Ske #42

Page 1

Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 15.01–21.01

SKELEGGUR

VERTU EKKI ÞÚ SJÁLFUR

#42

ske.is

SPURT & SVARAÐ

STURLA ATLAS

TÍSKA

VICTORIA'S SECRET

MATUR

SNAPS

„ÞAÐ ER KANNSKI STÆRSTI MUNURINN Á ÍSLENDINGUM OG FÆREYINGUM: ÍSLENDINGAR ÞORA AÐ TAKA SÉNSINN.“

– SKE spjallar við Eivør Pálsdóttir


2

HVAÐ ER AÐ SKE

Götur Reykjavíkur

SKEleggur Vertu ekki þú sjálfur (Tileinkað David Bowie.) Ég er ósammála öllum þeim sem segja: „Vertu þú sjálfur.“ Ég er ósammála þeim vegna þess að fyrir mér er þetta rangt viðhorf (þetta er eins og að vera mótfallinn Seinfeld – eða fílakaramellum, eða að aðhyllast þjóðernishyggjuna.) Meginkostur mannsins felst ekki í getu hans til þess að vera ætíð samkvæmur sjálfum sér í hugsun eða hegðun, öllu fremur í hæfileika mannsins til þess að vera eitthvað annað en hann sjálfur; til þess að teygja sig handan sjálfsins; til þess að aðlaga sig að göfugum hugsunum og háleitum hugsjónum – og til þess að breytast dag frá degi. Maðurinn hefði aldrei þróast neitt hefði hann ávallt verið hann sjálfur (hvað er sjálfið annað en óþrjótandi möguleiki til sjálfssköpunar?) Ímyndaðu þér, til dæmis, ef að á steinöldinni einhver spjátrungslegur sófisti hefði stigið upp í pontu (klifrað upp á stein) og ávarpað samfélagið með þessum orðum: „Verið þið sjálf!“ Hefðu samtímamenn hans bitið þetta í sig – og prísað sig sæla sem ólæsir barbarar sem svöluðu eigin eðlishvötum, í sífellu, til nauðganna og morða, sökum þess að þær hvatir rímuðu fullkomlega við fyrrgreint spakmæli, þá værum við ennþá í steinöldinni – værum ennþá andfúlir barbarar með frussandi tannholdsbólgu í snjáðum skóm. Þeir sem eru þeir sjálfir hugsa um „sjálfið“ sem eitthvað kyrrstætt, stöðugt, óhagganlegt – þeir sem eru eitthvað meira hugsa um „sjálfið“ sem eitthvað breytilegt, óstöðugt, hverfult – eins og David Bowie. Kannski las Bowie Hegel. Kannski ekki. Hvað um það. Georg Wilhelm Friedrich Hegel var hyldjúpur hugsuður sem sagði að Guð væri í raun ekki lifandi vera, heldur væri Guð sjálfsákvörðunarferlið sem fyrirfinnst í öllum fyrirbærum (the process of self-determination imbued into all things), og bætti svo við að maðurinn tæki þátt í guðdóminum þegar hann skapaði sig sjálfur – en léti ekki ytri aðstæður móta sig. Þetta er merkileg hugmynd. Merkilegur sannleikur. Því tek ég undir með Bowie og Hegel og Nietzsche og Cary Grant – já Cary Grant (Cary Grant sagði einu sinni að hann hefði reynt að vera einhver ákveðinn maður þangað til að hann varð maðurinn eða maðurinn varð hann) – og segi: „Skapaðu sjálfan þig“. Frelsið er sjálfsþekking og það er guðdómlegt að ákvarða sjálfan sig. Hvíl í friði David Bowie, Ziggy Stardust, Hvíti hertogi. Hegel. Nietzsche. Og Grant. Vertu ekki þú sjálfur – vertu eitthvað göfugra, fallegra, betra og stærra.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Eivør Pálsdóttir Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Fræðsla og þjónusta fyrir námsmenn Það þarf ekkert að sannfæra námsmenn um mikilvægi þekkingar. Kíktu á vefinn okkar og búðu þig undir spennandi framtíð.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 3 5 0

arionbanki.is/namsmenn

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 3 5 0

fi e r k s u t r e V n a d n u á


4

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Osmo og Mahler MYRKIR MÚSÍKDAGAR Myrkir Músíkdagar er tónlistarhátíð sem býður upp á metnaðarfulla dagskrá sem samanstendur af fjölda spennandi tónleika með samtímatónlist á dimmasta tíma ársins. Markmið hátíðarinnar er að veita birtu í huga áhorfenda og þátttakenda í svartasta skammdeginu. Á Myrkum músíkdögum í ár verður lögð áhersla á áhugaverða og skemmtilega tónleika þar sem meginþorri verkanna eru frumflutt á hátíðinni. Boðið verður upp á einstaklega fjölbreytta dagskrá sem inniheldur einleikstónleika, kammertónleika, slagverks- og raftónleika. Hvar: Myrkir músíkdagar eru haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu en einir tónleikar fara fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hvenær: 28. - 30. janúar 2016 Miðasala: www.tix.is/ Vefur: www.darkmusicdays.is/dagskra/

Bandaríski fiðluleikarinn Esther Yoo vakti athygli tónlistarheimsins árið 2010 þegar hún varð yngst til þess að hreppa verðlaun í Sibeliusar-fiðlukeppninni, aðeins 16 ára gömul. Í kjölfarið tók Vladimir Ashkenazy hana undir verndarvæng sinn, hefur haldið með henni tónleika og gefið út geisladisk. Hún var nýverið valin til að taka þátt í BBC New Generation Artists, sem miðar að því að kynna hæfileikaríkasta tónlistarfólk nýrrar kynslóðar fyrir heiminum. Esther leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1704 og það er sannarlega ánægjuefni að þessi unga listakona sæki Ísland heim í fyrsta sinn. Miðasala á tix.is.

Ell Sol á Tjarnarbarnum Ell Sol (Joan Mena) er tónlistarmaður frá Katalóníu sem hefur nýlega lokið 150 tónleikum í Evrópu og Vestur-Afríku. Þar deildi hann sviðinu með þekktum þarlendum tónlistarmönnum. Lög hans eru flest á móðurmáli hans, katalónsku, en hann hefur skapað sér sérstöðu með tónlist sem ætlað er að mynda djúpa tengingu við áhorfendur. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 18. janúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 21. janúar kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr.

La vie en rose Geðsjúkt kvöld #1 Baráttusamtökin GEÐSJÚK sem tröllriðu samfélagsmiðlum í október síðastliðnum, með átakinu og Twitterbyltingunni #égerekkitabú, standa fyrir geðsjúku skemmtikvöldi á Loft Hostel næstkomandi laugardag. Hárprúði rapparinn Kött Grá Pjé mun flytja tónlist sína, Futurgrapher þeytir skífum ásamt framkomu fleiri listamanna. Hvar: Bankastræti 7 Hvenær: 16. janúar kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Sigríður Thorlacius, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Snorrason verða á léttu nótunum í upphafi nýs árs. Fjórða árið í röð býður Salurinn upp á hálftíma langa hádegistónleika sex sinnum yfir veturinn. Guðrún Birgisdóttir leiðir þessa fjölbreyttu og vönduðu dagskrá. Miðasala er á tix.is. Hvar: Salurinn, Kópavogur Hvenær: 20. janúar kl. 12:15 Miðaverð: 1.500 kr.

System of a Down Tribute Armensk/ameríska rokksveitin System Of A Down verður heiðruð á föstudagskvöldið á Gauknum. Hljómsveitin hefur gefið út fimm breiðskífur sem selst hafa í yfir 40 milljón eintaka. Hljómsveitin á ófáa slagara sem munu heyrast á þessum tónleikum en dagskráin spannar lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið 1994 í Kaliforníu. Miðasala er á tix.is. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 15. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.



6

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

NÝTT Á NÁLINNI

Ómkvörnin Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk þeirra eru flutt í samstarfi við bæði hljóðfæraleikara skólans sem og annars staðar frá. Þessi fjölbreytta tónaveisla verður nú haldin í sjöunda sinn en þrjár sýningar eru í boði.

Helgin á Kaffibarnum

Yael Naim – Walk Walk (20syl Remix)

Hvar: Kaldalón, Harpa Hvenær: 15. janúar kl. 18:00, 16. janúar kl. 13:00 og 15:00 Miðaverð: Frítt

Nú um helgina eru það tvær kanónur úr íslensku skemmtanalífi sem skipta með sér helgarvaktinni á Kaffibarnum. Annars vegar er það Hljómalindadrengurinn og Formaðurinn, DJ Kári, sem sér um föstudagstónana og hins vegar er það DJ Margeir á laugardeginum sem strýkur lokkana og þeytir í góðan ritz-kex bræðing. Stíf dagskrá - stífur dans.

David Bowie – Dollar Days

Hvar: Bergstaðastræti 1 Hvenær: 15. og 16. janúar kl. 23:00 - 04:30 Miðaverð: Frítt

Celestine / Great Grief / Grit Teeth Sjóðandi heitt kvöld á Húrra næstkomandi fimmtudagskvöld þegar hljómsveitirnar Celestine, Great Grief og Grit Teeth bræða saman í tónleika.

