Þitt eintak Hvað er að ske vikuna 10.12–16.12
#39
ske.is
„ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA STÖÐUG STÚDÍA – HVERNIG MAÐUR Á AÐ LIFA ÞESSU LÍFI. EN ÞETTA ÞARF EKKERT AÐ VERA LEIÐINLEGT.“ – SKE SPJALLAR VIÐ INGVAR E. SIGURÐSSON
2
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEleggur JÁTNINGAR 29 ÁRA GAMALS BELIEBER Sviptið mig öllu kúli; gleymið því að ég var einu sinni rappari; segið litlu systur minni að finna sér aðra fyrirmynd – því ég er 29 ára gamall og ég er Belieber. Já, ég er Belieber. Ég er Belieber og ekki einu sinni skápa Belieber. Ég er opinber, stoltur, einlægur; er nú haldinn djúpstæðri og ævarandi tilhneigingu til þess að kunngera aðdáun mína á hvolpeygða Kanadadrengnum; er sem ástfangin táningsstelpa sem hvíslar nafn ástarinnar í myrkinu: Bieber ... Bieber ... Bieber. Ekki dæma mig, fordæma mig eða fyrirdæma mig. Ég get útskýrt þetta ... kannski. Þessi þrískipti surrealismi byrjaði með Sorry. Fyrsti kapítuli: Sorry Það fór einhver jötunefldur fiðringur um fæturna og ég hreyfði mig. Ég hreyfði mig meir og meir. Svo sturlaðist ég einn í stofunni og sparkaði óvart í Billy hilluna – og verkurinn í hælnum á mér var verkur skammarinnar. Ég þagði. Lukkulega hef ég ætíð verið heimspekilega þenkjandi og gat því beitt sófismanum á hundavaði til þess að bjarga sjálfsvirðingunni: „Þetta var pródúserinn. Rhythminn. Takturinn. Hitler hefði geta sungið þetta lag og samt hefði ég dansað. Ég hefði gleymt gyðingunum og helförinni og ljótu reiðstígvélunum og ég hefði dansað, já, herra minn – ég hefði dansað ...“ LYGI. Annar kapítuli: I'll Show You Í íslenskri náttúru sat einmana hjartaknosari með bakið að myndavélinni, staðráðinn í því að sanna fyrir heiminum að hann væri mennskur. Ég skynjaði einhvern grískan harmleik undirniðri: „Er Bieber-inn tragísk fígúra?“ spurði ég sjálfan mig forviða. „Er hann þessi breyski hálfguð sem frægðin dró til dánarheima, og snéri svo aftur í heim hinna lifandi – sem mannleg hetja? Er sagan hans sagan okkar allra – nema á allt annari stærðargráðu?“ Nei, getur ekki verið. LYGI. Þriðji kapítuli: Love Yourself – órafmögnuð útgáfa Á sviði fyrir framan hundruð unglingsstúlkna sat kanadíski hálfguðinn í sviðsljósinu, nýsloppinn frá útlegðinni í dánarheimi, og söng línu sem meitlaðist í bein hundruð hryggbrotinna unlingsstúlkna: „My mama don't like you and she likes everyone.“ Þetta er lína sem Salinger eða Steinbeck hefðu geta ritað – lína sem boðar á einhvern fullkominn hátt þann yfirvofandi harmleik sem fellst í því að falla fyrir rangri manneskju. Justin Drew Bieber greip mig um aftanverðan hálsinn og þvingaði kinn mína að gróðurlausum brjóstkassanum: „Elskaðu mig.“ Ég gerði það. SANNLEIKUR. … Ég er Belieber – og ég iðrast einskis. (Hugsanlega hef ég farið yfir strikið, eins og hver annar Daninn, en hvað um það.)
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Ingvar E. Sigurðsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
HÖGNI Á KEX HOSTEL
4
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
R.A. The Rugged Man / AFRO / Mr. Green Það verður sannkölluð UFC og Hip Hop veisla í Iðnó næstkomandi laugardag þegar bandaríska rappkempan R.A. THE RUGGED MAN, ungstirnið A-F-R-O (ALL FLOWS REACHOUT) og MR. GREEN (LIVE FROM THE STREETS) hlaða í flugeldasýningu. Einvalalið íslenskra rappara verða einnig með þétt sett en þeir sem meðal annars koma fram eru Shades of Reykjavík, VIVID, Class B, 7Berg, Mælginn, Vrong, Kilo og margir fleiri. Auk þessara atriða verður stórbardagi Gunnars Nelson sýndur á tjaldi og verður hlé gert á tónleikunum á meðan á bardaganum stendur. Hvar: Iðnó Hvenær: 12. desember kl. 21:00 Miðaverð: 3.900 kr.
Epicycle / Gyða Valtýsdóttir
Sykur & GKR SYKUR er uppspretta rafstuðs, botnlaus brunnur taumlausrar gleði og algleymis. Þegar SYKUR spilar fyrir dansi, lýstur saman þrumuskýi syntha og fítonskrafti söngkonunnar Agnesar og rafmagnar andrúmsloftið á gólfinu. GKR er orðasmiður, tónatemjari og morgunmatráður. GKR upphefur hversdagsleikann og gefur honum merkingu. GKR er æðstiprestur árbítsins. GKR er lífsstíll. Þegar GKR spilar gerum við öll okkar thang.
Afslátturinn gildir einungis í verslun Ormsson í Lágmúla 8, frá 10. des. - 16. des. 2015.
Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 17. desember kl. 18:00 Miðaverð: 4.990 - 8.990 kr.
Valdimar Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo að aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar. Hvar: Bæjarbíó, Hafnarfjörður Hvenær: 12. desember kl. 22:00 Miðaverð: 2.900 kr.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 11. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Gegn afhendingu á afrifu með nafni blaðsins SKE, getur þú fengið allt að 25% afslátt hjá Ormsson á vörum sem auglýstar eru í opnu í þessu tölublaði.
Sigurður og Sigríður héldu þessa hátíðartónleika sína í fyrsta sinn á síðasta ári. Þá komust færri að en vildu á tvenna tónleika þeirra sem hlutu mikið lof. Nú skal leikurinn endurtekinn og ekki er ólíklegt að hér sé komin fram á sjónarsviðið árleg jólahátíðarhefð. Það eru tvær hljómplötur þeirra sem verða í forgrunni á tónleikunum í Hörpu. Jólaplöturnar: ,,Nú stendur mikið til" með Sigurði og ,,Jólakveðja" með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni hátíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríður munu syngja bæði saman og í sitthvoru lagi.
Hvar: Húrra Hvenær: 12. desember kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr.
Tónleikarnir í Mengi verða hátíðlegir, heilagir og heiðarlegir. Flutt verða verk sem spanna rúm tvöþúsund ár og má þar nefna útsetningu, unna í samstarfi við Hilmar Jensson og sekkjapípuleikarann Michael York, á elsta lagi sem fundist hefur í heild sinni (í grafreit í Tyrklandi), grískar stúdíur sérvitringssnillingsins Harry Partch, hymnu eftir galdranunnuna Hildegard Von Bingen, Tónlist Guðs úr Svörtum Englum George Crumb, Óð til eilífðarinnar eftir dulspekinginn Olivier Messiaen, ástarljóð Schumanns og einn af síðustu ópusum Schuberts, píanótríó op. 100 sem margir þekkja úr kvikmyndinni Barry Lyndon eftir Stanley Kubric
15% - 20% eða 25% afsláttur
Sigríður Thorlacius & Sigurður Guðmundsson
Eitthvað fallegt Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur munu halda jólatónleika í desember, undir yfirskriftinni Eitthvað fallegt. Tónleikarnir heita eftir samnefndri hljómplötu þeirra, sem kom út árið 2013 hjá Dimmu útgáfu. Hvar: Fríkirkjan í Reykjavík Hvenær: 11. desember kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.
Jólatónleikar Sinfóníunnar Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna. Hér er hátíðleikinn í fyrirrúmi og fluttar eru sígildar og heillandi jólaperlur. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 12. og 13. desember kl. 14:00 og 16:00 Miðaverð: 2.100 - 2.700 kr.
AÐVENTUFÖTUR
25
Hot Wings
10
kjúklingabitar
155423
r styrksnefnda ra ð æ M r, a til Samhjálp ar Íslands. lp já h u ld y k og Fjöls
•
af hverri seld
SÍA
R U N Ó R K 500 ri aðventufötu
•
a n n e r i n n u t Á aðven
! a f e g að
PIPAR \ TBWA
t t o g o o o Sv
6
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
NÝTT Á NÁLINNI
Jólagestir Björgvins 2015 Ásamt Björgvini Halldórsyni koma fram Axel Flóvent, Ágústa Eva, Egill Ólafs, Eivör, Eyþór Ingi, Dísella, Gissur Páll ,María Ólafs og Salka Sól undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Hvar: Laugardalshöll Hvenær: 12. desember kl. 16:00 Miðaverð: 6.990 - 12.990 kr.
