Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 08.01–14.01
SKELEGGUR
VINSKAPUR
#41
ske.is
SPURT & SVARAÐ
SUNNA BEN
TÍSKA 2016
TÓNLIST
MAMMÚT Á HÚRRA
„ÞETTA KARLREMBUVIÐHORF LIGGUR SVO VÍÐA GRAFIÐ Í MANNI.“ – SKE SPJALLAR VIÐ BALTASAR KORMÁK UM FEMÍNISMANN, ÓFÆRÐ, ÍSLENSKA KVIKMYNDAGERÐ OG LISTINA.
2
HVAÐ ER AÐ SKE
Götur Reykjavíkur
SKEleggur VINSKAPUR Maðurinn er meðaltal fimm bestu vina sinna. Já, ég segi það aftur: MAÐURINN ER MEÐALTAL FIMM BESTU VINA SINNA. Ef þú dregur þessa staðhæfingu í efa, horfir í kringum þig með smeykum augum, og glöggvar þig á þessum ókristilega vina-kvintett sem umlykur þig á barnum – pissaðu í þig ! – því ég, lágtvirtur Ragnar Tómas Hallgrímsson, er kunnugur dæmisögu sem færir ofangreinda staðhæfingu til sanns vegar. Athugaðu. Athugaðu. Athugaðu: Einu sinni var maður sem varði tíma sínum í félagsskap Hitlers, Goebbels, Himmlers, Görings og Bormanns. Hann var ekki vondur maður, að eðlisfari, og það eina sem mætti klaga upp á hann var afar báglegur tónlistarsmekkur. Afar.Báglegur.Tónlistarsmekkur. Ef tónlistarsmekkurinn hans yrði dagréttur; málaður upp með pensli nútímans; væri ipod-inn hans, eflaust, ófrískur af tónlist Nicki Minaj, Ke$ha og Rebecca Black – og óglaðir væru hlustendur allir. En hvað um það ... Svo leið tíminn – og hann smitaðist af manngerð vina sinna. Hann byrjaði á því að skipta út Oxford herramannsskónum sínum fyrir par af svörtum reiðstígvélum. #sexí Svo tók hann upp á því að heilsa vinum sínum með kraftmikilli útréttun hægri handar, líkt og að hann væri að herma eftir stífleika teinrétts reðurs. #bóner Næst þróaði hann með sér ofbeldisfullt hatur á gyðingum og æskjaði þess að þeim yrði útrýmt undireins. #loftsteinn Að lokum var maður þessi lokkaður inn í hörmulegt stríð af vinum sínum og þvingaður til sjálfsmorðs þegar stríðinu var tapað. Áður en hann fyrirfór sér bað hann heiminn fyrirgefningar. En heimurinn fyrirgaf honum ekki – því að hann var hálfviti sem hafði vingast við fimm nasista.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Baltasar Kormákur Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Sýningin sem allir eru að tala um!
takmarkaður sýningarfjöldi - tryggðu þér miða!
„Eitt það stórkostlegasta sem sést hefur á íslensku leiksviði í áraraðir eða tugi”
„Unaðslegt leikhús” SJ - Fbl
„Fersk og frumleg”
FL - Harmageddon
MK – Víðsjá
„Hvílík veisla fyrir augu, eyru og jafnvel nef.”
“Höfundar Njálu eru fundnir”
SA – tmm.is
AV – DV
„þessi sýning er afrek svo full er hún af hugmyndum, hrífandi lausnum, leik og danssigrum.”
„Fólk á að sjá þetta því þetta er einstakur viðburður” GSE - Kastljós
MK – Víðsjá
„Það er margt sem fangar og gleður augu í þessu mikla sjónarspili”
„Þetta er hörkuverk – skemmtilegt og hressandi í myrkrinu.” DK – Hugras.is
ÞT - MBL
„Gæsahúðin fylgdi mér orðlausum og gapandi frá upphafi til enda sýningarinnar” AV – DV
Nýjar sýningar komnar í sölu!
Forvitnileg, litrík og ögrandi leikhúsveisla! Fim 7/1 kl. 20 UPPSELT Sun 10/1 kl. 20 UPPSELT Mið 13/1 kl. 20 UPPSELT
Fim 14/1 kl. 20 UPPSELT Sun 17/1 kl. 20 UPPSELT Mið 20/1 kl. 20 UPPSELT
Fim 21/1 kl. 20 UPPSELT Sun 24/1 kl. 20 UPPSELT Fim 28/1 kl. 20 örfá sæti
Sun 31/1 kl. 20 örfá sæti Mið 3/2 kl. 20
Njáluhátíð í forsal frá klukkan 18 - 20 fyrir allar sýningar.
4
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
Mammút / X HEART Hljómsveitin Mammút mun á nýju ári flytja fyrir gesti ný, ókláruð og áður spiluð lög rétt áður en þau fara með efnið inn í hljóðver. Hljómsveitin X HEART mun sjá um að hita upp kvöldið. Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 9. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: www.facebook.com/events
Helgin á Prikinu Mikill hiti verður um helgina, sem og aðrar helgar, en á föstudeginum mun sjálfur Logi Pedro Pilatus leiða gesti inn í nóttina. Á laugardeginum er það svo DJ Kocoon eða King Kocoon eins og hann er oft kallaður sem sér um næturgamanið.
Janúarþynnka Svavars Knúts Svavar Knútur heldur tónleika á Café Rósenberg á laugardaginn. Tilvalið að koma og losa sig við eftirnýársblúsinn og hlæja pínulítið. Á efnisskránni verður blanda af lögum úr söngvabók Svavars Knúts en að auki mögulega einhver tökulög. Ferðast verður um heim eymdar og endurlausnar, heimshryggðar, skógareinveru og ferðaþrár. Hvar: Klapparstígur 25-27 Hvenær: 9. janúar kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: www.facebook.com/events
Hvar: Prikið, Ingólfsstræti 12 Hvenær: 8. og 9. janúar Miðaverð: Frítt Nánar: www.facebook.com
SWEATY001 útgáfupartý Fyrir skemmstu var plötuútgáfan Sweaty Records stofnuð af nokkrum raftónlistarmönnum. Meðal þeirra sem koma fram á föstudagskvöld og gefa út á útgáfunni eru DAVEETH, Kosmodod, Volruptus, Ultraorthodox og ThizOne. Þú getur nælt þér í ókeypis niðurhal af plötunni þeirra á vefslóðinni sweatyrecords.bandcamp.com. Hvar: Paloma Hvenær: 8. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 500 kr. / 1.000 kr. eftir kl. 01:00 Nánar: www.facebook.com/events
RVK Soundsystem #61 Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Sound á Paloma nú á laugardagskvöldið. Að þessu sinni verður breytt til og fastakvöldið haldið í kjallara Paloma. Hvar: Paloma, kjallari Hvenær: 9. janúar kl. 23:30 - 04:30 Miðaverð: Frítt Nánar: www.facebook.com/events
In The Company of Men / Grit Teeth KIRA KIRA & Vinir Kira Kira býður áheyrendum inn á rannsóknarstofu sína þar sem vandlega valið stórskotalið, lítil orkestra og kór spinnur eftir landakortum í formi hljóðmynda sem hún sendir í heyrnatól hljóðfæraleikaranna. Upplifunin verður hljóðrituð af kostgæfni og hún síðar þrædd inn í nýja plötu Kiru, verk sem hefur verið í vinnslu í um þrjú ár eða frá því síðasta breiðskífan hennar, „Feathermagnetik“ kom út. Á „Feathermagnetik“ koma við sögu 13 hljóðfæraleikarar sem Kira hljóðritaði hvern í sínu lagi í jafnmörgum ólíkum rýmum, en fyrir nýju plötuna verður hér gerð tilraun til þess að fanga samhljóm allra í einu í vinalegu Mengi. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 10. janúar kl. 21:00 MIðaverð: 2.000 kr. Nánar: www.facebook.com/ events
Á fimmtudaginn munu böndin In The Company Of Men og Grit Teeth sameinast á tónleikum og mynda Megazord úr grjóti. Hvar: Húrra Hvenær: 14. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr. Nánar: www.facebook.com/events
Grúska Babúska, Just Another Snake Cult & Milkhouse Hljómsveitirnar Grúska Babúska, Just Another Snake Cult og Milkhouse slá til mikillar tónlistarveislu á skemmtistaðnum Húrra nú á miðvikudaginn. Hvar: Húrra Hvenær: 13. janúar kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: www.facebook.com/events/
SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.
“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”
QQQQQ www.whathifi.com
6
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
Þórunn Gréta Sigurðardóttir tekur við af Kjartani Ólafssyni sem formaður Tónskáldafélags Íslands
Tónskáldið Þórunn Gréta Sigurðardóttir hefur tekið við af Kjartani Ólafssyni sem formaður Tónskáldafélags Íslands. Félagið var stofnað árið 1945 að frumkvæði Jóns Leifs m.a. til að gæta hagsmuna tónskálda, vinna að vexti og viðgangi tónmenntar í landinu og útbreiðslu íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan.
NÝTT Á NÁLINNI
Vínartónleikar 2016 Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa um árabil verið allra vinsælustu og fjölsóttustu tónleikar hennar enda nær hin sígræna og tímalausa Vínartónlist að heilla og kæta mannshjartað kynslóð eftir kynslóð. Nokkrar af dýrustu djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrá þessa fyrstu tónleika ársins sem hefjast á forleiknum að óperettunni Leðurblakan og lýkur á Dónárvalsinum. Inn á milli heyrast fleiri fagrir valsar, marsar og polkar að ógleymdum Vínarljóðum, aríum og dúettum sem allir þekkja. Fram koma ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Guðrún Ingimarsdóttir, sópransöngkona, Elmar Gilbertsson, tenórsöngvari og sænski hljómsveitarstjórinn Ola Rudner.
