvittunina þegar þú kaupir pakka af General Mills morgunkorni. Skráðu þig svo á morgunkorn.is þar sem fjöldi glæsilegra vinninga er í boði. Til að mynda gætir þú meðal annars unnið ferð fyrir tvo til New York, 55” curved sjónvarp frá Samsung auk frábærra vinninga frá Hamborgarafabrikkunni, Keiluhöllinni og Smárabíó.
EIRI
UL
ÞV
EIK A R
R
ÞVÍ F L
VILTU VINNA 55” CURVED SJÓNVARP FRÁ SAMSUNG EÐA FERÐ TIL NEW YORK?
MÖG
4
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST
MÚM
LJÓNAGRYFJA
MENSCHEN AM SONNTAG IMPROVISATION/ WORK IN PROGRESS Dúettinn múm mun leika raftóna af fingrum fram við þýsku kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í nýrri mánaðarlegri seríu þeirra Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes þar sem þeir munu snara fram ferskum raftónum við áðurnefnda kvikmynd með það að leiðarljósi að vera að lokum búnir að skapa nýja tónlist við myndina og sérstakan hljóðheim. Tónleikaserían verður því eins konar verk í vinnslu. Hljómsveitin múm er þekkt fyrir nýungagirni í nálgun sinni og flutningi á tónlist og hefur hún komið víða við. Samstarf hennar við listamenn úr mismunandi listakreðsum ber þess glöggt vitni, en til dæmis vann sveitin að lagi með áströlsku poppstjörnunni Kylie Minouge fyrir kvikmyndina Jack & Diane og í augnablikinu vinnur múm að nýjum verkum sem leikin verða af Sinfóníuhljómsveit
MDR í Leipzig. Á síðasta ári var nýjasta breiðskífa sveitarinnar, Smilewound, tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Menschen am Sonntag er vanmetið meistarastykki frá 1930. Hún var fyrsta myndin sem bræðurnir Curt og Robert Siodamak leikstýrðu og handritið skrifaði enginn annar en Billy Wilder. Kvikmyndin er ein síðasta mynd þögla tímabilsins svokallaða og gefur sjaldgæfa innsýn inn í líf áhyggjulausra ungmenna í borg sem stuttu seinna varð hryllingi einræðis að bráð. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 25. mars kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánari uppl.: mengi.net
TODMOBILE Á GRÆNA HATTINUM
Todmobile, sem er einhver magnaðasta tónleikasveit landsins, heldur enn eina stórtónleikana á Græna hattinum á laugardaginn. Að undanförnu hefur hljómsveitin átt í frábæru samstarfi með þeim miklu meisturum Jon Anderson (Yes) og Steve Hackett (Genesis) og koma þeir báðir fram á þeirra nýjustu plötu sem ber nafnið Úlfur. Hún verður að sjálfsögðu tekin fyrir á tónleikunum
ásamt öllum þeirra vinsælustu lögum sem of langt mál væri að telja upp. Í boði eru tvennir tónleikar sama kvöldið, annars vegar kl. 20 og hins vegar kl. 23. Hvar: Græna hattinum, Akureyri Hvenær: 28. mars, kl. 20:00 og 23:00 Miðaverð: 3.900 kr. Nánari uppl.: midi.is
REYKJAVÍKURDÆTRA Í fyrra var Ljónagryfjan haldin við frábærar undirtektir þar sem fullt af hljómsveitum á borð við Fufanu, Skelkur í bringu og Kælan Mikla stigu á stokk. Í ár verður þetta ennþá flottara með fullt af frábærum hljómsveitum og tónlistarmönnum/konum. Markmið Ljónagryfjunnar er að víkka íslenska tónlistarsenu og gera hana aðgengilega. Þess vegna er frítt inn og ýmsar reyndar og óreyndar hljómsveitir sem munu koma fram. Meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram eru Reykjvíkurdætur, Dj flugvél og geimskip, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Pink Street Boyz, Lord Pusswhip/Marteinn, Mc bjór og bland, Panos from Komodo, Cryptochrome og Alvia Islandia. Hvar: Frederiksen Ale House, Hafnarstræti 5 Hvenær: 28. mars, kl. 18:30 Miðaverð: Frítt
HIMINN OG JÖRÐ GUNNAR ÞÓRÐARSON 70 ÁRA Tónskáldið, gítarleikarinn og þjóðargersemin Gunnar Þórðarson er nýorðinn sjötugur. Af því tilefni efnir hann til tvennra afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn, fyrst kl. 16:00 og síðan kl. 20:00. Á tónleikunum verða þekktustu lög Gunnars flutt af landsliði íslenskra hljóðfæraleikara og söngvara ásamt gospelkór, barnakór og strengjasveit. Síðast en ekki síst ber að nefna að sjálft afmælisbarnið stígur á svið og flytur nokkur vel valin lög. Meðal þeirra söngvara sem koma fram eru Björgvin Halldórsson, Una Stef, Egill Ólafsson, Helga Möller, Sigríður Thorlacius og Páll Óskar. Hvar: Harpa, Elborg Hvenær: 29. mars kl. 16:00 og 20:00 Miðaverð: 5.990 - 11.990 kr. Nánari uppl.: midi.is
5
HVAÐ ER AÐ SKE?
Jakki 7.890 kr
Kringlunni og Litlatúni Garðabæ
6
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST
MUNSTUR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Á sunnudagskvöld fagnar hljómsveitin Munstur útgáfu fyrstu EP plötu sinnar, Intro EP, sem gefin var út í byrjun nóvember 2014.
HÁTÍÐIN ER HELGUÐ 100 ÁRA FÆÐINGARAFMÆLI
Munstur samanstendur af Atla Arnarssyni, Jökli Smára Jakobssyni, Kristini Arnari Sigurðssyni og Stefáni Ragnari Sandholt og hafa þeir spilað saman síðastliðin tvö ár. Tónlist þeirra einkennist af kraftmiklu og melódísku indie popp rokki sem leiðir oft út í draumkennda og mjúka kafla. Með þeim á sviði eru yfirleitt þrír blástursleikarar sem setja stóran svip á tónleikana en auk þeirra spilar strengjakvertett með þeim þetta kvöld sem einnig sér um upphitun fyrir tónleikana.
MUDDY WATERS OG WILLIE DIXON.
Tóleikarnir verða haldnir í ungbarnalauginni Skálatúnslaug í Mosfellsbæ.
BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2015 Blúshátíð í Reykjavík hefst á laugardag með Blúsdegi í miðborginni og uppákomum frá kl. 14:00 – 17:00 og má búast við urmul óvæntra atriða alla hátíðadagana. Aðalgestir hátíðarinnar eru: Bob Margolin, blúsgítarleikari ársins 2005 og 2008. Debbie Davis, blúsgítarleikari ársins 1997 og 2010. Bob Stroger, bassaleikari ársins 2011 og 2013. KK band, Björgvin Gíslason, Vintage Caravan Blue Ice Band og fjöldi annarra tónlistarmanna.
GUILTY PLEASURE JULIA & KOLBRÚN Plötusnúðatvíeykið Julia Ruslanovna og Kolbrún Klara Gunnarsdóttir verða á Dolly á þessum fimmtudegi með þvílíka sektargleði. Stúlkurnar eru miklir plötugramsarar og því ærið tilefni til að kíkja á þær. Hvar: Dolly Hvenær: 26. mars, kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Skálatúnslaug, Mosfellsbæ Hvenær: 29. mars kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánari uppl.: tix.is
BRAIN POLICE Á DILLON
Þrennir stórtónleikar Blúshátíðar verða á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilvikunni, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld (skírdagskvöld). Blúsmiðinn veitir aðgang að öllum þremur stórtónleikunum á Hilton Reykjavík Nordica. Takmarkað magn Blúsmiða er í boði.
Lögregluheilarnir eru á fullu að klára sína næstkomandi plötu. Þeir munu halda tónleika á Dillon á föstudag og spila eldri lög í bland við sjóðandi heit lög beint úr ofninum. Ekki láta þig vanta í þennan heiladans.
Hvar: Hilton Reykjavík Nordica Hvenær: 28. mars - 2. apríl Miðaverð: 4.990 / 9.990 kr. Nánari uppl.: blues.is
Hvar: Dillon Hvenær: 27. mars kl. 22:00 Miðaverð: 500 kr.
