+

Page 1

Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 18.12–07.01

#40

ske.is

„ÉG ER MILDUR, BLÍÐUR OG MUNDI KJÓSA FRIÐ OFAR ÖLLU – EN ÞAÐ ER EITTHVAÐ SEM HRÍFUR MIG VIÐ BARDAGALISTINA.“ – SKE SPJALLAR VIÐ BUBBA MORTHENS UM MMA, NÝJU LJÓÐABÓKINA, MOBY DICK, ÞRÁHYGGJUNA OG LISTINA.


2

HVAÐ ER AÐ SKE

Götur Reykjavíkur SKEleggur LISTIN AÐ LIFA Það er mikil list að mála, að semja ljóð, sinfóníu, eða leikrit. Það er mikil list, já, það er mikil list og mikil list – og ávallt hef ég borið hve mesta virðingu fyrir listamönnum (listamönnum og ristavélum). Hreinskilningslega sagt, samt sem áður, þá beinist æðsta aðdáun mín ekki að Van Gogh, Emily Dickinson, Richard Wagner eða William Shakespeare (jú, eða Nínu Simone eða Jay Electronica). Nei, öllu heldur dáist ég hve mest að þeim sem hafa gert LÍFIÐ að listformi: sem nálgast lífið af óslökkvandi ástríðu, vitneskju og hugmyndaflugi; sem vakna brosandi á morgnana, í öllum veðrum lífsins; og álíta daginn blóðrauðan dregil, dreginn fram ánægju þeirra vegna, og til þess eins – að þau geti dansað #billypreston#doubleosoul. Vitaskuld fyrirfinnst þetta fólk, sjaldnast, á síðum sögubókanna – en horfðu djúpt í heimsins sál og vottaðu: Þetta eru mestu listamennirnir sem uppi hafa verið. Þegar öllu er á botninn hvolft, er listin að lifa (artem vivendi) ofar öllum öðrum listgreinum. Í fjallgarði listformanna skagar lífslistin upp úr þokuslæðunum og gnæfir yfir aðrar listgreinar líkt og fagurrautt Ólympusfjall í birtíngu: Já, herra minn – líkt og Fagur.Rautt.Ó.Lympus. Fjall.Í.Birtíngu ... Ef tala mætti um„tilgang“ listarinnar, þá er tilgangurinn þessi: að fræða skynjandann um lífið – um mannlega tilvist – og um allt það sem að henni lýtur: fegurðina, hryggðina, vonina, óttann. Máske er þetta ástæðan fyrir því að í sérhvert skipti sem ég velti listaverki fyrir mér, þá hugsa ég um lífið, mitt líf; ég dæmi mikilvægi verksins út frá þeirri samræðu sem verkið á við mitt eigið líf. Í mínum huga er þetta megin tilveruréttur listarinnar: að hjálpa manninum að lifa – og lifa vel. Í ljósi þess, veldur það mér töluverðum ónotum að hugsa til þess hve margir fræðimenn hafa rýnt í leikrit Shakespeare; rannsakað óperur Wagner; bollalagt skáldskap Dickinson; eða íhugað málverk Van Gogh, en kunna, þrátt fyrir þessa langdregnu og alvörugefnu rannsókn, samt sem áður – EKKERT Á LÍFIÐ. Ef ég mætti velja, þá væri ég ekki góður að mála, skrifa, syngja eða leika – væri ég öllu heldur góður í því að lifa. Að lifa, að lifa, að lifa. Það er í raun það eina sem ég þrái. Að ríða samsíða augnablikinu í svo fullkomnum takti, að reiðmenn þeir sem í fylkingu áhyggjanna eru – sem ríða ávallt skrefi fyrir aftan eða framan – ná ekki til mín. Lífið er ævilangt frí frá tilveruleysinu. Gleðileg jól!

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Bubbi Morthens Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Gefðu stórviðburð í jólagjöf

Eivør Pálsdóttir

Stórsveit danska ríkisútvarpsins Kór danska ríkisútvarpsins Verk byggt á þjóðsögunni um konuna í selshamnum sem þekkt er á Íslandi, í Færeyjum og víðar á norðlægum slóðum.

29. janúar kl. 21:00 í Eldborg Stjórnandi Geir Lysne

Verk eftir Eivøru Pálsdóttur

Miðasala í síma 528 5050, á harpa.is www.harpa.is/eivor

Peter Jensen Marjun S. Kjelnæs


4

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Boney M

Síðasti Sjens 2015

Jólatónleikar

Síðasti Sjens er fyrst og fremst stuð og gleði. Sjensinn hefur verið haldinn sl. 6 ár og hefur stemmningin verið engu lík. Í ár verður gamla Iðnaðarmannahúsið lagt undir og verður gleðin út um allt hús. Dönsum af okkur gamla árið á næstsíðsta degi ársins! Þeir sem fram koma eru Sturla Atlas, Reykjavíkurdætur og Retro Stefson. Miðasala er á tix.is.

Boney M, ein stærsta hljómsveit diskótímabilsins, heimsækir Hörpu á aðventunni. Með í för er sjálf söngdívan Liz Mitchell. Það er óhætt að lofa góðri skemmtun í Eldborg á meðan Mary´s Boy Child, Rivers of Babylon, Rasputin og allir hinir smellirnir koma salnum á hreyfingu. Um er að ræða tvenna tónleika, annars vegar kl. 17:00 og hins vegar kl. 21:00. Miðasala á tix.is.

Hvar: Iðnó, Vonarstræti 3 Hvenær: 30. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr.

Sóley & Pétur Ben Moses Hightower Í kjölfar útgáfu plötunnar Búum til börn sumarið 2010, festu drengirnir í Moses Hightower sig í sessi sem dugmiklir og metnaðarfullir flytjendur, ekki síður en framleiðendur, seigfljótandi og sálarskotinnar tónlistar. Sumarið 2012 kom út Önnur Mósebók, sem var m.a. valin plata ársins hjá Fréttablaðinu, en hljómsveitin fékk Menningarverðlaun DV það árið og hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð. Árið 2013 kom út hin rómaða remixplata Mixtúrur úr Mósebók, en nú vinnur hljómsveitin af sínu yfirvegaða kappi að sinni þriðju breiðskífu, sem kemur út á næsta ári. Miðasala er á tix.is.

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 20. desember kl. 17:00 og 21:00 Miðaverð: 6.990 - 14.990 kr.

Þessir tveir mögnuðu tónlistarmenn, Sóley og Pétur Ben, munu þenja raddböndin í hljómleikasalnum Gym & Tonic. Þessir tónleikar munu kæta og bæta í aðdraganda jóla. Hvar: Kex Hostel Hvenær: 19. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Rakettan á Loft 2016 Þriðja árið í röð býður skemmtistaðurinn, Loftið, uppá áramótateiti. Í þetta sinn munu rapparinn, Zebra Katz (NY), Sexy Lazer, Superpitcher (NY) og Gísli Pálmi sjá um tónlistarlegt uppihald inn í nýja árið. Hvar: Loftið, Austurstræti 9 Hvenær: 31. desember kl. 11:59 Miðaverð: 2.000 kr. í forsölu / 3.000 kr. við hurð

Hvar: Húrra Hvenær: 28. og 29. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.