Kendrick Lamar – Untitled 2

Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 21. janúar kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

Kanye West – Real Friends

Rúnar Þórisson útgáfutónleikar Rúnar Þórisson heldur útgáfutónleika nú á föstudaginn til að fagna nýjustu plötu sinni, Ólundardýr, sem kom út þann 7. nóvember síðastliðinn. Umsagnir og dómar um Ólundardýr hafa verið mjög lofsamlegir og hefur hún ratað á nokkra lista yfir bestu plötur ársins 2015. Ásamt Rúnari koma fram tvær dætur hans, Lára og Margrét, sem syngja, radda og spila á hljómborð en þær hafa báðar gefið út plötur á síðasta ári, Lára plötuna Þel og Margrét plötu með hljómsveitinni Himbrimi. Miðasala er á midi.is. Hvar: Café Rosenberg, Klapparstíg 25-27 Hvenær: 15. janúar kl. 22:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Babies Flokkurinn & GKR Partýhópurinn og diskóflokkurinn Babies skellir í risaball á laugardaginn. Þeir sem hafa mætt á böllin hjá Babies vita að dansinn mun duna og svitinn mun seitla. Ekki nóg með að gleðisveitin verður í sínum fínasta gír þá verður sjálfur GKR með sinn eigið performans í hans fínasta gír. Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 16. janúar kl. 23:00 Miðaverð: Frítt

Timbaland – Shakin’ ft. Aaliyah & Strado


SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.

“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”

QQQQQ www.whathifi.com


Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Eivør Pálsdóttir

SKE: Ég er Íslendingur. Og sem Íslendingur hef ég lengi haldið því fram að við, ég og 330.000 samlandar mínir, eigum einkarétt á nokkrum sérstæðum ævisögulegum staðreyndum. Ég hef haldið því fram að við eigum einkarétt á því að vera frá lítilli eyju í norður Atlantshafinu; að tala tungumál sem er eins sjaldgæft og viti borinn stjórnmálamaður; og að „eiga“ einstaka söngkonu sem býr yfir yfirnáttúrulegri rödd – og ég farið hátt með þær staðreyndir í útlöndum. Ég er lítið gefinn fyrir þjóðrembing en, við og við, er ég sit slompaður við einhvern erlendan bar, hef ég rankað við mér í þesskonar blaðri: „I am from Iceland, you know, and we (hiksti) are probably the greatest (rop) small country in the world ...

Jenis av Rana Gay Pride í Færeyjum og þú steigst fram: Þú sagðir að það væri réttast að hunsa þröngsýna menn á borð við Jenis av Rana. Finnst þér færeyskt samfélag, samt sem áður, vera að þokast í átt að meiri frjálslyndi? Mér finnst það. Mér finnst rosalega leiðinlegt að skoðanir Jenisar hafi fengið svona mikla umfjöllun. Það gefur fólki mjög ranga mynd af færeysku samfélagi. Þröngsýni fyrirfinnst alls staðar í heiminum, en hún er auðvitað sýnilegri í svona litlu samfélagi. Við erum ekki svona þröngsýn í raun og veru – að minnsta kosti ekki fólkið sem ég þekki. Hann er ekki að tala fyrir fólkið í Færeyjum, einungis fyrir mjög litlum hópi innan Færeyja. LGBT hreyfingin hefur gert góða hluti undanfarin ár og fólk hefur sýnt mikinn stuðning við hreyfinguna á Gay Pride. SKE: Hann talar þá ekki fyrir hönd fólksins?

do you know Alexander Petersson (semí æl, kyngja) ...

Nei, alls ekki. En í hvert skipti sem hann opnar munninn þá virðast fjölmiðlar hlusta.

fyrir nokkrum dögum síðan, hins vegar, skrafaði ég við

(Eivør hlær.)

manneskju sem getur einnig státað sig af fyrrnefndum

Sem er mjög leiðinlegt vegna þess að þetta teiknar upp ranga mynd af okkur sem manneskjum. Undanfarin ár hef ég verið mjög ánægð með það hvernig Færeyjar eru að opnast og þróast, sérstaklega nýja kynslóðin. Að mínu mati er mjög stutt í það að sá lagalegi möguleiki verði fyrir hendi að allir Færeyingar geti gifst þeim sem þeir elska.

og sérstæðum ævisögulegum staðreyndum. Viðkomandi kemur ekki einvörðungu frá annarri og minni eyju í norður Atlantshafinu og talar ekki einvörðungu enn sjaldgæfari tungumál heldur má einnig segja að hún SÉ þessi einstaka söngkona sem býr yfir yfirnáttúrulegri rödd sem samlandar henna dá – sumsé, Eivør Pálsdóttir. Ég hringdi í Eivør í gegnum Skype, en hún býr í Kaupmannahöfn. Við ræddum David Bowie, fordóma, árásirnar í Köln og Ísland. SKÓLI LÍFSINS SKE: David Bowie lést síðastliðin sunnudag. Varst þú aðdáandi hans? Eivør Pálsdóttir: Já, auðvitað. David Bowie var mikill meistari. Hann breytti lífi svo margra.Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir honum sem tónlistarmanni og hvernig hann hefur endurskapað sjálfan sig í gegnum tíðina. Ég var búin að hlusta mikið á nýju plötuna áður en hann dó og mér líkað vel við. Eftir að hann dó þá fengu mikið af lögunum allt aðra þýðingu. SKE: Ég er sammála því, sérstaklega mætti nefna lagið Lazarus. Það var sérstaklega það lag sem fékk allt aðra þýðingu. Það sem ég hugsaði var: Það er svo týpískur Bowie að gera sjálfan dauðann að listaverki. Lífið hans Bowie var svo mikið listaverk í sjálfu sér. (Blaðamaður byrjar að blaðra eitthvað um lífslistina, eins og svo oft áður í öðrum viðtölum. Svo vísar undirritaður í Eivør sjálfa, sem sagði einhvern tímann að lífið væri besti skólinn.) Það er í lífinu sem maður lærir; þú getur setið á skólabekk en ef þú ferð ekki út í heim og sækir þér reynsluna þá hefur þessi lærdómur afar takmarkaða þýðingu. (Sökum tæknilegra erfiðleika heyrir Eivør lítið í blaðamanni á Skype. Blaðamaður byrjar að bölva tækninni og hugsar svo til orða Róbert Pirsig, sem skrifaði þá merku bók Zen og listin að viðhalda vélhljólum. Róbert Pirsig sagði að skapa list úr tækninni væri leiðin til þess að leysa vandamál tækninnar. Blaðamaður veit ekkert hvað það þýðir eða hvernig það eigi að hjálpa honum í þessum tæknilegu vandræðum – en þetta hljómar afar gáfulega. Svo er vitnað í Schleiermacher.) SKE: Það var einhver sem sagði að það eina sem nemandinn kynnist í háskólanum er það sem hann þarf að læra seinna meir. Mér fannst þetta vel að orði komist. Það er mikið til í þessu. Maður fær einhvern veginn að finna bragðið að því sem maður kemur til með að læra seinna meir.

FORDÓMAR SKE: Oft þegar Færeyjar ber á góma, þá er vísað í þá tilfinningu að Færeyingar beri ákveðna fordóma gegn samkynhneigðum og öðrum minnihlutahópum. Í fyrra, til dæmis, mótmælti færeyski þingmaðurinn

(Blaðamaður spyr Eivør hvort að hún hafi rekist á Jenis eftir að þau áttu í orðaskaki í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa hitt hann í mjög langan tíma. Eivør bætir við að hún þekki hann ekki persónulega.) Mér finnst svo fáránlegt að svona skoðanir fái svona mikla athygli; það særir mig. Það stingur inn við hjartað, því að ég á svo mikið af yndislegum vinum sem eru samkynhneigðir og líf mitt væri mun fátæklegra ef það væri ekki fyrir þau. Fyrst og fremst snýst þetta um jafnrétti og mannréttindi. Í þessum fordómum býr einhver dulinn ótti fyrir því sem maður þekkir ekki. (Eivør afsakar sig fyrir að tala bjagaða íslensku, en blaðamaður hughreystir hana.)

staðan á því máli. Hefur þessi maður látið þig í friði? Blessunarlega er þetta búið. Ég hef reynt að forðast þetta viðfangsefni, sérstaklega í viðtölum, en yfirleitt endar þetta sem einhver rosa yfirskrift. En að sjálfsögðu er ég mjög fegin því að þetta sé búið. (Eivør hlær.) Þetta var mjög óþægileg reynsla, en eins og við töluðum um áðan þá er margt sem má læra af lífinu. (Blaðamaður afsakar sig og segist hafa það fyrir reglu að spyrja ekki klisjulegrar né fyrirsjáanlegrar spurningar; spurningin skrifast einvörðungu á einlægan áhuga blaðamanns á stöðu þessa máls, og hvernig þetta mál tengist því sem hefur verið í umræðunni. Eivør hlær. Blaðamaður fer yfir í eitthvað annað, Eivør til mikillar gleði.)