Travis Scott – Wonderful feat. The Weeknd
Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 8. janúar kl. 19:30 og 9. janúar kl. 16:00 og 19:30 Miðaverð: 3.400 - 7.900 kr. Nánar: www.tix.is
Nao – Bad Blood
Myrkir músíkdagar Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar var stofnuð af Tónskáldafélaginu árið 1980 og er formaður félagsins jafnframt listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Hátíðin miðar að því að kynna ný íslensk tónverk í bland við helstu strauma erlendis frá. Hátíðin í ár mun fara fram dagana 28. til 30. janúar í Hörpu og meðal þeirra sem koma fram eru fransk-norski tónlistarhópurinn Dans les Arbres sem hlaut tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2015, Nordic Affect, slagverksleikarinn Jennifer Torrance og Caput. SKE mun fjalla nánar um hátíðina á komandi vikum.
Opaque Transparent Samuel Gouttenoire er maðurinn á bakvið listamannsnafnið Opaque Transparent. Tilrauna- og tilviljanakennd uppröðun á hljóðum og upptökum einkenna tónlistarheim listamannsins. Opaque Transparent verður með lifandi flutning á verkefni sínu sem kemur út hjá hinu franska útgáfufyrirtæki, Planespotting Records.
Kill J – You’re Good But I’m Better
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 8. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: www.facebook.com/events
Þrettándatónleikar Stormsveitarinnar Stormsveitin er 20 manna karlakór ásamt 5 manna rokkhljómsveit sem syngur raddaðan söng í fjórum röddum. Gestir tónleikanna eru Stefanía Svafarsdóttir stórsöngkona sem hefur sungið með mörgum þekktustu tónlistarmönnum landsins og Birgir Haraldsson, Gildru og Skonrokks- söngvari. Efnisskráin spannar tónlist sem allir þekkja, allt frá íslenskum karlakórslögum og þjóðlögum til þekktra rokkslagara gömlu meistaranna í metnaðarfullum útsetningum. Hljómsveitin „Meistarar dauðans“ hita upp. Hvar: Hlégarður, Mosfellsbær Hvenær: 9. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 4.300 kr. Nánar: www.tix.is
Travis Scott – A-Team
The Vintage Caravan Hljómsveitin er búin að „túra“ eins og brjálæðingar um Evrópu í tvö ár og finnst vera kominn tími á sveitt Vintage Caravan partý, nú á Gauknum. Um upphitun sér hljómsveitin Electric Elephant. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 9. janúar kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: www.facebook.com/events
Brothertiger – This Must Be the Place
(Talking Heads Cover)
Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Baltasar Kormákur
SKE: Ég er femínisti. Ég er femínisti og mér leiðist karlmenn sem segjast ekki vera femínistar – sem setja upp kotroskinn svip og lýsa því yfir, öllu heldur, að þeir séu jafnréttissinnar. Það er eitthvað ófrumlegt við þessa yfirlýsingu; hún lyktar af einhverjum karlrembuódaun; það er sami óþefur af þessu og athugasemdunum á kommentakerfum landsins – þessi „ég veit betur“ óþefur. Ég velti því fyrir mér hvort að það að mótmæla femínismanum með þessum hætti og segjast, frekar, vera jafnréttissinni, sé ekki í líkingu við það að hafa verið uppi á tímum bandaríska borgarastríðsins og segjast ekki vera á móti þrælahaldi svarta kynstofnsins, öllu fremur, fylgjandi jafnrétti milli svartra og hvítra. Bíddu nú hægur: Vitaskuld búa kvenmenn ekki, í flestum tilvikum, við sömu ömurlegheit og svarti kynstofninn
stíga fram. Ég á tvær dætur, eina sem er 19 ára og hin er 22 ára. Ég get ekki séð það í hjartanu að þær eigi að sitja við lægri skör en drengirnir mínir. Þetta eru mannréttindi. Ég ætla ekki að vera eins og þeir sem voru mótfallnir kosningarrétti kvenna á sínum tíma. (Baltasar hlær. Hann horfði á myndina Sufragette fyrir stuttu og segist ekki langa til þess að vera talsmaður þess viðhorfs sem karlmenn á breska þinginu töluðu fyrir á sínum tíma, þegar þeir spurðu: Hvað gerist næst? Ætla þær í ríkisstjórn!?) Það er manni hollt að horfa aftur í söguna og sjá hvernig þessir menn töluðu. Þeir eru ekkert ólíkir mönnunum í dag sem tala gegn femínismanum. Ég hef oft sagt að mér er alveg sama hvort að það sé kvóti eða eitthvað annað: Það þarf bara að leiðrétta þetta. Það er ekki hægt að afsaka þetta og bíða eftir því að þetta jafni sig sjálft. Við þurfum að framkvæma. (Sjálfur hef ég velt því fyrir mér hvort að kynjakvótinn sé rétta lausnin, hvort að það sé ekki verið á ráðast á vandann frá öfugum enda, en þetta er vissulega rétt hjá Baltasar: Þetta er einkum fljót leið til þess að knýja fram breytingar.)
er, á einhvern hátt, hliðstætt; jafnrétti hefur ekki verið
Og hvað með það þó að við sitjum uppi með nokkrar lélegar myndir; það er ekki eins og karlmenn hafi aldrei gert lélegar myndir á Íslandi.
náð. Sökum þess finnst mér réttlætanlegt að beina
(Við hlæjum.)
athyglinni að réttindum kvenna, þó svo að pendúllinn
SKE: Heldur þú að þú værir talsmaður þessa viðhorfs ef þú værir ekki faðir tveggja dætra? Hefur föðurhlutverkið spilað stóra rullu?
gerði í Bandaríkjunum um miðbik 19. aldar – en þetta
komi til með að sveiflast aðeins of langt í eina áttina. Sterkari og jafnari stétt kvenna í íslensku þjóðfélagi gerir karlmönnum ekkert nema gott. Þegar kvenmönnum er mismunað, bitnar það, óneitanlega, á karlmönnum líka. En hvað veit ég? ... Fyrir nokkrum dögum síðan fór ég á fund Baltasars Kormáks. Er ég beið í móttöku RVK Studios (framleiðslufyrirtæki Baltasars) hugleiddi ég þessi málefni. Ég hugleiddi þessi málefni sökum þess að Baltasar Kormákur steig nýverið fram og talaði opinberlega fyrir málefnum kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. FEMÍNISMINN (Við Baltasar byrjum á því að ræða nýliðið ár. Baltasar segir að Everest hafi óneitanlega staðið upp úr. Svo minnist hann á þátttöku sína í barráttu kvenna í kvikmyndagerð.) SKE: Þú talaðir fyrir kynjakvótanum … Ég trúi því að það hafi jákvæð áhrif og er ákaflega stoltur af því að hafa komið út úr skápnum sem femínisti – að fara úr því að vera hálfgerð karlremba yfir í femínista. Ég hvet alla til þess. (Baltasar hlær.) SKE: Hiklaust skref í rétta átt. Ég var á nýársballi um daginn og þá var einhver að drulla yfir mig fyrir þetta. Þar voru einhverjir karlar að ásaka mig um að hafa svikið lit. SKE: Er það virkilegt? Já. Þetta býr svolítið í mönnum. Þeir sjá þetta kannski sem einhvers konar tækifærismennsku. Þetta gerir það að verkum að margir karlmenn, sem eru að hugsa á sömu nótum, ganga ekki þennan veg. Að breyta um skoðun er ekki svo hættulegt. En það eru margir karlmenn sem skipta ekki um skoðun eftir þrítugt. Þetta er ástæðan fyrir því að karlmenn fara ekki í endurmenntun í háskólanum – aðeins konur. Það er öllum hollt að endurmeta eigin gildi og hugsa hlutina upp á nýtt. (Ég er innilega sammála þessu. Ég hugsa til orða Emerson. Emerson sagði að kjánalegt samkvæmni í hugsun og hegðun væri púki lítilla manna. Það krefst jafn mikils kjarks að standa við eigin skoðanir og að láta af sömu skoðununum þegar maður efast um þær.) Ekki það að ég hafi verið gegn kvenfrelsi, en ég var ekki tilbúinn til þess að
Það hefur gert það, sérstaklega að eiga börn af báðum kynjum. Það er bjánalegt að finnast þær eiga minna skilið heldur en þeir. Það er bjánalegt að vera með bert kvenfólk upp á vegg þegar þú átt dætur á sama aldri. Það eru ákveðnir hlutir sem ganga ekki upp í því umhverfi og þú lærir og þroskast og breytist. (Ég segi Balta frá tengdarföður mínum, sem nýverið hneykslaðist á mér fyrir að brjóta saman rúmföt. Hann er af þeirri kynslóð er þessi iðja var karlmönnum ekki sæmandi. En síðan þá hefur viðhorfið breyst.) Sjálfur kem ég frá mjög sérstöku heimili: Faðir minn er spænskur og kemur frá mjög „macho“ umhverfi - samt sem áður réði móðir mín öllu. Hún gerði allt. Ég sinnti heimilisverkum frá unga aldri, en pabbi gerði það ekki. Þetta er ekkert langsótt fyrir mér, endilega. Samt liggur þetta karlrembuviðhorf svo víða grafið í manni. Maður þarf alltaf að vera að skoða sjálfan sig: Er einhver feðraveldis risaeðla sem býr djúpt í mínum iðrum? (Baltasar hlær.) Það er nauðsynlegt að iðka þess konar sjálfskoðun í sífellu. Þetta er svo víða í samfélaginu, til dæmis í húmor. Reglulega er minnst á það hversu erfitt það sé fyrir karlmenn þegar dætur þeirra fara að „date-a.“ Þetta er martröð karlmannsins. (Ég er sjálfur sekur um þetta viðhorf. Hef oft sagt það, í gríni, að ég myndi heilsa upp á alla framtíðarbiðla dóttur minnar í hlýrabol, grimmur á svip, hugsanlega vopnaður.) Sjálfur hef ég ekki upplifað þetta; þetta angar af feðraveldinu. Eiga feður að vera meira inn í kynlífi dætra sinna en sona? Er það eitthvað að hræðast að þeir njóti kynlífs? Þetta er mikið í bandarískum bíómyndum, til dæmis. Mér finnst þetta afar subbulegt. (Við hlæjum.)
