1
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 22.4-29.4
#8
SKE.IS
„ÞAÐ VORU TÆPAR TÍU MILLJÓNIR SEM HORFÐU Á FYRSTA ÞÁTTINN.“
VIÐTAL VIÐ JÓHANNES HAUK
2
HVAÐ ER AÐ SKE?
GÖTUR REYKJAVÍKUR Í AMSTRI DAGSINS
Hvað er næst, og næst á eftir því? spurðu gleðipoppararnir í Skyttunum á sínum tíma og kváðust þreyttir á því að eltast við hverfula tískustrauma og dynti tíðarandans. Sjálfur hef ég fyrir löngu gefist upp og er fyrir vikið óttalegur lúði. En ýmsu er þó gott að fylgjast með því margt er gott sem er nýtt. Til að mynda bláber. Þá er nýkomin út stórgóð plata rapparans Gísla Pálma, samnefnd honum, og sjálfsagt að njóta hennar frá fyrsta degi. Amerískur kollegi Gísla, Young Thug, var líka að gefa út sína fyrstu eiginlegu plötu, The Barter 6. Svo má ég til með að nefna vefljóðagalleríið 2015 er gildra, sem vikulega birtir ný ljóð eftir íslensk skáld, þekkt og óþekkt. Því er afskaplega ánægjulegt að fylgjast með. Það er auðvitað óþarft að spekúlera í því hvaða skáld á næsta ljóð eða hvernig það er. Og jafnvel þó maður missi úr viku og viku þá má alltaf lesa upp, tvö, þrjú eða fjögur ljóð í beit. Heimurinn ferst ekki þótt úr falli vika. Plata Gísla verður enn góð á sama tíma að ári. Þannig er mörgum hlutum farið. Þó ekki bláberjum. Það er um að gera að fylgjast vel með dagsetningum þeirra. Og frysta ef svo ber undir. Hvað er næst? Sjáum til, það kemur allt saman í ljós.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Jóhannes Haukur Jóhannesson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Björgvinsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
3
HVAÐ ER AÐ SKE?
Við höfum opnað nýja verslun í Kringlunni Epal / Harpa / Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is
4
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST
SKÍTAMÓRALL Á GRÆNA HATTINUM
HEIMA TÓNLISTARHÁTÍÐ Tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í annað sinn, síðasta vetrardag, og markar upphaf Bjartra daga í Hafnarfirði. Markmiðið er að kveðja þennan grimma vetur, fagna komandi sumri, hafa gaman af lífinu, njóta samvista og heimsækja hvert annað. Á HEIMA spila 13 hljómsveitir/listamenn í 13 HEIMA-húsum í miðbæ Hafnarfjarðar. Hver konsert er u.þ.b. 40 mínútur og hver hljómsveit spilar tvisvar, í sínu húsinu í hvort sinn. Hátíðin hefst kl.19:45 og stendur til kl.23:00. Í kjölfarið mun bærinn iða af „Off venue“ viðburðum og opnum hljóðnema, „Open Mic“, í Bæjarbíó. Frábær hópur listamanna hefur staðfest komu sína á HEIMA: Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skuggarnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar, Kiriyama Family. Hugmyndin að tónlistarhátíðinni HEIMA er fengin frá Færeyjum og byggist hún á því að stuttir tónleikar eru haldnir í heimahúsum miðsvæðis í bæ eins og Hafnarfirði. Miðanum, sem fólk kaupir á www. midi.is, er skipt út fyrir armband á tónleikadag og síðan er rölt af stað. Vel er mögulegt að ná allt að þrennum til fernum tónleikum yfir kvöldið. Aðeins 450 armbönd eru til sölu, því hugmyndin er að þetta verði fyrst og fremst skemmtilegt og heimilislegt, rétt eins og í fyrra, þegar HEIMA fór fram í fyrsta sinn. Þá buðu margir húsráðendu upp á veitingar, smákökur, flatkökur, rjómatertur, kleinur og meira að segja var kjötsúpa á einum stað og auðvitað drykkir. Sumstaðar settu gestir peninga í bauk og þökkuðu þannig fyrir sig áður en þeir héldu á næsta heimili.
LÁGTÍÐNI X SECRET SOLSTICE Lágtíðni hópurinn og Secret Solstice munu skella í eitt stórt partý á Paloma aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Artistar sem koma fram á hátíðinni munu vera með tónleika og plötusnúðar sem koma fram á hátíðinni verða með stuð- og gleðitóna, bæði í kjallara og efri hæð staðarins. Þetta verður semsagt létt upphitun fyrir sumarið og sólstöður en sett verður upp Funktion-One hljóðkerfi frá Ofur á báðum hæðum til þess að gera þetta partí ógleymanlegt.
Fram koma á efri hæð: Alvia Islandia Árni Kocoon Gervisykur Gísli Pálmi GKR Shades of Reykjavík
Fram koma í kjallara: Hidden People Ómar Borg Skeng Tandri Yamaho
Hvar: Paloma Hvenær: 29. apríl kl. 22:00 - 04:30 Miðaverð: Frítt
Hljómsveitin Skítamórall rifjar upp gamla tíma með tónleikum á Græna Hattinum. Mörg ár eru síðan hljómsveitin spilaði norðan heiða og er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram á Græna hattinum. Leikin verða öll vinsælustu lögin og sagðar verða sögur frá skrautlegum ferli hljómsveitarinnar. Skímóstund gefur gull í mund! Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 25. apríl kl. 22 Miðaverð: 3.500 kr. Nánar á midi.is
AFFAIR Á DOLLY Stelpurnar í Affair plötusnúðahópnum munu taka yfir Dolly þennan miðvikudag fyrir sumardaginn fyrsta. Lengri opnunartími er þetta kvöld og mun hópurinn skipta sér upp milli hæða og dæla út góðum tónum. Hvar: Hafnarstræti 4 Hvenær: 22. apríl kl. 23 04:30 Miðaverð: Frítt
Hvar: Miðbær Hafnarfjarðar Hvenær: 22. apríl kl. 19:45 - 23:00 Miðaverð: 4.900 kr. Nánar á mlh.is og midi.is
THE SPACESUITS Í MENGI HAMMONDHÁTÍÐ Á DJÚPAVOGI Hammondhátíð hefur rækilega stimplað sig inn sem ein af áhugaverðustu tónlistarhátíðum landsins en hún er nú haldin í tíunda sinn. Meginhlutverk hennar er að heiðra og kynna Hammondorgelið en hefur það ekki síður að markmiði að bjóða upp á þétta, fjölbreytta og umfram allt metnaðarfulla tónlistardagskrá fyrir landsmenn alla. Frá fimmtudegi til sunnudags koma fram: AmabaDama, Kiriyama Family, Prins Póló, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Bubbi & Dimma, Maggi Eiríks & Pálmi Gunnars ásamt Þóri Úlfars. Hvar: Hótel Framtíð og Djúpavogskirkja, Djúpivogur Hvenær: 23. - 26. apríl kl. 20:30 Miðaverð: 3.500 / 5.000 / 11.000 kr. Nánar á midi.is og hammond.djupivogur.is
The Spacesuits er marmiðlunarlistaverk eftir alþjóðlegan tónlistarhóp yfir fimmtíu listamanna sem koma saman til að þróa hugmyndir sínar um paradís. Meðal hugmynda sem hópurinn kannar er heimsendir, líf eftir dauðann og endurritun sögu heimsins en hópurinn sækir innblástur sinn til verka tónlistarmannsins og goðsagnarinnar Sun Ra. Meðal verka á sýningunni verða myndbönd, ljósmyndir og handgerðar smábækur og munu Futuregrapher, Björk Viggósdóttir, Lord Pusswhip, DJ Yamaho, Frosti Jónsson og Good Moon Deer spila fyrir gesti. Listamennirnir sem leiða The Spacesuit-hópinn eru Anaïs Duplan and Winston Scarlett en hópurinn er styrktur af The AfroFuturist Affair, Pushdot Studio og Philadelphia Printworks. Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 24. - 25. apríl kl. 19:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar á mengi. net og thespacesuits.com
SÍMON FKNHNDSM Plötusnúðurinn knái sér um tónlistina á Kaffibarnum á laugardaginn. Símon er meðal annars hluti af BLOKK plötusnúðahópnum. Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 25. apríl kl. 23:00 Miðaverð: Frítt
Hágæða myndgæði Örþunnur háskerpu LED skjár með 1920x1080 punkta upplausn tryggir framúrskarandi myndgæði.
