Ske - 1# tbl

Page 1

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

V i ð t a l i ð

Logi

p

e

d

r

o


2

3

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

LENGRI ÁBYRGÐARTÍMI

NÝ VIFTUTÆKNI 30% MEIRI KÆLING GTX 960 · GTX 970 · GTX 980

3 ÁRA ÁBYRGÐ Á ASUS MÓÐURBORÐUM

ASUS STRIX GTX LEIKJASKJÁKORTIN ERU HLAÐIN NÝRRI TÆKNI. DIRECTCU II FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI

ASUS ER STÆRSTI MÓÐURBORÐSFRAMLEIÐANDI HEIMS. TÖLVULISTINN BÝÐUR NÚ Í SAMSTARFI

KÆLINGU, AUKIN AFKÖST OG HLJÓÐLÁTARI LEIKJASPILUN. ODB VIFTUTÆKNI FYRIR HLJÓÐLAUSA LÉTTA

VIÐ ASUS LENGRI ÁBYRGÐARTÍMA Á ÖLLUM ASUS MÓÐURBORÐUM SEM KEYPT ERU 2015.

LEIKJASPILUN OG BLU-RAY KVIKMYNDAÁHORF. DIGI+ VRM STRAUMJÖFNUN OG HÁHRAÐA GDDR5.

VELDU TRAUST OG ÖRUGGT MÓÐURBORÐ OG VIÐ ÁBYRGJUMST ÁREIÐANLEIKANN.

FRÁ FYRSTA DEGI HEFUR STEELSERIES LAGT ÁHERSLU Á AÐ FRAMLEIÐA

RAZER ER HANNAÐ AF LEIKJASPILURUM, FYRIR LEIKJASPILARA. ÍSLENSKIR

HÁGÆÐA LEIKJAVÖRUR SEM NOTAÐAR ERU AF KRÖFUHÖRÐUM

RAZER LEIKJASPILARAR SKIPTA TUGUM ÞÚSUNDA OG FER FJÖLGANDI MEÐ

LEIKJASPILURUM UM ALLAN HEIM. SIBERIA HEYRNARTÓLIN, APEX

HVERJU ÁRI. UM ALLT LAND GETUR ÞÚ FENGIÐ HJÁ OKKUR NÝJU CHROMA

MEKANÍSKU LYKLABORÐIN OG RIVAL, SEINSEI OG IKARI LEIKJAMÝSNAR

LÍNUNA, KRAKEN, TIAMAT, DEATHADDER, ABYSSUS, TAIPAN, DEATHSTALKER,

FÁST Í VERSLUNUM TÖLVULISTANS UM ALLT LAND.

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

ANANSI, BLACKWIDOW OG ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ RAZER.

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES HAFNARFJÖRÐUR ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333

REYKJAVÍKURVEGI 66 Sími 414 1750

WWW.TL.IS


4

5

HVAÐ ER AÐ SKE? ENNEMM / SÍA / NM63982

HVAÐ ER AÐ SKE?

Sónar reykjavík Það fór varla framhjá neinum að Sónar hátíðin fór fram nýverið. Gestir skemmtu sér konunglega og allir virtust heldur sáttir að leiks lokum. Ske tók saman myndir sem fönguðu þá mögnuðu stemningu sem myndaðist í Hörpu. Myndir: Óskar Hallgrímsson

SKE í fyrsta sinn

Bráðum á að heita að fari að vora á Íslandi. Það er auðvitað óttalegt bráðræði. Óskhyggja er kannski nær lagi. En látum nú samt í augnablik eins og svo sé, að senn komist sólin á gott ról, brumhnappar séu æðislega spennandi og þar fram eftir götunum. Líf kviknar! Og viti menn, Ske vaknar til lífsins. Ske er nýtt vikurit sem fagnar lífinu í borg og bæ, hvort sem er í sól og fíneríi eða beljandi stórhríð og gaddi. Við ætlum að stikla á ýmsu því helsta sem er á seyði, ræða við áhugavert fólk og fjalla um góða hluti. Kvikmyndir, tónlist, leiklist, myndlist (og bara listir án sérstaks forskeytis), tómstundir, skemmtanir, allrahanda græjur, ljósvakamiðlar og matur er meðal þess sem helst má nefna. Forsíðu þessa fyrsta tölublaðs prýðir tónlistarmaðurinn og strigaskófagurkerinn Logi Pedro Stefánsson sem líka var svo elskulegur að veita okkur fyrsta forsíðuviðtalið. Hann hefur aldeilis yfrið nóg að gera. Það er allt spriklandi af lífi, feykinóg um að vera. Það er alltaf eitthvað að ske.

Námsmenn

Fylgstu með tilboðum í Íslandsbanka Appinu Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið gera lífið skemmtilegra Handhafar Stúdentakortsins fá fjölbreytt og spennandi tilboð sem koma sér vel fyrir námsmenn. Náðu í Íslandsbanka Appið og sjáðu tilboðin streyma til þín. Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglýsingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Atli Sigþórsson Viðmælandi: Logi Pedro Stefánsson Myndir - forsíða og viðtal: Kjartan Hreinsson Myndir frá Sónar Reykjavík 2015: Óskar Hallgrímsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf

Tilboðið gildir bara í kvikmyndahúsum Senu.

Studen t

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

islandsbanki.is

20% af bíómiðanum og meira popp og gos á verði miðstærðar þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka.

