1
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 31.3-6.4
#5
SKE.IS
„ÞAÐ ER SAMA HVORT MAÐUR ER SVONA EÐA HINSEGIN, ÞAÐ HEFUR ENGINN RÉTT TIL AÐ LEGGJA EINHVERN Í EINELTI!“
SALKA SÓL EYFELD
2
HVAÐ ER AÐ SKE?
MÚSÍKTILRAUNIR ÚRSLITAKVÖLD
Þá standa páskar fyrir dyrum. Um páska éta Íslendingar egglaga súkkulaði í gámavís og þykir í meira lagi ánægjulegt. Mér skilst að þá renni líka margir sér á skíðum. Það er vel við hæfi. Ég get ímyndað mér að maður verði sérlega móttækilegur fyrir fagnaðarerindi Jesúsar Jósepssonar með fingurna loppna í hring og stokkfreðnar tær. Um páska fer líka allnokkur hópur fólks til Ísafjarðar á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Henni fylgir síst minni ánægja en súkkulaðiáti og rokkhátíðir eru gagnólíkar skíðabrekkum að því leyti að þær enda yfirleitt á hápunktinum. Svo fylgja timburmenn. Sjálfur vildi ég mjög gjarnan fara suður. Sunnar það er að segja. Eitthvert þangað sem hvorki snjóar upp undir hökuna á mér né blæs hrollköldu úr fleiri en einni átt í senn. Þangað sem engin súkkulaðiegg þola við og skíði eru ekki iðkuð nema á sjó. Það er hollt að láta sig dreyma. Megið þið eiga gleðilega páska.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Nanna Ósk Jónsdóttir Viðmælandi: Salka Sól Eyfeld Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Músíktilraunum: Músíktilraunir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE?
Fræðslufundur um fjármál fyrir ungt fólk 12-16 ára Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, verður með skemmtilega fyrirlestra um fjármál. Akureyri - Menningarhúsinu Hofi Reykjavík - Hagaskóla Vesturbæ Hafnarfirði - Gaflaraleikhúsinu Kópavogi - Turninum Mosfellsbæ - Framhaldsskólanum Reykjavík - Arion banka Borgartúni 19
8. apríl 9. apríl 13. apríl 14. apríl 15. apríl 21. apríl
Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is
4
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST STEINDÓR JÓNSSON Plötusnúðurinn Steindór Jónsson stendur þessa þriðjudagsvaktina á Kaffibarnum. Kaffibarinn hefur lengi lagt metnað sinn í að veita gestum og gangandi góða tóna sem matreiddir eru af fagmönnum, sama hvaða vikudag það er. Fjör sé hér.
AMABADAMA - ÍSLANDSTÚR AmabAdamA gerir víðreist um þessar mundir og smellir sér í hring umhverfis landið. Við gefum hljómsveitinni orðið: ,,Við í AmabAdamA spilum Reggae tónlist því hún lætur hamingju regn streyma um líkamann og sáir gleði fræjum í hjörtum mannsins, ekki veitir af í heimi sem er í svartholi peninga og græðgi. Það þýðir nefnilega ekki að láta neikvæð öfl ná yfirhöndinni á lífinu, eftir 2000 ár verður gullöld mannkynsins, við huggum okkur við það. Við viljum tryggja barnalán fyrir komandi kynslóðir þurfum við að greiða leið, hjálpum þeim að hjálpa börnum sínum. Elskum börnin. Elskum hvort annað. Við trúum á eitthvað annað en það sem engu máli skiptir. Það er líf útum allt í alheiminum.” Dagskrá Íslandstúrsins lítur svona út: 2. apríl: Græni hatturinn, Akureyri 3. apríl: Kaffi Rauðka, Siglufirði 4. apríl: Aldrei fór ég suður, Ísafiriði 16. apríl: Styrktartónleikar Landverndar í Háskólabíó 17. apríl: Gamla Kaupfélagið, Akranesi 23. apríl: Hammond Hátíðin á Djúpavogi
HLJÓÐVIRKNI 01
Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 31. mars kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
GERVISYKUR/SKENG/GUNNI EWOK/SUSPECT:B Hljóðvirkni ætlar að troða í partý á Prikinu miðvikudaginn 1. apríl og verður opið alla nóttina! Kvöldið er í boði Priksins og Fernet Branca. Funktion One hljóðkerfi verður bætt við húskerfið og lofa gestgjafarnir trylltum dansi út nóttina. Fram koma: Gervisykur ........22:00-00:00 Árni Skeng ........00:00-01:30 Gunni Ewok ......01:30-03:00 Suspect:B .........03:00-04:30
ALEX FLÓVENT OG ÞÓRIR GEORG Hvar: Prikið Hvenær: 1. apríl kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Ísland Hvenær: 2. -23. apríl kl. 22:00 Miðaverð: 3.500 kr. Nánari uppl.: midi.is
Bræðurnir Axel Flóvent og Þórir Georg halda magnaða tónleika á Dillon á þriðjudag en þeir bræður munu síðan fljúga af landi brott og halda röð tónleika í Bretlandi. Frítt er inn en tónlist verður til sölu á staðnum. Hvar: Dillon, Laugavegur 30 Hvenær: 31. mars kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
GRUMBLING FUR (UK) & SIN FANG FALK (Fuck Art Let’s Kill) stendur fyrir sérstökum Páskatónleikum á Húrra með bresku draumkenndu pop-folk hljómsveitinni GRUMBLING FUR. Þetta eru fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar á Íslandi og mun Sin Fang hita upp.
HOUSEKELL KYNNIR: BUMP IT OUT! EASTER SPECIAL W. YAMAHO Plötusnúðurinn Housekell kynnir með stolti Bump It Out vol. 4 í sérstakri viðhafnar páskaútgáfu á sjálfu heimili danstónlistarunnandans, Dolly! Bump it out! eru kvöld þar sem fólki gefst kostur á að hlýða á og dansa við gimsteina hústónlistarsögunnar frá sjálfum 9. áratugnum.
Grumbling Fur samanstendur af tvíeykinu Alexander Tucker og Daniel O’Sullivan sem hafa verið lengir vinir og samstarfsmenn og eru reynsluboltar í neðanjarðar- og tilraunatónlistarheimi Bretlands. O’Sullivan er einnig meðlimur tilraunar rokk grúppunnar Guapo, Ulver, og Æthenor, ásamt því að vera í samstarfi með Sunn O))). Tucker er virtur sólólistamaður sem hefur gefið út gæðamiklar og draumkenndar útgáfur af þjóðlagatónlist með ATP Records og Thrill Jockey.
Kvöldið fer fram á sjálfum páskasunnudegi og fyrirfinnst engin ástæða til að mæta ekki!
FALK hefur staðið fyrir uppákomum og listviðburðum í bland við stöku útgáfu á tilraunakenndri raftónlist og myndlist síðan 2008 og eru viðburðir á borð við þennan liður í því starfi félagsskaparins að kynna fyrir landanum áhugaverða og ferska strauma í jaðartónlist. FALK meðlimurinn, Bob Cluness segir viðubrðinn verða rosalegan: „Grumbling Fur eru heitastir í neðanjarðarsenunni í Bretlandi um þessar mundir og það er mikill heiður að fá þá til að hreppa Íslendinga í tónlistarálög sín hér á landi. Og með Sin Fang til stuðnings þá verður þetta uppþotsstemmning á mörgum sviðum. Komið og úthellið lífsvökva með okkur hinum...”
Hvar: Dolly Hvenær: 5. apríl kl. 23:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Húrra Hvenær: 1. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.
Í þetta skiptið deilir ein af fyrirmyndum Housekells úr hústónlistarheiminum, Dj YAMAHO, með honum spilurunum. Hana þarf vart að kynna enda einn af allra bestu og reyndustu plötusnúðum landsins.
MÁNUDJASS Á HÚRRA Íslendingar eru orðnir tjúllaðir í djassinn, eins og fastakvöld ýmissa skemmtistaða bera merki um. Á Húrra eru það mánudagarnir sem hlotnast djasstitillinn. Skemmtistaðirnir virðast tengja djass aðallega við sunnudaga til miðvikudags sem er og gott. Djass er djúsí og eins og landsþekktur poppari sagði eitt sinn ,,Jazz and fuck!”. Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 6. apríl kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
5
HVAÐ ER AÐ SKE?