SKE: Maður kemur stundum upp um sjálfan sig. Um daginn var ég að hlusta á viðtalsþátt sem rithöfundurinn Bret Easton Ellis stýrir, þar sem hann gagnrýndi Óskarsnefndina fyrir að veita Katheryn Bigelow verðlaun fyrir Hurt Locker. Þarna væri augljóslega verið að verðlauna Bigelow fyrir það eitt að vera kvenleikstjóri, þar sem Hurt Locker, að mati Ellis, væri ekki góð mynd. Hlustendur brugðust illa við þessum ummælum hans. Ég var sammála Ellis að því leyti að mér fannst hann eiga rétt á þessari skoðun. Þegar ég viðraði þetta samþykki við vinkonu mína þá benti hún mér á að þetta væri afskaplega ófrumlegt og lágkúrulegt viðmót: að halda því fram að mynd sem manni finnst ekki góð væri verðlaunuð vegna þess að leikstjórinn er kvenmaður, í stað þess að sumir í nefndinni væru einfaldlega ekki á sömu skoðun – og fyndist myndin einfaldlega mjög góð. Þetta karllæga viðhorf blundar í manni. Maður þarf að vera á stöðugu varðbergi. Hvenær hafa menn, yfir höfuð, verið sammála um Óskarsverðlaunaðar myndir? Þetta var eins með Crash, sem var ekkert sérstaklega sterk mynd. En sökum þess að karlmaður leikstýrði þeirri mynd þá var þessi umræða ekki tekin. Það sama á við um þeldökka leikara sem hafa unnið til verðlauna. Menn fara alltaf beint niður á þetta lága plan. Þarna leynast þessir duldu fordómar. Varðandi Hurt Locker þá var hún keppa við Avatar, sem var nú ekkert listrænt meistarastykki heldur.
ÞRÍTUGUR SKE: Ég verð þrítugur eftir mánuð og ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Hvar varst þú staddur, í lífinu, þrítugur? Þá var ég að stíga mín fyrstu skref sem kvikmyndaleikstjóri. Ég hafði leikið í kvikmyndum frá því að ég útskrifaðist úr leiklistarskóla, 24 ára, og hafði þegar leikstýrt töluvert í leikhúsi. Þú hefur nokkur ár í viðbót. (Baltasar hlær.) Ég var ekki þessi litli Spielberg, átta ára að taka upp kvikmyndir af fjölskyldu minni. Ég valdi ekki kvikmyndagerðina, hún valdi mig. Ég áttaði mig á því, við tökur á 101 Reykjavík, að þetta var það sem mig langaði að gera. Allt í mér var að virka fyrir mig. Mér fannst hrikalega gaman í vinnunni og tók ekkert eftir því hvað tímanum leið. SKE: Ef þú gætir ferðast aftur í tímann og ráðlagt þínu þrítuga sjálfi eitthvað ákveðið: Hvað myndirðu segja? Í fyrsta lagi þá hefði ég aldrei viljað stoppa sjálfan mig á þessum árum, eða þetta mikilmennskubrjálæði sem dreif mig áfram og ætlaði að ryðjast í gegnum allt. Ég var svo heppinn að 101 Reykjavík gekk vel. Ef ég ætti að gefa sjálfum mér eða öðrum sem eru á þessum aldri ráð þá væri það að hafa vaðið fyrir neðan þig; farðu þér ekki of hratt; og settu ekki heimili þitt eða fjármálin þín að veði – einfaldlega vegna þess að líkurnar eru svo miklar að þér mistakist. SKE: Þú sagðir einu sinni að testosterónið ylli því að karlmenn væru áhættusæknari en kvenmenn. Ég trúi því – en þeir fara oft fram af brúninni líka. Sjálfur efast ég ekki um að testosterónið hafi spilað stóran þátt í mínu lífi. Á fyrra hluta ævi minnar var ég í stöðugum áflogum. Ég barði menn. En svo seinna meir beindi ég orkunni annað; ég óð í verkefni, sem ég hafði
„AÐ BREYTA UM SKOÐUN ER EKKI SVO HÆTTULEGT. EN ÞAÐ ERU MARGIR KARLMENN SEM SKIPTA EKKI UM SKOÐUN EFTIR ÞRÍTUGT. ÞETTA ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ KARLMENN FARA EKKI Í ENDURMENNTUN Í HÁSKÓLANUM – AÐEINS KONUR.“
10
HVAÐ ER AÐ SKE ekki alltaf hugsað til enda. Mér hefur, hins vegar, yfirleitt tekist að klóra mig upp úr flestum holum. SKE: Þú færð einhverja útrás í gegnum listina? Engin spurning. Það er einhver kraftur sem fylgir þessu. Í dag hefur þetta jafnað sig meira út. Ég á konunni minni því að þakka; hún heldur mér á jörðinni.
ÓFÆRÐ SKE: Nú fylgist íslenska þjóðin með Ófærð á hverju sunnudagskvöldi. Eftir á að hyggja, ertu ánægður með þetta? Er eitthvað sem hefði betur mátt fara? Ég er rosalega ánægður með þetta. Okkur tókst að gera þætti sem íslenska þjóðin kemur til með að fylgjast með, mér sýnist það að minnsta kosti á áhorfinu, og svo erum við líka búnir að selja þættina út um allan heim. Þetta er fyrsta skrefið í því að skapa eitthvað sem gæti verið mjög stórt í framtíðinni – að brjóta þennan ís, það er í sjálfu sér afrek sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög stoltur af því að hafa komið með peninga til landsins – eftir að hafa tekið töluverða áhættu sjálfur – til þess að geta farið með íslenska leikara, og íslenska tungu, um allan heim. Þetta er miklu stærra en nokkur kvikmynd. Ófærð verður sýnd á besta tíma á mörgum sjónvarpsstöðvum heimsins. Þáttaröðin verður sýnd á sama tíma og Brúin í franskri og þýskri dagskrá. (Baltasar segir að það sé örugglega ýmislegt sem hefði mátt gera betur. Sitt sýnist hverjum, segir hann.) En ég er mjög stoltur af þessu: að ná í milljarð til þess að fjármagna þessa seríu; að búa til þennan storm; að skjóta seríuna úti á landi; að fá þessa ferju. Framleiðslugæðin á þessum þáttum eru ekki minni en í íslenskum bíómyndum. Það má segja að við séum að skjóta fimm kvikmyndir, tíu þætti. SKE: Þú sækir svolítið í erfitt umhverfi: þú spriklar um norður-Atlantshafið með myndavélina í Djúpinu, svo ferðu í fjöllin í Everest og því næst í blindbyl á Seyðisfirði. (Baltasar segist hafa verið að leita af einhverjum sannleik. Hvað er Ísland? Hann gefur ekki mikið fyrir efasemdir manna á Twitter, en þar höfðu sumir ýjað að því að það sé ótrúverðugt að það sé ófært í þáttunum. Það er ekkert ótrúverðugt við það, segir Baltasar.) Ég var oft spurður að því í erlendum fjölmiðlum hvernig ég hefði undirbúið mig fyrir Everest. Ég sagði að ég hefði undirbúið mig þegar ég var tíu ára að ganga í skólann; það var þess konar stormur nánast annan hvern dag. (Baltasar hlær.) Ég hrífst sérstaklega að „visceral“ (kvikmyndum sem hreyfa við manni á náttúrulegan og eðlislægan hátt) kvikmyndum þar sem maður finnur kuldann. Svo lengi sem að það er eitthvað bragð af hlutunum. Þessi vanillubúðingur sem maður fær alltof oft, sérstaklega í bandarískri kvikmyndagerð, vekur ekki áhuga minn. Ég er ekki nostalgískur leikstjóri, þó svo að ég hafi framleitt nokkrar nostalgískar myndir. Ég vil helst vera í nútímanum. Eiðurinn, nýja myndin sem ég er að vinna að, hún er þar.
ÍSLENSK KVIKMYNDAGERÐ SKE: Að sama skapi má segja að 101 Reykjavík hafi verið ákveðin beygja út frá hefðbundinni íslenskri kvikmyndagerð. Ég hef oft sagt það um íslenskar myndir að stundum geri þær íslenskum raunveruleika ekki nægilega góð skil. Hættan við það að fara of djúpt inn í þessa rómantísku, nostalgísku kvikmyndagerð er sú að við hneigjumst til þess að þjóna væntingum útlendinga, sem hrífast óneitanlega að þannig myndum.