Markús & the Diversion Sessions Kiasmos + M-Band Tvíeykið er nýkomið úr alheimstúr sem spannaði Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Ástralíu en strákarnir í Kiasmos ætla að fagna ótrúlegu ári með einum lokatónleikum á Húrra. Sérstakur gestur á þessum tónleikum verður M-Band. Miðasala á tix.is. Hvar: Húrra Hvenær: 18. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Hljómsveitin blæs til tónleika af stærri gerðinni. Spila flest lögin af nýútkominni plötu sinni: The Truth The Love The Life, ásamt fleiri lögum , gömlum og nýjum. Miðasala er á tix.is. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 18. desember kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Hjaltalín Hjaltalín heldur tónleika á Húrra, laugardagskvöldið 26. desember. Hljómsveitin Hjaltalín hefur undanfarið lagt drög að nýrri plötu sem á að fylgja eftir velgengni breiðskífunnar Enter 4. Á tónleikunum verður því flutt nýtt efni af væntanlegri plötu, í bland við gamalt efni. Miðasala er á tix.is. Hvar: Húrra Hvenær: 26. desember kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.



6

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

NÝTT Á NÁLINNI

Chance the Rapper – Somewhere in Paradise feat. R. Kelly and Jeremih

GusGus / Gísli Pálmi / Úlfur Úlfur / Sturla Atlas Þann 19. desember munu nokkrar af öflugustu hljómsveitum landsins stíga á stokk á sannkölluðum stórtónleikum. Þau sem fram koma eru:

Þrettándaball Ojba Rasta Reggísveitin Ojba Rasta fagnar nýju ári með tónleikum á Húrra á þrettándanum. Tilvalið að hefja nýtt ár með gleði og léttum tónum.

Two Another – Higher

Hvar: Húrra Hvenær: 6. janúar kl. 20:00

Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi og GusGus. Miðasala fer fram á midi.is og tix.is. Hvar: Vodafonehöllin Hvenær: 19. desember kl. 22:00 Miðaverð: 4.900 kr.

Jacob Banks – Monster

Buck – Underneath the Glow of my Skin

Reykjavíkurdætur Græni hatturinn býður til tónleika með listahópnum Reykjavíkurdætrum nú á milli jóla og nýárs. Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir beittar ádeilur á samfélagið og snerta textar þeirra á kynferðisofbeldi, umhverfismálum, kynfrelsi kvenna, aftengingu fyrsta heimsins og innlendri pólitík svo að fátt eitt sé nefnt. Reykjavíkurdætur er kröftugur hópur með einstaka sviðsframkomu sem má fullyrða að líkist engri annarri íslenskri hljómsveit. Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 29. desember kl. 22:00 Miðaverð: 2.900 kr.

Blikktromman Mr. Silla Það er Blikktommunni sérstakur heiður að kynna listamann janúarmánaðar. Mr. Silla er sólóverkefni tónlistarkonunnar Sigurlaugar Gísladóttur sem tónlistaraðdáendur þekkja úr hljómsveitunum MÚM, Low Roar og Mice Parade. Nýverið gaf Sigurlaug út sína fyrstu breiðskífu undir nafninu Mr. Silla og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda. Miðasala á tix.is. Hvar: Blikktromman, Harpa Hvenær: 6. janúar kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.

Marcus Marr & Chet Faker – Learning For Your Love



Hlutir gerast í kringum manninn og fyrir manninn. Hlutir þessir hafa enga meiningu umfram þá meiningu sem maðurinn ljáir þeim. Maðurinn úthlutar atburðunum nöfnum, raðar þeim niður í hugtök (góður, illur, áfall, sigur) og spinnur svo sögu – sögu sem hann segir sjálfum sér, um sjálfan sig, sem framvegis mótar upplifun hans á heiminum. Grunnhyggnir menn upplifa heiminn í einni vídd; eru aðskildir heildinni; eru sem fúnar greinar fallnar af trjáboli lífsins. Listamaðurinn, hins vegar, upplifir heiminn í sinni stærstu mynd. Hann teygir hugann niðrí ræturnar og nemur þann undirliggjandi og dulræna vilja sem gegnsýrir greinar tréssins (allt það sem er til, lýtur lögmálum viljans). Þannig skynjar listamaðurinn að barátta hans gegn þráhyggjunni er barátta Akabs gegn hvíta hvalnum; strit hans gegn vetri sálarinnar er strit asparinnar; hungur hans er hungur ljónsins; og þrá hans í eilífða frægð er þrá Akkilesar. ... Fyrir stuttu síðan sendi Bubbi Morthens frá sér ljóðabókina Öskraðu gat á myrkið. Í þeirri bók mölvar hann sál sína á steini fortíðarinnar – og er hún splundrast í þúsund glerbrot, speglar Bubbi heiminn í glerbrotunum: Hann er um leið Ísmael og Akab, Akkiles og Hektor, dýr og maður, barn og faðir, lifandi og dauður – fulltrúi ljóssins og myrkursins. Saga hans er saga okkar allra. (Ég og Allan hittum Bubba á 10 Dropum á Laugavegi. Á meðan Allan smellir myndum panta ég tvo capuccino og eitt sódavatn handa Bubba. Ég fæ mér svo sæti og virði herra Morthens fyrir mér. Ég átta mig á því, er hann situr þarna eins og tímaflakkandi víkingur í Cintamani úlpu, að Bubbi er í raun einhvers konar íslenskur Hemingway: sterklega byggður, ákveðinn, með góðan kjálka – og

betri aðgang og upplýsingar til þess að takast á við sín mál.

látin fegurðardís. Varstu undir áhrifum Poe?

Viðhorfið hefur vissulega breyst ... En varðandi þessa eftirsjá og hryggð gagnvart fortíðinni, þá held ég að eina ráðið sé að endurmóta hryggðina, skipa henni uppbyggilegt hlutverk í ævisögu manns, hlutverk sem styrkir mann. Að lifa vel snýst í stórum mæli um það að stjórna frásögninni, í stað þess að leyfa frásögninni að stjórna sér ...

Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af Poe. Ég las hann sem barn og unglingur og sá margar myndir sem voru byggðar á verkum hans, sem síðar voru sýndar í Hafnarbíó. Eftir það fór ég að lesa bækurnar hans. Hann er svolítið barn síns tíma, en engu að síður hafa fáir hreyft meira við mér sem barni. En ég var ekki undir meðvituðum áhrifum af Poe við skrif þessara bókar.

Þú verður að vinna úr þessum tilfinningum. Við fæðumst og fáum ýmislegt í arf: genin, uppeldið, aðstæðurnar, síðan er það æskan og unglingsárin. Allt þetta mótar okkur. Þetta gerir okkur að einstaklingum, og við höfum sjálfstæðan vilja, en erum engu að síður mótuð af þessum hlutum. Ef einstaklingur lendir í áföllum í æsku, þá eðli málsins samkvæmt, ýtir hann þeim til hliðar. Átta ára barn segir ekki: „Ég varð fyrir hrikalegri reynslu og ég þarf að vinna úr henni.“ Það bara aðlagar sig. (Í bókinni segir Bubbi að þegar hann var barn hafi kvíðinn komið siglandi í rökkrinu með svört segl uppi. Þetta er mynd sem situr í manni.) Síðan hefur þetta áhrif er við eldumst og það sama á við um fullorðið fólk. En þetta skiptir máli: Þegar þú lendir í aðstæðum sem þú færð ekki breytt – verður þú að sætta þig við það. Ég get ekki stjórnað veðrinu; skapinu hjá þessum eða hinum; eða viðbrögðum manna við Bubba Morthens. Þetta er þessi sígilda stóuspeki? Það er bara staðreynd. Það er hellingur af fólki sem þolir ekki Bubba Morthens og gerir ekki greinarmun á því sem það sér í fjölmiðlum. En hvað á ég að gera? Ef einhver maður segir: „Bubbi Morthens er fífl!“ Hvað á ég að gera?