Við höfum opnað nýja verslun í Kringlunni Epal / Harpa / Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is
6
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST
HELGI BJÖRNS OG REIÐMENN VINDANNA Helgi Björns og Reiðmenn vindanna halda tvenna tónleika á Græna hattinum á laugardaginn en þeir hafa öðlast dálæti þjóðarinnar með því að sækja í sönglagaarfinn og fríska upp á gamla gimsteina sem þjóðin hefur sungið í gegnum áratugina. Þá blanda þeir saman gömlum hesta- og útilegusöngvum við dægurlög sem eiga sérstakan stað í þjóðarsálinni. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 4. apríl kl. 20 og 23 Miðaverð: 3.900 kr. Nánari uppl.: midi.is
JESUS CHRIST SUPERSTAR Á skírdag flytur margt af öflugasta tónlistarfólki landsins vinsælustu rokkóperu allra tíma þegar tónleikaútgáfa Jesus Christ Superstar verður færð upp í heild á sviði Eldborgar í Hörpu. Eyþór Ingi er í margra huga fæddur til að syngja hlutverk Jesú og Þór Breiðfjörð gjörþekkir hlutverk Júdasar eftir að hafa túlkað hann bæði innan lands og utan. Þá er óhætt að lofa stórkostlegri upplifun þegar Ragga Gröndal, Björn Jörundur, Magni, Ólafur Egilsson og Jóhann Sigurðarson
stíga á svið með meisturum á borð við Friðrik Karlsson, Jón Ólafsson og Eyþór Gunnarsson. Jesus Christ Superstar kom fyrst út á tvöfaldri hljómplötu árið 1970 þar sem Ian GIllan og Murray Head sungu burðarhlutverkin Jesús og Júdas. Verkið var fyrst sett á svið á Broadway árið 1971 og árið 1973 var gerð kvikmynd sem náði miklum vinsældum. Jesus Christ Superstar hefur verið sett upp reglulega um allan heim undanfarin 40 ár og þar er Ísland engin undantekning.
Fyrsta uppsetningin var árið 1973 í Austurbæjarbíói og fjölmargar uppfærslur í atvinnuleikhúsum og hjá áhugamannaleikhópum hafa síðan fylgt í kjölfarið við miklar vinsældir. Nú er komið að tónleikauppfærslu í Eldborg. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 2. apríl og 3. apríl kl. 19:30 og kl. 22:00 Miðaverð: 6.990 - 9.990 kr. Nánari uppl.: midi.is
MAMMÚT
Á GRÆNA HATTINUM Eftir útgáfu plötunnar ,,Komdu til mín svarta systir” hefur Mammút stimplað sig inn sem ein besta tónleikasveit landsins. Hljómsveitin heldur tónleika fyrir norðan á Græna hattinum og má búast við mikilli tónlistarlegri upplifun. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 1. apríl kl. 22:00 Miðaverð: 2.800 kr. Nánari uppl.: midi.is
AMPERE (US), WORLD NARCOSIS, DÖPUR & ANTIMONY Ampere koma frá borginni Amherst í Massachusetts fylki Bandaríkjanna en tónlist þeirra mætti lýsa sem hröðu og kaotísku en jafnframt undarlega melódísku hardcore pönki. Meðlimir bandsins koma úr ótal þekktum og óþekktum pönkhljómsveitum, m.a. hljómsveitinni Orchid sem er eitt af mikilvægari hardcore böndum 10. áratugarins. World Narcosis spila ótrúlega vel heppnaða blöndu af hardcore, grind, black metal og dauðarokki. Öll áhrifin smella fullkomnlega saman. Lögin þeirra eru hröð, beinskeytt og ill. Nýja platan þeirra World Coda, kemur út í byrjun sumars. Döpur eru hávær og drungaleg. Industrial brjálæði sem minnir einna helst á hakkara úr kvikmynd frá 10. áratugnum sem eru búnir að taka of stóran skammt af heróíni í dimmu bakherbergi á neðanjarðar Techno-klúbbi. Antimony er án efa kaldasta kuldapoppbandið á klakanum í dag. Tónlistin þeirra er neonljós og þurrís í hljóðformi. Þau eru nýbúin að gefa frá sér EP plötu sem er algjört gúmelaði. Hvar: Húrra Hvenær: 2. apríl kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.
ALDREI FÓR ÉG SUÐUR 2015 Hátíðin er nú haldin í 11. skiptið og ennþá er enginn á leiðinni suður. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er enginn annar en einn af upphafsmönnum Stuðmanna og Spilverks þjóðanna, Valgeir Guðjónsson. Ef það er ekki nóg til að halda fólki frá suðrinu þá er þétt dagskrá bæði föstudags- og laugardagskvöld af framúrskarandi tónlistarfólki á þessari einstöku hátíð. Hátíðin er að vana ókeypis en meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni í ár eru AmabAdamA, Prins Pólo, Emmsjé Gauti, Boogie Trouble, Mugison, Pink Street Boys, Júníus Meyvatn, Kæsti Safírinn, sigurvegarar Músíktilrauna 2015 og Himbrimi. Hvar: Ísafjörður Hvenær: 3.-4. apríl kl. 16:00 Miðaverð: Frítt Nánari uppl.: aldrei.is
7
Brandenburg
HVAÐ ER AÐ SKE?
FORRÉTTUR, AÐALRÉTTUR OG EFTIRRÉTTUR
8
HVAÐ ER AÐ SKE?
„UM LEIÐ OG MAÐUR FER HÁLFT SKREF ÚT ÚR ÞÆGINDARRAMMANUM, OPNAST EINHVERN VEGINN FYRIR SVO MIKIÐ ANNAÐ.“
Söngkona AmabAdamA, Reykjavíkurdóttirin, leikkonan, rapparinn, tónlistarmaðurinn og sjónvarpsog útvarpskonan Salka Sól Eyfeld prýðir forsíðu SKE að þessu sinni. Óhætt er að segja að Salka Sól hafi skotist upp á stjörnuhimininn á skömmum tíma. Hún er fyrirmynd annarra stúlkna og lætur engan annan ákveða fyrir sig hvað hún getur. Þessi atorkumikla og hæfileikaríka fjöllistakona með hásu, strákslegu röddina kom eins og feminískur hvirfilbylur inn í íslenskt tónlistarlíf er hún birtist fyrst sem rappandi ljónynja með Reykjarvíkurdætrum og það er óhætt að segja að hún hafi opnað dyr rappsins fyrir mörgum ungum stúlkum. Frá því að Salka Sól lauk þriggja ára námi í London í Actor Musicianship, sem er leikaranám fyrir hljóðfæraleikara, hefur hún tekið að sér mörg og ólík verkefni á listsviðinu. Hún er sterkur persónuleiki, frjálsleg og falleg með lifandi framkomu. Það er því ef til vill erfitt fyrir suma að ímynda sér að hún hafa orðið fyrir einelti og fyrir vikið verið óörugg í upphafi ferilsins. Við settumst niður með Sölku Sól á einum sólríkum degi yfir hádegismat og spurðum hana út í tónlistina og lífið. Hvernig myndirðu lýsa þér sem persónu? „Það er stór spurning. Ég pæli ekki einu sinni í því“ segir Salka Sól hlæjandi, hugsar sig um og svarar svo: „Ég er svolítið hvatvís, sem er kostur og galli. Þegar ég er hvatvís, hugsa ég oft já, gerum það bara. Stundum þarf ég að hafa einhvern annan, sem kannski segir heyrðu bíddu aðeins! En ég hef ýtt sjálfri mér út í ýmislegt og farið út fyrir minn þægindarramma og það er þá sem allt byrjaði að rúlla.“ Hverjir hafa verið þínir áhrifavaldar ? „Það er alveg ótrúlega mikið af konum í tónlist sem ég lít upp til. Auðvitað Björk. Og Emilía Torrini, hún hafði alveg rosalega mikil áhrif á mig. Hún gaf út plötuna Merman sem ég fékk í jólagjöf og á þessum tíma var ég svolítið lokuð, leið ekkert svakalega vel, var ung, svona 11 ára. Ég var alltaf til staðar en ég var bara búin að bælast svo mikið útaf eineltinu. Þarna var þetta einmitt
Viðtal: Nanna Ósk Jónsdóttir Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