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


6

7

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

ICELAND WINTER GAMES

tónlist

FJÖLSKYLDUFJÖR Í HLÍÐARFJALLI 6.–14. MARS 2015

Nýdönsk

FLUGFELAG.IS

Halleluwah Mengi | 4. mars | kl. 19:00

Hljómahöll | 5. mars | kl. 21:00

útgáfuparty & myndlistarsýning

Nýdönsk hefur verið í fremstu röð íslenskra hljómsveita um langa hríð og má segja að mörg lög sveitarinnar séu nánast orðin þjóðareign. Má nefna lög eins og Horfðu til himins, Hjálpaðu mér upp, Frelsið, Flugvélar, Nostradamus og Fram á nótt þessu til stuðnings. Á síðasta ári gaf hljómsveitin út hljómplötuna Diskó Berlín og er óhætt að segja að gripurinn hafi slegið í gegn því hvorki fleiri né færri en 4 lög af plötunni fóru á topp tíu á Vinsældarlista Rásar 2. Á tónleikunum mun Nýdönsk leika sín þekktustu lög auk laga af Diskó Berlín. Hljómsveitina skipa: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Þeim til aðstoðar er bassaleikarinn Ingi Skúlason. Tónleikarnir hefjast kl. 21 en húsið opnar klukkutíma fyrr.

Hljómsveitin Halleluwah býður ykkur í útgáfupartý og á myndlistarsýningu í Mengi þann 4. mars kl. 19:00 – 21:00 í tilefni af útgáfu fyrstu hljómplötu sinnar, Halleluwah. Hljómsveitin er ný af nálinni og samanstendur af söngkonunni Rakel Mjöll Leifsdóttir og tónlistarmanninum Sölva Blöndal. Fyrsta smáskífa Halleluwah, sem ber heitið Dior hefur hljómað í útvarpi landsmanna að undanförnu við góðar undirtektir. Þann 5. mars kemur fyrsta hljómplata þeirra, Halleluwah, út á vegum Senu. Því er tilvalið að slá upp veislu deginum á undan til að fagna útgáfuna. Listakonan Karen Ösp Pálsdóttir vann í samstarfi við Halleluwah að seríu af málverkum í tilefni útgáfunnar. Verkin urðu að myndum fyrir hljómplötuna og smáskífuna en verkin sjálf verða til sýnis í Mengi í tilefni útgáfunnar. Karen er búsett í Bandaríkunum og þetta er fyrsta einkasýningin hennar á Íslandi.

Hvað kostar: 4.500 kr. Hvar: Hljómahöll, Reykjanesbæ Miðasala á www.tix.is og www.midi.is

Hvað kostar: Frítt Hvar: Mengi, Óðinsgötu 2

ICELAND WINTER GAMES OG ÉLJAGANGUR hafa nú sameinað krafta sína undir nafni IWG. Á hátíðinni kennir ýmissa vetrarlegra grasa, hvort sem þú vilt taka þátt í fjölbreyttri útivist eða fylg jast með keppnum í vetrargreinum um allt norðurland.

Reykjavík Folk Festival

Flugslátturinn IWG2015 veitir 30% afslátt af ferðasætum til og frá Akureyri á tímabilinu 6.–15. mars. Bókaðu flug á www.flugfelag.is fyrir 5.mars.

kex | 5. – 7. mars | kl. 20:00 Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í fimmta sinn á Kex Hostel við Skúlagötu dagana 5.- 7. mars 2015. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og -hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins. Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og verður ekkert til sparað við að skapa notalega og einlæga stemmningu og ógleymalega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar. Þeir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru; Teitur Magnússon, Ylja, Kólga, Funi, Moð, Lindy Vopnfjörð (CA), Klassart, Lay Low, JP Hoe (CA), Björn Thors, Pétur Ben og Egill Ólafsson. Hvað kostar: kr. 3000 – 7.999 fyrir passa sem gildir öll 3 kvöldin. Hvar: Kex Hostel Miðasala á www.tix.is, nánar inn á www.SKE.is og www.folkfestival.is

Ís í brauðformi prikið | 5. mars | kl. 21:00 Jæja, já! Þá eru 7berg og Dj Moonshine búnir að hlaða í nýjan Ís. Fimmtudaginn 5. mars munu þeir ferðast um himingeima ásamt Geimförum, Mælgin og GKR. Fullt af nýju efni á boðstólnum og DJ Moonshine sér um bangerana á milli! Hvað kostar: Frítt Hvar: Prikið Bankastræti

WWW.IWG.IS

Brettamót SK Dance and jump á Ráðhústorgi Freeskiing keppni í Hlíðarfjalli IWG Gönguskíðaferðir Hestaferðir Hópferð á vélsleðum Brettamót í Hlíðarfjalli IWG Dekurdagur í Sundlaug Akureyrar Matur úr héraði – Sælkeraferð um Eyjafjörð Morgunskokk með Arctic Running Norðurljósaferðir

Hraðasti maður Hlíðarfjalls Snjótroðaraferðir á Múlakollu Reiðmót í hestaíþróttum Snjósleðaspyrnan Snjókarlinn rís á leikhúsflötinni Snjótroðaraferðir á Kaldbak Útsýnisflug í þyrlu Vasaljósagangan Vélsleða- og ævintýraferðir Vélsleðaprjónkeppni og -sýning Þyrluskíðaferðir í Hlíðarfjalli

islenska/sia.is FLU 72859 02/15

SLÁÐU INN FLUGSLÁTTARKÓÐANN VIÐ BÓKUN: IWG2015


8

9

HVAÐ ER AÐ SKE? ÍSLENSKA / SIA.IS / NAT 73227 03/15

HVAÐ ER AÐ SKE?

