Ske - #9

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 29.4-6.5

#9

SKE.IS

„ÞAÐ ER ERFITT AÐ KENNA GÖMLUM HUNDI AÐ SITJA Á SÉR“

VIÐTAL VIÐ ÁGÚST BENT


2

HVAÐ ER AÐ SKE?

GÖTUR REYKJAVÍKUR Í AMSTRI DAGSINS - STREETSOFREYKJAVIK.COM -

Ég er einfaldur maður. Svotil allt sem ég þarf til að vera tiltölulega sáttur er félagsskapur kattarins míns, dós af íslensku neftóbaki og gott rapp. Kötturinn minn umber mig enn um sinn, ég á klink fyrir tóbaki og óhætt er að segja að íslenskir rapparar séu sperrtir þessi dægrin. Á tiltölulega stuttum tíma hefur komið út sprúðlandi frískt efni með Gísla Pálma, Emmsjé Gauta, BlazRoca, Bent og Reykjavíkurdætrum. Og í ofanálag er von á plötu frá öðlingunum í Úlfi Úlfi hvað úr hverju. En það eru ekki bara fyrirferðarmestu brussurnar sem hafa bært á sér heldur sytrar líka linnulítið út afbragðs tónlist með minni (en engu síðri) spámönnum s.s. Geimförum, Marteini Boots, Lord Pusswhip, Gervisykri, Togga Nolem (í trússi við allfrítt föruneyti), Valby-bræðrum, Herra Hnetusmjöri og ótal fleirum. Sjálfur er ég eldgamall kall og óttalegur þurs á netinu í ofanálag og yfirsést áreiðanlega mýgrútur af efni sem telja mætti til - sem telja ætti til - en hvað um það, það er í öllu falli mikið í deiglunni. Ég bið þá sem mér láðist að nefna innilegrar afsökunar, sendið mér línu og við semjum um sáttarlaun. En mikið andskoti sem gróskan er ánægjuleg. Rapp hressir, bætir og kætir, það hafa lífeðlisfræðingar og spámiðlar margsýnt fram á. Wu-Tang er fyrir börnin.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Ágúst Bent Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir frá götum Reykjavíkur: Birta Rán Björgvinsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf


3

HVAÐ ER AÐ SKE?

Chaplin Modern Times Bíó með Sinfóníunni Tryggið ykkur miða

Fös. 8. maí » 19:30 Lau. 9. maí » 15:00

Nútíminn eftir Chaplin er eitt af helstu meistara­ verkum kvikmyndasögunnar og um leið vin­ sælasta og fyndnasta kvikmynd hans. Nútíminn segir af baráttu flækingsins við að fóta sig í nýrri iðnvæddri veröld í lok heimskreppu.

Charles Chaplin Modern Times Sinfóníuhljómsveit Íslands Frank Strobel hljómsveitarstjóri

@icelandsymphony

#sinfó

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 9­18 virka daga og 10­18 um helgar

Tónlist Chaplins er óaðskiljanlegur hluti kvik­ mynda hans og um leið leiðarstef í verkum hans.

Barnaverð 2.400 kr. Börn og ungmenni fá sérstakt miðaverð á Chaplin í miðasölu Hörpu.


4

HVAÐ ER AÐ SKE?

TÓNLIST BRJÓSTBIRTA

MÚM MENSCHEN AM SONNTAG IMPROVISATION / WORK IN PROGRESS #2 Þá er komið að öðrum tónleikunum í mánaðarlegri seríu múm, þar sem þeir Örvar Smárason og Gunnar Tynes snara fram brakandi raftóna við kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930 með það að leiðarljósi að að skapa á endanum nýja tónlist við myndina og ljá henni nýjan hljóðheim. Tónleikaserían verður því eins konar verk í vinnslu. Á fyrstu tónleikunum kom múm fram sem dúett, en í þetta sinn bæta þeir við samstarfsmanni sínum til margra ára, trommuleikaranum Magnúsi Trygvasyni Eliassen.

HVANNDALSBRÆÐUR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar útgáfu sjöundu hljómplötu sinnar, sem ber nafnið Hvanndalsbræður - Klappa ketti, með tvennum tónleikum þennan laugardag. Platan inniheldur 12 ný lög og verður leikin í heild sinni á Græna hattinum en eldri slögurum verður skeytt með svo að fólk drepist ekki úr nýmóðu. Magni Ásgeirsson, sem lék á rafgítar á plötunni, mun vera þeim innan handar á tónleikunum.

Kvennakórinn Katla samanstendur af um það bil 50 ungum konum sem stjórnað er af Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur. Kvenleg orka, fegurð og styrkur verður allsráðandi á þessu fagra fimmtudagskvöldi. Um tvenna tónleika er að ræða, annars vegar kl. 19:30 og hins vegar kl. 21:00 Hvar: Aðventkirkjan í Reykjavík, Ingólfsstræti 19 Hvenær: 30. apríl kl. 19:30 & 21:00 Miðaverð: 2.200 kr. Nánar: midi.is

Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 2. maí kl. 20:00 og 23:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: midi.is

Menschen am Sonntag er vanmetið meistarastykki frá 1930 en hún var fyrsta myndin sem bræðurnir Curt og Robert Siodmak leikstýrðu og handritið skrifaði enginn annar en Billy Wilder. Kvikmyndin er ein síðasta mynd þögla tímabilsins svokallaða og gefur sjaldgæfa innsýn inn í líf áhyggjulausra ungmenna í borg sem stuttu seinna varð hryllingi einræðis að bráð.

OYAMA & AGENT FRESCO

Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2 Hvenær: 29. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

Hljómsveitirnar Oyama og Agent Fresco leiða saman hesta sína og skella í tónleika. Hvar: Húrra Hvenær: 30. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.

LOGI PEDRO

VIKTORIA POSTNIKOVA & GENNADÍJ ROZHDESTVENSKÍJ Aufúsugestirnir og Íslandsvinirnir, hjónin Viktoria Postnikova og Gennadíj Rozhdestvenskíj, heiðra Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónlistarunnendur enn á ný með nærveru sinni og flutningi á rússneskum öndvegisverkum. Rozhdestvenskíj er einn fremsti hljómsveitarstjóri samtímans og milli hans og Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur myndast náið samband sem kristallast í ógleymanlegri tónlistarupplifun. Á efnisskránni er svíta úr ballettinum Pulcinella sem Stravinskíj byggir á stefjum ítalska barokktónskáldsins Giovanni Battista Pergolesi og fjallar um trúðinn Pulcinella og samskipti hans við fegurra kynið og afbrýðissama unnusta. Postnikova leikur 4. píanókonsert Rakhmanínovs sem er fagur og einkar glæsilegur. Konsertinn hefur aðeins einu sinni áður heyrst á tónleikum hljómsveitarinnar og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Postnikova flytur tónleikagestum sjaldheyrðar gersemar tónbókmenntanna. Tónleikunum lýkur á 3. hljómsveitarsvítu Tsjajkovskíjs sem upphaflega átti að verða hans 5. sinfónía en tók á sig aðra mynd í sköpunarferlinu. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 30. apríl kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr. Nánar: harpa.is og midi.is

DIMMA Á HÚRRA

Þungarokksveitin DIMMA heldur tvenna tónleika á hinum rómaða tónleikastað Húrra. Hljómsveitin hefur átt góðu gengi að fagna síðustu misseri og hefur t.d. tvisvar sinnum náð fyrsta sæti á lista yfir mest seldu plötur landsins sem telst einstakt fyrir þungarokkshljómsveit.

