1
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 8.4-14.4
#6
SKE.IS
„SKEMMTILEGASTA HELGI ÁRSINS“
EMMSJÉ GAUTI
2
HVAÐ ER AÐ SKE?
ALDREI FÓR ÉG SUÐUR
Við höfum ýmislegt til að vera þakklát fyrir og gleðjast yfir. Ótrúlegt nokk. Við gleymum því stundum. Til dæmis þegar Norður-Íshafið eins og það leggur sig hellist niður bakið á manni á gangi eftir Hverfisgötu eða þegar imbakassinn spýr yfir okkur vísdómi stríðalinna stjórnmálamanna. Það er skiljanlegt, Drottinn minn. En þá er líka mikilvægt að reyna muna það jákvæða. Til dæmis hreina gosið, nú eða velgengni íslensks landbúnaðar í útlöndum og svo það að Emmsjé Gauti hafi lifað af þrjú flug um liðna helgi. Þrjú! Meira um það síðar. Hallelúja. En nú fögnum við líka tvöhundruðogtíu ára afmæli. Tvöhundruðogtíu! Og ef það er ekki eitthvað til að gleðjast yfir þá hvað? Ég er að sjálfsögðu að tala um það að um þessar mundir á lárviðarskáldið Megas sjötíu ára afmæli og þeir Vilhjálmur Vilhjálmsson og Rúnar Júlíusson heitnir hefðu líka orðið sjötugir. Það er auðvitað synd að hinir tveir síðarnefndu séu ekki hér á meðal okkar til að fagna en þeir skildu aldeilis nóg eftir til að minna á sig. Tónlist sem mun halda áfram að gleðja löngu eftir að hjómið allt og þvættingurinn er gleymdur. Munum það, börnin mín.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Emmsjé Gauti Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá Aldrei fór ég suður: Ásgeir Helgi Þrastarson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE?
#FABRIKKAN
5 ÁRA
FIMMTUDAGINN 9. APRÍL
ÓKEYPIS AFMÆLISÍS FYRIR AL * *gildir fimmtudaginn 9. apríl 2015 með keyptum aðalréttum og barnamáltíðum
4
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST RVK SOUNDSYSTEM
AK EXTREME TÓNLISTARHÁTÍÐ Snjóbrettahátíðinni AK Extreme fylgir ekki bara magnað brettafjör heldur einnig tónlistarhátíð sem stendur frá fimmtudegi til laugardags, og verða tónarnir með betra móti þetta árið.
Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Soundsystem á Paloma lendir nú á laugardaginn. Þessi kvöld eru einu fastakvöldin þar sem þessum tónlistarstefnum er sinnt af sérfræðiþekkingu og tæknilegri fagmennsku RVK Sound-bræðra. Í broddi fylkingar eru þeir Gnúsi Yones, Elvar Rankin, Cyppie, DJ Kári, Charly D og Arnljótur. Hvar: Paloma, Naustin, 1-3 Hvenær: 11. apríl 23:00 Miðaverð: Frítt
Fram koma:
APPARAT ORGAN QUARTET Hinn eini og sanni Apparat Organ Quartet kemur fram á Kex Hosteli á fimmtudaginn. Fjórmenningarnir og trymbill munu flytja mikið af nýju efni sem ekki hefur heyrst áður. Um er að ræða einstakt tækifæri til að berja goðsagnirnar augum! Hvar: Kex Hostel Hvenær: 9. apríl kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Agent Fresco Emmsjé Gauti Úlfur Úlfur Gísli Pálmi Friðrik Dór Young Karin Shades of Reykjavík
Hr. Hnetusmjör Blokk DJ’s: Intro Beats Housekell SímonFknhnds Jónbjörn
LOWERCASE NIGHT #23
Passinn gildir alla tónlistarhátíðina og er 18 ára aldurstakmark. Hvar: Sjallinn, Akureyri Hvenær: 9. - 11. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 3.900 kr. Nánar á tix.is og midi.is
RAFSTEINN & HELLESENS: ANDI SVARTHOLSINS Rafsteinn er tónlistarverkefni listamannsins Hafsteins Michael sem varð, að eigin sögn, fyrir yfirskilvitlegri upplifun sem leiddi hann inn í æðri meðvitund hjá sjálfum sér sem hann kallar Rafstein. Á þessu kvöldi spilar hann ásamt hljómsveit og kallast verkefnið Hellesens og yfirskrift tónleikanna er „The Spirit of the Black Hole“ eða Andi svartholsins. Hvar: Húrra Hvenær: 12. apríl kl. 21:30 Miðaverð: Frítt
SVEITAPILTSINS DRAUMUR VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON SJÖTUGUR Söngvarann, textahöfundinn, bassaleikarann og flugmanninn Vilhjálm Hólmar Vilhjálmsson frá Merkinesi í Höfnum þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Þrátt fyrir skamma ævi skildi hann eftir arfleifð sem sett hefur svip sinn á tónlistarlíf þjóðarinnar síðustu 40 ár. Þann 11. apríl næstkomandi ætla nokkrir vinir og ættingjar Vilhjálms að hittast á Rosenberg og gleðjast saman en þann dag hefði hann orðið sjötugur. Tónlistarferillinn verður rifjaður upp og gestir fá að kynnast afmælisbarninu í gegnum minningarbrot þeirra sem þekktu hann vel. Hljóðfæraleikarar og söngvarar verða Gunnar Þórðarsson (gítar), Jóhann Hjörleifsson (trommur), Jóhann Vilhjálmsson (söngur), Magnús Kjartansson (hljómborð), Pálmi Gunnarsson (bassi), Sigurgeir Sigmundsson (gítar) og Þuríður Sigurðardóttir (söngur) ásamt fleiri gestum. Hvar: Café Rosenberg, Klapparstíg Hvenær: 10. og 11. apríl kl. 22:00 Miðaverð: 3.500 kr. Nánar á tix.is
RÚNAR JÚLÍUSSON 70 ÁRA Rúnar Júlíusson hefði orðið 70 ára á þessu ári og af því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Stapa nú á laugardaginn. Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara. Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól munu flytja öll bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar. Rúnar var þekktur fyrir söng og bassaleik með mörgum af þekktustu rokkhljómsveitum Íslandssögunnar en hans er einnig minnst fyrir elju, hvatningu til ungra listamanna, húmor og einstaka ljúfmennsku. Á tónleikunum fáum við að heyra hvaðan lögin koma, nokkrar góðar bransasögur og ekki síst söguna á bak við manninn.
Hvar: Hljómahöll, Reykjanesbæ Hvenær: 11. apríl kl. 20:30 Miðaverð: 5.900-6.900 kr. Nánar á tix.is
KNIFE FIGHTS OG BRÖTT BREKKA Í LUCKY RECORDS Á laugardaginn verður sannkölluð gítarrokkveisla í plötubúðinni Lucky Records við Rauðarárstíg. Þá ætla hljómsveitirnar Knife Fights og Brött Brekka að fara með okkur í ferðalag aftur til 10. áratugs síðustu aldar með bjöguðum gítar og köflóttum skyrtum. Kíkið við! Hvar: Rauðarárstíg 10 Hvenær: 11. apríl kl. 15:00 Miðaverð: Frítt
Beint í fyrsta sæti! HVAÐ ER AÐ SKE?
(EsEnis tEsEnis tEra) Viðrini VEit ég mig VEra – megas og dauðasyndirnar fór beint í efsta sætið á metsölulista Eymundsson.
Í bókinni er rakinn æviferill Megasar, ítarlega fjallað um verk umdeildasta listamanns þjóðarinnar, breiskleika, hrösun og upprisu.
1 Paasilinna slær í gegn! eiturbyrlarinn situr sem fastast á metsölulista eymundsson „Gamansaga af bestu gerð – Fullkomin skemmtun – Ég myndi vilja fá bækur eftir þennan höfund á hverju ári.“ Kolbrún Bergþórsdóttir „Það er ágætt að finna bækur sem færa manni hlátur.“ Egill Helgason
skrudda.is
6
5
6
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST
GUNNI EWOK, ÁRNI SKENG & ÓMAR E. Á DOLLY
THE VINTAGE CARAVAN & WACKEN METAL BATTLE
MEIRI MOZART
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin í Hörpu á laugardaginn. Sérstakir gestir verða The Vintage Caravan sem hafa aldeilis slegið í gegn á erlendri grundu á síðustu misserum.