í svona hápunkti þegar ég fékk þessa plötu. Ég hlustaði svakalega mikið á hana, og fann einmitt textabók um daginn þar sem ég var búin að skrifa allan textann á einhverri ensku sem að ég bara ein skildi, og kunni hana alveg utan að. Auk tónsmíða sinna hefur Emilíana tekið mikið af lögum eftir aðra listamenn, sem ég kynnti mér svo í framhaldi af því. Þá fór ég að sökkva mér enn meira í tónlistarsöguna; hlustaði á alls konar gamla tónlist og datt mikið inn í Tom Waits. Ég bað pabba um að kaupa fyrir mig plötur með hljómsveitum sem mig langaði að kynna mér og grandskoðaði auðvitað diskaog plötusafnið hans pabba.“ Salka Sól er dóttir leikarans Hjálmars Hjálmarssonar og Guðbjargar Ólafsdóttur, sérkennara og á tvo yngri bræður. Það er óhætt að segja að tónlistin hafi fylgt henni frá unga aldri: „Já, ég byrjaði fjögurra ára að læra á píanó í Suzuki námi. Pabbi, aðallega pabbi, og mamma fylgdu mér í gegnum Suzuki námið, en það er mikið þannig í skólanum að foreldrarnir eru með. Ég var mjög góð, náði öllu fljótt og var með þetta í mér. Ég var rosa ung þegar mamma og pabbi föttuðu að það var greinilega mikil tónlist í mér. Svo fór ég að læra á trompet. Tónlistin hefur alltaf fylgt mér. Mig langaði rosalega að syngja en þorði því alls ekki. Ég söng með allri þessari plötu Emilíu Torrini, kunni allt en söng bara inni í herbergi. Söng og söng fyrir fjölskylduna en ekkert fyrir utan það. Svo, á svipuðum tíma, komst ég í plötuna The Score með Fugees og æfði mig í að syngja eins og Lauryn Hill. Hún var ógeðslega flott. Mér datt ekki í hug að ég færi einhvern tíman að rappa sjálf, kannski útaf því að það var engin fyrirmynd hérna heima á Íslandi. Ég fattaði það seint hvað hún hafði mikil áhrif á mig. Sá hana í sumar spila og hún var æðisleg. Lauryn Hill er svona töffarinn í mér og Emilía Torrini mjúka hliðin. Mig langaði alveg að vera eins og Emilía Torrini. Ég sagði henni einu sinni þegar hitti hana hvað platan hennar hafði mikil áhrif á mig og hjálpað mér í gegnum mjög erfiða tíma.”
„Það er sama hvort maður er svona eða hinsegin, það hefur enginn rétt til að leggja einhvern í einelti!“ Hvað myndirðu vilja segja við ungt fólk sem þarf að þola einelti? „Mér finnst alltaf magnað þegar fólk segir við mig: „Ha, lentir þú í einelti? En þú ert svo flott og svona og svona.“ Það er í raun alveg sama hvort maður er svona eða hinsegin, það hefur enginn rétt til að leggja einhvern í einelti! Maður er ennþá spurður af hverju lentir þú í því að vera lögð í einelti? En það er ekki mitt að svara, spurðu krakkana sem gerðu það: Af hverju ertu að leggja í einelti? Þú spyrð ekki stúlku sem var nauðgað af hverju var þér nauðgað? Var það útaf því að þú varst í svo stuttu pilsi? Nei, það er ekki ástæðan. Spurðu gerandann. Og það er ekkert sem réttlætir þetta ofbeldi! Það er alveg sama hvernig þú ert, það hefur enginn rétt á að stríða þér.“ Salka Sól segir að persónuleiki hennar hafi alltaf verið til staðar en eineltið hafi orðið til þess að hann bældist og fór í smá frí: „Það var mjög góð tilfinning þegar ég náði í hann aftur.” Nú hefur þú tekið að þér nýtt hlutverk í verkefni fyrir Þjóðleikhúsið, hvað máttu segja mér um það? „Eiginlega sem minnst. Það er alveg búið að ganga frá samningum og svona en það er ennþá svolítið opið. Ég mun sjá um tónlistina og vera á sviðinu. Þetta er eitt af því sem ég hefði ekki endilega gert fyrir 5 árum, en með þessu verkefni er ég að ögra sjálfri mér. Það er einmitt það sem ég gerði með Reykjarvíkurdætrum, ég steig eitt skref út fyrir þægindarrammann og sökkti mér í það. Þannig þroskast maður sem listamaður. Maður verður að þroskast sem listamaður samhliða því að þroskast sem persóna. Það er alveg þægilegt að vera alltaf í „comfort-zoninu sínu“ en ég endist ekki lengi þar.“
9
HVAÐ ER AÐ SKE?
10
HVAÐ ER AÐ SKE?
Salka Sól er í sambandi með Alberti Halldórssyni, leiklistarnema. En hvernig kynntust þau? Salka Sól verður eilítið feimnisleg og hugsar sig vel um áður en hún svarar. „Hann er voða sætur. Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini í Listaháskólanum. Ég bjó ennþá úti og kom heim í tvær vikur.” Salka þagnar aðeins og bætir svo við: „Það er skemmtilegra að hann segi þessa sögu, því að hann varð eiginlega ástfangin strax” segir Salka og hlær. „Hann ætlaði ekki að missa af þessu og kom strax í heimsókn til mín, helgina þar á eftir. Ég var auðvitað orðin mjög skotin í honum. Þegar ég flutti svo heim, þá bara byrjuðum við saman og búum núna á Hverfisgötunni. Þetta var allt svo eðlilegt. Við vegum hvort annað rosalega vel upp. Ég er hvatvís og svo æst og alltaf til í allt. Hann er meira svona zennaður og rólegur. Hann er frábær leikari og fyrst þorði ég ekki að leika fyrir framan hann því mér fannst hann svo góður.
En það var auðvitað bara eitthvað óöryggi. Ég er miklu meiri tónlistamaður og sagði frekar ég skal spila hérna eitthvað fyrir þig! En núna æfum við okkur oft á hvort öðru, sem er æðislegt, og gefum hvort öðru feedback.“ Salka Sól er greinilega á réttri hillu í lífinu og tekur því hlutverki að vera í sviðsljósinu af fullri ábyrgð. „Í framtíðinni vil ég bara halda áfram að gera það sem ég er að gera í einhverju formi. Það að maður sé orðinn fyrirmynd er eitthvað sem mig langar að halda í. Það þegar mömmur og pabbar koma til mín og segja mér að dætur þeirra líti upp til mín og séu að rappa og syngja gerir mig ótrúlega glaða. Miðað við hvað mínar fyrirmyndir höfðu sterk áhrif á mig þykir mér svo vænt um að geta verið öðrum fyrirmynd,“ segir Salka Sól brosandi að lokum
11
HVAÐ ER AÐ SKE?
Núna á fermingartilboði
12
HVAÐ ER AÐ SKE?
SWAP TILL YOU DROP
SKEMMTUN
Það er engin þörf á að henda hlutum sem þú þarft ekki lengur á að halda. Á þessum skiptimarkaði geta allir komið með hluti sem geta fundið nýja eigendur í skiptum fyrir aðra hluti. Annað hvort eru nýir eigendur hluta sem þú kemur með aðrir þátttakendur eða Rauði krossinn. Það eina sem þú þarft að gera er að koma á Reykjavík City Hostel með bækurnar þínar eða hrein föt til að skipta við aðra. Þú reynir að skipta á þessum hlutum ókeypis og jafnvel endurnýja fataskápinn í leiðinni. Hvar: Reykjavík City Hostel, Sundlaugarvegur 34 Hvenær: 1. apríl kl. 16:00 - 19:00 Miðaverð: Frítt
SKÍÐAVIKAN Á ÍSAFIRÐI
FRÆÐSLUFUNDUR UM FJÁRMÁL
Það er venjulega mikið um að vera og margt um manninn í Skutulsfirði um páskana. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er haldin í 11. skiptið en fastur liður í páskavikunni er skíðavikan. Mikill fjöldi fólks kemur til Ísafjarðarbæjar, nýtur skíðavikunnar og skreppur á tónleika þegar líða tekur að helgi. Þétt dagskrá er á skíðavikunni sem hefst formlega á miðvikudag á Silfurtorginu með lúðrasveitaspileríi. Skíðasvæðin eru síðan opnuð í Tungudal og Seljalandsdal. SKE mælir með að taka fjölskylduna og vini til Ísafjarðarbæjar þessa vikuna. Hvar: Ísafjörður Hvenær: 1. - 6. apríl Miðaverð: 950 - 2.500 kr.
