Ske #38

Page 1

Þitt eintak Hvað er að ske vikuna 03.12–09.12

#38

ske.is

„ÞEGAR ÉG BYRJAÐI Í MMA ÞÁ HUGSAÐI ÉG: ANNAÐ HVORT VERÐ ÉG GÓÐUR Í MMA – EÐA ÉG VERÐ EKKERT.“ – SKE SPJALLAR VIÐ BJARKA ÞÓR PÁLSSON OG SUNNU RANNVEIGU DAVÍÐSDÓTTUR


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEleggur SNJALLSÍMAR Það er hverjum manni augljóst sem arkar um götur Reykjavíkur að Ísland er samfélag snjallsíma – snjallsíma sem húkka sér iðulega far með mannfólkinu. Að láta sjá sig í höfuðborginni sneyddur þessu þjóðtákni samtengingar og framþróunar er að áræða því að samfélagið snúi baki við manni og að maður upplifi sama vanmátt og handalaus meðlimur í útlimalöngu blakliði óhjákvæmilega upplifir. Ég upplifði einu sinni þvíumlíka fráhverfu milliliðalaust. Þarna sat ég á Café Paris til þess að njóta eins bolla af dýrðlegu cappuccino þegar það rann upp fyrir mér að ég hafði í ógáti skilið snjallsímann minn eftir heima. Svo ég sat sérdeilis niðurlútur – eins og þunglyndissjúklingur sem í hljóði syrgir sinn uppáhalds útlim. Innan skamms vakti vandræðalegt háttalag mitt athygli gestanna, sökum þess að ég starði út í loftið á sérílagi vanþróaðan og dreifbýlislegan hátt. Ég er ekki viss, en máske var ég að hugsa. Tortryggnu áhorfendurnir hófu þá að gapa í átt að hönd minni og hljóta, á þeim tímapunkti, að hafa orðið áskynja eðlis handarinnar: þetta var ekkert nema gagnslaus og nakinn stúfur. Á því andartaki var ég knúinn til þess að leiðrétta þeirra djúpstæðu ranghugmyndir: „Ég er ekki Ludditi!“ Öskraði ég, „Ég er bara annars hugar. “

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

FORGOTTEN LORES & KÖTT GRÁ PJE Á HÚRRA


Gefðu Gauragang, Godzilla og Gandalf

Vodafone Við tengjum þig

með Samsung S6 Edge

Samsung S6 Edge – 32GB

109.990 kr. stgr. Þráðlaus hleðsla og bílhleðslutæki fylgja með

Nýja Vodafone PLAY appið er frítt og tiltækt í öllum snjalltækjum frá 5. desember

Jólin eru innihaldsrík hjá Vodafone Með völdum snjallsímum fylgir aðgangur að gæða sjónvarpsefni í Vodafone PLAY M og 5GB gagnamagn pr. mán. í tvo mánuði. Efnið er aðgengilegt öllum eigendum snjalltækja gegnum nýja Vodafone PLAY appið. Virkja þarf áskriftina fyrir 31. desember 2015. Jólapakkarnir eru á vodafone.is


4

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Baggalútur 2015 Tíunda árið í röð heldur Baggalútur jólatónleika og tjaldar öllu til að vanda. Fjöldi hjálparkokka og meðreiðarsveina fyllir sviðið í Háskólabíó í desember og tryllir tónleikagesti með klassískum jólasmellum á borð við Kósíheit par exelans, Ég kemst í jólafíling og Rjúpur. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 5. og 6. desember kl. 17:00 og 21:00 Miðaverð: 7.990 kr.

PowaqaSirkús Á föstudagskvöldið verður hip hop kvöld á Gauknum þar sem 8 bönd munu bera fram ljúfa tóna fyrir eyru áhorfenda af sinni bestu getu. Þeir sem fram koma eru Holy Hrafn, Bróðir BIG ásamt Morgunroða og Grána, Gummi FT, Powaqa, Vivid Brain, Átrúnaðargoðin, KILO, Rímnaríki. Einnig verður opið fyrir hljóðnemann fyrir þá sem vilja spíta í hann. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 4. desember kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

DALÍ KK og Ellen Jólatónleikar þeirra systkina er fastur liður í jólahaldi fjölmargra á Íslandi. Í ár verða þau á faraldsfæti líkt og áður, syngja jólalög í bland við sín eigin lög og segja sögur af sér og sínum sem laða fram gleði og eitt og eitt tár. Með þeim verður fimm manna úrvalssveit tónlistarmanna undir stjórn hljómborðsleikarans góða Jóns Ólafssonar. Hvar: Hlégarður, Mosfellsbær Hvenær: 5. desember kl. 21:00 Miðaverð: 5.990 kr.

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 3. desember kl. 20:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Gym & Tonic, Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 5. desember kl. 21:00 - 23:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hvar: Gaukurinn Hvenær: 3. desember kl. 21:00 Miðaverð: 1.500

Útgáfutónleikar Arnljóts Sigurðssonar Á föstudaginn fagnar tónlistarmaðurinn Arnljótur útgáfu þriðju breiðskífu sinnar, Úð, með tónleikum í listhúsinu Mengi. Um er að ræða eins konar hljómkviðu sem telur rúmar 70 mínútur í nokkrum köflum. Tónlistinni má lýsa sem kosmískri músík með púlsandi drifi, undir sterkum áhrifum frá þýskri raftónlist áttunda áratugar síðustu aldar. Þó er músíkin ekki einungis rafræn heldur leikur þverflauta stórt hlutverk. Öll tónlistin var tekin upp á tvær rásir á þrennum tónleikum síðastliðið sumar.

Sýning á teikningum Söru Riel í Mengi og tónleikum með Skúla Sverrissyni, Gyðu Valtýsdóttur, Eiríki Orra Ólafssyni og Ólafi Birni Ólafssyni verður blandað saman þessa kvöldstund.

Tónlistarmanninn, Högna Egilsson, þarf vart að kynna til leiks. Hann hefur verið áberandi síðustu ár í íslenskri tónlistarmenningu og verið meðlimur í mörgum merkum tónlistarhópum á borð við Hjaltalín og GusGus. Hann mun nú mæta á Kex Hostel og halda einlæga einsmanns tónleika fyrir gesti.

Fyrsta plata DALÍ kom út í byrjun nóvember sl. og því ætlar hljómsveitin að halda veglega útgáfutónleika á Gauknum á fimmtudagskvöldið. Kvöldið hefst með upphitun Andra Ívars. Sérstakur forsöludíll verður í tilefni dagsins en þá er hægt að fá plötuna auk aðgangs á tónleikana á 2.000 kr. Eina sem þarf að gera er að senda skilaboð á dali@dalimusic.net og tilkynna miðafjölda og nafn.

Úð

Graphic Score / Sara Riel

Högni Egilsson á Kex Hostel

Útgáfutónleikar

Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 4. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Ólöf Arnalds Hin einstaka, Ólöf Arnalds, flytur nýtt efni í bland við eldri lög úr lagasjóði sínum nú á laugardagskvöldið. Búast má við angurværum og ylhýrum tónum frá þessum meistara. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 5. desember kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Night of the 808's "2 808 bassinn svokallaður, hefur átt við risjóttar vinsældir að etja frá byrjun níunda áratugarins. 808 er skíturinn um þessar mundir og er annað kvöld, til heiðurs honum haldið á skemmtistaðnum Húrra. Að þessu sinni eru það Marteinn, Ultraorthodox og Vrong sem plokk'ann. Hvar: Húrra Hvenær: 3. desember kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.


JÓLAGJÖFIN Í ÁR

BERJAST

DÖMU DÚNÚLPA 59.990 KR.

ZO•ON ICELAND

KRINGLUNNI | 103 REYKJAVÍK | 412-5864

ZO•ON ICELAND

BANKASTRÆTI 10 | 101 REYKJAVÍK | 412-5865

WWW.ZO-ON.IS

BLÁSA

DÖMU SUPERSTRETZ PEYSA 19.990 KR.

REKA

DÖMU DÚNJAKKI 34.990 KR.


6

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Aðventutónleikar Sinfóníunnar Baldvin Oddsson flytur glæsilegan trompetkonsert Albinonis en á undan honum hljóma þrjár sinfóníur Bachs, sem stjórnandi tónleikanna valdi sérstaklega fyrir viðburðinn, og 6. Brandenborgarkonsert meistarans. Þá leikur hljómsveitin svítu úr tilkomumikilli Vatnatónlist Händels og hátíðlega Haffnersinfóníu Mozarts. Þessir tónleikar koma öllum í sannkallað hátíðarskap í upphafi aðventu. Matthew Halls er í framvarðasveit ungra breskra stjórnenda og hljómborðsleikara. Hann mun stjórna Sinfóníuhljómsveitinni að þessu sinni. Miðasala á tix.is.

NÝTT Á NÁLINNI

Söngfjelagið Árlegir jólatónleikar Söngfjelagsins undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar hafa notið mikilla vinsælda. Á þessum jólum er þemað keltnesk og írsk jólatónlist, í bland við þá íslensku í flutningi Söngfjelagsins og hljómsveitar, sem leikur á keltnesk hljóðfæri. Gestir tónleikanna verða sönghópurinn Vox Populi, írsku söngkonurnar Regina Mcdonald og Blath Conroy Murphy úr írska sönghópnum Anúna ásamt Björgu Þórhallsdóttur sópransöngkonu. Miðasala á tix.is. Hvar: Langholtskirkja Hvenær: 6. desember kl. 16:00 og 20:00 Miðaverð: 4.500 kr.

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 3. desember kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr.