Hrafn(hildur) Krummi kemur reglulega fyrir í ljóðabókinni. Ég hef velt honum mikið fyrir mér. Er þetta hrafninn hans Poe, sem bergmálar nafni móður þinnar? Er þetta hrafninn hans Óðins, sem færir þér fregnir úr heimi hinna lifandi og dauðu? Eða er þetta hrafninn hans Flóka, sem leiðir þig til Íslands – aftur heim?

undirniðri blundar mikill listamaður. Ég er hins vegar eins

Allt þetta er rétt. Hrafninn gegnir mörgum hlutverkum – en hann er líka falin tilvísun í konuna mína, Hrafnhildi.

og falin myndavél: ósýnilegur en í stöðugri upptöku.)

Ahhhh ...

Stóuspeki SKE: Mig langar að byrja á ljóðabókinni þinni Öskraðu gat á myrkrið. Í bókinni ert þú að takast á við móðurmissir, ásamt ákveðnu samviskubiti, eða eftirsjá, sem því fylgdi (Bubbi var ekki viðstaddur andlát móður sinnar. Hann var í vímu. Sautján ára.) Hefur þú fyrirgefið sjálfum þér fyrir það að hafa ekki verið við hlið móður þinnar þegar hún dó? Bubbi Morthens: Já, ég hef gert það. Þú þarft að gera það ef þú ætlar að lifa með áföllum – svona áföllum. Ég get engu breytt. Það eina sem ég get gert er að sætta mig við þetta og fyrirgefa sjálfum mér. Þá kemur upp sátt, mildi og einhvers konar ljúfsár tilfinning. En ég þurfti að ganga í gegnum þetta löngu eftir að hún lést, því að á þeim tíma var ég á mjög geggjuðum stað. Kemur þessi sátt eftir að bókin kemur út? Nei, löngu fyrr. Þessi bók er ferðalag í gegnum þessa upplifun. Fyrirgefningin kom mörgum árum seinna. Það er erfitt að takast á við eitthvað sem maður er ósáttur við í fortíðinni, einhverju sem maður fær ekki breytt ... Það er eins og að ganga með stein í skónum – stöðugur núningur. Áföll sem eru óunnin drepa menn: þeir fá krabbamein, geðsjúkdóma, verða veikari fyrir og burðast um með gríðarlega reiði. Það eru ákveðnir hlutir sem fylgja því að ganga ekki á hólm við sjálfan sig, eða við þau áföll sem maður verður fyrir. Það er ástæða fyrir sálfræðingum. Það er oft talað um það að þessi nýja kynslóð sé samansafn aumingja – en það er ekki rétt. Þessi kynslóð hefur

Hrafninn hefur alltaf verið minn fugl. Ég bý í nágrenni við hrafna. Þeir hafa svo mikla dulúð, en líka húmor og þeir haga sér öðruvísi en aðrir fuglar. Þeir sem hafa séð hrafn taka hund á taugum: það er geggjað. Þetta er einnig mjög skynsamur fugl. Engin spurning. Svo er þetta líka fuglinn sem fann landið okkar. Stundum er hann váboði – en hann getur líka verið bjargvættur. Það er þjóðsaga sem segir frá því þegar hrafn bjargar stúlku í Vatnsdalnum. Stúlkan hafði iðulega gefið hrafninum að borða. Einn daginn kemur hann í hlaðið og lokkar stelpuna í burtu frá bænum. Síðan fellur skriða á bæinn og drepur alla. Það má því segja að hrafninn vísi í ansi margt? Hrafninn er margskonar – en hann er settur þarna inn vísvitandi.

Hinir mörgu botnar fíknarinnar Í stórum dráttum snýst bókin um þráhyggju, um fíkn. Þú siglir yfir undirheimafljótið til lands hinna dauðu og brýtur þér svo leið til baka. Hver var botninn í fíkninni og hvað varð til þess að þú varðst edrú? Þetta eru svo margir botnar. Þetta er lagskipt, sjáðu til. Að vera fíkill snýst mikið til um aðlögun: Þú aðlagast versnandi ástandi. Þú ferð frá 10. hæðinni niðrá 9. hæðina o.s.frv. Þú aðlagar þig alltaf þangað til að þú kemur að þeim punkti þar sem þú getur ekki aðlagað þig lengur – þá endar þetta annað hvort með geðveiki eða dauða. Botnarnir eru margir og mismunandi eftir fólki. Sumir finna botninn á 9. hæð. Á meðan aðrir fara niður á næstu hæð og næstu hæð eftir það. Hversu langt niður fórst þú? Mínir botnar voru margir og það tók mig langan tíma að átta mig á því að ég væri bjarglaus. Það gerðist mjög óvænt. Ég var í raun búinn að sætta mig við að vera fíkill. Ég var búinn að gefast upp. Síðan vaknaði ég upp um miðja nótt og sagði við sjálfan mig: „Nú er ég hættur!“ Ég hætti bara. Ég tók út helvíti slæm fráhvörf í þrjár vikur. Á Vogi? Nei, á götunni. Ég fór á Vog fjórum mánuðum seinna. Hvernig fórstu að því? Ég náði mér í boxhanska og reiðhjól. (Það glittir í Hemingway í augum Bubba.) Ég barði púða og fór í gufubað. Svo þegar ég gat ekki sofið á næturnar plataði læknirinn minn mig. Hann lét mig fá töflur og sagði við mig að ég mætti borða allt glasið. Ég var einn af þeim mönnum að ef einhver sagði taktu eina – þá tók ég þrjár. Ég át þessar töflur þangað til að ég fór upp í rúm, svo las ég þangað til að ég lognaðist út af. Mér fannst þetta virka. Seinna kom það í ljós að þetta voru töflur sem kornabörnum er gefið, sem virka ekki á fullorðna. Þetta hefur þá verið einhvers konar „placebo effect“? (Bubbi jánkar. Til þess að halda sér edrú sótti hann fundi í Síðumúla, en þar var maður, að nafni Sigmar, sem barðist fyrir því að hann fengi að mæta í stuðningshóp á morgnana. Aðrir meðlimir hópsins vildu ekki fá hann þangað inn, að sökum þess að hann hafði ekki farið í meðferð. Það trúði því enginn að hann myndi halda þetta út. Fjórum mánuðum seinna var Bubbi enn edrú. Þá fór hann á Vog.) Þú varst fertugur á þessum tíma?

Þessi mynd af látinni móður þinni, sem dúkkar reglulega upp í bókinni, fékk mig til að hugsa um Edgar Allan Poe, en hann sagði að það væri ekkert ljóðrænna en

Já, og síðan þá hef ég ekki horft um öxl. Ljóðabókin fjallar í rauninni um tvær heimsóknir á Vog: 1986 og 1996.