BRÝR SKE: Þú gafst út plötuna Bridges í fyrra (ásamt plötunni Slør). Um plötuna sagðir þú að hún fjallaði um mismunandi brýr, brýr sem leiða mann frá einum stað til annars; sem breyta hugmyndum manns og viðhorfi; gera mann hamingjusamari, vitrari eða ástfangnari ... Geturðu nefnt einhverja brú sem þú gekkst yfir nýlega (ekki á bókstaflegan hátt)? Pælingin á bakvið þessa plötu er einmitt þetta: Brýr lífsins. Hún fjallar um fólkið sem maður hittir í lífinu sem kenna manni eitthvað mikilvægt, um vináttu og ást. Flest lögin voru samin á meðan ég var á tónleikaferðalagi, en það er ákveðin heimþrá í plötunni líka. Svo má segja að platan fjalli einnig um það hvernig maður sér hlutina betur þegar maður fjarlægist þá – þegar maður er staddur hinum megin á brúnni. (Blaðamaður hugsar um Gore Vidal, sem lengi vel var einkum skarpskyggn á bandaríska pólitík, en hann bjó lengi í Ravello, Ítalíu, og sá föðurlandið í góðri upplausn yfir Atlantshafið.) En það er erfitt að nefna einhverja eina ákveðna brú ...

HEPPIN

SKE: Mér datt í hug hlutverk þitt sem stjúpmóðir, sem þú tókst nýlega að þér.

SKE: Mig langaði að spyrja þig út í árásirnar sem áttu sér stað í Köln á nýársnótt, en þar veittust margir hópar karlmanna að kvenmönnum, áreittu þær kynferðislega og rændu. Hefurðu fylgst eitthvað með þessu máli?

Það er til dæmis risa brú sem hefur tengt mig við eitthvað sem ég hafði ekki áður kynnst. Það var mikil tilbreyting – og góð tilbreyting. Maður hefur eignast nýjan vin, að eilífu, einhvern veginn; ég er mjög þakklát.

Já, þetta er hræðilegt mál.

(Við færum okkur yfir í annað.)

Ég var að spjalla við vinkonu mína um daginn, en hún og vinahópurinn hennar ræddu það um daginn hversu heppin þau væru að hafa ekki lent í neinu áreiti af þessu tagi í gegnum lífið. Það er eitthvað sorglegt við það að „heppin“ sé lýsingarorðið sem varð fyrir valinu. Finnst þér heimurinn fara batnandi, hvað kvenfrelsi varðar?

ÍSLAND

Það er erfitt að segja. Þegar maður heyrði um þessa árás þá hugsaði maður: Vá, hafa hlutirnir virkilega ekki breyst!? Auðvitað finnst mér heimurinn fara batnandi, en það eru svo margir staðir í heiminum þar sem lítið sem ekkert hefur breyst; það er svo margt sem við verðum að laga. Það er löng leið eftir, hvað varðar kvenréttindi í heiminum. SKE: Fyrir nokkrum árum síðan þá varðst þú sjálf áreitt af eltihrelli. Hvernig er

SKE: Þú fluttir 17 ára til Íslands. Hver er stærsti munurinn á Íslandi og Færeyjum? Vá! Þetta er erfið spurning. Fyrst þegar ég kom til Íslands fannst mér Ísland ekki svo frábrugðið Færeyjum, fyrir utan það að maður hafði meira rými. Svo hafa Íslendingar það sem Færeyingar hafa í mun minna mæli: að þora að taka sénsinn, að þora að kasta sér út í djúpu laugina. Það er kannski stærsti munurinn á Íslendingum og Færeyingum: Íslendingar þora að taka sénsinn. Mér finnst Færeyingar oft vera varkárri. SKE: Þið eruð kannski líkari Dönum að þessu leyti? Ég hef heyrt Dani segja mjög svipaða hluti um Íslendinga.


„ÉG HELD AÐ FÆREYINGUM ÞYKI VÆNT UM ÍSLENDINGA. STUNDUM LÍTA ÞEIR KANNSKI SMÁVEGIS UPP TIL ÞEIRRA, EN ÍSLENDINGAR KOMA ÞEIM OFT Á ÓVART Á JÁKVÆÐAN HÁTT; ÞEIR ERU ALLTAF AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT EÐA SPENNANDI.“


10

HVAÐ ER AÐ SKE

Það síðasta sem Færeyingar vilja er að þeim sé líkt við Dani. (Blaðamaður hlær.) Ég held að Færeyingar séu oft meira til baka en Íslendingar. Kannski helgast það af því að við búum í miklu minna samfélagi, á meðan Reykvíkingar eru meiri stórborgarar. Ég held að Færeyingum þyki vænt um Íslendinga. Stundum líta þeir kannski smávegis upp til þeirra, en Íslendingar koma þeim oft á óvart á jákvæðan hátt; þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt eða spennandi og oft smá „crazy.“ SKE: Áttu þér einhverja uppáhalds staði á Íslandi eða er það eitthvað sérstakt sem heillar þig mest?

„Ef ég ætti að nefna einhvern einn stað þá væri það eflaust Mývatnssveit. Það er einn af mínum uppáhalds stöðum.“

konur. Svo gerist það að maður verður ástfanginn af einni konunni og stelur selshamnum, læsir hann í kistu og geymir lykilinn. Þessi umrædda kona býr með honum og verður ástfangin. Þau eignast börn og fjölskyldu. Síðar meir verður löngunin til þess að snúa aftur til hafsins sterkari, en þar á hún enn fjölskyldu og vini. Að lokum stelur hún lyklinum að kistunni þar sem selshamurinn er geymdur og hún hverfur. Þetta er mögnuð saga með fullt að skírskotunum í stöðu kvenna í dag – þessi tilfinning að vera föst á milli tveggja heima. Oft þarf maður að taka mjög erfiðar ákvarðanir. Ég samdi lögin við ljóð sem tengjast þessari sögu. SKE: Hljómar vel. Svo spilar þú á fleiri tónleikum í febrúar, ekki satt?

Ísland er svo magnað land. Það er svo mikið af fallegum, mögnuðum og orkumiklum stöðum. Ef ég ætti að nefna einhvern einn stað þá væri það eflaust Mývatnssveit. Það er einn af mínum uppáhalds stöðum. Þangað hef ég farið nokkrum sinnum.

Ég spila á Græna Hattinum og í Gamla Bíó í febrúar. Þá kem ég til með að spila meira af eigin efni. Ég kem fram með hljómsveitinni minni og við munum spila lög af báðum plötunum sem komu út í fyrrra, Bridges og Slør, ásamt öðrum eldri lögum.

SKE: Þú ert að fara spila á tónleikum á Íslandi á næstunni. Segðu mér aðeins frá því.

Ég hef spilað á mjög mörgum tónleikum, það er rétt. Það er erfitt að tala um eitthvað eitt; þetta blandast allt saman í einn graut, en ég hef átt margar vandræðalegar stundir. Ég man þegar ég var að spila í fyrsta skiptið í Kaupmannahöfn. Ég var 16 ára gömul að flytja lög ásamt djasshljómsveit og ég var mjög montin. Það mætti einn maður á tónleikana og sá maður var blindfullur Færeyingur.

Ég spila í Hörpunni föstudaginn 29. janúar. Þetta eru fremur óhefðbundnir tónleikar. Ég kem til með að flytja tónlist úr verkefni sem ég hef unnið að í tvö ár, ásamt Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins. Allt í allt, verða hátt í 50 manns á sviði. Þetta er tónlist sem ég samdi ásamt færeyska rithöfundinum Marjun S. Kjelnæs og danska tónskáldinu Peter Jensen, en sá síðarnefndi útsetti lögin. Íslendingar eiga að þekkja þessa sögu líka: Sagan af konunni í selshamnum. (Blaðamaður afsakar eigin fávisku og biður Eivør um að segja sér meir.) Þetta er fræg Skandinavísk saga. Hún fjallar um selina sem koma upp á land og dansa á þrettándanum, undir fullu tungli. Þegar þeir afklæðast selshamnum þá eru þetta fallegar

TÓNLEIKAR SKE: Þú hefur spilað á ansi mörgum tónleikum í gegnum tíðina. Eru einhverjir tónleikar sem voru einstaklega vandræðalegir?

(Eivør hlær.) Það var pínu vandræðalegt en ég stóð mína plikt. Honum var síðar hent út. Sem betur fer lendi ég sjaldan í einhverju svona núorðið. Maður á aðdáendur sem kunna að haga sér og nenna að hlusta. (Blaðamaður talar um John Grant, en einhver minntist á það um daginn að John Grant hafi lent í mjög leiðinlegum tónleikum um daginn, þar sem tveir menn sem voru við sviðið höguðu sér mjög illa. Fólk er, oft á tíðum, fífl, hugsar blaðamaður.)

