Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 29.01–04.02
HLAÐVARP VIKUNNAR 60 MINUTES
#44
SPURT & SVARAÐ
ske.is
ANNA KRISTÍN
MATUR
AUSTUR-INDÍAFJELAGIÐ
PÚLSINN
PARKS & RECREATION
„ÉG ER EKKI LEIÐUR Á ÞVÍ ENNÞÁ AÐ VERA TIL – OG ÞAÐ STEFNIR EKKERT Í ÞAÐ. ÞETTA VERÐUR ALLT MEÐ SYKRI OG RJÓMA ÞANGAÐ TIL AÐ ÉG DEY.“ – SKE SPJALLAR VIÐ DANÍEL ÁGÚST
2
HVAÐ ER AÐ SKE
Götur Reykjavíkur SKEleggur HANDRIT AÐ LÍFINU Í gær sat ég í sófanum með kærustunni minni og horfði á sjónvarpið. Nema kærastan mín var ekki kærastan mín og það var slökkt á sjónvarpinu. Það var slökkt á sjónvarpinu og það var fremur hávaxinn maður sem stóð fyrir aftan mig og skipaði mér fyrir með kraftmikilli röddu: „Slakur, Raggi, alveg slakur! Settu höndina yfir öxlina á henni og aðlagaðu þig að sófanum. Kveiktu svo á sjónvarpinu og mundu: kósíkvöld. Þér líður vel ... ókei, nú kemur fyndið atriði í sjónvarpinu eftir 5, 4, 3, 2 og 1: HLÆJA!“ Ég og kærastan mín hlógum áhyggjulausum hlátri og horfðum á hvort annað með rómantískum augum, er reykvélin andaði frá sér fallegum mekki ... Þetta var auglýsing. Ég var að leika í auglýsingu. Það er eitthvað fallegt við auglýsingaheiminn. Í auglýsingaheiminum hef ég sjaldan verið betur klæddur; jafn snyrtilega rakaður; jafn óaðfinnanlega farðaður; jafn meðvitaður um ágæti eigin sjálfs – og sjaldan hef ég lifað mig jafn grimmt inn í núið. Eftir tökur hugsaði ég með sjálfum mér: Mig langar að lifa lífinu svona. Mig langar að lifa lífinu eins og lífið sé auglýsing og ég – aðalleikarinn og söluvaran sameinuð í eitt. Í raun byrjaði ég á þessu, strax, morguninn eftir (ég er geðveikur; ekki dæma mig). Er ég lá í rúminu skrifaði ég handrit í huganum: INT. HERBERGI – MORGUNN Hamingjusamur ungur maður fer framúr, klæðir sig í sín bestu föt, fær sér Lýsi og Cheerios og brosir framan í heiminn. Hann hugsar svo til orða Emerson: „skrifaðu það á hjartað þitt – dagurinn í dag er besti dagur ársins.“ Svo lék ég þetta. Ég lék þetta eins og Brad Pitt í Legends of the Fall #óskhyggja – nema í stað þess að vera sólbrúnn kúreki á sléttum Montana var ég fremur fölur íslendingur í hafnfirzku eldhúsi – en hamingjusamur. Ég held að meining mín sé þessi: Sumir lifa lífinu eins og lífið sé spuni – og leyfa umhverfinu að leikstýra senunni; aðrir lifa lífinu meðvitað eftir eigin handriti, og láta ekkert gerast fyrir tilviljun, heldur sjá þeir sjálfan sig fyrir sér í framtíðinni og lifa meðvitað samkvæmt þeirri draumsýn. Lífið er auglýsing. Þú ert varan – og leikstjórinn, aðalleikarinn, stílistinn, klipparinn, ljósamaðurinn, hljóðmaðurinn, og allir aðrir. „ACTION!“
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Daníel Ágúst Haraldsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
En þú getur fengið bókastyrk Námsmenn 18 ára og eldri með virkan námsmannareikning hjá Arion banka geta sótt um styrk til bókakaupa. Dregnir verða út 25 styrkir, hver að andvirði 30.000 kr. Opið fyrir umsóknir á arionbanki.is til og með 15. febrúar. Kíktu á arionbanki.is/namsmenn
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 0 2 7 0
: r u k æ B i k k e a g e l r á kl s i p y e k ó
4
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
MYRKIR MÚSÍKDAGAR Myrkir Músíkdagar er tónlistarhátíð sem býður upp á metnaðarfulla dagskrá sem samanstendur af fjölda spennandi tónleika með samtímatónlist á myrkasta tíma ársins. Markmið hátíðarinnar er að veita birtu í huga áhorfenda og þátttakenda í svartasta skammdeginu. Á Myrkum músíkdögum í ár verður lögð áhersla á áhugaverða og skemmtilega tónleika þar sem meginþorri verkanna eru frumflutt á hátíðinni. Boðið verður upp á einstaklega fjölbreytta dagskrá sem inniheldur einleikstónleika, kammertónleika, slagverks- og raftónleika. Meðal þeirra sem koma fram eru Elektra Ensemble & Errata Collective, Nordic Affect, Caput, Vox Feminae, Edda Erlendsdóttir, Guðný Jónasdóttir og margt fleira. Hvar: Harpa og Dómkirkjan í Reykjavík. Hvenær: 28. - 30. janúar 2016 Miðasala: www.tix.is Vefur: www.darkmusicdays.is/dagskra
Úlfur Úlfur Rappdúettinn hefur mikla reynslu af fjölbreyttum tónlistarstefnum og skilar af sér einstakri nálgun á rapptónlist. Innblásturinn er lífið sjálft, íslenskur veruleiki, óraunveruleiki og allt þar á milli. Hljómsveitin hefur alla tíð hlotið mikið lof fyrir bæði frumlegar lagasmíðar og einlæga textagerð en í dag, 5 árum frá stofnun, er augljóst að úlfurinn hefur aldrei verið blóðþyrstari.
Hvar: Naustin 1-3 Hvenær: 30 janúar kl. 23:55 - 04:30 Miðaverð: Frítt
Moses Hightower Frá árinu 2007 hefur hin reykvíska hljómsveit, Moses Hightower, verið í framvarðarsveit íslenskrar sálartónlistar. Hljómsveitin hefur spilað á uppseldum tónleikum, jafnt stórum sem smáum, gefið út tvær mikilsvirtar plötur og hlotið íslensku tónlistarverðlaunin á sinni vegferð. Nú bjóða þeir og Kex Hostel þér á tónleika og viðburð til að samfagna lífinu og sálinni með sér. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 26 Hvenær: 4. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Högni er einn ástsælasti söngvari og lagahöfundur landsins, hann hefur samið tónlist með hljómsveitum sínum Hjaltalín og GusGus. Þá hefur hann samið fjöldamörg tónverk fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Á tónleikum Blikktrommunnar verða allar hans tónsmíðar undir og mega tónleikagestir því búast við einstakri tónlistarveislu. Hvar: Kaldalón, Harpa Hvenær: 3. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.
Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: 30. janúar kl. 22:00 Miðaverð: 3.000 kr.
Sigurður Guðmundsson
Paloma á laugardaginn Þegar Áskell, Intr0beatz, Simon fknhndsm, Viktor Birgiss, Ómar E., og Jonbjorn koma saman á efri hæð Paloma, þá er gaman. Áskell var að koma heim og Ómar E. er að fara út svo þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem allt gengið kemur saman í bili. Í kjallara Paloma munu Hausar vera með sitt tíunda kvöld. Sérstakir gestir þeirra verða pródúsentarnir í Dusk. Aðrir sem koma fram verða Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt. Búast má við stöppuðu Paloma þennan laugardag!
Högni Egilsson í Blikktrommunni
Á þessari kvöldstund mun Sigurður syngja úrval af sínum uppáhaldslögum, studdur af engu öðru en píanóleik Hjartar Ingva, hljómborðsleikara Hjaltalín. Á tónleikunum munu heyrast lög úr ýmsum áttum, þó með áherslu á amerískri söngbók öndverðar 20. aldarinnar en einnig nýrri ópusum.
Bubbi Morthens
Hvar: Bryggjan Brugghús, Grandagarður 8 Hvenær: 2. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
18 konur Bubbi gaf út plötuna 18 konur í lok síðasta árs og minnist þar, með eftirminnilegurm hætti, afmælis 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Hann fékk til liðs við sig 4 öflugar konur sem sáu um allan hljóðfæraleik á plötunni og er skemmst frá þvi að segja að úr varð ein athyglisverðasta plata ársins og titillag plötunnar er í mikilli spilun á flestum útvarpsstöðvum. Hljómsveitin hefur hlotið nafnið spaðadrottningarnar og komu þær fram með honum í tónlistarþættinum Stúdíó A í desember s.l auk þess sem að þær komu óvænt fram á þorláksmessutónleikum Bubba í Hörpu. Hvar: Hlégarður, Mosfellsbær Hvenær: 30. janúar kl. 20:30 Miðaverð: 3.500 kr. Miðasala á midi.is.
Aggzilla á Kaffibarnum Aggi Agzilla er löngu orðin goðsögn innan plötsnúðabransans á Íslandi. Sem meðlimur RVK DNB og einn aðaltalsmaður Drum and Bass stefnunnar hér á landi hefur hann í ótal ár spilað það allra ferskasta í bland við eldri sígild verk á nær öllum skemmtistöðum sem Reykjavík hefur boðið uppá síðastliðin 20 ár. Downtempo, Hús og Techno munu hljóma að þessu sinni frá meistaranum á Kaffibarnum. Hvar: Bergstaðastræti 1 Hvenær: 4. febrúar kl. 21:00 - 01:00 Miðaverð: Frítt
WWW.VETRARHATID.IS
#vetrarhatid
#reykjavikloves
6
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
Eivør og sagan af konunni í selshamnum Eivør, Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins flytja tónverk þar sem leitað er fanga í þjóðsögunni um konu í selsham og hafið, ástin og frelsisþráin gegna lykilhlutverki. Verkið um kópakonuna í Mikladal var samið og útsett sérstaklega fyrir Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 29. janúar kl. 21:00 Miðaverð: 5.900 - 10.900 kr.
