Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 22.01–28.01
HLAÐVARP VIKUNNAR PHILOSOPHIZE THIS
#43
ske.is
SPURT & SVARAÐ
HERMIIGERVILL
TÍSKA
STEINUNN ELDFLAUG
MATUR
CASTELLO
„ÉG HEF ALLA TÍÐ VERIÐ MJÖG MÓTTÆKILEGUR FYRIR GAGNRÝNI.“ – SKE spjallar við Auðunn Blöndal
2
HVAÐ ER AÐ SKE
SKEleggur LÍKAMSRÆKTARSTÖÐIN SEM VETTVANGUR TIL SJÁLFSPYNDINGAR ... Ég fer í ræktina á hverjum degi. Ég fer í ræktina á hverjum degi og hef gert það í mörg ár. Af hverju? Vegna þess að það er vani – og vaninn er nashyrningur á harðaspretti yfir sléttuna, og það er nánast vonlaust að stýra nashyrningi í aðra átt en þá átt sem hann stefnir (nema kannski með fallbyssu.) En hvað um það ... þessi langvarandi sókn mín í líkamræktarstöðvar landsins hefur gert það að verkum að skilningur minn á hugtakinu „líkamsræktarstöð“ hefur breyzt. Þegar ég byrjaði stóð hugtakið „líkamsræktarstöð“ einfaldlega fyrir þann stað sem maðurinn ræktaði eigin líkama. En í dag skil ég þetta á allt annan hátt. Í dag er líkamsræktarstöðin ekkert annað en vettvangur til sjálfspyndingar – í raun snýst líkamsrækt um sjálfskvöl, skynsamlega sjálfskvöl, hóflegt hatur á eigin sjálfi ásamt reglulegu áti á bragðvondum mat. Upplifun mín á ræktinni er einhvern veginn svona:
1.
Búningsklefinn ekki búningsklefi. Búningsklefinn er skammvinnur griðastaður þar sem ég undirbý mig fyrir yfirvofandi andlát – eins og fangi á dauðaálmunni. Ég krossa mig, trúleysingja-legum krossi, og geng svo grænu míluna í átt að hlaupabrettinu #JohnCoffey.
2.
Hlaupabrettið er ekki hlaupabretti. Hlaupabrettið er metafóra fyrir gagnslausan flótta mannsins frá dauðanum; maðurinn getur hlaupið, en í augum dauðans, stendur hann ávallt í stað. Þegar ég hleyp misþyrmi ég ekki einungis líkamanum, heldur huganum líka – með þrálátum hugleiðingum um óumflýanleika dauðans. Svo spring ég, haltra fram, sálast ofan á jógadýnunni og leyfi dauðanum að sleikja á mér beinin.
3.
En jógadýnan er ekki jógadýna. Jógadýnan er lítil græn eyja þar sem ég ögra takmörkunum eigin beinagrindar og slít af mér útlimina. Það er öllum mönnum hollt að slíta af sér útlimina – og taka svo orminn í átt að lyftingasalnum.
4.
Lyftingasalurinn er ekki lyftingasalur. Lyftingasalurinn er leikherbergi þyngdaraflsins. Því stærra sem lóðið er, því heitar elskar þyngdaraflið lóðið. Sá sem lyftir rétt, stríðir þyngdaraflinu í 45 mínútur með því að handleika þau lóð sem þyngdaraflið elskar mest – og neitar síðan að skila þeim aftur þangað til að þyngdaraflið er við það að naga af honum vöðvana. Ég geri akkúrat þetta. Svo skríð ég í pottinn.
5.
Heiti potturinn er ekki heiti pottur. Heiti potturinn er vatnskennt ský þar sem allir þeir sem andast í ræktinni mætast. Allir hinir, sem eru vægir og umburðarlyndir gagnvart sjálfum sér í ræktinni, svífa aldrei upp á þetta ský. Punkturinn er þessi: dreptu þig í ræktinni – það er ákveðin sæla sem fylgir dauðanum.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Auðunn Blöndal Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Götur Reykjavíkur
Fylgstu með á Facebook – Lindex Iceland #LindexIceland
Íþróttabrjóstahaldari,
5995,-
4
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
Robotdisco Electronix Næsta fimmtudag munu plötusnúðarnir DJ Sonny Crockett, DJ Dolphin og DJ Interface sjá um tónana á Paloma. Búast má við elektró, teknó, house og fleiri viðlíka stefnum frá tríóinu. Hvar: Paloma Hvenær: 28. janúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
Þórunn Antonía & Bjarni
Skrattar útgáfutónleikar
Úlfur Úlfur & Emmsjé Gauti Það þarf vart að kynna þessa kappa til leiks. Hljómsveit ársins 2015, samkvæmt Grapevine. Úlfur Úlfur verður með baneitraða tónleika á Húrra ásamt engum öðrum en rapparabúntinu sjálfu, Emmsjé Gauta. Hvar: Húrra Hvenær: 23. janúar kl. 23:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Eitt heitasta dúó landsins, Þórunn Antonía og Bjarni, verða með tónleika á skemmtistaðnum Húrra næstkomandi fimmtudagskvöld. Fallegir tónar frá fallegu fólki. Hvar: Húrra Hvenær: 28. janúar kl. 20:00
Hljómsveitin Skrattar verða með útgáfutónleika í kjallara skemmtistaðarins Paloma nú á föstudaginn. Ásamt Skröttum munu a & e sounds og Harry Knuckles skreyta kjallarann með sínu einstæða tónaflæði. Hvar: Paloma, Naustin 1-3 Hvenær: 22. janúar kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
Ímyndað landslag Bandarísku tónlistarmennirnir Rachel Beetz og Dustin Donahue flytja efnisskrá sem spannar rúma sex áratugi, frá miðri 20. öld til okkar tíma. Eftir bandarísku tónskáldin John Cage (1912-1992) og Earle Brown (1926-2002) hljóma nokkur af lykilverkum tónskáldanna sem hafa aldrei verið flutt áður á Íslandi, eftir því sem best verður komist. Að auki hljóma ný verk eftir Scott Worthington og Rachel Beetz en verk hennar, sem verður frumflutt á tónleikunum, byggir á teikningu af stjörnubjörtum næturhimni yfir Ólafsfirði þar sem tónlistarmennirnir Beetz og Donahue hafa dvalið undanfarna mánuði. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 22. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
MYRKIR MÚSÍKDAGAR Myrkir Músíkdagar er tónlistarhátíð sem býður upp á metnaðarfulla dagskrá sem samanstendur af fjölda spennandi tónleika með samtímatónlist á myrkasta tíma ársins. Markmið hátíðarinnar er að veita birtu í huga áhorfenda og þátttakenda í svartasta skammdeginu. Á Myrkum músíkdögum í ár verður lögð áhersla á áhugaverða og skemmtilega tónleika þar sem meginþorri verkanna eru frumflutt á hátíðinni. Boðið verður upp á einstaklega fjölbreytta dagskrá sem inniheldur einleikstónleika, kammertónleika, slagverks- og raftónleika. Meðal þeirra sem koma fram eru Elektra Ensemble & Errata Collective, Nordic Affect, Caput, Vox Feminae, Edda Erlendsdóttir, Guðný Jónasdóttir og margt fleira. Hvar: Harpa og Dómkirkjan í Reykjavík. Hvenær: 28. - 30. janúar 2016 Miðasala: www.tix.is Vefur: www.darkmusicdays.is/dagskra
Prins Póló Prinsinn mun leika með hljómsveit sinni sem verður með stærra móti að þessu sinni. Sveitin hefur ekki leikið á tónleikum síðan á Bræðslunni, síðastliðið sumar, og því mál til komið að telja í. Þau mun leika sín hressustu lög og reyna að halda uppi þokkalegu stuði. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 23. janúar kl. 21:00 - 23:00 Miðaverð: Frítt
The Flute Show „Á þessum tónleikum ætla ég að flytja verk fyrir flautu og á köflum flautur. Þau eru alls kyns og sum eru líka með myndbandi. Sum verkin fjalla um lítil flautuhljóð, önnur stór flautuhljóð. Sum, sennilega flest þeirra, eru frekar óflautuleg í eðli sínu. Og þó, kannski ekki. Kannski er þetta fyrst og fremst flaututónlist að reyna að vera eitthvað annað en flaututónlist. Ef það segir einhverjum eitthvað.“ - Berglind María Tómadóttir, flautuleikari. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 23. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
6
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
Hafragrautur og Metal Hafragrautur og Metal tónlist fer saman eins og malt & appelsín, salt & pipar eða asni & gulrót. Hljómsveitirnar Aaru, While My City Burns, Narthraal og The Restless munu halda fjörinu gangandi fram á nótt. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 23. janúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Þrír á Dillon
NÝTT UNDIR NÁLINNI
Melkorka og Víkingur Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur nú í 18. sinn þátt í Myrkum músíkdögum. Hún frumflytur tvö ný íslensk tónverk og leikur tvö eldri tónverk, eitt íslenskt og eitt norskt. Þrír af glæsilegustu tónlistarmönnum landsins verða í forgrunni á tónleikunum: Melkorka Ólafsdóttir þverflautuleikari frumflytur nýjan konsert Áskels Mássonar fyrir sólóflautu, hörpu, slagverk og strengi og fetar Áskell nýjar slóðir í tónsköpun sinni. Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytur einnig splunkunýjan píanókonsert Þórðar Magnússonar sem vefur persónulegt tónmál sitt inn í hefðbundið form klassísku konsertanna. Miðasala er á tix.is.
Erykah Badu – Trill Friends (Real Friends Remix)
Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 28. janúar kl. 19:30 Miðaverð: 2.200 - 4.100 kr.
Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar Þrír á nýju ári verða á tónleikastaðnum Dillon. Vonast meðlimir hljómsveitarinnar til þess að skafa af ykkur skammdegisskeifuna, og hvetja sem flesta til þess að dansa.
Anderson Paak – Come Down
Hvar: Laugarvegur 30 Hvenær: 22. janúar kl. 22:00 Miðaverð: 1.000 kr.