Píanókonsertinn K. 466 og fertugasta sinfónían eftir Mozart eiga það sammerkt að hafa notið gífurlegra vinsælda og aðdáunar tónleikagesta og flytjenda allt frá upphafi. Píanókonsertinn er kraftmikill og ljóðrænn í senn, saminn í Vín 1785 og frumfluttur af tónskáldinu aðeins degi eftir að verkið var fullgert. Sinfónía nr. 40 í g-moll er meðal þriggja síðustu sinfónía Mozarts og því andstæða snemmbæru sinfóníunnar nr. 32 í G-dúr, sem svipar til ítalsks forleiks. Úkraínska tónskáldið Valentin Silvestrov samdi Sendiboðann til minningar um eiginkonu sína en tónlistin er sveipuð klæðum 18. aldar og kallast með lágstemmdum hætti á við tónlist Mozarts. Píanóleikarinn Shai Wosner nýtur alþjóðlegrar hylli fyrir listfengi og framúrskarandi túlkun. Hann leikur með öllum helstu hljómsveitum Evrópu og Ameríku og debúteraði með Vínarfílharmóníunni í Salzburg á 250 ára fæðingarafmæli Mozarts. Olari Elts varð í fyrsta sæti í Alþjóðlegu Sibeliusar-hljómsveitarstjóra– keppninni í Helsinki árið 2000. Hann var aðal- hljómsveitarstjóri Lettnesku þjóðarhljómsveitarinnar og aðalgestastjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Helsinki og Sinfóníuhljómsveitar Eistlands.
Fyrr um kvöldið fer fram Wacken Metal Battle keppnin þar sem sex sveitir munu keppa um að komast á Wacken Open Air, stærstu þungarokksfestival heims. Sigurvegarinn spilar þar fyrir mörg þúsund manns og tekur þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum. Sigursveitin ytra hlýtur að launum veglega peningagjöf frá Wacken Foundation sjóðnum ásamt fullt af hljóðfærum og græjum, en veitt eru verðlaun fyrir efstu 5 sveitirnar þar. Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð: AUÐN CHURCHHOUSE CREEPERS IN THE COMPANY OF MEN NARTHRAAL ONI RÖSKUN
Hvar: Norðurljós, Hörpu Hvenær: 11. apríl kl. 18 Miðaverð: 3.500 kr. Nánar á midi.is
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS: SHAI WOSNER OG OLARI ELTS
Hvar: Eldborg, Hörpu Hvenær: 9. apríl kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr. Nánar á harpa.is og midi.is
Kapparnir Ewok, Skeng og Ómar spila bak í bak á Dolly þetta laugardagskvöldið. Gunni og Árni eru þekktir úr Breakbeat.is hópnum, Lágtíðni og útvarpsþættinum Plútó en Ómar er partur af Borg og Blokk hópnum. Spennandi að sjá og heyra hvernig félagarnir tvinna sig saman! Upphitun verður í höndum DJ Sugah frá tíu til miðnættis. Hvar: Dolly, Hafnarstræti 4 Hvenær: 11. apríl kl. 00:00 4:30 Miðaverð: Frítt
DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP & FUFANU Steinunn Eldflaug Harðardóttir, sem nýlega var kosin maður ársins af Lágtíðnihópnum, kemur fram undir listamannsnafninu DJ Flugvél og Geimskip á Húrra á föstudagskvöld ásamt Fufanu. Sannkallað frumkvöðlakvöld í uppsiglingu! Hvar: Húrra Hvenær: 10. apríl kl. 21
FRUMHERJAR ROKKSINS AUKATÓNLEIKAR
TOY MACHINE Á GRÆNA HATTINUM
Landslið söngvara frá upphafi rokktónlistar á Íslandi kemur fram á tónleikunum þar sem flutt verða vinsæl lög frá gamla góða rokktímabilinu. Frumherjarnir og söngvarar eru: Anna Vilhjálms, Bertha Biering, Einar Júlíusson, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, Garðar Guðmundsson, Helena Eyjólfsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Sigurður Johnie, Stefán Jónsson (Stebbi í Lúdó), Þorsteinn Eggertsson, Þorvaldur Halldórsson, Þór Nielsen og Ragnar Bjarnason. Kynnir kvöldsins er enginn annar en Ómar Ragnarsson.
Toy Machine er ein sú stærsta í gamla undirheimarokkinu á Íslandi sem stóð sem hæst um aldamótin síðustu. Nú, 14 árum eftir síðustu tónleika ætla þeir að koma saman á Græna hattinum í gamla heimabænum sínum Akureyri og fara yfir sögu sveitarinnar í tónum og máli. Þetta er eitthvað sem rokk aðdáendur mega ekki missa af og líta meðlimir sveitarinnar á þennan viðburð sem ákveðið uppgjör á gömlum fortíðardraugi. Flestir hafa þeir lítið verið í tónlistinni síðan Toy Machine hætti að undanskildum Jenna sem hefur getið sér gott orð sem einn fremsti rokksöngvari landsins og þá aðallega með hljómsveitinni Brain Police.
Hvar: Salurinn í Kópavogi Hvenær: 10. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 3.900 kr. Nánar á midi.is
Hvar: Græna hattinum Akureyri Hvenær: 11. apríl kl. 23:00 Miðaverð: 2.900 kr. Nánar: midi.is
STYRKTARTÓNLEIKAR GÖTUSMIÐJUNNAR 1860, Rebekka Sif og fleira tónlistarfólk ásamt uppistandi komar fram í Stúdentakjallaranum á þriðjudaginn til styrktar Götusmiðjunni. Einnig verður happdrætti þar sem miðinn kostar litlar 1000 kr. og eru veglegir vinningar í boði. Hvar: Stúdentakjallarinn Hvenær: 14. apríl kl. 21:00 Nánar: gotusmidjan.is
7
HVAÐ ER AÐ SKE?
8
HVAÐ ER AÐ SKE?
„ÞAÐ ER NEFNILEGA SVO LEIÐINLEGT AÐ VERA MEÐ GRÍMU“
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
9
HVAÐ ER AÐ SKE?