NÝTT UNDIR NÁLINNI
Sónar Reykjavík 2016 Boys Noize, Hudson Mohawke, Squerpusher, Angel Haze, !!! (CHK CHK CHK), Floating Points, Annie Mac, Holly Herndon, Oneohtrix Point Never, Koreless, Ellen Allien, Páll Óskar ,Ben UFO, Úlfur Úlfur, Rødhåd, Kiasmos, Zebra Katz, Lone Live AV ft Konx-om-Pax, LE1F, Bjarki, Recondite, Mumdance, Apparat Organ Quartet, AV AV AV, Vök, President Bongo & Emotional Carpenters, The Black Madonna, DJ Margeir, James Pants, Ruxpin, Futurgrapher, Reykjavikurdætur, DJ Yamaho, Sturla Atlas, TM 404, Sevdaliza, Drippin, Larry Gus, ELOQ, Dorian Concept, Wife, Throwing Snow, GANGLY, GKR, Courtesy, East of My Youth, Milkywhale, Good Moon Deer, Tonik Ensemble, Bensol, Auður, Vaginaboys, Unknown, Halleluwah, Harald Björk, Brigitte Laverne, B-Ruff, Intr0beatz, Tommi White, Karó, Skeng, DJ E.D.D.E.H., Ódinn, KSF, Brilliantinus, Frank Murder, asdfhg., Kosmodod, DJ Katla, Tandri, Hildur, Julia Ruslanova og Ultraplay.
FROSTY X PETER OVERDRIVE – BEATS MEÐ DÝFU
Bibio – Petals
Hvar: Harpa Hvenær: 18. - 20. febrúar Miðaverð: 7.990 - 17.990 kr.
System of a Down Tribute Armensk/Ameríska rokksveitin System Of A Down verður heiðruð á Græna hattinum. S.O.A.D. hefur gefið út fimm breiðskífur og selt yfir um 40 milljón eintök. Hljómsveitin á ófáa slagara sem munu fá að heyrast á þessum tónleikum en dagskráin spannar lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið 1994 í Kaliforníu. Sett hefur verið saman sérstök hljómsveit til að flytja efnið á heiðurstónleikunum og eru meðlimir gallharðir aðdáendur System Of A Down. Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: 29. janúar kl. 22:00 Miðaverð: 2.500 kr.
BISHOP – River
Berlin X Reykjavík Festival 2016 Berlin X Reykjavík Festival 2016 var haldin í annað sinn dagana 21.-23. janúar í Berlín og verður nú haldin í Reykjavík um helgina. Tónleikarnir í Reykjavík munu fara fram á skemmtistaðnum Húrra. Hátíðin er hugarfóstur þeirra Pan Thorarensen og Sebastian Studnitzky. Miðasala er á midi.is.
Ivan Ave – The Circle
Föstudaginn 29. janúar:
Ingunn Huld útgáfutónleikar Fjúk, fyrsta breiðskífa Ingunnar Huldar kom út í lok árs 2015. Platan inniheldur ellefu frumsamin lög og texta og nú verður útgáfunni fagnað í Tjarnarbíó. Þar blæs Ingunn Huld til útgáfutónleika ásamt hljómsveit sinni. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 30. janúar kl. 20:30 Miðaverð: 2.500 kr.
20.30 - 21.30 - Beatmakin Troopa 21.45 - 22.30 - Studnitzky 22.45 - 23.30 - Dj Flugvél & Geimskip 23.45 - 00.30 - Futuregrapher 00.45 - 01.30 - Frank Murder Laugardaginn 30. janúar: 20.30 - 21.30 - King Lucky 21.45 - 22.40 - Studnitzky & Eyþór Gunnarsson 23.00 - 23.50 - Samúel Jón Samúelsson 00.00 - 01.00 - Sísý Ey Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 29. og 30. janúar Miðaverð: 2.900 – 4.900 kr.
Chet Faker – In-Between
Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Daníel Ágúst Haraldsson
var svo heillandi að ég sagði skilið við leiklistina í bili.
SKE: Það er eitthvað sérkennilegt við Daníel Ágúst. Svo
SKE: Mark Twain sagði að tveir mikilvægustu dagar í lífi mannsins væru dagurinn sem hann fæðist – og dagurinn sem hann uppgötvar af hverju. Hvenær áttaðirðu þig á því að tónlistin væri þinn tilgangur? Eða er tónlistin þinn tilgangur?
virðist sem Daníel Ágúst sé ónæmur fyrir eilífri framrás tímans. Á meðan við hin þeytumst niður straumþunga á tímans, köstumst til og frá í steinóttum flúðunum, og berum ummerki þessa áreksturs utan á okkur, seinna meir, er eins og að Daníel Ágúst ferðist með einhverjum hliðstæðum læk – eins og að hann fljóti bara makindalega áfram á sínum fleka, brosmildur og syngjandi. Ég velti því fyrir mér hvað það er sem heldur honum svona ungum, eflaust vegna þess að mig langar til að skola mig upp úr þessu sama vatni. Mig grunar að uppspretta þessa lækjar sé æskubrunnur listarinnar: Það er eitthvað svo endurlífgandi við það að skapa. Eða hvað? Kannski helgast
Jú, tónlistin fyrir mér er ákveðin köllun. Ég finn mjög sterklega fyrir tilgangi minnar tilvistar í gegnum tónlistina. Ég söng með teppabankarann í fanginu, tveggja ára gamall, í fjölskylduboðum – en maður var ekki búinn að ákveða þá hvað maður yrði þegar maður yrði stór. SKE: Það var kannski ekkert eitt augnablik þar sem þessi köllun kristallaðist? Kannski þegar ég samdi mitt fyrsta lag. Það að geta sett saman hljóma og laglínur og komið hugsunum í orð og texta, gerði það að verkum að ákveðin hljóðmúr var rofinn.
þessi framlengda æska Daníels af einhverju öðru? Máske
(Daníel hlær. Þetta er stríðnislegur hlátur. Hlátur barnsins.)
hangir eitthvert afkáralegt portrett af Daníel Ágústi í
SKE: Var þetta lag með Nýdönsk?
einhverju risinu í Vesturbænum? #DorianGray … Til þess
Já, lagið heitir Skjaldbakan. Það var þá sem ég kynntist þessari íhugun, þessu ferðalagi, sem fylgir því að tjá sig í gegnum orð og tóna. Það er svolítið frelsandi og gefandi, að fá að fást við svoleiðis sköpunarverk.
að komast að niðurstöðu í þessu máli hringdi ég í Daníel Ágúst og bókaði viðtal. Við hittumst á Háaleitisbrautinni, þar sem hann er með stúdíóaðstöðu, og við ræddum þessa ævarandi æsku, tónlistina, Gus Gus, Nýdanska daga og núvitund. (Ég og Daníel komum okkur fyrir í sófanum. Ég spyr út í bílinn hans, sem var að koma úr viðgerð. Daníel segir að það hafi verið eitthvert bank í honum, en viðgerðarmennirnir fundu, samt sem áður, ekkert athugavert við bílinn. Þessar upplýsingar fylla mig von; það er óttalegt bank í mér, oft á tíðum, en samt held ég því fram að ég sé meira og minna í lagi.) SKE: Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einhverjum árum síðan, sagði blaðamaður, í inngangi greinarinnar, að þú hefðir komið til dyra eins og náfrændi Drakúla – þessi sem fluttist til Oklahóma. Ég var einmitt að hugsa eitthvað svipað: Þú eldist svo vel. Svona eins og vampíra. Hver er lykillinn að þessari ævarandi æsku? Daníel Ágúst: Ætli að það sé ekki bara lífsþorsti og gleði – og það að fara í sund, reglulega. (Daníel er nýstiginn upp úr lauginni og líður, að eigin sögn, eins og nýslegnum túskildingi. Ég er sammála: sjaldan hefur þessi klisja átt meira við en nú.) SKE: Finnst þér þú hafa breyst mikið í gegnum árin? Eða ertu sami maðurinn – bara aðeins eldri? Maður breytist alltaf eitthvað, en tekur voða lítið eftir því sjálfur. Ég hef lært heilmikið, bæði í músíkinni og persónulega. Maður verður ekkert endilega mikið vitrari með árunum. Maður lifir og lærir. (Ég blaðra svo eitthvað um hið svokallaða vaxtarhugarfar („growth mindset“), sem vísar í það að sumir einstaklingar hugsa um sjálfið sem síbreytilegt – og virðast því þroskast og vaxa meira en aðrir. Mig grunar að Daníel hafi þetta hugarfar.) Ég hef verið ótrúlega heppinn að hafa fengið útrás fyrir minni sköpunargleði á margan hátt. Það gerir mann ungan í sálinni. Þegar maður nær að svala forvitninni og halda greddunni gangandi í því sem maður er að fást við. Ég hef sífelldan vilja til þess að skapa eitthvað nýtt – og prófa eitthvað nýtt. Það gerir mann opineygðan, forvitinn og lífsglaðan. (Æskubrunnur listarinnar, hugsa ég. Ekki nema að Daníel sé vísvitandi að villa fyrir blaðamanni til þess að beina sjónum frá portretti Dorian Gray.) SKE: Gus Gus byrjaði sem fjöllistahópur, einhvers konar stuttmyndahópur. Byrjaðir þú sem tónlistarmaður eða leikari? Faðir minn, Harald G. Haralds, er leikari og kannski erfði ég eitthvað af hans leiklistargenum. Ég hafði snemma mikinn áhuga á leiklist og það var ansi tvísýnt, á tímabili, hvort að ég myndi leggja það fyrir mig eða hvort að ég myndi hellast út í tónlistina. Ég lék bæði í grunnskóla og menntaskóla, en var síðar dreginn út í tónlistina af Birni Jörundi og fyrrverandi grunnskólafélögum mínum úr Álftamýraskóla. Tónlistin sogaði mig meira til sín; hún hafði mjög sterkt segulmagn sem ég stjórnaði, einhvern veginn, ekki beint sjálfur. Að fá að kynnast þessari sköpun sem fylgir tónlistargerð