Dimma í Gamla Bíó Meðlimir DIMMU lofa sveittum, hörðum og löngum tónleikum í Gamla bíó en þar lætur nærri að sveitin muni flytja plöturnar Myrkraverk og Vélráð í heild sinni auk valinna laga af eldri plötum sveitarinnar. Sérstakir gestir verða brennheitu brjálæðingarnir í Kontinuum og DJ Kiddi Rokk leikur þungar perlur rokksögunnar á milli atriða. Miðasala á midi.is. Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 22. janúar kl. 20:00 Miðaverð: 2.900 kr.
The Vintage Caravan
Jerry Folk – To My Soul
The Vintage Caravan hafa verið á ferð og flugi um Evrópu í tvö ár, spilað rúmlega 200 tónleika og gefið út tvær plötur hjá þýska útgáfurisanum Nuclear Blast. Hljómsveitin hefur farið á tónleikaferðir með hljómsveitum á borð við Europe, Blues Pills, Orchid, Avatarium ásamt mörgum öðrum. Miðar á midi.is. Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: 22. janúar kl. 22:00 Miðaverð: 2.500 kr.
Flatbush Zombies – Glorious Thugs
Major Pink & Mosi Musik Major Pink og Mosi Musik eru tónþyrstar hljómsveitir sem munu troða upp á Bar 11 nú á laugardaginn. Þetta verður rafmagnað kvöld sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara. Hvar: Bar 11, Hverfisgata 18 Hvenær: 23. janúar kl. 22:30 Miðaverð: Frítt
Casio Fatso Casio Fatso ætlar að taka hresst prógram með stöku „cover-lagi“ til að hrista upp í liðinu. Bent er á að hægt er að hlaða niður plötunni þeirra á netslóðinni casiofatso. bandcamp.com svo hægt sé að syngja með á tónleikunum. Hvar: Bar 11, Hverfisgata 18 Hvenær: 22. janúar kl. 23:00 Miðaverð: Frítt
Kanye West - No More Parties In LA fEAT. Kendrick Lamar
Takk strákar. Gengur betur næst ;) 43“
OÐ TILB
J5505
Kr. 99.900.-
JU6515
JU6075
48“ Kr. 129.900.- 55” Kr. 169.900,-
55” kr. 199.900.- 65“ kr. 369.900.-
65“ kr. 449.900.-
65“ kr. 489.900.-
JU7505
JU7005
48” kr. 209.900.- 55“ kr. 249.900.-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi : Auðunn Blöndal
SKE: Netheimurinn er harður heimur. Hann er harður heimur og þar geysar stöðug borgarastyrjöld : Vinstrimenn gegn hægrimönnum; trúleysingjar gegn trúuðum; listamenn gegn verkamönnum; náttúruverndarsinnar gegn stóriðjusinnum; íhaldsmenn
það var eitthvað svo fallegt við þessa stund: blysin, söngurinn, náttúran. Ég get, sumsé, verið mjög meyr. Er einhver sambærileg saga sem vinir þínir segja um þig? (Auðunn segir að þær séu nokkrar og viðurkennir að hann sé „nettur lúði.“ Svo rifjar hann upp sögu sem tengist Þjóðhátíð.)
ég hef aldrei orðið vitni að því að maður skipti um skoðun
Ég var um tvítugt á Þjóðhátíð 2001, áður en ég byrjaði í 70 mínútum (Auðunn starfaði hjá Wurth á þessum tíma). Á þessum tíma átti Sverrir Bergmann, vinur minn, vinsælasta lagið á Íslandi, Án þín. Ég og Binni, besti vinur okkar, sömdum textann við lagið. Eftir að ég varð vitni að allri þeirri athygli sem Sverrir fékk frá kvenþjóðinni í eyjum, hugsaði ég með mér: „Ég vil þetta.“ Í þessari viðleitni minni notaði ég sömu „pick-up“ línuna alla helgina: „Þekkirðu lagið Án þín? Já, ég samdi textann.“ Þetta virkaði ekki neitt. „Þú þarna, fulli strípuhaus, drullaðu þér í burtu!“ voru yfirleitt viðbrögðin.
í netheiminum. Að því er ég best veit hefur enginn maður
(Blaðamaður hlær, frussar kaffi út úr sér.)
lesið skoðun annarra og ritað svo í kjölfarið: „Já, veistu,
Sverrir hefur oft sagt að það hafi verið á þessari stundu, á Þjóðhátíð, sem ég gerði það upp við sjálfan mig að starfa við fjölmiðla af alvöru.
gegn róttækismönnum – og, að því er virðist, allir sem einn gegn bankamönnum. Menn beygja sig við veggi, inni í húsasundum, og gægjast út í strætið á varðbergi fyrir óvininum. Svo leggja menn flugskeytabyssu á öxl sér og skjóta í átt að samborgurum sínum af mikilli heift – pjúúúúfcrachcsks! Í netheiminum er lítið um málamiðlanir;
þetta er góður punktur – nú er vert að endurskoða eigin sannfæringu“ ... er ég geng niður Hverfisgötuna á fund Auðunns Blöndal velti ég þessum netheimi fyrir mér. Auðunn Blöndal þekkir þessa borgarastyrjöld netheimsins ágætlega; hann hefur endrum og eins flækst í þessa styrjöld, en, svo fremi sem ég veit – ekki tekið virkan þátt í þessu stríði. Við ræddum væntanlega þáttaröð með Steinda Jr., Þjóðhátíð í Eyjum, Atvinnumenn okkar, kommentakerfin og Gunnar Nelson. (Ég og Auðunn tyllum okkur inn á litla skrifstofu við hliðina á vinnuherbergi hans og Steinda á Hverfisgötunni. Hann býður mér kaffi og segir að þetta tiltekna kaffi sé gott, en það beri að drekka fljótt, sökum þess að það sé mjög vont þegar það kólnar; það á við um svo margt í lífinu, hugsar blaðamaður – svo vindum við okkur í þetta.)
SÚPAN OKKAR SKE: Hvað segirðu, Auðunn – það er allt að SKE? Auðunn Blöndal: Já, það er rétt. Ég og Steindi Jr. erum að vinna að sketsa seríu sem við klárum vonandi að skrifa í febrúar. Af öllum þeim sketsa seríum sem ég hef komið nálægt – þá líst mér best á þessa. Ég hef ekki skrifað síðan ég vann við þáttaröðina Ríkið, árið 2008. Einnig er ég spenntur fyrir því að leika meira. (Blaðamaður spyr Auðunn hvenær þáttaröðin komi út. Auðunn segist vona að hún líti dagsins ljós í haust.) SKE: Ég vænti þess að þið fáið aukaleikara til liðs við ykkur?
SKE: Er það þessi sami hvati sem drífur þig áfram enn í dag? Nei, en það er samt svolítið fyndið: Systir mín, hún María, kom vel að orði hvað þetta varðar. Ég hef alltaf verið hrikalega athyglissjúkur og sóttist yfirleitt eftir sviðsljósinu í partýum þegar ég var yngri. En hún segir að þegar ég loksins fékk þessa athygli, þá er það svolítið eins og ég sé fíkill sem er búinn að fá skammtinn. Í dag get ég verið frekar feiminn og tilbaka. Að vera hrókur alls fagnaðar er ekki lengur markmiðið; öll þessi athygli virðist hafa róað mig mikið.
(Auðunn skýtur því svo inn að Sara Björk hafi líka komið honum á óvart. Hann segir að hún virki svolítið fýld, sennilega vegna þess hversu mikill drifkraftur er í henni, en við tökur þáttarins var hún hress og skemmtileg. Svo talar hann aðeins meira um Emil.) Emil er svo sérstakur. Hann hefur einhvern veginn alltaf haldið sig út af fyrir sig. Mér finnst gott að Íslendingar hafi fengið að kynnast þessum eðaldreng. Hann opnaði sig alveg fyrir mér. Svo er borgin líka, Verona, svo falleg. Sá þáttur kom mér mest á óvart – með fullri virðingu fyrir öllum öðrum. SKE: Mér skilst að þú sért ávallt með ágætis herbergisfélaga í þessum ferðum? Ég var beðinn um að spyrja þig sérstaklega út í það? Ég deili herbergi með Huga, framleiðanda þáttarins, sem hefur verið besti vinur minn frá því að ég var 13 ára. Það eru allir einir í herbergi í þessum ferðum – nema ég, umsjónarmaður þáttarins. Hann vill hafa mig með sér í herbergi og hann setur rúmin okkar alltaf saman; við sofum alltaf hlið við hlið – og höfum gert það öll þessi ár. Ef ég reyni að slíta mig frá honum þá klessir hann rúminu aftur að mínu rúmi. (Blaðamaður hlær.) Það er mikil vinna lögð í þessa þætti. Við erum í stanslausum tökum frá morgni til kvölds og um leið og tökunum lýkur þá höldum við áfram í næstu borg. Þetta er mjög skemmtilegt en mikil keyrsla, samt sem áður. Þá er oft gott að vera einn út af fyrir sig eftir langan dag. Í fyrsta skipti, um daginn, spurði ég Huga hvort að ég mætti ekki vera einn í herbergi – en Hugi sagði nei: „Þú mátt það ekki!“ (Við hlæjum.)
SKE: Þetta er áhugavert ... Hvert er markmið þitt í lífinu? Hver er ástríðan? Hvert stefnirðu? Þetta er góð spurning. Ég man þegar ég var í 70 mínútum þá var ég oft spurður að því hvað ég ætlaði að gera þegar þetta tæki enda. En það var markmiðið: að gera allt sem ég gæti til þess að þetta tæki aldrei enda. Það hefur verið drifkrafturinn á bakvið minn ferill: að hugsa fram í tímann og ráðast í skemmtileg verkefni af miklum metnaði svo að þetta taki aldrei enda. (Auðunn bætir svo við að ástæðan fyrir því að þessari spurningu var iðulega beint til hans, var vegna þess að vinir hans voru flestir í háskóla á þessum tíma. Sjálfur fór Auðunn aldrei í háskólann.) Markmiðið er að halda áfram að gera það sem ég elska að gera – að hafa gaman.