Maður er alltaf að reyna hverfa inn í annan heim þegar maður spilar. Maður reynir að lifa sig inn í „moment-ið.“ Maður er líka svolítið nakinn þegar maður er að gefa af sál sinni. Þannig að það er alltaf erfitt þegar fólk sýnir ekki virðingu. Sem betur fer hef ég mjög sjaldan lent í einhverju svona; fólk gefur yfirleitt eitthvað gott til baka. Ég segi eins og vinkonur þínar: Ég er mjög „heppin.“ (Eivør hlær.) SKE: Áttu þér einhverja uppáhalds tónleika? Það er erfitt að velja einhverja eina tónleika. Ég spilaði, til dæmis, á 200 tónleikum í fyrra. Yfirleitt eru það þeir tónleikar sem maður spilaði síðast á sem maður heldur mest upp á. En svo upplifir maður líka augnablik þar sem manni finnst maður hafa verið mjög lélegur. Þetta er mjög viðkvæmt. Oft er líka mikill munur á því hvernig manni líður sjálfum og hvernig áhorfendur upplifa hlutina. Ég reyni að vera mjög auðmjúk þegar ég er á sviði og geri ávallt mitt besta.

FÆREYSKA SKE: Það er eflaust það eina sem maður getur gert ... það eru mörg íslensk orð sem þýða eitthvað allt annað á færeysku: Afgangar, til dæmis, þýðir sæði. Kroppatemjari er íþróttakennari. Píkatráður er gaddavír. Vesen er klósett. Eru einhver íslensk orð sem hafa aðra og fáránlegri þýðingu á færeysku? Já, það er mikið um það. Fyrst þegar ég flutti til Íslands þá var ég stöðugt að misskilja tungumálið. En varðandi þetta, þá eru öll dæmin sem koma upp í hugann rosalega dónalegt. SKE: Það er allt í lagi. Til dæmis að „fleygja sér,“ á færeysku þýðir að rúnka sér – og Íslendingar eru alltaf að „fleygja sér í sófann.“ Það er mikið talað um, „jæja, ég ætla að fleygja mér í sófann,“ – og það finnst Færeyingum mjög fyndið. (Við hlæjum.) SKE: Það er mjög gott … Er eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum? Ég hvet alla til að mæta á tónleikana í Hörpunni. Þetta verður mikil upplifun, vandað hljóð og mikil ljósasýning. Þetta verður ákveðið ferðalag í gegnum náttúruna, ástina og þær tilfinningar sem þessi kona upplifir. Og svo hlakka ég mikið til að koma aftur til íslands 28. február að spila í Gamla Bió og vona að sjá sem flesta. (Ég þakka Eivør kærlega fyrir spjallið. SKE hvetur alla að tryggja sér miða á tónleika Eivør í Hörpunni, föstudaginn 29. janúar. Einnig mælir SKE með Færeyjum, en við höfum heyrt afar góða hluti um Þórshöfn.)


Slökun - Vellíðan - Upplifun

- Verið velkomin í Mývatnssveit www.jardbodin.is · sími 464 4411 · info@jardbodin.is


12

HVAÐ ER AÐ SKE

leikhús

Samfarir Hamfarir Allt gengur á afturfótunum hjá Þórunni. Við ferðumst inn í hugarheim hennar en nýliðnir atburðir hafa þvingað hana til þess að gera upp fortíð sína. Hún reikar úr einni minningu yfir í aðra þar sem samskipti hennar við hitt kynið í gegnum tíðina eru dregin upp á yfirborðið á fyndinn jafnt og sorglegan máta. Samfarir Hamfarir snertir á ýmsum flötum þess hvernig ung kona upplifir sig í nútímasamfélagi og hversu mikil áhrif atvik úr fortíðinni hafa á hana enn þann dag í dag. Það er árið 2015 en ennþá þurfa konur að passa upp á dyggð sína ef þær vilja vera metnar af verðleikum sínum. Hvað þýðir það að vera kona? Af hverju er það oft á tíðum svona mikil barátta? Hvers vegna megum við ekki haga okkur eins og karlmenn án þess að fá á okkur einhvern stimpil? Hvar: Tjarnarbíó Verð: 2.900 kr.

Sporvagninn Girnd Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öld. Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við. Stefán Baldursson er einn fremsti leikstjóri þjóðarinnar en nýjasta uppsetning hans, óperan Ragnheiður, hlaut Grímuna sem besta sýning ársins á liðnu leikári. Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Miðaverð: 3.700 – 4.950 kr.

Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir allt of vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti.

Mið-Ísland heilsar árinu 2016 með glænýrri uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum! Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mæta aftur til leiks með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand!

Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Wolf“ var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hefur meðal annars hlotið Pulitzer-verðlaunin í tvígang.

Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu þrjú ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35,000 áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningin „Lengi Lifi Mið-Ísland“ sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur, var sýnd yfir 60 sinnum og var lokasýningin kvikmynduð og verður sýnd á RÚV um áramótin. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 2.750 – 5.500 kr.

Mið-Ísland 2016

Hvar: Þjóðleikhúsið (Leikhúskjallarinn) Miðaverð: 3,500 kr.


allt v á ð i ð o k S ar um g n i n i e b leið fsins notkun ly

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 3 0 0 2

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langvarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Mars 2015.


14

HVAÐ ER AÐ SKE

listviðburðir

Ljósmyndarýni

Safnið er skóli

á Ljósmyndahátíð Íslands

Þrjár nýjar sýningar

Boðið verður upp á ljósmyndarýni (Portfolio Review) á Ljósmyndahátíð Íslands um næstu helgi. Að þessu sinni er rýnin haldin á Sjóminjasafninu. Ljósmyndarýni er 20 mínútna fundur þar sem ljósmyndari mætir með myndir sínar, ýmist á pappír eða rafrænt og sýnir viðkomandi rýnanda. Hvar: Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8, Reykjavík Hvenær: 14 - 16. janúar 2016 Föstudagur 15. janúar kl. 9:00 - 16:00 Laugardagur 16. janúar kl. 9:00 - 12:00 Nánari upplýsingar: www.ljosmyndasafnreykjavikur.is/

KVARTETT Chantal Joffe, Gauthier Hubert, Jockum Nordström, Tumi Magnússon Listasafn Íslands hefur sýningadagskrá sína á nýju ári með sýningu fjögurra samtímalistamanna, þeirra Gauthiers Hubert (1967), Chantal Joffe (1969), Jockums Nordström (1963) og Tuma Magnússonar (1957). Öll vinna þau með sjálfan manninn í brennidepli. Framsetning verka þeirra snýst um listmiðilinn og sögu hans að fornu og nýju og þau ganga út frá ákveðnum sögulegum forsendum en með afar ólíkum hætti.

Á annan tug listamanna eiga verk á þremur sýningum sem verða opnaðar næstu helgi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þetta er samsýningin Aftur í sandkassann, einkasýning þýsku listakonunnar Moniku Grzymala sem nefnist Hugboð og sýningin ÁVÖXTUN % á verkum Sæmundar Þórs Helgasonar í D-sal Hafnarhússins

Listasafn ASÍ Fjórir listamenn opnuðu sýningar í listasafni ASÍ um síðustu helgi. Sýningarnar eru Roði, strokur, andrá: Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir, Þór Sigurþórsson með verk sitt HANGS á Stöplinum og Anne Herzog með sýninguna Vítiseyjan – L´ile infernale. Hvar: Listasafn ASÍ, Freyjugata 41, 101 Reykjavik Hvenær: 9. janúar - 31. janúar 2016 Opið alla daga nema mánudaga frá kl 13:00 til 17:00 Aðgangur er ókeypis Vefur: www.listasafnasi.is/

Hvar: Hafnarhúsið, Tryggvagata Hvenær: Opnun 15. janúar kl 20 Vefur: http://listasafnreykjavikur.is/

Friðgeir Helgason Stemning Á laugardaginn verður sýningin Stemning opnuð í Ljósmyndasafninu. Á sýningunni eru ljósmyndir sem Friðgeir Helgason hefur tekið bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum en einnig verða sýnd brot úr heimildamynd um Friðgeir sem Þorgeir Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður er að vinna í. Hvar: Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi Hvenær: Opnun 16. janúar kl. 15 Sýningin stendur til 15. maí 2016

Harbinger

Hvar: Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Hvenær: Opnun 15. janúar kl . 18 Stendur til 1. maí 2016 Vefur: www.listasafn.is/

Þá, þegar // Þorgerður Ólafsdóttir

ÓVERA Sigga Björg

Á sýningunni gefur að líta innsetningu sem samanstendur af arkífu Þorgerðar af fjöldamörgum plasthlutum sem fundist hafa í jörðu víðsvegar um landið. Sjón er sögu ríkari! Hvar: Harbinger, Freyjugata 1, Reykjavík Hvenær: Opnun laugardaginn 16. janúar kl. 17:00. Sýningin stendur til 14. febrúar.