SKE: Ég hef skrifað mikið síðustu þrjú, fjögur ár og finnst eins og að ég lifi, einhvern veginn, á dýpri hátt þegar ég er með þessi gleraugu á höfðinu. Maður sér hlutina á allt annan hátt en þeir sem hneigjast ekki til listarinnar. Maður getur rýnt í svo marga hluti í gegnum sköpunina: samfélagið, heiminn, tilvistina, tilgang lífsins – hvað sem er. Maður getur einnig rýnt inn á við, skoðað sig persónulega út frá því sem maður hefur kynnst. Sköpunarferlið mitt hefur þróast þannig: Það hefur farið meira inn á við. Fyrsta lagið sem ég samdi var hálfgerður brandari: lítil saga um skjaldböku sem sleppur úr búrinu í gæludýraverslun. (Daníel hlær þessum sama barnslega hlátri.) Sem snertir kannski ekki alla, en fjallar um það að sleppa úr búrinu sínu og fá að kynnast umhverfinu fyrir utan búrið. SKE: Hvað finnst þér gaman að gera fyrir utan tónlistina? Er eitthvað sem þú gerir fyrir utan tónlistina sem stuðlar að eigin sköpunarkrafti – fyrir utan sundið? Ég hef mjög gaman af því að skoða umhverfið, að horfa á fólk og ég fæ að gera það mikið á ferðalögum mínum með Gus Gus. Mér finnst líka gaman að vera úti í náttúrunni og ferðast og sjá hvernig aðrir hafa það – og finna áhrif náttúrunnar á hugann. (Við ræðum tónleikahald. Daníel segir að það sé ofboðslega mikil vinna að halda einbeitingu og halda sér í heilu lagi þegar maður er á svona miklum þeytingi. Daníel bætir því svo við að engir tónleikar séu eins, því þó svo að maður sé að flytja sama efnið, þá veitir hver staður innblástur til nýrra hluta.) SKE: Eru einhverjir tónleikar sem standa upp úr? Það er voðalega erfitt að nefna eitthvað eitt … Mér eru sérstaklega minnistæðir útgáfutónleikar sem Gus Gus hélt í Perlunni, í janúar 1996. Þá breyttum við Perlunni í tónleikahöll, en þetta þótti ansi nýstárlegt á þeim tíma. Við settum
upp hljóðkerfi um allt húsið og sáum til þess að tónleikagestir gætu notið tónlistarinnar hvar sem er í húsinu. (Daníel leyfir huganum að reika.) Mér er líka minnisstætt þegar ég var 13 ára og var að syngja með skólahljómsveitinni úr Álftamýrisskóla fyrir framan 5.000 unglinga í Laugardalshöll. Þá söng ég lagið Purple Rain með Prince. Það var mín fyrsta stóra tónleikaupplifun. Þá var ég ekki tilbúinn að taka við þeirri stórkostlegu reynslu. SKE: Maður sér líka hvernig sviðsframkoman þín hefur breyst. Ég horfði á flutning þinn á laginu „Það sem enginn sér“ í Eurovision árið 1989. Þar er allt annar maður á sviði, ef maður spólar fram í tímann og horfir á þig með Gus Gus. Þú hefur kannski ekki lifað þig jafn mikið inn í flutninginn í Eurovision? Ég hef alltaf reynt að lifa mig inn í tónlistarflutninginn og reynt að týna mér í tónlistinni – en tónlistin sem maður flytur hefur áhrif. Ef ég er að flytja danstónlist þá fer ég ósjálfrátt að dansa: Ég brest bara í dans. Með Nýdönsk er rólegra yfirbragð og meira yfirvegað. En að flytja lag í Eurovision er allt annað. Þar er allt meira fyrirfram ákveðið og njörvað niður. En í Gus Gus fæ ég meira að njóta mín í frjálsri aðferð … (Daníel hlær.) Algjörlega án hafta. Haftalaus. Hömlulaus. SKE: Þið eruð að vinna að tíundu plötu Gus Gus, ekki rétt? Jú, við erum að fara í vinnugírinn. Það er ofboðslega skemmtilegt ferli – að semja lög á nýja plötu og búa til nýtt landslag. SKE: Er hún eitthvað í líkingu við Mexico? Hún er auður strigi ennþá. Við erum kannski búnir að mála nokkrar strokur, með nokkrum litum, en þetta er frekar „abstract“ eins og er. (Við ræðum fyrirbærið Högna aðeins, en Daníel segist vera mjög glaður að fá hann inn í Gus Gus; nálgun hans á tónlistinni er allt öðruvísi en nálgun hans og Bigga. Svo spyr ég hvenær platan komi út.) Við stefnum að útgáfu í haust – en maður á að tala sem minnst um útgáfu á verkum ef þau eru ekki tilbúin. (Við ræðum væntanlega gesti plötunnar. Daníel segir að það verði að koma í ljós. Svo bætir hann við að það hafi alltaf verið ríkur gestagangur á plötum Gus Gus. Daníel, sjálfur, hefur meira að segja verið gestur á tveimur plötum: Attention og Forever. Blaðamaður vitnar svo í ákveðinn dálk á Wikipedia þar sem skipun Gus Gus er reifuð, en hún virðist breytast reglulega, á nokkurra ára fresti.) Það eina sem þú getur stólað á, við Gus Gus, er að þú getur ekkert stólað á hverjir eru í Gus Gus. (Við hlæjum. Gus Gus er eins og skip Þeseusar, hugsa ég með sjálfum mér. Skip Þeseusar varðveittist margar kynslóðir í höfninni í Aþenu og eftir því sem plankarnir fúnuðu var skipt um þá og nýir settir í þeirra stað. Svo kom að því að skipt hafði verið um alla upprunalega planka. Er þetta sama skipið? Er Gus Gus sama hljómsveitin?)
LJÓSMYND: ALLAN SIGURÐSSON
„ÉG ER EINMITT NÝKOMINN ÚR JÓGA NIDRA TÍMA, SEM ER SLÖKUNAR JÓGA. Í TÍMANUM LEGGST MAÐUR Á BAKIÐ OG REYNIR AÐ FASTSETJA Í HUGANN EINHVERN ÁSETNING UM ÞAÐ AÐ VERA HAMINGJUSAMUR OG GEISLA AF GLEÐI.“
10
HVAÐ ER AÐ SKE Það er svo frelsandi að geta fengið svona mismunandi innslög frá mismunandi fólki, af því að skipið breytist alltaf með áhöfninni. Þar af leiðandi verður útkoman aldrei eins, þó svo að það sé alltaf einhver Gus Gus tónn í lögunum. Kannski vegna þess að Biggi Veira hefur verið við græjustjórnvölinn frá upphafi. Hann er kannski eini fastinn í jöfnunni. (Biggi Veira er eini upprunalegi plankinn.) SKE: Ég horfði á viðtal sem þú tókst við Emilíönu Torrini fyrir ekki svo löngu, en eins og sumir vita þá var hún hluti af upprunalegu Gus Gus sveitinni. Þú spurðir hana hvort að það væri erfitt að finna jafnvægið á milli fjölskyldulífsins og tónlistarinnar. Mig langaði að varpa sömu spurningu að þér. Kvikyndið þitt! (Daníel hlær. Hann segir að það sé tímabilsbundið: Hvenær það er jafnvægi á milli fjölskyldu og fags. Það helst í hendur við útgáfur á hljómplötum og tónleikaferðalögum. Hann segist oft hafa miklu meiri tíma en fólk sem er ekki á flakki – eða fólk sem er í fastri vinnu, og mikilli yfirvinnu.) Hjá mér er þetta ýmist í ökkla eða eyra. Ég er annað hvort heima og get sinnt fjölskyldunni vel, eða ég er fjarverandi – í einhverju fjarlægu landi að túra og sinna útbreiðslu boðskaparins. SKE: Hverju ertu stoltastur af á ferlinum? Ég er mjög stoltur af því að hafa stofnað þessi bönd sem hafa lifað svona lengi, og tekið þátt í uppbyggingu þeirra og vegferð. Ég er mjög glaður og ánægður í hjartanu yfir því. Hugarfarið er þannig að þó að ég mundi leggja upp laupana í dag þá væri ég sáttur með lífsstarfið: Ég hef gert það mikið. Ég hef plantað fræjum og skilið eftir mig sæmilegan skóg. Hins vegar, er ég ennþá mjög graður að gera eitthvað skemmtilegt og prófa eitthvað nýtt. SKE: Þú sagðir einu sinni að þú vonaðist til þess að enda eins og Johnny Cash, að semja mikið af fallegum lögum á þínum efri árum … Það er náttúrlega ótrúleg gæfa að fá að gera það sem gefur lífinu gildi fram á grafarbakkann – það er stórkostleg hamingja. SKE: Í laginu Frelsið með Nýdönsk, er að finna þessa frægu línu: Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil / Skildi maður vera leiður á því, til lengdar að vera til /. Ég hugsa stundum um þessa línu, hvort að maður fái einhvern tímann nóg af lífinu, er maður eldist. Hvað heldur þú? Hefur neistinn dofnað eitthvað í gegnum árin? Ég er ekki leiður á því ennþá að vera til – og það stefnir ekkert í það, að mér sýnist. Þetta verður allt með sykri og rjóma þangað til að ég dey. (Við hlæjum. Þetta er einkum falleg lýsing á hamingjunni.) SKE: Nýdanskir dagar hefjast nú í febrúar, þar sem Nýdönsk spilar á sex tónleikum í fimm mismunandi þéttbýliskjörnum: Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Akureyri, Selfossi og Reykjavík. Hvað geturðu sagt okkur um þetta? Þetta er bara enn eitt uppátæki hljómsveitarinnar Nýdönsk. Okkur dettur ýmislegt í hug þegar við hittumst og þetta er eitt af því: að vekja athygli á tónleikahaldi með því að gera okkur breiðari og fara í opinberar heimsóknir til bæjarfélaga; að hitta bæjarstjóra og afhenda þeim borðfána; að lofa góðu tónleikahaldi; og óska eftir áframhaldandi samstarfi við viðkomandi bæjarfélög. SKE: Björn Jörundur er örugglega einn skrautlegasti karakter íslensku tónlistarsenunnar. Áttu þér einhverja uppáhalds sögu af Birni Jörundi? Á maður nokkuð að vera segja sögur? Ég er svo lítill sögukarl. Ég er meiri stemmningskarl. Ég reyni bara að upplifa núið. Einnig er ég mjög fljótur að gleyma einhverju sem er fyndið og skemmtilegt. Ég segi sögur í gegnum tónsmíðarnar – þar fær sögumaðurinn að njóta sín. (Ég byrja að velta mér upp úr eigin hugmyndum.) SKE: Ég hef velt þessu fyrirbæri mikið fyrir mér, þessari núvitund. Sem best ég veit er þessi viðleitni til þess að lifa í núinu tiltölulega nýtilkomin; menn voru ekkert að pæla í þessu á 19. öldinni. Ég hef velt því fyrir mér hvort að þessi viðleitni sé merki um það að við séum ekki á réttri leið, mannkynið. Getur það verið að við höfum einfaldlega skapað einhvern ömurlegan heim þar sem við þurfum sífellt að vera einbeita okkur að núinu til þess að halda okkur við efnið. Þurfum við kannski að hætta að reyna að lifa í núinu og einbeita okkur, frekar, að því að búa