SKE: Er þetta einhverskonar forræðishyggja í Huga? Treystir hann þér ekki? Nei, við bara förum ekki jafn oft til útlanda saman og við gerðum. Á sínum tíma fórum við oft saman á Old Trafford, en í dag er hann orðinn þriggja barna faðir og vill bara hafa mig með sér í herbergi. Það er eitthvað fallegt við það þannig að ég sætti mig bara við það. (Blaðamaður er sammála því: þetta er einkum falleg útgáfa af íslenskum „bromance.“) SKE: Ég heyrði orðróm að þú hafir flogið niður stiga fyrir utan næturklúbb í Búdapest. Hvernig var það? Það var bara viðbjóður og ég ætla ekkert nánar út í það.
SKE: Það hljómar alls ekki illa. Það er það besta sem maður gerir: að vinna við eitthvað sem maður elskar. Markmiðið er að viðhalda þessu.
Við erum að safna saman gestaleikurum og erum með tvær skemmtilegar leikkonur í huga. Þetta yrði þá ég, Sveppi, Steindi og þessar tvær leikkonur sem færu með aðalhlutverkin. Svo værum við eflaust með tvo gestaleikara í hverjum þætti líka.
ATVINNUMENNIRNIR OKKAR
SKE: Hvað verða þetta margir þættir?
SKE: Lokaþáttur Atvinnumanna okkar verður sýndur á sunnudaginn og þar verður Gylfi Sigurðsson gestur þáttarins.
(Auðunn hlær.) Þetta var eitt það versta sem ég hef lent í og ég ætla ekkert að ræða það. Þú getur sagt Allan að hoppa upp í rassgatið á sér (ljósmyndari SKE sem kjaftaði frá þessu.) SKE: Var þetta eitthvað í líkingu við að hrasa niður stigann á Prikinu?
Þetta eru sex þættir, en við erum með efni í sjö, ef út í það er farið. SKE: Er kominn einhver titill á seríuna? Vinnuheitið er Súpan okkar; þetta er einhvers konar bland af Svínasúpunni og Steindanum okkar.
SÖGUR AF SJÁLFUM MÉR SKE: Það eiga flestir einhverja sögu sem vinir þeirra segja um þá, sem er oft á tíðum mjög lýsandi fyrir viðkomandi. Vinir mínir segja, til dæmis, oft sögu af mér þegar ég fór á Þjóðhátíð í fyrsta skipti og táraðist í brekkunni;
Akkúrat: Í fyrra enduðum við seríunna á Eið Smára og nú endum við á Gylfa Sigurðssyni. Hann er toppdrengur og mikill atvinnumaður; það er engin tilviljun að hann hafi náð svona langt. SKE: Þátturinn með Emil vakti mikla athygli. Hver af þessum íþróttamönnum kom þér mest á óvart? Emil Hallfreðsson, alveg hiklaust.
Ég var svo spenntur að kíkja út á lífið eftir langar tökur. Allan er að taka „Snap“ akkúrat áður en við göngum inn á staðinn og ég er að drífa mig svo mikið að ég dett í tröppunum. Þarna ligg ég, kylliflatur, fyrir utan þennan skemmtistað, á meðan einhver kona spyr mig hvernig mér líður: „How are you doing?“ Ég segist vera góður bara og rýk inn – fullkomlega ómeðvitaður um að Allan hafi náð þessu á
„ÞEGAR ÉG VAR Í 70 MÍNÚTUM ÞÁ VAR ÉG OFT SPURÐUR AÐ ÞVÍ HVAÐ ÉG ÆTLAÐI AÐ GERA ÞEGAR ÞETTA TÆKI ENDA. EN ÞAÐ VAR MARKMIÐIÐ: AÐ GERA ALLT SEM ÉG GÆTI SVO AÐ ÞETTA TÆKI ALDREI ENDA.“
10
HVAÐ ER AÐ SKE myndband, fyrr en daginn eftir. SKE: Sagðiru ekki konunni að þú samdir textann við lagið Án þín með Sverri Bergmann? Jú, það var eina ástæðan fyrir því að ég komst inn. (Við hlæjum.)
ATHUGASEMDIR SKE: Mig langaði að ræða uppistandið þitt í MK í fyrra, þar sem þú fékkst slæma útreið í fjölmiðlum fyrir að hafa sagt óviðeigandi brandara. Hvernig var að sæta þessari gagnrýni? Mér fannst þetta mjög leiðinlegt. Ég fann ekki fyrir slæmum viðbrögðum á meðan á uppistandinu stóð; áhorfendur stóðu upp og klöppuðu eftir þetta og það var mjög gaman á þessari árshátíð. Mér dauðbrá þegar ég kom heim og fór á netið. Þessi tiltekni kennari hafði þá sett þessa uppfærslu á FB þar sem hann spyr hvort að hann sé svona mikil tepra eða hvort að ég hafi farið yfir strikið. Það sem sat mest í mér varðandi þetta mál, og kannski við íslenskt samfélag yfirleitt, er að ef viðkomandi var ósáttur þá hefði hann átt að koma upp að mér og viðra þetta ósætti maður við mann. Ég hefði að sjálfsögðu beðist afsökunar á því að hafa misboðið blygðunarkennd hans – og hugsað minn gang. Ég hef alla tíð verið mjög móttækilegur fyrir gagnrýni. (Blaðamaður vitnar í frétt sem hann sá fyrir einhverjum mánuðum síðan, þar sem einhver tók mynd af barni í barnastól aftan á reiðhjóli fyrir utan matvöruverslun. Sá sem tók þessa mynd setti hana á netið og húðskammaði foreldrið sem skildi barnið eftir, en þessi sami einstaklingur virtist ekki hafa farið inn í matvöruverslunina og talað við foreldrið í eigin persónu.) Ég hef verið fenginn til þess að vera veislustjóri í hinum ýmsu boðum síðan 2002, ásamt Sveppa, frá því að við vorum í 70 mínútum, og ég tel mig alls ekki vera grófan hvað uppistand eða skemmtun varðar. Mér fannst leiðinlegt að þeir sem lásu þennan pistil fengu þá mynd í hugann að ég sé með grófan eða ógeðslegan húmor – sem er alls ekki rétt. SKE: Hvar liggja mörkin, í gríni? Er allt leyfilegt? Maður finnur það oft sjálfur. En hvort að allt sé leyfilegt, ég veit það ekki. Ef brandarinn er fyndinn og ekki ógeðslegur á kostnað einhvers annars, og sérstaklega svo lengi sem hann særir ekki einhvern, þá er allt leyfilegt. Ástæðan fyrir því að ég baðst afsökunar var vegna þess að ég taldi mig hafa sært einhvern – og þar sem það var verið að fá mig inn sem veislustjóra þá er það síðasta sem ég vil gera. Mér fannst það leiðinlegt. Og ég meina það. (Við ræðum aðeins leikritið Þetta er grín, án djóks, þar sem þessi mörk grínsins eru til umfjöllunar.)
Já, maður er með þykkari skráp nú til dags, ekki spurning. Þetta er náttúrulega ekki besta starfið fyrir viðkvæma menn – eins og mér hefur oft verið bent á. En þetta fer aldrei.
Að vera ánægður í kringum vini og ættingja; þau vita hver þú ert. Það er það eina sem skiptir máli.
(Auðunn hugsar sig um og Sveppi berst í tal. Það sem Auðunn öfundar Sveppa af, mest af öllu, er að honum er sama um hvað fólki finnst.)
SKE: Hvernig var í Las Vegas með Gunnari Nelson?
Árið 2009, held ég að það hafi verið, þá fengum við hörð viðbrögð við hraðaspurningum sem við settum fyrir Einar Bárða í útvarpinu. Ég var staddur erlendis og fékk símtal frá móður minni þar sem hún upplýsti mig um afar neikvæðar athugasemdir í okkar garð á netinu. Ég hringdi í Sveppa og spurði hvað við ættum að gera. Sveppi svaraði: „Hverjum er ekki drullusama!?“ SKE: Var það atvikið í MK sem tók hvað mest á sálina? Já, en þetta var bara einn dagur. Það er líka ágætt að hafa það í huga að þegar það er verið að skrifa eitthvað um þig á netinu og þú tekur það inn á þig, þá er það stundum þannig að sá sem lætur þessi ummæli falla hripar þetta niður á tveim mínútum, hugsunarlaust. Þér finnst samt allir vera að velta sér upp úr þessu – vegna þess að þú ert ennþá að velta þér upp úr þessu. Maður miklar þetta fyrir sér.
LAS VEGAS
Það var hriklega gaman. Ég hef sjaldan verið jafn stressaður fyrir úrslit í bardaga. Við vorum búnir að taka upp svo mikið efni, en stærsti tökudagurinn var bardaginn sjálfur. Hefði Gunni tapað, eins og núna síðast, það hefði verið agalegt – upp á þáttinn að gera. Ég fór upp á svítu daginn eftir bardagann og sótti hann. Þá hafði hann verið að skemmta sér langt fram á nótt með Conor McGregor og fleirum. SKE: Fórstu í eftirpartýið? Nei, ég hafði svo mikinn metnað fyrir því að klára þessa þætti. Ég kvaddi hann og fór upp á hótel að sofa. Svo þegar ég sótti hann, morguninn eftir, spurði hann mig hvort að það væri ekki í lagi að við færum tveir saman í einn kaldan áður en tökur byrjuðu; hann var smá ryðgaður. Þann daginn var Conor McGregor að senda honum skilaboð í sífellu, að spyrja hvar hann væri. McGregor var þá með sundlaugarpartý á MGM Grand. Mig sárlangaði til þess að ljúka þessum tökum og kíkja í þetta partý. (Auðunn hlær.)
SKE: Ég heyrði ansi góða tilvitnun um daginn: Dumb people avenge, good people forgive, but intelligent people ignore (heimskt fólk hefnir sín, gott fólk fyrirgefur, en gáfað fólk hunsar.) Það er einhver sannleikur í þessu.
SKE: Það er ágætis metnaður að fara snemma heim eftir svona kvöld. Eins gaman og mér þykir að skemmta mér þá hefur það aldrei haft áhrif á vinnuna mína.