BENEDETTI LEIKUR MOZART SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Það er svo sannarlega tilefni til heiðurstónleika því um þessar mundir er liðin um hálf öld frá því að fjórmenningarnir frægu í Bítlunum komu fram á sjónarsviðið og breyttu tónlistar- og veraldarsögunni þar með. Fjórmenningarnir sem stíga á svið í Hofi eru þeir Björgvin Halldórsson, Matthías Matthíasson, Stefán Jakobsson og Eiríkur Hauksson. Rokkabillýbandið leikur undir en þar er valinn maður í hverju rúmi
Skosk-ítalski fiðluleikarinn Nicola Benedetti skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún bar sigur úr býtum í „BBC Young Musician of the Year“ aðeins 16 ára gömul árið 2004. Síðan hefur hún leikið m.a. á lokakvöldi Proms-tónlistarhátíðarinnar og er nú samningsbundin Deutsche Grammophon. Hún leikur vinsælasta fiðlukonsert Mozarts, sem hann samdi aðeins 19 ára gamall. Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar hljóma tvö áheyrileg verk af svipuðum toga sem samin voru undir áhrifum myndlistar. Trittico Botticelliano eftir ítalska tónskáldið Respighi sækir innblástur í þrjú meistaraverk ítalska endurreisnarmeistarans – Vorið, Aðdáun vitringanna og Fæðingu Venusar. Annar endurreisnarmálari, Mathias Grünewald, er söguhetja í óperu Hindemiths sem vakti hörð viðbrögð nasista við frumflutninginn í Þýskalandi árið 1934. Samhliða óperunni samdi Hindemith sinfóníu út frá sama efni, innblásinn af hinni óviðjafnanlegu Isenheim-altaristöflu þýska meistarans. Hljómsveitastjórinn er að þessu sinni hinn austurríski Hans Graf en hann er aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Houston. Hann stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands við sérlega góðar undirtektir í fyrra og honum var umsvifalaust boðið að snúa aftur við fyrsta tækifæri.
Hvar: Hof, Akureyri Hvenær: 27. mars kl. 20:00 Miðaverð: 8.990 kr. Nánari uppl.: menningarhus.is
Hvar: Harpa, Eldborg Hvenær: 26. mars kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr. Nánari uppl.: harpa.is
HEIÐURSTÓNLEIKAR
THE BEATLES
NOLO Í MENGI Ívar Björnsson og Jón Gabríel Lorange mynda tvíeykið Nolo. Þeir hafa verið að fikta við tónlist undir formerkjum Nolo síðan árið 2009 og munu spila bæði gömul lög og frumflytja nýtt efni. Hvar: Mengi Hvenær: 28. mars kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 Nánari uppl.: mengi.net
7
HVAÐ ER AÐ SKE?
þor ir þú? og ég vil ekki
d r e pa pa b b a m i n n
ég v i l ek k i búa í bú r i
og ég vil ekki
dey ja í fa nga k lefa
og ég vil ekki þola pyntingar
fílaðir þú Hungurleikana og Harry Potter? Hér er komin æsispennandi saga um
atan
sem er afkvæmi hvítanornar og svartanornar ...
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
8
HVAÐ ER AÐ SKE?
„ÞETTA ER ÞAÐ SEM ÉG FÍLA OG ÉG FER ALLA LEIÐ MEÐ MITT“
Viðmælandi vikunnar sem jafnframt prýðir forsíðu Ske er tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi. Hann hefur á fáum árum skapað sér sérstakan sess í íslenskri tónlistarflóru og kannski ekki hvað síst í hugum rappunnenda. Það var um mitt ár 2011 að Gísli braust fram á sjónarsviðið, skall eins og loftsteinn á íslenskri rappsenu með laginu Set mig í gang. Þar kvað við nýjan tón. Bæði hljómur og inntak stóðu nær bandarískri trap-tónlist en íslenskt rapp hafði gert fram til þessa. Yrkisefnin voru undirheimar Reykjavíkur, fíkniefni og gjálífi rædd á opinskáan hátt. Myndbandið við lagið, sem sett var á netið undir merkjum Glacier Mafia, renndi frekari stoðum undir ímynd Gísla, þar sem hann rappar ber að ofan á sólríkum degi með lúxusbifreið í bakgrunni. Áður höfðu íslenskir rapparar spreytt sig á gangstarappi (á kjarngóðri íslensku) en enginn þó í líkingu við það sem Gísli nú gerði. Engum bakpokum eða hettupeysum var hér fyrir að fara. Set mig í gang var fyrst í röð myndbanda sem Gísli sendi frá sér með nokkuð reglulegum hætti á komandi misserum og vöktu ekki síður athygli, svo sem Swagalegt, Stíg á kreik o.fl. Hann kom svo loks fram opinberlega síðla árs 2011, á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni og rótfesti sig þá í vitund margra sem bæði áhugaverður og hamslaus flytjandi. Síðan hefur hann haldið uppteknum hætti. Við byrjum samtalið á því að spyrja Gísla hvernig hann bar sig að í upphafi?
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
„Ætli það hafi ekki bara byrjað á því að ég ákvað að gera vídjó. Ég var búinn að vera að leika mér að því að búa til takta og skrifa. Það var bara svo einfalt. Og síðan geri ég þetta á svo fullkomnum tíma, náði að sörfa netbylgjuna.“ Sem var, að segja má, ný nálgun hér á Íslandi Og yrkisefnin voru líka dálítið framandi, reynsluheimurinn sem þú lýsir. „Já, algerlega. Íslenskt rapp hafði mikið byggt á skáldskap. Stór hluti fólks trúði örugglega ekki að eitthvað svona gerðist á Íslandi, eins og það sem ég var að lýsa. Það bara gat ekki séð svonalagað fyrir sér. Þess vegna held ég að margir hafi bara afskrifað þetta sem skáldskap.“ Gísli þagnar, hugsar sig um og bætir svo við: „Og það er kannski bara eðlilegt.“ Svo er það líka hvernig þú talar um hlutina. Tungutakið, orðaforðinn, er líka nýstárlegur. „Já, ég nota mikið slangur og það er mjög fjölbreytt hvaðan ég fæ innblástur til að skapa eða beygja orð. Hvort sem það eru erlend tungumál, hlutir í kringum mann eða bara það að mér finnist þægilegt að segja hluti þannig.“ Á stundum ertu svo allt að því skuggalega berorður, til dæmis þegar þú talar um “borvél í skúrnum,” ekki satt? „Algerlega. Sumt er bara eins og það er.“
9
HVAÐ ER AÐ SKE?
10
HVAÐ ER AÐ SKE?
„FÆSTIR ÞEKKJA ÞAÐ SEM ÉG LÝSI AF EIGIN RAUN“
Og þar við situr. En hvað er á döfinni? „Tónlist, platan, halda sér góðum. Er að fara að kynna plötuna núna þannig að það verða gerðir einhverjir skandalar í kringum hana. Svo er AKExtreme núna eftir nokkrar vikur. Akureyri hefur alltaf upp á meira en nóg að bjóða. Seinasta ferð mín þangað var nú algert case, endaði með því að ég missti af fjórum flugum, gisti hjá Halldóri Helga [snjóbrettamanni] og skemmti ekki mikið. Var hent út af eigin tónleikum, berum að ofan og skólausum. Á þeim tíma sem hefði átt að vera að kalla mig upp á svið var ég kolsvartur í mestu makindum að borða súpu með foreldrum Halldórs. Þetta var alveg hellað.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá þér? „Já, það þarf svo sannarlega ekki að fara nánar út í það,“ segir Gísli og hlær. Gott og vel. En sumarið 2014 fer svo platan á fullt. „Já, þá tek ég bara lock down. Ég fann húsnæði, lokaði mig þar inni með tveimur félögum mínum og við unnum alla plötuna á tveimur mánuðum. Þannig að þetta eru allt glæný lög. Þetta verður eitraðasta dóp sem hefur lent á götum Reykjavíkur.“ Og hvernig heldurðu að fólk komi til með að taka við plötunni? „Ég held að fólk eigi eftir að... þetta er svolítið mikið, sko. En þetta er það sem ég fíla og ég fer alla leið með mitt.“ En við hverju má búast textalega? „Það má búast við því að einhverjir hneykslist. Er það ekki venjan? En það verður bara að taka því eins og það er. Eða ekki.“ Það er eilífðarspurning sem stöðugt er spurð í sambandi við rappheiminn í Bandaríkjunum hvort forsvaranlegt sé að upphefja það líf sem lýst er í gangstarappi. Ert þú að upphefja lífernið sem þú lýsir? „Tja,“ Gísli tekur sér augnabliks umhugsunarfrest og segir loks: „Ég er ekki að upphefja neitt í rauninni, ekki nema fyrir þeim sem eru á þessum stað. Ef þú ert þarna þá er það bara svona. Fæstir þekkja það sem ég lýsi af eigin raun. Þetta er lítill heimur, það þekkjast meira að segja allir. Ég er ekki að neyða neinn til að hlusta á það sem ég segi. Þetta er bara mín lífsreynsla. Það vill svo til að mér finnst gaman að búa til tónlist og það vill líka svo til að mér finnst gaman að tjá mig með ljóðum. Og það vill líka svo til að margir vilja hlusta á það.“ Það var og. Við skulum kalla þetta gott.