5
HVAÐ ER AÐ SKE?
FRÁBÆR KAUP FRÁ THOMSON
Flott og vel búið sjónvarp á frábæru tilboði. Örþunnt og öflugt Háskerpu myndgæði með öflugum PureImage3 örgjörva, 1920x1080 Full HD upplausn, MegaContrast og 100Hz Clear motion index.
Notendavænt snjallsjónvarp Tækið er með þráðlausu neti, styður gagnvirka HbbTV möguleika og er með innbyggðum netvafra.
Fullt af möguleikum Tækið getur tengst netkerfi hússins, er með stafrænum móttakara, tveim USB tengjum, þrem HDMI tengjum auk tengis fyrir heyrnartól.
Thomson 40FZ5534
79.990 VERÐ ÁÐUR 99.990
Fleiri sjónvarpstilboð á sm.is
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
6
HVAÐ ER AÐ SKE?
TÓNLIST
THE CLASH - HEIÐURSTÓNLEIKAR Nú hafa fjórir landsþekktir og rótgrónir rokkhundar tekið sig saman til þess að heiðra hljómsveitina The Clash á Gauknum þann 25. apríl.
GÍSLI PÁLMI, BENT & EMMSJÉ GAUTI Reykjavík Grapevine og Húrra kynna hip hop partý með nokkrum helstu öðlingum þess geira. Bent, Gísli Pálmi & Emmsjé Gauti manna mæka, meðan sjálfur Logi Pedro skaffar tónana. Fjölmargir, handvaldir gestarapparar og annars konar flytjendur bregða einnig á leik. Logi Pedro spilar svo til lokunar. Hvar: Húrra Hvenær: 24. apríl kl. 23:00
Hljómsveitina skipa: Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja, Pollapönk): Gítar og söngur Baldur Ragnarsson (Skálmöld, Ljótu hálfvitarnir, Innvortis): Gítar Jakob Smári Magnússon (SSsól, Das Kapital, John Grant): Bassi Jón Geir Jóhannson (Skálmöld): Trommur Á tónleikunum verða öll þekktustu lög The Clash leikin, lög á borð við London Calling, Should I Stay or Should I Go, Guns of Brixton, White Riot og Tommy Gun, ásamt úrvali sem spannar allan ferilinn.
Hljómsveitin The Clash var stofnuð í Lundúnaborg árið 1976 og á þeim tíu árum sem sveitin starfaði breytti hún tónlistarlandslagi veraldarinnar varanlega. Með snilling að nafni Joe Strummer í fararbroddi spilaði bandið hvað stærsta rullu við að móta það sem við þekkjum í dag sem pönkrokk, og fóru þar fremstir í her hljómsveita á borð við Sex Pistols, Ramones og Television. The Clash heimsóttu Ísland á hátindi ferilsins þar sem þeir spiluðu á vegum Listahátíðar í Laugardalshöll í júní 1980. Hvar: Gaukurinn Hvenær: 25. apríl kl. 22:00 Miðaverð: 3.000 kr. Nánar á tix.is
EIVØR - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Þann 27. febrúar kom út ný plata frá færeysku söngkonunni og skáldinu Eivöru. Bridges er níunda plata Eivarar og hefur að geyma níu splunkuný lög. Remember Me og Faithful Friend hafa nú þegar hlotið góðar viðtökur. Eivör mun flytja lögin af nýju plötunni auk þess sem áhorfendur munu fá að heyra helstu smelli frá glæsilegum ferli. Um þrenna tónleika er að ræða, tvenna á Græna hattinum, þ. 23. og 24. apríl, og eina í Gamla Bíó þ. 25. apríl. Ásamt Eivöru koma fram samstarfsmenn hennar, þeir Mikael Blak, Högni Lisberg og Tróndur Bogason. Hvar: Græni hatturinn og Gamla Bíó Hvenær: 23., 24. apríl kl. 21 og 25. apríl kl. 20:00 Miðaverð: Græni hatturinn 3.990 kr./ Gamla Bíó 6.990 kr. Nánar á midi.is
SUMARTÓNLEIKAR FRYSTIKLEFANS 2015 MAMMÚT OG ALDA DÍS
WOODPIGEON & BENNI HEMM HEMM
SÖLVI KOLBEINSSON & BRIAN MASSAKA
Sumardaginn fyrsta mætir hin margverðlaunaða hljómsveit Mammút í Snæfellsbæ og heldur stórtónleika í Frystiklefanum á Rifi. Verður þetta í þriðja skipti sem Frystiklefinn býður uppá stórtónleika til þess að fagna sumrinu, árin áður voru það Ásgeir Trausti, Pétur Ben og Kaleo sem sprengdu þakið af kofanum. Upphitunin verður í höndum Öldu Dísar Arnardóttur.
Hinn kanadíski Mark Andrew Hamilton, öðru nafni Woodpigeon, verður með sólóflutning í Mengi. Hann mun flytja ný lög sem hann tók nýlega upp með samstarfsmanni sínum og pródúsent, Sandro Perri. Woodpigeon kom fram á Iceland Airwaves árið 2012 og er meðlimur í EMBASSYLIGHTS ásamt Benna Hemm Hemm. Benni mun sjá um upphitun á þessum viðburði.
Sölvi og Brian hafa spilað mikið saman síðan Brian kom til landsins síðastliðið haust, bæði sem dúó og í stærri hópum. Sem dúó leika þeir bæði eigin tónsmíðar og annað efni af mikilli sköpunargleði og ævintýramennsku. Þeir eru óhræddir við að elta hvorn annan og kanna nýjar slóðir. Það er hlustunin, skilningurinn og samspilið sem skiptir öllu máli í spilamennsku þeirra.
Hvar: Rif, Hellissandi Hvenær: 23. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr. Nánar á midi.is og thefreezerhostel.com
Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 28. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar á mengi.net
Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 22. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar á mengi.net
7
HVAÐ ER AÐ SKE?
Kjóll 5.910 kr
Kringlan, Garðabær, Akureyri og Spöng
8
HVAÐ ER AÐ SKE?
„ÉG EINBEITI MÉR BARA AÐ HUNDAUPPELDI ÞESSA DAGANA.“
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er flestum Íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur verið áberandi í íslensku menningarlífi síðustu ár og látið að sér kveða hvort tveggja á leiksviði og fyrir framan myndavélar. Skemmst er að minnast eftirminnilegs þáttar hans í kvikmyndinn Svartur á leik sem hrotta af allra fínustu gerð. Sem stendur er hann í fríi eftir alllanga tökutörn við þáttaröðina A.D. fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Það er stórt verkefni, sama hvaða mælikvarða maður leggur á það, sögulegt búningadrama sem gerist á Biblíuslóðum í Palestínu og fylgir eftir lærisveinum Jesús Jósepssonar þegar hann hefur stigið aftur upp til sjálfs sín á himnum. Tökur fara að miklu leyti fram í Marokkó þar sem byggð hefur verið gríðarstór sviðsmynd í líki fornaldarborgar. Það gefur því auga leið að Jóhannes Haukur hefur verið á ferð og flugi. Hann hljómar þó öldungis afslappaður þegar blaðamaður hringir í hann upp úr hádegi í miðri viku. Blaðamaður byrjar á því að spyrja, með leyfi, hvað hann sé að fást við sem stendur: Ég er bara í fríi eins og er. Er með átta vikna hvolp, að reyna að ala hann upp. Hann hleypur og mígur út um allt hús. Það er nú það sem ég er helst að fást við. Það er ærið verk. En þú ert líka tiltölulega nýkominn úr tökum á þáttaröðinni A.D. sem kunnugt er. Hvernig er að vinna við svoleiðis batterí? Það er óneitanlega töluvert öðruvísi en að vinna heima. Það er afskaplega mikið lagt í þetta allt saman og passað upp á smæstu smáatriði. Ýmislegt sem ekki er möguleiki að koma auga á í mynd nema vita af því. En ég hafði heldur aldrei komið til Marokkó áður og þetta er búið að vera heilmikið ævintýri. Tökur stóðu frá september síðastliðnum og núna fram í miðjan mars, með hléum auðvitað. Ég kom til dæmis heim í desember og var heima fram í febrúar. Svo hef ég verið á talsverðu flakki á milli. Í eitt skipti flaug ég út til að vera við tökur í einn dag og svo bara aftur til baka.
Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
Og rullan hefur orðið dálítið umfangsmeiri en til stóð í upphafi. Jú. Þetta er tólf þátta sería og ég var upphaflega ráðinn til sex þátta. Svona er þetta oft gert þarna úti. Í þáttunum er lærisveinunum fylgt eftir og þegar hópurinn tvístrast er sjónum sérstaklega beint að sumum þeirra. Og þeir ákváðu semsagt þarna úti að fylgja Tómasi, sem ég leik, frekar eftir. Er það ekki ánægjulegt fyrir þig sem leikara? Jú, það er auðvitað viss viðurkenning. Staðfesting á því að maður sé að gera eitthvað rétt. Kom þér eitthvað við þetta verkefni spánskt fyrir sjónir, annað en bara umfangið? Svosem ekki fyrir framan myndavélarnar, þá er þetta ósköp svipað og heima. Þessi bransi stendur mjög vel á Íslandi og það er gríðarlega fært fólk í honum. En það var ýmislegt við umgjörðina sem var dálítið nýtt fyrir manni, trailerinn og bílstjórinn og það allt saman. Svo er náttúrulega ótrúlegt hvernig þessi borg hefur hreinlega verið reist úti í eyðimörkinni, allt niður í ótrúleg smáatriði eins og ég segi. Það sem kom mér kannski helst á óvart var það hversu snúið var að leika á ensku þegar til kastanna kom! Þarna voru náttúrulega mikið til breskir leikarar sem höfðu hana auðvitað alveg upp á tíu og maður var ekki á alveg sama stað og dálítið óviss til að byrja með. Svo var manni útvegaður talþjálfari til að vinna með og það gekk mjög vel. Þegar eitthvað gerist í fortíðinni vilja Bandaríkjamenn oft enskan hreim, hvernig sem á því stendur, eða svokallaða standard english. Þetta hafðist svo allt saman. Blessunarlega. Og stendur hugur þinn til þess að stefna frekar á þessi mið? Það væri ekkert verra. Ég veit nú samt ekki hvort maður fer nokkuð að flytja út til þess að eltast við þetta. Ég er með umboðsmann sem sér um þetta og hann til dæmis kom mér í prufuna fyrir þetta. Aðstandendur þáttanna vilja auðvitað gera aðra seríu og horfurnar eru góðar. Þeir koma vel út í áhorfsmælingum en það voru tæpar
9
HVAÐ ER AÐ SKE?
10
HVAÐ ER AÐ SKE?
tíu milljónir sem horfðu á fyrsta þáttinn. Mér skilst að það sé stærsta frumsýning í sjónvarpi síðan West Wing hóf göngu sína árið 1999. Ef af verður þá fer ég aftur út í september og ferlið hefst á ný. Þú þarft væntanlega að gera hlé á leik í leikhúsum vegna þessa? Það er allt allt á pásu eins og stendur. Ég er náttúrulega fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu og þar hafa menn sýnt þessu mikinn skilning. Ari [Matthíasson, Þjóðleikhússtjór, innsk.blm.] hefur stutt vel við bakið á mér. Ég einbeiti mér bara að hundauppeldi þessa dagana. Er með þennan litla bómullarhnoðra upp á arminn eins og Paris Hilton og á fullt í fangi með það. Jóhannes Haukur hlær en blaðamaður hlakkar til þess að sjá myndirnar í slúðursneplum. Við svo búið látum við hins vegar viðtalinu lokið, þökkum Jóhannesi kærlega fyrir og óskum honum velfarnaðar í bæði hundahaldi og listum.
Síminn sem breytti lögun snjallsímanna hefur snúið aftur.
UPPLIFÐU NÝJA LÖGUN
Viðmót
Rafhlaða
Minni
Tengimöguleikar
Stýrikerfi
Litur
Stærð
Örgjörvi
SKJÁR
MYNDAVÉL
16
BAKHLIÐ
11
HVAÐ ER AÐ SKE?
12
HVAÐ ER AÐ SKE?
LISTVIÐBURÐIR
ÚTSKRIFTARSÝNING LHÍ BA Á MYNDLISTAR-, HÖNNUNAR- OG ARKITEKTÚRDEILD Nú er komið að þeim árlega viðburði í listasenunni á Íslandi þar sem um 64 ungir og efnilegir listamenn sýna afrakstur síðustu 3 ára krefjandi náms við Listaháskóla Íslands. Þessi sýning er ein fjölsóttasta listasýning hér á landi og er það ekki að ástæðulausu. Nýjar og spennandi hugmyndir fá að njóta sín og fjölbreytileikinn er mikill. Sýningin opnar nú á laugardaginn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi og ætti enginn að missa af þessum viðburði. Þar munu nemendur í myndlistardeild meðal annars sýna skúlptúra í anda forn-Grikkja, rafvædd málverk, handgerðan lystigarð og negatífu af pýramída.
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 2015! Okkur hjá SKE er sönn ánægja að segja frá því að Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 21. til 26. apríl 2015, en hún er skipulögð af Höfuðborgarstofu. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni,
jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni þar sem fjölbreytileikinn er mikill. Í Iðnó Vonarstræti 3 verður starfrækt barnamenningarhús undir nafninu Ævintýrahöllin sem
verður miðstöð barnamenningar á hátíðinni. Þar verður fjölbreytt dagskrá og húsið opið öllum. Lögð verður áhersla á að skapa gott andrúmsloft og vettvang fyrir menningu barna, menningu fyrir börn og menningu með börnum. Hvenær: 21.- 26. apríl Miðaverð: Frítt! Nánar: barnamenningarhatid.is og ske.is
Gestum er boðið að skoða umbreytingarferli og rannsóknir vöruhönnunarnema þar sem meðal annars sveppir hreinsa menguð landsvæði og tennur manna verða að dýrgripum. Verk fatahönnunarnema fá bæði að njóta sín á tískusýningu á fimmtudaginn 23. apríl og í sýningarsal Listasafnsins. Nemendur í grafískri hönnun sýna meðal annars myndskreytingar byggðar á minningum manns með geðklofa og endurhönnuð tarotspil. Sýningastjórar þetta árið eru Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Huginn Þór Arason og verður spennandi að sjá hvernig þeim hefur tekist til við uppsetningu á verkum listamannanna. Þeir bjóða einnig upp á sýningastjóraspjall á sunnudaginn 3. maí kl. 15:00. Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi Hvenær: Opnun 25. apríl kl 14:00 Opnunartími: Daglega frá 10:00-17:00, til 20:00 á fimmtudögum. Miðaverð: Frítt!
ÁSGEIR SKÚLASON // NORR11
SJÓNLISTADEILD MYNDLISTASKÓLANS Í REYKJAVÍK
Málverk, vefnaður, hljóðverk og ljósmyndaverk renna saman við hönnun í sýningarrými NORR11 á Hverfisgötu og mynda eina heild. Myndlist Ásgeirs er daður við konsept abstrakt og í raun dans við allt það sem honum dettur í hug. Ásgeir hefur aldrei viljað njörva sig niður í einhverjum einum miðli heldur hefur flakkað á milli þess að mála munstur, vefa, skera gler að minimalísku konsepti og margt fleira. Hér er um mjög áhugaverðan listamann ungu kynslóðarinnar að ræða og verður gaman að fylgjast með Ásgeiri á komandi árum.
Á laugardaginn opnaði sýning á myndverkum eftir nemendur á fyrsta ári í Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Sextán nemendur sýna verk sem hafa verið unnin á síðustu 6 vikum í áföngum um teikningu og málun. Sjónlistadeild er nám á framhaldsskólastigi og er hannað sérstaklega eftir þörfum þeirra sem stefna á háskólanám í myndlist eða hönnun. Hér eru ungir listamenn oft að taka sín fyrstu skref inn á svið listarinnar og er ávallt spennandi að upplifa það ferli.