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Logi Pedro spilar á Prikinu á fimmtudagskvöldið. Fjölmennt er að jafnaði á fimmtudögum á Prikinu en reikna má með að það verði stútfullt í þetta sinn af góðum tónum og dillandi bossum á barstólum. Hvar: Prikið Hvenær: 30. apríl kl. 24:00 Miðaverð: Frítt

Fyrri tónleikar: Kl: 16.00 Miðaverð: 1.000 kr. / frítt fyrir 6 ára og yngri. Upphitun: Meistarar Dauðans. Seinni tónleikar: Kl: 22.00 Miðaverð: 2.000 kr. Upphitun: Röskun DIMMA mun flytja öll sín bestu lög og lætur nærri að plöturnar Myrkraverk og Vélráð verði fluttar í heild sinni og hægt er að lofa löngum, sveittum og sturluðum tónleikum enda hefur sveitin ekki stigið á stokk í Reykjavík í marga mánuði. Hvar: Húrra Hvenær: 2. maí kl. 16 og 22 Miðaverð: 1.000 -2.000 kr. Nánar: tix.is

Plötusnúðarnir og plötuútgefendurnir í Lagaffe Tales spila á Kaffibarnum þetta fimmtudagskvöldið. Um reglulegan viðburð er að ræða sem plötuútgáfan stendur fyrir en þeir fá oftar en ekki plötusnúðakempur í gestasett á kvöldunum. Hvar: Kaffibarinn Hvenær: 30. apríl kl. 24:00 Miðaverð: Frítt


5

HVAÐ ER AÐ SKE?

Með afsláttarm iða

15.999,-

Með afsláttarmiða

23.999,-

Með afsláttarm iða

Verð 29.999,-

19.199,Verð 23.999,-

Verð 19.999,-

Með afsláttarmiða

28.799,Verð 35.999,-

RAZER BLACKSHARK

2.0 leikjaheyrnartól sem eru byggð á heyrnartólum þyrluflugmanna

RAZER KRAKEN PRO

RAZER BLACKWIDOW ULTIMATE

Þægilegasta leikjaheyrnartól allra tíma!

EINNIG TIL: RAZER TIAMAT 7.1 | RAZER ADARO WIRELESS.

Leikjalyklaborð með nýju Razer™ Mechanical Switches hnöppunum

RAZER ANANSI

Hrikalega flott MMO leikjalyklaborð

EINNIG TIL: RAZER DEATHSTALKER | BLACKWIDOW ULTIMATE STEALTH

Með afsláttarmiða Með afsláttarm iða

Með afsláttarmiða

12.399,-

15.999,-

Með afsláttarm iða

3.199,-

2.399,-

Verð 3.999,-

Verð 2.999,-

Verð 15.499,-

Verð 19.999,-

RAZER NAGA

MMO leikjamús fyrir atvinnumanninn!

RAZER TAIPAN

RAZER GOLIATH SMALL

Leikjamús hönnuð með þægindi og nákvæmni í huga

EINNIG TIL: RAZER NAGA EPIC CHROMA | RAZERM OUROBOROS | RAZER MAMBA

Vinsælasta músarmottan frá Razer. Tauefni að ofan og gúmmí undir fyrir meiri stöðuleika.

RAZER SPHEX

Þynnsta músarmottan sem Razer býður upp á.

EINNIG TIL: RGOLIATH (MEDIUM) | GOLIATH (LARGE)

! m u r ö v m u ll 20% afsláttur af ö ding þessa afsláttarmiða! Aðeins gegn afhen

GILDIR ÚT MAÍ 2015

SPILAÐU MEIRA BORGAÐU MINNA SMÁRALIND · 591 5300 · WWW.GAMESTODIN.IS


6

HVAÐ ER AÐ SKE?

TÓNLIST

TINA SOFFÍA BJÖRG Soffía Björg býður vorið velkomið með lágstemmdum tónleikum í Mengi á laugardagskvöld. Þar verður frumflutt tónlist sem hún hefur verið að vinna síðastliðna mánuði og einnig lög af væntanlegri plötu. Henni til halds og trausts verða Tómas Jónsson á skringi-rhodes og myndlistarkonan Sigríður Þóra Óðinsdóttir sem varpar videóverki á vegg tónleikastaðarins. Einnig lánar hún rödd sína yfir þessa kvöldstund. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 2. maí kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net

DROTTNING ROKKSINS Það slær enginn Tinu Turner við, en þó er nokkuð víst að það stórskotalið íslenskra tónlistarmanna sem flytur öll bestu lögin af ferli Tinu á sviði Eldborgar á laugardaginn fer ansi nærri því! Söngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn og Regína Ósk eru fremstar í flokki ásamt dönsurum og hljómsveit Rigg Viðburða.

Tina (Anna Mae Bullock) fæddist í Nutbush, Tennessee þann 26. nóvember árið 1939. Hún hóf söngferil sinn aðeins 16 ára gömul þegar hún kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Ike Turner. Þó frægðarsól Tinu hafi sannarlega skinið skært á árunum 1960-1978, eða þar til hún skildi við Ike, átti hún eftir að ná enn lengra. Sólóplatan Private Dancer kom út árið 1984 og seldist í milljónum eintaka víða um heim. Breiðskífan

innihélt lög eins og Whats love got to do with it, Better be good to me og Private dancer. Tina hefur unnið til fjölda verðlauna og verið ein vinsælasta og dáðasta söngkona veraldar í áratugi. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 2. maí kl. 19:30 Miðaverð. 6.900 - 9.900 kr. Nánar: harpa.is og midi.is

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS

ÁRSTÍÐIRNAR ÁTTA Maí er athyglisverður mánuður þar sem skjótt skipast veður í lofti. Við getum átt von á stórhríð og blíðum sunnanvindum en þó ekki í einu. Hér gefst hinsvegar tækifæri til að njóta stórbrotinna veðurbrigða í Hamraborginni, allt frá trylltum stormi til sólarblíðu. Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands eru Árstíðirnar fjórar, eitt þekktasta og vinsælasta verk Antonios Vivaldis (1678-1741), og Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla (1921-1992). Hver árstíð er tjáð á einstaklega áferðarfallegan og lýsandi hátt þar sem við ferðumst milli norðanvinda, munúðar vorsins, trega haustsins og sumarfagnaðar.

Positive Vibrations heyrnatól 12.950.• • •

50mm hátalarar sem veita góð hljómgæði Tíðnisvið 17-20.000Hz Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl, virkar með iPhone

Einleikarinn Greta Guðnadóttir hefur getið sér framúrskarandi orð fyrir fiðluleik. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, Mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York 1987 og doktorsprófi frá Florida State University í Flórídafylki 1995. Greta leiddi aðra fiðlu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 1992-2012 og frá árinu 2000 til vorsins 2014 starfaði hún sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hún hefur unnið það verk af mikilli alúð og metnaði og átt stóran þátt í uppbyggingu hljómasveitarinnar og tónlistarlífs á Norðurlandi. SN þakkar henni innilega fyrir hennar framlag. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 3. maí kl. 16:00 Miðaverð: 4.900 kr. Nánar: midi.is og menningarhus.is

BORG Strákarnir í Borg, Housekell Ómar E. & Reginbald, spila á Dolly nú á fimmtudaginn. Plötusnúðateymið hefur heldur betur látið í sér heyra undanfarin misseri en þeir eru hluti af Blokk hópnum sem spilar meðal annars í LÓU partýinu ásamt Plútó, Tetriz og Yamaho þ. 16. maí næstkomandi. Það má segja að það eru dansvænir tímar framundan í höfuðborginni og engin ástæða til að hanga heima yfir youtube. Hvar: Dolly Hvenær: 30. apríl kl. 24:00 Miðaverð: Frítt


7

HVAÐ ER AÐ SKE?