11
HVAÐ ER AÐ SKE?
VÆNTANLEGT www.newbalance.is
Loksins væntanlegt á Íslandi Skráðu þig á newbalance.is og fylgstu með!
New Balance 410
New Balance 420
New Balance 420
New Balance 420
12
HVAÐ ER AÐ SKE?
SKEMMTUN
PÁSKABJÓRSMAKKIÐ! Félag íslenskra bjóráhugakvenna stendur fyrir árlegu bjórsmakki á Klaustur Downtown Bar (gamli Vínbarinn) en Valberg Már Öfjörð frá Bjórspjall.is mun segja skemmtilega frá páskabjórunum sex sem verða smakkaðir. Að venju verður svo tilboð á barnum eftir smökkunina. PáskaVíking í flösku verður á tilboði fyrir meðlimi félagsins á aðeins 500 kr. allt kvöldið. Skráning á viðburðinn fer fram í gegnum facebook-síðu félagsins, facebook.com/bjorkonur.
GRÆNA AUGAÐ RADÍÓKLÚBBUR #2 - TWO FAVORITES
Hvar: Kirkjutorg 4, 101 RVK Hvenær: 26. mars kl. 18:00 Miðaverð: 2.200 kr
Græna augað radíóklúbbur er samansafn af útvarpsáhugafólki sem kemur til með að stýra mánaðarlegum frásagnar- og hlustunarviðburðum í Reykjavík. Rikke Houd kynnir tvo af sínum eftirlætis sögumönnum: Scott Carrier og Kaitlin Prest. Og þau verða með... í anda. Viðburðurinn fer fram á ensku. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 24. mars kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr. Nánari uppl.: mengi.net
EINSTÖK SÝNING: IT FOLLOWS It Follows er óhefðbundin indí-hrollvekja sem hefur fengið hreint út sagt frábæra dóma og halda unnendur geirans vart vatni yfir henni vestanhafs. Því miður fer hún ekki í almenna bíódreifingu hér á landi en íslenskir hryllingsunnendur fá engu að síður frábært tækifæri til að njóta myndarinnar í stórum sal nú á miðvikudaginn. Myndin segir frá hinni 19 ára gömlu Jay og hvernig lífið hennar fer á annan endann eftir að hafa upplifað það sem leit fyrst út fyrir að vera saklaust kynferðissamband. Skyndilega er hún heltekin af ógeðfelldum sýnum og tilfinningu sem hún losnar ekki við um að einhver, eða réttar sagt ,,eitthvað”, sé að elta hana. Tilfinningin hvílir þungt á henni en hún kemst að því fljótlega að þessi vaxandi bölvun berst með kynmökum. Ef Jay nær að flytja óhugnaðinn yfir á einhvern annan þá er hún sloppin, en þá magnast martröðin og er það aðeins tímaspursmál þangað til bölvunin nær henni endanlega. Hvar: Laugarásbíó Hvenær: 25. mars kl. 20:00 Miðaverð: 1.300 kr. Nánari uppl.: midi.is
TILRAUNAUPPISTAND Í COMEDY KLÚBBNUM Tilraunauppistöndin eru frábært tækifæri fyrir nýja og ferska grínista til að spreyta sig og þjálfast auk þess sem reyndari grínistar koma fram, prófa nýtt efni og halda sér í formi. Tilraunauppistönd eru einnig opin fyrir töframönnum, spunaleik, fyndnum tónlistaratriðum og öllum tegundum af sviðsgríni. Að þessu sinni koma fram þeir Marlon Pollock, Gísli Pálmason, Ólafur Freyr, Björn Ívar Björnsson, Þorgrímur Guðni, Valdimar Garðar Guðmundsson, Ingi Vífill og Ármann Árnason, ásamt kynni kvöldsins: York Underwood. Hvar: Bar 11 Hvenær: 26. mars kl. 21:30 Miðaverð: Frítt
HARLEM GLOBETROTTERS Á þriðju- og miðvikudag mun hið heimsfræga sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters vera með tvær sýningar í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði og skemmta landanum með ótrúlegum uppákomum. Harlem Globetrotters hafa heimsótt Ísland fjórum sinnum áður og alltaf hefur verið uppselt á sýningar þeirra. Vorið 2013 komust færri að en vildu í Kaplakrika en áhuginn fyrir þessari frábæru fjölskylduskemmtun var svo mikill að það þurfti að vísa fjölda manns frá á sýningardag. Þá strax ákváðu forsvarsmenn liðsins að þeir yrðu að koma sem fyrst aftur til að svara þessari þörf sem greinilega var á heimsókn þeirra. Harlem Globetrotters er ein elsta fjölskyldusýning i heimi og varla það mannsbarn hér á landi sem þekkir ekki Harlem Globetrotters og lagið þeirra Sweet Georgia Brown. Miðar verða seldir í stæði (standandi), almenn sæti og VIP sæti (á gólfinu undir körfunum). Nánari upplýsingar á midi.is. Hvar: Schenkerhöllin, Hafnarfirði Hvenær: 24. og 25. mars kl. 19:15 Miðaverð: 2.990 / 3.990 / 5.990 kr. Nánari uppl.: midi.is
INGÓ GEIRDAL TÖFRAMAÐUR Ingó Geirdal hefur sýnt ótrúleg töfrabrögð sín á fjölmörgum skemmtunum, skemmtiferðaskipum og í sjónvarpsþáttum í Skandinavíu, Asíu og Ameríku. Flugbeitt rakvélablöð, hugsanalestur og sjónhverfingar á heimsmælikvarða er meðal þess sem boðið er upp á í magnaðri töfrasýningu. Nánari upplýsingar á midi.is. Hvar: Salurinn í Kópavogi Hvenær: 28. mars kl. 16:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánari uppl.: midi.is
13
HVAÐ ER AÐ SKE?
FERMINGARGJAFIR LEIKJASPILARANS
RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.
FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES HAFNARFJÖRÐUR ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750
14
HVAÐ ER AÐ SKE?
LEIKHÚS
SVARTAR FJAÐRIR
Nýtt dansleikhúsverk eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar Svartar fjaðrir er opnunar-sviðsverk Listahátíðar í Reykjavík í ár: Kraftmikil sýning sem skartar dönsurum og leikurum í fremstu röð, ásamt lifandi fuglum. Verkið byggir á nýjustu straumum og stefnum í evrópskum samtímadansi, og kvæðum sem eru með þeim mögnuðustu sem samin hafa verið á íslenska tungu. Oft er talað um að samtímadans og leiklist eigi margt sameiginlegt, en það eiga danslistin og ljóðlistin ekki síður, enda byggja bæði listformin á hughrifum, tilfinningum, hrynjandi og flæði. Sigríður Soffía danshöfundur hefur þróað flókið kerfi hreyfinga sem byggt er á lögmálum ljóðlistarinnar, og bygging verksins tekur mið af bragarháttum. Sum ljóðin í sýningunni verða eingöngu túlkuð í dansi, þannig að texta verður breytt í hreyfingu, en önnur verða lesin og leikin. Unnið er með fjölbreytt úrval ljóða eftir Davíð Stefánsson, allt frá einmanalegum og harmþrungnum ljóðum til ástarjátninga og ættjarðarsöngva. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs, myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja líkömnuð af leikhópnum. Spennandi sýning og vandað sjónarspil með söng, leik, dansi og lifandi dúfum!
Hvar: Þjóðleikhúsið Hvenær: sjá leikhusid.is Hvað kostar: 4.950 kr.