JÓN JÓNSSON Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, ferðast nú um landið á vegum Arion banka og fræðir ungt fólk á aldrinum 12 – 16 ára á skemmtilegan hátt um fjármál. Efnið er byggt á bókinni Ferð til fjár eftir Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi. Á fundunum fer Jón yfir það hvernig peningar virka, mikilvægi þess að setja sér markmið og hvernig hægt er að láta peningana endast aðeins lengur. Næstu fræðslufundir verða á eftirtöldum stöðum • Akureyri - Menningarhúsinu Hofi - 8. apríl • Reykjavík - Hagaskóla Vesturbæ - 9. apríl • Hafnarfirði - Gaflaraleikhúsinu - 13. apríl • Kópavogi - Turninum - 14. apríl • Mosfellsbæ - Framhaldsskólanum - 15. apríl • Reykjavík - Arion banka Borgartúni 19 - 21. apríl
Hvar: Ísland Hvenær: 25. mars - 21. apríl kl. 18:30 Miðaverð: Frítt Nánari uppl.: arionbanki.is
HÚS SJÁVARKLASANS STÆKKAR Nú munu 10 fyrirtæki bætast í hóp þeirra 40 fyrirtækja sem þegar eru í Húsi sjávarklasans. Af því tilefni er efnt til Nýsköpunarmessu þar sem fyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans kynna vörur sínar og nýsköpun. Meðal annars verður hægt að berja augum sjálfvirka róbota, bragða kollagen-prótein unnið úr þorskroði, kaldpressað jómfrúar þorskalýsi og gómsætt súkkulaði með sjávarsalti.
Winston Regal
18.990.-
Samstarfsaðilar Nýsköpunarmessu eru: Bláa Lónið, Brim Seafood, Frumtak, Íslandsbanki, LEX, Vodafone, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóður, Promens Tempra og Promens Dalvík. Hvar: Grandagarður 16, Reykjavík Hvenær: 1. apríl kl. 15:00-17:00 Miðaverð: Frítt
SKRÁNING Í FYNDNASTA NEMA HÁSKÓLA ÍSLANDS Þann mikla spéfugladag, miðvikudaginn 1. apríl, lýkur Stúdentaráð Háskóla Íslands skráningu í keppnina Fyndnasti nemi Háskóla Íslands. Skráning fer fram í gegnum tölvupóstfangið folgmennshi@gmail.is en undankeppnin fer síðan fram í Stúdentakjallaranum 8. og 9. apríl. Úrslitakvöldið verður síðan haldið 16. apríl. Keppnin er haldin í samstarfi við Landsbankann og Stúdentakjallarann en verðlaunin eru 100.000 kr. Mikil hvatningarverðlaun fyrir fátæka og fyndna námsmenn HÍ! Hvar: Stúdentakjallarinn, HÍ Hvenær: 1. apríl kl. 24:00
13
HVAÐ ER AÐ SKE?
THE JBL CHARGE 2 PORTABLE BLUETOOTH SPEAKER THAT GHARGES YOUR SMARTPHONE. PRETTY SMART, RIGHT.
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
14
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÚTGÁFUR
MÁNI ORRASON REPEATING PATTERNS Máni Orrason er söngvari, lagahöfundur og hljómlistarmaður, fæddur í Reykjavík þann 24. desember 1997, þá sjöunda barn foreldra sinna og síðar einn tíu systkina. Hann ólst upp á heimili þar sem mikið var um tónlist og sýndi fljótlega áhuga og hæfileika á því sviði. Tveggja ára gamall flutti Máni með fjölskyldu sinni til Spánar, þar sem hann hefur búið stærsta hluta ævi sinnar. Á uppvaxtarárum sínum fór Máni höndum um hvert það hljóðfæri sem hann komst yfir, og fljótlega var það ljóst að hann bjó yfir einstakri næmni og tónlistarhæfileikum. Á plötunni „Repeating Patterns“ endurspeglast fjölbreytileiki Mána sem lagahöfundar og hljómlistarmanns, auk þess að afhjúpa þroskaðan og einlægan listamann. Máni var tilnefndur til Íslensku hlustendaverðlaunanna 2015 sem nýliði ársins 2014 fyrir lagið Fed all my days og fyrir tónlistarmyndband ársins 2014. Þá var hann einnig tilnefndur sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015.
OF MONSTERS AND MEN BENEATH THE SKIN Of Monsters And Men tilkynna hér með að langþráð önnur breiðskífa þeirra sem hlotið hefur heitið Beneath The Skin mun koma út 8. júní á Íslandi á vegum Record Records. Íslenska útgáfa breiðskífunnar mun innihalda lögin „Backyard“ og „Winter Sound“ sem verður ekki að finna á hefðbundinni útgáfu breiðskífunnar erlendis heldur eingöngu á viðhafnarútgáfum og á þeirri íslensku. Hljómsveitin hefur eytt síðastliðnu ári á Íslandi og í Los Angeles með upptökustjóranum Rich Costey sem vann með þeim að breiðskífunni en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð
við Muse, Death Cab for Cutie, Foster The People og Interpol. Hljómsveitin leggur í tónleika– ferðalag á næstunni og eru fyrstu tónleikarnir fyrirhugaðir í Massey Hall í Toronto í Kanada 4. maí næstkomandi. Það má búast við miklu af sveitinni á næstunni og er óhætt að segja að margt hafi gerst síðan fyrsta breiðskífa þeirra kom út á Íslandi árið 2011 en hún hefur selst í tveim milljónum eintaka á heimsvísu. Frá árinu 2011 hefur sveitin spilað marga eftirminnilega tónleika á hátíðum á borð við Lollapalooza, Bonnaroo, Coachella, Iceland Airwaves, Newport Folk Festival,
Osheaga, Glastonbury, Reading and Leeds, Pukkelpop og Splendour In The Grass auk fjölda annarra uppseldra tónleika um allan heim. Þau hafa heillað sjónvarpsáhorfendur í þáttum á borð The Tonight Show með Jay Leno, Late Show með Jimmy Fallon, The Graham Norton Show og Saturday Night Live. Einnig lánaði sveitin lagið sitt „Dirty Paws“ í kynningarmyndbrot á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty og í kynningar– myndband fyrir iPhone 5, auk þess sem lagið „Silhouettes“ var sérsamið fyrir kvikmyndina The Hunger Games: Catching Fire.
JÚNÍUS MEYVANT Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmannaeyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar. Sem ungur maður var Unnar mjög frjálslegur í anda og komst aðeins tvennt að í hans lífi, þ.e. myndlist og hjólabretti. Annað slagið fann hann fyrir því að tónlistargyðjan togaði í hann og velti hann því oft fyrir sér hvort hann ætti ekki að demba sér í það að læra á hljóðfæri. Hljóðfæranámið varð endasleppt því drengurinn var orkubolti mikill og óstýrilátur og fljótlega meinaður aðgangur að tónlistarskólanum og þurfti tímabundið að leggja drauma sína um að verða hljóðfæraleikari á hilluna. Fljótlega eftir að Unnar komst á þrítugsaldurinn færðist ró yfir dýrið sem bjó innra með honum og tók hann sér í hendur munaðarlausan gítargarm í húsi foreldra sinna og fyrren varði var hann farinn að semja lög. Svo mikil var sköpunargleðin að Unnar upplifði margar andvökunætur í öngum sínum yfir öllum lagahugmyndum sínum og lögin hrönnuðust upp. Laglínurnar leituðu til hans nótt sem nýtan dag og úr varð að Unnar tók upp listamannsnafnið Júníus Meyvant. Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta manni á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.
15
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345 DOMINO’S APP WWW.DOMINOS.IS
16
HVAÐ ER AÐ SKE?