til heim þar sem það er ekki svo erfitt að lifa í núinu. Nútímamaðurinn þarf mjög mikið að hafa fyrir því að lækka magn áreitis í umhverfinu. Það er alls staðar tónlist, hvert sem maður fer. Fyrir utan allt annað áreiti frá farartækjum og öllu því sem maðurinn hefur staðsett í kringum sig. SKE: Þetta er svo mikið áreiti … Ég er einmitt nýkominn úr Jóga Nidra tíma, sem er slökunar jóga. Í tímanum leggst maður á bakið og reynir að fastsetja í hugann einhvern ásetning um það að vera hamingjusamur og geisla af gleði. Ég er ekki frá því að það hafi mjög góð áhrif á mann – en það er merkilegt hvað maður þarf að hafa mikið fyrir því. SKE: Finnst þér erfiðara að skapa í dag en fyrir, segjum, tuttugu árum síðan? Ég er ekki frá því að það sé erfiðara. Það eru, til dæmis, tvær vikur síðan að ég kom mér fyrir í þessu hljóðveri og ég hef ekki ennþá getað opnað þessar dyr – þessar dyr að sköpuninni. Þær eru ennþá lokaðar vegna þess að ég er alltaf að gera eitthvað annað. Þetta er mjög skrýtið. Það er erfiðara að tengjast kjarnanum og kúpla sig frá öllu suðinu. (Daníel bætir því við að Gus Gus og Nýdönsk hafa stundum farið eitthvert langt frá eigin daglega umhverfi, til þess að skapa.) Það hefur alltaf komið einhver snilld út úr því – eða, að minnsta kosti, eitthvað ásættanlegt hvað varðar eigin gæðakröfur.
(Ég tek heilshugar undir þessa athugun. Daníel segist vera mjög heppinn vegna þess hversu mikilla forréttinda hann hefur notið hvað varðar sköpunarleiðir í lífinu – að hafa unnið með öllu þessu frábæra fólki.) Að vera samstarfi við aðra er líka eitthvað sem gefur manni ofboðslega mikið. Það er kannski þess vegna að ég nenni að vera til. Ég er mjög þakklátur. Ég er það. (Daníel hlær. Ég segist hugleiða á hverjum degi upp í vinnu, klukkan 9.15. Í hugleiðslunni fastsetur maður í hugann ásetning um að vera hamingjusamur og þakklátur. Um leið og maður kemst inn á það „vibe“ verður allt, einhvern veginn, miklu betra, segi ég.) SKE: En maður þarf að minna sig á þetta meðvitað – reglulega. Maður er svo fljótur að gleyma … Hver er sinnar gæfusmiður, það er það sem þetta fjallar um: hugarástandið – og það að gleyma sér ekki í einhverjum leiðindum. (Ég byrja að blaðra um lífslistina og tengingu hennar við kvikmyndir og auglýsingar.) SKE: Það er eitthvað svo fallegt við þá hugmynd að lifa eftir einhvers konar handriti. Ég prufaði þetta um daginn þegar ég vaknaði – ég skrifaði handrit að morgninum í huganum: Hamingjusamur ungur maður fer á fætur, fær sér lýsi og brosir framan í heiminn (sjá leiðara). Maður skrifar þetta sjálfur. Með ímyndunaraflinu – það er svo sterkt. SKE: Það sterkasta; ég held að ímyndunaraflið sé meginkostur manneskjunnar … Maður ímyndar sér að maður sé ástfanginn; maður ímyndar sér að maður sé hamingjusamur; maður ímyndar sér að maður geti gert þetta eða hitt. Þetta fer eftir því hvernig maður notar ímyndunaraflið og hversu öflugt það er – það hefur upp á svo margt að bjóða. SKE: Ég er einnig svo gagntekinn af ákveðinni hugmynd: raunveruleikinn sem strigi fyrir ímyndunaraflið. Mér finnst þetta svo falleg hugmynd. Maður verður að skapa þetta líf sjálfur: maður er aðalleikarinn, leikstjórinn, og allir aðrir …
(Við hlæjum.) SKE: Sálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á það að um leið og maðurinn fer út í náttúruna þá lækkar blóðþrýstingurinn og einbeitingin eykst. Þegar áreitið minnkar þá verður maður að hafa ofan af fyrir sér, einhvern veginn, í huganum. Þá grípur maður oft til sköpunar. Til þess að maður verði ekki leiður á því til lengdar að vera til – þá er um að gera að skapa.
Það er eitthvað fallegt við þetta, en stundum klúðrast allt líka. Þá verður maður að endurskrifa. (Daníel hlær.) SKE: Það fylgir þessu: þjáning og endurskrif. Redda þessu á klippiborðinu! (Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. Blaðamaður telur sig hafa komist nær leyndardómnum að ævarandi æsku Daníels: lífsþorsti, gleði, sköpun, sund, hugleiðsla, þakklæti og dans. SKE þakkar Daníel Ágústi kærlega fyrir spjallið og mælir með tónleikaröðinni Nýdönskum dögum í febrúar .)
gerðu tónlist á
Jam
alvöru gítarsánd
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
makkann þinn
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •
12
HVAÐ ER AÐ SKE
leikhús
NJÁLA BORGARLEIKHÚSIÐ 31.01.16, 03.02.16
FLÓÐ BORGARLEIKHÚSIÐ 31.01.16, 03.02.16
LÍNA LANGSOKKUR BORGARLEIKHÚSIÐ
Billy Elliot Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu– mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdans atriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 29.01.16, 30.01.16,04.02.16 Miðaverð: 7.500 kr.
Samfarir hamfarir
31.01.16
SÓKRATES BORGARLEIKHÚSIÐ 29.01.16
Mið-Ísland 2016 Mið-Ísland heilsar árinu 2016 með glænýrri uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum! Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mæta aftur til leiks með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand! Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu þrjú ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35.000 áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningin „Lengi Lifi Mið-Ísland“ sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur, var sýnd yfir 60 sinnum og var lokasýningin kvikmynduð. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Hvar: Þjóðleikhúsið (Leikhúskjallarinn) Hvenær: 22. 23. og 28. janúar Miðaverð: 3.500 kr.
BORGARLEIKHÚSIÐ 30.01.16
ÓÐUR OG FLEXA HALDA AFMÆLI BORGARLEIKHÚSIÐ 31.01.16
Í HJARTA HRÓA HATTAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 29.01.16, 30.01.16
IMPROV ÍSLAND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 03.02.16
Allt gengur á afturfótunum hjá Þórunni. Við ferðumst inn í hugarheim hennar en nýliðnir atburðir hafa þvingað hana til þess að gera upp fortíð sína. Hún reikar úr einni minningu yfir í aðra þar sem samskipti hennar við hitt kynið í gegnum tíðina eru dregin upp á yfirborðið á fyndinn jafnt og sorglegan máta.
SPORVAGNINN GIRND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Samfarir Hamfarir snertir á ýmsum flötum þess hvernig ung kona upplifir sig í nútímasamfélagi og hversu mikil áhrif atvik úr fortíðinni hafa á hana enn þann dag í dag. Það er árið 2015 en ennþá þurfa konur að passa upp á dyggð sína ef þær vilja vera metnar af verðleikum sínum. Hvað þýðir það að vera kona? Af hverju er það oft á tíðum svona mikil barátta? Hvers vegna megum við ekki haga okkur eins og karlmenn án þess að fá á okkur einhvern stimpil? Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 29.01.16, 31.01.16 Miðaverð: 2.900 kr.
KENNETH MÁNI
31.01.16
UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 31.01.16
Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt - eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún er heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir alltof vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti. Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Wolf“ var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og hefur verið leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hafa meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 22. 23. 24. og 28. janúar Miðaverð: 2.750 – 5.500 kr.