Ásgeir Skúlason útskrifaðist af myndlistardeild LHÍ 2013 og fór meðal annars í einnar annar skiptinám til Vínarborgar í Akademie der Bildende kunste. Áður stundaði hann nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Eftir námið hefur Ásgeir verið iðinn við listina og sýndi meðal annars með #KOMASVO hópnum í listasafni ASÍ í upphafi árs.
Hvar: Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5 Hvenær: Sýning stendur til 9. maí Opnunartími: Kl. 09:00-17:00 á virkum dögum, laugard. kl.12:00-18:00
Hvar: NORR11 Showroom, Hverfisgötu 18a Hvenær: Sýning stendur til 1. júní 2015 Opnunartími: Kl. 11:00-18:00 á virkum dögum, laugard. kl.12:00-16:00.
ÚTSKRIFTARHÁTÍÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Frá miðjum apríl til lok maí verður Útskriftarhátið Listaháskóla Íslands haldin. Tugir viðburða verða út um allan bæ og eru þeir öllum opnir. Árlega standa nemendur skólans fyrir fjölda viðburða en í ár eru útskriftarverkefnin í fyrsta skipti kynnt sem hluti af sérstakri hátíð. Útskriftarhátíðin, vorboðinn ljúfi í hugum margra, er uppskeruhátíð eftir langa vinnutörn nemenda. Markmið hátíðarinnar er að skapa afrakstri þeirra viðeigandi umgjörð og leyfa óm lista og hönnunar að ná sem víðast. Það má með sanni segja að Útskriftarhátíðin sé sannkölluð veisla sem öllum er boðið í. Listaháskóli Íslands samanstendur af fimm deildum; hönnunar- og arkitektúrdeild, listkennsludeild, myndlistardeild, sviðslistardeild og tónlistardeild. Þar er bæði boðið upp á nám á BA og MA stigi.
Hvenær: 14. apríl - 30. maí Nánar á facebook/lhi.is og lhi.is Miðaverð: Frítt!
13
HVAÐ ER AÐ SKE?
„Maður kvöldsins er Björn Thors sem túlkar Kenneth Mána snilldarlega og af hlýju... ...Björn Thors hefur persónuna frábærlega vel á valdi sínu.“ SGV – MBL
„Stundum hélt ég að ég ætlaði að kafna úr hlátri.“ SA – tmm.is
Ljúffengt leikhúskvöld
Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi
Góðkunningi lögreglunnar sem sló í gegn í fangavaktinni útskýrir lífið og tilveruna
Tryggðu þér miða! MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS
14
HVAÐ ER AÐ SKE?
NÝ VIFTUTÆKNI 30% MEIRI KÆLING GTX 960 · GTX 970 · GTX 980 ASUS STRIX GTX LEIKJASKJÁKORTIN ERU HLAÐIN NÝRRI TÆKNI. DIRECTCU II FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI KÆLINGU, AUKIN AFKÖST OG HLJÓÐLÁTARI LEIKJASPILUN. ODB VIFTUTÆKNI FYRIR HLJÓÐLAUSA LÉTTA LEIKJASPILUN OG BLU-RAY KVIKMYNDAÁHORF. DIGI+ VRM STRAUMJÖFNUN OG HÁHRAÐA GDDR5.
FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.
REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730
HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES HAFNARFJÖRÐUR ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750
15
HVAÐ ER AÐ SKE?
LENGRI ÁBYRGÐARTÍMI 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á ASUS MÓÐURBORÐUM ASUS ER STÆRSTI MÓÐURBORÐSFRAMLEIÐANDI HEIMS. TÖLVULISTINN BÝÐUR NÚ Í SAMSTARFI VIÐ ASUS LENGRI ÁBYRGÐARTÍMA Á ÖLLUM ASUS MÓÐURBORÐUM SEM KEYPT ERU 2015. VELDU TRAUST OG ÖRUGGT MÓÐURBORÐ OG VIÐ ÁBYRGJUMST ÁREIÐANLEIKANN.
RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.
WWW.TL.IS
16
HVAÐ ER AÐ SKE?
HÖNNUN
VITRA - COFFEE TABLE Isamu Noguchi hannaði hið sígilda kaffiborð (e. Coffee Table) fyrir hartnær sjötíu árum, eða árið 1947. Hið þríhyrnda glerborð með sínum rúnnuðu viðarfótum hefur heillað þúsundir og er í dag talin algjör klassík. Platan er úr 19 mm gleri en viðarfæturnir koma í hnotu, hlyn og svarbæsuðum aski. Stærð: 128x93x40 cm. Penninn.is
DESIGN BY US - EGO Spegill með viðarramma og leðuról til að hengja. Spegillinn er hægt að hengja upp á mismunandi vegu og því hægt að vera með nokkra á sama svæði. Stærð 65 x 40 Snuran.is
GEORGE NELSON BUBBLE LAMP: CRISSCROSS CIGAR PENDANT LAMP
HK LIVING BEKKUR Hollenska fyrirtækið HK living var stofnað árið 2009 og hefur náð miklum vinsældum á undraskömmum tíma en nú er hægt að nálgast vörur þeirra í 34 löndum. Viðhorfi þeirra til hönnunar má lýsa sem klassískri hönnun með nútímalegu tvisti. Í ár snýst vörulína þeirra um fallega liti og nútímalegt útlit. Hér má sjá fallegan bekk úr endurunnu tekki. Stærð: 45x123x72 cm, sethæð 47 cm
George Nelson er eitt þekktasta nafnið í hönnunarheiminum en árið 1947 hannaði hann hina klassísku „Bubble lamp“ vörulínu sem margir kannast við. Framleiðslu á vörulínunni var hætt árið 1979 en áratug síðar fékk Moderna fyrirtækið réttinn og tækin til að framleiða þessa klassísku gullmola. Crisscross Cigar lampinn, sem sjá má hér á mynd, er hluti af varanlegri hönnunarsýningu Museum of Modern Art (MoMA) í New York borg.
JÓN Í LIT AFSTEYPTUR PLATTI Í KOPARLIT Árið 2009 fundu Almar Alfreðsson og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir koparplatta lágmynd af Jóni Sigurðsyni sem gefinn hafði verið út árið 1944. Árið 2011 ákváðu þau að gefa út afsteypur í gifsi af plattanum í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans og er óhætt að segja að þær hafi slegið í gegn. Afsteypurnar voru sprautaðar í 20 litum en seinna bættust 6 fleiri litir við í takmörkuðu upplagi. Jón í lit er nú fáanlegur í koparlit. Myrinstore.is
Lumex.is
Snuran.is
AKKERI
LOUIS POULSEN - PH 3 1/2 - 2 1/2
Akkerið er alþjóðlegt tákn sjómennskunar. Akkerið er verkfæri þeirra sem stunda sjó og minnisvarði um þá sem hafa tileinkað líf sitt hafinu. Skartgripalínan Akkeri vísar einnig í siglinguna sjálfa, ferðalagið og ævintýraþrána. Sjóleiðis getur þú kannað ókunn svæði og fengið útrás fyrir ævintýraþrá þína en án akkeris mun þig reka, akkerið er landfestin og gerir þér því kleift að stýra ferðalagi þínu í réttar áttir og festa land þar sem þér líður best. Orri Finn er hönnunarteymi Orra Finnbogasonar og Helgu Gvuðrúnar Friðriksdóttur en þau leiddu hesta sína saman í byrjun árs 2012.
Fyrir rúmum 120 árum fæddist snjall danskur hönnuður að nafni Paul Henningsen. Verk hans hafa verið í uppáhaldi unnenda fallegra hluta í tugi ára. Á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi frumsýndi danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen fallega koparútgáfu af Ph 3 1/2 - 2 1/2 borðlampanum, en ári áður hafði Poulsen gefið út vinsæla koparútgáfu af samnenfdu loftljósi Henningsen.
Eames Lounge hægindastóllinn ásamt skammeli er án efa ein þekktasta hönnun Eames hjónanna, en hann var fyrst framleiddur árið 1956. Viðarskelin fæst í kirsuberjavið, Santos Palisander og ljósri og dökkri hnotu. Hægt er að velja um nokkra liti á leðri.
Kraum.is
Epal.is
Penninn.is
EAMES LOUNGE
17
HVAÐ ER AÐ SKE?