Sigurðardóttir

Landslagur / Anton Logi Ólafsson Ekkisens Á sýningunni Landslagur sýnir Anton Logi Ólafsson ný málverk innblásin af náttúru landsins sem hann vann að síðastliðið ár. Sum verkanna eru máluð undir berum himni, önnur eftir ljósmyndum og skissum frá ferðalagi listamannsins um Austurland og Hvalfjörð. Hvar: Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, Reykjavík Hvenær: Opnun 16. janúar kl. 17:00 Sýningin stendur til 30. janúar Opin mið - fös frá kl. 17:00 - 19:00 og um helgar 15:00 - 18:00

Sýningin Óvera í Hverfisgalleríi samanstendur af stórum svarthvítum teikningum af einum eða fleiri karakterum. Sigga Björg tekur nýtt skref í þessari sýningu; með hverri mynd fylgir sögubrot sem gefur áhorfandanum dýpri sýn inn í myndheim hennar. Textinn og myndin vitna í hvort annað án þess þó að annað sé endanleg útskýring eða hitt; myndskreyting. Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgata 4, 101 Reykjavík Hvenær: Opnun 16. janúar. Sýningin stendur til 20. febrúar 2016 Vefur: http://hverfisgalleri.is/

GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR Opinn fyrirlestur í LHÍ Í erindi sínu mun Gabríela fjallar um myndsköpun sína, aðferðir og vinnuferli. Hún vinnur jöfnum höndum með, teikningar, málverk, skúlptúr, innsetningar og myndbandsverk. Hvar: Fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91 Hvenær: 15. janúar kl. 13 Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


H E I LSUMATS E Ð I L L V EG AMÓTA

VEGAN HNETUSTEIK

Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is


16

HVAÐ ER AÐ SKE

PÚLSINN Í FRÉTTUNUM: TILVITNUNIN:

NETFLIX VIKUNNAR: SKE mælir með heimildarmyndinni Chasing Tyson á Netflix. Myndin fjallar um hinn langa aðdraganda sem var að bardaga Tysons og Holyfield, en þeir mættust loks í nóvember, 1996, eftir að aðdáendur höfðu beðið í mörg ár eftir bardaganum. Heimildarmyndin veitir áhugverða sýn inn í hugarheim þessara tveggja bardagakappa.

Kvikmyndin Everest var tilnefnd fyrir bestu tæknibrellur af Visual Effects Society, samhliða öðrum stórmyndum á borð við Star Wars, the Revenant og Jurassic World.

„Djöfullinn getur vitnað í guðspjöllin, sér í hag.“ – William Shakespeare

Galaxy Pod Hostel er fyrsta hostelið á Íslandi sem býður upp á svokölluð japönsk svefnhylki. Galaxy Pod Hostel er til húsa á Laugavegi 172 og hefur notið töluverðra vinsælda meðal ferðamanna, að sögn Sverris Guðmundssonar, eiganda Galaxy Pod. Í viðtali við Stöð 2 í vikunni sagði Kári Stefánsson að hann hafi engan áhuga á því að verða næsti forseti Íslands. Best væri að leggja niður forsetaembættið og breyta Bessastöðum í barnaheimili að hans mati. Mið-Ísland frumsýndi nýjustu sýningu sína þann 8. janúar. Sýningin vakti mikla lukku meðal áhorfenda, þar á meðal Steinda Jr. sem kvaðst hafa hlegið eins og hamingjusamur hestur.

TED MYNDBANDIÐ: SKE mælir með ræðu Hans Rosling, The Magic Washing Machine, á vefsíðunni Ted Talks (www.ted. com). Fyrir þá sem ekki þekkja Ted Talks er um að ræða reglulegar alþjóðlegar ráðstefnur þar sem ræðumenn deila hugmyndum sínum með umheiminum. Í ræðu sinni segir Hans Rosling að þvottavélin sé merkasta uppfinning iðnbyltingarinnar.

Laginu Real Friends, sem Kanye West sendi frá sér fyrir stuttu, hefur verið vel tekið af aðdáendum. Emmsjé Gauti tjáði sig um lagið á Twitter: „Real friends er svona lag sem lætur mig vilja henda öllum lögunum á lagernum og byrja uppá nýtt.“ Hljómsveitin Kaleo sendi frá sér tilkynningu nú á dögunum þar sem fram kemur að Kaleo muni spila á Sasquatch tónlistarhátíðinni sem fer fram í borginni George í Washington fylki í Bandaríkjunum. Hátíðin fer fram í lok maí og fram koma stór nöfn á borð við Florence & the Machine, Alabama Shakes og Major Lazer.

KVIKMYNDIR: Vefsíðan cinemablend.com sendi nýverið frá sér lista yfir bestu „buddy cop“ myndir allra tíma (kvikmyndir þar sem tveir lögreglumenn, eða tvær lögreglukonur, eru í aðalhlutverkum). Í 10. sæti má finna mynd Baltasar Kormáks, 2 Guns.

Titill Félagar (Buddies) 10. 2 Guns 9. Turner & Hooch 8. Bad Boys 2 7. The Heat 6. Running Scared 5. Tango & Cash 4. Hot Fuzz 3. 48 Hrs. 2. In the Heat of the Night 1. Lethal Weapon

Mark Wahlberg og Denzel Washington Tom Hanks og hundurinn Beasley Will Smith og Martin Lawrence Sandra Bullock og Melissa McCarthy Billy Crystal and Gregory Hines Sylvester Stallone og Kurt Russell Simon Pegg og Nick Frost Eddie Murphy og Nick Nolte Sidney Poitier og Rod Steiger Mel Gibson og Danny Glover

LJÓSMYNDIN: Tónlistarmaðurinn David Bowie lést sunnudaginn 10. Janúar, eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Hér er mynd sem oft hefur verið kölluð svalasta lögreglumynd (mugshot) allra tíma (tekin 1976 þegar Bowie var handtekinn í Rochester, New York, fyrir að hafa 183 grömm af marijúana í fórum sér.)


17

HVAÐ ER AÐ SKE

Veitingahús Nings eru opin alla daga frá 11:30 til 22:00 Suðurlandsbraut | Hlíðarsmári | Stórhöfði | www.nings.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

skemmtun

TWEET KYNSLÓÐIN

Þegar börnin mín eru í pössun er ég all Emmsjé Gauti í strákarnir, mínus strákarnir. @DNADORI

Spunafyndni á Gauknum Reglurnar eru einfaldar, grínistinn getur ekki notað fyrirfram samið efni. Þegar grínistinn stígur á svið hefur hann ekkert með sér nema húmorinn, sköpunargáfuna og orðheppnina. Grínistanum er gefið orð eða frasi sem birtist á skjá fyrir aftan hann og er það síðan í hans/hennar höndum að skapa uppistand útfrá þessum orðum. Hvar: Tryggvagata 22 Hvenær: 20 janúar kl. 20:30 Miðaverð: 1.000 kr.

Af hverju heita Hraunbitar ekki Litla Hraun? @Kjartansson4

Musteri Agans Í kjallarahúsnæði á Hverfisgötu skaut nýlega upp kollinum eins konar götubúð eða „street shop“. Slíkar búðir eru mjög áberandi í stórborgum eins og til að mynda Kaupmannahöfn. Heiti búðarinnar, Musteri Agans, ber óneitanlega keim af því að vera einhvers konar vaxtarræktarbúð eða heilsuvöruverslun. Því fer þó fjarri þar sem búðin býður upp á ýmis konar götufatnað tengdum hjólabrettum; húfur, slaufur, töskur, „spray“ brúsar, hjólabretti, úr, drone-a og margt fleira. Vinsældir frisbí-golfsins hafa aukist gríðarlega síðustu ár og er því fagnaðarefni að búðin selji einnig diska til slíkrar iðkunar. Hvar: Hverfisgata 43 Nánar: www.musteriagans.is

Listamarkaður Gallery Gallera RVK Listunnendur og aðrir fagurkerar ættu ekki að láta Listamarkaðinn í Gallery Gallera fara framhjá sér. Fjöldi listamanna hefur sameinast um sölustað á verkum sínum í húsi gallerísins á mjög sanngjörnu verði. Nú á laugardaginn verða meðal annars listakonurnar Arna Beth, Helga Dögg, Helga Páley, Marta Eir, Sunna Ben og Ýr Jóhannsdóttir með varning til sölu. Dagurinn endar svo með alsherjar partýstandi.

Ástralski uppistandarinn, Jono Duffy, er hér á landi að vinna að klukkustunda löngum sketsa þætti sem frumsýna á í Melbourne í Ástralíu þ. 3. febrúar. Þátturinn ber heitið „Jonathan Duffy, Not Quite Live From Reykjavik“. Einn liður í þessu ferli Jono er að filma uppistand sitt fyrir framan gesti. Þeir sem þekkja manninn af fyrri verkum ættu ekki að örvænta því nokkuð víst er að nýtt efni muni fljóta með í bland við eldri klassíkera. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 17. janúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Grínið sem foreldrar mínir sögðu þegar Rúv þulurinn sagði að Kynlífsfræðingarnir væru næstir á dagskrá er e-ð sem mig langar mjög að afheyra @ergblind

Ömurlegt að við sem þjóð getum ekki sameinast um að klappa í lendingu. Bara ömurlegt. @DagurHjartarson

Hvar: Laugavegur 33 Hvenær: 16. janúar kl. 15:00 - 21:00 Miðaverð: Frítt

Jono Duffy

"Við týndum líkinu!" – hvaða Weekend at Bernie's dæmi er þetta að snúast upp í? #ófærð @hrafnjonsson

Það eina sem þú getur reitt þig á í Making a Murderer er að allir eru ljótir í framan. @harmsaga

Fóstbræðra quiz Hver á eiginlega að svara þessum spurningum? Eigum við að gera það? Skemmtistaðurinn Húrra býður í barsvar þar sem 2-4 eru saman í liði. Skráning liða fer fram frá kl. 20:30. „Ding-dong! Er Sigrún heima?“ Hvar: Húrra Hvenær: 20. janúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

bréf Gjafa nnar Perlugjöf við

Góð kifæri! öll tæ

EINSTAKUR 4RA RÉTTA

TILBOÐSSEÐILL KJÖT OG FISKUR Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. 4ra rétta tilboðsseðill: 7.980 kr. Tilboðsseðill og sérvalið vínglas með hverjum rétti: 13.980 kr.