Rokkdvergar Góður þverskurður af íslenskri neðanjarðarrokkmenningu verður í boði á laugardagskvöldið. Hljómsveitirnar Gloryride, Collective, Diamond Thunder, Leiksvið Fáránleikans og Brot bjóða til ókeypis skemmtunar. Hvar: Gaukurinn Hvenær: 5. desember kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

SVIN (DK) / Kælan Mikla / X-Heart

Oh Wonder – Without You „Fíl Gúdd.”

Honne – Gone Are the Days „Honne Sóló er alltaf í stuði.”

Helgi Björns útgáfutónleikar Helgi Björns hefur nýverið gefið út plötuna ,,Veröldin er ný" en það er fyrsta frumsamda plata Helga í 18 ár. Af því tilefni er blásið til útgáfutónleika til að fagna plötunni og einnig verða leikin eldri lög í bland. Landslið tónlistarmanna myndar hljómsveitina sem verður með Helga á þessum tónleikum.

Astronomyy – Ocean Eyes (Astronomyy Edit) „Draumkennt.”

Hvar: Leynistaður, tilkynntur á hádegi tónleikadags Hvenær: 3. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr.

Rokkjötnar - Mastodon

Selah Sue – Alone FKJ Remix „Selah See er svo súper sexí.”

Rokkjötnar verða handnir í þriðja sinn nú á laugardaginn í Vodafonehöllinni.

Hin danska sveit, SVIN, spilar á Húrra næsta miðvikudag. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011 er nefnist ,,Secretly We are Gay" og hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína og lifandi flutning á hinum ýmsu tónlistarhátíðum vítt og breitt um heiminn. Nýjasta plata sveitarinnar kom út í apríl á þessu ári og nefnist ,,SVIN". Hljómsveitirnar Kælan Mikla og X-Heart koma einnig fram á þessu kvöldi.

Þetta eru Rokkjötnar 2015: Mastodon (USA), DIMMA, The Vintage Caravan, Kontinuum, Muck, Bootlegs og Meistarar dauðans. Heill dagur í bræðralagi rokkaranna, það besta í íslenska rokkinu í dag og allt saman toppað með einu vinsælasta þungarokksbandi 21. aldarinnar.

Hvar: Húrra Hvenær: 9. desember kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Hvar: Vodafonehöllin, Hlíðarendi Hvenær: 5. desember kl. 16:00 Miðaverð: 9.490 kr.

Miðasala er á tix.is

Erykah Badu – Hello feat. Andre 3000 „Badú er svo bad, dúde.”


gerðu tónlist á

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

makkann þinn

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •


Þegar ég dey – fer heimurinn líka. Heimurinn fer líka, eins og við heimurinn séum tveir bandingjar, handjárnaðir saman í fangarútu, á hraðri leið fram af þverhníptu bjargi: Krachksj ... Athugaðu að þegar ég segi: „þegar ég dey – fer heimurinn líka,“ þá meina ég ekki að ég hyggist tortíma heiminum á minni hinstu stund með einhverri gjöreyðandi atómsprengju – það sem ég meina heldur er þetta: Heimurinn býr í hausnum á mér. Og þó svo að ég búi yfir einkum lítilsverðum haus, sem samsvarar sér illa við mínar breiðu axlir (ef ég væri snoðaður væri ég eins og goomburnar í Super Mario bros.), þá rúmast Alheimurinn allur á milli eyrnanna á mér. Og það sama á eflaust við um þig, lesandi góður. Við lifum öll í okkar eigin heimi. Það er löng brú á milli atviks og upplifunar. Þetta er merkilegur sannleikur. Ef til vill væri heimurinn betri staður værum við öll meðvitaðri um þennan sannleik. Oftast þegar við deilum eru það sjaldnast staðreyndirnar sem vefjast fyrir okkur, heldur sú heimsmynd sem við berum í huga okkar – og torvelt er að endurmóta þá mynd ... Í síðustu viku spjallaði ég við tvo nýkrýnda Evrópumeistara í MMA sem hafa áttað sig á þessum sannleik. Til þess að ná langt í MMA þarftu fyrst að sigrast á sjálfum þér; á hausnum; þú þarft að endurmóta heimsmyndina. Við Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson ræddum hversdaginn, andlega heilsu, UFC og Mike Tyson. (Ég hitti Bjarka og Sunnu í Lifandi Markaði í Borgartúni. Við tillum okkur í sófann á neðri hæðinni. Ég kveiki á diktafóninum. Þrír heimar mætast.) AÐ SNÚA AFTUR Í HVERSDAGINN EFTIR STRÍÐ SKE: Er ekki erfitt að snúa aftur í hversdaginn eftir svona stríð? Sunna: Nei, það er gott að komast aftur í rútínu með stelpunni minni – að sinna því sem þarf að sinna. En það væri gaman ef maður gæti einbeitt sér að því einu að æfa. Bjarki Þór: Sjálfum finnst mér alltaf svolítið erfitt að koma aftur heim: Þetta er alltaf visst spennufall. Ég get orðið eirðarlaus og pirraður. Eftir fyrsta bardagann minn áttaði ég mig ekki á því hvað væri í gangi, og var ég hálf ruglaður í mánuð eftir bardagann. En núna er ég meðvitaður um það sem er að gerast í hausnum á mér. Þú hefur lært inn á þessar tilfinningar? Bjarki Þór: Ég veit að ég er aðeins öðruvísi en ég á að vera, en það er í lagi – því að þetta líður hjá.

(Þau hlæja.) ... Voruð þið ekki lemstruð fyrir síðasta bardagann? Bjarki: Jú, ég slasaði mig á olnboganum í öðrum bardaganum og á ökklanum í þeim fjórða. Svo var ég orðinn svo þreyttur fyrir fimmta bardagann að þegar ég var að hita upp fannst mér líkami minn vera langt á eftir hausnum einhvern veginn. Samt var ég að reyna að bægja þessum hugsunum frá. Ég sagði við sjálfan mig að ég hafi áður átt slæmar upphitanir og þetta skipti engu máli. Vegna þess að þegar maður verður þreyttur verður maður oft svo neikvæður. (Ég kannast við þetta; heimurinn er sjaldan eins erfiður og þegar ég er illa sofinn.) En svo þegar þú stígur inn í hringinn þá færðu þetta adrenalín kikk og þú gleymir þessu? Bjarki: Já, þá hverfur allur sársauki. En ég fann það að ég var mjög þreyttur. Eftir fyrstu lotuna í síðasta bardaganum þá var ég eiginlega búinn á því. Samt sem áður getur maður væntanlega huggað sig við það að andstæðingurinn er á sama stað? Bjarki: Reyndar hafði hann einungis barist þrisvar sinnum. Ég skil. Bjarki: Hann er heimsmeistari og fyrir vikið var leið hans að úrslitabardaganum auðveldari. Sunna: Þeir eru „rank-aðir.“ Bjarki: Sem þýðir að ef ég myndi keppa aftur þá yrði þetta ekki eins strembið. Var þín upplifun svipuð, Sunna? Sunna: Fyrir mig var þetta nánast öfugt. Ég slasaðist einungis í þriðja bardaganum. Þá opnaðist skurður sem ég hafði fengið áður – en ég fann samt ekki fyrir því. Ég var nánast heil. Það eina sem ég fann var að ég var stressuð fyrir fyrsta bardagann. En svo róaðist ég með hverjum bardaga og varð öruggari. Þó svo að það hafi alltaf verið smá spenna fyrir hvern bardaga. Bjarki: Ég er sammála því; mér fannst ég styrkjast með hverjum bardaga. Stressið minnkaði, en svo í lokin var maður gjörsamlega sigraður. Þreytan að yfirbuga þig? Bjarki: Eftir fyrsta bardagann var þetta nánast eins og að stíga upp í rússíbana í hvert skiptið. MIKE TYSON Tyson talaði einmitt um þetta ...

Þið hafið verið talsvert í viðtölum eftir þessa keppni. Er eitthvað sem hefur ekki komið nógu vel fram í íslenskum fjölmiðlum? Sunna: Ég er í 100% starfi og að æfa 100%, sem getur verið mikil keyrsla – sérstaklega þegar maður er að undirbúa sig fyrir bardaga. Þá er auka álag á æfingum, og maður má eiginlega ekki við því. Þá má ekki mikið koma upp á í vinnunni svo að maður missi ekki einbeitinguna. Þó svo að ég sé að stefna hærra, þá er ég samt ekkert að minnka við mig í vinnunni. Maður þarf að hafa mjög sterkan huga til þess að takast á við þetta. (Ég spyr hvernig þau fögnuðu sigrinum. Sunna segir mér að þau hafi öll farið á Brasilískt steikhús eftir lokakvöldið. Ég spyr hvort að þau hafi fengið sér bjór. Bjarki segist ekki drekka, en taki þó aðeins í vörina. Sunna fékk sér rauðvínsglas með matnum.)

AÐ STÍGA UPP Í RÚSSÍBANA Þú barðist fimm sinnum á fjórum dögum, Bjarki, og þú barðist þrisvar sinnum á þrem dögum, Sunna. Á meðan fór ég í fótbolta á þriðjudaginn og átti erfitt með að mæta í badminton á miðvikudaginn ...

(Það eru fáir menn sem ég hef jafn mikinn áhuga á og Mike Tyson. Hann er tragísk fígúra.) ... hann var alltaf smá stressaður og hræddur fyrir hvern bardaga, og fyrir honum var það nauðsynlegt. Maður má ekki vera of rólegur. Sunna: Einmitt, þú mátt hvorki vera of stressaður né of rólegur. Bjarki: Maður þarf að finna sitt kjör spennustig. Sem er mismunandi á milli manna. Maður má ekki heldur vera stressaður yfir því að verða stressaður. Líkaminn er að undirbúa sig fyrir átök, og þá er eðlilegt að vera með fiðring í maganum.