TÓNASTÖÐIN • SKIPHOLTI 50D • REYKJAVÍK • S. 552 1185 • WWW.TONASTODIN.IS


8

HVAÐ ER AÐ SKE?

Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson


9

HVAÐ ER AÐ SKE?

„ÞAÐ ER ERFITT AÐ KENNA GÖMLUM HUNDI AÐ SITJA Á SÉR“

Ágúst Bent er mörgum vel kunnur, ekki síst sem rappari og einn meðlima XXX Rottweiler hunda en einnig sem kvikmyndagerðarmaður og grínisti. Á sínum tíma, í kringum síðustu aldamót, urðu þeir Rottweiler-hundar til þess að hrinda af stað íslensku rappbylgjunni og svo hafa þeir, saman eða hver í sínu lagi, haldið áfram að vekja athygli fyrir tónlist sína. Hin síðari ár hefur Bent svo unnið mikið með Steinda Jr. og saman hafa þeir gert sjónvarpsþætti sem hafa vakið athygli og notið mikilla vinsælda. SKE setti sig í samband við þennan þúsundþjalasmið og ræddi við hann um rappið, sjónvarpið og önnur og leiðinlegri mál. Við byrjum almennt. Hvað segirðu gott á þessum drottins dýrðar degi? Ég er nettur sko. Þetta líf er rússíbanareið en manni leiðist allavega ekki. Það er þó gott. Nú voruð þið í Rottweiler að gefa út nýtt lag og myndband, en útgáfa hefur verið strjál síðustu misseri. Hvað kemur núna til? Við höfum ekki verið að gera mikið undir Rottweiler nafninu, nei, en Blaz hefur verið duglegur við að gefa út efni. Ég og Lúlli höfum báðir verið að einbeita okkur að sjónvarpsþáttagerð undanfarin ár. Það er svo mikil upsveifla í íslensku rappi þessa dagana að maður varð bara að taka þátt. Maður getur ekki leyft unglömbunum að sitja ein að þessu. Mæltu manna heilastur. Hver er annars staðan á Rottweiler? Eruð þið t.d. með plötu í bígerð?

Ég hef gefið út fimm breiðskífur og finnst það nóg. Undanfarin ár hef ég haldið mig við að gefa út eitt til tvö lög á ári. Rétt nóg til að að halda sér relevant og til að fríska upp á settið. Ég er sjálfur hættur að hlusta á plötur í heild sinni, ég finn strax út hvaða lög gera eitthvað fyrir mig og gleymi hinum. Þannig að afhverju ekki bara að halda sig við hittarana og sleppa fillernum. En það er bara ég. Þú hefur á síðari árum fært þig yfir í sjónvarpsþáttagerð með góðum árangri, hvernig kom það til? Ég hef alltaf verið að gera grín og myndbönd samhliða rappinu. Byrjaði að gera sketsa í Videonefnd FB sama ár og Rottweiler hóf göngu sína. Svo var ég einn af stjórnendum þáttarins Tívolí á sjónvarpsstöðinni Sirkús. Þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum byrjaði ég síðan að vinna hjá SkjáEinum við þættina Monitor. Við Steindi gerðum skets fyrir hvern þátt og í kjölfarið fengum okkar eigin þætti; Steindann okkar. Og the rest is history, eins og sagt er. Hvað er í pípunum á þessu sviði? Það hefði verið gaman að gera aðra seríu af Hreinum Skildi. Mér finnst þeir þættir vera alveg geggjaðir, en sumum þótti þeir kannski aðeins of geggjaðir. Helst myndi ég vilja að fleiri myndu sjá þá. En annars er ég að skrifa handrit að kvikmynd sem að vonandi verður að veruleika.


10

HVAÐ ER AÐ SKE?

Vonandi, já. En að öðru. Þú komst í fréttir á dögunum vegna atviks sem átti sér stað í gleðskap á Loftinu, hvað gerðist? Geturðu eitthvað talað um það? Ég get ekki talað nákvæmlega um hvað gerðist. Ég gerði bara mistök. Maður hefur verið að lenda í veseni alla ævi, en samt finnst manni maður alltaf svo góður drengur. En maður getur ekki alltaf kennt öðrum um, ég hefði átt að bregðast öðruvísi við og auðvitað bara labba í burtu. En það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja á sér. Og hver er staðan á þessu máli sem stendur? Ég er búinn að fara í skýrslutöku og bíð þá bara eftir því að fara fyrir dóm. Það eru allir sammála um málsatvik í aðalatriðum þannig að vonandi tekur þetta ekki langan tíma. Það er alveg hræðileg stemning í héraðsdómi. Því trúi ég. En að lokum, hvað er svo almennt séð á döfinni, að hverju vinnurðu? Ég er að skrifa handrit, skemmti reglulega með Steinda og svona, ég er að reyna að gera konu ástfangna af mér, langar til að verða massaður aftur og svo klappa ég kettinum mínum mikið. Óskar er góður kisi. Það efast ég ekki um eitt augnablik. SKE þakkar Bent kærlega fyrir spjallið og óskar þeim Óskari velfarnaðar í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur.


11

HVAÐ ER AÐ SKE?

smáralind - kringlan


12

HVAÐ ER AÐ SKE?

LISTVIÐBURÐIR

FJALL AUÐUR ÓMARSDÓTTIR

„EYEFUME“ KRISTINN MÁR PÁLMASON Síðastliðinn laugardag opnaði Kristinn Már Pálmason sýningu sína „Eyefume“, en þar er að finna ný málverk á striga unnin í akríl og blek með blandaðri tækni. Kristinn Már hefur undanfarin ár unnið að þróun táknfræðilegs myndmáls sem einkennist af ofgnótt hlutverulegra sem abstrakt ímynda, annarlegum hliðstæðum, erkitýpum og dulhyggju svo eitthvað sé nefnt. Árátta, afbygging og afbygging áráttunnar eru áberandi þættir í ferlinu, bæði vinnuferlinu sem slíku sem og í sálarástandi listamannsins við sköpunina.

Auður Ómarsdóttir vinnur myndlist á tilfinningalegann hátt með því að nota sínar eigin persónulegar upplifanir í kveikjur á verkum. Í sýningunni FJALL sýnir Auður ósjálfráðar teikningar sem hún hefur unnið yfir nokkurra mánaða skeið. Teikningarnar voru unnar þannig að hún var yfirleitt að gera eitthvað annað á meðan eða ekki að hugsa um að hún væri að teikna, þá skapaðist viss tilfinningaleg yfirlýsing undirmeðvitundarinnar og á sama tíma heilun. Út frá teikningunum og hugtakinu FJALL teygir hún sýninguna út í aðra miðla og fleiri lög. Auður hefur mikinn áhuga á áferð, gegnsæum efnum, glansadi efnum og vinnur gjarnan með því að blanda ólíkum miðlum saman.

Þessi sýning er helguð öllum þeim fjöllum sem þarf að klífa. Auður Ómarsdóttir (1988) myndlistarmaður, útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2013. Auður vinnur mikið með teikningu og skoðar teikningu sem innsetningu í formi skúlptúra, málverka, gjörninga eða vídeóverka. Í verkum Auðar leitast hún eftir að halda ekki fullri stjórn á sköpuninni og notar ýmsar leiðir til að fá utanaðkomandi öfl til þess að spinna með sér. Þegar undirmeðvitund, tæki og tól eða annað fólk stjórnar flæðinu skapast töfrakennt ástand og er það markmið Auðar í myndlist. Auður er meðlimur Algera studio og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en þetta er þriðja einkasýning hennar.