20% afsl áttur af öllu
22.–26. apríl – NÝTT KORTATÍMABIL
HAAG TUNGUSÓFI Áður : 199.900,-
NÚ: 159.920,-
Stærð: 325x143x210 cm.
NID KÖRFUSTÓLL Stærð: 94x194 cm. Áður: 59.990,NÚ 47.920,-
KENITRA KOLLUR Stærð: 58x40x45 cm. Áður: 29.990,- NÚ 23.920,-
láttu fs
r
r•
20%
• 20% a
20% a
ACCENT STÓLL Stærð: 66x72x78 cm. Áður: 49.900,NÚ 39.920,-
láttu fs
SNYRTITASKA Áður: 2.490,NÚ 1.992,-
LOTUS STJAKI Áður: 3.990,NÚ 3.192,-
láttu fs
r
r•
20%
SKILTI Áður: 1.990,NÚ 1.592,-
láttu fs
SKILTI Áður: 1.990,NÚ 1.592,-
LAMPI Áður: 5.990,NÚ 4.792,-
• 20% a
20% a
DISKUR Á FÆTI Áður: 7.990,NÚ 6.392,-
NAVOJOA SNYRTIBORÐ Stærð: 110x40x80 cm. Áður: 35.900,- NÚ 28.720,-
SNAGI Áður: 2.590,NÚ 2.072,-
RÚMTEPPI Stærð: 240x260 cm. Áður: 12.990,- NÚ 10.392,-
S m á r a t o r g i 5 2 2 7 8 6 0 • K o r p u t o r g i 5 2 2 7 8 7 0 • G l e r á r t o r g i 5 2 2 7 8 80
Erum á Facebook • www.pier.is
18
HVAÐ ER AÐ SKE?
SKEMMTUN
SVIÐSLISTAHÁTÍÐ FYRIR UNGA ÁHORFENDUR Sviðslistahátíðin ASSITEJ, sem haldin er fyrir unga áhorfendur, fer fram þessa dagana á á Barnamenningarhátíð og eru allir viðburðir hennar ókeypis. Miða er hægt að nálgast klukkutíma fyrir sýningu á hverjum sýningarstað.
TEDXREYKJAVÍK CINEMA Þessi þriðji og síðasti vídjó hittingur fyrir TEDxReykjavík ráðstefnuna sjálfa þann 16. maí mun TED-bíó bjóða upp á notalega samverustund þar sem horft verður á TED fyrirlestra í Stúdentakjallaranum. Kynnir kvöldsins verður Sunna Ben en hún er ung listakona, partýsnúður, myndskreytir og aðgerðasinni sem býr og vinnur í Reykjavík. Hún er ein skipuleggjenda Druslugöngunnar og hávær talsmaður jafnréttis í samfélaginu.
Á hátíðinni er boðið upp á innlendar og erlendar leiksýningar fyrir yngri áhorfendur auk fjölda smærri viðburða eins og leik- og danssmiðjur, leiklestra, fjörlegt leikhúsball, sögustundir, frumsýning á dansheimildarmynd ofl. Hátíðin fer fram í Tjarnarbíói, Iðnó og í skólum borgarinnar. Þar munu meðal annars Rauðhetta, úlfurinn og plötusnúður dansa saman í spennandi útgáfu af sögunni, Joseph Kids skapar óvænt ferðalag í gegnum tölvuskjáina sína og Kuggur býður börnum í Þjóðleikhúsið ásamt nokkrum furðuverum. Í Lífinu drullumalli verður sviðið að einu atburðarríku drullumalli og í Útlenska drengnum verður skoðuð sú tilfinning að upplifa sig utangarðs. Sviðslistahátíðin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Barnamenningarhátíð og Reykjavíkurborg. Samstarfsaðilar eru Þjóðleikhúsið, Alliance Francaise, Listkennsludeild LHÍ og House of Spirits. Hvar: Reykjavík Hvenær: 21.-25. apríl Miðaverð: Frítt Nánar á assitej.is
Hvar: Stúdentakjallarinn, Háskólatorgi Hvenær: 28. apríl kl. 20:00 - 22:00 Miðaverð: Frítt
SUMARDANCEOKI Á HÚRRA ,,Fagnið sumrinu! Sumrinu! Gleymið bluðrinu. Verið í stuðinu. D.A.N.S.I.Ð.” - Húrra. Hvar: Naustin Hvenær: 23. apríl kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
ÚRSLITAKVÖLD MORFÍS 2015 Fyrir þá sem ekki vita stendur MORFÍs fyrir Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Í allan vetur hafa skólar landsins att kappi og hver skólinn fallið út á fætur öðrum. Gæðin hafa aldrei verið meiri en í ár og er því mikil spenna í loftinu fyrir kvöldinu. Enn er óljóst hvaða skólar mætast en eitt er ljóst, keppnin fer fram á föstudag og hefst stundvíslega klukkan 20.00 í stóra salnum í Háskólabíói. Hvar: Stóri salurinn í Háskólabíó Hvenær: 24. apríl kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr. (hjá nemendafélögum) Nánar á tix.is
POINT ZERO Í REYKJAVÍK ALÞJÓÐLEG VIÐSKIPTARÁÐSTEFNA
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Á ÁRBÆJARSAFNI Á Árbæjarsafni verður barnamenning í hávegum höfð á sumardaginn fyrsta, 23. apríl. Allskonar skemmtileg afþreying verður í boði fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Farin verður skrúðganga með lúðrasveit Verkalýðsins, skemmtilegir barnatónleikar verða haldnir í Lækjargötuhúsinu, föndursmiðja þar sem hægt verður að gera flottar brúður, útileikir og kassabílar og fleira spennandi. Opið verður í Dillonshúsi þar sem hægt er að kaupa veitingar. Hvar: Árbæjarsafn Hvenær: 23. apríl kl. 13:00-17:00 Miðaverð: Frítt Nánar á reykjavik.is/vidburdir og borgarsogusafn.is
Alþjóðlega viðskiptaráðstefnan Point Zero í samstarfi við framúrskarandi fyrirtæki, fer fram miðviku- og fimmtudag í Gamla bíói. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni eru þær breytingar sem eru í gangi á dreifingu á gæðum í alþjóðaviðskiptum með tilkomu stafrænna viðskipta. Fjallað verður um hvernig hægt er að byggja upp viðskipti á nýjan og áður óþekktan hátt. Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru þeir fremstu á sínu sviði í heiminum en þar á meðal koma fram: Sangeet Paul Choudary Stofnandi „Platform thinking labs“
KRAKKAJÓGA Á KEX HOSTEL Maria Dalberg jógakennari stýrir jóga fyrir börn, mömmur, pabba, afa og ömmur. Allir velkomnir!
Oliver Luckett Stofnandi „The Audience“ April Rinne Sharing economy/Sharing city expert Hvar: Gamla Bíó Hvenær: 22. - 23. apríl kl. 08:30 Miðaverð: 54.500 kr.
Hvar: Kex Hostel Hvenær: 26. apríl kl. 13:00 og kl. 13:30 Miðaverð: Frítt
19
HVAÐ ER AÐ SKE?
Vesturlandsvegi, vid hlidina a Skeljungi
20
HVAÐ ER AÐ SKE?
ÚTGÁFUR
GRASIÐ SYNGUR GÍSLI PÁLMI – GÍSLI PÁLMI
FYRIR SUNNAN ÞRIÐJA BINDIÐ Í GÍFURLEGA VINSÆLLI ÆVIMINNINGARÖÐ TRYGGVA EMILSSONAR Æviminningar Tryggva Emilssonar verkamanns vöktu mikla athygli þegar þær komu út á árunum 1976–1979, enda þóttu þær einstakur aldarspegill og mögnuð lýsing á breytingunum frá gamla bændasamfélaginu til nútímans. Fyrri bækurnar tvær, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið, voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Markar tímamót í íslensku hiphoppi með ellefu laga plötu sem gefin er út af Smekkleysu. Platan er stútfull af vel rúllandi bassaþenkjandi hiphop lögum sem innihalda texta sem lýsa hans lífsreynslu. „Ég er ekki að neyða neinn til að hlusta á það sem ég segi. Þetta er bara mín lífsreynsla,“ sagði Gísli Pálmi sjálfur í nýlegu forsíðuviðtali svið SKE. „Ég nota mikið slangur og það er mjög fjölbreytt hvaðan ég fæ innblástur til að skapa eða beygja orð. Hvort sem það eru erlend tungumál, hlutir í kringum mann eða bara það að mér finnist þægilegt að segja hluti þannig.” Platan á eflaust eftir að vekja mikla lukku og er nú þegar að rjúka út úr plötuversluninni Smekkleysu og þess má geta þess að það myndaðist röð fyrir utan verslunina þann dag sem platan kom og seldist í 100 eintökum á fyrsta klukkutíma.