Sunna: Maður fer í svokallað „fight mode.“ Bjarki: Það versta er þegar hausinn er farinn að gagnrýna eða ofhugsa þetta. Maður má ekki hlusta of mikið á það. Hausinn á þér vill náttúrulega ekki að þú sért að hætta þér þarna inn. Hann er að reyna að verja þig. Það er þá kannski best að stíga inn í hringinn með tóman huga? Sunna: Já. Ég fann það eftir fyrsta bardagann að ég gat gert betur. Hugurinn truflaði frammistöðuna í fyrsta bardaganum. En það góða við þessa keppni var það að það var svo stutt á milli bardaga. Maður hafði færi á því að leiðrétta þau mistök sem maður gerði strax. Bjarki: Í stað þess að keppa aðeins þrisvar eða fjórum sinnum á ári. Í þeim tilvikum ert þú yfirleitt búinn að ferðast langa leið og ef þú klúðrar einhverju – þá þarftu að bíða. En þarna gat maður keppt strax aftur á morgun og bætt sig. (Svo köfum við aðeins dýpra.)

BARDAGALISTIN OG LÍFIÐ Hver er stærsta lexían sem bardagalistin hefur kennt ykkur um lífið? Bjarki: Ég held að ég hafi lært mikið um sjálfan mig. Þetta hefur drifið mig áfram til þess að vinna í sjálfum mér; að styrkja mig og sjálfsmyndina. Þegar ég byrjaði í MMA þá hugsaði ég: „Annað hvort verð ég góður í MMA – eða ég verð ekkert.“ Þetta var minn hugsanaháttur. En í dag hef ég þroskast mikið. Ég vissi það að sama hvernig þetta evrópumeistaramót færi, þá er það ekki að fara breyta neinu fyrir fólkinu sem elskar mig. Ég er alltaf sami Bjarki – en hugsanahátturinn hefur breyst ótrúlega mikið. Ég er ekki lengur að gera þetta fyrir neinn annan en sjálfan mig. Hefði ég tapað fyrsta bardaganum þá veit ég að allir hefðu hugsað: „Hann er að minnsta kosti að reyna.“ Þetta hefur hjálpað mér. Oft drífur ótti og sársauki mann áfram að breyta eða bæta sig. Ef þér líður alltaf vel þá þarftu ekki að breyta neinu. Það er ansi stór og merkileg lexía. Bjarki: Ég áttaði mig einnig á því að maður á ekki að taka mark á þessum röddum sem hvísla innra með manni. Þær eru þarna; verða þarna; og mega vera þarna – en þær eru aldrei að fara stjórna útkomunni. Ég fylgdist með þessum röddum. Ég gat t.d. hugsað með sjálfum mér: „Ég er aldrei að fara sigra þennan andstæðing“ áður en ég fór í búrið, en svo þegar ég steig inn í búrið þá sigraði ég hann í fyrstu lotu. Það er eitthvað inn í manni sem segir að maður geti ekki eitthvað – en það er kjaftæði. Algjört bull. Ég var að hlusta á magnaðan fyrirlestur um daginn. Fyrirlesarinn sagðist hafa fylgst með fimm ára barni vera að bursta í sér tennurnar, er barnið misstígur sig og sker sig á höndinni. Barnið hafði vit á því að fara strax ofan í sjúkrakassann og setja plástur á sárið. Svo bað fyrirlesarinn hlustendurna að spá í þessu: frá unga aldri erum við svo meðvituð um líkamlega heilsu. Barnið veit að það þarf að bursta í sér tennurnar, annars skemmast þær, og barnið veit að það er mikilvægt að setja plástur á sárið, svo að það sýkist ekki. En þegar það kemur að andlegri heilsu – þá veit barnið ekki neitt. Við vitum ekkert hvernig við eigum að tækla þessar raddir í hausnum á okkur, eða aðra


„ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ VERA Í GÓÐU LÍKAMLEGU FORMI. HAUSINN ÞARF LÍKA AÐ VERA Í GÓÐU LAGI SVO AÐ MAÐUR GETI TEKIST Á VIÐ ERFIÐLEIKA OG ÁFÖLL.“ – SUNNA RANNVEIG


10

HVAÐ ER AÐ SKE

andlega kvilla, sem er svo furðulegt. Þetta er alveg jafn stór þáttur í mannlegu lífi ... Bjarki: Það er kannski klisjulegt að segja þetta en þetta kemur allt innan frá. Ef mér líður illa þá skiptir engu máli hvort að ég vinni eitthvað; eigi nóg af peningum; eða hvort að það séu tugi stelpna á eftir mér. Sjáðu bara Elvis Presley: Hann var með svo mikið andlegt mein. Hann átti nóg af peningum, var frægur, en svo þurftu þjónarnir hans að fjarlægja hamborgarabita úr munnvikum hans vegna þess að hann var blindfullur og þunglyndur. Hann var á hraðri leið í gröfina vegna þess að honum leið svo illa. Hvað segir þetta okkur? Það skiptir engu máli hvað við eigum. Ekki neinu.

Bjarki: Á tímabili var alltaf verið að hanka mig á sama bragðinu, og ég fékk mig aldrei til þess að tala við þjálfarann. Ég var alltaf að þrjóskast áfram – að reyna að átta mig á þessu sjálfur. Þegar það er í raun löngu búið að finna upp hjólið. Þessi sannleikur hefur smitast út í lífið. Áður fyrr gekk ég alltaf á sömu hurðarnar, aftur og aftur, og þorði aldrei að spyrja neinn. Vegna þess að ég þorði ekki að líta út fyrir að vera heimskur. En í dag þá fer ég beint til þjálfarans, og það sama á við um lífið: „Hey, hefur þú lent í þessu?“ Maður bara talar: Hugsar í lausnum, ekki í vandamálum.

fer í búrið þá skiptir það ekki máli. Sunna: Ég á lag sem kemur mér í gírinn og hefur þau áhrif á mig að ég fer í ákveðið „zone.“ Mér líður eins og Valkyrju á leið á vígvöllinn. Það heitir „If I Had a Heart“ með Fever Ray. Það var spilað í Vikings þáttunum, þá var það stef þáttarins. Hjartað í mér byrjar að slá hraðar þegar ég heyri það lag.

Það er merkilegt.

Bjarki: Á fótboltamáli þá væri þetta eins og að við hefðum verið í 1. deildinni hérna heima, og værum á leiðinni í danskt lið. Þaðan þurfum við að vera valin í Manchester United.

Heimur er í huga þér.

Sunna: Einmitt með glímuna, þá lendir maður stundum undir og neyðist til þess að hugsa í lausnum, og maður er að gera það sama í lífinu.

Bjarki: Algjörlega ... af hverju ekki bara gera það sem manni finnst skemmtilegast að gera.

Þannig að það er mjög náið samband á milli bardagalistarinnar og lífsins ...

En þú, Sunna. Hvað hefur MMA kennt þér um lífið?

(Enn held ég áfram að masa um Tyson.)

Og er UFC ekki bara næst? (Sunna segir að þetta taki sinn tíma. Bjarki útskýrir þetta fyrir mér á máli sem ég skil betur.)

Hafið þið fengið mörg tilboð?

Sunna: Ég er sammála Bjarka. Það skiptir máli að maður trúi á sjálfan sig og að sjálfsmyndin sé í lagi. Þá getur maður gert það sem manni langar í lífinu. En á móti kemur að ef þú ert á hinum staðnum þá getur þú auðveldlega kastað þeim tækifærum sem þér býðst á glæ. Það er mikilvægt að rækta hugann, sálina og líkamann. Þetta skiptir allt svo miklu máli. Það er ekki nóg að vera í góðu líkamlegu formi. Hausinn þarf líka að vera í góðu lagi svo að maður geti tekist á við erfiðleika og áföll. En ég hef ekki alltaf verið á þeim stað í huganum, sem ég er á í dag. Það hefur verið mikil vinna. Að þjálfa hugann alveg eins og ég þjálfa líkamann. Ég á enn langt í land, en ég get rétt ímyndað mér hvar þetta endar ef ég held áfram á þessari braut.

... Tyson sagði einhvern tímann í viðtali að hann hafi haldið að tilgangur lífsins væri að öðlast meira og meira, en svo komst hann að því að það var rangt. Lífið snýst um að missa allt sem þú átt – þú eldist, missir vini og heilsu – og þú þarft að læra að taka því. Hann orðaði þetta svo fallega. En þetta er eitthvað, eflaust, sem bardagalistin kennir manni; í stóra samhenginu þá töpum við öll á endanum, sama hversu sterk við erum ... (Ég átta mig á því að ég er farinn að kafa ansi djúpt. Ég ákveð að skipta um umræðuefni.)

UFC ... Menn voru ekki með nein sérstök þema lög í þessari keppni?

Það er ótrúlegt hvað allt þetta keppnisfólk í MMA virðist vera á góðum stað andlega, í samanburði við fótboltamenn, körfuboltamenn eða aðra íþróttamenn. Það virðist ríkja meiri hugarró og virðing hjá Mjölnisfólkinu.

Sunna: Nei, þú gekkst inn, öll ljós slökkt, og svo var andstæðingurinn, liggur við, á hælunum á þér. Það var ekki tími fyrir alla þessa sýningu sem fylgir UFC.