tónlist

Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar Græni hatturinn | 6. mars | kl. 20:00 Jónas Sig og hljómsveitin hans Ritvélar Framtíðarinnar eru annáluð fyrir einstaka stemningu á tónleikum sínum hvar sem þau fara. Hópurinn verður á rúntinum í mars og að sjálfsögðu heimsækir hann Hauk og aðra Norðlendinga á Græna Hattinum. Hvað kostar: 3.500 kr. Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Miðasala á midi.is og í Eymundsson

Sinfónían Hardenberger og Tortelier

harpa | 5. mars | kl. 19:30 Að læknisráði hefur Tine Thing Helseth þurft að aflýsa komu sinni til Íslands, en hún átti að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands 5. mars nk. Það er lán í óláni að í stað hennar kemur sænski trompetleikarinn Håkan Hardenberger, sem er einn mesti trompetsnillingur samtímans. Hann hefur komið fram með nær öllum helstu hljómsveitum heims, meðal annars Fílharmóníuhljómsveitunum í Vínarborg, Berlín og New York og í desember 2014 lék hann einleik á hátíðartónleikum Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi, sem sjónvarpað var víða um heim. Hardenberger mun leika konsert franska tónskáldsins Henri Tomasi og stendur því áformuð efnisskrá óbreytt. Hljómsveitarstjórinn er hinn víðfrægi Yan Pascal Tortelier sem á gifturíkum ferli hefur staldrað við hjá mörgum af þekktustu hljómsveitum beggja vegna Atlantshafsins. Hvað kostar: frá 2.400 kr. – 6.900 kr. Hvar: Eldborgarsalur í Hörpu Miðasala á www.harpa.is

RVK DNB #8 7. mars kl. 22:00

RVK DNB crew verður með sitt áttunda klúbbakvöld á skemmistaðnum Dolly (neðri hæð), laugardagskvöldið 7. mars frá kl. 22:00 - 04:30. Nýr og spennandi vettvangur fyrir kvöldin og í endurbættu hljóðkerfi, hvorki meira né minna.

Föstudagsfreistingar hof | 6. mars | kl. 12:00

Eins og áður munu nýjustu og ferskustu tónar drum & bass senunnar vera í hávegum hafðir, auk þess sem eldra klassískt efni fær að heyrast. Góð blanda, gott fólk! Plötusnúðar kvöldsins eru: AGZILLA, PLASMIC, DJ ANDRE OG DJ ELVAR

Hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Föstudagsfreistingar, er löngum orðin þekkt meðal Akureyringa. Að þessu sinni mun Kristjana Arngrímsdóttir söngkona koma fram ásamt Kristjáni Eldjárn og munu þau meðal annars flytja efni af væntanlegum geisladiski Kristjönu. 1862 Nordic Bistro matreiðir súpu sem fylgir með miðanum og tónleikagestir geta notið á meðan tónleikunum stendur.

Hvað kostar: Frítt Hvar: Dolly, Hafnarstræti 4

Hvar: Hof menningarhús, Akureyri Hvað kostar: 2.500 kr. Nánar á menningarhus.is & midi.is

Tónlistarfæðı


10

11

HVAÐ ER AÐ SKE?

„Reykjavík er fucking næs“ Viðtal við Loga Pedro Stefánsson. Viðtal: Atli Sigþórsson Ljósmyndir: Kjartan Hreinsson

HVAÐ ER AÐ SKE?

Það viðurkennist að nokkra ýtni þurfti til þess að komast í samband við Loga Pedró Stefánsson tónlistarmann til að ræða við hann um daginn, veginn og listina. Ekki vegna þess þó að Logi sé ófús til viðræðu, nema síður sé, heldur af því að hann er óskaplega önnum kafinn. Sama dag og viðtalið var tekið frumsýndi hljómsveit Loga og Karin Sveinsdóttur, Young Karin, myndband við lagið Sirens með tilheyrandi fyrirhöfn. Logi hljómaði enda dálítið þreyttur í símann. Kannski leiddist honum bara blaðamaður. Hvað um það þá vinnur hann um þessar mundir líka að nýrri tónlist með hinni hljómsveit sinni, Retro Stefson (nýtt lag er væntanlegt í mars), sækir áfanga til stúdentsprófs í Tækniskólanum, spilar reglulega á skemmtistöðum, gerði á síðasta ári sjónvarpsþætti í félagi við Unnstein bróður sinn og lauk í ofanálag hljóðtækninámi í desember síðastliðnum. Og ótalmargt fleira sem verður að listast annarsstaðar. Lái hver sem vill honum að geispa. Eftir dálítið þvaður um daginn og veginn innti ég Loga eftir því hvert hann leitaði eftir innblæstri til alls þessa: Ég veit eiginlega ekki, svarar hann dálítið hugsi og heldur áfram: Þetta er orðið svo náttúrulegt einhvern veginn, það kemur bara. Ég graffaði mikið á sínum tíma og fékkst við hitt og þetta en hef núna bara fundið mig alveg í tónlistinni og er alveg fókuseraður á hana. Meðfram því að semja mína eigin tónlist er ég svo að dj-a reglulega, alltaf tvisvar í mánuði á Prikinu og svo víðar. Það hjálpar til við að semja, alveg pottþétt. Það hefur áhrif. Er búinn að spila síðan ég var krakki, byrjaði að dj-a á skólaböllum og færði mig svo yfir á klúbbana þegar ég varð átján. Er líka búinn að vera í Retro Stefson í næstum níu ár. Þannig helst það í hendur. Svo er maður að vinna í allsskonar verkefnum, misskemmtilegum, inn á milli. Þetta hefur einhvern veginn allt áhrif, þetta er bara það sem ég geri.