(Baltasar vísar í muninn á Amélie og La Haine, sem teikna upp afar ólíka mynd af frönskum raunveruleika. Fyrir Baltasar er pláss fyrir þetta allt saman, en það má ekki gleyma því að framleiða myndir sem gera íslenskum raunveruleika, eins og hann ber fyrir sjónir í dag, góð skil.) SKE: Þú ert þá hrifnari af raunsæisstefnunni? Ekkert endilega einhverri naktri raunsæisstefnu, öllu fremur eins og Eiðurinn. Þar er ég að takast á við það sem er að gerast í okkar samfélagi, í gegnum „Thriller“ (spennutryllir) formið. Mér finnst gaman að búa söguþræðinum ákveðið form. Spennutryllingsformið hefur vakið áhuga minn. SKE: Þú hefur einmitt nefnt Witness sem eina af þínum uppáhalds myndum. Ég var mjög hrifinn af þeirri mynd; það var listaverk í formi spennutryllis.
Sjáðu bara hvernig Björk hefur opnað dyrnar fyrir öðrum tónlistarmönnum. Það er ekki bara að opna dyrnar heldur hugann. Það koma kvikmyndagerðarmenn á eftir mér sem eiga eflaust eftir að hugsa: Af hverju get ég ekki gert það sama og Balti? Það er stærra en hitt. Það er eitthvað glerþak sem er brotið í huga fólks. Ef ég hefði sagt, þegar ég var í Þinghólsskóla í vesturbæ Kópavogs, að ég ætlaði mér að leikstýra Denzel Washington í Hollywood þá hefði ég verið keyrður á Klepp undireins. Þessi hugmynd var ekki til staðar. Þá var engin Björk.
LISTIN AÐ LIFA SKE: Ég hef sjálfur pælt mikið í listinni og aðhyllist ákveðna kenningu. Ef það mætti tala um einhvern tilgang listarinnar þá væri hann sá að kenna áhorfandanum eða hlustandanum að lifa lífinu. Fyrir mér er þessi lífslist öðrum listgreinum ofar. Þú ert örugglega einn af þeim fáu sem hefur náð fremur langt á báðum sviðum. Þú hefur hvor tveggja lifað fjölbreyttu og, að mér grunar, skemmtilegu lífi, ásamt því að hafa leikstýrt áhrifamiklum verkum, á sviði og á stóra skjánum …
SKE: Segðu mér aðeins frá Eiðinum. Ég leikstýri og leik í þeirri mynd. Ingvar og Hera koma til með að leika í myndinni, ásamt Gísla Erni og Margréti Bjarnadóttur. Eiðurinn fjallar um hjartaskurðlækni sem á dóttur sem á í ástarsambandi við fíkniefnasala. Myndin fjallar um viðleitni læknisins til þess að draga dóttur sína út úr þessu sambandi. Sjálfur þekki ég mikið af svoleiðis sögum frá Reykjavík, þar sem stelpur af fínum heimilum leita í sollinn. SKE: Ég þekki eina svona sögu, sjálfur. Besti vinur minn sagði eitt sinn við mig að hann hefði verið búinn að hlaða haglabyssuna og setja hana í skottið – hann var að fara að sækja dóttur sína. Sem betur fer þurfti hann ekki að taka haglabyssuna upp, en hún var hlaðin í skottinu. Síðan þá hefur hún verið átta mánuði í afvötnun. Hún er sautján ára. Þetta er alls staðar í kringum okkur. SKE: Fíkniefnaneysla hefur færst í aukana, að mér virðist … En aftur að kvikmyndum: Það er heilmikið að SKE. Já. Fyrir utan Eiðinn þá er ég með tvær stórar myndir sem eru komnar ansi langt. Annars vegar víkingamynd sem Universal framleiðir, hins vegar mynd með Cate Blanchette sem heitir Cascade sem Fox framleiðir. Þessar myndir eru báðar í startholunum. Einnig er ég með nokkur önnur verkefni sem eru risastór, fyrir utan allt þetta hérna heima. SKE: Sjálfstætt fólk? Meðal annars. Það býr mjög sterkt í mér að gera bæði kvikmyndir hérna heima og úti. Stóri draumurinn er að draga alþjóða kvikmyndagerð til Íslands og íslenska leikara inn í alþjóða kvikmyndagerð. Það er fullt af fólki sem hefur átt leið út í gegnum mig, eins og Ólafur Darri, Ingvar E. og Elísabet Rónalds. Það gerir ekki lítið úr því sem við erum að gera hér. Svo að ég vitni nú í sjálfan mig eina ferðina enn: þá er ekki kvóti á velgengni. Ef einum gengur vel þá er mjög líklegt að öðrum geti gengið vel á sama svæði. Lengi vel voru íslendingar haldnir þeirri rellu að það gæti bara einum gengið vel. SKE: Þetta er afar vitlaus hugsunarháttur.
Listin hefur svo ofboðslega víðan tilgang. Það er eflaust mikið til í þessu sem þú ert að segja, en ég get ekki alveg aðgreint lífið og listina. Ég lifi í listinni og listin lifir í mér. Ég er alinn upp á heimili þar sem faðir minn málaði á næturnar og þegar ég var að fara í skólann var hann að fara að sofa. Það voru alltaf nýjar myndir á veggjunum. Móðir mín bjó til skúlptúra, sum þessara verka fóru á sýningar og önnur komu tilbaka. Stundum var til matur og stundum ekki. Þetta tengdist allt listinni. Ég vill heldur ekki vera takmarkaður af listinni. Ég kalla mig stoltan listamann – en mér er hins vegar alveg sama. Ég spyr sjálfan mig ekki: Ætli fólki finnist þessi mynd vera list eða ekki? (Baltasar talar aðeins um Almar í kassanum.) Ég hef átt í svo mörgum smáborgaralegum samræðum varðandi listina. Mér finnst hagnýtur arkitektúr frábær, mér finnst óhagnýtur arkitektúr ekkert sérstaklega spennandi. Að geta lifað inn í einhverju flottu verki, það er frábært. Mér finnst kvikmynd sem enginn horfir á takmarka kvikmyndina. (Baltasar vísar aftur í Witness, en að hans mati hefur hún, sem kvikmynd, allt: Skemmtileg mynd sem er listaverk og sem kenndi honum eitthvað.) Ég vil hvorki kryfja sjálfan mig of mikið, né það sem ég geri – ég bara geri það. Þetta eru sálfræðitímar sem ég fer í þegar ég geri kvikmyndir. Stóra verkefnið er að þroskast og það er frábært að fá að gera það í gegnum listina. Ef það er einhver tilgangur með listinni þá er það að þroskast í gegnum hana. SKE: Er einhver ein lexía sem þú hefur lært í gegnum listina sem er mikilvægari en önnur? Það er erfitt að tala um eitthvað eitt … en það er kannski eitt sem ég hef uppgötvað sem er merkilegra en annað: Efni og andi eru eitt. Ég og Goddur ræddum þetta nýverið. Guð er í genunum – Guð er sameiginlega samviska mannkynsins. Mannkynið hefur bætt sig. Við erum að bæta okkur, sjáðu til dæmis réttindi kvenna, samkynhneigðra og svartra. Við erum alltaf að tala um þennan versnandi heim – en það er ekki rétt. (Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. Við enduðum þar sem við byrjuðum, í hinni eilífu barráttu fyrir batnandi heimi. SKE mælir með nýjustu þáttaröð Baltasars, Ófærð – og einnig með femínismanum. Menn þurfa ekki að hræðast femínismann frekar en þeir þurfa að hræðast móður sína.)
YFIRSÝN
Njóttu þess að skipuleggja 2016 með fallega myndskreyttu dagatali frá tímaritinu Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR. ibn.is/DAGATAL2016 MÁL OG MENNING GLÓ - FÁKAFENI
12
HVAÐ ER AÐ SKE
leikhús
Sókrates
Njála Njála er nýtt íslenskt leikverk sem byggir á Brennu-Njálssögu, einni ástsælustu sögu okkar Íslendinga. Sagan hefur lifað með þjóðinni í sjöhundruð ár, lesin í öllum menntaskólum landsins og sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Hún segir frá því hvernig við urðum að þjóð, og hetjur bókarinnar, þau Gunnar, Skarphéðinn, Njáll, Hallgerður og Bergþóra eru sveipuð goðsagnakenndum ljóma og hafa mótað og markað þjóðarsálina allt til þessa dags. Leikhópurinn undir stjórn Þorleifs Arnars Arnarssonar ásamt Ernu Ómarsdóttur, danshöfundi og dansara, tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að takast á við þessa stórbrotnu sögu í sýningu sem er í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður! Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 5,500 kr.
Um það bil Hvað færðu há laun fyrir vinnu þína? Í þágu hvers ertu að vinna? Í þessu nýja verki kynnumst við fjölskrúðugum hópi fólks þar sem hver og einn glímir við markaðslögmálin hver með sínum hætti. Margrét lætur sig dreyma um að sleppa út úr hagkerfinu, Máni vill rústa því. Andrej vill fá vinnu, Freyja vill hefnd. Þau fjárfesta í frímerkjum og furuhnetum, draumórum og ilmvötnum, barnavögnum og hugsjónum. Um það bil er í senn bráðfyndið og ágengt verk þar sem leitast er við að veita áhorfendum sem fjárfest hafa í leikhúsupplifun kvöldsins hæsta mögulega skemmtanavirði á hvern keyptan miða. Hvað þarf raunverulega til, til þess að leikrit sé miðaverðsins virði? Verkið var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á síðastliðnu hausti og hefur notið gífurlegra vinsælda í Svíþjóð. Hvar: Þjóðleikhúsið (Kassinn) Miðaverð: 4,950 kr.