Bjarki: Það er eitthvað við glímuna, hún er svo mikið raunveruleika „check.“ Ég sný kannski heim sem evrópumeistari og glími svo við konu sem er að æfa þetta upp á gamanið, eða einhvern Jón Jónsson, og ég neyðist til þess að „tap-a“ út. Ég mæti rogginn en neyðist svo til þess að lúta í lægra haldi. Þá áttar maður sig á því að maður er ekkert frábrugðinn neinum öðrum. Í fótbolta getur þú alltaf kennt einhverjum öðrum um: „Hann gaf ekki á mig“ eða „Þið voruð svona eða hinsegin.“ En í glímunni er þetta bara þú. Það er erfitt. Fyrstu þrjú, fjögur árin í glímunni þá ertu endalaust að gefast upp. Þú tapar á hverri einustu æfingu. Þetta krefst mikillar auðmýktar.

Bjarki: Á ég að segja þér svolítið fyndið: Ég hef keppt sjö sinnum en aldrei fengið mitt lag. Þeir hafa alltaf klúðrað þessu. Ég var með lag úr The Last of the Mohicans, t.d. á sínum tíma, en svo þegar ég var að ganga inn í átt að hringnum þá völdu þeir eitthvað allt annað lag úr myndinni – eitthvað óperulag. Síðan var ég búinn að velja annað lag, Cage Warriors. Þeir spila lagið þegar ég er ennþá inni að gera mig kláran. Svo þegar ég kem fram og er tilbúinn að ganga út þá slökkva þeir á laginu mínu og setja eitthvað „Euro techno“ lag í gang. Þetta hefur alltaf verið svona. (Við hlæjum.)

Það er mikill þroski sem fylgir því.

Bjarki: Ég veit það ekki. Ég er í raun hættur að spá í þessu. Þetta var alltaf mikið mál, á sínum tíma, en í dag er mér alveg sama. Ef ég er einbeittur áður en ég

Hvaða lög hefðuð þið valið?

Hvaða lag myndir þú velja í dag?

Bjarki: Ekkert ennþá. Halli (Haraldur Dean Nelson) hefur verið að senda tölvupósta. Það kemur. Sunna: Þetta var rosalega gott tækifæri. Þarna voru UFC útsendarar að fylgjast með okkur. Það á eftir að klippa úrslitabardagann saman. Þegar það er búið þá fer bardaginn inn á vefsíðu UFC og þá sjá enn fleiri þessa bardaga. Vonandi sér þá einhver þetta sem hefur áhuga. En fyrir utan það þá er Halli umboðsmaður okkar beggja. Þannig að hjólin fara vonandi að snúast eftir að myndböndin koma út? (Bjarki segist vonast eftir því. Hann bætir svo við að stór MMA síða hafi sett hann efst á lista yfir bardagakappa í veltivigt á öllu Írland og Bretland – efstur á meðal 512 bardagamanna.) Og þetta er stærsti flokkurinn? Veltivigt? Bjarki: Já, léttvigt og veltivigt. Að lokum: Eruð þið ekki spennt fyrir Nelson bardaganum? Bjarki: Jú. Það er líka svo yndislegt að vera búinn að keppa og allt stressið búið, og nú fær Gunni bara að vera í stressinu. Sunna: En fallega hugsað af þér. Bjarki: Hann má bara eiga það í bili. (Við hlæjum. Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. Bjarki og Sunna vilja sérstaklega þakka stuðningsaðilum sínum: Gló, USN, Irezumi Ink, Hairbond, Papco, Macland, Reykjavík Hair, Kraftafl, Lifandi Markaði, Mjölnir, Óðinsbúð, Jacko, Vegamót, LG símar, Snyrtistofan Verði þinn vilji, Lóðaþjónustan, Rakarastofan Basic, Perform og Fjölnir Tattú. Einnig benda þau áhugasömum á það að þau eru alltaf að leita af frekari styrkjum.)


Dótabúð íþróttafólksins

SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND

Taktu á því í vetur!

Dótabúð íþróttafólksins

LYFTINGASKÓR

búð

Nike Romaleos 2

31.900.-

RJR Speed Rope 2.250.-

Adidas Powerlift 2

19.900.-

Adidas Power Perfect 2

23.900.-

Adidas adiPower

31.900.-

AUKAHLUTIR

íþróttafó JumpNrope 5.950.-

Nuddrúllur frá 2.850.-

SKLZ Speed Rope 6.950.-

RPM Speed Rope 10.950.-

WOD-ies 6.990.-

Eleiko hnéhlífar 12.500.-

ÞREKTÆKI

Concept 2 róðravél, Model D, PM5 228.000.-

Assault Air Bike 239.900.-

SPORTVÖRUR WWW.SPORTVORUR.IS / BÆJARLIND 1–3 / KÓPAVOGI / 544 4140


12

HVAÐ ER AÐ SKE

leikhús

Móðurharðindin Móðurharðindin er íslenskt leikrit um móður sem stöðugt fær sínu fram og börnin sem þurfa að taka afleiðingunum – en nú er mælirinn fullur! Ólíkindatólið Friðrika er nýorðin ekkja og býr ein í gömlu, ríkmannlegu húsi. Hennar eini félagsskapur er húshjálpin Snæbjörn sem lætur lítið fyrir sér fara. Börnin hennar María og Arnmundur hafa ekki séð móður sína í mörg ár en snúa nú aftur á ættaróðalið til að fylgja föðurnum til grafar. Presturinn Svalbrandur gerir sitt besta til að fá rétta mynd af lífi hins látna en það leynist margt undir yfirborðinu og jarðarförin á eftir að setja líf þeirra allra úr skorðum. Hvar: Þjóðleikhúsið (Kassinn) Miðaverð: 4,950 ISK

Leitin að jólunum Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt ellefta leikárið í röð.

Vegbúar

Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Höfundur verksins, Þorvaldur Þorsteinsson, lést fyrr á þessu ári, langt fyrir aldur fram. Hann var afar fjölhæfur listamaður. Meðal leikrita hans er barnaleikritið Skilaboðaskjóðan sem sett hefur verið upp tvisvar í Þjóðleikhúsinu. Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 2,200 kr.

Tónlistarmaðurinn KK stígur á svið og segir sögu gítaranna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sérstökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra trúbadora sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. í verkinu tvinnast þessar sögur saman við lífshlaup KK sjálfs, spurt er um mikilvægi tónlistarinnar, mátt hennar í hörðum heimi og leitina eilífu að hinum „eina sanna tóni“. KK slær á sína alkunnu strengi og fer með áhorfendur í ógleymanlegt ferðalag. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5,500 kr.

KATE Ísland, 1940. Bretarnir koma! Þegar 25,000 breskir hermenn lenda í Reykjavík og hertaka landið, hafa íslensku konurnar eitthvað nýtt til að einbeita sér að. KATE fylgist með íslenskri fjölskyldu í seinni heimsstyrjöldinni, Selmu, uppreisnargjarnri dóttur þeirra, og Kötu, indælli sveitastelpu í vist hjá þeim. Lífleg og skemmtileg sýning um sameiginlega sögu Íslendinga og Breta, með lifandi tónlist og sterkum vindkviðum. Sýningin er á ensku og hefur áður verið sýnd í Englandi við mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 3,500 kr.


FJÖLSKYLDUTILBOĐ ALLAR HELGAR 4x120g grillaðir hamborgarar, franskar og ískalt kók

AĐEINS

3990 Tilboðið gildir eingöngu laugardaga og sunnudaga

ÁRNASYNIR

VIĐ VESTURLANDSVEG


14

HVAÐ ER AÐ SKE

listviðburðir

Peter Holliday Þar sem landið rís Í nýjustu ljósmyndaröð sinni, Þar sem landið rís, fjallar Peter Holliday um eldgosið í Heimaey sem hófst þann 23. janúar 1973. Þessar ofsafengnu jarðhræringar höfðu óafturkræf áhrif á útlit og landslag eyjarinnar, fjölmörg heimili grófust undir hraun sem breiddi úr sér yfir hluta byggðarinnar. Umhverfið og búsetuskilyrði gjörbreyttust. Rýma varð eyjuna nánast á einni nóttu og átti fólk ekki kost á að snúa heim fyrr en mörgum mánuðum síðar. Þrátt fyrir að ásýnd eyjarinnar hafi breyst á svo ofsafenginn hátt, leit og lítur meginþorri eyjabúa á Heimaey sem sitt heimili, sína öruggu höfn í óstýrilátu Atlantshafinu. Peter tók ljósmyndir af fólki sem upplifði hamfararnar ásamt því að skrásetja upplifun þess. Í gegn um minningar þess gerði hann sér í hugarlund hvernig landslag eyjarinnar var áður en hraunbreiða huldi hluta hennar. Hann fór í saumana á atburði sem átti sér stað ekki fyrir svo löngu, þar sem fólk missti eða átti á hættu að missa heimili sitt og lífsviðurværi. Sýningar opnar mánudaga til fimmtudaga 12:00 – 19:00 Föstudaga 12:00 – 18:00 Um helgar 13:00 -17:00

Gáttir. Gleym-mér-ey Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Gunnþórunn Sveinsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir Sýningin mótast í innblæstri og samræðu þriggja listamanna. Aðskildar í tíma og rúmi mætast þær í formi og viðfangi. Með sendingum á borð við hreyfingar, takt, liti og form. Gáttin er opin, andleg og vísindaleg nálgun eru lagðar að jöfnu. Samræðan er meðvituð um skynjun okkar á afstæði tíma og fjarlægða. Abstrakt expressjónísk tengsl við ytri og innri heima eru dregin upp og jafnframt því tengsl við annan og annarskonar tíma. Skeyti sem skapað er og búið um af alúð, sett út á óráðið haf með góðum óskum og von um lendingu sjósett í tíma viðtakandans verðum sendingin og sendingin finnur sér farveg Opið frá klukkan 13 - 17, alla daga nema mánudaga Hvar: Listasafn ASÍ, Ásmundarsal, Freyjugötu, 101 Reykjavík Hvenær: 28. nóvember - 20. desember 2015

Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð Hvenær: 03.desember 2015 – 26. janúar 2016 vefur: http://www.peterhollidayphoto.com/ Aðgangur ókeypis

MOSKAN - Fyrsta moskan í Feneyjum Málþing um framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins, 2015 Framlag Íslands til Feneyjatvíærings þessa árs ber heitið MOSKAN- Fyrsta moskan í Feneyjum, eftir Christoph Büchel. Auglýst var eftir tillögum um verk og samstarfsteymi og var verkefni listamannsins valið í því ferli. Skálinn var opnaður almenningi þann 8. maí 2015 í Santa Maria della Misericordia-kirkjunni í Cannaregio-hverfinu í Feneyjum. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar heldur utanum verkefnið. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins hefur áður vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi en sjaldan eins og í ár. Fjallað hefur verið um verkið í fjölmiðlum austan hafs og vestan og hefur það kallað á sterk viðbrögð. Sem kunnugt er var skálanum lokað af borgaryfirvöldum í Feneyjum þann 22. maí, tveimur vikum eftir opnun. Sem frummælenda hefur verið leitað til fjögurra einstaklinga, sem munu í erindum sínum varpa fram hugmyndum er spretta upp af vangaveltum um verkið, MOSKAN- Fyrsta moskan í Feneyjum. Þátttakendur í málþinginu eru: Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur - Ólafur Gíslason, listfræðingur - Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi - Stefano Rabolli Pansera, arkitekt og borgarfræðingur (urbanist) Fundarstjóri er Guðni Tómasson, listsagnfræðingur Hvar: Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 5. desember, klukkan 11:00 – 14:30 Málþingið fer fram á íslensku og ensku.

Heimurinn tilheyrir öllum, ekki fáum útvöldum Heimurinn tilheyrir öllum, ekki fáum útvöldum er yfirskrift samsýningar átta nemenda á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. Útgangspunktur sýningarinnar er sú umgjörð sem Nýlistasafnið lagði til, bæði í menningarlegu tilliti safneignar þess og sögu, sem og staðháttum og nærumhverfi safnsins í Breiðholti. Spurt er um miðju og útjaðar menningar; hvort hin virka innspýting og hreyfiafl í listsköpun sé ef til vill að finna á jaðrinum eins og í miðborginni. Er Völvufellið ef til vill meiri miðja en Lækjartorg? Fyrir hverja er myndlistin og hvert sækir hún sín áhrif? Dregin hafa verið fram óþekkt höfundaverk í safneign Nýlistasafnsins til samtals við nýjan höfund, hverfið hefur verið kortlagt í gönguferðum, það sem er fyrir utan hefur verið flutt inn og rými safnsins fengið nýjan ljóma og litatón. Gólfflísarnar á aðalhæðinni sem áður hýsti víðfrægt bakarí hverfisins, kallast nú á við lífrænar teikningar, hringlaga form og skuggaleik á veggjum. Alls staðar og allt um kring svífur saga Nýló; saga hræringa og framsækinnar myndlistar á Íslandi í 37 ár. Höfundar verka eru þau Aimee Odum, Ásgrímur Þórhallsson, Florence So-Yue, Giampaolo Algieri, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jens Michael Muhlhoff, Mia Van Veen, Myrra Leifsdóttir og Ragna Fróðadóttir. Sýningin var unnin undir leiðsögn myndlistarmannanna Elínar Hansdóttur og Ingólfs Arnarssonar. Þessu samstarfsverkefni og sýningu nemenda á fyrra ári meistaranámsbrautar í myndlist við Listaháskóla Íslands verður hleypt af stokkunum á laugardaginn næstkomandi, 28. nóvember, kl. 16 í Nýlistasafninu við Völvufell 13-21 í Breiðholti. Gengið er inn bakatil. Hvar: Nýlistasafnið (The Living Art Museum), Völvufell 13-21, 111 Reykjavík Hvenær: 28. nóvember - 13. desember


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


16

HVAÐ ER AÐ SKE

Hafa skal það sem betur hljómar PL-30 Plötuspilari

A-30 Magnari

PL-990 Plötuspilari

2 x 70W Driect Energy magnari Inngangar: SACD/CD - Phono (MM) - Aux - Network - Recorder Tuner - Power Amp Direct In

Verð: 55.900,- kr

Sjálfvirkur plötuspilari með innbyggðum formagnara. Hágæða MM nál. Stillanlegur, reimdrifinn armur.

Steríó Útvarpsmagnari

Verð: 68.900,- kr

DEH-1800UB Bíltæki

Reimdrifinn - Alsjálfvirkur - Innbyggður formagnari

Verð: 35.900,- kr

DEH-4800BT Bíltæki

Steríó magnari - 2x100W - PHONO MM inngangur fyrir plötuspilara -Tengi: 4x RCA In(SACD/CD, Network, Recorder, PHONO), Heyrnartól, Loftnet, - 1x RCA Recorder Out - AM/FM RDS útvarp m. 30 stöðva minni

4X50 W MOSFET magnari - Útvarp með 24 stöðva minni Spilar MP3, WMA, WAV, FLAC, CD-R/RW AUX og USB tengi á framhlið - Android Media Access - Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri. (Snúra fylgir ekki) - EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna - Litur: Rauðir takkar. Hvítir stafir á svörtum skjá.

Kr. 59.900,-

Kr. 18.300,-

4X50 W MOSFET magnari - Útvarp með 24 stöðva minni - Spilar MP3, WMA, WAV, FLAC, CD-R/RW - AUX og USB tengi á framhlið - Android Media Access - Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri. (Snúra fylgir ekki) - EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna Litur: Rauðir takkar. Hvítir stafir á svörtum skjá. - Bluetooth tenging fyrir tónlist og handfrjálsan síma.

Kr. 29.900,-

Hljómtækjastæða með Spotify Connect

BTSP70 Bluetooth hátalari dv 2240 DVD spilari DVD, CD, DivX, MP3, WMA, JPEG, USB, DTS

PiBluetooth - 2x40mm Full-Range hátalarar - Tíðnisvið: 20 - 20.000 kHz - Kraftur: 25W (2x 12,5W) - 1x3,5mm Mini-Jack tengi - 1xMicroUSB tengi fyrir hleðslu - Endurhlaðanleg rafhlaða með 8,5 klukkutíma afspilun Stærð: 180x53,5x59mm - 740g

2x50W- Hágæða Class D Magnari - 2-Way Bass-Reflex Gloss Hátalarar - AM/ FM RDS Útvarp m. 45 stöðva minni - WiFi- Internet útvarp, Music Server, DLNA Spotify Connect og Apple Airplay - Innbyggð Bluetooth afspilun - Tengi: USB, Aux, Heyrnartól, Optical, 2xRCA, Subwoofer, Lan, 2xLoftnet

Verð: 36.900,- kr

Verð: 124.900,- kr

Hljómtækjastæða með Bluetooth

2x30W - 2-Way Bass Reflex hátalarar - Class D Magnari - Innbyggt Bluetooth- Spilar DVD diska - AM/FM Útvarp m. 45 stöðva minni - Tengi: USB, RCA Line in, - Heyrnartól, Loftnet Fjarstýring og dokka fylgja - Pioneer P-Bass stuðningur - Bassa og diskant stillingar

XW-LF1-K/W Blutooth hátalari 2x40mm full range BlueTooth hátalarar m. Dynamic Range Control.

Verð: 52.500,- kr

Verð: 10.900,-

Hljómtækjastæða með Bluetooth

2x15W - Class D Magnari - 2-Way Bass-Reflex Hátalarar - AM/FM Útvarp m. 45 stöðva minni - Innbyggt Blueooth - iPod, iPhone, iPad í gegnum USB - Tengi: USB, Audio - Heyrnartól, RCA, Loftnet - Fjarstýring fylgir

Verð: 39.900,- kr

Kr. 29.900,-

PIX-EM-12 Hljómtækjastæða

PIX-HM11-K Hljómtækjastæða

MJ532 heyrnartól.

FM útvarp m. 40 stöðva minni - Spilar: CD, MP3, WMA, CD-R/ RW - USB, RCA, Heyrnartól - 2 x 15W hátalarar 4 Ohm

Samanbrjótanleg. Fáanleg í 4 litum.