200.000 Naglbítar Það er langt síðan 200.000 naglbítar spiluðu á Græna hattinum – allt of langt.
Heiðurstónleikar Skúla mennska
Kwabs – Cheating On Me feat. Zak Abel (Tom Misch Refix) „Tilfinningaþrungið.”
Heiðurstributetónleikar Skúla mennska fara nú fram öðru sinni og eru með ákaflega litlu jólaívafi. Á tónleikunum kemur skemmtilegasta og hressasta tónlistarfólk landsins saman og gerir lögum Skúla góð skil. Skúli mennski hefur frá árinu 2010 gefið út fimm geislaplötur svo af nógu er að taka. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 12. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Nú kemur þetta frábæra rokktríó aftur heim og spilar sín bestu og uppáhaldslög á tónleikum sem óhætt er að lofa að verði frábær skemmtun fyrir alla.
Brika – Sorry (Justin Bieber Cover) „Jassaður Bieber.”
Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 11. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.
Xmas 2015 Hinir árlegu jólatónleikar útvarpsstöðvarinnar X-977, Xmas, verða næsta fimmtudag. Allur ágóði tónleikanna rennur í tómstundarsjóð Rauða Krossins til styrktar börnum flóttamanna og allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Þeir sem koma fram eru Dimma, Emmsjé Gauti, Júníus Meyvant, Kiriyama Family, Axel Flóvent, Markús & The, Diversion Sessions, Himbrimi, Rythmatik, Kontiuum og VIO. Hvar: Hlégarður, Mosfellsbær Hvenær: 17. desember kl. 20:00 Miðaverð: 977 kr.
Styrktartónleikar No Borders Iceland kynna styrktartónleika á Paloma næsta miðvikudag. Allur ágóði fer í að koma til móts við lögfræðikostnað flóttamanna. Fram koma Amaba Dama, Unnsteinn Manúel, Bárujárn, Just Another Snake Cult og RVK Soundsystem. Hvar: Paloma Hvenær: 16. desember kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.
The Knocks – New York City feat. Cam’ron „Cam’ron elskar N.Y. eins og ég elska HFJ.”
15% - 20% eða 25% afsláttur Gegn afhendingu á afrifu með nafni blaðsins SKE, getur þú fengið allt að 25% afslátt hjá Ormsson á vörum sem auglýstar eru í opnu í þessu tölublaði. Afslátturinn gildir einungis í verslun Ormsson í Lágmúla 8, frá 10. des. - 16. des. 2015.
Bas – Night Job feat. J. Cole „Ég er samkynhneigður fyrir Cole.”
RVK DNB #11 Ellefta klúbbakvöld RVK DNB verður haldið í kjallara Paloma, nú á laugardagskvöldið. Fram koma plötusnúðarnir AGZILLA, PLASMIC, DJ ELVAR OG GUNNI EWOK. Hvar: Paloma, kjallari Hvenær: 12. desember kl. 22:00 - 04:30 Miðaverð: Frítt
Sofi Tukker – Drinkee (Dinnerdate Remix) „Þetta er öðruvísi fíll.”
SHURE SRH940 SRH940 heyrnartólin voru hönnuð sérstaklega fyrir stúdíó hljóðblöndun og upptökur með það að leiðarljósi að gera öllu tónsviðinu góð skil. Heyrnartólin eru létt og þægileg. Einnig er hægt að brjóta þau saman.
“These Shures take no prisoners, but they sound simply brilliant - audition a pair now.”
QQQQQ www.whathifi.com
Ísland væri betri staður ef kurteisin væri útbreiddari.
sjentilmaður.“
Ef kurteisin væri útbreiddari þá væri hér kjörið að búa,
(Ingvar hlær.)
og myndi ég, eflaust og undireins, fyrirgefa landsins
Mér finnst gott að heyra það ...
andstyggilegu veðráttu ef hlýhugur fólksins myndi
CATE BLANCHETT
ávallt ylja mér. Já, herra minn, það er draumurinn: að þegar ég segi „kurteisi“ þá er ég ekki að tala um þá
Þú sagðir ansi góða sögu í partíinu, þegar þú hittir Cate Blanchett og varst eiginlega kjaftstopp. Ég man mjög takmarkað eftir þessari sögu, sökum þess að ég var orðinn mjög drukkinn ...
yfirborðslegu kurteisi sem Kaninn hefur tamið sér,
(Við hlæjum.)
sem liggur eins og fallegur gróður ofan á vægðarlausu
... hvernig var þetta aftur?
eldfjalli. Öllu heldur er ég að vísa í einlæga kurteisi:
Við Gísli (Gísli Örn Garðarson) vorum á kvimyndahátíð í Berlín. Hann var svokallað„shooting star“ (ungur upprennandi Evrópskur leikari í verðlaunahópi) og ég var boðinn þangað sem heiðursgestur, vegna þess að ég hafði áður tilheyrt sama hópi. Ég stend þarna og er að spjalla við nokkra finnska leikara þegar ég sé Cate Blanchett ganga inn (ég vissi að hún þekkti Nick Cave, sem hafði verið að vinna með okkur í Vesturporti). Ég hef alltaf haft miklar mætur á henni. Ég man þegar ég sá hana fyrst á hvíta tjaldinu, mig langaði helst til þess að teygja mig í átt að skjánum og snerta hana.
vera ávallt yljað af hlýhug fólksins. En athugaðu að
kurteisi sem sprettur upp ósjálfrátt frá hinum frjóa jarðvegi virðingar og ástar, líkt og einhvers konar fögur alparós – sem teygir sig svo í átt að himinhvolfinu frá háu fjalli ... Fyrir fáeinum dögum hitti ég mann sem er holdgervingur einlægrar kurteisi; mann sem hefur unnið mörg störf og leikið marga karaktera; og sem virðist ávallt vera í miklu andlegu jafnvægi. Ég er að sjálfsögðu að tala um stórleikarann Ingvar E. Sigurðsson. Við ræddum kurteisina, Cate Blanchett, íslenska kvikmyndagerð, nefbrot og Stjörnustríð. (Ég sit og bíð eftir Ingvari á Bryggjunni brugghús. Ingvar mætir korteri of seint. Hann afsakar sig í bak og fyrir og ég fyrirgef honum undir eins. Ég er ekkert að flýta mér. Ég hugsa til hvítu kanínunnar í Lísu í Undralandi. Hún var alltaf að flýta sér. Við byrjum á því
(Ingvar teygir sig yfir borðið og grípur í átt að ímyndaðri Cate Blanchett. Hann leikur þetta vel. Mig langar helst til þess að teygja mig á móti honum. Svo hlær hann.) Ég verð ekkert átakanlega „star-struck“ yfir fólki, en í þetta sinn þá gengur hún í áttina að mér og horfir á mig. Ég hugsa: „Bíddu, er hún að koma beint til mín?“ Svo ávarpar hún mig: „Ingvaaaar.“ (Ingvar hermir eftir þessum fágaða Breska hreim.)
er til sýningar í Þjóðleikhúsinu. Ingvar segir mér að
Svo kemur þessi lofræða. Hún hafði séð mig leika Woyzeck í London (Nick Cave sá um tónlistina). Ég var mjög vandræðalegur og reyndi að svara í sömu mynt.
hann hafi upplifað mikla geðshræringu hjá fólki.)
(Við hlæjum.)
að ræða Heimkomuna, leikritið eftir Harold Pinter, sem
KURTEISI SKE: Mig langar að byrja á kurteisinni, þar sem þú ert örugglega einn af almennilegustu mönnum sem ég hef kynnst, og örugglega einnig, einn af þeim mönnum sem hefur hvað mest efni á því að vera óalmennilegur ... (Ingvar hlær.)
Stephen Fry sagði einhvern tímann að gæskan væri sú dyggð sem trompaði allar aðrar ...
22% (Ingvar, konan hans Edda og frumburður þeirra, Áslákur, deila öll sama afmælisdeginum, 22. nóvember. Ég spyr hvort að þau hafi gert eitthvað sérstakt í ár. Ingvar segir að Edda hafi þurft að vinna og að Áslákur hafi verið í Hollandi í námi. Hins vegar fengu þau sér brunch á Bergsson með yngsta syninum.) Síðan fór dagurinn í það að svara spurningum fyrir króatískan blaðamann – 26 spurningum. Ég sat sveittur fyrir framan tölvuskjáinn langt fram eftir kvöldi. Var þetta í tengslum við Everest?