NÝ VIFTUTÆKNI 30% MEIRI KÆLING GTX 960 · GTX 970 · GTX 980 ASUS STRIX GTX LEIKJASKJÁKORTIN ERU HLAÐIN NÝRRI TÆKNI. DIRECTCU II FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI KÆLINGU, AUKIN AFKÖST OG HLJÓÐLÁTARI LEIKJASPILUN. ODB VIFTUTÆKNI FYRIR HLJÓÐLAUSA LÉTTA LEIKJASPILUN OG BLU-RAY KVIKMYNDAÁHORF. DIGI+ VRM STRAUMJÖFNUN OG HÁHRAÐA GDDR5.
FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES HAFNARFJÖRÐUR ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750
17
HVAÐ ER AÐ SKE?
LENGRI ÁBYRGÐARTÍMI 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á ASUS MÓÐURBORÐUM ASUS ER STÆRSTI MÓÐURBORÐSFRAMLEIÐANDI HEIMS. TÖLVULISTINN BÝÐUR NÚ Í SAMSTARFI VIÐ ASUS LENGRI ÁBYRGÐARTÍMA Á ÖLLUM ASUS MÓÐURBORÐUM SEM KEYPT ERU 2015. VELDU TRAUST OG ÖRUGGT MÓÐURBORÐ OG VIÐ ÁBYRGJUMST ÁREIÐANLEIKANN.
RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.
WWW.TL.IS
18
HVAÐ ER AÐ SKE?
GRÆJUR
GZA
ROLAND TR-808 RHYTHM COMPOSER
LIQUID SWORDS – THE CHESS BOX VYNIL EDITION
Rythm Composer er klassískur „analog” trommuheili með þéttum hljóðum. Trommuheilinn hefur að mestu verið þekktur sem lykillinn í hiphoppi og R&B en einnig í danstónlist og teknói. Þéttar bassatrommur, „crispy snares” og kúabjöllur voru það sem gerðu heilann frægan í kringum 1980. Þekktir einstaklingar sem hafa notað græjuna eru til að mynda Orbital, Überzone, Download, Aphex Twin, 808 State, BT, Bomb The Bass, Sense Datum, The Prodigy, Josh Wink, Faithless, Skinny Puppy, Bushflange, Jimi Tenor, A Guy Called Gerald, Eat Static, Dr. Dre, Jimmy Edgar, Jimmy Jam & Terry Lewis, Freddy Fresh, Richie Hawtin, Kraftwerk, Jean Michel Jarre, Cocteau Twins, Marvin Gaye, Luke Vibert, LL Cool J, Ice Cube, Beastie Boys, Nick Rhodes í Duran Duran, Puff Daddy og Kanye West.
Þessi gimsteinn er algjör skyldueign fyrir skákara og þá sem hlusta á Wu-Tang Klanið en Liquid Swords er önnur sólóplata GZA. Ekki skemmir það fyrir að Wu-Tang eru að mæta til landsins í sumar. Þessi kostagripur kemur í hörðum kassa sem inniheldur taflborð, taflmenn og heil GZA plata á fjórum vínil plötum. Í pakkanum er einnig instrumental plötur af Liquid Swords og geisladiskur. Turntablelab.com
GROOVY RECORD CLEANER + CLEANING CLOTH Allir góðir plötunördar hugsa vel um plötukostinn sinn! Groovy plötuhreinsirinn er sannkallaður bjargvættur fyrir vínilinn þegar hann er orðinn tæpur, hvort sem að það þarf að þrífa ryk og bleytu nú eða laga rispur! Turntablelab.com
Ebay.com
EK JAPAN
22 HYBRID LAMPAMAGNARI Lampamagnari með einstöku útliti og hlýju og ríku hljóði. Magnarinn hefur unnið til verðlauna fyrir útlit sitt og er einfaldur í notkun. Þrátt fyrir gamaldags útlit býr hann yfir öllum helstu tækninýjungum sem nútíma magnarar þurfa að hafa. Tækniupplýsingar • Phono + line input • Vacuum tube: 6SN7GT+ 2pcs • 1.6 kg
SMARTER COFFE MAKER
ROCKI
WI-FI HLJÓÐMÓTTAKARI Rocki er nýtt tæki sem breytir hvaða græju eða hátalara sem er í WiFi spilara. Með Rocki er hægt að taka tónlistina sína með sér hvert sem er og tengja við alls kyns tæki með jack eða RCA. Með því að tengja t.d. Rocki við hljómtæki sem eru ekki með Bluetooth er hægt að stjórna tónlistinni þráðlaust úr símanum eða spjaldtölvu í gegnum Spotify, Deezer, Soundcloud, Last.FM eða Rocki appinu sem fæst bæði fyrir Android og iOS. Eitt af helstu kostum Rocki er að Wi-Fi staðallinn skilar mun betri gæðum en Bluetooth tenging og þá er einnig hægt að vera með marga Rocki í gangi í einu.
Það var heldur betur kominn tími á Wi-Fi tengda kaffivél! Með Smarter Coffee Maker getur þú hellt upp á kaffið með símanum áður en þú skríður framúr rúminu í morgunsárið – nú eða þegar þú labbar inn um dyrnar! Þetta er sérlega hentug græja fyrir koffínfíkla nútímans.
Tölvulistinn 22 Hybrid lampamagnarinn kemur með tveimur stórum tökkum, hækka/lækka og „tone” og slekkur hann á sér ef hann er ekki í notkun í tíu mínútur. Græjan er hönnuð af Koichi Futatsumats og kemur frá Japan.
Láttu nýja hleðslutækið vera það síðasta sem þú kaupir. FrayFix fylgir með öllum hleðslutækjum á meðan birgðir endast. Hleðslutæki 11.990.FrayFix 3.990.-
RAZER CHROMA
PAY JAY / STUSSY
SJÁLFSTÆTT LED Í HVERJUM TAKKA
J DILLA FIGURE
Nýjasta bylgjan í leikjalyklaborðum eru sérhönnuð leikjalyklaborð með LED ljósi í hverjum takka. Þannig er hægt að hlaða niður prófílum fyrir mismunandi leiki svo að litir birtast undir þeim tökkum í þeim leik sem er í spilun. Sérstakur hugbúnaður, Razer Synapse, fylgir með lyklaborðinu þar sem notandinn getur sérsniðið prófíla auk þess sem hægt er að nálgast fjölda af prófílum frá öðrum notendum. Mestu máli skiptir þó að lyklaborðið er mekanískt og því sérhannað til þess að þola það mikla álag sem fylgir leikjaspilun. Mekaník í hverjum takka er gerð til að þola 60 milljón áslætti auk þess sem viðbragðstíminn er mun minni en í hefðbundum lyklaborðum sem getur skipt sköpum í leikjum þar sem hver millisekúnda skiptir máli.
Stytta telst kannski ekki sem græja, en J-Dilla hafði mikil áhrif á tónlist og notaði græjur eins og Moog, Mpc 3000, Mpc 2000 svo eitthvað sé nefnt. Einungis 2000 eintök eru til af þessari flottu styttu en hún er tæpir 18 cm og kemur með derhúfu, sampler og keðju. Turntablelab.com
Tölvulistinn
19
HVAÐ ER AÐ SKE?
EASTER OPENING HOURS
★ ★ ★ ★ ★ Wednesday - 1 April Thursday - 2 April Good Friday - 3 April Saturday - 4 April Easter Sunday - 5 April Easter Monday - 6 April
11:00 - 04:00 11:00 - 24:00 11:00 - 04:00 11:00 - 03:00 11:00 - 04:00 11:00 - 01:00
★ ★ ★ ★ ★ HAPPY HOUR 4 - 7 • DJ • LIVE MUSIC
LIFE IS SHORT - DRINK EARLY
20
HVAÐ ER AÐ SKE?