CARROLL: BERSERKUR Carroll: Berserkur er nýtt verk skrifað og þróað af Spindrift Theatre sem sameinar raunveruleika okkar og skáldskap Lísu í Undralandi. Frásagnarlist Carrolls skapar áhugaverðan grunn fyrir áþreifanlegan og tilraunakenndan leikstíl leikhópsins. Hópurinn nýtir sér galsafull og ryþmísk skrif Carrolls, „bulltexta“ hans í bland við þulur og álíka norræna frásagnalist. Spindrift Theatre er norrænn leikhópur sem hefur verið starfandi síðan árið 2013. Hópinn skipa fjórar ungar konur, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Sólveig Eva Magnúsdóttir, Henriette Kristensen (Noregi) og Anna Korolainen (Finnlandi), og eru þær íslensku jafnframt leikstjórar sýningarinnar. Meðlimir hópsins lærðu og útskrifuðust úr breska leikhússkólanum Rose Bruford College árið 2013. Spindrift Theatre er tilraunagjarn og framsækinn leikhópur sem leggur áherslu á að skapa út frá forvitni leikarans á eðli mannsins og lífinu sjálfu. Í verkinu gengur Lísa í gegnum sjálfsþekkingarleit þar sem hún stendur í sjálfsmyndarkreppu. Í gegnum söguna stækkar Lísa og minnkar þegar hún þarf að standa frammi fyrir ólíkum og ófyrirsjáanlegum verum og atburðum úr eigin lífi. Atburðirnir, spurningar um samfélagsleg gildi og verurnar eru endurspeglaðar á gamansaman hátt í ýktum persónum Carrolls. „Við tengdum söguna við okkar eigin sjálfsmynd og atburði úr eigin lífi til að segja sögur af mismunandi Lísum“. Sýningin Carroll: Berserkur er gagnvirkt þátttökuleikhús sem umleikur áhorfandann og virkjar hann á annan máta en hefðbundið leikhús gerir. Áhorfandinn gengur inn í draumaheim þar sem töfrar leikhússins skapa ævintýralega veröld með óvanalegum uppákomum. Spindrift sýndi fyrst á Íslandi árið 2013 sýninguna Þríleikur í Gaflaraleikhúsinu og Frystiklefanum í Rifi. Hópurinn sýndi fyrstu þróun að Carroll: Berserk í Drayton Arms Theatre í London á síðasta ári. Athugið að sýningin er fyrir 15 ára og eldri. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: sjá tjarnarbio.is Hvað kostar: 3.500 kr.
PEGGY PICKIT SÉR ÁSÝND GUÐS Fjalla-Eyvindur og Halla er eitt þekktasta verk íslenskra leikbókmennta og snýr það nú aftur á svið Þjóðleikhússins undir leikstjórn Stefan Metz. Verkið var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1911. Eftir rómaða sýningu leikritsins árið eftir í Dagmar-leikhúsinu í Kaupmannahöfn barst hróður þess víða og var það sýnt á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Englandi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Gerð var eftir því sænsk kvikmynd árið 1918. Sögur af útilegumanninum Fjalla-Eyvindi og hinni stórlyndu ástkonu hans, Höllu, sem uppi voru á átjándu öld hafa lifað góðu lífi með íslensku þjóðinni allt fram á okkar daga. Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar er átakamikið og grípandi, skrifað af næmum mannskilningi og býr yfir mikilli harmrænni dýpt. Halla er efnuð ekkja sem ræður Eyvind til sín sem vinnumann. Þau verða ástfangin og þegar Eyvindur neyðist til að flýja til fjalla, vegna saka úr fortíðinni, ákveður Halla að fara með honum. Á hálendi Íslands bíður þeirra hatrömm barátta við hörð náttúruöfl, einsemd, útskúfun og ofsóknir. En ekki síður þurfa þau að glíma við eigin tilfinningar og takast á hvort við annað. Getur ást þeirra staðið af sér þessa þolraun? Jóhann Sigurjónsson (1880-1919) er eitt af öndvegisskáldum þjóðarinnar. Eftir hann liggja ljóð, leikrit, smásögur og ævintýri. Þekktustu leikrit hans eru Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur. FjallaEyvindur er sígilt listaverk um hlutskipti fólks sem lifir í andstöðu við samfélag sitt og þorir í krafti ástarinnar að bjóða heiminum byrginn. Fjalla-Eyvindur var ein af þremur opnunarsýningum Þjóðleikhússins árið 1950 og var verkið á ný sýnt hér árið 1988. Leikfélag Reykjavíkur hefur þrívegis sett verkið á svið og sama á við um Leikfélag Akureyrar. Leikhópurinn Aldrei óstelandi sýndi verkið árið 2011, og það hefur einnig verið sett upp af áhugaleikfélögum.
Peggy Pickit er urrandi grimm háðsádeila frá einu merkasta og umtalaðasta leikskáldi Evrópu, Roland Schimmelpfenning, en verkið mun birtast á sviði Borgarleikhússins í apríl undir leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Fyrir sex árum útskrifuðust tvö pör saman úr læknanámi. Þau voru bestu vinir og gerðu allt saman. En svo skildu leiðir. Lísa og Frank fengu góðar stöður á hátæknispítalanum hér heima og lifa góðu lífi; eiga stóra íbúð, fínan bíl og litla dóttur. Katrín og Marteinn fóru aftur á móti til Afríku til starfa sem læknar án landamæra. Þau eiga ekkert. Nú eru þau loks komin heim og það kallar á endurfundi. En hversu mikið eiga pörin ennþá sameiginlegt? Geta Lísa og Frank einhvern tímann sýnt ástandinu í Afríku skilning? Geta Katrín og Marteinn áttað sig á allri þeirri pressu sem hvílir á okkur sem heima sitjum? Það geta ekki allir bara farið og bjargað heiminum! Og hvernig gátu þau skilið eftir litlu munaðarlausu stelpuna sem búið er að eyða svo miklum peningum í að bjarga? Roland Schimmelpfennig er þekktasta samtímaleikskáld Þjóðverja. Leikrit hans hafa verið sýnd um allan heim og einkennast af óvæntri sýn á mannfólkið. Eitt af megin- einkennum leikrita hans er hvernig hann vinnur með tímann og endurtekninguna, og reynir þannig skemmtilega á þanþol leikhússins. Peggy Pickit sér andlit Guðs er hluti þríleiks um Afríku sem saminn var fyrir Vulcano-leikhúsið í Toronto, Kanada árið 2010 og tileinkaður flóknu sambandi álfunnar og hins vestræna heims.
Hvar: Þjóðleikhúsið Hvenær: sjá leikhusid.is Hvað kostar: 4.950
Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: Frumsýning í apríl Hvað kostar: 4.950 kr.
FJALLA-EYVINDUR OG HALLA
LÍSA Í UNDRALANDI „Við erum öll brjáluð hérna!“ Leikfélag Akureyrar frumsýndi nýverið fjölskylduleikritið Lísu í Undralandi í nýrri leikgerð Margrétar Örnólfsdóttur með tónlist eftir Dr. Gunna. Verkið byggir á hinni klassísku ævintýraperlu Lewis Carroll. Lísa er ósköp venjulega óvenjuleg stelpa á Akureyri sem hrútleiðist í skólanum. Skyndilega birtist taugaveiklaður hvítur kanínukall sem er orðinn alltof seinn í afmælisveislu. Lísa eltir hann og sogast inn í æsispennandi ævintýri þar sem hún hittir brjálaða Hattarann, Glottköttinn leyndardómsfulla, hina óborganlegu rugludalla Laddídí og Laddídamm, Kálorminn varhugaverða og auðvitað hina skelfilegu Hjartadrottningu sem á afmæli akkúrrat þennan dag, og ef hún fær ekki bestu afmælisgjöf allra tíma þá munu hausar fjúka! Til að komast aftur heim þarf Lísa að leysa nokkrar þrautir, vandamálið er að þær virðast gjörsamlega óleysanlegar. Sprenghlægileg og undursamleg sýning með tónlist og söngvum fyrir alla fjölskylduna, stútfull af brjáluðum uppákomum og ótrúlegum leikhústöfrum. Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar leikmynd, búninga og brúður. Brogan Davison er höfundur sviðshreyfinga og danshöfundur sviðsetningarinnar. Hönnun lýsingar er í höndum Jóhanns Bjarna Pálmassonar. Með hlutverk Lísu fer Thelma Marín Jónsdóttir en önnur hlutverk eru í höndum Benedikts Karls Gröndal,Sólveigar Guðmundsdóttur og Péturs Ármannssonar. Auk þess taka sex ungir leikarar af norðurlandi þátt í uppfærslunni, þetta eru þau: Bjarklind Ásta, Elísa Ýrr, Ólafur Ingi, Sara María, Sóley Dögg og Sunneva. Komdu með í ferðalag niður í kanínuholuna og upplifðu Undraland! Hvar: Samkomuhúsinu, Akureyri Hvenær: Sjá menningarhus.is Miðaverð: 4.700 kr.