12

13

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

„Hún bara hafði eitthvað svo spes við sig, framkomuna, sönginn, útlitið og allt saman“

Tónlistarfólk nefnir stundum landið sem áhrifavald, bæði landið sjálft, náttúruna, og svo samfélagið. Hvernig horfir slíkt við þér – fjöllin, jöklarnir, hafið og allt það? Það hefur náttúrulega áhrif á þann hátt að maður verður hálf þunglyndur af því að búa hérna, í myrkrinu og kuldanum. Hann hlær. Það hefur þau áhrif á mann. En Highlands [fyrra nafn Young Karin, innsk. blm.] vísar auðvitað í náttúruna og við höfðum í huga vissa mystík sem henni fylgir. En hún hefur annars ekki bein áhrif á sköpunina. Ekki miðvituð. Öðru máli gegnir um samfélagið, segir hann: Reykjavík er fucking næs. Það er öflugt að búa í landi sem er ekki svo lítið að maður geti ekki lifað af því að gera tónlist en er þó svo smátt að það er frekar auðvelt að komast áfram ef þú hefur eitthvað fram að færa. Já. Það er gott að fást við tónlist á Íslandi, styttra á milli listamannsins og áheyrenda en á mörgum stöðum. Og listamanns og listamanns, eins og ykkar Karin. Þið kynntust með frekar þorpslegum hætti, þegar þú dæmdir í söngvakeppni í framhaldsskóla. Hvernig gengur það fyrir sig? Já, hún er bara snillingur, eins og þú heyrir. Til að byrja með hef ég samið flest lögin og textana. Svo er Karin að koma með frábæra punkta í stúdíóinu. Pælingin á n°1 ep-inu var eiginlega að hún gæti þreifað fyrir sér, fundið sig. Hún var náttúrulega svo ung þegar hún kom inn í þetta, ég var bara að kynna hana fyrir þessu öllu saman. Hún bara hafði eitthvað svo spes við sig, framkomuna, sönginn, útlitið og allt saman. Og nýja myndbandið, geturðu sagt mér lítillega frá því? Það er við lagið Sirens og Magnús Leifsson, meistari, leikstýrir því. Við fengum lánaðar þessar vaxmyndir sem Þjóðminjasafnið á. Það var einhver útgerðarmaður [Óskar Halldórsson, innsk. blm.] sem gaf það á sínum tíma og það var til sýnis til ‘69 minnir mig. Svo hefur það bara verið í geymslu. Við notuðum flestar stytturnar en sumar var ekki hægt að ná í. Til dæmis einu kvenstyttuna í safninu – já, það er ein kona í safninu. Jæja, Karin virðist þó hafa karlpungana undir góðri stjórn í myndbandinu. Ég óska þeim Loga til hamingju með myndbandið, þakka honum fyrir samtalið og hlakka prívat og persónulega til að heyra meira frá honum, hvaða nafni sem verkefni hverrar stundar kann að nefnast.

OPNUM 7. MARS

Í LITLATÚNI GARÐABÆ


14

15

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

skemmtun

Íslandsmeistaramótið í PacMan

Örmyndahátíð ÖRvarpsins Bíó paradís | 7. mars | kl. 18:00 - 21:00

Nostalgíuspilastofan Freddi í Ingólfsstræti ætti að vera flestum Reykvíkingum kunn. Spilastofan var opnuð á síðasta ári meðal annars til heiðurs og minningar um spilasalinn Fredda sem var í Hafnarstræti á síðustu öld. „Pacman var gefinn fyrst út af Namco 22. maí 1980. Midway keypti leikinn fyrir Bandarikjamarkað í október a sama ári og sló strax í gegn. Pacman er orðið hálfgert „Icon“ fyrir níunda áratuginn og er grimmt spilaður enn þann dag í dag í leiktækjasölum um allan heim“, segir á viðburðarsíðunni á Facebook. Skráningargjald er 500 krónur en skráning fer fram í Fredda og á Facebooksíðu Fredda. Hvar: Freddi - Spilastofa & Verzlun - Ingólfsstræti 2 Hvað kostar: 500 kr. skráningargjald

ÖRvarpið, í samstarfi við RÚV, Bíó Paradís og Nýherja, standa fyrir sýningu á svokölluðum örmyndum. Alls 20 örmyndir verða sýndar en hver örmynd er á bilinu 1-5 mínútur á lengd. Á viðburðarsíðu hátíðarinnar stendur: ,,Til sýningar verða örmyndir ÖRvarpsins 2014 ásamt öðrum örmyndum sem sérstaklega voru valdar til sýningar á hátíðinni.“ Enginn aðgangseyrir er á sýninguna og boðið verður upp á veitingar að henni lokinni. Hvar: Bíó Paradís Hverfisgötu 54 Hvað kostar: Frítt

ÉG HEF KYSST Slark

Rail Session Thorsplanið Hafnarfirði | 7. mars | kl. 13:30 Í annað sinn verður Thorsplanið í miðbæ Hafnarfjarðar tekið yfir af öllu helsta snjóbrettafólki landsins til að etja kappi á Snjóbrettamóti SLARK. Mótið hefst kl. 13:30 og munu keppendur sýna listir á pöllum, handriðum og rörum við undirleik hljómsveita og plötusnúða. Ef þú vilt keppa þarftu einfaldlega að hafa samband við Slark krúið á facebooksíðu þeirra.