Þótt Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, sé enn ungur – hann er á tuttugasta og fimmta aldursári eins og hann minnti rækilega á með laginu 24 nýverið – er hann fyrir löngu (í litla samhengi hlutanna) orðinn eitt stærsta nafnið í íslenskum rappheimi. Hann var áður í hljómsveitunum 32c og Skábræðrum en hóf sólóferil árið 2010 og gaf árið eftir út plötuna Bara ég. Gauti er líka óhræddur við að færa sig inn á nýjar brautir í tónlistinni og á síðustu plötu hans, Þeyr, má meðal annars gæta R&B og poppáhrifa. Fyrir utan það svo að hann kemur núorðið yfirleitt fram með mökkþéttu rokkbandi. Þeir sem hafa séð Gauta á sviði vita líka að hann er eins og skýstrokkur á sviði, orkubúnt sem gefur harðkjarnaböndum ekkert eftir í tryllingi. Því hefur heyrst fleygt að hann geti krádsörfað upp veggi ef sá gállinn er á honum. Ég veit ekki hve mikið er til í því en ég veit að hann er kraftmikill og duglegur með endemum, bæði hvar víkur að spilamennsku og samningu nýs efnis. Við heyrumst í dálitlum glugga sem Gauta gefst á milli þess sem hann hendist á milli landshluta. Ég byrja á því að spyrja Gauta hvernig nýliðin páskahelgi hafi farið með hann. Ég var á Ísafirði, á Aldrei fór ég suður-hátíðinni. Var að spila þar í fyrsta sinn og það var eiginlega frekar sturlað. Eitthvað svona vinalegt powergigg eiginlega, salurinn alveg stappaður og trylltur. Ég krádsörfaði yfir allan staðinn og gaf hljóðmanninum five. Svo var þetta partý daginn eftir, allir naktir og yndislegheit. Svo var eitt sem mér fannst alveg magnað, það var hægt að fá sígó frítt á barnum. Maður fór bara á barinn og bað um rettu og var spurður „hvernig?“ Þetta var frábært. Svo flaug ég heim á mánudeginum, stoppaði í einhvern hálftíma, stökk í sturtu og svona og svo beint upp í næstu vél til Akureyrar. Og vel að merkja er ég ógeðslega flughræddur, grét í tveimur af þremur flugum þessa helgi. Ekki því síðasta, þá var ég einn. Ég held að ég verði einhvern veginn flughræddari þegar ég er með vinum mínum, hvernig sem á því stendur. Blessaður drengurinn. Menn leggja ýmislegt á sig fyrir harkið. Og þá liggur beint við að spyrja hvað þú sért að gera norður? Þetta er dálítið fyndið, ég er kominn hingað til að halda AK-Extreme-hátíðina. Er rétt kominn frá Ísafirði þar sem ég var bara þessi gaur sem mætir og spyr hvar bjórinn sér og svona, spáði ekkert í því að það er fullt af fólki sem er búið að vera að vinna á fullu til að allt
gangi, til að bjórinn sé klár. Nú er ég allt í einu orðinn einn af þessu fólki, útdeilandi bjórmiðum og svoleiðis. En já, nú erum við, einhverjir tíu, mættir í Glerá-skálann upp í fjalli til að skipuleggja þetta brjálæði. Tónlistarlænöppið er glæsilegra en nokkru sinni fyrr, við erum að tala um Úlf Úlf, Gísla Pálma, Agent Fresco, Young Karin og fleiri. Og auðvitað mig. Ég er með því ég get það, segir Gauti hlæjandi. Ég er eiginlega orðinn svona húsband hátíðarinnar. Þetta stækkar stöðugt. Við prufuðum að færa tónleikana í Sjallann í fyrra og verðum aftur þar í ár. Áður vorum við á Græna hattinum sem er frábær staður en við bara sprengdum hann utanaf okkur. Sjallinn var stappaður í fyrra svo það var greinilega nauðsynlegt og gott skref. Þetta er svo fáránlega skemmtileg hátíð, þó ég segi sjálfur frá. Skemmtilegasta helgi ársins. Það er hægt að nálgast hana á svo marga vegu. Fólk getur komið og farið á bretti, það getur fylgst með brettakeppnunum og viðburðunum. Svo getur það líka chillað í góðu yfirlæti og notið þess hvað það kemur næs hópur fólks á svæðið og svo auðvitað farið á tónleikana. Þeir sem það vilja geta svo að sjálfsögðu farið alla leið í djammi og tryllingi. Það veit ég af eigin reynslu. Hvað um það. Ef við lítum fram yfir næstu helgi, hvað er þá helst á döfinni hjá Emmsjé Gauta? Ég er að verða faðir, svarar hann spenntur og heldur áfram: Það stendur auðvitað upp úr og skyggir á allt annað. Maður kemst ekkert á hærra spennustig en vegna þess. Það breytir öllu. En meðfram því reyni ég svo líka að gera lög sem ég mun þurfa að fela fyrir barninu einn daginn. Það er nóg í bígerð. Nú er ég að fara að gefa út nýtt lag og myndband með Frikka Dór í næstu viku. Það er drullugott. Svo er ég í rauninni búinn að vera með plötu í vinnslu í nokkra mánuði sem verður gefins. Ég ætla bara að setja hana á netið fyrir alla að njóta. Þetta tónlistarstúss er svo breytt. Um daginn gaf ég út hálfs árs gamalt lag sem singúl og fólk tók því eins og nýju, kom og hrósaði mér fyrir nýja lagið og svoleiðis. Lag sem hafði komið út á plötunni. Ég skil þetta alveg, landslagið er bara breytt. Fólk vill fá tónlistina á netinu, vill fá hana frítt. Það er fullkomlega skiljanlegt. Nú er bara mikilvægt að mæta markaðnum á miðri leið, sérstaklega fyrir listamann af minni stærðargráðu hérna á Íslandi. Ég skil það bara og bregst við þessum nýju aðstæðum.
10
HVAÐ ER AÐ SKE? Og þú leggur líka mikið í lifandi spilamennsku. Algjörlega. Og í því samhengi langar mig að gefa shout out á strákana í Agent Fresco, það opnaði eiginlega nýjan heim fyrir mér að kynnast þeim. Ég er auðvitað áfram einhver popp-rapp-r&b gaur en jafnframt því fæ ég að leika hálfgerðan Fred Durst, einhvern nu-metal spaða. Það hefur verið fáránleg sprauta inn í live showið að fá þá inn í það með mér. Svo ég sé alveg hreinskilinn þá var ég eiginlega bara kominn með leið á því að spila á vissum tímapunkti. Svo kynnist ég þeim og fæ þá til að spila með mér og þetta verður í raun eitthvað alveg nýtt. Mér fór aftur að líða vel á sviði. Þeir láta mér líða vel. Það er gott að heyra. Talandi um tilfinningar, hvert sækirðu yrkisefni? Hvað er það sem helst ræður því hvað og hvernig þú semur? Ég held að ég skrifi til að tjá mig. Þetta eru oft hlutir sem ég get ekki sagt nema skrifa á blað og leiki mér með dálítið með orðin. Vanalega – ég myndi segja alveg í alveg 90 prósent tilfella – get ég ekki bara sest niður og skrifað lag. Kannski er maður alveg að sofna og þá poppar hugmyndin upp og ég verð að skrifa akkúrat þá. Og þessar hugmyndir sem maður
verður að koma frá sér geta alveg eins verið stupid, eitthvað um djammið og einhverja vitleysu. Það bara ryðst fram. Þeir sem hlusta á mig taka eftir því að ég skrifa alltaf í fyrstu persónu. Ég er alltaf að lýsa aðstæðum sem ég hef lent í, segja frá sjálfum mér. Og svo skreytir maður. Og Gauti skýrir frekar: Sko, áramótaheitið mitt núna var að vera heiðarlegur. Fullkomlega beisik. Ekki að hætta að reykja eða drekka minna eða minnka bumbuna eða eitthvað svoleiðis, heldur bara að vera heiðarlegur. Að ljúga bara ekki. Auðvitað dregur maður oft fram tiltekin atriði – nefnir best borguðu giggin og þar fram eftir götunum. Snýr veruleikanum til að sýna tilteknar hliðar, í þessu tilfelli hans bestu hliðar? Nákvæmlega. Það er nefnilega svo leiðinlegt að vera með grímu, Atli. Mig klæjar undan grímunni. Og hvað var það sem kveikti fyrst áhuga þessa grímulausa manns á tónlist, á því að búa sjálfur til tónlist? Það byrjaði fyrir alvöru þannig að pabbi átti stúdíó og Addi, DJ Intro, sem er einmitt plötusnúðurinn minn núna, var meðal annars að taka þar upp. Þar kynntist ég rappi fyrst almennilega, ég hafði náttúrulega hlustað á útvarp og svona en var þarna
allt í einu meðal allra þessara rappar. Og það voru allt í einu einhvern veginn nýjir fullorðnir, ný tegund af fullorðnum og ég hugsaði með mér að mig langaði til að vera svona fullorðinn. Sem er dálítið fyndið því Addi var til dæmis sextán ára. Þegar tónlistaráhuginn var svo kviknaður fyrir alvöru fór pabbi að dæla í mig tónlist og fara með mér á tónleika, hann hefur séð Non Phixion, Loop Troop og allan fjárann – og hatar það! Gauti hlær þegar hann lýsir raunum föður síns en heldur áfram: Og á þessum tónleikum þá meira að segja kynntist pabbi minn pabba Darra Freska rappara að norðan sem var þarna af sömu ástæðum, þeir urðu rapppabbahomies. Sé til betra orð til að ljúka viðtali en rapppabbahomies þá þekki ég það ekki og læt því gott heita. Að því sögðu þakka ég Emmsjé Gauta kærlega fyrir viðtalið og óska honum til hamingju með væntanlegt barn og gleðilegrar AK-Extreme hátíðar.
Síminn sem breytti lögun snjallsímanna hefur snúið aftur.
UPPLIFÐU NÝJA LÖGUN
Viðmót
Rafhlaða
Minni
Tengimöguleikar
Stýrikerfi
Litur
Stærð
Örgjörvi
SKJÁR
MYNDAVÉL
16
BAKHLIÐ
11
HVAÐ ER AÐ SKE?
12
HVAÐ ER AÐ SKE?