Hvar: EkkiSens, Bergstaðarstræti 25B Hvenær: Opnun 1. maí kl. 20:00, sýning stendur til 8. maí Opið: frá 14:00-16:00

„Ég sé orðinn meðvitaðri um dagbókargildi verkanna, þ.e.a.s. hvernig mismunandi nálgun við verkið dag frá degi skilar sér í ólíkum aðferðum. Formin eða hvað það er sem ég geri einn daginn verður persónulegt tákn fyrir ákveðið skapferli. Þessi þáttur myndmálsins er stígandi og vísir að einskonar listrænni sjálfs sálgreiningu.” Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990 - 94 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996-1998 (MFA). Kristinn Már á að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Hann hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er t.a.m. annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík og einn af stofnendum og stjórnarmeðlimum Kling & Bang gallerís. Hvar: Gallery Bakarí, Skólavörðustíg 40, Hvenær: Stendur til 4. maí Opið: 12:00-18:00 virka daga og 12:00-16:00 laugardaga

ÓÐUR TIL KAFFIHÚSS

BLÆÐI // OBSIDIAN PIECES ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Á LISTAHÁTÍÐ Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verk eftir Damien Jalet, Ernu Ómarsdóttur og Sidi Larbi Cherkaoui á Listahátíð í Reykjavík. Hér er um einstakan dansviðburð að ræða sem áhugafólk um dansmenningu ættu ekki að láta framhjá sér fara! Black Marrow eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Ben Frost Í Black Marrow birtist tær máttur líkamans sem reynir að lifa af í kæfandi heimi þar sem eðlishvötin hefur verið iðnvædd. Black Marrow var upprunalega samið fyrir Chunky Move, einn helsta nútímadansflokk Ástralíu, og sýnt á Alþjóðlegri Listahátíð Melbourne árið 2009. Verkið birtist hér í nýrri mynd, sérstaklega útfært fyrir og með Íslenska dansflokknum.

SJÓNARHORN & ENDUROPNUN SAFNAHÚSSINS ÍSLENSKUR MYNDHEIMUR Sýningin Sjónarhorn, sem stendur nú yfir í Safnahúsinu, er ferðalag um íslenskan myndheim. Að henni standa Landsbókasafn ÍslandsHáskólabókasafn, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands sem jafnframt sér um rekstur hússins. Safnahúsið býður upp á leiðsöguforrit í gegnum síma og leigu á símum. Með því er hægt að þræða sig eftir sýningunni með hvort sem er heldur hljóðleiðsögn eða skjátexta og því er mikið gert til þess að fólk geti notið sýningarinnar til fulls og fengið skemmtilega fræðslu í senn. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson Fjölskyldur eru hvattar til að skoða fræðslurými hússins og sérstakt fræðsluefni um sýninguna. Hvar: Safnahúsið, Hverfisgötu 15 Hvenær: Sýning stendur til 31. maí

- „Black Marrow er hrífandi, virkilega frumlegt dansleikhúsverk” - The Australian Les Médusées eftir Damien Jalet Ásækið kventríó, upphaflega samið fyrir Louvre listasafnið í París, sem sækir innblástur sinn í hið töfrandi eðli gyðjustyttnanna í Marly garði safnsins. - „Nálgun Jalet er nærgætin og munúðarfull… „Les Médusées“ eiga vel verðskuldaðan stall í listahofi Parísar“ - Les Echos Brot úr Babel eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui Tvö brot úr hinu geisivinsæla verki Babel (words) eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui. Sin er nautnafullur og kraftmikill dúett sem sækir innblástur sinn í goðsagnirnar um hið upprunalega par og þeirra sameinuðu og sundruðu krafta. The Evocation er nútíma túlkun á Zikr, athöfn innan súfisma, þar sem endurtekning á einu orði er notað til að varpa burt álögum. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: Aðeins þrjár sýningar í boði 19. maí, 25. maí og 28. maí Miðaverð: kr. 4.500 Nánar á midi.is og id.is

„ferðalag sem átti eftir að breyta lífi mínu“ María Rós Kristjánsdóttir Áhugaverð sýning er nú í gangi á Súfistanum, Máli & Menningu, sem sett er upp af fráfarandi starfsmanni kaffihússins, Maríu Rós Kristjánsdóttur. Sýningin fjallar um ferðalag manneskju og þá óvæntu stefnu sem lífið getur tekið með einni lítilli ákvörðun: Þeirri ákvörðun að sækja um vinnu á kaffihúsi. Eftir fjögurra ára starf segir María nú skilið við Súfistann en eftir stendur í lífi hennar stór hópur fólks sem ekki er að fara neitt. Á sýningunni Óður til Kaffihúss eru handteiknaðar portrett myndir af 21 einstakling sem María kynntist í gegnum kaffihúsið. Þessi hópur kom einungis saman fyrir tilstilli staðarins en á annars lítið sameiginlegt. María Rós er 23 ára gömul. Hún lauk fornámi úr Myndlistaskólanum í Reykjavík eftir stúdentspróf en þetta er hennar fyrsta einkasýningin. María hefur undanfarin ár einbeitt sér að portrait teikningum en henni finnst áhugavert hvað þær geta gripið áhuga fólks fljótt og hvað þær geta sagt mikla sögu Hvar: Súfistinn/Mál og Menning, Laugavegi 18, Reykjavík Hvenær: Sýning stendur til 11. maí Opið: Alla daga til kl. 22:00


13

HVAÐ ER AÐ SKE?


14

HVAÐ ER AÐ SKE?

NÝ VIFTUTÆKNI 30% MEIRI KÆLING GTX 960 · GTX 970 · GTX 980 ASUS STRIX GTX LEIKJASKJÁKORTIN ERU HLAÐIN NÝRRI TÆKNI. DIRECTCU II FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI KÆLINGU, AUKIN AFKÖST OG HLJÓÐLÁTARI LEIKJASPILUN. ODB VIFTUTÆKNI FYRIR HLJÓÐLAUSA LÉTTA LEIKJASPILUN OG BLU-RAY KVIKMYNDAÁHORF. DIGI+ VRM STRAUMJÖFNUN OG HÁHRAÐA GDDR5.

FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES HAFNARFJÖRÐUR ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333

REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750


15

HVAÐ ER AÐ SKE?

LENGRI ÁBYRGÐARTÍMI 3 ÁRA ÁBYRGÐ Á ASUS MÓÐURBORÐUM ASUS ER STÆRSTI MÓÐURBORÐSFRAMLEIÐANDI HEIMS. TÖLVULISTINN BÝÐUR NÚ Í SAMSTARFI VIÐ ASUS LENGRI ÁBYRGÐARTÍMA Á ÖLLUM ASUS MÓÐURBORÐUM SEM KEYPT ERU 2015. VELDU TRAUST OG ÖRUGGT MÓÐURBORÐ OG VIÐ ÁBYRGJUMST ÁREIÐANLEIKANN.

RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER, ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.

WWW.TL.IS


16

HVAÐ ER AÐ SKE?