LÁTTU BARA EINS OG ÉG SÉ EKKI HÉRNA TJARNARBÍÓ 30.01.16, 31.01.16
ELDKLERKURINN TJARNARBÍÓ 31.01.16
OLD BESSASTAÐIR TJARNABÍÓ 04.02.16
HVÍTT GAFLARALEIKHÚSIÐ 31.01.16
KRÍSUFUNDUR MENGI 29.01.16, 30.01.16
14
HVAÐ ER AÐ SKE
listviðburðir
i8 Margrét Blöndal Hvar: i8 Gallery, Tryggvagata 16, 101 Reykjavík Hvenær: 21. janúar
Contact Improvisation Jam Opið rými fyrir alla sem vilja dansa „contact improvisation“. Contact Improvisation er kerfi hreyfinga sem er enn að þróast og á upphaf sitt hjá danshönnuðinum Steve Paxton árið 1972. Spunadansinn er uppbyggður á samskiptum tveggja líkama í hreyfingu, í snertingu við hvorn annan. Stutt kynning og upphitun kl. 20 svo fylgir opið rými til að dansa til kl. 22.
Minning þeirra lifir Sjóminjasafnið í Reykjavík Sýningin „Minning þeirra lifir” var opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík laugardaginn 16. janúar til minningar um þá sem fórust með flutningaskipinu SS „Wigry” 15. janúar 1942 í aftakaveðri. Samtök Pólverja á Islandi (SPI) og Iceland News Polska að standa fyrir sýningunni í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur en Sjóminjasafnið heyrir undir það. Hvar: Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8 Hvenær: 16. janúar - 7. febrúar 2016
kl.
- 5. mars 2016
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST Hvar: Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík Hvenær: 21.janúar - 11. september 2016
Samsýning í drögum / Prehistoric Loom IV
Hvar: Jógasetur, Frakkstígur 16, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga kl 20-22 Verð: 500.- og frjáls framlög
Hvar: Listasafnið á Akureyri, Ketilhús,
Athöfn snúin afstaða til hlutarins Myndlistardeild Listaháskóla Íslands heldur ráðstefnu undir yfirskriftinni “Athöfn- snúin afstaða til hlutarins”. Viðfangsefni ráðstefnunnar er sú athöfn sem býr í listsköpunarferlinu og niðurstöðu þess. Þátttakendur eru Bryndís H Snæbjörnsdóttir, Frans Jacobi, Johan Grimonprez, Ragnar Kjartansson og Ulrika Ferm, Hvar: Listaháskóli Íslands, Laugarnesvegi 91 Hvenær: 29. 0g 30. janúar kl. 13 - 18 Sjá dagskrá á ske.is
Hvenær: 23. janúar - 28. febrúar 2016
Contact Improvisation Jam Hvar: Jógasetur, Frakkstígur 16, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga kl 20-22 Verð: 500.og frjáls framlög
VETRARHÁTIÐ Í REYKJAVÍK 4-7. febrúar 2016 Vetrarhátíð verður haldin í 13. sinn dagana 4. – 7. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Vetrarhátíð samanstendur af fjórum meginstoðum og þar undir falla um 150 viðburðir. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skapa skemmtun í skammdeginu og gefa fólki tækifæri til að njóta saman menningar og útiveru. Allt er frítt á Vetrarhátíð.
Dagaplan
Hraun og mynd & Diktur
Völundarhús plastsins Laugardaginn næsta kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Vestursal sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur Völundarhús plastsins. Sýningin er innsetning sem á að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar. Hvar: Listasafnið á Akureyri, Kaugvangsstræti 12 Hvenær: Laugardaginn 30. janúar kl. 15 - 11. febrúar Aðgangur ókeypis
4. 02. fim – Ljóslistaverk, snjóbrettapartý 5. 02. fös – Safnanótt 6. 02. lau – Sundlauganótt 7. 02. sun – Fjölskyldudagur í Bláfjöllum
Fjórar meginstoðir Vetrarhátíðar – þar undir samanlagt um 150 viðburðir Ljóslistaverk Safnanótt Sundlauganótt Snjófögnuður Hvar: Reykjavík Hvenær: 4-7. febrúar 2016 Vefur: http://vetrarhatid.is/
Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: 23. janúar - 13. mars 2016
“Svartur punktur” // Kristinn Már Pálmason Hvar: Dead Gallery, Laugarvegur 29, 101 Reykjavík Hvenær: 23. janúar – 7. febrúar 2016
HVÍTT Gaflaraleikhúsið sýnir verðlaunasýninguna Hvítt í Apótekarasal Hafnarborgar alla sunnudaga kl. 13. Sýningin er framleidd í samstarfi við Catherine Wheels leikhúsið í Skotlandi, Góða Gesti, Hafnarfjarðarbæ, Mennta- og Menningarmálaráðuneytið og Hafnarborg. Leikstjóri Hvítt er Gunnar Helgason og leikarar eru María Pálsdóttir og Virginia Gillard. Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: 31. janúar kl. 13
Þá, þegar // Þorgerður Ólafsdóttir Hvar: Harbinger, Freyjugata 1, Reykjavík Hvenær: Stendur til 14. febrúar Fimmtudag - laugardag 14-17
allt Skoðið áv um gar n i n i e b ð i le fsins notkun ly
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 3 0 0 2
Ræðst gegn verkjum
Paratabs®
– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langvarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Mars 2015.
16
HVAÐ ER AÐ SKE
PÚLSINN Í FRÉTTUNUM:
NETFLIX VIKUNNAR: TILVITNUNIN:
Sjöunda og síðasta sería þáttaraðarinnar Parks & Recreations datt nýverið inn á Netflix – 13 glænýir þættir sem hafa veitt starfsmönnum SKE mjög svo þarfa sálarhjálp í gegnum grámygluna í janúar. Þáttaröðin gerist þremur árum eftir sjöttu seríu, sumsé í framtíðinni (árið 2017). Ýmislegt hefur gengið á í Pawnee síðan leiðir skildust. Helst ber að nefna illdeilur Leslie Knope og Ron Swanson, sem hafa ekki talast við í þrjú ár. Parks & Recs eru frábæri þættir sem verður erfitt að kveðja.
„Mín bæn er mjög stutt: Ó, herra, gerðu óvini mína hlægilega.“ – Voltaire
#Ófærð á Twitter ræktar weed og verndar snjókarla bæjarins. Bárður er the real mvp #ófærð @olitje
Yfir 40.000 manns hafa undirritað áskorun Kára Stefánssonar þess efnis að Alþingi verji 11% af vergri landsframreiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins.
TED MYNDBANDIÐ: Ann Morgan: My year reading a book from every country in the world. Árið 2012 fór Ann Morgan í gegnum bókahilluna sína og komst að merkilegri staðreynd: Flestar bækurnar voru skrifaðar af höfundum frá Evrópu eða Bandaríkjunum. Ann hafði ávallt litið á sjálfa sig sem alheimsborgara og varð því fyrir ákveðnum vonbrigðum með þessa bókmenntalegu einsleitni . Til þess að bæta úr þessu las hún eina bók frá öllum 196 löndum sem eru viðurkennd af Sameinuðu Þjóðunum (að Taiwan viðbættu). Þetta ár var mjög fræðandi.
Facebook síða Gunnars Nelson var hökkuð nú á dögunum og í kjölfarið var síðunni lokað á Facebook. Síðan er komin aftur upp en Nelson missti u.þ.b. 1.000 „followers“ fyrir vikið. Íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti 584 flóttamönnum síðustu sex áratugi sem aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1956. Veitingastöðum, börum og kaffihúsum í miðborg Reykjavíkur gæti fjölgað um 50-70 á næstu fimm árum. Þetta er mat sviðsstjóra atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, sem tekur mið af væntanlegri fjölgun ferðamanna næstu árin. Að minnsta kosti 30 manns hafa látið lífið í óveðrinu sem gekk yfir austanverð Bandaríkin síðustu helgi.
„Já, er þetta landhelgisgæslan?“ „Já, gæslan hér.“ „Sko, mig vantar aðstoð. Núna strax“ „Því miður, við vinnum ekki um helgar.“ #ófærð @DagurHjartarson Gæslan keypti ekki product placement í #ófærð, fimm dögum eftir morð er hvorki varðskip né þyrla mætt @helgiseljan Olafur Darri rymur og stynur í flestum senum. Ég er dauðhræddur um að hann breytist þá og þegar í Hulk. #ófærð @drgunni Ungi drengurinn sem Eysteinn leikur talar ekkert, hann ríður bara! #ófærð @SoliHolm Gísli Pálmi? Salka Sól? Hver segir að línulegt sjónvarp sé ekki fyrir svalt ungt fólk. #Ófærð @hrafnjonsson
KVIKMYNDIR: Verðlaunahátíðir eru skondin fyrirbæri. Þær eru gerðar til þess að heiðra það besta í hverjum flokki hverju sinni, sem þýðir að annars frábærar frammistöður eru ekki verðlaunaðar einungis vegna þess að önnur frammistaða var talin aðeins betri – sem virðist gerast á hverju ári. Stundum fær nefndin samviskubit og ákveður að verðlauna tiltekinn aðila seinna meir fyrir frammistöðu sem er, máske, aðeins lakari. Kvikmyndaspekingar telja það líklegt að eitthvað svipað gerist í ár með Leonardo DiCaprio, sem þykir líklegur til þess að vinna Óskarinn fyrir leik sinn í The Revenant – þó svo að sumum finnist frammistaða hans í myndinni ekki hans besta á ferlinum. Vefsíðan CinemaBlend tók nýverið saman lista yfir 10 leikara sem unnu Óskarinn fyrir hlutverk sem eru ekki eins eftirminnileg og þau hlutverk sem þeir fengu engan Óskar fyrir.