Trúðar Borgarleikhússins hafa fært okkur dásamlegar sýningar. Við höfum séð trúðana okkar glíma við dauðasyndirnar og jólaguðspjallið. Nú ætla þeir að tækla heimspekina og taka Sókrates sér til fyrirmyndar - og spyrja og spyrja og spyrja þangað til við komumst að minnsta kosti skrefi nær því að vita um hvað við getum verið sammála um í heiminum. Trúðum er ekkert óviðkomandi. Í opinni og einlægri nálgun glíma þeir við stóru spurningarnar og eru í senn fyndnir og harmrænir, grimmir og góðir. Síðasta trúðasýning Borgarleikhússins, Jesús litli, var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010. Jesús litli var valin sýning ársins og leikverkið sjálft var valið leikrit ársins auk þess sem sýningin hlaut sjö Grímutilnefningar. Gagnrýnendur hlóðu sýninguna lofi og áhorfendur voru hrærðir og yfir sig hrifnir. Hvar: Borgarleikhúsið (Litla svið) Verð: 5,500 kr.
Mið-Ísland 2016 Mið-Ísland heilsar árinu 2016 með glænýrri uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum! Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mæta aftur til leiks með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand! Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu þrjú ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35,000 áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningin „Lengi Lifi Mið-Ísland“ sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur, var sýnd yfir 60 sinnum og var lokasýningin kvikmynduð og verður sýnd á RÚV um áramótin. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Hvar: Þjóðleikhúsið (Leikhúskjallarinn) Miðaverð: 3,500 kr.
Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is
bréf Gjafa nnar Perlugjöf við
Góð kifæri! öll tæ
EINSTAKUR 4RA RÉTTA
TILBOÐSSEÐILL KJÖT OG FISKUR Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar
Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. 4ra rétta tilboðsseðill: 7.980 kr. Tilboðsseðill og sérvalið vínglas með hverjum rétti: 13.980 kr.
~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís
GRÆNMETI Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati Sveppaseyði með seljurótar-ravioli Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi
STEFÁN ELÍ STEFÁNSSON, MATREIÐSLUMEISTARI PERLUNNAR Vissir þú að uppskriftin af humarsúpu Perlunnar kemur frá belgíska matreiðslumeistaranum Pierre Romeyer? Hann er af jafningjum talinn vera einn besti matreiðslumaður síðustu aldar. Hann gaf aldrei út matreiðslubók en hann gaf Perlunni allar sínar uppskriftir!
www.gudjono.is · Sími 511 1234
14
HVAÐ ER AÐ SKE
listviðburðir
Gerðarsafn janúar Tvær sýningar verða opnaðar í Gerðarsafni þann 15. janúar kl 17-19. Í boði verður létt spjall og í Garðskálanum verður haldið áfram að spjalla eftir formlega opnun. Allir boðnir velkomnir. Listamennirnir sem sýna eru Katrín Elvarsdóttir með sýninguna Marföld hamingja og Ingvar Högni Ragnarson með sýninguna Uppsprettur. Hvar: Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Hamraborg 4 Hvenær: 15. janúar - 27. febrúar 2016 Vefur: www.gerdarsafn.is/
BOEKIE WOEKIE 30 ár Books - And More - By Artists
D24 Sæmundur Þór Helgason: ÁVÖXTUN % Sæmundur Þór Helgason (f. 1986) er fyrsti listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016. Í verkum sínum fæst Sæmundur Þór við hlutverk og skilyrði myndlistarinnar í tækni- og markaðsvæddum heimi nútímans. Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Hvenær: Opnun 15. janúar kl 20 Stendur til 21.febrúar 2016
Monika Grzymala: Sending
Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á fyrstu sýningu safnsins á árinu. Boekie Woekie er listamannarekin bókabúð og útgáfufélag í Amsterdam og einn helsti vettvangur bókverka í Evrópu og þó víðar væri leitað. Á sýningunni verða verk eftir stofnendur og aðstandendur Boekie Woekie, þau Henriëtte van Egten, Rúnu Thorkelsdóttur, Jan Voss, Hrafnhildi Helgadóttur & Brynjar Helgason. Kaflar úr Sjaldheyrð tónlist (Selten Gehörte Musik) seríunni eftir Dieter Roth verða fluttir á opnuninni. Músíkin var upphaflega spunnin á sjöunda áratugnum af Dieter og vinum hans. Nú hefur Gunnar Gunnsteinsson tónskáld skrifað nótur fyrir nokkra hluta og verða þeir fluttir af færum tónlistamönnum.
Monika Grzymala vinnur sýningu í A-sal Hafnarhúss þar sem mætast á einstæðan hátt listrænt inngrip í arkitektúr safnsins og teikning eða umfangsmikið línuspil sem unnið er úr lituðu límbandi. Innsetning Grzymala í Hafnarhúsi ber yfirskriftina Sending og er persónulegt viðbragð listakonunnar við rými safnsins, innblásið af ljóðinu Envoi eftir mexíkóska rithöfundinn Octavio Paz.
Hvar: Nýlistasafnið, Völvufell 13-21 Hvenær: Opnun 9. janúar kl. 16:00 - 18:00
Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Hvenær: Opnun 15. janúar kl 20 Stendur til 10. apríl 2016
Ferskir vindar / Fresh winds Alþjóðlegur hópur listamanna hefur starfað í Garði frá 15. desember 2015 og verður afraksturinn nú sýndur í tónum, gjörningum og myndum með opnun laugardaginn 9. janúar KL.14.00 á Sunnubraut 4 í Garði. Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra opnar sýninguna. Sendiherra Japans Mitsuko Shino og sendiherra Frakklands Philippe O’Quin heiðra samkomuna. Í kjölfarið verður leiðsögn um sýningarsvæðin sem hefst kl.15.00. Hvar: Sunnubraut 4 í Garði, Hvenær: laugardaginn 9. janúar KL.14.00 Vefur: www.fresh-winds.com/
Ragnar Kjartansson „Seul celui qui connaît le désir“ Alliance Française, Le Palais de Tokyo, i8 og Gljúfrasteinn eru kynna einkasýningu Ragnars Kjartanssonar í listasafninu Palais de Tokyo í París, í beinni útsendingu hjá Alliance Française. Valentin Dezalle kynnir sýninguna með áherslu á tengsl Ragnars við skáldið Halldór Kiljan Laxness. Í kjölfarið geta gestir lagt spurningar fyrir Ragnar Kjartansson. Kynningin verður flutt á frönsku en hægt verður að bera fram spurningar á íslensku eða á frönsku. Léttar veitingar Hvar: Alliance Française de Reykjavík, Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík Hvenær: 9. janúar kl.16 Nánari upplýsingar : www.af.is/
Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum
Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungsbrennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm.
HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi
ENNEMM / SIA • NM67254
1
Settu kaffipoka í trektina.
2
Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt.
3
Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því.
4
Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið.
16
HVAÐ ER AÐ SKE
PÚLSINN
Í FRÉTTUNUM:
TÖLFRÆÐIN:
Leikarinn og grínistinn Þorsteinn Guðmundsson fagnar ákvörðun Reykjavíkurborgar að tæma ruslatunnur einungis á 14 daga fresti. Hann segir að þetta sé mjög gott mál fyrir alla þá sem þjást af sorphirðutæknafælni.
53% íslensku þjóðarinnar horfðu á 2. þátt Ófærðar á RÚV á sunnudaginn.
ÞÁTTURINN: TILVITNUNIN: „Ping-Pong er eins og allt annað. Bara spurning um sjálfstraust.” – Max Frisch
Heimildaþáttaserían Making A Murderer hefur verið vinsæl meðal áskrifenda Netflix um jólin. Making A Murderer fjallar um mál Steven Avery í Manotowoc-sýslu í Bandaríkjunum (Steven Avery var ranglega dæmdur fyrir nauðgun og sat inni í 18 ár). SKE mælir með því að þeir, sem þegar hafa klárað seríuna, horfi á viðtal við Ken Kratz, saksóknarann í málinu, og Dean Strang, lögmann Steven Avery, í Fox News. Viðtalið var birt 5. janúar og er aðgengilegt á heimasíðu SKE.
TÓNLIST: Nýjasta plata David Bowie, Blackstar, kemur út föstudaginn 8. Janúar. Þetta er 25. plata Bowie.
KVIKMYNDIR: 2016 verður stórt ár fyrir ofurhetjumyndir, en að minnsta kosti sjö ofurhetjumyndir verða frumsýndar á þessu ári. Hér fyrir neðan er stutt samantekt.