HÖNNUN HYRNA INNSKOTSBORÐ

Íslensk hönnun og framleiðsla. Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Fæst í náttúrulegri eik, eik með grárri plötu og hnotu með rauðri plötu. Tvær stærðir: Minna borð: 82.000 kr. 54 cm x 61 cm og 49 cm á hæð Stærra borð: 86.000 kr. 56 cm x 65 cm og 57 cm á hæð

PYROPET KERTI - BÍBÍ Nýjasta viðbótin við PyroPet fjölskylduna. Bíbí er lítill og sætur fugl sem fæst grænn eða gulur. Þegar kertið hefur brunnið kemur beinagrindin í ljós líkt og í kisukertinu. Snuran.is

HONKABELL VASI FINNSDOTTIR

VITRA – EAMES ELEPHANT

Finnsdottir er dansk/íslenskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2007 af þeim Þóru Finnsdóttur og Anne Hoff. Þóra útskrifaðist úr Danmarks Designskole og nýtir sína þekkingu á keramik en Anne Hoff kemur með grafíska og listamanns þekkingu inn í samstarfið. Merkið hefur vaxið og dafnað og nýtur gríðarlega mikill vinsælda um heim allan. Þessi fallegi Honkabell vasi er úr keramik og með mattri áferð. Hann er 16,5 cm á hæð.

Eames hjónin hönnuðu leikfíl úr formbeygðum krossviði árið 1945, en hann var aldrei fjöldaframleiddur. Fíllinn er nú fáanlegur úr gegnlituðu plasti í 5 litum og hentar t.d. vel í barnaherbergi.

Snuran.is

Penninn.is

NAGELSTAGER REPRO Hingað til hafa hinir fallegu nagelstager kertastjakar bara fundist í antikbúðunum en nú hefur danskt fyrirtæki hafið endurframleiðslu á þeim. Ótrúlega fallegir og sniðugir stjakar sem hægt er að stafla saman. Hver stjaki tekur 3 kerti. Stærð: 10x10x7,5 cm. Snuran.is

þú færð Nike í AIR smáralind KUPU GRÁR – REYKSKYNJARI

það er alltaf einhver skemmtilegur með snapchattið okkar airsmaralind!

Kupu er fótóelektrískur reykskynjari sem hannaður er af Harri Koskinen fyrir Jalo Helsinki. Kupu eykur ekki aðeins öryggið á heimilinu heldur gerir hann það með stíl. Flestir reykskynjarar eru fremur ljótir að sjá og erfitt að setja þá upp. Kupu er á hinn bóginn fallegur og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að koma honum fyrir með 3M límbandi og því engin þörf að nota skrúfur eða bor. Allt yfirborð reykskynjarans er prófunartakki, svo það eru engir litlir prófunartakkar: Þegar skynjarinn fer óvart af stað er því auðvelt að þagga niður í honum með því að ýta hvar sem er á yfirborð hans. Kupu hefur verið þróaður og framleiddur eftir öllum þeim kúnstarinnar reglum sem reykskynjarar verða að fara eftir og duga batteríin í honum í fimm ár. Hægt er að fá Kupu í ýmsum litum og fékk skynjarinn Red Dot hönnunarverðlaunin árið 2011. Hrim.is


lóa

17

HVAÐ ER AÐ SKE?

16.5.2015

tetriz blokk plútó yamaho kl. 21:30–02:30 í gamlabíó miðasala á midi.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE?

SKEMMTUN

BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS ÓKEYPISMYNDASÖGUDAGURINN 2015 Á laugardaginn tekur Nexus, ásamt þúsundum myndasagnaverslana um allan heim, þátt í að kynna myndasöguformið með þátttöku í „FREE COMIC BOOK DAY“ og gefur gestum sérútgefin myndasögublöð á ensku frá ýmsum útgefendum. Þetta er fjórtánda árið sem haldið er upp á daginn, og fimmta árið í röð sem Nexus og Ókei-bækur gefa út íslenska myndasögublaðið ÓkeiPiss til aðdáenda góðra myndasagna. Viðburðurinn hefst í hádeginu á laugardaginn og blöðin verða gefin á meðan birgðir endast. Það ætti enginn að fara tómhentur heim en reynslan sýnir þó að það er gott að mæta tímanlega til að komast í sem mest úrval. Búningaáhugafólk er hvatt til að koma í búningum og allir eru hvattir til að taka með góða skapið. Allar upplýsingar um Free Comic Book Day titlana frá Bandaríkjunum er að finna á freecomicbookday.com. Hvar: Nexus, Nóatún 17 Hvenær: 2. maí kl. 12:00

WILL MARS Atvinnugrínarinn Will Mars heldur uppistand í tveimur hlutum á Bar 11. Fyrri hlutinn er sólóuppistand sem nefnist „Outspoken White Guy” en seinni hlutinn nefnist „Joke Thieves” og er flutt í samstarfi við York Underwood, Rökkva Vésteins og Snjólaugu Lúðvíks. Um tvennar sýningar er að ræða, þann 1. og 2. maí. Sólóuppistandi Will Mars er lýst sem óhefluðu og skömmustulausu uppistandi beint frá hjartanu og því ekki fyrir viðkvæma. Seinni hlutinn, „Joke Thieves”, er mjög sérstök uppistandssýning sem hefur orðið hálfgert költ atriði víðsvegar um heim að tilstuðlan Will. Sýningin gengur út á að grínistarnir sem taka þátt flytja fyrst eigið efni, en skiptast síðan á að stela efni hinna og reyna að gera það fyndið alveg upp á nýtt. Á síðustu 3 árum hefur Will fengið bronsverðlaun í DAVE’s Funniest Joke á Edinburgh Fringe Festival, komið Joke Thieves sýningunni í vinnslu í sjónvarpi í Bretlandi og komið fram í úrslitum í English Comedian of the Year Award 2014. Hann kemur til Íslands beint frá uppistandstúr um Evrópu, Asíu og Ástralíu og stoppar hérna á leiðinni til Bandaríkjanna.

Deginum verður fagnað sem endra nær á fjölbreyttan hátt víða um land þar sem ræðuhöld og tónleikar munu setja mark sitt á daginn. Kröfugöngur verða í flestum bæjarfélögum en í Reykjavík verður safnast saman við Hlemm og gengið niður á Ingólfstorg klukkan 13:00. Eldheitar þrumuræður, góð afþreying og samstaða er meðal þess sem einkennir og á að einkenna þennan dag. Hvar: Ísland Hvenær: 1. maí kl. 13:00

HÓPFERÐ Í HÚÐ & KYN Hópferð! Rúta, grill og partý að tékki loknu... niðurstöður koma svo viku síðar og verður þá slegið til allsherjar veislu í Hljómskálanum. Vertu með! Vertu klín! Hvar: Borgarspítalinn Hvenær: 3. maí kl. 11:00

Hvar: Bar 11 Hvenær: 1. og 2. maí kl. 21:30 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: midi.is

KRAMHÚSIÐ Kramhúsið er nýbúið að halda upp á 30 ára starfsafmæli og því tilvalið að minna á starfsemina sem þar fer fram. Námskeiðin sem eru í boði eru fjölbreytt og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir börn og unglinga eru til dæmis námskeið í breikdansi, afródansi og popping, allt eftir hvort þau eru byrjendur eða lengra komin. Einnig eru yoga-námskeið, Beyoncé miðvikudagar, Bollywood dansar, magadans, tangó, Jane Fonda brennsla og styrkur, zumba fitness og pilates tímar í boði. Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is

Hvar: Skólavörðustíg 12 Nánar: kramhusid.is

PÍRATABÍÓ ÍSLENSKA KRÓNAN Íslenska krónan er ný íslensk heimildarmynd sem fjallar um sögu krónunnar, stöðu hennar nú og framtíð. Vinnsla við myndina hófst árið 2008 og nær því að fanga það umbrotatímabil sem þá fór af stað. Leikstjóri er Garðar Stefánsson og framleiðandi er Atli Bollason. Þeir verða viðstaddir fyrir sýninguna og kynna myndina. Hvar: Bíó Paradís Hvenær: 30. apríl kl. 21:00-22:00 Miðaverð: 1.400 kr.