Tryggvi fluttist til Reykjavíkur árið 1947 og vettvangur þessa lokabindis er því verkalýðs- og stjórnmálaátök syðra, þar sem Tryggvi var í fylkingarbrjósti, og hörð lífsbarátta í braggahverfum og úthverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. Hann lýsir mörgum samstarfs- og samferðamönnum af einlægri hlýju og djúpri samkennd, þótt oft skíni í glettni. Í bókarauka er greint frá lífshlaupi systkina Tryggva, sem áttu sér ekki síður viðburðaríka baráttusögu en bróðirinn.
EFTIR DORIS LESSING Tímamótaverk eins þekktasta höfundar sinnar samtíðar Grasið syngur fjallar um eldfimt samband hvítra manna og svartra í Rhódesíu, sem nú heitir Simbabve. Mary tilheyrir hvíta minnihlutanum sem stjórnar landinu með harðri hendi. Hún giftist duglausum bónda og flytur á býli hans þar sem hún upplifir einangrun og kröpp kjör. Tilbreytingarleysið eitrar smám saman líf hennar og hún berst við vaxandi örvæntingu – þar til svarti húsþjónninn Móses kemur til sögunnar. Hún laðast að honum, þráir hann, en er um leið uppfull af fyrirlitningu og sundurtætt af togstreitu heitra tilfinninga og rótgróinna kynþáttafordóma. Og að lokum hlýtur eitthvað að bresta með hörmulegum afleiðingum. Doris Lessing (1919–2013) var einn virtasti og þekktasti rithöfundur sinnar samtíðar. Grasið syngur var fyrsta skáldsaga hennar og vakti gífurlega athygli þegar hún kom fyrst út árið 1950. Lessing sendi frá sér fjölda skáldsagna, smásagnasafna og annarra verka og hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Árið 2007 voru henni veitt Bókmenntaverðlaun Nóbels. Bókin kom fyrst út á íslensku 1986. Birgir Sigurðsson þýddi og ritaði formála.
EKKI SNÚA AFTUR HÖLLIN EFTIR FRANZ KAFKA EITT AF ÖNDVEGISRITUM 20. ALDARINNAR Í Höllinni segir af ferðalangi sem kemur í þorp nokkurt og kveðst vera landmælingamaður en fær blendnar móttökur. Þetta er saga um útlegð og útskúfun, um aðkomumanninn leitandi, um völd og valdaleysi, og um mörk tilfinninga, atvinnu, einkalífs og stofnana, en þau reynast oft óljósari en ráð er fyrir gert. Eftir Franz Kafka (1883–1924) liggja þrjár skáldsögur. Hann lauk ekki við neina þeirra og þær voru meðal handrita sem hann vildi láta farga að sér látnum. Allar voru þó samdar af ástríðu og listfengi og þær birta óvenjulega sýn á veruleikann – sýn sem varpar skæru ljósi á nútímann, þótt næstum öld sé liðin síðan þær voru skrifaðar. Þessar sögur, Réttarhöldin, Ameríka og Höllin, voru gefnar út á frummálinu á þriðja áratug síðustu aldar, hafa verið þýddar á ótal tungumál og teljast meðal öndvegisskáldsagna 20. aldar. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýða bókina og skrifa eftirmála en þeir hafa áður þýtt í sameiningu öll helstu verk Kafka.
EFTIR LEE CHILD Jack Reacher er harðari en nokkru sinni fyrr í áttundu bók Lee Child sem þýdd er á íslensku.
Jack Reacher er kominn til Virginíu, þar sem hann starfaði eitt sinn og undi sér vel, til að hitta Susan Turner majór sem gegnir nú hans fyrra starfi. En hún er horfin. Og það er eitthvað sérkennilegt í gangi. Reacher er sakaður um ofbeldisglæp sem hann kannast ekki við — og hann er munstraður aftur í herinn. Hann segir fátt en hugsar sitt. Þegar manni er ógnað er tvennt í stöðunni: að berjast eða flýja. Hvað gerir Jack Reacher? Hann berst. Lee Child hefur slegið í gegn hjá spennufíklum um allan heim en Ekki snúa aftur er áttunda bókin um harðjaxlinn Jack Reacher sem kemur út á íslensku. Jón St . Kristjánsson þýddi.
THE WITCHER 3 FYRIR PS4 VÆNTANLEGUR 19.5.2015 Hjarta Witcher 3 leiksins er stórbrotinn söguþráður þar sem ákvarðanir leikmanna skipta máli. Leikurinn skartar stórum og opnum heimi þar sem allt er mögulegt. Þessi lokakafli í ævintýrum Geralt of Rivia byggir á atburðum fyrri leikja, en er þó sjálfstæt framhald uppfullt af óvæntum uppákomum. Leikurinn inniheldur: Söguþráð sem mótast eftir ákvörðunum leikmanna. Allt sem gert er í þessum stórbrotna heimi hefur áhrif. Leikmenn geta spilað leikinn í þeirri röð sem þeir kjósa, hvort heldur það séu minni verkefni eða önnur sem tengjast söguþræði leiksins. Witcher 3 er sjálfstætt framhald hinna leikjanna og því auðvelt fyrir nýja leikmenn að detta inní þennan magnaða heim.
21
HVAÐ ER AÐ SKE?
22
HVAÐ ER AÐ SKE?
GRÆJUR AIR JORDAN VI
TRIUMPH SCRAMBLER MÓTORFÁKUR
BRAUN STAFRÆNT ÚR
Scramblerinn sækir útlit sitt í Triumph twins hjólin frá sjöunda áratugnum, en eigendur þeirra breyttu þeim fyrir utanvegaakstur í eyðimörkum og víðar þar sem hægt var að nota kraft vélanna til fullnustu. Hjólið hefur klassískt og uppreisnargjarnt útlit, ef svo má að orði komast, sem margir bifhjólamenn fíla. Hjólið byggir á Bonneville hjóli sama framleiðanda en vélin er með „parallel twin“ í klassískum stíl, eins fallegu og á upprunalegu hjólunum, með rúnnaðri stálgrind eins og vera ber.
PHILIPS 49/55PUS7909
IKEA – ÞRÁÐLAUS HLEÐSLUTÆKI Sænsku vinir okkar í IKEA hafa nú komið með þráðlaus hleðslutæki á markað, sem verða væntanlega nauðsynleg fyrir hvern snjallsímaeiganda. Það er auðvelt að hlaða snjallsímann þráðlaust en þú leggur hann einfaldlega ofan á hleðslutækið og hann byrjar að hlaða sig. Þú getur hlaðið 2 tæki í einu þar sem hleðslutækið er líka með USB tengi. Þá er auðvelt að halda snúrunum frá tækjunum þínum til haga þar sem hleðslutækið er með úttak sem þú getur þrætt snúrurnar í gegnum. Ef rafhlaðan er alveg tóm, þá getur það tekið nokkrar mínútur fyrir hleðslu að byrja. Hleðslutími er mismunandi og fer eftir hlutum á borð við rúmtak rafhlöðu, hleðslugetu, aldur rafhlöðu og almennu hitastigi. Hámarks hleðsluspenna: 5W. 1 USB tengi. Spenna USB tengis: 5Vdc. Styrkur USB tengis: Hámark 2000mA. Hentar fyrir börn frá 8 ára aldri. Ikea.is
SKOÐAÐU VÖRUÚRVALIÐ Á
TEKK.IS TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 OPIð MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 / SUNNUDAGA KL. 13-18 Vefverslun á www.tekk.is
Þetta magnaða Ultra HD sjónvarpstæki í Philips 7900 línunni er keyrt á Android stýrikerfi sem umbreytir skynjun þinni á sjónvarpi. Það sameinar krafta Google Play og hinnar einstöku Ambilight tækni til þess að veita þér upplifun sem fer langt fram úr því hefðbundna. Tækið er 4K Ultra HD, 600Hz PMR, Perfect Natural Motion, Micro Dimming Pro og hefur afar vönduð myndgæði. •
•
•
•
20%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
Flightclub.com
triumphmotorcycles.com
Flestum detta rakvélar og kaffivélar í hug þegar þeir heyra minnst á Braun. Í hönnunarheiminum er Braun þó þekkt fyrir framúrstefnulega hönnun af æðstu gæðagráðu. Á sjötta, sjöunda, og áttunda áratug síðustu aldar þótti hönnun Dieter Rams bera af fyrir sína stílhreinu fúnkís hönnun á heimilisvörum og raftækjum. Nýja úrið frá Braun sækir í þessa glæstu arfleifð og þykir bera af hvað fegurð og notagildi varðar.