„FYRIR MÉR ER KÓKAÍNIÐ EINS OG HVÍTI HVALURINN, SEM ER BÚINN AÐ TAKA AF MÉR AÐRA ANDLEGU LÖPPINA.“


10

HVAÐ ER AÐ SKE

Hvað varstu edrú lengi eftir fyrstu heimsóknina?

öllum öðrum að setja handafar á vegg, og aðrir hafa svo fylgt á eftir ...

Það var ekki lengi. Þrír, fjórir mánuðir kannski ...

Andlegur staurfótur Í byrjun bókarinnar vísar þú í Melville: „Kallið mig Ísmael“ – og Moby Dick spilar stórt hlutverk í bókinni. Það má segja að Akab sé þráhyggjan, sem sækir í fíknina, og Ísmael er sögumaðurinn, listamaðurinn sem ritar söguna. Í lok sögunnar þá er Akab dreginn ofan í hyldýpið með hvíta hvalnum og þú, Ísmael, flýtur burt og kemst lífs af. Þú endurfæðist ... Hefði Ísmael orðið til án Akabs, eða listamaðurinn Bubbi Morthens orðið til án þráhyggjunnar eða fíknarinnar? Nei. Þetta eru allt vörður sem ég hef hlaðið. Ég slapp – en ég hef ekki tölu á vinum mínum og kunningjum sem náðu ekki bata: sem drápu sig, dóu eða voru drepnir. En Moby Dick snýst fyrst og fremst um þráhyggju. Mér finnst hún vera besta bók sem hefur verið skrifuð. (Sjálfur held ég mikið upp á Moby Dick. Svo hugsa ég aftur um Hemingway. Hemingway sagði einhvern tímann, á meðan að hann lifði, að Melville væri einn af þeim fáu höfundum sem hann væri ennþá að reyna að sigla framúr.) Ég les Moby Dick árlega. Það eru nokkrar bækur sem ég les reglulega: Moby Dick, Meistarinn og Margaríta, t.d. ... (Bubbi hugsar sig um) ... en fyrir mér er kókið eins og hvíti hvalurinn, sem er búinn að taka af mér aðra andlegu löppina.

Að draga andann Af hverju skiptir listin máli? Af hverju dregur maður andann? Svona er maður. Að skapa er öllum eiginlegt. Þú sérð það strax á börnum. Ég var að leika mér með dóttur minni í gær. Við lékum okkur á teppi, svo er opið parket frá vegg að teppinu. Hún vildi bæta hákarli í leikinn. Hún benti á parketið og sagði: „Þetta er sjór.“ Síðan vildi hún að hákarlinn færi upp á land, en ég sagði henni að hákarlinn gæti ekki lifað á landi. Þá svaraði hún: „Hann er með lungu.“ Hún er fjögurra ára. (Bubbi kemst svo á flug. Hann segir að í hverju listaverki búi mörg önnur listaverk. Svo hugleiðir hann upphaf listarinnar.) Einhvers staðar hefur einn maður verið á undan

Þetta eru hugmyndir sem stunda kynlíf hvor við aðra. Í hverju listaverki sér maður forfeður listaverksins. Einmitt. Það er ekkert nýtt undir sólinni. En ég hef ekkert spáð sérstaklega í því: Hvað er list? Ég fylgi einfaldlega þessari þörf til þess að skapa og búa til – og þar dreg ég línuna. Í mínum augum snýst þetta um að lifa, að vakna, að skrifa og skapa. Hvort sem það er texti, ljóð eða eitthvað annað, þá snýst þetta um að draga andann og njóta.

Að spegla sig í Agli Helgasyni

sannleikur. Þú getur ekki falið þig. Það eina sem þú getur gert er að standa og horfast í augu við óttann og þetta skrímsli sem er á móti þér að reyna að yfirbuga þig.

Bubba leiðist bullið En mér leiðist bull. Það er allt í lagi að hafa skoðun. En ástæðan fyrir því að ég svaraði Agli var sú að það komu svo margir á bullvagninum og vildu banna þetta. Þess vegna spurði ég hvort að það ætti ekki að banna fólk sem étur sig til óbóta, kjagar um í eigin spiki? Eigum við ekki að banna reykingarfólk sem mengar andrúmsloftið í kringum sig? Og svo ofdrykkjumanninn: negla hann? Þetta er þessi sígilda togstreita á milli forræðishyggjunnar og einstaklingsfrelsisins?

Að lokum: Þú hefur verið virkur í MMA umræðunni sem fylgdi í kjölfar bardagans á laugardaginn. Í ljóðabókinni ertu að spegla þig í ýmsum mönnum: Ísmael, Onomastos, Poe, Melville, Akkiles, faðir Mappel, Íkarus, Neil Armstrong. Getur þú líka speglað þig í Agli Helgasyni (Egill og Bubbi hafa „skipst á skoðunum á netinu“)?

90% af þeim höggum sem Gunni fékk í þessum bardaga voru í raun langt frá því að vera skaðleg, annað en það að þau mynduðu mar. En svo voru þung högg inn á milli.

Já, já. Það er ekkert mál. Ég skil hann. Þetta er ofbeldi – en það er fegurð í ofbeldi, sérstaklega í þessari tegund ofbeldis. Hins vegar þýðir lítið að útskýra þetta fyrir fólki sem hefur ekki áhuga. Fyrir mér er þetta tærasta mynd sannleikans, eins og hún getur birst manni. Það er ofbeldi alls staðar í kringum okkur, náttúran er eins ofbeldisfull og nokkuð getur verið – engin miskunn – bara gereyðing. Það er enginn að sýta það. Þetta eru vitibornar manneskjur sem gangast undir ákveðnar reglur og fara inn í hringinn, af fúsum og frjálsum vilja, og berjast. Í hringnum er ekki allt leyfilegt. Þetta gerist undir eftirliti dómara og læknis, og menn berjast samkvæmt ákveðnu kerfi: MMA. Þetta er langt frá því að vera kaos, hver hreyfing er útspekúleruð. Það sama á við um boxið. En þetta er blóðugt ...

Jú, vissulega. En þessi umræða hefur alltaf verið tekin.

(Bubbi talar um nautaat – og samanburðurinn fullkomnast #Ernest. Bubbi segir að nautaatið eigi sína fegurð í ljótleikanum: nautabaninn, balletspor hans, nautið sjálft, tónlistin sem er spiluð, seremónían sem fylgir því þegar nautabanarnir ganga inn á völlinn, fegurðardrottningin sem situr í heiðurssæti. MMA er eins. Nelson var nautabaninn, glíman var balletinn, Maia var nautið, Hjálmar sáu um tónlistina og fegurðardrottningin var í bikiní; en hvar var heiðurssætið?)

(Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. Bubbi stendur upp og kveður, reiðubúinn í næsta slag. Hann gengur út af kaffihúsinu reisugur með ákveðnum skrefum. SKE mælir með ljóðabókinni Öskraðu gat á myrkrið. Einnig mælir SKE með því að lesendur opni hugann, sjái heiminn í sinni stærstu mynd; við erum öll greinar á sama tré.)

Ég er mildur, blíður og mundi kjósa frið ofar öllu – en það er eitthvað sem hrífur mig við bardagalistina. Það er ekki hægt að ljúga í bardaga. Það er bara

En snýst þetta ekki í raun um prinsippið: Maðurinn á að ráða sér sjálfur, svo fremi sem hann skaðar ekki aðra í kringum sig?