Í 90% tilfella geri ég það, hunsa. Sömu helgi og þetta mál var í umræðunni voru Tina Fey og Amy Poehler að stýra Golden Globe verðlaunahátíðinni. Þær voru að gera grín af Bill Cosby, sem hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi og nauðganir. Það virtist ekki fara fyrir brjóstið á neinum, ekki hérna á Íslandi allavega. SKE: Þetta er vandmeðfarið. Manni finnst þessi eineltismenning á netinu, samt sem áður, ekki vera til fyrirmyndar. Svo er líka mikið af fólki sem hefur eitthvað á móti manni og sér ákveðið tækifæri til þess að skjóta mann niður. En það fylgir þessu. Það er ekki hægt að þóknast öllum. En eins og ég segi, þá er ég ekki grófur maður, og uppistandið mitt ekki heldur. SKE: Í þættinum Fellum grímuna, í fyrra, þá talaðir þú um að þú hafir alla tíð haft miklar áhyggjur af því hvað fólki finnst. Hefur þetta lagast með árunum?
(Blaðamaður les gamla athugasemd á netinu þar sem nafnlaus aðili segist hafa heyrt frá kærustu frænda síns að Auðunn sé alltaf með stjörnustæla – að Auðunn hafi öskrað á þau eftir að hafa verið beðinn um mynd og spurt hvort að þau viti hversu erfitt það er að geta ekki farið óáreittur út úr húsi. Svo bætir viðkomandi við, samt sem áður, að hann telji Auðunn vera hinn fínasta gaur.) Það vita það allir í kringum mig að ég hef aldrei neitað neinum um mynd þegar ég er að skemmta mér. En varðandi svona þá er ekkert sem maður getur gert í því. Þetta fer ekkert í taugarnar á mér. Ef ég les kjaftasögu sem er fullkomlega röng, eins og að ég sé á eiturlyfjum, eða eitthvað í þá áttina, sem er ekki til í mér – þá er mér alveg sama. Það hefur breyst með árunum. SKE: Hver er merkilegasta lexían sem þú hefur lært af lífinu?
(Blaðamaður spyr Auðunn hvaða manneskju honum þótti hvað skemmtilegast að hitta á ferlinum. Auðunn segir að mesta svokallaða „star presence“ sem hann hafi upplifað á ævinni var þegar hann fór á blaðamannafund með Will Smith. Þegar Will Smith gekk inn í salinn var eins og að hann geislaði. Einhver blaðamaðurinn spurði Will Smith hvernig hann hefði það og Will svaraði: „I’m so good, it’s almost a damn shame!) SKE: Er ekki janúar blö í gangi? Edrú janúar? Jú, mikið rétt. Það gengur vel. Ég var með smá matarboð 1. janúar og sumir vilja meina að það telji ekki. Svo er ég reyndar að fara kynna á Hlustendaverðlaunum 29. janúar þannig að ég gæti þurft að svindla þá. Það er rosalega fínt að vera ekki þunnur í janúar, að byrja árið ferskur. (Blaðamaður tekur undir þetta og þakkar Auðunni kærlega fyrir spjallið. SKE mælir með þáttunum Atvinnumennirnir okkar – og einnig með kurteisi, hófsemi og skilningi á þeirri langlífu borgarastyrjöld sem geysar í netheiminum.)
Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður
12
HVAÐ ER AÐ SKE
leikhús BILLY ELLIOT BORGARLEIKHÚSIÐ 22. OG 23. JANÚAR
LÍNA LANGSOKKUR BORGARLEIKHÚSIÐ 24. JANÚAR
SÓKRATES BORGARLEIKHÚSIÐ 22. JANÚAR
KENNETH MÁNI
Um það bil
Mið-Ísland 2016
BORGARLEIKHÚSIÐ
Hvað færðu há laun fyrir vinnu þína? Í þágu hvers ertu að vinna? Í þessu nýja verki kynnumst við fjölskrúðugum hópi fólks þar sem hver og einn glímir við markaðslögmálin hver með sínum hætti. Margrét lætur sig dreyma um að sleppa úr hagkerfinu, Máni vill rústa því. Andrej vill fá vinnu, Freyja vill hefnd. Þau fjárfesta í frímerkjum og furuhnetum, draumórum og ilmvötnum, barnavögnum og hugsjónum.
Mið-Ísland heilsar árinu 2016 með glænýrri uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum! Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mæta aftur til leiks með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand!
NJÁLA
Um það bil er í senn bráðfyndið og ágengt verk þar sem er leitast við að veita áhorfendum sem fjárfest hafa í leikhúsupplifun kvöldsins hæsta mögulega skemmtunarvirði á hvern keyptan miða. Hvað þarf raunverulega til, til þess að leikrit sé miðaverðsins virði? Verkið var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á liðnu hausti og hefur notið gífurlegra vinsælda í Svíþjóð. Hvar: Þjóðleikhúsið (Kassinn) Hvenær: 22. 23. og 28. janúar Miðaverð: 4.950 kr.
Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu þrjú ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35.000 áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningin „Lengi Lifi Mið-Ísland“ sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur, var sýnd yfir 60 sinnum og var lokasýningin kvikmynduð. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Hvar: Þjóðleikhúsið (Leikhúskjallarinn) Hvenær: 22. 23. og 28. janúar Miðaverð: 3.500 kr.
23. JANÚAR
BORGARLEIKHÚSIÐ 24. OG 28. JANÚAR
FRAMI TJARNARBÍÓ 22. JANÚAR
ELDKLERKURINN TJARNARBÍÓ 23. JANÚAR
YFIR TIL ÞÍN (SPAUGSTOFAN) ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 28. JANÚAR
MR. SKALLAGRÍMSSON LANDNÁMSSETRIÐ 23. OG 24. JANÚAR
LÍFIÐ TJARNARBÍÓ 24. JANÚAR
Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt - eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún er heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir alltof vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti. Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Wolf“ var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og hefur verið leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hafa meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 22. 23. 24. og 28. janúar Miðaverð: 2.750 – 5.500 kr.
HVÍTT
Flóð Árið 1995 féll stórt snjóflóð á bæinn Flateyri á Vestfjörðum. Þrjátíu og þrjú hús lentu undir flóðinu, tuttugu manns týndu lífi, þrjátíu og fjórir björguðust. Flóð er heimildaverk byggt á þessum atburðum en á þessu ári eru 20 ár liðin frá því að flóðið féll. Borgarleikhúsið vill minnast atburðanna sem öll þjóðin tók þátt í á sínum tíma og markaði djúp spor í þjóðarsálina. Ung stúlka, sem var kornabarn þegar flóðið féll og bjargaðist á undraverðan hátt, segir hér söguna. Hún rannsakar og rifjar upp atburði, spyr spurninga, ræðir við þátttakendur í sýningunni og raðar saman brotum frá þessari örlagaríku nótt 25. október árið 1995. Í gegnum hana fáum við innsýn í sögur fólksins í þorpinu og barnanna sem voru of ung til að muna atburði flóðsins en lifðu eftirmála þess og ólust upp við umtalið og eða þögnina sem fylgdi í kjölfarið. Verkið er byggt á nýlegum viðtölum við Flateyringa og unnið í nánu samstarfi við þá – í sýningunni koma fram nokkrir af eftirlifendum flóðsins. Flóð - börnin frá Flateyri er áhrifamikið nýtt íslenskt heimildaverk um mikilvægi þess að varðveita söguna fyrir börnin okkar og framtíðina, um samstöðu og samheldni og það sem skiptir raunverulegu máli í lífinu. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 24. 27. og 28. janúar Miðaverð: 5.500 kr.
GAFLARALEIKHÚSIÐ 24. JANÚAR
KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 24. JANÚAR
Í HJARTA HRÓA HATTAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 24. JANÚAR
SAMFARIR HAMFARIR TJARNARBÍÓ 24. JANÚAR
Það er alltaf gaman hjá Gaflaraleikhúsinu
Gaflaraleikhúsið sýnir í Hafnarborg í Hafnarfirði heimsfræga verðlaunasýningu fyrir 1-5 ára börn. Sýnt alla sunnudaga kl 13.00 Enn einu sinni býður Gaflaraleikhúsið upp á vandaða barna- og fjölskyldusýningu. Silja Huldudóttir, Morgunblaðið Tilvalin og litrík skemmtun fyrir yngstu leikhúskynslóðina. Sigríður Jónsdóttir, Fréttablaðið “Óhætt að mæla með þessari sýningu” Hlín Agnarsdóttir Kastljós “Sýningin er bæði falleg og skemmtileg” Silja AðalsteinsdóttirTMM
gaflaraleikhusid.is
14
HVAÐ ER AÐ SKE
listviðburðir
Jón Laxdal Halldórsson …úr rústum og rusli tímans Hvar: Listasafnið á Akureyri Hvenær:
Það sem þetta er er ekki Listastofan Sýningin er innsetning þar sem hlutir eru settir í nýtt samhengi. Í rýminu tala hlutirnir saman um ólík viðfangsefni. Höfundar verksins eru Íris Indriðadóttir, Ólöf Björk Ingólfsdóttir og Signý Jónsdóttir.
Samsýning
16. janúar - 13. mars
í drögum / Prehistoric Loom IV
Þorgerður Ólafsdóttir Þá, þegar
Sýningin í drögum / Prehistoric Loom IV skoðar teikninguna sem tímabil í ferli listsköpunar, nánast hulið ferli sem markar andartak milli hugsunar og framkvæmdar. Hvar: Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, Hvenær: 23. janúar - 28. febrúar 2016
Diktur Ragnhildur Jóhanns
Ragnhildur leggur áherslu á tungumálið í listsköpun sinni þar sem hún leitast við að skapa sjónræn ljóð í formi skúlptúra, klippimynda, teikninga eða prents, svo dæmi séu tekin. Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: 23. janúar - 6. mars 2016 Vefur: http://hafnarborg.is/
Árið 1927 var haldin fyrsta opinbera kynningin á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn, Udstilling af islandsk kunst í Charlottenborg. Sýningin var tímamótasýning, þar voru sýnd tæplega 350 verk eftir tólf íslenska myndlistarmenn. Á sýningunni í Listasafni Íslands verður litið um öxl og sýndur hluti verkanna sem voru á þessum tímamótasýningum í Kaupmannahöfn. Hvar: Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík Hvenær: 21.janúar - 11. september 2016 Vefur: www.listasafn.is/
Hvar: Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi Opið: mán- fimmtudaga 12:00-19:00. Föstudaga 12:00-18:00. Um helgar 13:00-17:00
Fjórar nýjar sýningar í ASÍ Hvar: Listasafn ASÍ, Freyjugata Hvenær: 9. janúar - 31. janúar 2016
UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN
Hvenær:
Friðgeir Helgason Stemning
Þann 23. janúar kl. 15 opnar í Sverrissal Hafnarborgar sýning á nýjum verkum Ragnhildar Jóhanns.