Já, já – en það verður að vera innistæða fyrir því. Ég held að þetta sé aðallega það að ég er kominn af þannig fólki; þetta loðar við okkur öll. Við erum ekkert átakanlega frek, við systkinin. En okkur getur blöskrað og stundum finnum við fyrir heilagri reiði yfir hinu eða þessu. Það er hræðilegt ef að gæskan er þannig að það er valtað yfir mann.
(Ég hugsa til kenningar Aristóteles um hinn gullna meðalveg: Dyggð er meðalvegur milli tveggja lesta. Hugrekki, t.d., liggur mitt á milli hugleysu og glannaskaps. Þetta er mikill sannleikur. Ingvar skynjar að ég er að daðra við Grikkina og vitnar í Sókrates.)
Þetta voru spurningar um íslenska kvikmyndagerð og minn feril. Þetta þykir sæta undrun: að íslenskar kvikmyndir ná alltaf í gegn og komist á hátíðir um allan heim. Ég finn áþreifanlegan mun á því þegar ég var að sækja þessar hátíðir fyrst, í kringum Englar alheimsins, og núna – Ísland er svo vel kynnt. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið dugleg í því að kynna Ísland. Það vita allir miklu meira um Ísland í dag, en áður.
Þetta er náttúrulega stöðug stúdía – hvernig maður á að lifa þessu lífi. En þetta þarf ekkert að vera leiðinlegt.
Þetta hefur verið ótrúlegt ár: Þrestir, Hrútar og Fúsi ...
Við tókum þátt í steggjun í sumar. Eftir steggjunina voru allir á sama máli, sem ég myndi orða á eftirfarandi veg: „Djöfull er Ingvar E. mikill
(Ingvar segir mér að þegar hann var í Zagreb þá voru bæði Þrestir og Hrútar
Maður má ekki sveiflast of langt í eina átt.
Hvað er það við íslenska kvikmyndagerð sem heillar? Ég er oft spurður að þessu. Ég segi oft að við höfum þennan arf sem við erum stolt af – þennan bókmenntaarf. Íslendingasögurnar. Við höfum ætíð búið yfir þessari þörf til þess að segja sögur. Við viljum vera fólkið sem er gott í að segja sögur. Nú erum við með þennan miðil sem aðstoðar okkur í þessari viðleitni og við erum ennþá að læra á hann, að teygja okkur og toga inn í þessum miðli. Því oftar sem við reynum því betri verðum við. (Ingvar segir að hann eigi fyrirrennurum sínum mikið að þakka.) Ég las grein í Viðskiptablaðinu um daginn þar sem þeirri staðreynd var kastað fram að frá árinu 1992 hafir þú leikið í 22% allra íslenskra bíómynda – sem er ótrúleg tölfræði. (Ingvar hlær.) Ég hef ekkert spáð í þetta. Hvað er það sem drífur þig áfram? Menn þurfa að vera ansi mótiveraðir til þess að leika í hátt að fjórðungi íslenskra kvikmynda síðan 1992. Ég er bara ánægður á meðan fólk vill hafa mig í vinnu. En ég segi ekki já við hverju sem er. Ég verð að spila rétt úr þessu. Ég þarf alltaf að hugsa: „Er þetta hlutverk rétt fyrir mig?“ Bæði varðandi minn eigin feril og hvort að ég sé að fara að læra eitthvað af þessu? Yfirleitt er þetta það fyrsta sem ég spyr sjálfan mig. „Hvað get ég lært af þessu?“
... skiptir kurteisin þig einhverju sérstöku máli? Ingvar E: Ég á voðalegt bágt með það að vera leiðinlegur. Mér finnst mjög mikill löstur, þetta virðingarleysi gagnvart öðrum, og umhverfinu.
í aðalkeppninni. Tvær íslenskar myndir af 16, 17 myndum – og það þykir furðulega magnað.)
Það er miklu skemmtilegra að kljást við eitthvað ef þú þarft að hafa fyrir því. Ef ég sé ögrandi verkefni þá bretti ég upp ermarnar. En það kemur oft fyrir að ég segi „Nei, takk, þetta er ekki fyrir mig.“ Ég veit að ég hef stundum tekið að mér verkefni þar sem ég var ekki rétti leikarinn í hlutverkið. Er eitthvað eitt hlutverk sem þú hefur lært hvað mest af? Það er erfitt að taka eitt hlutverk framyfir annað. Fólk tekur eitt og eitt frá hverju hlutverki. Líklegast eru það þau hlutverk sem hafa náð í gegn á Íslandi, eins og hlutverkin mín í Englar alheimsins og Mýrin. En þar er ég líka að leika svo afgerandi aðalhlutverk.
AÐ SNERTA HJÖRTU, EN BRJÓTA EKKI NEF Nýlega í viðtali við DV sagðist þú eiga erfitt með að stíga á svið og vera frjáls innra með þér, sem þú sjálfur – þegar þú ert að halda ræður ... (Ingvar hlær.) … ég tengi mikið við þetta og hef ákveðna kenningu. Ég held að þetta sé merki um það að það blundi margir karakterar undir
„MÉR FINNST MJÖG MIKILL LÖSTUR, ÞETTA VIRÐINGARLEYSI GAGNVART ÖÐRUM, OG UMHVERFINU.“
10
HVAÐ ER AÐ SKE yfirborðinu, og maður er ekki alveg viss hvaða manneskja eigi að stíga upp í pontu og tala ... Það er örugglega heilmikið til í þessu. Hvaða pól á ég að taka í hæðina? Hvaða Ingvar á að mæta upp í pontu? (Ég hlæ.) Síðan er það líka að manni finnst að það séu aðrir sem eru miklu skemmtilegri. Maður hefur séð svo marga menn og konur halda góðar ræður, og ég held að ég sé ekkert endilega rétti maðurinn í þetta. Reyndar um daginn, þá ... ég veit ekki hvort að ég eigi að vera segja frá þessu ... Jú, komdu með það. Strákurinn minn, yngsti, spurði mig um daginn hvort að ég yrði góður uppistandari. Og ég segi „Já, ég held að ég yrði alveg djöfulli góður.“ Þá horfir konan mín á mig: „Heldurðu það?“ Ég segi að þetta sé bara spurning um að æfa sig, þetta var hálfgert grín. Svo er ég staddur á þessari króatísku kvikmyndahátíð og framleiðandinn að Þröstum spyr mig, eftir að ég er búinn að segja tvær sögur: „Ingvar, ert þú uppistandari?“ Ég var rosalega ánægður að heyra þetta. (Við hlæjum.) Maður getur æft sig í öllu ... en það hefur alltaf verið átak að fara á svið. Ennþá daginn í dag? Já, ennþá daginn í dag. (Ég vitna í Tyson. Tyson var alltaf hræddur og stressaður fyrir hvern bardaga. Um leið og hræðslan og stressið hvarf – gat hann lítið.)
haldið á stafnum. Þetta skók sálina. Svo var farið með konuna á spítala og Ingvar fær þær fregnir að hún sé í lagi.) Daginn eftir fór ég og keypti stærsta og fallegasta blómvönd sem ég hef nokkurn tímann keypt á ævinni. Þetta var fín frú sem bjó á Seltjarnarnesinu. Ég fór til hennar og var búinn að semja nokkur orð sem ég ætlaði að segja við hana. Svo kemur hún til dyra með risaumbúðir um nefið – og ég kom ekki upp einu orði. Hún var afskaplega vinsamleg og þakklát þegar ég rétti henni blómvöndinn, en ég var með svo mikinn kökk í hálsinum að ég hljóp út í bíl og brotnaði niður.
hafi ekki tamið sér þessa kurteisi sem okkur er svo mikilvæg. (Ég hlæ.) En ég er bara feginn í dag, mér finnst nýju myndirnar ekki nógu góðar. Ég er sammála því ... en þú hefðir lyft þessum myndum upp á annan stall. (Ingvar hlær.) Hvað er næst á dagskrá? Ég er að fara að leika hjartaskurðlæknir í nýrri mynd eftir Balta og Ólaf Egil Egilsson. Myndin heitir Eiðurinn. Síðan förum við konan í ferðalag í einn og hálfan mánuð. Við sjáum smá glugga – og við ætlum að stökkva út um hann ...