(Bubbi segist hafa bent mönnum á það að menn verði fyrir alvarlegri slysum í hestaíþróttum, íshokkí, ruðningi og þar fram eftir götunum.) En kannski er þetta líka fólk sem er ekki með líkamlegt atgervi en hefur til brunns að bera einhvers konar andlegt atgervi. Það finnur sig í því að tala niður til þessarar íþróttar. Kalla þetta ekki íþrótt, bara ofbeldi. (Bubbi segir að það séu allir sammála því að höfuðhögg séu slæm, en honum leiðist þessi forræðishyggja.) Ég skil ekki fólk sem stígur fram og bullar – hvað þá menn sem ég myndi telja sæmilega til vits.



12

HVAÐ ER AÐ SKE

leikhús

Kenneth Máni Kenneth Máni, stærsti smáglæpamaður landsins, stelur senunni í Borgarleikhúsinu. Byggt á samnefndri persónu úr sjónvarps-þáttaröðinni Fangavaktin, Kenneth Máni Johnson, um tíma Ketill Máni Áslaugarson, vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni. Kenneth er eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. En hann er alveg óhræddur við að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um „lívið og tilverunna“. Ekki fræðandi en mjög fyndið skemmtikvöld þar sem Kenneth Máni lætur dæluna ganga svo að engar tvær sýningar eru eins. Hvar: Borgarleikhúsið (Litla svið) Verð: 5,500 ISK

Billy Elliot Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu – mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun.

Ævintýrið um Augastein Leikhópurinn Á senunni kynnir enn á ný hina margrómuðu og yndislega fallegu jólaleiksýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson, í samstarfi við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds. Leikritið byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina sem læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta. Þess má geta að barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og er nú uppseld. Hvar: Tjarnarbíó Miðaverð: 2,900 kr.

Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 7,500 kr.

Leitin að jólunum Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt ellefta leikárið í röð. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Höfundur verksins, Þorvaldur Þorsteinsson, lést fyrr á þessu ári, langt fyrir aldur fram. Hann var afar fjölhæfur listamaður. Meðal leikrita hans er barnaleikritið Skilaboðaskjóðan sem sett hefur verið upp tvisvar í Þjóðleikhúsinu. Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 2,200 kr.



14

HVAÐ ER AÐ SKE

listviðburðir

Listasmiðja með börnum og fullorðnum Laugardaginn 19. desember kl. 11-14 verður skapandi samvera fyrir börn, frá 5 ára aldri, og fullorðna í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir leiðsögn Bani Prosonno. Bani Prosonno er listamaður frá Indlandi sem hefur ferðast um allan heim og haldið skemmtileg námskeið með börnum, ungmennum og fullorðnum. Hvar: Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri Hvenær: Laugardaginn 19. desember kl. 11-14 FRÍTT Skráning: palina@listak.is.

Jóladjass og sælkerastund Garðskálanum Gerðarsafni Næstkomandi laugardag, 19. desember, verður sælkerastund hjá Ægi í Garðskálanum. Fágætir íslenskir ostar úr ostakjallaranum paraðir saman við gæðabjóra og eðalhvítvín verða í forgrunni á matseðli og einnig fæst smurbrauð og kaffiveitingar. Ægir mun kynna jólakræsingar ásamt matar- og vínsérfræðingum og bjóða gestum og gangandi upp á matarráðgjöf. Eins verður hægt að kaupa góðgæti úr smiðju Garðskálans, þar á meðal hátíðarpaté, karamellufíkjur og appelsínusíld. Sælkerastundin hefst kl. 15 og mun Smart2 Djassdúó flytja ljúfa jólatóna. Dúóið skipa Marteinn Sindri Jónsson píanóleikari og Birkir Blær Ingólfsson saxafónleikari. Garðskálinn er opinn sama tíma og Gerðarsafn, þriðjudaga til sunnudaga kl. 11:00-17:00. Opin jólakortasmiðja stendur nú yfir í Stúdíói Gerðar á neðri hæð Gerðarsafns. Smiðjan er tilvalin skapandi samverustund fyrir alla fjölskylduna í skemmtilegu umhverfi. Hvar: Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Hamraborg, Kópavogi Hvenær: 19. desember kl. 15

SÆVAR KARL STUDIO heimsókn Velkomin í studio heimsókn á Þorláksmessu, opið frá 12:00 til 16:00 Ingólfsstræti, gegnt Gamla Bíó. Hvar: Ingólfsstræti, gegnt Gamla Bíó Hvenær: Þorláksmessu, opið frá 12:00 til 16:00

Jólasýning 1.árs nema við myndlistardeild LHÍ Fyrsta árs nemar myndlistardeildar Listaháskóla Íslands halda sýningu í Bíó Paradís dagana 18.- 20. desember. Nemendur sýna þar afrakstur liðinnar haustannar og bjóða alla velkomna að koma, skoða og njóta. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54, 101 Reykjavík Hvenær: 18.- 20. desember kl 16

Wind & Weather Window Gallery Halldór Ragnarsson Myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson heldur sína sjöundu einkasýningu, Svona sirka nákvæmlega svona, í Wind & Weather Window Gallery á Hverfisgötu 37. Halldór hefur að mestu unnið með tungumálið og merkingu þess í myndlist sinni undanfarin ár, og er hér engin breyting á. Halldór útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2014 eftir að hafa numið myndlist áður við sama skóla (2007) og heimspeki við HÍ. Sýningin opnar 31. desember og stendur fram í mars. Hvar: Wind & Weather Window Gallery á Hverfisgötu 37 Hvenær: 31. desember 2015 - mars 2016 Vefsíða: www.hragnarsson.com

[listaverk til sýnis og sölu] eitthvað fallegt / something pretty Ekkisens Fjölmargir listamenn eiga verk sem verða til sýnis og sölu í Ekkisens 17. - 23. desember á jólasýningunni "eitthvað fallegt / something pretty”. Sýningin opnar fimmtudaginn kl. 20:00 og verða léttar veitingar í boði. Opið verður í Ekkisens daglega til jóla og verður opnunartími auglýstur á Facebooksíðu gallerísins. Hvar: Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, Reykjavík, Hvenær: OPNUN 17. DES KL. 20:00 - 23. desember. ATH ENGINN POSI Á STAÐNUM.