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST
Reykjavík Fimmtudag - laugardag 14-17
Á opnun verða í boði léttar veitingar. Fólk er alltaf velkomið í kaffibolla og samræður. Hvar: Listastofan, Hringbraut 119, 101 Reykjavík Hvenær: Opnun 28. janúar kl. 19 - 21 Sýningin stendur yfir í tvær vikur, Opið frá 15:00-20:00 alla daga nema mánudaga.
Hvar: Harbinger, Freyjugata 1,
Hraun og mynd
Life Drawing #Special Módelteikning
Kristbergur Ó. Pétursson
Hvar:
Laugardaginn 23. janúar kl. 15 verður sýningin Hraun og mynd opnuð í aðalsal Hafnarborgar með nýjum olíu- og vatnslitaverkum eftir hafnfirska listamanninn Kristberg Ó. Pétursson.
Listastofan, Hringbraut 119, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga frá kl. 19-20:30
Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: 23. janúar - 13. mars 2016 Vefur: http://hafnarborg.is/
Verð: 1.500.-
Andvari Ljósmyndasýning Hvar: Þjóðminjasafn Íslands,
Kristinn Már Pálmason
i8
“Svartur punktur” // Dead Gallery
Margrét Blöndal
“Það nægir mér ekki að gera bara eitthvað, þetta eitthvað verður að vera eitthvað!” Laugardaginn 23. Janúar kl 16:00 opnar Kristinn Már Pálmason málverkasýningu er nefnist “Svartur punktur” í Dead Gallery. Þetta er tuttugasta einkasýning Kristins Más. Á sýningunni eru verk unnin með akríl og málningarsprautu á striga á tímabilinu 2014 – 2016. Ljósmynd: Sigfús Már Pétursson, „Black Spot“. Ár: 2015 Hvar: Dead Gallery, Laugarvegur 29, 101 Reykjavík Hvenær: 23. janúar – 7. febrúar 2016 Opnunartími: 13:00 til 18:00 alla daga vikunnar
Suðurgata 41 Hvenær:
i8 tilkynnir opnun sýningar á nýjum verkum eftir Margréti H. Blöndal. Þetta er fyrsta einkasýning Margrétar í galleríinu. Sýning Margrétar er á teikningum sem samsettar eru af einangraðri fígúru eða formi á blaðsíðunni en með veðrahjálmi úr ólífuolíu. Samhliða sýningunni mun bókaútgáfan Crymogea, gefa út bókina Margrét H. Blöndal - Drawings. Gavin Morrisson ritar texta bókarinnar. Mynd: Margrét H. Blöndal: Án titils, 2014. Vatnslitur, ólífuolía og blýantur, 34,8 x 25 cm. Birt með leyfi listamannsins og i8. Hvar: i8 Gallery, Tryggvagata 16, 101 Reykjavík Hvenær: 21. janúar - 5. mars 2016 Vefur: http://i8.is/
Þriðjud-sunnud. klukkan 10-17. Lokað á mánudögum.
TUNGLSKOÐUN Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Listasafn Reykjavíkur Hvar: Ásmundarsafn, Sigtúni Hvenær: 21. janúar kl. 18-20 Verð: 1500.-
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 1 1 4 0
Eldur inni í þér? Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „StevensJohnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015.
16
HVAÐ ER AÐ SKE
PÚLSINN Í FRÉTTUNUM: NETFLIX VIKUNNAR: SKE mælir með myndinni The Little Death sem kom nýlega út á Netflix. The Little Death er fyrsta mynd ástralska leikstjórans Josh Lawson og fjallar um fimm pör í úthverfi Sydney, sem öll glíma við fremur óhefðbundin kynferðisleg vandamál. Annar makinn í hverju sambandi er haldinn óvenjulegri þráhyggju sem skapar ákveðna togstreitu. The Little Death er biksvört kómedía sem er í senn kaldhæðin og hjartnæm – og á eflaust eftir að ganga fram af mörgum.
TILVITNUNIN: „Lífið er stríð – með þrá til friðar.“ – Þórarinn Björnsson
#Ófærð á Twitter Ég vil ekki spoila, en í næsta þætti kemur Einar Mikael í þorpið. Skrifar níu bækur á dag um framgang málsins og mokar heiðina. #ófærð @DagurHjartarson Í nýlegri Twitter uppfærslu segist leikarinn Felix Bergsson vera leiður á „annað hvort eða“ röksemdarfærslunni: listamenn eða öryrkjar, gamalt fólk eða Grensásvegur.
TED MYNDBANDIÐ: SKE mælir með fyrirlestri Amy Cuddy, líkamstjáningin þín mótar þig (Your Body Language Shapes Who You Are). Í fyrirlestrinum sýnir Amy fram á að svokallaðar „power postures“ (kraftstöður) – það að bera sig á sjálfsöruggan máta, jafnvel þó að maður sé óöruggur – geti haft jákvæð áhrif á testósterón og kortisón framleiðslu heilans – og að þetta leiði til aukinnar velgengni í lífi og starfi.
Jón Gnarr hyggst ekki bjóða sig fram til forsetaembættis í vor. Jón Viðar Jónsson, leikhúsgagnrýnandi, er alls ekki ánægður með þáttaröðina Ófærð. Í nýlegum pistli sagðist Jón Viðar „hafa fullan borgaralegan rétt til að vera fúll og velja sér vandaðri afþreyingu.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir kennara eiga að vera á „viðbjóðslega góðum launum“ í viðtali við Stúdentablaðið fyrir stuttu. Sjálfur segist hann hafa verið hann algjör tossi í menntaskóla og hrökklaðist frá námi sökum þess að hann valdi sér nám sem hann hafði ekki áhuga á.
Það getur enginn leikið limlest lík eins og faðir minn, Prófessor Jónsson. #ófærð JHNNKRSTFR Allir í #ófærð eru að bíða eftir 10 milljóna boði frá Gísla Marteini til að drulla sér burt úr þessum bæ. @gunnare No country for cold men #ófærð @Eirikur_J Það særir mig þegar að aðrir Hrafnar eru skítmenni. #ófærð @hrafnjonsson Voru fleiri sem leið eins og Steinunn Ólína væri að ríða litla bróður þeirra þarna í gær? Elsku Eysteinn allra landsmanna... #ófærð @mokkilitli
KVIKMYNDIR: Tímaritið Rolling Stone tók nýlega saman lista yfir 10 góðar myndir sem fóru eflaust framhjá mörgum í fyrra. SKE viðurkennir að hafa einungis séð þrjár myndir á listanum, sem allar hverjar voru mjög góðar. Hér fyrir neðan er stutt samantekt.
Best of Enemies Heimildarmynd um erkifjendurna Gore Vidal og William F. Buckley Jr., sem lýstu forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 1968 í beinni. Vidal og Buckley settu markið ansi hátt fyrir komandi kynslóðir pólitískra spekinga, en mælskulist þeirra og hnyttni þykir óviðjafnanleg. Blind Blind er dramatísk norsk mynd sem er í senn spennandi og djúp. Myndin segir frá ungri konu sem missir sjónina sviplega og eyðir eftirmiðdegi föst inni á heimili sínu. Er hún situr við tölvuna og skrifar, gerist ýmislegt skrýtið í kringum hana. The Duke of Burgundy Hefðarfrú á í brengluðu ástarsambandi við þjónustustúlku. The Duke of Burgundy er listræn og áhrifarík mynd sem hefur fengið stórkostlega dóma. Myndin skartar Sidse Babbett Knudsen, sem margir þekkja eflaust úr dönsku þáttunum Borgen. Eden Myndin segir frá Paul, ungum strák sem starfar sem plötusnúður í elektrónísku danssenunni í París á tíunda áratugnum.Í gagnrýni Rolling Stone segir að best sé að gleyma öllum öðrum EDM heimildarmyndum – því að Eden slær þeim öllum við. Góð tónlist, góð mynd. Hard to be a God Síðasta mynd rússneska leikstjórans Aleksei German en hann dó 2013. Mynding er byggð á vísindalegri skáldsögu eftir Strugatsky bræðurna og gerist á plánetunni Arkanar (á einhvers konar miðaldar tíma). Myndin segir frá jarðneska vísindamanninum Don Rumata, sem íbúar Arkanar koma fram við eins og Guð. Ógleymanleg mynd að mati Rolling Stone.
I’ll See You in My Dreams Ekkja uppgötvar lífið á ný með hjálp þriggja vinkvenna sinna. I’ll See You in My Dreams er hjartnæm kvikmynd sem kollvarpar gömlum klisjum. Leikkonan Blyte Danner þykir einkum frábær í myndinni. The Kindergarten Teacher Leikskólakennari uppgötvar skáldskaparhæfileika nemanda síns. Kennaranum grunar að nemandinn komi til með að verða næsti T.S. Eliot. Viðleitni kennarans til þess að ýta undir þessa hæfileika verður henni að falli. James White Sjálfstæð mynd sem gerist í New York. Myndin segir frá James White, vandræðagemlingi á þrítugsaldri, sem hlúir að dauðvona móður sinni. Frammistaða Cynthia Nixon, sem er hvað best þekkt fyrir leik sinn í Sex and the City, þykir sú besta á ferli hennar. What We Do in the Shadows Mock-umentary (grín-heimildarmynd) um fjórar vampírur sem búa saman á Nýja Sjálandi. Sprenghlægileg mynd sem enginn ætti að láta framhjá ser fara að mati Rolling Stone. Slow West Ungur skoskur spjátrungur ferðast í gegnum miðríki Bandaríkjanna til þess að hafa uppi á æskuástinni – en leið hans er ekki greið. Slow West er kúrekamynd af bestu gerð, sem skartar töffaranum Michael Fassbender.