LengiGlæný lifi sýning! Mið-Ísland Frumsýnd 9. janúar í Þjóðleikhúskjallaranum

Leikhúskjallarinn, Þjóðleikhúsinu.

ARI ELDJÁRN, BJÖRN BRAGI, DÓRI DNA OG JÓHANN ALFREÐ SKE mælir eindregið með nýjustu uppistandssýningu Mið-Íslands, Lengi lifi MiðSérstakir gestir Svava, Þorsteinn Guðmundsson. Ísland. Grallararnir AriAnna Eldjárn, DóriSaga DNA,Garðars Jóhannog Alfreð og Björn Bragi mynda kjarna sýningarinnar en gestagrallararnir Saga Garðarsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson líta einnig við í vetur. Síðasta sýning hópsins, Áfram MiðÍsland, hlaut gríðarleg lof meðal gesta og segja síendurtekið uppseldar sýningar á þessu ári allt sem segja þarf. Miðasala á midi.is og miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551-1200

2015

Hvar: Þjóðleikhúskjallarinn Hvað kostar: 3.500 - midi.is Hvenær: Í gangi

LADDA 100 ÁRA AFMÆLI

FLÖSKUNNAR

© 2015 The Coca-Cola Company. “Coca-Cola”, “Coke”, and the design of the “Coca-Cola Contour Bottle” are registered trademarks of The Coca-Cola Company.

Freddi | 7. mars | kl. 16:00 - 23:45


16

17

HVAÐ ER AÐ SKE?

leikhús

HVAÐ ER AÐ SKE?

EDDAN Edda Björgvinsdóttir, ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, ætlar að bjóða Íslendingum til veislu í nýjum og glæsilegum sal í Gamla Bíói. Edda lítur yfir farinn veg og ferilinn. Væntingar, vonbrigði, ástir og örlög leikkonu á besta aldri (kannski rúmlega það) sem hefur í rauninni alltaf þráð það eitt að vera tekin alvarlega ... (hahahahaha!). Eddu til halds og trausts eru Gunnar Hansson og Bergþór Pálsson. Handrit er eftir Björk Jakobsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur. Leikstjórn er í höndum Gunnars Helgasonar.

BILLY ELLIOT Billy er á leiðinni í boxtíma þegar hann lendir fyrir slysni á dansæfingu. Hann byrjar að hreyfa sig í takt við tónlistina og uppgötvar sér til furðu að þetta er ekki einungis það skemmtilegasta sem hann hefur gert heldur er hann einfaldlega fæddur til að dansa. Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu - mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun. Söngleikurinn um Billy Elliot var frumsýndur á West End í London árið 2005 og hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. Sýningin hlaut mikið lof og fjölda verðlauna og er nú loksins komin í Borgarleikhúsið undir stjórn sama hóps og færði okkur Mary Poppins. Hér blandast saman blússandi húmor og stórkostleg dans- og söngatriði svo úr verður sannkölluð flugeldasýning með einvala liði leikara og auðvitað íslenskum Billy Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: sjá ske.is Hvað kostar: 6900

Winston Regal

Hvar: Gamla Bíó Hvenær: sjá ske.is Hvað kostar: 3900-4900

VORIÐ VAKNAR Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, setur nú upp rokksöngleikinn Vorið vaknar (e. Spring Awakening) eftir Duncan Shaeik og Steven Sater. Sýningin sló nýlega í gegn á Broadway og sópaði að sér virtum verðlaunum. Söngleikurinn er byggður á samnefndu leikverki eftir Frank Wedekind sem var eitt vinsælasta og mest leikna leikskáldið á fyrstu áratugum 20. aldar í Þýskalandi. Verk hans, þar á meðal Vorið vaknar, hneyksluðu marga á sínum tíma enda sýndu þau vægðarlaust hversu tvöfaldar og yfirborðskenndar – og um leið beinlínis hættulegar – ríkjandi siðareglur þýsks samfélags voru í raun á þessum tíma. Leikverkið byggir Wedekind að miklu leyti á eigin uppeldi og skólagöngu. „Hvert einasta atriði átti sér stoð í raunveruleikanum.“ Wedekind skrifaði Vorið vaknar árið 1890. Honum var það fyllilega ljóst að ritskoðunarstefna yfirvalda myndi aldrei leyfa að verkið yrði sýnt opinberlega enda þurfti almenningur að bíða í 15 ár eftir að sjá Vorið vaknar á sviði. Hér er um að ræða fjörlegt ádeiluverk sem fjallar um unglinga að reyna fóta sig í heimi fullorðinna í lok 19. aldar. Sýningin tekur á ýmsum málefnum sem þóttu óviðeigandi á þeim tíma og eru jafnvel viðkvæm enn í dag. Hvernig verða börnin til? Hvað er kynlíf? En sjálfsfróun? Hvað er að elska? Er ég samkynhneigð/ur? Hvað er að beita ofbeldi?