Leikari/Leikkona/Leikstjóri
Óskarsverðlaunað Hlutverk
Hlutverk sem hefði átt að vera verðlaunað
Jennifer Lawrence Morgan Freeman Al Pacino Paul Newman Julianne Moore Russell Crowe John Wayne Henry Fonda George Clooney Martin Scorsese
Silver Linings Playbook Million Dollar Baby Scent of a Woman The Color of Money Still Alice Gladiator True Grit On Golden Pond Syriana The Departed
Winter’s Bone Shawshank Redemption Godfather, Serpico, Dog Day Afternoon The Hustler, Cool Hand Luke Far From Heaven A Beautiful Mind, The Insider Rio Bravo The Grapes of Wrath Good Night & Luck Raging Bull, Goodfellas
17
HVAÐ ER AÐ SKE
MINTUR FYRIR FERSKA EINSTAKLINGA
0AL
KC
R U K Y S LAUSAR
18
HVAÐ ER AÐ SKE
skemmtun
TWEET KYNSLÓÐIN
Japanshátíð Háskóla Íslands Krakkamengi 2 Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi (tilraunanámskeið í tónlistarsköpun) en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt. Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) og Futuregrapher (Árni Grétar) verða í hlutverki gestaleiðbeinenda.
Árleg hátíð áhugamanna og nemenda í japönsku við Háskóla Íslands er haldin nú á laugardaginn. Japönsk menning í húð og hár, matur, ritlist, tedrykkja, tíska og margt fleira. Hvar: Háskólatorg Hvenær: 30. janúar kl. 13:00 - 17:00 Miðaverð: Frítt
Höfundakvöld með Gaute Heivoll
Kex Hostel mun halda sína árlegu skosku menningarhátíð í fimmta sinn helgina 28. til 30. janúar næstkomandi í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi, Icelandair, Grants og Mekka. Burns nótt er haldin ár hvert í Skotlandi þann 25. janúar, á afmælisdegi þjóðskálds Skota Robert Burns, og er henni fagnað með skoskum mat, drykk og tónlist og að sjálfsögðu ljóðlist Robert Burns. Kex Hostel hefur boðið Russell Mechlan, skoskum sekkjapípuleikara til landsins sem mun sjá til þess að Burns nótt fari fram í samræmi við hefðir og reglur. Einnig mun gelíska þjóðlagasveitin Dàimh (borið fram „Dæf“), sem rekur rætur sínar til skosku hálandanna, koma tvisvar sinnum fram á hátíðinni. Sæmundur í sparifötunum, veitingastaður Kex Hostels býður upp á sérstakan Burns matseðil í kringum hátíðina og samanstendur hann af góðum og sannreyndum skoskum mat og drykk. Að sjálfsögðu verður boðið upp á hið heimsfræga haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Aðrir réttir sem eru á matseðli eru lambakássa af Hálöndunum, blaðlaukssúpa og svo auðvitað ógrynni af viskíi, en það þykir ómissandi á Burns nótt. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 28. - 30. janúar Miðaverð: Frítt (5.900 fyrir Burns matseðil) Nánar: http://www.kexhostel.is
Bóndadagur? More like BÓNERDAGUR! Ekki satt strákar?? HAHAHAHA @hrafnjonsson
Ef allur tími væri mældur í þvottavélamínútum væri lífið sjúklega langt, ég væri til dæmis um það bil 12 ára right now. @Sunna Ben
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 31. janúar kl. 10:30 Miðaverð: Frítt
Skosk menningarhátíð
konan mín var að panta pizzu og endaði símtalið á „sömuleiðis“. ég er nokkuð viss um að starfsmaður Domino’s hafi sagt „ég elska þig“ @olitje
Gaute Heivoll er norskur rithöfundur sem gaf út sína fyrstu bók árið 2002. Heivoll skrifar jafnt skáldsögur, ljóð, smásögur og barnabækur. Árið 2010 kom bók hans Før jeg brenner ned út og vakti samstundis athygli lesenda jafnt sem gagnrýnenda. Meðfram ritstörfum hefur Gaute staðið fyrir námskeiðum í ritlist, fyrir börn og fullorðna. Kvikmyndaaðlögun barnabókarinnar Himmelen bak huset (2008) vann til verðlauna á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Chicago. Nýjasta skáldsaga Heivoll, De fem årstidene kom út árið 2014 og smásagnasafnið Øksa og ishavet útkom síðla árs 2015. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 2. febrúar kl. 19:30 Miðaverð: Frítt
Stranger than Fiction Stranger Than Fiction er óformlegur vettvangur fyrir bæði nýgræðinga jafnt sem gamalreynda rithöfunda til að deila verkum sínum með áheyrendum. Í hverjum mánuði eru sérvaldir nokkrir rithöfundar til að lesa brot úr skáldskap sínum, handritum eða öðrum skrifum á Listastofunni. Hvar: Listastofan, Hringbraut 119 Hvenær: 4. febrúar kl. 19:00 - 21:00 Miðaverð: 1.500 kr. (40% afsl. gegn framvísun skólaskírteinis)
Tilgáta: íslenskan mun ekki deyja út svo lengi sem enskan hefur ekkert almennilegt orð yfir hið íslenska „stuð“. #stuð @DagurHjartarson
Beið eftir strætó með unglingi um daginn sem hrækti án djóks á 10sek fresti. Sagði ekki "Þjáist þú ekki af vatnsskorti?" Sé ennþá eftir því. @RexBannon
Ef Piltur og Stúlka væri skrifuð í dag þyrfti hún að heita Sjomli og Sjomla. @JHNNKRSTFR
20
HVAÐ ER AÐ SKE
Una valrún
síta valrún
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA
Dries Van Noten, Balmain & Dior Homme
DIOR HOMME
DIOR HOMME
DRIES VAN NOTEN
DRIES VAN NOTEN
DRIES VAN NOTEN
DRIES VAN NOTEN DRIES VAN NOTEN
DRIES VAN NOTEN
DRIES VAN NOTEN
Hérna eru valdar myndir af einstaklega fallegum karlmannsfötum Frá Dries Van Noten, Dior og Balmain sem teknar voru á BALMAIN
DIOR HOMME
DIOR HOMME
DRIES VAN NOTEN
tískuvikunni í París. Flauelsprinsar, „Army“ áhrif með bróderingum og pallíettum, „monochrome“ rósaprent og smá „chic-skater-punk“ stemning líka.
BALMAIN
BALMAIN
BALMAIN
BALMAIN
Njótið!
ร TSALA 50 % af รถllu
22
28
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
Græjur HÖNNUN
GOAT MUG DESNAHEMISFERA/EQUA
BB-8 Sphero
LÝSA LAMP
Þetta krútt mun birtast í nýju Star Wars: The Force Awakens. Vélmennið er líka hægt að Fallegur lampi hægt af er lífi að sínu. fá í þremur eignast og gerasem að hluta Vélmennið útgáfum með mismunandi lýsingu. Hönnuðurinn hefur aðlagandi persónuleika sem breytist eftir fékk innblástur frá fagra Íslandi við hönnun notkun. Hann tekur við raddskipunum, bregst við lampans. Viðurinn frávideo. Frakklandi og og þeim og tekur upp kemur og sýnir Þráðlaus lampinn er framleiddur þar. Umhverfisvæn stjórnast í gegnum app sem notast með iOS og hönnun. eðaábyrg Android. Nánar http://www.lysalamp.com/ Nánar http://www.sphero.com/
Með þessum bolla drekkur maður kaffið til hins síðasta dropa. Hannaður til að spilla ekki neinum óþarfa. Hægt er að breyta glasahaldinu svo að bollinn standi einn og sér. BPA frjálst og hægt að geyma á nokkra vegu svo það er ekki þörf á að halda stöðugt á bollanum. Tesla studios Vél-armur sem kann að teikna, skrifa texta, hreyfa og grípa hluti samkvæmt skipunum.Nánar Frelsarhttp://www.goat-story.com/ hendurnar frá síendurteknum Þessi búningur er algjörlega einstakur. Nemar hreyfingum. sem notaðir voru fyrst í læknisfræðilegum Nánar http://dobot.cc/ tilgangi fyrir íþróttafólk og til endurhæfingar Þetta teppi kallar á inn kósýkvöld og kertaljós. hafa verið sníddir í búninginn til þess gefa Handunnið úr 100%honum Merinomjög ull. Kemur þeim sem klæðist raunverulega í tilfinningu nokkrum fallegum litum; hvítu, gulu, fyrir leiknum. Í þessum galla er bleiku, bláu, gráuinn og ígrænu. hægt að hverfa sýndarveruleikann.
TESLASUIT
DOBOT
OHHIO
Nánar http://ohhio.me/ Nánar teslasuit.com
DJI Phantom 3 Professional Fljúgandi hágæðamyndavél. Einföld í notkun. Tekur video og myndir í allt að 2 km hæð. 4K video með allt að 30 römmum á sekúndu og 12 megapixla myndavél. Hægt að eignast ótrúlegt myndefni með þessari græju.
SKINNY BITCH
Nánar http://dronefly.is/
DESIGN BY US Töffaralegur leðurstóll frá danska hönnunarfyrirtækinu Design By Us. Fæst í Snúrunni, Síðumúla. Nánar snuran.is
Tetriz er mánaðarlegur old school Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar klukkan 12:00
TECHNICS 1200 Technics hefur löngu stimplað sig inn sem aðal plötuspilari plötusnúða og verið stabíll síðan hann var hannaður árið 1972. Technics hætti framleiðslu á spilaranum árið 2010 en frá 1972 2010 hafði Technics selst í þremur milljónum eintökum.