17
Ferskur, ferskari... ferskastur? HVAÐ ER AÐ SKE
Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml
Engin aukaefni
Aldrei unnið úr þykkni
Enginn viðbættur sykur
Kælivara
Barnasmoothie 180 ml
Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti
Smoothie 250 ml
18
HVAÐ ER AÐ SKE
skemmtun
TWEET KYNSLÓÐIN
Einar Mikael er afkastamesti con artist landsins. @DNADORI
Tilraunauppistandið Rökkvi grillaður Afmæli Tilraunauppistandsins, sem byrjaði í janúar 2013, verður haldið á Íslenska Rokkbarnum í Hafnarfirði, þar sem uppistandarar og aðstandendur Uppistand.is koma og fagna. Auk þess verður svokallað „comedy roast", þar sem Rökkvi Vésteinsson, upphafsmaður Tilraunauppistandsins, verður grillaður í bak og fyrir af ýmsum grínistum og fólki tengdu honum og uppistandsbransanum. Hvar: Dalshraun 13, Hafnarfjörður Hvenær: 23. janúar kl. 22:00 Miðaverð: Frítt
In Bloom á Kex Hostel
Svo glöð Netflix kom til Íslands um vetur ekki sumar, minni pressa á að vera meðal fólks, almennur sáttmáli um að binge sé löglegt & siðlegt @Sunna Ben
Fyrirlestur með Jan Grarup Jan Grarup er danskur heimilda- og fréttaljósmyndari. Hann hefur starfað við fagið í um 25 ár í Danmörku og víðar, meðal annars á Politikken og fyrir umboðsskrifstofuna NOOR og starfar nú fyrir þýsku umboðsskrifstofuna Laif, ásamt því að vinna að heimildarverkefnum víðsvegar um heiminn. Jan hefur unnið fjöldan allan af verðlaunum á ferlinum bæði í Danmörku og víðar. Hann hefur t.d. unnið 8 sinnum til verðlauna í World Press Photo, þar af 3 sinnum fyrstu verðlaun. Nýlega var þáttaröðin Helvedes helte sýnd á RÚV og í einum þættinum var fylgst með störfum hans í Afríku. Frítt er á viðburðinn en takmarkaður fjöldi sæta verða í boði og því verður að skrá sig á fyrirlesturinn til að tryggja sér sæti. Hvar: Blaðamannafélag Íslands, Síðumúli 23 Hvenær: 22. janúar kl. 17:00 Miðaverð: Frítt
Kex Hostel sýnir nú á sunnudaginn nútímakvikmyndalist frá Georgíu. Að þessu sinni verður kvikmyndin „In Bloom“ sýnd eftir Nana Ekvtimishvili og Simon Gross. Myndin hefur fallið sérlega vel í kramið hjá gestum hinna ýmsu kvikmyndahátíða og unnið til nokkurra alþjóðlegra verðlauna.
Það er alltaf einn kamerumaður á öllum stórmótum í handbolta sem hefur það eina starf að sýna stalkerlegar nærmyndir af stelpum í stúkunni. @hrafnjonsson
ég á morgnana: omg svo þreytt ég ætla að fara snemma að sofa í kvöld. ég á kvöldin: omg svo gaman að chilla i tölvunni ætla að vaka lengi @ergblind
Hvar: Skúlagata 28 Hvenær: 24. janúar kl. 19:00 Miðaverð: Frítt
Hugmynd að sjónvarpsþætti: Biggest Gainer. Hugmynd að styrktaraðila: KFC. Hugmynd að stjórnanda: Texas-Maggi. @DagurHjartarson
Sex and the City Quiz Ófáir aðdáendur þáttanna sívinsælu, Sex and the City, ættu að fagna skipulagningu þessa viðburðar og skrá í dagatalið. Fjórir liðsmenn eru í hverju liði og má búast við harðri baráttu um staðreyndir úr lífi Carrie Bradshaw, Samönthu, Charlotte og Miröndu. Hvar: Húrra Hvenær: 27. janúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
The Room Kvikmyndin The Room er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið. Hún kom út árið 2003 og var sýnd við einstaklega dræmar viðtökur í Los Angeles (flestir gestir vildu fá endurgreitt áður en hálftími var liðinn). Það voru síðan ungir kvikmyndaáhugamenn sem rákust á myndina og sáu húmorinn í hörmungunum. Orðspor hennar dreifðist og er hún í dag orðin að einni bestu miðnæturskemmtun sem kvikmyndahúsin hafa upp á að bjóða. Þar draga áhorfendur hana sundur og saman í háði á sama tíma og þeir undra sig á því hvernig hægt er að gera svona góða, vonda mynd. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Hvenær: 22. janúar kl. 20:00 Miðaverð: 1.400 kr.
Hata þegar ég tapa íþróttaleik á meðan ég ligg í sófanum. @BragiValdimars
TAKMARKIÐ AÐ
VERÐA BESTUR „Ég ætla að verða einn af bestu hlaupurum í heimi. Það er takmark sem ég hef unnið að síðan ég var krakki.“ Kári Steinn Karlsson langhlaupari
nowfoods.is
m Nú í nýju m umbúðu
NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem eru án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð-, rotvarnar- og uppfylliefna.
Gæði • Hreinleiki • Virkni
20
HVAÐ ER AÐ SKE
Una valrún
síta valrún
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA
UPPÁHALDS: Steinunn Eldflaug Fyrir stuttu fórum við í kaffi til Steinunnar Eldflaugar, betur þekkt sem DJ Flugvél og Geimskip. Við skoðuðum uppáhalds föt hennar og skart! Það var ævintýraferð að fá að gramsa í glitrandi sjóræningjakistlinum hennar Steinunnar og heyra sögur sem tengjast uppáhalds flíkunum og skartinu:
Bleikur málmkenndur „choker“ með göddum og hangandi demanti: „Þetta er úr búð sem ég var alltaf að skoða á netinu. Í búðinni starfa Hirari Ikeda og Juria Nakagawa, sem eru ákveðnar tískufyrirmyndir í Japan ... þegar ég heimsótti Japan í fyrra þá heimsótti ég þessa búð og keypti þennan ,choker’ (ól sem sett er um hálsinn). Það eitt að sjá búðina var eins og að sjá eitthvað sem manni fannst ekki vera til í alvörunni; það var mögnuð upplifun!“
Heklað svart, gult og gyllt pils: „Frænka mín gaf mér þetta pils. Hún heklaði það handa mér. Svo fannst henni alltaf eitthvað vanta. Einn daginn var hún að skoða pilsið, þá gengur dóttir hennar inn, 6 ára gömul, og spyr: Mamma, hvar er gullið? Og þá bætti hún gulli í pilsið :D“
Appelsínugult loðvesti: „Magga Stína gaf mér þetta loðvesti þegar ég var 13 ára gömul. Þetta var það flottasta sem ég hafði séð. Þegar ég mætti í því í skólann komu nokkrir krakkar úr 9. og 10. bekk upp að mér og sögðu: Ef þú kemur aftur í þessu vesti í skólann – þá verður þú barin! Ég þorði því ekki að ganga í því aftur fyrr en ég var hætt í Hagaskóla og komin í MH. Seinna, þegar ég var 16 ára og nýbyrjuð í MH, var vinur minn að koma í heimsókn eitt kvöldið. Hann vissi ekki hvar hann ætti að fara út úr strætó svo ég sagði við hann: Engar áhyggjur, ég verð í strætóskýlinu, í appelsínugulu loðvesti, hoppandi, svo að þú hlýtur að sjá mig og þar ferðu út. Þetta virkaði ;)“
Hvítt pils með emoji kalli: „Svo er þessi emoji kall uppáhalds kallinn minn. Ég nota hann mest af því að hann er alltaf ,cool’ og alltaf í góðu stuði. Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá þetta pils til sölu á netinu: uppáhalds tegundin mín af pilsi og uppáhalds emoji kallinn minn sem kemur mér alltaf í gott skap! :)“
Gamlir x-18 sandalar: „Uppáhalds skórnir mínir eru bjána-sandalarnir. Þetta eru gamlir x-18 sandalar.“
Hárband: „Þetta hárband er í miklu uppáhaldi; hárbandið breytir um lit. Ég var einu sinni að búa til listaverk sem var svona geim-leðurblöku-risaeðludýr sem lýsir í myrkri. Þetta var efnið sem ég notaði í vængina á dýrinu. Svo var smá afgangur sem ég notaði til þess að búa til þetta hárband. Alltaf þegar ég er með það þá segir einhver við mig: Vá! Flott hárband! :D“
Stjörnupeysa: Peysan með stjörnunum er í uppáhaldi vegna þess að ég elska geiminn og það eru stjörnur á peysunni.
Halógen glimmerskór: „Gulla vinkona mín átti þessa skó. Við vorum saman með markað í kolaportinu og alltaf þegar einhver keypti eitthvað af mér þá keypti ég strax eitthvað af henni. Hún sagði: Steinunn, ég sé þig alltaf fyrir mér í þessum skóm á tónleikum - og þá varð ég auðvitað að kaupa þá og vera í þeim á tónleikum.“
ร TSALA 40 % af รถllu
22
28
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
Græjur HÖNNUN
GOAT MUG DESNAHEMISFERA/EQUA
HANSNAP LÝSA LAMP
Roli Seaboard Rise OHHIO
Með þessari græju muntu aldrei framar missa Fallegur hægt er að fá í þremur símann! lampi Gefursem notandanum stöðugt grip á útgáfum með mismunandi lýsingu. Hönnuðurinn símanum og gerir honum kleift að taka betri fékk innblástur frá án fagra Íslandi við hönnun myndir eða video þess að leggja símann í lampans. Viðurinn kemur frá Frakklandi hættu. Einnig er hægt að festa græjuna og á staura lampinn er framleiddur þar. Umhverfisvæn eða annað álíka til að taka upp, möguleikarnir eru og ábyrg hönnun. endalausir.