MATUR
ÞRIGGJA RÉTTA LÚXUS
GÓMSÆTAR SAMLOKUR KAFFIBRENNSLAN Kaffibrennslan á Laugaveginum hefur fengið mikla aðsókn frá miðbæjarbúum síðan hún opnaði fyrir tveimur árum, enda ekki að ástæðulausu þar sem þeir eru með dýrindis kaffi og flottan matseðil. SKE kíkti við í seinustu viku til að smakka matinn hjá þeim. Það þótti heldur ánægileg ferð en útsendararnir fengu að smakka breitt úrval af samlokum og voru þær allar gómsætar. Klúbbsamlokan stóð þó
PERLAN
verulega uppúr en á henni var kjúklingur, beikon, skinka, ostur, tómatur og kál og var hún borin fram með kartöfluflögum. Eins og dyggir lesendur vita er SKE með veikan blett fyrir bearnaise sósu og var henni bætt við til hliðar. Og ekki skemmir fyrir að þeir eru með sanngjörn verð. kaffibrenslan101.is
Veitingastaður Perlunnar hefur lengi verið talinn með flottari veitingahúsum Reykjavíkur og fengu fulltrúar SKE það staðfest nýverið. Eins og flestir vita er hann staðsettur á efstu hæð Perlunnar og snýr viðskiptavinum í hring til þeir geti notið frábærs útsýnis á meðan máltíðinni stendur. Ekki var annað hægt en að fá sér þriggja rétta matseðilinn sem samanstendur af rjómalagaðri humarsúpu í forrétt með steiktum humarhölum; nautalund með laukkremi, kartöfluflani, svínasíðu og Bourguinon sósu í aðalrétt; og að lokum súkkulaði mús með kókos, hvítu súkkulaði, möndlukexi og bláberjasorbet í eftirrétt. Við hjá SKE löbbuðum pakksödd út með bros á vör. www.perlan.is
SPICY CAJUN BURRITO SERRANO
Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is
Við hjá SKE smelltum okkur á Serrano um daginn og fengum okkur spicy cajun burrito sem samanstendur af kjúkling, sterkri cajun blöndu, ristuðum maís, salsa, hrísgrjónum, fersku salsa, káli og chipotle sósu. Það er alltaf hægt að stóla á ferskleika, fljótlega þjónustu og hollustu hjá Serrano en innblásturinn af matnum þeirra kemur frá Mexíkó og taquerium í Mission hverfinu í San Fransiskó þar sem serrano-piparinn leikur stórt hlutverk. Fyrir tíða gesti þá er um að gera fá sér vildarkort Serrano en þá safnar þú punktum í hvert sinn sem þú notar kortið og punktana má svo nota við greiðslu. Fyrir hollustu og vellíðan þá mælum við hjá SKE með Serrano.
ÞJÓÐARRÉTTUR ÍSLENDINGA BÆJARINS BEZTU Bæjarins Beztu standa svo sannarlega undir nafni og hafa gert það síðan árið 1937 hvort sem það er í hádeginu, kaffinu, á kvöldin eða eftir góða nótt í miðbæ Reykjavíkur. Pylsurnar hafa oft verið kallaðar „þjóðaréttur íslendinga“ og er það ekki að ástæðulausu. Við hjá SKE fengum okkur eina með öllu og mælum með að fá sér kókómjólk með. www.bbp.is
www.serrano.is
21
HVAÐ ER AÐ SKE?
PÁSKASTEIKIN Í Iceland færðu allt sem þú þarfnast til að setja saman frábæra máltíð og njóta páskanna með fjölskyldu og vinum.
1199
kr. kg
VERÐ ÁÐUR: 1498 KR.
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
151440
Verð birt með fyrirvara um prentvillur. Gildir á meðan birgðir endast.
1. FLOKKS SS LAMBALÆRI FROSIÐ. 2,1–2,6 KG
699
kr.
Áður: 798 kr.
Súkkulaðihjúpaður ís m/mintu 18 stk.
799
kr.
Áður: 1298 kr.
Ískaka m/karamellu- og súkkulaðisósu, fyrir 10
599
kr.
Áður: 1298 kr.
Ostakaka fyrir 10
699
kr.
Áður: 1498 kr.
Lagkaka fyrir 10
699
kr.
Áður: 1498 kr.
Lagkaka fyrir 8
1299
kr.
Áður: 1798 kr.
Súkkulaðihúðaðir ávextir 60 stk.
Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
22
HVAÐ ER AÐ SKE?
LISTVIÐBURÐIR
ÍBBAGOGGUR - LJÓTUR Á TÁNUM Íbbagoggur opnar myndlistarsýningu og gefur út myndasöguna Ljótur á tánum í Ekkisens. Myndasagan Ljótur á tánum er fuglasaga um hjátrú, ósanngirni, tilætlunarsemi, þröngsýni og ofbeldi. Hún fjallar um krumma sem verður fyrir þeirri ólukku að setjast óvart á kirkjuþak og kallar þannig yfir sig reiði bæði klerks og kirkjugesta. Því eins og allir vita boðar það feigð þegar krummi sest á kirkjuþak en það vissi þessi krummi ekki. Ekki jafn fyrirferðamikil en þó einnig til sýnis verður svarthvíta myndaröðin Litirnir: „Íbbagoggur vinnur bara svarthvítt því svartur er uppáhaldsliturinn hans og honum finnst svarthvítar myndir fallegri en þær sem eru með litum, best væri ef allar myndir gætu verið bara svartar. Svo þarf heldur ekki endilega að vera að myndir séu með öllu litlausar þó þær séu svarthvítar. Heilinn lætur mann sjá ótrúlegustu liti þó þeir séu ekki sýnilegir.“ Íbbagoggur vill búa til verk sem fá áhorfanda/hlustanda að gleyma sér aðeins í smá stund, hvort sem það er með því að búa til sögur, óhlutbundin málverk eða tónverk. Skemmtilegast finnst honum að teikna myndasögur og það er mikilvægt að gera það sem manni finnst skemmtileg. Það sem er honum mest hugleikið er virðing sem fólk á að sýna öðru fólki, dýrum og náttúrunni. Ljótur á tánum fjallar um það. Íbbagoggur er listamaðurinn Héðinn Finnsson. Hann er útskrifaður frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, þar á meðal Hinni Konunglegu Teiknisýningu sem haldin var í Ekkisens í fyrra. Nafnið Íbbagoggur notar Héðinn því það hljómar einsog nafn á fuglategund og Héðinn er forfallinn fuglanörd. Íbbagoggur hljómar líka dáldið einsog að ybba gogg og stundum ybbar Héðinn gogg. Ljótur á tánum er hans fyrsta einkasýning. Ljótur á tánum er gefin út af forlaginu Rasspotín.
VEFTUR ÁSGERÐUR BÚADÓTTIR Nýverið opnaði sýning á veflistaverkum Ásgerðar Búadóttur í Gallerí Fold, en meðal annars gefur þar að líta síðasta veggklæðið sem Ásgerður gerði: Abstrakt verk byggt á línum og formum og ofið úr ull og hrosshárum. Þá eru einnig sýndar skissur og vinnuteikningar af verkinu sem gefur einstaka sýn á vinnuferli listamannsins. Ásgerður Ester Búadóttir fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920 en ólst upp í Reykjavík. Hún hóf nám í Handíða- og myndlistarskólanum árið 1942 og stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1946 – 49 og lagði einkum stund á málaralist. Á námsárunum kynntist hún þó einnig listvefnaði og þá kveiknaði áhugi hennar á því listformi. Eftir námið flutti hún vefstól með sér heim og fór að vinna með listvefnað sem hefur haldið nafni hennar á lofti allar götur síðan og er Ásgerður án efa markverðasti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Árið 1956 vann hún til gullverðlauna á alþjóðlegu listaog handverkssýningunni í München fyrir veggklæðið „Stúlka með fugl“. Verðlaunin gáfu henni byr í seglin og í kjölfarið hélt hún fyrstu sýningarnar á verkum sínum. Alls urðu einkasýningar Ásgerðar 15 talsins en hún tók þátt í um 70 samsýningum hér á landi sem erlendis. Verk hennar má finna á söfnum hérlendis, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, auk þess sem þau prýða ýmsar opinberar stofnanir. Forseti Íslands sæmdi hana fálkaorðu árið 1993. Ásgerður naut heiðurslauna Alþingis frá árinu 1995 en hún lést í maí á síðasta ári, 93 ára að aldri. Sýningarstjóri er Elínbjört Jónsdóttir
Hvar: Norræna húsið Hvenær: 28. mars - 26. apríl
MORPHÉ LOGI BJARNASON
ÁKALL
Hvar: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði Hvenær: Sýningu lýkur 23. apríl 2015 Opið er milli kl. 12:00 -18:00 frá fimmtudegi til sunnudags.