SKEMMTUN
BEST OF UPPISTAND.IS
REYKJAVÍK SHORTS&DOCS FESTIVAL Það er komið að því! Sannt áhugafólk um kvikmyndagerð (og líka bara þeir sem hafa gaman af áhugaverðu stöffi) lætur hina árlegu Reykjavík Shorts&Docs ekki fram hjá sér fara. Íslenskar og erlendar stuttmyndir, heimildamyndir og masterclassar verða í boði á þessari vinsælu hátíð sem haldin verður í Bíó Paradís frá fimmtudegi til sunnudags. SKE ætlar til að mynda ekki að missa af Citizen Four eftir Óskarsverðlaunahafann og Pulitzer vinningshafann Laura Poitras, en myndin fjallar um Edward Snowden. Að lokinni sýningu á laugardag fer svo fram Q&A með Poitras. Nú, ef þú ert ekki spennt/ur fyrir pólitík þá gætu fjallgöngur, Eistnaflug, magnaðar slagverkskonur í Rwanda eða refurinn okkar gamli kveikt á einhverju... eða urmull af skemmtilegum stuttmyndum!
Best of Uppistand.is eru mánaðarleg skemmtikvöld þar sem fram koma þeir sem sköruðu fram úr í undanförnum Tilraunauppistöndum. Þessir uppistandarar eru því komnir á næsta stig og munu spreyta sig í félagsskap reyndari grínista og góðra gesta. Fram koma m.a. York Underwood, Sigurður Anton Friðþjófsson, Jón Víðis töframaður, Rökkvi Vésteinsson og Marlon Pollock. Nánari upplýsingar á midi.is.
DR. MADS GILBERT - FUNDUR Í IÐNÓ Dr. Mads Gilbert er svæfingarlæknir, prófessor og yfirlæknir í Tromsö, Noregi en hann er heimsþekktur sem læknir og vísindamaður og þá ekki síður fyrir sjálfboðastörf á átakasvæðum. Þar ber hátt framlag hans á Gaza, en þar hefur hann ásamt félaga sínum, Erik Fosse skurðlækni, verið til staðar á Shifa-sjúkrahúsinu þegar mest hefur gengið á í árásum Ísraelshers á svæðið. Mads Gilbert verður með fyrirlestur á vegum Félagsins Ísland-Palestína fimmtudaginn 9 apríl næstkomandi í Iðnó. Þar mun Mads fræða okkur um störf sín á Gaza og hvernig ástandið raunverulega er. Allir eru hvattir til að mæta og hlusta á þennan frábæra lækni gefa okkur innsýn í aðstæður sem erfitt er að ímynda sér. Hvar: Iðnó, Vonarstræti 3 Hvenær: 9. apríl kl. 20:00 Miðaverð: Frítt Nánar: palestina.is
Hvar: Bar 11, Hverfisgötu 18 Hvenær: 9. apríl kl. 21:30 Miðaverð: 1.000 kr.
Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgötu 54 Hvenær: 9. - 12. apríl kl. 16:00 Miðaverð: 0 - 1.400 kr. Nánar: shortsdocsfest.com
TÍSKUSÝNING 2. ÁRS NEMA LHÍ
Öllu verður tjaldað til á árlegri sýningu annars árs nema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Sýningin er að þessu sinni haldin í Norðurljósasal Hörpu og er allt áhugafólk um tísku, listir og ferska strauma velkomið. Tilvalið tækifæri til að sjá það allra ferskasta sem er að gerjast í fatahönnun á Íslandi í dag og fyrir forvitna sem hafa hug á að beysla sköpunarorkuna sína í framtíðinni. Hvar: Norðurljósasal, Hörpu Hvenær: 9. apríl kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
AK EXTREME - SNJÓBRETTAMÓT AK Extreme er fjögurra daga snjóbrettahátíð sem fram fer jafnt í Hlíðarfjalli sem og innanbæjar í höfuðstað norðursins – þar á meðal gámastökksmót þar sem sérstakur stökkpallur úr fimmtán Eimskipsgámum er reistur í Gilinu.
ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008
Dagskrá mótsins er sem hér segir: Fimmtudagur, 9. apríl
Föstudagur 10. apríl
Laugardagur 11. apríl
Park opið í Hlíðarfjalli 18:30 King or Queen of the Hill keppni 19:00 Grillpartý í fjallinu Öllum er velkomið að taka þátt í King or Queen Of The Hill. Engin skráning, bara mæta tímanlega. Allskonar verðlaun í boði.
Park opið í Hlíðarfjalli 20:00 BURN-Jib upphitun í göngugötunni 21:00 BURN-Jib mótið hefst Það þarf ekki að skrá sig í BURN Jib mótið, bara mæta tímanlega og dómarar fylgjast með upphitun og velja úr hópnum þá öflugustu til að keppa kl. 21.00
Park opið í Hlíðarfjalli 14.00 AKX Slopestyle í Hlíðarfjalli 21.00 Eimskips-gámastökk í Gilinu
Eimskips-gámastökkið verður í beinni útsendingu á N4 fyrir þá sem komast ekki norður en einungis hörðustu snjóbrettakappar fá að fara á pallinn. Hvar: Akureyri Hvenær: 9. - 11. apríl kl. 18:00 Miðaverð: Frítt Nánar á akx.is
13
HVAÐ ER AÐ SKE?
YAMAHA
GRÆJU DAGAR 7. - 18. apríl verða Yamaha græju dagar. Magnarar, geislaspilarar, samstæður, heyrnartól, bassar, soundbar og allar hinar græjurnar á frábærum tilboðsverðum. Takmarkað magn. Fyrstur kemur fyrstur fær!
ALLT AÐ 100.000 KR. AFSLÁTTUR!
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
14
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÚTGÁFUR
THIS IS ICELANDIC INDIE MUSIC
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Segja má að ferill Björgvin Halldórssonar sé einn sá glæsilegasti sem Íslendingur hefur átt í sögu dægurtónlistar hér á landi. Hann er sannkallaður fagmaður og hefur fyrir löngu skipað sér meðal fremstu manna íslenskrar tónlistarsögu. Nú er væntanleg frá kempunni ný gospelplata sem aðdáendur verða ekki sviknir af. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta gospelplata Björgvins, en árið 1993 gerði hann gospelplötuna Kom heim sem sló eftirminnilega í gegn með lögum á borð við Gullvagninn. Það er því óhætt að fullyrða að Björgvin hafi átt drjúgan þátt í að koma gospeltónlistinni á kortið hérlendis. Platan kemur út í vor og hefur vaflaust að geyma smelli sem eiga eftir að hljóma úr viðtækjum landsmanna um ár og öld eins og aðrar perlur Björgvins.
BANG GANG Óhætt er að fullyrða að nýrrar plötu frá Bang Gang hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, en sjö ár eru síðan síðasta platan, Ghost from the past, kom út og ellefu ár síðan Something´s Wrong kom út, en hún naut mikilla vinsælda út um allan heim. Í millitíðinni hefur Barði unnið að öðrum verkefnum á borð við Lady and Bird (ásamt frönsku söngkonunni Keren Ann), Starwalker (í samstarfi við JeanBenoit Dunkel úr hljómsveitinni Air) og samið tónlist fyrir fjölmargar kvikmyndir og heimildamyndir. Lagið Out of Horizon af væntanlegri plötu er nú þegar komið í spilun á útvarpsstöðvum og hefur fengið góðar viðtökur.
Hér er á ferðinni önnur safnskífan í útgáfuröðinni This Is Icelandic Indie Music. Sú fyrsta kom út vorið 2013 og tróndi hún á topp 10 yfir mest seldu plötur á Íslandi í marga mánuði og seldist í yfir fimm þúsund eintökum. Á This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 er að finna þrettán lög jafn margra flytjenda og af þeim eru fjögur sem ekki hafa komið út áður. Allir flytjendur á skífunni gefa út tónlist sína hjá Record Records en platan er gefin út bæði á vínil og geisladiski.
Láttu nýja hleðslutækið vera það síðasta sem þú kaupir. FrayFix fylgir með öllum hleðslutækjum á meðan birgðir endast. Hleðslutæki 11.990.FrayFix 3.990.-
UNDUR EFTIR R.J. PALACIO
FLEKKLAUS EFTIR SÓLVEIGU PÁLSDÓTTUR
Winston Regal
18.990.-
Á miðjum níunda áratugnum ferst ung kona þegar eldur kemur upp í virðulegu fyrirtæki í Reykjavík. Vitni sér tvö ungmenni forða sér á hlaupum en málið er aldrei upplýst. Áratugum síðar fer lögreglumaðurinn Guðgeir til Svíþjóðar sér til heilsubótar eftir erfið veikindi. Dvöl hans í sveitasælunni í Smálöndum á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Hvaða tengsl hefur sænskur gestgjafi hans við þetta gamla íslenska sakamál? Flekklaus er þriðja bók Sólveigar Pálsdóttur sem hefur áður sent frá sér Leikarann, sem kom út árið 2012, og Hina réttlátu sem kom út árið 2013. Bækurnar hafa fengið lofsamlega dóma og verið gefnar út í Þýskalandi.