Það er alveg rétt. Hvort sem þú ert í hringnum eða uppi á sviði, þá þarftu að vera vel tengdur: vakandi, opinn, einbeittur. Þú þarft að geta brugðist við ef eitthvað fer úrskeiðis. Allur líkaminn þarf að vera lifandi og heilinn opinn – en á sama tíma, tómur líka. Þú getur ekki farið inn á sviðið og ákveðið að vera svona eða hinsegin. Þetta snýst ekki bara um þig. Við erum að vinna saman – og við erum að vinna með áhorfendum. Orkan sem salurinn gefur frá sér hefur áhrif. Þó svo að hún megi ekki stjórna okkur.
(Ingvar hlær.)
Þið eruð, sumsé, að lesa salinn?
Alla leikara dreymir martraðir. Þér er ýtt út á sviðið og þú veist ekki hvaða leikriti þú ert að leika í ...
... síðan er ég að fara að vinna við sýninguna Pétur Gaut (Peer Gynt) í Frakklandi.
STJÖRNUSTRÍÐ
Að lokum: Ef þú gætir miðlað einhverjum stórum sannleik til lesanda, hver yrði sá sannleikur.
Já, og hvort sem okkur líkar betur eða verr – þá hefur salurinn sinn karakter. Þess vegna nennir maður að gera þetta hvert einasta kvöld; þetta er alltaf ný upplifun. Hver eru verstu mistök sem þú hefur gert á sviði? Í rauninni á maður að líta á öll mistök sem gjafir. Þau eru gjafir á meðan enginn slasast hættulega ... Mestu mistökin eru örugglega þau að hafa nefbrotið konu á fremsta bekk. (Ég hlæ.) Þetta var í nemendaleikhúsinu. Ég var að leika á móti Baltasar Kormáki. Þetta var frumsýning á rúmenskum farsa og það var verið að opna Borgarleikhúsið sama kvöld. Það kom aragrúi af gestum frá opnuninni, húsið var troðfullt, og við þurftum að bæta við einni röð af bekkjum til þess að rúma allt þetta fólk. Þarna voru áhorfendur með nefbroddana á sviðsbrúninni. Ég er að leika fremur ofbeldisfullan náunga og er í slagsmálum við Balta. Ég tek sveiflu með stafnum sem ég notaði. Hann sveiflast þannig að hann fer útfyrir sviðsbrúnina og í nefið á konunni. Hún öskrar, það fellur ein lína og svo er komið hlé. Ljósin slökkna. Vá. (Ingvar segist hafa reynt að hugga konuna en hún vildi ekki tala við hann. Hann var í algjöru losti, en átti samt eftir að leika seinni hlutann af sýningunni. Hann skalf svo mikið að hann gat ekki
Það er það versta sem hefur komið fyrir mig. (Sem leikari vill maður koma við hjörtu áhorfenda, en ekki brjóta á þeim nefin – hugsa ég. Afgreiðslustúlkan býður okkur kaffi. Ég afþakka. Hef drukkið nóg. Er helvíraður. Ingvar bætir við að honum finnst voðalega gaman í hita leiksins þegar eitthvað klikkar. Hann fær kikk út úr því þegar hlutirnir reddast – eða fara betur en á horfði.)
Ég var að skoða Facebook síðuna sem var stofnuð þér til heiðurs í byrjun árs, þar sem stjórnendur síðunnar deila sömu myndinni af þér á hverjum degi. Hvað finnst þér um þessa síðu? Þegar sonur minn benti mér á þessa síðu þá vissi ég ekki hvað ég átti að halda. Það komu smá ónót inn í mig. Maður veit aldrei – það getur alveg verið að einhver sé með mann á heilanum, sé bilaður. En síðan komst ég að því að það eru fleiri svona síður í heiminum: Sama myndin af Morgan Freeman á hverjum degi. Ég læt mér fátt um finnast, í rauninni ... Það styttist í Star Wars. Þú varst einu sinni orðaður við hlutverk Darth Maul í trilógíunni nýju. Er þetta rétt? (Ingvar segir að þetta sé rétt. Það var einhver sem benti á hann og það var flogið með hann út. Í kjölfarið var hann skoðaður, af ýmsum mönnum, eins og einhvers konar hlutur; það var þreifað á honum öllum. Það var mikil spenna. George Lucas skoðaði hann eins og hann væri ekki húman. Þaðan var hann sendur upp á hótel þar sem hann beið í tvo daga. Þetta snerist víst allt um tryggingarmál. Ef Ingvar yrði ráðinn þá yrði að tryggja hann sérstaklega sem leikara, en ef áhættuleikari yrði ráðinn þá yrði áhættuleikarinn að tryggja sig sjálfur. Það varð ofan á.) Svo hitti ég Liam Neeson seinna, sem ég hef unnið með. Neeson sagðist frekar vilja fá mig í þetta hlutverk. Mér skilst að fyrrnefndur áhættuleikari
(Það er gott að stökkva út um glugga. Ég hugsa um Unuhús. Þórbergur Þórðarson talaði einhvern tímann um það að einhver rithöfundurinn hafi stokkið út um gluggann í Unuhúsi og lent á afar „óskáldlegan“ máta. Skrýtin tenging.)
(Ingvar segist eiga erfitt með að ráðleggja fólki.) Fólk verður að læra sjálft á lífið. Það er alltaf eitthvað smá yfirlæti sem fellst í því að gefa ráðleggingar. Ég gef ekki ungum leikurum ráð af fyrra bragði, en ef þeir biðja um aðstoð þá veiti ég hana glaður ... (Ingvar hugsar sig um.) ... En það er eitt. Mér finnst umburðarlyndi gagnvart öllum hugmyndum vera mikilvægt, á meðan að þær eru ekki meiðandi. Ég er svolítið hræddur við flokkadrætti, þegar fólk er að gera sér skrýtnar hugmyndir um trúarbrögð eða fólk annars staðar í heiminum. Ég hef ferðast mikið á mínum ferli, unnið með Hindúum og Múslimum, og þetta er besta fólk sem ég hef kynnst. Það er ekkert sem skilur okkur að. Við erum öll eins. Amen. Við eigum margt ólært af erlendu fólki. Ísland væri betri staður ef fólk væri kurteisara. (Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. Allt fer í hring. Við endum á sama stað og við byrjuðum. SKE mælir með Heimkomunni, sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu – ásamt kurteisinni. Kurteisin er mikilvæg.)
100% DÚNN
Við viljum einungis það besta fyrir börnin okkar og því völdum við 100% dúnfyllingu með ekta loðskinnskraga.
DÚNÚLPA
15.980 Fæst í 5 litum 2 til 10 ára
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
12
HVAÐ ER AÐ SKE
leikhús
Leitin að jólunum Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt ellefta leikárið í röð. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Höfundur verksins, Þorvaldur Þorsteinsson, lést fyrr á þessu ári, langt fyrir aldur fram. Hann var afar fjölhæfur listamaður. Meðal leikrita hans er barnaleikritið Skilaboðaskjóðan sem sett hefur verið upp tvisvar í Þjóðleikhúsinu. Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 2,200 kr.
Billy Elliot Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu – mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun.
The Most Wonderful Time of the Year The Most Wonderful Time Of The Year er nýtt verk um hefðir og sögur sem tengjast jólunum hér á landi, samið með það í huga að færa þær í nútímalegri búning. Grýla, jólasveinarnir og blessuð börnin stíga á svið í nýju jólaleikriti í Bæjarbíó Hafnarfirði. Árið er 2015 og þjóðsagnarverur íslendinga þurfa að aðlagast nútímanum. Ofnæmi, Gluggagægir og laufabrauð deila sviði í þessu bráðfyndna og orkumikla leikriti. Hugmyndin að sýningunni var að kynna íslenskar jólasögur í nútímamynd fyrir erlendum ferðamönnum og fer því fram á ensku. Hvar: Bæjarbíó Miðaverð: 2,500 kr.
Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 7,500 kr.
15% - 20% eða 25% afsláttur Gegn afhendingu á afrifu með nafni blaðsins SKE, getur þú fengið allt að 25% afslátt hjá Ormsson á vörum sem auglýstar eru í opnu í þessu tölublaði. Afslátturinn gildir einungis í verslun Ormsson í Lágmúla 8, frá 10. des. - 16. des. 2015.