Titill: Væntanleg: Aðalhlutverk: Leikstjóri Deadpool 12. febrúar Ryan Reynolds, Morena Baccarin Tim Miller Batman VS. Superman 25. mars Ben Affleck, Henry Cavill , Jesse Eisenberg Zack Snyder Captain America: Civil War 6. maí Robert Downey Jr., Chris Evans, Anthony Mackie Joe and Anthony Russo X-Men: Apocalypse 27. maí Michael Fassbender, Jennifer Lawrence, James McAvoy Bryan Singer Suicide Squad 5. ágúst Will Smith, Jared Leto, Margot Robbie, Common David Ayer Gambit 7. október Channing Tatum , Lea Seydoux Doug Liman Doctor Strange 4. Nóvember Benedict Cumberbatch, Rachel McAdams, Tilda Swinton Scott Derrickson
17
HVAÐ ER AÐ SKE
Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður
18
HVAÐ ER AÐ SKE
skemmtun
TWEET KYNSLÓÐIN
Game of Thrones Pub Quiz Skemmtistaðurinn Glaumbar blæs til spurningaveislu næsta fimmtudag þar sem sjónvarpsþættirnir sívinsælu, Game of Thrones, verða í brennidepli. Tveir til sex liðsmenn eru í hverju liði og góðum vinningum er lofað fyrir 1. og 2. sætið, en einnig verða verðlaun veitt fyrir besta liðsnafnið og bestu búningana. Hvar: Tryggvagata 20 Hvenær: 14. janúar kl. 21:30 - 01:00 Miðaverð: Frítt Nánar: www.facebook.com/events
Heimspekikaffihús Heimspekikaffihús eru haldin á Kaffi Loka annan hvorn laugardag frá kl. 14:00-16:00 þar sem málefni eru krufin á mannlegum nótum og allir velkomnir að hlusta og taka þátt. Fjórar reglur eru þó fyrir hendi:
Hvar: Kaffi Loki, Lokastígur 28 Hvenær: 9. janúar kl. 14:00 - 16:00 Miðaverð: Frítt Nánar: heimspekikaffihus@gmail.com www.facebook.com/events
Predator Við erum stödd í ljósaskiptunum milli grísks harmleiks og tekknó-maníu. Í þremur þáttum varpar PREDATOR fram birtingarmyndum þjáningar, náð hennar og fegurð: I. Að finna til í fegurðinni II. Að finna til í striti og velúr III. Að finna til í náðinni Höfundur þessa verks er Saga Sigurðardóttir en tónlistin var samin af Hallvarði Ásgeirssyni og Good Moon Deer. Verkið var frumflutt á Reykjavik Dance Festival 2014 og naut stuðnings frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 13. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.900 kr. Nánar: www.midi.is/
Ljóðapartí á Gauknum Á föstudagskvöldið verður haldið ljóðapartí á Gauknum. Þá gefst ljóða- og partíunnendum færi á að hlusta á fjölbreyttan hóp ljóðskálda lesa upp á íslensku, spænsku og finnsku. Einnig munu gítarleikarinn Kauko Röyhkä og söngkonan Olga Välimaa koma fram. Kynnir kvöldsins er Hildur Knútsdóttir rithöfundur. Hvar: Tryggvagata 22 Hvenær: 8. janúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt Nánar: www.facebook.com/events
Börn eru svo lélegir leikarar. Finnst að fullorðnir ættu að leika þau. #ófærð @ergblind
Þið hafið viku til að sjá Star Wars & Making a Murderer áður en við byrjum öll að tala um það Við neitum að vera þrælar framtaksleysis ykkar. @hrafnjonsson
1) Einn talar í einu 2) Rökstyðja 3) Halda sig við efnið 4) Ekki vitna í aðra, notaðu eigin orð Næsta laugardag mun málefnið „Hvað er pólitísk rétthugsun?“ vera til umræðu. Nánari upplýsingar um dagsetningar og næstu málefni til umræðu má nálgast á Facebook síðu hópsins, Heimsspekikaffihúsið.
starfsmaður Dominos: símanúmer? ég: xxxxxxx hann horfir á skjáinn: ertu búinn að panta tvisvar í dag? ég: you shut your whore mouth @olitje
Hí á Húrra Uppistandskvöldin, Hí á Húrra, hafa nú þegar slegið í gegn. Nú mæta brandarameistararnir allir með nýtt efni á nýju ári. Fram koma Hugleikur Dagsson, Bylgja Babýlons, Andri Ívars, Þórdís Nadia, Snjólaug Lúðvíks og Ragnar Hansson. Hvar: Húrra Hvenær: 7. janúar kl. 20:30 Miðaverð: 1.000 kr. Nánar: www.facebook.com
Var að heyra í Balta. Það er víst enginn morðingi í #ófærð - morðmálið er bara Kafkaesque metafóra fyrir íslenska vegakerfið. Engin lausn. @DagurHjartarson
Þessi leikarahópur í forsetakosningunum er nú þegar orðinn rosalegur. Er Hrafn Gunnlaugsson að leikstýra þessu? @BragiValdimar
Tímamót frammundan. Ég vil ekki hljóma svartsýn en það er náttúrul. hlýnun jarðar og enginn veit enn hvað á að gera við aids eða Svein Andra. @harmsaga
20
HVAÐ ER AÐ SKE
Una valrún
síta valrún
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA
2016
Loksins er komið nýtt ár og þúsund möguleikar til að byrja ferskur. Tími til að spegla sig og taka stöðuna. Hvað er ég að gera og Í HVERJU ER ÉG EIGINLEGA? Eftir að hafa skoðað andagiftina fyrir tískuárið 2016, skimað um og athugað spár, þá get ég nefnt nokkra hluti sem eru áberandi, sem mér líkaði mest: mjög mikið af „nude“ og púðurlitum, en einnig sterkir litir. Grænir, dökkir kopartónar, ferskjulitaður, vínrauður og indigo; bæði saumlaust og „clean“, en líka útsaumur og hekl ásamt miklum munstrum. Ég hef mikla trú á glitrandi áferðum og reimuðum stígvélum; fullt af skóm innblásnum af inniskóm „slip-in“ (ekki Birkenstock týpan heldur asíska-hótelinniskó týpan), undirkjólar, „slinky“ „slip“ kjólar, „midi pils“, buxna- og jakkasett, flíkur sem eru undir japönskum áhrifum sem og ósportlegar sportlegar flíkur án merkja, svolítið af hermanna áhrifum og öklakeðjur. Áhugavert er að þó að okkur finnist við stundum týnd í okkar eigin stíl þá erum við flest öll með smekk – einhvern rauðan þráð sem hefur fylgt okkur frá því að við höfðum skoðun á klæðavali, fyrir leikskólann eða seinna meir þegar við ráfuðum um (já, það er langt síðan) í Impuls deildinni í H&M. Á þeim tíma sem maður keypti sér einn hlýrabol fyrir allan vasapeninginn sem maður hafði safnað yfir mánuðinn. Persónulega þá hef ég, síðan ég man eftir mér, dregist að hlutum sem eru gulllitaðir, með pallíettum eða bara prinsessulegir á einhvern hátt. Á nýju ári er fullkomið að fara aðeins yfir málin og velta því fyrir sér hvernig maður vill vera. Því það er sannleikur í „pepp“ tilvitnunum á Instagram: Maður getur stöðugt breyst og þróast - það er undir þér komið hver þú ert. Það er náttúrulegt að endurskapa sjálfan sig og það er mjög áhugavert að líta yfir farinn veg og skoða stílferðalagið sitt. Ég trúi á kaos sem virkar. Ég trúi á heilaga blöndu úr úr öllum áttum: Alkemíuna, jafnvægið og mikilvægi hins óvænta. Persónuleg tjáning og tilraunakennt val á klæðaburði er skemmtilegt. „Normcore“ finnst mér frekar mikið leiðinlegt enda er það að deyja út. Hins vegar væri gaman að „mix-a” Fruit of the Loom peysunni úr því dánarbúi við pallíettu pils: Finna gamlan kjól í kjallaranum sem er fullkominn undir nýja bleiserjakkann. Ég held að maður lumi á lúmskt mikið af fötum sem eiga skilið fleiri sénsa, sem geta lifað nýju lífi í bland við nýjar flíkur. Á þessu ári ætla ég að heiðra eigin smekk eins og hann hefur þróast í gegnum tíðina. Ég ætla að fara með fullan poka til skraddarans og láta stytta og laga. Með því virði ég fötin mín og spara einnig pening - og get þar af leiðandi í vor keypt „Japanese” kóral-lituðu silkibuxurnar með útsaumnum frá Forte Forte. Svo ætla ég að fá mér kærasta svo að ég geti verið í peysunum hans og vonandi á hann líka flottan leðurjakka.
Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!
RÚM
ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!
Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.
Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is
22
28
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
Græjur HÖNNUN
GOAT MUG DESNAHEMISFERA/EQUA
RUGGIE LÝSA LAMP Besti vekjarinn
Fallegur lampi sem hægt er að fá í þremur útgáfum með mismunandi Erfitt að vakna? Ekki lengur.lýsingu. RuggieHönnuðurinn er fékk innblástursem frá fagra viðmotta hönnun vekjaraklukka liggurÍslandi eins og á gólfinu. lampans. Viðurinn fráþarf Frakklandi Til þess að slökkvakemur á henni að stígaog ofan á lampinn er framleiddur Umhverfisvæn hana í 3 sek. Sem þýðir þar. að þú ert komin á fætur. og hönnun. Youábyrg snooze you loose! Nánar http://www.lysalamp.com/ Nánar: www.ruggie.co/
PEDALIST Virtue
OHHIO
Þetta verður eitthvað. Nú er engin afsökun lengur fyrir því að hjóla ekki í vinnuna. Þetta Þessiteppi græjakallar tekurá 2kósýkvöld fullorðnaog ogkertaljós. 1 barn Handunnið úr 100% Merino ull. Kemur (eða farangur). Kemst í gegnum umferð í og nokkrum litum; hvítu, gulu,með gildur áfallegum reiðhjólastígum. Kemur bleiku, bláu, gráu og grænu. rafmagnsmótor til að létta á ef þarf. Nánar http://ohhio.me/ Nánar: www.virtuebike.com/
Með þessum bolla drekkur maður kaffið til hins síðasta dropa. Hannaður til að spilla ekki neinum óþarfa. Hægt er að breyta glasahaldinu svo að bollinn standi einn og sér. BPA frjálst og hægt að geyma á nokkra vegu svo það er ekki þörf á að halda stöðugt á bollanum. Nánar http://www.goat-story.com/
TECHNICS 1200 Technics hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem aðal plötuspilari plötusnúða og verið stabíll síðan hann var hannaður árið 1972. Technics hætti framleiðslu á spilaranum árið 2010 en frá 1972 2010 hafði Technics selst í þremur milljónum eintökum. Nú, fimm árum eftir að Technics hætti framleiðslu, ákváðu þeir að vinda sér í nýjan spilara. Aðdáendur, plötusnúðar sem og vinýl safnarar eru í skýjunum með nýja spilarann og á hann að vera enn betri en upprunalegi Technics 1200. Spilarinn fékk heitið Grand Flass og er um þessar mundir að detta á markaðinn. Nánar: www.technics.com
SKINNY BITCH DESIGN BY US Töffaralegur leðurstóll frá danska hönnunarfyrirtækinu Design By Us. Fæst í Snúrunni, Síðumúla. Nánar snuran.is
Tetriz er mánaðarlegur old school Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
SUGR MAPLE‘CUBE’ SET
Þráðlausir og mínimalískir. Hægt að stoppa og spila hljóðið Einstakir hnífar frá Federal Inc. næsta Efniviðurinn er kanadískur með einni snertingu og setja lag á með einni hreyfingu. hlynviður ogkoma þýsktmeð gæðastál. Handgerðir hver hnífur Hátalarnir innbyggðri Spotifysvo tengingu sem erauðveldar einstakur.manni Leiðbeiningar fyrirappinu. viðhald. Tilvalin gjöfað nota að nota fylgja það með Einnig hægt fyrir alla‘Airplay’. matarunnendur. Apple Kemur í kirsuberjavið, beiki og hvítu. Nánar http://www.warehousebrand.com/products/mapleset Nánar: www.sugrsugr.com
gerðu tónlist á
Jam
alvöru gítarsánd
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
makkann þinn
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
Bunk Bar Börger
Pizzastaðurinn á Hverfisgötu sem heitir ekki neitt
Í gær fór ég á Bunk Bar. Ég fór á Bunk Bar vegna þess að klukkan var sjö. Og þegar klukkan er sjö á Bunk Bar er klukkutími eftir af Happy Hour (Happy Hour er á hverjum degi á milli 16:00 – 20:00). Ég vildi að ég gæti fullyrt, í fullri og alvörugefinni einlægni, að sérhver klukkutími í lífi mínu sé Happy Hour – en það væri augljós og helber lygi. Það væri augljós og helber lygi sökum þess að líf mitt er eins sveiflukennt og karabísk höfrungareið í sjóstormi; ég sting mér djúpt ofan í hyldýpi hamingju og fegurðar, og brýst svo upp á yfirborð kvíða og streitu: upp og niður, upp og niður, stríð og friður, stríð og friður, því og miður – en hvað um það ... Ég fór á Bunk Bar. Ég pantaði mér Einstök White Ale og bað þjóninn um að skreyta ölið með appelsínu af því að ég er kvenlegur fagurkeri og skammast mín ekkert fyrir það. Því næst þaul-las ég matseðilinn og pantaði mér hamborgarann: „Fá hamborgarann, monsieur.“ Svo stakk ég mér út í horn og sötraði bjórinn bóhemstæl með frakkakragann upp að eyrum og hugsaði um Schopenhauer („einsemdin er örlög allra stórmenna.“) Já, já, já. Fyrir þá sem hafa ekki komið á Bunk Bar, lof mér að lýsa stemningunni og andrúmsloftinu: Orðið „bunk“ útleggst á íslensku sem „svefnbálkur“ – en það er ekkert svæfandi við staðinn. Nei, ef eitthvað er þá er staðurinn fremur fjörgandi, lífgandi og uppörvandi. Á Bunk er mannfólk, og ekki hvimleitt mannfólk, heldur hresst mannfólk á besta aldri með góðan húmor í fallegum skóm. Ég sat og hugsaði. Það leið ekki langur tími þangað til að hamborgarinn tyllti sér á borðið og ég smakkaði: bacon, brie ostur, rucola, laukur, chili mayo sósa, gúrkur og tómatar. Einnig kom borgarinn í fylgd franskra kartafla með tómatsósu og majónes sósu og þetta var allt saman stórkostlegt: bjórinn, börgerinn, franskarnar, andrúmsloftið og lífið. SKE mælir með Bunk.
Það eru margar leiðir til þess að auglýsa veitingastað. Sumir birta auglýsingar í dagblöðum og tímaritum. Aðrir beita veraldarvefnum sem auglýsingarmiðli. Svo eru þeir sem nýta sér auglýsingaskilti, sjónvörp, síma og bréfpóst. Allir þessir miðlar geta borið árangur – ef auglýsingarnar og veitingastaðurinn hafa eitthvað fram að færa. EN svo eru veitingastaðir sem trúa svo sterkt á gæði eigin vöru – að þeir auglýsa ekki neitt. Þess í stað treysta þeir því að viðskiptavinirnir muni auglýsa veitingastaðinn munnlega og án endurgjalds. Fyrir ekki svo löngu opnaði veitingastaður á Hverfisgötu 12 sem er svo öruggur með sig að hann treystir ekki einungis alfarið á tungu viðskiptavina sinna – heldur fann hann sig ekki knúinn til þess að skíra staðinn. Staðurinn er gjarnan kallaður „nafnlausi pizzastaðurinn þarna á Hverfisgötunni.“ Hægt og rólega hefur þessi staður krækt í hjörtu vina minna og verið talsvert í uppáhaldi (ég hins vegar hef ávallt verið skeptískur). Fyrir nokkrum dögum síðan kom ég við og byrjaði máltíðina eins og Napóleon: eftirréttur fyrst. Ég fékk mér bræddan ísbúa og súrsað grænmeti, ásamt svörtum pipri og eldbökuðu brauði. Þetta var óhefðbundið en gott. Því næst fór ég í pizzu. Pizzan hét Etrúskur aðall: ólífuolía, ólífur, ostur, salat og parmesan. Pizzan var líka fremur óhefðbundin en hún var fín. Þjónustan var góð og andrúmsloftið rólegt. Hverfisgatan (staðurinn er iðulega kallaður Hverfisgatan) er áhugaverð viðbót í íslensku pizzuflóruna. Að lokum er vert að benda á að auglýsingatækni staðarins er að ganga upp; því hér er ég, blaðamaðurinn, að auglýsa staðinn í prenti. Af sjálfsdáðum. Án endurgjalds.
Orð: Skyndibitakúrekinn
Orð: Ragnar Tómas
Auglýsingar
H E I LSUMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar
Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
Orkustöðvar og áhrif þeirra Orkustöðvar líkamans hafa áhrif á heilsu okkar og líðan líkamlega og andlega. Streita, áföll, veikindi og fleira hafa áhrif á virkni þeirra og geta myndað stíflur og hindranir sem hafa svo áhrif á okkur á svo margan máta. Hver orkustöð hefur ákveðin lit, hlutverk og áhrif. Á þessu námskeiði er farið í virkni og áhrif hverrar orkustöðvar fyrir sig og kenndar æfingar og hugleiðslur sem hjálpa til við að efla hverja orkustöð fyrir sig og losa um um þær stíflur sem fyrir eru. Kennt er einu sinni í viku á mánudögum kl. 20:00-21:30 í átta skipti og ein orkustöð tekin fyrir á hvert sinn. Innifalið í verði er aðgangur að opnum tímum Yoga Hússins. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið. Engin reynsla af hugleiðslu eða æfingum er nauðsynleg til að taka þátt
HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ Nærandi hugleiðslunámskeið kennt af Arnbjörgu Kristínu jógakennara og heilara. Kenndar verða átta mismunandi hugleiðslur til heimaiðkunar. Í tímunum er unnið með mildar jógaæfingar, hugleiðslu, öndun og gongslökun fyrir bættri líðan. Innifalið í námskeiðinu eru átta endurnærandi miðvikudagskvöld og einn einkatími í Sat Nam Rasayan heilun/ráðgjöf sem byggir þig upp og losar djúpa þreytu úr huga, líkama og sál. Þátttakendur fá einnig hugleiðslur sendar heim í vefpósti. Hvar: Jógasal Ljósheima, Borgartúni 3, 4. hæð í Reykjavík. Hvenær: 13. janúar 19:45-21:00 Verð: 17.000 kr. Skráning: akk@graenilotusinn.is
Hvar: Yoga Húsið, Trönuhrauni 6 Hvenær: 11. janúar kl 20-21:30 Verð: 16:500 kr Skráning: yogahusid@gmail.com
ÉG ER NÓG KK
GÖNGUSKÍÐANÁMSKEIÐ Gönguskíðanámskeið fyrir almenning hefst sunnudaginn 10. janúar 2016. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 6. janúar í fundasal Ísí kl 20:00. Farið verður ítarlega í grunntækni í skíðagöngu og lögð áhersla á að auka grunnþol. Einnig verður farið yfir hvernig á að bera undir skíðin. Námskeiðið verður í 10 skipti í eina klukkustund í senn í Bláfjöllum eða í bænum ef snjólög eru næg. Kennarar á námskeiðinu eru Auður Kristín Ebenezerdóttir og Óskar Jakobsson þaulreyndir skíðagönguþjálfarar.