Oggi er tíu ára og gerir það sem venjulegir tíu ára strákar gera: hann hámar í sig ís, dáir Stjörnustríð og tölvuleiki, honum finnst hann vera venjulegur – inni í sér. Og hann langar til að vera venjulegur strákur. Að allir hætti að glápa á hann eða hlaupa öskrandi burt. Mamma hans hefur alltaf kennt honum heima en nú á hann að fara í alvöruskóla í fyrsta skipti og tilhugsunin skelfir hann. Getur hann sýnt bekkjarsystkinum sínum fram á að undir afskræmdu yfirborðinu er hann alveg eins og þau? Undur er fyndin, mannleg, átakanleg og ótrúlega raunsönn frásögn af vináttu, hugrekki og þrautseigju, sögð með samspili margra radda. Þessi frábæra frumraun R.J. Palacio hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og komst í efsta sæti metsölulista New York Times.
15
HEIMUR HVAÐ ER AÐ SKE?
Á HELJARÞRÖM Þriðja bókin bætist í flokk hörkuspennandi furðusagna fyrir lesendur á öllum aldri.
✶ ✶ ✶ ✶ „... upphaf að mögnuðum sagnabálki.“
NÝ K Ó B
Árni Matthíasson / Morgunblaðið (um Hrafnsauga)
„Fantasía með breiðri vísun, sannferðugum persónum og góðri sögu.“ Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið (um Draumsverð)
w w w.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i slóð 39
16
HVAÐ ER AÐ SKE?
NÝ VIFTUTÆKNI 30% MEIRI KÆLING GTX 960 · GTX 970 · GTX 980 ASUS STRIX GTX LEIKJASKJÁKORTIN ERU HLAÐIN NÝRRI TÆKNI. DIRECTCU II FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI KÆLINGU, AUKIN AFKÖST OG HLJÓÐLÁTARI LEIKJASPILUN. ODB VIFTUTÆKNI FYRIR HLJÓÐLAUSA LÉTTA LEIKJASPILUN OG BLU-RAY KVIKMYNDAÁHORF. DIGI+ VRM STRAUMJÖFNUN OG HÁHRAÐA GDDR5.
FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES HAFNARFJÖRÐUR ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750
17
HVAÐ ER AÐ SKE?
LENGRI ÁBYRGÐARTÍMI 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á ASUS MÓÐURBORÐUM ASUS ER STÆRSTI MÓÐURBORÐSFRAMLEIÐANDI HEIMS. TÖLVULISTINN BÝÐUR NÚ Í SAMSTARFI VIÐ ASUS LENGRI ÁBYRGÐARTÍMA Á ÖLLUM ASUS MÓÐURBORÐUM SEM KEYPT ERU 2015. VELDU TRAUST OG ÖRUGGT MÓÐURBORÐ OG VIÐ ÁBYRGJUMST ÁREIÐANLEIKANN.
RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.
WWW.TL.IS
18
HVAÐ ER AÐ SKE?
GRÆJUR
VESTAX FERÐAPLÖTUSPILARI USB Handy Trax er skemmtilega hönnuð græja fyrir plötusafnara sem og DJ-a. Tilvalið að fara með í plötubúðina og leita af gimsteinum. Einnig er hægt að stinga plötuspilaranum í samband í gegnum RCA snúrur og þá í stofumagnarann. Spilarinn kemur með hraðastilli og 33-45. USB tengið gerir það að verkum að þú getur fært vínil yfir á tölvuna þína og verið með uppáhalds safnið í tölvunni þinni. Turntablelab.com
BLUE YETI USB MICROPHONE Talinn vera með þeim bestu í þessum flokki. Mjög einfaldur í notkun og tilvalinn í podcast eða fyrir upptöku á tónlist. Engin seinkun á hljóði sem er frábært þar sem yfirleitt er mun betra að heyra í sér á meðan maður tekur upp. Þetta er míkrafónn á flottu verði eða um 100$
KB COVERS FLEXIBLE USB LAPTOP LIGHT BRIGHT WHITE Sterkasta USB ljósið á markaðnum, tilvalið fyrir DJ-a á dimmum næturklúbbakvöldum. Öflug LED lýsing og þrjár mismunandi stillingar. Hentar vel í klúbbinn, stúdíóið, eða í næturflugið. Virkar fyrir PC og Mac. Amazon.com
Amazon.com
ASUS ÞYNNSTA FARTÖLVAN Fartölvuframleiðendur keppast um að framleiða þynnstu fartölvuna. Asus hefur nú tekið forskotið með nýrri fistölvu sem er aðeins 12,3 mm. á þykkt samanbrotin og vegur aðeins 1.2 kg. Þrátt fyrir að vera þynnsta fartölva heims kemur hún einnig hlaðin öllu því besta eins og 13,3“ QuadHD IPS skjá, 256GB SSD disk, Intel HD5300 skjákorti og Bang & Olufsen hátölurum. Öll vinnsla í henni er hljóðlaus þar sem nýji Turbo Intel M-5Y10 örgjörvinn þarf ekki viftu til að kæla sig. Þráðlausa netkortið styður nýja AC staðalinn sem gerir þráðlausa netið allt að þrefalt hraðara. Rafhlaðan er hönnuð til þess að duga allan daginn auk þess sem hægt er hlaða farsíma beint í tölvunni þó það sé slökkt á henni.
TETRIZ - WU-TANG SPECIAL
Tetriz er mánaðarlegur old school hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
Tölvulistinn
ABLETON PUSH CONTROLLER LIVE 9 Push Controller live 9 er usb-tengd stýring frá Ableton. Þessi snyrtilega græja er hönnuð frá grunni af Ableton og Akai og nýtist vel til að búa til tónlist í mörgum mismunandi stefnum. Hún kemur með 64 „pressure pads” sem gerir þér kleift að spila nótur, grip, stjórna loop-um og margt fleira. Fjögurra línu stafrænn skjár gefur þér ítarlega svörun fyrir loop-ur og aðrar breytur í hljóðblöndun svo ekki þurfi að færa sig ofar á tölvuskjáinn. Push CL9 má stinga í samband við tölvu eða beint við rafmagn fyrir bjartari LED lýsingu. Græjan er sérlega nett og meðfærileg og passar vel t.d í bakbokann með fartölvunni. Push kemur einnig með Live 9 Intro sem er hlaðin gríðarlega stóru safni af hljóðfærum og hljóðum og þar af leiðandi hægt að framleiða tónlist beint úr boxinu, ef svo má að orði komast. Ableton.com
RAZER-TIAMAT HEYRNATÓL Nýju 7.1 surround heyrnartólin frá Razer eru ætluð fyrir tölvuleikjaspilara en með 10 hágæða hátölurum getur spilarinn skynjað með mun nákvæmari hætti hvaðan fótatak og skothljóð koma sem skiptir miklu máli í MMO skotleikjum. Leikirnir verða ekki aðeins raunverulegri heldur getur spilarinn brugðist betur við óvinum sínum. Tiamat koma með leðurfóðringu og léttri umgjörð sem hönnuð er fyrir langtíma leikjaspilun. Hægt er að stilla hverja hljóðrás þannig að staðsetning, bassi og dýpt hljóðsins er sérsniðin hverjum notanda. Allar helstu stillingar koma í stjórnborði sem tengist heyrnartólunum. Fimm stjörnu hljómur fyrir tölvleiki, bíómyndir eða tónlist fyrir þá allra kröfuhörðustu. Tölvulistinn
19
HVAÐ ER AÐ SKE?