TAX FREE
Air Jordan VI voru fyrst framleiddir árið 1991 en þessir eðalskór eru þeir sjöttu í röðinni úr vörulíninni og fást í nokkrum mismunandi litum. Skórnir voru endurútgefnir í svörtu og rauðu, sem er einn af upprunalegu litunum í desember sl.
Snjöll fjarstýring – fjarstýring með músabendli, lyklaborði og hægt er að tala við tækið. Pixel Precise Ultra HD myndvinnsla með quad core örgjörva Endalausir möguleikar með Cloud TV, Simplyshare, Multiroom server, Dropbox og Miracast Hægt er að horfa á 3D myndir – 4 gleraugu fylgja! sjónvarpsmiðstöðin
JOBE ALLEGRE COMBO SKIS RED
NINTENDO WII U Samkeppnin á leikjatölvumarkaðinum er hörð en þrátt fyrir mikið umtal um leikjatölvur eins og Xbox One og Playstation 4 þá valdi Forbes Nintendo Wii U sem leikjatölvu ársins 2014. Forbes sagði meginástæðuna fyrir valinu vera útgáfa á þeim fjölmörgu vönduðu tölvuleikjum sem komu út á tölvuna á árinu 2014, eins og Donkey Kong: Tropical Freeze, Mario Kart 8, Bayonetta 2 og Super Smash Bros. Sérstaða Nintendo Wii U er sú að stjórntækið (Gampebad) gegnir lykilhlutverki hjá spilaranum. 6.2” skjár stjórntækisins sýnir leikina í fullri háskerpu og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar leiksins. Það er því í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Með því er viðmótið bætt og gagnvirkum eiginleika tölvuleikjanna hampað. Ormsson.is
Er ekki að koma sumar? Hvers vegna ekki að hugsa út fyrir kassann og fjárfesta í flottum sjóskíðum eins og Jobe Allegre Combo Skis Rd sem henta byrjendur jafnt sem fólki með miðlungsgetu • Hægt að nota bæði eða eitt skíði (slalom) • Þægilegar bindingar sem losna við átak • Breiðari botn fyrir meiri stöðugleika GG sport
23
HVAÐ ER AÐ SKE?
Liberate hátalari Fjórir 1“ hátalarar með frábær hljómgæði 8 tíma ending á rafhlöðu. 19.950 kr.
Positive Vibrations heyrnatól 50mm hátalarar með þéttum bassa. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring 12.950 kr.
Smile Jamaica heyrnartól Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur. 3.950 kr.
24
HVAÐ ER AÐ SKE?
MATUR TASTING MENU - APÓTEK RETAURANT KJÚKLINGAPÍTA BK KJÚKLINGUR Fyrr í vikunni gerðum við okkur glaðan dag og fórum á BK kjúkling. BK hóf starfsemi sína í nóvember 1994 og er staðsettur á Grensásvegi 5. Við hjá SKE fengum okkur hina vinsælu kjúklingapítu með frönskum, sósu og gosi. Pítan innihélt grillaðan kjúkling, iceberg, tómata, gúrku, lauk og pítusósu. Pítubrauðið sjálft var einstaklega gott og svolítið ólíkt hefðbundnu pítubrauði. BK leggur áherslu á rétti úr sér marineruðum og grilluðum kjúkling og býður upp á gott úrval af hollum og bragðgóðum kjúklingaréttum. Ef þú ert mikið fyrir kjúkling þá er BK kjúklingur svo sannarlega eitthvað sem þú verður að prófa.
Á skömmum tíma hefur Joe and the juice opnað fjóra staði á Íslandi, en allir eru þeir jafn töff með hip andrúmslofti og ferskum söfum. Í þetta sinn smökkuðum við þeirra sívinsælu Spicy Tuna samloku með heimalöguðu túnfisksalati, jalapenó og tabasco sósu sem sett er á milli ör þunnra grillaðra brauðskífa með pestó olíu. Samlokan hljómar e.t.v. bragðsterkari en hún er en mæjónesið kemur sterkt inn og kemur á góðu jafnvægi þarna á milli.
bkkjuklingur.is
joeandthejuice.is
SPICY TUNA SAMLOKA
SBARRÓ
Sbarró Býður upp á fjölbreyttan ítalskan mat. Flestir þekkja staðinn í Kringlunni en nýverið opnuðu þau nýjan stað í Smáralind og í Iðu við Lækjargötu. Við hjá SKE kíktum við í Lækjargötu í vikunni og fengum okkur pepperóni pizzusneið með salati úr borðinu. Það sem okkur finnst skemmtilegt við staðinn eru fjölbreyttu tilboðin þeirra þar sem viðskiptavinir geta valið á milli salats, brauðstanga eða pasta með pizzusneið. Óhætt er að mæla sterklega með þessu tilboði en það hentar einstaklega vel í hádeginu, fljótlegt, saðsamt og gott.
pikkluðum fennel, shallot, bjór hollandaise froðu, sveppa pomme og laukseyði. Aðalréttirnir voru báðir virkilega bragðgóðir, fiskurinn safarikur og meðlætið ljúffengt. Kjötið var rosalega gott, fullkomnlega eldað og sósan hentaði einstaklega vel með. Svo var loks komið að eftiréttinum og við fengum: Kókos Dome með kókós pralinkremi og kókosbotni sem kom með mangó sorbet, mjólkur crumble ristuðum kókos og hrískúlum. Rétturinn var gjörsamlega himneskur og svo gómsætt fannst okkur að við kláruðum hvern einasta bita þrátt fyrir allan matinn sem á undan var genginn. Máltíðin í heild var draumi líkust en setið var við borðið í tæpa þrjá klukkutíma. Þegar maður fer í gegnum svona marga rétti er mikilvægt að borða rólega og njóta hvers bita. Starfsfólkið á apótekinu dekraði við okkur allan tíman og kokteilarnir settu svo punktinn yfir i-ið apotekrestaurant.is
ÍSLENSKASIA.IS MSA 71742 03/15
JOE AND THE JUICE
PIZZA & SALAT
Fulltrúar SKE kíktu á veitingahúsið Apótekið sem opnaði nýverið á horninu í Austurstræti. Höfðum við heyrt góða hluti um staðinn og því tilvalið að kíkja í heimsókn. Við fórum alla leið ef svo má segja og fengum okkur svokallaða ‘óvissuferð’ en hún er 6 rétta veisla af matseðli. Byrjað er á þremur smáréttum sem kokkarnir velja hverju sinni og með réttunum fylgir einnig kampavínsglas. Okkar smáréttir voru: 1. léttgrillaður túnfiskur með avókadókremi í aji amarillo sósu, sýrð vatnsmelóna og sesam-engifer vinaigrette. 2. Hægeldaður karfi með raufrófumæjonesi, rauðrófugeli, dillolíu og serranó. 3. Nautatartar með fetaosti, ristuðum möndlum og tómat-chili emulsion. Smáréttir þessir voru hver öðrum betri enda úrvalið af matseðlinum einstaklega gott. Þegar kom svo að aðalréttunum var annar fiskur- og hinn kjötréttur. Réttur 1: Skarkoli með aspas, kartöflumús, blóðappelsínum og beurre blanc. Réttur 2: Nautalund með
KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt
PRÓ
Ð O B L I FAT
12 TOM M & R U T MU BÁ
AÍ M . 5 1 L I T R I D IS L I N I G E T Ð R O Í K S A TILB L Ó K S N U S Í V AM R F N G GE
9 9 9
Ferskleiki er okkar bragð.™
G F A Ð R IÐSTÆ
Gildir ekki með öðrum tilboðum. Með tilboðinu er aðeins átt við gos úr vél. Ef óskað er eftir því að fá gos í plasti þarf að greiða 100 kr. aukalega. Greiða þarf fyrir öll auka kjötálegg. © 2014 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki af Doctor’s Associates Inc.