Hljómborð, gítar, flauta, saxafónn, synthi. Allt þetta og fleira í þessari einstöku græju. Hér er verið að gefa notandanum meiri tilfinningu fyrir sköpun tónlistarinnar með nútímalega Þetta teppi kallar á kósýkvöld ognýja kertaljós. hönnuðum stjórnborða. Gefur möguleika Handunnið úr 100%í traustri Merino harðspjaldatösku ull. Kemur í studíóið. Kemur í sem nokkrum fallegum litum; gulu,Þráðlaust ver hljómborðið vel áhvítu, ferðinni. bleiku, bláu, gráu og grænu. og minna en 3 cm á þykkt.
Nánar http://www.lysalamp.com/ Nánar: www.hansnap.com/
Nánar http://ohhio.me/ Nánar: www. roli.com
Með þessum bolla drekkur maður kaffið til hins síðasta dropa. Hannaður til að spilla ekki neinum óþarfa. Hægt er að breyta glasahaldinu svo að bollinn standi einn og sér. BPA frjálst og hægt að geyma á nokkra vegu svo það er ekki þörf á að halda stöðugt á bollanum. Nánar http://www.goat-story.com/
TECHNICS 1200 Technics hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem aðal plötuspilari plötusnúða og verið stabíll síðan hann var hannaður árið 1972. Technics hætti framleiðslu á spilaranum árið 2010 en frá 1972 2010 hafði Technics selst í þremur milljónum eintökum. Nú, fimm árum eftir að Technics hætti framleiðslu, ákváðu þeir að vinda sér í nýjan spilara. Aðdáendur, plötusnúðar sem og vinýl safnarar, eru í skýjunum með nýja spilarann og á hann að vera enn betri en upprunalegi Technics 1200. Spilarinn fékk heitið Grand Flass og er um þessar mundir að detta inn á markaðinn. Nánar: www.technics.com
SKINNY BITCH DESIGN BY US Töffaralegur leðurstóll frá danska hönnunarfyrirtækinu Design By Us. Fæst í Snúrunni, Síðumúla. Nánar snuran.is
Tetriz er mánaðarlegur old school Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
LEAP BAND Leap Frog MAPLE SET
Græja fyrir litla fólkið. Þessi á að stuðla að leik og hreyfingu Einstakir hnífar Federal Inc. Efniviðurinn kanadískur barna með 50 frá áskorunum sem hægt er að er leysa og hafa gaman hlynviður þýskt hver hnífur í leiðinni.og Valið er gæðastál. úr 8 dýrumHandgerðir sem hægt svo er að vera og breyta að ervild. einstakur. fylgja fyrir viðhald. gjöfsér inn Einnig Leiðbeiningar er hægt að spila skemmtilega leikiTilvalin og vinna fyrir stig.alla matarunnendur. Nánar http://www.warehousebrand.com/products/mapleset Nánar: www.leapfrog.com
gerðu tónlist á
Jam
alvöru gítarsánd
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
makkann þinn
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
Íslenska Flatbakan
Castello
Aristóteles að borða pizzu
Freudísk mismæli Ég er tíður gestur á veitingastaðnum Castello. Nei reyndar er það ekki rétt – ég var tíður gestur á veitingastaðnum Castello en svo gleymdi ég honum. Ég gleymdi honum eins og Castello væri gamall vinur sem hefði flutt af landi brott og ég – of upptekinn af smávægilegum hversdagslegum atburðum til þess að hafa samband. Í fleiri mánuði glataðist vinskapur okkar og varðveittist, einvörðungu, í undirmeðvitund okkar beggja; eflaust hefði ég fleiprað nafn staðarins út úr mér á sófanum hjá sálfræðingnum, sem hefði tekið þessu freudíska mismæli sem tákni um óleysta sálfræðilega flækju. Og á eftir þessum andlega uppgreftri á beinagrind sál minnar, hefði ég brunað á veitingastaðinn, beðist afsökunar og fallist í faðmlag við opinn pizzukassa. En í raun voru endurkynni okkar ekki svo dramatísk – í raun var ég bara að keyra í gegnum Hafnarfjörðinn, soltinn og úrillur, þegar ég sá skiltið blikka á Dalshrauninu – CASTELLO. Á þeirri stundu rann það upp fyrir mér að ég hefði, alla þessa mánuði, vanrækt þennan gjöfula vinskap. Ég hafði verið lélegur vinur – en eftirsjá gerir engum gott; eftirsjá er, í raun, einkum ópraktísk tilfinning sem málar yfir nútíðina með svörtum pensli og eykur líkurnar á því að maður sjái eftir þessari sömu nútíð seinna meir #loselose. En hvað um það … Ég lagði bílnum, gekk inn, heilsaði manninum í afgreiðslunni, skömmustulegur á svip, og pantaði Rucolapizzuna í takameð (takeaway.) Afgreiðslumaðurinn erfði fjarveru mína greinilega ekki við mig og framreiddi pizzuna á góðum tíma og þakkaði mér innilega fyrir viðskiptin: „Takk fyrir komuna.“ Þegar ég kom heim áttum við vinirnir (ég og pizzan, sumsé) fallega stund. Saman yfirbuguðum við svengdina og gremjuna og skeggræddum Skaupið, Ófærð, listamannalaunin og Kára Stef. Ég, fölur húman, aðallega úr vatni, hún, falleg flatbaka með hráskinku, klettasalati, parmesan og oregano. Þetta er dásamleg pizza: eldbökuð, bragðmikil og stór. Lifi vinskapurinn, og Castello líka. Orð: Ragnar Tómas
Fyrir fáeinum dögum síðan var ég svangur. Ég var svangur og ég var þreyttur og klukkan var fimm og ég nennti ekki að elda. Ég nenni sjaldnast að elda, sennilega vegna þess að það – að nenna ekki að elda – er orðið að einhvers konar vana. En áfram með smjerið. Ég hringdi í Íslensku Flatbökuna (fyrirtækið) og þar sem ég er stundum áhættusækinn ungur maður sem er opinn fyrir nýjungum ákvað ég að panta mér pizzu að nafni Sú óvænta: pizza sem er gerð, gjörsamlega eftir höfði bakarans. Ég pantaði þá óvæntu ásamt bröllum (brauðstangir, samkvæmt orðabók Íslensku Flatbökunnar) og kóki og daman í símanum tilkynnti mér að þetta yrði tilbúið eftir korter … (15 mínútur líða, mjög hægt, eins og gamalt síróp að renna í gegnum mjóan háls) … Ég sótti pizzuna og keyrði heim. Á leiðinni heim velti ég fyrir mér kenningu Aristóteles um hinn gullna meðalveg, til þess að draga athyglina frá svengdinni. Kenningin er þessi: Dyggð liggur mitt á milli tveggja lasta. Til dæmis, ef við tölum um „hófsemi í áti“ sem ákveðna dyggð, þá liggur sú dyggð mitt á milli lastanna „að borða of mikið“ og „að borða of lítið.“ Þetta er merkileg kenning sem hefur breytt skilningi mínum á réttu og röngu. En hvað um það ... Þegar ég kom heim kveikti ég á Netflix (nýjasta sería Parks & Recs var að detta inn) og byrjaði að borða. Bröllurnar voru dásamlegar: hitastigið gott, mýktin fullkomin og kryddið himneskt. Pizzan var einnig stórbrotin. Áleggið var pepperóní, rjómaostur, sveppir, svartur pipar og beikon. Þetta var svo gott að ég gat ekki hætt að borða; eftir hverja sneið sem ég torgaði leituðu fingur mínir, ósjálfrátt, í næstu sneið. Áfram hélt þetta þangað til að kassinn var nánast tómur. Mig verkjaði í magann og í samviskuna. Ekki leið á löngu fyrr en draugur Aristótelesar birtist í stofunni heima og skammaði mig: Aristóteles: Hvað varð um hófsemdina? Ég: Hófsemdin býr ekki á Íslensku Flatbökunni. Orð: Skyndibitakúrekinn
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar
Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
Kundalini Jóga í Tuscaniu Ítalí // Námskeið Boðið verður upp á þrjá fulla námskeiðsdaga í Kundalini jóga í gamalli kapellu í sveit Lazio nálægt Tuscaniu á Ítalíu. Kapellan er sjarmerandi og býr yfir fullkomnu andrúmslofti fyrir þriggja daga slökun í umhverfi eikarskóga og dýralífs. Á námskeiðinu verður boðið upp á matarupplifun úr matvörum sem koma úr nærumhverfinu, upprunalegar ítalskar uppskriftir frá miðöldum. Kennari er Estrid Thorvaldsdóttir jógakennari. Hvar: Ítalía Hvenær: 24. - 27. mars 2016 Nánari upplýsingar: sirimukh78@gmail.com
ASHTANGA WORKSHOP María Dalberg jógakennari heldur Ashtanga „workshop“ laugardaginn 30. janúar á milli kl 9 og 13. Þetta er góð leið til að dýpka þekkingu á Ashtanga jóga og til að taka jógaæfingar sínar á næsta stig. Dagskráin felur í sér leiddan Ashtanga tíma þar sem áhersla verður lögð á grunnatriðin og svo vinnustofu þar sem farið verður í hvernig á að hoppa fram og aftur á milli jógastaða, farið verður í höfuðstöðuna og jógastöðuna hjólið. HVAR: Sólir HVENÆR: 30. janúar kl 9-13 VERÐ: 6.900 kr. SKRÁNING: solir.is
GERJUN OG SPÍRUN Að taka mataræðið í gegn er nauðsynlegt fyrir bætta heilsu og þá geta meltingargerlar spilað stóra rullu. Edda Magnúsdóttir hráfæðikennari og matvælafræðingur heldur námskeið þar sem hún kennir handtökin til að rækta eigið hveitigras og búa til eigin „probiotics” , góðgerla meltingarinnar sem eru nauðsynlegir fyrir heilbrigðan ristil. Með súrkáli, hnetuosti, spírum og orkusúpu Dr. Ann Wigmore ertu komin með fæði sem bætir heilsuna verulega. Öll námskeiðsgögn og uppskriftir fylgja. HVAR: Gló Fákafeni HVENÆR: 27. janúar, kl 18.00 - 20.30 VERÐ: 5.900 kr. SKRÁNING: glo.is – námskeið og fyrirlestrar
MEÐ FRÓÐLEIK Í FARARNESTI Sævar Helgi Bragason, verkefnissstjóri vísindamiðlunar við Verkfræði- og náttúruvísindasvið og kennari í Háskólalest Háskóla Íslands, svarar öllum spurningum um norðurljósin, stjörnurnar og vetrarbrautina í gönguferð sem helguð er himingeimnum. Nauðsynlegt er að klæða sig vel og gott er að taka með kíki og nesti fyrir 2-3 klst. Lagt verður af stað frá skrifstofu Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 þaðan sem ekið verður upp í Heiðmörk. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Athugið að ef ekki viðrar til himinskoðunar þennan dag verður ferðinni frestað þangað til góðar aðstæður skapast og það auglýst á Facebook og heimasíðu Háskóla Íslands. HVAR: Mörkin 6, skrifstofa Ferðafélags Íslands HVENÆR: 29. janúar kl 20:00 VERÐ: Ókeypis http://www.hi.is/vidburdir/
HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ Hugleiðslunámskeiðið Andinn Sópar Hugann er ætlað jafnt byrjendum sem og iðkendum og meðlimum í Zen á Íslandi. Námskeiðið mun byggja alfarið á hljóðbókinni Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong Roshi. Nálgun Kwong Roshi er mjög ítarleg og gaumgæfileg og snýr að öllum hliðum Zen iðkunar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þau Ástvaldur Zenki og Gyða Myoji, sem bæði hafa hlotið prestsvígslu hjá Jakusho Kwong-roshi, kennara Zen á Íslandi – Nátthaga. Námskeiðið er öllum opið, óháð trúar- og lífsskoðunum. HVAR: Grensásvegi 8, 4 hæð HVENÆR: 25. janúar 2016, kl. 17:30 – 19:00 og verður alls fimm skipti. VERÐ: 15.000 kr. SKRÁNING: zen@zen.is.