Láttu bara eins og ég sé ekki hérna Verkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna er grískur þátttökuharmleikur þar sem áhorfandinn lærir að þekkja sjálfan sig upp á nýtt. Tjarnarbíó býður áhorfendum að koma í leikhúsið og gangast undir persónuleikapróf þar sem hann er leiddur í gegnum stig sjálfsupplýsingar og þarf að horfast í augu við sína innri pöndu. Verkið veltir því upp hvað það þýðir að vera manneskja á tímum stanslauss eftirlits og hvernig við sköpum sjálfsmynd okkar þegar einkalífið er orðið að eign stjórnvalda og stórfyrirtækja. Verkefnið er uppfærsla leikhópsins Sóma þjóðar. Sóma þjóðar er ætlað að vera frjáls samræðugrundvöllur um sviðslistir, ekki síður en eiginlegur leikhópur. Áhersla er lögð á sameiginlegt eignarhald allra þátttakenda verkefna, og sameiginlegri listrænni ábyrgð. Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 2,000 kr.
LÝSIR UPP JÓLIN
Bluetooth
Splashproof
Built-In Microphone
IS . M S RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
14
HVAÐ ER AÐ SKE
listviðburðir
Jólatónleikar Snorra Ásmundssonar besta píanóleikara Evrópu Listasafni Íslands
Námskeið í teikningu og bókagerð fyrir 8-12 ára Gerðarsafn Gerðarsafn býður upp á ókeypis námskeið fyrir 8-12 ára krakka næstkomandi laugardag 12. desember milli kl. 13-15. Edda Mac myndlistarmaður leiðir námskeið þar sem við gerum myndabækur í anda Barböru Árnason (1911-1975). Á námskeiðinu skoðum við teikningar og grafíkmyndir Barböru og ræðum hvernig hægt er að byggja upp sögu með myndum. Við munum gera tilraunir með pennateikningar og að búa til áferðir með ólíkum tegundum lita. Við notum síðan tilraunir okkar til að gera myndabók þar sem teikningarnar ráða ferðinni. Námskeiðið er sniðið að krökkum á aldrinum 8-12 ára. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig fyrr en síðar þar sem færri komust að á síðasta námskeið en vildu. Hvar: Listasafn Kópavogs/Gerðarsafn, Hamraborg 4, 200 Kópavogur Hvenær: 12. desember milli kl. 13-15 Aðgangur: Ókeypis Skráning: gerdarsafn@kopavogur.is
Snorri Ásmundsson (1966) myndlistarmaður kom nú nýverið út úr skápnum sem píanóleikari og kom fram í Danmörku og Póllandi síðastliðið sumar, en Snorri telur sig vera besta píanóleikara Evrópu í dag. Hann hélt sína fyrstu píanótónleika í sumar í Mengi sem lengi verður í minnum gesta og eru margir sammála um að Snorri sé það allra ferskasta sem komið hefur fram í tónlistarlífinu í áratugi. Þetta eru líka útgáfutónleikar á jólaplötu Snorra sem ber heitið: "Jólasveit og Jóladís". Hvar: Listasafn Íslans, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Hvenær: 12. desember kl. 16:00 Ókeypis
15% - 20% eða 25% afsláttur Gegn afhendingu á afrifu með nafni blaðsins SKE, getur þú fengið allt að 25% afslátt hjá Ormsson á vörum sem auglýstar eru í opnu í þessu tölublaði. Afslátturinn gildir einungis í verslun Ormsson í Lágmúla 8, frá 10. des. - 16. des. 2015.
Kanill Jólasýning félagsmanna SÍM 2015 Jólasýning félagsmanna SÍM 2015 var opnuð þann 4. desember síðastliðinn. Lagt var upp með að setja upp fjölbreytta samsýningu þar sem stærð, verð og miðill verkanna væri frjáls. Einnig voru listmenn eindregið hvattir til að sýna annað en hefðbundin "listaverk", s.s bækur/bókverk, fjölfeldi, innrammaðar skissur, o.s.frv. Sýningarsalur SÍM í Hafnarstrætinu stendur fyrir fjölbreyttum listasýningum þar sem félagsmenn setja reglulega upp sýningar auk þess sem gestalistamenn SÍM halda sýningu á verkum sínum í lok hvers mánaðar. Hvar: SÍM, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík Hvenær: 4. - 22.desember 2015 Sýningin verður opin á skrifstofutíma kl. 10-16, alla virka daga
GEFÐU í jólagjöf
SOKKAR 2PCK NÆRBUXUR 2PCK BOLIR FRÁ SKYRTUR FRÁ BUXUR FRÁ
KR. 1.990 KR. 3.990 KR. 4.990 KR. 11.990 KR. 14.990
LEVI’S KRINGLUNNI – LEVI’S SMÁRALIND – LEVI’S GLERÁRTORGI
16
HVAÐ ER AÐ SKE
Hafa skal það sem betur hljómar PL-30 Plötuspilari
A-30 Magnari
PL-990 Plötuspilari
2 x 70W Driect Energy magnari Inngangar: SACD/CD - Phono (MM) - Aux - Network - Recorder Tuner - Power Amp Direct In
Verð: 55.900,- kr
Sjálfvirkur plötuspilari með innbyggðum formagnara. Hágæða MM nál. Stillanlegur, reimdrifinn armur.
Steríó Útvarpsmagnari
Verð: 68.900,- kr
DEH-1800UB Bíltæki
Reimdrifinn - Alsjálfvirkur - Innbyggður formagnari
Verð: 35.900,- kr
DEH-4800BT Bíltæki
Steríó magnari - 2x100W - PHONO MM inngangur fyrir plötuspilara -Tengi: 4x RCA In(SACD/CD, Network, Recorder, PHONO), Heyrnartól, Loftnet, - 1x RCA Recorder Out - AM/FM RDS útvarp m. 30 stöðva minni
4X50 W MOSFET magnari - Útvarp með 24 stöðva minni Spilar MP3, WMA, WAV, FLAC, CD-R/RW AUX og USB tengi á framhlið - Android Media Access - Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri. (Snúra fylgir ekki) - EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna - Litur: Rauðir takkar. Hvítir stafir á svörtum skjá.
Kr. 59.900,-
Kr. 18.300,-
Hljómtækjastæða með Spotify Connect
4X50 W MOSFET magnari - Útvarp með 24 stöðva minni - Spilar MP3, WMA, WAV, FLAC, CD-R/RW - AUX og USB tengi á framhlið - Android Media Access - Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri. (Snúra fylgir ekki) - EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna Litur: Rauðir takkar. Hvítir stafir á svörtum skjá. - Bluetooth tenging fyrir tónlist og handfrjálsan síma.
Kr. 29.900,-
BTSP70 Bluetooth hátalari dv 2240 DVD spilari DVD, CD, DivX, MP3, WMA, JPEG, USB, DTS
PiBluetooth - 2x40mm Full-Range hátalarar - Tíðnisvið: 20 - 20.000 kHz - Kraftur: 25W (2x 12,5W) - 1x3,5mm Mini-Jack tengi - 1xMicroUSB tengi fyrir hleðslu - Endurhlaðanleg rafhlaða með 8,5 klukkutíma afspilun Stærð: 180x53,5x59mm - 740g
2x50W- Hágæða Class D Magnari - 2-Way Bass-Reflex Gloss Hátalarar - AM/ FM RDS Útvarp m. 45 stöðva minni - WiFi- Internet útvarp, Music Server, DLNA Spotify Connect og Apple Airplay - Innbyggð Bluetooth afspilun - Tengi: USB, Aux, Heyrnartól, Optical, 2xRCA, Subwoofer, Lan, 2xLoftnet
Verð: 36.900,- kr
Verð: 124.900,- kr
Hljómtækjastæða með Bluetooth
2x30W - 2-Way Bass Reflex hátalarar - Class D Magnari - Innbyggt Bluetooth- Spilar DVD diska - AM/FM Útvarp m. 45 stöðva minni - Tengi: USB, RCA Line in, - Heyrnartól, Loftnet Fjarstýring og dokka fylgja - Pioneer P-Bass stuðningur - Bassa og diskant stillingar
XW-LF1-K/W Blutooth hátalari 2x40mm full range BlueTooth hátalarar m. Dynamic Range Control.
Verð: 52.500,- kr
Verð: 10.900,-
Hljómtækjastæða með Bluetooth
2x15W - Class D Magnari - 2-Way Bass-Reflex Hátalarar - AM/FM Útvarp m. 45 stöðva minni - Innbyggt Blueooth - iPod, iPhone, iPad í gegnum USB - Tengi: USB, Audio - Heyrnartól, RCA, Loftnet - Fjarstýring fylgir
Verð: 39.900,- kr
Kr. 29.900,-
PIX-EM-12 Hljómtækjastæða
PIX-HM11-K Hljómtækjastæða
MJ532 heyrnartól.
FM útvarp m. 40 stöðva minni - Spilar: CD, MP3, WMA, CD-R/ RW - USB, RCA, Heyrnartól - 2 x 15W hátalarar 4 Ohm
Samanbrjótanleg. Fáanleg í 4 litum.