25
HVAÐ ER AÐ SKE?
M U F Ó R P Í G I Þ M U J
Ð VIÐ ST Y S N I E Ð A OSI Á
26
HVAÐ ER AÐ SKE?
LJÓSVAKAMIÐLAR SÉRA BROWN Breskur sakamálaþáttur um hinn slungna séra Brown sem er ekki bara kaþólskur prestur heldur leysir glæpsamleg mál á milli kirkjuathafna. Aðalhlutverk: Mark Williams.
DESIGN STAR
Hvar: RÚV Hvenær: Fös. kl.21:30
Það er komið að sjöundu þáttaröðinni af þessari bráð-skemmtilegu raunveruleikaseríu þar sem tólf efnilegir hönnuðir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Kynnir þáttanna er sigurvegarinn í fyrstu þáttaröðinni, David Bromstad, og honum til halds og trausts eru dómararnir Vern Yip og Genevieve Gorder. Hvar: SkjárEinn Hvenær: Þri. kl.19:10
GORDON BEHIND BARS
EKKERT GRÍN
Í þessum skemmtilegu þáttum bregður Gordon Ramsey sér bakvið lás og slá í þeim tilgangi að kenna föngum að elda alvöru mat án þess að það kosta of miklu til.
Spennuþáttaröð um hjón sem dvelja um helgi á afskekktum stað í boði vinar. Smám saman er ýmsu ljóstrað upp um fortíðina, gamlar erjur taka sig upp og andrúmsloftið verður spennuþrungið. Aðalhlutverk leika Shaun Evans, Claire Keelan, Genevieve O’Reilly og Rupert PenryJones. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
Kanadísk heimildarmynd sem fjallar um tjáningarfrelsið í skugga árása og hótana í garð skopmyndateiknara víða um heim. Rætt er við teiknara frá Ísrael, Palestínu, Þýskalandi, Túnis, Frakklandi og víðar og þeir spurðir álits um stöðu tjáningarfrelsisins í heiminum í dag.
Hvar: RÚV Hvenær: Sun. kl.23:50
Hvar: RÚV Hvenær: Mið. kl.22:20
Hvar: SkjárEinn Hvenær: Mán. kl.19:10
SÍÐASTA HELGIN 6
KARLSVAKA Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is
Stórtónleikar samferðamanna og aðdáenda Karls J. Sighvatssonar sem lést langt um aldur fram 1991. Gunnar Þórðarson og félagar úr hljómsveitinni Trúbrot flytja lag tileinkað Karli, félagar úr Flowers rifja upp gamla takta og forsvarsmenn Minningarsjóðs Karls J. Sighvatssonar kynna
um styrkþega fyrr og nú en á fjórða tug styrkþega hafa hlotið námsstyrki til framhaldsnáms frá stofnun sjóðsins, styrki til orgelkaupa, nótnaútgáfu, diskaútgáfu o.fl. Fjölmörg af stærstu nöfnum íslenskrar tónlistar sameinast í minningu um orgelmeistarann Karl J. Sighvatsson, þar á meðal:
Flowers, Mannakorn, Hjaltalín, Apparat Organ Kvartett, Megas, Mugison, Ólafur Arnalds, Gunnar Þórðarson, KK og Davíð Þór Jónsson. Hvar: Stöð 2 Hvenær: Mið. kl.19:40
t
SNJALLTILBOÐ
27
HVAÐ ER AÐ SKE?
Glæsilegt örþunnt tæki með mjóum ramma og Ambilight 2 baklýsingu sem eykur upplifunina. Framúrskarandi myndgæði með 600Hz Perfect Motion Rate, Pixel Precise HD Dual Core örgjörva, Digital Natural Motion og Micro Dimming Pro. Öflugt snjallsjónvarp. Fjöldi tækninýunga er í tækinu þar á meðal Cloud TV & Explorer sem býður upp á að nálgast sjónvarpsstöðvar í gegnum netið eða tengja tækið beint við Dropbox. Multiroom client & server gerir svo mögulegt að senda sjónvarpsefni úr tækinu í önnur Philips tæki með Multiroom möguleikanum.
Philips 47PFS7109S
TILBOÐ
149.995 FULLT VERÐ 179.995
ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500
28
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
WILD TALES 8,2
FAST & FURIOUS FORSALA HAFIN Á 7 OG , SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL BORGARBÍÓ AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
8,0
82%
INSURGENT
95%
SAMBA 6,7
50%
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
7,0
31%
STATIONS OF THE CROSS
7,6
75%
CHILD 44
AUSTUR
ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
MARIGOLD HOTEL
6,8
LAUGARÁSBÍÓ | SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI
THE SECOND BEST EXOTIC
6,3
24%
62%
29
HVAÐ ER AÐ SKE?
VEGAMÓT KITCHEN - BAR - CAFÉ
Í HÁDEGINU VIRKA DAGA Réttir dagsins á 1890 og súpa fylgir með
HEILSURÉTTIR
BRUNCH
Laugardaga & Sunnudaga | 11-16 Vegan hnetusteik
Með hnetusósu, Marakkó salati með appelsínu, ólífum og kryddjurtum.
2690
Hægeldaður þorskhnakki
2590 Með ávaxta chutney, bankabyggi, brokkolí, kryddjurta sesam vinegrette og jurtum.
HUMARPIZZA Steinliggur með hvítvíni
Grænmetisborgari í speltbrauði
2290
Með sólþurkuðum tómötum og cashew hnetum, borinn fram með sætkartöflusalati með tómötum og lauk.
Lúxus brunch
2490 Hrærð egg, beikon, pastramiskinka, camembert, goudaostur, kartöflur, ný bakað brauð, ferskir ávextir, tómat confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og pönnukaka með hlynsírópi.
Sá breski
2390
Klassískur Vegamótabrunch
2390
Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og pönnukaka með hlynsýrópi.
Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur, tómat confetti, grískt jógúrt og pönnukaka með hlynsírópi.
Léttur heilsubrunch
2090 Ristað speltbrauð, pastramiskinka, ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og grískt jógúrt. Barna Brunch Pylsur, steikt egg, beikon, grískt jógúrt, brauð og pönnukaka.
990
BABY BACK RIBS + ÍSKALDUR BJÓR Gott saman alla daga
Eldhúsið er opið sun-mið 11-22:00 fim 11-23:00 fös-lau 11-23:30
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
30
HVAÐ ER AÐ SKE?
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
FÚSI 7,7
PAUL BLART: MALL COP 2
GET HARD
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
KINGSMAN: THE SECRET SERVICE
8,2
74%
SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ
4,0
SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
6,3
31%
THE LOVE PUNCH 7,8
AGE OF ADALINE
SERIAL (BAD) WEDDINGS
FRUMSÝND 24. APRÍL
HÁSKÓLABÍÓ
LOKSINS HEIM 6,8
7,6
83%
7,7
84%
79%
46%
31
HVAÐ ER AÐ SKE?
FORSALAN ER HAFIN Miðnætur forsýningar 22. apríl - fruMsýnd 23. apríl
32
HVAÐ ER AÐ SKE?
Vertu þráðlaus
© Inter IKEA Systems B.V. 2015
Nú getur þú hlaðið snjalltækin þín þráðlaust! Skoðaðu allt úrvalið og veldu hvernig þú vilt hafa þína þráðlausu hleðslu. Allar nánari upplýsingar í versluninni og á www.IKEA.is
© Inter IKEA Systems B.V. 2015
11.900,-
SELJE náttborð m/þráðlausri hleðslu B46×D37, H55,5cm. Hvítt
Verslun opin
11-21 alla daga - Veitingastaður opinn 9:30-20:30 - www.IKEA.is