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

GRÆNMETI Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati Sveppaseyði með seljurótar-ravioli Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi

STEFÁN ELÍ STEFÁNSSON, MATREIÐSLUMEISTARI PERLUNNAR Vissir þú að uppskriftin af humarsúpu Perlunnar kemur frá belgíska matreiðslumeistaranum Pierre Romeyer? Hann er af jafningjum talinn vera einn besti matreiðslumaður síðustu aldar. Hann gaf aldrei út matreiðslubók en hann gaf Perlunni allar sínar uppskriftir!

www.gudjono.is · Sími 511 1234


20

HVAÐ ER AÐ SKE

Una valrún

síta valrún

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA Þegar ég hugsa um Victoria's Secret þá hugsa ég yfirleitt til þeirra sætkenndu líkamsúða, sem voru í senn freyðandi og klístrandi, og fyrirfundust í baðherbergisskápum vinkvenna minna árið 2005. Þeir hétu nöfnum eins og „Sexy peach champagne strawberry kiss fantasy flirt heaven.“ Óneitanlega vekur nafnið einnig upp minningar um bleikar verslanir á flugvöllum - ásamt fyrirbærinu „The Victoria's Secret Fashion Show.“ Ég hafði aldrei fyrr horft á þessa sýningu, þó svo að ég kæmist aldrei hjá því að heyra um hana talað. Síðastliðinn desember fagnaði sýningin 20 ára afmæli sínu og er hún orðin stærri en nokkurn tíman fyrr. Victoria's Secret Fashion show er stærsti tískuviðburðurinn í heiminum. Sýningin fær meira áhorf en allar aðrar tískusýningar á árinu til samans. Hún er sýnd í 200 löndum og er talið að hálfur miljarður manns horfi á hana. Þetta er „Superbowl“ tískuheimsins. Sýningin samanstendur af 47 vinsælustu ofurmódelum heims, sem allar ganga niður tískupallinn í öllum mögulegum nærfataútfærslum, ásamt tilheyrandi aukahlutum, búnar gígantískum vængjum. Þær útvöldu verða formlega vígðar sem Englar („Victoria’s Secret angels“) sem fyrir margar fyrirsætur er mjög eftirsóknarverður titill. Í viðtali við fjölmiðla sagði Gigi Hadid, sem tók þátt í sýningunni í desember, að hana hefði dreymt um að verða „engill“ síðan hún var lítil. Englarnir eru vandlega valdir af dómnefnd og þurfa þær að vera í sem bestu líkamlegu formi: „Þetta er eins og að vera keppandi á Ólympíuleikunum, módelin þurfa að vera í topp standi“ segir listrænn stjórnandi sýningarinnar Sophia Neophito-Apostolo. Þessi sýning er svo gríðarlega stór og mikið konfettí fyrirbæri. „Tween“ stelpur velja sína uppáhálds engla og tónlistarmenn á borð við Selenu Gomez, Taylor Swift og The Weeknd sjá um að skemmta á meðan englarnir svífa niður pallinn brosandi og kasta kossum á áhorfendur sem klappa lófum fagnandi. „En þetta er náttúrulega ekki tíska“ eru ósjálfráð viðbrögð manns innri dómara sem virðir fyrir sér pólyester blúndunærbuxurnar, sem líta út fyrir að vera óþægilegar, korselett og „push-up“ brjóstahaldara. Hver sýning hefur þema, t.d. „Psychedelic Boho” sem er inblásin af Jimi Hendrix og „Ice Angel” þar sem módelin voru í loðvettlingum í stíl við undirfötin. Hátísku-hönnuðir sjá um fylgihlutina fyrir sýningarnar. Í desember útbjó Lost Art hönnuðurinn Jordan Betten t.d. til leðurvængi með kögri. En aðallega: Af hverju taka svona margir þátt í þessari sýningu sem er eins og rjómasprauta fantasíunnar um hinn flörtandi, brosandi, saklausa kynþokka. Er verið að fagna kvenlíkamanum? Er þetta einhverskonar girl-power hliðarspor af Beyonce-pop-femínisma? Allavegana er þetta uppskrift sem selur. Það er forvitnilegt. Það vaknar smá kláði og kippir í feminista hjartað, sem er í endurhæfingu eftir að eigandinn bældi það niður á unglingsárunum þegar útlitið og viðleitnin til þess að þóknast öðrum var í fyrirrúmi. En á sama tíma; hver er ég að dæma, sitjandi hér á háum PC stól? Þetta er margslungið, svo mörg lög sem krauma undirniðri eins og í öllu öðru. Spurning hvað maður vill skafa mikið af því. Við skulum bara öll fara í fínustu nærfötin okkar og hlusta á lagið Runnin með Beyoncé. Orð: Síta Valrún

VicToria's Secret



22

28

HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE

Græjur HÖNNUN

GOAT MUG PS-HX500

POWER DONUT & BAGEL Mogics LÝSA LAMP

Keinuhringur eða beygla, þú velur. Fullkomið Fallegur lampi sem er að fá mikið í þremur hleðslutæki fyrir þáhægt sem ferðast með útgáfum með mismunandi lýsingu. Hönnuðurinn margar græjur. Hringlaga formið leyfir fleiri fékk innblástur frá fagra við hönnun stærri hleðslutækjum aðÍslandi komast að. Beyglan lampans. Viðurinn kemur frá Frakklandi er alþjóðleg og hleypir öllum klóm að á og meðan lampinn er framleiddur þar. Umhverfisvæn kleinuhringurinn er minni en þó hægt að fá og ábyrg hönnun. millistykki með. Fyrirferðalítið og flott hönnun. Nánar http://www.lysalamp.com/ Nánar: mogics.com

DESNAHEMISFERA/EQUA Sony

TESLASUIT Tesla studios

OHHIO

Með bollafrá drekkur maður kaffið til eingöngu hins síðasta dropa. Nýrþessum plötuspilari Sony sem virkar ekki sem Hægt er aðÞú breyta Hannaður til spilari að spilla ekki neinum óþarfa. venjulegur heldur einnig sem upptökutæki. setur í glasahaldinu svo að bollinn einn og sér. BPAplötuna frjálst og samband við tölvuna með standi USB, spilar uppáhalds þína hægt að geyma á nokkra vegu svo það er ekki þörf á aðerhalda og tekur upp hin einstaka hágæða vínylhljóm. Síðan hægt að stöðugt á bollanum. hlusta hvar sem er úr tölvunni eða í símanum. Hönnunin er líka stílhrein og falleg. Kemur út vor 2016. Nánar http://www.goat-story.com/

Þessi búningur er algjörlega einstakur. Nemar sem notaðir voru fyrst í læknisfræðilegum tilgangi fyrir íþróttafólk og til endurhæfingar Þetta teppi kallar kósýkvöld og kertaljós. hafa verið sniðnirá inn í búningin til þess gefa Handunnið úr 100%honum Merinomjög ull. Kemur þeim sem klæðist raunverulega í tilfinningu nokkrum fallegum litum; Íhvítu, gulu, fyrir leiknum. þessum galla er bleiku, bláu, gráu og grænu. hægt að hverfa inn í sýndarveruleikann.

Nánar: sony.com

Nánar http://ohhio.me/ Nánar: teslasuit.com

BEOSOUND 35 Bang & Olufsen Hönnuðurinn Torsten Valeur hjá David Lewis Designers hannar nýjasta tónlistarkerfið fyrir Bang & Olufsen. Græjan fyllir rýmið með jafnvægisstilltum tónum og má setja á vegg eða leyfa henni að standa á borði. Einstaklega auðvelt og þægilegt að stjórna tónlistinni þinni hvar sem þú er staddur á heimilinu. Kemur út á alþjóðlegan markað í apríl 2016.