18.990.-

Hvar: Gamla Bíó Hvenær: sjá ske.is Hvað kostar: 2000


18

19

HVAÐ ER AÐ SKE? Nói Síríus kynnir:

HVAÐ ER AÐ SKE?

græjur

Síríus Rjómasúkkulaði ÁRNASYNIR

Nóa Lakkrís

Marley heyrnartól Over Ear heyrnartólin frá Marley skila mikilli skilgreiningu á hljóði og bjóða upp á yfirburða gæði miðað við verðflokk, enda hönnuð af sömu verkfræðingum og unnið hafa fyrir Sennheiser og Beats. Heyrnartólin koma með „bluetooth“ og útiloka umhverfishljóð (e. noise cancellation). Þá er gaman að segja frá því að allar vörur House of Marley eru unnar á vistvænan hátt. Leðrið og stálið eru úr endurunnum efnisvið og notast er við bambus fremur en tré því hann vex mun hraðar. Einnig fer ákveðið hlutfall af hverjum kaupum til styrktar góðra málefna. Over Ear heyrnartólin fást í Eirberg og betri hljómtækjabúðum.

iPhone 6 iPhone 6 kom út í haust og ennþá er gaman að taka fram hversu stórt stökk hann tók frá 5s. Síminn er með stærri skjá eða 4,7’ og hraðari 64 bita örgjörva. Hann er einnig töluvert þynnri eða 6.9 mm en var 7.6 mm áður. Myndavélalinsan er úthleypt svo að bakhliðin er ekki alveg slétt. Myndavélin sjálf er einnig betri en áður (8 megapixlar) er nú með því besta sem hægt er að finna á símum í dag. Hún hefur betri fókus en áður, er snögg, tvítóna, er með flass og fullt af myndvinnslumöguleikum og því þarf ekki sérstakt app til að vinna með myndirnar. Það hefur komið í ljós að erfitt er að beygja símanum nema með miklu afli. Við skulum alfarið sleppa því við slíkt gæðatæki. iPhone 6 er til sölu í öllum helstu tækjaverslunum landsins.

Technics 1200/1210

Technics plötuspilarinn er sönn klassík en framleiðsla á honum hófst árið 1972 og er hann enn mikið notaður af dj-um og áhugamönnum um allan heim. Hönnunin hefur lítið breyst og ekki hefur verið mikið um tæknilegar uppfærslur en þó hafa alls kyns viðbætur komið á markaðinn. Plötuspilarinn frægi kemur í nokkrum litum og til eru margar mismunandi týpur af honum, eins og Sl 1200, Sl 1210 og mismunandi M gerðir, en hægt væri að skrifa heila opnu um hverja og eina týpu. Aðdáendur plötuspilarans um heim allan urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar framleiðandi ákvað að hætta framleiðslu á spilurunum árið 2010. Í kjölfarið hefur verð hækkað og er spilarinn fáanlegur á svörtum markaði og einnig á www.Ebay.com Það er alveg á hreinu að ef þú ert tónlistarunnandi eða upprennandi plötusnúður þá er Technics skyldueign.

Í sérhverri sögu er hetja. Í þessari eru þær tvær. Nóa Lakkrís er ekta íslenskur lakkrís. Hann er sætur og kröftugur í senn. Hann er lungamjúkur, með djúpu lakkrísbragði og anísundirtóni, sem tryggir þér alveg einstaka bragðupplifun. Síríus súkkulaði þekkja Íslendingar vel og hafa átt í ástarsambandi við um árabil. Hið silkimjúka Síríus rjómasúkkulaði bráðnar uppi í þér og í Nóa Lakkrís bitum í rjómasúkkulaði umlykur það mjúkan lakkrísinn, sem er einmitt þróaður til að fara einstaklega vel með súkkulaði. Saman mynda Nóa Lakkrís og Síríus rjómasúkkulaði epíska bragðupplifun sem þú átt hreinlega eftir að elska.

NÚ Í VERSLUNUM NÁLÆGT ÞÉR

Rétta bragðið

Sjálfbærni - Samfélagsábyrgð


20

21

HVAÐ ER AÐ SKE?

matur

Lebowski Bar Ef þú ert í leit að ekta hamborgara í skemmtilegu en jafnframt afslöppuðu andrúmslofti er Lebowski Bar klárlega einn af betri valkostunum. Lebowski Bar er byggður upp sem amerískur, þematengdur „diner/bar“ í anda snilldarverks Coen bræðra, kvikmyndarinnar The Big Lebowski. Barinn býður upp á klassískt úrval af girnilegum hamborgurum og öðrum kræsingum og er þægilega staðsettur á Laugaveginum. Það er því tilvalið að blanda nauðsynlegu matarstoppi saman við t.d. fótboltaleiki dagsins nú eða bara góða tónlist og stemmningu. Útsendarar SKE pöntuðu sér löðrandi beikonborgara, Walter að nafni, sem stóðst sannarlega væntingar með vel elduðu beikoni og bragðgóðu nautakjöti. Ískaldur vanillusjeikinn setti svo klárlega punktinn yfir i-ið.