GEFÐU í jólagjöf

SOKKAR 2PCK NÆRBUXUR 2PCK BOLIR FRÁ SKYRTUR FRÁ BUXUR FRÁ

KR. 1.990 KR. 3.990 KR. 4.990 KR. 11.990 KR. 14.990

LEVI’S KRINGLUNNI – LEVI’S SMÁRALIND – LEVI’S GLERÁRTORGI


16

HVAÐ ER AÐ SKE


17

HVAÐ ER AÐ SKE

kr. 3.990,-


18

HVAÐ ER AÐ SKE

skemmtun

Barnaball í Gamla bíó Gamla bíó býður börnum og fjölskyldum þeirra á gamaldags jólaball sunnudaginn 20. desember. Barnakór Vatnsendaskóla undir stjórn Þóru Marteinsdóttur leiðir söng og dans, frí myndataka með jólasveininum og gómsætar veitingar í boði Ölgerðarinnar. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Hvar: Gamla bíó Hvenær: 20. desember kl. 14:00 - 16:00 Miðaverð: Frítt Nánar; www.gamlabio.is

TWEET KYNSLÓÐIN

Nýárs Hot Yoga Námskeið 2015 með Lana Vogestad Gefðu þér tíma milli jóla og nýárs til að dekra aðeins við sjálfa(n) þig. hlúa að heilsunni og endurnærast. Náðu lengra í jóga sama hvort þú ert byrjandi eða lengra kominn. Þetta námskeið er opið öllum. Í ár er boðið uppá sértilboð í baðstofu fyrir þá sem taka þátt og vilja leyfa sér smá munað. Námskeiðið er kennt sem hér segir: Sunnudagur 27. Desember 09:30 – 11:00 yogatími 15:00 – 17:00 námskeið + yogatími Mánudagur 28. Desember 17:30 – 19:00 yogatími

Ég eignaðist kærustu sem er grænmetisæta til að minnka kolefnisfótsporið mitt. Hvað hefur ÞÚ gert? @RexBannon

Er eðlilegt að kalla alla fugla bíbí þegar maður er kominn á þrítugsaldur? Hver semur reglurnar hér? @ergblind

Ætla að borða tvöfaldan sjoppuhamborgara í kvöldmat. Það er engin ástæða fyrir mig að reyna að lifa almennilegu lífi fyrst að Gunni tapaði. @hrafnjonsson

Þriðjudagur 29. Desember 17:30 – 19:30 yogatími + live sound meditation Miðvikudagur 30. Desember 17:30 – 19:00 yogatími

Jólabingó Berglind Pétursdóttir og Ásrún Magnúsdóttir velja kúlurnar og Valdimar Kristjónsson leikur fyrir mjaðmahnykkjum. Bingó verður ekki meira sexý en þetta. Vinningarnir eru ekki af verri endanum. Þú gætir unnið ferð fyrir 19 manns til Tenerife EÐA lífstíðarbirgðir af sprittkertum EF þú kaupir nógu mörg spjöld.

Fimmtudagur 31. Desember 11:00 – 12:30 yogatími + live drumming (með trommuslætti frá Cheick Ahmed Tidiane Bangouora) Skráning er opið í World Class. World Class meðlimir - 15.000 kr. Fullt verð - 17.250 kr. Bæta við baðstofuaðgangi í fimm daga + 8000kr. Námskeiðið verður haldið í World Class Laugum

Er að byrja með nýjan þátt á Stöð tvö Atvinnuleysingjarnir okkar. Fylgi eftir bótaþegum, skoða húsin þeirra, bílana, djammið. Glamúr. @DagurHjartarson

Hvar: Húrra Hvenær: 22. desember kl. 20:00 Miðaverð: Frítt (bingóspjöld ekki ókeypis) Hvers vegna eru jólasveinar og kartöflur ekki notuð meira í erfiðum samningaviðræðum, t.d. milliríkjadeilum? Þetta svínvirkar. #pabbatwitter @BragiValdimar

Jólagrín í Tjarnarbíó Kvöldið verður alþjóðlegt þar sem gestir fá ekki aðeins að hlýða á íslenskt grín – heldur einnig kanadískt og ástralskt. Kynnir kvöldsins verður enginn annar en Þórhallur Þórhallsson. Þetta jólagrín verður um tveggja klukkustunda sýning. Fram koma Ari Eldjárn, Þorsteinn Guðmundsson, Bylgja Babýlons, Jóhannes Ingi Torfason, Helgi Steinar Gunnlaugsson, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Bjarni Töframaður, Jonathan Duffy, Þórdís Nadía, York Underwood og Hugleikur Dagsson. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 20. desember kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.

Seinfeld Pub Quiz Hið árlega Seinfeld-quiz. Fimm ára afmæli. Einungis táknrænt fyrir þær sakir að enn eitt árið er liðið á sama tíma og við höfum þroskast lítið sem ekkert. Jafn mikið og við þráum í örvæntingu okkar að skyndilega, einn daginn, birtist betri útgáfa af okkur sjálfum; vitum við að með hverju kerti sem slökknar að svo verður aldrei, og um öll ókomin, sorgleg, skammarleg og niðurlægjandi ár, þá er þetta er það sem við erum. Til bitrasta dánardags. Óhjákvæmilega, óafturkallanlega. Til hamingju með afmælið? Ekkert slíkt til. Hvar: Húrra Hvenær: 27. desember kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Gunni er allavega með betri tónlistarsmekk en Brassinn og í betra sambandi við föður sinn. Hann er að vinna alla réttu slagina. #ufc365 @harmsaga


Ferskur, ferskari... ferskastur? Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


20

HVAÐ ER AÐ SKE

Una valrún

síta valrún

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA

KIOSK Við fórum í Kiosk í vikunni og mátuðum bestu hátíðardressin frá öllum þeim hönnuðum sem voru að selja vörur sínar. Kiosk er konceptbúð sem er í miklu uppáhaldi hjá íslenskum fatahönnuðum og áhugamönnum um tísku. Búðin er rekin af átta áhugaverðum hönnuðum sem einnig vinna í búðinni til skiptis. Þetta gerir það að verkum að það er gaman að heimsækja búðina þar sem einhver hönnuðanna er alltaf á svæðinu – það er um að gera að spyrja og spjalla. Í Kiosk er mikið úrval af allskonar fallegum efnum, litum, mynstrum og skemmtilegum sniðum. Hver flík býr yfir mismunandi karakter og anda, þannig að flestir ættu að geta fundið sér eitthvað fallegt í búðinni. Við ráðleggjum lesendum að gera sér ferð í Kiosk og skoða það sem er að gerast í íslenskri fatahönnun. Þetta er einnig frábær staður til þess að versla jólagjafir. Í lokin viljum við deila þeirri uppgötvun að Síta er mun betri ljósmyndari en Una. MAGNEA

MILLA SNORRASON

Með ósk um gleðilegar vetrarsólstöður, jól og öllu því sem þið fagnið. Og takk fyrir 2015!

HILDUR YEOMAN

HELICOPTER

MILLA SNORRASON

KRISTJANA S WILLIAMS

KYRJA

KRISTJANA S WILLIAMS

EYGLÓ

SIGGA MAIJA

KYRJA


PLUSMINUS

OPTIC Smáralind

10 ára SJÁIÐ UPPLIFIÐ NJÓTIÐ

PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október

www.plusminus.is


22

28

HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE

Græjur HÖNNUN

Launchkey 25 GOAT MUG Novation DESNAHEMISFERA/EQUA

LÝSA LAMP STREAMZ

Fallegur lampi sem hægt er að fá í þremur útgáfum meðengin mismunandi lýsingu. Hönnuðurinn Enginn sími, snúra. Þessi heyrnartól fékk innblástur fagra viðtónlistarsíðum hönnun streyma tónlist frá beint, fráÍslandi yfir 150 lampans. Viðurinn frá Frakklandi og líkar. svo að allir ættu aðkemur finna eitthvað sem þeim lampinn er framleiddur þar. Umhverfisvæn Heyrnartólunum er líka hægt að stjórna með og ábyrg svo hönnun. röddinni þau eru 100% handfrjáls. Nánar http://www.lysalamp.com/ Nánar streamzmedia.com