„Grunnhugmyndin er að skapa eitthvað raunverulegt upp úr þekkingu okkar aftur, að umbreyta fjarstæðukenndinni inn í efnislegan búning“ Sophie Tiller hóf verkefnið „sníkjudýr“ árið 2008 og er sýningin í Norræna húsinu hluti af stærri heild. Á sýningunni má sjá úrval náttúrufræðibóka, líkt og lexíkon, sem búið er að bora göt í. Götin eru fyllt með mold og fræi er sáð. Fræið vex og verður líkt og sníkjudýr í bókinni. Með tímanum laðar bókin til sín orma, snigla og ýmiskonar örlífverur sem koma sér fyrir í nýjum heimkynnum. Sophie Tiller myndar þetta ferli. Með þessu lifna bækurnar bókstaflega við og verða að einhverju nýju.
Hvar: Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12, Reykjavík Hvenær: Sýningu lýkur 12. apríl
Hvar: Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, Reykjavík Hvenær: 1.-3. apríl kl. 15:00-18:00
Fyrir þessa sýningu hefur sýningarstjórinn, Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskóla Íslands valið verk tuttugu og fjögurra myndlistarmanna. Verkin tengjast orðræðunni um sjálfbæra þóun og þeim siðferðilegu málefnum sem hún vekur og eiga það sameiginlegt að virkja gagnrýna hugsun sem hvetur áhorfendur til að taka afstöðu til þeirra málefna sem verið er að vinna með hverju sinni og krefur þá jafnvel til þátttöku. Jafnframt virkjaði Ásthildur listkennslunema í Listaháskólanum og kennara nokkurra skóla í Árnessýslu til þess að vinna með grunnskólabörnum þátttökuverk þar sem ungmennin myndgerðu óskir sínar fyrir komandi kynslóðir. Listaverkin á sýningunni voru grundvöllur umræðunnar sem átti sér stað með börnunum áður en þau sköpuðu verkin. Á meðan á sýningunni stendur gefst gestum safnsins einnig tækifæri til þess að taka þátt í verkinu „Okkar náttúra – mínar óskir fyrir framtíðina“. Fyrir er í listasmiðjunni bókverkið „Okkar náttúra – mínar óskir fyrir framtíðina“ sem ungmenni á Suðurlandi unnu í tengslum við sýninguna og eru enn að vinna. Með þátttöku vill Ásthildur hvetja gesti safnsins að taka virkan þátt og skoða um leið eigin lifsviðhorf til málefnisins.
SNÍKJUDÝRIÐ // „THE PARASITE“ SOPHIE TILLER
FJÖLSKYLDUSMIÐJA FÖGNUM VORI Á fimmtudaginn býður Listasafn Árnesinga til listasmiðju og er tilvalið að halda í bíltúr út fyrir borgarmörkin og taka þátt í sköpunarferli. Í listasmiðjunni verður unnið út frá óskum þátttakenda framtíðinni til heilla. Sérstök áhersla er lögð á að tengja verkin sem sköpuð verða við menningu, gildi, sjálfsmynd og umhverfisvitund. Notuð verða ýmiskonar náttúruleg efni sem og fjölbreytt fundin efni sem hægt er að nýta á skapandi hátt. Þátttakendur fá að kynnast ýmiskonar listmunum sem frumbyggjar víðsvegar úr heiminum hafa notað til að leggja áherslu á náttúruvernd. Þau verk verða skoðuð í samhengi við íslenska fornmuni. Fjallað verður um ólík tákn og hvernig við getum lært af hvort af öðru. Vinnusmiðjan veitir þátttakendum tækifæri til að virkja eign hugmyndir í listsköpun á sama tíma og rætt verður um inntak sýningarinnar Ákall. Leiðsögnin og listasmiðjan er í umsjá Ásthildar Bjargar Jónsdóttur sýningarstjóra. Þátttaka í smiðjunni er ókeypis. Hvar: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði Hvenær: 2. apríl kl: 13:00-16:00
Sýning Loga Bjarnasonar inniheldur nýstárleg verk og leikur sér að hlutbundnu og óhlutbundnu þar sem mörkin á milli málverka og skúlptúra eru óljós. Logi kristallar áhuga sinn á málverkinu með því að rannsaka mörkin á milli listmiðla, sem liggja oft þvert yfir hvorn annan, og sækir efnistök í minningar sem oftar en ekki liggja á milli svefns og vöku. Logi stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, tók þar á eftir B.A próf við Listaháskóla Íslands og lauk síðan M.A prófi frá Städelschule í Frankfurt Þýskalandi. Hann hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis. Logi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, t.d styrk úr sjóði Guðmundu Andrésdóttur, listamannalaun 2015 og hefur nýverið verið með vinnustofur bæði í París og Berlín. Nú heimsækir hann sína heimabyggð sem listamaður með fjölþætta menntun og reynslu. Hvar: Safnahús, Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnesi Opnunatímar í Safnahúsi er alla virka daga á opnunartíma bókasafns kl. 13:00-18:00.
23
HVAÐ ER AÐ SKE?
24
HVAÐ ER AÐ SKE?
LJÓSVAKAMIÐLAR THE BOURNE IDENTITY KRÆKIBERJABLÚS Stórglæsileg heimildamynd sem er í raun falleg ferðasaga um Ísland og leikur matur í náttúrunni þar lykilhlutverk. Hér er blandað er saman fallegri náttúru, íslenskri tónlist og matargerð að hætti heimamanna. Hvar: Stöð 2 Hvenær: Fim. kl. 19:45
KINGDOM AND EMPIRE Einstaklega vandaðir og áhrifamiklir þættir úr smiðju Mark Burnett og NBC sem skarta Jóhannesi Hauki Jóhannessyni í einu hlutverkanna. Þættirnir gerast eftir krossfestingu Jesús og fjalla um líf lærisveina frelsarans og hvernig þeir breiða út boðskapinn þrátt fyrir linnulausar ofsóknir af hálfu rómveskra yfirvalda.
Spennumynd með Matt Damon í aðalhlutverki. Þetta er fyrsta myndin sem byggð er á skáldsögum Rubert Ludlum um njósnarann Jason Bourne. Hann er sérþjálfuð drápsvél en þjáist af minnisleysi og reynir að grafa upp fortíð sína á sama tíma og hann er skotmark miskunnarlausra morðingja. Í öðrum helstu hlutverkum eru Franka Potente, Chris Cooper og Clive Owen. Leikstjóri er Doug Liman. Myndin er bönnuð börnum.
MEGAS OG PASSÍUSÁLMARNIR Glænýjar útsetningar á sálma-lögum Megasar fyrir strengi, blásturshljóðfæri og hrynsveit eftir Þórð Magnússon. Söngvarar eru Megas og Magga Stína auk stúlknakórs og Caput-hópurinn leikur ásamt völdum rokkurum. Guðni Franzson stjórnar hljómsveitinni. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson. Hvar: RÚV Hvenær: Mið. kl. 22 : 20
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Fim. kl. 22:00
Hvar: Stöð 2 Hvenær: Þri. kl. 21:10
THE BOURNE SUPREMECY BLÓÐBERG
SAGA STUÐMANNA Vönduð og áhugaverð heimildamynd um þessa vinsælu hljómsveit þar sem rakin verður saga hennar frá því hún hófst í Menntaskólanum í Hamrahlíð til dagsins í dag. Enn eru Stuðmenn að koma saman til að leika listir sínar af jafn mikilli fagmennsku og frumleika og áður. Saga þeirra hefur verið skilmerkilega mynduð og fáum við að sjá áður óséð efni frá ferli þeirra. Til að rifja upp söguleg atvik eru sýnd viðtöl við meðlimi hljómsveitarinnar og aðra sem þekkja til sögu Stuðmanna.
Hvar: Stöð 2 Hvenær: Sun. kl. 20:35
Hvar: Stöð 2 Hvenær: Fös. kl. 20:05
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008
Blóðberg er gamansöm mynd með alvarlegum undirtón um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Sagan segir af hefðbundinni íslenskri fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin starfar sem hjúkrunarfræðingur og bjargar fólki á spítalanum þar sem hún vinnur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Undir óaðfinnanlegu yfirborðinu liggur gamalt leyndarmál sem einn daginn bankar uppá. Og þá breytist allt.