15
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345 DOMINO’S APP WWW.DOMINOS.IS
16
HVAÐ ER AÐ SKE?
JBL E40BT
Bluetooth heyrnartól með innbyggðum hljóðnema og Echo Cancellation. Music sharing – nota má tvö E40BT frá sömu Bluetooth sendingunni. 16 klst USB hleðsla. Samanbrjótanleg.
12.990
8.990
JBL E30
Heyrnartól með innbyggðum hljóðnema. Öflugur 40 mm driver. Samanbrjótanleg.
Yamaha LSX170
Relit BlueTooth hljómtæki með 360° lýsingu og hljómi. Bluetooth - 2.1 + EDR / A2DP DTA Controller app til að stýra tónlist og lýsingu. 3.5 mm STEREO mini Jack.
69.990 TDK A26
Veðurvarinn þráðlaus Bluetooth hátalari. 2 öflugir hátalarar og tweeterar. Innbyggður hljóðnemi. 3.5mm jack tengi AUX. Li-ion hleðslurafhlaða með allt að 6 klst endingu.
TDK A33
14.990
JBL Flip2
Þráðlaus ferðahátalari með innbyggðum Slipstream bassa sem skilar öflugum hljómi, Bluetooth tengingu fyrir þráðlaus samskipti og innbyggðan hljóðnema fyrir símtöl. Stærð (HxBxD): 7,5x16x7,5 sm. Fimm litir.
22.990
Veðurvarinn þráðlaus Bluetooth hátalari. 2 öflugir hátalarar og tweeterar. Innbyggður hljóðnemi. 3.5mm jack tengi AUX. Li-ion hleðslurafhlaða með allt að 6 klst endingu.
JBL PULSEBLACK
22.990
Harman Kardon NOVA
2x6w þráðlaus Bluetooth hátalalari með ótrúlega flottum hljóm. 64 LED perur með 5 stillingum sem breyta honum í diskókúlu. Hleðslurafhlaða og USB.
Bluetooth Hátalalari með 2 x 20W woofer og 2 x 20W tweeter. Magnaður hljómur.
29.990
Yamaha MCR332
2x20w míkróstæða með iPod vöggu, 11sm keilu og 2,5sm tweeter. Bass & Treble Control. Subwoofer útgangur. FM/AM útvarp. USB, heyrnatóls- og AUX tengi. Fjarstýring.
64.990
59.990
2013-2014 MOBILE AUDIO SYSTEM Harman Onyx
Harman AURA
Flottur Bluetooth hátalari með DSP Audio Technology. Woofer 30W. Tweeter 2 x 15W. Tíðnisvið 50 - 20kHz. Optical og jack tengi. Heyrnatólatengi. Fæst hvítur eða svartur.
64.990
Harman Onyx
Yamaha MCRB142
Þráðlaus 4x15w hágæða hátalari með innbyggðum bassa sem skilar kröftugum hljómburði. Bluetooth með NFC, AirPlay og DLNA fyrir þráðlaus samskipti. Hleðslurafhlaða. Sá allra flottasti.
30w Bluetooth microstæða með iPod vöggu og geilsaspilara, MP3, WMA. FM útvarp með 30 stöðva minni. 4,5" bassi. Vekjari.
59.990
74.990
SONOS PLAY1
Hátalari fyrir Sonos sem er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Fást svartir eða hvítir.
Panasonic SCHC39
40W RMS LincsD MkII Digital samstæða með iPod vöggu. Bluetooth NFC Re-Master. Streaming App. XBX Master. Pure Direct Sound. Direct-Vocal Surround. Nanosized Bamboo Cone hátalarar. MASH geislaspilari. FM RDS útvarp. Tónjafnari. Klukka með vekjara og svefnrofa. USB / AUX tengi. Hægt að festa á vegg.
49.990
39.990
Sonos PLAY3
Hátalari fyrir þráðlaus SONOS hljómtæki. Streymdu alla tónlist og Internet útvarpsstöðvar í hljómtækin. Virkar með snjallsímum, tölvum og spjaldtölvum. Þráðlaus WIFI netenging. Fást svartir eða hvítir.
59.990
17
HVAÐ ER AÐ SKE?
GRÆJUR FYRIR ALLA LG 50PB660V
50" Plasma FHD 600Hz sjónvarp 1920 x 1080p Full HD upplausn. 600Hz Sub Field Driving. Picture Wizard III. Triple XD Engine myndtækni. RealCinema 24p. x.v Colour. Progressive Scan. Wif -i Ready. WiDi, MHL, Miracast, LG Cloud. Opin vafri / NetCast 4.5. Magic Remote - Ready. Skype - Ready. Stafrænn móttakari DVB-T/T2 (MPEG4). Gerfihnattamóttakari DVB-S2. 20w Nicam Stereó V-Audio Surround Plus hljóðkerfi. Scart (með RGB), 3x HDMI(1.4) & Component Tengi, CI rauf, Optical(út) , 3 x USB o.fl.
TILBOÐ
99.990 VERÐ 119.990
UNITED LED32X16T2
32“ sjónvarp með 1366x768p upplausn. Progressive Scan. Stafrænn DVB-T/T2 móttakari. USB, 3x HDMI, Scart, S-video, Digital Coax, PC, heyrnartóls- og RCA tengi. CI kortarauf.
44.990
UNITED LED40X16T2
69.990
40“ sjónvarp með 1920x1080p upplausn. Progressive Scan. Stafrænn DVB-T2+C móttakari. USB, 3x HDMI, Scart, S-video, Digital Coax, PC, heyrnartóls- og RCA tengi. CI kortarauf.
WiFi tengimöguleiki fylgir
Nikon School námskeið og hreinsun á myndflögu 1 sinni á ári í 3 ár fylgir.
Olympus VG180BK
Myndavél með 16 milljóna punkta upplausn, 5x Zoom og 4x Digital Zoom, 4.7¹ 23,5mmlinsu og 2,7" LCD skjá. iESP Auto, Spot AF, Face Detection AF, AF Tracking, Auto Exposure o.fl. Hreyfimyndataka. Sendir þráðlaust. Hleðsla í straum eða USB. 16,4 MB minni. Kortarauf.
19.990
Olympus EPM1KIT
Speglalaus Pen myndavél með 12.3 milljón punkta upplausn. M.ZUIKO DIGITAL 14-42mm linsa. 4/3'' Live MOS flaga. ISO 100-12800. TruePic VI. Tekur Raw myndir. 3" LCD skjár. Super Wave Filter rykhreinsikerfi. Tvíþætt hristivörn. Full HD upptaka með steríó hljóði. Styður SD/SDHC/ SDXC kort. HDMI mini og USB tengi. Li-Ion hleðslurafhlaða.
Nikon D3300KIT1855VRII
Digital SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upplausn og 23,1× 15,4 mm CMOS flögu. AF-S DX NIKKOR 18-55 mm VRII linsa. 3” LCD skjár. Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd. WiFi möguleiki. 11 punkta autofókus. Fókuslæsing.
49.990
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
109.990 SJÁÐU ALLT ÚRVALIÐ Á SM.IS
18
HVAÐ ER AÐ SKE?
GRÆJUR
ORTOFON SUPER OM 10 ELIPTICAL
MUSIC HALL – MMF 2.2 TURNTABLE Falleg hönnun á góðum plötuspilara. Spilarinn kemur í mörgum mismunandi litum svo sem svörtum, rauðum, hvítum ofl. Hann er beltisdrifinn en það heyrist lítið í beltinu og hraðinn er 33/45. Spilarinn er lakkaður með háglans svipað og píanó, og er því tilvalinn sem stofudjásn en auk þess skilar hann vínil hljóði mjög vel. • Víbrings fætur svo að nál skoppi ekki • Öflug gyllt rca snúra • Auðvelt að setja saman og taka í sundur • 7.8 kg • 415 x 230 x 110 mm / 16.75 x 12.6 x 4.33 tommur • Kemur með öflugri nál frá Ortafon • 45 plötu millistykki • Rykkápa
JBL PULSE Streymdu tónlistinni þinni frá hvaða síma eða tónlistarspilara. Þráðlaus Bluetooth tenging með liþíum hleðslurafhlöðu sem endist vel og er auðvelt að hlaða. 64 LED perur eru innbyggðar í hátalararann með 5 forstilltum möguleikum sem breyta hátalaranum í margbreytileg ljós. JBL Pulse skilar hreinum og öflugum hljómi í hvaða rými sem er.