19

HVAÐ ER AÐ SKE?

Vesturlandsvegi, vid hlidina a Skeljungi


20

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÚTGÁFUR

BREYTTUR HEIMUR EFTIR JÓN ORM HALLDÓRSSON Magnað verk eftir einn helsta sérfræðing okkar alþjóðastjórnmálum Samtími okkar einkennist af víðtækum og djúpstæðum breytingum í heiminum í pólitískum, efnahagslegum, lýðfræðilegum og menningarlegum skilningi. Um leið hefur heimsvæðingin séð til þess að það sem áður var fjarlægt er komið í návígi og mótar aðstæður fólks og möguleika. Ný stórveldi eflast, sum stórkostlega eins og Kína og brátt Indland, en önnur eru að missa mátt sinn til áhrifa. Sagan sýnir að breytingum á valdahlutföllum hafa jafnan fylgt sérstakar hættur og alvarleg átök. Við lifum því viðsjárverða tíma þegar miklu skiptir að skilja hagsmuni, styrk, veikleika og fyrirætlanir ríkja og stórvelda. Bókin Breyttur heimur varpar ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma og sýnir þær sem samhangandi og skiljanlega heild. Jón Ormur Halldórsson er einn helsti sérfræðingur okkar á sviði alþjóðastjórnmála. Hann hefur í áratugi unnið í ólíkum löndum Asíu og Evrópu, stundað kennslu og fengist við rannsóknir á margvíslegum þáttum alþjóðamála, ekki síst efnahagslegum og pólitískum uppgangi nokkurra af stærstu ríkjum Asíu, átökunum í Mið-Austurlöndum, þróun alþjóðakerfisins og áhrifum heimsvæðingarinnar á atvinnulíf, stjórnmál og menningu í heiminum. Forlagid.is

BLOODBORNE Nýjasti leikurinn frá FromSoftware, en þeir eru meðal annars þekktir fyrir Dark Souls leikina. Það ríkir bölvun yfir borginni Yharnam, en illvígur sjúkdómur dreifist hratt yfir borgina. Leikmenn þurfa að horfast í augu við sinn mesta ótta þegar þeir þurfa að fara til borgarinnar og leita svara. Hættur, dauðinn og geðveiki eru á hverju strái í þessari dimmu og hryllilegu veröld. Það er svo í þínum höndum að finna hvað er í gangi. Leikurinn inniheldur • Nýjan heim, fullan af hrylling og ótta. • Fullkomið bardagakerfi þar sem leikmenn þurfa að blanda saman hasar og taktík. • Nýja kynslóð af hasar- og hlutverkaleik þar sem kraftur PlayStation 4 tölvunnar skín í gegn.

1984

EFTIR GEORGE ORWELL Hin klassíska, hrollvekjandi framtíðarsaga er nú fáanleg í kilju. Bókin á ekki síður erindi nú en þegar hún var rituð fyrir nær sjötíu árum. Eitt af meistaraverkjum nútíma bókmennta eftir einn snjallasta rithöfund Englendinga á 20. öld

Sena.is

MÖRK Þóra Karítas Árnadóttir rýfur þögnina og segir áhrifamikla sögu móður sinnar „Hann opnar hlerann og ég veit að ég þarf að stíga inn ... geng varlega niður brattan stigann sem liggur ofan í kolakjallarann og fer með bænir í hljóði. Hér er niðamyrkur og köld saggalykt. Hleranum er skellt aftur og svo gerist það sem ég hef reynt hálfa ævina að gleyma.“ Vel falið leyndarmál fylgir Guðbjörgu Þórisdóttur alla tíð og vofa þess skýtur upp kollinum þegar síst skyldi, allt þar til hún á fullorðinsaldri ákveður að segja skilið við hana fyrir fullt og allt. Nú hefur dóttir hennar, Þóra Karítas Árnadóttir, skrifað sögu litlu stúlkunnar sem vissi ekki hve óeðlilegt var „að búa í tveimur aðskildum heimum, himnaríki og helvíti, í einu og sama húsinu “. Mörk er fyrsta bók höfundar sem dregur hér upp mynd af lífi móður sinnar sem elst upp í hlýjum faðmi stórrar fjölskyldu, en undir niðri kraumar sá hryllingur sem ekkert barn á að þurfa að þola. „Stílhrein, falleg og nístandi sár.“ Vigdís Grímsdóttir „Hugrökk og heilsteypt bók.“ Ófeigur Sigurðsson

VIÐ ERUM BLIND OG NAFNLAUS EFTIR ÖLDU BJÖRK VALDIMARSDÓTTUR Ljóð Öldu Bjarkar snúast um mörk tjáningarinnar, strengina sem liggja milli einstaklingsins og tilvistarinnar, sambönd sem verða til og rofna, og þörfina á að nefna veruleikann, jafnt til góðs og ills. Alda Björk Valdimarsdóttir er kennari í Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í bókmenntum og skrifaði ritgerð sína um Jane Austen. Alda hefur birt ljóð sín víða, m.a. í TMM og Stínu og var valin Háskólaskáldið 2013 í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins. Konan fékk rödd karlsins lánaða stutta stund. Hún tók við nafni hans eins og brauðmola. Hún drakk vatn úr lófa hans. Hún sá auga sitt í enni hans, sjálfa sig án nafns og orða.

BRITT - MARIE VAR HÉR EFTIR FREDRIK BACKMAN Eftir 40 ára hamingjusnautt hjónaband leitar BrittMarie út á vinnumarkaðinn. Umfangsmikili þekking hennar á skipulagi og snyrtimennsku í heimilishaldi, smámunasemi og þrjóska eru veganestið út í kaldan veruleikann í niðurníddu úthverfi þar sem hún fær starf í frístundaheimili fyrir börn og unglinga. Fjarri þægindaramma sínum tekst Britt-Marie á við sérkennileg viðfangsefni í þessu brotna samfélagi og byrjar nýtt líf sem tekur óvænta stefnu. Ný og grátbrosleg saga eftir höfund Maður sem heitir Ove. „Þú munt hvað eftir annað hlæja upphátt við lesturinn, finna fyrir hlýju og stöku tár munu falla á blaðsíðurnar.“ Hemmets Veckotidning „Skemmtileg, hjartnæm, sniðug og hreint út sagt dásamleg saga.“ Bokboxen

Forlagid.is

„Maður getur ekki hætt að lesa, grípandi saga af bestu gerð.“ Västerbottens kuriren


21

HVAÐ ER AÐ SKE?

Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI

HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði

Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu þar sem hann býður upp á sex námsleiðir sem ekki eru kenndar í öðrum háskólum landsins en þær eru sjávarútvegsfræði, fjölmiðlafræði, líftækni, iðjuþjálfunarfræði, nútímafræði og félagsvísindi. Heilbrigðisvísindasvið

Hug- og félagsvísindasvið

Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði

Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leik- og grunnskólastig) Lögfræði Nútímafræði Sálfræði

Viðskipta- og raunvísindasvið Líftækni Sjávarútvegsfræði Viðskiptafræði

HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði

unak.is


22

HVAÐ ER AÐ SKE?