SUMARIÐ NÆR HÁMARKI
LAUGARDALUR
REYKJAVÍK
19.- 21. JÚNÍ
WU-TANG CLAN
[US]
FKA TWIGS [UK] CHARLES BRADLEY [US] KELIS [US] THE WAILERS [JM] HJÁLMAR [IS] GUSGUS [IS] MØ [DK] FLIGHT FACILITIES [AU] FM BELFAST [IS] FOREIGN BEGGARS [UK] GREEN VELVET [US] HELGI BJÖRNS [IS] HAM [IS] MUGISON [IS] NIGHTMARES ON WAX [UK] KINK LIVE [BG] MOODYMANN [US] RETRO STEFSON [IS] SKREAM [UK] SUBMOTION ORCHESTRA [UK] ZERO 7 DJ [UK] TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINOSAURS DJ [UK] AGENT FRESCO [IS] ANUSHKA [UK] BLAZ ROCA [IS] DANIEL AVERY [UK] DETROIT SWINDLE [NL] DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP [IS] DROOG [US] EMMSJÉ GAUTI [IS] ENSÍMI [IS] EROL ALKAN [UK] FOX TRAIN SAFARI [IS] GÍSLI PÁLMI [IS] HALLELUWAH [IS] HEIDI [UK ] JASPER JAMES [UK ] JÚNÍUS MEYVANT [IS] KLOSE ONE [UK] LEON VYNEHALL [UK] NICK CURLY [DE] ROB SHIELDS [US] ROUTE 94 [UK] RUFUS [AU] SAMARIS [IS] ÚLFUR ÚLFUR [IS] VALDIMAR [IS] WANKELMUT [DE] ALVIA ISLANDIA [IS] ARTWORK [UK] AXEL FLÓVENT [IS] BENNY CRESPO'S GANG [IS] BONES [CA] BORG DJ [IS] EGILL TINY [IS] GEIMFARAR [IS] GERVISYKUR [IS] GHOST CULTURE [UK] INTR0BEATZ LIVE [IS] KAMERA [UK] KÆLAN MIKLA [IS] KILO [IS] KIRIYAMA FAMILY [IS] KSF [IS] MELLA DEE [UK ] RIX [IS] LAGAFFE TALES DJ [IS] LAFONTAINE LIVE [IS] LILY THE KID [IS] MÁNI ORRASON [IS] MISS KITTIN [FR] SHADES OF REYKJAVÍK [IS] STURLE DAGSLAND [DK] TETRIS TAKEOVER [IS] UNI STEFSON [IS] VALBY BRÆÐUR [IS] VIO [IS] YAMAHO [IS] YOUNG KARIN [IS] ÞRIÐJA HÆÐIN [IS] OG FLEIRI OG FLEIRI ...
EINUNGIS 2.500 MIÐAR Í BOÐI Á 18.900 KR. MIÐASALA Á TIX.IS OG Í LUCKY RECORDS
SECRETSOLSTICE.IS
#SECRETSOLSTICE
20
HVAÐ ER AÐ SKE?
MATUR
SUBWAY BRÆÐINGUR
SUBWAY KJÚKLINGASÚPA NOODLE STATION
Flestir íslendingar þekkja vel til hinna fjölmörgu skyndibitastaða Subway sem eru nú eru 24 talsins. Útgefendur SKE kíkja nú reglulega á staðina en nú ákváðum að búa til hinn fullkomna Bræðing (að okkar mati) og fyrir valinu var ítalskt kornbrauð, kál, gúrka, jalapenó, ostasósa og south-west með salti, pipar og parmesan osti. Útkoman var frábær. Vert er að benda á að nú er einnig hægt að skipta út brauðinu og fá sér vefju í staðinn. www.subway.is
Noodle station er orðin eitt vinsælasta núðluhús í Reykjavík og eru nú komnir með tveir staðir í miðbænum. Útsendarar SKE kíktu við í vikunni og fengu sér hina margrómuðu kjúklinga-núðlusúpu. Hún stóðst svo sannarlega væntingar og má e.t.v. lengi leita að betri súpu á höfuðborgarsvæðinu. Súpan er fullkomlega krydduð og inniheldur mjúkan og bragðgóðan kjúkling. Staðurinn býður einnig upp á nautaog grænmetis núðlusúpu sem einnig væri spennandi að prófa.
SÉRHANNAÐ SALAT
FRESCO
Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is
Fresco við Suðurlandsbraut 4 leggur áherslu á ferska og frumlega salatrétti. Matseðillinn er virkilega spennandi með ýmsum freistandi samsetningum. Þeir bjóða einnig upp á gríðarlega breitt úrval af alls kyns grænmeti, ávöxtum, hnetum og sósum ásamt kjúklingi, túnfisk og fleira tilheyrandi sem viðskiptavinurinn getur svo valið úr af vild. Við hjá SKE ákváðum að setja saman okkar eigið salat. Ferlið byrjar á því að velja ákveðinn grunn og svo hvað það sem hugurinn girnist úr fjölbreyttu úrvali og að lokum dressingu að eigin vali. Við vorum mjög ánægð með heimsóknina og sjáum fram á margar ferðir á Fresco á næstunni. www.fresco.is
BEIKON BORGARI DREKINN Hinn ekta, alíslenska sjoppu-borgara finnur þú í Drekanum, miðbæjarsjoppunni margfrægu á Njálsgötu (rauða húsið) Útgefendur SKE kíktu við hjá strákunum í Drekanum og fengu sér ostborgaratilboð með beikoni, frönskum og gosi. Hamborgarinn var virkilega bragðgóður og franskarnar með kokteilsósu fullkomnuðu þennan sígilda skyndibita sem allir þekkja. Þeir eru með flottan matseðil af grillinu og bjóða upp á gott tilboð við hvern rétt með gosi og frönskum.
21
HVAÐ ER AÐ SKE?
H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
22
HVAÐ ER AÐ SKE?
LISTVIÐBURÐIR SEQUENCES BABY DOLL BAR VÍGÐUR
BIT NÝTT LEIKRIT EFTIR KOLFINNU NIKULÁSDÓTTUR Sviðslistadeild LHÍ kynnir einstaklingsverkefni 2. árs nema á sviðshöfundabraut. Þrjár sýningar verða á verkinu á föstudag, laugardag og sunnudag. Leikarar í verkinu eru Birna Rún Eiríksdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Arnmundur Ernst B. Leikstjórn er í höndum Kolfinnu Nikulásdóttur sem sá einnig um sviðsmynd og búninga ásamt Ými Grönvold. Tónlist í verkinu er í höndum Jökuls Sigurðssonar. Ljósmynd: Mynd tekin 2. apríl, undirbúningur verks, handmokað í
Miðapantanir í síma 848-6284 eða á kolfinna.n@gmail.com
3 daga í von um að komast fljótlega niður að klöpp.
EINS OG SAMANÞJÖPPUÐ ÖNDUN SEM VERÐUR AÐ ÞUNNU HÁU HLJÓÐI HANNA KRISTÍN BIRGISDÓTTIR Verk Hönnu Kristínar er unnið í tengslum við Sequences og má lýsa sem athöfn þar sem hola verður til (2.4 metra djúp 40 mm breið). Hún umlykur og kjarnar tilfinningu eins og samanþjöppuð öndun sem verður að þunnu háu hljóði. Verkið þarfnast líkamlegs og vélknúins styrks. Listakonan leitast við að safna styrk, verða sterkari í huganum og fer inn í það vellíðunarástand sem á sér stað við líkamlega áreynslu. Tilfinningin sem tengist náttúrunni og líkamanum flæðir saman, myndar hringrás og er varðveitt í augnablik. Pípurnar liggja úti og inni og safna rigningu sem rennur inn í rýmið, dreypir og máir út holuna. Fyrri hluti verksins, Gjörningur, opnar á föstudag en seinni hluti bætist við á mánudag. Hanna Kristín Birgisdóttir (f.1989) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2014. Með athöfnum vinnur hún í skúlptúra og gjörninga, út frá efniskennd sem speglar sig í líkamlegum, ljóðrænum styrki. Líkami, umhverfi og skilin hverfa. Verkin eru tímatengd þar sem hringrásin er óumflýjanlega hluti af verkinu. Verkin eru oft inngrip í náttúruna og varðveitt augnablik. Ásamt Hönnu Kristínu sýnir Heiðurslistamaður Sequences VII 2015, Carolee Schneemann í Kling & Bang. Sýnd verða verk hennar More Wrong Things, 2001 - Eye Body, 1963/1964 - Up to and Including Her Limits, 1973-76. Einnig viðtal Hans Ulrich Obrist við Carolee Schneemann.