Spennumynd með Matt Damon í aðalhlutverki. Önnur myndin sem byggð er á skáldsögum Robert Ludlum um njósnarann Jason Bourne. Þegar leynileg aðgerð CIA fer út um þúfur er sökinni komið á Jason Bourne og hann neyðist til að snúa aftur til fyrra lífernis til að lifa af. Í öðrum helstu hlutverkum eru Franka Potente, Julia Stiles, Brian Cox og Joan Allen. Leikstjóri er Paul Greengrass. Myndin er bönnuð börnum.
STRÁKURINN Í KJÓLNUM
ÞRÆLL Í TÓLF ÁR
Breskur húmor eins og hann gerist bestur. Dennis er 12 ára og hefur brennandi áhuga á fótbolta og tísku. Umburðarlyndi samfélagsins virðast takmörk sett þegar hann blandar þessu tvennu saman. Aðalhlutverk: Billy Kennedy, Felicity Montagu, Tim McInnerny og David Walliams. Leikstjóri: Matt Lipsey.
Stórbrotin baráttusaga manns á tímum þrælahalds í Bandaríkjunum. Óskarsverðlaunamynd frá 2013 byggð á sannsögulegum heimildum um Solomon Northup, þeldökkan Bandaríkjamann sem er sviptur frelsinu og seldur í þrældóm. Aðalhlutverk: Chiwetel Ejiofor, Michael Kenneth Williams, Michael Fassbender, Lupita Nyong’o og Brad Pitt. Leikstjóri: Steve McQueen. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
Hvar: RÚV Hvenær: Fim. kl. 20 : 25
Hvar: RÚV Hvenær: Fös. kl. 21 : 45
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Fös. kl. 22:00
THE BOURNE ULTIMATUM Spennumynd með Matt Damon í aðalhlutverki. Þetta er þriðja myndin sem byggð er á skáldsögum Robert Ludlum um njósnarann Jason Bourne sem heldur áfram að grafast fyrir um fortíð sína um leið og hann berst við miskunnarlausa morðingja. Í öðrum helstu hlutverkum eru Julia Stiles, David Strathairn, Scott Glenn, Édgar Ramírez og Joan Allen. Leikstjóri er Paul Greengrass. 2007. Myndin er bönnuð börnum. Hvar: SkjárEinn Hvenær: Lau. kl. 22:00
TETRIZ Sannir hiphop aðdáendur eru ekki til viðtals í hádeginu á fyrsta föstudegi mánaðarins þegar B-Ruff varpar tærri snilld frá gullaldarárum hiphops út á X-inu 977. Í Tetriz koma fram ýmsir gestasnúðar og gestir í spjall en yfirleitt spinnar B-Ruff vínil í klukkustund af mikilli keyrslu eins og honum einum er lagið. Hvar: X-ið Hvenær: fös. kl. 12:00 – 13:00.
25
HVAÐ ER AÐ SKE?
Liberate hátalari Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu. 19.950 kr.
Positive Vibrations heyrnatól 50mm hátalarar með þéttum bassa. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring 12.950 kr.
Smile Jamaica heyrnartól Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur. 3.950 kr.
26
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓMSTUNDIR
FALLHLÍFASTÖKK
SKAUTAR
Hvern hefur ekki dreymt um að hoppa úr flugvél? Skydive.is býður upp á að prófa fallhlífastökk á einfaldan hátt í farþegastökki. Nú, ef þú vilt fara alla leið þá eru þeir með vikuleg námskeið í fallhlífastökki í allt sumarið svo þú getir lært að stökkva ein/einn. Farþegastökkin hafa verið mjög vinsæl í gæsa- og steggjaveislum og fyrir þá sem þurfa alltaf að upplifa nýtt og nýtt adrenalínkikk. Starfssemi skydive.is fer fram á flugvellinum á Hellu sem er einungis í 85 km fjarlægð frá útjaðri höfuðborgarinnar eða 95 km frá miðbæ Reykjavíkur.
Áður en vorið skellur á er mikilvægt að minna sig á að veturinn er ennþá í fullu fjöri. Skautaiðkunin er hins vegar ekki eins háð árstímanum og veðurfarinu eins og skíðaiðkendur þurfa að vera. Í Skautahöll Reykjavíkur, Skautahöll Akureyrar og á skautasvellinu í Egilshöll er hægt að skella sér á skauta hvenær sem er ársins. Í Skautahöll Reykjavíkur í Laugardal er hægt að leigja skauta og renna sér fyrir 1.100 kr. byrir börn en fyrir fullorðna er það 1.400 kr. Í Egilshöll er pakkinn á 1.000 kr. fyrir börn og 1.250 kr. fyrir fullorðna og á Akureyri er það 1.000 kr. og 1.200 kr.
Nánari upplýsingar á skydive.is
Nánari upplýsingar á skautaholl.is, egilshollin.is og sasport.is.
MUBBLU(ENDUR) MÓTUN Margir kannast líklegast við vefsíðuna ikeahackers.net (upphaflega ikeahacker.blogspot.com). Á þeirri síðu gefst fólki tækifæri á að senda inn myndir ásamt leiðbeiningum af dóti sem það hefur keypt í IKEA og umbreytt á frumlegan hátt. Hægt er að fá góðar hugmyndir á síðunni og í kjölfarið útfæra sínar eigin breytingar... og jafnvel pósta á síðuna! Til dæmis er hægt að fá leiðbeiningar að því hvernig þú breytir einföldu borði í fagmannlegt plötusnúðaborð með plássi fyrir plötuspilara, mixer, effektagræjur og mónitorhátalara. Slík sérútbúin borð eru fokdýr (og oft forljót) út úr búð og því tilvalið að grípa í hamarinn og skrúfjárnið sjálf/sjálfur! Síðan býður þér því upp á sniðugar leiðir til að umbreyta ódýrum og fjöldaframleiddum húsgögnum í flottar og einstakar gersemar.
KRYDDJURTARÆKT Hver kannast ekki við himinhátt verðið á ferskum kryddjurtum? Einföld lausn er við því. Ekki þarf mikið til að hefja sína eigin kryddjurtarækt ef áhuginn og metnaðurinn er fyrir hendi. Nostrið og dútlið við þessa tómstund skilar sér fljótt í bæði sparnaði og bragðlaukaveislu. Blómaval og Garðheimar hafa til dæmis að geyma mörg þau verkfæri og hráefni sem þú þarft til að hefjast handa við þessa fremur ódýru iðju. Flestir áhugamenn og -konur um matseld eru sammála um mikilvægi ferskra kryddjurta á borð við kóríander, myntu, oregano, graslauk og steinselju þegar þarf að pimpa upp réttina.
SKE.IS
27
HVAÐ ER AÐ SKE?
H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
28
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
PADDINGTON 7,5
FAST & FURIOUS FORSALA HAFIN Á 7 OG , FRUMSÝND 1. APRÍL
9,1
83%
INSURGENT
98%
ANNIE 5,1
28%
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
7,0
31%
INHERENT VICE 7,0
THE LITTLE DEATH
THE WATER DIVINER WHIPLASH
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ
6,3
71%
72%
FRUMSÝND 3. APRÍL
7,6
83%
8,6
95%
29
HVAÐ ER AÐ SKE?
FORSALA HAFIN Á ,
OG
30
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
FOCUS 7,0
CHAPPIE GET HARD LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI
55%
THE SPONGEBOB MOVIE: SPONGE OUT OF WATER
6,6
75%
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ
7,4
29%
SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
6,3
31% THEORY OF EVERYTHING
7,8
FÚSI
CINDERELLA LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SMÁRABÍÓ
SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI
BORGARBÍÓ AKUREYRI
SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
HOT TUB TIME MACHINE 2 7,8
7,7
79%
7,7
84%
79%
31
HVAÐ ER AÐ SKE?
HEIMSFRUMSÝND 27. MARS KEFLAVÍK
AKUREYRI
KRINGLAN
ÁLFABAKKI
32
HVAÐ ER AÐ SKE?
VÆNTANLEGIR 11. APRÍL www.samsungmobile.is/s6
#NextIsNow