2 X 30W - CD MP3 og WMA afspilun - FM Útvarp m. 30 stöðva minni RDS stuðningur - Tengi: USB, Audio-In, Loftnet
Verð: 29.900,- kr
Kr. 8.690,-
Kr. 23.900,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
15% - 20% eða 25% afsláttur
Opið virka daga kl. 10-18
af öllu í þessari opnu, gegn afhendingu á afrifu meðognafni blaðsins SKE. Greiðslukjör á laugardögum Afslátturinn gildir LágMúLA einungis í verslun í Lágmúla 8, frá des - 16. des 2015. kl. 10. 11-15. 8 · sÍMIOrmsson 530 2800 Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
17
HVAÐ ER AÐ SKE
18
HVAÐ ER AÐ SKE
skemmtun
TWEET KYNSLÓÐIN
Afhverju í fokkanum er ekki hægt að fá konuhlaupaskó í númer 42? Er ég ekki kona? Afhverju eru hlaupaskór kynjaðir? Eru allir geðveikir? @harmsaga
Jólakaraoke Hits & Tits Nú syngjum við inn jólin. Jólasnjósprengjur og sleðabjöllur á kantinum. Jólapeysur leyfðar og almenn jóladúlluföt. Hits&Tits nota Youtube svo það er best að athuga sjálfur hvort að lagið sé til í karaokeútgáfu þar. Það komast alltaf MUN færri að en vilja og því eruð þið hvött til þess að mæta snemma. Hvar: Húrra Hvenær: 16. desember kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Star Wars Pub Quiz Skellt verður í Star Wars barsvar á Glaumbar næstkomandi fimmtudag í tilefni myndarinnar Star Wars Episode VII. Tveir til sex spila saman í liði. Hvar: Glaumbar, Tryggvagata 20 Hvenær: 17. desember kl. 21:30 Miðaverð: Frítt
Allt það sem ég óska í ljóðagjöf Um þessi miklu ljóðajól býður Partus – forlag sem sérhæfir sig í útgáfu verka eftir upprennandi höfunda – til uppskeru- og upplestrarkvölds. Þar stíga á stokk nokkur skáld sem gáfu út á árinu í bland við nokkur þeirra sem eiga verk í vinnslu hjá útgáfunni. Skáldin heita: Elías Knörr, Elín Edda Þorsteinsdóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Ingólfur Eiríksson, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, Megan Auður Grímsdóttir, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Valgerður Þóroddsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Þórður Sævar Jónsson. Hvar: Vínyl, Hverfisgata 76 Hvenær: 12. desember kl. 17:00 - 18:00 Miðaverð: Frítt
Jól í kallafjöllum Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona segir skemmtilega jólasögu í fylgd tveggja engla. Sagan fjallar um jólasveina, Grýlu, Jesús og englana sem flytja guðdómlega tónlist fyrir gestina. Þetta er falleg og skemmtileg jólastund fyrir unga sem aldna. Höfundur er Guðrún Ásmundsdóttir, með henni eru Monica Abendorf, hörpuleikari og Alexandra Chernysova sópransöngkona. Hvar: Hannesarholt, Grundarstígur 10 Hvenær: 13. desember kl. 15:00 Miðaverð: 3.000 kr.
Pop Up markaður LHÍ Á laugardaginn munu nemendur Listaháskóla Íslands halda markað á Loft Hostel. Til sölu verður alls konar list, grafík og hönnun sem mun gleðja augað og budduna fyrir jólin. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 12. desember kl. 15-20 Miðaverð: Frítt
Er að borða mandarínu og það eru ca. 3 steinar í hverjum bát. I don't wanna live on this planet anymore. @ergblind
Svo mælti flensukall við konuna sína: "Ertu til í að kveikja á Tinder áður en þú ferð út, ég kann ekkert á þetta..." (Meinti sko Netflix.) @HalgrimHelgason
Tómur kassi, fylltur rusli. Eins og tómarúmið í hjörtum okkar sem engin tíst fá fyllt. Elsku Almar, drullastu aftur í kassann. #nakinníkassa @BragiValdimar
Ég elska mömmu mína. Hún fæddi mig inn í þennan heim. En hefði það drepið hana að bjóðast til að draga mig á snjóþotu í vinnuna í morgun? @DagurHjartarson
Ef þú segir Dóri DNA fimm sinnum í spegil þá birtast börnin hans vopnuð... og drepa þig. @SteindiJR
Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml
Engin aukaefni
Aldrei unnið úr þykkni
Enginn viðbættur sykur
Kælivara
Barnasmoothie 180 ml
Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti
Smoothie 250 ml
20
HVAÐ ER AÐ SKE
Una valrún
síta valrún
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA
Cholas Frá árunum 1929 til 1944 átti sér stað svokallað „repatriation“ í Bandaríkjunum: Ríkisstjórnin endursendi tvær milljónir manna af mexikóskum uppruna – með valdi. Þetta voru fjölskyldur sem áttu lögheimili og höfðu ríkisborgararétt í Bandaríkjunum en var vísað á brott. . Pachucas tilheyrðu uppreisnargjörnum menningarkima í Los Angeles og börðust gegn þessari þróun og mótmæltu með útliti sínu almennri staðalímynd fegurðar og aðlögun að hinu ofurhvíta feðraveldi sem réð ríkjum í seinni heimstyrjöldinni. Pachucas túperuðu hárið í „Bouffant beehives“ og notuðu hárspreyið óspart. Einnig máluðu þær sig mikið og klæddust þröngum peysum, hnésokkum og styttri pilsum en vant var á þessum tíma. Pachuchos klæddust Zoot jakkafötum. Buxurnar voru háar í mittið, víðar í skálmarnar og þrengri að neðan. Einnig klæddust þær síðum frökkum. Oft fylgdu axlarbönd og alltaf hattar. Þetta útlit angaði af „flamboyance“ og átti rætur að rekja til djassins. Pachucas eru pin-up ímyndir, með rauðar neglur, rauðar varir, þykkan augnblýant og seinna meir voru þær rómantíseraðar sem kveikjan að húðflúri og útliti Lana del Rey og Amy Winehouse. Pachucas eru formæður Cholas sem við könnumst mörg við. Chola stíllinn er algengur hjá Latino stelpum í suður Kaliforníu, San Diego og austur LA. Þótt stíllinn sé vinsæll þá eru það ekki alltaf þær sem klæðast stílnum sem lifa lífstílnum sjálfum. Þær sem lifa upprunalegu chola lífi eru oftast með mexíkanskan bakgrunn, tilheyra gengjum, keyra um á „ low riders“ og eiga kærasta sem er Cholo. Flestir hafa einhverjar hugmyndir um stíllinn og það sem kemur upp í hugann eru dökkmálaðar varir með sterkum útlínum, þykkur og mikill augnblýantur, flannel skyrtur, dickies, stórir gylltir eyrnalokkar og „bandanas“.
Það eru fleiri atriði sem eru dæmigerð fyrir útlitið. Augabrúnir eru mikilvægar, alltaf örþunnar með „Monroe” sveigju og það er býsna sterk Chola hefð að láta laga neglurnar, oft langar og ferkantaðar í allskonar útfærslum. Annað fallegt smáatriði er að bera gullhálsmen með nafninu sínu á. Hárstíllinn hefur þróast á mismunandi hátt frá Pachuca hárinu. Í kringum ‘90s var toppurinn gerður mjög hár með „aqua net“ hárspreyi og oft permanentað. Á meðan voru fötin sjálf oft karlmannsföt sem fengust ódýr í vinnufatabúðum. Undanfarin ár hafa stjörnur og tískuhús fengið lánuð ýmis blæbrigði sem eru sterklega tengd þessum Chola klæðaburði. Þetta hefur verið gagnrýnt, sem kemur kannski ekki á óvart, sem nýtt form menningarfjárveitingar (culture appropriation): Rihanna fer í Chola hrekkjavökubúning með gervitára húðflúr; Nicki Minaj notar stílinn sem búning í tónlistarmyndbandi; FKA twigs gerir þetta útlit að sínu með geluðum barnakrullum í kringum ennið (sem er alveg greinileg tilvitnun í Chola stíl en í bland við Josephine Baker); Gwen Stefani tileinkaði sér stílinn sterkt og þá sértaklega í „Luxurious” myndbandinu og Givenchy nýtir sér hárgreiðslur innblásnar af Chola á tískusýningum sínum. Gagnrýnin gengur mest út á það að þessi stíll tilheyri ákveðnum lífstíl og sterkri sögu en er ekki búningur sem Chola stúlka getur klætt sig úr í lok dags. Það er hægt að velta því fyrir sér hvar mörkin liggja fyrir því hvað má fá lánað og hvernig er hægt að gera það á góðan máta. Það er gott að hafa það í huga en það þarf ekki að hindra neinn í því að prufa, hafa gaman af og fá innblástur. Hvítir stuttermabolir eru alltaf svo sexy, dökkar varir eru fallegar og naglaskraut er skemmtilegt! "A chola is the epitome of beauty, style, and pride with a badass, take-no-shit, 'look at me but don't fuck with me' attitude. She is a strong and proud woman who holds it down for her family and hood." —Hellabreezy
SKE mælir með nokkrum bíómyndum til að kíkja á í jólafríinu sem eru í anda „vato loco“: Blood In Blood Out, American Me, Mi Vida Loca, Zoot Suit og Down for Life.