Lára og Torfi vakna á aðfangadag og allt virðist ósköp eðlilegt. ... TORFI: Góð skinka. LÁRA: Já, sammála. Þessi er virkilega góð. TORFI: Alveg æðisleg skinka. LÁRA: Já, hrikalega góð skinka. Hæll. Stattu upp. TORFI: Já. Fyrirgefðu. ...
KOLBRÚN ÞÓRA LÖVE Á KORKINUM
AFMÆLISSÝNING - JÓHANN LUDWIG TORFASON
Í tilefni af fimmtugsafmæli Jóhanns Ludwigs Torfasonar heldur Menningarfyrirtækið Pabba kné sérstaka afmælissýningu með 50 verkum sem Jóhann hefur unnið fyrir fyrirtækið á tímabilinu 19922015.
Miðasala hefst á föstudag í Kramhúsinu, ath. númeruð sæti. Hvar: Gamla bíó Hvenær: 12. apríl kl: 20:00 Miðaverð: 3.000 kr. Nánar á kramhusid.is
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2, Reykjavík Hvenær: Vígsla 10. apríl kl: 20:00 -23:00 Nánar á ske.is og sequences.is
KUNSTSCHLAGER KYNNIR
50X50X50
Þrjátíu ára afmæli Kramhússins verður fagnað með veglegri dagskrá á sunnudaginn. Þar verður stútfullt af skemmtilegum atriðum auk þess sem Sammi og big bandið flytja frumsamið tónverk í tilefni afmælisins. Saga hússins verður endurspegluð í dansi, tónlist og myndum, auk þess sem Kramhús bókin verður til sölu á afmælistilboði. Ekki missa af þessum einstaka viðburði!
Að auki verður Sequences með viðburði í Mengi á meðan á hátíðinni stendur. Dagskrána er hægt að nálgast inn á ske.is
Hvar: Í Helvíti, Lækjargötu 2a (fyrir ofan Grillmarkaðinn) Hvenær: 12. apríl kl. 13:00
Hvar: Kling & Bang, Hverfisgötu 42, 101 Reykjavík Hvenær: Opnun 10. apríl kl. 17:00
AFMÆLISHÁTÍÐ KRAMHÚSSINS
Sequences myndlistarhátíðin verður haldin í sjöunda sinn dagana 10.-19. apríl næstkomandi. Mengi sýnir verk tveggja listamanna á hátíðinni: Anne Haaning og Helga Þórssonar. Sýningin er opin frá kl.14 - 18 alla daga hátíðarinnar.
Myndlist Jóhanns Ludwig Torfasonar er rammpólitísk í eðli sínu, en viðfangsefnin sem hann fjallar um í list sinni eru fyrst og fremst á vettvangi mannlegrar tilveru, í þjóðlegu jafnt sem alþjóðlegu samhengi. Hvert sem viðfangsefnið er – kynhlutverk eða kynvitund, æskudýrkun eða eiturlyfjaneysla, þjóðleg sveitamennska eða alþjóðlegir tískuvindar, hungursneyð eða ofbeldsdýrkun, allt hörð mál og stórar spurningar – þá er framsetningin ákveðin og ögrandi, mitt á milli hins hversdagslega og hins kómíska, án þess að listamaðurinn setji sig í einhverjar prédikunarstellingar. Hann bregður þannig upp myndum, sem vissulega höggva nærri kviku sjálfsvitundar okkar varðandi þau viðkvæmu málefni sem hann tekur fyrir. (E. Þorláksson) Hvar: Salur íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17 Hvenær: 3. - 12. apríl
Kolbrún Þóra Löve sýnir nokkur nýleg verk í Kunstschlager Stofu í apríl þar sem hún veltir fyrir sér eðli ljósmyndarinnar, ljósmyndunar, náttúru og ónáttúru. Kolbrún Þóra er fædd árið 1989 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Parsons School of Design árið 2012 og hefur síðan þá verið búsett bæði í New York og Reykjavík. Hún hefur unnið að ýmis konar verkefnum, haldið sýningar bæði hérlendis og erlendis og er einnig einn ritstjóra Neptún Magazine, tímarits um myndlist og hönnun. Hvar: Kunstschlager, Hafnarhúsi, Tryggvagötu Hvenær: 2.-16. apríl
23
HVAÐ ER AÐ SKE?
Atvinnugreinar framtíðarinnar Meistaranám í menningarstjórnun Meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst er vandað nám sem býr nemendur undir skapandi störf á sviði menningar og menntunar. Námið gerir nemendum kleift að þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík um leið og þeir öðlast þjálfun í rekstri, stjórnun og skipulagningu. Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms. Nám í menningarstjórnun er kennt í fjarnámi og nemendur geta tekið námið á eigin hraða. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2015 er til 15. maí. Kynntu þér málið á bifrost.is
Velkomin í Háskólann á Bifröst - hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir
24
HVAÐ ER AÐ SKE?
LJÓSVAKAMIÐLAR
ÍSLAND GOT TALENT
MY KITCHEN RULES
HEFND
Það er komið að stóru stundinni í vinsælasta skemmtiþætti Íslands. Í þessum lokaþætti kemur í ljós hvaða atriði ber sigur af hólmi en hæfileikaríkir keppendur eru tilbúnir að sýna hvað í þeim býr til þess að reyna vinna 10 milljónir króna.
Nýr, breskur matreiðsluþáttur þar sem meistarakokkarnir Lorraine Pascale og Jason Atherton stýra skemmtilegri keppni. Venjuleg pör þurfa að leysa ýmsar þrautir í eldhúsinu heima hjá sér og galdra fram gómsæta rétti.
Bandarísk þáttaröð um unga konu sem hefur sett sér það markmið að hefna sín á þeim sem sundruðu fjölskyldu hennar. Meðal leikenda eru Emily Van Camp og Max Martini.
Hvar: Stöð 2 Hvenær: Sun. kl.19:10
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Mán. kl.20:15
Hvar: RÚV Hvenær: Þri. kl. 20:35
SÆLKERAHEIMSREISA Í þessum vönduðu og glæsilegu þáttum fer Vala Matt í ferð um Reykjavík og heimsækir Íslendinga af erlendum uppruna. Við kynnumst matarmenningu þeirra og siðum og svo matreiða þeir fyrir okkur dýrindis mat úr íslensku hráefni en með skemmtilegum og oft nýstárlegum kryddum og ævintýralegum matreiðsluaðferðum. Við fáum til dæmis japanskt sushi búið til á ótrúlega einfaldan hátt, sérkennilegan nepalskan desert, dásamlegan Parísar bistro mat, eþíópíska rétti borðaða með puttunum og popp og kaffi, nýstárlega kartöflurétti frá heimalandi kartöflunnar Peru, íranska veislu og margt fleira ævintýralega skemmtilegt og fræðandi. Matur frá Nepal, París, Japan, Íran, Thailandi, Eþíópíu, Póllandi og Peru, allt í heimahúsum í Reykjavík. Hvar: Stöð 2 Hvenær: Þri. kl. 19:35
ÞÚ ERT HÉR
FLEMING HINN EINI SANNI BOND! Allir þekkja njósnarann, ævintýra-manninn og glaumgosann James Bond. En hver er maðurinn á bak við 007? Spenna, hetjudáðir og daður; Fleming er glæný vönduð þáttaröð frá BBC um manninn sem skapaði njósnarann óútreiknanlega og kenndi okkur að meta hristan Martini. Árið er 1938 í London. Ian Fleming er spilltur glaumgosi sem stendur í skugga látins föður síns og bróður. Móðir hans útvegar honum vinnu sem aðstoðarmaður John Godfrey leyniþjónustumanns. Fleming fær að kenna á reiði Godfreys þegar hann sýður saman óvenjulega áætlun til að ná upplýsingum frá tveimur þýskum föngum.
Hann byrjaði að mála og teikna mjög ungur og hefur málað alla ævi með smá undantekningu á uppreisnarárunum, þegar hann lagði pensilinn á hilluna. Hann var farandverkamaður, vann til sjós, gruflaði í tónlist og gaf út, en leitaði alltaf aftur í myndlistina. Þetta er Þorlákur Kristinsson (Tolli) og hann ætlar að fara með okkur á staðinn sem hafði mest áhrif á líf hans.