MAPLE SET
Nú, fimm árum eftir að Technics hætti framleiðslu, ákváðu þeir að vinda sér í nýjan spilara. Aðdáendur, plötusnúðar sem Einstakir frá Federal Inc. Efniviðurinn kanadískur og vínylhnífar safnarar eru í skýjunum með nýjaer spilarann og á hlynviður þýskt HandgerðirTechnics svo hver 1200. hnífurSpilarinn hann að og vera enn gæðastál. betri en upprunalegi erfékk einstakur. Leiðbeiningar viðhald. Tilvalin gjöf heitið Grand Flass ogfylgja er umfyrir þessar mundir að detta fyrir alla matarunnendur. á markaðinn. Nánar http://www.warehousebrand.com/products/mapleset Nánar technics.com
SJÓNVARP OG MYNDLYKILL • Netvæðum sjónvarpstækið • Tengjum við myndlykil • Tengjum önnur tæki við sjónvarpið • Kennum ykkur á fjarstýringu • Stærðin skiptir ekki máli
TÖLVUÞJÓNUSTA SMART - TENGING • Við netvæðum snjalltækið þitt • Við látum snjalltækin tala saman • Kennum ykkur að nota símann sem fjarstýringu
• Við bjóðum upp á persónulega, alhliða tölvuþjónustu fyrir einstaklinga á hagstæðum kjörum • Við sérhæfum okkur í viðgerðum bæði á Apple og PC tölvum • Uppsetning á hugbúnaði • Vírushreinsun • Persónuleg þjónusta sem hentar þér • Gagnabjörgun • Uppfærsla • og margt fl.
FARSÍMA OG NETLÆKKUN HEIMABIÓ • Setjum upp heimabió eftir ykkar þörfum • Tengjum og felum snúrur • Finnum bestu staðsetningu sem völ er á • Kennum þér á tækið
• Við finnum hagstæðustu leiðina til þess að lækka símreikninginn og netið fyrir þig og heimilið • Sparnaður getur numið allt að tugi þúsunda á ári • Ekkert gjald tekið ef okkur tekst ekki að lækka útgjöldin fyrir þig.
APPLE TV • Tengjum Apple tv • Setjum upp Netflix • Búum til aðgang fyrir þig • Kennum þér að nota tækið • Þú getur einnig verslað af okkur Apple tv
INTERNET GPS • Setjum upp GPS í bílinn þinn • Kennum þér á forritið og stillum eftir þörfum
• Við setjum upp netið fyrir þig • Tengjum router • Pössum að netið verði tilbúið til notkunar
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
Austur-Indíafjelagið
Dominos
Naan Brauð
Málning Ég og frúin vorum að kaupa okkur íbúð. Við keyptum okkur íbúð og síðan þá – hefur lífið snúist um málningu. Það má segja að líf mitt sé málning: Ég er með málningu á höndunum og í andlitinu; mig dreymir málningu á næturnar; og þegar ég geng inn í hús, sama hvaða hús, dæmi ég eigendur þess, ósjálfrátt, eftir veggjunum: Illa sparslaður veggur er merki um lítilmótlegan karakter, sem kann ekki að meta fagurfræðina á bakvið fullkomlega sléttan flöt #Filisti. En hvað um það ... það góða við þetta eilífa málningarstúss er að maður er ekki bitinn í sífellu af sinni eigin kaþólsku samvisku fyrir það eitt að nenna ekki að elda, þar sem það ríkir almennt samþykki á meðal nýkrýndra fasteignaeigenda fyrir hinum svokallaða skyndibitalífstíl. Síðasta laugardag, eftir tíu-tíma málningartörn, þar sem ég fékkst aðallega við loft, leið mér eins og Michelangelo í Sixtínsku kappellunni á fjórða ári: langþreyttur og úrillur. Ég tók upp símann: „Dominos? Já. Hæ. Fá eina Smoky Bernaise pizzu. Heimsending.“ Er ég beið eftir pizzunni, kylliflatur á eldhúsgólfinu, eins og mennsk gólfmotta í módernískum stíl, hugsaði ég til orða Michelangelo: „Maðurinn málar með heilanum – ekki höndunum.“ Þetta er andskotans lygi. Maðurinn málar bersýnilega með höndunum. Ég gæti notað heilalausan mann með langar hendur – enn hef ekkert að gera við handalausan mann með stóran heila, hugsaði ég með sjálfum mér. Hugsanlega er ég að misskilja þetta spakmæli Michelangelo: hmmmm. Í þesskonar tilgangslausum hugleiðingum hringdi dyrabjallan og sendillinn afhenti pizzuna. Ég lagði hana á gólfið og ég og frúin réðumst á kassann eins og tvær íslenskar hýenur á nýslípuðu parketi. Þetta var ógeðsleg gott. Pizzan var með hakki, cheddarosti, rauðlauki, lauki, sveppum og óreganó, toppuð með reyktri chili-bearnaise-sósu að hætti Hrefnu Sætran – Hrefna Sætran hannaði þessa pizzu, sjáðu. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta er uppáhalds pizzan mín á Dominos. Smakkið þetta. Orð: Ragnar Tómas
Austur-Indíafélagið var breskt verslunarfélag stofnað 31. Desember árið 1600 vegna verslunar breska heimsveldisins við Austur-Indíur. 394 árum síðar, árið 1994, var veitingastaðurinn Austur-Indíafjelagið opnaður í Reykjavík, og hefur staðurinn notið talsverðar hylli meðal Íslendinga – þar á meðal pistlahöfundar. Og þó svo að hið upprunalega Austur-Indíafélag hafi spilað talsvert stærri rullu í mannkynssögunni en hið síðara, er enginn vafi á því að veitingastaðurinn hafi spilað stærri rullu í mínu lífi. Í síðustu viku heimsótti ég Austur-Indíafjelagið til þess að kynna mér staðinn á ný. Mig langaði að kynna mér staðinn á ný vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft eru hlutirnir alltaf að breytast: Það er nýtt ár; ég er nýr maður; og hver veit nema að Austur-Indíafjelagið sé nýr staður? Var það ekki Heraklítus sem sagði að maðurinn gæti ekki stigið í sömu á tvisvar (áin breytist og maðurinn líka.) Ég gekk inn um dyr veitingastaðarins, ásamt föður mínum, klukkan 18 síðastliðinn þriðjudag, og við byrjuðum þetta eins og svo oft áður – með Naan brauði, tveimur tegundum: Venjulegu með hvítlauk og sætu Naan brauði með rúsínum og kókos (Meeta Naan). Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þetta sé besta Naan brauð sem ég hef smakkað: bæði mjúkt og einstaklega bragðmikið. Ég hef stundum fengið mér Naan brauð á Saffran og það er greinilegt að Saffran er eitthvað að miskilja þetta „concept,“ ef maður dæmir það út frá þessari snilld. Ég borðaði næstum yfir mig. Á eftir Naan brauðinu pöntuðum við okkur kjúkling og lamb, Shikandari Gosh tog Murgh Makhani, að mig minnir. Við biðum ekki lengi eftir aðalréttinum. Bæði kjúklingurinn og lambið voru vel kryddað og jógúrt sósan sem fylgdi hrísgrjónunum var ótrúlega fersk. Þetta var dýrindis máltíð sem ég átti erfitt með að klára sökum þess hversu mettaður ég var af Naan brauði. Ég mæli með Austur-Indíafjelaginu: Naan brauðið er heilagt; staðurinn er einkum vistlegur (lýsingin stuðlar að afslöppun og vellíðan); og þjónustan er til fyrirmyndar … Þó svo að maðurinn geti ekki stigið í sömu á tvisvar – þá getur hann reitt sig á það að Austur-Indíafjelagið viðhaldi sínum fullkomleika ár frá ári #heraklítus. Orð: Skyndibitakúrekinn
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar
Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
MJAÐMA RÆS Mjaðmirnar veita okkur stuðning og jafnvægi til að bera líkamsþyngd okkar. Mjaðmaliðirnir eru eins og lamir milli efri og neðri hluta líkama okkar þar sem sterkustu vöðvarnir tengjast. Ástæður fyrir sársauka í mjöðmum geta verið margvíslegar, allt frá of miklu álagi til streitu vegna of mikillar setu. Aðrar orsakir sársauka í mjöðmum tengjast ójafnvægi í orku vegna neikvæðra tilfinninga sem við höfum ekki unnið úr og þær eiga það til að safnast í mjöðmum okkar og búa til orkustíflu. Á þessari vinnustofu kennir Arnór Sveinsson jóga, tengt mjöðum og verður farið djúpt í mjaðmirnar, þær opnaðar og losað eins mikið af orkustíflum og líkaminn er tilbúinn að sleppa takinu á. Þá er endað á góðri djúpslökun HVAR: Álftanesskóla, Garðabæ HVENÆR: 30. janúar – 11 -13:30 VERÐ: 2500 kr. SKRÁNING: yogaraes@gmail.com
FRÆÐSLUDAGAR UM UMHVERFISMÁL Birta og Ungir Umhverfissinnar standa fyrir málþingi dagana 25. - 28. janúar í Háskóla Íslands. Hugmyndin er að gera öllum þeim sem hafa áhuga á að fræðast betur um þau málefni sem beinast að umhverfinu, tækifæri til að kynna sér stöðuna eins og hún er í dag og hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif. Fyrirlestrar verða haldnir um ástand sjávar, grænan lífstíl, framtíð umhverfismála, endurvinnslu og loftlagsbreytingar. HVAR: Háskóla Íslands HVENÆR: 25-28. janúar NÁNAR: viðburður á fésbók
LJÓSMYNDASÝNINGIN ANDVARI Sýning á svarthvítum landslagsmyndum og náttúru eftir samtímaljósmyndarana Kristínu Hauksdóttur, Lilju Sigurðardóttur, Daniel Reuter, Claudiu Hausfeld og Joakim Eskildsen. Einnig myndir úr safneign Þjóðminjasafnsins eftir Sigurð Tómasson og Arngrím Ólafsson. Katrín Elvarsdóttir er sýningarhöfundur en sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. HVAR: Þjóðminjasafn Íslands HVENÆR: stendur til 28. febrúar NÁNAR: thjodminjasafn.is
ÁBYRGJUMST EIGIN HEILSU Una Emilsdóttir, læknanemi við Kaupmannahafnarháskóla heldur fyrirlestur um það hvernig við tökum ábyrgð á eigin heilsu. Hún er að hefja síðasta árið í læknisfræði í vor og hefur sérstakan áhuga á fyrirbyggingu sjúkdóma og heilbrigðu daglegu líferni. Una mun meðal annars fjalla um þarmaflóruna og ónæmiskerfið og tengingu þess við krabbamein. Hvernig það er lykilþáttur líkamlegrar og andlegrar heilsu en að henni steðja ógnir úr ýmsum áttum. Hún segir að hver og einn geti tekið ábyrga afstöðu varðandi mataræði og nærumhverfi. Í fyrirlestrinum verður farið yfir þær hættur sem að okkur steðja í þessum efnum ásamt leiðum til úrbóta! HVAR: GLÓ Í FÁKAFENI HVENÆR: 28. janúar SKRÁNING: glo.is – námskeið og fyrirlestrar VERÐ: FRÍTT
LJÓMANDI MEÐ TOBBU Þorbjörg Hafsteinsdóttir heldur fróðlegt fjögurra vikna námskeið um heilsu og næringu. Þú losar þig ekki bara við sykurinn, slenið og umframkílóin um miðjuna, heldur verður þú full(ur) af orku, færð skýrari hugsun og fókus. Það gefur góða tilfinningu og öryggi að eiga góðan ásetning og ástundun í vændum. Ath! Bókunin er tryggð með því að greiða námskeiðsgjald. Öll fyrri LJÓMANDI námskeið voru uppseld. HVAR: Gló í Fákafeni HVENÆR: 3.febrúar VERÐ: 29.900 kr. SKRÁNING: thorbjorg.dk
Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland
28
HVAÐ ER AÐ SKE
hönnun
Steinunn Marteinsdóttir Leirlist Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir yfirlitssýning á leirlist Steinunnar Marteinsdóttur. Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Á fyrstu einkasýningu sinni árið 1975 markaði Steinunn þau þáttaskil í íslenskri leirlistasögu að sýna íslenskt landslag á afgerandi hátt með stórum og smáum skúlptúrvösum og veggmyndum. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Sýningarstjóri: Harpa Þórsdóttir Hvar: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorg 1, 210 Garðabær Hvenær: 9. janúar - 28. febrúar 2016
Að safna í söguna Sýning Hönnunarsafn Íslands á fjölda geymilegra hluta og hefur brýna ástæðu til að sýna þá og gera þá eftirminnilega í þágu íslenskrar hönnunarsögu. Geymilegir hlutir eru úrvalsmunir sem safnið varðveitir af ýmsum ástæðum. Hönnunarsafn Íslands hefur það mikilvæga hlutverk að marka sögu íslenskrar hönnunar með safneign sinni og stígur stór skref þessi árin.