FULL BÚÐ AF JÓLAKJÓLUM KÁPUM OG FLEIRA
22
HVAÐ ER AÐ SKE
Græjur
B&O - Play H6 Khaled
GRAMOVOX Þeir sem vilja bestu hljómgæðin velja auðvitað vínil. Þessi plötuspilari spilar plöturnar lóðrétt og skilar hágæða hljóði til hlustandans með innbyggðum hátölurum. Kemur í bæði hnotuog hlynvið.
Roli Seaboard Rise Hljómborð, gítar, flauta, saxafónn, synthi. Allt þetta og fleira í þessari einstöku græju. Hér er verið að gefa notandanum meiri tilfinningu fyrir sköpun tónlistarinnar með nútímalega hönnuðum stjórnborða. Gefur nýja möguleika í studíóið. Kemur í traustri harðspjaldatösku sem ver hljómborðið vel á ferðinni. Þráðlaust og minna en 3 cm á þykkt.
Nánar gramovox.com
Dj Khaled hefur lengi verið bestur. Hann hefur gert plötur eins og „We the Best“, „Victory“ og „We the Best Forever“ og plötufyrirtækið hans ber nafnið „We the Best Music Group.“ Eitt af hans vinsælustu lögum heitir einmitt “All I do is Win”. Það er því greinilegt að hann er bestur, vinnur aðeins með þeim bestu og er alltaf með gull eða í fyrsta sæti. Það kæmi okkur því verulega á óvart ef að Bang & Olufsen heyrnartólin væru ekki best. Hér eru á ferðinni öflug heyrnartól með útlitið alveg á hreinu, sjón er sögu ríkari. Ormsson.is
Nánar roli.com
JÓGA
SETRIÐ
Angee Háþróuð öryggismyndavél sem mun breyta því hvernig okkur líður heima og að heiman. 360 gráðu sýn á heimilið, raddmælir, auðkenni við innkomu og ótal margar auka aðgerðir eins og barna og dýra vaktari og upptökuvél. Öllu stjórnað með raddnema. Sjá nánar meetangee.com
SKIPHOLTI 50 C
ACPAD S: 778 1000
jogasetrid.is
Spilaðu á hundruð hljóðfæra, sampla, effect-a og loop-ur á gítarinn þinn. Ein hljómsveit með aðeins einum gítar! Þráðlaust svo það tengist auðveldlega símanum, tölvunni og uppáhalds öppum eða forritum. Nánar acpad.com
FJÖLSKYLDUTILBOĐ ALLAR HELGAR 4x120g grillaðir hamborgarar, franskar og ískalt kók
AĐEINS
3990 Tilboðið gildir eingöngu laugardaga og sunnudaga
ÁRNASYNIR
VIĐ VESTURLANDSVEG
24
HVAÐ ER AÐ SKE
Matur
Búllan
Sandholt
David Beckham Ég þekki aðeins einn hamborgara sem hefur unnið sér til metorða í útlöndum; sem hefur tekið stökkið frá Reykjavík til Stóra Reyksins (London aka the Big Smoke); og sem hefur innblásið stjörnu á borð við David Beckham til þess að láta eftirfarandi og mjög svo djúpu orð falla: Mjög góður börger. Og samt, þrátt fyrir alla þessa velgengni, hefur börgerinn verið hliðhollur eigin karakter – og hefur ekki breytt sínu útliti til þess að undirstrika eigin farsæld. Ég er að sjálfsögðu að tala um hamborgarann á Búllunni. Hamborgarinn á búllunni kallar alltaf fram orð Leonardo da Vinci í huga mér: einfaldleikinn er æðsta form fágunar. Búlluborgarinn samanstendur af hvítu brauði (án fræja), tómötum, káli, osti, kjöti og sósu (sinnep, tómatsósa og majónes). Í síðustu viku heimsótti ég Búlluna á Geirsgötu. Þar er bláflibbastemmning af bestu gerð og þjónustan er góð (ég var einu sinni múrari, og unni mér vel í bláflibbastemmningu). Þar sem ég er sneyddur öllu því sem gæti kallast ímyndunarafl pantaði ég það sama og ég panta alltaf: Tilboð aldarinnar. Ég beið í ofvæni eftir börgernum, kvíðinn fyrir því að börgerinn hafi breyst; hafi klætt sig í pels og súrnað. En svo kom tágarkarfan. Niðurstaðan: Búllubörgerinn er sjálfum sér samur. Tek ég heilshugar undir athugun Beckhams – mjög góður börger. Orð: Skyndibitakúrekinn
Súrdeigsbrauð Það er eitthvað stórkostlegt við súrdeigsbrauðið á Sandholti. Það er svo stórkostlegt, sjáðu, að hvern einasta laugardag, nánast, sannfærir þessi Guðshleifur mig að keyra úr Hafnarfirði til Reykjavíkur fyrir súrdeigsbrauðið eitt. Á leiðinni í bæinn keyri ég framhjá röð af fínum bakaríum og ávallt er ég spegla mig í baksýnisspeglinum starir vitleysingur til baka (#bensín). Síðasta laugardag heimsótti ég Sandholt. Ég mætti rétt eftir 8 um morguninn, tók mér miða og beið þolinmóður í röðinni. Þegar afgreiðslustúlkan kallaði númerið mitt, pantaði ég hálfan súrdeigshleif ásamt einum karamellu kleinuhring. Á leiðinni heim kom ég við í Krónunni og keypti bláberjasultu, gráðost og kókómjólk. Í Hafnarfirði ristaði ég brauðið, smurði og mettaði mig svo fullkomlega. Brauðið, kleinuhringurinn og kókómjólkin urðu mér að falli. Ég lak niður á gólfið fyrir framan borðstofuborðið og lá þar hreyfingarlaus eins og látinn hermaður við hlið nýsprunginnar landsprengju. Er ég þjáðist hugsaði ég til orða Louis C.K. „Ég hætti ekki að borða þegar ég er saddur. Máltíðin er ekki búin þegar ég er saddur. Hún er búin þegar ég hata sjálfan mig.“ ... Ó, Louis, þú ert svo vitur, svona eins og ávalur rauðhærður Búdda. Orð: Ragnar Tómas
1. KJÚKLINGABORGARI Kjúklingaborgari, franskar, sósa salat og 0.5L coke. Djúpsteikt bringa, iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og sinnepssósa 1750 kr.2. KJÚKLINGAPITA kjúklingapita franskar sósa og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pitusósa 1990 kr.3. KJÚKLINGASAMLOKA Kjúklingasamloka franskar sósa og salat og 0.5L coke. Grillaður kjúklingur iceberg tómatur, gúrka laukur paprika og sinnepssósa 1990 kr.4. OSTBORGARI Ostborgari, franskar, sósa og salat og coke. Iceberg, tómatur, gúrka, paprika, laukur og hamborgarasósa 1750 kr.5. PÍTA MEÐ BUFFI Píta m.buffi, franskar, sósa og 0.5L coke. buff, iceberg, tómatur, gúrka, laukur og pítusósa 1990 kr.6. 2 BITAR 2 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke 1590 kr.7. 3 BITAR 3 bitar, franskar, sósa og salat og 0.5L coke. 1890 kr.8. 1/4 KJÚKLINGUR 1/4 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke. 1990 kr.9. 1/2 KJÚKLINGUR MEÐ FRÖNSKUM 1/2 grillaður kjúklingur, franskar, sósa salat og 0.5L coke 2200 kr.10 BK Borgarinn Tvöfaldur Hamborgari Með beikoni eggi, sveppum, iceberg, gúrku, tómat, papriku, lauk, frönskum, kokteilsósu hrásalati og 0.5L coke 2400 kr.-
BK Kjúklingur • Grensásvegi • 108 Reykjavík • bkkjuklingur@bkkjuklingur.is • Sími 588 8585 www.bkkjuklingur.is
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar
Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
SKIPTIMARKAÐUR Eins manns rusl er annars fjársjóður! Nú er tíminn til að gefa áfram það sem maður þarf ekki og mögulega fá eitthvað nýtt í staðinn. Á skiptimarkaði Loft hostel er hægt að koma með bækur og hrein föt sem þú vilt ekki eiga lengur og deila þeim með öðrum og velja eitthvað annað í staðinn! Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 16. desember 16:30-19:30