Vegamót SKE kíkti við á hinum sívinsælu Vegamótum í vikunni sem sett hafa svip sinn á veitinga- og kaffihúsalíf miðbæjar Reykjavíkur í fjölda ára. Matseðillinn er fjölbreyttur, drykkirnir flottir og þjónustan ekki af verri kantinum. Flugumenni SKE urðu ekki fyrir vonbrigðum með einn af vinsælustu réttum Vegamóta, Louisiana kjúklingastrimla; stökkir en safaríkir kjúklingastrimlar í sterkri Louisiana sósu, bornir fram með sallati, frönskum og ljúffengri gráðostasósu. SKE lygndi aftur augunum og upplifði safaríka matarmenningu Suðurríkjanna um stundarkorn.

Frederiksen Ale House Nýverið opnaði veitingastaðurinn Frederiksen Ale House á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis og enduðu útsendarar SKE vikuna þar. Það reyndist heldur betur rúsínan í pylsuenda veitingarýninnar en auk matar og drykkja býður Frederiksen upp á lifandi tónlist. SKE pantaði sér lakkrís saltaðan þorsk með sætri kartöflumús, djúpsteiktum blaðlauk, spínati og smjörsósu. Blandan reyndist einstaklega bragðgóð matarupplifun. Frederiksen býður einnig upp á bar matseðil sem heillaði okkur upp úr skónum með góðu úrvali af smáréttum sem henta vel með bjórnum eða mojitóinum. SKE bragðaði einnig soðbrauðið sem slegið hefur í gegn á staðnum: Soðið brauð með tættum grís (e. pulled pork) í BBQ sósu sem reyndist, í einu orði sagt, himneskt! Þjónustan var upp á tíu og verðin komu sannarlega á óvart.

HVAÐ ER AÐ SKE?


22

23

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

listir

View of Motivation

Rakel McMahon

Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgata 4, 101 Reykjavik Hvenær: Sýning 7. febrúar – 7. mars. Nánar: hverfisgalleri.is

Á gráu svæði David Taylor

Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34, Hafnarfjörður Hvenær: Opnun 7. mars kl. 15:00. 7. – 16. mars kl. 12:00 – 17:00 og fimmtudaga til kl. 21:00, lokað þriðjudaga.

FJÖLTENGI

samsýning 10 listamanna „Á sýningunni Fjöltengi verða verk sem fjalla um margbreytilega skynjun okkar á heiminum ... Innsæið mun birtast í formi sköpunarkraftsins og því miðlað sem er handan tungumálsins.“ Hvar: Ekkisens Gallery, Bergstaðastræti 25B Hvenær: 1.-6. mars kl. 16:00 – 18:00. Nánar: ekkisens.wordpress.com

KYNNINGARFUNDUR DALE CARNEGIE. // SUNNUDAGINN 8. MARS, KLUKKANN 16:00 Í ÁRMÚLA 11, ÞRIÐJA HÆÐ

Tvívængja

// NÆSTA NÁMSKEIÐ 16-20 ÁRA HEFST 11. MARS, KLUKKAN 18:00 - 22:00 // ÞRIGGJDA DAGA NÁMSKEIÐ 18 – 25 ÁRA HEFST 14. MARS, KLUKKAN 08:30 - 16:30 KENNT ÞRJÁ LAUGARDAGA Í RÖÐ

Unndór Egill Jónsson

Hvar: Nýlistasafnið, Völvufell 13-21, 111 Reykjavík Hvenær: 28. febrúar – 28. mars, þriðjudag til laugardags kl. 12:00 – 17:00 og eftir samkomulagi.

Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina.

WWW.NAESTAKYNSLOD.IS

SÍMI: 555 7080


24

25

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE? 565 6000 / somi.is

ljósvakamiðlar

Fortitude Glænýr spennumyndaflokkur sem tekinn er að hluta hér á landi. Sagan gerist í þorpi á norðurhjara veraldar. Hrottalegur glæpur skekur þorpssamfélagið sem þekkt er fyrir friðsemd og nánd íbúanna.

THE VOICE

TETRIZ

Aðalhlutverk: Richard Dormer, Stanley Tucci, Sofie Gråbøl og Björn Hlynur Haraldsson. Leikstjóri: Sam Miller. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna

Áttunda þáttaröðin af þessum geysivinsælu raunveruleikaþáttum þar sem hæfileikaríkir söngvarar fá tækifæri til að slá í gegn. Christina Aguilera snýr aftur í dómarasætið ásamt Pharell Williams, Blake Shelton og Adam Levine.

Er mánaðarlegur old school hiphop þáttur í umsjá B-Ruff. Þátturinn er á dagskrá fyrsta föstudag hvers mánaðar og er í hádeginu á X-inu 977. Þátturinn er klukkustund og tekur á gullaldarárum hiphops. Í Tetriz koma fram ýmsir gestasnúðar og gestir í spjall en yfirleitt spinnar B-Ruff vínil í klukkustund með mikilli keyrslu. Þátturinn verður á sínum stað á X-inu, föstudaginn 6. mars frá kl. 12:00 – 13:00.

Hvar: RÚV

Hvar: Skjár 1

Hvar: X-ið 977

ÚT AÐ BORÐA MEÐ VINUNUM.

ÍSLAND GOT TALENT

Frank og Claire Underwood hafa seilst til valda í Washington og nú mega óvinir þeirra vara sig.