Meira á musichallaudio.com JBL Pulse fæst í Sjónvarpsmiðstöðinni
JOEY ROOTH
„THE CERAMIC SUBWOOFER” Keramíska undirgeltið er skemmtilega hönnuð bassagræja sem tekur tíðnina niður í 40Hz. Tækið er ekki einungis bassi heldur færðu skýrt og tært hljóð frá röddum og órafmögnuðum hljóðfærum. Þessi græja er akkúrat mitt á milli þess að vera með of mikinn bassahljóm eða of lítinn. Græjan er búin til úr postulíni, birki og keramik. Gott að nota hana við minni hátalara t.d Joey Roth bluetooth.
STOKYO
MARLEY
„SOUNDWAGON PORTABLE
Bluetooth drifinn hátalari sem hægt er að planta hvar sem er. Hátalarinn er úr endurunnu taui og notast er við bambus í stað trés því hann vex hægar. Hljómgæði miðuð við stærð eru vonum framar og gefa frá sér þétt og vel skilgreint hljóð. Hátalarinn nýtist vel í ferðalagið, heima, á fótboltavöllinum og víðar. Rafhlaðann endist lengi og er fljót hlaðast. Fæst í Eirberg
• • • •
Ortofon er vel þekkt vörumerki víðsvegar um heim og hefur sérstaklega vakið athygli fyrir nálar sínar. OM 10 Eliptical plötunálin er öflug fyrir vínil spilanir og er frábær fyrir stofuspilarann en hentar ef til vill ekki vel til plötusnúðamennsku. • Hi Fi • „Balanced” og skýrt • Hærra merki • Sporöskjulaga útlit • Passar á flesta spilara • 4mv • Tíðni: 20 – 22 kHz +/-2db • Rás stilling 1kHz: 1.5 db • Rás sundurliðun 1kHz: 22db • Þyngd 5g
Magnari – 50 watt Class D Tíðnisgjafi – 40 Hz – 200Hz Getur notað iPod, Tölvu, Plötuspilara Magnarinn er „analog” Turntablelab.com
PEOPLE PEOPLE
NIXON
TRANSPARENT SPEAKER
Nixon hátalarinn er fallega hannaður og fæst í mismunandi litum, til að mynda svörtu, hvítu og rauðu. Þessi er kallaður „the blaster“ og er að meirihluta hannaður úr gúmmí. Hann gefur frá sér þéttan bassa þar sem hann er örlítið stærri en flestir sambærilegir hátalarar á markaðnum. Flottur til að taka með sér á brettið, út á góðum sumardögum og í ferðalagið.
Gegnsær hátalari gengur að sjálfsögðu við allt og þessi er náttúrulega með þeim flottari með látlausri, tímalausri hönnun. Hann þarf ekki magnara og virkar með airplay og Apple Express. Transparent Speaker er með 3.5 mm aux inntak og usb tengi og tengist bluetooth og þráðlausu neti. 6,5 tommu bassi með 3 tommu tvíterum. Hægt er að stilla bassa, miðju og topp með tökkum framan á.
Meira á Turntablelab.com
Meira á peoplepeople.se
RECORD PLAYER” Vínil pervertar verða að eiga þessa græju, en þó svo að sándið sé ekki upp á tíu þá er eitthvað við það láta Volkswagen rúgbrauð spila plötuna þína með því að keyra á henni! Ekki er þó mælt með að láta bílinn keyra á eftirlætis plötunum eða sérlega sjaldgæfum, og það má kannski segja að að plötuspilarinn sé meira djásn en raunverulega góður spilari. En það er eitthvað við hann! Soundwagon er eflaust minnsti spilari í heimi, spilar á 33rpm 12” vynil. Innbyggður hátalari, 9v batterí, on/off takki og er framleiddur með samþykki frá Volkswagon. Búinn til í Japan. www.soundwagon.jp
19
HVAÐ ER AÐ SKE?
Party Every Night. Cocktails! Live Music Every Night! 50 different kinds of beer. Live Sports Coverage. Happy hour! Kitchen open from 11.00. Ribs, burgers, chicken wings!
LIFE IS SHORT - DRINK EARLY AUSTURSTRAETI 8 • REYKJAVIK
20
HVAÐ ER AÐ SKE?
MATUR
PEPPERONI BÁTUR Nonnabiti hefur aldrei valdið vonbrigðum í öll þessi ár sem hann hefur staðið tryggur á Hafnarstræti, en fulltrúar SKE fóru og fengu sér pepperoni bátinn með pönnuhituðu skinkukurli, pepperoni og osti með sósu, káli, lauk og papriku. Hann var vægast sagt virkilega góður. Þegar ferðinni er heitið á Nonna (hvort sem það er í hádeginu, á kvöldin eða að nóttu til) þá er alltaf hægt að treysta á það er boðið er uppá mat úr 1.flokks hráefni sem fallið hefur vel í kramið hjá okkur á SKE.
SSÄM K-bar er eini staðurinn á Íslandi sem býður upp á ekta kóreskan mat. Við hjá SKE litum við og fengum okkur rétt að nafni Ssäm. Ssäm samanstendur af kálrúllum með nautakjöti, hrísgrjónum, Ssäm sósu og við völdum svínakjöt sem fyllingu. Þetta er klassískur kóreskur réttur
sem þú borðar með höndunum og reyndist upplifunin einstök en bæði fékk maturinn fullt hús stiga og þjónustan var góð. Ef þú hefur ekki borðað þarna nú þegar þá mælum við hjá SKE með K-bar.
www.nonnabiti.is
DOUGHNUT BURGER
PEPPERONI PÍTSA
Þegar útsendarar SKE kíktu við á Roadhouse um helgina var ekki annað hægt en að fá sér hinn fræga Doughnut Burger, hamborgara sem fullnægir svo sannarlega feitabollunni sem býr í okkur öllum, og gott betur! Um er að ræða kleinuhringjaborgara með reyktum grísahrygg, eggi, klettasallati, rauðlauk, roadhouse sósu og sinnepsgljáa. Ef þetta er ekki nóg þá fylgja franskar með, heimalagaðar á staðnum, sem hitta beint í mark með hvaða máltíð sem verður fyrir valinu.
Útsendarar SKE gæddu sér á pepperoni pítsu frá Devitos við Hlemm. Devitos pítsur eru ekta ítalskar þunnbotna pítsur sem hafa lengi hafa verið taldnar með þeim betri í bænum. Brauðbotninn er alveg einstaklega mjúkur og braðgóður og hentar vel með hvaða áleggi sem er. Hægt er að krydda og bragðbæta pítsuna eftir smekk þegar hún kemur úr ofninum, en við hjá SKE mælun eindregið með chilli sósunni fyrir þá sem vilja hafa hana svolítið sterka.
www.roadhouse.is
www.devitos.is
SKE.IS
21
HVAÐ ER AÐ SKE?
22
HVAÐ ER AÐ SKE?
LISTVIÐBURÐIR
MENN „...ÁLEITNAR SPURNINGAR UM KARLMENNSKU...“
YFIRBORÐ ÁSLAUG ÍRIS KATRÍN FRIÐJÓNSDÓTTIR
Í verkum Áslaugar koma fram andstæður sem fólgnar eru í efnisvali og persónulegu handbragði listamannsins. Efniviður sýningarinnar, sem eru gróf og iðnaðartengd efni eins og steypa, gólfdúkar, teppi, plastfilma og límbönd, fá nýtt gildi í samhengi listarinnar. Þau bera með sér merki meðhöndlunar og endurspegla athugun listamannsins á umhverfi sínu og efninu sjálfu sem er gjarnan kveikjan að sköpunarverkinu. Hefðbundin viðfangsefni fagurfræðinnar eru fólgin í þessum efnisheim og eru stór þáttur í myndsköpun Áslaugar. Sýningin Yfirborð hefur sterkar skírskotanir í mannlegt umhverfi og borgarlandslagið en bjóða þó ekki upp á eina túlkun. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis og auk þess komið að fjölbreyttum verkefnum, en þetta er hennar fyrsta einkasýning.