2 X 30W - CD MP3 og WMA afspilun - FM Útvarp m. 30 stöðva minni RDS stuðningur - Tengi: USB, Audio-In, Loftnet

Verð: 29.900,- kr

Kr. 8.690,-

Kr. 23.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

15% - 20% eða 25% afsláttur

Opið virka daga kl. 10-18

af öllu í þessari opnu, gegn afhendingu á afrifu með nafni blaðsins SKE. og á laugardögum Greiðslukjör Afslátturinn gildir einungis í verslun Ormsson í Lágmúla 8, frá 3. des 8. des 2015. kl. 11-15. LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


17

HVAÐ ER AÐ SKE

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


18

HVAÐ ER AÐ SKE

skemmtun

TWEET KYNSLÓÐIN

Mætti konu á förnum vegi áðan sem horfði í augun á mér og hrasaði örlítið. Fyrsta hugsun? "Still got it!" Horfði svo í kringum mig. @RexBannon

Málþing UNICEF á Íslandi UNICEF og UN Women halda málþing um menntun og valdeflingu kvenna og stúlkna í Afganistan. Málþingið er í boði forsætis-, utanríkis- og velferðarráðuneytanna. Rætt verður um hindranir sem afganskar stúlkur standa frammi fyrir á vegi sínum til menntunar og persónulega reynslu þriggja kvenna af stöðu kvenna í Afganistan. Fyrirlesararnir eru Guissou Jahangiri, framkvæmdastjóri OpenAsia stofnunarinnar, Razia Stanikzai, menntamálaráðuneyti Afganistan og Fatima Hossaini, fyrrum nemanda í Jafnréttiskóla Sþ Hvar: Radisson Blu Hótel Saga, Hagatorg Hvenær: 10. desember kl. 20:30 Miðaverð: Frjáls framlög

Ljóða- og sagnakvöld Samtakanna '78 ,,Við og vinir okkar" er ljóða- og sagnakvöld þar sem tilgangurinn er að hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, samræðna milli ólíkra hópa og uppbyggingar öruggs rýmis þar sem fólk af ólíkum toga getur komið saman og notið bókmennta og lista. Einnig verður hægt að kaupa bækur úr bókasafni Samtakanna '78. Hundruðir hinsegin bóka um allt á milli himins og jarðar!

Ég óttast hálkuna/færðina meira en öfgafullt Íslam á Íslandi for the time being. @DNADORI

Það er hægt að segja ýmislegt um mig en þegar kemur að því að rigga upp decent aðventukransi á no time þá er ég algjör mutherfucker. @Loahlin

Hvar: Suðurgata 3, Reykjavík Hvenær: 5. desember kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Er ekki töluvert brýnna að ungar konur fái skammbyssur til að verja sig? Svona fyrst lögin gera það ekki. @BragiValdimar

Hugleiðsluupplestur Leikkonan, framleiðandinn og rithöfundurinn, Þóra Karitas Árnadóttir, leiðir gesti inn í nýskapaðan heim sem er bæði fallegur og sár. Komdu, leggstu á dýnu, fáðu kodda og teppi, lokaðu augunum og njóttu þess að fara með Þóru Karítas í ferðalag. Kvöldið byrjar á slökun til þess að tengjast núvitundinni sem fær þig til að hlusta betur. Þóra mun svo lesa fyrir gesti. Tyrkneskt te, piparkökur og spjall á eftir. Hvar: Tveir heimar, Suðurhlíð 35, 105 RVK Hvenær: 6. desember kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Improv Ísland ásamt Anthony Atamanuik Einn besti spunaleikari New York, Anthony Atamanuik mun sýna með spunaleikurum frá Improv Ísland næsta mánudagskvöld. Anthony er í einum þekktasta spunaleikhóp Bandaríkjanna, Asssscat, ásamt Amy Poehler, Tinu Fey og fleirum. Hann hefur m.a. komið fram í Broad City og 30 Rock og sýnir reglulega og kennir í UCB leikhúsinu í NY. Sérstakir gestir þetta kvöld eru Ingvar E. Sigurðsson og Ari Eldjárn. Hvar: Þjóðleikhúskjallarinn Hvenær: 7. desember kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr.

Þegar Guð gerði Maríu mey ólétta, komst hann þá í hátíðarsköp? @DagurHjartarson

Undir miklu álagi verð ég mikill talsmaður þess að fólk fokki sér. Ég bið alla hluteigendur afsökunar afturábak og fram í tímann. @harmsaga


Fullorðnir, unglingar og börn

Íslensku dýrin

Glútenfrítt líf

Íslenski hesturinn, lundinn, þorskurinn og ótal önnur dýr prýða þessa skemmtilegu bók. Börn læra að þekkja dýrin og nöfn þeirra. Bókin er bæði á íslensku og ensku.

Snilldarbók fyrir fólk með ofnæmi og óþol... og aðstandendur. Fræðsla, snyrtivörur og uppskriftir sem henta bæði þeim sem þurfa og vilja vera á glútenlausu fæði, heilsunnar vegna.

NÝJAR BÆKUR

Leitin að Gagarín Þegar hin þrettán ára gamla Embla hefur leitina að hauskúpunni lendir hún í illdeilum við glæpamenn. Hvers vegna elta þeir hana uppi? Hvaða leyndarmál leynast í mýrinni? 250 árum seinna hafast Ísold og Hrólfur við í breyttum heimi þar sem dularfull myrk öfl eru komin til jarðarinnar.

Jólasveinarnir í þá gömlu góðu daga Frábær bók fyrir alla fjölskylduna. Í henni eru sögur af sveinunum þrettán og af fólkinu sem á bæjunum bjó. Sögusvið er fyrri hluti 19. aldar og er fléttað saman laufléttum fróðleik um íslenska þjóðhætti.


20

HVAÐ ER AÐ SKE

Una valrún

síta valrún

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA

Erykah Badu Í tilefni nýju mixupptöku hennar Erykah Badu, „But You Caint Use my Phone,“ er vert að að íhuga hversu mikið íkon Erykah Badu hefur verið síðastliðin ár. Baduizm-inn hefur fylgt manni frá barnsaldri – og þó svo að maður hafi ekki alltaf skilið innihald textanna, þá skynjaði maður ávallt töfrana sem lágu á bakvið lög á borð við „4 Leaf Clover“ og „On & On“. Þessi lög töluðu til manns. Seinna meir skildi maður merkingu laganna „Next Lifetime,“ „Sometimes“ og „No Love,“ en einungis eftir að maður sjálfur hafði gengið í gegnum erfiða, ómögulega og óhentuga ást. Lagið „In Love With You“ sem Erykah flutti með Stephen Marley, var í stöðugri spilun í ljósfjólubláu stelpuherberginu. „Love of My life“ var skrifað á geisladiska, ásamt „Didn’t Cha Know?“ sem J Dilla pródúseraði. Síðan hafa plöturnar rúllað og skipað öruggan sess í iTunes lagasafninu. Myndbandið við lagið „Window Seat“ frá árinu 2010 er eftirminnilegur gjörningur: Erykah Badu gengur um í stórborg og klæðir sig úr einni flík á eftir annarri. Að lokum, þegar hún er orðin nakin – er hún skotin niður. Skilaboð gjörningsins voru sú að við ættum að forðast hjarðhugsun (groupthink). Oft á tíðum þegar einstaklingar þora að vera öðruvísi og fara sínar eigin leiðir, þá verða þeir skotnir niður fyrir vikið. Það væri hægt að ræða þýðingu og dýpt tónlist Erykuh Badu í allan dag. Tónlistin hennar er einstök. Erykah Badu er nýsálar drottning (neosoul) margra kynslóða. Maður er þakklátur því að hafa kynnst svona tærum listamanni og að henni hafi tekist að ná til eins margra og raun ber vitni. Það er einnig óendanlega skemmtilegt að fylgjast með henni þegar það kemur að tískunni – hvernig hún tjáir sig í gegnum það sem hún klæðist, umbreytir sér og þróar. Hún daðrar við marga stíla: allt frá „Afro-centric psychedelic“ til „Funkadelic,“ og frá því að vera með afrískt „head-wrap“ turban yfir í gigantískt afró, eða hnésíða dredda úr aflituðu sléttu hári – og hefur hún jafnvel rakað af sér hárið. Einnig heldur Erykah mikið upp á hatta og skart. Hún klæðist hátísku og fílar Comme des garcons og indie merki eins og Nakimuli. Hún er táknmynd tísku og var meðal annars andlit Givenchy 2014. Hún syndir í sínum eigin straumum; titrar á sinni eigin tíðni; og segir sjálfa sig spegla það sem gerist í heiminum. Þegar straumar titra á sömu tíðni laðast þeir hvor að öðrum og mynda sammúðarfulla strauma – sem veldur því að við tengjumst; getum notið tónlistarinnar; hún síast inn í sálina.

„I’ve always enjoyed dressing my head, whether it’s head wraps, hats, or wigs. I’m not sure why, I think that’s just where my mojo lives.“ – Erykah Badu „Beauty looks like encouragement, patience, acceptance, forgiveness, carefulness and compassion. Beauty is both spiritual and physical.“ – Erykah Badu


PLUSMINUS

OPTIC Smáralind Smáralind

ára 10 SJÁIÐ UPPLIFIÐ NJÓTIÐ

PLUSMINUSOPTIC OPTICfagnar fagnar PLUSMINUS 10 ára afmæli í október október Þökkumokkar okkarfjölmörgu fjölmörguviðskiptavinum viðskiptavinum samstarfið Þökkum samstarfið og minnum minnumááafsláttinn afsláttinnsem semþeir þeirnjóta njóta og Tökumvel veláámóti mótiog ogbjóðum bjóðumnýjum nýjum viðskiptavinum Tökum viðskiptavinum 20% afslátt 20% afslátt í október október

www.plusminus.is www.plusminus.is


22

HVAÐ ER AÐ SKE

Græjur

LEAP BAND

BB-8

Leap Frog

Sphero Þetta krútt mun birtast í nýju Star Wars: The Force Awakens. Vélmennið er líka hægt að eignast og gera að hluta af lífi sínu. Vélmennið hefur aðlagandi persónuleika sem breytist við notkun. Hann tekur við raddskipunum og bregst við þeim, tekur upp og sýnir video. Þráðlaus og er stjórnað í gegnum app sem notast með iOS eða Android. Nánar http://www.sphero.com/

ARIO Þráðlaus lampi sem lýkir eftir birtu sólarinnar. Hann á að hjálpa líkamsklukkunni að viðhalda betra jafnvægi og heilsu. Lampinn lærir á ljósaþarfir eigandans og kemur með réttu lýsinguna strax og kveikt er á honum.