Glæsilegur íslenskur sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríkustu einstaklingum landsins. Kynnir keppninnar er sjónvarpsmaðurinn góðkunni Auðunn Blöndal og dómarar eru Bubbi Morthens, Selma Björnsdóttir, Jón Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Meðal leikenda eru Kevin Spacey, Michael Gill, Robin Wright og Sakina Jaffrey. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.

Hvar: Stöð 2

Hvar: RÚV

FÓKUS

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir stýrir skemmtilegum viðtalsþætti þar sem hún ræðir við Íslendinga sem hafa náð langt í kvikmyndaheiminum. Farið er yfir ferilinn, rifjuð upp skemmtileg atvik og sagðar sögur af því sem gerist á bak við tjöldin. Hvar: Stöð 2

AMERICAN IDOL Fjórtánda þáttaröð þessa vinsælu þátta en allir sigurvegarar fyrri þáttaraða hafa slegið í gegn á heimsvísu. Draumasveitin frá því í fyrra situr enn í hásætinu en hún samanstendur af Keith Urban, Jennifer Lopez og hinum silkimjúka söngvara og leikara Harry Connick Jr. Kynnir er Ryan Seacrest. Hvar: Stöð 3

Við bjóðum spennandi matseðil Íslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna. Þitt er valið! Ferskt á hverjum degi


26

27

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

tómstundir

Bogfimi í Badminton Hægt er að leigja stakan tíma í badminton hjá hjá Tennis og badminton félagi Reykjavíkur í Gnoðavogi. Hádegistímar eru klukkan 12:10 og 13:00 og er hver badminton-tími 50 mínútúr. Framhaldsskólanemendum býðst 50% afsláttur af 10 tíma kortum.

Bogfimi er skemmtilegt og öruggt sport fyrir alla fjölskylduna. Íþróttin er svolítið eins og keila því hver sem er getur gengið þar inn og tekið upp bogann, en vant fólk er á staðnum sem getur kennt grunnatriðin. Allir eru velkomnir en 14 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Yngsta manneskjan sem stundar bogfimi er 4 ára. Bogfimisetrið hefur aðsetur bæði í Kópavogi, þar sem aðstaða er fyrir 27 bogmenn, og á Akureyri, sem rúmar 30 manns. Það er klárlega þess virði að kíkja og prufa að skjóta, en þetta er íþrótt sem allir geta stundað. www.bogfimisetrid.is

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Frábær aðstaða og tilvalin hreyfing fyrir fólk á öllum aldri. www.TBR.is

Bogfimisetrinu

Go-Kart Go-Kart Brautin í Garðabæ býður ungum jafnt sem öldnum upp á kappakstur í Héðinshúsinu, Stórási 4-6. Hægt er að velja á milli mismunandi útfærslna á adrenalín upplifuninni, fara í tímatöku, kappakstur eða formúlu kappakstur. Einnig er boðið upp á afmælispakka þar sem 5 eða fleiri krakkar á aldrinum 10-16 ára geta att kappi á brautinni, því fleiri krakkar því ódýrara á mann. Opið er frá fimmtudegi til sunnudags en nánari upplýsingar um opnun, verð og staðsetningu er hægt að finna á vef Go-Kart brautarinnar. www.gokart.is


28

29

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

kvikmyndir Allir sýningartímar á www.ske.is

before i go to sleep Sambíóin álfabakka | SAMBÍÓin EGILShöll sambíóin akureyri | sambíóin keflavík

hot tub time machine 2

6,2

36%

smárabíó | SAMBÍÓin álfabakka | sambíóin egilshöll sambíóin akureyri

5,2

15%

the spongebob movie: Sponge Out of Water

the theory of everything Sambíóin álfabakka | SAMBÍÓin kringlunni | sambíóin akureyri

7,8

79%

Sambíóin álfabakka | SAMBÍÓin EGILShöll sambíóin akureyri | sambíóin keflavík

6,6

75%


30

31

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

kvikmyndir Allir sýningartímar á www.ske.is

annie smárabíó | háskólabíó borgarbíó | laugarásbíó sambíóin keflavík

5,0

28%

wild tales bíó paradís

8,2

kingsman:

91%

the secret service smárabíó | borgarbíó | laugarásbíó sambíóin egilshöll

8,2

74%

the imitation game sambíóin kringlunni sambíóin egilshöll

8,2

fifty shades of grey smárabíó | háskólabíó | borgarbíó | laugarásbíó sambíóin álfabakka | sambíóin keflavík

4,2

24%

89%

paddington smárabíó | hárkólabíó borgarbíó | laugarásbíó sambíóin keflavík

7,5

98%

Party Every Night. Cocktails! Live Music Every Night! 50 different kinds of beer. Live Sports Coverage Kitchen open from 11.00. Ribs, burgers, chicken wings!

birdman

LIFE IS SHORT - DRINK EARLY

háskólabíó

AUSTURSTRAETI 8 • REYKJAVIK

8,0

93%


32

HVAÐ ER AÐ SKE?

an eins og ar honum sam

rað n karakter. Þú in þ t it m in e r Aygo e t á lífið. skólann eða ú í ið le á r u k rí Lit .is Aygo á toyota ri n in n in þ u ð g hanna Slepptu þér o

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 73138 02/15

50.000 Verð frá: 1.9

5 ÁRA ÁBYRGÐ

kr.

þú vilt hafa h

ann.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.