Sýningin Menn beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Á sýningunni verða sýnd verk eftir fjóra karllistamenn í fremstu röð, þá Curver Thoroddsen, Finn Arnar Arnarson, Hlyn Hallsson og Kristinn G. Harðarson. Verkin sem valin hafa verið til sýningar eru unnin í fjölbreyttum miðlum; bæði video-verk, ljósmyndir, málverk, teikningar og útsaumsverk. Í verkunum takast listamennirnir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu hvað varðar hugmyndir um þátttöku í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. Jafnframt verða á sýningunni verk sem sækja myndefni á slóðir sem fyrir mörgum eru dæmigerðar fyrir konur og þeirra reynsluheim. Verkin vekja áleitnar spurningar um karlmennsku og hugsanlega misvísandi skilaboð frá umhverfi og samfélagi. Megineinkenni verkanna er þó sú nánd sem lesa má úr afstöðu listamannanna til fjölskyldu og barna um leið og í sumum verkanna má greina tilvistarkreppu. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir. Hvar: Hafnarborg Hvenær: 28. mars - 10. maí
Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgötu 4 Hvenær: 21. mars - 3. maí
VÖRÐUR
VATNIÐ Vatnið er sviðslistaverk þar sem ólíkum listformum er blandað saman til að skapa heildræna upplifun fyrir öll skilningarvit. Sjónarspil sem dregur áhorfandann inní heim vatnsins og leyfir honum að túlka það á sinn eigin persónulega hátt. Með því að nota skjávörpun í stað leikmyndar er hægt að varpa hinum ýmsu heimum á sviðið og dansarana og búa til ný samhengi og dýpt í upplifun áhorfandans. Vatn er eitthvað sem við þekkjum öll en er í senn hverfult og síbreytilegt. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut án þess að gera okkur endilega grein fyrir mikilvægi þess í lífi okkar, en það er okkur lífsnauðsynlegt. Vatnið er alltumlykjandi, í umhverfinu okkar og inní okkur. Í tilraun til að skilja það, og í leiðinni okkur sjálf, skoðum við vatnið í hreyfingu, mynd og hljóði og uppgötvum nýja nánd við vökva lífsins Dansarar og höfundar verksins eru Þóra Rós Guðbjartsdóttir, Leifur Eiríksson og Nicholas Fishleig. Þau hafa öll ólíkan bakgrunn en Þóra Rós lærði jazz og nútímadans í Mexíkó, Nicholas nam ballet-, nútíma- og b-boy dans í Bretlandi og Leifur lærði á Íslandi og er b-boy- og nútímadansari auk þess að vera tónlistamaður. Dansinn er fjölbreytilegur og höfðar bæði til þeirra sem skilja fínni blæbrigði dans og þeirra sem hafa meira gaman af ýktum og stórum hreyfingum. Markmiðið með sýningunni er að vekja áhuga fólks á danslist með því að nota einfalt en margslungið viðfangsefni og takast á við það með fleiri miðlum og lifandi tónlist sem styðja við upplifun áhorfandans og veita honum þar með sterkari og dýpri tengingu við verkið. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 28. og 29. mars og 1. apríl kl. 20:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: www.midi.is
JÓNÍNA GUÐNADÓTTIR Í Vörðum leitar Jónína Guðnadóttir (f. 1943) aftur til bernsku sinnar og mótunarára um miðja síðustu öld. Hún finnur hugmyndum sínum form í skúlptúrum og veggverkum þar sem saman fara fjölbreyttur efniviður á borð við steinsteypu, gler og leir.
AUGU VINA MINNA
Jónína hefur um árabil verið í í framvarðarsveit íslenskra leirlistamanna og vakti snemma athygli fyrir einstaka nytjahluti. Hún hefur jafnframt þróað sjálfstætt myndmál í listaverkum sem bera þekkingu hennar á leirnum gott vitni um leið og einstakt formskyn og hugmyndauðgi eru áberandi. Á þessari sýningu leitar hún í brunn minninganna, til atburða sem varða hafa líf hennar.
Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík þann 6. júní 1971. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands um vorið 2000 af myndlistarsviði. Hún hefur haldið fjölda sýninga, bæði einkasýningar og samsýningar síðan þá og hafa verk hennar dreifst inn á heimili víðs vegar um heiminn. Hulda hefur verið ákaflega afkastamikill málari á sínum fimmtán ára ferli. Til eru ógrynnin öll af verkum eftir hana sem hafa eignast stað í hjörtum núverandi eigenda sinna og í því umhverfi sem þeir hafa valið hverju verki fyrir sig. Hulda lýsir sjálfri sér sem rannsakanda málverksins. Að kryfja nýja hluti, rannsaka og jafnvel skilja suma eftir órannsakaða. Ísland er aðal áhrifavaldur Huldu í listinni, náttúran, fólkið og allt sem fylgir þeim; tilfinningar og útlit.
Ferill Jónínu Guðnadóttur hófst upp úr miðjum sjöunda áratugnum en þá hafði hún lagt stund á myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Konstfack í Stokkhólmi. Grunnur Jónínu er í leirlist og hún hefur um árabil verið í framvarðarsveit íslenskrar leirlistar um leið og hún var öflugur brautryðjandi þess að rjúfa tengslin við nytjalist og nota leirinn sem efnivið sjálfstæðra listaverka. Frá því hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Unuhúsi árið 1968 hafa verk hennar verið sýnd víða í virtum sýningarsölum og söfnum bæði hér heima og erlendis. Stór sýning var á verkum Jónínu á Kjarvalsstöðum árið 1997 en verk hennar hafa jafnframt verið sýnd reglulega í Hafnarborg. Jónína hefur ætíð vakið athygli fyrir þá gríðarmiklu vinnu og hugsun sem hún leggur í verk sín. Þau einkennast af afar vel mótuðum og framsæknum stíl í úrvinnslu og framsetningu viðfangsefnanna.
Hvar: Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12 - 14 Hvenær: 14. - 29. mars
Hvar: Hafnarborg Hvenær: 28. mars - 10. maí
HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR
LOKASÝNING LUNGA Nemendur LungA Skólans bjóða lesendum SKE á lokasýningu skólans á föstudaginn kl. 20:00. Undanfarnar 11 vikur hafa nemendurnir farið í gegnum fjölbreyttar listasmiðjur, skoðað tilgang lífsins frá mismunandi sjónarhornum, kafað ofan í tilfinningar sínar og samferðamanna í bland, eldað saman, hlegið saman, grátið saman og hægt og rólega brotið niður þá skjólveggi sem hver og einn hefur falið sig á bakvið fram að þessu. Lokasýningin er afrakstur þessa ferðalags og lokatilraun nemendanna í listrænni sköpun undir verndarvæng LungA skólans. MYND – verk í vinnslu eftir Caity Girly, tekin af Kamillu Gylfadóttur. Hvar: Kaktus, Listagil, Akureyri Hvenær: 27. mars kl: 20:00
23
HVAÐ ER AÐ SKE?
Ljósmynd af málverki: Eggert Pétursson Án titils / Untitled, 2013-2015 olía á striga / oil on canvas 130 x 330 cm Birt með leyfi listamannsins og i8 gallerís Courtesy of the artist and i8 Gallery, Reykjavík
NÝMÁLAÐ II Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og útvíkkun miðilsins hafa vakið eftirtekt en á sama tíma hefur athyglin beinst að fjölbreytninni í málverki samtímans. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Til að gefa yfirlit um stöðu málverksins á Íslandi efnir safnið til tveggja sýninga, sú fyrri er nú opin í Hafnarhúsi en hin síðari, Nýmálað II, opnar á Kjarvalsstöðum á laugardaginn þar sem verk 85 starfandi málara verða sýnd. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson.
Listamenn á Nýmálað 2 Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóelsdóttir, Aron Reyr Sverrisson, Arngunnur Ýr, Ásdís Spanó, Birgir Snæbjörn Birgisson, Bjarni Sigurbjörnsson, Björg Þorsteinsdóttir, Björg Örvar, Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Einar Hákonarson, Erla Þórarinsdóttir,Erla S. Haraldsdóttir, Erró, Eyjólfur Einarsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðbjörg Lind, Guðbjörg Ringsted, Guðmundur Thoroddsen, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hafsteinn Austmann, Halldór Ragnarsson, Hallgrímur Helgason, Harpa Árnadóttir, Haukur Dór, Helgi Már Kristinsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Húbert Nói Jóhannesson, Hulda Stefánsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Katrín Fridriks,
Kristbergur Ó. Pétursson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Geirsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Marta María Jónsdóttir, Ragnar Jónasson, Rakel McMahon, Sara Riel, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Sigurbjörn Jónsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigurður Örlygsson, Stefán Boulter, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorri Hringsson, Þorvaldur Jónsson, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Þórður Hall, Þuríður Sigurðardóttir, Valgarður Gunnarsson.