GRÆJUR SEYVR HLEÐSLUVESKI

ÖRVARPI FRÁ ASUS AKU CONERO NBK GTX Einn stærsti kosturinn við AKU Conero gönguskóna er hversu léttir þeir eru og henta þeir því í alla almenna fjallgöngu og útivist, frá miðlungs upp í langar vegalengdir upp í fjöll í hærri kantinum. GoreTex filma er á skónum og eru því alveg vatnsheldir án þess að tapa öndun. Sérsniðin innlegg veita góðan stuðning, en skórnir eru að sjálfsögðu með Vibram sóla. Ein bestu kaupin í gönguskóm! • • • • • • • • •

S1 skjávarpinn er sá minnsti hingað til en hann passar í lófa, þarf ekki að tengjast rafmagni og varpar mynd frá 30“ – 100“ á næsta vegg. Þessi snjalli örvarpi býður upp á ótal notkunarmöguleika, er sniðugur fyrir fundi og kynningar eða bara til þess að búa til bíósal á rigningardögum í sumarbústaðnum fyrir börnin eða tengja beint við farsímann til þess að sýna ömmu og afa nýjustu fjölskyldumyndirnar í næstu heimsókn. 200 lumens, 30.000 tíma LED pera og stór rafhlaða sem endist í 3 klukkutíma. Tölvulistinn

• • •

Sími Veski Lyklar

En yfirleitt er síminn hálfhlaðinn og rafhlaðan eyðist hratt upp í daglegri notkun á 4G nettengingu. Með SEYVR – hleðsluveski þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að verða djúslaus. Veskið er svart, nett og einfalt í notkun. Fæst meðal annars í Nova.

Efri partur: Nubuck 1.8 mm. Koma í heilum og hálfum númerum Efri partur vörn: Gúmmívörn. Lýsing á fóðri: Gore-Tex Performance Comfort Ytri sóli: Vibram Fourá Miðsóli: Double density die cut EVA Stífleiki: 6-4 mm nylon (Medium stiff) Innlegg: Custom Fit 152 Þyngd: 655 gr.

Einstök þægindi og framúrskarandi gæði hafa skipað AKU meðal fremstu og virtustu skóframleiðanda í heimi.

Það er þrennt sem þú þarft að muna þegar þú ferð að heiman frá þér:

NEW BALANCE – LEATHER 574 New Balance var stofnað árið 1906 og var lengi vel eitt stærsta íþróttavörumerki heims. Fyrirtækinu hefur vegnað vel alla tíð og framleiðir alls kyns íþróttavörur um heim allan. New Balance býður upp á fjölmargar mismunandi týpur af skóm, og er þessi afar klassísk: Hvít fyrir sumarið með gráu og bláu merki. Flottir skór sem smellpassa í lífsstílsflokkinn.

AURALEX LENRD BASS TRAP 4 LENRD stendur fyrir LowEnd Node Reduction Device. Eins og þú kannski veist, er „resonance bump“ í viðbragðstíðni herbergis kallað „room node“. Núna, þökk sé LENRD Bass Traps, getur þú náð stjórn á þessu lágtíðnihljóði! Bassagildrur eru nauðsynlegar í öllum stúdíóum. Hljóðfærahúsid.is

AKAI MPK MINI 2 USB BORÐ

PHILIPS HEYRNATÓL MEÐ HLJÓÐVÖRN

Akai Pro MPK mini er, eins og nafnið gefur til kynna, afar lítið hljómborð með merkilegu samsafni af hnöppum og pöddum sem gefa þér fullkomna stjórn hvar sem þú kýst að spila. MPK mini nær þessu fullkomna jafnvægi milli færanleika LPK25 og LPD8 og góðs hugbúnaðar Akai Pro MPK fjölskyldunnar. Hljómborðið spannar yfir 25 lykla og er með 8 baklýstum púðum, MPC-týpu púða og 8 Q-Link hnöppum. Takkarnir eru næmir (e. velocity-sensitive) og hentugir takkar færa þig upp og niður áttundir eftir hentugleik. Auðvelt er að búa til lauflétt leiðarstef sem og drífandi bassalínur í alls kyns hraða og munstri með innbyggða Arpeggiator búnaðinum. Tap-Tempo hnappur gerir þér svo kleift að aðlaga Apreggiator tímasetninguna, sem er nauðsynlegt þegar þú ert að reyna að halda þér í takt við hljómsveit, og sustain hnappur heldur nótum eftir að þú sleppir af þeim fingrunum. Þetta er þó ekki nema örlítið brot af því sem þessi mínígræja getur gert.

HEIMSKLASSA HLJÓMUR MEÐ FIDELIO NC1

AIR JORDAN 5 RETRO

Sama hvort þú ert í hávaðasömu eða hljóðlátu umhverfi þá tryggja þessi heyrnatól frá Philips góð hljómgæði. Þau eru meðfærileg og nett og það er hægt að brjóta þau saman á nokkra vegu sem gerir þau að frábærum ferðafélaga. Þau eru þægileg í notkun og eru með mjúkum púðum sem aðlagast eyrunum. Hátalarnir eru stilltir og prófaðir til þess að ganga úr skugga um að þeir passi fullkomnlega saman til að ná fram sem bestum náttúrulegum hljómi. Hljóðvörnin kemur í veg fyrir að umhverfishljóð trufli og hún er sérstaklega hönnuð með það í huga að ná fram sem besta og tærasta hljómnum. Innbyggð rafhlaða fyrir hljóðvörnina endist í allt að 30 klst. og er endurhlaðin með micro USB.

Þessir klassísku skór sem fyrst litu dagsins ljós árið 1990 voru endurútgefnir í byrjun apríl í þessu glæsilega litrófi. Skórinn er hannaður af Tinker Hatfield sem á heiðurinn af mögum af vinsælustu skóm Nike skóframleiðandans. Nú er bara að bíða og vona að veðrið leyfi skó-fagurkerum að taka fram skó sína með hækkandi sólu.

Hljóðfærahúsið.is

Heimilistæki


Síminn sem breytti lögun snjallsímanna hefur snúið aftur.

UPPLIFÐU NÝJA LÖGUN

Viðmót

Rafhlaða

Minni

Tengimöguleikar

Stýrikerfi

Litur

Stærð

Örgjörvi

SKJÁR

MYNDAVÉL

16

BAKHLIÐ

23

HVAÐ ER AÐ SKE?


24

HVAÐ ER AÐ SKE?

MATUR

HABIBI SKE smellti sér á Habibi á Hafnarstræti 18 og gæddi sér á shawarma platta sem samanstendur af fajitas rúllu, fylltri af himneskum kjúkling, blönduðu sallati og sérstakri habibi sósu, en hægt er að ráða styrkleika hennar. Hvort sem það er í hádeginu, á kvöldin eða eftir langa nótt (um helgar) þá mælum við hiklaust með Habibi. Það er alltaf skemmtilegt að koma í heimsókn á þennan ný-innréttaða stað og ekki skemmir fyrir að þjónustan er alltaf frábær og labbar maður brosandi út í hvert skipti. SKE mælir með Habibi.

GOODBURGER Goodburger er nýr og flottur staður á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fulltrúar SKE kíktu til þeirra og fengu að smakka á hamborgara að nafni Aruba. Staðurinn býður upp á skemmtilega nýjung á íslenskum hamborgarastað en hægt er að ráða stærð borgarans (eftir hungri og/eða magamáli) frá S-XL. SKE-liðar voru svangir og réðust á Large borgarann sem reyndist mjög góður og vorum við virkilega hrifin af stökku laukhringjunum á borgaranum.

LEMON Á Suðurlandsbraut 4 er að finna Lemon, hollan og gómsætan veitingastað sem býður upp á gott úrval af djúsum og samlokum. Útsendarar SKE fengu sér Chickencado samlokuna, sem samanstendur af kjúklingi og avokadó, eins og nafnið gefur til að kynna. Að auki er hún bragðbætt með pestó og tómötum. Sem meðlæti fengum við okkur djúsinn Djangó, sem er búinn til úr gulrótum, engiferi og eplum. Máltíðin var einstaklega fersk og bragðgóð og það er alltaf flott að geta nælt sér í þessa 5-á-dag í einni máltíð!

FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM

Hvað er SONOS? Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er. Spilaðu það sem þú vilt hvar sem er á heimilinu í gegnum Sonos kerfið sem er mjög einfallt í uppsetningu.

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS


PRÓ

Ð O B L I FAT

12 TOM M & R U T MU BÁ

AÍ M . 5 1 L I T R I D IS L I N I G E T Ð R O Í K S A TILB L Ó K S N U S Í V AM R F N G GE

9 9 9

Ferskleiki er okkar bragð.™

G F A Ð R IÐSTÆ

Gildir ekki með öðrum tilboðum. Með tilboðinu er aðeins átt við gos úr vél. Ef óskað er eftir því að fá gos í plasti þarf að greiða 100 kr. aukalega. Greiða þarf fyrir öll auka kjötálegg. © 2014 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki af Doctor’s Associates Inc.

25

HVAÐ ER AÐ SKE?

M U F Ó R P Í G I Þ M U J

Ð VIÐ ST Y S N I E Ð A OSI Á


26

HVAÐ ER AÐ SKE?

LJÓSVAKAMIÐLAR

HEIMSÓKN Sindri Sindrason heimsækir sannkallaða fagurkera sem opna heimili sín fyrir áhorfendum. Heimilin eru jafn ólík og þau eru mörg en eiga það þó eitt sameiginlegt að vera sett saman af alúð og smekklegheitum. Sindri hefur líka einstakt lag á að ná fram það besta í viðmælendum sínum.

PENNY DREADFUL

SECRET STREET CREW

Sálfræðiþriller sem gerist á Viktoríutímabilinu í London þar sem gamalkunnar hryllingspersónur eins og Dr. Frankenstein, Dorian Gray og Dracula öðlast nýtt líf í þessum þrælspennandi þáttum.

Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dansrútínur með ólíklegasta fólki.

Hvar: SkjárEinn Hvenær: Sun. kl.22:30

Hvar: SkjárEinn Hvenær: fös. kl.19:10

Hvar: Stöð 2 Hvenær: Mið. kl.20:05

MILLION DOLLAR

DREKASVÆÐIÐ Ný íslensk gamanþáttaröð. Ari Eldjárn úr Mið-Íslandi og Baggalútarnir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson koma saman ásamt öflugum leikhópi í nýjum rammíslenskum gamanþáttum. Góðlátlegt grín og frumstæður fíflagangur. Leikstjóri: Kristófer Dignus. Hvar: RÚV Hvenær: Lau. kl.18:25

LISTING

THE WALKING DEAD Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Bandaríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma.

Skemmtileg þáttaröð um fasteignasala í Hollywood og Malibu sem gera allt til þess að selja lúxusvillur fræga og fína fólksins. Hvar: SkjárEinn Hvenær: Mið. kl.19:10

Hvar: SkjárEinn Hvenær: Sun. kl.23:15

KYNLEGIR

EÐLISÁVÍSUN KATTARINS

KVISTIR

Vandaður heimildarþáttur frá BBC um eðli kattarins. Með hjálp myndavéla er fylgst með ferðum 50 katta þegar þeir yfirgefa húsnæði eigenda sinna. Myndirnar sem vélarnar fanga koma verulega á óvart.

Nýrík fjölskylda tekst á við þær breytingar að efnast hratt og koma sér sífellt í aðstæður sem þau eiga erfitt með að vinna úr. Antony Anderson úr Transformers leikur aðalhlutverkið og Laurence Fishburn eitt af aukahlutverkunum.

Í Kynlegum Kvistum ræða Anna Tara og Hugleikur um allt sem við kemur kynlífi, samskiptum kynjanna og kynjafræði. Staðalímyndir verða dregnar af stalli sínum, fordómum verðum umverpt og girt verður niður um rammgirtar hugmyndir samfélagsins um kyn og fjölskyldugildi. Markmið þáttastjórnenda er að kitla örvunarsvæði hlustandans með fjöður forvitninnar....

Hvar: RÚV Hvenær: Mán. kl.20:05

Hvar: SkjárEinn Hvenær: Mið. kl.20:15

Hvar: Rás 2 Hvenær: Mið. kl. 22:05

BLACK-ISH


t

27

SNJALLTILBOÐ HVAÐ ER AÐ SKE?

Glæsilegt örþunnt tæki með mjóum ramma og Ambilight 2 baklýsingu sem eykur upplifunina. Framúrskarandi myndgæði með 600Hz Perfect Motion Rate, Pixel Precise HD Dual Core örgjörva, Digital Natural Motion og Micro Dimming Pro. Öflugt snjallsjónvarp. Fjöldi tækninýunga er í tækinu þar á meðal Cloud TV & Explorer sem býður upp á að nálgast sjónvarpsstöðvar í gegnum netið eða tengja tækið beint við Dropbox. Multiroom client & server gerir svo mögulegt að senda sjónvarpsefni úr tækinu í önnur Philips tæki með Multiroom möguleikanum.

Philips 47PFS7109S

TILBOÐ

149.995 FULLT VERÐ 179.995

ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


28

HVAÐ ER AÐ SKE?

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

WILD TALES 8,2

FAST & FURIOUS FORSALA HAFIN Á 7 OG , SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL BORGARBÍÓ AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

8,0

82%

INSURGENT

95%

SAMBA 6,7

50%

ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

7,0

31%

STATIONS OF THE CROSS

7,6

75%

CHILD 44

CITIZENFOUR

ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL

BÍÓ PARADÍS

SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

THE SECOND BEST EXOTIC MARIGOLD HOTEL

6,8 8,2

89%

6,3

24%

62%


29

HVAÐ ER AÐ SKE?

Finnsdottir krukka 14.900.-

Finnsdottir lampi 79.900.-

Finnsdottir vasi 24.900.-

Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista. Brúðhjónin fá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og fallega gjöf frá okkur. Brúðargestir geta svo sent okkur e-mail og gengið frá pöntun á netinu og fengið sent til sín eða sótt í búðina. Einfaldara getur það ekki verið!

Fuss teppi 17.990.-

The Oak Men bakki 17.500.-

Síðumúla 21 S: 537-5101

snuran.is

Fuss púði 13.990.-


30

HVAÐ ER AÐ SKE?

KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS

FÚSI 7,7

PAUL BLART: MALL COP 2

GET HARD

SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ

KINGSMAN: THE SECRET SERVICE

8,2

74%

SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ

4,0

SAMBÍÓIN EGILSHÖLL | SAMBÍÓIN AKUREYRI SAMBÍÓIN KEFLAVÍK

6,3

31%

THE LOVE PUNCH 7,8

RUN ALL NIGHT

SERIAL (BAD) WEDDINGS

ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL

HÁSKÓLABÍÓ

LOKSINS HEIM 6,8

7,0

63%

7,7

84%

79%

46%


31

HVAÐ ER AÐ SKE?


32

HVAÐ ER AÐ SKE?

G! FESTIVAL Í FÆREYJUM FLUGFELAG.IS

islenska/sia.is FLU 74219 04/15

AÐEINS KLUKKUSTUND Í HLÝJAN FAÐM

FLJÚGÐU Á G! FESTIVAL Í FÆREYJUM, 16.–18. JÚLÍ 2015. G! Festival er fersk og fjörug útihátíð þar sem músíkantar frá öllum heimshornum fallast í faðma og fagna. Komdu í fjörið með frændum okkar. Fáðu glænýja tónlist af öllu tagi beint í æð. Allar upplýsingar um G! Festival má finna á www.gfestival.com Bókaðu núna á flugfelag.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.