Græja fyrir litla fólkið. Þessi á að stuðla að leik og hreyfingu barna með 50 áskorunum sem hægt er að leysa og hafa gaman í leiðinni. Valið er úr 8 dýrum sem hægt er að vera og breyta að vild. Einnig er hægt að spila skemmtilega leiki og vinna sér inn stig. Nánar http://www.leapfrog.com/

Nánar http://www.arioliving.com/

JÓGA

SETRIÐ

JAMBLASTER Jamkazam Með þessari græju er hægt að spila „live“ með öðrum hvar sem þeir eru staddir, í gegnum internetið. Einnig er hægt að gera upptökur, taka video og senda út beint með hágæðahljóði. Græjuna er hægt að nota til að æfa sig með uppáhalds tónlistinni sinni þar sem hún geymir allt að 4000 lög. Jamblaster býður upp á marga möguleika. Nánar jamkazam.com

SKIPHOLTI 50 C

HANSNAP S: 778 1000

jogasetrid.is

Með þessari græju muntu aldrei framar missa símann! Gefur notandanum stöðugt grip á símanum og gerir honum kleift að taka betri myndir eða video án þess að leggja símann í hættu. Einnig er hægt að festa græjuna á staura eða annað álíka til að taka upp, möguleikarnir eru endalausir. Nánar http://www.hansnap.com/


A V L Ö T D L A J P S 8�� ! N N KA K A P A Í JÓL FRÁBÆR BARNAGJÖF

0 9 9 . 6 1 VINSÆLASTA SPJALDTÖLVAN OKKAR FYRIR BÖRNIN Nextbook spjaldtölvan er skemmtileg jólagjöf fyrir börn. Í spjaldtölvunni geta þau leikið sér í þúsundum leikja og fræðsluforrita, horft á bíómyndir, tekið ljósmyndir, lesið barnabækur eða hlustað á tónlist. Eiguleg jólagjöf í traustri 2 ára ábyrgð. Fjögurra kjarna örgjörvi

REYKJAVÍK

SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700

AKUREYRI GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

HÚSAVÍK

GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600

Android 4.4 Kit Kat

EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735

Myndavél að framan og aftan

KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740

SELFOSS

AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745

AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333


24

HVAÐ ER AÐ SKE

Matur

Eldsmiðjan Ítalskir innflytjendur Öll stöndum við í þakkarskuld við ítalska innflytjandann. Þegar ítalski innflytjandinn flutti sig um setur til Bandaríkjanna, um aldamótin 1900, gat hann af sér merkustu uppfinningu mannkyns síðari alda: pizzuna. Ég er fullviss um það, að þessi staðreynd, að ítalskur innflytjandi í Bandaríkjunum hafi fundið upp pizzuna, séu hin bestu rök gegn hinu þrjóska útlendingahatri vorra landa. Ég segi því við þann mann sem hneigist í átt að þjóðarrembingi og útlendingahræðslu að það ætti að maka andlit þitt með pizzu – og troða pepperóní upp í nefið á þér #fáviska. En hvað um það. Ástæðan fyrir því að ég færi pizzur í tal er sú að fyrir fáeinum dögum síðan heimsótti ég Eldsmiðjuna. Ég og Eldsmiðjan erum jafn gömul. Við fæddumst hvor tveggja árið 1986 – en Eldsmiðjan er talsvert vinsælli en ég. Ég á handfylli af vinum á samfélagsmiðlunum, fæstir hverjir heilsa mér á Laugaveginum. Á sama tíma státar Eldsmiðjan sig af aragrúa viðskiptvina, sem allir fleygja fagnandi höfuðfötum sínum í loft undir lok hverrar máltíðar. Já, herra minn. Í dag rekur Eldsmiðjan þrjá staði (á Bragagötu, Laugavegi og Suðurlandsbraut). Ég heimsótti veitingastaðinn á Laugavegi og rixaði inn eins og veraldarvanur Justin Bieber á sýrutrippi (ég er ávallt dálítið utan við mig). Þar sem ég er áhættusækinn maður, á köflum, pantaði ég það sama og ég panta alltaf: A La Chef (sannkallaða ráðgátupizzu sem kokkurinn sérsmíðar á staðnum). Kokkurinn hefur aldrei brugðist mér. Og hann brást mér ekki í þetta skiptið heldur. Hann, eða hún, framkallaði pizzu, sem var komin níu mánuði á leið, með hinum ýmsu áleggjum: beikoni, pepperóní, rjómaosti, sveppum, lauk og svörtum pipar. Þetta var munnleg fullnæging af bestu gerð. Guð blessi ítalska innflytjandann, og pizzuna líka.

Við Íslendingar erum ekki trúað fólk. Trúlega má segja að dýrkun okkar á ofursta Sanders, sem kenndur er við KFC, sé eins nálægt trúabrögðum og við komumst. Við Íslendingar dýrkum ofursta Sanders á sama hátt og aðrar þjóðir dýrka Jesú, Múhammeð eða Búddha. Í hverri viku fjölmennum við í hans rauð-hvítu hof og vottum honum virðingu okkar með veskjunum. Ofursti Sanders bætir okkur þennan virðingarvott með kjúklingavængjum og glösum af gosi (sem jafngilda hinu vígða brauði og víni að kristnum sið). Á lífsleiðinni hefur SKE verið hliðhollur fylgismaður þessarar stöku trúar, og höfum við tortímt óteljandi fötum af kjúklingavængjum til þess að sanna okkar óbilandi tryggð. Í síðustu viku, hins vegar, þá reyndi á trú okkar. Er við röltum niður Laugaveginn fundum við guðdómlega lykt svífa út úr dyrum K-Bar (Laugavegur 74). Við gengum inn. Við spurðumst fyrir um lyktina. Við pöntuðum. Við biðum. KFC vængirnir (Korean Fried Chicken) voru bornir fram í örlátum skömmtum. Við tróðum upp í okkur, og var sérhver biti sem lítið hverfi í himnaríki: smá spæsí, gómsætt og gott. Við gengum út sem endurmótaðir einstaklingar – einstaklingar sem neyddust til þess að viðurkenna tilvist tveggja kirkna: kirkju hinna rétttrúandi - kirkju KFC, og mótmælanda kirkju K-Bar. Guð blessi K-Bar!

Orð: Ragnar Tómas

Orð: Skyndibitakúrekinn

K-Bar Trúarbrögð


1. KJÚKLINGABORGARI Kjúklingaborgari, franskar, sósa salat og 0.5L coke. Djúpsteikt bringa, iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og sinnepssósa 1750 kr.2. KJÚKLINGAPITA kjúklingapita franskar sósa og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pitusósa 1990 kr.3. KJÚKLINGASAMLOKA Kjúklingasamloka franskar sósa og salat og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur iceberg tómatur, gúrka laukur paprika og sinnepssósa 1990 kr.4. OSTBORGARI Ostborgari, franskar, sósa og salat og coke. Iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og hamborgarasósa 1750 kr.5. PÍTA MEÐ BUFFI Píta m.buffi, franskar, sósa og 0.5L coke. buff, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pítusósa 1990 kr.6. 2 BITAR 2 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke 1590 kr.7. 3 BITAR 3 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke. 1890 kr.8. 1/4 KJÚKLINGUR 1/4 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke. 1990 kr.9. 1/2 KJÚKLINGUR MEÐ FRÖNSKUM 1/2 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke 2200 kr.10 BK Borgarinn Tvöfaldur Hamborgari Með beikoni eggi, sveppum, iceberg, gúrku, tómat, papriku, lauk, frönskum, kokteilsósu hrásalati og 0.5L coke 2400 kr.-

BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar

Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

KRAKKAJÓGA Heimilislegir sunnudagar eru haldnir vikulega á Kex Hostel. Viðfangsefnið er fjölbreytt, allt frá jóga og leiklistartíma til kvikmyndasýninga með poppi. Eða bara eitthvað allt annað! Alltaf má þó treysta því að það verður kósý og fjölskylduvænt. Næst er það krakkajóga en þá er börnunum kennt jóga á skemmtilegan og fjörugan hátt. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 6. desember, kl 13-18

NEYZSLAN: Reykjavík á 20. öld Tuttugasta öldin var tími mikilla breytinga. Á Íslandi þróaðist samfélagið frá sjálfsþurftarbúskap til tæknivædds markaðsbúskapar á nokkrum áratugum. Eitt af megineinkennum 20. aldar, umfram önnur tímabil, er sífellt aukin framleiðsla og neysla. Sýningin NEYZLAN er tilraun til þess að horfa til baka á sögu okkar út frá sjónarhorni neyslumenningar og öðlast þannig skilning á því hvernig daglegt líf breyttist á liðinni öld og hvaða öfl það eru sem þar hafa verið að verki – og eru enn. Hvar: Árbæjarsafnið. Hvenær: Árbæjarsafn er aðeins opið sunnudaga 6., 13 og 20. des frá 13-17. Þá geta gestir nýtt tækifærið og skoðað sýninguna.