POWERADE HLAUP Powerade Vetrarhlaupið verður á sínum stað í vetur fyrir alla áhugasama hlaupara. Alls verða hlaupin sex og verða þau haldin annan fimmtudag í mánuði, frá október fram í mars. Næsta hlaup byrjar klukkan 20:00 við Árbæjarlaugina. Sala þátttökuseðla hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri laugarinnar. Vegalengdin er 10 km og fer hlaupið að mestu fram á göngustígum í Elliðaárdal. Þátttakendur þurfa að kynna sér leiðina vel fyrir hlaup og gæta fyllsta öryggis í myrkrinu. Hvar: Árbæjarlaug Hvenær: 16. desember 16:30-19:30 Verð: 300 kr. Nánar: hlaup.is
DIY KERTASMIÐJA Lærðu að búa til þín eigin kerti og gefðu hugulsama jólagjöf! Komdu og njóttu huggulegrar stundar á Loft Hostel og föndraðu í leiðinni. Námskeiðið er ókeypis. Þú þarft bara að koma með góða skapið! Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvænær: 14. desember kl 16:00 – 19:00
UPPSKERUHÁTÍÐ MARKÞJÁLFUNAR Markþjálfun verður sívinsælli hér á landi og framundan er uppskeruhátíð markþjálfunar þar sem þemað er einlægni. Í grunninn er markþjálfun fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og vera skilvirkara í því sem það er að gera eða vill taka sér fyrir hendur. Á hátíðinni verður fjallað um markþjálfun, hvernig hún hefur áhrif á stjórnunarstíl og getur nýst í daglegu lífi. Allir velkomnir. Hvar: Kaldalón salurinn, Hörpunni Hvenær: 17. desember 18-22 Skráning: evolvia.is Verð: 2500 kr
JÓGA FYRIR ERFIÐA TÍMA Hvernig náum við valdi á tilfinningum okkar og huga í þeim aðstæðum sem við erum í? Að meðtaka sársaukann, horfast í augu við streituna, kvíðann, þunglyndið, áfallið eða sorgina. Hvernig byggjum við upp og viðhöldum lífsorkunni okkar? Þetta og fleira verður kennt í jógastöðinni Pooja á námskeiði sem er sérhannað fyrir einstaklinga sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma. Kennd verður hugleiðsla, djúpslökun, jógastöður og jógafræði í notalegu umhverfi. Hvar: Pooja, Bolholti 4 Hvenær: Hefst 15 des Skráning: pooja@simnet.is Verð: 19.500 kr.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 1 1 4 0
Eldur inni í þér? Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „StevensJohnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.
28
HVAÐ ER AÐ SKE
hönnun
Ballroom loftljósin frá Design By Us
Luna Raunverulegt tunglsljós, heima í stofunni, róandi og kózý. Kemur í sjö mismunandi stærðum, frá 8 cm – 60 cm. Kemur vel út sem loftljós, borðljós eða gólfljós. Vatnsvarið, hitavarið og höggvarið.
Snúran Ballroom loftljós frá danska hönnunarteyminu Design By US. Svört snúra, handblásið gler og handmálað í mörgum fallegum litum; bleikt, grátt og fjólublátt. Hægt er að panta fleiri liti. Verkunin á ljósinu veldur því að litlar loftkúlur myndast í glerinu sem gefur hverju ljósi einstakan og skemmtilegan svip. Flott eitt og sér eða hægt að setja nokkur saman. Tvær stæðir; small 19 cm og extra large 33 cm. Fást í Snúrunni, Síðumúla 21.
PLUSMINUS
Nánar luna-the-moon.com
OPTIC Smáralind
SJÁIÐ 10 ára UPPLIFIÐ NJÓTIÐ
PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október
www.plusminus.is
Arachnophobia Ef þú varðst ekki nógu hræddur eftir myndina þá gætir þú haft áhuga á þessari. Getin af MB&F og framleidd af svissneska úraframleiðandanum L’Epée. Innblásin af skúlptúr eftir Louise Bourgeois. Klukkan stendur á borði jafnt og á vegg og kemur með svörtum eða gulllituðum fótum. Ótrúlega töff og pínu „skerí“ með miðnæturnaslinu! Sjá nánar mbandf.com
H E I L S UMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
30
HVAÐ ER AÐ SKE
Spurt og Svarað Dagur Hjartarson Ljóðskáld, tíst beast og kennari Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn?
Hvers konar eldri borgari ætlar þú að verða?
Ég heiti Dagur en hef gert örvæntingarfullar tilraunir til að festa við mig gælunöfn (nú síðast Dassi Djokovic) en án árangurs. Mér finnst stundum eins og ég sé ekki til.
Ég ætla bara að hafa það huggulegt: vakna snemma, fara í göngutúra, lesa blöðin, hitta leshringinn minn, loka mig svo inni í herberginu mínu og valda usla í kommentakerfum.
Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða? Auðveldur í umhirðu, leðuráklæði sem hægt er að rífa af og þvo í vél. Hvað meinar Almar með kassanum?
Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Ætli það hafi ekki verið þegar mamma sagði mér að heimurinn væri að þenjast út og við værum öll án vonar. Þetta var á aðventunni. Ég var sjö ára.
Ég veit að Almar skuldar pening. Þetta er elsta bragðið í bókinni til að losna við handrukkara, velta sér nakinn upp úr KFC og hlandi. ÞETTA ER EKKI LIST.
Uppáhalds tilvitnun?
Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?
Hvað er það í fari Biebers sem heillar þig mest?
Hver gæti mögulega ráðist inn í íbúðina mína? Hverjar eru flóttaleiðirnar? Er regnið grátur guðanna?
Úff, það er svo margt. Sú mynd sem fjölmiðlar draga upp af honum er alröng. Bieber er t.d. mjög flinkur í stærðfræði og hefur séð um skattframtalið mitt síðustu ár. Hann er traustur vinur og elskhugi.
Á hvað ertu að hlusta þessa daganna og hvað ertu EKKI að hlusta á? Hlusta á Kött Grá Pje, Justin Bieber, GKR, Taylor Swift og Jamie XX. Og svo á Rás eitt: Spegilinn og Víðsjá. Og hundrað podcöst. Annað hlusta ég síður á.
PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR
Be the change you want to see in the world – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Hvað er best í lífinu? Að elska.
HERE’S THE THING Alec Baldwin er Alec Baldwin. Það er enginn eins og Alec Baldwin. Hann var einu sinni kyntákn; er ennþá mikill húmoristi; lék í Glengarry Glen Ross; hefur unnið með Martin Scorcese; reykir vindla og drekkur viskí; og hefur átt í miklum erfiðleikum með að hemja eigið skap – oft á opinberum vettvangi. Alec Baldwin er karakter. Og vegna þess að Alec Baldwin er karakter er hann góður spyrill. Hann hefur skoðun á hlutunum, er skemmtilegur og, oft á tíðum, helvíti mælskur. Frá október 2011 hefur Alec Baldwin stýrt eigin viðtalsþætti á
útvarpsstöðinni WNYC í New York. Þátturinn hefur verið aðgengilegur á hlaðvarpsformi frá fyrsta degi. Á þessum rúmum fjórum árum sem Alec Baldwin hefur stýrt þættinum hefur hann spjallað við fjöldan allan af áhugaverðu fólki: Billy Joel, Chris Rock, Kathleen Turner o.s.frv. Fyrir nokkrum vikum síðan tók Baldwin viðtal við Amy Schumer. Það var stórkostlegur þáttur. SKE mælir með þeim þætti – og Here's the Thing almennt.
JÓLAGJÖFIN Í ÁR
BERJAST
DÖMU DÚNÚLPA 59.990 KR.
ZO•ON ICELAND
KRINGLUNNI | 103 REYKJAVÍK | 412-5864
ZO•ON ICELAND
BANKASTRÆTI 10 | 101 REYKJAVÍK | 412-5865
WWW.ZO-ON.IS
BLÁSA
DÖMU SUPERSTRETZ PEYSA 19.990 KR.
REKA
DÖMU DÚNJAKKI 34.990 KR.