BEATS Pigalle x

OHHIO

Vel heppnuð midi græja frá Novation sem hægt er að nýta með Með bolla drekkur maður kaffið síðasta dropa. flestþessum öllum forritum á markaðnum eins til oghins Logic og Ableton. Hannaður til að spilla ekki neinum Jólagjöf tónlistarmannsins í ár. óþarfa. Hægt er að breyta glasahaldinu svo að bollinn standi einn og sér. BPA frjálst og hægt að geyma á nokkra vegu svo það er ekki þörf á að halda Nánar tonastodin.is stöðugt á bollanum. Nánar http://www.goat-story.com/

Nú hefur Dre hafið samstarf við franska hönnuðinn Stephane Ashpool sem er eigandi Þetta teppi kallar áhefur kósýkvöld kertaljós. Pigalle. Ashpool einnigog starfað með Handunnið úr 100% Merinoafull. Kemur Nike og tölvuleikjaútgáfu NBA2K16. í Heyrnartólin nokkrum fallegum hvítu, gulu, koma litum; í takmörkuðu upplagi svo bleiku, bláu, gráu og grænu. fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánar http://ohhio.me/ Nánar beats.com

Fluxo Þetta ljós er alveg einstakt. Þú stjórnar birtunni með símanum með því að mála hana eins og þér hentar. Hægt er að velja mismunandi lýsingar og liti og senda birtuna á ákveðna hluti eins og málverk, eða lýsa upp allt rýmið. Hægt er að vista ákveðnar lýsingar og kveikja á aftur þegar sama stemmning er endurvakin. Nánar getfluxo.com

SKINNY BITCH DESIGN BY US Töffaralegur leðurstóll frá danska hönnunarfyrirtækinu Design By Us. Fæst í Snúrunni, Síðumúla. Nánar snuran.is

Tetriz er mánaðarlegur old school Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

PINE A64 MAPLE SET Einstakir Inc. Efniviðurinn er kanadískur Tölva á hnífar $15! Jáfrá þúFederal last rétt. Tengja þarf tölvuna við sjónvarp hlynviður og þýskt gæðastál. Handgerðir svo hver eða tölvuskjá. Hægt er að vafra um á netinu, spilahnífur leiki, horfa á ermyndir einstakur. fyrir Tilvalin eðaLeiðbeiningar vinna í word. fylgja Þetta er alltviðhald. hægt og margt gjöf fleira með fyrir alla matarunnendur. þessari snilldargræju. Nánar http://www.warehousebrand.com/products/mapleset Nánar pine64.com


HRINGJUM INN JÓLIN

12 HRINGIR + 0,5 L KÓK OG BANGSI FYLGIR* Kleinuhringirnir okkar eru komnir í jólafötin og tilbúnir að gleðja þig, vini þína og vandamenn. Kíktu í kaffi til okkar á Laugavegi eða í Kringlunni. Nánar um opnunartíma má finna á dunkindonuts.is.

*Á meðan birnir endast


24

HVAÐ ER AÐ SKE

JÓLAPÚLSINN Ritstjórinn mælir með eftirfarandi um jólin

JÓLALAGIÐ:

JÓLAMYNDIN:

JÓLATILVITNUNIN:

„Christmas in L.A.”– Vulfpeck

Love Actually

Dean Martin

Vulfpeck er fönk sveit frá Ann Arbor, Michigan. Lagið fangar jólaandann á fullkominn máta: gleði, fönk, bassi, dans, sýra, húmor. Svo er Bing Crosby líka svo mikill kaktus. Ég nenni honum ekki.

Ég læt tárin rigna yfir brúðkaupssenunni. Ég er í raun Jay Gatsby tilfininngaheimsins. Ég spreða tilfinningum. Ég spreða mig í tilfinningalegt gjaldþrot.

„Ég vorkenni bindindismönnun. Þeir vakna á morgnana og þeim kemur ekki til með að líða neitt betur þegar líður á daginn.” Alkóhól er örkin sem bjargar mér frá stressflóði jólanna.

JÓLAMATURINN:

JÓLAÞÁTTURINN:

JÓLAGJÖFIN:

Rjúpa

„Christmas Party” – The Office

Eitthvað persónulegt

Ég er 29 ára. 25 ára byrjaði ég að borða rjúpur á jólunum. Þessar 24 rjúpur sem ég borðaði ekki – ég sé mikið eftir þeim. Hvort að þær sjái eftir mér, það er annað mál. Sennilega. Ég leifi aldrei. Smjatta sjaldnast.

Jólasveinninn er ekki til – og Michael Scott ekki heldur. Þetta sannreynir það að margt af því besta í heiminum er plat (skáldsögur, t.d.) Í þættinum verður Michael fyrir vonbrigðum þegar hann fær ofnhanska frá Phyllis í jólagjöf. Ég tengi (ég hef tvívegis fengið biflíu í jólagjöf.)

Þegar ég er spurður hvað mig langar í jólagjöf þá er svarið yfirleitt þetta: Ég vil fá eitthvað persónulegt. Ég vil að menn rýni djúpt í sál mína og hnoði óvæntan glaðning úr leyndarmálum hennar. Ég vil það – eða peninga. Ískalda seðla. S/O á Gilla Pjé.


JÓLATRÉ Á

FRÁBÆRU VERÐI! Danskur normannsþinur – s tór og falleg jólatré

DANSKUR NORMANNSÞINUR 150–200 cm

3900

kr. stk.

T G E L Ú R T Ó ERÐ! V EITT VER VERÐ RÐ FYRIR ALLAR ST STÆRÐIR. Þú greiðir inni í Iceland, Engihjalla og velur svo draumatréð fyrir utan verslunina gegn framvísun kvittunar.

Vaxtalaus jólareikningur Netgíró* Þú borgar jólainnkaupin 1. febrúar 2016 *Þú borgar enga vexti en greiðir 195 kr. tilkynningar- og greiðslugjald (ef upphæð er yfir 3.000 kr. annars 0 kr.) og lántökugjald 3,95%

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar

Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

Jólaskógur Skógræktarfélags

DIY Búum til jólagjafir Eru bestu gjafirnar ekki heimagerðar? Á Loft Hostel þann 19. desember getur þú búið til jólagjafir fyrir vini og ættingja. Þar verður kennt að búa til líkamsskrúbba úr náttúrulegu hráefni í huggulegu og jólalegu umhverfi. Námskeiðið er ókeypis, þú þarft bara að koma með góða skapið! Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvænær: 19. desember kl 17:00 – 19:00

Reykjavíkur Það verður heitt á könnunni og heyrst hefur af jólasveinum á vappi á Hólmsheiði. Íslensk jólatré eru vistvæn, þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur að minnsta kosti þrjátíu tré. Veljum íslenskt og kíkjum í Heiðmörk á jólamarkað í jólaskóg!

YOGA MANDALA íhugun Hugguleg jógakvöldstund fyrir fullorðna. Finndu og upplifðu hina tæru gleði og frið hið innra, fjarri öllu áreiti og jólastressi. Gefðu þér tíma fyrir sjálfa/n þig og leyfðu þér að upplifa andartakið í gegnum hjartað. Gerðar verða yogastöður, öndun og slökun, unnið með mandölur og hlustað á möntrur. Hvar: Pooja yogastúdíó, Bolholti 4 Hvenær: 22. desember kl 20:15-22:00 Verð: 3400 kr.