The Rocking Bowl Vistvæn hendgerð skál úr endurunnum við. Frábær viðbót á matarborðið, utan um alla „týndu hlutina“ líkt og lykla, gleraugu, fjarstýringar og fl.- eða sem skraut á kaffiborðið. http://cooldesign.is/
Hvar: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorg 1, 210 Garðabær Hvenær: stendur til 10. júní 2016, opið alla daga: 12:00 -17:00 Aðgangur: 500 kr.
JÓGA
SETRIÐ
HEDO PLAST Þessir eru með nýrri útfærslu af baki úr formsveigðri eik, bæði stilkur og þvertré. Hugmyndin að útfæra þennan grip með þessu lagi varð til hjá Daníel Magnússyni í sumar þegar útlendingar sem voru að taka af sér myndir með selfí-stikk, spurðu hann afhverju hann smíðaði aldrei stóla með bæði trébaki og tréstilk í stað þess að nota ryðfrítt stál. www.bhs.is/hedoplast/
SKIPHOLTI 50 C Rocking Records
S: 778 1000
jogasetrid.is
Rocking Records er hirsla fyrir vínilplötur sem hönnuð er undir áhrifum "popular culture". Plötustandurinn fer vel á nútíma heimili og sýnir plöturnar á fallegan máta. Rocking Records "rokkar" með þér þegar þú velur plötu á fóninn.Rocking Records kemur í þremur litum; skjannahvítum, eldrauðum og dumbfjólubláum. Hönnuðurinn er Berglind Snorra gullsmiður, og húsgagna- og vöruhönnuður. http://www.berglindsnorra.is/
„Klassískt og fallegt stell sem gerir matinn enn fallegri“ Eva Laufey Kjaran
Laugavegur - Kringlan - kunigund.is
30
HVAÐ ER AÐ SKE
Spurt & Svarað Anna Kristín Þorsteinsdóttir Listamaður, ljósmyndari og svefngengill Sýning Önnu Kristínar, Escape Landscape, verður til sýnis í Hannesarholti til 18. febrúar.
Nafn, Viðurnöfn, Gælunöfn, Öfugnöfn?
Hefur lífið tilgáng? Ef svo, hver er tilgángurinn?
Anna Kristín Þorsteinsdóttir. Púnktur.
Lífið hefur tilgang. Það fer eftir því hvar maður er staddur á ferðinni hver tilgangurinn er. Núna er ég að leita af lyklunum mínum.
Ef þú yrðir að lýsa sjálfri þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða?
Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér?
Slitsterkur þriggja sæta, hágæða, flauelssófi með vínrauðu kögri – sem heitir FLYKT.
Ég drekk ekki mjólk.
Uppáhalds ljósmyndari? Af hverju? Það er eiginlega ekki hægt að spyrja um einn? Einn í heiminum eða? En ef einhver myndi miða á mig byssu, með þessa spurningu, myndi ég svara að Nan Goldin væri sá ljósmyndari sem hefði haft mest áhrif á mig, virkilega snert mig inn að beini. Hún er meistari ljóss og mannlegrar þjáningar. Hún segir sannleikann. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Það er of margt og flókið til að telja upp í nokkrum orðum, en til að sofna undan þessari rigningar andvöku ímynda ég mér að ég sé einhvers staðar við miðjarðarhafið og að það sé hitaskúr, svo tel ég regndropana. Hafa allir gott af smá Sweati? JÁ. Hver vill ekki endurfæðast endalaust í eigin lífi?
Uppáhalds tilvitnun eða „one-liner“? „Ertu í fríi eða á flótta“? Hvaðan kom hugmyndin á bakvið Escape Landscape? Ég fór að stunda það fyrir nokkrum árum að fara í fjallaferðir. Ótrúleg landslög hafa síðan þá síast inn á heilabörkinn. Svo skoða ég, að staðaldri, þvílík ógrynnin af ljósmyndum og hef alltaf gert. Þetta í bland við líflegt draumalíf fékk mig til þess að langa til að skapa landslag úr landslagi, án raunverulegs samhengis við hvorki stað né stund, landslag sem er ekki til nema á þessum myndum. Ég útfærði hugmyndina með uppáhalds miðlinum mínum, klippimyndatækninni. Hvað er best í lífinu? Núna, hlýjir sokkar, annars náttúran.
HLAÐVARP VIKUNNAR 60 MINUTES Það þekkja flestir 60 Minutes: klukkutíma langur fréttaþáttur (45 mínútur án auglýsinga), yfirleitt þrískiptur – þar sem þrjár áhugaverðar fréttir eru krufnar til mergðar af reyndum fréttamönnum. Frá því að þátturinn hóf göngu sína í hlaðvarpsformi, hefur undirritaður hlustað reglulega á hann og líkað vel; hljóðvinnslan er til fyrirmyndar og klippingin líka. Sérstaklega mætti
mæla með nýlegum þætti 60 Minutes frá 17. janúar 2016, þar sem fjallað er um njósnir kínverja í bandarískum fyrirtækjum; handtökuna á mexíkóska glæpamanninum El Chapo (sérstakt viðtal við leikarann Sean Penn); ásamt stöðu fjallaljóna í hlíðum Los Angeles. Gefðu þér þrjú korter í hverri viku til þess að hlýða á þennan fræðandi þátt; menntun er máttur – og máttur er frekar mikilvægur þáttur í mannlegu lífi. Eða eitthvað. Friðrik Níelsson
Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.
Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Sýningin sem allir eru að tala um!
takmarkaður sýningarfjöldi - tryggðu þér miða!
„Eitt það stórkostlegasta sem sést hefur á íslensku leiksviði í áraraðir eða tugi”
„Unaðslegt leikhús” SJ - Fbl
„Fersk og frumleg”
FL - Harmageddon
MK – Víðsjá
„Hvílík veisla fyrir augu, eyru og jafnvel nef.”
“Höfundar Njálu eru fundnir”
SA – tmm.is
AV – DV
„þessi sýning er afrek svo full er hún af hugmyndum, hrífandi lausnum, leik og danssigrum.”
„Fólk á að sjá þetta því þetta er einstakur viðburður” GSE - Kastljós
MK – Víðsjá
„Það er margt sem fangar og gleður augu í þessu mikla sjónarspili”
„Þetta er hörkuverk – skemmtilegt og hressandi í myrkrinu.” DK – Hugras.is
ÞT - MBL
„Gæsahúðin fylgdi mér orðlausum og gapandi frá upphafi til enda sýningarinnar” AV – DV
Nýjar sýningar komnar í sölu!
Forvitnileg, litrík og ögrandi leikhúsveisla! Sun 31/1 kl. 20 UPPSELT Mið 3/2 kl. 20 UPPSELT Sun 7/2 kl. 20 UPPSELT
Fim 11/2 kl. 20 UPPSELT Sun 14/2 kl. 20 UPPSELT Mið 17/2 kl. 20 UPPSELT
Fös 19/2 kl. 20 UPPSELT Lau 20/2 kl. 20 örfá sæti Mið 24/2 kl. 20 örfá sæti
Fim 25/2 kl. 20 UPPSELT Fös 26/2 kl. 20 örfá sæti Lau 27/ kl. 20 örfá sæti
Njáluhátíð í forsal frá klukkan 18 - 20 fyrir allar sýningar. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is