Hvar: Kjarvalsstaðir Hvenær: 28. mars – 7. júní
Kolvetnaskert og próteinríkt með suðrænu bragði – Nýtt KEA Skyr með kókosbragði. Náttúrulegur sætugjafi
24
HVAÐ ER AÐ SKE?
LJÓSVAKAMIÐLAR
TÓNLIST Á SKJÁNUM Saga tónlistar á skjánum frá upphafi sjónvarps til dagsins í dag. Meðal þeirra sem koma fram eru Leonard Bernstein, Herbert von Karajan, Anna Netrebko, Glenn Gould, Igor Stravinsky, Arturo Toscanini, Pierre Boulez og Jonas Kaufmann.
REAL TIME WITH BILL MAHER
Hvar: RÚV Hvenær: Mán. 22 : 45
Vandaður og hressandi spjallþáttur í umsjón Bill Maher þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundu með hinum ólíkustu gestum. Hvar: Stöð 2 Hvenær: Mið. 23:00
HORFINN Spennuþáttaröð um mann sem lendir í þeim hörmungum að syni hans er rænt í sumarfríi fjölskyldunnar í Frakklandi. Hann fórnar öllu í leit sinni að drengnum og missir aldrei vonina um að finna hann á lífi. Aðalhlutverk: James Nesbitt, Frances O’Connor og Tchéky Karyo. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Hvar: RÚV Hvenær: Þri. 22 : 20
VICE Ferskur fréttaþáttur frá HBO þar sem rýnt er ofan í kjölinn á ýmsum hitamálum um víða veröld.
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008
Hvar: Stöð 2 Hvenær: Mán. 22:15
THE ODD COUPLE AMERICAN CRIME Endurgerðir grínþættir frá áttunda áratugnum um tvo fráskilda menn sem verða meðleigjendur þrátt fyrir að vera andstæðan af hvor öðrum. Með aðahlutverk fara Matthew Perry og Thomas Lennox.
Bandarísk þáttaröð með úrvalsleikurum í öllum helstu hlutverkum. Ungt par verður fyrir hrottalegri árás í smábænum Modesto í Kaliforníu. Atvikið á eftir að draga dilk á eftir sér í þessu litla samfélagi og það er allt á suðupunkti.
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Mið. 20:10
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Fim. 22:05
25
HVAÐ ER AÐ SKE?
26
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓMSTUNDIR
PLÖTUGRAMS Vinsældir vínilsins gengur í bylgjum og má segja að ein slík sé nú að rísa. Samhliða hlýnun jarðar hitnar í vínilkaupendum víðsvegar um heim ef marka má sölutölur síðasta árs. Fyrir mörgum er plötu- eða vínilgramsið, eða Crate Digging á enskri tungu, mikil ástríða. Að finna demantinn í bunkanum er hvatinn sem þarf til að fara í gegnum næsta, næsta og næsta bunka þar til næstu verðlaun finnast og leitin heldur
áfram. Skítugir puttar, hósti, þurr augu og aum hné eru aukaverkanir í þessari tómstund. SKE mælir eindregið með slíku áhugamáli og þá sérstaklega með að kíkja í grams og kaffi hjá Lucky Records á Rauðarárstíg og Reykjavík Record Shop á Klapparstíg. Einnig er hægt að skoða nytjamarkaði sem staðsettir eru víða um borg, Kolaportið og Góða hirðinn. GOOD HUNTIN’!
FREDDI SPILASTOFA & VERZLUN Tölvuleikjastofan Freddi er staðsett í Ingólfsstræti, beint á móti Prikinu. Þar hafa nýlega verið haldin íslandsmeiraramótin í King Kong og PacMan. Allir helstu spilasalaleikirnir fara í gegnum Fredda enda keppast eigendur þess við að bjóða upp á nýja (samt gamla og uppgerða) spilakassa þannig að það sé hreyfing á
úrvali leikja hverju sinni. Á efri hæð Fredda eru svo nokkur vel útbúin herbergi sem bjóða gestum upp á alla tölvuleiki sem hægt er að spila í meðal annars X-Box, Nintendo og Playstation. Leigan fyrir klukkutíma á mann í þessum herbergjum eru litlar 500 krónur og því tilvalið að taka vinina með í gott tölvuleikjatjill.
MINDJET HUGARKORT - NÁMSKEIÐ Promennt í samstarfi við Verkefnalausnir býður áhugasömum upp á námskeið í notkun á MindManager hugarkortum og verkefnastjórnun með MindManager. Mindjet er hugbúnaður sem er þróaður fyrir skipulagningu verkefna á mjög sjónrænan hátt. Námskeiðin fara fram í húsi Promennt í Skeifunni 11b. Nánar má lesa um námskeiðin á promennt.is
GOLF Nei ekki nýi VW Golf, heldur höggvöllur þar sem þú getur mætt með kylfurnar og hamrað kúlur stanslaust út í bláinn. Golfklúbbur Reykjavíkur býður upp á marga golfvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið þar sem hægt er að æfa sveifluna án þess að vera meðlimur í klúbbnum á sérútbúnum höggvöllum (e. driving-range). Greitt er fyrir fötu af golfkúlum. Aðrir golfklúbbar á landinu bjóða einnig upp á slíka höggvelli.
NÁMSKEIÐ Í LJÓSMYNDUN MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Námskeið eru haldin bæði í svart/hvítri ljósmyndun á filmuvél með framköllun í myrkraherbergi og í stafrænni ljósmyndun ásamt myndvinnslu í tölvu. Ljósmyndað er úti í vettvangsferðum og í myndastúdíó. Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga en nánari upplýsingar um slík réttindi fást hjá viðkomandi stéttarfélagi. Hægt er að skipta
námskeiðsgreiðslum í þrjá hluta fyrir eina önn og sex hluta fyrir allan veturinn. Veittur er 10% fölskyldu-/ systkinaafsláttur og 20% afsláttur fyrir framhaldsskólanema. Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu skólans og á myndlistaskolinn.is.
27
HVAÐ ER AÐ SKE?
28
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
PADDINGTON 7,5
98%
THE GUNMAN SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
5,6
13%
INSURGENT
BIRDMAN 8,0
93%
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
7,0
31%
VEIÐIMENNIRNIR 7,2
THE LITTLE DEATH
INHERENT VICE
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ
KRINGLUBÍÓ
6,3
71%
7,0
FIFTY SHADES OF GREY 4,2
72%
24%
29
HVAÐ ER AÐ SKE?
30
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
FOCUS 7,0
CHAPPIE
55%
THE SPONGEBOB MOVIE: SPONGE OUT OF WATER
6,6
75%
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
GET HARD FRUMSÝND 27. MARS
6,5
BORGARBÍÓ
7,4
29%
36% THEORY OF EVERYTHING
7,8
CINDERELLA
THE GRUMP
SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI
HÁSKÓLABÍÓ
SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ
HOT TUB TIME MACHINE 2 7,8
7,3
79%
7,7
84%
79%
31
HVAÐ ER AÐ SKE?
Cadillac
LIVE ON THE
Hamborgari, kleTTasalat, rauðlaukSSulta, Roadhouse sósa & fuLLt af gráðaosti
TE AS
Mac & Cheese
SIDE OF LIFE
Stetson
Burger
Hamborgari, stetson kentucky bourbon BBq sósa, sneiDDur grísahnaKKi, kartöfluflögur, sviSSaður laukur & roadhouse sósa
king Burger
Hamborgari, maKKarónur með ostasósu, beikon & BBQ sósa
Hamborgari, brakandi beikon, tómatur, laukur, óðalsostur, Bbq sósa & roadhouse sósa
HOT ROD
EMPIRE STATE
Tvöfaldur hamborgari, griLLed chEEse samloka á miLLi, spælt eGG, ketchup, beikon, laukhringir, jalapeno & Roadhouse sósa
Chickern Burge
BBQ GRILLUÐ KJÚKLINGABRINGA, TÓMATAR, SALAT, FínRifNAR GULRÆTUR OG ROADHOUSE SÓSa
32
HVAÐ ER AÐ SKE?
Góðan daginn. Við erum komnir til að ræða við þig um óendanleikann.
Verð frá
4.990
GAGNAMAGN Ótakmarkað gagnamagn með öllum tengingum sem völ er á. Fast verð og engin aukagjöld
hringdu.is