SKINNY BITCH

Nánar: bang-olufsen.com

DESIGN BY US

Töffaralegur leðurstóll frá danska hönnunarfyrirtækinu Design By Us. Fæst í Snúrunni, Síðumúla. Nánar snuran.is

Tetriz er mánaðarlegur old school Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00

SEGWAY ROBOT Segway

MAPLE SET

Hér hafa Segway, Intel og Xiaomi leitt saman hesta sína og framleitt vélmenni til þess að létta manni lífið. Græjan virkar sem Segway bretti og vélmenni sem aðlagar sig að Einstakir hnífar frá Federal Inc.sem Efniviðurinn er af kanadískur þínum þörfum. Myndavélin, er hönnuð Intel, er með hlynviður og þýskt Handgerðir svo hver hnífurupp. Hægt raunskilning sem gæðastál. nemur hluti, festir í minnið og tekur erað einstakur. Leiðbeiningar fylgja fyrir viðhald. Tilvalin gjöf nota raddsvörun eða stjórna í gegnum símann. Möguleikarnir fyrir matarunnendur. erualla margir og mergjaðir. Nánar http://www.warehousebrand.com/products/mapleset Nánar: robot.segway.com


gerðu tónlist á

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

makkann þinn

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

Snaps Egg Norwegian og Nietzsche Orð: Ragnar Tómas Fyrir nokkrum dögum síðan heimsótti ég Snaps – og ekki í fyrsta skiptið. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sökum þess að Snaps er „go-to“ brunch staðurinn minn. Í hvert skipti sem ég finn til svengdar um miðbik dags, um helgi, þá kemur orðið „Egg Norwegian“ óneitanlega fyrst upp í hugann. Ef þú veist ekki hvað Egg Norwegian er lof mér þá að upplýsa þig: Egg Norwegian er ekki ósvipað Egg Benedict – nema hvað að þjónninn ber það til borðs á meðan hann sönglar Take on Me með A-Ha (norsk hljómsveit). Nei, það er ekki rétt; Egg Norwegian er alveg eins og Egg Benedict nema að beikoninu er skipt út fyrir reyktan lax. Egg Norwegian samanstendur því af brauði, reyktum lax, vægt soðnu eggi (poached egg) og Hollandaise sósu – en aftur að máltíðinni… Fyrir nokkrum dögum síðan heimsótti ég Snaps og pantaði mér Egg Norwegian ásamt kaffibolla. Á meðan ég beið eftir matnum sat ég og fylgdist með mannlífinu og hugsaði um Nietzsche. Nietzsche tefldi eitt sinn fram hugmynd sem átti að geta skorið úr um það hver það er sem lifir lífinu í raun af hreysti. Hann kallaði hugmyndina Eilíf endurkoma hins sama, sem mætti útskýra á eftirfarandi veg: Ímyndaðu þér að lífið sem við lifum endi ekki þegar við deyjum, heldur endurtaki sig aftur og aftur um alla eilífð, þannig að sérhvert augnablik endurtekur sig nákvæmlega eins og áður, endalaust. Þeir sem hryllir við hugmyndinni hafa ekki enn lært að elska lífið, eða eru einfaldlega að lifa lífinu ranglega. Þeir sem lifa lífinu rétt taka þessari hugmynd fagnandi. Er ég íhugaði þessa hugmynd lagði þjónninn Egg Norwegian á borðið og ég brosti. Það sem fylgdi á eftir var fyrirsjáanleg alsæla. Er ég japlaði á matnum hugsaði ég: Þetta augnablik mætti alveg endurtaka sig aftur og aftur út í það óendanlega. Ég elska Egg Norwegian – og lífið líka. Og Nietzsche, ef út í það er farið.

Pylsuvagninn – Selfoss Sjaldgæf tegund af hundi Orð: Skyndibitakúrekinn Það er ein pylsa á Íslandi sem er ávallt í sviðsljósinu; sem stingur bjúga sínu í öll pylsu-tengd samtöl; sem hefur gert sjálfan sig að augasteini erlendra fjölmiðla. Ég er að sjálfsögðu að tala um pylsuna á Bæjarinz Beztu: gullni staðallinn sem allar aðrar pylsur miða sig við. Í síðustu viku, hins vegar, er ég keyrði í gegnum Selfoss í letilegri siglingu um landsbyggðina, uppgötvaði ég sjaldgæfa tegund af heitum hundi sem ég hafði ekki ímyndað mér að væri til. Fyrir mér var þetta svolítið eins og að vera fuglafræðingur sem uppgötvar nýja tegund af fugli; David Attenborough birtist í farþegasætinu og lýsti viðburðinum: „The rarest of warm canines, the Selfoss Doritos dog, emerges from the drive through …“ Þessi tiltekna pylsa virti allar pysluvenjur að vettugi: Hún reyndi ekki að herma eftir Bæjarins Beztu pylsunni. Hún var ekki skreytt með tómatsósu, sinnepi, remúlaði né lauk (steiktum eða venjulegum) – öllu heldur var pyslan smurð, á afar örlátan hátt, með hvítlauksosti og kúrði hún á brauðrúmi ofan á muldu doritos laki. Ég er óviss hvort að ljúffengleika pylsunnar megi rekja til þess hversu bragðgóð hún í raun var eða hvort að það skrifist, alfarið, á mína langdregnu svengd. Hvað sem því lýtur þá mæli ég með því að þið prófið þennan hund næst þegar þið keyrið í gegnum Selfoss. Þetta er ógeðslega góður hundur. Svona eins og Lassie. Nema ætur.



26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar

Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

MARKMIÐIN MÍN 2016 Á námskeiðinu verður fjallað um hvers virði það er að setja sér skýr og uppbyggileg markmið í lífi og starfi. Á námskeiðinu verður einnig litið til baka til ársins 2015. Skoðum áfangana, árangurinn, sigrana, vonbrigðin og lærdóminn. Hvað ætlum við að skilja eftir og hvað ætlum við að taka með okkur? Þá verða ýmis tæki og tól kynnt sem hjálpa okkur að meta enn frekar hvað það er sem við viljum fyrir árið 2016 og í því samhengi hvaða markmið við setjum okkur sem byggja á áhuga okkar og löngun. HVENÆR: 20. janúar, 17:30 – 20:30 HVAR: Lifandi Markaður, Borgartúni 24 VERÐ: 9.500 kr (innifaldar veitingar) SKRÁNING: greinamskeid@gmail.com

BREYTTUR LÍFSTÍLL, BÆTTAR VENJUR Tökum nýtt ár með trompi með bættu mataræði og betri líðan undir leiðsögn Margrétar Leifsdóttur Heilsumarkþjálfa. Á námskeiðinu verður farið í 10 daga hreinsun sem felst í því að borða holla og næringarríka fæðu, einblínt er á grænmeti, glúteinlaust heilkorn, baunir, ávexti, hnetur og fræ. Ekkert mál að stunda vinnu og fjölskyldulíf þó maður taki þátt í hreinsuninni, þó er nauðsynlegt að það sé ekki mikið auka álag á manni þennan tíma. Innifalið er bæklingur um námskeiðið sem er fullur af fróðleik, ásamt uppskriftum, daglegir tölvupóstar og stuðningur. HVENÆR: 13. janúar & 26. janúar HVAR: Lifandi Markaður, Borgartúni 24 VERÐ: 13.400 kr. SKRÁNING: mleifsdottir@gmail.com

ÞRÍR TÍMAR Í HIMNARÍKI Á þessu þriggja tíma Restorative jóga námskeiði leggjast þátttakendur í stöður með stuðningi. Það gefur vöðvum, bandvef og huga tækfæri til að slaka djúplega og líkamanum að opnast og endurnærast. Við vindum ofan af þreytu og álagi og leyfum líkamanum að þiggja langþráða slökun. Athugið að aðeins tíu komast að í hvert skipti og Restorative tímarnir mjög eftirsóttir svo nauðsynlegt að skrá sig. HVENÆR: 17. janúar kl. 11:00-14:00 HVAR: Ljósheimar, Borgartúni 3 VERÐ: 7.000 kr SKRÁNING: solbjort@ljosheimar.is.

Andinn sópar hugann Hugleiðslunámskeiðinu Andinn Sópar Hugann er ætlað jafnt byrjendum sem og iðkendum og meðlimum í Zen á Íslandi – Nátthaga. Námskeiðið mun byggja alfarið á hljóðbókinni Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong Roshi, kennara okkar í Zen á Íslandi, en við munum lesa saman valda kafla úr hljóðbókinni í íslenskri þýðingu. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þau Ástvaldur Zenki og Gyða Myoji, sem bæði hafa hlotið prestsvígslu hjá Jakusho Kwong-roshi, kennara Zen á Íslandi – Nátthaga, auk þess sem Ástvaldur Zenki gegnir stöðu aðstoðarkennara í Nátthaga. Hvar: Í aðsetri Zen á Íslandi á Grensásvegi 8, 4.hæð Hvenær: Hefst 25. janúar 2016 kl. 17:30 – 19:00 á mánudagskvöldum í september og október, alls fimm skipti Verð: 15.000.Skráning: zen@zen.is.

Jóga á Ítalíu í fríi frá netheimum Experianza interna e externa Þessi ferð gengur út á það að hvíla sig frá raftækjum og gera jóga í staðin. Fjallað verður um streitu og hvernig við getum hlaðið serotónin og endorfínin með jóga. Dagskráin er þétt og spennandi. Hvar: Ítalíu Hvenær: 24. - 27. mars 2016 Nánari upplýsingar koma síðar.