SÝNING: AF LANDI Þóra Björk Schram textílhönnuður og myndlistarmaður sýnir nú verk sín í veitingastofum Hannesarholts. Verk hennar hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru sem er henni mjög hugleikin og hún vísar í veðurfar, landslag, birtu og liti til að ná fram stemningu í hönnun sinni. Þóra Björk notar margvíslega tækni, litameðferð og mynstur sem hún vinnur með og blandar á einn eða annan hátt bæði í málverkin og textílinn. Hvar: Hannesarholt, Grundarstíg 10. Nánar: www.thorabjorkdesign.is

JÓLAMARKAÐUR VIÐ ELLIÐAVATN Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur er opinn allar helgar fram að jólum. Markaðurinn er í miðri Heiðmörk við Elliðavatn og það er erfitt að finna jólalegri stemningu. Auk handverks- og hönnunarmarkaðs, er á hverjum helgardegi kl. 14 barnastund í Rjóðrinu þar sem barnabókahöfundar lesa við lítinn varðeld og jólasveinninn lítur við. Á kaffistofunni koma rithöfundar, harmonikkuleikarar og annað tónlistafólk í heimsókn. Skógræktin selur svo á planinu vistvæn og íslensk jólatré og tröpputré. Hvar: Elliðavatnsbænum í Heiðmörk Hvenær: Allar helgar fram að jólum 11-16

HUGLEIÐSLA Mikið hefur verið rætt um gagn hugleiðslu og að hún geti bætt tilveru nútímamannsins. Allir geta hugleitt hvort sem þeir sækjast eftir meiri andlegri tengingu eða vilja einfaldlega bæta líf sitt. Tristan Gribbin leiðir kraftmikla og óvenjulega hugleiðslu alla miðvikudaga í miðbænum með margvíslegri tónlist og kaflaskiptri hugleiðslu. Gott er að koma með vatnsflösku, lítið handklæði og skriffæri. Hvar: Dansverkstæðið, Skúlagötu 30 Hvenær: 2, 9 & 16. desember kl. 19:20-22:00 Verð: 2.000 kr. (Frítt fyrsta skiptið, 50% afsláttur fyrir nema & einstæða foreldra)



28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN hönnun

GOAT MUG DESNAHEMISFERA/EQUA POSTULÍNA PYRO PET Þórunn Árnadóttir LÝSA LAMP

Margir þekkja Pyro Pet kertin eftir Þórunni Fallegur lampi sem hægt er að í þremur Árnadóttur. Hún hefur unnið til fá fjölda verðlauna útgáfum meðsína mismunandi lýsingu. fyrir hönnun en þetta eru fyrstuHönnuðurinn kertin sem fékk hannar. innblástur fráhefur fagranú Íslandi viðjólakerti hönnunsem hún Hún hannað lampans. Viðurinn kemur frákertum Frakklandi og nefnist Dýri. Eins og í öllum frá Þórunni lampinn framleiddur íþar. þá kemurerbeinagrindin ljós Umhverfisvæn þegar kertið brennur. og ábyrg Hvert kertihönnun. hefur brennslutímann 20 klst. Nánar http://pyropetcandles.com/ http://www.lysalamp.com/

BRASS TOP STAR OHHIO Ferm Living

Með þessum bollaKáradóttir drekkur maður kaffið hins síðasta dropa. Guðbjörg og tilÓlöf Jakobína Hannaður til að spilla ekki neinum óþarfa. Hægt er að breyta glasahaldinu að bollinn standi einn og sem sér. gerir BPA frjálst Handrennd afsvo Guðbjörgu keramikhönnuði það aðog hægt aðað geyma nokkra vegu svo það er ekki á að varðar halda verkum enginá tvö tré eru nákvæmlega eins,þörf t.d hvað stöðugt á bollanum. hæð og breidd, rétt eins og á við um tré í náttúrunni. Þegar þeim er raðað saman minna þau á friðsælan skóg á fallegum Nánar http://www.goat-story.com/ vetrardegi.

Þetta teppi kallar á kósýkvöld og kertaljós. Þessi fallega jólastjarna er fullkomin á Handunnið úr 100% Merino ull.kopar. KemurHún er jólatréstoppinn. Gerð úr 100% í nokkrum fallegum klassísk, tímalaus oglitum; mun hvítu, endastgulu, ár eftir ár. bleiku, bláu,hönnunarhúsi gráu og grænu. Fæst í Hrím Nánar http://ohhio.me/ Nánar http://hrim.is/

SKINNY BITCH DESIGN BY US

JÓLATRÉ

Töffaralegur leðurstóll frá danska hönnunarfyrirtækinu Design By Us. Fæst í Snúrunni, Síðumúla.

Björgvin Kr. Þorvarðarson

Tetriz er mánaðarlegur old school Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

Nánar snuran.is Um aldamótin voru hefbundin jólatré ekki á allra færi. Þá voru jólatré smíðuð til skrauts. Björgvin Kr. Þorvarðsson hefur endurvakið hefðina með fallega hönnuðum jólatjám úr viði með hekluðum snjókornum úr bómull og kertum sem fylgja með. Trén eru handgerð frá A-Ö. Nánar http://www.jolatre.com/

SIMPLY CHOCOLATE MAPLE SET

Súkkulaðidagatal, með 30 gluggum fyrir súkkulaðielskendur, Einstakir hnífar frá Federal Efniviðurinn kanadískur frá danska merkinu Simply Inc. Chocolate. Gæðaersúkkulaði án allra hlynviður þýskt gæðastál. Handgerðir svo dökkir, hver hnífur bragðog og aukaefna. Fjölbreyttir molar; ljósir, hvítir. Molar er einstakur. Leiðbeiningar fylgja fyrir viðhald. sem koma á óvart og sem auðvelt er að skipta íTilvalin tvennt.gjöf Fást í fyrir alla matarunnendur. Snúrunni Nánar http://www.warehousebrand.com/products/mapleset Nánar: snuran.is


100% DÚNN

Við viljum einungis það besta fyrir börnin okkar og því völdum við 100% dúnfyllingu með ekta loðskinnskraga.

DÚNÚLPA

15.980 Fæst í 5 litum 2 til 10 ára

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


30

HVAÐ ER AÐ SKE

Spurt og Svarað Þorsteinn Kári Söngvari, meistari og elskandi

Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn?

Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða?

Þorsteinn Kári, oft kallaður Steini eða Sesar.

Ég ætla að vera liðugur eldri borgari, það er eiginleiki sem mig hefur lengi dreymt um en sé ekki fram á að ná fyrr en ég fer á lífeyri.

Hvaða kvikmynd lýsir þér best? Ferris Bueller’s Day Off eða Hoop Dreams. Varð kapítalisminn jólunum að falli? Getur verið að jólin séu fallegri í Marxísku samhengi? Jólin eru hafin yfir pólitísk hugmyndakerfi. Marxíska samhengið býður samt fyrst og fremst uppá eymd og ég vil ekki neina eymd um mín jól, því má segja að kapítalisminn hafi bjargað jólunum frekar en hitt. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Ég hugsa um sumarhús fjölskyldunnar í Syðridal í bland við að láta mig annaðhvort dagdreyma um það að ná árangri í lífinu eða ímynda mér alla þá hluti sem ég er að klúðra þá stundina. Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu?

Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Vinur minn sagði mér sögu af því um daginn þegar þekktur handrukkari vildi sýna honum hvað hann hefði mikinn sprengikraft með því að hoppa yfir bílinn hans; sem hann og gerði nokkrum sinnum. Mjög impónerandi og mjög fyndið á sama tíma. Hvernig yrðu hin fullkomnu jól í þínum huga? Jól þar sem ég þyrfti aldrei að drífa mig neitt. Hin fullkomnu jól munu því koma þegar mannkynið er búið að fullkomna tilflutningstæknina (teleport). Þá mun ég geta notið þess að liggja uppí rúmi án þess að hafa áhyggjur af því að ég sé að verða of seinn í jólaboðið til Kæju frænku. Hvað er best í lífinu?

Augljósa svarið er Seinfeld, en ég held að ég og George værum hugsanlega of líkir til þess að geta fúnkerað saman. Star Trek verður því fyrir valinu – Deep Space 9.

Ástin er númer eitt. Það að geta elskað einhvern, treyst honum og séð lífið fyrir sér með honum.

Á hvað ertu að hlusta þessa dagana og hvað ertu EKKI að hlusta á? Ég er að hlusta á SWV, Janet Jackson, En Vogue, Donny Hathaway, ATCQ og Luther Vandross. Ég er ekki að hlusta á De La Soul en ætla að fara að gera það núna.

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR

THE INQUIRY (BBC) Það eru ótal spurningar sem maður fær víst aldrei svarað (allavega ekki á næstunni): Hver er tilgangur lífsins? Er guð til? Er frjáls vilji blekking? Af hverju þurfa öll steratröll að öskra í ræktinni? Svo eru aðrar spurningar, ekki síður mikilvægar, sem brenna á manni. Spurningar sem eru aðkallandi – sem skipta máli fyrir okkur sem búa á móður jörð. Spurningar á borð við þessar: Tekst okkur einhvern tímann að binda endi á ógnaröld ISIS? Náum við að stöðva útrýmingu nashyrninganna áður en það er of seint? Hvaða áhrif mun ör fjölgun

mannkyns hafa á Afríku? Í hverri viku leggur BBC sambærilegar spurningar fyrir mismunandi sérfræðinga, sem svo velta þessum spurningum fyrir sér út frá mismunandi forsendum og sjónarmiðum. Þessi þáttur er sérdeilis þroskandi. SKE mælir sérstaklega með þættinum „höfum við vanmetið plöntur?“ Sá þáttur var algjör „eye opener“.


GEFÐU í jólagjöf

SOKKAR 2PCK NÆRBUXUR 2PCK BOLIR FRÁ SKYRTUR FRÁ BUXUR FRÁ

LEVI’S KRINGLUNNI – LEVI’S SMÁRALIND – LEVI’S GLERÁRTORGI

KR. 1.990 KR. 3.990 KR. 4.990 KR. 11.990 KR. 14.990


Það á að gefa börnum brauð…

DUALIT BRAUÐRIST FALLEG HÖNNUN Í ELDHÚSIÐ ÞITT

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.