GONGSTUND SLÖKUN Á SUNNUDEGI Allir eru velkomnir í heilandi stund í Yogashala sem veitir djúpa hvíld í tíðni fulla tunglsins 24.1. Gongstundir hjálpa til við að fara í kyrrðina og losa um þreytu sem kann að leynast í líkamanum. Arnbjörg Kristín jógakennari spilar á gongið af sinni einskæru snilld og býður unga sem aldna, sem treysta sér að halda þögn og kyrrð allan tímann, velkomna á uppákomuna. HVAR: Yogashala, engjateigur 5, 2 hæð HVENÆR: 24. janúar kl. 12:15-13:15 VERÐ: Frítt fyrir korthafa og 1500 fyrir aðra NÁNAR: facobook – gongstund:: djúpslökun á sunnudegi
LIFEDRINK INNIHELDUR:
- 10 TEGUNDIR AF JURTUM - 10 TEGUNDIR AF BERJUM - OMEGA 3,6 OG 9 - SPIRULINA OG KLÓRELLA - GÓÐGERLA FYRIR MELTINGUNA
BÆTIEFNIN FRÁ TERRANOVA STUÐLA AÐ HÁMARKS VELLÍÐAN OG VIRKNI facebook.com/terranovaisland
Fást í flestum heilsuvörubúðum, apótekum og nú einnig í Nettó
28
HVAÐ ER AÐ SKE
hönnun
JK Jin Kuramoto
BUDDY Mads Saetter
OSTRICHPILLOW Studio Banana Things
Fullkomið á skrifborðið. Hér er búið að setja saman í eitt, hirslu og lýsingu. Það þarf ekki mikið meira til að leysa verkefnin. Kemur í 4 litum.
Við vitum að það er mikilvægt að passa uppá svefninn. Í hraða nútímans vill það stundum gleymast. Þess vegna þarft þú að ná stuttum kríum yfir daginn. Allavega einni og koma svo fullur af krafti tilbaka. Með þessari snilld er það mögulegt hvar sem er!
Nánar: madssl.dk
Nánar: eu.studiobananathings.com/
JÓGA
SETRIÐ
Einstaklega fallegir stólar frá japanska hönnuðinum Jin Kuramoto. Hlutlausir svo að þeir passa inn í flest rými. Auðvelt að stafla allt að 4 stólum saman. Einnig einfalt að hengja upp á borð með örmunum. Nánar: jinkuramoto.com
LEVITY LIGHT Truly Truly Þessi fallegu ljós eru eftir áströlsku hönnuðina Joel og Kate Booy. Þau leika sér hér með sveigjanleg LED ljós sem hluta af hönnuninni. Ljósin eru svo falin með ofnum textíl. Nánar: studiotrulytruly.com
SKIPHOLTI 50 C SLING SLANG Jójó
S: 778 1000
jogasetrid.is
Hey Yo! Þeir voru nú margir sem að sýndu snilldar takta þegar jójó æðið mikla reið yfir forðum daga. Ef þú varst einn þeirra og langar til að láta ljós þitt skína á ný þá mun það skína enn skærar með þessu handgerða gæðajójói. Nánar: taitdesignco.com
BÍLM
MAG FER B HÁT Í Ð N L A A T A G T ÆKI R A N Æ A LAR ARA K R DVD I M ÚTV AR R SPIL P ÞRÁ ÖRP 3 SP ARA S BÍLH J Ó R Ð ILAR N ÁTA LAU V LAR Ö RP AR SIR AR HEY RNA S M RTÓ Y L NDA ÍMAR VÉL AR HL JÓM
REIK
BOR
Ð
NIV
MEIR
A EN
ÉLA
2000
VÖRU ALL TEGU NDIR T MEÐ A UPP Ð ÓTRÚ Þ 7 HEL VOTT LEGU 5 LUB A % M AF ORÐ VÉLA A SLÆ OFN R E F TTI S LDA AR L V ÁTT FRY STIK ÉLAR ISTU ÍSSK UR R ÁPA R HRÆ KAF
RIV
ÉLA
R Ö RBY LAR VÖF LGJU FLU BLA OFN JÁR NDA RYK AR N R SU ST A FIVÉ
GUR
RAU
JÁR
N
R
ÞUR
NOKKUR VERÐDÆMI
ÞVO
SAM TTA LOK V RAR ÉLA UGR R I
RKA
LL
Útlitsgallaðar vörur og síðustu eintök með miklum afslætti Philips, Panasonic og LG sjónvörp með allt að 300.000kr afslætti Frystikistur frá 24.995 Philips bluetooth hátalarar með allt að 67% afslætti Blu-ray DVD spilarar með allt að 33% afslætti Örbylgjuofnar með allt að 50% afslætti Ofnar, háfar og helluborð á frábærum verðum Panasonic þvottavélar frá 49.995 Kæliskápar með allt að 46% afslætti Kaffivélar, brauðristar og önnur smátæki á miklum afslætti Philips heyrnartól með allt að 60% afslætti Pottar, pönnur og búsáhöld með allt að 75% afslætti
HÁF AR
Sjá allt úrvalið á ht.is
TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær! Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
R
30
HVAÐ ER AÐ SKE
Spurt & Svarað Hermigervill Bandbrjálaður baktjaldamakkari í bandalagi við flest bönd landsins
Hvað eiga Salem, Rennie og litlar Tópasflöskur sameiginlegt?
Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn, Öfugnöfn? Sveinbjörn. Sveinbi. Skeingörn. Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða?
#syndirferðanna Hefur lífið tilgáng? Ef svo, hver er tilgángurinn?
Auðveldur í samsetningu. Flatur pakki.
Að hafa gaman af þessu öllu saman.
Þú varst að spila í Sydney fyrir stuttu. Hvernig gekk það?
Í hverju ertu að vinna þessa dagana?
Það var geggjað. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég kom fram sem söngvari á sviði (með FM Belfast) og það var fyrir framan 25 þúsund áhorfendur. Ekkert stress! Hver er uppáhalds meðlimurinn þinn í FM Belfast?
Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?
HLAÐVARP VIKUNNAR
Uppáhalds tilvitnun eða „one-liner“? Heyrðist í fjölskylduboði hjá J.C. Van Damme: "kæru vinir og Vandamme menn..." Ertu búinn að klára panflautuútgáfuna af R. Kelly laginu?
Skrauthaugurinn ógurlegi.
Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað.
Ég held að ég sé að vinna í allavega fjórum plötum og tveimur tölvuleikjasándtrökkum.
Já, hún heyrðist í sjónvarpsþættinum Hindurvitni á Stöð 2 og Þorvaldur Davíð var rosalega ánægður með hana.
PHILOSOPHIZE THIS Heimspeki er listin að spyrja spurninga. Því fleiri spurninga sem maður spyr því betra – því fyrr kemst maður að því hversu lítið maður veit í raun. Og þegar maður kemst að því hversu lítið maður veit í raun, þá verður maður óneitanlega auðmjúkari fyrir vikið; maður leitar í bækur til þess að grafa sig upp úr sinni eigin fáfræðilegu gröf. Sjálfur hef ég komist að því, með hjálp heimspekinnar, að maðurinn er afskaplega ófrjáls. Maðurinn stjórnast af umhverfi sínu og aðstæðum; er oft á tíðum hégómafullur og hvatvís – og, yfirleitt, óttalega breyskur. Aftur á móti má segja að það eitt að átta sig á því hversu ófrjáls maður er í raun og veru
gerir mann, máske, ögn frjálsari; hann sá sem sér rimlana er betur í stakk búinn til þess að smeygja sér framhjá þeim. Þetta er merkileg hugmynd ... Philosophize This er hlaðvarpsþáttur um heimspeki. Stjórnandi þáttarins, Stephen West, rekur sögu heimspekinnar og útskýrir, oft á tíðum, mjög torveldar hugmyndir á mannamáli – og setur téðar hugmyndir í samhengi sem nútímamaðurinn skilur. SKE mælir sérstaklega með nýjasta þætti Philosophize This, Hegel’s God, þar sem herra West ræðir hugmyndir heimspekingsins Hegel um Guð. Frábær þáttur. Friðrik Níelsson
HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu
LÖÐUR
NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF
FISKISLÓÐ 29
101 REYKJAVÍK
568 0000
WWW.LODUR.IS