Hvar: Hólmsheiði, Hólmsheiðarvegur 151, 110, Reykjavík Hvænær: 19. desember kl 11:00 – 16:00

JÓGA

SETRIÐ

Jólin í gamla daga Jóladagskrá Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur hlotið fastan sess í menningarlífi borgarbúa á aðventunni. Ungir sem aldnir geta rölt á milli húsa og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra og syngja saman jólalög. Þá gefst gestum tækifæri að taka þátt í jólalegum ratleik um safnsvæðið. Að vanda býður Dillonshús upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti. Hvar: Árbæjarsafn, Kistuhylur 4 Hvenær: 20. des. kl. 13:00-17:00 Verð: Fullorðnir 1.400 kr. (börn til 18 ára, eldri borgarar og öryrkjar ókeypis)

SKIPHOLTI 50 C Pakkað inn gjöfum S: 778 1000

jogasetrid.is

Það getur verið einstaklega hugguleg stund þegar gjöfum er pakkað inn, sérstaklega á notalegum stað, í góðum félagsskap. Því mælum við með því þegar þú ert búin að kaupa eða búa til allar jólagjafirnar að koma við á Loft Hostel þann 22. desember, fá þér drykk og pakka þeim inn! Kostar ekkert og efniviður í boði. Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvænær: 22. desember kl 17:00 – 19:00


Allt að verða vitlaust? Omeprazol Actavis

– Við brjóstsviða og súru bakflæði H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 1 1 3 0

20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „StevensJohnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.


28

HVAÐ ER AÐ SKE

hönnun

TRIGON MEMO Umbra Það eru að koma jól. Flestir hafa í nægu að snúast, hlutir eiga það til að gleymast. Þá er möst að eiga fallega geometríska minnistöflu til að leyfa mikilvægustu hlutunum að njóta sín betur. Fæst í Esja Dekor. Nánar esjadekor.is

LESS THEN THREE Present time Beykiviðurinn og koparfæturnir fara vel saman á þessu flotta borði frá Present time. Hæð 50 cm. Ummál 42 cm. Fæst í Esja Dekor. Nánar esjadekor.is

Mr. FANG NORR11 Hægt að fá sem gólflampa eða borðlampa. Skermarnir koma í tveimur útgáfum, breiðir eða háir og lamparnir svartir eða gráir. Fást í NORR11 Nánar norr11.com

KÆRLEIKSKÚLAN 2015 Landslag Ragna Róbertsdóttir hannar Kærleikskúluna þetta árið. Kúlan er tær, eins og kærleikurinn, með borða í rauðum lit, lit jólanna og kærleikans. Hún er blásin og því engar tvær kúlur eins. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur kúluna út til styrktar starfseminni í Reykjadal. Þar eru ævintýrabúðir fyrir börn og ungmenni sem glíma við fötlun. Allir listamenn sem koma að ferlinu gefa vinnu sína. Nánar kaerleikskulan.is

RELAXER ONE Verner Panton Framleiddur af NORR11 í samstarfi við Verner Panton. Stólinn er hægt að fá með svörtum eða ljósum eikarramma og með leðri eða ull. Nánar norr11.com


LÝSIR UPP JÓLIN

Bluetooth

Splashproof

Built-In Microphone

IS . M S RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS


30

HVAÐ ER AÐ SKE

Spurt og Svarað Atli Már Steinarsson Útvarpsmaður, tískutröll og (kómískt lýsingarorð óskast) Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn, Öfugnöfn? RexB, Rex, Kóngurinn Rex, Rexi, Alli M, Hjartaknúsarinn. Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða? Undarlegur í laginu en svínvirkar. Engar leiðbeiningar fylgja. Er MMA íþrótt, sturlun eða listform? Sturluð íþrótt með dash af list. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Hvað ég ætla að segja við alla sem hafa verið leiðinlegir við mig. Og hvort það sé sniðug pæling að kaupa sér Schaefer hund. Og kannski hvernig næstu mánaðarmót verða. Hvaða lag ber að spila í jarðaför þinni? Hvaða lag hefði átt að spilast við fæðingu þína? At Last með Etta James væri gott í jarðaförinni, annað hvort það eða My Love með Wings. Eða "Hvers vegna varst'ekki kyrr" með Pálma. Eða Empty Cans með The Streets. Fæðingarlagið væri Welcome to the jungle með Guns and Roses, Ante Up með M.O.P. eða Does your mother know með Abba. Annars er þessi spurning alltof erfið fyrir mig.

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR

Hefur lífið tilgáng? Ef svo, hver er tilgángurinn? Ég held að það sé bara að vera góður við fólk og skilja heiminn eftir betri en áður en þú mættir á svæðið. Það er samt massíft corny tilgangur. Kannski er hann bara að græða peninga sem fara svo bara til andskotans þegar þú deyrð. Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Ég held að það hafi aldrei gerst, en ég slefa oft úr hlátri og græt. Það gerist vikulega. Uppáhalds tilvitnun / one-liner ? Það er þunn lína milli „It's gold Jerry!“ og „This agression will not stand“ Hvenær varstu síðast kallaður skoffín? Fyrir cirka 2-3 árum af Kára Stefáns. Við vorum að taka viðtal við hann upp í ÍE og ég var í mjög flegnum hlýrabol. Mögulega sást í geirvörtunar á mér. Ég starði í augun á honum allt viðtalið sem Helgi Seljan tók. Mögulega skapaði ég mjög undarlega stemmningu án þess að vita það. Hvað er best í lífinu? Vaka litla frænka mín, tónlist, fjölskyldan mín, þegar kærastan mín liggur með hausinn á bringunni á mér, að vera í Barcelona á vespu og hlæja. Og bara þessir hlutir.

LOVE AND RADIO Love and Radio er útvarp í sínu tærasta formi. Útvarp þar sem hin mannlega rödd er í algjöru fyrirrúmi. Þátturinn er í raun viðtalsþáttur, en ekki í hefðbundinni mynd. Hver þáttur byrjar yfirleitt á sveim (ambient tónlist) og svo – rödd. Ein rödd. Ein rödd að segja sögu. Ekkert meir. Þáttarstjórnandinn, Nick van der Kolk, blandar sér

lítið í frásögnina, heldur leyfir hann sögumanninum að tala óáreittur. Stundum skýtur hann inn einstökum spurningum, en annars er þetta bara ein rödd. Ein rödd að segja sögu. Ekkert meir. SKE mælir sérstaklega með þættinum Bride of the Sea, en í þeim þætti lýsir hinn írsk-líbíski Sam Najjair reynslu sinni af borgarastyrjöldinni í Líbíu. Þetta er þáttur sem situr í okkur enn þann daginn í dag.


JÓLAGJÖFIN Í ÁR

BERJAST

DÖMU DÚNÚLPA 59.990 KR.

ZO•ON ICELAND

KRINGLUNNI | 103 REYKJAVÍK | 412-5864

ZO•ON ICELAND

BANKASTRÆTI 10 | 101 REYKJAVÍK | 412-5865

WWW.ZO-ON.IS

BLÁSA

DÖMU SUPERSTRETZ PEYSA 19.990 KR.

REKA

DÖMU DÚNJAKKI 34.990 KR.


Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2

Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.

Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.

Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga

Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.