Harmageddon er hrikalegur útvarpsþáttur sem tekur púlsinn á öllu því helsta sem gerist í þjóðfélaginu í dag. Harmageddon er eins alvarlegur og hann er fyndinn. Viðmælendur og umræðunefni þáttarins er allt milli himins og jarðar. Hver er ríkur, frægur, samkynhneigður, íþróttamaður, eiturlyfjaneitandi eða klæðskiptingur í karlmannsleit. Andstæðan við allt þetta eða nánast hvað sem er. Harmageddon tekur á öllu sem skiptir máli og sumu af því sem skiptir engu máli.
Hvar: RÚV Hvenær: Sun. kl. 20:15
Hvar: X-ið 97,7 Hvenær: Virka daga kl. 7:00-10:00
HARMAGEDDON
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Þri kl.22:30
SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA
CSI CSI eru einir vinsælustu þættir frá upphafi á SkjáEinum. Ted Danson er í hlutverki Russel yfirmanns rannsóknardeildarinnar í Las Vegas. Síðustu þáttaröð lauk með hvelli þar sem barnabarn Russel var rænt. Í þessum fyrsta þætti verður haldið áfram þar sem frá var horfið. Hvar: SkjárEinn Hvenær: Lau. kl. 00:30
Úrslit Söngkeppni framhalds-skólanna í beinni útsendingu frá í stórglæsilegu myndveri Sagafilm, Studio 176. Í ár er keppnin 25 ára og verður væntanlega glæsileg og skemmtileg að vanda. Dómararnir verða ekki af verri endanum, þau Sigga Thorlacius, Krummi í Mínus og Lóa Hjálmtýs úr FM Belfast. Kynnarnir að þessu sinni verða baneitrað tvíeyki en Steiney Skúladóttir og Villi Naglbítur sjá um að kynna keppnina í ár. Hvar: RÚV Hvenær: Lau. kl.20:45
25
HÁSKERPU 4K OFURUPPLAUSN HVAÐ ER AÐ SKE?
Philips Ambilight sjónvarp með Android stýrikerfinu
49" 55"
4K - ULTRA HD LED • • • • • • • • • •
með Android
Glæsileg rammalaus hönnun Ultra HD – 4K ofur háskerpuupplausn 3840x2160 Pixel Precise Ultra HD myndvinnsla með quad core örgjörva Alvöru myndgæði með 600Hz PMR Ultra, Perfect Natural Motion og Micro Dimming Pro Ambilight baklýsing, eykur upplifun til muna Android stýrikerfi , nýr heimur leikja, kvikmynda og afþreyingar, til dæmis sjónvarp Símans, og Google Play Movies beint í tækið Twin tuner – hægt að horfa á eina stöð og taka upp aðra á sama tíma Snjöll fjarstýring – Vönduð fjarstýring með músabendli, lyklaborði og hægt að tala við tækið! Endalausir möguleikar með Cloud TV, Simplyshare, Multiroom server, Dropbox og Miracast Hægt er að horfa á 3D myndir – 4 gleraugu fylgja!
49”
Philips 49PUS7909
TILBOÐ
55”
Philips 55PUS7909
TILBOÐ
179.995
249.995
VERÐ ÁÐUR 229.995
VERÐ ÁÐUR 349.995
ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500
26
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓMSTUNDIR
GÁMAGRAMS SKOTVEIÐINÁMSKEIÐ SKOTFÉLAGS REYKJAVÍKUR
VEFUR, GRAFÍK OG MYNDBANDAVINNSLA Mikið úrval af námskeiðum eru í boði hjá Promennt. Meðal annars eru fjölbreytt og skemmtileg námskeið í grafískri hönnun, vefsíðugerð og myndbandavinnslu bæði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og fyrir lengra komna. Námskeiðin byrja allt frá 7. apríl og skráning fer fram á heimasíðu Promennt, promennt.is.
Skotfélag Reykjavíkur hefur verið starfrækt frá árinu 1867. Upphafleg staðsetning skothúss félagsins var einmitt við Skothúsveg við Tjörnina í Reykjavík. Félagið er nú staðsett í Egilshöll og á Álfsnesi þar sem útisvæðið er. Hægt er að taka skotleyfi hjá þeim en þeir geta lánað byssur til að byrja með þannig að hægt sé að kynnast sportinu áður en pening er varið í skotvopn. Nánari upplýsingar um opnunartíma og kostnað má finna á heimasíðu félagsins, sr.is.
FLUGMÓDELFÉLAGIÐ ÞYTUR Þytur býður uppá flugbrautir og opið svæði til að fljúga flugmódelum á Hamranesflugvelli. Aðstaðan er einnig góður vettvangur til að umgangast reynslubolta í faginu. Hægt er að ganga í félagið í gegnum vefsíðu félagsins, thytur.is en flugvöllurinn er staðsettur á fallegum stað í hraunjaðrinum í Hafnarfirði við Hvaleyrarvatnsveg. Nú, þegar vorar tekur, er tilvalið að fara að skoða hvaða flugmódel hentar þér svo þú getir nýtt sumarið vel í háloftunum.
Með allri matarsóun sem viðgengst í heiminum mælir SKE með því að fólk fari í gáma og ,,veiði” sér til matar. Þetta er engin bölsýni, bara veruleikinn. Þessi iðja (e. dumpster-diving) hefur fleytt mörgum námsmanninum áfram um heim allan og þeim sem annt er um að draga úr sóun. Umgjörðin í kringum þann mat sem er í gámunum er ekki beint lystvekjandi en best er að leiða hugann að því þegar þú ert kominn á kaf í gáminn að maturinn sem þú ert að fiska eftir verður vonandi ekki borðaður þar á stundinni heldur í huggulegri aðstæðum. Kosturinn er að maturinn er ókeypis - gallinn er sá að hann er í gámi. Kosturinn við mat í matvörubúð er að hann er í aðlaðandi umhverfi og oft ferskari - gallinn er að hann kostar peninga.
PHANTOM 2
Dji Phantom 2 V2.0 + Zenmuse H3-3D fyrir Gopro kemur tilbúinn til flugs og hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Hann hefur Zenmuse H3-3D stöðugleikakerfi með 3 ásum, fyrir Gopro hero 3, 3+ og 4 og er stýrt með „skroll“ takka á fjarstýringunni. GPS stöðugleikakerfi tryggir síðan stöðugt flug. Dróninn býr yfir sjálfvirku lendingarkerfi sem snýr aftur að upphafsstað, en þetta er einnig varnagli ef samband við fjarstýringu rofnar, þ.e.a.s. dróninn snýr aftur til eigandans. FÆST HJÁ WWW.DRONEFLY.IS
27
HVAÐ ER AÐ SKE?
Liberate hátalari Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu. 19.950 kr.
Positive Vibrations heyrnatól 50mm hátalarar með þéttum bassa. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring 12.950 kr.
Smile Jamaica heyrnartól Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur. 3.950 kr.
28
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
WILD TALES 8,2
FAST & FURIOUS FORSALA HAFIN Á 7 OG , FRUMSÝND 1. APRÍL
9,1
83%
INSURGENT
95%
SAMBA 6,7
50%
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
7,0
31%
THE DUFF 7,0
69%
WHAT WE DO IN THE STATIONS OF THE CROSS WHIPLASH SHADOWS BÍÓ PARADÍS
7,6
8,6
BÍÓ PARADÍS
7,6
96%
95%
29
HVAÐ ER AÐ SKE?
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ,
OG
30
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
FOCUS 7,0
THE LOVE PUNCH GET HARD LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI
55%
KINGSMAN: THE SECRET SERVICE
8,2
74%
KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN AKUREYRI
5,7
27%
SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
6,3
31% THEORY OF EVERYTHING
7,8
FÚSI HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SMÁRABÍÓ
SERIAL (BAD) WEDDINGS HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ AKUREYRI
LOKSINS HEIM 6,8
7,7
7,7
84%
79%
46%
31
HVAÐ ER AÐ SKE?
32
HVAÐ ER AÐ SKE?
N 29 2015
Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík 13. maí — 7. júní Miðasalan er hafin
Bandaloop @ Ingólfstorg — 13. maí, kl. 17:00
Shantala Shivalingappa @ Borgarleikhúsið — 2. júní, kl. 20:00
MagnusMaria @ Þjóðleikhúsið — 3. júní, kl. 20:00
Rúrí — Lindur–Vocal VII @ Harpa, Norðurljós — 16. maí, kl. 20:00
Fylgstu með dagskránni á www.listahatid.is
Lárusson Hönnunarstofa
Guerrilla Girls @ miðborg Reykjavíkur — 13. maí — Nýtt verk afhjúpað