HUGLEIÐSLA OKKAR TÍMA Allir geta hugleitt hvort sem þeir sækjast eftir meiri andlegri tengingu eða vilja einfaldlega bæta líf sitt. Tristan Gribbin leiðir kraftmikla og óvenjulega hugleiðslu á miðvikudögum með margvíslegri tónlist og kaflaskiptri hugleiðslu. Hver og einn í gengur í gegnum persónulega upplifun í þessari hugleiðslu sem er sérstaklega góð fyrir þá sem eru að fást við mikla streitu. Gott er að koma með vatnsflösku, munnþurrkur, lítið handklæði og skriffæri með sér. HVENÆR: Miðvikudaga kl. 19:20-22:00 HVAR: Ananda Marga, Frakkastígur 16, efri hæð VERÐ: 2.000 kr. (Frítt fyrsta skiptið - 50% afsláttur fyrir nema & einstæða foreldra)


LIFEDRINK INNIHELDUR:

- 10 TEGUNDIR AF JURTUM - 10 TEGUNDIR AF BERJUM - OMEGA 3,6 OG 9 - SPIRULINA OG KLÓRELLA - GÓÐGERLA FYRIR MELTINGUNA

BÆTIEFNIN FRÁ TERRANOVA STUÐLA AÐ HÁMARKS VELLÍÐAN OG VIRKNI facebook.com/terranovaisland

Fást í flestum heilsuvörubúðum, apótekum og nú einnig í Nettó


28

HVAÐ ER AÐ SKE

hönnun

WALD HI*LO Feltmark

HOWLY Howlpot

HUMUS SAUVON Main Sauvage

Skilyrðislaus ást og eintóm hamingja þegar veitt er athygli. Þetta einkennir besta vin mannsins, voffann. Howlpot er fyrirtæki frá Suður-Kóreu sem hannar einstaklega fallega og gæðalega muni fyrir hunda. SKE mælir með nánari athugun fyrir þá sem vilja gera vel við sína á smekklegan hátt.

Sjúklega krúttaður. 100% umhverfisvæn bómull og prentað með umhverfisvænu bleki. Hvert stykki er sér sniðið og síðan handgert. Fylltur með ofnæmisprófuðu polyester. Má þvo í vél. Gerður fyrir endalaust knús og kram!

Nánar: http://howlpot.com/

Nánar: mainsauvage.fr

JÓGA

SETRIÐ

Vegglampi eða gólfljós? Þessum er stungið í innstungu og skilinn eftir þar. Gerður úr áli sambærilegu og notað er í flugvélar svo hann vegur aðeins 0,2 kílógrömm og þarf engan auka stuðning. Dimmer er á ljósinu svo að hægt er að skapa sína eigin stemningu. Kemur í 3 mismunandi útgáfum, ólífusvart, dökkum plómulit og ljós gylltu. Nánar: http://feltmark.com/

FLOATING LIGHT Spitsberg Einfalt, fallegt og flýtur nánast í loftinu. Þunnt efni er strekkt um umgjörðina sem gerð er úr askviði, sem er þekktur fyrir sveigjanleika, styrk og seiglu. Lýsingin er mjúk og kósí. Ljósið er handgert og kemur í nokkrum útgáfum. Nánar: spitsberg.nl

SKIPHOLTI 50 C SHADOWPLAY The Breaded Escalope

S: 778 1000

jogasetrid.is

Einstök klukka. Hér setur þú puttann inn í miðju hringsins til þess að sjá hvað tímanum líður. Sérstök LED lýsing myndar skugga sem verða vísar og gefa upp réttan tíma. Nánar: breadedescalope.com


3 fyrir 2 af púðum & k e rt u m G l æ s i l e g t ú rva l á p i e r . i s

ÚTSALAn í fullum gangi

láttu fs

r

r•

2 0%

• 20% a

2 0% a

Allt að 70% AFSLÁTTUR

POLO HORNSÓFI áður 169.900,- NÚ 135.920,Stærð: 300x234 cm.

láttu fs

20% afsláttur af VÖLDum sófum

láttu s f

r

r•

2 0%

r r•

2 0%

láttu fs

S m á r a t o r g i 5 2 2 7 8 6 0 • K o r p u t o r g i 5 2 2 7 8 7 0 • G l e r á r t o r g i 5 2 2 7 8 80

• 20% a

2 0% a

r

láttu s f

láttu fs

r•

2 0%

• 20% a

2 0% a

láttu fs

BOSTON ÞRIGGJA SÆTA SÓFI áður 189.900,- NÚ 151.920,Stærð: 230x97 cm.

láttu fs

HAAG TUNGUSÓFI áður 199.900,NÚ 159.920,Stærð: 325x143x210 cm. Litir: svartur og brúnn

• 20% a

2 0% a

SUNDAY SÓFI FÆRANLEG TUNGA áður 179.900,NÚ 143.920,Stærð: 268x90x144 cm. Litir: dökkgrár og ljósgrár

Erum á Facebook • www.pier.is


30

HVAÐ ER AÐ SKE

Spurt & Svarað Sturla Atlas Tónlistarmaður og 101 boy Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn, Öfugnöfn?

Hefur lífið tilgáng? Ef svo, hver er tilgángurinn?

Sigurbjartur, Bjartur, Glói, Bjassi ...

One life, live it.

Hver er þín uppáhalds árstíð, fyrir utan #SturlaSeason?

Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér?

Vildi að það væri alltaf sumar. Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða? Hmm ... hvernig hljóma lýsingar á húsgögnum í IKEA bæklingum? Silkimjúkur að utan en grjótharður að innan.

Þegar ég horfði á 7 days in hell: „Mockumentary“ um sjö-daga tennisleik. Uppáhalds tilvitnun eða „one-liner“? „Legalize it“ – Joey Kristur Ertu ánægður með það að orðið „fössari“ var valið orð ársins 2015?

Er badminton „all in the wrist“ – á góðri íslenzku?

Fössarinn dó í beinni útsendingu hjá Gísla Marteini því miður. Það er föstari á morgun.

Haha, einhver hefur greinilega spottað mig í badminton í síðustu viku. Ég æfði tennis þegar ég var yngri, þar verður maður að nota allan styrkinn í handleggnum, sem ég á til að gera í badminton. Held að ég sé ekki með tæknina alveg á lás. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Where are u now when I need u. Hvað ertu að hlusta á þessa dagana og hvað ertu ekki að hlusta á? Er að hlusta á Tiny Desk Concert með T-Pain í þessum töluðu orðum sem er mjög næs. Er ekki að hlusta á nýtt íslenskt Hip-Hop.

PODCAST MEÐMÆLI VIKUNNAR

IDEAS Hugmyndir stjórna heiminum. Heimurinn er hugmynd. Líttu í kringum þig: stóll, borð, gluggi, penni, sími, sjónvarp, tölva, internet – allt voru þetta, á sínum tíma, ekkert nema hugmyndir í huga mannsins. En svo urðu þessar hugmyndir að veruleika. Í raun má segja að í fyrstu voru það lifandi verur sem mökuðu sig og fjölguðu sér og breyttu heiminum, en síðan þá hefur fjölgun hugmynda haft djúpstæðari áhrif á heiminn. Hugmyndir sem stunda kynlíf hvor við aðra: Falleg hugmynd; síminn svaf hjá tölvunni og internetið

fæddist inn í heiminn. Þegar það kemur að hugmyndum og hlaðvörpum er einn þáttur sem kemur óneitanlega upp í hugann fyrst: Ideas. Hugmyndir. Þátturinn er framleiddur af kanadíska ríkisútvarpinu, CBC, og er honum stjórnað af hinum geðþekka Paul Kennedy, sem býr að mikilli reynslu á sviði útvarps. Hver þáttur hefur sinn þema, sem þáttastjórnandinn og viðmælendur hans kryfja til mergðar í 60 mínútur. SKE mælir sérstaklega með þættinum The Motorcycle is Yourself (frá september 2015). Í þættinum tekur Tim Wilson viðtal við Robert Pirsig, höfund bókarinnar Zen og listin að viðhalda vélhjólum. Fallegur þáttur um fallega bók.


HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu

LÖÐUR

NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF

FISKISLÓÐ 29

101 REYKJAVÍK

568 0000

WWW.LODUR.IS


CITROËN C4

umtalaði HVER ER ÞESSI CACTUS? Hugmyndafræðin að baki Citroën C4 Cactus er bylting í hönnun bíla. Ekkert prjál, einungis hlutir sem skipta máli í dag. Hagnýt og djörf hönnun, einfaldleiki og lágt verð. C4 Cactus er líka sérstaklega sparneytinn en hann eyðir einungis frá 3,4 l/100 km og losar aðeins 89 g/km. C4 Cactus hefur aldeilis slegið í gegn. Nú þegar hefur hann hlotið 25 verðlaun víðsvegar um heiminn. Þar á meðal hlaut hann titilinn Bíll ársins 2016 á Íslandi í sínum flokki.

VERÐ FRÁ EINUNGIS

2.690.000 KR.

Velkomin í reynsluakstur

Frá

CO2

Frá

3,4 89

l/100 km g/km

citroen.is

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Citroen_Cactus_umtalaði_5x38_20160104_END.indd 1

4.1.2016 15:18:24


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.