LOKSINS líka fyrir karlmenn! Hópmarkþjálfun og jóga nidra kennt af Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur markþjálfa og Unni Valdísi vöruhönnuði og Jóga Nidra kennara. Farið verður í að gera stefnumótun í lífi nemandans, komist að eigin gildum og fyrir hvað þú stendur. Viltu gera eitthvað öðruvísi á nýju ári? Viltu búa þér til nýtt lífsmunstur og setja þig í fyrsta sæti? Viltu finna drauminn þinn og byrja að virkja hann? Farið verður í þetta og margt fleira á innihaldsríku námskeiði fyrir alla karlmenn. Hvar: Sólir Jóga og heilsusetur Hvenær: 10. janúar 2016 frá kl.17:00 -19:30 Verð 5.000 kr. Skráning: Hjá Sólir (solir@solir.is), gefa upp nafn, netfang, kennitölu og síma.
Hvar: Bláfjöll Hvenær: 10. janúar Verð: 20.000 kr. Skráning: audureb@kopavogur.is eða í síma 8219442
ÚR VIÐJUM VANANS DANSANDI OG SYNGJANDI Þetta er dagsnámskeið þar sem fléttað er saman tónun/söng, öndun, 5Rytma dansi og hugleiðslu í þéttan vef. Þú færð að prófa að upplifa hvernig þetta samspil hreyfingar og raddar, vinnur inn á líkamann, hugann og orkuna þína. Markmiðið er að losa um líkamann, stækka röddina og stíga út úr viðjum. Þá upplifun geturðu svo tekið með þér út í lífið. Kennarar eru tveir: Sólrún Bragadóttir og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Hvar: Rósin, Bolholti 4 Hvenær: 9 .janúar 2016 frá kl.10:00 -18:00 Verð 18.000 kr. Skráning: sigurborg@5rytmar.is
HREINSUN HREINT MATARRÆÐI Ásdís Ragna grasalæknir heldur námskeið á Gló í Fákafeni þar sem hún kennir einfalda og áhrifaríka hreinsun. Hún fer yfir það hvernig hægt er að virkja afeitrunarkerfi líkamans og mikilvægi þess að gefa líkamanum tækifæri á að endurnýja sig á hreinu mataræði. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig afeitrunarkerfi líkamans virkar, toxísk efni í fæðu, húðvörum og umhverfi okkar, jákvæð áhrif hreinsunar á líkamann, hugmyndir að hreinsandi máltíðum, náttúruleg bætiefni og jurtir sem hreinsa og gefnar verða nærandi uppskriftir sem örva hreinsun líkamans. Hreinsunin sem kennd er á námskeiðinu byggir á metsölubókinni „Hreint mataræði“ eftir hjartalæknirinn Alejandro Junger. Hvar: Gló í Fákafeni Hvenær: 7. janúar kl 18-20. Verð: 4.900 kr. Skráning: www.glo.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 1 1 4 0
Eldur inni í þér? Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „StevensJohnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.
28
HVAÐ ER AÐ SKE
hönnun
KEISUKE FUJIWARA Blómavasi Hannaður af japanska hönnuðinum Keisuke Fujiwara. Vasinn hreyfist með hverju blaði sem fellur af blóminu. Hann kemur í fimm mismunandi litum sem lífga upp á umhverfið. Gerðir úr stáli sem speglar frá sér. Er dropa-laga. Nánar: www.keisukefujiwara.com
PUMPAL LAMP Ewan Cashman Innblásturinn að hönnun lampans er fengin úr barnæsku hönnuðarins, þegar móðir hans bjó til hringlur fyrir hann. Lampanum er hægt að snúa eins og hringlu en þung steypa er í botninum sem tryggir að hann falli ekki í gólfið.
BoBo RKNL Kaffiborð sem á að líkja eftir afrískum Baobab trjám sem hlýða engum lögmálum um hlutföll eða lögun. Efniviðurinn er eik og stál. Nánar: www.rknl.com
Nánar: www.ewancashman.com
JÓGA
SETRIÐ
WAVE CITY Stelios Mousarris Áhrifavaldurinn að hönnun þessa borðs er kvikmyndin Inception (2010), þar sem hægt var að hafa áhrif á daumalífið og dreymandinn sjálfur gat hagrætt draumi sínum. Þyngdarafl og rök skiptu ekki máli. Nánar: www.mousarris.com
SKIPHOLTI 50 C CARUSO Paolo Capello
S: 778 1000
jogasetrid.is
Trompetlaga hátalarar, innbyggðir í fallegan skáp. Hátalarnir og skáparnir koma í einkar flottu og fjölbreyttu lita- og efnis úrvali sem ætti að höfða til sem flestra. Þeir eru þráðlausir svo hægt er að tengja þá við slík sjónvörp, flesta síma og tölvur. Nánar: www.newblack.it
30
HVAÐ ER AÐ SKE
Spurt & Svarað Sunna Ben Myndlistarkona, DJ og kattahvíslari Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn, Öfugnöfn? Þegar ég var að byrja að DJ-a reyndi ég að fá að kalla mig $ubba Tudda, en það þótti svo ljótt að bókarar neituðu að skrifa það á dagskrár, svo það festist aldrei við mig. Annars tekur fólk stundum upp á því að kalla mig Sunnfríði, bróðir minn hélt að ég héti það í alvöru þangað til fyrir svona tveimur árum, honum brá mjög að Sunna væri ekki stytting. Tupac eða Biggie? Af hverju? Tupac, alla leið. Hann hefur lengi verið uppáhalds rapparinn minn, góður maður og gæðalegur, vissi hvað hann söng frá unga aldri. Elska Pac. Ef þú yrðir að lýsa sjálfri þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða? Stuttfætt, sterkbyggð en mjúk, með gotnesku yfirbragði. Vel tennt með þykkan makka. Að mestu leiti búin til úr vatni. Hvert er uppáhalds dýrið þitt og í hvaða pósu er dýrið þegar þú hugsar um það? Kötturinn minn hann Salem. Mér þykir vænst um hann þegar hann sefur á bakinu með opinn munn og augu og stuttu loppurnar sínar krullaðar í litla snúða meðfram hliðunum. Hljómar ógeðslega en er cute as fuk. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Sko ég reyni að gera allt til að fara ekki að stressa mig yfir ókláruðum verkefnum og vinnutörnum, svo ég hugsa annaðhvort um sólarstrendur eða einhvern sem ég er skotin í,
PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR
þá dettur maður líka stundum í draumasleik, sem er snilld. Hvert er lag ársins (2015)? Sem DJ, hvaða lag spilar þú á undan og eftir því? Shut Down með Skepta, klárlega. Það er hægt að spila hvað sem er á undan en ef ég ímynda mér að við Sura séum að spila þetta seint um kvöld á Prikinu þar sem það á best við, þá væri til dæmis hægt að taka U Mad með Vic Mensa, Shut Down með Skepta og svo Man Don't Care með JME. Grjóthart og glæsilegt. Hefur lífið tilgáng? Ef svo, hver er tilgángurinn? Svo sannarlega. Hnébeygjur. Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Ég er með mjólkuróþol, en ég spúði Kristal út um nefið á Seth Rogen jólamynd ársins fyrir svona tveimur vikum, vonandi fór ekki mjög mikið á manninn fyrir framan, hann sagði amk ekki neitt greyið. Uppáhalds tilvitnun / „one-liner“ ? "It's not a fluke, it's been tried, I'm the truth." Dr. Dre „Go-to“ æfing í „Gym“-inu? Af hverju? Hnébeygjur, þær gera öllum skrokknum gott. Áður en ég fór að gera hnébeygjur oft í viku var ég með auma mjöðm og lélegt jafnvægi, það hefur snarlagast síðan ég kynntist hinum ýmsu hnébeygjum. Svo verður esið líka svo fínt.
THE WORLD THIS WEEK Það er gott að vera meðvitaður um það sem er að gerast í heiminum. Sá sem er ekki meðvitaður um það sem er að gerast í heiminum getur ekki kallað sig alheimsborgara – og til hvers að lifa á þessari jörð ef maður ætlar ekki að vera alheimsborgari? Það er smásálarlegt að vera ekkert annað en íslenskur ríkisborgari; að sjá ekki handan stranda eyjunnar. Ef þér langar til þess að gerast alheimsborgari, en skortir tíma,
þá er hlaðvarpsþátturinn The World This Week fyrir þig. Á hverjum föstudegi tekur BBC það helsta úr heimsfréttunum og vefur því saman í einn þátt. SKE hefur verið áskrifandi af þessum þætti frá því í fyrra. Að sökum þess vitum við af gengislækkun randsins í Suður Afríku; af sáttmála FARC og ríkisstjórn Kólombíu; af nýstofnuðu bandalagi Saudi Arabíu. Ekki vera smásálarlegur, vertu alheimsborgari – og hlustaðu á The World This Week.
HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu
LÖÐUR
NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF
FISKISLÓÐ 29
101 REYKJAVÍK
568 0000
WWW.LODUR.IS
Komdu að æfa
Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - www.hreyfing.is